ÁSBRÚ
Samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs
www.asbru.is
I
I
I
FRÉTTABRÉF 1. TBL. 2. ÁRG. APRÍL 2010
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco
Eitt stærsta nýsköpunarog endurvinnslu verkefni Íslands Eftir einungis þrjú ár er Ásbrúin svo sannarlega búin að braggast mikið. Frá því að bandaríski herinn yfirgaf varnarstöð sína á Suðurnesjum hafa landsmenn mátt þola margvísleg áföll en mitt í þeim öllum hefur eitt verkefni staðið öðrum framar fyrir bjartsýni og þor þeirra fjölmörgu sem að því hafa komið. Í heildina er því um að ræða eitt allra stærsta nýsköpunarverkefni landsins auk þess sem endurnýting þeirra eigna sem á svæðinu eru leiðir af sér stærsta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar. Það má líta á opinn dag á Ásbrú sem eins konar uppskeruhátíð þeirra aðila sem koma hér að uppbyggingu. Það er því kannski við hæfi að impra hér aðeins á því hvaða árangur hefur náðst frá því á opnum degi fyrir ári. Í fyrsta lagi má nefna að nafn svæðisins, Ásbrú, hefur náð að festa sig rækilega í sessi. Ein af meginástæðum þess er án efa undirbúningur að nafnabreytingunni þar sem mikið samráð var haft við lykilaðila á Reykjanesi en fyrst og fremst er árangurinn að þakka því hversu fljótir íbúar og fyrirtæki á svæðinu voru að taka nafnið upp og gera að sínu.
2
Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ritstjóri og ábm.: Óli Örn Eiríksson Útlit og umbrot: Skissa Textahöfundar: Anna Lilja Þórisdóttir o.fl. Ljósmyndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson o.fl. Forsíðumyndir: Víkurfréttir Prófarkalestur: Helgi Magnússon Fréttabréfið Ásbrú er gefið út í 9500 eintökum og er dreift frítt á öll heimili á Reykjanesi.
Uppbygging á Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs hefur verið hreint ævintýraleg. Fimm ára markmið Keilis um 500 nemendur náðust á tæpum tveimur árum. Háskólabrú Keilis er dæmi um nýsköpunarverkefni af bestu gerð, verkefni sem eflir menntunarstig þjóðarinnar á skjótan og hagkvæman hátt. Keilir byrjaði einnig að kenna tæknifræði á árinu og er það stórt skref fyrir Suðurnesjamenn að verðmætt háskólanám skuli nú vera til staðar í héraði. Útskrifaðir tæknifræðingar verða grunnstoðir í stórum verkefnum fram undan, svo sem gagnaveri og annarri hagnýtingu grænnar orku; en einnig verða þeir mikilvægir frumkvöðlar og þátttakendur í frumkvöðlaverkefnum svo sem HBT. Nemendur í tæknifræði munu njóta góðs af uppbyggingu á rannsóknasetri í orkufræðum sem er til húsa í aðalbyggingu Keilis en fjöldi aðila hefur komið að þeirri metnaðarfullu uppbyggingu. Á Ásbrú hafa á undanförnu ári verið stigin stór skref í að skapa heilsuþorp sem verður einstakt í sinni röð á Íslandi. Í maí síðastliðnum opnaði Jónína Ben detox-meðferðarstöð að Lindabraut 634 sem hefur tekið á móti fjölda viðskiptavina frá opnun. Í nóvember flutti Bryn Ballett Akademían og húðvöruframleiðandinn Alkemistinn saman í húsnæði á Flugvallarbraut 733 og 734. Keilir hefur í gegnum þetta þróað áfram heilsuskóla sinn sem býður upp á mjög áhugavert nám er sýnir sig kannski best í því að stór hluti silfurdrengjanna okkar er nú þar í fjarnámi. Stærsta verkefnið í heilsuþorpinu hefur þó legið í því að koma hér á fót einkasjúkrahúsi sem sérhæfir sig í að þjónusta erlenda heilsuferðamenn. Þetta verkefni, sem mun skapa hundruð starfa fyrir velmenntað fólk í heilbrigðisþjónustu, er vel á veg komið og eru framkvæmdir við sjúkrahúsið nú í startholunum. Ásbrú er mikið frumkvöðlasvæði. Hér er rekið frumkvöðlasetrið Eldey í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hér er einnig rekið skrifstofuhótelið Eldvörp. Fjöldi fyrirtækja hefur komið sér þar fyrir og njóta þau góðs af nálægðinni hvert við annað. Enn er rými fyrir fleiri fyrirtæki og hefur skipulagi í Eldvörpum verið breytt nýlega til þess að geta tekið þar á móti fleiri fyrirtækjum með einn til tvo starfsmenn. Íbúar á Ásbrú eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér aðstöðuna í Eldey og Eldvörpum hafi þeir áhugaverðar hugmyndir. Ég hvet ennfremur alla til þess að vera í sambandi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafi þeir hugmyndir um nýtingu þeirra eigna sem enn eru í höndum félagsins. Framtíð Ásbrúar er enn sem áður fyrst og fremst í höndum þeirra frumherja sem kjósa að setjast hér að með fyrirtæki sín og fjölskyldur. Ég óska þeim góðs gengis á þeirri vegferð.
M U S
A T S 6 R 1 Y 12 F N KL. N I G A D R A
Andrews
Andrews-leikhúsið, sem stendur á besta stað á Ásbrú, var tekið í notkun að nýju á dögunum eftir að hafa verið lokað vegna framkvæmda. Breytingar á húsinu voru að mestu fólgnar í lögbundinni breytingu á raflögn en tækifærið var einnig nýtt til þess að húsið gæti betur gegnt hlutverki sínu sem félagsheimili fyrir íbúa og starfsmenn á Ásbrú. Stærsta breytingin var sú að anddyrið, sem þótti of lítið, var stækkað og skipt þar um gólfefni og sett steinteppi. Nú er anddyrið tæplega 200 fermetrar og ætti að fara betur um stærri hópa þar. Ný afgreiðsla og veitingasala var útbúin við innganginn.
