Sportveiðiblaðið - 2. tbl. 2009

Page 1

on rk yr i af Lík

u r!

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Starfsmaður á plani

Pétur Jóhann er illa haldinn af veiðidellu Veiðikonan Sjöfn í Heydölum Lárus Gunnsteinsson ræðir um veiðibransann Jakob Bjarnar á hreindýraveiðum Tungufljót, veiðistaðalýsing Gerð nýrra veiðimynda


byssur & skot – top

veiðideild

Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða, sími 585


pp gæði – botn verð

d - opið 7 daga vikunnar

5 7239. Lindir, Skógarlind 2, sími 585 7262


ALLTAF NÝGENGINN Því ferskari sem bjórinn er, því betri er hann á bragðið. Þess vegna er okkur mikið í mun að þú getir séð hvenær Egils Gull er framleiddur. Dagsetningin gefur til kynna hvort bjórinn þinn er ekki alveg örugglega ferskur. Þannig færðu nýgenginn Egils Gull allt árið.

EGILS GULL - FERSK UPPLIFUN!

Til að tryggja sem mestan ferskleika er best að neyta bjórs innan 100 daga frá framleiðsludegi.

LÉTTÖL


Sportveiðiblaðið • 5

Veiðispjall Ég hef lesið margar skrýtnar greinar um ævina en sú skrýtnasta var í Viðskiptablaðinu fyrir nokkru. Hún var skrifuð af veiðisnillingnum Pálma Gunnarssyni og fjallaði um hver væri frægastur í veiðiheiminum á Íslandi. Pálmi var að hnýta í Fréttablaðið sem hafði haldið því fram að Þorsteinn J. væri einn frægasti veiðimaður á Íslandi og Pálmi var alls ekki hress með það. Þó svo að hann segi að þetta hafi bara verið skrifað í gríni. Og Pálmi heldur áfram: „Auðvitað er allt hér að ofan ýmist lygi eða ýkjur ... en að öllu gríni slepptu þá er stangaveiði, með öllu því sem henni fylgir, alveg hreint magnað leikhús. Eitt af því sem einkennir hana er blessaður hégóminn sem birtist til dæmis í því að ekki þarf mikið til að veiði„snillingar“ baði sig eða séu baðaðir óumbeðnir í ljóma frægðarsólarinnar. Þessi ljómi umlykur núorðið sístækkandi hóp íslenskra stangaveiðimanna. Um þá verða til hetjusögur, ekki ósvipaðar þeim sagðar voru af fornmönnum sem hjuggu mann og annan og stukku að því loknu hæð sína í loft upp í öllum herklæðum. En það var þetta með frægðina, hún er fallvölt, blessunin, og kannski ekki endilega af

hinu góða í öllum tilfellum. Ef þú vilt verða góður stangaveiðimaður þá gengur það út á kunnáttu og hún kemur ekki með því einu að verða heimsfrægur á Íslandi, kaupa sér græjur eða komast í fréttirnar.“ Svo mörg voru þau orð. Í fyrsta lagi: Þorsteinn J. skrifaði ekki fréttina og einhver hefur sagt veiðimanninum Jakobi Bjarnar, sem hefur ýmislegt unnið sér til frægðar í veiðinni, frá þessari heppni Þorsteins þegar hann var að veiða lax á silunga­ svæðinu í Vatnsdalsá, þegar enginn annar fékk neitt. Ég fékk nú lax í á fyrr í sumar þar sem lax hafði aldrei veiðst fyrr, og enginn lax hefur veiðst í henni síðan. Enginn hefur skrifað um það, mér er slétt sama. Veiðin heldur áfram og frægir og ófrægir veiða sér til skemmtunar. Ég kom við í Elliðaánum fyrr í sumar og það var veiðidagur barnanna, enginn var að metast við annan, allir voru ánægðir með veiðina og meira að segja hafði einn veitt stóran lax. Hann hélt á honum undir hendinni og var á leið með hann út í bílinn hans pabba. G. Bender

a Lík fyr r!

u on ir k

Málgagn veiðimanna – 2. tbl. – 28. árgangur 2009 – Verð kr. 899.- m/vsk.

Starfsmaður á plani

Pétur Jóhann er illa haldinn af veiðidellu Veiðikonan Sjöfn í Heydölum Lárus Gunnsteinsson ræðir um veiðibransann Jakob Bjarnar á hreindýraveiðum Tungufljót, veiðistaðalýsing Gerð nýrra veiðimynda

Útgefandi og dreifing: Veiðiútgáfan ehf. Sími: 588-5020, Hamraborg 5, 200 Kóp. Ritstjóri og ábm.: Gunnar Bender Prófarkalestur: Helgi Magnússon Útlit, umbrot og myndvinnsla: Skissa ehf. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi Forsíðumyndina tók G. Bender af þeim Pétri Jóhanni Sigfússyni og Jóni Gnarr við veiðar í Kiðafellsá í Kjós.

8

Hann er langvinsælasti leikarinn í dag og honum finnst gaman að renna fyrir fisk. Maríulaxinn sinn veiddi hann í Eystri-Rangá. Eggert Skúlason ræðir við Pétur Jóhann um veiðiskapinn.

36

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar fór á hreindýr í fyrsta sinn nú í ár og lýsir æsispennandi veiði­ ferð fyrir lesendum Sportveiðiblaðsins.

20

Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi, hefur veitt marga laxa en hún veiðir einna helst með eigin­ manni sínum, Gunnlaugi Stefánssyni. Sjöfn þykir mjög fiskin og hefur frá mörgu að segja.

48

Lárus Gunnsteinsson hefur veitt víða. Hann gerði við vöðlur veiðimanna lengi vel á Dun­ haganum og núna leigir hann nokkrar laxveiðiár.

Að auki: Stefán Jón Hafstein skrifar um þurrfluguveiði, veiðistaðalýsing í Tungufljóti, nýjar veiðimyndir, Ingvi Hrafn segir sína skoðun, ný matreiðslubók, á hreindýraveiðum með Maríu Gunnarsdóttur og margt, margt fleira.


Fólk & veiði

Laxarnir taka ekki fyrr en hálftíu

„Við eigum Dalsárósinn núna, það er töluvert af fiski hérna en ég held að laxinn taki ekki fyrr en um hálftíu, það er frekar kalt ennþá,“ sagði Lúther Einarsson er við hittum hann og Rögnvald Guðmundsson við Dalsárósinn í Víðidalsá í Húnavatns­ sýslu núna í lok ágúst. Þetta voru orð að sönnu hjá Lúther, fiskurinn tók rétt um hálftíu um morguninn. „Þetta var tveggja ára fiskur og hann var stutt á, sá hann aðeins, hann tók svakalega grannt,“ sagði Rögnvaldur er hann hafði misst lax rétt um tíuleytið og fiskurinn hélt áfram að taka grannt. Það kom ekki að sök, þeir félagar voru komnir með 25 laxa. Víðidalsá var að skríða í 1500 laxa. v

Laxá í Leirársveit

Hafliði Ragnarsson og Gunnlaugur Örn Valsson.

Alfreð S. Jóhannsson.


Ferðafélag Íslands www.fi.is | fi@fi.is | sími 568 2533

Hildur Hlín Jónsdóttir / hildur@dv.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


8 • Sportveiðiblaðið

Pétur Jóhann Sigfússon, stórleikari og einn dáðasti grínisti þjóðarinnar, er heltekinn af veiðidellu


Sportveiðiblaðið • 9 Fyrsti laxinn kom á flugu Það er tvennt sem einkennir marga karlkyns kvikmyndaleikara. Þeir eru lágvaxnir og höfuðið er hlutfallslega stærra en hjá flestum. Pétur Jóhann Sigfússon uppfyllir bæði þessi atriði. Hann er sennilega einn vinsælasti Íslendingurinn í dag. Hann er að leika í sjónvarpi, fyrir hvíta tjaldið, einn í standup, auglýsingar í massavís og svo er verið að gera þætti um hann og taka endalaus viðtöl. Jóhann Pétur kíkir í heimsókn til mín í Ármúlann og ég er búinn að kaupa viðurgjörning. Tvö dönsk vínarbrauð, eina karamelluköku og kanilsnúð. Við ætlum að tala um veiði. Ég sé Pétur Jóhann fyrir mér sem matmann og því eru kræsingarnar sýnilegar á borðinu. Þekkt trix úr spjallþáttum er að gefa gestum og áhorfendum bjór og vín til gera alla hressari – það er svo mikil þörf á hressleika. Ég er að nota kreppuútgáfu á þetta gamla trix. Enda þegar Pétur rennur inn á skrifstofuna horfumst við ekki í augu. Hann er límdur við dönsku vínarbrauðin. „Hva, er bara veisla?“ Hann tók.

Elliðavatn með afa Pétur Jóhann kynntist stangaveiði hjá afa sínum, Sigurði Kára Jóhannssyni, sem nú er látinn. „Blessuð sé minning hans,“ segir Pétur Jóhann. „Ég var mikið að þvælast með honum og veiða þegar ég var svona átta ára og fram á unglingsárin.“ Foreldrar Péturs Jóhanns skildu og hann flutti með móður sinni til Reykjavíkur ásamt bróður sínum en faðir hans flutti með tvo bræður þeirra á Vopnafjörð þar sem hann gerðist prestur á Hofi. „Mínar fyrstu veiðiminningar tengjast vötnunum í nágrenni Reykjavíkur. Ég fór mjög oft með afa upp að Elliðavatni. Stundum kom amma líka með. Þetta var töluvert ferðalag og bara eins og maður væri að fara út í sveit. Dáldið annað en í dag. Kallinn var mjög flinkur veiðimaður og veiddi iðulega vel. Afi var fyrrverandi sjómaður og starfaði svo sem verslunarstjóri í Bókabúð Æskunnar en var heltekinn af veiðidellu. Þetta var samt soldið spes þegar maður hugsar til baka. Afi óð með flugustöngina sína lengst út í vatn, eftir að hafa hjálpað mér með ABU-kaststöngina. Þar gat hann staðið allan daginn ef því var að skipta. Hann var alveg sjálfur sér nógur þegar hann var kominn út í. Af og til komu frá honum miklir reykjarbólstrar þegar hann fékk sér að reykja. Svo stóð hann bara og veiddi. Hann var þarna iðulega frá átta á morgnana til hádegis. Öll aksjónin fór fram úti í vatni og ég dáðist alltaf soldið að þessu.“ Pétur Jóhann leikur nánast allt sem hann segir. Hann rifjar upp glaðlegur á svip: „Það heyrðist aldrei orð í honum nema þegar afi setti í hann, þá sneri hann sér svona til hálfs í átt til lands og heyrðist í honum; „Hahh.“ Pétur Jóhann margleikur þetta. Eiginlega frá öllum hliðum og hlær alltaf á milli. Gamli maðurinn var greinilega með þessu að vekja athygli á að eitthvað væri að gerast en fannst samt of mikið að kalla: „Ég er með ´ann.“ Pétur Jóhann segir að í minningunni hafi þetta verið stórir fiskar og stundum mikið af þeim. Svo spyr hann: „Það er soldil kúnst að veiða þarna, er það ekki?“ Jú, ég held það og vitna til margnotaðrar klisju um að ýmsir kalli Elliðavatnið háskóla fluguveiðanna. „Já Sææææll, þá var afi lektor.“


10 • Sportveiðiblaðið Pétur Jóhann veiddi úr landi og skartaði bara sínum hefðbundnu Nokia-stígvélum. „Maður gat náttúrlega ekki vaðið neitt.“ Hann var ýmist með maðk og flot eða maðk og sökku. „Ég gat ekki kastað eins langt og afi. Stundum kom hann í land og kastaði fyrir mig. Þá fór þetta miklu lengra og hann vissi greinilega alveg hvar fiskurinn lá. Það var stundum sem ég veiddi fisk eftir að hann hafði kastað fyrir mig. Mér fannst það bara ekki alvöru. Ef hann kastaði þá var þetta náttúrlega hans fiskur. Ég hafði bara ekki þolinmæðina í þetta. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað og gat ekki bara beðið.“

