SKINFAXI
nr. 121
nr. 121
2017–2018
121
2017–2018
nr.
SKINFAXI
2 0 1 7 — 2 0 1 8
SKINFAXI
SKINFAXI
SKINFAXI
SKINFAXI
SKINFAXI
SKINFAXI
SKINFAXI nr. 121 Skólablaðið Skinfaxi 8. árgangur 93. árgangur Skólablaðsins 121. árgangur Skinfaxa Útgefendur Málfundafélagið Framtíðin Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík Ritstýra og ábyrgðarmaður Hlökk Þrastardóttir Ritnefnd Bára Þorsteinsdóttir Herdís Eva Hermannsdóttir Karvel Ágúst Schram Katrín Hermannsdóttir Magnea Mist Friðriksdóttir Margrét Erla Þórsdóttir Ronja Rafnsdóttir Sindri Smárason Thurayn Harri Tómas Óli Magnússon Ljósmyndarar Hlökk Þrastardóttir Hrefna Svavarsdóttir Tómas Óli Magnússon Teikningar Ásdís Hanna Guðnadóttir Prófarkalestur Snorri Másson Hönnun og umbrot Studio Holt og Greta Þorkelsdóttir Prentun Prentsmiðjan Litlaprent Pappír Munken Print Cream Silk Letur Ogg David
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI 2
0
nr.
1
7
—
2
0
1
8
121
SKINFAXI
004
nr. 121
Efnisyfirlit
006 008 010 014 015 016 026 034 040 044 048
058 062 068 076 078 080 082 090 092 098 100 104 114 116 126 134 136 146 148 150 152 158 162 170 175 176 178 180 182 005
Ávarp ritnefndar Ávarp Skólafélagsstjórnar Ávarp Framtíðarinnar Vísindafélagsgreinin Busadagurinn Sjónarhorn busa og 6. bekkings Eld-Hús Útskriftarferð 6. bekkjar Síðustu dagar sumars Stelpurnar á Mokka Strákarnir í Landspítalaeldhúsinu Tíðarandi menntaskólaáranna 050 Bergur Ebbi 052 Ragnar Kjartans 055 Brynhildur Hvað tekur við? Gísla saga Súrssonar á Herranótt Frá árunum í menntaskólanum Um fyrrum skólaskáld Menntaskólans Frá Femínistafélaginu Aþenu Hvert á að beina gagnrýninni? Orrinn Frúardagur Ljóð Þegar ég féll Ritdeilur Busar — í byrjun og í lok árs Fyrsta skiptið Húrra Reykjavík Skoðanakönnun #MRToo Gangatíska Dagbókarfærsla MR-ings Hvað er lýðháskóli? Klippmyndir Brot úr menningu samtímans 154 Dónatatts 156 Kristín Dóra Háskólinn í Reykjavík Ljósmyndakeppnin Lifelines Minningargrein tebóanna Vesturfarinn Við eigum betra skilið! Takk Yngvi Sérstakar þakkir og þakkir
nr. 121
SKINFAXI
Ávarp Ritnefndar SKINFAXI
nr. 121
Hlökk Þrastardóttir
Magnea Mist Friðriksdóttir
Ávarp Ritnefndar
Tómas Óli Magnússon
Sindri Smárason
Margrét Erla Þórsdóttir
Ronja Rafnsdóttir
Hér færum við þér, kæri nemandi, einskonar glugga inn í skólaárið okkar allra. Glugga inn í samtíma okkar og veruleika, tíðaranda og sál. Nú er loksins komið að ögurstundinni, Skólablaðið Skinfaxi er í 121. skiptið, enn og aftur, upprisið, endurfætt og komið til að vera. Þér er hjartanlega velkomið að gægjast í gegnum rúður þessa glugga, virða fyrir þér það sem fyrir augu ber og jafnvel góna lengi og vel. 006
nr. 121
Katrín Hermannsdóttir
Kar vel Ágúst Schram
007
Bára Þorsteinsdóttir
Herdís Eva Hermannsdóttir
Thurayn Harri
SKINFAXI
Ávarp Skólafélagsstjórnar SKINFAXI
nr. 121
Ávarp Skólafélagsstjórnar
Kæru nemendur,
V
ið í Skólafélaginu erum ánægð með viðburðina á liðnu skólaári og viljum þakka öllum undirnefndum skólafélagsins sem og nemendum skólans fyrir þeirra framlag og þáttöku. Þeir viðburðir sem stóðu uppúr voru að vanda busarave Skólafélagsins sem var haldið í Vodafonehöllinni 31. ágúst. DJ Dóra Júlía, Young Nazareth, 101 Savage og Logi Pedró komu fram á ballinu og gekk öll skipulagning vel. 19. október hélt Skólafélagið árshátíð og var þemað í ár tileinkað því herransári 2007. Kvöldið var mjög hátíðlegt, hófst á hátíðardagskrá í Gullhömrum og svo sáu Friðrik Dór, FM Belfast, Housekell og DJ Þura Stína um að halda uppi fjörinu á dansleiknum.
Jóla-CocaCola-Ball Skólafélagsins var svo haldið 15. desember og fengum við til landsins breska rappsveit, Section Boyz, til þess að koma fram á ballinu. Ásamt þeim spiluðu Joey Christ, Birnir, DJ Snorri Ástráðs, DJ Dóra Júlía og DJ Oli busi og var viðburðurinn mjög vel heppnaður. Í febrúar hélt skólafélagið sína árlegu söngkeppni í Hörpu og viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í ferlinu fyrir samstarfið. Kvöldið var sérstaklega vel heppnað og skemmtilegt og stóðu keppendur sig mjög vel. Til viðbótar má nefna fjölmargar vikur og viðburði á vegum undirnefnda sem hafa lukkast gríðarvel og vona ég að nemendur skólans séu jafn ánægðir með árið og ég. Takk fyrir mig. Una María Magnúsdóttir scriba scholaris
008
nr. 121
SKINFAXI
Í Skólafélagsstjórn sitja þær Elín María, Una María, Elín Halla og Lára.
Kæru samnemendur,
S
kólaárið sem er að líða hefur verið mjög viðburðaríkt og ég vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og ég. Hér kemur uppgjör á helstu viðburðum Skólafélagsins skólaárið 2017-2018. Skólafélagið fékk 5.440.000kr vegna skráningargjalda sem dreift var á hina ýmsu viðburði og vikur.
Herranótt fékk styrk frá Skólafélaginu upp á 1.500.000kr til uppsetningar á Gísla sögu Súrssonar. Skinfaxi fékk styrk frá Skólafélaginu upp á 200.000kr. Kostnaður vegna þjálfunar á Gettu betur liði skólans var 600.000 kr Takk fyrir árið! Knús, Elín Halla Kjartansdóttir quaestor
2017−’18
Busaball
Árshátíð
Jólaball
Söngkeppni
Morkinskinna
Kostnaður
4.655.223
7.298.200
6.532.136
13.550.000
1.661.300
Tekjur
5.118.230
5.801.700
6.550.000
3.335.000
2.100.000
Jöfnuður
+463.007
-1.496.500
+17.864
-215.000
+438.700
Uppgjör quaestor
009
Ávarp Framtíðarstjórnar SKINFAXI
010
nr. 121
Ávarp Framtíðarstjórnar
Í Framtíðarstjórn sitja þau Aron, Arnar Haukur, Oddur Örn, Anton Björn, Lóa Rakel og Jón Páll.
nr. 121
N
ú fer önninni að ljúka og stutt í að góðu tímarnir sem fyljar sumrinu séu handan við hornið. Við í Framtíðinni erum sammála um það að árið í ár var gott. Þegar við tókum við síðasta vor var Lokaballið fyrst á dagskrá. Það var innanskólaball sem var haldið á Spot og hélt Friðrik Dór uppi fjörinu. Aðsókn var góð og fór ballið vel fram. Næst á dagskrá var að negla niður samninga við þau fyrirtæki sem við höfðum unnið með undanfarin ár. Það gekk ekki betur en svo en að bæði fyrirtækin tóku ákvörðun um gera ekki staðlaða samninga við nemendafélögin þetta árið. Spjótunum var því aðallega beint að skráningu nemenda og stökum auglýsingum til að fjármagna starf félagsins. Skráningarvikan var haldin í byrjun september og lögðum við mikið púður í hana. Við byrjuðum á því að setja upp svið í portinu milli Íþöku og íþróttahússins þar sem Jón Jónsson og Dóra Júlía spiluðu tónlist. Boðið var upp á pulsur og Joe & The Juice hjálpaði okkur að gera þennan dag að veruleika. Skráningin gekk síðan betur en undanfarin ár. Í heildina var skráningin tæplega 87% og voru ofurbekkirnir 20 talsins. Þetta var skráning sem við vorum mjög ánægð með. Næst á dagskrá var MR-ví í byrjun október. Vikan einkenndist af undankeppnun fyrir MR-ví daginn sjálfan og einnig öðru glensi
011
og gjöfum. Okkur tókst, með hjálp Símans og Fossa að gera daginn enn stærri. Við settum upp stórt og almennilegt svið með góðu hjlóðkerfi ásamt því að eiga núna báta fyrir róðrakeppnina til næstu ára. MR sigraði fleiri keppnir en því miður voru veðurguðirnir voru ekki með okkur í liði þann daginn sem setti strik í reikninginn. Að venju var ræðukeppni haldin um kvöldið í Bláa sal í Versló. Lið MR skipuðu Una María Magnúsdóttir, Tómas Óli Magnússon, Ingibjörg Iða Auðunardóttir og Guðjón Þór Jósefsson. Umræðuefnið var stöðvun hlýnun jarðar og var MR á móti. Adolf Smári Unnarsson sá um þjálfun liðsins og stóðu þau sig með prýði en því miður biðum við lægri hlut og verzlingar fóru með sigur að hólmi. Frúardagur setti upp sýningu fjórða árið í röð. Þetta árið var ákveðið að setja upp sýninguna Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Sýningin gekk vel og almenn ánægja var með hana, jafnvel þó hún hafi verið eins Hugleiks Dagssonarleg og hægt var. Góðgerðarvikan fylgdi í kjölfarið og söfnuðust 800.000 kr fyrir flóttabörn frá Sýrlandi. Fyrsta megavika ársins var haldin í byrjun nóvember og var þema vikunnar kósý. Hugmyndin var sú að leyfa nemendum að slaka aðeins á. Við buðum upp á yoga, hugleiðslu, Ratatosk, tónlistaratriði o.fl. Næsta önn hófst
SKINFAXI
á megaviku sem einkenndist af Ratatoskskeppnum og útvarpsþáttum sem heppnaðist mjög vel. Síðan var komið að hápunkti ársins. Árshátíðin var haldin hátíðleg 15. febrúar en þann sama dag varð Framtíðin 135 ára. Til hamingju með það! Árshátíðarvikan byrjaði á mánudegi þar sem Casa hafði verið skreytt og fólki var boðið upp á allskonar kræsingar. Á þriðjudeginum mætti Ari Eldjárn og skemmti fólki í hádeginu, um kvöldið sýndi Stuðmannafélagið svo Með allt á hreinu. Hádegið á miðvikudeginum var nýtt í Úrslit Ratatosks en þar voru veglegir vinningar í boði fyrir sigurlið og margir mættu í Cösu að fylgjast með. Árshátíðin sjálf var á fimmtudeginum en hún var haldin í Kaplakrika. Hún gekk vel fyrir sig og mættu um 870 manns á ballið en það voru meðal annars Sturla Atlas og Stuðmenn sem spiluðu á ballinu. Þátttaka nemenda í öllu því sem við töldum upp hér á undan er grundvöllur fyrir því að félagslífið í skólanum sé gott. Að því sögðu vill fráfarandi stjórn þakka fyrir árið sem er að baki og biður alla að njóta sumarsins og alls annars sem tekur við.
Aron Jóhannsson, forseti Framtíðarinnar og Arnar Haukur Rúnarsson, varaforseti
SKINFAXI
nr. 121
Ávarp Framtíðarstjórnar
Uppgjör Framtíðarinnar á skólaárinu 2017—2018. Heil og sæl, kæru MR-ingar. Nú fer að líða undir lok hjá okkur í stjórn Framtíðarinnar þessa árs, stjórn okkar Arons, Arnars Hauks, Lóu Rakelar, Jóns Páls og Antons Björns. En allavega, þá að máli málanna, uppgjöri Framtíðarinnar á skólaárinu 2017—2028. Fyrsta mál á dagskrá þessa skólaárs var að skrá nemendur í Framtíðina. Gekk það nú vel og var skráning sambærileg við fyrri ár. Í nóvember frumsýndi leikfélagið Frúardagur leiksýninguna Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson í leikstjórn Steineyjar Skúladóttur og Kolfinnu Nikulásdóttur. Árshátíð Framtíðarinnar var haldin hátíðleg þann 15. febrúar síðastliðinn. Á Árshátíðinni fagnaði Framtíðinn 135 ára afmæli sínu og voru hátíðarhöldin mikil. Nemendur hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu mættu á skemmtunina og skemmtu sér konunglega. Þegar þetta er skrifað á Framtíðin eftir að halda eitt ball til viðbótar, Miðannarballið. Vonandi mun það ganga blússandi vel og með þessu áframhaldi mun næsta stjórn Framtíðarinnar taka við góðu búi. Bestu kveðjur, Oddur Örn Ólafsson g jaldkeri Framtíðarinnar
012
•
Framtíðin fékk 2.358.000 Kr. í skráningargjöld fyrir skólaárið.
•
Kostnaður ferlisins var 2.017.508 Kr. í heild sinni. Gróði innkomu í gegnum miðasölu var 500.000 Kr. og styrkur frá Framtíðinni og auglýsingum var 1.913.440 Kr. Ferlið endaði því í -104.068 Kr.
•
Kostnaður ballsins var 3.855.000 Kr. og innkoman í gegnum auglýsingar og miðasölu var 3.761.500 Kr. Þannig komum við næstum því út á núlli en mínusinn var ekki mikill og nam -93.500 Kr.
•
Á þessu ári styrkti Framtíðin einnig Morfísliðið. Kostnaður vegna þjálfunar liðsins var 200.000 Kr.
VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
SPENNANDI NÁM OG ÖFLUGT FÉLAGSLÍF Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Sæktu um á hi.is fyrir 5. júní. hi.is
SKINFAXI
nr. 121
Frá Vísindafélaginu
Frá Vísindafélaginu Lilja Ýr Guðmundsdóttir, forseti Vísindafélagsins
V
ið höfum öll heyrt frá alls konar fólki að of mikið áfengi sé slæmt fyrir heilsuna. Nýjar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að smá áfengi, eitt til tvö glös af víni til dæmis, geti verið gott fyrir heilann (og við sem nemendur í menntaskóla notum heilann alveg sérstaklega mikið!). Þessar rannsóknir hafa sýnt að áfengi, einkum rautt vín, geti hjálpað heilanum að hreinsa burt úrgang. Það er ákveðið kerfi í heilanum sem nefnist á ensku glymphatic system sem er í hryggjarliða miðtaugakerfi (e. vertebrae central nervous system) líkamans. Þetta kerfi tekur burt prótein og önnur efni sem ekki er hægt
014
að melta og áfengi hjálpar kerfinu að losa sig við skaðleg efni sem gætu seinna meir leitt til Alzheimers-sjúkdómsins. En það þýðir ekki að þið ættuð að demba ykkur í daglegan drykkjuskap í von um að verjast öllum sjúkdómum heimsins. Of mikil drykkja hefur skaðleg áhrif á heilsuna og getur leitt til alkohólisma og styttra lífs. Vísindin á bak við þessi efni eru ný og rannsóknir eru enn í gangi. Einnig telja flestir vísindamenn svefn vera mun betri leið til að bæta heilsuna, sérstaklega í heilanum. Á meðan við sofum nær kerfið, sem nefnt var hér áður, að losa burt þau efni sem heilinn hefur ekki þörf á lengur.
Busa dagurinn Busadagurinn
nr. 121
SJÓNARHORN 6. BEKKINGS
B
SKINFAXI
f minni upplifun var busavikan ein af bestu vikum lífs míns. Þá var ég, ásamt jafnöldrum mínum, aðalpunkturinn í MR í eina viku. Ég hafði aldrei fundið fyrir svona stemningu nokkurn tímann áður. Við nýnemarnir vorum algjört skotmark fyrir eldri nemendur, helst þá 6. bekkinga, en á sama tíma fengum við mikla athygli og hlýjar viðtökur. Auðvitað upplifa allir busavikuna á mismunandi hátt; sumir á neikvæðan en aðrir á jákvæðan. Fyrir mig persónulega var vikan mjög skemmtileg þar sem ég kynntist bæði bekkjarfélögum mínum betur og þeim nemendum sem voru að busa mig. Í mínu tilviki voru það nemendur í 6. R sem fengu að busa bekkinn minn, 4. H. Alla vikuna fengu 6. bekkingar að skipa busum fyrir og láta þá gera alls konar hluti. Þessir hlutir voru m.a. að baka köku fyrir þá eldri, læra nöfnin á öllum og að semja ljóð fyrir hvern og einn nemanda í eldri bekknum. Vikan endaði á busadeginum alræmda, þar sem nýnemar voru tolleraðir fyrir framan Gamla skóla. Þá voru busarnir „formlega” orðnir MR-ingar. Um kvöldið skelltum við á okkur málningu og klæddum okkur í neon-málaða boli. En áður en haldið var á busaballið fórum við bekkurinn í fyrirpartý hjá 6.R. Þetta var fyrsta menntaskólaball langflestra okkar í 4. H og alveg ný upplifun fyrir okkur. Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég kom upp í Vodafone-höll. Stemningin þar var svo frábrugðin þeirri á böllum í grunnskóla. Þetta ball var stórkostlegt og alveg ný reynsla.
usadagurinn var súrrealísk áminning um að nú hefðum við verið MR-ingar í þrjú ár. Einhvern veginn höfðu liðið 36 mánuðir síðan ókunnugir 6. bekkingar hentu okkur upp í loftið eftir ævafornri hefð og reyndu svo að fara í sleik við okkur í Vodafone-höllinni um kvöldið, eftir enn eldri hefð. Hefðarúnkið í MR er það rómantíska við þennan skóla. Ég held það hljóti að vera ein helsta ástæðan fyrir að við fórum ekki bara í MH að tjilla í nokkur ár og fara í flippáfanga eins og „breskur húmór“ (þetta er ekki djók, það er í alvörunni kennt í Menntaskólanum við Hamrahlíð). Því að í MR fáum við að klæða okkur upp í tóga einu sinni á ári og öskra á ókunnug börn að þau séu ógeðsleg, allt í nafni skólaanda. Við málum okkur svört um augun og köstum busum upp í loftið. Ég fékk meir að segja að flytja hryllilega subbulega ræðu fyrir framan ykkur öll og fullt af ráðvilltum túristum. Og mömmu auðvitað sem tók það ekki í mál að mæta ekki. Ég elska þig, mamma. Takk fyrir að styðja mig í öllu sem ég geri. Þessi dagur var án efa sá eftirminnilegasti úr MR. Hann var bara svo FÁRÁNLEGA skrýtinn. Ég eyddi óþægilega löngum tíma inni í kompu í íþróttahúsi (þar sem furðulegir hlutir hljóta að hafa átt sér stað...) að neyða vinkonur mínar til að hafa skoðun á hvernig ég liti út í tóganu og þylja upp böðlaræðuna ásamt því sem ég barðist við að pissa ekki á mig af stressi. Síðan endaði dagurinn bara á að vera sjúklega skemmtilegur og ég pissaði hreint ekki á mig. Plús ég var SICK heit í þessum tóga, samkvæmt mörgum áreiðanlegum vitnum. Busarave-ið var kómískt líka. Aðallega að labba um og hitta fólk í tóga sem ég var í fyrsta skipti að átta mig á að væri með mér í árgangi. Hlakka til að hitta ykkur aftur eftir tuttugu og fimm ár á endurfundamóti, sérstaklega þig, hávaxni maður með andlitstattú. Að lokum vil ég formlega biðjast afsökunar á að hafa óvart fellt einhvern busa á ballinu. Ég ætlaði mér ekki að hrinda þér en dansgólfið var hrikalegt og þú varst svo lítill. En óttastu ei. Eftir nokkur ár verður komið að þér að hrinda litlum busum á balli og ég veit að þú munt standa þig með sóma.
Hrafnhildur Davíðsdóttir
Margrét Erla Þórsdóttir
SJÓNARHORN BUSA
A
015
SKINFAXI
nr. 121
Eld — hús
Eld – Ég fór á Lunga síðasta sumar. Ég og vinkona mín, Ásdís Hanna, gerðum lítið gervi eldhús úr draslinu á Seyðisfirði sem við brenndum síðan í lokin. 016
Hlökk Þrastardóttir
hús
LJÓSMYNDARI HLÖKK ÞRASTARDÓTTIR
017
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
018
nr. 121
Eld — hús
Hlรถkk ร rastardรณttir
019
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
020
nr. 121
Eld — hús
Hlรถkk ร rastardรณttir
021
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
022
nr. 121
Eld — hús
Hlรถkk ร rastardรณttir
023
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
024
nr. 121
Eld — hús
Hlรถkk ร rastardรณttir
025
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Útskriftarferð 6. bekkjar
Útskrift
6. bekk 026
nr. 121
SKINFAXI
tarferð 98 árgangur Menntaskólans fór ótroðnar slóðir, í ágúst síðastliðnum, og hélt af stað til sólarstrandarinnar Sunny Beach í Búlgaríu, í tilefni yfirvofandi útskriftar um vorið. Við í ritnefnd höfðum samband við þrjá einstaklinga sem eiga það öll sameiginlegt að hafa fangað skrautleg augnablik úr ferðinni á filmu.
kjar 027
SKINFAXI
nr. 121
Útskriftarferð 6. bekkjar
Þessi mynd var tekin þegar við fórum í bátsferð á Svartahafið. Kvöldið áður voru tónleikar á skemmtistaðnum Hollister þar sem þeir Joey Christ og Young Nazareth héldu tónleika fyrir hópinn. Til allrar hamingju var jólasveinn með í hópnum, hann Krissi, sem borgaði strákunum fyrir að slást með í för og halda uppi stuðinu. Við vorum reyndar öll ótrúlega þunn og lágum hálfdauð mestalla ferðina en þrátt fyrir þynnku og ógleði náði ég þessari sætu mynd af Unu og Árna og svo er auðvitað Jón Gunnar flottur í bakgrunninum.
