ÁSBRÚ
Samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs
www.asbru.is
I
I
I
FRÉTTABRÉF 2. TBL. 1. ÁRG. SEPTEMBER 2009
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar
Stöðug og lífleg uppbygging á Ásbrú Á tæpum þremur árum hefur uppbygging á fyrrum varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll, sem nú kallast Ásbrú, gengið vonum framar. Hér hefur byggst upp skemmtilegt svæði sem á undraskömmum tíma fór úr tómlegum minnisvarða fyrrum herstöðvar yfir í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Ásbrú er nýtt nafn á uppbyggingu þeirri sem hér hefur átt sér stað. Eftir brottför Bandaríkjahers var farið að nota mörg mismunandi nöfn til þess að lýsa svæðinu, þar á meðal Gamla varnarsvæðið, Völlurinn, Keilissvæðið og Miðnesheiði. Nafnið Ásbrú mun hjálpa aðilum á svæðinu til að hafa skýrt auðkenni til að kenna sig við. Á Ásbrú er stærsti háskólagarður Íslands, metnaðarfullt nám hjá Keili sem nú býður upp á 11 námsleiðir, Eldey – eitt stærsta frumkvöðlasetur landsins, nýtt frumkvöðla- og fyrirtækjahótel sem hefur fengið nafnið Eldvörp, auk fjölda annarra spennandi verkefna á borð við Orkurannsóknarsetur sem mun opna innan tíðar og fyrsta græna gagnaver Íslands þar sem allt er komið á fullt við framkvæmdir. Það er nokkuð ljóst að Ásbrú hefur upp á marga möguleika að bjóða og hér er umhverfið til að vaxa og dafna. Markmiðin eru skýr fyrir framtíðina, hér eru tækifærin!
2
Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ritstjóri og ábm.: Anna Steinunn Jónasdóttir Útlit og umbrot: Skissa Textahöfundar: Anna Lilja Þórisdóttir o.fl. Ljósmyndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson o.fl. Forsíðumynd: Oddgeir Karlsson Prófarkalestur: Helgi Magnússon Fréttabréfið Ásbrú er gefið út í 9500 eintökum og er dreift frítt á öll heimili á Reykjanesi.
Uppruni nafnsins Ásbrú er brúin sem goðin byggðu milli Miðgarðs og Ásgarðs og sést frá jörðu sem regnbogi. Annar endi Ásbrúar er á himni, hjá Himinbjörgum þar sem Heimdallur býr. Ásbrú er mjög sterklega byggð, hún mun þó brotna í ragnarökum þegar Múspellssynir ganga yfir hana. Samkvæmt norrænni goðafræði er rauði liturinn í regnboganum (Ásbrú) eldur sem brennur á himni. Eldurinn varnar því að hrímþursar og bergrisar gangi upp brúna. Á hverjum degi ríða æsir eftir Ásbrú til Urðarbrunns þar sem er dómsstaður goðanna. Urðarbrunnur stendur undir rót asks Yggdrasils. Við Urðarbrunn eru örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld. Þór getur hins vegar ekki farið eftir Ásbrú til að komast á dómsstað. Hann þarf að vaða miklar ár til að komast á leiðarenda.
Í Gylfaginningu segir um þetta: Körmt ok Örmt ok Kerlaugar tvær, þær skal Þórr vaða hvern dag er hann dœma ferr at aski Yggdrasils, þvíat Ásbrú brennr öll loga, en heilug vötn flóa.
Opnunartími sýningarinnar Reykjanes 2009: Föstudag 4. september: 17:00 – 20:00 Laugardag 5. september: 12:00 – 18:00 Sunnudag 6. september: 12:00 – 18:00
Þekking, orka og tækifæri á Ljósanótt Stórsýningin Reykjanes 2009 verður haldin í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ í tengslum við tíu ára afmæli Ljósanætur. Sýningin er einstakur vettvangur til að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu uppbyggingu sem á sér stað í Reykjanesbæ. Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, á tíu ára afmæli í ár. Óhætt er að segja að hátíðin hafi vaxið og dafnað á þessum áratug en árlega fagna þúsundir landsmanna með Reyknesingum. Sýningin Reykjanes 2009 verður haldin dagana 4. – 6. september og ber yfirskriftina Þekking, orka, tækifæri.
Kynning á atvinnulífi, menningu og þjónustu Kristinn Jón Arnarson, kynningarstjóri sýningarinnar, segir að hugmyndin á bak við sýninguna sé fyrst og fremst að fagna afmæli Ljósanætur og að skapa vettvang til að kynna það helsta sem er að gerast í atvinnulífi, menningu og þjónustu á svæðinu „Mörg af stærstu fyrirtækjunum á Reykjanesi munu taka þátt í sýningunni. Þar má til dæmis nefna samstarfsaðila sýningarinnar sem eru Bláa lónið, Geysir Green Energy, Háskólavellir, HS Orka, KADECO – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Keilir, Norðurál og Sparisjóðurinn í Keflavík en öll þessi fyrirtæki standa í mikilli uppbyggingu um þessar mundir,“ segir Kristinn.
Margir koma að sýningunni Fyrsta dag sýningarinnar verður megináhersla lögð á dagskrá fyrir fagaðila en almenningur er boðinn velkominn alla sýningardagana. Þess ber að geta að aðgangur er ókeypis. Mikil vinna liggur á bak við framkvæmd stórsýningar á borð við þessa og Kristinn segir að tugir ef ekki hundruð manna komi að sýningunni á einn eða annan hátt. „Það eru ótrúlega margir sem koma að þessu á mjög fjölbreyttan hátt.“ Á Reykjanesi 2009 verða skemmtiatriði í tengslum við dagskrá Ljósanætur og verður sent beint út frá sýningunni á útvarpsstöðinni Bylgjunni á föstudag og laugardag. Sýningin verður því einn af miðdeplum Ljósanætur í ár og er engin ástæða til að láta hana fram hjá sér fara.
3
Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfisog skipulagssviðs Reykjanesbæjar, hefur átakið verið haldið árlega frá árinu 2004 og gefið góða raun. „Það er mikilvægt að vekja alla íbúa til umhugsunar um umferðaröryggi og í takt við slysalausa framtíðarsýn bæjarins sem snýr að öruggari samgönguleiðum, betri merkingum á umferðargötum og öruggari ökumönnum. Þær leiðir sem hér hafa verið farnar, m.a. að draga úr hraðaakstri í íbúðarhverfum og við gönguleiðir og ókeypis strætisvagnar, hafa dregið verulega úr slysahættu í umferðinni.” Guðlaugur segir ennfremur að sérstök áhersla verði nú sem endranær lögð á skólahverfi og verður það gert með góðri samvinnu við Lögregluna á Suðurnesjum. Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur Lögreglan á Suðurnesjum ávallt lagt mikla áherslu á eftirlit við skólana í umdæminu og er engin undantekning þetta árið.
Hægjum á okkur Umferðar- og öryggisátak í Reykjanesbæ
4
Nú stendur yfir árlegt umferðar- og öryggisátak í Reykjanesbæ í byrjun skólastarfs þegar margir ungir vegfarendur stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Umhverfis- og skipulagssvið stendur að átakinu í samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum en markmið með því er að vekja almenning til umhugsunar um umhverfi sitt og umferðarmenningu.
„Það er mikilvægt að foreldrar fari yfir leiðina sem börnin fara í skólann eða hvernig nota á strætó. Einnig er mikilvægt að allir séu með endurskinsmerki enda bráðum myrkur á morgnana. Við hvetjum svo ökumenn til þess að sýna varúð við skólana og að þeir sýni gangandi vegfarendum tillitssemi.” Átakið stendur til 8. september og verður lögregla með vakt í öllum skólahverfum. Reykjanesbær minnir á að hraði í íbúðarhverfum er 30 km nema á stofnbrautum. Hámarkshraði er einungis 50 km á Grænásbraut og Valhallarbraut.
Íbúafundur með bæjarstjóra
Hvatagreiðslur
Íbúafundur bæjarstjóra með íbúum á Ásbrú verður haldinn mánudaginn 28. september kl. 20:00 en þar verður farið yfir það helsta sem er á döfinni í rekstri bæjarfélagsins auk þess sem kynntar verða framkvæmdir í hverfum og tekið á móti ábendingum um það sem betur má fara. Íbúafundirnir eru haldnir í öllum hverfum Reykjanesbæjar, bæði á vorin og haustin, og er mæting ávallt góð. Þeir sem eiga ekki heimagengt geta fylgst með fundunum á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og sent inn fyrirspurn á netfangið: ibuafundur@reykjanesbaer.is
Foreldrar eru minntir á hvatagreiðslur sem gilda til niður greiðslu á menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi barna á aldrinum 6–18 ára í Reykjanesbæ. Greiddar eru kr. 7.000 fyrir hvert barn og gildir styrkurinn frá janúar fram til desember ár hvert. Hafi styrkurinn ekki verið nýttur á þeim tíma fellur hann niður. Hvernig nýti ég mér styrkinn? Við skráningu í viður kennt menningar-, íþrótta- og tómstundastarf fá foreldrar greiðsluseðil sem þeir úthluta á íbúavefnum mittreykjanes.is
Herskjólið Frístundatilboð fyrir skólakrakka á Hjálpræðishernum Í haust verður sú nýjung í boði fyrir skólabörn í Reykjanesbæ að sækja frístundaaðstöðu hjá Hjálpræðishernum á Ásbrú milli kl. 13:00 og 17:00 alla skóladaga. Herskjólið býður upp á félagsskap, umhyggju, aðstoð við heimanám, leikherbergi, útiveru, drekkutíma og söng- og leikstundir. Tekið verður á móti allt að 25 börnum í einu. Einungis er hægt að skrá börn í Skjólið með viku fyrirvara, þ.e. skráning hefst á mánudegi fyrir næstu viku á eftir. Dagsgjald er 500 kr. en hægt verður að kaupa 10 daga kort fyrir 4000 kr. Tilboðið er byggt á sjálfboðaliðastarfi en uppeldisfræðimenntaður starfsmaður er í forsvari.
