Skólablaðið Skinfaxi 2020

Page 1

Skรณlablaรฐiรฐ

95


Bók þessa má eigi afrita með Ávarp ritnefndar Skólablaðsins Skinfaxa Skinfaxa Ávarp ritnefndar Skólablaðsins neinum hætti, svo sem ljós- Framtíðarstjórn Framtíðarstjórn myndun, prentun, hljóðritun Gjaldkeri Gjaldkeri Framtíðarinnar Framtíðarinnar eða á annan sambærilegan hátt, Skólafélagsstjórn Skólafélagsstjórn að hluta eða í heild, án skriflegs Questor Q uestor scholaris scholaris leyfis höfunda og útgefanda. Sumarvinnur Sumarvinnur Busadagur Busadagur Bransasaga úr sumarferðinni Bransasaga úr sumarferðinni Skoðanakönnun Skoðanakönnun Grauturinn góði Þröstur Grauturinn góðiHarðarson Þröstur Harðarson Gullkorn Gullkorn Ljósamaðurinn, taka tvö Ljósamaðurinn, taka tvö Hvíldarherbergið Hvíldarherbergið Heitt eða sveitt? Heitt eða sveitt? Gangatíska Gangatíska SaraSara Sara Margrét Margrét Sara Guðjónsdóttir Guðjónsdóttir O rrinn Orrinn Nöfnur & nafnar Nöfnur & nafnar blómstrar ÁstinÁstin blómstrar Játningar Játningar er ólétt? HvaðHvað ef ég ef er ég ólétt? Ljósmyndakeppni Ljósmyndakeppni Upphaf alls gamans Upphaf alls gamans Jakob Birgisson Jakob Birgisson SÖ SK SÖSK Húrra Reykjavík Húrra Reykjavík Rómeó og áJúlía á Herranótt Rómeó og Júlía Herranótt 20202020 HvaðHvað tekurtekur við? við? Innsend skrif skrif Innsend GMTGMT GettuGettu beturbetur Morfís Morfís DugaDuga eða drepast eða drepast AfturAftur til Eygptalands til Eygptalands MR-ingar utan af landi MR-ingar utan af landi HvaðHvað á svo áað gera haust? svo aðígera í haust? Nám Nám í Háskólanum í Reykjavík í Háskólanum í Reykjavík Ávarp Blórabögguls Ávarp Blórabögguls

2 4 6 8 10 12 24 28 32 38 40 42 44 46 58 64 68 71 80 82 84 90 94 96 105 108 112 118 120 121 122 128 132 138 140 142


Skรณlablaรฐiรฐ

95


Elsku lesandi.

Sagan heldur áfram. Skólablaðið Skinfaxi lítur dagsins ljós í tíunda skiptið, þó nokkuð seinna en vanalega. Þannig er mál með vexti að útbreiðsla COVID-19 og meðfylgjandi samkomubann gerði það að verkum að við neyddumst til að fresta útgáfu um nokkrar vikur. Hér hefur þú loks Skólablaðið Skinfaxa í þínum höndum. Vert er þó að hafa í huga að forðum var blaðið ekki eitt, heldur tvö: Skólablaðið annars vegar en Skinfaxi hins vegar. Hér höfum við því 95. árgang Skólablaðsins og 123. árgang Skinfaxa. Eða var það 122. árgangur? Upp komst að hoppað var yfir Ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa

2


einn árgang Skinfaxa og til að fyrirbyggja mögulegan misskilning viljum við benda lesendum á að árgangur 118 er einfaldlega ekki til. Þrátt fyrir það ákváðum við að halda okkur við nýju tölurnar, til að forðast tímaflakk og tvítekningu á tölublöðum. Þótt Skólablaðið Skinfaxi sé aldrei hið sama ár frá ári og í stöðugri þróun, er tilgangur þess og markmið alltaf það sama. Að fornum sið veitum við innsýn í líf og huga MR-inga og kynnum okkur króka og kima félagslífsins eins vel og við getum. Ritnefndin lagði mikið á sig til að skila sem bestu blaði í þínar hendur og vonar að það standist flestar, og vonandi allar, væntingar. En aðstoð barst einnig annars staðar að. Fjölmargir nemendur sendu inn efni, prófarkarlásu, tóku ljósmyndir og meira til. Við hefðum ekki getað gert þetta án þeirra og færum þeim bestu þakkir. En til að aftra þér ekki frekar frá lestri blaðsins skulum við ekki hafa þetta lengra í bili. Frá okkur til ykkar Ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa 3

Skinfaxi 123


Til okkar kæru samnemenda og þeirra sem málið varðar,

Nú þegar skólaárinu er að ljúka er við hæfi að staldra við og fara yfir atburði liðins árs með söknuði, virðingu og hlýju í garð félagslífs MR. Stjórn Framtíðarinnar var mynduð á óhefðbundinn hátt í vor þar sem enginn forsetaframbjóðandi náði kjöri. Ákveðið var að halda ekki endurkosningar fyrir embætti forseta og varð Magnús Geir Kjartansson forseti þar sem hann hlaut flest atkvæði í kosningu fyrir embætti meðstjórnanda. Jóhanna Steina hlaut embætti varaforseta, Embla Rán var gerð að meðstjórnanda og Skarphéðinn tók að sér stöðu gjaldkera. Á fyrsta lagabreytingafundi Framtíðarinnar var síðan Hekla Scheving Thorsteinsson kjörin markaðsstjóri. Strax í byrjun september fór Skráningarvika Framtíðarinnar fram af miklum krafti. Luigi, Una Schram og Jakob Birgis tróðu upp frammi fyrir trylltri Cösu, stílabókum var dreift og boðið var upp á léttar Framtíðarstjórn

4


veitingar. Í kjölfarið skráði 83% skólans sig í Framtíðina og ofurbekkirnir urðu 11 talsins, líkt og árið áður. Í október hélt Aþena frábæra femínistaviku og seinna var einnig haldin góðgerðavika í samvinnu við Skólafélagið og stóðu margir nemendur skólans fyrir áheitasöfnunum. Ágóðinn fór til barna með hvítblæði og þar af fór hluti til Steinunnar, stærðfræðikennara. Í byrjun október var MR-ví vikan og lið Menntaskólans í Reykjavík vann allar þær keppnir sem voru háðar í íþróttasal Verzlunarskólans. Ræðukeppnin fór fram um kvöldið í Bláa sal Verzlunarskólans þar sem Verzlingar unnu nauman sigur. MORFÍs lið MR sýndi samt sem áður mikla málsnilli og mega MR-ingar vera afar stoltir af árangri þeirra. Við óskum liðinu í ár til hamingju með árangur sinn í MORFÍs og þökkum Kristni Óla og Ragnheiði Ingunni fyrir afbragðs handleiðslu. Ekki má heldur gleyma að í ár voru sömuleiðis haldnar tvær Megavikur. Sú fyrsta var Halloween-Megavika Framtíðarinnar og uppfyllti stjórnin þá loforð sitt um að afhenda öllum ofurbekkjum pizzur. Seinni Megavikan var kósývika þar sem nemendur létu líða úr sér í Cösu með teppi og bangsa.

Frá vinstri Skarphéðinn Finnbogason, gjaldkeri Embla Rán Baldursdóttir, amtmaður Magnús Geir Kjartansson, forseti Jóhanna Steina Matthíasdóttir, stiftamtmaður Hekla Scheving Thorsteinsson, markaðsstjóri

Stærsti viðburður Framtíðarinnar var þó klárlega árshátíðin sem fór fram 19. febrúar í Kaplakrika og er talin vera sú besta sem haldin hefur verið hingað til. Framtíðarstjórn fannst viðeigandi að þemað í ár væri spilling vegna atburða undanfarins árs. Þrír erlendir listamenn tróðu upp fyrir fullum sal og skemmtu gestir sér konunglega. Þetta skólaár hefur verið ævintýri líkast og viljum við í stjórninni nýta þetta tækifæri til að veita nokkrar sérstakar þakkir. Fyrst viljum við þakka Kristjáni Gabríel fyrir að vera alltaf innan handar. Einnig fá Ólafur Björn og Guðmundur Freyr þakkir fyrir störf sín sem aðstoðarþjálfarar MORFÍs liðsins. Við þökkum hinu frábæra Skrall-félagi fyrir að vera alltaf tilbúin að hjálpa okkur og Arent Orri fær sérstakar þakkir fyrir hlutverk sitt sem alt-muligt-mand. Að auki fá María Björk og Elísabet Siemsen, rektor, okkar innilegustu þakkir fyrir að hafa alltaf auga með okkur og halda okkur á beinu brautinni. Meirihluti stjórnarinnar kveður nú skólann og vill þakka kærlega fyrir sig, enda hefur skólagangan verið algjör veisla. Með óskum um bjarta framtíð, litla Framtíðarstjórnin.

5

Skinfaxi 123


Komið sæl.

Nú er skólaárið senn á enda og eru prófin handan við hornið. Vil ég nota tækifærið sem hér býðst og þakka þeim Magnúsi Geir, Emblu Rán, Heklu Scheving og Jóhönnu Steinu sem ásamt mér voru í stjórn Framtíðarinnar fyrir góð störf. Við byrjuðum árið sterkt á skráningarvikunni þar sem nemendur borguðu 5.500 kr. fyrir að ganga í Framtíðina. Meðlimir fengu reiknings- og stílabækur auk gjafapoka. MR-ví vikan var haldin í byrjun október í Verzlunarskólanum og fóru heilar 124.000 kr. í rútur til að koma mannskapnum upp í Verzló. Gjaldkeri Framtíðarinnar Skarphéðinn Finnbogason

6


Frúardagur átti gott ár og vil ég þakka stjórn Frúardags fyrir að standa sig afar vel. Leikritið The Bachelor var sett upp í Dansverkstæðinu og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem Frúardagur hefur komið út í hagnaði. Í janúar var síðan haldin kósývika þar sem Skrallfélagið skellti sér í Ikea og keypti teppi og kodda fyrir 20.000 kr. MORFÍs liðið okkar hefur einnig staðið sig gríðarlega vel og auðvitað býst ég við sigri þar sem við erum að borga veglegt gjald fyrir þjálfarana.

Árshátíðin var haldin hátíðlega þann 19. febrúar. Ballið var mjög mikilfenglegt og stigu þrjár danskar stórstjörnur á svið ásamt nokkrum íslenskum. Sjaldan hefur árshátíðin verið jafn stór og fóru 4.189.322 kr í ballið. Að þessu sögðu langar mig að þakka fyrir árið og óska nýrri stjórn góðs gengis. Með bestu kveðju, Scmoneyy

Viðburðir 2019–2020 Milljónir Skráningavika

MR-ví

Kózyvika

MORFÍs

Árshátíðin

MORFÍs

-1

0

1

2

3

4

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

5

6 3.036.000 826.373 2.209.627

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

0 124.000 -124.000

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

0 20.000 -20.000

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

0 1.300.000 -1.300.000

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

3.815.421 4.189.322 -373.901

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

1.736.405 1.340.000 396.405

7

Skinfaxi 123


Elsku MR-ingar!

Við í Skólafélagsstjórn erum ánægð með skólaárið sem fer senn að ljúka og vonum að þið hafið notið ykkar og skemmt. Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir reynsluna sem þessi vetur gaf okkur og traustið sem þið kæru samnemendur sýnduð okkur. Skólafélagsstjórn

8


Starf nemendafélaganna var mjög krefjandi í vetur vegna styttingar náms niður í þrjú ár. Skólinn missti heilan árgang og þar af leiðandi missti Skólafélagið skólagjöld um það bil 150 nemenda. Það setti stórt strik í reikninginn. Endurhugsa þurfti dæmið frá grunni þar sem ekki var hægt að styðjast við tölur síðustu ára.Eins og gefur að skilja gekk þetta misvel en þegar á heildina er litið erum við stolt af útkomunni og vonum að framtíðar Skólafélagsstjórnir geti dregið jákvæðan lærdóm af vetrinum. Nýskipuð Skólafélagsstjórn lagði á sig mikla vinnu í allt sumar. Var það nýtt í skipulagningu, samningaviðræður við fyrirtæki og ótal margt fleira. Stærsti hluti sumarsins fór þó í gerð Morkinskinnu sem nemendur fengu í hendur strax fyrsta skóladag. Busavikan heppnaðist ótrúlega vel. Á fimmtudeginum voru nýnemar tolleraðir og urðu þá að fullgildum MR-ingum. Dagurinn var stútfullur af gleði og spenningi og ekki spillti fyrir að veðrið var frábært. Um kvöldið var einn skemmtilegasti viðburður skólaársins haldinn en Busarave Skólafélagsins fór fram það kvöld í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Skólafélagsstjórn skipulagði ballið í samstarfi við 101 Sambandið. Fjölmargir tónlistarmenn komu fram á borð við Flóna, Sturla Atlas, Joey Christ og Dj Dóru Júlíu. Kvöldið heppnaðist gríðarlega vel og seldist upp á örskömmum tíma. Árshátíð Skólafélagsins var haldin miðvikudaginn 23. ágúst í Gullhömrum. Um kvöldið

var ljúffeng þriggja rétta máltíð borin fram. Veislustjórn var í höndum Auðuns Blöndal og Steinda Jr. og hátíðarræðumaður kvöldsins var engin önnur en Áslaug Arna, dómsmálaráðherra. Eftir hátíðardagskránna héldu nemendur i heimahús og síðan aftur í Gullhamra á ball. Tónlistarmennirnir sem komu fram voru meðal annarra Herra Hnetusmjör, ClubDub, Dj Dóra Júlía og Dj Snorri Ástráðs. Eftir jólaprófin var Jólaball Skólafélagsins haldið í Gullhömrum. Fram komu meðal annarra írska dúó-ið Hare Squead, Aron Can og Dj Dóra Júlía Við þökkum Herranótt fyrir frábæra uppsetningu á Rómeó og Júlíu, Gettu Betur liðinu og þjálfurum fyrir frábæra frammistöðu og listanefndinni fyrir lagasmíðakeppni menntaskólans, Orrann. Við erum ævinlega þakklát Kristjáni Gabríel Þórhallssyni og Hrefnu Svavarsdóttur sem unnu óeigingjarnt starf fyrir okkur í vetur. Að sjálfsögðu viljum við líka þakka Hannesi Portner sem var alltaf til staðar og okkur þykir gríðarlega vænt um. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst honum og óskum við honum alls hins besta nú þegar hann hefur kvatt skólann. Að þessari ríku romsu lokinni langar okkur til að þakka samnemendum og skólastjórn fyrir frábært ár. Megi framtíðin vera ykkur öllum björt. Kiss kiss. Ykkar Rafnhildur, Mist, Íris, Cristina og Kári

Aftari röð frá vinstri Íris Ólafsdóttir, scriba scholaris Kári Pálsson, collega Mist Þrastardóttir, quaestor scholaris Fremri röð frá vinstri Rafnhildur Rósa Atladóttir, inspector scholae Cristina Agueda, collega

9

Skinfaxi 123


Kæru MR-ingar,

Nú er skólaárið senn á enda og þetta var nokkuð skrautlegt og skemmtilegt ár hjá Skólafélaginu. Í byrjun skólaársins greiddu nemendur skólagjöld venju samkvæmt og fékk Skólafélagið 6.400 kr. af gjöldum hvers nemanda. Sá peningur sem rann til Skólafélagsins nam samtals 4.198.400 kr. Við ráðstöfuðum 3.798.400 kr. til notkunar yfir allt árið en skildum eftir 400.000 kr. ef ske kynni að óvæntir reikningar kæmu eftir á. Questor Mist Þrastardóttir

10


Herranótt fékk styrk upp á 720.000 kr. fyrir uppsetningu sína á Rómeó og Júlíu sem flutt var í Gamla Bíói í febrúar og mars. Menntaskólatíðindi komu einungis út á netinu og þar af leiðandi spöruðum við prentkostnaðinn. Busarave sem haldið var í Origo-höllinni á Hlíðarenda í ágúst gekk prýðilega og við í stjórn erum afar stolt af þeim viðburði. Jólaballið sem haldið var í Gullhömrum var einnig hápunktur á okkar skólaári þar sem við fengum Hare Squead, írsku rapparana á svið.

Almenn ánægja var með bæði Árshátíð Skólafélagins og Söngkeppni Skólafélagsins og við lögðum mikinn metnað í þá viðburði. Eins og oftast áður náðist ekki að reka þessa viðburði með hagnaði og er það umhugsunarefni fyrir komandi stjórn. Ég vil þakka markaðsnefnd Skólafélagsins fyrir vel unnin störf á liðnu ári. Hér fyrir neðan er hægt að finna yfirlit yfir afkomu helstu viðburða Skólafélagsins skólaárið 2019–2020.

Viðburðir 2019–2020 Milljónir BUSARAVE

Árshátíð Skólafélagsins Jólaball

Söngkeppni Skólafélagsins

-1

0

1

2

3

4

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

5

6 3.924.471 3.761.409 163.062

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

4.506.882 5.560.153 -1.053.217

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

2.249.500 2.205.210 44.290

Tekjur: Útgjöld: Jöfnuður:

1.176.000 1.617.437 -441.437

11

Skinfaxi 123


Sumarvinnur

12


13

Skinfaxi 123


Grímur, Sigga & Matthías Götuleikhúsið Sumarvinnur

14

Frá vinstri Matthías Löve 6.S Sigríður Hagalín 6.B Grímur Smári Hallgrímsson 5.S


Eftirminnilegasta atvikið:

Þegar Kristinn vinnufélagi okkar fékk krampa í miðjum gjörningi því að hann andaði of djúpt (lofti) og það þurfti að hringja á sjúkrabíl. Uppáhalds gjörningur:

Sólbaðsgjörningurinn!!! Það var svo næs að liggja bara og tana í klukkutíma á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs (og hlusta á Vamos a la Playa á repeat haha) og smyrja á sig lími. Hvernig hafa gangandi vegfarendur brugðist við gjörningunum ykkar?

Einu sinni kom klikkaður maður á hjóli og þóttist skjóta okkur með byssu (hann var mjög reiður). Hvað finnst ykkur gott að gera eftir langan vinnudag?

Setjast á „kaffihús“ við Austurvöll (alls ekki að fá sér bjór).

15

Skinfaxi 123


Embla Diljá Garðyrkjustörf í Hólavallakirkjugarði Sumarvinnur

16


Hvað hefur þessi vinna kennt þér?

Þessi vinna í kirkjugarðinum hefur kannski ekki kennt mér margt nýtt en á hverjum degi fæ ég þá áminningu um að við deyjum öll á endanum… jú, og svo lærði ég á sláttuorf. Hvað finnst þér gott að gera eftir langan vinnudag?