Skorpuskorið franskbrauð með spægipylsu „Ég fékk aldrei fisk sjálfur í Elliðavatni, öll þessi ár. Enda fannst mér oftast meira varið í nestið en veiðina. Eftir að ég var búinn að kasta út og setja stöngina milli steina fór maður fljótlega að hugsa um eitthvað annað. Afi var alltaf með spægipylsubrauð og það sem var best var að hann skar skorpuna af. Það var svo gott að bíta í þessar brauðsneiðar og hann skar þær í flotta þríhyrninga og þetta var eiginlega eins og svona flottar snittur.“ Pétur Jóhann verður dreyminn á svipinn og hann kjamsar á danska vínarbrauðinu af meiri ákefð. „Ég fór alltaf í brauðið áður en eiginlegur kaffitími byrjaði. Það fór svolítið í taugarnar á honum. Það kom fyrir að ég var búinn með nestið þegar stutt var liðið á daginn.“ Pétur Jóhann og afi hans áttu góða tíma við Elliðavatnið. Pétur Jóhann lærði reyndar mikið af gamla manninum í veiðiskap, bæði góða siði og einnig lakari. Við komum að því síðar. „Afi var útpældur. Hann hnýtti sínar eigin flugur og ég man sérstaklega eftir einni þeirra sem var lítil nett púpa og hann skírði í höfuðið á ömmu. Þessi púpa heitir Ingibjörg. Ég man reyndar ekki hvernig hún lítur út.“ Pétur Jóhann átti lengi vel eintak af þessari púpu, en: „Því miður glataði ég henni.“

Tröllið á Þingvöllum „Við afi fórum líka oft í Þingvallavatn sem mér hefur skilist að sé frekar erfitt og dyntótt. Hann var kominn á aldur og það var líka ákveðið öryggi í að einhver væri með honum. Hann vílaði nú ekki fyrir sér að vaða fram og til baka. Vatnið er nú ekki auðvelt að vaða og fullt af hættulegum gjótum og það þurfti einhver að hafa auga með honum. Karlinn var líka kominn á þann aldur að hann þurfti ekki að borga, var kominn með ellilífeyriskort og alles upp á vasann. Við veiddum víða í þjóðgarðinum og líka utan hans. Svona spari þá fórum við á Lambhagann en svo átti afi leyfi í Mjóanesi og á þeim tíma fengu ekki margir að veiða þar.“ – En hvernig var það með Þingvallavatn, veiddirðu sjálfur eitthvað þar? „Já,“ segir Pétur Jóhann og lifnar yfir honum. „Þar fékk ég oft fiska. Til dæmis á Öfugsnáðanum sem við veiddum oft á. Ég var farinn að kasta flugu og flotholti á þessum tíma, eftir að hafa kvartað mikið við afa um maðkinn. Afi lét mig vera með langan taum, tvo til þrjá metra. Hann sagði því lengri þess betra. Þegar ég var kominn með þessar græjur var maður alltaf að gera eitthvað. Ég [ Texti: Eggert Skúlason Ljósmyndir: G. Bender og Karl Lúðvíksson ]

Rétta flugan skiptir miklu máli.

dró löturhægt inn og ég var að fá slatta af fiski með þessari aðferð. Sérstaklega man ég eftir flottum og stórum urriða sem ég fékk á Öfugsnáðanum. Það var stór fiskur.“ Jæja, loksins komnir í flotta aksjón, urriðarnir, sem veiðst hafa í Þingvallavatni, hafa verið metfiskar og dæmi um hreinar skepnur sem telja yfir 30 pund. Það verður gaman að heyra lýsingarnar af þessum bardaga, hugsa ég með mér. – Hvað var hann stór? Pétur Jóhann er kominn í stuð og andlitið verður íbyggið. „Hann var alveg tvö pund, svaka flottur, hálfgert tröll. Kannski hefur hann bara verið pund en í minningunni er hann alveg tveggja punda.“ Já! Boltafiskur? „Já sko, ég var búinn að vera að veiða bleikju í Elliðavatni og murtur í Þingvallavatni en þarna kom loksins einn stór.“ Pétur Jóhann er ánægður með þessa minningu. Það er gott. „Eftir þetta varð ég svolítið veikur fyrir Þingvallavatni og það minnkaði ekki eftir að afi kjaftaði sig inn á ábúendur í Mjóanesi. Afi komst á Lödunni alla leið út á tangann og við veiddum oft vel þar.“ – Var þetta Lada Sport? „Nei, þetta var Lada Safír, mjög fín. Við tókum einu sinni heilt sumar í að pússa hana upp, alveg niður í stál, og pensla hana svo með vinnuvélalakki. Það tókst vel hjá okkur.“


Hann hugðist kasta í hylinn við hólmann í straumvatnaskilin en ljóst fyrir lá og laxinn það sá, að línan fór beint upp í bylinn.

léttöl

Á sál hans kom svolítið rót er sendi loks öngul í fljót og eitthvað kom á’ann en aldrei ég sá’ann á botninum grófst hann í grjót. Þegjandi bölvaði því en þeytti út línu á ný sá stöngina svigna og stamaði „hrygna“ en upp kom þó einungis slý.

Fáðu þér við ána – einn í tána!


12 • Sportveiðiblaðið

Pétur kominn á bragðið.

Engar upplýsingar gefnar „Eftir því sem ég varð eldri fór ég að njóta þessara ferða okkar með öðrum og fjölbreyttari hætti. Bæði hafði ég gaman af veiðinni en svo fór ég líka að stúdera afa sem persónuleika. Hann var virkilega spes og ég hafði mjög gaman af að sökkva mér í að fylgjast með karlinum. Til dæmis ef einhverjir komu og spurðu hvernig gengi þá fannst honum það bölvaður dónaskapur. Hann var svo spes með allt. Það kannski kom veiðimaður og spurði: „Ertu að fá eitthvað?“ þá gerði hann sér alltaf upp heyrnarleysi og svaraði bara með „haaaa?“ Og ég man einu sinni eftir á Öfugsnáðanum, þá komu tveir veiðimenn og byrjuðu á að spyrja: „Hvernig gengur? Ertu búinn að fá eitthvað?“ Þá kom: „Haaa, það er eitthvað lítið.“ Samt var karlinn kominn með fullt af fiski í svartan ruslapoka sem hann var með á sér. Svo klikkti hann út með: „Það er ekkert að hafa hérna.“ Honum fannst fólki bara ekki koma við hvort hann væri að fá eitthvað eða á hvað hann væri að veiða. Hann laug því alltaf og gerði mér grein fyrir því að svoleiðis ætti þetta að vera. Það var svona pínu Georg í honum hvað þetta varðar.“ – Og hvað, lýgur þú alveg miskunnarlaust að veiðifélögunum þegar þú ferð að veiða? Síminn hringir. Pétur Jóhann segir: „Ég verð að svara þessu.“ Held að hann hafi verið pínu feginn. Síðasta spurningin var frekar snúin miðað við það sem sagt hafði verið á undan. Pétur Jóhann er að undirbúa tökur á Fangavaktinni. Hann á langar umræður í símann um

búninga og texta og sitthvað fleira sem leikarar þurfa að vera uppteknir af. Ég spyr aftur. Hann verður kyndugur á svip. „Maður lýgur ekki að veiðifélögunum, en spurning hvað maður segir hinum.“ Hann svarar þessu ekkert frekar. Við tók tími í lífi Péturs Jóhanns sem margir veiðimenn þekkja. Unglingsárin ásamt sumarvinnu gerðu það að verkum að hann fjarlægðist veiðina. Hann fór í sveit í Skagafirði nokkur sumur á bænum Uppsölum og líkaði vel. Stundum var farið að kasta í Héraðsvötnin. „Ég reyndi stundum en fékk ekkert. Eina veiðin þarna var nú bara í skjóli myrkurs. Stundum var farið með net á kvöldin og svo var þetta borið inn í bölum. Mikið af stórum og flottum fiski.“ Pétur Jóhann var ekki upplýstur um þetta allt og hann minnist fyrsta morgunsins þegar bali fullur af fiski var á gólfinu. „Hver veiddi þetta allt?“ spurði okkar maður. „Ég fékk þetta í gærkvöldi.“ Svo var það ekki rætt í neinum smáatriðum. Síðar meir lagði hann saman tvo og tvo og áttaði sig á þessari aðferð. Við tók svo vinna í BYKO sem alþjóð hefur heyrt um og þá voru starfsmannafélagsveiðitúrar farnir í Veiðivötn sem Pétur Jóhann fór stöku sinnum í. Þá voru farnir nokkrum sinnum í gegnum árin fjölskyldutúrar í leit að silungi á Arnarvatnsheiði. Allt þetta fannst okkar manni hið huggulegasta sport og hafði gaman af. Það var hins vegar alltaf soldið bras að fara í þessar ferðir. Hann átti engan veiðibúnað og þurfti að fá þetta allt


Góðar vörur fyrir veiðina

VEIDDU! VÍK

Verð peysa: 13.500 kr. Verð buxur: 10.800 kr.

POWER STRETCH® NÆRFÖT Vík er aðsniðin nærfatnaður úr Polartec® Power Stretch® flísefni sem teygist á fjóra vegu og þornar einstaklega fljótt. Peysan er með rennilás að framan sem gefur kost á smá kælingu. Frábær nærfatnaður í veiðina sem heldur þér þurrum/þurri.

BÁSAR

VÍK hanskar

Merino ullarnærföt

***********

Kláðafrí ull!

***********

Verð bolur: 9.800 kr. Verð buxur: 8.600 kr.

FISHERMAN sjóara taska

• 90 ltr. •

Mjúkir & hlýir

Verð: 5.700 kr.

Vatnsheldur Rykheldur

Verð: 19.800 kr.


14 • Sportveiðiblaðið lánað og hann snerti aldrei annað en kaststöng í þessum ferðum. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir aldamót sem á ný dró til tíðinda.

Hítará heillar „Ég var að vinna í Strákunum á Stöð 2 þegar Kristófer Dignus, pródúsent að þáttunum, drífur mig í veiði upp í Hítará. Það datt einhver úr skaftinu í hollinu sem þeir voru að fara í. Hann sagði að ég kæmi bara með og það varð úr. Ég fékk lánaðan komplet veiðigír frá félaga mínum. Flugustöng og galla og allt sem þarf. Það varð ekkert öðruvísi en svo að ég varð alveg veikur. Ég hef farið fjóra veiðitúra í Hítará en aldrei fengið fisk þar.“ Pétur Jóhann hlær og horfir í ásökunartóni á segulbandið sem mallar á milli okkar. „En alltaf gaman. Þetta er sparitúrinn minn. Glæsilegt veiðihús, góður hópur og allur pakkinn. Í fyrra tókum við konurnar með og það lukkaðist afar vel. Allir fengu eitthvað – nema ég. Meira að segja hún Sigrún, konan mín, kom upp í á í fyrra, degi á eftir mér og var að fara í sinn fyrsta veiðitúr. Þegar hún kom var ég staddur í Langadrætti og var þar að kasta rauðri Frances. Ég var búinn að græja stelpuna upp og lána henni stöngina. Ég sýndi henni svona rétt si svona handtökin, rölti svo upp á bakka og fékk mér einn kaldan og fór að horfa á hana kasta. Hún var búin að kasta nokkrum sinnum þegar hún lítur til mín og kallar: „Hvað á ég að gera?“ Stöngin var kengbogin. Ég öskraði á móti:

„Lyftu stönginni.“ Mér láðist að segja: „Lyftu henni hægt.“ Hún kippti stönginni upp og reif út úr honum. En þetta er meira en ég hef nokkurn tíma gert þarna. Ég hef aldrei sett í fisk í Hítará. En Sigrún er greinilega með natúral veiðieðli og ég hlakka til að sjá það betur í sumar. Það bara leiðinlegt að hún skyldi ekki ná þessum. Ég bjóst ekkert við að hún myndi setja í fisk þannig að ég var ekkert búinn að útlista fyrir henni hvernig hún ætti að taka á því. Það var ekkert inni í myndinni.

