1. TÖLUBLAÐ - DESEMBER 2016 - 34. ÁRGANGUR
Eftirtaldir aðilar styðja við skátastarfið í Eyjum og senda Eyjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Skátaflokkurinn Smyrill Sigurður Þ. Jónsson Bíla og vélaverkstæði Harðar og Matta Anita, Sigurður og börn Skipalyftan ehf Braggabílar ehf Starfsmannafélag Vestmannaeyja Jón Pétursson Áhaldaleigan ehf
Jói Ben Rósa Mamma Sigríður Diljá Magnúsdóttir Sigmar Georgsson Anna Margrét og Lilja Kristín Björgvin og Valgerður Gunna og Tóti Vigdís og Guðni Sigurbjörg Jónsdóttir Marta og Gústaf
Guðlaug Gunnarsdóttir Grétar og Áslaug Gísli M. Sigmarsson og Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir Fjölskyldan að Skólavegi 21, Geysi, Þorsteinn, Lilja og dætur Frár ehf. Málarinn þinn ehf
Eftirtaldir aðilar styðja við skátastarfið í Eyjum og senda Eyjamönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Bíla- og vélaverkstæði HARÐAR & MATTA
BYLGJAN VE 75 VÉLAVERKSTÆÐIÐ ÞÓR 2
Jólakveðjur Skátafélagsins Faxa Við skátarnir tökum að okkur að bera út jólakveðjurnar þínar í öll hús í Vestmannaeyjum á aðfangadagsmorgun. Við tökum á móti jólapóstinum á þessum tímum í Skátaheimilinu við Faxastíg
Opnunar tímar Þriðjudagur 20.des kl: 19:0 0-21:00 Miðvikudagur 21.des kl: 19 :00-21:00 Fimmtudagur 22.des kl: 19 :00-21:00 Föstudagur 23.des kl: 14:0 0-19:00
Skátaheimilið við Faxastíg og Skátastykkið suður á Eyju Skátafélagið er með aðstöðu fyrir starfssemi sína í Skátaheimilinu við Faxastíg og Skátastykkinu suður á Eyju. Þegar þessi aðstaða er ekki í notkun er hún leigð út til fjáröflunar fyrir skátafélagið. Hraunprýði er skáli í Skátastykkinu suður á Eyju. Hann hentar vel bæði fyrir ættarmót og minni hópa. Þar er hægt að gista inni og á tjaldsvæðinu í kring því þar er hægt að tjalda tjöldum, fellhýsum og tjaldvögnum og þar er aðgengi að rafmagni. Skátastykkið hentar vel hópum sem vilja hafa gott næði og vera út af fyrir sig. Nú er jafnframt verið að útbúa aðstöðu í tveimur öðrum skálum í Skátastykkinu sem kallaðir verða Útlagar og verða nýttir fyrir skátastarf og til útleigu. Í skátaheimilinu við Faxastíg er salur sem tekur 80 til 100 manns í sæti góðu salur sem er leigður út t.d. fyrir t.d fermingar og veislur. Þar er góð eldhúsaðstaða. Sonja Andrésdóttir sér um leigu á Skátaheimilinu og Skátastykkinu fyrir hópa og er hægt að ná í hana í síma 862 2138 3
Skátastarfið í Eyjum á uppleið Skátastarfið hefur gengið mjög vel undanfarin ár og er fjöldi skáta farinn að aukast á ný og áhugi á skátastarfi hefur vaxið. Skátarnir eru stoltir af því að starfa í skátunum og hafa ákaflega gaman að. Skátastarfið byggir á góðum grunni skátahreyfingarinnar undanfarin hundrað ár og enn læra skátarnir hnúta, fara í göngur, fara í útilegur, kveikja elda og syngja. En nú til dags læra þeir líka um nýjustu tölvutækni og læra hönnun og notkun á stafrænum framleiðslutækjum og þess háttar hluti. Skátarnir taka þátt í ýmsum verkefnum og gengur starfið m.a. út á að virkja einstaklingana á fjölbreyttum sviðum mannlífsins og vera óhrædd að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Áskoranirnar sem skátarnir takast á við, miða út frá því að undirbúa einstaklinga til þess að vera virkir þáttakendur í samfélaginu. Í Skátafélaginu Faxa hefur undanfarin ár verið sérstök áhersla hefur verið lögð á skapandi skátastarf og að virkja skátana til sköpunar hvort sem er með hefðbundnum eða óhefðbundnum aðferðum. Þá hafa skátarnir fengið að nýta sér aðstöðu í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og æft sig í hæfni sem miðar af þörfum 21.aldarinnar. Skáti er traustur félagi og vinur Í skátastarfi myndast vinátta milli skáta sem endist oft ævilangt. Vináttan getur verið milli einstakra skáta, skátaflokka eða jafnvel skátafélaga. Undanfarin ár hefur vinátta milli Skátafélagsins Faxa í Eyjum og Mosverja í Mosfellsbæ styrkst. Mosverjar hafa boðið okkur í Faxa að taka þátt í sameiginlegri tjaldbúð á drekaskátamótum og landsmótum undanfarin ár auk þess að bjóða okkur að taka þátt í félagsútilegu þeirra í Vindáshlíð. En Mosverjar komu einnig í fjölskylduútilegu til Eyja og áttum við góðar stundir í Skátastykkinu. Við erum þakklát Mosverjum og ánægð með að sterk vináttubönd hafa myndast milli skátanna í þessum félögum.