Völlurinn
Herskjólið er í göngufjarlægð við Háaleitisskóla og einnig er hægt að komast þangað með strætó. Einnig er í boði að láta sækja börn í skólana í Njarðvík og Keflavík fyrir 200 krónur skiptið.
Sýning um starfsemi bandarísku herstöðvarinnar Völlurinn, sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar, var nýverið opnuð í Gryfjunni í Duushúsum. Sýningin fjallar um starfsemi bandarísku herstöðvarinnar og þau áhrif sem hún hafði sem vinnustaður og nágranni á byggðarlögin í kring. Sýningin er liður í viðleitni safnsins til að varðveita og sinna þessari sérstöku sögu og er upphaf að stóru verkefni.
Bókasafn Reykjanesbæjar
Í hugum flestra Íslendinga var Keflavíkurflugvöllur fyrst og fremst pólitískt bitbein. Fyrir Suðurnesjamenn var hann stór vinnuveitandi og nágranni innan girðingar. Völlurinn var ekki aðeins herstöð heldur heilt byggðarlag með skólum, kirkju, sjúkrahúsi, verslunum, kvikmyndahúsi, skemmtistöðum, útvarpi, sjónvarpi, blaðaútgáfu og öðrum fylgifiskum daglegs lífs, verkstæðum og vinnustöðum. Allt var þar með öðrum brag, hvort heldur það var rafmagn, byggingar, húsbúnaður eða gjaldmiðill, þar var allt upp á ameríska vísu.
Bókasafn Reykjanesbæjar er til húsa að Hafnargötu 57 og leitast starfsfólk þar við að veita vandaða þjónustu í bjartri og vinalegri stofnun. Þar er góður aðgangur að fjölbreyttum safnkosti til aukinnar þekkingar, þroska, víðsýni og afþreyingar fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar. Lögð er áhersla á að vanda val bókakosts, tónlistar og kvikmynda, hafa rúman opnunartíma og leiðbeina um safnið.
Sýningin er opin virka daga kl. 11:00–17:00 og kl. 13:00– 17:00 um helgar.
Bókasafnið býður gott aðgengi fyrir fatlaða og heimsendingarþjónustu fyrir sjúka og aldraða.
Vönduð þjónusta í vinalegri stofnun
Mikil áhersla er lögð á lestur og barnastarf og laugardagar eru fjölskyldudagar á bókasafninu þar sem foreldrar geta fengið sér kaffi og litið í blöðin eða lesið með börnum sínum. reykjanesbaer.is
Verið velkomin á Bókasafn Reykjanesbæjar.
5
Eldvörp frumkvöðlasetur og fyrirtækjahótel
Eldvörp eru í eigu Þróunarfélags Keflavíkur flugvallar sem hefur umsjón með leigu á rýmum í Eldvörpum. Einungis þeir aðilar sem eru frumkvöðlafyrirtæki eða hafa starfsemi sína að mestu leyti á Ásbrú koma til greina sem leigjendur í Eldvörpum.
Eldvörp eru frumkvöðlasetur í fyrrum höfuðstöðvum varnarliðs Nató á Ásbrú sem opnaði vorið 2009. Hugmyndin á bak við Eldvörp er að hafa til reiðu húsnæði fyrir frumkvöðlafyrirtæki og fyrirtæki sem starfa að miklu leyti á Ásbrú. Eldvörp eru í heild 1.750 fm og skiptist húsnæðið í skrifstofu einingar fyrir fyrirtæki, 40 fm fundarherbergi, 100 fm fyrirlestrarsal, sameiginlega salernisaðstöðu og kaffistofu. Rýmin í Eldvörpum eru frá 20 fermetrum upp í 160 fermetra og er lítið mál að stækka eða minnka rýmin eftir þörfum leigjenda. Hugmyndafræði Eldvarpa kemur frá vísindagörðum á Norðurlöndum þar sem ekki einungis frumkvöðlar hafa aðstöðu heldur einnig stoðfyrirtæki þeirra svo sem verkfræðifyrirtæki og auglýsingastofur.
6
Úr þessu verður til umhverfi þar sem kraftmiklir aðilar með skapandi sýn koma saman og fá styrk og hugmyndir hver frá öðrum.
Hagstæðasta húsaleigan er á Ásbrú Samkvæmt könnun á leiguverði nemendaíbúða, sem gerð var fyrr í sumar, er hagstæðast að leigja hjá Keili á Ásbrú. Leigan hjá Keili er 30–50% lægri en á höfuðborgarsvæðinu og um 20% lægri en á Bifröst. Þar sem íbúðir hjá Keili eru alla jafna stórar kemur samanburðurinn enn betur út þegar leiga á hvern fermetra er borin saman við aðra leigukosti. Þannig greiða nemendur, sem búa á Ásbrú, 50% lægra verð fyrir hvern leigðan fermetra en íbúar Stúdentagarða í Reykjavík. Kostnaður við hita, rafmagn og sameign er ekki inni í þessum samanburði. Í íbúðum á Ásbrú eru internet og rútuferðir innifalin í leiguverðinu. Upplýsingar um leiguverð voru fengnar beint frá þeim leigusölum sem bjóða íbúðir fyrir námsfólk en upplýsingar um almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu voru fengnar hjá Mbl.is og Leigulistanum. Samanburður á íbúðarleigu fyrir námsfólk 2009 Mánaðarleiga án hita og rafmagns Keilir Bifröst Stúdentagarðar Höfuðborgarsvæðið – meðalverð Bandalag íslenskra námsmanna
Stúdíóíbúð
2. herb.
35.566 47.226 58.641 42.875 65.656
43.355 52.889 63.695 73.750 83.669
3. herb.
4. herb.
5. herb.
56.170 70.910 66.355 77.426 79.994 100.568 90.556 108.750 95.044
85.100
Stúdíóíbúð 2. herb. 3. herb. 4. herb. Leiguverð á hvern fermetra Keilir 988 788 601 575 Bifröst 1.628 996 901 823 Stúdentagarðar 1.707 1.260 1.207 1.006 Höfuðborgarsvæðið – meðalverð 2.143 2.072 1.490 1.301 Bandalag íslenskra námsmanna 1.455 1.456 1.296
133.571 133.571 5. herb. 534
1.213 1.213
7
Átak í umhverfismálum og atvinnusköpun Undanfarnar vikur hafa Vinnumálastofnun, Kadeco, Háskólavellir, Reykjanesbær og ÍAV-þjónusta staðið fyrir átaki í umhverfismálum og atvinnusköpun með stofnun vinnuhóps. Fyrsta verk þeirra sex starfsmanna, sem vinnuhópinn skipa, var niðurrif síðustu byggingarinnar á „Bunker Hill“ þar sem 9 holu golfvöllur verður settur upp í september. Ásbrúarvöllurinn verður opinn öllum en markmiðið er að fjölskyldur Ásbrúar sem og allir Reyknesingar taki sér kylfur í hönd og stundi þessa skemmtilegu íþrótt saman. Einnig hefur verið útbúinn púttvöllur í 1100-hverfinu en unnið er að öðrum í 1200-hverfinu sem opnaður verður bráðlega. Golfklúbbur Suðurnesja stýrir uppbyggingu allrar golfaðstöðu og viðhaldi vallanna á Ásbrú. Púttvellirnir tveir hafa verið staðsettir við grillskýli í þessum tveimur hverfum Ásbrúar en fyrrnefndur starfs hópur hefur einnig séð um snyrtingu þeirra. Íbúar Ásbrúar eru eindregið hvattir til að nýta þessa aðstöðu sér til skemmtunar og tryggja góða umgengni um þá. Fótboltamörk eru einnig væntanleg í 1100- og 1200-hverfinu. Fjölmörg önnur verkefni eru í burðarliðnum sem íbúar Ásbrúar og Reykjanesbæjar munu njóta til framtíðar.
8
Driffjöður verkefnisins er Gissur Hans Þórðarson sem annast daglega verkstjórn og veitir átakinu forstöðu.
