BHMtíðindi
1. tbl - Febrúar 2010 - 22. árgangur
PANTONE
ORLOF 2010
Efnisyfirlit og kort yfir orlofsstaði Tunguskógur - bls. 14 Ísafjörður - bls. 14 Súðavík - bls. 15 Dýrafjörður - bls. 15
Hrísey - bls. 11 Aðaldalur - bls. 11 Ólafsfjörður - bls. 13 Akureyri - bls. 12 Blönduós - bls. 13 Illugastaðir - bls. 11 Skagafjörður - bls. 13
Norðfjörður - bls. 10 Miðhús - bls. 10
Stykkishólmur - bls. 16 Hreðavatn - bls. 17 Arnarstapi - bls. 16 - 17 Svignaskarð - bls. 18 Munaðarnes - bls. 18
Djúpivogur - bls. 10 Klifurbotn - bls. 10
Brekkuskógur - bls. 8 - 9 Reykjavík - bls. 19 Flúðir - bls. 7
Suðursveit - bls. 7
CMYK
Vestmannaeyjar - bls. 7
Kaupmannahöfn - bls. 20 Útgefandi: Orlofssjóður Bandalags háskólamanna. PANTONE
Ábyrgðarmaður: Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM.
Bodense - bls. 21
Vinnsla efnis: Margrét Þórisdóttir, Jóhanna Engilbertsdóttir, Stefán Aðalsteinsson. Stjórn OBHM 2010: Sigurbjörg Gísladóttir, Salome Þórisdóttir, Unnur V. Ingólfsdóttir, Bjarni Bentsson, Gunnar Gunnarsson, Eyþóra Geirsdóttir og Katrín Sigurðardóttir.
París - bls. 21
Ljósmyndir: Margrét Þórisdóttir, Jóhanna Engilbertsdóttir, Unnur V. Ingólfsdóttir og fleiri. Forsíðumynd: Elísabet Ragnarsdóttir Útlit og umbrot: Skissa / www.skissa.net. Prentun: Litla prent. Upplag: 9.200 eintök.
Annað efni: Ágætu sjóðsfélagar! Orlofskostir og ýmsar aðrar upplýsingar Réttindi sjóðsfélaga við breytta atvinnuþátttöku Nýr orlofskostur: Þverá í Ólafsfirði Tafla yfir orlofsstaði Gott að hafa í huga við upphaf ferðar
3 4 5 6 22 23
Skrifstofa Bandalags háskólamanna er í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9 til 16. Sími: 581 2090 Fax: 588 9239 Netfang: obhm@bhm.is Vefur BHM: www.bhm.is Vefur OBHM: www.bhm.is/obhm Bókunarvefur OBHM: https://secure.bhm.is/ orlofsvefur/
Ágætu sjóðsfélagar!
könnun sem gerð var og lesa má nánar um í blaðinu, kom í ljós að svo var ekki. Töluverður hópur sjóðfélaga með litla, jafnvel punktastöðu í mínus, varð að ósk sinni um úthlutun. Sjóðfélagar eru því hvattir til að láta reyna á möguleika sína til úthlutunar á orlofshúsi eða íbúð þó að punktastaða sé takmörkuð. Eins og ætla má í fjölmennum hópi þá sýnist hverjum sitt um einstök mál. Lýsing á stígum í Brekkuskógi er eitt slíkra mála. Ákveðið hefur verið að ganga frá lýsingu við stíga að tveimur nýjustu húsunum til reynslu. Ljósastólpar með hreyfiskynjara verða settir við stígana en þeir verða vel skermaðir, þannig að lýsingin beinist niður. Margir kunna að meta myrkur dreifbýlisins þar sem njóta má norðurljósa og stjarna himinhvolfsins og telja það til lífsgæða. Aðrir vilja sem mesta lýsingu. Með ósk um ánægjulegt orlof. Unnur V. Ingólfsdóttir, formaður OBHM
Stjórn OBHM 2010
Talið frá vinstri: Sigurbjörg Gísladóttir, Salome Þórisdóttir, Unnur V. Ingólfsdóttir, Bjarni Bentsson, Gunnar Gunnarsson og Eyþóra Geirsdóttir. Á myndina vantar Katrínu Sigurðardóttur.
3 BHM tíðindi, febrúar 2010
Veraldargengið getur verið fallvalt og hæpið er að reiða sig um of á það. Það höfum við Íslendingar fengið að reyna að undanförnu. Til eru þeir sem telja vænlegast að einbeita sér að sínum innri manni í hamingjuleitinni frekar en að hlaupa á eftir gullkálfinum. Tilgangur Orlofssjóðs BHM er að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs þannig að frítíminn verði uppspretta orku og lífshamingju. Með þetta í huga býður sjóðurinn upp á fjölbreytta orlofsmöguleika næsta sumar. Eins og fram kemur í blaðinu er um fjölmarga möguleika að ræða, hús og íbúðir í öllum landshlutum. Auk þess er boðið upp á íbúðir erlendis, sem eru þó færri en undanfarin ár. Hækkun fargjalda og óhagstætt gengi íslensku krónunnar dró úr eftirspurn eftir orlofskostum erlendis síðastliðið ár og því var ákveðið að draga úr framboði í sumar. Eftirspurn eftir orlofsmöguleikum innanlands hefur á hinn bóginn aukist. Með það í huga er bætt við orlofskostum innanlands í sumar, meðal annars íbúð í Neskaupstað, orlofshúsum í Ólafsfirði og Blönduósi. Þar að auki hefur stjórn OBHM leitað heimilda um byggingu fleiri húsa í Hraunvéum við Hreðavatn, en staðurinn hefur notið mikilla vinsælda. Einnig er stefnt að því að reist verði tvö hús í Brekkuskógi. Þá var keypt tveggja herbergja íbúð í Neðstaleiti í Reykjavík. Sem fyrr verður boðið upp á hótelmiða, en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Einnig verður boðið upp á útilegukort og veiðikort sem veita aðgang að fjölda tjaldsvæða og veiðivatna víðsvegar á landinu, gegn vægu gjaldi. Nokkuð hefur verið rætt um að yngri sjóðfélagar með takmarkaða punktastöðu eigi litla sem enga möguleika á að fá orlofshús að sumri. Í
Orlofssjóður 2010
Orlofskostir og ýmsar aðrar upplýsingar
4