Mér finnst best að koma heim og leggja mig fram að kvöldmat og yfirleitt eyði ég kvöldinu í eitthvað hangs. Hvernig hefur vinnuumhverfið áhrif a þig?

Það eru nokkrir hlutir, til dæmis langaði mig eiginlega ekkert að nýta sólina sem fylgdi sumrinu þegar ég kom heim eða var í fríi. Mig langaði bara mjög lítið að vera úti yfir höfuð, en ætli átta klukkustunda útivera fimm daga í viku hafi ekki þessi áhrif á mann. Svo var ég alltaf ósjálfrátt mjög vör um mig og mér brá við að sjá minnstu hreyfingu eða heyra hljóð eða rödd. Það er bara svoleiðis að í kirkjugarðinum er yfirleitt dauðaþögn (haha) og ekki margt fólk á ferli, svo ég býst alltaf við því að heyra ekki neitt nema fuglasöng. Eftirminnilegt atvik?

Það var einn morguninn sem ég mætti í vinnuna og þá var búið að hvolfa öllum fjórum ruslatunnunum sem voru á bak við vinnuskúrinn. Kirkjugarðsstjórinn kíkti á upptökurnar úr öryggismyndavélunum og þar kom í ljós að það hafði verið maður sem hagaði sér mjög undarlega og gekk fram og aftur um skúrinn, hann hafði farið og komið aftur og í hvert sinn vantaði einhverja flík á hann. Fyrst var hann fullklæddur, síðan vantaði peysu og loks skóna. Þessi dagur var mjög undarlegur vegna þess að við fundum ýmislegt annað eins og tösku fulla af nálum og það sem ég hélt fyrst að hefði verið afar stór hundaskítur, en áttaði mig á því að þessi uppdópaði maður hefur líklegast losað hægðir sínar í þessum annars fína garði.

17

Skinfaxi 123


Skrýtnasta pöntun hjá kúnna:

Ekki beint pöntunin sem var skrýtin en einn kúnni reif alla húðina af pylsunni við afgreiðsluborðið og bað mig síðan að henda henni. Hvað er það besta við þessa vinnu?

Frí pulla. [kúrekaemoji] Hvernig er að vinna í svona litlu rými?

Frekar kósý, maður hefur stjórn á umhverfinu og veit hvar allt er. Færðu aldrei leið á pulsulyktinni?

Pulsulyktin er fín, en það er ekki gaman að lykta eins og pulsa :( Færðu þér pulsu þegar þú ert á vakt? Ef já, hvað setur þú á hana?

Við fáum eina pulsu fyrir hverja tvo klukkutíma. Hrár laukur og dijon er must, ef ég er feeling funky set ég smá rauðkál og relish.

Ármann Pylsuvagninn í Laugardal Sumarvinnur

18


Eftirminnilegasta atvikið:

Þegar ég tognaði við að sparka niður vegg. Hvað hefur þessi vinna kennt þér / hvað hefur þú lært af þessu?

Að það er drulluerfitt að vakna klukkan sex alla virka daga sumarsins. Hvað finnst þér gott að gera eftir langan vinnudag?

Runka mér eða leggja mig. Hvernig er stemningin meðal vinnufélaga?

Mjög góð, algjör banter. Hvað er það besta við þessa vinnu?

Múla.

Atli Byggingarvinna 19

Skinfaxi 123


Tíra Tríó: Ágústa, Laufey & Ísafold Listahópur Hins hússins Sumarvinnur

20

Frá vinstri Laufey Sólmundardóttir 5.Z Ágústa Bergrós Jakobsdóttir 5.Z Ísafold Kristín Halldórsdóttir 5.Z


Hvar og hvað hafið þið verið að spila?

Við höfum verið að spila á elliheimilum, niðrí bæ, sambýlum og líka Húsdýragarðinum og Sundhöllinni, mjög skemmtilegt. Svo héldum við líka tónleika í Iðnó í lokin með hinum tónlistarhópunum, líka mjög gaman. Við erum mest að spila dægurlög og svona lög sem fólk þekkir en líka nokkur klassísk verk. Fólki t.d. á elliheimilunum fannst gaman að syngja með lögunum svo dægurlögin voru kannski vinsælust. Óþægilegasta giggið ykkar:

Þurftum einu sinni að tala um okkur og vorum ekki búnar að undirbúa það. Þetta var farið út í svona „Ja sko, langafi minn, hann var frá Seyðisfirði…“. Hvað hefur þessi vinna kennt ykkur/hvað hafið þið lært af þessu?

Hún hefur kennt okkur að koma fram. Við erum ekki jafn stressaðar. Líka að redda hlutum, vorum aaaaaaaaaaaaaaaaalltaf að reddast. Það er líka mikilvægt. Hvað er það besta við þessa vinnu?

Að við fáum að ráða okkur sjálfar og gerum það sem okkur finnst skemmtilegt. It’s a dream job. Hvað finnst ykkur gott að gera eftir langan vinnudag?

Nap.

Eftirminnilegt móment?

Þegar krúttlega gamla fólkið fór að syngja með. Það var fullkomið. Eða þegar tjaldið fauk yfir okkur og túristi kom og hjálpaði okkur.

21

Skinfaxi 123


Hrefna hjá Frú Laugu Sumarvinnur

22


Ég er ein frammi í búð. Það er korter eftir af vaktinni minni. Ég er ein frammi í búð. Það er korter eftir af vaktinni minni. Inn kemur maður sem biður um eins ítarlegar upplýsingar og ég get mögulega gefið honum um allar þær tegundir af ólífuolíu sem fást í búðinni (og þær eru ófáar). Ég aðstoða hann eftir bestu getu, fegin að fá eitthvert verkefni sem láti síðasta korterið líða hraðar. Í sömu andrá rekst annar kúnni í olíuhilluna og niður falla 750 millilítrar af lífrænni, spænskri ólífuolíu. Glerbrot fara út um allt – virkileg dramatík – en lífræn og „fair trade“ engu að síður. Ég hleyp til og byrja að þrífa olíuna upp. Í gáleysi mínu stíg ég beint ofan í olíupollinn sem er mjög sleipur, eðli málsins samkvæmt, og rétt næ að halda mér uppréttri. Klukkan er núna korter í að ég geri mig að algjöru fífli. En hvað um það? Bara tíu mínútur eftir af vaktinni. Maðurinn sem hafði rekist í olíuflöskuna gerir sig líklegan til að hjálpa mér að þrífa olíuna upp af gólfinu. Hann beygir sig niður en fær þá tak í bakið. Fyrirtak. Hann stynur þungt, frýs í smá stund, en heldur síðan áfram að færa lífrænu olíuna yfir í servíettuna sem hann strýkur um steingólfið hægum, kvalafullum hringjum. Sjö mínútur eftir. Inn gengur þjóðþekktur Íslendingur (sem hér fær ekki getið nafns (en er samt mjög frægur (ég lofa))). Ég sópa glerbrotunum upp í maíspoka í einum hvelli (við seljum ekki plastpoka, sjáið til) og segi taugaveiklaða kúnnanum með takið í bakinu að hafa ekki frekari áhyggjur af þessu, ég skuli sjá um rest. Með stjörnuglýju í augunum sprett ég síðan á fætur og spyr þann þjóðþekkta hvort ég geti aðstoðað að einhverju leyti. Hann játar því, ljóslega feginn að þurfa ekki að leita að lífrænu túrmeriki einn síns liðs. Raunar kemur í ljós að hann vantar aðstoð við alls kyns hluti, en við skulum ekki fara nánar út í það hér. Fjórar mínútur eftir. Hér kemur aftur

23

til sögunnar fyrsta söguhetja frásagnarinnar, það er að segja maðurinn sem vildi ítarlegar útskýringar á öllum ólífuolíutegundunum. Nema hvað, hann er á þessum tímapunkti búinn að gleyma öllu lífræna þvaðrinu sem ég lét dynja yfir hann um olíuna. Með álíka skærar stjörnur í augunum og ég, ef ekki skærari, biður hann kurteisislega um að fá að kaupa það sama og þjóðþekkti Íslendingurinn er með í innkaupakerrunni sinni. Tvær mínútur eftir. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessari bón en reyni þó að halda andliti og hleyp loks af stað til að græja það sem græja þarf, svolítið stressuð yfir viðbrögðum hins þjóðþekkta. En honum er alveg sama, hefur bara gaman af þessu ef eitthvað er. Fimm sekúndur eftir. Það var naumast. Tvær sekúndur. Þetta var orðið of gott til að vera satt. Vaktin klárast. Samstarfskonu minni hlotnast sá heiður að fylgja herramönnunum tveimur að búðarkassanum og hlutverki mínu er hér með lokið. Þvílíkur léttir. Ég flý inn á kaffistofu starfsmanna og leysi hnútinn á svuntunni minni, ímynda mér að Alexander mikla hafi liðið eins þegar hann leysti Gordíonshnútinn. Um leið og ég stíg út úr litlu búðinni á horni Laugalæks og Hrísateigs fæ ég blússandi blóðnasir. Þetta snýst allt um tímasetningar, sjáið til.

Skinfaxi 123


Busadagur

24


25

Skinfaxi 123


Busadagur

26


27

Skinfaxi 123


Bransasaga úr sumarferðinni Höfundar Einar Vignir Einarsson Hrafnhildur María Marteinsdóttir

28


Umferðarniðurinn var ærandi. Gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar klukkan níu að kvöldi. Tilraunir mínar til að húkka far gengu ekki þar til tveir kínverskir ferðamenn tóku við mér. Þau voru á nýjum Dacia Duster og ökumaðurinn sagði mér stoltur frá því að hann hefði lært að keyra í ökuhermi fjórum dögum fyrir komuna til Íslands, mér til lítillar ánægju. Þeir sögðust ætla Gullna hringinn og ég bauðst til að sýna þeim leiðina. Ég nýtti mér ættgengan sveigjanleika siðferðiskenndar minnar og vísaði þeim ranga leið. Ég hefði þó haldið að Kínverjar vissu að Hvalfjarðargöngin lægju ekki til Gullfoss. Við komum yfir heiðina og sáum glitta í svallið sem Svínadalur var þá nótt. Þá var miðnætti. Varúlfar farnir á kreik og við búin að keyra á þrjátíu alla helvítis leiðina. Því miður hafði ökumaðurinn greinilega ekki lært á bremsubúnaðinn og við klesstum beint á fagurgrænan útikamar. Nokkru síðar velti manneskja sér út úr honum, fremur döpur að sjá. Ég sagði þeim að Geysir væri rétt handan við hornið en þau voru að fram komin af þreytu og ákváðu að gista á tjaldstæðinu um nóttina. Ég rölti inn í miðja þvöguna. Einhver reyndi að gefa mér undanrennu en ég afþakka. Þá kom einhver með heila fernu af rjóma. Viti menn, ég þambaði hana í einum sopa. Vitleysingur bauð mér pylsu með öllu en ég lamdi hann og sagði: „Ertu að grínast? Í fyrsta lagi er ég á KETÓ og í öðru lagi vil ég ekki deyja fyrir fimmtugt af kransæðastíflu“. Hálfvitinn hrökklaðist undan.

29

Skinfaxi 123


Fólkið í partítjaldinu var með afleitan tónlistarsmekk. Ég skipaði þeim að spila uppáhalds lagið mitt: „Welcome to the Jungle“. Þá hófst fjörið loksins og ég reif nýmjólkina af misheppnuðum pilti. Hópur hafði safnast saman í kringum mig og ég fyrirskipaði: „Nú förum við í magurböðun“. Ég leiddi þau að vatninu eins og Jesú hafði leitt Jóhannes. Í vatninu sá ég kærustuna mína og kærasta í kossaflensi. Væntanlega tók ég undir. Þegar ég hafði fengið mig full sadda af vatnaleikfimi rölti ég að stónerunum. Þá áttu sér stað fremur einhliða rökræður um áhrif Díónýsusardýrkunar á samfélagið. Að sjálfsögðu taldi ég þau áhrif bara til hins betra fyrir alla. Þá leitaði ég Kínverjana uppi. Þau voru sofandi og slefandi inni í bíl og ég settist aftur í og háttaði mig. Morguninn eftir vöknuðum við þrjú saman, sumir betur sofnir en aðrir. Þau voru undrandi að sjá mig en glöð á sama tíma. Við keyrðum saman í átt að sólinni. Stefnan var okkur þremur ókunn en á þrjátíu gat ekkert brostið.

Bransasaga úr sumarferðinni Jóhanna María Bjarnadóttir

30


31

Skinfaxi 123


Skoðanakönnun Skoðanakönnun Skólablaðsins Skinfaxa er eitthvað sem flestir nemendur bíða eftirvæntingafullir eftir á hverju vori. Sumir taka jafnvel könnunina oftar en einu sinni, einungis því það er svo ótrúlega skemmtilegt. Ein manneskja hinsvegar fór skrefi lengra og svaraði könnunninni 4.942 32


Kyn?

Í hvaða bekk ert þú?

KVK 65%

4. bekk 33%

KK 34%

5. bekk 37%

Vil ekki svara 1%

6. bekk 30%

sinnum á rétt rúmlega 25 mínútum, öll með sömu svör. Við viljum þakka þessum einstaklingi fyrir þennan einlæga áhuga á skoðanakönnun okkar, en við munum birta þau svör á fésbókarsíðu okkar, frekar en að fela þær í svörum hinna 443 svarenda. 33

Skinfaxi 123


Flokkar þú rusl?

Ég er

Hefur þú stolið úr kakólandi?

Já 48%

Alæta 76%

Já, einu sinni 3%

Nei 4%

Pescaterian 12%

Nei 76%

Stundum 24%

Grænmetisæta 6%

Já, oftar en einu sinni 5%

Alltaf þegar ég man

Vegan 6%

Já, en bara gaffal/kaffi 16%

eftir því 24%

Drekkur þú kaffi?

Drekkur þú orkudrykki?

Hefur þú svindlað á prófi?

Já 47%

Já 57%

Já 51%

Nei 53%

Nei 43%

Nei 49%

Skoðanakönnun

34


Hvaða prófi hefur þú svindlað á?

Ert þú feministi?

Ert þú jafnréttissinni?

Ensku 13%

Já 75%

Já 94%

Íslensku 18%

Nei 23%

Nei 5%

Raungrein 16%

Ekkert svar 2%

Ekkert svar 1%

Stærðfræði 24% Sögu 11% Öðru 18%

Drekkur þú áfengi?

Hefur þú smyglað áfengi inn á ball?

Neytir þú nikótíns?

Já 52%

Já, komst upp með það 16%

Já 27%

Nei 33%

Já, var tekin/n 2%

Nei 73%

Félagslega 14%

Nei 82%

Ekkert svar 1%

35

Skinfaxi 123


Hvernig neytir þú nikótíns?

Hefur þú prófað eitthvað sterkara en áfengi?

Hvað hefur þú prófað?

Bagga 44%

Já 12%

MDMA 12%

Veipa 35%

Nei 88%

Kannabis 42%

Reykja 17%

Kókaín 9%

Annað 4%

Lyfseðilskylt lyf 13% Spice 11% Sveppi 6% Annað 8%

Horfir þú á klám?

Grautur, hot or not?

Ég myndi kjósa

Nei 36%

Hot 72%

Sjálfstæðisflokkinn 14%

Hef prófað 22%

Not 27%

Vinstri Græna 13%

U.þ.b. einu sinni í mánuði 5%

Ekkert svar 1%

Samfylkinguna 8%

U.þ.b. þrisvar í mánuði 13%

Pírata 4%

U.þ.b. einu til þrisvar sinnum í viku 16%

Viðreisn 5%

Oftar 7%

Miðflokkinn 3%

Ekkert svar 1%

Framsókn 3% Veit ekki 49% Ekkert svar 1%

Skoðanakönnun

36


Hversu mikið sjálfstraust telur þú þig hafa?

Hefur þú íhugað að fara til sálfræðings?

Ætti MR að vera með skólasálfræðing?

Mjög mikið 10%

Nei 31%

Já 86%

Mikið 24%

Já, fyrir löngu síðan 22%

Nei 13%

Sæmilegt 49%

Er hjá sálfræðingi 19%

Ekkert svar 1%

Lítið 11%

Já, fyrir stuttu síðan 28%

Mjög lítið 5%

Berð þú traust til stjórnar Skólafélagsins?

Berð þú traust til stjórnar Framtíðarinnar?

Ert þú hlynnt/ur sameiningu nemendafélaganna?

Já 47%

Já 38%

Já 23%

Nei 17%

Nei 22%

Nei 43%

Veit ekki 36%

Veit ekki 39%

Veit ekki 33%

Ekkert svar 1%

Ekkert svar 1%

37

Skinfaxi 123


Grauturinn góði

Höfundur Jóhanna María Bjarnadóttir

38


Á meðan flestir MR-ingar sofa vært undir sæng er Þröstur Harðarson, kokkurinn á kennarastofunni, kominn á fætur og það í síðasta lagi hálf sex (5:30!). Hann býr sér til ógnarsterkt kaffi, æfir sig á klassískan gítar og á það til að vekja eiginkonuna með ljúfum gítartónum. Hálf átta þegar einhverjir MR-ingar eru lagðir af stað í skólann og aðrir skríða fram úr rúminu er Þröstur mættur eldhress og byrjaður á grautnum. Hann mælir haframjölið í gastróbakka og fyllir hann svo af vatni áður en hann skellir grautnum inn í gufuofninn. Þar mallar grauturinn í samtals tuttugu og fjórar mínútur. „Ókeypis grautur fyrir nemendur“ er hugmynd Þrastar sem á rætur sínar að rekja til Hagaskóla en Þröstur var starfaði þar fyrir þó nokkrum árum síðan. Þröstur kom hugmyndinni í framkvæmd og síðan hefur hún breiðst út eins og eldur í sinu og slegið í gegn víða. (Frú) Elísabet Siemsen kom grautnum af stað hér á bæ við vægast sagt góðar viðtökur nemenda. 39

Skinfaxi 123


Gullkorn

„Ég ímynda mér alltaf að ég sé ógeðslega góð að læra undir pressu en svo fer ég bara að gráta og hætti.“ Ásta Ragnheiður 6.A 40


„Litlu dúxadúllurnar bara orðnar óþekkar.“ Guðjón íslenska

„Ég sé að prófljótan kemur snemma í ár.“ Guðjón saga, 18. September 2019

„Fallstjórn? Er það ekki það sem Framtíðin er með?“ Árni 5.A

*Þegar ákveðin manneskja féll í stærðfræðiprófi*: „Þú dansar þetta af þér.“ Steinunn

Í íslensku að læra um myndmál: „En hvað er aftur steingerving.“ Árni 5.A

„Þetta er ekki fyrir ykkur, ofneysla á kókaíni... ég meinti koffíni.“ Arnbjörn

„Burtséð frá mannréttindum þurfið þið að sjá hversu gagnlegt það er að hafa þræla.“ Kolla lat

„Um daginn var ég að reikna 20 - 1...það er 19 btw.“ Nemandi á fornmálabraut

„Ég vona að þið skiljið erótíkina hérna krakkar.“ Kolla að tala um hálfnakta framhandleggi

„Þetta er svona kveikja í blaðinu þínu vitlaust.“ Sindri efnafræðikennari

„Konan mín er raddlaus þessa dagana. Það er mjög fínt.“ Kári stæ

„Ég skil ekki hvernig einhver myndi fara viljugur í tímann minn.“ Jón Bjarni í þýsku

„Afhverju er svona heitt hérna inni? Kannski er ég á breytingaskeiðinu. Það er reyndar frekar langt síðan ég fór á túr.“ Kári stæ

„Jón Bjarni, var ég búinn að segja þér að þú værir uppáhalds kennarinn minn? Því það er sko alls ekki satt.“ Mímir

„Ég hugsa að Guillotine sé stóra systir Gillettes, hún rakar kannski aðeins nær hálsinum.“ Hróbjartur

„Skiptir ekki máli hvaðan peningurinn á bankareikningnum kemur, hann bara er þarna.“ Sindri efnafræðikennari

„Að fara í sleik er í rauninni bara að hrækja mjög hægt upp í einhvern.“ Arnór líffræðikennari

„Víkjum okkur nú að einhverju sem skiptir máli; saltfiskur…“ Guðjón saga

,,Það verður enginn kennari án þess að vera smá sadisti í hjarta sér.“ Sindri efnafræði 41

Skinfaxi 123


Ljósamaðurinn, taka tvö Heil og sæl kæru nemendur og takk fyrir síðast.