Ljósm.: Víkurfréttir
Þörf á frekari aðgerðum
Gatnamót Grænásbrautar og Reykjanesbrautar eru mörgum áhyggjuefni að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfisog skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Hann segir þörf á frekari aðgerðum en þeim sem þegar hafa verið framkvæmdar. Mikill þrýstingur verður á samgönguyfirvöld á næstunni því að margir hræðast þessi gatnamót, ekki síst þegar vetur gengur í garð. Hönnun er á lokastigi „Þegar stór umferðaræð, eins og Reykjanesbrautin, sker í sundur bæinn er klárlega þörf á aðgerðum. Við höfum verið í miklum samskiptum við Vegagerðina en þar á bæ vita menn vel af hættunni sem af þessum gatnamótum stafar,“ segir Guðlaugur. Hann segir að Vegagerðin hafi bætt merkingar á gatnamótunum og í vor hafi verið ákveðið að fara í hönnun á undirgöngum og hringtorgi en framkvæmdin hafi tafist. „Samgönguráðuneytið ákvað síðan að allar framkvæmdir, sem ekki voru komnar í útboð, yrðu látnar bíða og þessi framkvæmd var í þeim flokki. Engu að síður ákvað Vegagerðin að klára hönnunina og hún er nú á lokastigi.“
Betri merkingar brýnasta verkefnið En hvaða aðgerðir telur Guðlaugur brýnastar á þessum gatnamótum? „Fyrsti áfangi er klárlega betri merkingar, þarna fara um margir ferðamenn sem ekki þekkja til aðstæðna. T.d. mættu vera þarna blikkandi ljós sem gæfu til kynna hættuleg gatnamót. Annar áfangi er svo hringtorgið og að síðustu undirgöng. Það er þó von mín að Vegagerðin sjái til þess að allir þessir verkþættir verði kláraðir hið fyrsta. Frá því að Reykjanesbær tók við gatnakerfinu á Ásbrú í febrúar hafa kantsteinar verið steyptir og vegbrúnir tyrfðar. Lokið hefur verið við framkvæmdir á Skógarbrautinni og næst verður farið austur Grænásbrautina. Einnig verður farið í malbikunarframkvæmdir á næstunni.“ Af öðrum framkvæmdum nefnir Guðlaugur hönnun á Keilisbrautinni sem verður lífæð Ásbrúar og mun taka algerum stakkaskiptum þegar framkvæmdum verður lokið. Allar ábendingar og fyrirspurnir vegna framkvæmda á Ásbrú eru vel þegnar. Senda má tölvupóst á netfangið: usk@reykjanesbaer.is
9
Detox fyrir alla á Ásbrú
Áður stormuðu þar einkennisklæddir og fyrirmann legir orrustuflugmenn um ganga, nú er þar að finna fjölbreyttan hóp fólks sem er ákveðið í að tileinka sér nýjan lífsstíl.
10
Detox-meðferðarmið stöðin, sem rekin er af Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðingi og Sigrúnu Kjartansdóttur mannauðsstjóra og við skiptafræðingi, er til húsa í fyrrum híbýlum flugmanna í íbúðarblokk á Ásbrú.
Aftur til upprunans
Detox er fyrir alla
Til stendur að byggja upp heilsuþorp á Ásbrú sem mun í fram tíðinni hýsa fjölbreytta heilsuþjónustu og starfsemi er þegar hafin í Detox-meðferðarmiðstöðnni. Jónína hefur verið frumkvöðull á sviði heilsu og hreyfingar í mörg ár og fyrir nokkrum árum kynnti hún detox fyrir Íslendingum þegar hún hóf að bjóða upp á detox-meðferðir í Póllandi. Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Jónína að bjóða einnig upp á meðferðina hér á landi. En hvað er detox?
Fyrir hverja er detox? „Detox er fyrir alla,“ segir Jónína ákveðin. „Hingað kemur alls konar fólk, til dæmis þekktir einstaklingar úr þjóðlífinu og öryrkjar. Það sem allir eiga sameiginlegt er viljinn til þess að breyta um lífsstíl. Hér eru allir jafnir og koma fram hver við annan á jafnræðisgrundvelli og við notum ekki snyrtivörur hérna þannig að fegurðardrottningin lítur út alveg eins og við hin.“
„Í stuttu máli sagt er detox innri hreinsun og á meðan á henni stendur fær líkaminn hvíld frá próteinum og fitu,“ svarar Jónína og bætir við að aðferðin sé síður en svo einhver tískubóla. „Detox er ævagömul aðferð til þess að lækna sjálfan sig. Þetta er miklu eldri lækningaaðferð heldur en flest annað, það má segja að við séum að fara aftur til upprunans.“
Miklu meira en sellerístilkar og ristilskolun Margt hefur verið rætt og ritað um detox. Skyldi einhver halda að ekkert annað sé aðhafst en að tyggja sellerístilka og skola ristilinn þess á milli, þá hefur sá hinn sami algerlega rangt fyrir sér. Í detoxmeðferðinni, sem boðið er upp á í meðferðarmiðstöðinni á Ásbrú, er unnið samhliða með ýmsa þætti sem viðkoma heilsufari og lífsstíl. Þar er fjölbreytt dagskrá, mikil áhersla er lögð á margs konar hreyfingu en einnig er mikið lagt upp úr hvíld og slökun, auk reglulegra fyrirlestra. Jónína segir að mikilvægt sé að auka við þekkingu þeirra sem taka þátt í meðferðinni, þannig verði auðveldara að tileinka sér nýjan lífsstíl. „Aðalatriðið í því sem við erum að gera er að gera fólki kleift að endurskoða lífsstíl sinn. Meðferðin er heildstæð, við leggjum mikið upp úr því að styrkja andlega þáttinn, ekki síður en þann líkamlega, og í þeim tilgangi erum við í samstarfi við fjölda fyrirlesara, bæði innlenda og erlenda.” En hvernig hentar staðsetningin á Ásbrú fyrir starfsemi eins og þessa? „Ég var mjög efins um þessa staðsetningu til að byrja með. En ég sá fljótt kostina, ég hef kannað viðhorfin hjá gestum mínum og þau eru mjög jákvæð. Fólki finnst gott að vera hérna og auk þess skartar Reykjanesið mörgum náttúruperlum sem við heimsækjum reglulega.“
Boðið er upp á ýmsar tegundir meðferðar sem taka mislangan tíma en Jónína segir að algengast sé að fólk velji tveggja vikna meðferð. Margir koma aftur og aftur og hafa gert reglulegar detox-meðferðir að lífsstíl sínum. Hvers vegna valdi Jónína að starfa við að skipuleggja og bjóða upp á detox? „Ég var orðin veik sjálf og detox hjálpaði mér meira en orð fá lýst. Eftir að ég fór að starfa við þetta þá hef ég séð ótrúlegustu hluti gerast, nánast kraftaverk. Það eru svo margir að fara illa með sjálfa sig og þetta er ein leiðin til að draga úr áhrifum þess.“
11
Nýtt og spennandi nám fyrir orkumikla þjóð
12
Ásbrú er vettvangur nýrra hugmynda, nýrra möguleika og spennandi tækifæra. Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, sem hefur aðsetur á Ásbrú, býður upp á nýjar námsleiðir sem hafa ekki staðið til boða hér á landi, en í Orku- og tækniskóla Keilis er nú hægt að stunda þverfaglegt nám í orkutæknifræði og mekatrónískri tæknifræði.
Nýtt og spennandi nám „Við byrjuðum að kenna strax eftir verslunarmannahelgina og erum með þrjátíu manna hóp, tuttugu í orkutæknifræði og tíu í meka trónískri tæknifræði,“ segir dr. Rúnar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Orku- og tækniskólans. „Þetta er nýtt nám hér á landi og allt okkar nám er vottað af Háskóla Íslands, stærsta eiganda Keilis.” En hvað er mekatrónísk tæknifræði? „Í stuttu máli má segia að það sé þverfagleg tæknifræði þar sem rafeinda- og hugbúnaðarfræði er notuð samhliða hönnun á vélbúnaði til þess að búa til sjálfvirkan og/eða “vitrænan” vélbúnað. Aðaláherslan er lögð á vél-, rafeindaog hugbúnað. Einnig er lögð mikil áhersla á rafmagnsfræði og rafeindafræði,“ segir Rúnar. Hann segir mekatróníska tæknifræði vera eina af þeim greinum tæknifræðinnar sem hefur eflst hvað mest síðustu áratugi. „Námið í orkutæknifræði er líka þverfaglegt, þar er veittur sterkur grunnur í orkufræðum og jarðvísindum ásamt hagnýtum grunni í að nýta vélbúnað til að virkja og nýta orku sem vinna má úr náttúrunni.“
Rannsóknaraðstaða í heimsklassa
sem framkvæma þarf á stýrikerfi brunahreyfla bifreiða þess að þeir geti notað það sem kallast óhefðbundið eldsneyti eins og metan. Við munum ekki vera í grunnrannsóknum, heldur einblínum við á að finna nýja möguleika í tækni sem þegar er til staðar. Við erum að koma upp rannsóknaraðstöðu sem ekki hefur þekkst áður hér á landi – með sérhæfingu í orkurannsóknum – og það býður upp á áður óþekkta möguleika fyrir alla áhugasama aðila.“
Rétti tíminn til að bjóða upp á nýtt nám Ekki hefur verið boðið upp á nám af þessu tagi hér á landi fyrr, eins og áður sagði, og Rúnar segir að það bjóði upp á nýjar nálganir. „Við verðum í miklu og nánu samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki, bæði opinber fyrirtæki og einkageirann. Við sjáum fyrir okkur gagnvirkt samstarf við atvinnulífið þar sem nemendur okkar vinna verkefni sem nýtast fyrirtækjunum og fyrirtækin koma að kennslunni.“ En er þetta rétti tíminn til að bjóða upp á nýtt nám? „Alveg tvímælalaust. Það er skortur á tæknifólki á Íslandi. Nemendur okkar munu útskrifast eftir þrjú ár og þá verður vonandi meira að gerast í atvinnulífinu. Við erum svo orkumikil þjóð.“
Auk Háskóla Íslands er skólinn í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Orku, HS Veitur og Kadeco. Í samstarfi við þessa aðila mun skólinn koma á fót rannsóknarsetri í orkufræðum sem verður staðsett í húsnæði skólans á Ásbrú. „Í rannsóknarsetrinu verður megináherslan lögð á hagnýtar rannsóknir, til dæmis munum við vinna með varmaskipta, eldsneyti eins og metan og vetni. Sem dæmi um verkefni, sem eru komin af stað, er eitt sem snýr að breytingum
Orku- og tækniskóli Keilis býður upp á þverfaglegt nám í orkutæknifræði og mekatróník tæknifræði (e. mechatronics). Markmið Orku- og tækniskóla Keilis er að útskrifa nemendur með framúrskarandi þekkingu og færni á sínu kjörsviði ásamt því að hafa náð að virkja og efla sköpunargleðina. Aðstaða til kennslu verður til fyrirmyndar. Verkleg kennsla mun fara fram í sérstöku rannsóknarsetri í orkufræðum sem verður til húsa í skólanum.