Í þessu orlofsblaði Orlofssjóðs BHM er fjallað um þá möguleika sem sjóðfélögum stendur til boða varðandi leigu á íbúðum og sumarhúsum. Að venju býður Orlofssjóður BHM upp á fjölmarga möguleika. Á bókunarvef Orlofssjóðsins er umsóknarform þar sem hægt er að sækja um öll þrjú tímabilin sem til úthlutunar eru á árinu, þ.e. páska, íbúðir erlendis í sumar og sumarhúsin innanlands. Góð regla er að sækja aðeins um það sem hentar hverjum og einum að nota því annað eykur vinnu við úthlutunina og seinkar niðurstöðum. Mikilvægt er að sem flestir sendi inn rafræna umsókn. Þegar umsókn er send inn er hægt að velja um 10 valkosti og skila þeir sér í forgangsröð, það sem fyrst er valið telst vera fyrsti valkostur og svo framvegis. Samtals eru nú 836 vikur í boði, 774 vikur innanlands og 62 erlendis. Sjóðsfélagar Orlofssjóðsins eru nú um 8800. Hér verður stiklað á því helsta sem spurt er um í tengslum við reglur og leigu á sumarhúsum. Breyting – úthlutun. Ekki hringt eftir biðlista: Þeir sem sækja um og fá úthlutun, hafa tvær vikur til að greiða. Eftir þann tíma verður útlutun tekin og sett á bókunarvefinn þar sem þeir hafa forgang sem ekki hlutu úthlutun eða þeir sem fengu en misstu hana vegna þess að úthlutun var ekki greidd. Eftir það verður bókun öllum frjáls. Ekki verður hringt eftir biðlista eins og verið hefur. Þess vegna er mjög mikilvægt að sækja um til að geta verið í þeim hópi sem eiga forganginn á bókun. Umsóknarfrestur fyrir páska innanlands og útlönd í sumar: rennur út að kvöldi 1. mars. Umsóknarfrestur fyrir sumarhús innanlands: rennur út að kvöldi 1. apríl. Niðurstöður beggja umsóknartímabilanna ættu að liggja fyrir örfáum dögum eftir að umsóknarfresti lýkur. Punktar: Fyrstu og síðustu vikuna innanlands í sumar eru ekki teknir punktar (4.-11. júní og 20.-27. ágúst). Þessar vikur verða settar á bókunarvefinn til bókunar fyrir félagsmenn 27. apríl ásamt þeim vikum sem eftir standa fyrir þá sem sóttu um en fengu ekki úthlutun. Þeir sem fengu úthlutun en náðu ekki að greiða á réttum tíma hafa líka forgang. Aðrar vikur sumarsins (11. júní-20. ágúst) þarf að sækja um og eru teknir fyrir þær 150 orlofspunktar. Biðlisti: Ekki er lengur unnið úr biðlista. Lausar vikur í sumar: Þær vikur sem losna þegar hætt er við úthlutun fara á vefinn fyrir alla sjóðfélaga um leið og þær losna. Gæludýr: Almennt gildir sú regla að gæludýr eru ekki heimil í orlofshúsum nema annað sé tekið fram í leigusamningi. Lausaganga hunda á svæðum er stranglega bönnuð.
Hótelmiðar- Veiðkortið – Útilegukortið: Orlofssjóður BHM býður nú niðurgreidda gistingu á hótelum innanlands. Auk þess er hægt að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið. Best er að fara á bókunarvef eða á upplýsingavef sjóðsins til að skoða hvað er í boði í vetur og sumar. Sala hótelmiðanna fer fram á bókunarvefnum. Íbúðir erlendis: 2 íbúðir verða í boði í sumar í Kaupmannahöfn, auk íbúðarinnar í París og íbúðar við Bodensevatn í Þýskalandi. Myndir og lýsingar á orlofskostum: Lýsingar við myndir af húsum hafa nú verið styttar talsvert en í töflunni á bls. 22 er að finna ítarlegt yfirlit um búnað, stærð, verð og fleira. Bókanir á bústöðum: Bókanir fara fram á bókunarvefnum um leið og greitt er með kreditkorti, en þó er hægt að panta í gengum skrifstofu og millifæra leiguna samdægurs. Þegar bóka á að vetri þarf að velja „lausir dagar“ en að sumri „lausar vikur“ því að þá er aðeins hægt að leigja í viku í senn. Um endanlega bókun er að ræða þar sem félagsmaður prentar út sína eigin greiðslukvittun í lokin. Hægt er að nálgast kvittunina aftur inni á bókunarvefnum undir liðnum kvittanir. Frá og með 15. júní er hægt að panta hús frá lokum sumarúthlutunar það ár - þrjá mánuði fram í tímann. Nýr mánuður bætist við 15. hvers mánaðar eftir það. Sama gildir um pöntun á íbúð í Kaupmannahöfn en þar hefjast pantanir 15. júlí ár hvert. Vetrarleiga orlofsbústaða: Á veturna er hægt að leigja orlofshús í Brekkuskógi, Svignaskarði og Hreðavatni auk íbúðanna í Reykjavík og á Akureyri. Í Skagafirði er hægt að fá leigt frá 27. febrúar og að auki er hægt að leigja hluta úr maí í Miðhúsum, Munaðarnesi, Aðaldal, Arnarstapa, Stykkishólmi og Reynivöllum. Langflest húsin sem eru í sumarúthlutun eru einnig til leigu fyrstu vikuna í júní og síðustu vikuna í ágúst. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og bókunarvef OBHM. Óskilamunir: Orlofsgestir eru hvattir til að fara vel yfir húsin við brottför og gæta að þvi að hlutir í þeirra eigu verði ekki eftir í húsunum. Ef hlutir gleymast í sumarhúsum er best að hafa samband við umsjónarmann en almennt er þeim síðan komið til skrifstofu sjóðsins. Félagsmenn geta þá haft samband við skrifstofuna og kannað hvort þeim hafi verið skilað þangað. Að lokum þakkar starfsfólk Orlofssjóðs BHM ánægjuleg samskipti og óskar orlofsgestum ánægjulegs sumarleyfis. MÞ 2010
Starfsfólk skrifstofu BHM Talið frá vinstri: Margrét Þórisdóttir, orlofs- og starfsmenntunarsjóðsfulltrúi, Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Ingunn Þorsteinsdóttir, styrktar- og sjúkrasjóðsfulltrúi, Guðrún Briet Gunnarsdóttir, bókari, Jóna Jónsdóttir, móttökufulltrúi, Jóhanna Engilbertsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri. Á myndina vantar Ernu Guðmundsdóttur, lögfræðing og Margréti Gunnarsdóttur, starfsmann VIRK.
Réttindi sjóðsfélaga við breytta atvinnuþátttöku Réttindi sjóðsfélaga OBHM geta haldist óskert þrátt fyrir breytta atvinnuþátttöku eða starfslok. Um þetta gilda eftirfarandi reglur: •
Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi, enda greiði þeir stéttarfélagsgjöld af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Hafa ber í huga að þetta þarf sérstaklega að taka fram á umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
•
Atvinnulausir, öryrkjar og makar látinna sjóðsfélaga sem óska eftir áframhaldandi aðild geta haldið fullum réttindum í Orlofssjóði með greiðslu árgjalds sem er nú 2.500 krónur. Lífeyrisþegum býðst að greiða ævigjald, sem er í dag tæplega 15.000 krónur og uppreiknast samkv. vísitölu neysluverðs, og halda þeir þá réttindum ævilangt. Greiða þarf ævigjaldið innan árs frá starfslokum eða, ef lengra er liðið, senda inn umsókn til stjórnar sjóðsins.