Þrjóskaðist með flugustöngina – Hefurðu aldrei fengið neitt? „Hvers konar dónaskapur er þetta?“ Spyr einhver karakter sem ég þekki ekki. „Jú, ég fékk minn fyrsta lax í Rangánum sumarið 2006. Ég hefði sjálfsagt fengið hann fyrr nema ég þrjóskaðist við og neitaði að veiða á neitt nema flugu. Strákar í Hítarárhópnum vildu meina að ég ætti að nota maðkinn þar sem það væri leyft. Þá væru meiri líkur á að ég næði maríulaxinum. Ég hélt nú ekki. Og bara barði með flugustönginni. Svo hringdi Kalli Lú í mig og bauð mér í þáttinn Veitt með vinum. Ég var til í að við skelltum okkur í Rangárnar. Við vorum búnir að vera heila helgi og allir búnir að fá eitthvað nema ég, nema ég. Kalli var búinn að veiða nokkra og það var ekki fyrr en á síðustu metrunum á síðustu vaktinni sem ég náði að setja í fisk með aðstoð veiðivarðar sem kom aðvífandi og hjálpaði mér.

Hefur þú skaðast í slysi? EFLIR al m an n ate ng s l / H N OTS KÓ GUR gr afís k h ö n nu n

Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikarnir geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og fjárhagslegir. Hringdu þá í okkur hjá Fulltingi. Við erum sérfræðingar á þessu sviði og útskýrum rétt þinn á mannamáli. l Það kostar þig ekkert að kanna rétt þinn á bótum! l Þér er velkomið að hafa samband hvenær sem þér hentar.

Hringdu vinsamlega í síma 533 2050 eða sendu okkur tölvupóst: fulltingi@fulltingi.is Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • www.fulltingi.is • fulltingi@fulltingi.is


Sportveiðiblaðið • 15 – Hvað heitir þessi staður? „Mér skilst að þetta sé nokkuð fengsæll staður. Það er þarna löng, bogadregin beygja á ánni og þú kastar einhvern veginn upp í þetta og lætur línuna leka einhvern veginn undir bakkann. Það er soldið brattur bakki þarna. Fattaru hvaða staður þetta er?“ – Nei. „Nú, átt þú ekki að þekkja þetta allt?“ – Fyrirgefðu. „Já, þetta er nú bara ekki nógu gott hjá þér. Menn, sem gefa sig út fyrir að taka viðtöl við alvöruveiðimenn í svona flott veiðiblað, verða að hafa þessa hluti á hreinu. Ég mun kvarta undan þessu við Gunnar Bender.“ – Já, mér þykir þetta leitt. „Það er engin afsökun.“ Þó svo að Pétur Jóhann sé ósáttur er ákveðið að halda áfram. „Ég verð greinilega að tala við þig eins og smábarn og útskýra þetta allt í drep.“ Ég gengst undir það. „Ég sá nú ýmislegt furðulegt í Rangánum. Veiðiverðirnir voru oft að veiða fyrir útlendingana sem sátu bara inni í bíl og komu svo kjagandi þegar búið var að setja í fisk. Þetta er náttúrlega ekki veiðiskapur. Við horfðum á þetta í eitt skipti. Veiðivörður með þrjá Spánverja kom keyrandi að hyl og hann fór út en þeir sátu áfram í bílnum. Hann óð út í og kastaði nokkrum sinnum. Svo kom allt í einu hátt blístur og þá fór einn út. Hann tók við stönginni og þá komu hinir. Eftir smástund missti hann fiskinn. Það var nánast í löndun. Þeir löbbuðu aftur í bílinn og veiðivörðurinn fór að kasta. Þetta fannst mér skrýtið.“

Borgun er eina fyrirtækið á landinu sem býður heildarlausn í færsluhirðingu. Fyrirtæki sem eru með öll kortaviðskipti hjá Borgun njóta betri kjara og fá betri yfirsýn yfir tekjur með einu uppgjöri fyrir öll kortaviðskipti. Með Borgun tekur þú við öllum kortum.

AUÐVELDAR VIÐSKIPTI Ármúla 30 • 108 Reykjavík Sími 560 1600 • www.borgun.is

Ólafur Ragnar fulltrúi margra Mér leikur forvitni á að vita hvort ekki hafist gefist gott tækifæri til silungsveiða í Bjarkalundi þegar tökur stóðu yfir á Dagvaktinni. Í ljós kom, sem engum þarf að koma á óvart, að Georg Bjarnfreðarson fór nokkrum sinnum en Ólafur Ragnar komst bara einu sinni. „Ég fékk ekki neitt,“ segir talsmaður Ólafs Ragnars. Við vendum okkar kvæði í kross og spyrjum áleitinnar spurningar um Ólaf Ragnar og Guggu. Í fyrstu skiptin sem þau voru saman, Gugga og hann, fannst Ólafi Ragnari þetta gott? Pétur Jóhann lítur forviða á mig. „Nei. Alls ekki.“ Það er hneykslunarsvipur í augnaráðinu. Það á ekki að djóka með þetta, greinilega. Ég ákveð að nota ekki uppáhaldssetningu Guggu heitinnar, gott í kroppinn. „Sko, Ólafur Ragnar er ekki kynlífshneigður maður. Ég sá alltaf fyrir mér að hann hefði einhvers staðar orðið fyrir einhvers konar kynlífsreynslu og bara ekki fílað það. Sko, fyrst þú ert að velta þessu fyrir þér þá vil ég benda þér á að skoða þættina. Eftir fyrstu nauðgunina verður Ólafur Ragnar beygður maður. Hann er það í raun alla seríuna eftir að þetta byrjar. Það er allt tekið af honum, bíllinn, sígaretturnar, starfið og launin. Svo er hann sendur út í Buffalo-skónum sínum sem eru í uppáhaldi hjá honum, AÐ TÍNA UPP PLASTFLÖSKUR. Svo kemur þarna kona sem nauðgar honum.“ – Hvað nauðgaði hún honum oft, heldurðu? „Það var býsna oft.“ Pétur Jóhann horfir ásakandi á mig. Honum er ekki skemmt. Honum finnst vænna um þessa


16 • Sportveiðiblaðið – Hefurðu bara veitt tvo laxa á ævinni? „Veiðin verður stærri hluti af mínu lífi hér eftir. Ég græjaði konuna upp í fyrra og nú fékk ég í afmælisgjöf frá henni flottan galla. Þannig að kallinn er klár í stórátök. Hún gaf mér flottan vöðlujakka sem er vatnsheldur, ekki eins og sá gamli sem ég er enn með í láni. Þetta er ekkert Orvis, enda innan fjárlaga. En kallinn á eftir að lúkka í þessu. Ég fékk líka grifflur, veiðihjólatösku og skínandi fallegan rotara. Slíkan grip hef ég ekki átt áður. Ætli ég noti hann ekki mest á fólk. Ef liðið kemur og spyr hvort ég sé að fá hann eða hvað hann sé að taka. Þá bara; BÚMM.“ Hann hlær. „Ég á eina flugustöng. Hún er 10 feta átta og ég keypti hana af sjálfum Birgi Nielsen. Hún hefur virkað vel en er óttalegt prik. Mig langar að kaupa mér aðra minni. Til dæmis sexu, eitthvað nettara.“ – En uppáhaldsflugan? „Ég er svo nýbyrjaður í fluguveiðinni að ég nota mikið Frances, en ég er duglegur að skipta og á ágætissafn af flugum. Ég á þessa þýsku þarna og hitt og þetta og kaupi oft bara flugur eftir litum.“

Gert góða hluti í Kiðafellsá

Pétur og Kalli Lú við Eystri-Rangá, Pétur með maríulaxinn sem hann veiddi í þættinum Veitt með vinum.

persónu en ég átti von á. „Já, mér finnst vænt um hann. Það er líka dálítið mikið af mér í honum. Ólafur Ragnar er ljúf og góð sál en hann er eftir á í þroska. Hann er með þroska á við níu ára gamalt barn. Og þó að hann komi sér oft í vandamál þá er það ekki viljandi. Þetta á allt að reddast. Bara til að útskýra. Ólaf Ragnar dreymir um að vera í öllum flottustu partýunum og umgangast flottustu guggurnar og hanga með Ásgeiri Kolbeins, Jóni Gunnari Geirdal og Svala og öllum þessu flottustu á FM. Það mun aldrei gerast. Og af því hvað hann er einfaldur þá fattar hann kannski ekki nógu vel hvað var að gerast með Guggu fyrr en það er orðið of seint að segja nei. Ólafur Ragnar getur einfaldlega ekki sagt nei. Samanber atriðið þar sem hann er í sturtu og hún segir: „Á ég ekki bara að koma?“ Þá svarar hann: „Uhhhh, það er eiginlega ekki pláss.“ Í staðinn fyrir að einfaldlega segja: „Nei, nei.“ Orðið nei er einfaldlega ekki til í hans orðaforða. Boðskapurinn með Ólafi Ragnari er einfaldlega að svona einstaklingar verða alltaf notaðir. Ef fólk getur ekki sagt nei er alltaf til fólk sem notfærir sér það. Þetta er því miður allt of algengt í íslensku samfélagi og samfélagi mannanna.“ Hér fylgir hlátur og röddin dýpkar. Skyndilega er andlit Jóns Ársæls komið fram. Hann andar í eyrað á mér og stynur. Ég slekk á honum.

– Hvað með uppáhaldsána, er það bara Hítará? „Já, hún er frábær en ég hef gert góða hluti í Kiðafellsá. Við fórum þangað nokkrum sinnum í fyrra og ég fékk nokkra laxa þar. Fór bæði með Jóni Gnarr og Kristófer. Stærsti, sem ég fékk, var sjö og hálft pund og hann fór í reyk. Kristófer fékk fisk þá líka en hans var aðeins minni.“ Pétur Jóhann segist eiga gríðarlega mikið ólært í þessum fræðum. En hann veit að reynslan kemur á bakkanum. „Ég fékk til að mynda staðfestingu á einu fyrirbæri sem ég hélt að væri bara karlagrobb. Ég hef oft setið í veiðihúsum og heyrt veiðimenn tala um hyl sem hafi verið svartur af fiski eða blár af fiski. Ég hafði aldrei séð slíkt og taldi þetta bara veiðisögukjaftæði. En svo lenti ég í þessu í Kiðafellsánni og það undir brúnni. Ég hef aldrei séð annað eins. Við Kristófer vorum búnir að veiða alla ána en urðum ekki varir. Þetta var seint í september og ég hafði aldrei komið upp að brú en við einhvern veginn álpuðumst þangað upp eftir. Hann var ekki með polaroidgleraugu svo að ég fór upp á brú og var heillengi að rýna í hylinn og fannst hann eitthvað svo djúpur. Svo kom bara allt í einu í ljós að þetta var svona mikið af fiski. Þeir höfðu bara raðað sér þarna allir saman. Ekkert smá magn og við fórum upp fyrir brú og veiddum þetta þannig. Þetta var pínu vesen fyrir mig. Kaststíllinn minn er enn soldið sérstakur, þó að hann hafi lagast mikið.“ Það er skemmst frá því að segja að þeir fengu sitthvorn laxinn í þessum „svarta“ hyl af laxi. Hér kveðjum við Pétur Jóhann sem innan skamms mun birtast á sjónvarpsskjám landsmanna í hlutverki Ólafs Ragnars í Fangavaktinni. En fyrir ykkur, sem hafið lesið þetta viðtal, munið bara ef þið hittið litla, þybbna leikarann með gleraugun á veiðislóð, ekki spyrja hvort hann sé að fá ´ann. Kastiði bara kveðju. v



Fólk & veiði

„Við höfum ekki fengið neitt ennþá en það er verið að reyna, Stefán er að kenna þessari konu réttu tökin í veiðiskapnum,“ sagði Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi, þegar við hittum hann við Elliðaárnar í hópi vaskra veiðimanna, á Breiðunni fyrir neðan gömlu brúna. „Það er dýrðlegt að vera hérna og reyna að veiða, við fáum örugglega eitthvað á eftir, fiskurinn er að ganga á hverju flóði,“ sagði Ólafur um leið og Stefán bróðir hans, Doktor Fly, óð í land með nemandann sér við hlið.