Hólmfríður Benediktsdóttir 028
Hólmfríður Benediktsdóttir
029
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
030
nr. 121
ร tskriftarferรฐ 6. bekkjar
Hörður Tryggvi Bragason
nr. 121
SKINFAXI
Ég er fremri strákurinn á myndinni. Þessi sem situr í gula kleinuhringnum og öskrar. Ég man óljóst eftir þessu mómenti en get fullvissað ykkur um að ég er ekki öskra af hræðslu. Ég var alls ekki hræddur við að missa takið á sleipum handföngunum, skjótast upp úr kleinuhringnum, kútveltast niður rennibrautina og lenda að lokum á steyptum sundlaugarbakkanum sem limlest og blóðug klessa með frosið öskur á andlitinu. Ó, nei. Þetta er gleðiöskur. Það er nefnilega svo gaman í vatnsrennibrautargörðum.
031
Hörður Tryggvi Bragason
SKINFAXI
nr. 121
Útskriftarferð 6. bekkjar
Á sjötta degi ferðarinnar skelltum við okkur til Nesebar. Nesebar er lítill smábær í kortersfjarlægð frá djammvænni Sunny Beach. Vinsælasta leiðin til Nesebar er með litlum smábát, en þennan tiltekna dag var stormur. Við eyddum dágóðum tuttugu mínútum í að ákveða hvort að við ættum að taka áhættuna og fara með bátnum en að lokum völdum við að vera skynsamt ungt fólk og prúttuðum ferð fyrir tuttugu lev með leigubíl. Þessi mynd er tekin af Álfhildi Maríu á litlum veitingastað í Nesebar.
Herdís Eva Hermannsdóttir 032
Herdís Eva Hermannsdóttir
033
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
034
nr. 121
Síðustu dagar sumars
Hlökk Þrastardóttir
nr. 121
SKINFAXI
Síðustu dagar sumars LJÓSMYNDARI HLÖKK ÞRASTARDÓTTIR
035
FYRIRSÆTA AUÐUR MIST EYDA
SKINFAXI
036
nr. 121
Síðustu dagar sumars
Hlรถkk ร rastardรณttir
037
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
038
nr. 121
Síðustu dagar sumars
Hlรถkk ร rastardรณttir
039
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Stelpurnar á Mokka
Stelpurnar á Mokka
Kar vel Schram og Thurayn Harri
Þær Erna Sóley, Elín Ásta, Stella og María Einars eiga það allar sameiginlegt að vinna á kaffihúsinu Mokka. Þær settust niður með okkur og ræddu um menningu elsta kaffihúss Reykjavíkur og hvað gerist á bak við tjöldin. Af hverju byrjuðuð þið að vinna á Mokka?
EÁ Ég ætlaði ekkert að byrja vinna á Mokka, það var bara óvart því systir mín vinnur hér og benti mér á staðinn. M Mig langaði bara ekki að vinna í ísbúð lengur og kaffihús er bara næsta gata við. Og það sama á við um hinar, við unnum nefnilega allar fyrst í ísbúð hér áður fyrr. En það er náttúrulega mikið nettara að vinna á kaffihúsi! ES Það er líka gaman að kunna að gera gott kaffi. S Ég get t.d. útskýrt fyrir bekkjarsystkinum mínum hvað Cortado er en ég gat klárlega ekki gert það áður fyrr.
Hefur skoðun ykkar á kaffi breyst eftir að þið byrjuðuð að vinna hér?
M
Sko, ég er ekki ennþá byrjuð að drekka kaffi. En ég geri samt alveg frekar gott kaffi og hef nokkurn veginn myndað mér skoðun á því. S Ég elska kaffi núna! ES Ég er sko orðin algjört snobb. Ég myndi aldrei fá mér uppáhellingu í einhverri búð, nei takk! S En Cösukaffið er það allra versta, ég frussa því alltaf uppúr mér.
M
Hafið þið lent í því að viðskiptavinir komi með undarlegar beiðnir, t.d. mikið af sýrópi út í kaffið? Það eru margir sem koma og biðja
040
um sterkan latté með vanillusýrópi, sem er frekar skrítið. EÁ Svo er náttúrulega til fólk sem vill fá „spicy mokka pumpkin spice with whipped cream,“ lenti í því um daginn.
Hver er uppáhalds fastakúnninn ykkar?
EÁ Pabbi hennar Stellu. S Nei! Hann er kannski ekki beint einn af þessum fastakúnnum. ES Æ, ég man aldrei hvað þeir heita. M Uppáhaldsfastakúnninn minn er stundum mættur eina mínútu í níu. Hann fær sér vanalega latté og rúnstykki og situr alltaf við gluggann í horninu og skrifar í bókina sína. Á góðum degi fær sér hann líka Pilsner. EÁ Mér finnst hann mjög fyndinn. Við erum með dagbók sem er fyrir alla starfsmenn hér á Mokka. Hvaða starfsmaður sem er má skrifa í hana að vild og það hafa margir skrifað einhverskonar skilaboð eða stuttan texta. Á einni blaðsíðunni stendur: „Voða friðsæll morgunn í dag, það heyrist bara í X (hinum umtalaða fastakúnna) vera að skrifa í dagbókina sína.“ S Hann er eins og einhver karakter úr bíómynd. Við finnum stundum miða frá honum, þar sem hann lýsir atburðarás kaffihússins, t.d. KONA KOM INN eða FUGL SAT ÚTI. S Æ, hann er svo mikið krútt. EÁ Já, hann er yndislegur.
Karvel Schram og Thurayn Harri
041
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
S M
nr. 121
Af hverju haldiði að það séu svona margir fastagestir á Mokka?
Því þeir hafa mætt þarna í um 40 ár. Já, það er t.d. alltaf sami karlahópur sem hangir hérna og hefur gert í mörg ár. Þeir mæta einn og einn og detta síðan í hrókasamræður. Þeir ræða stjórnmál, kvikmyndir, myndlistasýningar og kommúnisma. Fyrir þeim er nefnilega kaffihús miklu meira en bara kaffihús. Ég labbaði einu sinni framhjá þeim og heyrði þá tala um einhvern listamann og þá sagði einn þeirra: „Já! Hann. Hann er á Kaffibrennslunni.“ Þá rann þetta upp fyrir mér, þeir líta á kaffihúsin sem eins konar félagsmiðstöðvar. EÁ Eins og Kaffifélagið, sem er ská á móti Mokka. Þar er annar hópur fólks, bara annað gengi.
M
Eru aðrir áberandi tíðir gestir á Mokka?
EÁ Það er mjög mikið af Ameríkönum sem koma á morgnana. Stundum er maður í stuði fyrir þá en stundum ekki. Þó svo að þau séu mjög vinaleg og kurteis. ES Já, maður þarf virkilega að vera í réttu skapi fyrir Bandaríkjamennina. EÁ Þeir heilsa líka alltaf: „Hello, how are you?” og þá líður manni eins og maður þurfi að svara. M Já eða „top of the morning to you!” S Ég segi alltaf bara hæ, þeir vilja hvort sem er ekkert vita hvernig mér líður. M Það getur verið ógeðslega fyndið. Um daginn komu einhverjar algjörar amerískar skvísur og bentu á vöfflurnar og spurðu: „Is your waffle vegan?” og ég svara neitandi en þá spyrja þær: „Is there meat in it?” eins og það væri eitthvað eðlilegt við vöfflu með kjöti. EÁ Já! Svo koma líka margir hipsterunglingar og taka mynd af dagbókinni sinni og kaffinu og setja á Tumblr. S Sumir koma líka með risastóra Canon myndavél og taka hálftíma í að mynda vöffluna sína.
Hvert er leyndarmálið á bakvið vöfflurnar á Mokka?
ALLAR Við vitum það ekki. ES Við megum ekki vita það.
042
Stelpurnar á Mokka
Þetta er bara fjölskylduuppskrift og aðeins fjölskyldu meðlimir mega vita hana. EÁ Ég man einu sinni þegar ég ætlaði að ná í eitthvað niður í geymslu og þá var fjölskyldan akkúrat að gera deigið. Þeim brá öllum ótrúlega mikið og ég þurfti að loka augunum og yfirgefa svæðið. Þetta er alveg mjög mikið leyndarmál. S Það eina sem ég veit er að það eru fullt af vanilludropum, deigið ilmar alltaf af vanillulykt þegar það er að hitna á grillinu. M Þetta er nefnilega frekar skrítið, því stundum er deigið ekki eins og það á að vera og þá þurfum við að hringja í eigendurna. Stundum verða þeir hissa og vita ekki hverju þau hafa gleymt og þá þurfum við eiginlega bara að giska hvað vantar.
EÁ ES EÁ S M
Af hverju haldiði að Mokka sé enn þá svona vinsæll staður, miðað við hvað hann hefur verið lengi starfandi? Fjölskyldan. Já. Og fastagestirnir. Trip Advisor kemur sér líka mjög vel... Gestirnir eru sífellt að segja að þau hafi séð okkar á Trip Advisor. Svo höfum við fengið athugasemdir á borð við: „My friend from Alabama told me about this place.“ En ég held það séu samt fastagestirnir sem halda staðnum uppi. Svo hefur staðurinn ekkert breyst en það er ábyggilega hluti af sjarmanum, ekki bara fyrir þá sem eldri eru heldur líka fyrir unga menntaskólanema.
Karvel Schram og Thurayn Harri
043
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Strákarnir á eldhúsi Landspítalans
Strákarnir á eldhúsi Landspítalans Kar vel Schram og Thurayn Harri
Við mældum okkur mót við þá Loga, Jón Gunnar, Ólaf og Hrólf en þeir eiga það allir sameiginlegt að vinna í eldhúsi Landspítala Íslands. Strákarnir höfðu frá ýmsu skemmtilegu að segja enda er alltaf líf og fjör í eldhúsinu! Af hverju byrjuðu þið að vinna í eldhúsi Landspítalans?
JG Ég fékk vinnuna því eldri bróðir minn hafði unnið þar áður, eitthvað klíkushit. Óli fékk síðan vinnuna á svipaðan hátt og ég og svo vantaði starfskraft og þá komu allir hinir strákarnir.
Fyrir hversu marga búiði til mat fyrir?
H L
5000 manns á dag. Enda erum við með um 300 lítra risa potta. Óli hefur meira að segja dottið ofan í einn þeirra. JG Svo erum við með sex ofna sem er hægt að ganga inn í, „full body size“ ofna. L Það væri vel hægt að steikja tvær manneskjur í þeim.
H
Hafið þið einhvern tímann klúðrað einhverju? Já, ég náði einu sinni að missa 50 kíló af hrísgrjónum á gólfið. Með vatni og allt. Það var semsagt gaur sem vann þarna fyrsta sumarið mitt. Hann var sjúklega heimskur og alltaf að fokka upp. En hann tók sem sagt grindina með hrísgrjónunum og lagði hana 3 metra frá ofninum. Ég spyr af hverju
044
hann færir ekki grindina nær því það var heimskulegt að hafa hana þarna og ýti grindinni til að færa hana en þá hefur hann læst framhjólunum og grindin dettur alveg um koll og öll hrísgrjónin dreifast út um allt gólfið. L Og þetta var ekki einu sinni þinn matur. H Nei, ég var bara að reyna hjálpa. L Ég klúðraði líka sósugerð einu sinni. Ég var að búa til 100 lítra af sósu og ég átti að setja 20-30 grömm af fersku chili í hana, en það var ekki til ferskt þannig ég fann chili-duft. Það kom svo í ljós að duftið var alveg milljón sinnum sterkara og ég mældi ekki einu sinni duftið. það hlýtur að hafa verið um 40 grömm, sem er alveg slatti. Yfirmaðurinn smakkaði hana næsta dag því hún átti að vera notuð þá og hún var ógeðsleg. Ég var ekki að vinna þann dag þannig ég var bara góður. JG Það er nefnilega málið, þegar við fokkum upp þá þarf alltaf einhver annar að redda því. Það er magnað þegar við þurfum að gera 50 lítra af sósu en svo allt í einu bætast fleiri við þannig að það vantar aðra 50 lítra. Þá bætir bara yfirmaðurinn 40 lítra af vatni til viðbótar, fimm lítrum af mjólk
Karvel Schram og Thurayn Harri
nr. 121
og svo grænmetiskrafti þó að það passi ekkert við sósuna sem er verið að gera. Sósan er því yfirleitt frekar vond í 90% tilvika.
Ó
Hvað er það versta sem þið hafið gert sem yfirmaðurinn ykkar veit ekki um? Örugglega bara það að halda uppi Snapchat aðganginum „eldhuslsh“ í heilt sumar, án djóks örugglega 50% af því sem ég gerði fór inn á snappið, og það hefur aldrei komist upp um mig. Einu sinni tók ég mér líka fjörtíu mínútna nillarapásu á klósettinu. Ég og Ármann áttum að vera skera vínber og allt í einu fæ ég heiftarlega í magann og ég fer inn á klósett og verð þar í um 40 mínútur. Ármann verður svo pirraður að ég er ekki kominn aftur eftir tíu mínútur að
045
H
Ó
SKINFAXI
hann beið fyrir utan í um korter og er því augljóslega ekki að gera neitt. Svo þegar ég kem út er hann brjálaður og ég þarf að segja yfirmönnunum að ég var með nillara og við þurftum að henda öllum vínberunum. Sko Ármann sagði yfirmönnunum að Óli hafði ekki farið í hanska eftir aðgerðina, bara þvegið á sér hendurnar og haldið svo áfram að skera vínberin þannig að þeir hentu vínberunum. Ármann átti ekki einu sinni að skera vínberin, þetta var ekki hans verkefni, Óli bað hann bara um að hjálpa sér og fór síðan á klósettið. Þetta var alveg legendary.
Hvernig er venjulegur dagur í eldhúsinu? Ég vakna svona hálf sjö en þá kemur taxinn að sækja mig.
SKINFAXI
H
nr. 121
Við fáum nefnilega far frá taxa í vinnuna því strætó gengur ekki svona snemma. L Já, síðan eigum við að vera mættir klukkan sjö og þurfum alltaf að klæðast sloppum, hárneti og öllu tilheyrandi. JG Það er mikil stéttaskipting eftir því í hvaða sloppum maður klæðist. Til dæmis eru kokkarnir bara í svörtum buxum. H Svo eru nærbuxurnar í rauninni það eina sem eru okkar eigin klæðnaður. Maður færð sokka, skó, buxur og allt. L Eftir að við erum búnir að klæða okkur í þetta allt saman förum við yfir áætlun dagsins, sem er rissuð upp skref fyrir skref. Vanalega byrjum við á því að gera eitthvað einfalt eins og að setja og vigta grænmeti og kartöflur á bakka og síðan er morgunmatur. Svo höldum við bara áfram með verkefnið og fokkum, að sjálfsögðu, upp og Höddi sósa drullar yfir okkur. En það reddast samt alltaf. Svo snúum við okkur að færibandinu en á því eru tíu stöðvar. Þá erum við meðal annars að setja diska, hnífapör og mat á bakka. Þessir bakkar fara svo beint í fangið á sjúklingunum. Svo förum við kannski að þrífa vinnsluherbergið og hlusta á útvarpið.
Hver er versta stöðin á færibandinu?
JG Hafragrauturinn sökkar feitt. H Hann er bara á morgnana og það er mesta pressa í heimi. Þú þarft nefnilega að hella heilli ausu af heitum hafragraut í skál á þriggja sekúndna fresti. JG Svo er til mismunandi hafragrautar. Það er til dæmis til hafragrauta soð sem er fyrir fólk sem má bara drekka þeir soðið. H Þetta er ekki einu sinni grautur, heldur bara vatn með hafragrautsbragði. Oftast fer starfsfólk sem hefur verið að vinna í tíu ár í þetta af því að þetta getur verið erfitt. JG Já við erum vanalega ekki sendir í slík verkefni. Ég get fullyrt að við erum verstu starfsmennirnir. Við erum með minnstu reynsluna og erum bara að snappa, fokkast allan daginn og kíkja síðan á BSÍ í spilakassann eftir vinnu.
046
Strákarnir á eldhúsi Landspítalans
Karvel Schram og Thurayn Harri
H
Viljið þið segja okkur frá spilakassanum?
Já, kassinn er sem sagt hefð meðal starfsmanna, Óli er samt lang grimmastur í kassanum. ó Við fórum alltaf eftir vinnu á BSÍ í spilakassann. Það var svo gott að eyða laununum sínum þar. H Ármann var meira að segja byrjaður að græða mikið á þessu. Það gæti verið að hann sé búinn að tapa því aftur samt. L Ég var bara lukkudýrið. Ég fór aldrei í kassann sjálfur en var bara alltaf þarna og ég snerti hann kannski, veitti blessun mína. JG Svo kom bara í ljós að það voru allir spilafíklar í eldhúsi Landspítalans. H Já, einn kassaði einu sinni út tveimur milljónum, það er metið. Svo í sumar fékk viðkomandi 250 þúsund frá kassanum og eyddi því öllu í Michael Kors veski og falsað Gucci veski. Svo er líka gaman að segja frá því að það er einn óvirkur spilafíkill í eldhúsinu. Hann eyddi einu sinni 60 þúsund krónum í kassann á einum degi.
047
nr. 121
SKINFAXI
Hvað einkennir lífstíl starfsmanna landspítalaeldhúsins?
JG Virkilega heilnæmur líftsíll. Fara að sofa klukkan ellefu, vakna snemma og borða hafragraut í morgunmat. L Hafragraut með eplamauki, bönunum og eitthvað fancy shit. Ó Já, bara að vera „wholesome“ sko og síðan fylgir auðvitað spilafíknin þessu.
Tíðarandi SKINFAXI
nr. 121
Tíðarandi menntaskólaáranna
menntaskóla Við höfum eflaust öll brotið heilann og velt vöngum okkar yfir því hvernig tímarnir voru hér áður fyrr. Hvernig tímar ungu kynslóðarinnar voru hér áður fyrr — á öðrum tíma en á sama stað. Er það að vera ungur í dag það sama og að vera ungur fyrir tíu árum, tuttugu árum eða jafnvel 048
áttatíu árum? Hlóu allir hér af sömu bröndurum og notaðu sömu frasana? Hugsaði fólk eins eða jafnvel klæddi sig eins? Erum við ekkert nema bara koppí pasta af hórmóna sprengjum fortíðarinnar eða höfum við breyst? Hafa tímarnir breyst?
a
Hlökk Þrastardóttir og Margrét Erla Þórsdóttir
áranna Hlökk Þrastardóttir Margrét Erla Þórsdóttir
049
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
VANTAR TITIL
Ég virka reyndar eins og tilgerðarlegur fáviti
Við settumst niður með Bergi Ebba, uppistandara og rithöfundi, og ræddum menntaskólaárin hans frá 1997–2001.
Þ
að er nokkuð ljóst að tónlist og tíska hafi haft mikil áhrif á unglingamenningu og tíðarandann á þessum árum og umræða okkar þriggja við borðið, á kaffihúsi nokkru á Aðalstræti, leiðist strax út í þessa tvo þætti. „Það var að minnsta kosti öðruvísi tónlist, meiri rokktónlist, svona indie rokk,“ segir Bergur Ebbi hugsi. „Besta tímabilið var þarna í kringum 90, það var upprunalega indie-revival dæmið; þá voru Pixies allsráðandi og svo lifði þetta út áratuginn. Ég fattaði samt ekki þá að margt af því sem ég var að hlusta á var eldgamalt, að það hefði komið út upp úr 1980, eins og til dæmis Violent Femmes. Þetta var náttúrulega fyrir tíma internetsins og það stóð ekkert endilega á disknum. Mér finnst þetta svo súrrealískt núna af því að þetta gæti ekki gerst í dag.“ Berg Ebba grunar að flestir í MH á þessum tíma hafi hlustað á svipaða tónlist og hann sjálfur. „Stóri bróðir vinar míns sem var svona myndlistarfokker var líka að hlusta á það sama. Þetta var rosa kúl og er reyndar enn þá í dag, þetta er svona klassík-kúl.“ Umfang tónleika á þessum árum var mun meira en nú á dögum að sögn Ebba. „Það var mikið af græjum
050
og snúrum, hljóðmenn og stórir trukkar. Ég held að það sé ekki lengur þannig.“ Ebbi fór síðan brátt að halda svipaða tónleika sjálfur þegar hann sat í stjórn nemendafélagsins og listafélagsins. „Það fór mikil vinna í þetta, við þurftum að koma hljómsveitinni fyrir og halda soundcheck. Ég man síðan eftir að hafa endað einhverja tónleika á að drekka bjór með Megasi og að hann reykti inni. Mér fannst þetta vera aðalkúlið.“ Ebbi hefur sjálfur alltaf verið með fortíðarblæti og sækir mikið í tísku sem tilheyrir eldri tíma en hann sjálfur. „Ég held að það sé mjög mikið bundið við aldur. Þegar maður er 16-17 ára þá er maður oft skotinn í einhverju eldra. Ég held að ég sé aðeins meira í núinu núna heldur en ég var áður.“ Flestir í MH keyptu notuð föt og Ebbi segir það hafa verið nokkuð nýtt fyrirbæri, eins fáránlegt og það hljómar. „Það var nýtt að vera í gömlu,“ segir hann og glottir. „Raggi Kjartans var til dæmis að vinna í Kormáki og Skildi, sem þá var á Hverfisgötu og ég man eftir því að það mátti reykja inni. Þetta var náttúrulega fatabúð og því frekar ógeðsleg en við fórum bara þarna inn til þess að reykja,“ bætir hann síðan við.