•
Ef sjóðfélagi þiggur dagpeninga úr Sjúkra- eða Styrktarsjóði BHM á hann óskert réttindi í Orlofssjóði meðan á greiðslum stendur. Þetta miðast við að viðkomandi hafi notið fullra réttinda áður en greiðslur hófust.
Breyting – úthlutun.
Ekki hringt eftir biðlista Þeir sem sækja um en fá ekki úthlutun verða í forgangi um bókun í eina viku eftir úthlutun. Sama gildir um þá sem ekki náðu að greiða á réttum tíma. Forgangsbókun stendur í eina viku. Eftir það verður bókun öllum frjáls. Ekki verður hringt eftir biðlista eins og verið hefur. Vegna páskaúthlutunar fer úthlutun sem ekki er greidd, inn á bókunarvefinn 19/3 2010 og er bókun opin í forgangi til 26/3 eftir það geta þeir sem ekki sóttu um bókað það sem eftir stendur. Vegna sumarúthlutunar fer úthlutun sem ekki er greidd eða ekki úthlutaðist inn á bókunarvefinn 19/4 2010 og er opin í forgangi til 26/4. Eftir það geta þeir sem ekki sóttu um bókað það sem eftir stendur. Vonast er til að þessi nýbreytni mælist vel fyrir.
Umsóknir um orlofshús OBHM Allar umsóknir eru nú rafrænar og umsóknareyðublöð fylgja því ekki blaðinu. Sótt er um á bókunarvef OBHM. Á vefnum er einnig hægt að prenta út umsóknareyðublöð. Þeim sem ekki hafa tök á að sækja um rafrænt er bent á að hafa samband við skrifstofu, s. 5812090.
5 BHM tíðindi, febrúar 2010
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og breytingar á atvinnuþ átttöku eru hluti af starfsferli flestra. Hér gildir einu hvort breytingarnar eru ráðgerðar og velþegnar eins og t.d. fæðingarorlof eða námsleyfi eða óvæntar eins og af völdum slysa, veikinda eða vinnumissis.
Nýr orlofskostur:
Orlofssjóður 2010
Þverá í Ólafsfirði
6 Innarlega í Ólafsfirði í landi Þverár eru nokkur sumarhús. OBHM býður nú félagsmönnum sínum að leigja eitt þeirra. Ólafsfjörður tilheyrir sveitarfélaginu Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Í Fjallabyggð búa um 2200 manns. Fyrir ferðamenn og útivistarfólk er margt skemmtilegt að skoða og gera í Fjallabyggð. Á sumrin eru það fjöllin, vatnið og svört sandfjaran sem heilla. Í stórbrotnu landslagi Fjallabyggðar má finna fjölbreyttar gönguleiðir um fjöll og dali og þar má njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró. Afþreyingarmöguleikar eru fjölbreyttir. Í Fjallabyggð er boðið upp á sjóstöng og auk þess er hægt að stunda stangveiðar í Ólafsfjarðará, í Ólafsfjarðarvatni, í Héðinsfirði, og í Hólsá á Siglufirði. Svo má ekki gleyma því að hægt er að veiða á bryggjum bæjanna. Miðnætursiglingar og ferðir yfir heimskautsbaug eru einnig í boði.
Gönguleiðir og fjallganga Í Fjallabyggð eru tvö ferðafélög, Ferðafélagið Trölli Ólafsfirði og Ferðafélag Siglufjarðar sem standa fyrir nokkrum skipulögðum gönguferðum á hverju ári. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Fjallabyggð og hafa þær verið merktar og stikaðar hin síðari ár. Þær eru mislangar og misjafnlega krefjandi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sumar leiðanna eru troðningar eins og forfeður okkar gengu í 1000 ár, en einnig eru nýrri leiðir sem eru þægilegar til göngu og forvitnilegar. Átak hefur verið gert í merkingum gönguleiða á Tröllaskaga. Vert er að benda á gönguleiðakort sem Hólaskóli hefur útbúið og selt er víða á svæðinu. Auk þess er hægt að finna kort og göngulýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins, fjallabyggd.is.
Bátsferðir Ferðaþjónusta Siglufjarðar býður upp á bátsferðir þar sem hægt er að upplifa sitt lítið af hverju. Boðið er upp á hvalaskoðun, línuveiðar og beitningu, sjóstangveiði, miðnætursiglingar, siglingar til Grímseyjar og yfir heimskautsbaug svo eitthvað sé nefnt. Í Ólafsfirði er ekki um að ræða skipulagðar ferðir og þjónustu, en trillukarlarnir eru viðmótsþýðir og greiðviknir. Ferðalangar þurfa því ekki að vera feimnir við að spyrja.
Golf Golfklúbbur Ólafsfjarðar rekur 9 holu golfvöll í mynni Skeggjabrekkudals með stórglæsilegu útsýni yfir Ólafsfjarðarvatn, bæinn og mynni Eyjafjarðar. Völlurinn er í senn bæði krefjandi og stórskemmtilegur. Hið sérkennilega vallarstæði heillar alla golfara sem prófa völlinn.
Sund Í Fjallabyggð eru tvær sundlaugar. Í Ólafsfirði er útisundlaug, nuddpottur, setlaug, vaðlaug með svepp og gufubað. Sundlaugin er við Tjarnarstíg 1. Á Siglufirði er 25 metra innisundlaug, heitur pottur og ljósabekkir. Sundlaugin er við Hvanneyrarbraut 52.