Stjórn Skátafélagsins Faxa Laugardaginn 10.desember var haldinn Aðalfundur Skátafélagins Faxa. Á dagskrá voru hefðbundin Aðalfundarstörf og m.a. félagsforingi og stjórn kosin. Í stjórn félagsins eru nú: Frosti Gíslason félagsforingi Friðrik Þór Steindórssson aðstoðarfélagsforingi Aníta Ársælsdóttir gjaldkeri Flóvent Máni Theódórsson ritari Salome Ýr Rúnarsdóttir meðstjórnandi
4
Þakkir til sjálfboðaliða Faxa, samstarfsaðila og velunnara Skátafélagið Faxi þakkar öllum sjálboðaliðum félagsins kærlega fyrir vel unnin störf. Sjálfboðaliðar félagins hafa tekið þátt í fjáröflunum, unnið að uppbyggingu á húsnæði félagsins, hjálpað til á skátamótum, í útilegum, skátafundum, kvöldvökum og í öðru starfi. Kærar þakkir fyrir ykkar ómetanlega starf. Félagið er þakklátt fyrir alla þá hjálp sem það hefur fengið á undanförnum árum í formi vinnu, aðstoðar, velvildar,afslátta, kaupa á þjónustu eða hvers konar styrkja og er öllum færðar kærar þakkir fyrir. Margs er að minnast og margt er hér að þakka. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur stutt við starfsemi skátanna með hvers kyns aðstoð og liðleg heitum alla tíð enda gera byggir félagið á grunni Hjálparsveitar Skáta. Stór hluti skáta starfar síðar meir með Björgunarfélaginu og erum við þakklát fyrir einstaklega gott og ljúft samstarf. Vestmannaeyjabær hefur styrkt félagið á undanförnum árum með rekstrarstyrk og hefur stutt félagið vegna viðhaldframkvæmda félagsins á Skátaheimilinu við Faxastíg og er bænum færðar kærar þakkir fyrir. Ísfélag Vestmannaeyja færði Skátafélaginu Faxa nú á dögunum myndarlegan styrk til uppbyggingar í félaginu og er Ísfélaginu færðar kærar þakkir fyrir.