Hlökk Þrastardóttir og Margrét Erla Þórsdóttir Það er einnig ljóst að sjónvarpsþáttaáhorf hefur aukist verulega á síðastliðnum árum, sérstaklega í kjölfar Netflix og Ebbi tekur undir það. „Tíminn sem fer í að horfa á þetta kemur pottþétt niður á kostnað tónlistar, bóklesturs og mögulega annarrar menningar. Ég get bara alveg fullyrt það. Ég þori að veðja að rannsóknir myndu sýna það líka. Ég er meira að segja sjálfur hættur að setjast bara niður, hlusta á tónlist og gera ekkert annað. Égw hlusta alltaf á músík í heyrnatólum á meðan ég er að vinna eða eitthvað álíka því aðrir í kringum mig mega náttúrulega ekki heyra.“ Ebbi man samt eftir því að hafa horft á þætti eins og Simpsons, Southpark og Twinpeaks, enda voru þeir vinsælir á þessum tíma. Ebbi og vinir hans eyddu mestum tíma sínum utan skóla í fornbókabúðum og á kaffihúsum. „Ég virka reyndar eins og tilgerðarlegur fáviti þegar ég hugsa tilbaka en við fórum alltaf niður í bæ á föstudögum, stundum oftar, og héngum á stað sem hét Kaffi Austur en var kallaður Kaffi Skítur. Við föttuðum ekkert þá að þetta var rónastaður og hámuðum alltaf í okkur lauksúpu sem var mjög ólystug. Við héldum bara að þetta væri eðlilegt.“ Ebbi segir að rónastemning og ungir krakkar fara oftar en ekki saman. „Það var líka staður sem hét Nelly’s, staðsettur á Bankastrætinu, ekkert sérstaklega góður staður. Alltaf mjög mikið af ungum krökkum þar, sérstaklega MR-ingum og oft í hádeginu. Það er meira að segja einn sem er þingmaður í dag sem var mjög duglegur að fara. Bjórinn kostaði svona 300 krónur á happy-hour sem var alltaf á virkum dögum, mjög ódýrt.“ Þegar við spyrjum Ebba út í helstu umræðuefni þeirra félaga segir hann þetta hafa verið nokkuð gáfulegt. „Það virkar eins og ég sé að setja mig á háan hest með því að segja þetta en ég held að ég hafi verið sæmilega málefnalegur. Við vorum mest að tala um menningu, sögu og listir en alls ekki íþróttir eða stelpur og böll. Ég held að þetta hafi verið í einlægni. Ég var bara í þannig vinahóp. Ef ég myndi sjá
nr. 121
SKINFAXI
einhvern svona fokker eins mig í svipuðum pælingum myndi ég ekki hafa neina trú á honum en þetta var nú samt svona.“ Húmorinn var þó aftur á móti mjög kaldhæðinn og Ebbi fullyrðir að „90s liðið,“ eins og hann kallar það, hafi verið mun kaldhæðnara en nú á dögum. „Svo mátti maður ekki hafa gaman eða líða vel. Það var engum að detta í hug að það væri eitthvað eftirsóknarvert, langt í frá.“ Þá ræddi enginn opinskátt um það hvernig þeim leið, en það hefur breyst í dag í kjölfar byltinganna sem hafa átt sér stað á síðastliðnum árum í samfélaginu. „Það var engin að segja frá ferð upp til námsráðgjafa, því hefði einfaldlega ekki verið tekið vel.“ Slangur eins og „geggjað“ var síðan mikið notað en það var alls ekki nýtt á nálinni á þessum tíma. „Flosi Ólafsson, sem fann upp áramótaskaupið, var nefnilega að segja geggjað árið 1970. Á meðan hipparnir voru að segja „groovy“ voru Íslendingar að segja geggjað,“ bendir Ebbi á og segist hafa pælt mikið í þessu. „En þegar ég var í menntaskóla voru margir að nota svona basic áhersluorð eins og geðveikt, illað eða feitt. Við notuðum líka „fokk“ eins og margir í dag, en við sögðum aldrei „oh my god.“ Það var svona Rachel í Friends dæmi og algjört no-no.“ Ebbi og vinir hans notuðu líka marga persónulega frasa og tóku tímabil þar sem þeir héldu mikið upp á hardcore rokki, en það er harðari og agressívari útgáfa af pönkrokki. „Við byrjuðum síðan í kjölfarið að segja að hitt og þetta væri „core“ þegar við töluðum um að eitthvað væri alvöru, þar sem að „core“ þýðir hjarta á latínu. Mér finnst þetta virkilega gott slangur.“ „Ég held samt að þetta hafi ekkert breyst það mikið,“ segir Bergur Ebbi að lokum. „Það tala allir um það hvað ungt fólk í dag er frumlegra heldur en ungt fólk í gamla daga og hvað allir hafa breyst mikið. Mér finnst það í rauninni alls ekki, við leitum alltaf í eitthvað sem er gamalt og enginn er, þegar upp er staðið, eitthvað sérstaklega frumlegur. Eiginlega bara alls ekki.“
„Ég fattaði samt ekki þá að margt af því sem ég var að hlusta á var eldgamalt, að það hefði komið út upp úr 1980, eins og til dæmis Violent Femmes. Þetta var náttúrulega fyrir tíma internetsins og það stóð ekkert endlega á disknum. Mér finnst þetta svo súrrealískt núna af því að þetta gæti ekki gerst í dag.“ 051
SKINFAXI
nr. 121
Áratugur áhyggjuleysis og bjartsýnis
Áratugur áhyggjuleysis og bjartsýnis Við hittum listamanninn Ragnar Kjartansson á miðvikudagseftirmiðdegi í vetur á Café París. Við spjölluðum við hann um árin hans í MR, á meðan við drukkum svart kaffi en hann sötraði á appelsínusafa.
R
agnar gefur sér langan tíma til þess að hugsa eftir að við spyrjum fyrstu spurningarinnar. „Vá, það hrúgast alveg inn minningar þegar maður hugsar um menntaskólaárin. Kannski fyrst og fremst að þetta var tíminn þar sem maður varð að manni sjálfum. Mér fannst ég þá fyrst passa inn einhvers staðar.“ Ragnar er fæddur 1976 og var því í MR á árunum 1992-1996. „Tíundi áratugurinn var pínu furðulegur því maður hélt alltaf að það væri enginn tíundi áratugur, það gekk allt út á eitthvað retró dæmi. Maður verslaði aðallega föt í Hjálpræðishernum og einhverju þannig. Það er samt greinilega margt í þennan áratug að sækja, meira en maður gerði sér grein fyrir þá. Hugsunin var samt að allt var tilvitnun í eitthvað gamalt, eða „cyber“ gamalt, eins og Bjarkartískan.“ Flestir sóttu í „vintage“ og „grunge“ en þó man Ragnar eftir nýjum tískufyrirbærum á þessum tíma. „Hiphop tískan var að koma fram á sjónarsviðið, en hún var samt mikið á jaðrinum. Það voru kannski bara tveir til þrír hip-hoparar. Það var rosa mikið „statement“ að vera hip-hopari og þeir voru ekki beint að falla mikið í hópinn, sem var reyndar mjög kúl.“ Hann man þó ekki mikið eftir því að hlusta sjálfur á hiphop. „Þetta var aðallega tími britpop, þannig það var rosa mikið hlustað á Pulp og Oasis. En á böllunum voru það samt Stuðmenn og Sálin sem spiluðu. Annars var alls konar músík í gangi í menntaskólunum. Maður fór á flesta tónleika í Norðurkjallara en því miður var voða lítið um merka tónleika í Cösu. Það eina sem ég man eftir úr MR var að Barði Jóhannsson var byrjaður að spila, en þá var hann frekar skrítinn gríntónlistarmaður. Hann tróð upp á viðburðum og spilaði steikta útgáfu af Sitting on the Dock of the Bay þar sem lagið hét Sitting on the Cock of a Gay. Það er í raun ótrúlegt hvað hefur
052
ræst úr honum síðan.“ Ragnar viðurkennir svo að hann hafi sjálfur verið í hljómsveit ásamt félögum sínum úr MR. „Hún hét Kósý og var fyrst svona MR grínhljómsveit en svo gáfum við út jólaplötu og vorum allt í einu byrjaðir að spila í fertugs og fimmtugsafmælum. Áður en við vissum af vorum við að fá tuttugu þúsund á mann fyrir eitt gigg, sem var ótrúlegur peningur þá,“ segir hann og hlær. „Eftir skóla vorum við mikið á stöðum eins og Kaffi Hvítakoti. Þar var mjög vinalegur maður sem var framan af rosalega góður við menntskælinga. En svo þegar leið á fór hann að verða svolítið þreyttur á okkur, þessu liði sem fékk sér bara einn te og hékk svo þarna í fimm klukkutíma. Þetta var kannski tíminn þar sem kaffihúsahangs var að verða til, svona af fullri alvöru. Það var líka staður sem hét Kaffi Olé sem var mikill hangsstaður hjá okkur. Þar var aðallega ungt fólk og svo einhverjar listaspírur, eins og Megas. Svo vorum við líka mikið á Mokka, það var svo gaman að reykja þar - þá var ótrúlega töff að reykja. Seinna byrjuðum við að fara á rónastaði eins og Nellís, en maður var ekki byrjaður að komast inn þar fyrr en í 6. bekk.“ Áður en að Ragnar og vinir hans náðu lögaldri þurftu þeir að láta það duga að reykja inn á Mokka og auðvitað skella sér á böll. „Böll voru rosalega vel sótt, það fóru bara allir á þau og það var alltaf geðveikt gaman. Ég man að ég vaknaði einu sinni í dauðaherberginu, það var eftir ball þar sem ég hafði keypt mér glimmerbúning í hjálpræðishernum og skemmt mér vel um kvöldið. Svo vaknaði ég þarna morguninn eftir í kringum fullt af dauðadrukknu fólki, mér leið eins og ég væri að vakna í líkhúsi eða eitthvað. Fólk var nefnilega bara látið sofa úr sér í dauðaherberginu í þá dagana, það var ekkert verið að hringja í foreldra eða neitt. Svo gekk ég bara heim í
Hlökk Þrastardóttir og Margrét Erla Þórsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Kósí að spila í Berlín.
„Maður fór á flesta tónleika í Norðurkjallara en því miður var voða lítið um merka tónleika í Cösu. Það eina sem ég man eftir úr MR var að Barði Jóhannsson var byrjaður að spila, en þá var hann frekar skrítinn gríntónlistarmaður. Hann tróð upp á viðburðum og spilaði steikta útgáfu af Sitting on the Dock of the Bay þar sem lagið hét Sitting on the Cock of a Gay.“ 053
SKINFAXI
nr. 121
Áratugur áhyggjuleysis og bjartsýnis
glimmerbúningnum í hræðilegum vetrarkulda.“ Þrátt fyrir þessa hrikalegu reynslu af dauðaherberginu er Ragnar ánægður með að hafa farið í MR. „Ég held að ég hafi farið í MR útaf stemmingunni. Það er eitthvað svo heillandi við sögu skólans, eitthvað mjög fallegt. Ég upplifði mig mjög mikið sem MR-ing, þó ég hafi alltaf reynt að gera lítið úr því. Ég var innst inni MR-ingur og stoltur af því. MR bauð upp á tengingu við söguna sem gerði það svo geðveikt. Svo fannst mér líka mjög gaman að vera í bekkjarkerfi. Fyrir MR átti ég vinahóp úr Hagaskóla. Við sóttum allir mikið í „arty“ dót, eins og listafélagið og Herranótt en vegna bekkjarkerfisins neyddumst við til þess að kynnast víðari flóru af krökkum, ekki bara einhverjum listasnobbum.“ Viðhorfið til annarra menntaskóla var misjafnt. Hann leit alltaf svolítið upp til MH-inga en á sama tíma vorkenndi hann þeim því þeir fengu ekki að vera í sömu tengslum við söguna og MR-ingar. „Svo fannst manni Verzlingar bara steiktir. Maður þekkti engan þar og fannst þeir allir vera frekar ömurlegir. Þetta voru fordómar sem maður skemmti sér mikið yfir, svona fordómar sem mega alveg. Það voru einhvern veginn allir aðrir kúl nema Verzlingar.“ Á meðan Ragnar var nemandi í MR mátti reykja inni í Fjósinu. „Fólki fannst það fyrst geðveikt mikið „discrimination“ eitthvað, að mega bara reykja í einu herbergi í Fjósinu. Við vildum fá að reykja í Cösu! Fljótlega eftir það var meira að segja bannað að reykja í reykingarherberginu og þá þurftum við að vera á nemendabílastæðinu. Það var ekki troðfullt af litlum Yaris-um eins og núna, það voru kannski bara einn eða tveir bílar þarna yfir daginn. Þetta var bara eitthvað drulluport þar sem við reyktum.“ Ragnar var á nýmálabraut II og telur þá þekkingu sem honum hlotnaðist þar hafa nýst honum í lífinu. „Ég held það hafi hjálpað mikið að hafa smá grunn í öllum tungumálunum, fyrir mína vinnu í myndlistinni
sem er útum allar trissur. Það hjálpar að kunna pínu í öllum þessum lifandi tungumálum.“ Hann var samt sem áður aldrei harðákveðinn í því að verða myndlistarmaður, „mig dreymdi bara um að fara til Berlínar og læra þýsku og sögu. Jafnvel bara guðfræði, því mér fannst svo kúl að vera prestur.“ Björk og Sykurmolarnir stóðu sem hæst á þessum tíma og Ragnar telur að það hafi haft mjög mikil áhrif á Reykjavík. „Ég held að Björk hafi gefið borginni mjög mikið sjálfstraust. Allt í einu var hún orðin smá kúl. Áður fyrr var Reykjavík bara einhver púkó bær og allir vildu fara beint til útlanda að loknu stúdentsprófi.“ Hann er viss um að umræðurnar á 10. áratugnum hafi verið allt öðruvísi en núna. „Þetta var allt annar tími. Þessi áratugur var áhyggjulausasti tími mannkynssögunnar. Þó það væru stríð í gangi, eins og Kósavóstríðin og Rowanda, sem er í retróspekt mjög hræðilegt, þá var viðhorfið öðruvísi. Þessi stríð þóttu vera sértæk dæmi um eitthvað sem þyrfti bara að uppræta og laga strax, en þetta hafði ekki áhrif á tíðarandann. Sýrlandsstríðið í dag fer miklu meira inn í tíðarandann, það er miklu meira í umræðunni.“ Pólitískar umræður voru þó opnari á þessum tíma. „Þetta var ekki alveg jafn svart og hvítt og í dag. Bæði vinstri og hægri voru einhvern veginn bara að reyna að finna sig eftir fall Berlínarmúrsins. Ég var svona að byrja að finna að ég væri vinstrimaður á meðan einhverjir vinir mínir áttuðu sig á því að þeir væru hægrimenn,“ útskýrir hann. „Það leit einhvern veginn allt bara út fyrir að vera frábært. Maður var svo steiktur á þessum tíma. Fólk hélt að kynþáttahatur væri bara upprætt og það væri ekki þörf á femínisma lengur því jafnrétti kynjanna væri náð. Einhver algjör misskilningur í gangi bara,“ segir hann og hugsar sig svo um. „Ég held að rauði þráðurinn í gegnum þennan áratug hafi bara verið almennt áhyggjuleysi og rosalega mikil bjartsýni.“
„Ég held að Björk hafi gefið borginni mjög mikið sjálfstraust. Allt í einu var hún orðin smá kúl. Áður fyrr var Reykjavík bara einhver púkó bær og allir vildu fara beint til útlanda að loknu stúdentsprófi.“ 054
Hlökk Þrastardóttir og Margrét Erla Þórsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Við vorum bara aular í lopapeysum að prófa að drekka rauðvín
Við heimsóttum leikkonuna Brynhildi Guðjónsdóttur í Vesturbæinn einn laugardagsmorguninn í vetur. Brynhildur var í MR frá 1988 til 1992 og hafði frá mörgu að segja um þetta tímabil í lífi hennar. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um þessa tíma í menntaskóla? Ég man að ég var alltaf að flýta mér og mér fannst erfitt að vera kölluð unglingur. Auðvitað vissi ég alveg að ég var unglingur en um leið og einhver setti mig í einhvern ákveðinn kassa þá reyndi ég að brjótast út úr honum. Mér fannst skólinn æðislegur en var einhvern veginn ekki mikið í félagslífi og hefði alveg mátt gera meira af því. Við höfðum það mjög gott, það var vel komið fram við okkur, okkur leið vel og höfðum faktískt bara mikið frelsi, myndi ég halda.
Hvernig tónlist hlustaðirðu á? Ég hlustaði aðallega á glamrock og á hljómsveitir eins og Aerosmith og White Snake, sjúklega hallærislegt. Ég hlustaði líka mikið á New Order, Cult, Eagles og America, en það voru hljómsveitir sem ég ólst mikið upp við. Ég var að uppgötva gamla og góða tónlist. Tónlistarsmekkurinn minn læstist og lokaðist árið 1982 þegar ég var bara 10 ára og hefur eiginlega
055
ekkert breyst síðan þá. Ég er ennþá að hlusta á sömu plöturnar, sem er náttúrulega alveg ruglað, en þær hjálpa mér að slaka á og vekja upp góðar tilfinningar.
Voru aðrir í kringum þig að hlusta á það sama? Nei, í rauninni ekki, ég var eiginlega bara ein í mínu. Við vorum einmitt á 25 ára endurfundamóti í vor, árgangurinn minn úr MR, og við tókum saman „playlista“ af lögum sem var mikið hlustað á en ég kannaðist ekki mikið við það sem var spilað og fannst þetta vera rosalega leiðinleg tónlist.
Hvernig var tískan á þessum tíma? Ég var mikið að sækja í föt frá antíkversluninni Fríðu frænku. Ég var með permanent og klæddist mikið Levis gallabuxum, hvítri blúnduskyrtu og síðum karlmannsjakka. Ég var voða mikið í einhverju sem var þægilegt og „vintage.“ Ég var ekkert að skvísast það var eiginlega engin í þeim pakka í MR. Við vorum
SKINFAXI
nr. 121
Við vorum bara aular í lopapeysum
„Ég var ekkert að skvísast - það var eiginlega engin í þeim pakka í MR. Við vorum bara aular í lopapeysum að prófa að drekka rauðvín í fyrsta skiptið.“ bara aular í lopapeysum að prófa að drekka rauðvín í fyrsta skiptið. Svo var reyndar mamma alltaf að fara til Þýskalands og kom heim með fullt af skrítnum fötum, sem voru ekki töff en ég fór bara í þau. Það var bara búið að eyða peningum í þessi föt og af skyldurækni klæddist ég þeim.
Var fólk mikið að sinna sínum áhugamálum og skilgreina sig eftir þeim eins og nú á dögum? Nei, ég myndi ekki segja það. Við verðum náttúrulega að átta okkur á því að það var engin tölva eða sími. Maður var bara að gera og prófa. Maður bar sig kannski saman við fólk í tískutímaritum en það var ekkert í miklum mæli. Málið var að það var ekkert internet og maður hafði ekki einu sinni hugmyndaflugið í að fara flokka sig eitthvað mikið niður og skilgreina - segjast vera svona og hitt og þetta og hafa áhuga á þessu. Það var ekki jafnmikið áreiti eins og er í dag. Ég sá ekkert einhverja mynd af einhverri konu út í bæ og hugsaði: „Já! Þetta er ég, svona er ég.“ Maður hafði ekkert vit á því einu sinni. Ég vissi til dæmis ekkert af því að það voru til tvær milljónir manna einhvers staðar út í heimi sem að voru líka að hlusta á White Snake, þaðan af síður var ég að leita uppi White Snake félagið á Íslandi eða eitthvað slíkt.
Hvernig var skemmtanalífið? Ég var fullorðinsleg og komst inn á skemmtistaði og var með falsað skírteini þannig að við vorum aðeins að prófa það. Við fórum einu sinni á eitt diskótek sem hét Útópía, við hliðina á einhverri teppabúð upp í Ármúla, sem var alveg glatað og ógeðslega leiðinlegt.
Við fórum líka stundum á stað sem hét Gaukur á Stöng, en máttum svo sem ekkert vera þar þannig að við kíktum bara aðeins. Ég man líka hvað það var gaman að fara bara og dansa. Fara kannski heim til einhvers, spila fullt af plötum og dansa endalaust, þangað til að manni var ógeðslega illt í tánum. Við vinkonurnar stunduðum það líka að húkka far hjá strákum sem voru á rúntinum, ef það var vont veður. Tókum svona tvo til þrjá hringi og vorum bara að spjalla. Svo var ógeðslega gaman í öllum bekkjarpartýjum. Við í bekknum smullum alveg saman strax, þó svo að við værum alls konar og út um allt. Ég á alveg ótrúlega góða vini úr skólanum enn í dag. Núna þegar við hittumst 25 árum seinna þá erum við öll alveg eins og við vorum og það er nákvæmlega sama stemningin.