Suðurland
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er fimmtudagur Hægt að sækja um sumar 10/6 – 19/8 2010
Suðursveit - Reynivellir Húsið er 45 m² að stærð með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu er hjónarúm en í hinu er tvíbreitt rúm með efri koju. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Svefnaðstaða er fyrir átta til níu manns. Í gömlu íbúðarhúsi á staðnum er félagsaðstaða fyrir húsið. Þar er setustofa með sjónvarpi, gufubað, þvottavél og þurrkari. Frítt veiðileyfi fylgir fyrir dvalargesti á leigutíma hússins í Fellsá allt niður í ós að vestanverðu. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.thorbergur.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Flúðir - Ásabyggð Húsið í Ásabyggð er 53 m² með þremur svefnherbergjum. Hjónarúm er í einu herbergjanna, en kojur í hinum tveimur. Svefnaðstaða í rúmum er fyrir sex manns. Sængur og koddar eru fyrir sex. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
7 BHM tíðindi, febrúar 2010
Í Vestmannaeyjum er boðið upp á 70 m² tveggja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Rúm er fyrir þrjá í herbergi og tvo á svefnsófa í stofu. Auk þess er hægt að fá aukadýnur. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi og þvottavél. Íbúðinni fylgja garðhúsgögn og gasgrill. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.vestmannaeyjar.is
Orlofskostir innanlands
Vestmannaeyjar
Orlofssjóður 2010
Brekkuskógur
Brekkuskógur C hús C húsin eru 50 m² með tveimur herbergjum. Annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi en hitt með rúmi sem er ein og hálf breidd, auk þess eru fjórar dýnur á svefnlofti. Borðbúnaður er fyrir 10 manns. Gengið er út af baðherbergi að heitum potti. Stór og góður pallur er við húsin. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is
8
Leigutími er allt árið. Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagar að sumri eru föstudagar Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Brekkuskógur B1 og B2 Húsin eru 75 m² á einni hæð. Hús 22 og 24 eru þriggja herbergja, eitt herbergið er með tvíbreiðu rúmi, en hin með tveimur kojum. Svefnaðstaða er fyrir átta manns, sex í rúmum og tvo á dýnum. Hús nr. 23 er með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk og hafa þeir forgang að húsinu við úthlutun. Þar er svefnaðstaða fyrir fjóra í tveimur herbergjum, annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi og hitt með tveimur kojum og svefnsófa í stofu ásamt tveimur aukadýnum. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http:// www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is
Leigutími er allt árið. Verð fyrir vikudvöl: 19.000 kr. Skiptidagar að sumri eru föstudagar Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Leigutími: Allt árið. Verð fyrir vikudvöl: 19.000 kr. Skiptidagar að sumri eru á föstudögum Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Brekkuskógur D, stórt Um er að ræða sumarhús sem er 120 m² með þremur svefnherbergjum, öllum með tvöföldum rúmum, auk þess er svefnsófi í stofunni. Svefnaðstaða í rúmum er fyrir átta manns að meðtöldum svefnsófa í stofu. Svefnloft er yfir hálfu rýminu, þar eru fjórar dýnur. Búnaður er miðaður við 12 orlofsgesti. Þvottavél er í húsinu ásamt þurrkskáp. Gengið er út af baðherbergi að heitum potti. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 37.000 Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Brekkuskógur C, stærra Þetta hús er er 60 m² með tveimur herbergjum. Annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi en hitt með rúmi sem er ein og hálf breidd, auk þess eru fjórar dýnur á svefnlofti. Borðbúnaður er fyrir 10 manns. Gengið er út af baðherbergi að heitum potti. Stór og góður pallur er við húsin. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http:// www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is Leigutími er allt árið. Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagar að sumri eru föstudagar Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Orlofskostir innanlands
Þessi tegund af húsum eru 46 m² og hafa verið kölluð A-húsin. Í þeim er 25 m2 svefnloft. Svefnherbergin eru tvö, annað með tvöföldu rúmi og hitt með koju, neðri koja er breiðari. Svefnaðstaða er fyrir fjóra til fimm manns í rúmum, auk þess eru fjórar dýnur á svefnlofti. Í húsi nr. 14 er þó eitt svefnherbergi með tvöföldu rúmi og koju auk svefnlofts. Í þremur af þessum húsum er heimilt að hafa gæludýr. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is
9 BHM tíðindi, febrúar 2010
Brekkuskógur A1
NÝTT
Norðfjörður Um er að ræða tveggja herbergja 67 m² íbúð í þriggja íbúða húsi. Svefnpláss er fyrir fjóra til sex manns, tvo í svefnherbergi og tvo á svefnsófa í stofu, auk þess eru tvær aukadýnur. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.east.is
Orlofssjóður 2010
Verð fyrir viku: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Klifabotn í Lóni Sumarhúsið að Klifabotni er við Strandaháls austan við Laxá í Lóni. Bústaðurinn er 60 m². Í honum eru þrjú svefnherbergi. Svefnaðstaða er fyrir átta manns. Tvíbreið rúm og rúmstæði yfir þeim er í tveimur herbergjum og kojur í því þriðja. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm .is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is Verð fyrir viku: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
10
Djúpivogur
Miðhús við Egilsstaði
Íbúðin sem í boði er á Djúpavogi er 80 m² að stærð og skiptist í tvö svefnherbergi. Í hjónaherbergi er tvíbreitt rúm og í öðru herbergi er rúm sem er ein og hálf breidd. Auk þess fylgja fjórar aukadýnur. Svefnpláss er fyrir fjóra til átta. Hægt er að kaupa þrif við brottför. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.east.is
Boðið er upp á fjögur sumarhús að Miðhúsum sem er 70 m² að stærð. Í húsunum eru þrjú herbergi, eitt á neðri hæð með svefnaðstöðu fyrir tvo og á svefnlofti eru tvö herbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo í hvoru herbergi. Auk þess eru tvær aukadýnur. Svefnpláss er fyrir sex til átta manns. Í stofu er arinofn. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.east.is
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2009 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Norðurland Sumarhúsin eru 45 m² með svefnlofti. Tvö svefnherbergi eru á neðri hæðinni. Í öðru herberginu er hjónarúm og hinu koja, svefnaðstaða er fyrir fjóra í rúmum. Á svefnlofti eru fjórar dýnur. Svefnaðstaða er fyrir fjóra til átta. www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Aðaldalur án svefnlofts Eitt húsið er án svefnlofts og er 46 m² að stærð. Tvö herbergi eru í húsinu. Í öðru herberginu er hjónarúm og hinu koja. Svefnsófi sem rúmar tvo er í stofunni, svefnaðstaða er fyrir sex. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http:// www.bhm.is/obhm/sumar/ www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 19.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Hrísey
Um er að ræða 45 m² sumarhús með svefnplássi fyrir átta manns. Tvö herbergi eru í húsinu, eitt með hjónarúmi og hitt með tveimur kojum, þar geta fjórir gist. Auk þess er tvíbreiður svefnsófi í stofu. Gisting er fyrir átta. Á Illugastöðum er þjónustumiðstöð þar sem aðstaða er fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi og samkomuhald. Auk þess er þar verslun sem selur helstu nauðsynjar. Sundlaug og gufubað, leiktæki og minigolf er á svæðinu. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is
Í Hrísey er nú í boði húsið Berg sem er 86 m² einbýlishús. Þrjú herbergi eru í húsinu, í hjónaherbergi er tvíbreitt rúm og koja og í hinum er svefnpláss fyrir tvo í hvoru herbergi. Búnaður og gistiaðstaða er fyrir átta manns. Á lóðinni er sandkassi og rólur. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.akureyri.is www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 Undanskilin er vikan 16/7 - 23/7 2010
BHM tíðindi, febrúar 2010
11
Illugastaðir
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Orlofskostir innanlands
Aðaldalur með svefnlofti
Orlofssjóður 2010
Akureyri
Hrafnagilsstræti Akureyri Íbúðin er 83 m² að stærð og þriggja herbergja. Svefnherbergin eru tvö, annað er með hjónarúmi og hitt með koju, auk þess eru tvær aukadýnur. Gisting er fyrir sex manns. Handklæði og lín fyrir sex manns fylgir í leiguverði. Sundlaugin er í allra næsta nágrenni. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.akureyri.is www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is
Leigutími: Allt árið. Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr Skiptidagur á sumrin er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
12 Drekagil Akureyri Um er að ræða tvær íbúðir í Drekagili 21 sem eru 70 m2 með tveimur svefnherbergjum, í öðru er hjónarúm og í hinu er eitt rúm. Svefnsófi er í stofunni og ein aukadýna. Svefnstæði þar er fyrir fimm til sex. Á hæðinni er þvottahús til afnota. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/ sumar/ www.akureyri.is www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Hafnarstræti Akureyri Um er að ræða 50 m² tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í Hafnarstræti 100 (í göngugötunni). Svalir snúa út í göngugötuna. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með tveimur rúmum og svefnsófa fyrir tvo í stofunni. Svefnpláss er fyrir fjóra. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www. bhm.is/obhm/sumar/ www.akureyri.is www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Þráðlaust net Þráðlaust net er í nokkrum bústöðum og íbúðum sem Orlofssjóður BHM hefur í boði að þessu sinni. Þær íbúðir og bústaðir sem hafa þráðlaust net eru, íbúðirnar í Reykjavík, Þjónustumiðstöðin í Brekkuskógi, sumarhúsin að Hreðavatni við Bifröst. Íbúðirnar að Hrafnagilsstræti og Drekagili Akureyri. Íbúðirnar að Vesterbrogade og Ungarnsgade í Kaupmannahöfn.