Rafn Hafnfjörð sleppir vænum laxi í Skógá. Á innfelldu myndinni sést stór bleikja sem Rafn veiddi úr sömu á.


Spriklandi lax í boði veiðikokka

hönnun: www.skissa.net

SPRIKLANDI SKEMMTILEG OG GIRNILEG BÓK!

Hér segja kokkar nokkurra veiðihúsa frá hinu sérstaka lífi á árbakkanum þar sem þeir eru í félagsskap við menn, fiska og stórbrotna náttúru. Að auki deila þeir með okkur sínum bestu laxauppskriftum. FERSKLEIKI: Laxaréttir beint af bakkanum NÝSTÁRLEIKI: Laxaréttir með óvæntu tvisti STEMMNING: Veiðisögur og einstök frásagnargleði Ljósmyndir: Lárus Karl Ingason Texti: Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson


20 • Sportveiðiblaðið

séra Sjafn­ar Jó­hann­es­dótt­ur

„Það sem hríf­ur mig er ­þetta vatn ár­inn­ar í ­allri ­sinni fjöl­breytni. Stund­um stríð­ur straum­ur. Stund­um ­lygna. Fyr­ir kem­ur að vatn­ið er ­óhreint og lit­að eft­ir rign­ing­ar. Oft­ar þó ­hreint og glitr­andi ­eins og silf­ur. Og þá ­sérðu vel allt kvikt sem í ­ánni bær­ist. Með köfl­um er áin belj­andi og há­vaða­söm en þess á ­milli næst­um því hljóð­lát, lygn og ­eins og ljúf tón­list. Það skipt­ast á skin og skúr­ir við ár­bakk­ann, al­veg ­eins og í líf­inu ­sjálfu. ­Þetta er nátt­úr­an í ­allri ­sinni dýrð.“ Þann­ig lýs­ir Sjöfn Jó­hann­es­dótt­ir, prest­ur á Djúpa­vogi, með ljóð­ræn­um ­hætti ­þeim hug­hrif­um sem hún verð­ur fyr­ir þeg­ar hún stend­ur á ár­bakk­an­um við ein­ hverja af fjöl­mörg­um lax­veiði­ám lands­ins. Sjöfn hef­ur á síð­ari ár­um ver­ið drjúg við veiði­skap­inn sem hún stund­ar mest við hlið ­bónda síns, Gunn­laugs Stef­áns­son­ar, sem gegn­ir prest­þjón­ustu í Hey­döl­um í Breið­dal. Þau hjón­in, prest­arn­ir á Aust­ fjörð­um, ­nýta vel stutt ís­lenskt sum­ar og ­leyfi frá krefj­andi störf­um með ­þeim ­hætti að ­stunda veið­ar. Og eru dug­leg við það.

[ Texti: Guðmundur Árni Stefánsson Ljósmyndir: Ásgeir Ebenesersson o.fl. ]


Sportveiðiblaðið • 21 Ég, blaða­mað­ur Sport­veiði­blaðs­ins að ­þessu ­sinni, er raun­ar ­ekki al­far­ið ótengd­ur ­þeim hjón­um; er bróð­ir Gunn­laugs og þann­ig mág­ur Sjafn­ar. Ég hef oft undr­ast dugn­að ­þeirra ­hjóna og ­áhuga þeg­ar þau enda­send­ast um land­ið þvert og endi­langt til að ­veiða dag eða tvo í fjar­lægri á. ­Enda er ég ­ekki vel með á nót­um þeg­ar laxeða sil­ungs­veið­ar eru ann­ars veg­ar. Því kem­ur það vel á vond­an að ­leita ­svara við ­hinni ­gullnu spurn­ingu hjá mág­konu ­minni, Sjöfn Jó­hann­es­dótt­ur: Hvað ger­ir það að verk­um að veiði­skap­ur­inn gríp­ur hug og ­hjarta fólks jafn­sterk­um tök­um og ­raun ber ­vitni um þús­und­ir og aft­ur þús­und­ir Ís­lend­inga; svo ­ekki sé tal­að um millj­ón­ ir fólks um ­heim all­an? Sjöfn hlær dátt að þess­ari barna­legu spurn­ingu blaða­manns. Seg­ir ef til vill best að ­lýsa enn nán­ar hug­ hrif­um við ána á fal­leg­um ­degi að vori, ­sumri eða ­hausti í ís­lensku um­hverfi. Og hún held­ur á­ fram og seg­ir: „Allt um­hverf­ið og áin, kyrrð­in og frið­ur­inn, gef­ur fá­gæt tæki­færi til að ­nema hið ­smáa og fal­lega í líf­inu. Ár­nið­ur­inn stöð­ug­ur, flug­an suð­ar, lít­il straum­önd synd­ ir ró­lega upp ána með ung­ana ­sína og þá allt í ­einu tek­ur lax­inn flug­una. Það er ­eins og allt stöðv­ist ­þetta and­ar­tak. Ég ­kalla ­þetta töfra­stund. ­Þessi minn­ing get­ur bú­ið með ­manni langt inn í vet­ur­inn og leng­ur. Vek­ur upp ­ljúfa end­ur­minn­ingu og ­ekki síð­ur til­hlökk­un um ­nýja og svip­aða upp­lif­un ­næsta sum­ar. End­ur­taka ­þetta allt aft­ur. ­Ekki ná­kvæm­lega ­eins því að eng­in ein veiði­ ferð er ann­arri lík. Um­hverf­ið, áin, veðr­ið og fisk­ur­inn, veiði­fé­lag­arn­ir; allt skap­ar ­þetta fjöl­breytni og til­hlökk­ un til að ­fara aft­ur. ­Þetta eru ein­fald­leg­ar rík­ar og gjöf­ ul­ar stund­ir.“ En hve­nær og hvers ­vegna vakn­aði ­þessi veiði­áhugi? spyr ég. Og ­bæti við að ég ­muni það í ­gamla ­daga að Gunn­laug­ur bróð­ir minn og ­bóndi henn­ar ­hafi ­veitt frá barns­aldri en hún ­ekki kom­ið inn í veiði­skap­inn fyrr en á ­seinni ár­um. „Já, það er al­veg rétt,“ svar­ar Sjöfn. „Áhug­inn á veiði­skap vakn­aði ­ekki strax. Við fjöl­skyld­an, við Gunn­ laug­ur og son­ur okk­ar Stef­án, höf­um æv­in­lega haft ­áhuga á úti­veru og ferða­lög­um og vor­um dug­leg að ferð­ast um okk­ar fal­lega land. Og það kom óneit­an­lega fyr­ir að Gunn­laug­ur laum­aði veiði­stöng­inni í far­ang­ur­inn og ég lét mér það vel ­líka svo ­lengi sem ég fékk fisk á grill­ið. Í ­gamla daga, þeg­ar við bjugg­um í Hafn­ar­firð­in­um, þá var gjarn­an far­ið í vötn­in um­hverf­is Hafn­ar­fjarð­ar­svæð­ ið, svo sem Kleif­ar­vatn, Hlíð­ar­vatn, Víf­ils­staða­vatn og Þing­valla­vatn, svo að nokk­ur séu nefnd. Í tveim­ur ­þeim síð­ast­nefndu lent­um við, man ég, í stórr­urriða­göng­um og ég ­neita því ­ekki að púls­inn sló þá ör­ar og áhug­inn á sjálf­um veiði­skapn­um jókst í sam­ræmi við það.“ Sjöfn og Gunn­laug­ur flutt­ust síð­an bú­ferl­um fyr­ir 24 ár­um og ­hófu störf á Aust­fjörð­um ­eins og fyrr grein­ir. Í ­landi Hey­dala, þar sem þau hjón búa, renn­ur hin gjöf­ ula Breið­dalsá. Sjöfn seg­ist ­hafa feng­ið sinn ­fyrsta lax í ­þeirri á ­skömmu eft­ir að þau hjón ­fluttu aust­ur fyr­ir tæp­ um ald­ar­fjórð­ungi. Hún seg­ist ­muna vel eft­ir ­þeirri stund. „Ég man ­þetta enn­þá vel,“ seg­ir hún. „Gunn­laug­ur fór stund­um til ­veiða í ­ánni og ­þetta var ­síðla í ág­úst­

Sjöfn með lax úr Haffjarðará.

mán­uði. ­Þetta var seinni­part dags og Gunn­laug­ur ­hafði ver­ið all­an dag­inn við ána. Ég ­ákvað að ­líta til hans og ­gefa hon­um ­kaffi og með því. ­Þetta var við ár­móta­hyl ­Tinnu og Breið­dals­ár­inn­ar. Ég ­hafði tek­ið með mér ­ílát til berja­tínslu og ætl­aði að ­dunda mér í berja­lyng­inu á með­an Gunn­laug­ur ­berði ána. Gunn­laug­ur varð kaff­inu feg­inn og sett­ist á ­þúfu og fékk sér mola­sop­ann en ­rétti mér veiði­stöng­ina á með­an. Í ein­hverri ­rælni ­reyndi ég að ­kasta út taumn­um með maðk á öngl­in­um en tókst ­ekki bet­ur en svo að hann féll nið­ur rétt fyr­ir fram­an mig. En það ­skipti eng­um tog­um að lax tók um leið. Og ­ekki nóg með það, held­ur ann­ar rétt ­skömmu síð­ar. Og þá varð ­ekki aft­ur snú­ið. Auð­vit­að var ­þetta glópa­lán ­enda hand­tök­in ­ekki gæfu­leg. Al­gjör ­lukka að fisk­ur­inn lá eig­in­lega við fæt­ur mér þeg­ar ég slengdi út fær­inu. En í veiði­skap er ­líka ­ágætt að ­vera hepp­inn ann­að slagið!“ – En ­ertu fisk­in, Sjöfn? „Það er erf­itt að ­vera dóm­ari í eig­in sök, en já, ég held ég ­geti full­yrt það,“ svar­ar prest­ur­inn af ein­lægni. „Mér tekst oft ágæt­lega upp nú orð­ið. Gunn­laug­ur er eðli­lega minn ­helsti og ­besti veiði­fé­lagi. Við er­um um margt ólík­ir veiði­menn en eig­um það hins veg­ar sam­eig­in­legt að ­vera áhuga­söm mjög á veiði­stað, jafn­vel kapp­söm. Það er að ­minnsta ­kosti þann­ig að veiði­stöng­in fær yf­ ir­leitt ­ekki ­mikla hvíld þeg­ar á veiði­stað er kom­ið!” Sjöfn seg­ir hins veg­ar að áhug­inn á lax­veið­inni ­hafi ­ekki vakn­að fyr­ir al­vöru fyrr en hún fór að ná tök­um á flugu­veið­inni. Hún seg­ir að margt ­hafi kom­ið til. „Mér ­þótti maðk­ur­inn allt­af leið­in­legt agn og ­vildi helst ­ekki ­snerta hann sjálf og kall­aði gjarn­an á eig­in­ mann­inn til að ­hjálpa mér að ­beita hon­um. Af þess­um sök­um var ég eig­in­lega ­ekki „sjálfs míns ­herra“ í veiði­ skapn­um. ­Þurfti allt­af á hjálp að ­halda og svona á „hlið­ ar­lín­unni“. Vissu­lega var gam­an að fá fisk og það var fal­legt við árn­ar en það vant­aði eitt­hvað, fannst mér. Ég var ­ekki al­veg að ná til fulln­ustu þess­ari hugs­un, að ­veiða