Í hvernig félagsskap varstu? Ég var dálítið einræn á þessum tíma og átti bara mína vini héðan og þaðan. Ég var mjög mikið í Myndlistarskólanum og valdi það einhvern veginn fram yfir félagslíf. Ég var t.d. í vatnslitamálningu með gömlu fólki öll föstudagskvöld. Ég man að ég lærði ofboðslega mikið heima enda var námið mjög erfitt. Ég var stundum alveg ógeðslega til í að vera partur af einhverjum skemmtilegum krakkahóp en samt var ég mjög alvarleg og fullorðinsleg. Ég þurfti líka að taka mikla ábyrgð heima vegna þess að mamma átti búð og ég var bara alltaf að vinna, öll jól, páska og sumarfrí. Svo svaf ég heldur aldrei út sem unglingur, ég var bara vakin og send í heimilisþrif eða að gera eitthvað gagnlegt. Það var bara allt á milljón. Maður heyrði af krökkum sem sváfu alltaf út og voru með drasl í herberginu sínu og ég hugsaði bara með mér:
„Málið var að það var ekkert internet og maður hafði ekki einu sinni hugmyndaflugið í að fara flokka sig eitthvað mikið niður og skilgreina - segjast vera svona og hitt og þetta og hafa áhuga á þessu. Það var ekki jafnmikið áreiti eins og er í dag. Ég sá ekkert einhverja mynd af einhverri konu út í bæ og hugsaði: „Já! Þetta er ég, svona er ég“.“ 056
Hlökk Þrastardóttir og Margrét Erla Þórsdóttir „Ó! má það?“ Ég lifði í rauninni lífi foreldra minna og það var ekki fyrr en ég var búin í menntó að ég kveikti á perunni. Mér datt ekkert í hug að gera einhverja uppreisn gegn foreldrum mínum og fara bara og neita að taka þátt í þessu öllu saman, þetta var bara mitt uppeldi. Ég vissi í rauninni ekkert almennilega hvort að ég mætti vera ég á þessum tíma eða hvort að ég ætti bara að vera einhver annar. Svo átti ég líka kærasta, innan gæsalappa, sem var miklu miklu eldri en ég. Ég hafði í raun ekkert við þetta samband að gera og áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna. Þetta var bara ekki raunverulegt samband. Ég uppgötvaði síðar að hann bjó í útlöndum, var í listaháskóla þar og var með konu sem hann bjó með og ég hafði bara enga hugmynd allan þennan tíma. Svo man ég að hann passaði upp á að ég væri ekkert mikið að sósíalísera við stráka á aldri við mig og svoleiðis. Ég var því undir hálfgerðum dún, svona í þokkabót, og það var í rauninni skelfilegt ef ég hugsa út í það. Þetta var samband sem einkenndist
057
nr. 121
SKINFAXI
af valdaójafnvægi og var bara rugl, ég var bara alltof ung. Þetta litaði í raun mín menntaskólaár mjög mikið og þess vegna var ég til dæmis bara í vatnslitamálun með gömlu fólki á föstudagskvöldum en ekki úti að skemmta mér með jafnöldrum mínum.
Viltu segja eitthvað að lokum? Þegar upp er staðið þá voru allir bara alveg rosalega mikið inn í sér og að móta sig. Þetta voru mikil umbrotaár og maður var að máta sig við eitthvað fullorðinslíf en mátti á sama tíma ekkert allt. Mig langaði að fara í listaháskóla í Bandaríkjunum en það var bara ekki í boði. Maður var einhvern veginn orðin stór en samt var svo margt eftir, eins og að byrja að búa og fara út á vinnumarkaðinn. Allir voru bara í sínu og að máta sig við heiminn. En það þýðir ekkert að líta til baka og hugsa: „Oh, ég hefði átt að gera hitt og þetta.“ Það sem að gerist, bara gerist og það gerir mann að þeirri manneskju sem að maður er í dag.
SKINFAXI
058
nr. 121
Hvaรฐ tekur viรฐ?
Hvaรฐ
nr. 121
tekur viรฐ? 059
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Laufey Halla Atladóttir 6.M, nátturufræðibraut I
Hvert var besta augnablik ársins? Hátindi skólaársins var að mínu leyti náð þegar Sigríður Hlíðar ákvað að dansa hjarsláttardansinn fyrir bekkinn í stærðfræðitíma.
Hvað tekur við eftir MR? Eftir MR mun ég líklega gera eitthvað mjög frumlegt og reyna við inntökuprófið í læknisfræðina eða stunda nám við eitthvað sem tengist heilbrigðissviðinu auk þess sem ég mun fara í nokkra daga til S-Kóreu í lok sumars.
060
Hvað tekur við?
Katrín Wang
Í 6.U, náttúrufræðibraut II
Hvert var besta augnablik ársins? Þegar Elín var að leika síma til að pirra Guðjón og Guðjón brjálaðist en fór svo strax í hláturskast og sagði að hún væri góður leikari. Miklar tilfinningasveiflur.
Hvað tekur við eftir MR? Vera týpískur MR-ingur og fara í læknisfræði því ég veit ekki um neitt sem mér finnst áhugavert.
nr. 121
Hildur Franziska Hávarðardóttir Í 6. B, nýmálabraut I
SKINFAXI
Agnar Þorláksson Í 6.T, náttúrufræðibraut II
Hvert var besta augnablik ársins?
Hvert var besta augnablik ársins?
Ætli það hafi ekki verið Lundúnaferð Málabrautar, síðastliðið haust. Eitt besta augnablik ferðarinnar var örugglega þegar við vorum á leið uppá flugvöll í algjöru stressi og Hilmar enskukennari uppgötvar, á miðri leið, að hann hafi gleymt stóru fjólubláu ferðatöskunni sinni uppá hóteli í öllum æsingnum og þurfti að hlaupa eins og vindurinn til baka. Ég efast reyndar um að þetta hafi verið besta augnablik Hilmars í þessari ferð, og allra síst á þessu skólaári, en við bekkurinn láum í algjöru hláturskasti.
Það eru mörg skemmtileg augnablik á þessu skólaári eins og Fiðluballið var alveg sérstaklega góð skemmtun.
Hvað tekur við eftir MR? Ég hef ekkert ákveðið ennþá, ég veit eiginlega bara ekki neitt. Gæti samt verið að ég fari í lýðháskóla í haust.
Hvað tekur við eftir MR? Það er allt að stefna í árs pásu og svo háskólanám á heilbrigðisvísindasviði.
Steinar Logi Geirsson Í 6.X, eðlisfræðibraut II
Skemmtilegasta augnablikið á skólaárinu? Fiðluballið var geggjað.
Hvað tekur við eftir MR? Í rauninni er ekkert ákveðið ennþá, ætla líklegast að taka pásu í ár frá skóla til þess að vinna og ferðast.
061
Gísla saga Súrssonar SKINFAXI
nr. 121
Gísla saga Súrssonar á Herranótt
á Herranótt 062
Hlökk Þrastardóttir
Ég heimsótti leikhóp Gísla sögu Súrssonar, í Gamla bíó, í lok febrúar aðeins fjórum dögum fyrir frumsýningu. Þau Jakob, Sólveig María, Sigurður, Áslaug, Rafnhildur Rósa, Elísabet Thea, Árni Sæberg og Sigurbergur í stjórn Herranætur hafa unnið hörðum höndum að sýningunni frá því í sumar.
063
nr. 121
SKINFAXI
Það var mikil spenna í loftinu þetta þriðjudagskvöld enda fyrsta rennsli leikhópsins í búningum og fullum farða. Krakkarnir hópuðust saman fyrir sýninguna í „græna herbergi“ Gamla bíós þar sem þau undirbjuggu sig í flýti. Það var einstaklega gaman að sjá hversu líflegur hópurinn var og hvað allir náðu vel saman. Það leið svo ekki langur tími þar til þeir Sigurbjartur Sturla og Jóhann Kristófer, leikstjórar, kölluðu alla upp á svið og bráðfyndin og skrautleg sýning beið mín.
SKINFAXI
064
nr. 121
Gísla saga Súrssonar á Herranótt
Hlรถkk ร rastardรณttir
065
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
066
nr. 121
Gísla saga Súrssonar á Herranótt
Á myndinni eru Logi Eyjólfsson Sigurbergur Hákonarson
067
Ljósmyndari Hlökk Þrastardóttir
SKINFAXI
nr. 121
Frá árunum í menntaskólanum
Frá í menntask
068
Hlökk Þrastardóttir
nr. 121
SKINFAXI
árunum Hlökk Þrastardóttir
kólanum Við vinkonurnar að dandalast um miðbæinn endilangan eftir skóla - allslausar og taktlausar - er sú minning sem ég mun ábyggilega halda í hvað lengst. Við gerðum bara það sem okkur sýndist, töluðum um allt og ekkert og eyddum pening í óþarfa mat eða kaffi. Við þóttumst kannski ætla að sinna skyldum okkar eða gera eitthvað uppbyggilegt en það var sjaldnast raunin. 069
Ég myndi nú samt ekki segja að tíminn hafi farið til spillis. Eftir sitja minningar frá árunum þar sem hausinn ætlaði stundum að springa úr hugmyndum og pælingum og lífið virtist annað hvort gjörsamlega óbærilegt eða stórkostlegt. Minningar frá árunum þar sem hlutirnir höfðu aldrei verið jafnflóknir en á sama tíma gat ekkert stöðvað okkur.
SKINFAXI
070
nr. 121
Frá árunum í menntaskólanum
Hlรถkk ร rastardรณttir
071
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
072
nr. 121
Frá árunum í menntaskólanum
Hlรถkk ร rastardรณttir
073
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
074
nr. 121
Frá árunum í menntaskólanum
Hlรถkk ร rastardรณttir
075
nr. 121
SKINFAXI
Um fyrrum skólaskáld Menntaskólans SKINFAXI
nr. 121
Um fyrrum skólaskáld Menntaskólans
Tómas Óli Magnússon
V
eturinn 2017—2018, þann vetur sem útgáfa þessi fjallar um, féll frá maður sem margir munu sárt sakna. Þann sama vetur og rektor til 17 ára kvaddi stjórnunarstöðu sína kvaddi annar mikilsverður sendiherra skólans þennan heim. Listamaðurinn, kennarinn og fyrrum skólaskáld Menntaskólans, Sigurður Pálsson lést. Það er því rík ástæða fyrir því að rifja upp kynni hans af skólanum og þá einkum hlutdeild hans að Skólablaðinu, sama málgagni og þú ert með í fanginu á þessari stundu. Eftirfarandi textabrot birtist í endurminningabók hans, Táningabók, á bls. 89:
Að birta texta í fyrsta skipti fylgir sú sérkennilega lífsreynsla að þú birtist, kemur í ljós, einhvers staðar fyrir utan sjálfan þig. Þar geturðu birst án þess að vera á staðnum, það er vissulega frábært ef þú ert feiminn.
Okkur í 4-S var hrúgað í eitt herbergið í Þrúðvangi, húsi Einars Ben, ekki veit ég hvort andrúmsloftið var ennþá mettað af segulmagni skáldsins en hvað um það, þarna fór ljóðaflugvélin virkilega á loft á stuttri flugbraut. Jóhannes Björnsson, vinur minn var í ritnefnd Skólablaðsins, hann innheimti tvö ljóð strax fyrir fyrsta tölublað. Þetta gerði hann af læknisfræðilegu öryggi. Þetta voru allra fyrstu ljóðin sem ég birti. Stærra skref í lífinu en ég hafði áður stigið. Einhvern veginn skynjaði ég krossgöturnar, nú hafði ég valið mér leið. Ekki yrði aftur snúið. Að birta texta í fyrsta skipti fylgir sú sérkennilega lífsreynsla að þú birtist, kemur í ljós, einhvers staðar fyrir utan sjálfan þig. Þar geturðu birst án þess að vera á staðnum, það er vissulega frábært ef þú ert feiminn. Þú verður til á nýjan hátt, það er hægt að sanna og sannreyna. Jarteiknið er þarna. Textinn. Þetta er vígsluathöfn. Ég fór yfir þröskuld. Þess ber að geta að Skólablaðið kom út í skóla sem var ekki neitt fimmtíu eða hundrað manna þægilegt fámennissamfélag, í MR voru rúmlega þúsund nemendur, þannig að það var bita munur en ekki fjár að birta þar eða í Morgunblaðinu. Það var ekki birting fyrir fámennan hóp sem þú þekktir, það var birting fyrir fjölda sem þú þekktir ekki. Nema þá örfáu sem voru í sama bekk plús aðra kunningja. Þegar textinn sem þú birtir er jafn varnarlaust fyrirbæri og ljóðatexti verður þessi tilfinning sérkennilegri en ella. Enda þorði höfundur ekki að kalla sig fullu nafni, hann kallaði sig SP. Ljóðið Sölnuð lauf birtist síðan í Skólablaðinu 1964.
076
Tómas Óli Magnússon
Sölnuð lauf Ég er andvarinn, sem leikur um greinar trjánna í skógi vonanna. Ég leita að sönnu laufbragði, sem ekki bregzt. Ég þreifa á hverri grein, hverju laufi. Og þau falla til jarðar, og visna. Mynda hræðilegan sog sölnaðra laufa. SP
077
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
078
nr. 121
Frá Femínistafélaginu Aþenu
Frá Femínistafélaginu Aþenu Védís Mist Agnadóttir
nr. 121
SKINFAXI
Védís Mist Agnadóttir
É
milie du Châtelet var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og höfundur á tímum upplýsingarinnar. Hún er þekktust fyrir þýðingu sína á bók Isaacs Newton, Philosiphiae Naturalis Principia, yfir á frönsku. Émilie du Châtelet fæddist í París árið 1706, eina stúlkan af sex systkinum. Frá unga aldri sýndi hún miklar gáfur og studdi faðir hennar ávallt við hana með því að ráða ýmsa einkakennara handa henni, meðal annars í tungumálum, stærðfræði og vísindum. Var þetta óvenjulegt á hennar tíma því það þótti ekki kvenlegt að vera of gáfuð og barðist móðir hennar oft á móti einkakennslunni og vildi að hún væri send í klaustur, þar sem hún hafði alist upp í slíku sjálf. Voru klaustur þó einn af fáum stöðum þar sem stúlkur gátu hlotið formlega menntun. Við tólf ára aldur var du Châtelet orðin altalandi á latínu, ítölsku, grísku og þýsku auk móðurmáli hennar og þýddi hún nokkur leikrit og heimspekileg verk úr þeim málum síðar í lífi sínu. Hún var ætið útsjónarsöm unglingsárum sínum notaði hún stærðfræðihæfni sína til þess að þróa árangursríkar aðferðir í fjárhættuspilum og þénaði þannig pening. Du Châtelet var þekktust fyrir þýðingu sína á bók Isaacs Newton, en þýðingin er enn álitin hin almenna franska þýðing bókarinnar í dag. Þýðingin
079
innhélt einnig margar athugasemdir og innihéldu þær mikilvæg framlög til newtonskrar aflfræði og átti mikilvæg áhrif á framgöngu vísindabyltingarinnar í Frakklandi og þar með í Evrópu allri. Hún gaf einnig út bækur og ritgerðir sjálf og var meðhöfundur í bók Voltaires Élements de la philosophie de Newton (e. Elements of the Philosophy of Newton) og sá hún meðal annars um allar stærðfræðilegar útleiðslur í bókinni. Hennar var þó ekki getið sem höfundar heldur aðeins í formála bókarinnar. Helsta bók hennar, Institutions de Physique (Kennsla í eðlisfræði) átti að vera yfirlit yfir helstu hugmyndir eðlisfræði þess tíma en innihélt einnig leiðréttingu á jöfnunni um hreyfiorku. Á þeim tíma héldu allir að hreyfiorka hlutar væri í réttu hlutfalli við við hraða hlutarins en hún sýndi fram á að orka hlutar á hreyfingu væri í réttu hlutfalli við hraðann í öðru veldi (E∝mv2). Vinna Émilie du Châtelet er því mikilvæg undirstaða í skilningi okkar á hreyfiorku í dag. Du Châtelet lést af völdum sýkingar eftir barnsburð árið 1749, þá aðeins 42 ára. Síðasta verkið sem hún vann að hafði verið þýðing hennar á bók Newton, en hún hafði verið á fullu við hana síðustu mánuði lífs síns því hún kvaðst vita að hún myndi ekki lifa barnsburðinn af. Þýðingin var svo gefin út 10 árum eftir andlát hennar.
Hvert á að beina gagnrýninni? SKINFAXI
nr. 121
Hvert á að beina gagnrýninni?
Ronja Rafnsdóttir
V
eganismi er hreyfing sem mælir gegn hagnýtingu dýra í mat- og fatarframleisðlu. Veganmisni gagnrýnir hugmyndina um að rækta dýr í þeim eina tilgangi að drepa þau og telur hana skarast á við siðferðisleg mörk auk veldur framleiðsla dýraafurða meiri gróðurhúsaáhrifum en öll samgöngutæki til samans. En hvert á að beina gagnrýninni? Ég spjallaði við Víði Hólm Guðbjartsson, bónda í Grænuhlíð í Arnarfirði, en hann hafði sitt að segja um veganisma. Víðir er fæddur og uppalinn á bóndabýli á Vestfjörðum. Í dag er hann sjálfur sauðfjárbóndi. Hann ræktar einnig grænmeti en einungis fyrir kindurnar, þær segir hann nefnilega vera vegan. „Það mega allir hafa sína skoðun og borða það sem þeir vilja, svo lengi sem þeir eru ekki að ráðast á aðra og fordæma. Ég held að ég geti talað fyrir flesta bændur þegar ég segi að við upplifum mikla fordóma í garð okkar. Ég hef verið kallaður dýraníðingur og margt annað ljótt af fólki sem þekkir mig ekki og hefur ekkert kynnt sér málin nánar. Ég eyði öllum mínum peningum og tíma í sauðféið mitt. Líf mitt er helgað þessu starfi og velferð dýranna minna.“ Vinnudagar bónda eru marglyndir og þeir eru oft langir og erfiðir. Starfinu fylgja engin frí, dýrin þurfa umsjá alla daga ársins. Á vorin þegar sauðburður hefst þurfa bændur að bregða sér í hlutverk
080
ljósmæðra og vaka yfir sauðfénu allan sólarhringinn í marga daga. Samt segir Víðir það ekki vera erfiðasti tími ársins. Erfiðasti tími ársins segir hann vera öllu helur á haustin þegar dýrin fara í slátur. „Maður reynir bara að vera góður við þær og halda þeim rólegum og láta þeim líða vel, en auðvitað tekur þetta á. Þetta er erfiðasti tími ársins.“ Að lokum langar Víði að benda öllum á að kynna sér málin og hugsa sig um áður en það fordæmir bændur. Ég tel bændur ekki vera vandamál veganisma og það er rangt að beina gagnrýninni að þeim. Bændur er gott fólk sem er að sinna starfi sínu eftir bestu getu og vitund. Á meðan það er eftirspurn eftir kjöti mun alltaf vera framboð. Vandamálið er í rauninni að fólk vill ekki horfast í augu við sannleikann. Við þurfum ekki lengur dýraafurðir til þess að lifa af. Undanfarin ár hefur verið í gangi mikil umræða um veganisma, fólk er meðvitað um hvað dýraræktun er siðferðislega röng, mengandi og ónauðsýn. En neikvæð og skaðleg gagnrýni er ekki lausnin, það aðskilur okkur frá markhópnum og breytir hreyfingunni í öfgakennda baráttu milli „veganista vs. Kjötæta. Með áframhaldandi umræðu og fræðslu getum við breytt eftirspurn markaðsins á þá vegu að bæði bændur og samfélagið geta tekið þátt.“
Ronja Rafnsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
„Ég held að ég geti talað fyrir flesta bændur þegar ég segi að við upplifum mikla fordóma í garð okkar. Ég hef verið kallaður dýraníðingur og margt annað ljótt af fólki sem þekkir mig ekki og hefur ekkert kynnt sér málin nánar. Ég eyði öllum mínum peningum og tíma í sauðféið mitt. Líf mitt er helgað þessu starfi og velferð dýranna minna.“
„Maður reynir bara að vera góður við þær og halda þeim rólegum og láta þeim líða vel, en auðvitað tekur þetta á. Þetta er erfiðasti tími ársins.“ 081
0rrinn SKINFAXI
082
nr. 121
Grein
n
Hรถfundur
2017 083
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
E
nr. 121
itt hráslagalegt fimmtudagskvöld í nóvember söfnuðust nemendur skólans saman á Loft Hostel í Bankastræti til þess að verða vitni að keppni upprennandi tónlistarfólks skólans um titilinn „Sigurvegari Orrans 2017“. MRingum tókst að fylla salinn og má vel segja að hin árlega lagasmíðakeppni skólans hafi heppnast einstaklega vel þetta árið. Listafélagið sér um skipulagningu Orrans en meðlimir þess í ár eru Friðrika Hanna
084
Orrinn
Björnsdóttir, Guðjón Gunnar Valtýsson, Harpa Hjartardóttir, Hrefna Svavarsdóttir, Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir, Tómas Ingi Jóhannsson, Unnur Guðmundsdóttir og Þorbjörg Anna Gísladóttir. Alls voru flutt sjö lög í keppninni sem öll voru frumsamin. Bæði voru það einstaklingar og hópar sem tóku þátt. Fjölbreytileiki laganna vakti athygli dómara og skipuleggjenda keppninnar og kemur sá eiginleiki greinilega fram
nr. 121
085
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
þegar litið er á þau lög sem lentu í þremur vinningssætunum. Í þriðja sæti var þríeykið Arent Orri Jónsson, Ágúst Beinteinn Árnason og Oddur Örn Ólafsson með rapplagið „INSANE“. Í öðru sæti hafnaði svo Margrét Þórhildur Eggertsdóttir með píanótónverkið „Án titils no. 471“. Sigurvegari Orrans 2017 er síðan Una Torfadóttir sem söng lagið „Er það ekki?“ og spilaði undir á gítar. Þar með varði hún með prýði titilinn frá því árinu áður.