Skagafjörður - Hábær
Um er að ræða 160 m² einbýlishús með fjórum svefnherbergjum í landi Stóru Grafar ytri í Skagafirði. Í svefnherbergi er tvíbreitt hjónarúm og í tveimur öðrum svefnherbergjum er rúm fyrir einn og í fjórða herberginu eru rúm fyrir tvo. Í stofu er svefnsófi. Svefnpláss er fyrir átta til tíu manns. Tvær forstofur eru í húsinu og tvær snyrtingar, ein með baði og hin með sturtu. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www. bhm.is/obhm/sumar/ www.skagafjordur.is www.northwest.is
Um er að ræða 60 m² sumarhús í landi Hábæjar í Skagafirði. Tvö svefnherbergi er í húsinu bæði með svefnaðstöðu fyrir tvo, fjórar aukadýnur eru á svefnlofti. Svefnaðstaða er fyrir 4 til 8 manns. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http:// www.bhm.is/obhm/sumar/ www.skagafjordur.is www.northwest.is
Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
NÝTT
Ólafsfjörður Um er að ræða 100 m² sumarhús með tveimur svefnherbergjum, báðum með svefnaðstöðu fyrir tvo og svefnsófa í stofunni fyrir tvo. Gistiaðstaðan er fyrir sex manns. Sólstofa er samföst bústaðnum, þar er heitur pottur. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.nordurland.is www.islandsvefurinn.is http://orlofshus.123.is/ Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 vikan 30/7 – 6/8 2010 undanskilin Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
NÝTT
Blönduós Á Blönduósi er í boði 56 m² sumarhús. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum. Svefnsófi sem rúmar tvo er í stofunni. Svefnaðstaðan er fyrir sex til átta. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http:// www.bhm.is/obhm/sumar/ www.gladheimar.is www.gisting.is www.blonduos.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
13 BHM tíðindi, febrúar 2010
Skagafjörður - Stóra Gröf ytri
Orlofskostir innanlands
Norðurland
Vestfirðir
Orlofssjóður 2010
NÝTT
14
Ísafjörður Íbúðin sem er 140 m² og fjögurra herbergja er í miðbæ Ísafjarðar. Sér inngangur er á jarðhæð og þar er stór forstofa. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, tvö stór með svefnaðstöðu fyrir tvo í hvoru herbergi og þriðja með svefnaðstöðu fyrir einn, auk þess eru tvær aukadýnur. Svefnaðstaðan er fyrir fimm til sjö. Í íbúðinni er þvottavél. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.vestfirdir.is www.islandsvefurinn.is
Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
NÝTT
Tunguskógur við Skutulsfjörð - Fagrahlíð Um er að ræða 46 m² sumarhús í Tunguskógi, stutt frá Ísafirði. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, annað á neðri hæðinni, hitt á efri hæðinni. Bæði eru með svefnaðstöðu fyrir tvo í hvoru herbergi. Á svefnlofti er auk þess sjónvarpshol, þar er svefnaðstaða fyrir einn. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.vestfirdir.is/ Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Tunguskógur við Skutulsfjörð - Grund Um er að ræða 48 m² sumarhús í Tunguskógi stutt frá Ísafirði. Tvö svefnherbergi eru í húsinu með svefnaðstöðu fyrir fjóra, auk svefnsófa fyrir tvo í stofu. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.vestfirdir.is/ Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 16/7 2010
Súðavík Um er að ræða einbýlishús, 126 m² að stærð, við Túngötu á Súðavík. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu með tveimur svefnstæðum í hverju herbergi auk svefnsófa í stofunni. Svefnaðstaðan er fyrir átta manns. Gæludýr eru velkomin. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.vestfirdir.is/ Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Um er að ræða 134 m² íbúð í húsinu Múla í Dýrafirði. Íbúðin er 5 svefnherbergja, í hjónaherbergi er hjónarúm, þrjú herbergi eru með kojum og eitt með tveimur rúmum. Gistiaðstaðan er fyrir alls tíu manns í rúmum. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.islandsvefurinn.is www.vestfirdir.is/ Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Gæludýr Almennt gildir sú regla að gæludýr eru ekki leyfð í orlofshúsunum nema að annað sé tekið fram. Stjórn Orlofssjóðs hefur ákveðið að þeir félagar sem ekki fylgja settum reglum um dýrahald munu missa rétt til orlofsúthlutunar næstu tvö árin. Þau hús sem leyfa gæludýr í eru: Brekkuskógur hús nr. 15, 16 og 17. Hreðavatn hús nr. 22. Súðavík. Stóra Gröf ytri og Hábær í Skagafirði.
Hótelmiðar – Veiðikortið – Útilegukortið Félögum í Orlofssjóði BHM gefst kostur á að kaupa ódýrari hótelgistingu víðs vegar um landið. Sala á hótelmiðunum fer fram á “Bókunarvefnum”. Hver miði gildir fyrir gistingu eina nótt. Kvittun fyrir kaupum er afhent í afgreiðslu hótels sem greiðsla. Á einstaka stað getur þurft að greiða viðbót sem er þá vegna þess að það er meira innifalið í gistingunni heldur en kemur fram á hótelmiðanum. Orlofssjóðurinn býður auk þess sjóðsfélögum upp á að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið 2010. Salan fer fram á “Bókunarvefnum”. Þegar þessi kort hafa verið keypt þarf að prenta út kvittun og fara með hana á skrifstofu sjóðsins, til að sækja kortin.