Endurbætur á skátabústað í Skátastykki Síðastliðið vor og sumar unnu sjálfboðaliðar að endurbótum á Skátabústaðnum í Skátastykki, máluðu allt húsið að utan og lökkuðu glugga, löguðu bekki og unnu að fleiri endurbótum í húsnæði skátastykkisins. Húsnæðið lítur mun betur út og búið er að laga klæðningu og þakkassa en næsta verkefni snýr að lagfæringum á þaki hússins. Fleiri byggingar í Skátastykki Síðastliðið vor fengum við að gjöf tvö hús frá Eimskip til þess að koma fyrir á svæði félagsins í Skátastykki. Húsin munu nýtast vel skátastarfinu á svæðinu og verða m.a. notuð sem þjónustuhús á World Scout Moot sem haldið verður í júlí 2017. Skátafélagið Faxi þakkar fyrir höfðinglega gjöf til félagsins. Skátafélagið Faxi fékk húsin að gjöf með því skilyrði að flytja þau og til verksins voru fengnir helstu sérfræðingar landsins á því sviði JáVerk. Þeir komu til Eyja með sérhæfð tæki og tól til þess að flytja húsin upp í skátastykki og flutningurinn gekk vonum framar og var verkið sérlega faglega unnið af þeim JáVerksmönnum. Sjálfboðaliðar Faxa undirbjuggu húsin fyrir flutninginn og aðstoðuðu við að koma húsunum á réttan stað. JáVerk og sjálfboðaliðunum eru færðar kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
5
Drekaskátamót í júní 2016 Skátafélagið Faxi tók þátt í Drekaskátamóti 2016 á Úlfljótsvatni. Skátarnir tóku þátt í fjölmörgum ævintýrum frá upphafi ferðar til loka. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Ein leiðin til þess að ná þessum markmiðum er að fara á skátamót og taka þátt í fjölmörgum dagskrárliðum sem þar eru í boði fyrir skátana. Ferðin okkar var stórskemmtileg og fengum við að upplifa margar eftirminnilegar stundir. Í byrjun ferðar fórum við í í stýrihús Herjólfs og fengum þar fræðslu hjá Skipstjóranum um hverning væri að stýra svona stóru skipi. Á mótinu fórum við í bogfimi, sigldum út á kayökum, hjólabátum, poppuðum yfir opnum eldi og bökuðum brauð. Þá var farið í klifurturninn en þar er bæði hægt að síga niður og klifra upp. Skátarnir fóru einnig í þrautabrautir, risahoppikastala, vatnasafarí, vatnsbyssuleik og ýmsa útileiki. Að lokum var svo sungið hreyfisöngva á kvöldvöku við varðeld og drukkuð kakó á eftir. Við Drekaskátar viljum þakka mótstjórn kærlega fyrir mótið. Einnig viljum við þakka fararstjórum og vinafélagi okkar í Mosverjum fyrir ánægjulegar stundir. Skipstjórnendur Herjólfs, þeim sem hjálpuðu okkur á svæðinu og við frágang í Eyjum fá einnig þakkir og sérstaklega viljum við þakka Björgunarfélagi Vestmannaeyja fyrir alla þá velvild sem þeir hafa sýnt okkur.
6
7
Félagsútilega Mosverja og Faxa í Vindáshlíð í nóvember 2016 Helgina 11.-13.nóvember 2016 fórum við félagar í Skátafélaginu Faxa í Vindáshlíð og tókum þátt í félagsútilegu Mosverja. Útilegan var stórskemmtileg og skipulögð og stjórnað af rekkaskátum í Mosverjum sem stóðu sig með stakri prýði. Við viljum þakka vinum okkar í Mosverjum fyrir frábæra helgi, skemmtilega samveru og góðan mat. Í útilegunni tókum við þátt í skemmtilegri dagskrá með Harry Potter þema þar sem við fengum m.a. að tálga töfrasprota, fara í leiki, fara skemmtilega íþróttaleiki eins og Quidditch, skrifa fréttir, mála, móta og búa til leir og að sjálfsögðu að fara í fjallgöngu í fallegu umhverfi og einnig í næturleik og fleira og fleira. Dagana 11.-13 nóvember til fórum við
8
í Vindáshlíð með Mosverjum. Þemað var Harry Potter. Við byrjuðum á því að fara í Herjólf sem sigldi í Þorlákshöfn í þrjá klukkutíma. Svo fórum við í rútu og keyrðum til Mosfellsbæjar og hittum þar Mosverja. Svo keyrðum við upp í Vindárshlíð. Þegar við vorum komin þangað komum við okkur fyrir og fórum að sofa. Næsta dag byrjuðum við á því að borða morgunmat. Svo gátum við valið um nokkra hluti til að gera t.d. Horfa á mynd, Baka, Rakspírasandur og Töfrasprotagerð. Eftir það borðuðum við hádegismat, eftir það fóum við aftur í val. Eftir það var kvöldmatur. Svo fórum við í rosalega skemmtilega Harry Potter leiki. Þorgerður Katrín, Eva og Ragnheiður Rós
Jólakvöldvaka í Skátastykkinu Föstudagskvöldið 9. desember 2016 var haldin jólakvöldvaka í Skátastykkinu. Skátar í Faxa tóku þátt og sýndu fjölmörg skemmtiatriði með leiklistartilþrifum, spiluðu á hljóðfæri, sögðu brandara og sungu. Sæþór Vídó lék á gítar undir söng skátanna og skemmtileg stemning myndaðist á kvöldvökunni sem endaði með kakó og smákökum sem skátarnir sáu um.