086
Orrinn
Dómarar keppninnar voru Andri Guðmundsson, Hildur Vala Einarsdóttir og Þórður Magnússon. Andra þekkjum við sem lífefnafræðikennara við skólann en hann er nú ekki við eina fjölina felldur og spilar meðal annars á bassa á Mánudjass á Húrra. Hildur Vala er sigurvegari íslenska Idolsins árið 2005 og vinnur enn við tónlist og Þórður er margverðlaunað tónskáld og útsetjari ásamt því að vera kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Garðabæjar.
087
SKINFAXI
nr. 121
Hljómsveitin asdfhg skemmti áhorfendum í dómarahléi. Stöllurnar Hólmfríður Benediktsdóttir og Margrét Erla Þórsdóttir héldu frábærri stemningu gangandi út kvöldið en þær sinntu hlutverki kynna. Við þökkum öllum þeim sem að komu að Orranum 2017 kærlega fyrir. Megi bál sköpunargleðinnar lengi loga í hjörtum MR-inga!
088
Orrinn
Friðrika Hanna Björnsdóttir
Á myndinni eru Herdís Eva Hermannsdóttir Hekla Björg Kormáksdóttir
089
Ljósmyndari Hlökk Þrastardóttir
Forðist okkur á Frúardegi SKINFAXI
nr. 121
Í
ár fengum við Steineyju Skúladóttur og Kolfinnu Nikulásdóttur til að leikstýra okkur og við settum upp sýninguna Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Við fengum auk þess til liðs við okkur fullt af fólki til að sjá m.a. um búninga, leikmynd, smink, ljós og hljóð. Svo var auðvitað leikhópurinn alræmdi. Leikhópur allra leikhópa! Í fyrsta skipti í sögu Frúardags var ákveðið að setja upp leikhús frá grunni. Staðan er sú að það er mikill skortur á sýningarstöðum fyrir menntaskólaleikfélög á Íslandi en þess má geta að Nemó þurfti að færa sýninguna sína í ár úr Austurbæ yfir í Háskólabíó. Við brettum því upp ermar og bjuggum til okkar eigið leikhús í gömlum leikfimisal á Garðatorgi í Garðabæ. Þetta þýddi að við þurftum að leigja allan hljóð- og ljósabúnað, dúka og Fyrir hönd Frúardagsstjórnar, Ingibjörg Iða Auðunardóttir
090
Forðist okkur á Frúardegi
drapperingar, redda allri leikmynd auk þess sem við þurftum að redda sminki og búningum fyrir sem minnstan pening því ekki höfðum við úr miklu að moða. Leikhópurinn æfði í Garðabænum í sex vikur en þann 27. október frumsýndum við sýninguna Forðist okkur fyrir fullum sal af fólki við frábærar viðtökur. Ég hef aldrei orðið vitni að svona þéttum leikhóp og erum við held ég öll heppin að hafa ákveðið að taka þátt og hafa kynnst svona skemmtilegu fólki. Ég er einnig mjög þakklát öllum sem komu að sýningunni á einhvern hátt. Takk öll þið sem hjálpuðu til! Þið eruð ómetanleg. Sérstakar þakkir fá svo auðvitað Framtíðarstjórnin fyrir allt sem þau hjálpuðu okkur með, við hefðum aldrei getað gert þetta án ykkar. Lengi lifi Frúardagur!
Ingibjรถrg Iรฐa Auรฐunardรณttir
091
nr. 121
SKINFAXI
Lj SKINFAXI
092
nr. 121
Ljóð
jóð nr. 121
093
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Að fylgjast með Að sitja einn, með sjálfum sér og bíða. En samt ekki að bíða, heldur að hlusta. En ekki eftir neinu. Að taka eftir, að fylgjast með.
Tómas Óli Magnússon
094
Ljóð
Húsvarðan
(Um Hannes okkar portner) Kosta bikar sumir bera. Heyra veilu á nið vélar einum saman, -allra glöggstir. Taka fram úr Fjöldans virðum. Ég veit slíkan vísdóms vininn. Hróður starfs sín, stalla dygða. Fús til sinnis fjölda týndra, rausnargóður raunabróðir. Þögull ann hann öllum nemum. Sinnir natinn sínum skyldum. Lykla-Pétur okkar lofum; níðing vetrar, hússins vörðu
Elvar Wang Atlason
095
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Ljóð
Kona
Framhjá
Brotin kona, lítil kona, viðkvæm kona. Tekið fram, útskýrt frekar, það fylgir ekki titlinum.
Ég labbaði framhjá þér. Ég sá þig, ég sá þig sjá mig, en ég labbaði samt framhjá þér í morgun. Við gerum það svo oft, og ekki bara ég og þú heldur við og allir aðrir.
(9.12.17)
(28.3.15)
Ég hugsa aldrei um það á meðan það gerist en eftirá sný ég mér við, inni í hausnum, veifa og segi „hæ!“ Svo kemur þú hlaupandi. Við segjum allt, við segjum frá öllu. En ekki í morgun og sennilega ekki á morgun heldur. Nei í morgun sástu mig, ég sá þig og svo færðumst við lengra í burtu. Ég þori ekki að sjá þig lengur Ég vil ekki týna þér
Una Tor fadóttir
096
Sé ég ungan dreng með mikið glingur, með hátt enni og langa fingur. Er hann talinn afar slyngur, enda er hann MR-ingur
Hannes Lúðvíksson
097
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
098
nr. 121
Þegar ég féll
Þegar ég féll Ronja Rafnsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Ronja Rafnsdóttir
S
ímtalið sem ég hafði verið lamandi hrædd við síðan á fyrsta skóladeginum. Ég fékk kvíðahnút í magann bara við tilhugsunina um þetta símtal. Þessi þrjú orð ,,þú ert fallin’’ ómuðu í hausnum á mér og ég sór að ég skyldi aldrei verða ein af þessum, þessum sem falla. Ég var í raun í hópi þeirra sem gagnrýndi fallista mest, nýútskrifuð úr Hagaskóla með yfir 9 í meðaleinkunn þrátt fyrir að hafa aldrei opnað bók. Það gæti nú ekki verið mikið erfiðara að standa sig vel í MR, hugsaði ég með mér. Síðan fékk ég símtalið, eftir að hafa náð að redda mér í gegnum skólann í tvö ár. Þetta var nákvæmlega eins ömurlegt og ég hafði ímyndað mér. Mamma hringdi í mig, þremur klukkutímum fyrir skólaslit og þóttist bara vera að heyra í mér en ég heyrði það á röddinni hennar að hún hefði fengið símtal frá skólanum, hún var bara of vonsvikin til þess að segja mér. Ég byrjaði strax að velta fyrir mér hvað allir myndu nú segja við þessu og hvernig ég gæti útskýrt þetta fyrir þeim, myndu þau kannski líta mig allt öðrum augum? Í mínum huga tengdist fall skömm, leti, aumingjaskap og heimsku. Foreldrar mínir gætu aldrei verið stolt af mér aftur og vinir mínir myndu ekki bera virðingu fyrir mér lengur, því að ég væri, jú, fallisti. Námsleiði spilar oft stóran þátt í ástæðunni fyrir því fólk fellur. Þegar manni gengur illa þá verður námsefnið erfitt og óáhugavert, sjálfstraustið fer minnkandi og maður fer að finna fyrir tilgangsleysi. Það gengur öllum illa á einhverjum tímapunkti á skólagöngunni en þegar vinnan sem maður lagði fram skilar sér ekki í einkunnunum, síendurtekið, er erfitt að halda uppi jákvæðu hugarfari. Námsleiði er einnig frábær leið til að þróa með sér kvíðaröskun. Þetta byrjar oft saklaust. Ég frestaði til dæmis heimavinnunni því mér fannst hún leiðinleg og fór síðan, hægt og rólega, að skrópa í tímana því ég gerði ekki heimavinnuna. Áður en ég vissi af hætti ég að mæta í kaflaprófin og var þá búin að þróa með mér hringrás sem ég gat ekki með nokkru móti slitið mig frá. Kvíðinn tók einhvern veginn yfir alla rökhugsun. Það er mikilvægt að þekkja hvenær þetta er orðið óeðlilega mikið. Þegar
099
kvíði er orðinn hamlandi líður manni illa og þá er mikilvægt að leita sér hjálpar því það er ómögulegt að takast á við geðræn vandamál eins síns liðs. Hér er vert að benda á að sálfræðiþjónusta á næstu heilsugæslu er ókeypis fram að 18 ára aldri. Í sömu mund er mikilvægt að tala við vini og vandamenn og láta kennara vita, þeir eru mun umburðarlyndari en maður heldur. Síðan eru til þeir sem eyða meiri tíma en aðrir í heimalærdóm, en gengur samt alltaf jafnilla. Þeir sem hafa mætt óteljandi oft til námsráðgjafans í leit að hjálp, eyða fúlgum fjár í skipulagsbækur, skipulagsöpp, fallegar stílabækur og möppur, flotta penna, hafa mætt á öll hugleiðslunámskeið sem skólinn býður upp á og hafa eytt ótal mörgum klukkustundum á Þjóðarbókhlöðunni en ná samt aldrei árangri. Þeim væri sennilega hollt að kíkja í ADHD-greiningu. Heimilislæknar taka ókeypis viðtöl fram að 18 ára aldri og eftir það kostar það heldur ekki mikið. En það er þó vert að hafa í huga að stundum er maður bara ekki í réttu námi eða í réttum skóla. MR býður upp á mjög ferkantað og erfitt nám sem hentar alls ekki öllum. Þegar mér gekk sem verst stungu mamma og pabbi upp á því að ég ætti kannski bara að skipta um braut eða skoða aðra skóla. Hvers vegna að verja þremur árum og háum upphæðum í nám sem þú ert ekki að njóta þín í? Í mínu tilfelli áttaði ég mig á því að fall er ekki eins hræðilegt og ég hafði ímyndað mér. Hefði ég ekki fallið, hefði ég aldrei leitað mér hjálpar og fengið viðeigandi hjálp, sem var aðeins meira en nokkur blöð til skipulagningar frá námsráðgjafanum einu sinni á viku. Ég lærði að ekki nokkur maður lítur mig öðrum augum þótt þetta hafi farið svona. Fall er ekki synd og skömm, enginn heimsendir. Það er bara annað tækifæri til þess að gera betur. Í rauninni hefði ég átt að grípa inn í og gera eitthvað í mínum málum fyrr, þar sem ég eyddi tveimur dýrmætum árum í að sannfæra mig um að mín vandamál væru ekki nægilega alvarleg til þess að leita mér aðstoðar. Stundum þarf maður að lenda á botninum til að átta sig á hvar maður stendur og grípa til aðgerða.
Ritdeilur SKINFAXI
100
nr. 121
Ritdeilur
Katrín Hermannsdóttir og Katrín Agla Tómasdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Katrín Hermannsdóttir vs. Katrín Agla Tómasdóttir
101
Stofurottunni verður að útrýma SKINFAXI
nr. 121
Ritdeilur
Casan, 5. janúar 2018 Katrín Hermannsdóttir
A
f hverju ætti einhver nokkurn tímann að vilja vera stofurotta? Mæta bara hress fyrsta skóladaginn í heimastofuna og yfirgefa hana ekki fyrr en árinu lýkur. Hvaða heilvita manneskja gengur í gegnum menntaskóla án þess að kynnast öðrum en sessunaut sínum hverju sinni? Af hverju ekki að skottast með nestið frá mömmu niðrí Cösu, chilla, hlusta á ljúfa tóna og kynnast fólki? Þar gætir þú loksins orðið vel séð, kæra stofurotta. Casa býður upp á bókstaflega allt sem að þú þarft. Kaffi, sófa, tónlist og síðast en ekki síst, samskipti. Vantar þig aðstoð við ástarlífið, heimavinnu eða efnivið í lummu? Hér geturðu spurt hvern sem er um hvað sem er! Casa neyðir þig út úr þægindarammanum og skipar þér að mynda félagslega hæfileika. Stofurottan fær aldrei að kynnast þessum dýrðlegu hlutum. Kaffi? Nei kallinn, stofurottan fær sér bara kókómjólk og júmbósamloku úr Bónus. Sófar? Nei kallinn, stofurottan vill frekar tjilla í ælulyktinni í Casa Christi og sitja í stól sem er blautur af óþekktri ástæðu. Tónlist? Nei kallinn, stofurottan vill frekar hlusta á bekkjarfélaga sína garga tilvitnanir úr Rick & Morty í sveittri heimastofu. Wubba lub dub. (Held ég, hef aldrei séð þetta rusl). Stofurottan myndar heldur aldrei nauðsynlegt tengslanet áhugaverðs fólks. Líkur á að kynnast kæró í casan, pottþéttar. Helgar öðlast nýjan tilgang, föstudags- og laugardagskvöldum verður
102
aldrei framar eytt fyrir framan tölvuna vegna þess að þú hafðir hvort eð er ekkert betra að gera. Fyrsta lumman fæst meira að segja gefins í casan. Að lokum vil ég benda á að stofurnar í Menntaskólanum eru ógeðslegar. Þrjátíu sveittir unglingar hafa setið í fjórar klukkustundir yfir skruddunum sínum og enginn hefur haft fyrir því að opna glugga. Loftið er mengað af svita og sjálfshatri. Í bárujárnskofanum eru myglublettir í hverju horni og fúkkalyktin er yfirþyrmandi og óbærileg. Hver manneskja með a.m.k. hálfan heila forðar sér úr þessum aðstæðum við fyrsta tækifæri. Það á þó ekki við um stofurottuna. Hún hangir þar sem öðru fólki er ólíft, í ræsinu.
Til varnar stofurottunar Katrín Hermannsdóttir og Katrín Agla Tómasdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Katrín Agla Tómasdóttir
É
g ætla að byrja þessa grein á að því að viðurkenna að ég er ekki stofurotta. Ég er eiginlega bara andstæðan við stofurottu. Það er enginn sem er jafnmikið og ég í Cösu og það er ekki skoðun heldur staðreynd. Ef einhver væri Cösukóngurinn þá væri það ég. Fyrst og fremst vil ég deila hér með ykkur mínum hugleiðingum um stofurottur. Ég ætti kannski að byrja á því að spyrja hvernig orðabókin skilgreinir þetta fyrirbæri. Nú, stofurotta er hugtak notað yfir aðila sem stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík og ver þar flestum ef ekki öllum stundum sínum í sinni eigin stofu og hættir sér ekki niður í Cösu nema til þess eins að kaupa sér mögulega kaffi eða hádegismat og kannski bara kannski kíkja á einhverja uppákomu í boði nemendafélaganna í hádeginu. Mér finnst hálffurðulegt hvað fólk lætur sér stofurottuna mikið varða. Af hverju skiptir það fólki sem hangir flestum stundum í Cösu svo miklu máli hvað stofurotturnar gera? Af hverju finnst því það vera yfir stofurotturnar hafið fyrir það eitt að fara í Cösu í hádegishléinu í staðinn fyrir að vera upp í stofu? Það eru hvort sem er ekki sæti fyrir það marga í Cösu. Cösuverjar ættu frekar að þakka fólkinu sem sækir frekar í heimastofurnar sínar því þau gefa þannig hinum nægt pláss til að gæða sér á yndislega góðum YumYum núðlum í rosa hreinum og fínum leðursófum í Casan.
103
Sjálf hef ég gerst sek um það að blóta stofurottum, t.d. þegar einhver vinsæll uppistandari er í Cösu eða þá frír matur. Þá fjölmennir stofurottan og Casa troðfyllist. En þetta gerist að hámarki tíu sinnum á ári. Jú, þetta er kannski smá pirrandi að fólk sem er aldrei í Cösu mæti þegar þar er að finna frítt dót en þau eiga alveg jafnmikinn rétt á þessum hlutum og við hin, þau borga skólagjöld og eru oftar en ekki meðlimir Framtíðarinnar. Við getum líka bara prísað okkur sæl að allir þeir sem mæta á opnun Cösu í árshátíðarvikunum mæti ekki reglulega niður í Cösu, því það myndi bara ekki virka og enginn vill sjá það gerast. Sú tilhneiging nemenda innan MR að skipta öllum í þessa tvo hópa er barnaleg að mínu mati og minnir mig á stemninguna sem var í grunnskóla, allir í einhvers konar rembingi að reyna að vera yfir aðra hafnir á grundvelli „chill“-staðar þeirra. Hinn almenni nemandi í MR er stofurotta og flestir bekkjarfélaga þinna eru stofurottur. Berum virðingu fyrir þeim. Hættum að láta eins og þær séu verri manneskjur en Cösuverjar því viti menn, stofurottur eru alveg eins og ég og þú en fíla bara ekki Cösu. Og það er bara í góðu lagi með það.
Í byrjun SKINFAXI
nr. 121
Í byrjun og í lok árs
Margir nemendur hér í Lærða skólanum eiga það til að stökkbreytast í gegnum skólagöngu þeirra, raunar langflestir. Í gegnum tíðina höfum við í ritnefnd tekið sérstaklega eftir miklum breytingum á nýnemum í byrjun og í lok skólaárs og brugðum við því á það ráð að festa þessi miklu umskipti á filmu.
104
&
Hlökk Þrastardóttir
nr. 121
SKINFAXI
Hér ber að líta afraksturinn. Það má deila um hvort að þau Katla, Mattías, Ari og Elísabet hafi gerbreyst á þessum mánuðum sem eru liðnir en glöggir koma kannski auga á glampa í glyrnum þeirra sem var ekki áður. Glampa í augum þeirra sem bendir til þess að eitthvað hefur breyst. Það er allavega staðreynd að fyrsta árinu á menntaskólagöngu þeirra er lokið og eitthvað hlýtur að hafa breyst.
Hlökk Þrastardóttir
í lok árs 105
Í byrjun SKINFAXI
106
nr. 121
Í byrjun og í lok árs
Hlökk Þrastardóttir
Katla Rut Robertsdóttir Kluvers
í lok 107
nr. 121
SKINFAXI
Í byrjun SKINFAXI
108
nr. 121
Í byrjun og í lok árs
Hlökk Þrastardóttir
Mateusz Smentoch Edwardsson
í lok 109
nr. 121
SKINFAXI
Í byrjun SKINFAXI
110
nr. 121
Í byrjun og í lok árs
Hlökk Þrastardóttir
Ari Bjarnarson
í lok 111
nr. 121
SKINFAXI
Í byrjun SKINFAXI
112
nr. 121
Í byrjun og í lok árs
Hlökk Þrastardóttir
Elísabet Ingadóttir
í lok 113
nr. 121
SKINFAXI
Fyrsta skiptið SKINFAXI
nr. 121
Fyrsta skiptið
Sara Mansour
É
g verð ein heima fram á kvöld. Þetta er tækifærið sem ég var að bíða eftir. En er þetta rétta stundin? Er þetta rétti tíminn til að deyja? Það er páskafrí og eiginlega ekkert um að vera svo líklega finnst ekki betri tími. En er ég þá að eyðileggja páskana? Kannski er ég að eyðileggja páskana fyrir fjölskyldunni minni til frambúðar. Hvað ef þau geta aldrei framar notið þess að vera í páskafríi því það minnir þau á mig? Og hvað með jólafríið þegar ég á afmæli? Fædd um jólin og dey á páskunum. Ég veit um annan sem gerði það.
114
En hvað ef ég skrifa miða? Miða með skýrum skilaboðum um að þetta sé ekki þeim að kenna og að ég elski þau voða mikið en mér hafi bara liðið svo illa. Verða þau kannski reið? Ég vil ekki að þau hati mig. Hvað með vini mína? Og hvað með kisu? Fólk segir að sjálfsmorð sé sjálfselska. Mér finnst meiri sjálfselska að ætlast til að ég lifi áfram þegar mér líður svona, bara til þess að þau sleppi við missinn. Ef þeim þætti raunverulega vænt um mig myndu þau leyfa mér að deyja. Hvað líka með allar bækurnar sem ég á eftir að lesa? Ég er farin að draga í land.