13
Opnun göngustígs meðfram strandlengjunni Á laugardeginum verður opnuð formlega ný gönguleið sem mun liggja frá Gróf meðfram strandlengjunni að Stapa í InnriNjarðvík. Gönguleiðin verður opnuð með sögugöngu kl. 11 á laugardagsmorguninn. Gönguleiðin liggur meðfram nýjum sjóvarnargarði sem lagður hefur verið í Reykjanesbæ og hefur hún verið upplýst að stórum hluta. Gönguleiðin skapar aukin tækifæri til útivistar í Reykjanesbæ og segja má að hún auki lífsgæði bæjarbúa sem komast þannig í betri tengingu við náttúruna í kring. Á gönguleiðinni hefur verið komið upp skiltum með upplýsingum um fuglalíf við sjávarströndina sem og sögukortum en áætlað er að auka frekar fróðleik á þessari leið. Gönguleiðin, sem verður hátt í 10 km að lengd þegar henni hefur endanlega verið lokið, hefur enn ekki hlotið nafn en niðurstaða í hugmynda samkeppni meðal bæjarbúa verður kynnt við opnunina.
Menningardagskrá í Duushúsum Í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar, er boðið upp á fjölda sýninga og tónlistarviðburða auk þess sem börnin geta farið í ratleik um bátasalinn. Má þar nefna Flökkuæðar – Loftfar/Vessels, sýningu Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar, Bátasafn Gríms Karlssonar, sýningu Byggðasafnsins, Völlurinn, sem fjallar um starfsemi bandarísku herstöðvarinnar og þau áhrif sem hún hafði sem vinnustaður og nágranni á byggðarlögin í kring. Að auki verður opnuð á föstudeginum ný sýning á verkum Eggerts Guðmundssonar listmálara í Bíósal Duushúsa. Verkin eiga það sammerkt að flest þeirra eru í eigu bæjarbúa sjálfra. Sýningin gefur góða mynd af úrvali verka Eggerts en hann var fæddur í Stapakoti í Innri-Njarðvík, árið 1906. Eggert var vinsæll málari og hélt fjölda sýninga bæði hér á Íslandi og erlendis. Sýningin í Duushúsum mun standa til 27. september. Hin vinsæla tónlistarsyrpa í Duushúsum er á sínum stað. Þar stíga á svið fjölmargir listamenn. Fram koma Gospelkórinn Kick, Kvennakór Suðurnesja, Söngsveit Suðurnesja, Orfeus, Söngsveitin Víkingarnir, Karlakór Keflavíkur, Félag harmonikkuunnenda, Bíósalur Klassart, Gítarsveit TSGK og TR og Guðbjörn Guðbjörnsson tenór. Íbúar og gestir gæða sér á hinni árlegu kjötsúpu á hátíðarsvæði á fjölskylduskemmtun á föstudagskvöldinu. Á skemmtuninni verður fluttur barnasöngleikurinn Ljós um nótt eftir Arnór Vilbergsson, organista Keflavíkurkirkju. Leikendur koma úr starfsliði kirkjunnar og söguefnið er ljósið og hvernig það getur logað á ýmsum stöðum í lífi og umhverfi.
Skessan býður í lummur
14
Skessan í hellinum býður í lummur á Ljósanótt en hún flutti til Reykja nesbæjar á eftirminnilegan hátt á síðustu Ljósanótt. Hún hefur nú komið sér vel fyrir í helli við smábátahöfnina í Gróf en þangað hefur hún þegar fengið heimsóknir mikils fjölda barna. Skessan er hugverk Herdísar Egilsdóttur rithöf undar en margir þekkja sögurnar af Siggu og skessunni í fjallinu. Hellirinn verður að sjálfsögðu opinn á Ljósanótt fyrir góða gesti.
Ég sá ljósið Ljósalagið 2009 og safndiskur Ljósalagið í ár er eftir hinn ástsæla tónlistarmann Rúnar Júlíusson og heitir Ég sá ljósið, í flutningi Sigurðar Guðmundssonar. Ljósanefnd vill þannig heiðra minningu Rúnars sem var bæjarlistamaður Reykjanesbæjar síðustu æviár sín. Lagið kom fyrst út á sólóplötu Rúnars 1976 og samdi hann bæði lag og texta. Lagið hefur verið sett í nýjan búning og er nú sungið af Sigurði Guðmundssyni. Um hljóðfæraleik sáu Baldur Þórir Guðmundsson, Björgvin Ívar Baldursson, Björn Árnason á bassa, Júlíus Freyr Guðmundsson og Þórir Baldursson. Upptaka fór fram í upptökuheimili Geimsteins. Gefinn hefur verið út safndiskur með ljósalögum fyrri ára ásamt laginu Gamli bærinn minn eftir þá Gunnar Þórðarson og Þorstein Eggertsson. Hægt verður að kaupa diskinn á hátíðarsvæði, á bæjarskrifstofunum og á sýningunni Reykjanes 2009 sem haldin verður í Íþróttaakademíunni.
Ljósanótt 10 ára afmælishátíð
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, verður haldin í 10. sinn dagana 3.–6. september 2009. Á þessum tímamótum verður tónlistinni gert hátt undir höfði í vöggu popptónlistarinnar og ber þar hæst Ljósanætursvítu þar sem flutt verða lög eftir þekkta tónlistarmenn bæjarins, klassíska tónlistarveislu á sunnudeginum þar sem rjóminn af tónlistarfólki bæjarins kemur fram, tónlistardagskrá í Duushúsum sem og á stóra sviði á föstudag og laugardag.
Rokkheimur Rúnars Júlíussonar
Á Ljósanótt verður opnað safn til minningar um þennan þekktasta son Keflavíkur. Safnið, sem nefnist Rokkheimur Rúnars Júlíussonar, er til húsa í nýrri viðbyggingu að Skólavegi 12 þar sem Rúnar bjó sitt heimili og rak upptökuheimilið Geimstein en það hefur undanfarin ár verið opið á Ljósanótt fyrir gesti og gangandi sem gátu heilsað þar upp á Rúnar og skoðað hljóðverið hjá elstu hljómplötuútgáfunni á Íslandi.
Að venju verður árgangagangan á sínum stað með óvæntu skemmtiatriði í lokin og ekki má gleyma björtustu flugeldasýningu landsins. Nýr og glæsilegur vefur hátíðarinnar hefur nú verið settur í loftið en þar verður m.a. boðið upp á þá nýjung að hlaða dagskránni í símann.
15
Kanaútvarpið endurlífgað á Ásbrú Sæluhrollur hríslast um margan manninn á besta aldri þegar Kanaútvarpið ber á góma. Og nú mun Kaninn hljóma aftur á öldum ljósvakans þann 1. september. Fyrir endurlífguninni stendur Einar Bárðarson, hann boðar nýja tíma og lofar fersku og spennandi útvarpi.
Nýtt bragð af sama réttinum Slökkt var á sendum Kanaútvarpsins í júní 2006. Þann verknað framdi Sigurður Jónsson, líklega betur þekktur sem Siggi TV, og svo skemmtilega vill til að sá hinn sami mun opna fyrir útsendingar hins nýja Kanaútvarps. En er það ekki úr takt við (kreppu)tímann að stofnsetja nýja útvarpsstöð? „Við lifum vissulega á miklum umbrotatímum. Ég er ekkert að gera lítið úr því. En þeir sem eru hræddir við að framkvæma hugmyndir sínar ættu að skammast sín,“ segir Einar bjartsýnn og þvertekur fyrir að nóg framboð sé af útvarpsstöðvum. „Það er kominn tími á nýja tegund útvarps. Ég býð upp á nýtt bragð af sama réttinum.“
Nýjar og gamlar raddir Varnarliðið hóf tilraunaútsendingar árið 1951. Ári síðar fékkst formlegt leyfi til að útvarpa allan sólarhringinn. Útvarpsstöðin, sem fljótlega varð þekkt undir nafninu Kanaútvarpið eða Kaninn, var sannkallaður hvalreki á fjörur íslenskra ungmenna sem framan af höfðu fá tækifæri til að heyra nýjustu tónlistina. Útsendingar Kanans stóðu óslitið yfir í rúm fimmtíu ár, eða til ársins 2006.
