1
2
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
3
4
Efnisyfirlit 8 Nýtt deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 12 Inngangur 14 Umfjöllunarefni Heimildir og eftirfylgni frá samþykkt deiliskipulags Niðurstöður og framsetning Til umhugsunar 16 Aðalskipulag, deiliskipulag, hverfisskipulag Deiliskipulag sem eining í aðalskipulagi Stærð og mælikvarði deiliskipulags Hverfisskipulag Hver er munurinn á deiliskipulagi og hverfisskipulagi? 20 Deiliskipulag í grónum hverfum Atburðarás Forsendur Miðborgin Deiliskipulagsbreytingar Tegundir deiliskipulags 23 Þróunar- og þéttingarsvæði Þétting byggðar og breyting á notkun svæða Umbylting umhverfisins Dæmi um þróunarsvæði 26 Deiliskipulag eftir borgarhlutum 28 Vesturbær 34 Miðborg 40 Hlíðar 46 Laugardalur 52 Háaleiti 58 Breiðholt 62 Árbær 66 Grafarvogur 70 Samanburður borgarhluta 74 Heimildaskrá
5
miðborg
61 vesturbær
25
Hlíðar
10
144
6
Háaleiti
15
nýjar deiliskipulagsáætlanir í grónum hverfum Reykjavíkur á árunum 2001-2010
Laugardalur
20
Grafarvogur
5
Árbær
3 Breiðholt
5
7
Nýtt deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010 Nýjar deiliskipulagsáætlanir 144 Breytingar á nýju deiliskipulagi 241 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 3485 þar af nýbyggingar 1024 stækkanir 2137 niðurrif 324
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 718 þar af nýbyggingar 245 stækkanir 328 niðurrif 146
Útgefin byggingarleyfi 565 þar af nýbyggingar 216 stækkanir 230 niðurrif 119
Framkvæmdum lokið 428 þar af nýbyggingar 169 stækkanir 154 niðurrif 105
245 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja 1024 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
8
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
21% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
12% heimilda
skilaði sér í framkvæmdum
60% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
158 af 241
deiliskipulagsbreytingu var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
66%
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Reykjavík 2001-2010* 2500 heimilt samþykkt byggingarleyfi
2000
framkvæmt
1500
1000
500
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
9
Nýtt deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010 Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 14 nýbygging stækkun
12
niðurrif 10
8
Árið 2005
6
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 129 eða
4
2
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
18%
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
10
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
719 byggingarleyfisumsóknir voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 5 á hvert deiliskipulag
241 deiliskipulagsbreyting var samþykkt á tímabilinu, að meðaltali 1,7 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 200 nýtt deiliskipulag
180
deiliskipulagsbreytingar
160
samþykktar umsóknir
140 120 100 80 60 40 20 0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
13 23 22 18 21 13 15 9 7 3
0 6 17 32 27 39 40 37 23 20
7 39 63 111 129 119 99 75 40 37
Samtals
144
241
719
11
Inngangur
Þann 1. janúar 1998 tóku skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 gildi. Í 9. gr. laganna kom fram að allt landið teldist skipulagsskylt1 og samspil þeirrar skyldu með þeirri meginreglu að vinna skyldi deiliskipulag þar sem framkvæmdir voru fyrirhugaðar, gerði það að verkum að undanþáguákvæði laganna um grenndarkynningu byggingarleyfisumsókna var túlkað á þrengri hátt en gert var ráð fyrir í fyrstu. Frá gildistöku laganna hafa sveitarfélög unnið margar deiliskipulagsáætlanir í þegar byggðum hverfum, þar sem framkvæmdir eða endurnýjun er fyrirhuguð, til að uppfylla lagaákvæði um skipulagsskyldu. Þótt fjallað sé um almenna skipulagsskyldu alls lands, hefur ákvæðið verið túlkað þannig allt landsvæði í þéttbýli sé deiliskipulagsskylt. Stærri sveitarfélög, þ.m.t. Reykjavíkurborg hafa brugðist við þessu lagaumhverfi með því að vinna deiliskipulagsáætlanir í grónum hverfum borgarinnar, einkum á þeim götureitum þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar, með tilheyrandi tilkostnaði. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif þágildandi skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og framkvæmd þeirra hafa haft á þróun Reykjavíkur, meðal annars með tilliti til þeirra markmiða sem birtast í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Mikilvægt er að horfa yfir farinn veg og skoða hvað hefur verið gert í skipulagsmálum og byggingarframkvæmdum síðastliðinn áratug. Einnig er þessi rannsókn ætluð til gagns inn í vinnu við nýtt hverfisskipulag, sem þegar er hafin. Skoðaðar voru deiliskipulagsáætlanir í grónum hverfum Reykjavíkur sem unnar voru og samþykktar 2001-2010. Borgarhlutarnir sem um ræðir eru Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti, Breiðholt, Árbær (að undanskildu Norðlingaholti) og Grafarvogur. Skoðaðar voru allar nýjar deiliskipulagsáætlanir á tímabilinu og breytingar á þeim. Þær heimildir til byggingarframkvæmda sem gefnar eru í deiliskipulagsáætlunum voru skráðar og athugað hvort þær væru hvati til framkvæmda og fjárfestinga. Heimildirnar voru skráðar samhliða samþykktum byggingarleyfisumsóknum, útgefnum byggingarleyfum og framkvæmdum. Þess ber að 1 Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, III. kafli, 9.gr. http://www.althingi.is/ lagas/138b/1997073.html [Sótt 31.8.2012.]
12
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
geta að rannsóknin nær eingöngu til tímabilsins 2001-2010. Í mörgum tilfellum hafa verið gerðar breytingar á deiliskipulagi og/ eða samþykktar byggingarleyfisumsóknir að þessu tímabili loknu sem ekki eru til umfjöllunar hér.
13
Umfjöllunarefni
Heimildir og eftirfylgni frá samþykkt deiliskipulags Rannsókn þessi nær til allra nýrra deiliskipulagsáætlana í grónum hverfum Reykjavíkur á árunum 2001-2010. Hver deiliskipulagsáætlun fyrir sig og breytingar á henni er skoðuð. Skráðar eru heimildir til uppbyggingar og niðurrifs á hverri lóð innan deiliskipulagsins (eða reitum ef því er að skipta, sérstaklega ef um er að ræða þéttingu á áður óbyggðu svæði eða mikla uppbyggingu). Því næst er hver lóð skoðuð fyrir sig, samþykktar byggingarleyfisumsóknir skráðar, skoðað hvort byggingarleyfi hafi verið gefið út og hvort framkvæmdin hafi verið kláruð eða húsnæðið tekið í notkun. Skráðar eru byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar: nýbyggingar, stækkanir og niðurrif. Niðurstöður og framsetning Í þessari samantekt eru niðurstöður rannsóknarinnar settar fram fyrir deiliskipulagsáætlanir í grónum hverfum í heild sinni og ákveðin atriði dregin fram. Fjallað er um hverja áætlun fyrir sig í ítarlegum ritum um hvern borgarhluta og þar koma fram upplýsingar um heimildir, samþykktir, byggingarleyfi og hvort húsnæðið hefur verið tekið í notkun eða framkvæmd lokið. Ítarlegri umfjöllun er um þróunarsvæði þar sem mikil uppbygging er heimiluð og/eða stórvægilegar breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagi. Skoðaðar eru byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar eða reits. Nýbyggingar eru frístandandi byggingar eða nýbyggingar samkvæmt deiliskipulagsskilmálum, þ.m.t bílskúrar. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Niðurrif á í flestum tilfellum við um niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi.