Sara Mansour
Kannski þetta sé ekki rétti tíminn. Nei, ég er bara að hugsa svona núna því ég er ekki í kasti. En hvað með morgundaginn? Eða seinna í kvöld? Mér gæti byrjað að líða verr hvenær sem er og þá mun ég sjá eftir að hafa ekki notað þetta tækifæri. Ég verð að gera þetta núna. Ég verð að deyja núna. Ég klifra upp á hillu og finn svefnpokann minn, treð hendinni inn og leita að boxinu. Hvar er það? Þarna er það. Ég hef alltaf verið klár að finna felustaði. Það er samt ekki eins og ég eigi eitthvað merkilegt að fela; steina, nammi, krónur, bókamerki og bréf (sem ég bíð spennt eftir að gulni svo þau líti út eins og forn skjöl þó það standi á netinu að það geti tekið fimmtíu ár. Núna mun ég aldrei sjá það gerast). En þetta box er mikilvægt. Það geymir leiðina mína út. Eina af hverjum þremur. Á hverju kvöldi. Meðal lyfjanna sem ég tek á kvöldin fæ ég þrjár litlar svefntöflur. Tveimur kyngi ég en ein fer undir tunguna. Og síðan í boxið. Eftir nokkrar vikur af þessu er safnið mitt orðið dágott, þó ég segi sjálf frá. Ég þori ekki að telja hvað þær eru margar en ég er viss um að þetta er nóg. Ég gúgglaði það nefnilega en leiðbeiningarnar voru á ensku og mælieiningarnar alltof flóknar. Töflurnar sem ég vildi verða mér úti um fást ekki á Íslandi. Ég reyndi að finna samheitalyf en gat ekki gert það án þess að vekja of mikla athygli á mér. Svo þessar verða að duga. Þær bara verða. En þær gerðu það ekki. Ég fann værðina koma yfir mig og í fyrstu var það notalegt. En síðan fylltist ég skelfingu. Ég er ekki einu sinni búin að klára 9. bekk. Og hvað ef lífið mun nú batna eins og sálfræðingar eru alltaf að segja? Hvað ef þetta er ekki rétti tíminn? Það næsta sem ég man er að ég ligg í bílnum fyrir utan bráðamóttöku Landspítalans. Ég man það ekki nema af því ég hugsaði að þarna hafi ég fæðst. Og þarna myndi ég deyja. En ég dó ekki. Þau létu mig drekka eitthvað. Eitthvað það ógeðslegasta sem ég hef nokkru sinni smakkað. Af öllu því
115
nr. 121
SKINFAXI
sem lét mig vilja deyja var bragðið af þessu verst. Fljótandi kol, segja þau. Engin furða að við fundum upp rafmagnið. Ég horfi á konuna sem heldur á glasinu. Er það ímyndun eða leiðist henni? Ég velti allt í einu fyrir mér hvað hún þurfi að gera þetta oft á viku. Heimskir unglingar sem drullast ekki til að deyja svo hún þarf að hella í þau ógeðsdrykk. Sem ég æli svo á gólfið í þokkabót. Ég er svo þreytt að ég get ekki haldið augunum opnum. Mér finnst margir klukkutímar líða áður en þau hætta og leyfa mér að sofna. En líklega var það ekkert svo langur tími. Ég vakna næsta morgun í spítalasloppi. Ég get svo svarið það að ég man ekki eftir að hafa verið færð í önnur föt. Hvernig gat ég ekki tekið eftir því? Svaf ég virkilega það fast? Og þá átta ég mig allt í einu á því að ég er ekki lengur sofandi. Ég vaknaði og nú þarf ég að horfa í augun á öllum og viðurkenna hvað ég gerði. Frekar þykist ég vera sofandi áfram. Nema ég þarf aftur að æla. Hvar er baðherbergi?! Áður en ég fæ að fara þarf ég að fara á fund með geðlækni. Ég hef hitt hann áður en hann man ekki eftir mér svo ég læt hann ekkert vita af því. Hann segir mér að þetta sé mjög algengt. Að krakkar telji sig vilja deyja en hætta við því þeim finnist dauðinn svo endanlegur. Heldur hann virkilega að ég hafi ekki viljað það? Að ég hafi verið að gera þetta fyrir athygli? Sem kall á hjálp? Ég velti því fyrir mér. Ég myndi ekki útiloka það en finnst það eigi að síður ósennilegt. Hann heldur áfram að tala um úrræði. Guð, ég vona að hann sendi ekki hjúkrunarfræðingana heim til mín aftur. Ég vildi aldrei tala við þær. Ein þeirra var með svo gasalega ljóta klippingu. Loksins fæ ég að fara heim. Eftir að ég er búin að lofa að gera þetta ekki aftur. Ég var með krosslagða fingur. Ég hata að mistakast. Að ná ekki því sem ég ætlaði mér. Þó það hafi verið að deyja. Og nú þarf ég að lifa. Að minnsta kosti örlítið lengur. Þetta var víst ekki rétti tíminn.
Húrra SKINFAXI
nr. 121
LJÓSMYNDARI HLÖKK ÞRASTARDÓTTIR
Húrra Reykjavík
FYRIRSÆTUR HELGA THORLACIUS MIST ÞRASTARDÓTTIR SNJÓLFUR MAREL STEFÁNSSON STEFÁN KÁRI OTTÓSSON
Reykja 116
nr. 121
avík 117
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Húrra Reykjavík
HELGA APPELSÍNUGULUR BOLUR: NORSE PROJECT – MAJKEN COTTON RUST. GRÁAR BUXUR: NORSE PROJECTS – DISANA SUMMER – LIGHT GREY MEL. MIST BLÁR BOLUR: NORSE PROJECTS -MAJKEN COTTON DARK NAVY. BLÓMABUXUR: LIBERTINE – LARK 1497 DUSTY FLOWER.
118
nr. 121
119
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Húrra Reykjavík
HELGA GALLAJAKKI: MADS NØRGAARD – DEMIN JELLY SUPER LIGHT BLUE. BOLUR – MADS NØRGAARD - SOFT BOUTIQUE TUBA BLACK/MULTI. STEFÁN JAKKI: WOOD WOOD – LUDO JACKET. BOLUR: WOOD WOOD – GOOD TIMES T-SHIRT
120
nr. 121
SKINFAXI
EFRI HVÍTUR BOLUR: WOOD WOOD – GOOD TIMES T-SHIRT. SVARTUR BOLUR: HAN KJØBENHAVN – CASUAL TEE ARTWORK - BLACK BIG LOGO. NEÐRI NIKE SPORTSWEAR - AIR FOAMPOSITE ONE CHROME/WHITE
121
SKINFAXI
nr. 121
Húrra Reykjavík
GALLAJAKKI: MADS NØRGAARD – DEMIN JELLY SUPER LIGHT BLUE. BOLUR – MADS NØRGAARD - SOFT BOUTIQUE TUBA BLACK/MULTI
122
nr. 121
SKINFAXI
GALLABUXUR: MADS NØRGAARD - DENIM P3 SUPER LIGHT. KJÓLL: WOOD WOOD - LIME DRESS LIGHT BLUE. SKÓR: NIKE SPORTSWEAR – NIKE AIR MAX 97 ULTRA – WOMEN’S
123
BERLINALE
Ljรณsmyndari Hlรถkk ร rastardรณttir
SKINFAXI
nr. 121
Skoรฐ Skoรฐanakรถnnun
kรถnn 126
ðana Katrín Hermannsdóttir
Katrín Hermannsdóttir
nun 127
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
nr. 121
Skoðanakönnun
Svarhlutfall kannana
Svöruðu
Allir nemendur 505 / 59,2%
853 Nemendur
6. bekkur 129 / 67,54%
191
5. bekkur 118 / 52,21%
226
V. bekkur 128 / 71,11%
180
4. bekkur 130 / 50,78%
Kyn
256
KK
KVK
N.B.
6. bekkur 40,3%
59,7%
5. bekkur 50%
49,15%
0,85%
V. bekkur 30,5%
66,4%
3,1%
4. bekkur 30%
68,5%
1,5%
Hver er kynhneigð þín?
Gagnkynhneigð/ur
Ókynhneigð/ur
Samkynhneigð/ur
Skilgreini mig ekki
Tvíkynhneigð/ur
Óákveðin/n
Pankynhneigð/ur
6. bekkur 80% | 1,5% | 11% | 1%
| 1%
|
2% | 1%
5. bekkur 83% | 1% | 4% |
0% | 1%
|
2%
|
0%
V. bekkur 77% | 1,5%
| 11% |
2%
| 1%
|
5,4%
| 1,5%
4. bekkur 80% | 1,5% | 7% | 1%
128
|
0% |
9%
|
0%
Katrín Hermannsdóttir
nr. 121
Eru konur og karlar jöfn í íslensku samfélagi? Konur
6. bekkur
Já
Nei
5. bekkur
34%
62%
22%
V. bekkur
78%
4. bekkur
33%
67%
44%
Karlar
6. bekkur
56%
5. bekkur
50%
50%
53%
V. bekkur
47%
4. bekkur
46%
54%
59%
Utan kynjatvíhyggju 5. bekkur 25%
SKINFAXI
41%
4. bekkur
75%
100%
V. bekkur 100%
Trúir þú á æðri mátt? 6. bekkur 39%
V. bekkur
61%
33%
5. bekkur
Já
Nei
Já
Nei
67%
4. bekkur
34%
66%
45%
55%
Er lífið erfitt? 6. bekkur
V. bekkur
64%
36%
66%
5. bekkur
34%
4. bekkur
83%
23%
Cösukaffi?
75%
25%
Elska Hata
Meh Lífsnauðsyn
6. bekkur 14%
17%
45%
24%
5. bekkur 9%
20%
55%
16%
V. bekkur 16%
20%
48%
16%
4. bekkur 12%
129
13%
62%
13%
SKINFAXI
nr. 121
Skoðanakönnun
Mataræði?
Grænmetisæta
Pescaterian
Vegan
Alæta
6. bekkur 8%
8%
20%
65%
5. bekkur 7%
4% 10%
78%
V. bekkur 3% 2% 10%
84%
4. bekkur 10%
13%
11%
72%
Drekkur þú?
Já
Hef prófað
Nei
6. bekkur 90%
8,5%
1,5%
5. bekkur 79%
17%
4%
V. bekkur 57%
34%
9%
4. bekkur 31%
52%
18%
Nikótín?
6. bekkur 40% | 1%
| 8% |
2% |
6% | 12%
|
2% |
Nei
Veipa
Kickup
2+
Bagga
Bagg, sigo og veip
Reyki
Bara á djamminu
30%
5. bekkur 53% |
6% | 4% | 1%
|
5% | 4%
| 7%
| 20%
V. bekkur 53% |
3% | 11% | 4%
| 10%
|
2% |
2%
| 15%
4. bekkur 74% | 2% |
0% | 1%
| 7% |
0% | 1%
| 15%
Ertu femínisti?
Já
6. bekkur 90%
V. bekkur 10%
5. bekkur 83%
130
Nei
73%
27%
4. bekkur 17%
79%
21%
Katrín Hermannsdóttir
nr. 121
Ertu jafnréttissinni? 6. bekkur
Já
V. bekkur
95%
5%
9%
4. bekkur
94%
6%
94%
6%
Viltu sameiningu nemendafélagana? 6. bekkur
Já
Nei
V. bekkur 67%
18%
5. bekkur 35%
Nei
91%
5. bekkur
33%
SKINFAXI
82%
4. bekkur 65%
12%
Hefur þú stundað kynlíf?
88%
Já
Teljast munnmök með?
Nei
6. bekkur 87%
8,5%
1%
5. bekkur 67%
29%
4%
V. bekkur 48%
43%
9%
4. bekkur 25%
65%
10%
Langar þig að stunda kynlíf á skólalóðinni? 6. bekkur 46%
Nei
V. bekkur 54%
52%
5. bekkur 64%
48%
4. bekkur 36%
32%
Myndir þú nýta þér sálfræðiaðstoð?
68%
Já
Ég geri það nú þegar
Nei
6. bekkur 47%
Já
37%
16%
5. bekkur 48%
42%
10%
V. bekkur 52%
31%
17%
4. bekkur 50%
131
40%
10%
SKINFAXI
nr. 121
Skoðanakönnun
Langar þig að stunda kynlíf á skólalóðinni? 6. bekkur
Já
Nei
V. bekkur
93%
7%
5. bekkur
73%
27%
4. bekkur
90%
10%
Besta sem að MR hefur getið af sér?
60%
40%
Frú Vigdís Finnbogadóttir
Katrín Agla
Karó
Landabois
6. bekkur 53%
1% 25%
21%
5. bekkur 59%
3% 21%
17%
V. bekkur 61%
14%
25%
4. bekkur 63%
Veldu:
2%13%
22%
Ekki í sambandi, ekki ástfangin
Ástfangin í sambandi
Ekki í sambandi, en ástfangin
Í sambandi en ekki ástfangin
6. bekkur 43%
12%
41%
4%
5. bekkur 63%
18%
18%
1%
V. bekkur 57%
14%
23%
5%
4. bekkur 65%
22%
Háskóli?
13%
Já
Heimsreisa
Nei
6. bekkur 61%
26%
12%
5. bekkur 63%
14%
23%
V. bekkur 59%
16%
25%
4. bekkur 53%
132
10%
37%
2%
Katrín Hermannsdóttir
133
nr. 121
SKINFAXI
#MRToo SKINFAXI
nr. 121
#MRToo
Á árinu hefur átt sér stað gríðarstór byltingin á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo þar sem að fjölmargar konur hafa deilt sláandi sögum af kynferðisofbeldi úr öllum hornum samfélagsins. Femínistafélagið Aþena ákvað að kynna sér málið í Menntaskólanum í Reykjavík. 224 nemendur skólans tóku þátt í könnunni.
Af hvaða kyni ert þú? 35,6%
Kvenkyns
Karlkyns
35,6%
1,9%
Hefur þú fundið fyrir mismunun á grundvelli kyns innan veggja skólans? 44,2%
39,4%
36,4%
Já
Nei
Vil ekki svara 4,1%
Já
Nei
Vil ekki svara
59,9%
3,7%
Hefur þú einhvern tíman heyrt kennara eða annan starfsmann skólans tala á kynferðislegan eða óviðeigandi hátt Já við þig eða annan nemanda?
Nei
Vil ekki svara
82,5%
2,2%
Hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða annarri óviðeigandi hegðun innan veggja skólans eða á skólaviðburði?
134
Nei
56,5%
Hefur þú fundið fyrir mismunun á grundvelli kyns af hendi kennara eða annarra starfsmanna skólans?
23,5%
Já
55,8%
Hefur þú séð einhvern annan verða fyrir mismunun á grundvelli kyns innan veggja skólans?
15,3%
Annað
73,5%
Já
Nei
Vil ekki svara 3%
nr. 121
Hefur þú sögu sem þig langar til að deila?
Man eftir einum kennara sem gerði grín af mörgum í bekknum, þ.e. þeim sem þoldu það. Einn og einn karlrembulegur brandari leyndist þar á milli en alls ekki neitt sem máli skipti. En engan veginn mismunun eða vanvirðing, bara húmor fyrir þá sem skildu hann. Gripið í kynfæri og rass á balli. Ég var í tíma þegar klukkan datt allt í einu af veggnum. Kennarinn spurði þá hvort að það væri ekki einhver strákur sem ætti hamar og gæti lagað klukkuna. Eftir langa þögn og ill augu frá stelpunum áttaði kennarinn sig loksins á mistökunum og bætti við að stelpurnar gætu auðvitað líka gert það. Þrátt fyrir að kennarinn leiðrétti sig fannst mér þetta fáránlegt, því hvers vegna ættu stelpur ekki líka að geta unnið með höndunum og lagað hluti? Þetta var því miður ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Ég man eftir atvikum þar sem bara strákarnir eru beðnir um að laga tölvuna eða gera eitthvað álíka, en kennaranum datt ekki einu sinni í hug að spyrja stelpurnar! Einn kennari hér í skólanum er algjör sexisti. Viðkomandi vill helst að stelpur séu bara heimavinnandi og sagði einu sinni í tíma að stelpur ættu að halda barnaafmælin en ekki
135
karlar og bað „einhvern strák“ um hjálp þegar hún gat ekki kveikt á tölvunni. Vinkona litlu systur minnar (12 ára) fór til Danmerkur á fótboltmót og það var svona sirka 16−18 ára strákur sem rassskellti hana, alls ekki versta sagan sem ég get sagt en finnst bara svo nauðsynlegt að fólk heyri hana. Það að einhverjir dudebros, sem eru svo góðir með sig, komist aftur og aftur upp með að áreita stelpur á menntaskólaböllum, og að gæslan geri lítið sem ekkert í því, er brjálæði. „Hann var bara fullur“ eða „Æ, honum finnst þú bara svo sæt“ er svo langt frá því að vera lögleg afsökun. Í svona málum eru engar afsakanir, gæslan þarf að taka harðar á þessu, takk fyrir pent. Ekki beint innan veggja skólans en af nemanda mætti segja. Strákur sem er mjög óviðeigandi og creepy bara yfirhöfuð og desperate við mig og fleiri stelpur. Þarf oft að hitta hann vegna „hluta sem tengist skólanum“ og kvíði fyrir því. Ég hef orðið fyrir ömurlegu kynferðislegu ofbeldi af stelpu. Þegar eg sagði vini mínum frá því fór hann að hlæja.
SKINFAXI
Mér var misnotað af samnemanda á skólaviðburði. Megi hann fokka sér. Það er nátturulega sagan þarna með ákveðinn íslenskukennara og stelpuna i hlyrabolnu. Bolurinn var smá fleginn og hann sagði henni að hylja sig því hann væri ekki gerður úr stáli. Veit af nokkrum tilvikum þar sem karlkyns nemendur áreita kvenkyns nemendur skólans utan veggja skólans. Tel að það sé töluvert algengara en að það gerist innan skólans þótt ég viti það ekki beint. Á fyrsta menntaskólaballinu mínu, Busaballi MR, lenti ég í því að innan við mínútu eftir að ég kom á ballið og labbaði inn í salinn greip einhver strákur um mig og kleip í rassinn minn og vildi ekki sleppa mér en ég náði að hrinda honum af mér því hann var mjög fullur. Kynferðislega misnotuð og nauðgað og ég kenndi „heimsku“ minni um það of lengi. Er hætt því núna og er loks að takast á því sem gerðist við mig. Þetta atvik gerir mig ekki að síðari manneskju. Lokaball. Ég, 16 ára. Þvinguð í sleik.
Ganga SKINFAXI
nr. 121
Gangatískan
tískan 136
nr. 121
LJÓSMYNDARI
137
SKINFAXI
HLÖKK ÞRASTARDÓTTIR
SKINFAXI
nr. 121
HÓLMFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR
138
Gangatískan
nr. 121
SKINFAXI
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
139
SKINFAXI
nr. 121
THURAYN HARRI
140
Gangatískan
nr. 121
SKINFAXI
HRÓLFUR EYJÓLFSSON
141
SKINFAXI
nr. 121
JAKOB BIRGISSON
142
Gangatískan
nr. 121
SKINFAXI
ELÍSABET INGADÓTTIR
143
SKINFAXI
nr. 121
ÁLFHILDUR MARÍA MAGNÚSDÓTTIR
144
Gangatískan
nr. 121
SKINFAXI
BLANCA LÁRA CASTANEDA BJARNARSON
145
SKINFAXI
146
nr. 121
Dagbรณkarfรฆrsla MR-ings
Dagbókarfærsla MR-ings Elva Gestsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
Elva Gestsdóttir
Ég hafði gefist upp á blessuðum heimadæmunum og samviskubitið bankaði upp á, óboðið, arkandi inn á skítugum skónum án þess að vera velkomið.
T
il að forðast þá þrúgandi stemningu sem myndast þegar þessi gestur er í heimsókn ákvað ég að fara út í göngutúr. Því ég trúi, af mikilli sannfæringu, að göngutúrar séu mótefnið gegn öllum heimsins vandamálum. Allir eiga sínar leiðir til að losa sig undan þungu hlassi ábyrgðarinnar, sumir horfa á þætti og aðrir lesa, drekka eða leggja sig. Ég, hinsvegar, fer í göngutúra. Margir segja að útiveran geri manni gott, en þessir göngutúrar mínir eru fjarri því að vera heilsusamlegir. Venjulega hverfa fjórar sígarettur ef ekki fleiri og ef ég er einstaklega stressuð kaupi ég nammi. ÉG sest oftast einhvers staðar niður og gleymi mér í þankagangi því það er eitt að hreyfa lappirnar, hugurinn þarf líka hreyfingu. En þetta tiltekna kvöld var ég einstaklega illa stemmd. Ferðin byrjaði í Drekanum vegna þess að mig vantaði nýjan pakka, það voru bara tvær sígarettur eftir í þeim sem ég átti. Síðan set ég á Mattheusar-passíur Bach og geng í áttina að Styttugarði Einars Jónssonar. Það var einstaklega vindasamt þetta kvöld og mig minnir að Veðurstofan hafi sent út gula viðvörun.
147
Það var svo hvasst þegar ég labbaði yfir Skólavörðuholtið að ég heyrði ekki í ginnheilögum tónum Bach, fannst það hálfkaldhæðnislegt svona undir skugga Hallgrímskirkju. Þegar í Styttugarðinn var komið sest ég niður andspænis styttunni Vor. Þar eru tveir ungir elskendur sem brjótast út úr höfuðkúpu vetrarins umkringd blómum, frjósemi og mest af öllu von. Þegar ég sé hana fyllist ég viðbjóði á sjálfri mér. „Afhverju í andskotanum get ég ekki tekið mig saman í andlitinu og hætt að vera svona mikill píslavottur alheimsins. Gerðu nú bara helvítis heimadæmin,“ hugsað ég með sjálfri mér. Ég gekk því heim staðráðin í klára þau, slekk á þessari 300 ára gömlu tónlist, set á XXX Rottweiler og allt í einu á ég heiminn. Það er ótrúlegt hvað ferskt loft og list getur umturnað lundarfari manns. Svo skemmst sé frá því að segja þá kem ég heim, sest fyrir framan heimadæmin, sem allt í einu eru hlægilega auðveld, klára þau og sofna sæl.
Hvað er lýðháskóli? SKINFAXI
nr. 121
Hvað er lýðháskóli
Að mörgu leyti má segja að lýðháskólar séu millibilsástand fyrir þann hóp nýhvítkollunga sem eiga eftir að ákveða sig hvaða atvinnugrein þeir ætla að leggja undir sig og að öðru leyti skemmtun og góð lífsrensla fyrir alla þá sem þangað koma. Aðsókn lýðháskóla hér á landi hefur farið í vaxandi mæli nú á undanförnum árum og því fannst okkur tilvalið að kynna okkur málið enn frekar. Hvað er lýðháskóli? Skólarnir eru frábær vettvangur til þess að fá betri innsýn inn í þær greinar sem að þeir hafa upp á að bjóða eða til þess að finna sig betur áður en að stefnan er tekin á frekara háskólanám. Lýðháskólar eru ólíkir menntaskólum að því leytinu til að ekki er lögð jafn mikil áhersla á miðannarog jólapróf heldur er fremur einblínt á þátttöku nemenda og að þeir hafi gaman af náminu og læri eitthvað sér til gagns. Hægt er að fara í lýðháskóla á hvaða aldri sem er og nemur kostnaðurinn við að stunda nám í slíkum skóla rúm milljón. Innifalið í þeirri upphæð er námið sjálft, gisting og uppihald.