17.júní Drótt-, fálka- og drekaskátar úr Skátafélaginu Faxa leiddu skrúðgöngu ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og sáu um fánaburð á 17.júní 2016 í Eyjum.
9
Landsmót skáta 2016 Landsmót skáta er haldið annað hvert ár og var haldið í 29. skiptið dagana 17.-24 júlí 2016 . Mótið fór fram á Úlfljótsvatni en þar er Útlífsmiðstöð skáta staðsett. Mótið var fyrir skáta á aldrinum 10 – 22 ára. Á mótinu var einnig boðið upp á fjölskyldubúðir sem stóðu öllum opnar. Fjölskyldur frá Eyjum tóku þátt í fjölskyldubúðum og þeirri dagskrá sem þar var boðið uppá. Góður og samheldinn hópur fálkaog dróttskáta frá Faxa tók þátt í Landsmótinu. Farið var með Herjólfi og fengum við lánaðan bíl Björgunarfélagsins í Eyjum yfir mótið til þess að flytja skáta og búnað á staðinn. Fararstjórar voru Frosti Gíslason og Ármann Höskuldsson. Skátafélagið Faxi var saman í tjaldbúðum með vinafélagi okkar Mosverjum og er þeim þakkað frábæra samveru og samvinnu á mótinu sjálfu og eftir það.
10
Dagskrá mótsins var allt í senn, fjölbreytt, vönduð, spennandi og gefandi. Hún krafðist virkrar þátttöku skátanna og skapaði skilyrði fyrir sköpunargleði þeirra. Yfir daginn störfuðu þátttakendur í skátaflokkum við fjölbreytt viðfangsefni. Viðfangsefnin völdu flokkarnir sjálfir. Hluti dagskrárinnar fór fram á mótssvæðinu sjálfu en einnig er nýtt falleg náttúra Úlfljótsvatns og umhverfi þess. Á hverjum morgni var blásið til fótaferðar kl. 08:00. Þá drifu allir sig á fætur til að sinna hefðbundnum morgunverkum og snæða morgunverð. Að sjálfsögðu voru Faxaskátar með stærstu fánastöngina á mótinu. Á hverjum morgni var fánahylling og að henni lokinni fóru skátaflokkarnir í opna dagskrá sem hófst kl. 10:00. Hádegisverð snæddu flokkarnir í tjaldbúðinni eða höfðu með sér nesti ef þeir voru í ævintýraferð í nágrenni
mótssvæðisins. Eftir hádegisverðin fóru skátaflokkarnir í valdagskrá sem þeir höfðu valið sér. Flokkadagskrá lauk kl. 16:30 og þá tóku við fjölbreytt verkefni og var af nógu að taka. Stundum þurfti að sinna ýmsum verkefnum vegna undirbúnings kvölddagskrár svo sem að undirbúa skemmtiatriði eða þátttöku í stórleik. Að lokinni kvölddagskrá var komið í tjaldbúðir þar sem í boði var heitt kakó og kex að skátasið. Kyrrð var á mótssvæðinu frá kl. 23:00. Skátarnir frá Eyjum voru virkir í valdagskránni. Í ferðaveröld fórum við m.a. í göngu að Ljósafossstöð þar sem við skoðuðum frábært orkusafn og fengum kakó. Að því loknu fórum við svo á skátasafnið, en það er staðsett í húsnæði rétt hjá Ljósafossstöð. Dagurinn var svo fullkomnaður með því að fara í sund í
sundlauginni í Borg í Grímsnesi. Í skátaveröld gerðum við m.a. Rómverskanvagn en þá útbjó skátaflokkurinn “karlsvagn” sem er dreginn áfram af mannafli og með örlitlum breytingum má gera vagninn að sjúkravagni. Súrringar og spýrur léku stórt hlutverk í þessum pósti og því var nauðsynlegt að læra að súrra til að bera hvert annað. Þar fórum við líka í fjölbreytta leiki og skemmtum okkur vel. Í Undraveröld var margt skemmtilegt að sjá og prófa. Þar kepptum við m.a. í risa Fußball, spiluðum bubblubolta þar sem allir leikmennirnir voru klæddir sem uppblásnar plastkúlur og leikmenn voru hvattir til að vera með hamagang og lenda í samstuði við mótherjana. Við lærðum að skjóta með boga og örvum og það vakti mikla lukku. Við fórum í risa Yatzy, risa Lúdó, ofur kúluspil og risa twister. Í Vatnaveröld prófuðum við vatnsbyssustríð, vatnsrennibraut, báta, vatnasafarí og brutum ís utan af fötum. Í Víkingaveröld prófuðum við að