14
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Í Reykjavík hófst útgáfa skriflegra byggingarleyfa þann 8. júní 2004. Fyrir þann tíma var litið á samþykkt aðaluppdrátta sem ígildi skriflegs byggingarleyfis og verður hér talin með sem slíkt. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið, er átt við að lokaúttekt hafi farið fram (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík (byggingarstig 8, í notkun ófullgert). Til umhugsunar Skráningin er nokkur einföldun á raunveruleikanum. Æskilegt væri að gera greinamun á mismunandi flokkum nýbygginga sem og að taka fram hvers konar stækkun er um að ræða hverju sinni. Sérstaklega væri gott að taka til hliðar þau tilfelli þar sem stækkun felur eingöngu í sér byggingu svala eða annars b- eða c-rýmis. Þessi rannsókn á deiliskipulagsáætlunum er meðal annars ætluð til gagns inn í vinnu við hverfisskipulag sem þegar er hafin. Sú vinna felur í sér mikla skrásetningu upplýsinga, þar á meðal úr núverandi deiliskipulagsáætlunum, sem mikilvægt er að verði á rafrænan hátt. Ekki er eingöngu mikilvægt að geyma upplýsingarnar rafrænt heldur einnig að þær séu gagnvirkar og lifandi. Gott væri að skoða heimilt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagsáætlunum í samhengi við samþykkt byggingarmagn. Skortur er á tengingu á milli skráningar skipulagsmála annars vegar og byggingarmála hins vegar. Af þeim sökum er ekki hægt að skoða byggingarmál á grundvelli skipulagsins nema handvirkt. Skilmálatöflur á deiliskipulagsuppdráttum eru ekki til á rafrænu formi nema á skönnuðum uppdráttum og eru ekki gagnvirkar á nokkurn hátt. Skilmálar þyrftu að vera geymdir rafrænt og þannig að hægt væri að skrásetja þegar heimild væri nýtt, þ.e. að byggingarleyfisumsókn hefði verið samþykkt, upp á hversu mikið byggingarmagn og hvort framkvæmt hefði verið samkvæmt samþykktinni.
15
Aðalskipulag, deiliskipulag, hverfisskipulag Skilgreining á deiliskipulagi skv. skipulagsreglugerð nr. 400/1998: Deiliskipulag: Skipulagsáætlun fyrir afmörkuð svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Tillaga að deiliskipulagi getur einnig verið unnin á vegum landeigenda eða framkvæmdaraðila og á kostnað þeirra. Deiliskipulag er háð samþykki sveitarstjórnar. Deiliskipulag tekur gildi þegar samþykkt þess hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Deiliskipulag sem eining í aðalskipulagi Eitt af markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 er að auka gæði byggðar. Því markmiði skal meðal annars náð með því að setja skilmála um umhverfisgæði í deiliskipulagi.2 Einnig er nefnd í þessu samhengi sú leið að setja skilmála um byggðamynstur og yfirbragð byggðar.3 Svo má segja að þessu sé framfylgt með því að setja fram markmið í greinargerð og skilmála deiliskipulags og að vísa í þróunaráætlun miðborgar þegar við á. Erfiðara er hins vegar að leggja mat á hvort markmiðin skili sér út í borgarumhverfið í raunveruleikanum. Það virðist vera að deiliskipulag nái takmarkað utan um ákvæði um ákveðna notkun og starfsemi enda eru þau oft í greinargerð frekar en skilmálum og þá leiðbeinandi en ekki bindandi. Stærð og mælikvarði deiliskipulags Í kafla 3.4. í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 eru tilgreindar lágmarksstærðir deiliskipulagssvæða. Þar segir að minnsta stærð deiliskipulags í grónum hverfum sé einn götureitur, á meðan það er eitt skólahverfi þegar um ný hverfi er að ræða.4 Flestar deiliskipulagsáætlanir á árunum 2001-2010 hafa verið unnar í Miðborg Reykjavíkur af öllum hverfum. Í miðborginni eru flest deiliskipulagssvæði afmörkuð við einn götureit. Gatan, sem er stór hluti almenningssvæða miðborgarinnar og ætti að vera áherslustaður í skipulagi, hefur ekki verið hluti skipulagsáætlunarinnar en þjónar þess í stað hlutverki afmörkunar þegar stakir götureitir eru skipulagðir. Reykjavíkurborg, Skipulags- og byggingarsvið, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Greinargerð I [m.s.bre. – síðast uppfærð ágúst 2010]. Reykjavíkurborg, 2002/2010, bls 4. 3 Sama rit, bls. 5. 4 Sama rit, bls. 28. 2
16
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Húshliðar sitthvoru megin götu geta því verið óháðar hvor annarri í skipulagi. Að þessu leyti má segja að sú aðferð að skipuleggja staka götureiti getur stuðlað að takmarkaðri gæðum byggðar og komið í veg fyrir heildræna hugsun í skipulagsgerð. Í Laugardal og Háaleiti hafa deiliskipulagssvæðin verið afmörkuð á annan hátt: heil hverfi á borð við Túnin, Teigahverfi og Vogahverfi. Margar þessara stærri deiliskipulagsáætlana eru þó nýjar og lítil reynsla komin á hversu vel þær virka heildrænt innan svæðanna. Hverfisskipulag Áform eru um að hefja gerð hverfisskipulags í öllum grónum hverfum borgarinnar á seinni hluta ársins 2012 og stefnt er á að ljúka vinnunni fyrir árslok 2014. Verið er að móta aðferðafræðina. Þegar hún liggur fyrir verður auglýst eftir þverfaglegum hönnunarteymum til samvinnu og skipuð verður verkefnisstjórn fagfólks fyrir verkefnið. Meginmarkmiðið með gerð hverfisskipulags er að einfalda skipulagsgerð í þegar byggðum hverfum og um leið auka samráð við borgarbúa um skipulag þeirra nánasta umhverfis. Einnig er stefnan að þróa skipulag einstakra hverfa í þá átt að auka gæði, umgjörð og umhverfi hverfanna, með vistvænum úrlausnum. Þannig liggur fyrir skýr stefnumörkun um allt hverfið, hversu gamalt sem það er þegar til framkvæmda eða fjárfestinga kemur. Í hverfisskipulagi felst ákvarðanataka og lögfestur rammi sem er grundvöllur fyrir byggingarleyfisumsókn. Í skipulagslögum nr. 123/2010 kemur fram að þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga sem fyrir eru, með gerð húsakönnunar. Þegar unnið er að slíku hverfisskipulagi er heimilt að víkja frá kröfum um framsetningu sem gerðar eru til deiliskipulagsáætlana í nýrri byggð og leggja frekar áherslu á almennar reglur um yfirbragð og varðveislugildi byggðarinnar auk almennra rammaskilmála. Reglur um málsmeðferð deiliskipulags gilda um hverfisskipulag eftir því sem við á.
17
Aðalskipulag, deiliskipulag, hverfisskipulag Í lögunum kemur einnig fram að við deiliskipulagsgerð í þegar byggðu hverfi getur sveitarfélag ákveðið að skilgreina afmarkað svæði sem þróunarsvæði þar sem vinna skal hefðbundið deiliskipulag. Í slíkri áætlun skal tilgreina framkvæmdatíma áætlunarinnar sem skal vera a.m.k. fimm ár en ekki lengri en fimmtán ár. Framkvæmdatími áætlunarinnar hefst við gildistöku áætlunarinnar en ef hann er ekki tilgreindur skal miða við fimmtán ár. Hver er munurinn á deiliskipulagi og hverfisskipulagi? Ýmsan lærdóm má draga af deiliskipulagsgerð síðustu ára við gerð nýs hverfisskipulags. Mikilvæg ákvörðun hefur þegar verið tekin með því að fara inn á þessa braut, þ.e. að hætta að afmarka deiliskipulagssvæði við götureiti og skipuleggja frekar heildrænt og stórar einingar. Deiliskipulagsáætlun á borð við þá sem unnin var fyrir Vogana í Laugardalnum og Melana í vesturbænum er í átt við það sem vænta má í hverfisskipulagi. Notuð er ákveðin aðferð við að afmarka byggingarreiti sem eru almennir en ekki niðurnjörvaðir við ákveðna staðsetningu, skipulaginu er skipt í reiti eftir íbúðagerðum og sömu almennu reglur gilda innan reitanna. Í hverfisskipulaginu verður stefnan sú að skilmálar verði almennir og til þess fallnir að hvetja íbúa til að taka ábyrga afstöðu gagnvart umhverfinu. Stefnt er að því að kostnaður íbúa sjálfra við breytingu á skipulagi verði hverfandi og skilmálar eru almennari og opnari. Þetta getur haft þær afleiðingar að erfiðara er fyrir íbúa hverfisins að vita nákvæmlega hvaða breytingum hann má eiga von á í sínu nánasta umhverfi. Hins vegar hefur þetta þá kosti að þegar eigandi ákveður að fara í breytingar á eign sinni er honum ekki eins þröngar skorður settar eins og oft hefur verið gert í deiliskipulagi. Hugmyndin er hverfisskipulag verði endurskoðað á nokkurra ára fresti. Þegar borgin hefur verið hverfisskipulögð er undanþáguákvæðið um grenndarkynningu byggingarleyfisumsókna meira eða minna úr sögunni í Reykjavík. Ekkert ákvæði í lögum stóð í í vegi fyrir því að deiliskipulagafmörkun tæki til stærri svæða en götureita en þær formkröfur sem eru gerðar til deiliskipulagsáætlana, gera að verkum að illgerlegt er að vinna slíka áætlun fyrir borgarhluta.