Hvað er kennt í lýðháskólum? Algengast er að fólk fari í lýðháskóla af tveimur ástæðum, annars vegar er þetta frábær reynsla og hinsvegar er þetta mikil skemmtun. Námið sem lýðháskólar geta boðið upp á er afar fjölbreytt, þar á meðal má nefna arkitektúr, listir, hönnun, ljósmyndun, íþróttir af ýmsu tagi og matargerð.
Nokkrir af fjölmörgum Lýðháskólum í Danmörku Suhrs Højskole Hvar: Pustervig 8, 1126 København K. Helstu fög: Matartrend, “Omstillingsagent”, Gastro og lýðheilsa. Heimasíða: suhrs.dk Instagram: @suhrs_hojskole
148
Livsstilshøjskolen Gudum Hvar: Højbjergvej 2, 7620 Lemvig. Helstu fög: Klassísk lýðháskólafög, Núvitund, Sálfræði og andlega hliðin, Hollt og gott fæði og hreyfing á skemmtilegan hátt. Heimasíða: livsstilshojskolen.dk Instagram: @livsstilshojskolen
Den Skandinaviske Designhøjskole Hvar: Brusgårdsvej 25, 8960 Randers SØ Helstu fög: Grafísk hönnun húsgagna- og iðnhönnun, tísku og textílhönnun, arkitektúr og borgarhönnun. Heimasíða: designhojskolen.dk Instagram: @ designhojskolen
nr. 121
SKINFAXI
Hvenær get ég farið í lýðháskóla? Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að menntskælingar kjósi að fara til Danmerkur til þess að stunda nám við lýðháskóla korteri eftir að stúdentshúfan er komin á kollinn, en það sem að fæstir vita er að lýðháskólar taka inn nemendur um leið og þeir hafa náð sjálfræðisaldrinum.
Hvert get ég farið í lýðháskóla? Skólanna má finna víðsvegar um Skandinavíu en algengast er að Íslendingarnir haldi til Danmerkur. Fyrir þá sem vilja halda sig innan við landsteinanna er vert að benda á að stefnt er að því að opna Íslenskan lýðháskóla í Flatey fyrir haustið 2018. Námsgreinar sem einkum er stefnt að er kvikmyndanám, tónlist, umhverfismál og sjálfbærni.
Hvað kostar að fara í lýðháskóla? Ein önn í lýðháskóla getur kostað hátt í milljón. Námið er ekki lánshæft hjá LÍN en hægt er að verða sér úti um styrki til þess að lækka kostnaðinn. Ungmennafélag Íslands veitir til að mynda styrk til náms í ákveðnum íþróttalýðháskólum í Danmörku og Norræna félagið á Íslandi veitir einnig styrki til námsins. Aftur á móti veitir Norræna félagið í Danmörku aðeins styrki til Íslendinga til að stunda nám við lýðháskóla í Danmörku.
Hvar get ég sótt um? Hægt er að sækja um skólavist í lýðháskóla á heimasíðum skólanna, frekari upplýsingar er hægt að nálgast í gegnum slóðina www.hojskolerne.dk.
Den Europæiske Filmhøjskole Hvar: Carl Th. Dreyersvej 1, 8400 Ebeltoft. Helstu fög: kvikmyndafræði, leiklist, leikstjórn, handritsgerð, framleiðsla kvikmynda, kvikmyndaljósmyndun, hljóð- og ljósahönnun, kennsla við gerð heimildamynda og kvikmynda. Heimasíða: europeanfilmcollege.com Instagram: @europeanfilmcollege_official
149
Musik og Teaterhøjskolen Hvar: Herrestedgade 8, 6520 Toftlund. Helstu fög: Tónlist, sönglist, hljóðtækni og leiklist. Heimasíða: musikogteater.dk Instagram: @musikogteaterhoejskolen
Nordjyllands Idrætshøjskole Hvar: Parkvej 6, 9700 Brønderslev. Helstu fög: Útivist, fjölmargar íþróttagreinar og lífstíll. Heimasíða: nih.dk Instagram: @nindk
SKINFAXI
nr. 121
Syndir Evu
150
Klippimyndir
Klippimyndir eftir Hólmfríði Benediktsdóttur
Hólmfríður Benediktsdóttir
Halló heimur
151
nr. 121
SKINFAXI
Brot úr men SKINFAXI
152
nr. 121
Brot úr menningu
Tómas Óli Magnússon
nr. 121
SKINFAXI
nningu 153
Tattúar ekki fólk sem beilar oftar en tvisvar SKINFAXI
nr. 121
Tattúar ekki fólk sem beilar oftar en tvisvar
Tómas Óli Magnússon
D
ónatatts er tvítugur húðflúrlistamaður í Reykjavík. Sjálfstætt starfandi og nýkominn í stúdíó í bláu húsunum í Faxafeni sem hann deilir með félögum sínum Beigebois. Ásamt því að vera húðflúrsstofa er stúdíóið hljóðver og er notað undir ýmsar margmiðlunarlistir. Geisha Cartel, CCTV og Krabba Mane eru verkefni sem nýta stúdíóið. Dónatatts er hluti af bylgju ungra tattúlistamanna sem starfa leyfislaust, undir nafnleynd, og notfæra sér Instagram til auglýsa sig. Dónatatts sérhæfir sig í „stick and poke” en notar líka vél. „Ég teikna á stensil, stensla hann síðan á og lita svo inní línurnar, frekar basic. Þetta er eiginlega eins og litabók fyrir eldri kynslóðina,“ útskýrir hann. „Stick and poke“ er gömul aðferð til húðflúrunar þar sem engin vél kemur við sögu heldur er þræði snúið um nálarodd og henni dýft
154
ofan í blek og svo stungið inn í húðina. Aðferðin hefur notið síaukinna vinsælda hjá unglingum samtímans. Ungt fólk hafnar í auknum mæli himinháum startgjöld fyrir eitthvað sem vinir þeirra geta gert fyrir lítinn pening. „Do-ItYourself“-bylgjan sem gengið hefur fram og aftur síðan á hippatímanum er í uppsveiflu um þessar mundir. Til dæmis sækir ungt fólk ekki jafn mikið á veitingastaði og kaffihús eins og áður, það virðist vera algengara að hittast í heimahúsum. Það er einnig talsvert algengara að ungt fólk stundi hárklippingar, heima við, á sér og vinum sínum. „Ég byrjaði á að flúra bara vini mína en með tímanum fékk ég athygli á Instagram og núna er alls konar fólk að hafa samband. Fólk á Akureyri er mjög heitt fyrir þessu,“ segir Dónatatts, en um tvö ár eru liðin síðan hann byrjaði.
Tómas Óli Magnússon
„Aðalmarkhópurinn minn er samt ungt fólk sem vill ekki eyða ógeðslega miklum pening í tattú,“ bætir hann síðan við. Aðspurður hver helsti munurinn á hans starfsemi og hefðbundinnar stofu svarar hann: „Á venjulegri tattústofu getur hver sem er labbað inn og það verður að flúra hann, en ég þarf þess ekki. Það er kosturinn við að vinna svart. Ég tattúa ekki ef mér finnst það ljótt eða lame. Ég tattúa ekki fólk sem beilar oftar en tvisvar,“ segir hann og bætir við: „Stíllinn minn er hrár og ekki þessi hefðbundni tattústofustíll. Heimatattú er aldrei eins og stofutattú. Ég er til dæmis ekki mikið í rúnaletri eða víkingamyndum.“ Við löbbum inn í stúdíó og þar heilsa
155
nr. 121
SKINFAXI
okkur þeir Jón Múli, betur þekktur sem rapparinn Prince Fendi og Kristján Steinn „Plastic Boy“, tveir meðlimir rappsveitarinnar Geisha Cartel. Kristján var að koma úr upptöku og er að fara í tattú hjá Dóna. Auk þess eru nokkrir félagar þeirra á svæðinu, það er stemning í stúdíóinu og það heyrist óútgefin íslensk trapptónlist úr næsta herbergi. Út um öll gólf og veggi eru drög að listaverkum og spreybrúsar liggja á víð og dreifð um stúdíóið ásamt flíkum úr nýjustu línu CCTV.
Allir eru bara að gera sitt besta SKINFAXI
nr. 121
Allir eru bara að gera sitt besta
Tómas Óli Magnússon
K
ristín Dóra Ólafsdóttir er 26 ára listakona sem býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og hefur síðan þá unnið að nokkrum einkasýningum auk ýmissa verka sem hafa hangið á heimilisveggjum og kaffihúsum víðs vegar um borgina. Í fallegri íbúð Kristínar í Vesturbænum, þar sem hún býr ásamt kærasta sínum, má sjá verk eftir hana á víð og dreif um gólf og veggi - sérstaklega í stofunni, en þar vinnur hún myndlist sína. Hún er að elda svepparísottó þegar við bönkum upp á en tekur hlé frá eldamennskunni til að spjalla við okkur, íbúðin angar af lauk og ilmkertum. Það hefur vakið sérstaka athygli hvernig Kristín vinnur með orð og texta í myndlist sinni og hvernig hún hittir beint í mark hjá samfélagsmiðlakynslóðina í dag. Hún er óhrædd við að auglýsa list sína á samfélagsmiðlum og flestar sölur fara í gegnum smáforritið instagram. Verkin eru einlæg og heilnæm og einkennast helst af fleygum setningum eins og: „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta,“ „Viltu byrja með mér?“ og „Kann frekar vel við þig en samt ekki.“ Setningarnar hafa verið áberandi og fallið vel í kramið hjá almenningi. Kristín er einstaklega orðheppin og hefur alltaf haft mikinn áhuga á íslenskri tungu. Hún fær hluti hluti gjarnan á heilann og finnst þá hjálplegt að koma þeim frá sér á listrænan hátt. „Ég er alltaf
156
skrifa niður hugsanir mínar í dagbækur. Sumar hugsanirnar festast síðan alveg í kollinum á mér í marga daga og úr þeim koma skemmtileg orðasambönd, sem verða að listaverkum. Ég geri líka verk sem eru bara myndræn, engin orð, en mér líður eins og fólk tengi minna við þau. Það er áhugavert að skoða hvernig orð eiga sér mismunandi merkingar eftir samhengi og skilningi fólks.“ Eitt verka hennar byggist á fánum. Í því tók hún setningar beint úr dagbókarfærslunum og gerði þær síðan ódauðlegar með því að prenta þær ýmist á gríðarstóra fána eða borðfána - einn slíkur fáni fór meira að segja á flakk um Reykjavík. Það vakti óneitanlega mikil hughrif að sjá þriggja metra háan fána sem á stóð: „Þegar allt kemur alls snýst þetta bara um hamingjuna“ inni í verslunarmiðstöð eða á skemmtistað. Kristín gerir sér grein fyrir þörf á birtingu á samfélagsmiðlum á stafrænni öld og viðurkennir að listamenn þurfi líka að vera eigin auglýsingastofa til að virka í dag. „Ég þori ekkert að hringja í fjölmiðla, ég þorði ekki einu sinni að hringja í Friðrik Dór þó svo að ég væri að gera sýningu um hann. Ég set bara efnið mitt á netið og vona að alheimurinn sjái um rest, það er kannski það þægilega við samfélagsmiðla.“ Hún segir það vera ógnvænlegt en á sama tíma frelsandi að ryðja sér til rúms á alnetinu og vera stöðugt að koma sér á framfæri. „Þetta er
Tómas Óli Magnússon
smá batterí, en það er bara gaman. Mér finnst gott að geta gert söluvæna list. Ég sel listina til að eiga fyrir skólagjöldum og það er líka gaman að geta troðið sér inn á eins mörg heimili og ég get.“ Aðspurð um skilaboð hennar til ungs fólk segir hún vera afar mikilvægt að anda bara inn og út og slaka á. „Ég veit í rauninni ekki mikið, ekkert meira en krakkar í menntaskóla eða meira að segja
157
nr. 121
SKINFAXI
grunnskóla. Ég hef átt í mjög gáfulegum samræðum við fólk fætt árið 2004, þar sem að ég vinn á félagsmiðstöð. Börnin geta alveg kennt mér og ég get alveg kennt þeim – við erum alltaf að læra af hvert öðru. Maður verður ekkert endilega gáfaðri með aldrinum, eða nei, kannski eru það hræðileg skilaboð. Ég held að það sé best að segja að enginn veit í rauninni neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“
Háskólinn í Reykjavík SKINFAXI
nr. 121
Háskólinn í Reykjavík
Við tókum viðtal við dr. Paolo Gargiulo, heilbrigðisverkfræðing, sem er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Líftækniseturs, eða The Institute of Biomedical and Neural Engineering í háskólanum. Paolo starfar einnig á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem líffæri sem hann prentar í þrívídd eru nýtt við undirbúning skurðaðgerða. Heilbrigðisverkfræði er fag sem hefur þróast ört undanfarin ár en greinin sameinar verkfræði, upplýsingatækni og læknisfræði. Hvað fer fram í Líftæknisetrinu? Þrenns konar starfsemi fer fram í Líftæknisetrinu: undirbúningur skurðaðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi með þrívíddarprentuðum líffærum, þróun nýrra klínískra aðferða til að bæta meðferð, og rannsóknir á heilastarfsemi með fullkomnum heilarita. Heilbrigðisverkfræðisviðið við Háskólann í Reykjavík er mjög framarlega á heimsvísu. Sviðið er í stanslausri þróun og við vinnum að spennandi rannsóknarverkefnum með það að markmiði að bæta heilsu almennings.
Myndirðu segja að verkfræðinám sé opið nám? Að mínu viti er verkfræðinám enn besti kosturinn fyrir þá sem vilja fá góða háskólamenntun og halda mörgum möguleikum opnum á vinnumarkaði. Verkfræðimenntun veitir nemendum möguleikann á að skapa og þróa nýja hluti, sem er akkúrat það sem við þurfum til að bæta samfélagið og taka þátt í yfirstandandi tæknibyltingu. Við HR er boðið upp á fjölbreytt verkfræðinám í allt frá rafmagnsverkfræði til fjármálaverkfræði, og auðvitað í heilbrigðisverkfræði.
Hvað hefur HR umfram aðra háskóla? HR leggur mikla áherslu á gæði kennslu og nútíma kennsluhætti og er líka með fókus á þarfir íslensks samfélags. Nemendur njóta
158
góðs af þessu á margan hátt, ekki síst þar sem þeir þurfa að leysa alvöru verkefni og oft í samstarfi við fyrirtæki. Annirnar eru skipulagðar þannig að fyrst er 12 vikna tímabil sem lýkur með prófum og svo tekur við þriggja vikna hagnýtur áfangi. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá nemendum okkar og er eitt af því sem veitir námi við HR sérstöðu.“
HVAR SEM ER
PRÓTEINRÍKT – FITUL AUST
#iseyskyr
ENN
EINFALDARA! Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu.
SKINFAXI
nr. 121
Ljósmyndakeppni
Ljósm keppn Ljósmyndarinn Anna Maggý dæmdi til úrslita í keppninni. 162
nr. 121
mynda ni 163
SKINFAXI
SKINFAXI
164
nr. 121
Ljรณsmyndakeppni
Una María Magnúsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
1. sæti Una María Magnúsdóttir
165
SKINFAXI
166
nr. 121
Ljรณsmyndakeppni
Hrefna Svavarsdรณttir
nr. 121 2. sรฆti Hrefna Svavarsdรณttir
167
SKINFAXI
SKINFAXI
168
nr. 121
Ljรณsmyndakeppni
Hólmfríður Benediktsdóttir
nr. 121
SKINFAXI
3. sæti Hólmfríður Benediktsdóttir
169
Lifelines SKINFAXI
nr. 121
Lifelines
Magnea Mist Friðriksdóttir
G
amli Verzlingurinn og tvítugsmærin, Unnur Lárusdóttir, ákvað að feta í fótspor þjóðþekktra Íslendinga á borð við Jónas Hallgrímsson og fluttist yfir NorðAtlantshafið til Danmerkur, þar sem hún stundaði nám við Krogerup lýðháskólann í Humlebæk. Unnur, sem upphaflega kemur úr Laugardalnum, mekka og heimavelli Þróttaranna, kynntist fyrst fyrirbærinu lýðháskóla í áttunda bekk í Langholtsskóla. Hugmyndin um að fara í lýðháskóla var ekki lengi að heilla Unni upp úr bæði skóm og sokkum og ákvað hún því í kjölfarið að kynna sér málið betur. Aðspurð um hvað vakti áhugann, var það fjölbreytileikinn sem lýðháskólinn býður upp á, tækifærið að flytjast út fyrir landsteinanna, tungumálið og vinasamböndin sem myndast sem varð til þess að hún vissi að þetta væri eitthvað fyrir sig. Í Krogerup lagði Unnur höfuðáherslu á ljósmyndun sem hún hefur lengi verið hugfangin af. Það er hennar leið til þess að tjá tilfinningar, lýsa einhverju og segja sögu. Áður en Unnur hélt út voru væntingar hennar til námsins aðallega tilkomnar vegna reynslusagna vina og vandamanna, sem áður höfðu stundað nám við lýðháskóla í Danmörku. Þrátt fyrir ákveðna hugmynd sem hún hafði, ákvað hún að setja ekki of háar væntingar um námið og leyfa þannig hlutunum frekar að koma á óvart heldur en að valda vonbrigðum. Aftur á móti var hún undirbúin því að reynslan myndi hafa víðtæk áhrif á hana, víkka sjóndeildarhringinn og kenna henni margt. Allt þetta átti sér stað en að sama skapi að þá var upplifunin allt öðruvísi en ég átti hún á, til að mynda skipulagið á skólanum. Í ferð sinni til Ísrael og Palestínu á vegum skólans fékk hún síðan allt aðra sýn á faginu þar sem hópurinn komst í kynni við ólíkan menningarheim en við þekkjum. Það sem kom þó mest á óvart var hversu mikið hún lærði persónulega af lýðháskóladvölinni og hugmyndir hennar um vissa hluti innan
170
ljósmyndageirans mótuðust enn frekar. Dönsk menning og danski húmorinn kom Unni einnig verulega á óvart, enda er varla hægt að finna betri vettvang heldur en lýðháskóla til þess að upplifa Danmörku eins og hún leggur sig beint í æð. En mun reynslan nýtast henni eitthvað í framtíðinni? Að flytja erlendis og standa á eigin fótum á þessum aldri er afar hagnýtur og góður undirbúningur fyrir komandi ár í lífi nýhvítkollungs. Að vera talandi á einhverju norrænu máli er sterkur leikur varðandi frekari atvinnumöguleika. Að lokum er ljósmyndareynslan sem Unnur fékk í gegnum mismunandi verkefni fyrst og fremst tilkomin vegna þess að hún þurfti stöðugt að ögra sjálfri sér í bæði hugmynda- og verkefnavinnu en það er eitthvað sem að hún mun búa að alla ævi. Hefðbundinn dagur Unnar í lýðháskólanum í Krogerup var að vakna eins seint og hún mögulega gat, fara í sturtu og síðan í morgunmat. Í „morgensamling“ var farið yfir daginn og vikuna og sungu nemendur skólans saman nokkur vel valin lög úr „højskolesangbogen“. Að því loknu tóku við þrif á skólanum þar sem hver og einn hópur var með sitt svæði sem hann bar ábyrgð á. Yfir daginn sjálfan voru svo mismunandi tímar, bæði tímar í aðalfagi og valfagi með hádegismat á milli. Seinnipartinn var oftast eitthvað skemmtilegt í gangi eða frítími þar sem fólk gat slappað af í „pejsestuen“, farið í ræktina, kíkt í heimsókn til næsta bæjar þar sem keypt var mjólk fyrir næsta fögnuð, unnið í verkefnum eða hvað sem er þar á milli. Mismunandi hlutir voru í gangi á kvöldin, venjan var að vera með „midweek-break“ eins og það var kallað á miðvikudögum, þar sem ákveðinn hópur stóð fyrir skemmtun og svo um helgar voru haldin viðeigandi þemafögnuðir. Góðvinur Unnar lýsti reynslunni sinni af lýðháskóla á eftirfarandi hátt: „Að vera í lýðháskóla er eins og að búa með bestu
Magnea Mist Friรฐriksdรณttir
171
nr. 121
SKINFAXI
SKINFAXI
172
nr. 121
Lifelines
Magnea Mist Friðriksdóttir
vinum sínum, hafa gaman á hverjum degi og svo tekur þig rúmar tvær mínútur að labba heim eftir góða skemmtun.“ Lokaverkefni Unnar í ljósmyndun hefur vakið umtalsverða athygli, bæði hér heima og hið ytra. Hugmyndin kom í kjölfar umræðna um líkamsvirðingu, femínisma og slitför. Okkur er oft settar óraunhæfar kröfur varðandi líkama okkar og samfélagsmiðlar hafa þar mikil áhrif. Unni langaði að varpa ljósi á að allir líkamar eru fallegir á eigin hátt, slitför eru það líka enda eru þau náttúrulegur hlutur og alls ekki eitthvað sem fólk þarf að skammast sín fyrir, sem margir þó gera. Í framhaldinu fékk verkefnið nafnið Lifelines. Ferlið var afar áhugavert og skemmtilegt á sama tíma. Átta stelpur úr skólanum voru fengnar til þess að sitja fyrir en Unnur hamraði á þeirri staðreynd að enginn strákur var tilbúinn til þess að taka þátt í verkefninu. Hún sér þó fram á að það muni gerast einn daginn þar sem mikil þörf er fyrir stöðuga umræðu varðandi þetta mikla
173
nr. 121
SKINFAXI
samfélagslega vandamál og leiðrétta þarf hugmyndafræðina um hinn fullkomna og flekklausa líkama. Skilaboð verkefnisins er að elska líkama sinn af virðingu og sýna sjálfum sér væntumþykju, miða okkur ekki við aðra og sjá fegurðina í hlutunum sem við töldum áður vera galla eða okkur líkaði ekki við. Hugtakið líkamsvirðing er eitthvað sem við þurfum að huga mun meira að en áður fyrr vegna pressu samfélagsmiða, að miða okkur ekki við aðra á óeðlilegan hátt því við erum eins ólík og við erum mörg. Viðbrögðin við verkefninu leyndu ekki á sér en Unnur telur sig vera afar þakkláta fyrir þau ummæli sem hún hefur fengið og vonast innilega til þess að geta haldið áfram að þróa verkefnið og koma skilaboðunum um líkamsvirðingu frá sér. Hafir þú áhuga á að taka þátt í verkefninu Lifelines hjá Unni í formi viðtals, ábendinga eða jafnvel sitja fyrir, bendum við á að hægt er að hafa samband við hana í gegnum, unnur.lar@gmail.com, eða á Facebooksíðunni hennar.