4
Í aðalsalnum voru veggir og loft máluð svört til þess að þau drægju síður augun af sviðinu. Sviðið sjálft var stækkað og er nú um 90 fermetrar og er hægt að tví- ef ekki þrískipta því fyrir leiksýningar. Húsið mun rýma 484 manns í sæti og er stóri salurinn því einn stærsti salur sinnar tegundar á Suðurnesjum. Loks var húsið merkt að nýju með því að skilti var sett upp.
Vegna þess hversu fjölbreyttri notkun þarf að sinna í húsinu miðuðust breytingarnar við að það gæti nýst undir fyrirlestra, ráðstefnur og sýningar. Á undanförnum árum hefur Andrews verið notað fyrir tónleika, danssýningar og söngleiki. Í kjölfar breytinganna hefur eftirspurn eftir því að nýta húsið undir slíka viðburði farið vaxandi og hafa þegar verið haldnir stórir tónleikar þar á vegum Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Áhugasömum um leigu á Andrews er bent á að hafa samband við Kadeco í síma 425-2100 eða í netfangið fyrirspurnir@kadeco.is
Ljósm.: Víkurfréttir
Svipmyndir frá Andrews
5
Nýsköpunarráðstefna í nýuppgerðum Stapa
Þann 27. apríl næstkomandi verður haldin nýsköpunarráðstefna í hinum nýuppgerða Stapa í Njarðvík. Segja má að ráðstefnan, sem haldin er á vegum Reykjanesbæjar, verði í anda viðfangsefnisins, þar sem mestur hluti þeirra erinda sem fram koma verður í formi myndbandsinnskota í bland við hefðbundin erindi. Tilgangur ráðstefnunnar er þríþættur, í fyrsta lagi að vekja athygli á þeim fjölbreyttu nýsköpunarverkefnum sem unnið er að í bæjarfélaginu, í öðru lagi að fjalla um gildi nýsköpunar og fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar og í þriðja lagi að vekja umræður um nýsköpun í bæjarfélaginu og tækifæri til uppbyggingar á nýjum tímum.
6
Ráðstefnan mun fara fram með þeim hætti að fjallað verður um hina miklu nýsköpun sem farið hefur fram í bænum á undanförnum árum ásamt því að fjöldi nýrra spennandi verkefna verður kynntur. Nýsköpunarverkefnin verða flokkuð saman eftir atvinnugeirum og leitast verður við að horfa á einstök verkefni sem hluta af stærri heild. Þannig verði leiddir fram mögulegir klasar nýsköpunar sem finna má í bænum. Hver klasi fyrir sig mun hafa framsögumann sem kemur úr hópi þeirra er að verkefnum þess klasa standa. Mun framsögumaður
fjalla um klasann sem heild ásamt því að kynna til sögunnar þau verkefni sem innan hans er að finna, með aðstoð stuttra myndbanda sem fjalla um hvert verkefni fyrir sig. Ásbrú hlýtur að sjálfsögðu stóran sess á ráðstefnunni enda er umbreytingin úr herstöð í samfélag frumkvöðla, vísinda og fræða á margan hátt eitt af stærstu nýsköpunarverkefnum Íslandssögunnar. Verður sérstaklega fjallað um þá hugmyndafræði sem beitt hefur verið og litið til þeirrar þróunar sem nú er í gangi. Forsvarsmenn Háskólabrúar, Heilsuskóla, Orkuseturs og Flugakademíu Keilis munu fjalla um tækifærin sem liggja í klasauppbyggingu á þessum sviðum og tengingarnar á milli skólans og þeirra framtíðarverkefna er liggja í farvatninu.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á vegum Reykjanesbæjar og samstarfsaðila á Ásbrú. Stór hluti þessara verkefna snýr að auknu öryggi gangandi og akandi vegfarenda.
Ljósm.: Víkurfréttir
Verið er að skipta út götulýsingu og uppfæra samkvæmt íslenskum stöðlum. Þetta er gert í samstarfi við HS veitur, Þá er verið að lagfæra og gera vegakanta jafnóðum og götulýsingunni er skipt út. Einnig munum við í sumar tengja betur Ásbrú við önnur hverfi bæjarins með göngustígum. Nýsköpun á sér þó ekki einvörðungu stað á Ásbrú. Víða í bænum eru einstaklingar og fyrirtæki að koma hugmyndum sínum á framfæri á ýmsum sviðum. Má þar nefna verkefni allt frá harðfiskverkun til leiksýninga um borð í víkingaskipi. Sérstaklega verður litið til nýsköpunar í þjónustu við borgarana en þar hefur Reykjanesbær í mörgum tilfellum verið í fararbroddi, hvort heldur sem litið er til félagslegrar þjónustu eða í aðstöðusköpun fyrir ný tækifæri, svo sem með tilkomu Hljómahallarinnar fyrir tónlistarfólk. En með henni kveður við nýjan tón í þjónustu við öfluga útflutningsgrein sem oft gleymist. Að erindum loknum mun ráðstefnugestum gefast tækifæri til þess að taka þátt í umræðum um nýsköpun, þar sem leitað verður leiða til að styrkja uppbyggingu klasanna og auka möguleika þeirra til frekari vaxtar.