18
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Talið er að annarskonar nálgun þurfi þar sem meginatriðin eru gæði hverfisins og framtíðarfjárfestingar þar, en ekki viðbótarbyggingarheimildir á stökum lóðum.
19
Deiliskipulag í grónum hverfum
Atburðarás Í elstu hverfum borgarinnar hefur mest verið deiliskipulagt á tímabilinu 2001-2010, þá er oft um að ræða skipulagssvæði þar sem gildandi skipulag er mjög gamalt eða svæði þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi. Í nýrri hverfum er oft verið að endurskoða eldra deiliskipulag eða hluta eldra deiliskipulags. Þegar ákveðið er að breyta landnotkun eða skilgreina ný þéttingarsvæði er aðalskipulagsbreyting gerð samhliða deiliskipulagsvinnunni. Forsendur Forsendur deiliskipulagsgerðar geta verið margvíslegar. Í sumum tilfellum liggur fyrir erindi lóðarhafa einnar eða fleiri lóða um framkvæmdir sem kalla á skipulagsvinnu. Slík erindi geta leitt til þess að deiliskipuleggja þurfi heilan reit. Þá eru aðstæður svæðisins í heild skilgreindar sem og heimildir á öðrum lóðum. Erindi lóðarhafa, fyrirspurnir um mögulega uppbyggingu og/eða áhugi á endurnýjun svæða hafa haft áhrif á mat skipulagsyfirvalda í Reykjavík á því hvert á að beina þeim fjármunum sem fengist hafa til skipulagsgerðar. Miðborgin Forsendur deiliskipulagsvinnu í miðborginni eru yfirgripsmeiri en í öðrum hverfum. Þar var unnið deiliskipulag fyrir alla Laugavegsreiti og nærliggjandi byggð á tímabilinu frá 20012010 en alls á þeim tíma tóku deiliskipulagsáætlanir fyrir 61 reit gildi. Þann 18. desember 1997 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur ályktunartillögu um átak í deiliskipugerð í miðborginni. Þar segir meðal annars: Nú er unnið að endurgerð gamalla húsa í miðborginni í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Mikil ásókn er einnig í nýbyggingar á þessu svæði og áhuginn hefur greinilega farið vaxandi. Samhliða vex þörfin fyrir gerð deiliskipulags á svæðinu. Forsenda þess að unnt sé að gera deiliskipulag er nýtt aðalskipulag þar sem lögð er sérstök áhersla á gerð deiliskipulags. Í nýja aðalskipulaginu er gerð deiliskipulags sérstakt markmið og því skapast nú aðstæður til þess að koma til móts við vaxandi áhuga borgarbúa á miðbæjarsvæðinu. Þess vegna er nú unnt að efna til sérstaks átaks í gerð deiliskipulags í miðborginni.5 Ályktunartillaga um átak í deiliskipulagningu í miðborginni samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. desember 1997. 5
20
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Upp úr aldamótunum var lögð ofuráhersla á að deiliskipuleggja miðborgina og var það gert samhliða vinnu við Þróunaráætlun miðborgar sem var hluti af aðalskipulagi 2001-2024. Þróunaráætlunin var lykilplagg og forsenda deiliskipulagsvinnunnar og liggur til grundvallar skilmálagerðar og greinargerðar miðborgarreitanna. Greinargerð III um landnotkun innan miðborgar er sá hluti hennar sem tilheyrir staðfestu aðalskipulagi. Deiliskipulagsbreytingar Margar af nýlegum deiliskipulagsáætlunum miðborgarinnar tóku breytingum á tímabilinu 2001-2010. Alls voru gerðar 89 breytingar á 61 nýrri deiliskipulagsáætlun. Þar skal tekið inn í reikninginn að um helmingur deiliskipulagsáætlananna tóku gildi á seinni hluta áratugarins og þar af leiðandi hefur þar verið helmingi minna ráðrúm til breytinga. Í allri borginni (grónu hverfunum) voru samþykktar hátt í 250 deiliskipulagsbreytingar á 144 nýjum deiliskipulagsáætlunum eða 1,7 breyting á hverja áætlun. Aftur skal tekið inn í reikninginn að nýjustu deiliskipulagsáætlununum hefur fæstum verið breytt svo hlutfallslega eru fleiri breytingar á hvert skipulag. Þegar nýtt deiliskipulag er samþykkt er ekki gert ráð fyrir að því verði breytt nema fyrir liggi málefnalegar ástæður sem voru ókunnar á þeim tíma sem áætlunin var unnin. Byggingarheimildir í deiliskipulagi endurspegla oft góðar fyrirætlanir um byggðamynstur og yfirbragð byggðar við fyrstu samþykkt. Grunngildin missa sín hins vegar oft og yfirsýnin tapast við deiliskipulagsbreytingar, sér í lagi ef margar breytingar eru gerðar á skipulaginu. Þá er iðulega ekki til heildaruppdráttur yfir það sem er í gildi og erfitt að halda yfirsýninni. Að því sögðu má hugleiða hvort of auðvelt sé að breyta deiliskipulagi eða hvort breytingar á deiliskipulagi til að uppfylla einstakar óskir eigi rétt á sér.
21
Deiliskipulag í grónum hverfum
Tegundir deiliskipulags Skipta má deiliskipulagi í tvær tegundir til hagræðingar við samhengi þessarar rannsóknar. Annars vegar deiliskipulag þar sem fjallað er um heimildir til uppbyggingar. Flestar deiliskipulagsáætlanir tengjast framtíðarframkvæmdum, samanber skipulag um íbúðasvæði, blandaða byggð og atvinnu- og iðnaðarsvæði. Einnig eru þó til deiliskipulagsáætlanir sem hafa það ekki að takmarki að stuðla að mikilli uppbyggingu. Þar má nefna skólalóðir, útivistarsvæði, umferðarsvæði og kirkjugarðar. Síðarnefndi flokkurinn er tekinn með í þessari rannsókn en er þó ekki mikilvægur í skoðun á byggingarheimildum í deiliskipulagi og eftirfylgni þeirra. Loks má nefna þróunarsvæði sem eru svæði þar sem miklar heimildir eru til breytinga eða svæði innan gróinna hverfa þar sem verið er að brjóta nýtt land undir byggð.