BHM tíðindi, febrúar 2010
15
Dýrafjörður - Múli
Vesturland Stykkishólmur
Orlofssjóður 2010
Laufásvegur 21-29 er í raðhúsalengju og er um 65 m² að stærð. Á neðri hæðinni er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi og gestaherbergi með koju. Á efri hæð er herbergi með svefnsófa. Tvær aukadýnur fylgja. Svefnaðstaðan er samtals fyrir sjö manns. Heitur pottur er á svölum og innifalið í leigu er gjaldfrítt golf á Víkurvelli. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm. is/obhm/sumar/ www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 25.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Arnarstapi Snæfellsnesi Í boði er 56 m² sumarhús að Lækjarbakka 5, Arnarstapa. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir sex auk svefnlofts. þar eru fjórar dýnur. Gistiaðstaðan er fyrir átta manns. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
16 Sumarleiga innanlands
Sumarleigan telst vera frá 4/6 til 27/8 2010. Ekki eru teknir punktar fyrir fyrstu og síðustu vikuna. Aðrar vikur þarf að sækja um og eru teknir fyrir þær 150 orlofspunktar 19.000 kr. 25.000 kr. A-hús í Brekkuskógi, B-hús í Brekkuskógi, Stykkishólmur, Dýrafjörður, Súðavík, Stóra Svignaskarð, Aðaldalur hús nr. 6. Gröf, Skagafirði. Íbúð Ísafirði og sumarhús í Ólafsfirði. 23.000 kr. C - h ú s B r e k k u s k ó g u r, H r e ð a v a t n , 37.000 kr. Munaðarnes, Arnarstapi, Tunguskógur D-hús Brekkuskógi. við Ísafjörð, Blönduós, Hábær Skagafirði, Hrísey, allar íbúðir á Akureyri, Illugastaðir. 45.000 kr. Aðaldalur hús 1, 2, 3, 4, Norðfjörður, Miðhús, Bodense Þýskalandi Djúpivogur, Klifabotn í Lóni, Reynivellir í Suðursveit, Vestmannaeyjar, Flúðir, íbúðir í 48.000 kr. Reykjavík. Kaupmannahöfn, París.
Í boði er sumarhúsið Jökulþúfa, Sölvaslóð 11 Arnarstapa. Sumarhúsið er 50 m², með tveimur svefnherbergjum. Niðri eru tvö svefnherbergi, með svefnplássi fyrir fjóra, tvo í hvoru herbergi. Auk þess er svefnloft, þar eru fjórar dýnur. Svefnaðstaðan er fyrir fjóra til átta. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010
Hreðavatn við Bifröst Um er að ræða fjögur 52 m² sumarhús við Hreðavatn í landi Hraunvéa rétt við Bifröst. Þrjú svefnherbergi eru í hverju húsi. Eitt herbergi með hjónarúmi og tvö með kojum, neðri kojan er breiðari. Í þremur húsum er svefnsófi fyrir tvo í stofu (ekki í húsi nr. 21). Veiðileyfi í Hreðavatni fylgir með í leigu. Gæludýr eru velkomin í hús nr. 22. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ www.borgarfjordur.com www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Reglur um punktafrádrátt Punktakerfi OBHM byggir á því að félagsmenn fá 4 punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn, sem gerir 48 punkta fyrir hvert ár. 150 punktar eru dregnir af við bókun á sumarúthlutunartímabili, en 15 punktar fyrir leigu á íbúðum erlendis á veturna. Ekki eru teknir punktar fyrir leigu innanlands á veturna. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Orlofssjóðs BHM á netfangið obhm@ bhm.is ef þið hafið athugasemdir við orlofspunktaeign ykkar.
Lausar vikur á Bókunarvefnum Eftir að úthlutun lýkur og þeim tíma er lokið sem bókunarvefurinn er aðeins opinn þeim sem sóttu um en fengu ekki eða þeir hafa misst úthlutun vegna þess að hún var ekki greidd, fara allar vikur sem eftir standa á bókunarvefinn til frjálsrar bókunar. Þetta ætti að vera 26/3 2010 vegna páskaleigu innanlands (31/3-7/4 2010) og útlanda (7/517/9 2010) um 26/3 og 26/4 2010 vegna sumarhúsanna innanlands (4/6 – 27/8 2010 Þá geta notendur pantað og bókað beint á netinu Um leið og gengið hefur verið frá greiðslu á netinu lokast húsið og næsti félagi sér að það er bókað. Í vetrarleigu er hægt að panta allt að þrjá og hálfan mánuði fram í tíman. September mánuður er settur á vefinn 15. júní, október er settur inn 15. júlí og svo framvegis. En ef 15 dagur mánaðar hittir á að vera um helgi þegar skrifstofa sjóðsins er lokuð opnast fyrir leigu strax kl. 9 á næsta virka degi.
Orlofskostir innanlands
Arnarstapi Snæfellsnesi
17 BHM tíðindi, febrúar 2010
NÝTT
Orlofssjóður 2010
18
Munaðarnes í Borgarfirði Um er að ræða tvö 52 m² sumarhús. Þrjú svefnherbergi eru í húsunum, eitt hjónaherbergi og tvö herbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo í hvoru herbergi, auk þess fylgja tvær aukadýnur. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is
Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Svignaskarð í Borgarfirði Um er að ræða 36 m² sumarhús með tveimur svefnherbergjum. Í öðru er hjónarúm og í hinu eru kojur með svefnaðstöðu fyrir þrjá. Gistiaðstaða er fyrir fimm til sex manns. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm. is/obhm/sumar/ www.borgarfjordur.com www.vesturland.is www.islandsvefurinn.is Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 19.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Listi yfir ýmislegt ... ... sem erfitt er að vera án en gleymist oft. Handklæði Álpappír Borðtuskur Eldhúsrúlla Eldspýtur Góðir skór Handsápa Hárbursti Hleðslutæki fyrir gsm-símann
Hlífðarföt Inniskór Kaffifilter nr. 4 Kerti Kol Krydd Landakort Leikföng Lesefni Lítill bakpoki
Lök Myndavél Náttföt Olía til steikingar Rakdót Plastfilma Plastpokar Sjampó Sósulitur Snyrtivörur Spil
Sundföt Sykur Sængur – og koddaver Tannbursti Tannkrem Uppkveikilögur Vasaljós Viskastykki Að lokum er góða skapið ómissandi.