Skemmtilegt og ögrandi verkefni
16
Einar Bárðarson hefur verið býsna athafnasamur á Ásbrú en hvers vegna er hann að setja á stofn nýja útvarpsstöð? „Það er eiginlega þrennt sem kemur til,“ svarar Einar. „Mig langaði til að nota þetta vörumerki, Kanaútvarpið. Ég sé þetta fyrir mér sem skemmtilegt og ögrandi verkefni og nýjan starfsvettvang fyrir mig. Og síðast en ekki síst vil ég rjúfa þá stöðnun sem hefur verið ríkjandi í íslensku útvarpi allt of lengi.“
Einar stendur ekki einn í brúnni, hann hefur fengið fjölbreyttan hóp til liðs við sig og honum til fulltingis eru margreyndir útvarpsjaxlar og algerir grænjaxlar í bland. „Gulli Helga verður með morgunþátt alla virka daga á milli klukkan níu og eitt og með honum verður Lísa sem margir þekkja úr Idol. Kristín Rut Jónsdóttir er ný og fersk útvarpsrödd, það má eiginlega segja að hún hafi fæðst inn í bransann en hún er dóttir Jóns Axels Ólafssonar. Um helgar ræður Ásgeir Páll Ágústsson ríkjum en hann hefur staðið næturvaktina á Bylgjunni. Af öðru valinkunnu fólki má nefna hana Gunnu Dís sem margir muna eftir af Kiss FM og Tvíhöfðana Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson.“ Kaninn FM verður til húsa í húsnæði Officeraklúbbsins, Offanum, sem Einar rekur einnig. Sent verður út á tíðninni 91,9 á höfuðborgarsvæðinu og 93,9 á Akureyri. Einnig verður sent út á Netinu og á Digital Ísland.
Ekki útrás fyrir fortíðarþrá En hver er tilgangurinn með því að endurvekja Kanaútvarpið? Er Einar að fá útrás fyrir einhverja fortíðarþrá? „Síður en svo. Ég ólst upp á Selfossi og útsendingar Kanans náðu ekki þangað. Ég fór algerlega á mis við þau lífsgæði sem fylgdu því að hlusta á Kanann, því miður. En ég er barn hins frjálsa útvarps. Ég man vel eftir því þegar útvarpssendingar voru gefnar frjálsar og það var svo margt spennandi að gerast í útvarpinu fyrstu tíu árin þar á eftir. En mér finnst að íslenskt útvarp hafi staðnað að undanförnu og ég vil breyta því.“
Iceland Fashion Week á Ljósanótt 2009 Kolbrún Aðalsteinsdóttir stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa Iceland Fashion Week sem verður haldin dagana 2. – 6. september nk. Þetta er í sjöunda skipti sem sýningin er haldin, hún var haldin í fyrsta skipti árið 2000 og hefur á þeim tíma þróast og orðið að alþjóðlegum tísku- og menningarviðburði. SCHEDuLE
ICELAND FASHION WEEK
SpONSOrS
2009
ICELAND FASHION WEEK 2009: WALK ON WATER THURSDAY, 03 – FRIDAY O4, SEPTEMBER, 2009
09:00 BREAKFAST AT FLUGHOTEL 10:00 TOUR OF ICELAND BEGINS 10:30 ARRIVAL AT STRANDARKIRKJA (CHURCH OF WISHES) 12:00 ARRIVAL AT ICELANDIC GLACIAL FACTORY 12:30 OUTDOOR LUNCH AT ICELANDIC GLACIAL FACTORY 14:00 RETURN TO 744 15:00 MODEL CASTING @ CAFÉ BLEU; KREL 2 GO QUICKIE COUTURE FOR MODELS 16:30 PRESS PICKUP @ 744 17:00 CATALIN BOTEZATU FASHION PRESENTATION @ LEXUS ICELAND SHOWROOM 21:00 OFFICIAL OPENING PARTY BEGINS AT APOTEK PRESS PASSES DELIVERED 23:30 KRELWEAR SWIM 2010 GLOW IN THE DARK PRESENTATION @ APOTEK 01:00 BUSES LEAVE FOR 744 *
FRIDAY, 04 – SATURDAY 05, SEPTEMBER 2009
09:00 BREAKFAST AT FLUGHOTEL 10:00 ANDREA II LEAVES REYKJANES HARBOR FOR WHALE WATCHING/ DEEP SEA ANGLING 11:00 66 NORTH FASHION PRESENTATION ON ANDREA II 13:30 ANDREA II ARRIVES IN REYKJAVIK HARBOR 14:00 UNDERGROUND ICELAND FASHION PRESENTATION @ REYKJAVIK HARBOR AND BACARDI DESIGN COMPETITION 15:00 FREE TIME IN DOWNTOWN REYKJAVIK 16:45 LUNCH AT THREE JACKETS RESTAURANT 19:00 FREE TIME IN DOWNTOWN REYKJANES 22:00 BAO TRANCHI FASHION PRESENTATION @ VIKINGWORLD 00:00 AFTERPARTY 01:00 BUSES LEAVE FOR 744 *
SATURDAY 05 – SUNDAY 06, SEPTEMBER 2009
09:00 BREAKFAST AT FLUGHOTEL 10:00 TOUR OF “EARTH” BEGINS 12:00 RETURN TO 744 14:00 MAYOR OF REYKJANESBÆR OFFICIALLY OPENS LIGHTNING NIGHT 14:30 ICELAND FASHION WEEK 2009: WALK ON WATER BEGINS 17:00 ICELAND FASHION WEEK 2009 MARKET BEGINS; KREL 2 GO PUBLIC BEGINS 18:30 DINNER AT DUUS BEGINS 22:00 LIGHTNING NIGHT FIREWORKS BEGIN 00:00 AFTERPARTY (TBD) * SHOULD YOU DECIDE TO STAY PAST THE BUSES LEAVING FROM REYKJAVIK, TAXIS WILL COST APPROXIMATELY 8000 ISK (~$60 US) TO RETURN TO 744.
THE STAFF OF ICELAND FASHION WEEK WOULD LIKE TO THANK THE ICELANDIC COMMUNITY FOR THEIR SUPPORT OF ICELAND FASHION WEEK.
icelandfashionweek.is
design: www.skissa.net
Einar Bárðarson er með athafnasamari mönnum og er af sumum kallaður athafnaskáld. Líklega var nafni hans Benediktsson sá fyrsti sem bar þá nafnbót. Ekki er leiðum að líkjast en Einar gefur lítið fyrir slíka titla. „Ætli við höfum ekki báðir verið í því að selja norðurljósin á sama tíma og við settum saman vísur. Annars á ekki að líkja okkur saman,“ segir Einar hlæjandi. „Hann er á allt annarri og hærri hillu en ég.“
Walk On Water September 3 – 6, 2009 Reykjanesbær, Iceland
icelandfashionweek.is
Sýningin hefur verið haldin á Þingvöllum, í Vestmannaeyjum, í Landmannalaugum og í Reykjavík. Og nú er röðin komin að Reykjanesi en nokkuð óvenjuleg tískusýning verður á Ljósanótt, nánar tiltekið laugardaginn 5. september, kl. 14:30. „Sýningin heitir Walk on water eða Gengið á vatni og þar er verið að vísa til göngubrautarinnar sem verður við Duus,” segir Kolbrún.
Ljósm.: Víkurfréttir
En hvaða hlutverki gegnir sýning á borð við Iceland Fashion Week? „Hér á Íslandi hefur vantað að halda utan um fatahönnuði og aðstoða þá við að koma sér á framfæri. Fyrir utan það felst mikil landkynning í sýningu eins og þessari en Iceland Fashion Week hefur vakið mikla athygli víða um heim,“ segir Kolbrún. Ekki er eingöngu um íslenska fatahönnuði að ræða því að erlendir hönnuðir hafa jafnan tekið þátt í sýningunni og koma þeir víðs vegar að. Að þessu sinni verða hönnuðir frá Bretlandi, Svíþjóð, Úkraínu, Argentínu og Spáni, svo að einhverjir séu nefndir, auk fjölda íslenskra hönnuða.
Sigurður Jónsson, eða Siggi TV, ásamt Einari Bárðarsyni og Gunnlaugi Helgasyni. Einar er eigandi nýja Kanaútvarpsins, Sigurður er fyrsti „útlendingurinn“ sem starfaði hjá Kanaútvarpinu á sínum tíma og Gunnlaugur Helgason varð jafnframt fyrsti „útlendingurinn“ til að senda út útvarpsþátt í fullri lengd í Kanaútvarpinu.
Kolbrún hefur verið í góðu samstarfi við Reykjanesbæ, Háskólavelli og Keili sem koma að sýningunni. En hvers vegna valdi hún Reykjanesbæ og Ásbrú? „Hér er gróskan mest, það eru svo mörg tækifæri sem felast í þessu magnaða svæði sem Ásbrú og Reykjanesið er. Okkur langar að taka þátt í þessari kraftmiklu uppbyggingu þó aðkoman sé minni í sniðum.“
17
HBT – ungt, ferskt og framsækið Eitt þeirra fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir í orku- og frumkvöðlasetrinu Eldey er HBT, ungt og ferskt fyrirtæki sem þrátt fyrir ungan aldur er með starfsemi í þremur heimsálfum. Ný störf og gjaldeyristekjur HBT var stofnað á haustmánuðum árið 2008 og frá upphafi var ákveðið að fyrirtækið myndi einbeita sér að orkusparandi lausnum. Framkvæmdastjóri HBT er Jóhann Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum.