Við höfðum góðar vonir með að Vegagerðin byði út hringtorg og undirgöng yfir Reykjanesbrautina í vor en því seinkar. Á umferðar- og öryggisþingi, sem Reykjanesbær hélt í síðustu viku, kom berlega fram hvað hringtorg varna mikið slysum. Við höfum dæmi um gatnamót þar sem mörg slys áttu sér stað á hverju ári, en með tilkomu hringtorganna hefur verið slysalaust á þeim stöðum. Þannig viljum við halda því. Nú hefur Vegagerðin lofað því að verki við gerð hringtorgs á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænáss ljúki fyrir haustið. Þá verður unnið að því að bæta umferðarmerkingar á svæðinu eins og hefur verið gert í öðrum hverfum.
7
Lundar og kjóar á Ásbrú
Háaleitisskóli
8
Á mottunni, sem liggur á gólfinu við innganginn í Háaleitisskóla, eru gestir og gangandi boðnir velkomnir í McMahon Elementary School. Áletrunin er á ensku og víða má sjá enskar áletranir, til dæmis eru salernin merkt „girls“ og „boys“. Annað er rammíslenskt enda erum við í íslenskum grunnskóla sem áður hýsti grunnskóla Varnarliðsins. Útibú frá Njarðvíkurskóla
Lundar, lóur, krummar og kjóar
Háaleitisskóli er rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla. Því er kannski réttast að kalla Sigfríði Sigurðardóttur útibússtjóra en hún veitir skólanum forstöðu.
Í skólanum eru tæplega níutíu nemendur í fyrsta til sjötta bekk og til stendur að skólinn nái upp í sjöunda bekk. Eldri nemendur, sem eru búsettir á Ásbrú, sækja skóla í Njarðvík.
„Skólinn var settur á stofn haustið 2008. Til stendur að hann verði sjálfstæður og upphaflega hugmyndin var að hann myndi starfa á þennan hátt í eitt ár. En það tímabil var framlengt og ekki ákveðið hvenær þessu verður breytt,“ segir Sigfríður. Hún segir að vissulega séu margir kostir við að starfa á þennan hátt, gott sé að vera hluti af stærri heild en að sama skapi færist sjálfstæði skólans sífellt í aukana.
Bekkirnir bera íslensk fuglaheiti, þar má finna lunda, lóur, krumma og kjóa. Stofurnar eru rúmbetri en gengur og gerist í íslenskum grunnskólum og rúmt er um börnin þar sem bekkirnir eru fremur fámennir. Frístundaheimili er starfrækt við skólann og er það vel nýtt. Einnig er skólinn í samstarfi við tónlistarskólann í Reykjanesbæ.
Baklandið
Metnaður, skilningur og gott samstarf Sigfríður segir að vissulega sé kostur að vera hluti af svo lifandi og frjóu samfélagi sem Ásbrú er og upp hafi komið hugmyndir um samstarf við þann fjölbreytta atvinnurekstur sem er á svæðinu. Hún segir það hafa komið sér þægilega á óvart hversu mikill metnaður og skilningur var hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco. „Þegar ég hóf hér störf hraus mér hálfpartinn hugur við því að fara að fást við „kerfiskalla“ sem ekkert hefðu komið nálægt skólamálum. En samstarfið hefur gengið alveg einstaklega vel. Það hefur verið leyst úr öllum vandamálum um leið og þau hafa komið upp. Ég gæti ekki verið ánægðari með samstarfið.“
Heimilislegt og hlýlegt andrúmsloft Baklandið er athvarf eftir skóla fyrir börn og unglinga á aldrinum 10–15 ára, þar sem lögð er áhersla á heimilislegt og hlýlegt andrúmsloft. Í Baklandinu fá börnin aðstoð við heimanám, samskipti og ýmsar athafnir daglegs lífs og lögð er áhersla á að barnið taki þátt í því sem um er að vera. Þau njóta stuðnings og þjónustu Barnaverndar Reykjanesbæjar. Að sögn Maríu Rósar Skúladóttur, félagsráðgjafa hjá Baklandinu, er Baklandið þróunarverkefni að danskri fyrirmynd. Hugmyndin að verkefninu á rætur sínar að rekja til samfélagsvinnu og er markmiðið að bæta lífskjör þeirra barna sem um ræðir og á sama tíma styrkja og byggja upp félagslega þjónustu á svæðinu. „Starfsmaður verkefnisins er tengiliður við skóla, tómstundir og fjölskyldu og vinnur að því að samþætta þessa þætti. Þeir þættir sem lögð er áhersla á eru félagsleg færni, samskipti og lífsleikni,“ segir María Rós. Hún segir að hverju sinni séu fimm börn í athvarfinu og einn starfsmaður.
9
Ljósm.: Víkurfréttir og JPK
Verkefnið er á vegum Barnaverndar og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Margir aðilar hafa styrkt verkefnið með einum eða öðrum hætti. Meðal þeirra eru Styrktarfélag Keflavíkurflugvallar ohf., Manngildissjóður Reykjanesbæjar, Norvik og Kadeco sem er Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, en framlag þess er húsnæði að Ásbrú.
Base á „beisnum“
Fasteignafélagið Base
Á árum áður var svæði Varnarliðsins af mörgum kallað beisinn, þar sem snúið var út úr enska orðinu „Base“. Og nú starfar þar fasteignafélagið Base.
Sverrir H. Geirmundsson, stjórnarformaður Base, segir að félagið hafi verið stofnað af tólf aðilum af Suðurnesjasvæðinu. „Við keyptum 22 eignir á Tæknivöllum af Þróunarfélaginu Kadeco og hugmyndin var að þar myndu tæknifyrirtæki koma sér fyrir.“
Grænar áherslur
10
Í einni af húseignum Base er innihlaupabraut og fullkomin aðstaða til iðkunar íþrótta. Keilir hefur gert saming við Base um að fá afnot af þessari aðstöðu fyrir nemendur sína. Meðal fyrirtækja, sem eru með starfsemi á Tæknivöllum, eru Akstursíþróttafélag Suðurnesja, bílaleiga, þar sem áhersla er lögð á að nýta eldri bíla og Hringbraut sem sérhæfir sig í umhverfisvænum varahlutum og er sennilega glæsilegasta varahlutaaðstaða á landinu.