elda að hætti víkinga yfir opnum eldi í matarsmiðju, fórum í ullarsmiðju, þæfðum ull og lituðum. Þá fórum við einnig í málmsmiðjuna og útbjuggum víkingaskartgripi með því að hella bræddum málmi í mót. Á kvöldin voru stórskemmtilegar kvöldvökur ýmist með vinum okkar í Mosverjum eða öðrum skátum frá fjölmörgum löndum. Þá skemmtum við okkur einnig vel þegar þekktir tónlistarmenn komu og spiluðu fyrir okkur. Þáverandi forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti tjaldbúðirnar okkar og leit m.a. við í þjóðhátíðartjaldinu sem við höfðum meðferðis. Þar buðum við upp á harðfisk og Vestmannaeyjatónlist. Landsmótið tókst vel til í alla staði og viljum við þakka mótsnefnd fyrir frábært skátamót og Björgunarfélaginu fyrir liðlegheitin. Í skátunum eru engir varamannabekkir til, þar eru allir virkir þátttakendur
Skátarnir skrifa sjálfir um Landsmót Skáta María Fönn og Unnur Birna. Það er ótrúlega gaman á Landsmótum í skátunum . Við vorum með Mosverjum í tjaldbúðum. Forsetinn kom líka til okkar á heimsóknadaginn. Á heimsóknadaginn má fara í allar tjaldbúðirnar, líka til útlensku skátanna. Þá eru flestir með góðgæti handa gestunum t.d. Ís, kandíflos, nammi, súpu og fleira. Við vöknum alltaf klukkan átta en síðasta daginn fáum við að sofa hálftíma lengur. Á hverjum morgni var frjáls dagskrá, þegar það var frjáls dagskrá mátti fara út um allt (nema til annara tjaldbúða án leyfis) á dagskránni var t.d. hægt að fara á kanó, klifra á klifurvegginum, fara á söfn og fleiri skemmtilegir hlutir . Á hverju landsmóti er nýtt þema, í fyrra var það Heimsálfurnar. Það var æðislega gaman. Á hverju kvöldi var kvöldkaffi, þegar það var kvöldkaffi fengum við kakó og kex. Við eignuðumst flest nýja vini þar. Sendiherra Bandaríkjanna kom til okkar, hann gaf öllum frábæru krökkunum í Faxa nælur. Bertha, María Fönn og Þuríður sömdu lag um RC kóla sem er drykkur sem var til í sjoppunni.
11
Styrkur frá Ísfélagi Vestmannaeyja Guðbjörg Matthíasdóttir f.h. Ísfélags Vestmannaeyja afhenti Skátafélaginu Faxa veglegan styrk þann 10.desember 2016. Skátafélagið Faxi færir Ísfélagi Vestmannaeyja kærar þakkir fyrir og mun styrkurinn nýtast skátafélaginu vel til uppbyggingar á starfssemi sinni. Á myndinni eru Kristinn Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Frosti Gíslason, Ármann Höskuldsson og Stefán Friðriksson.
Hraunprýði og Útlagar
Skálarnir okkar í Skátastykkinu hafa fengið nöfn og hér eftir verður burstabærinn okkar sem Páll Zóphóníasson þáverandi félagsforingi hannaði kallaður Hraunprýði eftir gamla skála Skátafélagins sem stóð vestur í
Styrkur frá Vestmannaeyjabæ Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjabæjar og Frosti Gíslason félagsforingi Skátafélagins Faxa undirrituðu nýverið undir samning þess efnis að Vestmannaeyjabær veitir félaginu styrk að upphæð einni milljón króna á ári næstu þrjú árin vegna viðhaldsframkvæmda á Skátaheimilinu við Faxastíg. Skátafélagið Faxi þakkar Vestmannaeyjabæ fyrir stuðninginn og aðstoð á liðnum árum. 12
hrauni í þáverandi skátastykki. Skálarnir sem Eimskip gáfu okkur eru nú kallaðir Útlagar til heiðurs elsta starfandi skátaflokki á Íslandi. En hann samanstendur af skátum frá Vestmannaeyjum sem hafa hist í yfir 74 ár. Við höfum unnið að markvissum endurbótum á Hraunprýði með hjálp sjálfboðaliða í Faxa og víðar að. Á næstunni munum við vinna að endurbótum á Útlagaskálunum til þess að
gera þá tilbúna fyrir World Scout Moot 2017 sem haldið verður í júlí á næsta ári.