22
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Þróunar- og þéttingarsvæði
Töluvert af nýjum deiliskipulagsáætlunum sem samþykktar voru á tímabilinu 2001-2010 fela í sér heimildir til mikillar uppbyggingar. Í sumum tilfellum er um að ræða gjörbreytingu ákveðins svæðis eða reits þar sem heimilað er niðurrif núverandi bygginga og uppbygging í þeirra stað. Í öðrum tilfellum er verið að endurskilgreina ákveðið svæði, leyfa nýbyggingar á áður óbyggðu svæði til að þétta byggð og/eða breyta landnotkun (þá fylgir aðalskipulagsbreyting) og heimila annars konar byggð. Hér á eftir er gerður greinarmunur á mismunandi þróunarsvæðum. Annars vegar getur verið um að ræða eðlilega þéttingu byggðar og hins vegar óæskilega umbyltingu umhverfisins. Þétting byggðar og breyting á notkun svæða Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 er þétting byggðar skilgreind: Þétting byggðar er ríkjandi stefna í sjálfbærri þróun borgarumhverfisins og er í eðli sínu sú aðgerð að fjölga íbúum og/ eða störfum á einstökum svæðum eða reitum innan núverandi byggðar. Takmarkið er að stuðla að hagkvæmari landnýtingu og takmarka útþenslu byggðar og þar af leiðandi nýta grunnkerfi borgarinnar betur. Þannig má stytta fjarlægðir á milli íbúa, starfa og þjónustu og styrkja almenningssamgöngur.”6
Þróunarsvæði eru svæði þar sem landnotkun hefur verið endurskilgreind í aðalskipulagi og gert er ráð fyrir þéttingu byggðar í deiliskipulagi. Í því samhengi má nefna hafnarsvæði Miðborgar og Vesturbæjar, ný íbúðasvæði í hverfunum, t.a.m. Sléttuveg fyrir neðan Bústaðaveg, Alaskareit í Seljahverfi og Sóleyjarima í Grafarvogi. Í einhverjum tilfellum er samþykkt deiliskipulag þar sem má segja að æskileg þétting byggðar sé áætluð en þróunin verður sú að grundvallaratriðum í deiliskipulaginu er breytt og þar af leiðandi breytist uppbyggingin og stundum til hins verra út frá hagsmunum heildarinnar. Miklar deiliskipulagsbreytingar geta orðið til þess að heildaryfirbragð þess svæðis sem upphaflegt deiliskipulag nær til verði ósamræmt. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða aukningu byggingarmagns, en hún er Reykjavíkurborg, Skipulags- og byggingarsvið, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Greinargerð II. Þétting byggðar. AR7. Reykjavíkurborg, 2002/2010, bls 1. 6
23
Þróunar- og þéttingarsvæði
algeng ástæða deiliskipulagsbreytinga. Umbylting umhverfisins Innan sumra deiliskipulagsáætlana er heimilað mikið niðurrif núverandi húsa og mikil uppbygging í þeirra stað. Í einhverjum tilfellum getur svo mikil breyting verið óæskileg m.a. þar sem byggingarmagn sem heimilað er að hámarki getur verið of mikið til að hafa þess kost að falla vel að umhverfinu. Heimiluð hæð húsa getur á sama hátt borið þá byggð sem fyrir er ofurliði. Heimilað getur verið niðurrif á húsum sem hægt væri að varðveita. Stærð lóða getur einnig stuðlað að því að tillögur eru gerðar að óæskilegri uppbyggingu sem getur verið úr takti við ríkjandi byggðamynstur. Oft eru gerðar tillögur að sameiningum lóða í deiliskipulagi og geta slíkar sameiningar verið forsenda fyrir aukinni uppbyggingu. Í einhverjum tilfellum er tekið mið af eignarhaldi lóða við skipulagsvinnuna þegar einn aðili hefur yfirráð yfir mörgum eða öllum lóðum reitsins. Í enn öðrum tilfellum eiga lóðasameiningar sér stað eftir samþykkt deiliskipulags með breytingu á því þegar eignarhald breytist. Sem dæmi um reiti þar sem unnið hefur verið með tillögur þar sem gert er ráð fyrir stórfelldum breytingum á byggðarmynstri eru t.d eru Hljómalindarreitur, Brynjureitur, Barónsreitur, Skuggahverfi og Einholt/Þverholt. Þetta eru að hluta til reitir sem verið er að endurskilgreina/skipuleggja núna. Eins má nefna Höfðatorg þar sem tiltölulega nýskipulagt svæði var endurskipulagt og byggingarmagn aukið töluvert. Dæmi um þróunarsvæði Hafnarsvæði miðborgar og vesturbæjar Austurhöfn, Slippareitur, Nýlendureitur. Leyfð fjölbreyttari notkun og áætluð uppbygging íbúðasvæðis. Vesturbær, iðnaðarreitum breytt í íbúðasvæði Héðinsreitur, Lýsisreitur, BYKOreitur, Sólvallagötureitur. Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir Leyft niðurrif og mikil uppbygging með stórauknu byggingarmagni á sumum reitum. Borgartún Höfðatorg, Bílanaustreitur og fleiri Borgartúnsreitir,
24
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
iðnaðarreitum breytt í skrifstofusvæði, aukið byggingarmagn Skuggahverfi Barónsreitur, skuggaturnarnir og fleiri svæði þar í kring, mikil uppbygging háhýsa við sjávarsíðuna Ný íbúðasvæði á óbyggðum svæðum í eldri hverfum Sóleyjarimi, Lambasel, Alaskareitur, svæði neðan Sléttuvegar Jaðarsvæði hverfa Hlíðarendi, Suður-Mjódd
25
Deiliskipulag eftir borgarhlutum
Vesturbær
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 25 Breytingar á nýju deiliskipulagi 34
Miðborg
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 61 Breytingar á nýju deiliskipulagi 89
Hlíðar
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 10 Breytingar á nýju deiliskipulagi 15
Laugardalur
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 20 Breytingar á nýju deiliskipulagi 53
Háaleiti
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 15 Breytingar á nýju deiliskipulagi 31
Breiðholt
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 5 Breytingar á nýju deiliskipulagi 2
Árbær
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 3 Breytingar á nýju deiliskipulagi 3
Grafarvogur Samtals 26
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 5 Breytingar á nýju deiliskipulagi 14 Nýjar deiliskipulagsáætlanir 144 Breytingar á nýju deiliskipulagi 241
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Deiliskipulag þegar byggðra svæða getur verið mjög mismunandi og er nokkuð fjölbreytt eftir borgarhlutum. Í miðborginni er aðallega um að ræða litla götureiti á meðan deiliskipulag í öðrum hverfum spannar oft stærri svæði. Deiliskipulag Sundanna sem tilheyra Laugardal nær til að mynda yfir 300 lóðir. Í þeim deiliskipulagsáætlunum þar sem verið er að brjóta nýtt land undir byggð, t.a.m. Alaskareit í Breiðholti og Sóleyjarima í Grafarvogi er um að ræða stór svæði þar sem búið er að byggja að mestu. Um alla borgina má svo finna reiti sem spanna eina eða fáar lóðir og hafa sérhæft hlutverk, svæði fyrir kirkjur, íþróttastarfsemi, verslun og skóla svo eitthvað sé nefnt. Að sama skapi hefur deiliskipulag þeirra reita oft eitt ákveðið hlutverk svo sem að byggja eina nýbyggingu eða viðbyggingu.