18
„Við byrjuðum á því að vinna með vetni en sáum fljótlega að sú vinna myndi taka býsna langan tíma áður en hún skilaði okkur einhverju. Við hófum því samstarf við norðlenskan uppfinningamann sem hafði unnið að orkusparandi lausn sem hentaði okkur vel,“ segir Jóhann. Hann segir að mikil áskorun hafi falist í því að fara með nýstofnað fyrirtæki í gegnum erfiðasta vetur í íslenskri fyrirtækjasögu. „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki verið erfitt. En okkur hefur
gengið vel og við höfum skapað bæði ný störf og gjaldeyristekjur. Það er ekki hægt að biðja um meira.“ Nú starfa fimmtán manns hjá fyrirtækinu og er það mjög fjölbreyttur hópur að sögn Jóhanns, með ýmiss konar menntun og starfsreynslu.
Umtalsverður orkusparnaður Fyrirtækið framleiðir orkusparandi lausnir fyrir stórnotendur. Í hverju felst það, í stuttu máli? „Við ákveðnar aðstæður myndast mikið ójafnvægi í rafkerfum og þá nýtist sú orka sem framleidd er mjög illa. Oft er verið að framleiða meiri orku en hægt er að nýta, með tilheyrandi kostnaði. Búnaðurinn okkar kemur jafnvægi á framleiðsluna,“ segir Jóhann.
Hann segir að þó nokkur reynsla sé komin á notkun búnaðarins og nefnir í því sambandi fjölveiðiskipið Gnúp GK frá Grindavík. „Skipið notaði að meðaltali 10–11 tonn af olíu til rafmagnsframleiðslu á sólarhring. Með því að nota búnaðinn okkar hefur tekist að spara eitt tonn á hverjum sólarhring og það þýðir að búnaðurinn mun borga sig upp á nokkrum mánuðum. Svo má ekki gleyma því að minna þarf að flytja inn af olíu sé búnaðurinn notaður, en það skiptir verulegu máli.“ Að sögn Jóhanns er búnaðurinn nú þegar notaður í frystihúsum og af útgerðarfélögum og nýverið var hann tekinn í notkun af Ratsjárstofnun. „Við sjáum fyrir okkur heilmikla möguleika, til dæmis fyrir gagnaver.“
Lifandi og akademískt umhverfi Þrátt fyrir ungan aldur hefur HBT vaxið og er nú með starfsemi í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Jóhann segir að á bilinu 95–98% af framleiðslunni sé flutt út. „Ég held að framtíðin snúist um að nýta orku betur og það verða sífellt fleiri meðvitaðir um það.“ Jóhann segist ánægður með staðsetninguna á Ásbrú. „Við fengum mjög hentugt húsnæði hérna. Samstarf okkar við Nýsköpunarmiðstöð hefur verið mjög gott og svo höfum við fengið mikinn stuðning, til dæmis frá Sparisjóði Keflavíkur. Ásbrú er lifandi samfélag, þetta er akademískt umhverfi sem hægt er að nýta á margan hátt. Við erum í samstarfi við Orkuskóla Keilis og væntum mikils af því.“
Hef aldrei talið mig of góðan til þess að leita álits annarra Jóhann er þekktur fyrir ýmislegt annað en að vera í forsvari fyrir orkufyrirtæki. Hann var lögreglustjóri á Suðurnesjum í tíu ár og þar áður starfaði hann innan utanríkisþjónustunnar. „Ég hef verið svo lánsamur að fá tækifæri til að fást við ólík verkefni. En ég held að stjórnendur eigi það alltaf sameiginlegt að vinna að því að fá það besta út úr starfsfólkinu og rekstrinum og að skapa sterka liðsheild.“
Á Jóhann einhver ráð til þeirra sem eru að hefja fyrirtækjarekstur? „Mestu máli skiptir að hafa trú á því sem maður er að gera. Hæfilegur skammtur af djörfung er nauðsynlegur en það þarf að gæta sín á því að teygja sig ekki of langt. Svo er ekki síður mikilvægt að hafa vit á því að leita ráða hjá sér reyndara fólki. Ég hef aldrei talið mig vera of góðan til þess að leita álits annarra. Að þekkja eigin takmörk er mjög mikilvægt í þessu, eins og öðru. Þegar sá dagur rennur upp að maður telur sig vita allt, er það að öllum líkindum sá dagur þegar fer að halla verulega undan fæti.“
19
Ballerínur í bragga Mörg húsanna, sem áður hýstu ýmsa starfsemi Varnarliðsins, hafa fengið ný hlutverk sem engan hefði getað órað fyrir í sínum villtustu draumum. Eða hver hefði getað gert sér það í hugarlund að einn góðan veðurdag myndu tjullklæddar ballettmeyjar svífa um, fisléttar og tignarlegar, í fyrrum skotfærageymslu Bandaríkjahers? Um miðjan september flytur Bryn Ballett Akademían (BBA) inn í braggann sem áður hýsti skotfæri Varnarliðsins. Stofnandi og eigandi ballettskólans er Njarðvíkingurinn Bryndís Einarsdóttir sem hefur margra ára starfsreynslu sem ballett- og danskennari víða um heim. BBA býður upp á ballettnám fyrir börn frá þriggja ára aldri og jazzballettnám fyrir börn frá tíu ára aldri og fyrir konur sem eru eldri en 25 ára.
Hér er gott að vera
Minni umferð á Reykjanesbraut
Alkemistinn
Bryn Ballett Akademían var stofnuð fyrir tæpu ári, þegar Bryndís flutti heim til Íslands eftir 15 ára fjarveru og hefur fengið aðsetur í íþróttahúsinu á Ásbrú. Greinilegt er að full þörf var fyrir starfsemi af þessu tagi. „Það hefur gengið rosalega vel. Ballett og jazzballett hefur ekki verið kenndur að staðaldri í Reykjanesbæ í mörg ár og margir voru að fara með börnin sín í dansskóla í Reykjavík. Ég er alveg viss um að umferðin á Reykjanesbraut hefur minnkað síðan ég stofnaði skólann minn,“ segir Bryndís og hlær.
20
Ýmislegt er á döfinni hjá nemendum skólans en nokkrir hópar frá skólanum munu sýna á Ljósanótt, þar á meðal sýnir kvennahópurinn Bollywood dans. Sýningarnar munu fara fram á stóra sviðinu á laugardaginn, strax eftir árgangagönguna. En hvaðan koma nemendur skólans? „Fyrst og fremst úr Reykjanesbæ en einnig koma margir annars staðar að af Suðurnesjasvæðinu,“ segir Bryndís.
Bryndís segir að staðsetningin á Ásbrú sé einstaklega hentug. „Ég hafði leitað að húsnæði um nokkurn tíma en frétti svo af þessum sal í Íþróttahúsinu. Hér hefur verið gott að vera en það verður mjög skemmtilegt að vera í sérhúsnæði, þegar við flytjum í braggann. Það er frábært að vera á svæði eins og þessu, hér er mikil uppbygging í gangi.“
Bryndís og ballettdísirnar verða ekki einar í bragganum, hann mun einnig hýsa Alkemistann. Það er fyrirtæki Daniels Coaten, kærasta Bryndísar. Hann er jurtalæknir og alkemisti og hefur skrifað nokkrar bækur og greinar um jurtalækningar og haldið erindi víða um heim um þessi efni. Framleiðsla Alkemistans er eins lífræn og náttúruleg og framast getur orðið en Daniel eimar jurtirnar sjálfur og engin gervi-, ilm-, eða litarefni eru notuð í vörurnar. Sumar vörurnar innihalda eimaðan, íslenskan snjó og rigningarvatn. Meðal framleiðsluvara Alkemistans eru húðvörur fyrir karla og konur, ilmkjarnaolíur og koffínlaust te, svo að fátt eitt sé nefnt.
Hollusta og heilbrigði í gamla messanum Í gamla messanum er nú framleitt heilsufæði af miklum móð en í þessu fyrrum mötuneyti Bandaríkjahers er nú starfrækt matvælaframleiðsla. Fyrirtækið Solimanns sérhæfir sig í framleiðslu hollusturétta sem eru án allra gerviefna. Meðal þess sem fyrirtækið framleiðir eru skyrdrykkir, samlokur, salöt og fiskréttir. Solimanns rekur eigin veitingastað á Stjörnutorgi Kringlunnar og viðræður standa nú yfir um útflutning á framleiðslunni.
Tengsl mataræðis og heilsu Ólafur Sólimann, eigandi Solimanns, segist hafa fengið áhuga á heilsufæði fyrir um átta árum. „Ég fór þá að velta fyrir mér tengslum mataræðis og heilsu. Ég tók til í eigin mataræði og þar sem ég er lærður matreiðslumaður fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti notað þetta í mínu starfi,“ segir Ólafur. Síðan þá hefur Ólafur þróað ýmsa rétti sem eiga það sameiginlegt að innihalda einungis fyrsta flokks hráefni, auk þess að vera bragðgóðir. Fiskréttirnir eru nýjung hjá Solimanns en um er að ræða fisk í sósu sem inniheldur meðal annars AB-mjólk og agavesíróp. Réttirnir munu koma á markað innan skamms.