Sökum hræðilegrar lífsreynslu í Frúardagsferlinu árið 2018 þar sem vondu strákarnir sugu úr mér allan lífsneista sagðist ég aldrei framar ætla að taka þátt í slíku ferli. Það breyttist hins vegar allt daginn sem ég sá tilkynninguna frá Frúardagsstjórninni síðasta haust: sýningu byggða á The Bachelor. Þar sem ég er tryggur aðdáandi þáttanna og hef horft á allar 23 þáttaseríurnar ... gat ég ekki hamið mig og sló til. Nú var kominn nýr leikhópur og ég fengi þá tækifæri til að hefja nýjan feril sem ljósamaður. Ég skildi allar slæmu upplifanirnar eftir í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og hóf störf sem ljósamaður í „Bachelorinu“ eins og hreint óskrifað blað. Höfundur Ónafngreindur nemandi Menntaskólans í Reykjavík

42


Frá fyrsta degi tók ég eftir sérstökum valdapýramída innan hópsins. Stefán Kári aðstoðarleikstjóri var eins og athyglissjúk fuglahræða sem kom alltaf valhoppandi inn í sal og tók hreinlega yfir upphitunina. Hann var það góður með sig að hann kallaði sig meira að segja „undirmann“ og skipaði leikhópnum að gera eins og hann sagði í einu og öllu. Að öðru leyti var ferlið ekki frásögur færandi fyrr en það kom loks að hinni árlegu Frúardagsferð. Hvar í andskotanum á ég að byrja? Í fyrsta lagi náði ég ekki mínútu

af rem-svefni þar sem næturgalsinn náði tökum á meirihluta hópsins og hélt fyrir mér vöku alla nóttina. Á leið minni á salernið að bursta tennur blasti svo við mér ógleymanleg sjón: Ónefndir aðilar pissuðu hér og þar á saklaus fórnarlömb sem tóku hrákaskot úr hvert öðru. Á þeim tímapunkti lét áfallastreituröskunin fyrst á sér kræla. Ég hef verið að glíma við hana síðan og þarf að þola afleiðingar hennar enn þann dag í dag, jafnvel eftir að hafa skipt um skóla og stofnað nýjan Facebook reikning. Nú er bara að bíða betri tíma.

43

Skinfaxi 123


Heitt

Eftir sumar- og vetrarfrí mæta nemendur Menntaskólans í Reykjavík aftur til starfa tilbúnir í nýja brakandi ferska skólaönn. Eins og við má búast verða alltaf einhverjar breytingar varðandi námið og aðstöðu innan veggja skólans. Sófarnir og Hannes portner hverfa á brott og rúllustólar frá frístundaheimilum líta dagsins ljós. Og svo er það hvíldarherbergið, skólastofan sem er búið að fylla af jógadýnum og teppum. Skiptar skoðanir eru á þessu umtalaða herbergi og virðist sem nemendur skólans skiptist í tvær andstæðar fylkingar sem standa annað hvort með eða á móti. Ég fékk til mín tvo nemendur sem hafa hvort sína söguna að segja. Ármann Leifsson, talsmaður hvíldar og friðhelgi er hér viðstaddur fyrir hönd þeirra þreyttu. Á hinn bóginn höfum við Elísu Björgu Tryggvadóttur sem er rödd þeirra orkumiklu og metnaðarfullu en hún fussar og sveiar yfir fegurðarblundum og kúri innan veggja skólans. Að lokum er það mat lesanda sem sker úr um hvort hvíldarherbergið sé einfaldlega heitt eða sveitt.

Hvíldarherbergið: Heitt eða sveitt? Umsjón Ásta Rún Ingvadóttir

Hvert á hinn þreytti maður í hinum þreytta heimi að fara? Jú, nú er í MR staður. Staður að nafni hvíldarherbergið. Nú loks geta hinir þreyttu, nei afsakið, DAUÐÞREYTTU, ÚTKEYRÐU nemendur Menntaskólans í Reykjavík fengið að hvíla sín lúnu bein á milli tvöfaldra stærðfræðiog málvísindatíma. Hvert annað er hægt að fara til að safna orku á mánudagsmorgni í janúar sem stefnir í það að verða þrot ársins? „Nú, þið MR-ingar getið bara lært að njóta skynsamlegs átta tíma nætursvefns.“ heyri ég andlega gjaldþrota Kvenskæling hvísla að mér frá hinum rotna hluta Reykjavíkurtjarnar. Nú, það vill svo skringilega til að við í MR höfum metnað og þar með talið metnað fyrir félagslífinu. Við höfum því miður ekki annað val en að klára þennan enskufyrirlestur klukkan þrjú um nótt því við vorum til fokking fimm í skólanum, síðan þurftum við að bruna á Gettu Betur æfingu, því næst á Herranæturæfingu, þar á eftir klára að þýða 50 línur af latneskum frumtexta frá 100 f.Kr. og svo að klára að sanna að sannanir gagnist okkur á einhvern máta. Það má kalla okkur góð að muna að borða þó það sé ekki nema einn koffínfylltur kolsýrður kandíflossdrykkur og úldið rúnstykki úr Kakólandi, en á nú einnig að byrja að drulla yfir þá sem sjá hvíldarherbergið sem nauðsyn fyrir þreyttan hug og úrvinda líkama‽ Mættu vera almennilegar dúnmjúkar dýnur í hvíldarherberginu? Að sjálfsögðu. Eru plakötin um að hamingjan sé ferðalag en ekki áfangastaður hallærislegri en sjálfur StjörnuSævar? Mögulega. En þakklátur er ég þó fyrir það að geta lagst á jógadýnuna og vafið mig í handklæðateppið blessaða þó væri ekki væri nema fyrir það að geta unnið sigur á hinum þreytta mætti á dimmum og mygluðum mánudegi í janúar.

44

Ármann Leifsson


Sveitt Menntaskólinn í Reykjavík. Stórveldið sem drottnar í hjarta Reykjavíkur, hornsteinn menntamála á Íslandi og heimavöllur Jóns Sigurssonar, Guðna prez og Bjarna Ben. Hvergi annars staðar í heiminum hefur menntastofnun jafn mikið gildi í samfélaginu og hvergi annars staðar er að hægt að finna slíkan menningararf sem cösukjallari er. Eftir tvöfaldan latínutíma flengdi Jón Sigurðsson sér í leather recliner úr dánarbúi í cösukjallara og hugsaði þar stífbaggaður um hvernig best væri að frelsa landið undan hlekkjum Danahunda. Öld síðar í þessum sama sófa kom Guðni forseti sér vel fyrir og íhugaði framtíðarstefnu landsins. Þá líður önnur öld og ég skottast niður í cösukjallara með lyft og kaffi með það fyrir stafni að hlamma mér í þennan sama sófa og fæddi merkustu hugsanir landsins og leggja lokahönd á formúlu mína til þess að lækna krabbamein. Einungis til að koma niður og finna hvað? Einhvern drasl lime-grænan plaststól á hjólum með 45 gráðu baki. Í angist minni hleyp ég af stað í leit af svörum og rekst á Maríu Björk sem segir mér frá töfrum gæddum stað sem kallast „hvíldarherbergið“ og hlær svo illkvitnislegum hlátri og gnístir tönnum. Þar eiga víst að vera rúm og sængur fyrir MR-inga til að hvíla lúin bein og ég hugsa: „þetta er kannski ekkert alslæmt“. Ég skríð upp í stofu 201 og þá blasir? við mér nákvæmlega ekkert nema vonbrigði. Tóm stofa með ræfilslegum jógadýnum og handklæðateppum. Þar var ljót skólastofufýla, svona eins og lyktin af sandi og mat. Er líka glæpur að henda inn almennilegum koddum og hreinum teppum? Þegar leið á árið myndaðist hópur af fastagestum hvíldarherbergisins, úrhrökum sem áttu engan annan samastað. Þar sem þau byrgja sig af frá raunveruleikanum og skilja ekkert pláss eftir fyrir okkur venjulega fólkið.

Elísa Björg Tryggvadóttir

Margt annað hefði betur mátt gera í staðinn og því setti ég saman lista af herbergjum sem hefðu geta komið í staðinn fyrir hvíldarherbergið: Kissing room Nestisaðstaða fyrir fólk sem kemur með fisk Game room (píla, pool, spilavíti) Open mic room Chess room og piano room (fyrir bonkana í cösukjallara) Hljóðeinangrað herbergi (fyrir allan fjandann) Daycare-fyrir-busa room Reykingasvæði Ps4 room Mini rave room Boxing ring Sjónvarpsherbergi Kynhlutlaust klósett Svíta fyrir Betu-get-reckt-or Búrið hennar Siggu H?öllu

45

Skinfaxi 123


Gangatíska

Tískufrömuðir í þeirri röð sem þeir birtast Atli Jónsson 5.B og Valgerður Stefánsdóttir 5.B Sigríður Kristín Hallgrímsdóttir 4.A Cristina Agueda 6.B Þorkell Auðunsson 4.B Guðbjörg Gísladóttir 4.G Inga María Matthíasdóttir 6.Y Eygló Sóley Hróðmarsdóttir 6.Z Vigdís Skarphéðinsdóttir 6.T Katrín Hersisdóttir 6.R Krummi Kaldal Jóhannsson 4.H Agnar Már Másson 4.A

46


47

Skinfaxi 123


GangatĂ­ska

48


49

Skinfaxi 123


GangatĂ­ska

50


51

Skinfaxi 123


GangatĂ­ska

52


53

Skinfaxi 123


GangatĂ­ska

54


55

Skinfaxi 123


GangatĂ­ska

56


57

Skinfaxi 123


Sara The man, the myth, the legend, the Margrét Sara. Þeir sem hafa ekki orðið fyrir dáleiðslu nýstárlegra kennsluaðferða hennar hafa þó eflaust heyrt nafns hennar getið. Hvað býr að baki þessum áhrifavaldi í bókstaflegri merkingu? Höfundar Ásta Rún Ingvadóttir Einar Vignir Einarsson

58


Margrét Sara Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum á því herrans ári 1975. Hún er næstelst fimm systkina og gegndi því snemma miklu ábyrgðarhlutverki á heimilinu. Henni þótti það ofureðlilegt og móðir hennar hafði á orði að Sara hefði verið eins og önnur móðir. Að hennar sögn var fjölskyldan afar náin.

Fimmtán ára gömul kynntist Sara manninum sínum. Hann flutti síðan heim til hennar þegar hún var aðeins átján ára gömul (6. bekkur, gyrðið ykkur í brók). Á þeim tíma voru yngri systkini hennar tólf, þriggja og eins árs og Sara og kærastinn urðu eins og foreldrar númer tvö. Þau hafa verið saman síðan og verður það að teljast andskoti vel af sér vikið. Að sögn Söru eru forréttindi að fá að eyða lífi sínu með besta vini sem er einhvern veginn partur af þér. Eplið féll ekki langt frá eikinni en foreldrar Söru kynntust einmitt 16 ára gömul og hafa verið saman í 50 ár. Sara segir það ef til vill klisjukennt að segja fólk „made for each other“ en að það hafi orsakast þannig í þeirra tilviki. Þótt aðrir gapi af undrun er þetta fullkomlega eðlilegt í augum Söru. Hún horfði á vinkonur ganga í hrakfarir ástarinnar, meðan hún lá skýjum ofar. (Nota bene: Hún var ekki að missa af neinu.)

59

Skinfaxi 123


Hún kláraði menntaskóla tvítug að aldri og hélt tveimur árum seinna á vit ævintýranna. Þau eyddu heilu ári í draumalandi smurbrauðsins og ákavítisins. En hví kóngsins Köben? Sara hafði komist inn í virtan háskóla sem kenndi iðjuþjálfun. Hún hafði brennandi áhuga á því sviði eftir mikla íþróttaiðkun í Vestmannaeyjum. Heimþráin bankaði upp á og eftir eitt ár flugu vorboðarnir heim. Þau settust að í höfuðstað þjóðarinnar, Reykjavíkinni góðu, nánar tiltekið í Árbænum og nýr kafli tók við. Sara eignaðist fyrsta barnið sitt 23 ára gömul. Stuttu eftir fæðingarorlofið hóf hún nám í ensku við Háskóla Íslands og kenndi samhliða því í Árbæjarskóla. Eftir útskrift tók hún diplómu í kennslufræðum. Sara hafði í nógu að snúast á þessu tímabili; 100% nám, 100% kennsla, tvö lítil börn auk þess að þjálfa handbolta. Sara kenndi alltaf í unglingadeild og þá aðallega 10. bekk. Þegar börnin hennar hófu göngu sína á unglingastigi ákvað hún að breyta aðeins til. Um það leyti fékk hún tækifæri til að kenna við Menntaskólann í Reykjavík og tók því boði. Enda hentaði kennsla í menntaskóla hennar menntun miklu betur. Hvað er það sem heldur Söru í starfi sem krefst samvista við veipandi, lungnagataða, stressaða hauga? Að eigin sögn er alltaf skemmtilegt að umgangast fólk og maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Henni finnst gott að umgangast fólk sem hefur metnað og vill ná árangri, hvort sem það eru nemendur eða kennarar. Sara myndi deyja ef hún þyrfti að sitja á skrifstofu í tölvuvinnu frá 8 til 17 og fá engin mannleg samskipti eða örvun. Þarf maður að vera sérlundaður fræðimaður til að ílendast í MR? Sara telur svo ekki vera. Hún segir að maður geti ekki unnið í skólanum nema hafa metnað og vera tilbúinn að leggja á sig það sem þarf. Það er einnig eftirsótt að vera kennari við skólann. Á móti kemur að það er töluvert meira álag á kennara við MR en aðra kennara. Það sama gildir í raun um kennara og nemendur í MR. Sara vinnur til dæmis öll kvöld og allar helgar og það hefur verið þannig síðan hún hóf störf. Sara Ásta Rún Ingvadóttir Einar Vignir Einarsson

60


Hugarfarið skiptir Söru miklu máli. Að nálgast alla af virðingu og kærleik því maður veit aldrei hvað manneskjan er að ganga í gegnum. Hún samþykkir heldur ekki að kennarar eigi að vera yfirvald sem lítur niður á nemendur. Betra sé að líta á þetta sem verkefni sem hún og nemendur hennar vinna að í níu mánuði. Það þýðir ekki að hjá Söru ríki óreiða í kennslu. Hún er með strangar reglur og víkur ekki frá þeim. Sara segist heyra það fáránlega oft að hún sé strangasti kennarinn í MR sem henni finnst kómískt. Heimanám og símanotkun er það sem Sara leggur mesta áherslu á og leggur ákveðna línu; fyrir utan það eiga allir að vinna saman. Ef til vill lítur Sara á sig sem verkstjóra inni í enskutíma og ef hún leggur ekki línuna þá liði öllum illa. Ef nemandi er í símanum og truflar, þá eyðileggur hann fyrir öllum og Sara telur þá ekki hafa leyfi til þess. Sara mætir aldrei óundirbúin í kennslustund og býst við því að allir nemendur geri eins. 61

Skinfaxi 123


Margir í MR hafa fengið að heyra að í skólanum ríki mikil íhaldssemi en hvað segir Sara um það? Já, að vissu leyti ríkir hér íhaldssemi, segir hún, og þegar hún byrjaði að kenna kom henni margt á óvart. Hún taldi suma hluti frekar fornaldarlega, ef til vill því hún lærði ekki sjálf við í MR. Sara segist heyra á fólki í kringum sig að hún sé sjálf íhaldssöm sem hún telur sig ekki vera. Hún segir fólk oft tengja íhaldssemi við neikvæðni, kannski því fólk tengi það við Sjálfstæðisflokkinn. Ákveðin íhaldssemi er samt ekki slæm að hennar mati. Íhaldssemi er bara slæm ef fólk er ekki tilbúið að ganga í takt við tímann og segir „þetta er svona“. Sara telur að sérstaðan sem MR hefur fram yfir aðra skóla byggist á íhaldssemi og álagi sem nemendur upplifa. Sú blanda skili nemendum betur undirbúnum fyrir háskóla. Sara telur að nemendur ættu að hafa meira um námið sitt að segja, til dæmis ef einhver er á eðlisfræðideild og skilar nógu mörgum einingum í eðlisfræði en hefur áhuga á bókmenntafræði og latínu, þá er enginn Sara Ásta Rún Ingvadóttir Einar Vignir Einarsson

sveigjanleiki. Hún segist sakna þess að nemendur, og sérstaklega krakkar á I-brautum, hafi eiginlega ekkert val. Fyrirmyndir Söru eru klárlega mamma hennar og pabbi. Þau eru ekki bara fyrirmyndir fyrir fyrir hana og systkini hennar heldur einnig fullt af fólki. Sara segist verið mjög heppin með æsku og vafin gjörsamlega inn í bómull. Að eiga svona foreldra, samfélagið í Vestmannaeyjum og ÍBV. Íþróttir áttu hug Söru. Hún segist hafa spilað of mikið ef eitthvað er, spilaði upp fyrir sig þegar hún var að æfa með fjórða, þriðja, öðrum og meistaraflokki. Sara var einfaldlega í íþróttahúsinu ef hún var ekki heima hjá sér. Það er mikilvægt að vera í hópíþróttum og læra að taka tillit. Í lokin segir Sara að maður læri endalaust af nemendum sínum. Hún dáist að nemendum sínum og það sé heiður að fá að kynnast því hvað þeir eru og hafa verið að ganga í gegnum. Hvað sumir eru ótrúlega duglegir og búa yfir ótrúlegum drifkrafti í lífinu. Oft hugsar Sara með sér hvað hún meti nemendur skólans mikið. Það er gott að 62


vera með metnað fyrir góðu stúdentsplaggi en það er ekki nokkur lifandi maður sem spyr hvað maður útskrifaðist með í einkunn. Það er einfaldlega ekki það sem markar manninn, segir Sara. Hún segist enn þá hitta krakka sem lærðu hjá henni í Árbæjarskóla og þau eru núna með börnin sín. Einn fyrrverandi nemenda kom til Söru um daginn með tvö börn og faðmaði hana og kyssti. Sara kenndi henni þegar hún var þrettán ára fyrir skrilljón árum. Það eru ekkert endilega nemendurnir með hæstu einkunnirnar sem Sara man eftir eða skilja eftir sig spor. Útgangspunkturinn á að vera að ef maður sýnir fólki kærleika og er góður, hvort sem maður er nemandi eða kennari, þá uppsker maður alltaf.