„Við höfum fengið til okkar fyrirtæki sem hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi, með grænar áherslur. Það eru breyttar áherslur í starfsemi fyrirtækja og við leggjum áherslu á þessi sjónarmið,“ segir Sverrir.
Suðurnesin eru hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins Uppbygging hefur verið hægari en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir en Sverrir segist merkja að áhuginn sé að aukast. Hann segir að framtíðaráform fyrirtækisins miðist við að fá á svæðið léttan atvinnurekstur og nýsköpunarfyrirtæki. „Við fáum mikið af fyrirspurnum og það er greinilegt að Suðurnesin eru orðin hluti af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins.“
Golf á Ásbrú Sex holu golfvöllur og púttvellir teknir í notkun á Ásbrú nú fyrir sumarið Á síðasta ári komu nokkrir áhugamenn saman vegna uppbyggingar golfvallar á Ásbrú og lögðu á ráðin um gerð vallarins. Friðjón Einarsson hjá Lífskosti, félagi sem hefur staðið fyrir atvinnuátaki atvinnulausra, hefur leitt verkefnið í samstarfi við Háskólavelli og Kadeco. Þegar Flugvallarbraut er ekin inn á Ásbrú blasir við mikið tún á hægri hönd. Þarna rís nú sex holu golfvöllur ásamt tveimur 18 holu púttvöllum. Á þessum golfvelli verður tilvalið að stíga fyrstu skrefin í golfíþróttinni og hentar vel fyrir fjölskyldur að eyða þar góðum degi saman. Völlurinn verður opinn almenningi án greiðslu og er honum ætlað að virkja íbúa á Ásbrú til að kynnast golfíþróttinni og gefa þeim tækifæri til að stunda hana saman. Að verkinu komu, auk Friðjóns, Kadeco og Háskólavellir. Gerður hefur verið rekstrarsamningur við Golfklúbb Suðurnesja um umhirðu vallarins í sumar enda búa starfsmenn GS að þeirri sérþekkingu sem þarf til að reka góðan golfvöll.
Samkeppni um nafn Gunnar Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, og Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, handsala samning þess efnis að GS sjái um umhirðu golfvallarins á Ásbrú í sumar.
Á opnum degi á Ásbrú verður efnt til samkeppni um nafn á hinum nýja golfvelli og mun Golfklúbbur Suðurnesja verðlauna þann sem á bestu uppástunguna með golfkennslu hjá golfkennara klúbbsins.
11
ELDVÖRP GLÆSILEGT FYRIRTÆKJAHÓTEL Á ÁSBRÚ Í REYKJANESBÆ
Eldvörp er fyrirtækjahótel á Ásbrú sem opnaði vorið 2009 Eldvörp eru byggð upp með þeim tilgangi að á Ásbrú sé ávallt til reiðu húsnæði fyrir frumkvöðla og áhugaverð fyrirtæki sem vilja starfa að uppbyggingu á Ásbrú. Eldvörp eru 1.750 fermetrar og skiptist það í skrifstofueiningar fyrir fyrirtæki, þrjú sameiginleg fundarherbergi, 100 fermetra fyrirlestrasal, sameiginlega salernisaðstöðu og kaffistofu. Rýmin í Eldvörpum eru frá 20 fermetrum upp í 160 fermetra. Flest rýmin eru fyrir eins til tveggja manna fyrirtæki. Hægt er að skipta rýmum niður eða sameina eftir þörfum leigjenda. Hugmyndafræði Eldvarpa kemur frá vísindagörðum á Norðurlöndum þar sem frumkvöðlafyrirtæki hafa aðstöðu með stoðfyrirtækjum á borð við verkfræðifyrirtæki og auglýsingastofur. Samvera þessara aðila skapar umhverfi þar sem frjóar hugmyndir skapast og finna sér farveg.
Eldvörp | Flugvallarbraut 752 | Ásbrú | 235 Reykjanesbær
eldvorp.is
Í dag eru í Eldvörpum verkfræðifyrirtæki, rekstrarráðgjafarfyrirtæki, auglýsingastofa, frumkvöðlafyrirtæki auk öryggisþjónustu. Áhugasamir um aðstöðu í Eldvörpum eru hvattir til að hafa samband við Kadeco í síma 425-2100 eða fyrirspurnir@kadeco.is
ELDVÖRP
4
FYRIRTÆKJAHÓTEL
2
3
1 FUNDARSALUR 2 FUNDARSALUR
INNGANGUR
3 FUNDARSALUR 4
1 KAFFI
FYRIRLESTRASALUR
Hér má sjá grunnmynd af húsnæði Eldvarpa. Smæstu rýmin eru um 16m2 og það stærsta 160m2. Að auki eru þrjú sameiginleg fundarherbergi og einn stór fyrirlestrasalur ásamt sameiginlegri kaffiaðstöðu.