Hollur og bragðgóður skyndibiti Ólafur segir að á undanförnum árum hafi orðið mikil breyting á framboði skyndibitastaða og þeir bjóði nú, margir hverjir, upp á hollari mat en áður. Neysluvenjur hafa breyst og margir gera auknar kröfur til meiri hollustu. Eitt af því sem Solimanns framleiðir er hollur skyndibiti en löngum hefur verið litið á skyndibita og hollustu sem andstæður. „Skyndibiti getur verið alls konar og þarf síður en svo að vera löðrandi í fitu. Mitt markmið er að búa til hollan og bragðgóðan skyndibita sem er samt sem áður á viðráðanlegu verði.“ Fyrirtæki Ólafs var stofnað fyrir um þremur árum og nú eru átta starfsmenn í fullu starfi. Meðal viðskiptavina eru Iceland Express en auk þess að útbúa mat fyrir áhafnarmeðlimi er framleiðsla Solimanns seld um borð í flugvélunum.
21
Eina fyrirtækið sinnar tegundar í heiminum
Gagnavarslan er meðal margra ungra og framsækinna fyrirtækja sem hafa komið sér fyrir á Ásbrú og það þeirra sem hefur vaxið einna hraðast. Stofnandi og aðaleigandi Gagnavörslunnar, Brynja Guðmundsdóttir, var tekinn tali.
Ráðgjöf, hugbúnaður og listaverk
Mikill áhugi á skjalamálum
Heiti fyrirtækisins gefur eðli starfseminnar til kynna að nokkru leyti en í stuttu máli sagt veitir Gagnavarslan fyrirtækjum og stofnunum ýmiss konar ráðgjöf við að skipuleggja bæði rafræn gögn og pappírsgögn. Einnig hefur hugbúnaðarsvið fyrirtækisins þróað mjög öflugt skjala- og upplýsingakerfi. Þá tekur Gagnavarslan að sér að varðveita muni, menningarminjar og listaverk svo að eitthvað sé nefnt.
Brynja hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur gegnt stjórnunarstöðum hjá fyrirtækjum eins og Lýsi, Stöð 2, Landssímanum, Skýrr og Alfesca. Hvernig stóð á því að hún fór út í slíka nýsköpun; að stofna fyrirtæki sem engin fordæmi voru fyrir hérlendis?
Gagnavarslan er hugmynd Brynju Guðmundsdóttur sem stofnaði fyrirtækið í lok árs 2007. Starfsemin hófst nokkrum mánuðum síðar og þá störfuðu þrír hjá fyrirtækinu. Í dag eru starfsmenn þrjátíu talsins og líklegt er að þeim fjölgi bráðlega. Að sögn Brynju starfar ekkert sambærilegt fyrirtæki hér á landi.
22
„Það eru vissulega til fyrirtæki sem geyma skjöl. En fyrirtæki, sem býður upp á ráðgjöf og sérfræðiþekkingu á borð við okkur og hefur yfir að ráða viðlíka hugbúnaði, er ekki til hérlendis. Reyndar held ég að við séum eina fyrirtækið okkar tegundar í heiminum,“ segir Brynja.
„Ég hef alltaf haft áhuga á skjalamálum og hvernig hægt sé að betrumbæta þau. Þau hafa oft verið á minni ábyrgð í þeim störfum sem ég hef gegnt. Svo hef ég margoft rekið mig á að verklag hefur ekki verið nógu gott á þessu sviði. Skjalastjórn er oft mikið vandamál, ekki síst í stórum fyrirtækjum. Ég sá einfaldlega þörfina á þjónustu af þessu tagi.“
Hugarfarsbreyting í kjölfar bankahrunsins Brynja mat aðstæður rétt en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á þeim stutta tíma sem það hefur starfað. Hún segir að hugarfarsbreyting orðið í kjölfar bankahrunsins. „Þá voru margir sem áttuðu sig á því að það skiptir gríðarlega miklu máli að gögn séu geymd á öruggan hátt
og að hægt sé að finna þau fljótt og auðveldlega ef á þarf að halda,“ segir Brynja og bætir við að slitastjórnir og skilanefndir bankanna hafi fengið ráðgjöf og þjónustu hjá Gagnavörslunni.
Fjölbreyttur hópur vinnur fjölbreytileg störf En hverjir vinna hjá Gagnavörslunni? „Það er fólk með mjög fjölbreytta menntun og reynslu,“ segir Brynja. „Til dæmis starfa hér nokkrir bókasafns- og upplýsingafræðingar, menntaðir verkefnastjórar og verkfræðingar auk kerfisfræðinga. En hér starfar líka fólk sem er kannski ekki langskólagengið en með fjölbreytta og hagnýta starfsreynslu.“ Brynja segir að fyrirtækið varðveiti ekki eingöngu gögn og skjöl, heldur einnig listmuni, menningarminjar og aðra muni og í því skyni hafa safnafræðingur og sagnfræðingur nýlega verið ráðnir.
Staðsetningin á Ásbrú gæti ekki verið betri Talið berst að Ásbrú og þeirri fjölbreyttu og lifandi starfsemi sem þar fer fram. Brynja segir að hún hafi leitað lengi að hentugum stað fyrir Gagnavörsluna áður en hún ákvað að setjast að á Ásbrú. „Ég hafði verið að leita að húsnæði í meira en ár og hafði fylgst með umfjöllun um þetta svæði. Mér fannst það áhugavert og jákvætt og sendi Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, tölvupóst með ýmsum hugmyndum varðandi starfsemina. Hann svaraði mér þremur mínútum síðar, við hittumst í kjölfarið og í framhaldinu tókum við að okkur verkefni fyrir Reykjanesbæ. Það var okkur mikil lyftistöng að
vera falið verkefni fyrir stórt bæjarfélag sem hefur svona gott orð á sér,“ segir Brynja og bætir við að staðsetningin á Ásbrú gæti ekki verið betri. Hverjar eru framtíðarhorfur og -áætlanir Gagnavörslunnar? „Framtíðarhorfurnar eru mjög bjartar. Allar okkar áætlanir hafa gengið eftir og við erum með ýmsar hugmyndir sem við erum viss um að verði fljótlega að veruleika,“ segir Brynja að lokum.