Nýtt deiliskipulag og breytingar á því eftir borgarhlutum 100 deiliskipulag
90
breyting 80 70 60 50 40 30 20 10 0
VES
MIÐ
HLÍ
LAU
HÁA
BRE
ÁRB
GRA
27
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Vesturbær Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Vesturhöfn, norðvesturhluti Fiskislóð 1-9 Norðurgarður Grandi Slippa- og Ellingsenreitur Héðinsreitur Nýlendureitur Norðurstígsreitur Sólvallagötureitur Holtsgötureitur Bykoreitur Vesturbæjarskóli Landakotsreitur Reitur 1.160.3 Suðurgötukirkjugarður Framnesvegsreitur Ægisíða KR-svæði Frostaskjól Lýsisreitur Melar, reitur 1.524 Vesturbæjarlaug Melar, reitur 1.540 Neskirkjureitur Fálkagötureitir Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu Skildinganes
15.6.2006 25.11.2003 8.10.2002 26.4.2007 8.2.2007 31.10.2007 20.1.2004 27.3.2001 17.2.2005 14.12.2006 13.6.2008 22.3.2007 17.2.2004 21.1.2003 3.3.2005 15.12.2005 28.1.2003 15.2.2007 26.1.2006 27.4.2004 23.10.2010 23.8.2002 15.5.2008 24.2.2005 24.2.2004
3 2 0 2 0 3 5 3 1 0 1 2 1 0 2 1 1 0 0 0 0 0 0 2 5
Samtals 25
28
34
29
Vesturbær 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 25 Breytingar á nýju deiliskipulagi 34 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Vesturbæ 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 706 þar af nýbyggingar 288 stækkanir 363 niðurrif 55
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 81 þar af nýbyggingar 29 stækkanir 37 niðurrif 15
Útgefin byggingarleyfi 59 þar af nýbyggingar 26 stækkanir 23 niðurrif 10
Framkvæmdum lokið 45 þar af nýbyggingar 16 stækkanir 19 niðurrif 10
29 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja 288 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
30
Vesturbær Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
11% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
56% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
21 af 34
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
62%
25 nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Vesturbænum á tímabilinu 2001-2010. Í gamla Vesturbænum eru nokkrir íbúðarhúsareitir þar sem skilgreindar eru nýbyggingar á auðum lóðum og minni breytingar. Tveir stórir reitir á Melunum hafa verið deiliskipulagðir þar sem skilgreindar eru breytingar á flestum lóðum samkvæmt ákveðnu kerfi. Deiliskipulag hefur verið endurskoðað í hluta Skerjafjarðar og mikið hefur verið byggt af nýbyggingum innan þess svæðis. Nokkrir sérhæfðir þjónustureitir hafa verið deiliskipulagðir innan svæðisins, þ.á.m. íþróttasvæði og kirkjulóðir. Á norðurjaðri Vesturbæjarins eru nokkrir iðnaðarreitir sem deiliskipulagðir hafa verið með tilliti til breyttrar notkunar: Lýsisreitur, Bykoreitur og Héðinsreitur. Einnig hefur Slippa- og Ellingsenssvæði verið endurskoðað með tilliti til fjölbreyttari notkunar og byggingu íbúða- og þjónustuhúsnæðis. Því svæði tengist svo deiliskipulag Nýlendureits. Loks hefur verið gert nýtt deiliskipulag í Örfirisey sem tengist nýjum landfyllingum og byggt hefur verið töluvert af iðnaðar- og verslunarhúsnæði þar. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Vesturbæ á tímabilinu eru samtals 34.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Vesturbæ 2001-2010* 400 heimilt samþykkt byggingarleyfi 300
framkvæmt
200
100
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
31
Vesturbær 2001-2010
Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 14 nýbygging stækkun
12
niðurrif
Árið 2007
10
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 21 eða
8
6
26%
4
2
0
32
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
Vesturbær Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
81 byggingarleyfisumsókn var samþykkt á tímabilinu, að meðaltali 3,2 á hvert deiliskipulag
34 deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 1,4 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 35 nýtt deiliskipulag deiliskipulagsbreytingar
30
samþykktar umsóknir 25
20
15
10
5
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
1 2 3 4 4 3 5 2 0 1
0 0 1 4 2 7 7 6 5 2
0 2 5 9 9 11 21 12 9 3
Samtals
25
34
81
33
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Miðborg Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Austurhöfn Naustareitur Grjótaþorp Grófin Pósthússtrætisreitur Kirkjutorgsreitur Stjórnarráðsreitur Þjóðleikhúsreitur Reitur 1.151.5 Skuggahverfi 1.152.2 og 1.152.4 Skuggahverfi 1.152.3 og 1.152.2 Skuggahverfi 1.152.5 Barónsreitur Bankastrætisreitir 1.170.1, 1.170.2 Bankastrætisreitir 1.170.3 Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir 1.171.0 Hljómalindarreitur Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir 1.171.2 Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir 1.171.3 Hegningarhússreitur Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir 1.171.5 Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir Brynjureitur Frakkastígsreitur Mið-Laugavegur Timburhúsareitur Reitur 1.174.0 Reitur 1.174.1 Reitur 1.174.2 Stjörnubíósreitur Menntaskólinn í Reykjavík Þórsgötureitur
18.5.2006 7.10.2003 30.7.2002 5.11.2002 3.7.2008 17.7.2008 4.9.2001 23.4.2005 9.11.2005 13.4.2004 16.4.2002 13.4.2004 28.8.2001 16.7.2002 21.3.2002 11.2.2003 13.4.2004 8.10.2002 17.9.2002 8.10.2002 30.4.2002 3.6.2003 14.5.2002 4.2.2003 25.3.2003 25.3.2003 25.3.2003 12.5.2005 10.12.2002 9.6.2005 11.4.2003 30.4.2002 17.4.2008 7.1.2003
1 3 9 2 1 0 4 0 0 3 3 2 1 5 2 0 1 2 4 0 3 0 1 0 2 1 3 3 0 3 0 4 1 1
34
Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Lokastígsreitur 2 Lokastígsreitur 3 Lokastígsreitur 4 Reitur 1.182.0 Klapparstígsreitur Ölgerðarreitur Kárastígsreitur austur Bergstaðastrætisreitir Bergstaðastrætisreitir Bergstaðastrætisreitir Urðarstígsreitur norður Urðarstígsreitur suður Baldursgötureitur 1 Njálsgötureitur 1 Njálsgötureitur Njálsgötureitur 2 Njálsgötureitur 3 Heilsuverndarreitur Smáragötureitir Hlemmur+ Skúlagarðsreitur vestari Hlemmur+ Skúlagarðsreitur eystri Hlemmur+ Hlemmur Hlemmur+ Tryggingastofnunarreitur Hlemmur+ Bankareitur Hlemmur+ Hampiðjureitir Háskólatorg Hringbraut, færsla
10.12.2009 10.12.2009 10.12.2009 20.5.2003 16.5.2007 1.4.2003 4.9.2008 18.5.2004 12.7.2007 16.6.2005 12.11.2009 12.11.2009 11.12.2008 21.6.2007 14.6.2002 21.6.2007 21.6.2007 11.4.2003 15.9.2005 20.7.2006 20.7.2006 19.10.2004 20.7.2006 20.7.2006 20.7.2006 15.12.2005 21.10.2003
0 0 1 0 0 4 0 0 1 1 0 0 1 1 1 0 0 3 4 0 2 1 0 0 1 2 1
Samtals 61
89
35
Miðborg 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 61 Breytingar á nýju deiliskipulagi 89 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Miðborg 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 823 þar af nýbyggingar 242 stækkanir 374 niðurrif 207
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 227 þar af nýbyggingar 44 stækkanir 97 niðurrif 86
Útgefin byggingarleyfi 166 þar af nýbyggingar 35 stækkanir 62 niðurrif 69
Framkvæmdum lokið 116 þar af nýbyggingar 21 stækkanir 37 niðurrif 58
44 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
242 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
36
Miðborg Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
11
deiliskipulagsbreytingum
var synjað á tímabilinu 2001-2010 28% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
51% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
66 af 89
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
74%