Útgefið í desember 2016 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Frosti Gíslason Ljósmyndir: Frosti Gíslason, Ármann Höskuldsson og Ólafur Lárusson Prentun: Prentsmiðjan Eyrún
Skátalíf er útilíf Skátarnir fara í gönguferðir um fjöll og firnindi. Á skátafundum í september fóru drekaskátar í göngu í gömlu efnistökunámuna við Hástein og bjuggu til lítil listaverk úr því sem þar er. Síðan var farið í leiki. Skáti er náttúruvinur og því tökum við alltaf með okkur poka og týnum rusl sem verður á vegi okkar. Við förum líka oft út í spröngu og viðhöldum þeirri aldagömlu hefð
Vestmannaeyjinga að spranga. Skátarnir koma líka oft við í Sýslumannskór og virða fyrir sér bæinn og þær breytingar sem eru á honum frá degi til dags. Fálkaskátar fóru í fjallgöngu á Heimaklett og fóru að sjálfsögðu alla leiðina á toppinn. Þegar á toppinn var komið var að sjálfsögðu dabbað. Það dabb vakti athygli út fyrir Eyjarnar og Morgunblaðið birti myndir úr ferðinni af dabbinu.
Skátastarf er skapandi og skáti er traustur félagi og vinur
Í skátastarfi er lögð áhersla á vináttuna og samvinnu við úrlausn verkefna. Í skátastarfinu vinna krakkarnir að skapandi verkefnum og þurfa að leysa mismunandi úrlausnarefni saman. Á nokkrum skátafundum hjá drekaskátum hafa krakkarnir fengið bylgjupappa og frelsi til að búa til eitthvað úr honum. Margir skátarnir bjuggu til hús en aðrir fóru að gera hluti í húsin. Margar frumlegar hugmyndir komu frá skátunum og skemmtilegt að sjá hvað margt er hægt
að gera úr bylgjupappa. Á skátafundum hjá dreka-og fálkaskátum í september æfðum við okkur í hópavinnu. Við unnum saman að úrlausn verkefnis, um hvernig við gætum látið egg falla úr 5 metra hæð á jörðina án þess að skurninn myndi brotna. Skátarnir nýttu sér aðstöðuna í Fab Lab smiðjunni í Eyjum og skemmtu sér vel við krefjandi verkefnið. Gleðin leyndi sér ekki hjá þeim skátum sem tókst að láta
eggið falla án þess að brjóta skurnina. Skátarnir höfðu allir gaman að verkefninu og miklar umræður urðu út frá því.. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta er dæmi um hvernig við nýtum okkur leiki í skátastarfi til þess að efla færni á mismunandi sviðum.
13
World scout Moot 2017 í Eyjum Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið 25. júlí til 2. ágúst á næsta ári, þegar yfir 5.000 skátar frá 80 löndum taka þá í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára. Mótssetning verður í Reykjavík þann 25. júlí en svo verður þátttakendum skipt upp í 11 tjaldbúðir sem dreifðar verða víðs vegar um landið. Mótið er opið fyrir allt ungt fólk á aldrinum 18-25 ára og ef þú lesandi góður hefur áhuga á því að taka þátt í mótinu þá getur þú það. Um 520 þáttakendur ásamt 50 manna starfsliði munu koma til Vestmannaeyja og dvelja í skátabúðum sem reistar verða í Skátastykkinu. Skátarnir koma strax eftir mótssetningu og verða í Eyjum frá 25. júlí til 28. júlí. Hér munu þeir taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem skipulögð hefur verið af mótsstjórn mótsins. Skátafélagið Faxi undirbýr komu skátanna til Eyja í samsstarfi við mótsnefnd World Scout Moot og sér um að gera skátastykkið tilbúið til þess að taka á móti þessu fjölda skáta hingað til Eyja. Það er áhugavert og spennandi verkefni fyrir samfélagið í Eyjum að taka á móti ungu fólki frá öllum heimshornum og kynna fyrir þeim það sem eyjarnar hafa uppá að bjóða. Þetta verður mikil kynning á Eyjunum og gott tækifæri fyrir okkur Eyjamenn að sýna okkur og kynna. Fyrir okkur í Skátafélaginu Faxa er mikilvægt að taka þátt í svona móti og um leið öðlast dýrmæta reynslu og kynna skátastarf enn betur í bæjarfélaginu okkar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins http:// worldscoutmoot.is og á facebook síðu Skátafélagins Faxa.