Top of the rock
Ljósm.: Víkurfréttir
Stuð og stemning í fimmtíu ár
Þar voru snæddar gríðarstórar T-bone steikur að amerískum sið, pílum kastað, horft á fótbolta, dansað og hlustað á tónlist. Starfsemin hefur lítið breyst, líklega eru steikurnar eitthvað minni og í stað burstaklipptra hermanna sitja þar háskólanemar með fartölvur í fangi. Júlíus Sigurþórsson rekur þennan sögufræga stað og segir að hugmyndin hafi kviknað þegar nemendafélagið í Keili var stofnað en hann var formaður þess. Erfitt hafi verið að fá aðstöðu á öldurhúsum og upphaflega hugmyndin hafi verið að nemendafélagið ræki staðinn. „Það var ýmsum erfiðleikum bundið, þannig að á endanum ákvað ég að fara sjálfur út í þennan rekstur.“
Skemmtun í hálfa öld
14
Húsið var byggt sérstaklega fyrir þessa starfsemi árið 1959 og Top of the rock opnaði árið 1960. Því er stutt í að húsið fagni hálfrar aldar skemmtanaafmæli. Frá upphafi var þar skemmtistaður og
veitingastaður að bandarískri fyrirmynd. Bandaríski flugherinn rak staðinn framan af, en síðar bandaríski sjóherinn. Auk hermanna var hann mikið sóttur af óbreyttum borgurum sem störfuðu fyrir herinn. Þá eru þeir ófáir Íslendingarnir sem skemmtu sér þar. Júlíus opnaði Top of the rock að nýju í september 2009. Áður hafði hann haldið tvö böll á staðnum og á því fyrra skemmti ekki ómerkari maður en Bubbi Morthens.
Campus bar eins og þeir gerast bestir Viðskiptavinir Top of the rock koma úr öllum áttum enda er starfsemin einstaklega fjölbreytt. Til dæmis er boðið upp á heimilismat þar í
hádeginu á virkum dögum í samstarfi við fyrirtækið Menu veitingar, sem einnig starfar á Ásbrú. „Íbúar á Ásbrú koma mikið hingað í hádeginu að borða, einnig iðnaðarmenn sem starfa hér í kring og námsmenn. Margir koma hingað til að létta sér upp eftir að hafa setið heima hjá sér yfir bókunum allan daginn og aðrir koma hingað til þess að læra. Það er mikil námsmannastemning hérna og þetta setur mikinn svip á daglegt líf hérna á Ásbrú,“ segir Júlíus.
NOT
Nemendafélag Orku- og tækniskólans Nýstofnað nemendafélag Orku- og tækniskólans heitir því áhugaverða nafni NOT. María Torossian er formaður félagsins. „Við erum fámennur en góðmennur hópur,“ segir María þegar hún er spurð um fjölda félagsmanna í NOT. Í félaginu eru um tuttugu nemendur sem allir stunda nám við Orkuog tækniskólann. Hún segir námið vera einstaklega hagnýtt og skemmtilegt. „Það má segja að grunnurinn byggi á verkfræði en lögð er meiri áhersla á verklega þáttinn. Við erum í góðu samstarfi við verkfræðideild Háskóla Íslands, bæði námslega og félagslega, en Vélin, sem er félag vélaverkfræðinema við HÍ, hefur boðið okkur með sér í vísindaferðir,“ segir María.
Fótbolti, pool og pílukast Top of the rock lætur sér fátt óviðkomandi. Þar eru haldin böll og tónleikar, uppstand er reglulega á dagskrá, þar er kaffihús með úrvalskaffi, fótboltaaðdáendur geta horft á alla stórleikina á risaskjá og vitringarnir keppa í pöbb quiz. Einnig er þar að finna ýmis þarfaþing sem enginn betri staður getur verið án, eins og til dæmis poolborð, píluspjöld og fótboltaspil. Þegar viðtalið er tekið er Júlíus á þönum við að undirbúa árshátíð Björgunarsveitarinnar Suðurness og Kvennasveitarinnar Dagbjargar. Hann segir mikið um að slíkar samkomur séu haldnar á Top of the rock. Bæði er hægt að leigja sal með veitingum og án þeirra. – En er það ekki óðs manns æði að setja á stofn skemmtistað á þessum allra síðustu og verstu tímum? „Vissulega eru erfiðir tímar hjá mörgum fyrirtækjum. En reksturinn á Top of the rock hefur gengið vel. Það er greinilega þörf fyrir svona stað í samfélaginu á Ásbrú.“
Hægt er að velja um tvenns konar námsleiðir í Orku- og tækniskólanum; annars vegar leið þar sem áhersla er lögð á náttúruauðlindir og stóriðju og hins vegar megatróník sem er þverfagleg tæknifræði. „Við erum í miklu samstarfi við atvinnulífið og höfum starfað með helstu fyrirtækjum þessarar tegundar,“ segir María. Ekki getur NOT talist fjölmennt félag en María segir að ótvíræðir kostir felist í fámenninu. „Þar sem við erum svona fá, þá er námið mjög einstaklingsmiðað og við vinnum talsvert meira með kennurunum en gengur og gerist í háskólanámi þar sem nemendahópar eru fjölmennari. Svo hefur það óneitanlega hvetjandi áhrif á námið að vera hluti af svona sterku námsmannasamfélagi eins og hér á Ásbrú,“ segir María.
15
Hringbraut
Miklu meira en bílapartasala Hringbraut ehf. er nýtt fyrirtæki sem hefur komið sér fyrir á Ásbrú og sérhæfir sig í sundurhlutun og sölu notaðra bílhluta. Markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á þessu sviði.
höfð að leiðarljósi við starfsemina, allir afgangar sem til falla fara í endurvinnslu, járn er sent í endurbræðslu og allri olíu er safnað saman í þar til gerða tanka. „Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd og fengum á dögunum viðurkenningu frá Umhverfisstofnun,“ segir Sigmundur. – Hvaðan fær Hringbraut varahluti? „Við gerðum samning við Sjóvá um að við kaupum af þeim tilteknar tegundir bíla, sem hafa verið afskráðir vegna tjóna. Við sáum þarna ónýtt verðmæti, auk þess sem slík nýting er miklu umhverfisvænni leið,“ segir Sigmundur.