22 • Sportveiðiblaðið

Sjöfn glímir við lax í Hofsá í Vopnafirði.

sem ­flesta ­fiska á maðk eða spún og ­drepa allt. Ég stóð í ­þeirri trú að það ­væri að­al­mál­ið en fannst það ein­hvern veg­inn samt held­ur „stór­karla­leg“ hugs­un og hún ­náði ­ekki al­veg til mín.“ Hún held­ur ­áfram og seg­ir að sér ­hafi allt­af fund­ist eitt­hvað tign­ar­legt og fal­legt að sjá fólk ­kasta ­flugu með til­þrif­um. „Ég hélt hins veg­ar allt­af að sú list ­væri allt­of flók­in fyr­ir ­litla veiði­konu ­eins og ég var. En smám sam­ an fór ég að öðl­ast ­meiri fróð­leik og ­tækni og góð­ir vin­ir ­kenndu mér ­réttu tök­in. Og flugu­veið­in tók með föst­um tök­um, sem ­hafa hald­ið fast.“ Sjöfn seg­ist smám sam­an ­hafa séð veið­ina í ­nýju og ­breyttu ­ljósi. „Að ­veiða fisk og ­sleppa hon­um svo fannst mér frá­leitt í ­gamla daga. En það við­horf mitt og ann­arra hef­ur ­breyst mik­ið með tím­an­um. Við vit­um í dag að nátt­úru­auð­lind­irn­ar eru ­ekki ótæm­andi og það þarf að ­sýna ­mikla nær­gætni við perl­ur ­eins og lax­veiði­árn­ar okk­ar ef að kom­andi kyn­slóð­ir ­eiga að fá að ­njóta ­þeirra ­eins og við.“ Hún seg­ir að ­breytt veð­ur­far, mikl­ir þurrk­ar á sumr­ in og ­minni vor­fisk­göng­ur í árn­ar ­eigi að ­vekja okk­ur til vit­und­ar um það að f­ara ­eigi var­lega. „­Græðgi við lax­ veiði­ár á ­ekki frek­ar við þar en ann­ars stað­ar í líf­inu,“ seg­ir hún með ­þungri ­áherslu. „Við eig­um að ­reyna að ­gefa m ­ eira en við tök­um.“ Ég spyr þá í ­beinu fram­haldi hvort hún ­sleppi þá flest­um ­þeim fisk­um sem hún fang­ar. Sjöfn hlær og seg­ ir að ég ­spyrji með ­sömu van­trúnni í tón­in­um ­eins og marg­ir vin­ir henn­ar. „Það eru marg­ir sem ­líta spyrj­andi

á mig þeg­ar ég ­segi ­þeim að það ­veiti mér sér­staka ­ánægju, eft­ir að lax hef­ur tek­ið og ég hef land­að hon­um, að ­losa var­lega úr hon­um flug­una, ­mæla hann og síð­an ­hjálpa hon­um til að ná átt­um aft­ur og ­sundi í ánni. Því næst ­klappa hon­um á bak­ið og ­þakka hon­um fyr­ir skemmti­lega við­ur­eign. Og því næst sjá lax­inn ­synda aft­ur með fögr­um hreyf­ing­um í hyl­inn sinn. ­Þetta finnst mér gam­an. Að ­gefa líf frek­ar en að ­taka það, ég sleppi öllum tveggja ára laxi og stærri, en tek auðvitað í soðið og reyk af smærri fiski þar sem það er leyft.“ Enn­þá er spurn­ar­svip­ur á mér og ég spyr hvort ­þetta við­horf ­eigi ­ekki frek­ar við prest­skap­inn en veiði­skap­inn og aft­ur hlær prest­ur­inn að ­mági sín­um, mér blaða­mann­ in­um, en út­skýr­ir síð­an að það sé vita­skuld­mik­ill mun­ ur, nán­ast eðl­is­mun­ur, á veið­um til ­nytja, til að ­hafa til hnífs og skeið­ar, og svo aft­ur því sem nefnt hef­ur ver­ið sport­veiði­skap­ur. „Þeg­ar veiði­menn eru ­stunda veið­arn­ar, hvort held­ ur er í ám, vötn­um eða sjó, til að ­hafa of­an í sig og á, eða til að ­afla verð­mæta fyr­ir land og þjóð, þá ­horfa mál­in öðru­vísi við. Þá eðli­lega nýt­um við það sem nátt­ úr­an gef­ur af sér,“ seg­ir hún. „En við, sem stund­um veiði­skap­inn okk­ur til ­ánægju og ynd­is­auka, eig­um fyrst og síð­ast að ­hafa nátt­úr­una í önd­vegi og þar með vernd­ un­ar­sjón­ar­mið.“ Eft­ir þenn­an fyr­ir­lest­ur um vernd og nýt­ingu tek ég þá ­djörfu ákvörð­un að ­hætta mér inn á hið fræði­lega svið veiði­skap­ar, s.s. flugutýp­ur, veiði­að­ferð­ir og þess hátt­ar, og spyr prest­inn og veiði­mann­inn Sjöfn Jó­hann­


Sportveiðiblaðið • 23

Héraðsprent

es­dótt­ur um ­hina tækni­legu hlið í veið­inni. Og það stend­ur ­ekki á svör­um: „Mér finnst skemmti­leg­ast að fá fisk á ein­hend­una og flug­urn­ar vil ég helst ­hafa litl­ar og mér finnst gam­an að ­kasta í renn­ur frek­ar en stríð­an ­straum. Það er því oft þann­ig við veið­arn­ar að það er ég sem ­kasta þar sem slík­ar að­stæð­ur eru en Gunn­laug­ur er lagn­ari með tví­ hend­una á stór­um breið­um.“ Sjöfn rifj­ar upp að í fyrra­haust ­hafi þau ver­ið við vatns­mikla á þar sem flest­ir veiði­menn ­voru með stór­ar flug­ur ­eins og Frigga, Skrögg eða ­Sunray en samt ­hafi ver­ið treg ­veiði. Hún seg­ist í ­raun ekk­ert ­kunna á þess­ ar ­stóru flug­ur, þær ­færu ­ekki vel við ein­hend­una og því ­hafi hún freist­að þess að ­prófa ör­litla ­Collie Dog nr. 14. „Veiði­fé­lag­inn minn ­sagði mér að ­vera ­ekki að ­eyða tím­an­um í ein­hverja vit­leysu. Það ­gæti eng­inn fisk­ur séð svona lít­ið fis í svona ­miklu ­vatni. ­Þetta ­væri tíma­eyðsla. Ég þrjósk­að­ist þó við og kast­aði og land­aði strax ­fiski. Og svo strax öðr­um. Þá bað veiði­fé­lag­inn mig um að ­lána mér svona ­flugu. Sem ég ­gerði. Hann tók ­líka strax fisk.“ Sjöfn seg­ir að svip­að ­hafi gerst í Breið­dals­ánni í sum­ar. „Áin var vatns­mik­il og þeg­ar all­ir ­voru með stór­ar flug­ur próf­aði ég ­Green Butt nr. 14 og fékk fljót­lega tvo ­fiska,“ grein­ir hún frá og bæt­ir við: „Mér hef­ur allt­af ­reynst best að ­velja þær flug­ur sem ég ­nota sjálf og ­halda mig við þær. Stund­um fæ ég ­minna en aðr­ir en stund­um

Breiðdalur

…brosir við þér

fæ ég ­meira. Ég er ­býsna fast­held­in, ­hugsa ég, en ­veit þó að í veið­inni skipt­ir það ­máli að ­laga sig að breyti­ leg­um að­stæð­um. ­Þetta er nátt­úr­lega heil­mik­il stúd­ía, að kom­ast að því hvað lax­inn tek­ur ­hverju ­sinni, og það eru marg­ir mér fróð­ari um það. Hins veg­ar held ég því statt og stöð­ugt fram að lax­inn ­taki ekk­ert frek­ar eitt­hvað stórt og mik­ið held­ur al­veg ­eins eitt­hvað lít­ið og sætt! Hann ­kjósi frek­ar ­gæði en magn!“ Sjöfn seg­ist ­líka ­grípa í tví­hend­una í stór­um og breið­ um ám þar sem ­betra er að ­nota hana, t.d. í ­Eystri-Rangá. Þang­að ­fari þau hjón­in allt­af á ­hverju ­sumri í ein­stak­lega ­góðu sam­fé­lagi nokk­urra ­presta. Þau ­kalli það Presta­ veiði­fé­lag­ið! – Hver er uppáhaldsáin? „Breiðdalsáin skipar sérstakan sess. Hún býr yfir svo fjölbreyttum veiðistöðum í fallegu umhverfi og það eru svo miklar líkur á að fá tveggja ára lax plús. Mér finnst gott að veiða í ám með þægilegu aðgengi og þar er Breiðdalsáin í úrvalsflokki.“ Ég spyr í fram­hald­inu um sam­fé­lag­ið í veiði­skapn­um og hvort það ­komi ­ekki fyr­ir að sam­keppni mill­um veiði­ fé­laga ­trufli góð­an ­anda í hópn­um. Hún svar­ar því neit­ andi og seg­ir það ­heyra til und­an­tekn­inga að ákaf­inn að ­vera á toppn­um í veiði­holl­inu ­taki ánægj­unni yf­ir veið­inni fram. „Sam­veru­stund­irn­ar úti í nátt­úr­unni með góð­um vin­um eru auð­vit­að ­einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í veiði­ ferð­um. Við hjón­in höf­um eign­ast ­fjölda ­góðra ­vina í

Verið velkomin austur! Welcome to east Iceland! Willkommen in Ostisland! Bienvenue dans l’est d’Islande!

www.breiddalur.is


24 • Sportveiðiblaðið

Kastað fyrir lax í Kvörninni í Haffjarðará.

gegn­um veið­arn­ar. Því mið­ur eru kon­ur enn of fá­ar í veiði­holl­um og ég verð allt­af svo glöð þeg­ar ég kem í veiði­hóp og sé að ég er ­ekki ­eina kon­an sem er að ­fara ­að veiða. Hægt og bít­andi er ­þetta þó að breyt­ast og með ári ­hverju fjölg­ar ­þeim kon­um sem ­stunda veið­arn­ ar af ­kappi og k­ unna vel til ­verka.“ – En er ­þetta ­ekki dæmi­gert karla­sport frá alda­öðli? „Já, svona ­eins og golf og pól­it­ík?“ spyr þá Sjöfn á móti. Og bæt­ir strax við: „Jú, vissu­lega var veiði­skap­ur að stærst­um ­hluta inn­an karla­ver­ald­ar en það hef­ur sem bet­ur fer ­breyst. Ja, ná­kvæm­lega ­eins og golf­ið og pól­ it­ík­in, ­ekki satt? En í al­vöru tal­að, þá hef ég aldr­ei orð­ið þess var að karl­ar í veiði­holl­um ­taki það ­óstinnt upp þeg­ar við kon­urn­ar mæt­um til ­leiks. Mér hef­ur að ­minnsta ­kosti allt­af ver­ið vel tek­ið.“ Hún bend­ir jafn­framt á enn ­einn gam­al­kunn­an karla­vett­vang­inn, hesta­mennsk­una. „Ég man ­ekki bet­ur í ­gamla ­daga en að hesta­mennsk­ an ­hafi að ­mestu ver­ið heim­ur ­karla,“ seg­ir hún. „Það er gjör­breytt ­núna sem bet­ur fer. Það ­sama gild­ir um veiði­skap. Og flugu­veið­ar ­henta vel kon­um. Þær ­hafa mýkt­ina, ­næmni og til­finn­ing­una. Það ­geta all­ir ­veitt ef vilj­inn er til stað­ar. Það þarf ­bara að ­fara á nám­skeið og ­læra ­réttu hand­tök­in. Og í ­þessu ­eins og ­öðru þá skap­ ar æf­ing­inn meist­ar­ann. Ég er allt­af að ­læra eitt­hvað nýtt þótt ég ­hafi stund­að veið­ar ­lengi. Mað­ur verð­ur aldr­ei fulln­uma í veið­inni. Svo mik­ið er víst.“ Ég spyr hvort það skap­ist ­ekki sam­keppni ­milli ­þeirra ­hjóna, þeg­ar á veiði­skap er kom­ið en Sjöfn neit­ar því. „Nei, við gleðj­umst frek­ar yf­ir feng hvors ann­ars og hjálp­umst mik­ið að, ef þörf er á. Ég ­neita því ­ekki að það er ­miklu skemmti­legra þeg­ar við höf­um ­bæði feng­ ið fisk eft­ir að vakt er lok­ið og kom­ið er upp í veiði­hús eða tjald. Það er samt ekk­ert ein­hlítt í ­þessu og aft­ur er ­þetta spurn­ing um magn og gæði. Það get­ur til dæm­is ver­ið ­miklu skemmti­legra og eft­ir­minni­legra að ­eiga við­ur­eign við lít­inn og kraft­mik­inn lax og ná að ­landa hon­um en stórt og þungt tröll sem leggst ­bara fyr­ir.“