63

Skinfaxi 123


Orrinn 1. sæti Helena Guðrún Þórsdóttir 4.J 2. sæti Hekla María Arnardóttir 5.Z 3. sæti Benóný Einar Færseth Guðjónsson 5.Z 64


65

Skinfaxi 123


Frá árinu 1999 hefur verið venja að hafa mynd af nemanda á Blaðsíðu 67. Sagan segir að ljósmyndari Skólablaðsins 99 hafi krafist þess að ákveðin mynd yrði í blaðinu því hún væri einfaldlega of góð til þess að sleppa henni. Eina vandamálið var að myndin sem um ræðir passaði hvergi inn í blaðið. Á endanum varð þetta fyrsta myndin sem sett var á Blaðsíðu 67. Módelið var þá kallaður 67 strákurinn og hafa síðan þá margir prýtt þessa blaðsíðu. Árið 2014 var síðan ákveðið að það væri við hæfi að eigna kvenkyns nemanda aðra blaðsíðu og því má finna 89 stelpuna einfaldlega á blaðsíðu 89.

Ljósmynd Jóhanna María Bjarnadóttir

66


ร myndinni er Andri Mรกr Tรณmasson

67

Skinfaxi 123


Nöfnur & nafnar

4.A

Andrea Birna Guðmundsdóttir & Andrea Micovic Höfundur Jóhanna María Bjarnadóttir

5.Z

68

Elmar Atli Arnarsson & Elmar Beckers


Þegar þú byrjar í MR eru 83% líkur* að þú lendir í bekk þar sem er að finna nöfnur/nafna og jafnvel fleiri pör en eitt í einhverjum bekknum (það eru þrjú ólík nafnapör í 5.Z‽). Ólöf Erna kennslustjóri segir tilviljun ráða því hvort nöfnur/nafnar lendi saman í bekk; það fari allt eftir því hvaða braut fólk velur sér og þriðja mál skiptir líka máli.

6.T

Katrín Elva Elíasardóttir & Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir

*Miðað við skólaárið 2019–2020

69

Skinfaxi 123


threnna.is 70


Ástin blómstrar

Höfundur Ásta Rún Ingvadóttir

71

Skinfaxi 123


Grímur + Cristina

Ástin blómstrar Ásta Rún Ingvadóttir

72


Hvað eruð þið búin að vera lengi saman?

Ef hann/hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það?

Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana/hann fyrst?

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir ykkur?

C: Akkúrat sjö mánuði á morgun. G: Camembert, ekki spyrja Hvar kynntust þið? af hverju. G: Í Herranótt. C: Tyrkisk Peber. G: Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst. C: Hann var í svona „ugly sweater“ og mér fannst það cool.

G: Sko það gerist frekar oft þegar ég er að pissa heima hjá henni að Chess, hundurinn hennar, kemur inn á baðherbergið og læðist alveg upp að mér þegar ég er að pissa. Ég er alltaf svo hræddur um að hann sé að fara að stökkva í pissið mitt. Það er frekar óþægilegt.

Hvernig myndir þú lýsa henni/honum?

G: Sæt, skemmtileg, góð að teikna, æ bara allt það besta. C: Ljúfur, jákvæður og fyndinn. Hvað pirrar þig mest við hann/hana?

G: Hversu mikið hún stressar sig oft á mjög litlum hlutum. C: Þegar við erum að spjalla í gegnum netið á einhvern hátt og allt í einu hættir hann að svara í svona klukkutíma. Hvað er það besta við hann/hana?

G: Hún leggur sig alla fram við það sem hún tekur sér fyrir hendur. C: Hann styður mig mjög mikið í öllu sem ég geri. Hvað hræðist hann/hún mest?

G: Það er alveg margt... sko hún er t.d. mjög hrædd við skrýtin hljóð, eins og hljóð í vindinum. C: Veit það ekki alveg af því að oftast er ég hrædda manneskjan. 73

Skinfaxi 123


Altina + Egill

Ástin blómstrar Ásta Rún Ingvadóttir

74


Hvað eruð þið búin að vera lengi saman?

Hvenær kúkaðir þú fyrst heima hjá honum/henni?

A: Eitt og hálft ár.

A: Hef ekki ennþá kúkað heima hjá honum... E: Pældi ekkert sérstaklega í því, kúkaði bara þegar ég þurfti þess.

Hvar kynntust þið?

E: Í tíunda bekk. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana/hann fyrst?

A: Þessi er ofvirkur. E: Að hún væri skemmtileg og auðvitað sæt. Hvað er það skrýtnasta við hann/hana?

A: Hversu hreint herbergið hans er. E: Hún fer stundum að sofa með hárblásarahljóð í gangi til að ná að sofna betur. Hvað pirrar þig mest við hann/hana?

A: Hann pælir ekki það mikið í fatastílnum sínum og er eiginlega alveg sama hvaða fötum hann klæðist. E: Hún á það til að ofhugsa hlutina. Hvað er það besta við hann/hana?

A: Hann hugsar alltaf svo vel um mig. E: Hún er svo indæl og bara innilega góð og traust manneskja. Hvað hræðist hann/hún mest?

A: Sjóinn. E: Tásur.

Ef hann/hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það?

A: Hnetusmjörssamlokur. E: Hún gæti bókstaflega lifað á mjólk.

75

Skinfaxi 123


Tristan + Mist

Ástin blómstrar Ásta Rún Ingvadóttir

76


er alltaf í NBA 2k og að horfa á körfuboltavídeó á Youtube. T: Hún vill alltaf knúsast eitthvað í mér.

Hvað eruð þið búin að vera lengi saman?

T: Við byrjuðum að tala saman í janúar en erum búin að vera saman síðan í apríl. Hvar kynntust þið?

M: Á jólaballinu í fyrra. Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hana/hann fyrst?

M: Að hann væri sætur hihi. T: „Þessi er sæt“. Hvernig myndir þú lýsa henni/honum í 3 orðum?

T: Sæt, skemmtileg og mistari. M: Bestur í heimi. Hvort prumpaði fyrst fyrir framan hitt?

M: Ég hef ekki ennþá tekið eftir því… örugglega hann samt. T: Ummm… það hefur bara ekki gerst ennþá. Hvað hræðist hann/hún mest?

T: Snáka.

Ef hann/hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það?

M: Skyr. T: Svona smoothie bowl, hún er alltaf að búa sér til þannig í kvöldmat. Hvenær kúkaðir þú fyrst heima hjá honum/henni?

T: Sko, ég kúkaði heima hjá henni í fyrsta skiptið sem ég kom þangað en ég sagði henni auðvitað ekkert frá því. Hvar var fyrsta deitið ykkar?

T: Heima hjá honum í kósý. M: Heima hjá mér. Hvað pirrar þig mest við hann/hana?

M: Pirrar mig stundum að hann 77

Skinfaxi 123


Vala + Ármann

Ástin blómstrar Ásta Rún Ingvadóttir

78


Hvað eruð þið búin að vera lengi saman?

Hvenær kúkaðir þú fyrst heima hjá honum/henni?

V: Í svona rúmt hálft ár. Á: Byrjuðum saman 15. mars.

V: Kannski svona einn mánuður? Á: Ég meina ef þú þarft að kúka þá bara kúkar þú, þetta er ekki flókið.

Hvað hugsaðir þú þegar þú sást hann fyrst?

V: Fannst hann cool, var með friend crush á honum.

Hvenær sagðir þú foreldrum þínum frá sambandinu?

Á: Það leið alveg langur tími, ég sagði ömmu fyrst frá því og það var ekki fyrr en eftir að við höfðum verið saman í tvo og hálfan mánuð.

Hvernig myndir þú lýsa henni í 3 orðum?

Á: Best, falleg, og svo finnst mér orðið Vala eitthvað svo fallegt og lýsandi. Hvað er það skrýtnasta við hann/hana?

Á: Hún má ekki komast í snertingu við tásur, þá fríkar hún gjörsamlega út. V: Hann setur stundum dropa af sojasósu á tunguna sína, bara til að fá smá bragð af henni.

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir ykkur?

Á: Sko ég hef mjög oft lent í því þegar ég er heima hjá henni að litla systir hennar kallar mig pabba. Það er alveg mjööög óþægilegt.

Hvað er það besta við hann/hana?

V: Að vera hann sjálfur, og svo er hann alltaf tilbúinn í spjall. Á: Góð, skilningsrík og bara manneskjan sem hún er. Ef hann/hún þyrfti að borða eitthvað eitt að eilífu hvað væri það?

V: Subway. Á: Lasagna með dass af kóríander.

Hvort ykkar prumpaði fyrst fyrir framan hitt?

V: Hann... held ég... allavega svona opinberlega. Á: Klárlega ég, kannski hafði hún komið með eitthvað ninja prump áður en ég var allavega fyrstur að drita algjörum trompet. 79

Skinfaxi 123


Játningar Ég hef aldrei borgað fyrir cösukaffi. Ég fór í sleik í hvíldarherberginu.

Langaði að binda enda á líf mitt í hverjum einasta tölvufræðitíma.

Svindlaði á vorprófunum í fyrra.

Ég lét pissa á mig í frúardagsferðinni.

Ég runka mér ekki.

Ætlaði í Verzló :(

Hef aldrei náð að horfa á kettling, án þess að hugsa um að sparka í hann.

Ég runka mér yfir tiktok.

Ég djammaði 9 helgar í röð frá upphafi skólaársins.

Var að horfa á klám og það var óvart stillt á bluetooth og tengt hátalaranum i eldhúsinu.

Finnst siðlaust að fólki kúki í skólanum nema það sé neyðarástand. Sýnið smá náungakærleik krakkar!

Ég mun líklega þurfa að taka smálán eða fara í yfirdrátt til að borga fyrir útskriftarferðina... Fróa mér í hvíldarherberginu þegar allir eru sofandi.

Ég hata að stunda nám í gamla skóla.

80


Mig langar að sparka mjög fast í afturendann á öllum þeim sem ég sé henda nocco dósinni sinni í almenna ruslið en ekki flöskuruslið.

Ég hef spilað klámleiki í skólatölvunum núna í u.þ.b. 2 vikur. Ég klagaði einu sinni nemanda sem var búinn að vera að svindla í jólaprófunum no regrets.

Ég held ég hafi drepið hamstur litlu systur minnar, var að halda á honum (var 14 ára) og ákvað að sjá hvað hann myndi gera ef ég myndi halda fyrir nefið a honum. hann gerði ekkert svo ég setti hann aftur í búrið og morguninn eftir var hann dauður:/

Ég er með thing fyrir eldri mönnum, helst yfir fimmtugu. Ég er sjúklega hrifin af strák sem er með mér í bekk. Við erum mjög góðir vinir og ég vil ekki fórna vinskapnum. Málið er að mig langar alls ekki að vara hrifin af hinum því ef við myndum byrja saman eða ehv mundi álit fólks á mér breytast til hins verra og það sökkar því mér ætti að vera sama en mér er það bara alls ekki.

Er búin að rúnka mer nokkrum sinnum í hvíldarherberginu. Var þunn í skólanum og þurfti að hlaupa 3x út úr stæ tíma og hlaupa niður tröppurnar í gamla skóla til að æla.

Ég stal Smirnoff frá einhverri gellu úr Kvennó um daginn.

Ég (kk) hélt framjá kærustunni minni með einhverjum gæja á baðherberginu á Kiki.

Ég borðaði lasagna í morgunmat í dag (grænmetis samt).

Byrjuðum undirskriftalista til þess að þurfa ekki að vera með íslenskukennarann okkar.

Ég var einu sinni í Skeifunni að kaupa nammi þegar ég sá týndan strák sem fann ekki foreldra sína. Ég talaði við hann og ætlaði mér að hjálpa honum. Mig minnir að hann hafði heitið Ólafur eða Ólíver og hann var u.þ.b. 9 ára. Það var dimmt og kalt úti og hann var illa klæddur. Hann sagðist eiga heima hinum megin við Miklubraut og hann gekk aðeins á undan mér. Þar sá ég miða fastann við bakið hans sem á stóð „Skiljið hann eftir“. Ég stöðvaði og hló pínu. Áður en ég gat hugsað um það var ég löngu búin að snúa við. Þetta var óþægilegasta kvöld lífs míns. En ef ég ætla að vera alveg hreinskilin finnst mér þetta vera drepfyndið.

Ég þóttist einu sinni vera ferðamaður í pottinum í sundlaug sem ég hafði aldrei áður komið í, til þess að geta hlustað á safaríkt drama sem sampottendur mínir voru að ræða. Ég rakst óvart utan í aðra konuna og sagði „excuse me“ með rosalega ýktum bandarískum hreim (til að tryggja dulargervið, sjáið til). Hreimurinn virðist hafa verið nægilega trúverðugur, þær héldu alltént áfram að tala og létu ekkert undan. Þetta voru ekki á neinn hátt nytsamlegar upplýsingar ókunnugum en mjög fyndnar engu að síður (a.m.k. fyrir mig sem heyrði samtalið gersamlega úr samhengi). Ég þyrfti eiginlega að skrifa smásögu eða eitthvað álíka um þetta allt saman. Mikil dramatík. Eftir situr ekki vottur af eftirsjá eða samviskubiti. Mæli með því að allir prófi þetta. Góðar stundir.

Án djóks veit einhver hvað dúnk og mafs þýðir? Hef sofið hjá strák sem var á föstu.

Hef stolið hlutum sem eru samanlagðir líklegast langt yfir 100.000 kr. Liðin tíð samt, sem betur fer.

Hélt framhjá kærastanum mínum í sumarferðinni.

81

Skinfaxi 123


Hvað ef ég er ólétt? Fyrst um sinn leiddi ég hugann ekkert að því að ég var búin að vera aum í brjóstunum, smá óglatt á morgnana og öll lykt, alveg sama hvað, fékk mig til að vilja æla. Höfundur Ónafngreindur nemandi Menntaskólans í Reykjavík

82


Morgunógleðin hætti ekki og ég fór í pillupásu, eins og var á plani, nema hvað ég byrjaði ekki á túr eftir þrjá daga eins og venjulega. Ég leiddi hugann að öðru, ég var búin að taka tvö spjöld samfleytt og þá kannski við því að búast að ég væri á mjög litlum blæðingum. En svo leið dagurinn og svo næsti, og næsti og þá gat ég ekki hundsað þetta lengur… hvað ef ég er ólétt? Ég má ekki við þessu, sambandsslitin voru alveg nógu erfið, að ég þurfi ekki að hringja í hann og láta hann vita að við bjuggum óvart til barn saman þegar hann hafði sagt það svo skýrt að hann vill ekki krakka. Ó fokk. Ég hringsnýst í hausnum á mér. „En það getur ekki verið, það er svo langt síðan við gerðum það“ „en ef ég er í alvörunni ólétt, hvað er ég komin langt á leið?“ „Næ ég að klára skólann?“ Ég taldi mánuðina á fingrum mér; okt, nóv, des, jan, feb, mars, apríl, maí… Ég ríf mig loks úr ringulreiðinni sem mér tókst að skapa og ákveð að taka óléttupróf. Ég hafði samt ekki kjarkinn til að arka í næsta apótek sem var í Kringlunni, þar sem tíu prósent þjóðarinnar lagði daglega leið sína í desember, en hafði heldur ekki tíma til að skreppa í fjarlægt apótek út af vinnunni. Til að komast hjá hugsanlega vandræðalegustu samskiptum lífs míns bað ég vin minn að fara fyrir mig. Eftir jólaprófaeinkunnaafhendinguna skaust hann í apótekið fyrir mig og tók sameiginlega vinkonu okkar með. Þau stóðu því saman frammi fyrir apótekaranum, aðeins 18 ára og með þungunarpróf í hendinni. Ég get ekki ímyndað mér að vera í þessari stöðu. Leynilegi varningurinn komst loks áleiðis og nú var það að duga eða drepast; pissa á fjandans prikið og sjá í hvaða átt lífið stefndi fyrir litlar 2.345 kr. Með skjálfandi höndum opnaði ég kassann, tók út leiðbeiningarnar og las vandlega yfir þær aftur og aftur. Það getur verið gagnlegt að hafa úr eða klukku við höndina þegar prófið er framkvæmt… Þegar þú ert tilbúin skaltu taka próftækið úr þynnunni og taka hettuna

af því. Nota á próftækið strax. Hægt er að halda próftækinu í þvagbununni eða dýfa því í þvagsýni sem safnað hefur verið í hreint og þurrt ílát….Endi próftækisins verður strax bleikur, sem sýnir að hann dregur í sig þvag. Halda þarf enda próftækisins í þvaginu í a.m.k. fimm sekúndur. Ég geri mitt besta í að halda prikinu undir bununni og tel hægt; einn...tveir...þrír...fjórir. fimm. Endinn er bleikari en kynjaveislubleikur og þar með var staðfest að prófið virkaði. Hjartað slær örar. Hvað nú? Ég stilli þrjár mínútur á símann minn. Þori ekki að kíkja á meðan ég bíð. Reyni að hugsa um allt annað. Gefst að lokum upp og hætti að streitast á móti. Ef ég er ólétt, ætla ég að fara í þungunarrof eða eignast krakkann? Ég veit að ég hef stuðning foreldra minna og mig hefur alltaf langað í barn; er mesta mömmutýpan og hef alltaf verið. Er ég samt tilbúin til að ganga um með kúlu framan á mér í lok skólaársins; kaupa nýjan fiðluballskjól; sleppa útskriftarferðinni til að vera með barn á brjósti, bera ábyrgð á nýju lífi? Það er eitthvað við fóstureyðingar… Ég hrökk í kút þegar síminn hringdi. Þrjár mínútur liðnar. Dauðhrædd við niðurstöðurnar lít ég á prófið og anda léttar. Það er neikvætt.