Íbúðir í Reykjavík
Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur að sumri er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
Álagrandi 8 Um er að ræða 62 m² íbúð í fjölbýlishúsi. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnaðstaða fyrir tvo á svefnsófa í stofu, auk þess er lítið gestarúm (fyrir ungling eða barn). Svefnaðstaða er því fyrir fjóra til fimm. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.rvk.is www.islandsvefurinn.is Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur að sumri er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
NÝTT
Neðstaleiti 8 Rétt við Borgarleikhúsið býðst 63 m² íbúð til leigu. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með hjónarúmi og svefnaðstaða fyrir tvo á svefnsófa í stofu, auk þess er lítið gestarúm (fyrir ungling eða barn). Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.rvk.is www.islandsvefurinn.is Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 23.000 kr. Skiptidagur að sumri er föstudagur Hægt að sækja um páska 31/3 – 7/4 2010 Hægt að sækja um sumar 11/6 – 20/8 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
19 BHM tíðindi, febrúar 2010
Um er að ræða 68 m² íbúð í fjölbýlishúsi. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, annað er með hjónarúmi og hitt með koju, auk þess eru tvær aukadýnur. Gistiaðstaðan er fyrir sex manns. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/ www.rvk.is www.islandsvefurinn.is
Orlofskostir innanlands
Flyðrugrandi 10
Morgunblaðið/Ómar
Orlofssjóður 2010
20
Kaupmannahöfn Vesterbrogade 114 Íbúðin er á annarri hæð 59 m², með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baði. Gistiaðstaða er fyrir fjóra til fimm. Í svefnherbergi er tvíbreitt rúm en í stofunni er svefnsófi fyrir tvo, barnarúm og fellirúm. Sængur, lín og handklæði fylgir fyrir hámark fjóra, en aukasett er hægt að leigja hjá umsjónarmanni. Íbúðin er fullbúin húsgögnum og húsbúnaði. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/
Lyklar eru afhentir á skrifstofu BHM, Borgartúni 6, Reykjavík. www.copenhagenet.dk www.aok.dk Leigutími: Allt árið Verð fyrir vikudvöl: 48.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 7/5 – 24/9 2010 ATH – aðra leigu í boði – upplýsingar á bókunarvef
NÝTT
Kaupmannahöfn – Ungarnsgade 54 Íbúðin er á fyrstu hæð 110 m² með einu mjög rúmgóðu svefnherbergi. Eldhúsið er vel búið og þaðan er opið inn í stofu sem í er svefnsófi. Auk þess er annað herbergi sem er notað sem skrifstofa. Sængur, lín og handklæði fylgir fyrir hámark fjóra, en aukasett er hægt að leigja hjá umsjónarmanni. Íbúðin er fullbúin húsgögnum og húsbúnaði. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/obhm/sumar/
Lyklar eru afhentir á skrifstofu BHM, Borgartúni 6, Reykjavík. www.copenhagenet.dk www.aok.dk Verð fyrir vikudvöl: 48.000 kr. Skiptidagur er föstudagur Hægt að sækja um sumar 7/5 – 24/9 2010
Þýskaland Bodense-Ailingen
Íbúðin er á þriðju hæð í íbúðarhúsi rétt fyrir utan borgarmörk Parísar í suðaustur, Metro: Charenton Ecoles. Í íbúðinni, sem er 91 m², eru þrjú svefnherbergi (eins manns rúm í hverju), auk þess er góður svefnsófi í stofu. Hverfið er mjög rólegt og þægilegt. Gistiaðstaða er fyrir fimm fullorðna. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/ Lyklar eru afhentir á skrifstofu BHM, í Borgartúni 6, Reykjavík www.paris.org
Um er að ræða íbúð sem er 65 m². Þar eru tvö svefnherbergi, bæði með tvöföldum rúmum. Svefnaðstaða er fyrir annað hvort fjóra fullorðna eða tvo fullorðna og þrjú börn. Úr stofu er gengið út á svalir. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni en annað er með sturtu. Gistiaðstaða er fyrir fjóra til fimm. Nánari upplýsingar um aðstöðu er að finna á lista yfir orlofshús á bls. 22 og á heimasíðu orlofssjóðsins http://www.bhm.is/ obhm/sumar/
Leigutími: Sumar Verð fyrir vikudvöl: 48.000 kr. Skiptidagur er miðvikudagur Hægt að sækja um sumar 14/7 – 25/8 2010
Leigutími sumar Verð fyrir vikudvöl: 45.000 kr. Skiptidagur er þriðjudagur Hægt að sækja um sumar 1/6 – 24/8 2010
Orlofskostir erlendis
Frakkland - París
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Þjónustuver Arion banka
444 7000
Hjá þjónustuveri Arion banka getur þú: • • • • • •
Sinnt allri almennri bankaþjónustu Fengið stöðu á reikningum Fengið aðstoð við notkun á Netbanka Arion banka Fengið hækkun/lækkun á heimild Greitt innheimtukröfur og afborganir skuldabréfa Dreift greiðslum á kreditkortareikningum
Þjónustuverið er opið frá kl. 09.00 –18.00 alla virka daga, laugardaga er opið frá kl. 11.00 –16.00.