Samantekt Í Miðborginni var langmest skipulagt á tímabilinu 2001-2010 en 61 ný deiliskipulagsáætlun var samþykkt. Megnið af deiliskipulagi Miðborgarinnar nær aðeins yfir einn götureit. Í mörgum tilfellum voru tveir eða fleiri aðliggjandi reitir skipulagðir samhliða og út frá sömu forsendum. Þar má helst nefna Laugavegs- og Skólavörðustígsreiti en einnig Njálsgötureiti, Lokastígsreiti og svæðið í kringum Hlemm. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Miðborg á tímabilinu eru samtals 89, að meðaltali 1,5 breyting á hvert deiliskipulag eða 2 á hvert deiliskipulag sem hefur verið breytt en 21 áætlun hefur ekki verið breytt. Töluvert margar deiliskipulagáætlanir í Miðborginni gera ráð fyrir mikilli breytingu á viðkomandi svæði, miklu niðurrifi og auknu byggingarmagni. Þar má nefna Skuggahverfið þar sem töluvert hefur verið byggt, þar á meðal háhýsi við sjávarsíðuna. Einnig eru margir reitir í kringum Laugaveg þar sem uppbygging hefur ekki orðið að veruleika. Töluvert hefur þó verið rifið af húsnæði til að rýma fyrir mikilli uppbyggingu án þess að bygging hafi hafist. Á hinn bóginn eru margir reitir í Miðborginni sem hafa verið skipulagðir vegna beiðni eins lóðarhafa um breytingar og/eða til að uppfylla deiliskipulagsskyldu. Á þeim reitum virðist oft ekki vera eftirspurn eftir breytingum og því lítið sem ekkert framkvæmt nema gjarnan á einni lóð.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Miðborg 2001-2010* 400 heimilt samþykkt byggingarleyfi 300
framkvæmt
200
100
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
37
Miðborg 2001-2010
Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 25 nýbygging stækkun niðurrif
20
Árið 2005
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 39 eða
15
10
17%
5
0
38
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
Miðborg Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
227 byggingarleyfisumsóknir voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 3,7 á hvert deiliskipulag
89 deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 1,5 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 60 nýtt deiliskipulag deiliskipulagsbreytingar 50
samþykktar umsóknir
40
30
20
10
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
2 13 12 5 7 7 5 5 5 0
0 2 10 13 7 17 14 14 6 6
2 18 24 18 39 32 35 23 16 20
Samtals
61
89
227
39
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Hlíðar Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Egilsborgarreitur Einholt Þverholt Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli Hamrahlíð 10, MH Háskólinn í Reykjavík Hlíðarendi, Valur Kringlumýrarbraut 100, Esso Skipholtsreitur Skógarhlíð Stakkahlíð
23.3.2006 10.5.2007 27.7.2006 7.7.2005 14.6.2007 15.7.2003 20.7.2004 12.11.2002 10.4.2001 18.9.2003
0 0 0 0 2 4 0 4 5 0
Samtals 10
40
15
41
Hlíðar 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 10 Breytingar á nýju deiliskipulagi 15 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Hlíðum 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 70 þar af nýbyggingar 43 stækkanir 16 niðurrif 11
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 32 þar af nýbyggingar 8 stækkanir 15 niðurrif 9
Útgefin byggingarleyfi 30 þar af nýbyggingar 7 stækkanir 14 niðurrif 9
Framkvæmdum lokið 28 þar af nýbyggingar 7 stækkanir 12 niðurrif 9
8 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
43 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
42
Hlíðar Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
46% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
88% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
7 af 15
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
47%
15 nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Hlíðum á tímabilinu 2001-2010. Þrír reitir í Holtum, þar á meðal Einholt/Þveholt, þar sem gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu og mikið niðurrif hefur þegar verið framkvæmt. Nokkrir reitir eru í Hlíðunum þar sem ekki er um stórfelldar breytingar að ræða. Háskólinn í Reykjavík er innan svæðisins en þar er um að ræða nýtt byggingarland. Búið er að byggja hluta af háskólanum innan svæðisins. Hlíðarendi er þróunarsvæði. Gert er ráð fyrir að íþróttasvæði Vals verði þar áfram en jafnframt er gert ráð fyrir uppbyggingu nýs íbúða- og þjónustusvæðis. Uppbygging er ekki hafin en deiliskipulagið hefur verið endurskoðað þrisvar frá fyrstu samþykkt og spilar þar inn í að svæðið er á jaðri framtíðaruppbyggingarsvæðis í Vatnsmýri. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Hlíðum á tímabilinu eru samtals 15.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Hlíðum 2001-2010* 50 heimilt samþykkt byggingarleyfi
40
framkvæmt
30
20
10
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
43
Hlíðar 2001-2010
Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 6 nýbygging stækkun
5
niðurrif
Árið 2006
4
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 7 eða
3
2
22%
1
0
44
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
Hlíðar Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
32 byggingarleyfisumsóknir voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 3,2 á hvert deiliskipulag
15 deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 1,5 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 12 nýtt deiliskipulag deiliskipulagsbreytingar 10
samþykktar umsóknir
8
6
4
2
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
1 1 2 1 1 2 2 0 0 0
0 0 1 2 2 2 4 2 1 1
2 2 5 4 6 7 2 1 1 2
Samtals
10
15
32
45
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Laugardalur Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Borgartúnsreitur Vélamiðstöðvarreitur / Höfðatorg Túnin Bílanaustsreitur Kirkjutún Borgartún 34-36 Borgartún 32 Sundin Vatnagarðar, Sundabakki Vogabakki Skarfabakki Vatnagarðar 4-28 Dalbrautarreitur Laugarás, Hrafnista Teigahverfi, syðri hluti Langholtsvegur/Drekavogur Glæsibær, Álfheimar 74 Vogar Vogaskóli Skeifan/Fenin
25.11.2004 29.4.2003 22.7.2010 29.9.2005 9.10.2001 21.1.2003 2.12.2005 23.11.2005 13.6.2001 19.6.2001 12.7.2006 31.7.2001 16.4.2002 18.12.2001 2.7.2002 16.10.2008 27.3.2001 1.9.2010 30.1.2004 6.11.2001
2 5 0 0 0 1 2 3 1 2 2 3 2 4 10 1 1 0 2 12
Samtals 20
46
53
47
Laugardalur 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 20 Breytingar á nýju deiliskipulagi 53 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Laugardal 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 1205 þar af nýbyggingar 251 stækkanir 920 niðurrif 34
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 153 þar af nýbyggingar 47 stækkanir 85 niðurrif 21
Útgefin byggingarleyfi 118 þar af nýbyggingar 36 stækkanir 65 niðurrif 17
Framkvæmdum lokið 87 þar af nýbyggingar 28 stækkanir 44 niðurrif 15
47 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
251 nýbyggingu
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
48
Laugardalur Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
13% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
57% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
38 af 53
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
72%
20 nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Laugardal á tímabilinu 2001-2010. Nokkrir reitir eru í Borgartúni þar sem viðskiptafyrirtæki hafa verið að skjóta rótum undanfarin ár. Þessir reitir fela oft í sér töluverða uppbyggingu, sérstaklega Vélamiðstöðvarreiturinn sem síðar varð að Höfðatorgi. Eins má nefna Bílanaustreit þar sem búið er að byggja stórar byggingar samkvæmt hluta af skipulaginu. Á sama svæði er lágreista íbúðahverfið í Túnunum en deiliskipulag fyrir hverfið var samþykkt 2010. Sund, Teigahverfi og Vogar eru stór íbúðasvæði þar sem skilgreindar hafa verið stækkanir og byggingar bílskúra við flest hús. Nokkrir sérhæfðir reitir fyrir þjónustu voru samþykktir á tímabilinu, þ.á.m. Glæsibær, Dalbrautarreitur og Laugarás, Hrafnista. Einnig tilheyrir Laugardal Sundahöfn og eru nokkrir reitir fyrir hafnsækna starfsemi sem samþykktir voru á tímabilinu, t.a.m. vegna nýrra landfyllinga. Deiliskipulag Skeifu og Fenja var samþykkt árið 2001 og hefur verið töluvert breytt síðan. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Laugardal á tímabilinu eru samtals 53.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Laugardal 2001-2010* 1000 heimilt 900
samþykkt byggingarleyfi
800
framkvæmt 700 600 500 400 300 200 100 0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