83

Skinfaxi 123


Ljรณsmyndakeppni

84


Fyrsta sรฆti Hrefna Svavarsdรณttir 6.A

85

Skinfaxi 123


Annað sæti Cristina Agueda 6.B

86

Þriðja sæti Hrefna Svavarsdóttir 6.A


Uppáhalds mynd ritstjórnar Ísar Ágúst Kristjánsson 5.B

87

Skinfaxi 123


Frá árinu 1999 hefur verið venja að hafa mynd af nemanda á Blaðsíðu 67. Sagan segir að ljósmyndari Skólablaðsins 99 hafi krafist þess að ákveðin mynd yrði í blaðinu því hún væri einfaldlega of góð til þess að sleppa henni. Eina vandamálið var að myndin sem um ræðir passaði hvergi inn í blaðið. Á endanum varð þetta fyrsta myndin sem sett var á Blaðsíðu 67. Módelið var þá kallaður 67 strákurinn og hafa síðan þá margir prýtt þessa blaðsíðu. Árið 2014 var síðan ákveðið að það væri við hæfi að eigna kvenkyns nemanda aðra blaðsíðu og því má finna 89 stelpuna einfaldlega á blaðsíðu 89.

Ljósmynd Jóhanna María Bjarnadóttir

88


Á myndinni er Halla Emilía Ingólfsdóttir

89

Skinfaxi 123


Upphaf alls gamans

Höfundur Ásta Rún Ingvadóttir

90


Jakob Birgisson er flestum MR-ingum kunnugur. Þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall hefur hann skipað sér sess meðal fremstu uppistandara landsins auk þess að skrifa Áramótaskaupið 2019. Það er því ekki furða að þessi athafnamaður hafi einmitt stundað nám við Lærða skólann. Við mæltum okkur mót við hina rísandi stjörnu á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur á köldum laugardagsmorgni og fengum að fræðast meira um líf uppistandarans. var ekki endilega þessi dæmigerði „tossi“ í öllum greinum. Það er kannski undarlegt að ég hafi yfirhöfuð útskrifast. Ég útskrifaðist með 5,55 í meðaleinkunn og er stoltur af þeirri einkunn. Þetta er falleg tala, sérstaklega á prenti.

Á hvaða námsbraut varst þú?

Ég byrjaði á fornmálabraut 1 sem var alveg gaman en bara of mikið að læra fyrir minn smekk. Ég skipti yfir á nýmálabraut 1 eftir Rómarferðina og útskrifaðist þaðan um vorið 2018. Varst þú góður námsmaður?

Til þess að vera góður námsmaður þarf að vera agaður í námi, læra af samvisku og mæta í tíma, þannig að: Nei. Námið var ekki í fyrirrúmi hjá mér. Ég var alltaf að reyna að skemmta mér og hafa gaman til að halda mér gangandi. Ég á frekar erfitt með einbeitingu og er mikill sveimhugi og var aðallega að spjalla í tímum. Ég var með það sem reglu að mæta aldrei seinna en kl.11:10 í skólann. Mér fannst fínt að byrja daginn á hádegishléi og fara í tíma að því loknu. Ég mætti svo heldur eiginlega aldrei með tösku í skólann á lokaárinu. Það segir dálítið til um hvernig námsmaður ég var. Annars tók ég mína lærdómsspretti og

Hvernig leið þér í MR?

Ég fann fyrir alls konar tilfinningum, leið bæði mjög vel og mjög illa. Ég var fremur þunglyndur unglingur að reyna að hafa gaman. Við vinirnir vörðum til dæmis miklum tíma í að herma eftir kennurum og stúderuðum göngulag og málfar af kostgæfni. Það vakti oft mikla lukku. Þessi hæfileiki, að herma eftir, hefur svo nýst mér vel í gríninu. En stundum hélt ég að ég væri að missa vitið. Ég held að það sé ákveðinn hluti af því að vera í menntaskóla þar sem maður er að kynnast svo mörgu nýju. Ég upplifði sérstaklega svona viðloðandi samviskubit

91

Skinfaxi 123


og stress yfir hinu og þessu. Fólk þyrfti bara aðeins að slaka á og knúsast meira. Vinasambönd úr MR, eru þau enn til staðar í dag?

Já, að sjálfsögðu. Ég kynntist mörgum nýjum á öllum aldri og held fínu sambandi við marga. Bestu vinir mínir voru í MR og við minnumst oft þessara tíma eins og allt hafi verið fullkomið. Sú var auðvitað ekki raunin. Fjöllin eru fögur í fjarska. Varstu sáttur við kennarana þína?

Já, ég myndi segja það. Allir kennararnir sem kenndu mér voru góðir og ég myndaði ágætis sambönd við flesta þeirra sem mér finnst mikilvægt því að maður græðir ekkert á neikvæðu sambandi við kennara. Svo erum við Guðjón Ragnar, íslenskukennari, mjög góðir vinir og hittumst reglulega. Áttu þér uppáhaldsár í MR?

Örugglega lokaárið, það var eiginlega besta árið. Allir eru orðnir svo nánir vinir og maður sótti marga skemmtilega viðburði. Maður vissi líka að þetta væru lokametrarnir og gaf sig allan í þetta. Aðalatriðið var bara að njóta þess. Hafðir þú einhverja framtíðaráætlun á menntaskólaárunum?

Nei, enga fastmótaða hugmynd um hvað ég ætti að verða nákvæmlega en var á þessum tímapunkti byrjaður að íhuga að gera eitthvað tengt gríni. Ég var lengi vel haldinn menntaþráhyggju, taldi mig þurfa háskólagráðu beint eftir MR. Ég er eiginlega að losna við það núna, það er ekki forgangsatriði að fá háskólagráðu á meðan ég er sáttur í því sem ég geri. Hvað fórstu að bralla eftir útskrift?

Sumarið eftir útskrift fórum við sex vinir saman í Bretlandsreisu, heimsóttum England, Skotland, Norður-Írland og Írland. Það var svo í þessari ferð sem ég ákvað að fara út í uppistandið. Ég fann það á mér að ég gæti gert þetta þar sem ég á ekkert erfitt með að tala uppi á sviði. Þessi ákvörðun var tekin Upphaf alls gamans Ásta Rún Ingvadóttir

92

Maðurinn á myndinni Jakob Birgisson


í Belfast. Við Snorri vinur minn ákváðum þetta í sameiningu. Um haustið fór ég síðan í nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og undirbjó uppistand samhliða því. Því næst hélt ég mína fyrstu sýningu í október 2018 og síðan þá hef ég verið eingöngu í uppistandi. Ég tók samt jólaprófin í stjórnmálafræði þetta sama ár og fór eftir áramót í íslensku. Mér fannst ég þurfa að fara í íslenskunám, það var gamall draumur. Ég entist þó ekki lengi í henni og hætti á miðju misseri. Það var mikið að gera í uppistandinu og lítill tími til að sinna þessu. Kannski klára ég íslenskuna við tækifæri og verð kennari eða eitthvað. Ég held að það gæti verið gaman.

15 til 20 mínútna sett sem er auðvitað aðeins breytilegt eftir áhorfendum og þróast líka alltaf með tímanum. Uppistandið þarf að vera þétt og gott og halda fólki við efnið. Annars er fólk ekkert sérstaklega dómhart og flestir vilja að manni gangi vel. Ég fæ mikla útrás í uppistandi. Áttu þér einhverja fyrirmynd?

Uppistandssenan hefur stækkað mikið undanfarið á heimsvísu. Það eru til margir góðir uppistandarar. Hér á Íslandi er Ari Eldjárn þó klárlega mín stærsta fyrirmynd en líka góður vinur. Nauðsynlegt er að hafa einhvern sem maður getur leitað til sem hefur mikla reynslu og getur leiðbeint manni.

Var eitthvað í MR sem veitti þér innblástur eða opnaði nýjar dyr?

Eitthvað vandræðalegt móment á þínum starfsferli sem uppistandari?

Allt félagslífið bauð náttúrulega upp á margt. Ég var tvisvar sinnum kynnir á Söngkeppninni, bæði á busa- og lokaárinu, sem var mjög gaman, sérstaklega í seinna skiptið. Þá var ég meira að pæla í uppistandinu og reyndi að semja góða brandara. Það eru meira að segja sumir brandarar frá því á Söngkeppninni sem ég nota ennþá. High School Musical leiksýningin hjá Frúardegi sem ég tók þátt í í fjórða bekk hafði líka mikil áhrif á mig. Jóhann Kristófer og Sigurbjartur leikstýrðu og voru skemmtilegir við okkur. Þótt ég hafi oft verið á sviði þá var þetta algjör frumraun hjá mér í leiklist. Ég er stoltur af þessu leikriti og þetta var skemmtilegur hópur. Ég þroskaðist mikið við þetta.

Enn sem komið er hefur ekkert hræðilegt átt sér stað en auðvitað hef ég alveg lent í því að fá lítil sem engin viðbrögð. En maður verður að hafa sjálfsöryggi til þess að geta haldið áfram þó að maður uppskeri ekki hlátur. Yfirleitt gengur þetta bara vel. Hvernig líður þér í dag, ert þú að upplifa den store drøm?

Já, mér líður vel. Ég er ánægður með staðinn sem ég er á og tek honum ekki sem sjálfsögðum hlut. Stefnan er að halda áfram á þessari braut og ofhugsa ekki framtíðina, það voru mistök sem ég gerði ítrekað í menntaskóla. Eitt leiðir af öðru og það verður bara að koma í ljós hvað gerist næst. Hvernig er staðan á þér núna?

Núna er ég uppistandari í fullu starfi. Ég skemmti hverja einustu helgi hér á höfuðborgarsvæðinu en fer líka stundum út á land. Við Jóhann Alfreð erum að sýna uppistand saman sem er svakalega skemmtilegt.

Var MR góður stökkpallur yfir í það sem þú ert að gera í dag?

Já, klárlega. Þegar ég lít til baka var þetta næstum fullkomið; mikilvægt nám, gott félagslíf og skemmtilegt umhverfi. Síðan er nokkuð fjölbreytt flóra nemenda og alls konar fólk fær tækifæri til þess að blómstra.

Ertu með einhver markmið eða eitthvað á döfinni?

Bara halda áfram í þessu sem ég er að gera núna með sýninguna mína og að skipuleggja túr um landið. Ég veit ekkert hvort eða hvenær ég ætla í meira nám.

Hvernig er að vera uppistandari?

Að mörgu leyti er þetta skrýtin vinna. Mér er borgað fyrir að hlægja fólk. Þetta er sirka

93

Skinfaxi 123


Söngkeppni Skólafélagsins

94


Sigurvegari Sigríður Halla Eiríksdóttir, söng lagið When the party’s over með Billie Eilish

95

Skinfaxi 123


Húrra Reykjavík

Ljósmyndari Hrefna Svavarsdóttir Módel Dögg Magnúsdóttir Sonja Þorsteinsdóttir María Hrund Kristjánsdóttir Ísak Tumi Hauksson Jakob Þórir Hansen Fróði Brooks

96


María Hrund Kristjánsdóttir: Han Kjøbenhavn Relaxed Pants Leo Satin 22.990 Han Kjøbenhavn Drop Shirt Leo Satin 22.990

Skinfaxi 123

97


María Hrund Kristjánsdóttir: Carhartt W’ Pierce Pant Wax Rinsed 14.990 Mads Nørgaard Crinkle Pop Dupina Black/White 19.990 Wood Wood Karin Trench Coat Navy 39.990 Ísak Tumi Hauksson: Carhartt L/S Pocket T-Shirt White 6.990 Stüssy Dyed Ranch Jacket Olive 32.990 Stüssy PU Contrast Stich Bucket Hat 9.990 Carhartt Sid Pant 32 Poplin Wall Rinsed 14.990

98

Húrra Reykjavík


Fróði Brooks: Stüssy Stock Logo App Hoodie Cement 18.990 Carhartt Michigan Coat Indigo Stripe Denim 22.990

Skinfaxi 123

99


Húrra Reykjavík

100


Jakob 횧처rir Hansen: Carhartt Modular Jacket Black Rinsed 19.990 Niels Norse Project Logo White 9.990 Carhartt Sid Pant 30 8,6 Oz Black 14.990 Wood Wood Brandon Shirt Green AOP 15.990 Sonja 횧orsteinsd처ttir: Blanche Power Shirt Multicolor 39.900 Wood Wood May Jeans Khaki 19.990

Skinfaxi 123

101


Dögg Magnúsdóttir: Wood Wood Lidia Jacket Dark Green 23.990 Wood Wood Mila Top Off White Stripe 7.990

102

HúrraHúrra Reykjavík


Fróði Brooks: Palm Angels Logo Overskirt Anthracite White 79.990

Skinfaxi 123

103


Sonja Þorsteinsdóttir: Mads Nørgaard 5×5 Rib Trutte Soft Purple 8.990 Eytys Benz Tar Black 33.990 Eytys Buck Tar Black 39.990

104

HúrraHúrra Reykjavík


Rómeó og Júlía á Herranótt 2020 Ljósmyndari Kristín Ögmundsdóttir

105

Skinfaxi 123


Rómeó og Júlía á Herranótt 2020

106


107

Skinfaxi 123


Tómas Helgi Harðarson 6.M

Það var einn gluggi aftast í stofunni svo súrefnið kláraðist á korteri og þeir sem sátu fremst var alltaf heitt á meðan þeir sem sátu aftast var alltaf kalt og alltaf með kvef. Þetta var vítahringur. Hvað tekur við?

Ég held ég ætli að taka mér pásu frá bóklegum skóla og klára píanónámið. Ég veit að ef ég geri það ekki á næsta ári þá mun það örugglega aldrei klárast og ég mun pottþétt sjá eftir því. En svo er alltaf pælingin að fara beint í háskóla. Mér finnst fólk alltaf tala um að það ætli beint í háskóla svo það geti farið fyrr á atvinnumarkaðinn en mér finnst það ekki hljóma rétt. Þú græðir miklu meiri pening ef þú býrð hjá foreldrum þínum í ár, tekur frí og ert að vinna líka. Eftir pásuna fer ég samt örugglega í einhverja raunvísindagrein. Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig hver hún verður en ég hef að minnsta kosti aðeins lengri umhugsunartíma. Spenntur fyrir útskrift?

Já og nei. Ég hefði alveg verið til í eitt auka ár sérstaklega því mér finnst bekkurinn minn vera skemmtilegur og það væri alveg fínt að fá auka ár til að minnka álagið. Bekkurinn er líka búinn að þjappast mun meira saman í ár og það væri gaman að fá þessa upplifun eitt ár í viðbót. En svo er líka bara spennandi að klára þennan kafla. Þannig ég er svona sæmilega spenntur fyrir að útskrifast. Besta við MR?

Það besta við MR er klárlega félagslífið. Mér finnst ótrúlega hvetjandi að hafa tvö nemendafélög þrátt fyrir að ég sé kannski ekki virkastur í félagslífinu. Bekkjakerfið hentar mér líka mjög vel og margir kennarar eru frábærir. Versta við MR?

Casa Christi! Casa Christi er það versta við MR. Gamla stofan mín í Casa Christi, stofa 1, er núna geymsla. Hún var alveg ömurleg. Hvað tekur við? Jóhanna María Bjarnadóttir Sindri Smárason

Eftirminnilegasti atburður úr félagslífinu?

Sko, ég er smá svona stofurotta svo ég myndi helst segja að eftirminnilegustu atburðirnir hafi gerst innan stofunnar. Ég man mjög vel hversu oft einhver var rekinn úr tíma í 4. bekk og hvað við vorum óþekkur bekkur. Annars hafa öll árin eiginlega blandast saman svo það stendur ekkert eitt mjög upp úr. Mér fannst samt busunin alveg eftirminnileg og fyrsta Busarave-ið var mjög mikil upplifun...

108


Ninja Kamilludóttir 6.R

Hvað er það besta við MR?

Það besta er að ekkert í lífinu mun verða jafn erfitt og undanfarin ár í MR. Ef ég kemst í gegnum þetta þá kemst ég í gegnum allt. Versta við MR?

Hagaskóla-elítan. Djók. Það er samt alltaf kalt. Mætti alveg laga ýmislegt í byggingunum. Hvað á að gera í haust?

Ótrúlegt en satt, en þá er ég með plan. Ég bara fann mig í líffræðinni í 5. bekk og þess vegna ætla ég beint í Háskóla Íslands í líffræði. Ég hef engan áhuga á einhverju læknisfræðidæmi. Ég vil miklu frekar fara að finna einhverja sveppi og sníkjudýr. Ég kom líka með smá pælingu fyrir nokkru síðan sem er búin að þrauka hjá mér í meira en heilt ár. Mig langar nefnilega að taka David Attenborough og Jane Goodall á þetta í framtíðinni og fara til eyjunnar Borneó og lifa mínu besta lífi þar. Alla vega á meðan þar er enn skógur. Eftirminnilegasti atburður úr félagslífinu?

Úfff, þegar stórt er spurt! Ég man ekkert sérstaklega vel eftir neinu. Ég myndi mögulega segja að embættisferðin sem ég fór í sem busi hafi verið eftirminnilegust. Það hefur svo mikið annað gerst að þetta fellur allt svolítið saman í eitt. Embó var semsagt ferð með öllum embættismönnum nemendafélaganna sem hefur ekki verið síðastliðin tvö ár. Ertu spennt fyrir útskriftinni?

Ó, já! Óóó já! Sko, ef það er eitthvað sem er búið að halda mér gangandi í gegnum hversdagsleikann þá er það ekki bara útskriftin sjálf heldur líka Mexíkó.

109

Skinfaxi 123


Matthías Edwardsson 6.S

Hvað er það besta við MR?