Er óhollt að sitja? SKINFAXI
nr. 121
Er óhollt að sitja? Helga Björg Þórólfsdóttir B.Sc. DC hjá Kírópraktorstofu Íslands.
Frá Kírópraktorstofu Íslands
Ö
ll „hönnun“ mannslíkamans er með það að leiðarljósi að hann sé meira og minna á hreyfingu. Það er því í rauninni mjög óeðlilegt ástand fyrir hann að þurfa að sitja í lengri tíma, alveg sama hvort það er í stól, á gólfi, í sófa eða bíl. Þegar við sitjum er líkaminn hreyfingarlítill og þunginn situr nánast allur á mjóbaki og mjöðmum og vöðvarnir sem við sitjum á eru ekkert örvaðir og stífna upp. Þegar við stöndum svo loksins upp eru mjaðmirnar því stífar og þegar setan er orðin langvarandi verða mjaðmavöðvarnir krónískt sífir sem er mjög hamlandi í allri hreyfingu. Íþróttameiðsli eins og tognanir má mjög oft rekja til þess að líkaminn hefur þurft að vera í sitjandi stöðu í langan tíma og þarf svo allt í einu að gera hreyfingar eins og að hlaupa hratt eða stökkva hátt. Þarna er verið að fara fram á það að vöðvar sem eru krónískt stífir séu allt í einu mjög liðugir og gott dæmi um þetta er að sitja í skólanum í 8 tíma og fara beint á CrossFit æfingu. Það mætti bera þetta saman við það að taka steik beint út frystinum og skella henni á grillið. Á meðan við sitjum erum við yfirleitt með hendurnar fyrir framan okkur, t.d. á lyklaborði, í símanum, að keyra eða halda á stýripinna. Vöðvinn sem togar hendurnar fram er brjóstvöðvinn og þegar hann er notaður svona gríðarlega mikið og lengi í einu verður hann stífur og fer með tímanum að toga axlirnar og höfuðið fram. Þetta hefur svo áhrif á alla líkamsstöðuna og veldur allt of mikilu álagi á allt bakið, lærin og kálfana. Annað sem gerist er að þessi ranga líkamsstaða, þ.e. að maður verður hreinlega aðeins hokinn er að líffæri, eins og t.d. lungun, fá minna pláss og vinna ekki eins vel og þau gætu. Þetta hefur áhrif á öndun og þar með þrek og orku. Þetta vandamál getur jafnvel orðið enn stærra ef maður situ hokinn, sem
174
er ekki eitthvað sem neinn gerir af ásettu ráði en allir hafa þó einhverntíman gerst sekir um það. Það gerist líka auðveldlega t.d. á löngum skóladögum. Vesturlandabúar sitja ofboðslega mikið, enda er það þægilegt. Við eyðum árunum okkar í grunnskóla og menntaskóla, meira og minna sitjandi; við sitjum í skólanum, í bílnum, þegar við borðum, spilum tölvuleiki, erum í símanum, horfum á sjónvarpið o.s.frv. Þetta hefur auðvitað áhrif á líkamsstöðuna og hvernig líkaminn hreyfir sig þegar við loks stöndum upp. Við beitum okkur því yfirleitt vitlaust. Það er auðvitað ekki hægt að komast hjá því að sitja mikið en til að draga úr óteljandi mörgum neikvæðum áhrifum þess er hægt að gera ýmislegt. Fyrst er auðvitað gott að passa það að sitja bein/n í baki og reygja höfuðið ekki fram (eða ofaní símann), standa upp reglulega og sitja ekki í marga klukkutíma í einu. Það er einnig sniðugt að teygja á og virkja vöðva sem stífna upp þegar við sitjum lengi og þannig má t.d. koma í veg fyrir margs konar íþróttameiðsli og verki sem flestir finna fyrir — t.d. verki í mjóbaki, öxlum og höfuðverki. Það virkar samt sem áður best er að bíða ekki eftir stífleikanum og verkjunum heldur koma í veg fyrir þá og halda líkamanum í standi, enda krefst það miklu minni tíma og fyrirhafnar. Þess vegna er alltaf mikilvægt að passa hvernig maður situr, á hverju og hversu lengi því það er bara hreinlega ekki hollt.
Minningargrein tebóanna Katrín Hermannsdóttir
R
étt eins og miðaldra Twitter, syrgi ég hér gamla skemmtistaði og djammsiði. Hvar var betra tækifæri til þess að vera ógeðslegur busi en á föstudagskvöldum árið 2014 á Park (RIP) eða Glaumbar (RIP)? Standa óviðeigandi illa klæddur og blár af kulda í röð ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sem voru nógu nettir busar til þess að þora á tebó. Busar mæta snemma. Það er algilt. Þegar eldri krakkarnir fóru að detta inn í hús er allt nú þegar fullt af busum, sem hafa gengið aðeins of hratt í gegnum gleðinnar dyr. Allir klósettbásar eru uppteknir að minnsta kosti í 25 mínútur og múgurinn stendur fyrir utan og lemur í gríð og erg á dyrnar hjá busunum sem að vilja bara fá frið til þess að knúsa klósettskálina aðeins lengur. Þegar klukkan slær miðnætti er gólfið klístrað af ókeypis öli, öll lögin með 12:00 (RIP) hafa verið spiluð að minnsta kosti fjórum sinnum og hugrekkið sem fæst í fljótandi formi hefur sinnt sínu hlutverki. Þú ert búinn að fara í sleik við þrjá bekkjarfélaga, bónus ef það voru allir í einu. Djammviskubit magnast þegar þú mætir dæmandi augnaráði bekkjarfélaga á mánudagsmorgni, því hann veit . Hann veit. Skemmtilegast var samt að fylgjast með öðru fólki. Þú varst með allar
175
nr. 121
SKINFAXI
skemmtilegustu týpur heims þarna. Busarnir, sem enn voru uppfullir af menntaskólahroka sem öskursyngja „Bara einn skóli á landinu“ í eyrað á vinum sínum. Svo eru það snáðarnir í jakkafötunum, má ekki gleyma þeim. Þeir sem veifa kortinu hans pabba við barinn að splæsa á einhverjar skvízur tequilaskotum og eru líklegastir til að picka fight við einhvern sem rakst utan í þá. Hella samt sjálfir bjór yfir alla. Snáðar verða að snáðast. Svo eru gellurnar sem standa fyrir utan að skoða althingi.is og lög um skemmtistaði, því þær klúðruðu „Hvað heitir pabbi þinn?“. Svo rífa þær aðeins meiri kjaft við dyraverðina, reyna að fara inn á bak við en er hent öfugum út og senda þá tölvupóst á dómsmálaráðherra. Ég sakna tebó. Tebó kenndi mér að umgangast áfengi, stjörnumerkin og hvernig á að vera örugg niðrí bæ. Núna halda busarnir að allt sé löglegt og leyfilegt. Skólaböll hafa aldrei verið subbulegri og ég vil meina að það sé vegna grafalvarlegs skorts á kennslustundum. Fræðsla yfir forvarnir, bjössens fram yfir hot n sweet og sjúkraherbergið. Endurvekjum tebó. Rænum ekki busana okkar þessum minnisstæðu kvöldum og mikilvægum kennslustundum.
Vesturfarinn SKINFAXI
176
nr. 121
Vesturfarinn
Kar vel Ágúst Schram
Karvel Ágúst Schram
S
íðasta sumar ákvað ég að fylgja í fótspor samlanda mína frá fyrri áratugum og freista gæfu minnar á ókunnugum slóðum. Leið mín lá yfir Atlantshafið til Minnesota, land hinna 10.000 vatna. Fyrir þá sem hafa aldrei komið til Minnesota, þá er réttast að segja frá því að íbúar þess eru blanda af Marshall úr HIMYM og öllum persónunum úr Fargo. Gaman er að segja frá því að foreldrar mínir giftu sig í smábæ í Minnesota, í kirkju sem var byggð af Vesturfara, og því augljóst val að fara þangað. Ég fór fyrst og fremst til Bandaríkjanna til þess að græða, enda hugfanginn af Ameríska draumnum. Draumurinn um gróða varð þó að engu þegar ég lenti og komst að því að gjaldmiðlaskipti (100 kr. fyrir 1$) voru mér í þvílíkum óhag. En þar sem hrun er á næsta leiti þá geymi ég bara dollarana sem ér græði í sumar í koddaverinu mínu. Því ákvað ég að ferðin yrði tvíþætt. 1 2
Vera útrásvíkingur. Tengjast þeim djúpum rótum sem íslendingar eiga á þessum slóðum.
Til að græða þarf að vinna og því fann ég mér starf í YMCA Family Camp: Camp du Nord. Sumarbúðirnar eru staðsettar í Norður-Minnesota, nálægt landamærum Kanada. Þangað fara fræknar fjölskyldur, gista í viku og nýta sér það sem búðirnar bjóða upp á. Þar má helst nefna kayaksiglingu, hæfileikakeppni og gönguferðir um skóglendið í kring. Það má segja að Camp du Nord er nokkurn veginn eins og Vatnaskógur á sterum en þó er ekki nauðsynlegt að fara með ellefu borðbænir til þess að fá hádegismat. Ég ákvað að vinna í eldhúsinu, enda er það besta leiðin til þess að kynnast menningu Bandaríkjamanna. Bláberjapönnukökur, hrásalat og ranchdressing fyrir tæplega 250 manns, all by
177
nr. 121
SKINFAXI
yours truly. Maturinn þar var vanalega hollur, en Bandaríkjamenn skjóta sig oft í fótinn með því að setja 4 dl af sykri í dressinguna eða deyða saklausan mat með því að drekkja honum í majónesi. Var þetta það sem íslendingarnir á undan mér höfðu upplifað þegar þeir settust hér að? Hver veit. Hápunktur ferðarinnar var þó í byrjun sumars á meðan starfsþjálfun var í gangi. Ég og sjö aðrir starfsmenn var boðið að fara í 3 daga kanóa ferð sem leiddi okkur yfir landamæri Kanada og tilbaka. Ferðin var auglýst sem þjálfun í leiðangrastjórnun en í mínum augum var þetta pílagrímsferð. Tækifæri til að sjá Winniepeg vatn eða jafnvel Nýja Ísland. Þrír kanóar, sex 40 kílóa töskur og matur sem rétt dugði var allt sem tekið var með. Smjörþefurinn af ævintýri leiddi okkur áfram fyrsta daginn og áður en við vissum vorum við kominn að stöðuvatninu sem skiptist í Kanada og Bandaríkin. Einhvers konar Þingvellir N-Ameríku. Handan landamæranna var eyja, ekki stærri en Casa Nova að flatarmáli, þar sem við gistum eina nótt. Svona merkum áfanga bar að fagna og að hætti heimalandsins var það gert með Bingó-kúlum sem höfðu verið geymdar í töskunni í þónokkurn tíma. Heimferðin tók tvo daga og reyndi bæði á líkama og sál. Moskítóflugur ásóttu mig í svefni sem vöku og þrumur og eldingar reyndu sífellt að hægja á okkur. Björninn var þó ekki unninn þar sem að fjögurra kílómetra göngu með kanó á bakinu var enn ólokið. Allt gekk þó vel. Ég lifði af. Eftir að hafa eytt heilu sumri í hjarta N-Ameríku vil ég hvetja alla til þess að fylgja fordæmi forfeðra okkar og halda yfir Atlantshafið í leit að betra lífi. Ef þú nennir því ekki er þó alltaf hægt að kíkja á Sarpinn og fylgjast með Andra gera það fyrir þig.
Við eigum betra skilið! SKINFAXI
nr. 121
Við eigum betra skilið! •
Húsið er friðað en ekki ósnertanlegt. Friðunin á ekki við um bárujárnskassann og hægt er að færa húsið ef þess er þörf.
•
Ríkið og MR gerðu áætlun um aldamótin um endurnýjun bygginga skólans. Mikilvægast var að byrja á eldri byggingum og átti bara við um viðhald. Fæstum markmiðum þeirrar áætlunar hefur verið náð.
•
Reykjavík taldi nýbyggingu MR ekki vera sitt vandamál en sættist loks á 60/40 kostnaðarskiptingu ríkis og borgar.
•
Framkvæmdir við Kvennó, FÁ og MS hafa verið teknar fram yfir byggingu MR, líklega vegna kostnaðar en bitnaði þá á velferð nemenda.
Sindri Smárason
Það er kaldur ágústmorgunn, sumarfríið á enda komið og stundataflan er loks komin á Innu. Skilaboðin frá bekkjarfélögunum fara svo að hrynja inn og þú vonar að þau hafi rangt fyrir sér, en þegar þú lítur á stundatöfluna veistu að sögusagnirnar eru sannar, þú ert í Cösu Christi í ár.
Þ
etta þekkja margir of vel. Með sína aldagömlu og mygluðu veggi og fleiri óþægindi er Casa Christi hús sem margir nemendur við Lærða skólann hræðast og oftar en ekki forðast. Húsið er samt enn í notkun og eftir meira en 28 ár í eigu skólans er þetta ekki einu sinni spurning lengur. Casa Christi þarf að fara. Það er því ljóst að það er hægt að gera betur en þetta, MR á betra skilið.
Heimildir frá Vísi, KFUM og K , Minjastofnun og Yngva Péturssyni
178
Í meira en 15 ár hefur framkvæmdum við skólaþorp MR verið frestað. Látum ekki gamlar minningar og nostalgíu verða til þess að skólinn dragist aftur úr í samanburði við aðrar menntastofnanir. Ýtum á eftir framkvæmdum við skólaþorpið!
Sindri Smárason
Skólaþorpið Áætlun um nýtt skólaþorp MR er, að sögn Yngva Péturssonar, leið til þess að halda í séreinkenni skólans og í sömu andrá stórbæta þjónustu við nemendur. Það felur í sér heilmiklar breytingar á innviðum skólans og einnig nýbyggingu sem kæmi í stað Casa Christi. Ekki var gert ráð fyrir bílastæðum fyrir nemendur eða starfsfólk skólans í núverandi áætlunum. Breytingar á núverandi byggingum: • Íþróttahúsið myndi tengjast Íþöku og verða að bókasafni á tveimur hæðum.
•
Fjósið yrði að tölvuveri og myndi tengjast bókasafninu.
•
Í kjallaranum í Casa Nova yrðu kennslustofur.
•
Skrifstofa skólans yrði færð niður af 3. hæð Gamla skóla í stofur H og T en mötuneyti kennara myndi taka yfir stofu G.
Nýbygging: • Í nýbyggingunni yrði íþróttahús, nýtt svæði fyrir nemendur, fyrirlestrarsalur og kennslustofur sem kæmu í stað Casa Christi og þar sem bílastæðið er.
Fyrstu drög af skólaþorpi MR; Helgi Hjálmsson og Lena Helgadóttir arkítektar hjá Teiknistofunni Óðinstorgi. Vantar tengibyggingu milli Íþöku og Íþróttahús
179
nr. 121
Tímalína: 1906
SKINFAXI
Byggingar hefjast við Amtmannstíg 2b af KFUM og KFUK. 1907 Húsið, hannað af Einari Einarssyni arkitekt er vígt. 1989 Húsnæði MR við Laufásveg var selt og Amtmannsstígur 2b keyptur í staðinn. 1990 Húsið var þá innrétt til notkunar sem skólahús en það var eingöngu gert ráð fyrir notkun hússins í fimm til sjö ár. 1995 Gerð var hugmyndasamkeppni um nýtingu reitsins og lagt var til það skipulag sem sést hér að neðan. 2008 Hrun, öll plön um nýbyggingu fryst. 2012 Lög voru sett um menningarminjar sem friðlýsti Casa Christi undir þeim. 2015 Reykjavíkurborg samþykkir plön um framkvæmdir, byggðar á áætlun samkeppninnar 1995. 2016 Húsið loksins lagfært eftir að hafa staðið í sömu mynd síðan 1990.
Takk Yngvi SKINFAXI
nr. 121
Takk Yngvi
Hrólfur Eyjólfsson
E
itt sinn sagði kennari mér að Yngvi kæmi stundum inn á skrifstofur kennara, legði hendur á bak þeirra og spyrði hvað væri að frétta. Kennarinn sagði að hann mæti það mikils að Yngvi, maður sem hefur alltaf alltof mikið að gera, skuli finna sér tíma fyrir hann og reyni að sýna starfsmönnum skólans og vellíðan þeirra áhuga. Það eru litlir hlutir eins og þessir sem gera Yngva að þeim góða rektor sem hann er. Rektor þarf ekki að stjórna hreyfingum allra nemenda og allra kennara öllum stundum. Það sem rektor þarf að gera er að móta skólann í heild. Hann þarf að skapa gott umhverfi í skólanum. Því að það er í þessu góða umhverfi sem góðir hlutir geta gerst. Til dæmis eru MR-ingar ofarlega í öllum framhaldsskólakeppnum í raungreinum. MR á líka flesta sem keppa á Ólympíuleikum í raungreinum fyrir Íslands hönd.
180
Yngvi hefur alltaf borið hag nemenda fyrir brjósti. Þegar Menntamálaráðuneytið tók þá ákvörðun að stytta framhaldsskólanám barðist Yngvi, eins og allir vita, harkalega gegn því. Áðurnefndur kennari segir að Yngvi sé það besta sem hefur komið fyrir Menntaskólann í Reykjavík í tugi ára. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá honum. Mig langar þakka þér, Yngvi, fyrir allt það sem þú hefur gert. Öll þau skipti sem þú hefur staðið uppi í hárinu á Menntamálaráðuneytinu og öðrum yfirvöldum. Öll þau viðmið og gildi sem þú hefur haldið í en aðrir skólar yfirgefið. Þú hjálpaðir að halda í heiðri menntastofnun vorri. Takk, Yngvi, fyrir allt.
Takk, Yngvi, fyrir allt.
Grunnnám
við Háskólann á Akureyri
Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði*
Kennarafræði Líftækni* Lögfræði Lögreglufræði*
Nútímafræði* Sálfræði Sjávarútvegsfræði*
Tölvunarfræði í samstarfi við HR
Viðskiptafræði
*Námsleiðir sem ekki eru í boði í öðrum háskólum landsins
Allt grunnnám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námsskránni og hafa aðgang að sama námsefninu.
www.unak.is
SKINFAXI
nr. 121
Þakkir
Sérstakar þakkir
Anton Björn Helgason Aron Jóhannsson Ásdís Hanna Guðnadóttir Birta Birgisdóttir Elín Halla Kjartansdóttir Elín María Árnadóttir Hólmfríður Benediktsdóttir
Þakkir
Ari Bjarnarson Auður Mist Eydal Álfhildur María Magnúsdóttir Bergur Ebbi Benediktsson Blanca Lára Brynhildur Guðjónsdóttir Dónatatts Elín Ásta Pálsdóttir Elísabet Ingadóttir Elísabet Simsen Elva Gestsdóttir Elvar Wang Atlason Erna Sóley Ásgrímsdóttir Framtíðarstjórn Friðrika Hanna Björnsdóttir Guðný Sóley Magnúsdóttir Hannes Lúðvíksson Hekla Björg Kormáksdóttir Helga Thorlacius Hrafnhildur Davíðsdóttir Hrefna Svavarsdóttir Hreinn Kristjánsson Hrólfur Eyjólfsson Hrönn Marinósdóttir Húrra Reykjavík
Hörður Tryggvi Bragason Ingibjörg Iða Auðunardóttir Ísabella Lilja J. Rebbeck Jakob Birgisson Jón Gunnar Hannesson Katla Rut Robertsdóttir Kluvers Katrín Agla Tómasdóttir Kristín Dóra Ólafsdóttir Kristján Guðmundsson Lilja Gunnarsdóttir Lilja Ýr Guðmundsdóttir Logi Eyjólfsson María Einarsdóttir Mateusz Smentoch Edwardsson Mist Þrastardóttir Ólafur Björn Sverrisson Ragnar Kjartansson Sara Mansour Sigurbergur Hákonarson Skólafélagsstjórn Snjólfur Marel Stefánsson Stefán Kári Ottósson Stella Hlynsdóttir Una Torfadóttir Yngvi Pétursson
Og allir þeir sem komu að gerð blaðsins á einhvern eða annan hátt
182
nr. 121
183
SKINFAXI