– En er ­þetta ­ekki rán­dýrt sport, Sjöfn? Hvern­ig get­ið þið, rík­is­starfs­menn­irn­ir, stund­að ­þetta? „Dýrt og dýrt. Jú, vissu­lega er mik­ill kostn­að­ur fólg­inn í því að ­fara í dýr­ustu árn­ar á ­besta tíma. Það er ­ekki á ­allra færi. Þess ­vegna reyn­um við að ­sæta ­færi þeg­ar ódýr­ara er, ut­an dýr­asta tím­ans, og ­eins að ­fara í ár sem eru neð­ar á verðsk­al­an­um. Best finnst mér ­líka þeg­ar kost­ur gefst á því að ­gista í veiði­skál­um og mað­ur sér sjálf­um sér far­borða. Ég hef ­enga þörf fyr­ir það að ­láta ­kokka of­an í mig í veiði­ferð­um. Við Gunn­laug­ur get­um það al­veg sjálf. Þann­ig að með út­sjón­ar­semi og dá­lít­illi yf­ir­legu þarf kostn­að­ur­inn ­ekki að ­vera venju­legu ­fólki of­viða.“ Sjöfn bend­ir ­líka á að þau ­eigi all­an út­bún­að eft­ir ára­lang­an veiði­skap. „­Þetta er okk­ar tóm­stunda­gam­an og við spör­um við okk­ur á öðr­um svið­um til að ­geta stund­að ­þetta áhuga­mál okk­ar. ­Þetta er allt­af spurn­ing um for­gang. Hjá okk­ur get­ur þriggja ­daga veiði­ferð ver­ið jafn­skemmti­ leg og hálfs mán­að­ar ferða­lag til út­landa. Ánægj­an ligg­ur nefni­lega ­ekki ­bara í þess­ari þriggja ­daga veiði­ferð, held­ ur einn­ig und­ir­bún­ingn­um, til­hlökk­un­inni, ferð­inni á stað­inn, fé­lags­skapn­um og svo auð­vit­að veið­inni. Og svo ­ylja minn­ing­arn­ar ­lengi á eft­ir. ­Þetta er ­engu líkt.“ Sjöfn seg­ir í fram­hald­inu að það ­hafi gerst að þau hjón ­hafi safn­að í lang­an ­tíma fyr­ir ferð sem varð sam­ bland af ferða­lagi á fjar­læg­ar slóð­ir og veiði­ferð. „Þá fór­um við ­alla ­leið til Arg­ent­ínu að ­veiða,“ seg­ir hún. „Það var sann­kall­að æv­in­týri. Við veidd­um sjó­birt­ing í Pata­gón­íu, í Rio ­Grande og Rio Galle­gos, og það var ógleym­an­legt að fá að kynn­ast líf­inu ­þarna, um­hverf­inu og veið­inni. Að­stað­an var ­fyrsta flokks. Góð­ir leið­sögu­ menn á staðn­um sem ­kenndu okk­ur mik­ið um flugu­ veið­ar. Fólk­ið var vin­gjarn­legt og land­ið fal­legt. Við gerð­um auð­vit­að ­fleira en að ­veiða og ferð­uð­umst ­víða um. Stöldr­uð­um t.d. við í höf­uð­borg­inni, Bu­en­os Air­es, sem er af­ar skemmti­leg borg.” „Prest­ur í veiði­galla og í ofa­ná­lag kona,” ­segi ég. „­Ekki ­beint hefð­bund­in mynd,“ ­bæti ég við. Og hún


Sportveiðiblaðið • 25 gríp­ur bolt­ann og seg­ir: „Nei, það má til sanns veg­ar færa. Ég er prest­ur í ­litlu sjáv­ar­þorpi þar sem af­koma fólks er háð fisk­veið­um og sjáv­ar­út­vegi. Ég kann ekk­ert til ­veiða á sjó. Er æv­in­lega hálf­sjó­veik þeg­ar ég fer um í ­skipi eða bát og er allt­af efst í ­huga hve­nær ferð­inni ­ljúki. Er sem sé allt­af að ­líta á klukk­una. Ein­hver ­sagði, senni­lega rétti­lega, að ­þeim leidd­ist sem ­væri allt­af að ­líta á úr­ið. Þann­ig er ég um borð í ­skipi. Í lax­veið­inni lít ég hins veg­ar helst aldr­ei á úr­ið ef ég mögu­lega kemst hjá því. Er senni­lega ­smeyk um að allt­of lít­ill ­tími sé eft­ir til veið­anna ef ég ­veit hvað tím­an­um líð­ur. Tím­inn flýg­ur nefni­lega ­áfram í góð­um fé­lags­skap og í nánd við nátt­úru ís­lenskra lax­veiði­áa.“ „Nánd­in við nátt­úr­una er samt hin ­sama hvort sem ver­ið er við veið­ar á sjó eða við á,“ bæt­ir prest­ur­inn við. „Ég held jafn­vel að ég ­skilji sjó­mann­inn svo­lít­ið bet­ur ­vegna þess að ég ­þekki sjálf ­þessa til­finn­ingu sem fylg­ ir veiði­mennsku; þess­ari til­hlökk­un og ­spennu veiði­ manns­ins – og vel­líð­an og þakk­læti þeg­ar vel veið­ist.“ – Þú tal­ar um veiði­skap­inn með mik­illi virð­ingu, jafn­ vel lotn­ingu. Er jafn­vel eitt­hvað Guð­legt við ­þetta? „Þú seg­ir það. Allt gang­verk nátt­úr­unn­ar er vita­skuld verk Guðs og vissu­lega ­voru læri­svein­ar ­Jesú fiski­menn á Ge­nes­ar­et­vatni og Jes­ús fylgd­ist með veið­um ­þeirra og afla. Fisk­ur­inn, áin og nátt­úr­an eru allt ­hluti af góð­um Guðs­gjöf­um. ­Þessi dul­úð, djúp­ið í ám, leynd­ar­dóm­ur­ inn, hvað tek­ur fisk­ur­inn og af ­hverju, hvað er að ger­ast ­þarna ­niðri í ­köldu ár­vatn­inu; allt ­þetta heill­ar mig. ­Þetta minn­ir mig sum­part á að það eru til önn­ur svið en þau sem við menn­irn­ir sjá­um með ber­um aug­um, en eru ­þarna í ­heimi Guðs. Sumt verð­ur ­ekki séð eða skýrt með

orð­um, en er ­þarna. Og mað­ur hætt­ir ­ekki að ­velta því fyr­ir sér hvað er ­þarna ­niðri og ­ekki síð­ur hvað er ­þarna uppi! Þá tilheyrir mínum sóknum bænda­fólk í sveit­unum sem hefur alist upp við veiðiskap og nábýli við náttúr­una og finnst eðlilegt að presturinn standi við ár og veiði, enda vant því að prestar taki sér ýmislegt fyrir hendur eins og venjulegt fólk.“ Mér fannst við ­hæfi að ­ljúka spjall­inu á þess­um kristi­legu nót­um ­enda Sjöfn Jó­hann­es­dótt­ir, prest­ur á Djúpa­vogi, upp­tek­in kona. Hún ­þurfti að ­ljúka við að ­semja ­ræðu þenn­an ­sama dag og við tók­um tal sam­an. Það var út­för í kirkj­unni á Djúpa­vogi dag­inn eft­ir. Og að ­kveldi ­næsta dags ætl­uðu þau hjón að ­hleypa heim­ drag­an­um á nýj­an leik. Nú á Vest­firð­ina, þar sem ný æv­in­týri ­biðu á bökk­um lax­veiði­áa. Þar var áform­að að ­stunda veið­ar um nokk­urra ­daga ­skeið og síð­an aust­ur aft­ur; þá í Vopna­fjörð­inn, að Hofi, þar sem son­ur ­þeirra ­hjóna, ­séra Stef­án Már Gunn­laugs­son, já, ­líka prest­ur, þjón­ar og býr á ­Hofi ­ásamt eig­in­konu ­sinni. ­Lilju Krist­ jáns­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ingi. Sjöfn seg­ir mér að þar ­verði líf og fjör því að þrír af fjór­um son­ar­son­um ­haldi þá upp á af­mæli sín, ­þeir tví­bur­arn­ir Her­mann ­Ingi og Krist­ján og einn­ig ­elsta barna­barn­ið, Gunn­laug­ur Örn. ­Yngsta barna­barn­ið, Þor­kell Fann­ar, sem er að­eins 9 mán­aða, held­ur vafa­laust ró ­sinni þrátt fyr­ir há­vaða­söm barna­af­mæli. Hitt grun­ar mig þó að þau prests­hjón­in, Sjöfn og Gunn­laug­ur, ­eigi eft­ir að ­líta nið­ur að Hofs­ánni ann­að slag­ið og ­kanna að­stæð­ur hjá lax­in­um ­milli þess sem þau ­njóta sam­vista við prests­hjón­in að ­Hofi og barna­börn­in sín. v