Hann nær svo vel að tengja saman lærdóminn og félagslífið. Maður er að gera svo ótrúlega mikið á stuttum tíma en nær samt að koma sterkur inn í félagslífinu. Þannig að þú færð að gera eitthvað skemmtilegt en á sama tíma þá þarftu að reyna á þig. Eftirminnilegast viðburðurinn?

Ekkert sérstakt stendur endilega upp úr nema aðrir viðburðir sem eru alveg ótengdir MR. Busarave-in eru samt bestu böllin! Hvað er það versta við MR?

Hvað við lærum mikið af tilgangslausum hlutum. Ég tel það alveg vera klárt mál. Við erum að læra mjög margt áhugavert en aftur á móti er líka svo mikið sem er algjörlega tilgangslaust. Ég væri miklu frekar til í að fá meira val. Hvað á að gera í haust?

Ég ætla að reyna við inntökuprófið í læknisfræði, kýla bara á það. Ef það gengur ekki þá ætla ég til útlanda í læknisfræði og þá helst til Póllands því ég tala pólsku. Spenntur fyrir útskrift?

Já, en ég er samt ekki að fara til Mexíkó. Núna á seinustu önninni minni þá er ég mjög til í að klára þetta en eftir útskrift og þegar sumarfríið klárast þá mun mig örugglega langa aftur í MR.

Hvað tekur við? Jóhanna María Bjarnadóttir Sindri Smárason

110


Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers 6.S

Hvað er það besta við MR?

Eiginlega bara allt fólkið sem maður kynnist. Ég var ótrúlega heppin með bekk á fyrsta ári og eignaðist þar mjög góða vini sem eru í raun bestu vinir mínir í MR í dag. Fyrstu kynnin af MR voru þess vegna mjög góð. Hvað er það versta við MR?

Kannski helst hversu hátt á forgangslistann maður þarf að setja námið. Þetta getur hjálpað seinna meir í lífinu og byggt upp metnað en stundum er þetta bara klikkað og allt of mikið. Það er ekkert endilega gott. MR mætti kannski leggja aðeins meiri áherslu á sköpun og hópvinnu. Eftirminnilegasta atriðið úr félagslífinu/úr MR?

Busunin á fyrsta ári! Ég man rosalega vel eftir því að vera tolleruð og fleira. Allir að bjóða okkur velkomin í MR og ég var bara eitthvað „Já! Ég er orðin MR-ingur.“ Svo fannst mér líka ótrúlega gaman að busa, tollera og að fara í hlutverk grýlu. Busarave-in öll árin standa líka að sjálfsögðu upp úr. Hvað á að gera í haust?

Sko, ég ætlaði að ákveða hvað ég myndi gera í haust núna í jólafríinu en fattaði á endanum að ég þyrfti aðeins meiri tíma. Það er gott að hafa stefnu en ég er enn svolítið út um allt. Ég held samt að ég fari í skóla í haust, líklega í verkfræði. Mér finnst samt mjög sniðugt að taka sér pásu en þá tel ég að maður eigi að vera alveg viss um hvað maður ætli að gera í henni. Ekki að taka sér eitt ár í að taka ákvörðun heldur fara frekar að læra tungumál eða eitthvað. Ertu spennt fyrir því að útskrifast? (spennt fyrir útskrift?)

Ég er ótrúlega spennt! Það er kannski misjafnt hvað fólki finnst þetta vera stór áfangi að verða stúdent en mér finnst þetta ótrúlega stórt! Ég er búin að vera að plana stúdentsveisluna síðan ég byrjaði í MR og ég ætla að hafa hana geggjaða.

111

Skinfaxi 123


Sjór

Frost

Jökulsprunga

Myrkur

Heyr þú þulu þessa Þorrinn þrengir að Fengur fár í fangi er Feigð mun okkur finna

Ég er frost og ég er feigð, Fangi minn þú ert. Ég, þorrin, hef þig sem þræl, Þegar þig hef hert.

Hvítt og kalt er það landslag Er gengið er þennan dag Nú villast ykkar ferðir Snjóhríð herðir

Hestar, hundar, helvíti nær Húsdýr lögð í haug Fiskveiðar okkar hinsta von Vá vil okkur vinna

Ég er kárinn, kem ég skjótt, Kalt þér mun senn verða. Hamfarir og hörmungar, Snjóhríð mun þig herða.

Kuldi á kynnum svíður Sprunga þolinmóð bíður Örlögum ykkar ræður Fangar bræður

Kemur þð hratt, kolsvart og kalt Kvöldið er komið, nú felur það allt. Svartamyrkur, svartar kyrkjur. Sólin er horfin, nú hverfur styrkur. Dimmur sjórinn, drukknar vonin. Deyr nú áhöfnin, grætur skipstjórinn. Skuggar hreyfast, hjálpir gleymast. Hvelvíti komið, fjölskyldur drepast.

Setjum segl á opið haf Sjór skal okkur góður Kemur kárinn, kýla öldur Köstumst undir klaka

Ég er þræll, þitt fórnarlamb Þorrin þrengir að. Stormur stefnir okkur á, Sækir okkar stað.

Hann dæmdu sálirnar sér Líf þitt í höndum hans er Jökullinn miskunnarlaus Þú ei þetta kaust

Djúpið dregur okkur nær Opnum dauðans dyrum Sökkvum nú í sortan sæ Því haf skal gefa og haf skal taka

Frelsaður frá kuldanum, Frostið mig fraus. Ég er látinn, ligg ég hér. Loksins er ég laus.

Menn hafa kjarkinn nú mist Jörð undir fótum hristist Ís brotnar undan þunga Jökulsprunga Búðu þig undir fallið Bergmálast loka kallið Þú kallar hjálpina á Munt ei hana fá Beinin á botni brotna Af blóði, fötin blotna Nú óma sársaukakvein Þú vilt aftur heim Nú bíður dauði langur Og þú fljótt verður svangur Ekkert sem þú getur gert Dauðadæmdur ert Jökull nafn þitt hefur nefnt Og sprungan þig hefur hneppt Þú deyrð í þögn og drunga Jökulsprunga

Höfundur M.Loki

112

Draugar vakna, dauðans sakna. Dæmdir voru í ódauðleika. Skeppnur læðast, sálir hræðast. Svipir á eintómri hræðslu nærast. Þeir skulu þjást, til þeirra sást. Þeir munu þurrka út hamingju og ást. Afhverju þeir, þeir vilja ei meir. Því djákninn ræður hver í friði deyr. Áttavilltur, vesæll piltur. Vandræðin byrjuð hann verður trylltur. Móðurlaus er, morð hennar sér. Kyrkrið hann umkringir, út í það fer. Djákninn eltir, drenginn fellir Dynja á piltinum þungir skellir. Svartar kyrkjur, strákur kyrktur. Settur er inn í endalaust myrkur.


Vertu í hópi ánægðustu viðskiptavina í bankaþjónustu á Íslandi* og sæktu nýja Íslandsbankaappið á islandsbanki.is/app

113

Skinfaxi 123

*Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni

Nýtt Íslandsbankaapp Með nýja Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu hvar og hvenær sem er á einum stað á einfaldan og öruggan hátt. Í appinu getur þú greitt reikninga, dreift greiðslum, séð allt um kortin þín, sótt um lán, stofnað sparnað, nálgast rafræn skjöl og margt fleira.


Án titils Ég var að skoða hverfishópinn minn á Facebook þegar ég rambaði á facebook-reikning sem hét Filippía Franzen. Hún var að hnakkrífast við aðra íbúa í hverfinu um það hvort einhver ómerkileg girðing ætti að fá að standa. Mér fannst þetta svo einkennilegt nafn að ég fór að skoða reikninginn. Á honum voru myndir af barnabörnum, hundi, nýsópuðum palli og annars konar efni sem gamalt fólk á til að ofdeila með heiminum. Forsíðumyndirnar hennar voru allar sama myndin af gamallri stutthærðri konu, nema með mörgum mismunandi merkingum og stimplum. Það var ekki nýtt að sjá svona félagsblinda gamla manneskju. Ég var í þann mund að huga að öðru þegar ég tók eftir að allar persónuupplýsingarnar voru uppfærðar á seinasta sólarhringnum. Þá fór ég að leita í Íslendingabók. Engin Filippía Franzen. Mér fannst það strax einkennilegt að einhver hafi búið til gervireikning til þess eins að rífast við gamalt fólk á Facebook-hóp hverfisins. Ég gleymdi mér í öðru dagana sem liðu og Filippía Franzen kom ekki upp í huga mér einu sinni. Ég var svo upptekinn að skrifa sögur, en satt best að segja gekk það ekki vel. Það er svo erfitt að finna innblástur á tímum sem ganga út á að gengisfella upplýsingar og dæla þeim í mann nauðugan. Þann 14. mars 2023 skrifaði Filippía Franzen inn á Facebookhópinn Grafarholtshverfi: Komið sæl, öll sömul. Fimmtudaginn næsta klukkan 17:00 er ég að halda kynningu um veðursveiflur og loftslagsmál í Sæmundarskóla. Ég hvet áhugasama til að mæta! Þessi færsla kom mér í opna skjöldu. Huldumaðurinn sem virtist hafa gert reikning til að rífast við fólk hefur tekið þetta skrefinu lengra. Hvers konar hrekkur getur það verið að láta saklaust fólk mæta upp í skóla til þess að gera sig að fífli? – eða er Filippía þá kannski til? Á reikningnum hennar stóð að hún væri veðurfræðingur og hefði lært í Háskólanum í Stokkhólmi. Færslan var kominn með 50 læk og 30 manns settu „Mæti“ á viðburðinn. Ef þetta var grín var það formlega of langt gengið. Það voru komnar athugasemdir frá þónokkrum íbúum hverfisins. Helgi Heiðdal nokkur skrifaði „Flott þetta!“ og Arnar Blær Laufdal Klængsson skrifaði stórum stöfum „ÉG MÆTI FYRIR UMHVERFIÐ!“ Ef Filippía er ekki til þá hefur henni aldeilis tekist að ginna fólk. Meira að segja frændi minn og frænka settu læk við færsluna. Ég hugsaði þó ekki meir um þetta Höfundur Stefán Þórarinn Hermannsson 5.A

114


stórundarlega atvik. Það leið fram á fimmtudag og Filippía hafði skrifað aðra færslu inn á Grafarholtshverfi. Sæl. Vegna margra fyrirspurna hef ég ákveðið að halda aukafyrirlestur eftir vel heppnaða kynningu í dag. Hún verður á mánudaginn klukkan 17:00 á sínum stað. Þessi færsla fékk svipuð viðbrögð. Fólk hrósaði fyrri kynningunni sem átti að hafa átt sér stað. Ég sendi Filippíu Franzen vinabeiðni. Hún staðfestir hana samdægurs og þá opnast fyrir mér reikningurinn hennar. Ég komst að því að hún átti bara 10 facebook-vini. Þar á meðal áðurnefnda Helga Heiðdal og Arnar Blæ. Veggurinn hennar var fullur af uppfærslum. Hún var alltaf að gera eitthvað og liðu ekki nema nokkrir tímar milli þess sem hún uppfærði stöðu sína. Þetta hafði gengið á í viku þegar hún setti inn á vegginn sinn: Var að klára ágætis sundsprett í Breiðholtslauginni með @Helgi Heiðdal. Besta laugin í bænum! Huldumaðurinn missteig sig þarna því Breiðholtslauginni hafði verið lokað mánuði áður og ef hann hefði ekki verið svona upptekinn við leynimakk sitt hefði hann tekið eftir því í deiglunni. Fyrir mér var þarna staðfest að Filippía Franzen sem hélt því fram að hún hefði búið í hverfinu í 30 ár var ekki til og hafði aldrei verið. Af forvitni minni ákvað ég að mæta í Sæmundarskóla á áðurnefndan viðburð. Hvorki meira né minna en 50 manns sögðust ætla að mæta. Þar á meðal Halldór frændi og ýmislegt lið sem ég sá ekki betur en að væri til. Þegar ég var að aka á WV Golf druslunni minni upp í Sæmundarskóla varð mér hugsað til Truman Show. Umhverfi Trumans var áþreifanlegt og jafnvel keimlíkt veruleikanum, en í raun var það sett upp til að plata hann. Eru samfélagsmiðlar raunveruleikinn? Ef það er hægt að búa til heila manneskju og trúverðugt umhverfi upp frá grunni, er það hluti af veruleika samfélagsins? Ég gekk inn í Sæmundarskóla og fékk kipp af nostalgíu. Ég gekk í matsalinn þar sem fundurinn átti eftir að eiga sér stað. Klukkan var 17:05. Enginn var mættur. Það má vera að ég hafi verið gabbaður, en ég skynjaði nærveru draugahers í matsalnum.

115

Skinfaxi 123


Án titils

Á brotnum vængjum vilt þú fljúga Á vilja þinn munt alltaf trúa Lipur munt á lífið snúa Lætur engan að þér ljúga Á brotnum fótum skaltu standa Skríða þá til næstu landa Heyra köll þíns helsta fjanda Halda svo til heilags anda

Frúin

Höfundur Hekla María 5.Z

Áfram gakk Og aftursnú Hvað segir hin góða frú Hún segir byggðu bú Giftu þig frú Og til dauðadags Mjólkaðu kú Byrjaðu nú

116

Höfundur Elfar Ingi Þorsteinsson


Sumarlilja

Stundarblíðan, sumarliljan mín. Speglar sálarinnar, vopnin þín. Ástarorð þín, sem tvíeggjað sverð. Orrusta tveggja huga, bæði úr stáli gerð. Til þín yrki ég tregaljóð, harm minn sýni þér, traust þitt ég sveik, og vegir skiljast hér. Lúti nú höfði, sumraliljan mín. Liðin er stundin, er ást þín var mín. Frosið er vatnið, vor hulda heimahlíð. Veturinn mætti, hörð er vetrarhríð. Turn minn ég tilheyri, Myrkrið á verði Tíminn læknar sár, og viljann herðir. Minningin ljúfa, Sumarliljan mín. Móðan klæðir vatnið, ég sé ekki Hlín. Þokan víkur frá, sólin vanga strýkur. Sumarliljan mín, hjarta mitt þú brýtur. Ég mun leita þín í okkar blíðu heimahlíð, uns elskendur tveir sameinast á ný.

Höfundur Hjalti Dagur Hjaltason 6.M

117

Skinfaxi 123


Höfundur Ásta Rún Ingvadóttir

118


Þú vaknar við ærandi öskrið í vekjaraklukkunni. Vakinn upp úr algjörum djúpsvefni. Hefðir viljað sofa í að minnsta kosti þrjár klukkustundir í viðbót. Með augun full af stýrum reynir þú að halda þeim opnum í skjábirtunni frá símanum. Skoðar nokkrar færslur og pósta á milli svefns og vöku. Hniprar þig inn í sængina því þig langar ekki að stíga upp úr dúnmjúka skýjahnoðrinum sem rúmfötin hafa skapað á dýnunni. Þegar augun hafa vanist því að vera opin liggur þú dágóða stund, íhugar tilgang þinn á þessari deyjandi jörð og ákveður klæðnað dagsins. Þegar þú mátt ekki vera sekúndu seinni á fætur rífur þú þig upp og dröslast af stað að gera þig til. Smá hrollur í þér á leiðinni út. En upphitaði Yarisinn bíður spenntur eftir þér fyrir utan. Þægindi á hæsta stigi að geta bara stokkið út í bíl og keyrt í skólann. Hitað sæti, þín tónlist, þinn bíll. Hægt að nýta umferðarteppuna til að kíkja aðeins í símann, það er allt í lagi, það gera það allir. Finnur gott stæði á MR bílastæðinu. Kvíðir reyndar smá fyrir því að komast þaðan út að skóla loknum, en það er seinni tíma vandamál. En bíddu nú við ... Ert þú þessi Palli sem var einn í heiminum? Nei, ég hélt ekki. Þannig er mál með vexti að þú deilir Jörðinni með öðrum. Við lifum á tímum þar sem hver einasta ákvörðun skiptir máli. Og sama hversu glatað það kann að hljóma, þá verður þú að breyta flestum daglegum venjum þínum. Finnst þér verið að taka lífið frá þér ef þú ert beðinn um að hætta að panta föt á ASOS, sleppa bílnum, nota tannkremstöflur og flokka hvern einasta plastbút? Ef svo er, þá skaltu samt hafa það hugfast að þú ert þá að taka lífið frá Jörðinni í staðinn.

119

Skinfaxi 123


Gettu betur

Lið Menntaskólans í Reykjavík

120

Frá vinstri Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir 5.B Ármann Leifsson 5.A Víkingur Hjörleifsson 5.S


Morfís

Frá vinstri Rafnhildur Rósa Atladóttir 6.B Elísa Björg Tryggvadóttir 6.U Ágúst Beinteinn Árnason 5.B Sólrún Dögg Jósefsdóttir 4.G Arent Orri Jónsson 6.U

121

Skinfaxi 123


Duga eða drepast Til að komast að því hvernig er að púsla saman krefjandi námi og íþróttum hittum við nokkra MRinga sem eiga það öll sameiginlegt að hafa byrjað í íþrótt snemma á lífsleiðinni og haldið áfram þrátt fyrir að stunda nám í Lærða skólanum.

Höfundar Amíra Snærós Jabali Freyja Þórisdóttir Sigríður Halla Eiríksdóttir

122


Iveta Ivanova

til skólanna. Þegar ég fór svo að skoða skólana velti ég alveg fyrir mér t.d. afreksbrautinni í Borgó. En ég er líka akademísk en ekki bara í íþróttum og mig hefur alltaf langað að fara framhaldsnám og MR er bara langbesti undirbúningurinn fyrir það. Og ef ég get þetta, MR og karate, þá get ég gert svo sem hvað sem er.

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir og hversu lengi hefur þú æft?

Ég var sex ára þegar ég byrjaði að æfa og hef þá æft í tólf og hálft ár. Hvað æfir þú oft í viku?

Misjafnt, svona sex til níu sinnum, fer eftir því hvort ég er að keppa. Af hverju karete?

Hvort finnur þú fyrir meira stressi vegna karate eða skólans?

Ég átti vinkonu sem var að reyna að fá mig í þetta og hún átti eldri systkini sem voru að æfa. Hún sagði mér að það væri alltaf svona pizzapartý á jólunum og mig langaði svo ógeðslega mikið í pizzapartý. Þannig að ég ákvað bara að prófa að mæta á æfingu og svo bara festist ég í þessu. Hefurðu íhugað að hætta?