Lítil nýting á notuðum varahlutum Sigmundur Eyþórsson, framkvæmdastjóri Hringbrautar, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi kynnst slíkri starfsemi í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum og að varahlutir hafi ekki verið nýttir sem skyldi hér á landi. „Þegar við berum okkur saman við önnur lönd kemur í ljós að við Íslendingar höfum setið eftir hvað þetta varðar. Nýting okkar á notuðum varahlutum hefur fram að þessu verið um 1%, en er um 10% á hinum Norðurlöndunum.“
Mikil áhersla á umhverfisvernd
16
Hringbraut var nýverið veitt starfsleyfi af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og að sögn Sigmundar er þetta fyrsta starfsleyfið sem eftirlitið hefur veitt bílapartasölu. Umhverfissjónarmið eru
Einstakt fyrirtæki Sigmundur segir að um margt sé Hringbraut eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi, einhver fyrirtæki nýti varahluti á svipaðan hátt, en munurinn sé sá að öll starfsemi og verkferlar Hringbrautar eru með gæðavottun. Verið er að vinna að vefsíðu Hringbrautar og þegar hún er komin í gagnið geta væntanlegir viðskiptavinir pantað varahluti á Netinu. – Hvernig stendur á nafni fyrirtækisins – Hringbraut? „Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af nafninu í byrjun,“ segir Sigmundur. „Upp í hugann komu ýmist Hringbraut í Reykjavík eða í Reykjanesbæ og mér þótti ekkert sérstaklega spennandi að gefa fyrirtæki götuheiti. En ég er orðinn sáttur við nafnið núna, það er verið að vísa til þeirrar hringrásar sem er í umhverfinu. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að viðhalda þeirri hringrás með starfseminni okkar.“
Akstursíþróttafélag Suðurnesja
Ekið af öryggi Á sumardaginn fyrsta verður formleg opnun félagsheimilis Akstursíþróttafélags Suðurnesja á Ásbrú. Af því tilefni verður kynning á félaginu, tækjasýning og boðið upp á keppnir á hinum ýmsu farartækjum.
Akstursíþróttafélag Suðurnesja hefur verið starfrækt síðan 1982 og í því eru nú um 130 félagsmenn. Félagið heldur keppnir í hinum ýmsu greinum mótorsports en einbeitir sér að farartækjum á fjórum hjólum. Að auki stendur félagið fyrir fræðslu um betri umferðarmenningu og vill stuðla að auknu öryggi þeirra sem akstursíþróttir stunda.
Markmið AÍFS eru: 1. Að stuðla að bættri umferðarmenningu, góðum búnaði ökutækja og efla áhuga almennings með fræðslu og upplýsingastarfsemi um meðferð ökutækja. 2. Að vekja áhuga eigenda ökutækja á betri umgengni um náttúru landsins með námskeiðahaldi og annarri fræðslu. 3. Að beita sér fyrir því að hagsmunir ökutækjaeigenda gagnvart opinberum aðilum séu virtir.
Rallý er sennilegasta sú tegund mótorsports sem flestir þekkja hérlendis, en í sumar mun AÍFS standa fyrir keppnum í t.d. rallý, torfæru og go-karti. Á heimasíðunni www.aifs.is má finna ýmsar upplýsingar um starfsemi félagsins.
4. Uppbygging keppnissvæða til keppna í hinum ýmsu tegundum akstursíþrótta eða tryggja að félagsmenn hafi aðgang að góðum keppnissvæðum er svari til þeirra krafna er gerðar eru til slíkra mannvirkja á hverjum tíma. 5. Rekstur félagsheimilis og halda mannvirkjum í eigu félagsins í sem bestu ástandi. 6. Keppnishald í hinum ýmsu tegundum akstursíþrótta á öruggum svæðum með fagmennsku og öryggi keppenda , áhorfenda og keppnishaldara að leiðarljósi.
17
Google – svo miklu meira en leitarforrit
Skýjum ofar á Ásbrú Google. Við þekkjum það svo vel að við tölum um að „gúggla“ eitthvað þegar þekkingu okkar þrýtur. Google hefur að sönnu létt mörgum þjökuðum nútímamanninum lífið. Nýjasta viðbótin er Google Apps sem er einstök heildarlausn er inniheldur meðal annars dagatöl, skjöl, vefsíður, verkefna- og hópsíður og tölvupóst.
Skýjalausnir Atmos ehf býður upp á ráðgjöf, kennslu og þjónustu við fyrirtæki sem hyggjast nota Google Apps. Þóranna Kristín Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Atmos og eigandi fyrirtækisins ásamt Andra Ottóssyni. „Lausn á borð við Google Apps kallast á ensku „Cloud computing“. Við köllum þetta skýjalausnir. Cloud computing hljómar framandi í eyrum margra, en við getum ímyndað okkur að á bak við skýið sé allt það tæknilega og flókna sem lætur hlutina virka. Við þurfum ekkert að velta því fyrir okkur, þetta er í höndunum á öðrum, í okkar tilviki er það Google,“ segir Þóranna.
Lausnir af öllum stærðum og gerðum Þóranna segir að nú þegar hafi fjöldi fyrirtækja tekið upp Google Apps og sýnt kerfinu áhuga. Þeirra á meðal eru líkamsræktarstöð, ýmsir þjónustuaðilar, sveitarfélög og skólar en þess má geta að menntastofnanir fá frí afnot af kerfinu. – En er Google Apps eingöngu ætlað fyrirtækjum?