BHM tíðindi, febrúar 2010
21
Aðaldalur Aðaldalur Akureyri Hrafnagilsstræti Akureyri Drekagil Akureyri Hafnarstræti 100 Arnarstapi Lækjarbakki 5 Arnarstapi Sölvaslóð 11 Blönduós Bodensee Ailingen Brekkuskógur A1 Brekkuskógur A4, Brekkuskógur B1 Brekkuskógur B2, f. hreyfih. Brekkuskógur C Brekkuskógur C stærra Brekkuskógur D stórt Djúpivogur Flúðir Hrísey / Berg Hreðavatn v/Bifröst Illugastaðir Ísafjörður Kaupmannahöfn Ungarnsgade Kaupmannahöfn Vesterbrogade Klifabotn Miðhús v/Egilsstaði Munaðarnes Norðfjörður Ólafsfjörður París Reykjavík Neðstaleiti 8 Reykjavík Álagrandi 8 Reykjavík Flyðrugrandi 10 Skagafjörður Hábær Skagafjörður Stóra Gröf ytri Stykkishólmur Suðursveit, Reynivellir Súðavík Svignaskarð Tunguskógur Fagrahlíð Tunguskógur í Skutulsfirði Grund Vestmannaeyjar * Hægt að fá barnarúm hjá umsjónarmanni ** Í þjónustumiðstöð *** Á hæðinni
Orlofshús - listi yfir aðstöðu
Fjöldi húsa 4 1 1 2 1 1 1 1 1 7 3 1 1 6 1 1 1 1 1 4 2 1 1 1 1 4 2 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Stærð í m2 45 46 83 70 50 56 50 56 65 46 46 75 75 50 60 120 80 53 86 52 45 140 110 59 60 70 52 67 100 93 63 62 68 60 160 67 45 126 36 46 48 70
Svefnherb. 2 2 2 2 1 3 2 2 2 2 2 3 2 2 2 3 2 3 3 3 2 3 1 1 2 3 3 1 2 3 1 1 2 2 4 3 2 4 2 2 2 2
Svefnloft já nei nei nei nei já já nei nei já já nei nei já já já nei nei nei nei nei nei nei nei nei já nei nei nei nei nei nei nei já nei 2 hæðir já nei nei já já nei
Svefnpláss 6-8 4-6 4-6 5-6 4-5 6-10 6 til 8 6 til 8 4-5 4-6 4-6 6-8 6-8 4-8 4-8 8-10 4-8 6 5-8 6-8 8 5 til 7 4 til 5 4-5 8 6-8 6 4 til 6 6 4 4 4 4-6 4-8 8 7 7 10 6 6 til 8 6-8 4-6
Sængur 8 7 6 6 5 6 8 8 4 6 6 8 8 6 6 10 6 6 8 6 8 7 4 4 8 8 8 6 6 4 4 4 5 8 8 7 7 10 6 6 8 6
Barnarúm / Barnastóll já já já já* já já já ja já já já já já já já já já já já já já* já já já já já* já já já já já já já já já já já já já já já já
Örbylgjuofn já já já nei já já nei já nei já já já já já já já nei nei já já já já já já nei nei nei já já já nei já já nei já já já já nei já já já
Bakaraofn já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já
Uppþvottavél nei nei já nei nei nei nei nei nei já já já já já já já nei nei já já nei já já nei nei nei nei nei nei nei já já nei nei nei já nei nei nei nei nei nei
Þvottavél nei nei nei já*** já nei nei já ** nei já** já** já** já** já** já** já nei nei nei nei já ** já já nei nei nei já** já nei já nei nei nei nei nei nei já** nei já** nei nei já
Grill kola kola nei nei gas gas kola gas nei kola kola kola kola kola kola kola kola kola kola/gas gas gas nei nei nei kola kola kola gas gas nei nei nei nei kola kola gas kola kola kola gas kola gas
já já já já já já ja já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já já
Útvarp / sjónvarp
Orlofssjóður 2010
nei nei nei nei nei nei nei já nei já já já já já já já nei já nei já já nei nei nei já nei já nei já nei nei nei nei já nei já nei nei já nei nei nei
Heitir pottar
22 Internet nei nei já já nei nei nei nei nei já** já** já** já** já** já** já** nei nei nei já nei nei já já nei nei nei nei nei nei já já já nei nei nei nei nei já nei nei nei
Gæludýr leyfð nei nei nei nei nei nei nei já nei nei já nei nei nei nei nei nei nei nei já í 22 nei nei nei nei nei nei nei nei nei nei nei nei nei já já nei nei já nei nei já nei
Skiptidagar fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. þri. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös fös. fös. mið. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fös. fim.
23.000 19.000 23.000 23.000 23.000 23.000 23,000 23,000 45.000 19.000 19.000 19.000 19.000 23.000 23.000 37.000 23.000 23.000 23.000 23.000 23.000 25,000 48,000 48.000 23.000 23.000 23.000 23,000 25,000 48.000 23,000 23.000 23.000 23.000 25.000 25.000 23.000 25.000 19.000 23,000 23.000 23.000
Verð
Það sem fylgir húsunum:
Áminningar:
Flest orlofshús OBHM eru með svipuðum búnaði.Yfirleitt er svefnpláss fyrir 6 til 8 manns. Borðbúnaður er oftast fyrir átta og venjuleg eldhúsáhöld til staðar, ísskápur og eldavél. Sturta er í baðherbergi. Sængur og koddar, barnastóll og barnarúm, sjónvarp, útvarp og kolagrill er til staðar í öllum húsum. Að vetri til ættu sumarhúsagestir að hafa með sér handsápu, handklæði, diskaþurrkur og salernispappír en að sumri til fylgja diskaþurrkur og salernispappír með á flestum stöðum. Lín utan um sængur þarf að hafa með sér en hægt er að leigja það á flestum stöðum og kostar eitt sett af rúmfatnaði kr. 900 og handklæðið kr. 400. Öllum húsum fylgja efni til þrifa, uppþvottabursti, gólfþvegill, kústur, gólfsápa, wc-hreinsir, grófur svampur eða tuska og þvottalögur.
Brot á reglum sjóðsins eða góðum umgengnisreglum varðar áminningu, og sé sambærilegt brot framið innan tveggja ára frá áminningu missir sjóðsfélagi rétt til úthlutunar næstu tvö árin.
Umgengni og frágangur: Staðlað þrifagjald er 5.000 kr. ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns en hærra ef vanhöld á þrifum eru sérstök og útheimta meiri útgjöld fyrir sjóðinn skv. mati fjármálastjóra. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllu sem því fylgir. Skal hann þrífa eftir sig m.a. ísskáp, eldavél og ofn, skápa, salerni og grill. Einnig ber að þurrka af og skúra gólf, loka gluggum og hurðum vandlega og taka raftæki úr sambandi. Sjóðsfélagi má ekki framselja öðrum leigurétt eða leyfa öðrum að leigja í sínu nafni.
Gæludýr: Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr með í bústaði á vegum Orlofssjóðs BHM nema sérstaklega komi fram í úthlutunarbréfi, sem er ígildi leigusamnings, að það sé heimilt. Þó er heimilt að hafa hunda í húsum nr. 15, 16 og 17 í Brekkuskógi enda sé fylgt almennum reglum um hundahald. Lausaganga hunda er stranglega bönnuð. Hundar eru auk þess leyfðir í íbúðinni í Súðavík, í húsi nr. 22 að Hreðavatni, Blönduósi og Skagafirði. Hafi leigutaki einhverjar athugasemdir eða ef eitthvað vantar í húsin þá vinsamlegast látið umsjónarmann á viðkomandi stað vita. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Orlofssjóðs Bandalags háskólamanna á skrifstofutíma Munið að umgengni lýsir innri manni og gangið frá húsunum eins og þið viljið koma að þeim, orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga og því mikilvægt að vel sé gengið um þau!
BHM tíðindi, febrúar 2010
Gott að hafa í huga við upphaf ferðar
23
Traustur sjóður, örugg samfylgd Hlutverk LSR er að taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga og ávaxta þau í sameiginlegum sjóði til að greiða elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Séreign LSR tekur við frjálsum viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Hvort sem þú greiðir í A- eða B-deild LSR ætti framlag í Séreign LSR að vera eðlileg viðbót. Á vef LSR, www.lsr.is, geta sjóðfélagar nálgast yfirlit og séð heildarstöðu lífeyrisréttinda sinna og iðgjaldaskil launagreiðenda.
www.lsr.is
Bankastræti 7 • 101 Reykjavík Sími: 510 6100 • Fax: 510 6150 sereign@lsr.is • www.lsr.is