14
Viltu hjálpa til í Skátastarfinu? Öflugt skátastarf er ekki mögulegt nema með aðkomu fullorðinna sjálfboðaliða. Við sem vinnum sem fullorðnir sjálfboðaliðar vitum hversu gefandi þetta starf er, bæði fyrir börnin og okkur. Við sjáum einnig hversu nauðsynlegt það er að halda uppi ábyrgu og flottu skátastarfi. Sjálfboðastarf í skátunum felst í afmörkuðum verkefnum, skilgreindum störfum eða annars konar vinnuframlagi sem einstaklingur tekur að sér af fúsum og frjálsum vilja í þágu skátanna. Sem betur fer er fjöldi sjálfboðaliða sem tekur að sér hin ýmsu verk. Ef þú ert fullorðinn og langar til þess að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi, í fallegu umhverfi og með góðu fólki þá erum við að leita að þér. Það væri vel þegið ef þú myndir hafa samband við okkur og fjölbreytt verkefni bíða spennt eftir úrlausnum. Mögulegt er að aðstoða á fjölbreyttan hátt. Flokks- eða sveitarstarfið • Aðstoða við viðburði (hvaða viðburði, hvaða verkefni) • Útilegur, hellaferðir, gönguferðir, hjólaferðir... • Aðstoða við dagskrá á flokksfundum • Akstur, flutningur, matur, dagskrá, fjáröflun, búnaður, kennsla, ráðgjöf.... Félagseignir, uppbygging og viðhald • Verkefni tengd skátaheimili • Verkefni tengd skátaskálum • Verkefni tengd útivistarsvæði • Verkefni tengd útbúnaði skátafélags Félagsstarfið • Aðstoða við félagsviðburði t.d.skátamót, útilegur, skrúðgöngur o.fl. ofl. • akstur, flutningur, matur, dagskrá, uppsetning, frágangur, fjáröflun, búnaður... • Fjáraflanir • Samskipti við sveitarstjórn • Eignastjórn (skátaheimili, skáli, birgðir...) • Seta í félagsstjórn • Sveitarforingi • Íhlaupaforingi
Ferðin til Smaragðadals Hekluhópurinn svokallaði lagði land undir fót á haustdögum og fór í ferðlag i Austuríkis nánar tiltekið „WildkogelArena Neukirchen and Bramberg“ Þarna var ætlunin að heimsækja fallega dali og fjöll. Eins og áður þegar umræddur hópur er á ferðalagi þá eru skátafræðin ekki langt undan þ.e. hvernig á að ganga frá útbúnaði í bakpoka og hvernig skó á að taka með. Í ferðinni skyldi farið að hæstu fossum Evrópu og fara að hæsta fjalli Austurikis. Nokkrir úr hópnum tóku sig til og hjóluðu frá Neukirchen til Zell am zee eða um það 65 km leið og áhugaverð söfn skoðuð og lífið og tilveran á hverjum áningarstað skoðuð. Margt bar fyrir augu og það sem allir í hópnum voru sammála um það var endalaus snyrtimennska þeirra innfæddu. Kurteisi og vingjarnleg heit í okkar garð endalaus. Upp á hvern einasta dag var farið snemma á fætur og nesti og nýjir skór teknir fram, hvern dag þ.e. í næstu 7 daga skyldi gengið
inn í dali eða farið á fjöll. Á hótelinu Kammerlander var hugsað vel um hópinn ef hópurinn kom um miðjan dag heim eða einhverjir þá beið kaffi og nýbakað meðlæti. Fjöllin og dalir á þessum slóðum eru endalaus náttúrufegurð, stígar og slóðar vel merkt og við allra hæfi. Engum varð meint af göngunni þó var farið á fjall sem 2.220.metrar hátt þar blasti við mögnuð fjalla sýn í allar áttir og svo hnituðu samgöngutæki heimgeimsins strik í himinhvolfið eins og pípuhreinsarar væru þar í óreiðu, ekki ský á himni. Á bókasafni hótelsins kom hópurinn saman að hætti skáta og söng, við píanóið var einn ágætur eyjamaður sem fá okkar vissu að spilaði á slík mekkanó. Það gerði