18
„Staðalútgáfan, sem er ókeypis, ætti í flestum tilvikum að duga einstaklingum, en fyrirtæki og menntastofnanir hafa oftast flóknari þarfir og þurfa þá viðameiri útgáfu. Fyrir utan ótvíræða kosti kerfisins, þá er þetta einstaklega hagkvæm lausn og dæmi eru um að
fyrirtæki séu að spara allt að 2/3 af þeim kostnaði sem þau hafa eytt í samsvarandi lausnir. Hægt er að velja lausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum, þannig að enginn þarf að greiða fyrir eitthvað sem ekki er notað.“
Ásbrú – land tækifæranna Að sögn Þórönnu hafa yfir tvær milljónir fyrirtækja innleitt Google Apps. Þar á meðal eru fjölmargir háskólar. „Þessi lausn hentar menntastofnunum sérlega vel. Með henni er verið að einfalda allt utanumhald, sem dæmi má nefna tölvupóst. Nemendur og starfsfólk fá aðgang að tölvupósti, verkefnasíðum, verkefnaforritum og svo eru mjög miklir möguleikar á samvinnu í Google Apps. Margir geta unnið í sömu skjölunum á rauntíma og þannig sparast mikill tími.“ Google Apps er miðað að því að létta önnum köfnu fólki skipulag daglegs lífs. Til dæmis er þar hægt að halda utan um hópa og póstlista á auðveldan hátt, þar er samræming við farsíma og auðvelt er að deila skjölum. „Upplýsingatæknin á að gera lífið auðveldara,“ segir Þóranna. – Hvers vegna var valið að setja fyrirtækið niður á Ásbrú? „Það kom ekkert annað til greina. Þetta er svo frjótt og lifandi samfélag; land tækifæranna.“
Daniel Coaten
Gullgerðarmaðurinn á Ásbrú Á Miðnesheiði bruggar alkemistinn Daniel Coaten dýrindis jurtaseyði og blandar ilm- og húðvörur. Hann notar einungis vottuð lífræn hráefni við framleiðsluna og fékk nýverið vottun frá Vottunarstofunni Túni.
íslenskri unnustu sinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að nýta jurtir og náttúruna til þess að láta fólki líða betur,“ segir Daniel. „Ég ólst upp við að foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á náttúrunni og báru virðingu fyrir henni.“
Vatn er ekki það sama og vatn Nýverið fékk Alkemistinn vottun Vottunarstofunnar Túns og er fyrsta fyrirtækið sem fær vottun til lífrænnar framleiðslu í Reykjanesbæ. Með þessari vottun er staðfest að einungis séu notuð viðurkennd hráefni við framleiðsluna og að aðferðir við úrvinnslu samræmist reglum um lífræna framleiðslu.
Ljósmyndir: Nanna Guðrún Bjarnadóttir
Daniel segir að Ísland henti einkar vel til lífrænnar framleiðslu. „Vatn er síður en svo það sama og vatn og vatnið hér er það tærasta sem fyrirfinnst. Svo skiptir líka miklu máli við framleiðsluna mína að orkan sé hrein og náttúruleg.“
Hefur alltaf haft áhuga á náttúrunni Daniel stofnaði fyrirtæki sitt, sem ber nafnið Alkemistinn, haustið 2009. Framleiðsla Alkemistans er afar fjölbreytt eða um 40 vörutegundir. Meðal þeirra eru jurtaþykkni og jurtate og ýmiss konar snyrti- og heilsuvörur. Daniel er menntaður grasalæknir frá háskólanum í Middlesex í Englandi og fluttist til Íslands ásamt
Að búa til verðmæti – Hvaðan kemur nafnið á fyrirtækinu? „Heitið alkemisti var notað yfir gullgerðarmenn áður fyrr. En það getur líka þýtt sá sem getur blandað saman ýmsum efnum og breytt þeim þannig í verðmæti. Og það er það sem við erum að gera hérna.“
19
Virkjun
Ein allsherjar virknimiðstöð Þar sem tölvu- og bókhaldsdeild Varnarliðsins var áður er nú Virkjun. Engin hefðbundin virkjun, heldur virkjun mannauðs. Þar situr fyrir svörum Gunnar Halldór Gunnarsson verkefnisstjóri.
20
Virkjun – virknimiðstöð – virkjun mannauðs hóf starfsemi sína þann 15. janúar 2009. Hugmyndin er að hún verði „ein allsherjar virknimiðstöð“ eins og Gunnar kemst að orði. Um er að ræða samstarfsverkefni allflestra sveitarfélaganna á Suðurnesjum, stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar og Kadeco.
Meiri uppbyggingar er þörf Að mati Gunnars þarf að leggja meiri áherslu á uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Hann bendir á í því sambandi að enginn starfandi atvinnufulltrúi sé á svæðinu. Það sæti furðu, því að atvinnuleysi er töluvert meira á Suðurnesjum en annars staðar á landinu, eða um 15%. „Við höfum orðið fyrir tveimur áföllum; það fyrra varð þegar herinn fór og það síðara við hrun bankakerfisins. Að hafa búið svona lengi í návígi við herstöð hefur mikið að segja í þessu sambandi. Hér er lægsta menntunarstig á landinu, ein ástæða þess er að til langs tíma var hægt að fá vel launuð störf hjá hernum án langrar menntunar,“ segir Gunnar. „Það hefur hingað til ekki verið stutt nógu vel við atvinnustarfsemi á Suðurnesjum.“ Gunnar er þakklátur fyrir þann stuðning sem starfsemin hefur fengið frá þróunarfélagi Kadeco. „Við værum ekki hér án stuðnings Kadeco.“ – En hvernig hentar staðsetningin fyrir starfsemi af þessu tagi? Gunnar segir að endalaust megi velta því fyrir sér og sýnist sitt hverjum. „En ég held að það sé óhætt að segja að við séum miðsvæðis á Suðurnesjunum.“
Ljósm.: Víkurfréttir og JPK
Fjölbreytt dagskrá Gunnar segir að áhersla sé lögð á að kynna hvaða möguleikar séu fyrir hendi til stofnunar sprotafyrirtækja og hvað það feli í sér að fara út í stofnun þeirra. Hann segir að ekki sé eingöngu um starfsemi að ræða sem tengist atvinnuleitendum, mikil áhersla er lögð á frumkvöðlastarfsemi og boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal þess er kennsla í gerð viðskiptaáætlana, tungumál, framkoma, ræðumennska og einnig er ýmis tómstundastarfsemi á vegum Virkjunar. Öflugasta dæmið er handavinnuklúbbur sem hittist tvisvar í viku en aðrir klúbbar eru vaxandi og ennþá pláss fyrir fleiri.