Ég hef prófað rosalega margt annað, bara síðan ég var tveggja ára hef ég verið í íþróttum og æft margt á sama tíma. Hef þá hætt í því og byrjað í einhverju öðru en ég hef aldrei hætt í karate. Hvernig finnst þér ganga að halda jafnvægi á milli skóla og karates?

Þegar ég pæli í því þá geri ég ekki mikið annað en að læra, æfa karate, borða og sofa, ef að það er tími til. Mér hefur samt gengið mjög vel, er mjög skipulögð og á gott með það að læra. Þetta getur orðið mikið álag og maður verður stundum þreyttur á þessu. Finnst kennararnir samt mjög hjálpsamir í kringum keppnisferðirnar. Ég hafði heyrt; MR mun ekki koma til móts við þig og mun ekki hjálpa þér neitt með íþróttirnar. En ég hef í alvöru fengið svo góðar móttökur. Þjálfararnir hjálpa líka helling. Leyfðu mér t.d. að hvíla í jólaprófum svo að ég gæti sleppt vorprófum.

Karate, alveg klárlega. Ég er alveg góður námsmaður og svo veit maður alltaf hvað mun koma á prófinu, námsefnið. Það eru miklu fleiri óvissuþættir í karateinu, t.d. ef ég er að fara að keppa þá veit ég ekkert hvaða keppinaut ég fæ eða hvaða dómarar eru. Það er líka bara mataræðið, svefninn, að vera á túr. Það er svo margt sem getur haft áhrif. Sérstaklega ef maður er að fara út, taka mörg flug og er kannski búin að ferðast í sólarhring og er svo að keppa daginn eftir. Áttu einhverja skemmtilega minningu frá því þegar þú varst að byrja?

Pizzapartýin voru í alvöru og voru mjög skemmtileg. Ég sé einnig núna um að halda þeim við af því að ég sé um félagsskipulagið. Já og ég er líka að þjálfa tvisvar, þrisvar í viku, m.a. Einar Konrektor, mjög gaman að láta hann teygja. Er eitthvað markmið sem þú vilt ná áður en þú hættir?

Ná í verðlaun á EM eða HM, eða K1 sem er stærsta mótaröðin, það er alveg öruggt markmið. Vil líka komast upp á a.m.k topp tíu á heimslistanum.

Af hverju MR? Veltir þú fyrir þér stressminni möguleikum?

Þegar ég var svona sex ára horfði ég á Gettu betur og fannst MR bara vera besti skólinn. Ég átti enga fjölskyldu á Íslandi þannig að ég þekkti ekkert

123

Skinfaxi 123


Sandra Tómasdóttir

t.d. jólasýningar og jólapróf. Eins og núna þegar ég er að æfa fyrir jólasýningu sem er í næstu viku en svo eru jólapróf í vikunni þar á eftir. Þá þarf ég að vega og meta mikilvægi hluta en ég þarf alltaf að sleppa einhverju og vinna það upp eftir á.

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir og hversu lengi hefur þú þá æft?

Ég byrjaði þegar ég var þriggja ára. Já, og ég hef þá æft í… 13 ár. Það tók mig smástund að reikna þetta. Hversu oft í viku æfirðu?

Almennt er ég á fimm til sex æfingum í viku. Þær eru alltaf a.m.k. einn og hálfur tími en oft lengri. Fyrir sýningar hef ég lent í því að dagarnir verða langir og það hefur hent að ég sé á sex tíma æfingum eftir skóla. Af hverju ballett?

Ég byrjaði eftir að ég var eiginlega „sett“ í ballett af foreldrum mínum. Nú snýst ballettinn aðallega um hreyfinguna en félagsskapurinn spilar mikið inn í. Ég hugsa að það sé orðinn ákveðinn vani að vera í ballett, mjög stór hluti af mínu daglega lífi en þegar ég velti því fyrir mér man ég ekkert hvernig það var að æfa ekki ballett. Hefurðu íhugað að hætta?

Já. Það var tímabil þar sem ég upplifði áhugaleysi en ég er ansi viss um að það hendi alla sem hafa stundað tómstundir í ákveðið langan tíma. Svo komst ég yfir það og hef ekki íhugað að hætta síðan. Af hverju MR? Veltirðu fyrir þér minna stressandi möguleikum?

Ég skoðaði það að fara í MH. Þau eru náttúrulega með listdansbraut en það væri mjög þægilegt, sérstaklega þar sem listdansskólaæfingarnar eru flestar á skólatíma og MH vinnur mikið í kringum það. En svo langaði mig alltaf mest í MR og ég vissi af öðrum á undan mér sem voru að gera það sama og tókst að láta þetta ganga. Allir hafa verið mjög tillitssamir gagnvart æfingatímanum mínum og því öllu, bæði stjórnendur og kennarar. Hvort finnurðu fyrir meira stressi vegna skólans eða ballettsins?

Oftast er stressið ansi jafnt en það getur verið erfitt í kringum annarlok vegna þess að það eru sömu vikurnar sem falla undir Duga eða drepast Amíra Snærós Jabali Freyja Þórisdóttir Sigríður Halla Eiríksdóttir

124


Kári Pálsson Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir og hversu lengi hefur þú þá æft?

Ég var fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta og ég hef þá æft í tólf ár. Hvað æfir þú oft í viku?

Það fer eftir ýmsu hversu oft ég æfi en ég reyni mæta fjórum til fimm sinnum. Af hverju fótbolti?

Allir strákarnir í skólanum mínum æfðu og mig langaði að æfa einhverja íþrótt. Ég held að allir strákar úr Vesturbænum hafi einhvern tímann æft fótbolta. Hvort finnur þú fyrir meira stressi vegna skólans eða fótboltans?

Mér finnst ekki erfitt að vera í fótboltanum með skólanum og námið hefur engin áhrif á það hvernig ég mæti á æfingar. Það er líklega meira stress í skólanum, það er ekkert mikið stress í fótboltanum nema mögulega þegar við erum að keppa. Telur þú að það hjálpi þér í náminu að æfa fótbolta?

Þetta hjálpar eflaust til með námið. Færð útrás og verður betri í því að skipuleggja þig. Síðan er líka bara hollt að fara út að hreyfa sig, það er gott fyrir alla. Hvaða tækifæri hefur fótboltinn fært þér?

Fótboltinn hefur pottþétt hjálpað með félagsskapinn. Hefði örugglega ekki skipt yfir í Hagaskóla nema út af strákunum, en ég var í Landakotsskóla. Ég væri líklegast ekki í sama vinahópi í dag ef ég hefði ekki byrjað í fótboltanum.

125

Skinfaxi 123


Fehima Líf Purisevic

Áttu þér einhver markmið innan fótboltans?

Áður en ég hætti að lokum myndi ég m.a. vilja spila Pepsi-deildarleik. Ég hef ekkert fengið að fara inn á vegna þess að ég hef verið meidd. Svo langar mig að komast í eitthvað landslið. Ég var líka einu sinni að pæla í skólastyrk út frá fótboltanum. Ég verð vonandi fótboltamamman með klappstólinn á kantinum og ég vona auðvitað líka að börnin mín verði í þessu.

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir og hversu lengi hefur þú þá æft?

Ég byrjaði að æfa þegar ég var fimm ára. Ég hef þá æft í þrettán ár. Hversu oft í viku æfirðu?

Ég æfi svona fimm til sex sinnum í viku, stundum sjö sinnum. Fyrir leiki æfi ég stundum alla daga vikunnar. Af hverju þessi tómstund?

Ég byrjaði í fótboltanum vegna þess að það var ekki margt annað í boði í Ólafsvík en pabbi minn er líka fótboltaþjálfari þar. Núna finnst mér líka gott að geta farið og bara gleymt öllu á æfingu ef maður er búinn að vera að læra mikið í skólanum. Og svo er auðvitað félagskapurinn líka. Hefurðu íhugað að hætta?

Já, á fyrsta árinu mínu í MR. Ég var ótrúlega stressuð yfir öllu en síðan vandist þetta og ég komst á æfingar. Ég var í alvörunni að fara að hætta, ég bara gat þetta ekki. Ég held samt að ég hafi mögulega verið að stressa mig að óþörfu. Ég var byrjuð að mæta illa á æfingar en síðan tók ég mig á, þetta er alveg hægt. Af hverju MR? Veltirðu fyrir þér minna stressandi möguleikum ?

Já, ég pældi alveg mjög mikið í valinu á MR, minna stressandi möguleikum og þannig. Það sögðu líka margir við mig að ég myndi ekki geta æft meðfram skólanum. Mig langaði bara ógeðslega mikið í MR.

Kostir og gallar?

Mér finnst fótbolti náttúrulega bara geggjaður. En mörgu þarf að fórna og maður verður eiginlega að vera 100% í þessu til þess að ná einhverjum árangri. Ef það er æfing gæti maður t.d. kannski þurft að sleppa einhverjum hittingi. Það er kannski helsti ókosturinn. Mér finnst þetta samt ekki bitna á félagslífinu, allir í fjölskyldunni eru í þessu og þetta þykir bara ótrúlega eðlilegt heima. Duga eða drepast Amíra Snærós Jabali Freyja Þórisdóttir Sigríður Halla Eiríksdóttir

126


Ingi Hrafn Guðbrandsson

Finnst þér þetta einhverntímann hafa verið komið út í öfgar hjá þér?

Já þegar ég hef meitt mig, t.d. í sumar var ég fimm daga í röð í svona campi, þá er maður bara fimm daga samfleytt að reyna sitt besta en þá geta alveg orðið meiðsli. Áttu einhverja skemmtilega minningu frá þegar þú varst að byrja?

Já þegar ég gerði fyrsta almennilega trikkið mitt, að droppa á ramp. Það var eftirminnilegt. Ég var svona níu ára. Kostir og gallar?

Eitt af því sem er gaman er að vera alltaf að fara á nýja staði. Og maður kynnist líka öðruvísi fólki; t.d. Er ég af nesinu og maður er bara vanur því að allir hafi það gott en svo fer maður á hjólabretti og sér að það hafa það ekkert allir gott. Það er líka fólk af öllum aldri, ég er alveg oft líka að skatea með einhverjum sem að eru kannski þremur árum yngri. Sumir góðir vinir mínir eru líka alveg tveimur árum yngri. Áttu þér einhver markmið tengd hjólabrettinu?

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir og hversu lengi hefur þú þá æft?

Ég var svona níu ára, hef þá æft í sex ár samtals, var ekki svo mikið þegar ég var yngri. Ég byrjaði fyrst þegar mamma sagði við mig: ef að þú lærir að hjóla þá máttu fá hjólabretti. Þannig að ég bara æji, og lærði að hjóla. Þá var ég svona sex ára en ég byrjaði bara eitthvað að renna mér aðeins heim til ömmu. En svo byrjaði ég almennilega þegar ég var svona átta, níu að fara einu sinni tvisvar í viku.

Væri til í að vera sponseraður, en það er eiginlega ekki mikið af þannig búðum á Íslandi. Ég tæki samt alltaf námið fram yfir og myndi ekki flytja út vegna hjólabrettisins. Hefði samt alveg gaman af því að flytja Köben og geta gert meira af þessu en verið í námi þar líka. Allt slétt og svona, já Köben er geggjuð.

Hefurðu íhugað að hætta?

Ég hef ekki íhugað að hætta vegna þess að mér finnst þetta bara alltaf svo gaman, aðeins skemmtilegra á sumrin þar sem ég get farið á fleiri staði, fer stundum á snjóbretti á veturna. Það er líka léttara að fara á snjóbretti ef að maður hefur verið á hjólabretti, þá hefur maður tilfinninguna.

127

Skinfaxi 123


Aftur til Egyptalands

Árið 2001 fóru Fríða og Guðmundur til Egyptalands, á vit ævintýranna. Það sama ár fæddist 9. barnabarn þeirra nefnilega hann Einar. Árið 2019 hélt Einar á vit sömu ævintýra. Höfundar Sindri Smárason Einar Vignir Einarsson.

128


Af hverju fóruð þið afi til Egyptalands?

F: Bara einskær áhugi á menningu, sögu og öllu sem við kemur Egyptalandi. Að fá að sjá og upplifa þetta. Sama ástæða eins og þegar við fórum í ferðir okkar til Asíu og Afríku. Þetta var eitthvað nýtt, annað en maður gerði dags daglega eitthvað annað en maður gerði dags daglega. Það var auglýst vikuferð og við skelltum okkur bara. Vorum kannski ekkert að hugsa. E: Ég var í gati í Íslenskutíma á miðviku-dagsmorgni að skoða heimasíðu ferðaskrifstofu. Ég sá ferð til Egyptalands auglýsta og varð strax hugsað til frænku minnar sem er mikill landkönnuður og hefur ferðast mikið til framandi landa. Ég sendi á hana skilaboð í gríni: „Við í Egyptalandi 27. september?“ Hún hringdi í mig seinna sama dag og spurði mig hvort mér væri alvara? Á þeim tímapunkti var mér í raun orðið alvara. Við pöntuðum ferðina mánudaginn eftir. Ferðin var uppseld degi seinna. Þetta hefur verið í byrjun mars.

129

Skinfaxi 123


Hvernig fluguð þið?

F: Við flugum frá beint frá E: Við flugum til Kaíró, síðan Lundúnum til Luxor. Komum niður til borgar sem heitir ekki við í Kaíró. Við fórum Aswan, þaðan til Abu Simbel, einnig í hálftíma flug til Aswan sigldum þaðan niður Nílarfljót og sáum stífluna. Ég held að til Luxor og svo flugum við við höfum setið á gólfinu í þaðan til Hurghada við flugvélinni, svei mér þá. Ekkert Rauðahafið. Síðan aftur til bundin í sæti eða þess háttar Kaíró og svo heim. óþarfi. Við sigldum hins vegar ekkert. Eina skiptið sem við fórum um borð í bát var í Luxor. Þá sigldum við yfir ána og heimsóttum bananaekru. Þar voru alveg pínulitlir bananar. Þeir voru ógurlega sætir og góðir.

Aftur til Eygptalands Sindri Smárason Einar Vignir Einarsson

130


Stóð eitthvað upp úr?

F: Í raun var þetta allt ofsalega E: Abu Simbel líklegast. Ef fólk spennandi. Að fara á stóra hefur tækifæri til að skoða safnið og Amr ibn al-As Abu Simbel þá ætti það að moskuna í Kaíró. Einnig að sjá gera það, því sagan á bakvið Abu Simbel. Við fórum líka það er stórkostleg. Hofin voru enn lengra en það, niður til byggð á 13. öld f. kr. og voru Núbíu. Við höfðum lagt af stað síðan færð á síðustu öld þegar fótgangandi, á stað þar sem Aswan stífla var reist en þau hægt var að heimsækja hefðu farið undir vatn annars. heimili Núbíumanna en þá Innst inni í vinstra hofinu er skall myrkrið á. Alveg klefi, þar sem á einum degi árs svartamyrkur og fararstjórinn skín sólin inn í gegn um hofið hafði lukt með sér. Að við og á þriðja auga Ramses II. skyldum komast alla leið og Flutningur hofsins var það sjá þó ekki fæturna okkar var nákvæmur að lýsingunni merkilegt. Þá var einmitt ein skikaði um einn dag. Það að innfædd kona sem tók á móti flytja þetta var samt alveg okkur með Coca Cola. hræðilegt, þarna víkja saga og Maður þarf að melta þetta fornminjar fyrir stóriðju og allt saman. Þetta er allt annað. kapítalisma 20. aldarinnar. Borðar öðruvísi mat og býr öðruvísi. Líka óþrifnaður. Samt ekki meiri óþrifnaður en á Ibiza.

131


MR-ingar utan af landi Ásar Akranes

Selfoss Hrútafell Höfundar Jóhanna María Bjarnadóttir Einar Vignir Einarsson

132


Svala Valborg Fannarsdóttir 5.U Hvaðan kemurðu?

Ég kem frá bænum Hrútafelli undir A-Eyjafjallasveit í Rangárvallasýslu. Fluttirðu í bæinn? Ætlarðu að flytja aftur til baka?

Ég flutti ekki beinlínis í bæinn, það mætti segja að ég búi á tveimur stöðum. Ég er í Grafarvogi á veturna en fer heim í sveitina allar helgar ef ég get, þetta er bara 1 klst. og 40 mín akstur. Erfiðast við að vera utan af landi?

Það erfiðasta er líklegast hvað það er mikill menningarlegur munur á mér sem stelpu úr sveit og krökkum sem eru frá höfuðborgarsvæðinu. Mér líður stundum eins og ég sé að tala við útlendinga því að ég skil ekki öll nútímaslanguryrði samnemenda minna. Af hverju MR þrátt fyrir þessa erfiðleika?

Ég var í Hvolsskóla á Hvolsvelli og nær allir sem útskrifast þaðan fara annað hvort í ML eða FSu og því ákvað ég að gera eitthvað allt annað. Þegar kom að því að velja skóla hafði ég enga hugmynd um það hvert ég vildi fara, þar til Dagur Ágústsson og Ágúst Guðjónsson, fyrrum nemendur Hvolsskóla sem útskrifuðust úr MR síðasta vor, komu í gamla grunnskólann sinn og kynntu MR fyrir 9. og 10. bekk. Þeir seldu mér skólann algjörlega/fyrir allan peninginn svo ég sótti bara um. Er eitthvað skemmtilegt sem þú getur sagt okkur frá?

Það kom sú hugmynd að ég kæmi með lamb í Sveinbjörgu en það (lambið) fékk því miður ekki að koma því að „Sveinbjargarliðið“ (Stjórn Skólafélagsins) vildi ekki fá það á amt. Sagan á bak við myndina?

Ég man ekkert hvað ég var gömul þarna, ætli ég hafi ekki verið sjö til átta ára en þetta er fyrsta lambið sem ég hjálpaði við burð með. Það var gemsi (eins árs rolla) að bera og átti í erfiðleikum svo pabbi þurfti að hjálpa henni. Þegar hann togaði lambið út hélt ég í pabba, togaði í hann og hjálpaði þannig rosalega mikið til.

133

Skinfaxi 123


Iðunn Ósk Jónsdóttir 4.A

skemmtilegt og kósí. Svo höfðaði námið miklu meira til mín heldur en námið í öðrum skólum. Er eitthvað skemmtilegt sem þú getur sagt okkur frá?

Ég er rosalegur klaufi og á fyrstu tveimur skóladögunum mínum í MR / fyrstu tvö skiptin sem ég fór í MR datt ég í tröppunum fyrir framan Gamla skóla. Sagan á bak við myndina?

Hvaðan kemurðu?

Ég kem úr sveitinni minni, Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fluttirðu í bæinn? Ætlarðu að flytja aftur til baka?