sönginn að slíku tónaflóði að minnti á „Sound of music“ þegar menn komu til samsöngs voru nokkrir annað hvort með tírólahatt eða í leðurhousen buxum. Hvað gat þetta orðið nær Söngvaseiði en þetta. Austurríkis menn sögðu um hópinn „þar sem englar eru á ferð þar er gott veður“. Ég sendi öllum í hópnum og öðrum eyjamönnum skátakveðjur í tilefni jólahátÍðar. Því að í dag eru yður frelsari fæddur hineni hineni. Ólafur Lárusson Heklari
Viðtöl skáta við skáta
Nafn?: Helgi Þór Adolfsson Aldur?:10 ára Finnst þér gaman í skátunum?: Já Hvað ertu búinn að vera skáti lengi?: 3 ár Hvað er skemmtilegast í skátunum?: Fara uppí FabLab Hvað er uppáhalds matur?: sushi Hvað eru með sítt hár?: 28 cm sirka Hvað fannst þér skemmtilegast í skátaútilegunni?: Ég fór ekki ég var á handboltamóti á Akureyri Hvað gerið þið í skátum?: Við gerum allskonar hluti Hver er skátaforinginn ykkar?: Frosti Hvað heitir skáta félagið þitt?: Faxi Eru einhverjarkveðjur?: Ég óska öllum Gleðilegra Jóla Nafn?: Bertha Þorsteinsdóttir Aldur?: 12 ára Finnst þér gaman í skátunum?: Mjög gaman Hvað ertu búinn að vera skáti lengi?: 4-5 mánuði Hvað er skemmtilegast í skátunum?: Allt sem við gerum Hvað er uppáhalds matur?: PIZZA Hvað eru með sítt hár?: 68cm Hvað fannst þér skemmtilegast í skátaútilegunni?:Allt sem við gerðum Hvað fannst þér skemmtilegast á lands-
mótinu?: Allt því það var svo mikið að gera Hvað gerið þið í skátum?: Við gerum allskonar skemmtilega hluti Hver er skátaforinginn ykkar?: Frosti og Didda hjá stelpunum Hvað heitir skáta félagið þitt?: Faxi Eru einhverjarkveðjur?: Ég óska öllu Gleðinlegra Jóla
Nafn: Einar Örn Valsson Aldur:12 ára Finnst þér gaman í skátunum:Já Hvað ertu búinn að vera skáti lengi: 3 mánuði Hvað er skemmtilegast í skátunum: Allt Hvað er uppáhalds matur: Hamborgarahryggur
Hvað eru með sítt hár: 12 sentimetrar Hvað fannst þér skemmtilegast í skátaútilegunni: Að fara í quidditch Hvað fannst þér skemmtilegast á landsmótinu: Hvað gerið þið í skátum: Allt milli himins og jarðar Hver er skátaforinginn ykkar: Frosti Eru einhverjarkveðjur: Ég þakka Frosta og öllum í skátafélaginu Faxa fyrir árið og óska þeim öllum Gleðilegrar Jóla Hvað heitir skátafélagið:Faxi
Nafn?: Anna Fjóla Hilmisdóttir Aldur?: 10 ára Finnst þér gaman í skátunum?: já Hvað ertu búinn að vera skáti lengi?: 2 vikur Hvað er skemmtilegast í skátunum?: Eitthvað ég veit ekki Hvað er uppáhalds matur?: Rjúpa Hvað eru með sítt hár?: Veit ekki mæli ekki hárið á mér Hvað fannst þér skemmtilegast í skátaútilegunni?:Ég var ekki Hvað fannst þér skemmtilegast á landsmótinu?:Ég var ekki Hvað gerið þið í skátum?: Eitthvað Hver er skátaforinginn ykkar?: Frosti Hvað heitir skáta félagið þitt?: Faxi Eru einhverjarkveðjur?: Bara bæ
15
FLUGELDAR
ÁRAMÓTASKEMMTUN frá Björgunarfélaginu Opnunartímar 28. des. 13 - 21 29. des. 13 - 21 30. des. 10 - 21 31. des. 09 - 16
Björgunarfélag Vestmannaeyja þakkar stuðninginn á árinu sem er að líða.