„Þetta er eins og fimmtíu manna saumaklúbbur. Annars koma þeir sem nýta sér Virkjun úr öllum áttum og eru á öllum aldri. Hingað kemur fólk á aldrinum átján til áttatíu ára.“
Tækifærin bíða ekki undir sæng „Við erum að benda fólki á leiðir til að virkja sjálft sig,“ segir Gunnar. Hann segist hafa áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru án atvinnu og koma ekki í Virkjun. „Það getur verið erfitt að ná til fólks. Sumir einangra sig heima við og missa trúna á eigin getu,“ segir Gunnar og talar þar af eigin reynslu þar sem hann hefur sjálfur verið atvinnulaus. Hann segir að starfsemin byggi á þeirri hugmyndafræði að tækifærin séu endalaus, þau séu alls staðar og bíði eftir að einhver grípi þau. „Þau eru aftur á móti ekki heima undir sæng.“
21
Barnahátíð í Reykjanesbæ verður haldin í 5. sinn 21. – 25. apríl n.k. með skemmtilegri og skapandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í tilefni vorkomu. Hátíðin verður sett formlega miðvikudaginn 21. apríl með setningu listahátíðar barna í Duushúsum þar sem bréfdúfum verður sleppt með boð á hátíðina til allra barna á landinu. Að hátíðinni kemur fjöldi tómstundafélaga, íþróttafélög, leik- og grunnskólar og menningarhópar og er frítt á flesta viðburði fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Veitingahús og fyrirtæki verða með ýmis tilboð í tilefni barnahátíðarinnar og ýmsar veitingar í boði þar sem dagskráatriði fara fram. Fimmtudaginn 22. apríl verður opinn dagur á Ásbrú þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá auk viðburða á barnahátíð. Má þar helst nefna Risakarnival í kvikmyndaveri Atlantic Studios þar sem rifjuð verður upp skemmtileg karnivalstemning sem flestir heimamenn þekkja frá veru varnarliðsins.
Meðal viðburða á Barnahátíð má nefna listahátíð barna, listasmiðjur, ljósmyndasýningu, hreystikeppni á nýju hreystibrautinni við Vatnaveröld, dorgkeppni, hlaupakeppni, fjölskylduratleik, hestahátíð og sjóræningjaleik í Vatnaveröld og kálfa, lömb og kiðlinga í Víkingaheimum sem verða á nýrri dýrasýningu þar í sumar. Í Víkingaheimum verður sprell og fjör á fimmtudag og laugardag þar sem hægt verður að taka þátt í víkingaleik og taka þátt í lifandi barnaskemmtun um borð í víkingaskipinu Íslendingi. Svabbi sjóari fræðir börnin um íslensk vatnaskrímsli en á bryggjunni neðan Duushúsa verður hægt að skoða hin ýmsu sjávardýr í tilefni af þema listahátíðar sem í ár er hafið. Flestir viðburðir eru heimagerðir og má þar nefna sýningu grunnskólabarna í Stapa þar sem sýnt verður brot af því besta frá árshátíðum skólanna. Einnig munu börn í leik- og grunnskólum hverfisins taka þátt í að vígja ný fuglahús við tjarnirnar í Innri-Njarðvík en gerð þeirra er framhald af íbúafundum bæjarstjóra sem haldnir voru með grunnskólanemum sl. haust en þar var óskað eftir hugmyndum að útfærslum að fuglahúsum.
22
Allir, sem taka þátt í skipulögðum leikjum á barnahátíðinni, fá veglegan þátttökupening. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á vefnum barnahatid.is en þar eru viðburðir merktir inn á kort og hægt er að hlaða dagskránni í símann.
Áhugaverð fyrirtæki á Ásbrú • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Samkaup Strax Langbest Fimir fingur Detox Jónínu Ben EAV ÍAV þjónusta Atafl Hjálpræðisherinn Virkjun Verne gagnaver Varnarmálastofnun Keflavíkurflugvöllur N1 þjónustuverkstæði BASE Geysir bílaleiga Gistihús Keflavíkur Bergraf ehf. Head bílapartasala Idex – álgluggaverksmiðja Gagnavarslan Hydro Boost Technologies, HBT hf. Sólhús Thermice Táknsmiðjan Íþróttavellir Top of the Rock Atmos
• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Háskólavellir Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Eldey – frumkvöðlasetur Heilsufélag Reykjanes Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Turnkey Hjallastefnan – Leikskólinn Völlur Skólar ehf. – Heilsuleikskólinn Háaleiti Icelandic Silicon Corporation Háaleitisskóli Menu veitingar Eldvörp – fyrirtækjahótel Bryn Ballett Akademían Alkemistinn ehf. OMR verkfræðistofa Moon ehf. Icelandic Water Line ehf. Kapex ehf. Valorka Atlantic Studios Skissa – auglýsingastofa Fjörheimar – félagsmiðstöð unglinga Listasmiðjan Tómstundatorg Reykjanesbæjar Loftlás Hringrás
23
Alhliða auglýsinga- og hönnunarþjónusta
Skissa auglýsingastofa | Flugvallarbraut 752 (Eldvörp) | Ásbrú | Sími 571-1010 | www.skissa.net