Ég flutti í bæinn og bý núna á Bústaðaveginum. Ég veit ekki enn hvort ég flytji til baka en er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp í sveit. Það eru forréttindi.

Á myndinni eru ég og Óðinn bróðir minn. Við eigum hesta á sveitabænum mínum og einu sinni þegar ég var u.þ.b. fimm ára vorum við mamma á hestbaki. Mamma sneri sér við og sat aftur á bak á hestinum til þess að sanna fyrir mér að hesturinn rataði sjálfur heim. Sem hann og gerði.

Erfiðast við að vera utan af landi?

Mér finnst erfiðast að maður getur aldrei „skroppið“ neitt; það þarf að plana allt með fyrirvara þegar maður býr í sveit. Af hverju MR þrátt fyrir þessa erfiðleika?

Ég valdi MR vegna þess að mér fannst kynningin á opna húsinu svo skemmtileg og þetta virkaði allt rosalega MR-ingar utan af landi Jóhanna María Bjarnadóttir Einar Vignir Einarsson

134


Hekla María Arnardóttir 5.Z

almennilega en [ég er] samt of mikið í bænum til þess að geta haldið tengslum við vini mína af Skaganum. Af hverju MR þrátt fyrir þessa erfiðleika?

Mig langaði bara ekki að vera lengur upp á Skaga og vildi fara einhvert í bæinn. Ég hafði heyrt að MR væri góður undirbúningur fyrir háskóla. Er eitthvað skemmtilegt sem þú getur sagt okkur frá?

Ég flutti ekki í bæinn en ég er með afnot af litlu kjallaraherbergi í Fossvoginum þar sem ég er stundum.

Ég ver u.þ.b. tíu tímum vikulega í akstri til og frá skóla sem er svipað því að keyra til Akureyrar og til baka. Ég gæti sem sagt hætt í MR og farið og fengið mér Brynjuís einu sinni í viku… ég viðurkenni að ég hef alveg íhugað það.

Hvenær leggur þú af stað og hvað ertu lengi á leiðinni í skólann?

Sagan á bak við myndina?

Hvaðan kemurðu?

Akranesi. Fluttirðu í bæinn? Ætlarðu að flytja aftur til baka?

Mamma vinnur í bænum. Þá Ég held að ég hafi verið þriggja daga sem ég keyri á milli fer ára þegar myndin var tekin. ég annaðhvort með henni eða Ég er með afa og við vorum með strætó. Ég er klukkutíma að taka fyrstu skóflustunguna með bíl en einn og hálfan að húsinu okkar. með strætó. Ég legg af stað klukkan sjö ef ég er á bíl en ef ég tek strætó þarf ég að taka hann klukkan 6:20. Erfiðast við að vera utan af landi?

Það erfiðasta við að vera utan af landi er að ég er of mikið upp á Skaga til þess að geta kynnst vinum mínum í MR 135

Skinfaxi 123


Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir 6.B

Er eitthvað skemmtilegt sem þú getur sagt okkur frá?

Fyrsta veturinn minn í MR var ég veðurteppt á Selfossi og daginn eftir þegar ég mætti í dönskutíma sagði Þyri Kap við mig að það væri ekki gott að vita af mér í hættu á vegum landsins og að ég væri hetja fyrir að leggja þetta á mig. Sagan á bak við myndina?

Held það sé nú engin sérstök saga á bak við myndina, er bara að drullumalla.

Hvaðan kemurðu?

Ég er fædd og uppalin á Selfossi. Fluttirðu í bæinn? Ætlarðu að flytja aftur til baka?

Nei.

Hvenær leggur þú af stað og hvað ertu lengi á leiðinni í skólann?

Ég tek strætó í skólann, legg af stað 6:20 og er yfirleitt 1,5 klst. á leiðinni. Erfiðast við að vera utan af landi?

Það getur verið erfitt á veturna að komast til og frá skóla vegna veðurs. Af hverju MR þrátt fyrir þessa erfiðleika?

Ég vildi prófa eitthvað nýtt og fannst MR vera góður kostur því að hann býður upp á gott og krefjandi nám. Það er líka bara einn skóli á landinu ;) MR-ingar utan af landi Jóhanna María Bjarnadóttir Einar Vignir Einarsson

136


AYGO

VERTU Í SAMBANDI MEÐ SNJALLARI AYGO AYGO státar af glæsilegu útliti, enn betra rými að innan og beinni tengingu við snjallsímann þinn svo að þú njótir ferðarinnar til fullnustu. Sjá nánar á toyota.is

3+4 ÁBYRGÐ

2 ÁRA ÞJÓNUSTA

Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Kauptúni 6 Baldursnesi 1 570 5070 460 4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 420 6600

137

Toyota Selfossi Fossnesi 14 480 8000

Skinfaxi 123


Spurningin bergmálar hvert sem ég fer. „Hvað á svo að gera í haust?“ Tja, stórt er spurt og fátt er um svör. Frá því við vorum pínulitlir óvitar á leikskóla hefur spurningin „hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ dunið á okkur. Svörin voru ávallt jafn fjölbreytt og við vorum mörg, raunhæf eða bara alls ekki. Slökkviliðsmaður, prinsessa, geimfari, sjóræningi, búðarkona, hafmeyja og svo mætti lengi telja. Núna, rúmlega áratug síðar þegar búið er að koma okkur í gegnum lögbundna skólaskyldu, sitja eflaust margir eftir og klóra sér í kollinum. „Hvað ætla ég að gera?“ Háleitir draumar og yfirþyrmandi væntingar um að afreka sem mest hvíla á kvíðnum menntskælingum sem í bili þrá ekkert heitar en að ná söguprófinu og draga auðveldu sönnunina á munnlega stæ. Hvað við gerum svo á endanum veltur nú auðvitað allt á frammistöðu okkar við þessa virtu menntastofnun. Við erum jú auðvitað í Lærða skólanum þar sem okkur ber skylda til að halda uppi heiðri skólans og verða framúrskarandi ungir einstaklingar í samfélaginu.

Hvað á svo að gera í haust? Höfundur Jóhanna María Bjarnadóttir

138


Þetta eru erfiðir tímar. Tæplega tvítug eigum við að ákveða framhaldsmenntun og atvinnuferil. Eigum við þá ekki bara að ákveða það hér og nú að það verði grænmetisbollur og meðlæti í matinn 15. júní 2023. Þannig upplifi ég það að velja mér náms- og starfsferil, nýskriðin úr menntaskóla. Það er jafn fjarstæðukennt að ég viti hvað ég vilji gera eftir 3 ár og að ég viti hvað ég vilji borða á þeim tíma, eða bara í næstu viku. Auðvitað er það nú bara gott og blessað að vita hvað maður vill, en fyrir okkur hin, þá er ekkert verra en að heyra: „Hvað á svo að gera í haust?“ Forvitnin rekur okkur áfram í endalausa leit að hinu fullkomna námi sem leiðir svo til frábærrar vinnu sem endar svo á alveg hreint frábærum starfsferli. Klukkutímum saman liggur maður yfir framboði í háskólanámi en er engu nær. Vélaverkfræði eða viðskiptafræði? Franska eða fornleifafræði? Þegar á mannamótum verður spurt: Hvað á svo að gera í haust? Ætla ég að svara: „ég hreinlega veit það bara ekki“ (og það er ekkert að því).

139

Skinfaxi 123


Nám í Háskólanum í Reykjavík Anton Björn Helgason

Hvernig er félagslífið?

Á hverjum föstudegi hjá okkur eru vísindaferðir (einnig kallað vísó) þar sem við heimsækjum fyrirtæki og fáum þar kynningu á þeirra starfi. Þar taka fyrirtækin mjög vel á móti okkur. Hvað finnst þér vera það besta við HR?

Vísó er að sjálfsögðu frábært en best finnst mér vera aðstaðan. Að vera með kjallarann þar hægt er að fara í ræktina, spila tölvuleiki, pool, borðtennis. Stofurnar eru líka mjög góðar, smá nútímalegri en í MR kannski. Einnig eru fjölmargir staðir í skólanum þar sem hægt er að læra í friði, það afmarkast ekki bara við einhvern einn stað. Svo þarf heldur ekki að hafa LibreOffice. Finnst þér MR hafa undirbúið þig vel undir álagið? Hvað voruð þið mörg sem fóruð í HR úr MR?

Í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði voru það a.m.k. átta sem ég veit af. Hvers vegna valdir þú tölvunarfræði?

Þetta var í raun bara ákvörðun sem ég tók upp úr þurru. Ég fór á háskóladaginn og ætlaði að fara í fjármálaverkfræði en sá þar kynningu á tölvunarfræði. Mér fannst það bara svo áhugavert og spennandi hvert þetta væri að fara. Ég ákvað síðan að kynna mér þetta aðeins betur og skoða muninn á náminu í HR og HÍ og námið hér virtist henta mér bara fullkomlega. Ég ákvað þess vegna að prófa þetta og er mjög sáttur með valið eftir fyrstu önnina. Ég er núna kominn alveg inn í samfélagið og það er góður andi í hópnum. Þetta er krefjandi en skemmtilegt nám. Höfundur Sindri Smárason

MR undirbjó mig að einhverju leyti en álagið er vissulega meira í þessu námi. Ég valdi ekki að taka forritun sem valfag í 6. bekk sem hefði kannski getað hjálpað en tölvunarfræðin er ansi frábrugðin námsefninu sem við lærðum í MR. Ég veit samt að þau sem fóru í forritunarvalið voru betur sett fyrir tölvunarfræðina. Hvað myndir þú segja við MRing sem er að íhuga að fara í HR?

Þetta er algjörlega þess virði, sérstaklega ef þú ferð í verklegt fag. Ef þú þarft að hafa smá verklega reynslu í framtíðarstarfi þá ert þú að fara að stórgræða á því að fara í HR. Svo er þetta líka skemmtilegt nám, það er frábært fólk hér, flott aðstaða og þægilegur staður. Farðu líka endilega á háskóladaginn því það er mikilvægt að kynna þér nákvæmlega hvað þið viljið gera, allt getur gerst.

140

# Samstarf


„Við fórum til Frakklands síðasta vor í einnar viku ákvarðanatökunámskeið sem var styrkt af Erasmus+ og kynntumst háskólanemum frá öðrum löndum. Það var mjög skemmtileg reynsla og frábært tækifæri til að stíga út úr hinu hefðbundna skólastofulífi og takast á við nýjar áskoranir. Það er það sem HR gerir einmitt svo vel, brýtur hefðbundna námið sífellt upp þannig að þú fáir ekki leið á því!“

Eiríkur Ari Sigríðarson Nemi í rekstrarverkfræði Stúdentspróf frá MR 2019

Kristjana Ósk Kristinsdóttir Nemi í heilbrigðisverkfræði Stúdentspróf frá MR 2019

Í HR skapar þú tækifæri @haskolinnireykjavik @haskolinnireykjavik

Opið fyrir umsóknir til 5. júní


Sælir samnemendur, þetta skólaár var nú meiri skitan hjá mér. Hér eru nokkrir hlutir sem eru alfarið mér að kenna. Til dæmis má nefna hvað Killian Clown tók okkur harkalega í rassgatið á MR-ví. Mikill skellur var að sjá hversu margir féllu í ár, en ég neita að taka ábyrgð á því. Það eru bara aumingjar sem falla. Margir vildu fara styttri leiðina í gegnum prófin og svindla bara til þess að sleppa við fall. Ég tek það á mig þótt það sé í raun mjög vel séð að svindla. Sorry, ég tek alla ábyrgð á #voteekkert, það er mikil skita að enginn

Ávarp Blórabögguls Höfundur Ísar Máni Birkisson

142


hafi verið kosinn forseti. Mér hefur verið sagt að taka á mig ábyrgð vegna nýju stólana í cösu, en ég neita að gera það, of gaman að rúlla sér. Hannes húsvörður hætti. Dagger sem þið verðið að afsaka. Ég elska pissubrandara jafn mikið og næsti maður en að golden showera busa er frekar illa séð. Hins vegar er mjög góður banter að pissa í vatnsbrúsa félaga þíns. Ég tek þessa pissustæla á mig. Mér þykir þetta mjög leitt. Næsta skólaár verður betra og ef einhver önnur klúður koma upp, má alltaf rekja þau til mín.

143

Skinfaxi 123


FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR


#1

B E S T I HAMBORGARI

Á ÍSLANDI *

*SAMKVÆMT KÖNNUN BIG7TRAVEL

#1

COMBO

B E S T I HAMBORGARI

Á ÍSLANDI *

r og gos

*SAMKVÆMT KÖNNUN BIG7TRAVEL

a

Ha

i, fransk mborgar

r 1.890CkOMBO skar og

ari, fran Hamborg

gos

r

1.890k

BLOCK BURGER SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 8, BAKHÚS

BLOCK BURGER


TAKK

KAFFIÐ OKKAR ER UPPÁHALDSKAFFI ÍSLENDINGA*

TAKK FYRIR AÐ LEYFA OKKUR AÐ VERA MEÐ ÞÉR Á HVERJUM DEGI AÐALSTRÆTI · LÆKJARTORG · LAUGAVEGUR · HLEMMUR · BORGARTÚN · SUÐURLANDSBRAUT · KRINGLAN · HAMRABORG · SMÁRALIND

Velkomin í Landsbankann Það tekur aðeins örfáar mínútur að gerast viðskiptavinur Landsbankans í appinu eða á vefnum.


NM97991 Mini Electric A4 almenn ENNEMM / SÍA /

MINI ELECTRIC

100% RAFMAGNAÐUR MINI KOMDU Í REYNSLUAKSTUR MINI COOPER SE. VERÐ FRÁ: 3.980.000 KR. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is

www.mini.is


finndu okkur á

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL

5. JÚNÍ 2020

SJÁLFBÆRNI - HAGSÆLD - FRAMSÆKNI

VIÐ BJÓÐUM VANDAÐ & HAGNÝTT NÁM

RÆKTUN & FÆÐA

NÁTTÚRA & SKÓGUR

SKIPULAG & HÖNNUN

VELKOMIN Í LBHÍ

STARFSMENNTANÁM

GRUNN- & FRAMHALDSNÁM (BS MS PHD)

Hlutverk LbhÍ er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.

Blómaskreytingar Búfræði Garð- & skógarplöntuframleiðsla Lífræn ræktun matjurta Skógur & náttúra Skrúðgarðyrkja Ylrækt

Búvísindi Hestafræði Landslagsarkitektúr Náttúru- & umhverfisfræði Skógfræði Skipulagsfræði MS

VIð leggjum áherslu á að efla rannsóknir, nýsköpun og kennslu með sjálfbærni, hagsæld og framsækni að leiðarljósi. Við bjóðum góða þjónustu til nemenda í litlum skóla með mikla sérstöðu. Kannaðu málið á www.lbhi.is!

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS

HVANNEYRI | REYKIR | KELDNAHOLT

Umhverfisbreytingar á norðurslóðum MS

WWW.LBHI.IS | 433 5000


15% AFSLÁTTUR FYRIR NEMENDUR MR

Frakkastígur 16 // Melhagi 22 // Hlemmur Mathöll // Fákafen 11 // Akrabraut 1 // Hrísateigur 47 // Nýbýlavegur 12

ALLT UPPÁ

10

Oft er skammur fyrirvari þegar útskriftir eru annars vegar. Þá er gott að fá Nomy með sér í lið því við erum klárir hvenær sem er. Jafnvel þótt að námsárangurinn sé í meðallagi sæmilegur þá tryggjum við að maturinn sé að minnsta kosti framúrskarandi.

ÚTSKRIFTIR


VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

Spennandi nám og öflugt félagslíf í háskóla í fremstu röð. Yfir 250 námsleiðir í boði.

Skoðaðu úrval námsleiða í grunnnámi á hi.is.

UMSÓKNARFRESTUR UM GRUNNNÁM ER TIL 5. JÚNÍ.


Martin Bjarni Guðmundsson Afreksíþróttamaður í fimleikum

FYRIR FÓLK Á FERÐINNI Ísey skyr fæst nú í nýjum hentugum umbúðum til að grípa með sér á ferðinni, eftir æfingu eða sem nesti.

#iseyskyr


Þakkir

Einar Hreinsson Elísabet Siemsen Fríða Halldórsdóttir Guðríður Elísa Pétursdóttir Herdís Hanna Yngvadóttir Hlökk Þrastardóttir Hrefna Svavarsdóttir Húrra Reykjavík Jakob Birgisson Jón Gunnar Hannesson Kristín Ögmundsdóttir Kristján Gabríel Þórhallsson Margrét Sara Guðjónsdóttir María Björk Kristjánsdóttir Máni Sakamoto Kolbeinsson Ninja Kamilludóttir Ólöf Erna Leifsdóttir Prófarkalesarar Sigríður Árnadóttir Stjórn Framtíðarinnar Stjórn Skólafélagsins Styrktaraðilar Valgerður Stefánsdóttir Þröstur Harðarson Við þökkum þeim sem sendu inn efni og sátu fyrir í gangatísku. Að auki þökkum við öllum þeim sem veittu okkur hjálp við gerð blaðsins.


Skinfaxi 123


Skólablaðið Skinfaxi 10. árgangur 95. árgangur Skólablaðsins 123. árgangur Skinfaxa Útgefendur

Framtíðin Skólafélagið Útgáfuár

2020 Upplag

510 Pappír

Munken Lynx Rough 300g Munken Lynx Rough 120 g Gloss 150 g Letur

Matter Fleischmann Prentun

Litlaprent

Ábyrgðarmenn

Magnús Geir Kjartansson Rafnhildur Rósa Atladóttir Ritstjórar

Jóhanna María Bjarnadóttir Sindri Smárason Ritnefnd

Amíra Snærós Jabali Ásta Rún Ingvadóttir Einar Vignir Einarsson Freyja Þórisdóttir Hrafnhildur María Marteinsdóttir Sigríður Halla Eiríksdóttir Ljósmyndir og myndvinnsla

Ásta Rún Ingvadóttir Einar Vignir Einarsson Hrefna Svavarsdóttir Jóhanna María Bjarnadóttir Kristín Ögmundsdóttir Ninja Kamilludóttir Signý Rut Hermannsdóttir Prófarkalestur

Birgitta Björg Guðmarsdóttir Eiríkur Gauti Kristjánsson Guðjón Ragnar Jónasson Hjalti Dagur Hjaltason Hrefna Svavarsdóttir Iveta Ivanova Jóhanna Sveinsdóttir Kári Sigurðsson Tómas Helgi Harðarson Vala Ágústa Káradóttir Hönnun

Elín Edda Þorsteinsdóttir Þorgeir K. Blöndal


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.