49
Laugardalur 2001-2010
Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 16 nýbygging stækkun
14
niðurrif 12
Árið 2006
10
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 31 eða
8
6
20%
4
2
0
50
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
Laugardalur Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
153 byggingarleyfisumsóknir voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 7,7 á hvert deiliskipulag
53 deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 2,7 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 40 nýtt deiliskipulag deiliskipulagsbreytingar
35
samþykktar umsóknir 30
25
20
15
10
5
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
7 2 2 2 3 1 0 1 0 2
0 3 4 8 10 5 7 6 5 5
3 13 9 20 22 31 23 20 6 6
Samtals
20
53
153
51
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Háaleiti Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Ármúli - Vegmúli - Hallarmúli Suðurlandsbraut - Ármúli Heiðargerðisreitur Teigagerðisreitur Bústaðahverfi Fossvogsdalur - miðlunartjarnir Neðan Sléttuvegar Sogavegur Ármúli - Lágmúli Álftamýri 1-9 Safamýri 28 Bústaðavegur 151-153 Fossvogsdalur göngustígar Efstaland Blesugróf
30.4.2002 21.8.2001 13.5.2003 7.1.2003 20.4.2004 10.4.2001 12.7.2007 7.10.2004 28.4.2005 24.2.2005 10.6.2003 16.9.2004 18.6.2009 29.1.2002 6.1.2005
3 1 3 6 2 1 3 3 0 0 1 1 0 2 5
Samtals 15
52
31
53
Háaleiti 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 15 Breytingar á nýju deiliskipulagi 31 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Háaleiti 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 473 þar af nýbyggingar 75 stækkanir 386 niðurrif 12
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 120 þar af nýbyggingar 20 stækkanir 87 niðurrif 13
Útgefin byggingarleyfi 91 þar af nýbyggingar 18 stækkanir 61 niðurrif 12
Framkvæmdum lokið 65 þar af nýbyggingar 16 stækkanir 38 niðurrif 11
20 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
75 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
54
Háaleiti Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
25% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
54% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
19 af 31
deiliskipulagsbreytingu var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
61%
Fimmtán nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Háaleiti á tímabilinu 2001-2010. Það sem er einkennandi eru annars vegar stórir þegar byggðir íbúðarhúsareitir þar sem skilgreindar eru heimildir til stækkana og byggingu bílskúra. Hins vegar eru skipulagsreitir á atvinnusvæðum í Múlunum þar sem iðnaður hefur verið að víkja töluvert fyrir verslun og þjónustu. Deiliskipulag þeirra reita tekur á bílastæðavandamálum og skilgreinir byggingarreiti fyrir ofanábyggingar, bakbyggingar, bílastæðahús og aðrar stækkanir. Einnig eru nokkrir sérhæfðir reitir: íþróttasvæði, útivistarsvæði og verslunar- og þjónustulóðir. Í einu deiliskipulagi, svæði neðan Sléttuvegar, er skilgreint nýtt byggingarsvæði fyrir fjölbýlishús, stúdentaíbúðir, íbúðir fyrir aldraða og raðhús og er búið að byggja eftir því að hluta til. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Háaleiti á tímabilinu eru samtals 31.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Háaleiti 2001-2010* heimilt 400
samþykkt byggingarleyfi framkvæmt
300
200
100
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
55
Háaleiti 2001-2010
Samþykktar umsóknir um nýbyggingar, stækkanir og niðurrif eftir árum 25 nýbygging stækkun niðurrif
20
Árið 2005
voru flestar byggingarleyfisumsóknir samþykktar, alls 30 eða
15
10
25%
5
0
56
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
af öllum samþykktum umsóknum á tímabilinu 2001-2010
Háaleiti Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
120 byggingarleyfisumsóknir voru samþykktar á tímabilinu, að meðaltali 8 á hvert deiliskipulag
31 deiliskipulagsbreyting
var samþykkt á tímabilinu, að meðaltali 2,1 á hvert deiliskipulag
Nýtt deiliskipulag, deiliskipulagsbreytingar og samþykktar byggingarleyfisumsóknir eftir árum 40 nýtt deiliskipulag deiliskipulagsbreytingar
35
samþykktar umsóknir 30
25
20
15
10
5
0
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
nýtt deiliskipulag
deiliskipulagsbreytingar
samþykktar umsóknir
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
2 2 3 3 3 0 1 0 1 0
0 1 0 2 5 5 5 5 4 4
0 1 10 10 30 27 14 14 8 6
Samtals
15
31
120
57
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Breiðholt Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Lambasel Alaskareitur Fellagarðar Suður-Mjódd Gerðuberg/Hólaberg
3.2.2005 12.7.2002 30.6.2005 22.1.2009 9.10.2008
1 0 1 0 0
Samtals 5
58
2
59
Breiðholt 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 5 Breytingar á nýju deiliskipulagi 2 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Breiðholti 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 48 þar af nýbyggingar 42 stækkanir 5 niðurrif 1
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 34 þar af nýbyggingar 33 stækkanir 0 niðurrif 1
Útgefin byggingarleyfi 34 þar af nýbyggingar 33 stækkanir 0 niðurrif 1
Framkvæmdum lokið 27 þar af nýbyggingar 26 stækkanir 0 niðurrif 1
33 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
42 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
60
Breiðholt Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
71% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
79% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
Fimm nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Breiðholti á tímabilinu 2001-2010. Suður-Mjódd, Alaskareitur og Lambasel í norður- og suðurjöðrum Seljahverfisins. Suður-Mjódd er svæði fyrir ÍR sem og nýtt íbúðar- og þjónustusvæði en þar hefur ekkert komið til framkvæmda. Alaskareitur og Lambasel eru ný íbúðasvæði sem eru nú að mestu fullbyggð. Einnig hefur verið samþykkt nýtt skipulag við tvo hverfiskjarna í Efra Breiðholti, Fellagarða og Gerðuberg. Verslunarkjarninn við Fellagarða hefur verið í talsverðri niðurníðslu á síðustu árum en nýtt deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir að hluta húsnæðisins verði breytt í íbúðarhúsnæði og byggt verði við sum húsin. Við Gerðuberg er nýtt byggingarsvæði afmarkað fyrir fjölbýlishús með íbúðum fyrir aldraða ásamt félagsþjónustu. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Breiðholti á tímabilinu eru 2.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Breiðholti 2001-2010* heimilt 40
samþykkt byggingarleyfi framkvæmt
30
20
10
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
61
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Árbær Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Rafstöðvarsvæði í Elliðaárdal Íþróttasvæði Fylkis Víðidalur Fákur
6.2.2004 15.2.2007 22.9.2005
2 1 0
Samtals 3
62
3
63
Árbær 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 3 Breytingar á nýju deiliskipulagi 3 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Árbæ 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 68 þar af nýbyggingar 9 stækkanir 56 niðurrif 3
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 7 þar af nýbyggingar 3 stækkanir 3 niðurrif 1
Útgefin byggingarleyfi 5 þar af nýbyggingar 2 stækkanir 2 niðurrif 1
Framkvæmdum lokið 5 þar af nýbyggingar 2 stækkanir 2 niðurrif 1
3 nýbyggingar
voru samþykktar en alls eru heimildir til að byggja
9 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
64
Árbær Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
10% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
3 nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Árbæ á tímabílinu 2001-2010, fyrir rafstöðvarsvæðið í Elliðaárdal, íþróttasvæði Fylkis og hesthúsahverfið í Víðidal. Flestar heimildirnar eru vegna stækkana hesthúsa og lítið hefur komið til framkvæmda. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Árbæ á tímabilinu eru 3.
71% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
1 af 3
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Árbæ 2001-2010* 60 heimilt samþykkt 50
byggingarleyfi framkvæmt
40
30
20
10
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
65
Nýtt deiliskipulag á árunum 2001-2010
Grafarvogur Deiliskipulagsáætlun
Samþykkt
Breytt
Sóleyjarimi Stekkjarbrekkur (Korputorg) Gufunes Ártúnshöfði eystri Spöngin við Fróðengi
5.12.2002 28.10.2004 21.10.2004 2.7.2002 3.5.2007
3 4 2 3 2
Samtals 5
66
14
67
Grafarvogur 2001-2010
Nýjar deiliskipulagsáætlanir 5 Breytingar á nýju deiliskipulagi 14 Hér að neðan er samantekt um hvað er heimilt samkvæmt nýjum deiliskipulagsáætlunum í Grafarvogi 2001-2010, samþykktar byggingarleyfisumsóknir, byggingarleyfi og framkvæmdir sem er lokið.*
Heimildir samkvæmt deiliskipulagi 92 þar af nýbyggingar 74 stækkanir 17 niðurrif 1
Samþykktar byggingarleyfisumsóknir 65 þar af nýbyggingar 61 stækkanir 4 niðurrif 0
Útgefin byggingarleyfi 62 þar af nýbyggingar 59 stækkanir 3 niðurrif 0
Framkvæmdum lokið 55 þar af nýbyggingar 53 stækkanir 2 niðurrif 0
61 nýbygging
var samþykkt en alls eru heimildir til að byggja
74 nýbyggingar
*Byggingarframkvæmdir þar sem um er að ræða breytingu á byggingarmagni lóðar. Nýbygging ef um er að ræða frístandandi byggingu eða nýbyggingu samkvæmt skilmálum deiliskipulags. Í einhverjum tilfellum er nýbygging þá tengd eða byggð upp að núverandi byggingu. Stækkanir eru allar viðbyggingar, ofanábyggingar, kvistir, svalir eða önnur tilfelli þar sem byggingarmagn er aukið. Þegar um niðurrif er að ræða er í flestum tilfellum um að ræða niðurrif heillar byggingar en í einhverjum tilfellum getur verið um að ræða niðurrif að hluta. Í einhverjum tilfellum er niðurrif framkvæmt án þess að fyrir liggi skriflegt byggingarleyfi en þá er samþykktin skráð eins og um sé að ræða byggingarleyfi. Útgáfa skriflegra byggingarleyfa hófst 8. júní 2004. Áður gilti samþykktin sem byggingarleyfi og er hér talin með sem útgefið byggingarleyfi. Þegar talað er um framkvæmdir sem er lokið er átt við að farið hafi fram lokaúttekt (byggingarstig 7, fullgerð notaeining) eða að byggingin hafi verið tekin í notkun og skráð sem slík hjá byggingarfulltrúa (byggingarstig 8, í notkun ófullgert).
68
Grafarvogur Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Samantekt
71% heimilda
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
85% samþykktra umsókna
skilaði sér í framkvæmdum
6 af 14
deiliskipulagsbreytingum var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða
43%
Fimm nýjar deiliskipulagsáætlanir voru samþykktar í Grafarvogi á tímabilinu 2001-2010, þar af fjórar á áður óbyggðum eða lítið byggðum svæðum. Deiliskipulag á Ártúnshöfða er endurskoðun á eldra skipulagi. Við Spöngina var samþykkt nýtt deiliskipulag til byggingar á íbúðum fyrir aldraða sem nú hafa risið að mestu. Í Rimahverfi var skilgreint nýtt byggingarsvæði fyrir einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús á svæði sem áður var undirlagt fyrir möstur og loftnet og hefur nú verið byggt á flestum lóðum. Deiliskipulag í Gufunesi gerir ráð fyrir útivistarsvæði og byggingum í tengslum við það en ekki hefur verið framkvæmt samkvæmt því. Loks var gert nýtt deiliskipulag í Stekkjarbrekkum og þar hefur risið stórt verslunarhúsnæði. Deiliskipulagsbreytingar á nýju deiliskipulagi í Grafarvogi á tímabilinu eru samtals 14.
Byggingaframkvæmdir á grundvelli nýs deiliskipulags í Grafarvogi 2001-2010* 80 heimilt samþykkt byggingarleyfi 60
framkvæmt
40
20
0
NÝBYGGINGAR
STÆKKANIR
NIÐURRIF
69
Nýtt deiliskipulag í grónum hverfum 2001-2010 144 nýjar deiliskipulagsáætlanir 241 deiliskipulagsbreyting 718 samþykkt byggingarleyfisumsókn 428 framkvæmdum lokið 245 samþykktar nýbyggingar 146 samþykkt niðurrif Vesturbær 25 nýjar deiliskipulagsáætlanir 34 deiliskipulagsbreytingar 81 samþykkt byggingarleyfisumsókn 45 framkvæmdum lokið 29 samþykktar nýbyggingar 15 samþykkt niðurrif
Miðborg 61 ný deiliskipulagsáætlun 89 deiliskipulagsbreytingar 227 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 116 framkvæmdum lokið 44 samþykktar nýbyggingar 86 samþykkt niðurrif
Hlíðar 10 nýjar deiliskipulagsáætlanir 15 deiliskipulagsbreytingar 32 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 28 framkvæmdum lokið 8 samþykktar nýbyggingar 9 samþykkt niðurrif
Laugardalur 20 nýjar deiliskipulagsáætlanir 53 deiliskipulagsbreytingar 153 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 87 framkvæmdum lokið 47 samþykktar nýbyggingar 21 samþykkt niðurrif
70
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Háaleiti 31 ný deiliskipulagsáætlun 31 deiliskipulagsbreyting 120 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 65 framkvæmdum lokið 20 samþykktar nýbyggingar 13 samþykkt niðurrif
Breiðholt 5 nýjar deiliskipulagsáætlanir 2 deiliskipulagsbreytingar 34 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 27 framkvæmdum lokið 33 samþykktar nýbyggingar 1 samþykkt niðurrif
Árbær 3 nýjar deiliskipulagsáætlanir 3 deiliskipulagsbreytingar 7 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 5 framkvæmdum lokið 3 samþykktar nýbyggingar 1 samþykkt niðurrif
Grafarvogur 5 nýjar deiliskipulagsáætlanir 14 deiliskipulagsbreytingar 65 samþykktar byggingarleyfisumsóknir 55 framkvæmdum lokið 61 samþykkt nýbygging 0 samþykkt niðurrif 71
Nýtt deiliskipulag í grónum hverfum 2001-2010
21% heimilda skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
60% samþykktra umsókna skilaði sér í framkvæmdum
158 af 241 eða 66%
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
Vesturbær
Miðborg
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
11% heimilda 56% samþykktra umsókna skilaði sér í framkvæmdum
21 af 34 eða 62% deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
28% heimilda 51% samþykktra umsókna skilaði sér í framkvæmdum
66 af 89 eða 74% deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
Hlíðar
Laugardalur
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
46% heimilda
13% heimilda
88% samþykktra umsókna
57% samþykktra umsókna
7 af 15 eða 47%
38 af 53 eða 72%
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum eða 72
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
Háaleiti
Breiðholt
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
25% heimilda
71% heimilda
54% samþykktra umsókna
79% samþykktra umsókna
19 af 31 eða 61%
0 af 2 eða 0%
Árbær
Grafarvogur
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
skilaði sér í samþykktum byggingarleyfisumsóknum
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
10% heimilda
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
71% heimilda
71% samþykktra umsókna
85% samþykktra umsókna
1 af 3 eða 33%
6 af 14 eða 43%
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
skilaði sér í framkvæmdum
deiliskipulagsbreytinga var fylgt eftir með samþykktum umsóknum
73
Heimildaskrá
Ályktunartillaga um átak í deiliskipulagningu í miðborginni samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. desember 1997. Reykjavíkurborg, Skipulags- og byggingarsvið, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Reykjavíkurborg, 2002/2010.
Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, http://www.althingi.is/ lagas/138b/1997073.html [Sótt 31.8.2012.] Skipulagsreglugerð nr. 400/1998, http://www.reglugerd.is/ interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/400-1998 [Sótt 31.8.2012.] Að auki vísast til uppdrátta allra deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga sem nefndar eru í þessu riti og upplýsinga úr skráningakerfinu Erindreka. Þær upplýsingar eru auðkenndar með málsnúmerum sem byrja á SN ef um er að ræða skipulagsmál en BN ef um er að ræða byggingarmál.
74
Deiliskipulag í grónum hverfum Reykjavíkur 2001-2010
75
76
Umhverfis- og skipulagssviรฐ 2012
Unniรฐ af: Auรฐi Hreiรฐarsdรณttur 77
78