23
Frá hugmynd á markað á 3 sólarhringum Kaj Mickos, prófessor við Mälardalens-háskólann í nýsköpunartækni, hefur undanfarin 20 ár verið ráðgjafi og aðstoðað um 25 þúsund einstaklinga við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann á sjálfur 31 einkaleyfi og hefur stofnað 14 fyrirtæki á ólíkum sviðum. Kaj Mickos er stofnandi Innovation Plant eða Nýsköpunarverksmiðjunnar. Hann hefur verið að þróa aðferðafræði sína í meira en 20 ár sem gengur út á það að gera nýsköpunarferlið árangursríkara þannig að fleiri vörur nái markaði. Kaj er vinsæll fyrirlesari og hefur farið heimshorna á milli. Kaj Mickos heldur fram eftirfarandi: • fyrirtæki þurfa stöðuga endurnýjun til að halda forskoti í samkeppni • það er hægt að móta nýsköpunarferlið • markmiðið er að koma nýrri vöru á markað • hugmyndasmiðir eru alls staðar í samfélaginu • flestir þeirra sem stuðla að nýsköpun eru nýgræðingar sem þurfa aðstoð • þverfaglega vinnu þarf til þess að koma nýrri vöru á markað • það eru fleiri en færri hugmyndir sem hægt er að þróa til árangurs • mikilvægt er að koma sem fyrst inn með faglega þekkingu • það er ómögulegt að dæma í upphafi hvort hugmynd nær árangri á markaði • árangur er undir verkefnastjóranum komið
24
• ómögulegt er að ljúka verkefni án peninga
Laugardaginn 5. september kl. 11.00 mun prófessor Kaj Mickos halda fyrirlestur og vera með vinnustofu á Ásbrú, í Orkurannsóknar setri Keilis að Grænásbraut 710 (beint á móti kirkjunni), sem hann kallar „Market race“. Þar munu fjögur lið keppa í að leysa ákveðið vandamál. Þetta eru tíu manna hópar og er fundargestum boðið að taka þátt. Veittar verða viðurkenningar í lokin fyrir árangursríkustu lausnina. Þessi fyrirlestur er samvinnuverkefni milli Kadeco, Keilis, KVENN og Samtak frumkvöðla og hugvitsmanna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir! Nánari upplýsingar á www.asbru.is
Pr贸fessor Kaj Mickos
25
ÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OGATVINNULÍFS ATVINNULÍFS SAMFÉLAG FRUMKVÖÐLA, FRÆÐA OG ATVINNULÍFS
Í REYKJANESBÆ Í REYKJANESB Í REYKJANESBÆ
N NN 20 YK T AU BR ES UT UT RA RA B SB ES NE AN JA K J YK Y RE RE
N JA
20
RE
20 AUSTURBRAUT
AUSTURBRAUT
AUST VALHALLAR URBRAUT BRAUT VALHALLARBRAUT
U RA T
A RB
T
U RA
U RA
ÐU
RB T
T
VALL
ARBR
AUT
ÖÐ TAT R KL
ET
TAT R
ÖÐ Ð
KL
RÖ
ARBR ET
UT
VALL
AUT
FE RJ UT RÖ Ð
RÖ
Ð
ÖÐ TAT R ET
28
27 RÖ
30
UT
UT
RJ Ð
JU TR ÖÐ
HE
LL
FE
HE
ÖÐ
TR NA
T NA
ÖÐ
27
TR
FU
Ð RÖ
KL
BO
LL
UT
RÖ
Ð
ÖÐ TR28 TA ET KL30
JU
HE
ÖÐ
ÖÐ
TR E
R AT TT
KL
FE
2
ÖÐ
ÖÐ
SM
HE
LL
UT
KL
2
TR NA
RÖ
Ð
R IFT
FE
ÖÐ
27
TR
32 FU
KL
AR IÐ
R RT
ÖÐ
IFT
Ð RÖ
28 30
IÐ JU TR ÖÐ KL
ET
TR TA
ÖÐ
IF KL
FE
T
Ð RÖ
RJ
AUT
25
AV EG HA UR FN AV
30 Bergraf ehf. 31 N1 þjónustuverkstæði Gas Station 32 Idex álgluggaverksmiðja 33 Gagnavarslan 34 Atlantic Studios
IÐ
A KT
Ð
ÖÐ
IÐ
FU
RÖ
TR
32 GAT
32 SM
EY
ÖÐ
RJ
T
Ð RÖ
SM
TR GA
FE
AR KT
Ð RÖ
AR IÐ
EY
ÖÐ
T
ÖÐ
HE
TR
EY
ÖÐ
AR KT
FLUG
AR IÐ
AR
TR GA
TR GA
FN
HA ARBR
HE
AX
BO
HA
R FLUG
Ð RÖ
Ð
EG
T AU BR IS
RA U VIR T K
RA U SB IR V VALL
T
BO
RÖ
T GA
25
KI
T AU
U RA
FLUG
ÖÐ
GU
BR
13
AV E
ILIS
T
KE
U RA
25
FN
RB
V
A
SKÓGARBRAUT
24 26
T
LL
UT RA
RB
T AR
BO
22
IR
T
VA
SB
U RA
G
UB
14
31
TR GA
SKÓGARBRAUT
KI
RB
T AU
A
U
26
26
ÖÐ
22
SKÓGARBRAUT
23
UR
SU
RG
T
T AU
LL
BR
VA
FL
LJ
A
AX
BO
A
R RT
34
BRAUT
BO
22
UT RA AX
03
2
GRÆNÁS
13
13
12
31
AUT
01
22
23 22 22
21
24
34
ARBR LIND
02
SKÓGARBRAUT
23
22
22
34
03
UB
BRAUT
33
24
12
10
LJ
GRÆNÁS
33
12
10
LL
BRAUT
10
31
03
UT SE RBRA
GRÆNÁS
AT AU RV UBG LJ LU SE F
LINDA
01
UT RBRA
01 02
04
09
LINDA
02
22
21
21
BR
G
ILIS
U
15
SE
04
14
14
KE
FL
09
09
08
22
22
33
U RA
16 17
ILIS
18
SKÓGARBRAUT
22
RB
15
07
04
15
17
KE
08
06
16
ÐU
19
17
SU
08
06 11 07
05
18
07
16
B
19
06
18
T U AU RABR RB R ÐU GA SU OR
19
11
SKÓGARBRAUT
RB
BO
11
22
05
05
GRÆNÁSBRAUT
A
FJ Ö
RG
RU
BR
22
BO
22
GRÆNÁSBRAUT
AU T
22
22
FJ Ö
RU
BR
22
GRÆNÁSBRAUT
AU FJ T ÖR U
22
29
29
22
BR
29
AU T
22
VALHALLARBRAUT
01 Officeraklúbburinn / Kaninn – útvarpsstöð 01 Officeraklúbburinn 01 Officeraklúbburinn Officer’s Club / Kaninn útvarpsstöð / –Kaninn – útvarpsstöð 02Officer’s Detox Jónínu Club Ben Officer’s Club EldeyJónínu frumkvöðlasetur 0203Detox Ben 02frumkvöðlasetur Detox Jónínu Ben Incubator Center 03 Eldey 04Incubator Háaleitisskóli og leikskólinn Háaleiti 03 Eldey frumkvöðlasetur Center 05 Hjálpræðisherinn Incubator Center Háaleiti 04 Háaleitisskóli og leikskólinn Salvation Army 05 Hjálpræðisherinn 04 Háaleitisskóli og leikskólinn Háal 06 Virkjun Salvation Army 05 Hjálpræðisherinn 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 06 Virkjun Army Office Salvation Hotel 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 08 Brunamálastofnun 06 Virkjun Office Hotel 09 Sjúkrahús 07 Eldvörp fyrirtækjahótel 08 Brunamálastofnun 10 Andrews leikhúsið Office Hotel 09 Sjúkrahús 11 Fjörheimar félagsmiðstöð 1012Andrews leikhúsið 08 Brunamálastofnun Íþróttavellir 11 Fjörheimar félagsmiðstöð 09 Sjúkrahús Gymnasium 1213Íþróttavellir 10aðalbygging Andrews leikhúsið Keilir Gymnasium 14 Leikskólinn Völlur félagsmiðstöð 11 Fjörheimar 1315Keilir aðalbygging Listasmiðjan 12 Íþróttavellir 1416Leikskólinn Völlur Tómstundatorg Gymnasium 1517Listasmiðjan Samkaup Strax 13 Keilir aðalbygging 16 Tómstundatorg Grocery Store 1718Samkaup Strax 14fingur Leikskólinn Völlur Fimir hársnyrtistofa Grocery Store Hairsaloon 15 Listasmiðjan 2 hársnyrtistofa 1819Fimir fingur Langbest veitingastaður 16 Tómstundatorg Hairsaloon Restaurant 17 Samkaup Strax 2 veitingastaður 1920Langbest Verne Gagnaver Grocery Store Restaurant Verne Global Datacenter 18Gagnaver Fimir fingur hársnyrtistofa KADECO 2021Verne 22Verne Háskólagarðar Global Datacenter Hairsaloon Campus 21 KADECO 19 Langbest 2 veitingastaður Háskólavellir skrifstofur 2223Háskólagarðar Restaurant 24Campus Top of the Rock skemmtistaður 20 Verne Gagnaver Turnkey 2325Háskólavellir skrifstofur Verne Datacenter Keilir 2426Top of Orkurannsóknarsetur the RockGlobal skemmtistaður 21 KADECO Atafl 2527Turnkey 28 ÍAV þjónusta Háskólagarðar 26 Keilir22 Orkurannsóknarsetur Gistihús Keflavíkur 2729Atafl Campus Bed and Breakfast 28 ÍAV þjónusta 23 Háskólavellir skrifstofur Bergraf Keflavíkur ehf. 2930Gistihús Top of the Rock skemmtistaður 31Bed N124 þjónustuverkstæði and Breakfast 25Station Turnkey Gas 30 Bergraf ehf. Idex 26álgluggaverksmiðja Keilir Orkurannsóknarsetur 3132N1 þjónustuverkstæði 33 Gagnavarslan Atafl Gas27 Station 34 Atlantic Studios ÍAV þjónusta 32 Idex28 álgluggaverksmiðja 33 Gagnavarslan 29 Gistihús Keflavíkur 34 Atlantic Bed Studios and Breakfast
U
TR
Ö
Ð
RJ
U
TR
Ö
Ð
RJ
U
TR
Ö
Ð
Áhugaverð fyrirtæki á Ásbrú • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Samkaup Strax Langbest Fimir fingur Detox Jónínu Ben EAV ÍAV þjónusta Atafl Brunavarnaskólinn Hjálpræðisherinn Virkjun Verne gagnaver Varnarmálastofnun Keflavíkurflugvöllur N1 þjónustuverkstæði BASE Geysir bílaleiga Gistihús Keflavíkur Bergraf ehf. Vélsmiðjan Völlur Head bílapartasala Idex – álgluggaverksmiðja Gagnavarslan Hydro Boost Technologies, HBT hf. Sólhús Thermice Táknsmiðjan Íþróttavellir Top of the Rock
• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Háskólavellir Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Eldey – Frumkvöðlasetur Heilsufélag Reykjanes Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Turnkey Hjallastefnan – Leikskólinn Völlur Skólar ehf. – Heilsuleikskólinn Háaleiti Icelandic Silicon Corporation Háaleitisskóli Officeraklúbburinn Kaninn – útvarpsstöð Concert Eldvörp – frumkvöðla- og fyrirtækjahótel Bryn Ballet Akademían Alkemistinn ehf. ÓM ráðgjöf Moon ehf. Icelandic Water line ehf. Kapex ehf. Valorka Atlantic Studios Skissa – hönnunarstofa Fjörheimar – félagsmiðstöð unglinga Listasmiðjan Tómstundatorg Reykjanesbæjar Solimanns – matvælaþróun Loftlás
27
Ljósanótt this way... Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) býður ykkur velkomin á Ljósanótt. Góða skemmtun!
www.asbru.is