Langá á Mýrum Veiði í fallegu umhverfi

Lax ehf Suðurlandsbraut 18 s. 534 2030, 894 4047 palli@lax.is

www.svfr.is Háaleitisbraut 68 s. 568 6050 halli@svfr.is


Þurrfluguveiðar

26 • Sportveiðiblaðið

Mörg eftirminnileg augnablik lifa frá síðasta sumri, tvö standa uppúr og annað er þetta: Það er snemma morguns, enn er langt í áttafréttir þegar bíllinn skrönglast niður moldarslóða að ánni og Guðrún Gunnars á Rás 1 að syngja lag eftir Vreeswijk. Stelkur og tjaldur í túni að tína maðka, spói, rjúpa og ær í mó, öll með afkvæmi. Við hylinn er logn. Himinn þungur af skýjum yfir, áin ekki blá heldur dökk og tekur lit af brekkunum á móti, dimmgræn. Ég finn að það hlýnar hratt eftir næturkulið sem þokan bar með sér, þokan sem nú er farin. Þögn yfir ánni. Þar sem bleikjurnar liggja er engin hreyfing. Ég rölti rólega út á ökkladjúpt vatn. Skammt frá er strengur undan dauðu vatni og þangað sendi ég flugurnar. Fremst er CDC-þurrfluga, uppáhaldið mitt, sem viðhengi hef ég blóðorm sem gefið hefur þær nokkrar undanfarna daga, rauður með kúluhaus. Kúluhausinn dregur þurrfluguna ekki niður því hún hefur mikið flotmagn og þetta er hrægrunnt vatn, ætli blóðormuninn skralli ekki bara með malarbotninum? Í fyrsta rennsli kemur bleikjuhaus upp úr grænum strengnum, kíkir á þurrfluguna og lætur sig sakka. Í næsta rennsli tekur hún blóðorminn. Jæja, ætli hún sé ekki [ Texti: Stefán Jón Hafstein ]

spennt fyrir þurrflugunni? Það gat svo sem vel verið. Hér var engin uppitaka, lognspegillinn yfir hylnum laug engu um það. En aðstæður breytast hratt lífríkinu í hag. Það væri undarlegt skordýr sem ekki færi á stjá við hækkandi hitastig og lækkandi vatn. Meðan ég landaði bleikjunni fylgdist ég með hylnum en enginn fiskur vakaði. Þegar ég rölti aftur út á punktinn minn sá ég glampa af bleikjukviði þar sem hún velti sér á metradjúpu vatni skammt fyrir neðan staðinn þar sem hin tók. Við höfðum séð þessa glampa oft síðustu daga. Fiskar að velta sér og hagræða eða elta æti undir yfirborði koma upp um sig svona þótt langtímum saman séu þeir ósýnilegir mönnum og fuglum. Þetta var stærsti glampi sem ég hafði séð til þessa, greinilega væn bleikja og í skotfæri. Það lá beint við að senda púpu með kúluhaus niður undir botn og láta rúlla í átt að fiskinum sem ég vissi nákvæmlega hvar lá. En þurrflugan var á og blóðormurinn líka 50 sentimetrum ofar. Ég valdi að láta þurrfluguna lenda metra fyrir ofan þar sem glampaði og renna beint yfir fiskinn. Þetta var draumataka. Flugan flaut í hægri straumgárunni, ég sá hana vel og fiskurinn lyfti sér á móti henni, kom með haus og fremra bak


Sportveiðiblaðið • 27 uppúr, tók á uppleið og lét sig síga hægt niður af fullkomnu öryggi; færið var svo stutt að ég sá augasteininn í bleikjunni þegar hún greip. Ég brá hægt og rólega við meðan hún lét sig síga og það var þá að hún fann að eitthvað var að: Línan hvarf út af hjólinu og ég var kominn langt niður á undirlínu áður en slotaði. Slíkur var spretturinn.

Skemmtilegast af öllu – og einfalt Fyrir þetta atvik er ég þakklátur því skemmtilegri gerist fluguveiði ekki. Bleikjan var sú stærsta í ferðinni, vel tvö kíló og feit, hún fór tvisvar út með alla línu og barðist svo vel að ég hálfsá eftir að lóga henni en það fór nú af þegar ég bauð vinum að snæða hana í kveðjuboði. Þetta var líka lærdómsrík stund. Ég veðjaði á þurrflugu þótt enginn fiskur væri uppi að taka þegar mig bar að. Mér fannst bara svo líklegt að við þessar aðstæður myndi hægt að plata bleikjuna upp. Svo fyrsti lærdómur er þessi: Silungurinn tekur þurrflugu þótt hún sé ekki á matseðlinum þá stundina og það sem meira er: Stundum vill hann bara þurrflugu þegar allt annað klikkar. Hafi mér tekist að gera þessa lýsingu þannig að viðvaningar í fluguveiðum haldi að þarna hafi verið framinn sérstakur galdur biðst ég afsökunar. Þurrfluguveiðar eru sveipaðar dulúð umfram aðrar fluguveiðar af því að ég og aðrir látum svo drýgindalega yfir. Skömmu eftir þessa veiðiferð sat ég á hljóðskrafi við veiðimann sem var nýkominn úr firnagóðum bleikjutúr þar sem allt var veitt andstreymis á kúluhausa. Við að hlusta á þurrflugusöguna mína hristi hann höfuðið mæðulega og stundi: Ég kann ekkert að veiða á þurrflugu, mig hefur alltaf langað til að prófa. Þessum góðvini mínum sagði ég einföld sannindi: Ef þú getur veitt á kúluhausa andstreymis getur þú fullvel veitt á þurrflugu, þú gerir alveg eins, nema nú flýtur flugan í yfirborðinu en sekkur ekki til botns! Það er allt og sumt.

Aðeins flóknara dæmi Reyndar er dæmið aðeins flóknara en til að koma góðkunningja mínum á hljóðskrafinu af stað varð ég að lofa smávegis upp í ermina í þágu góðs málefnis. Lítum því nánar á. Þurrflugan er ólík öðrum flugum að því leyti að hún sekkur ekki undir yfirborð heldur flýtur ofan á því og fiskurinn sækir hana upp. Veiðin er að þessu leyti lík gárubragði í laxveiðum nema að almenna reglan er sú að þurrflugan á EKKI að gára yfirborðið heldur að sitja á því prúð og pen eins og prinsessan á bauninni. Í straumvatni á hún að fara eins og hvert annað rekald, á stöðuvatni situr hún hreyfingarlaus í vatnsfilmunni (nema í þeim undantekningartilvikum þegar maður gefur henni örlítið líf með því toga undurvarlega). Það sem veiðimaður þarf að varast er að koma upp um fluguna sem gerviflugu og tilkynna fiskinum að þetta sé plat. Fiskurinn fær viðvörun ef línan togar í fluguna í ánni og óeðlilegt rek myndast eða flugan gárar frá sér, þetta er fyrsta víti. Annað víti er ef taumurinn er sýnilegur beint upp í auga flugunnar og birtist fiskinum eins og rák á yfirborðinu. Flugan á að sitja á yfirborðinu, taumurinn á að vera ógagnsær

undir því. Ég mæli því með grennsta taumi sem menn leggja í og hafa ,,súperstrong flúorkarbontaumar” reynst mér vel. Þegar flugan er hnýtt á tauminn er best að þræða hann upp í gegnum auga flugunnar fyrst, þannig vísar taumurinn niður þegar hnúturinn er hnýttur. Næsta víti til að varast er að nota þungar línur sem skella á vatnsborðinu. Ef við veiðum í djúpum hyljum með straumflugum er þetta ekki vandamál, lína sex eða átta er í lagi. En við aðstæður, eins og ég lýsti að ofan, liggur fiskur á grunnu vatni og svamlar nærri yfirborði. Hann verður mjög var við hverja hreyfingu í grennd. Léttur búnaður hjálpar því mjög. Fjórða vítið er svo það sem flestir glíma við: Að halda flugunni nægilega vel á floti. Að því skal ég koma sérstaklega á eftir.

Búnaðurinn Þennan umrædda dásamlega morgun veiddi ég sem oftar á Thomas and Thomas fjarka (sem þýðir að línan var af þyngd #4). Þetta er sterk stöng og dýr sem auðveldlega slæst við smálax, hún er hröð svo það er létt að kasta langt og hitta vel en ég hefði alveg eins geta verið með ódýru, litlu stöngina sem ég fékk á útsölu í Ameríku einu sinni. Trixið liggur ekki í stönginni heldur því að koma flugunni varlega fyrir fiskinn. Þess vegna splæsi ég óhræddur í nokkuð dýran, tilbúinn taum, frammjókkandi sem endar í 4x sverleika. Það er hæfilega fínn taumur (styrkur 6–8 pund) en stundum hef ég þurft að fara niður í 6x frammjókkandi taum (styrkur 3 pund) í glæru vatni með mjög smáar flugur. Stöldrum við tauminn. Maður keyrir 900 km í veiðitúr, með stangir, hjól, vöðlur og flugur fyrir hundruð þúsunda í skottinu, og þá má maður ekki vera nískur á að kaupa dýran og góðan taum fyrir draumatökuna. Tilbúnir, frammjókkandi taumar leggjast vel fram án fyrirhafnar. Línan þennan morgun var bara létt flotlína (auðvitað, flugan á að fljóta) og hjólið einfaldasta gerð af silungahjóli sem hvergi myndi vekja eftirtekt nema fyrir hógværð. Ég tel að maður eigi að leggja þeim mun meira í græjurnar sem þær koma nær fiskinum þegar hann tekur. Þannig á flugan að vera í heimsklassa, taumurinn frábær, línan úrvals, stöngin þokkaleg, og hjólið má vera fyrir neðan meðallag.

Heimsklassinn Og þá erum við komin að flugunni. Þurrflugunni sjálfri. Ég nota langmest heimsklassa þurrflugur. Þeim kynntist ég fyrir mörgum árum hjá hönnuðinum sjálfum og hef ekki verið samur og jafn veiðimaður síðan. Þetta eru CDC-flugur, (Cul de Canard) sem gerðar eru úr fjöðrunum sem umkringja kirtilfjöður andarinnar og geyma fituna sem hún smyr á hinar fjaðrinar. Marc Petitjean (www. petitjean.com) er kallaður Mister CDC og það er hann. Hann notar ekkert annað efni í flugur. Flotmagnið er ekki eini höfuðkostur þessara fjaðra heldur líka það hve líflegar þær eru og fínlegar. Með því að eiga úrval af CDC-flugum þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að flugan sökkvi. Um CDC-flugurnar hef ég skrifað mikið á flugur.is. Þær eru dýrar en langbestar. (Til að halda öllu til haga verð ég að skýra frá því að til eru veiðimenn sem eru mér


28 • Sportveiðiblaðið algjörlega ósammála og fatta alls ekki þetta með CDC-fjaðrir, það er þeirra vandamál). Ekki þarf að smyrja CDC-flugur. Ef fiskur tekur skola ég fluguna vel eftir töku og falskasta nokkrum sinnum og hún er sem ný. Það er samt eitt atriði sem vert er að minnast á og stundum er mikilvægt: Hversu hátt flugan situr á vatninu. Stundum vill fiskurinn að hún sitji lágt og þá skiptir ekki máli að flugan sé aðeins orðin blaut. En stundum verður hún bókstaflega að sitja hátt og þá er langtbest að skipta yfir í ónotaða flugu meðan hinar blakta á brjóstinu á manni og þorna til næsta brúks. Ég kýs að því hafa nokkuð margar í takinu hverju sinni, jafnvel af sömu stærð og gerð.

Þegar ekkert annað dugar Reyndir veiðimenn hafa þrásinnis lent í aðstæðum þegar ekkert þýðir að sýna neitt nema þurrflugu. Næsta dag í umgetnum veiðitúr gerðist einmitt það, á öðrum stað. Við vorum í árósunum og hringir uppi. Ég hafði verið að leita að torfunni með bleikum nobbler (öruggara getur það ekki verið) og ekki fengið högg. Sem viðhengi hafði ég blóðorm og hafði náð að festa í einni eða tveimur á hann. Nú lygndi og hringir voru allt í kringum okkur þrjú. Petitjean-flugan fór undir og ég kastaði henni þangað sem fiskurinn var, alls staðar og hvergi. Og það var einmitt þetta hvergi sem ekki dugði. Hann tók ekki. Ekki nema þegar maður náði að kasta beint á hringinn þar sem fiskurinn hafði sýnt sig. Og þá tók hann án undantekningar. Þurrflugan lenti í auga hringsins miðju, maður hélt niðri í sér andanum og svo kom haus á bleikju uppúr og flugan hvarf ofan í hann. Þá hélt maður andanum aðeins lengur og lyfti svo hægt til að festa í meðan bleikjan lét sig síga niður. Bingó bingó bingó. Þetta kallast raðfullnæging. Þarna dugði hvorki Heimasæta, nobbler né Peacock því allt var þetta reynt. Hún vildi þurrflugu. Þess vegna verða allir góðir veiðimenn að standa klárir á því, þegar aðstæður bjóðast, að skipta úr straumflugum og kúluhausum yfir í draum allra drauma í fluguveiði.

Er þetta allt og sumt? Nei. Þetta er bara byrjunin. Sportveiðiblaðið er ekki með ótakmarkað rými og þá kemur Veraldarvefurinn að góðum notum. Á flugur.is er fjöldi greina um þurrflugur og þurrfluguveiðar þar sem farið er bæði í tæknileg smáatriði og veiðiaðferðir því þær eru nokkrar til viðbótar þeim sem ég hef rakið hér til einföldunar. Mér hefur til dæmis reynst frábærlega vel að veiða á þurrflugur rétt undir yfirborði með hægum inndrætti þegar annað bregst. Notin eru því mörg. Valið á flugu er líka tengt miklum galdrasæringum. Ég hef gefið það einfalda ráð að menn þurfi að eiga að lágmarki svartar flugur (Black Gnat), brúnar, til dæmis Evrópu eða Lensmann, og gráar, svo sem Moskító, og þá sé ekki slæmt að eiga hvíta. En fyrst og fremst þurfa menn að mínu mati að eiga CDC-flugur eftir Marc Petitjean og þá þessar tvær: MP 52 og MP 54 í nokkrum stærðum. Ef menn eiga þær eru hinar bara til vara. (Ég á sjálfur helling af varaþurrflugum! Stundum enda ég bara á Maurnum og veiði vel.) En hver hefur sína sérvisku. Umfram allt er að reyna – og finna brosið færast yfir andlitið þegar draumatakan kemur. Þangað til næsta vor er að láta sig dreyma og lesa sér til. v

Hvaða þurrflugur þarf maður? Lágmarksfloti er í þremur litum: svört, brún og grá. Black Gnat er öruglega sú alhliða þurrfluga sem flestir nota, hún og Maurinn eru góðar í svörtu, Evrópa, Lensmann og March Brown í brúnleitu, Moskító í gráu. En úrvalið er endalaust. Bestar eru CDC-flugur að mati höfundar því þær fljóta vel og eru mjög náttúrulegar. Margir eru hræddir við stærð þurrflugunnar, þarf hún alltaf að vera agnarsmá? Nei. Það er ágætt að byrja í stærðum 12–16.

Hvar er hægt að lesa meira? Á flugur.is (www.flugur.is) er heill greinaflokkur um þurrfluguveiðar og auðvelt að finna hann. Þá er vefsíðan www.petitjean.com góð kynning á CDC-flugum, hvort sem menn kaupa þær þar eða annars staðar.

Hvenær veiðir maður á þurrflugu? Það er misskilningur að einungis sé hægt að veiða á þurrflugu í logni ef fiskur sýnir sig uppi. Fiskurinn kemur oft upp í þurrflugu þótt hann líti ekki við öðru agni og skiptir þá engu hvort það er í hávaðaroki og rigningu eða logni. Best veiðist á þurrflugu í fremur hlýju veðri ef vart er við klak skordýra, fylgist því vel með. Heilræði er að skoða skordýrin sem klessast á framrúðu og stuðara bílsins þegar ekið er á veiðistað. Þar er matseðill fiskanna í hnotskurn.

Fiskurinn tekur ekki, hvað þá? Fiskur að vaka úti um allt en tekur ekki? Smækkaðu fluguna, mjókkaðu tauminn og láttu hann sitja undir yfirborði. Kastaðu beint á upptakið. Í straumvatni má línan ekki toga í fluguna, rekið á að vera frjálst. Auðvelt er að fá gott og eðlilegt rek með því að kasta upp fyrir sig og láta reka til sín meðan maður tekur inn línuslaka. Þegar þurrflugu er kastað er gott að miða fyrir ofan vatnið og kippa örlítið í línuna þegar flugan er komin fram. Þannig myndast slaki á taumnum þegar flugan svífur fallega niður, í stað þess að lemjast á yfirborð vatnsins og maður þarf ekki að óttast að straumurinn taki fluguna strax á óeðlilegt rek. Á stöðuvötnum er um að gera að huga vel að því hvernig taumurinn liggur. Ef hann skárar vatnsfilmuna má kippa aðeins í fluguna til að fá tauminn niður. Þá kemur sér vel að nota flugur sem hafa mikið flotmagn svo sem CDCflugur.

Tekur lax þurrflugu? Heldur betur! Stundum er þrautalendingin að kasta bústinni þurrflugu á dauðan hyl og láta reka yfir sofandi lax. Sjóbirtingur líka, jafnvel í drulluskítugu vatni!


Kjarrá og Þverá eru með gjöfulustu laxveiðiám landsins, þar veiðist að meðaltali tveir laxar á stöng á dag. Árnar eru mjög fjölbreyttar. Lygnir hyljir, breiður og straumharðir strengir, og landslagið á engann sinn líka hér á landi.

Sími: 587-0860 | Fax: 568-0645 | spordur@spordur.is | www.spordur.is

hönnun:origami

Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar í einu glæsilegasta veiðihúsi landsins. Matargerðin er annáluð, herbergin eru tveggja manna með baði. Gufubað og heitir pottar ylja veiðimönnum í lok dags.


30 • Sportveiðiblaðið

– VEIÐI­STAЭALÝS­ING

Tungu­fljót er vatns­mik­il berg­vatns­á sem á upp­ tök í Svarta­hnúks­fjöll­um, fell­ur ­milli Bú­lands- og Ljóts­staða­heið­ar til byggð­ar og sam­ein­ast Ása-Eld­vatni á lág­lend­inu. Ása-Eld­vatn er væn kvísl úr Skaft­á og þar ­verða því vatna­mót berg­ vatns og jök­ul­vatns. Fyrr­um ­voru vatna­mót­in langt ­niðri á aur­um og þar ­voru mikl­ar veiði­ slóð­ir en með tíð­um Skaft­ár­hlaup­um hef­ur ­rennsli Ása-Eld­vatns í Tungu­fljót ­breyst, það hef­ur færst ­miklu mun of­ar og fært veiði­stað­inn með sér. ­Niðri á aur­um fell­ur Hólms­á í árn­ar sam­ein­að­ar og heit­ir fljót­ið eft­ir það Kúða­fljót.


Sportveiðiblaðið • 31 Tungu­fljót er ­veitt með fjór­um stöng­um og er veiði­mönn­ um nokk­uð í sjálfs­vald sett hverj­ar skipt­ing­ar eru. Ein­ kenni hins fisk­genga svæð­is Tungu­fljóts er að þar eru frek­ar fá­ir veiði­stað­ir en stór­ir. Bjarn­ar­foss er tal­inn ­efsti stað­ur fyr­ir sjó­göngu­fisk. Sjó­birt­ing­ur er meg­in­fisk­ur fljóts­ins en einn­ig er reyt­ing­ur af ­laxi og fyrr­um var tals­ vert af sjó­bleikju en ­henni hef­ur fækk­að mjög síð­ustu ár­in. Stað­bund­in ­bleikja er einn­ig í ánni, mest í Bjarn­ ar­fossi, og er hún yf­ir­leitt smá. Stað­bund­inn ­urriði finnst í nokkr­um ­mæli í of­an­verðu fljót­inu. Rétt of­an við Bjarn­ar­foss eru ­tveir hylj­ir, fal­leg­ir báð­ir ­tveir, Bryggju­hyl­ur og Stang­ar­hlaup, rétt neð­an gljúf­urs sem er svo þröngt að áin er ­ekki stang­ar­lengd á breidd­ina og dýp­ið eft­ir því. Litl­um sög­um fer af því að sjó­birt­ing­ur ­hafi ­veiðst fyr­ir of­an foss þó að flest­um finn­ist að hann ­eigi að ­ráða við foss­inn. Aft­ur á ­móti er nokk­uð af stað­bundn­um ­urriða á þess­um slóð­um sem get­ur ver­ið vænn. ­Sömu ­sögu er að ­segja um fljót­ið of­ an við um­rædd ­þrengsli. Þar fell­ur fljót­ið um slétt­lendi um hríð og þar er hægt að ­reka í ­urriða. Ann­að gljúf­ur, einn­ig stór­feng­legt, er þar fyr­ir of­an og í því Titju­foss. Erf­itt er að at­hafna sig þar en foss­inn telst ­efsti veiði­stað­ ur fljóts­ins. Neð­ar eru að­gengi­legri hylj­ir, t.d. Fremsti­ hyl­ur og Mið­hyl­ur. Sem fyrr seg­ir fer eng­um sög­um af sjó­birt­ingi á þess­um slóð­um en ef hann er treg­ur ­neðra þá eru stað­bundn­ir urrið­ar efra. Við skoð­um ­núna fisk­genga ­hluta Tungu­fljóts og stöldr­um við ­helstu veiði­staði. Byrj­um efst og fær­um okk­ur neð­ar.

Bjarn­ar­foss Fal­leg­ur, breið­ur, ekk­ert ro­sal­ega hár, en stöl­lótt­ur og marg­slung­inn. Áin nær þó sam­an og fell­ur í ein­um óskipt­um hörð­um streng of­an í foss­hyl­inn sem er mjög djúp­ur efst og er djúp­ur nið­ur und­ir ­miðju en fer þá að ­grynnka. ­Þarna safn­ast fyr­ir mik­ið af ­fiski og ­fyrstu göng­ ur ­strauja oft ­beint í foss­hyl­inn. Það get­ur síð­an ver­ið nokk­uð í ­næstu göng­ur og stund­um ­hvergi fisk að fá ­nema í þess­um ­efsta stað. Ýms­um leið­ist ­þessi veiði­stað­ur en aðr­ir ­elska hann. En gjö­full er hann og það er mik­ið stað­ið við hann. Hægt er að ­veiða hyl­inn frá báð­um lönd­um en flest­um finnst ­betra að ­standa að vest­an­verðu. Þar er hægt að ­vaða út á klapp­ar­nef við upp­haf strengs­ins og ­veiða ­efsta hlut­ ann. Síð­an er bakk­að í land og ­veitt nið­ur með ­landi frá eyr­inni. ­Ekki vað­ið, ­enda ­ekki hægt sök­um dýp­is. Fisk­ ur get­ur tek­ið efst og al­veg nið­ur fyr­ir miðj­an hyl og sjó­birt­ings­torf­an ligg­ur sam­fleytt á öll­um þess­um ­kafla. Þeg­ar ­kvölda tek­ur er hægt að ­setja í ­fiska mun neð­ar, að­al­lega þó nær aust­ur­bakk­an­um. Þá má einn­ig oft sjá birt­inga ­stökkva við­stöðu­laust, tíma­bund­ið, í ­litlu ­keri fast við aust­ur­land­ið þar sem foss­bun­an bun­ar nið­ur. Þar er þó örð­ugt að s­ tanda að veiði­skap. Sum­um finnst ­betra að ­veiða að aust­an og ef vöxt­ur er í ­ánni er það gjarn­an ­eina leið­in. Þá ­fara menn efst og ­kasta það­an af brún­inni og síð­an nið­ur með, eft­ir því sem vatns­hæð­in leyf­ir, og stað­ur­inn kembd­ur þann­ig al­veg nið­ur á brot. Við þær að­stæð­ur er gott að ­hafa í [ Texti: Guðmundur Guðjónsson Ljósmyndir: Úr safni SVFR ]

­ uga að fisk­ur er ­ekki í ­mesta straumn­um, held­ur til h hlið­ar og þar sem var er að ­finna.

Klapp­ar­hyl­ur og Björns­hyl­ur Þess­ir stað­ir ­gefa ­sjalda fisk nú orð­ið en báð­ir ­líta ágæt­ lega út ­engu að síð­ur. ­Þeir ­detta þó inn ­öðru ­hverju sem seg­ir okk­ur að það ­mættu ­kannski ­fleiri ­reyna þá oft­ar. ­Þeir gleym­ast ör­ugg­lega tíð­um og ­gerðu menn þó vel að skjót­ast í þá ­milli þess að ­þeir ­hvíla foss­inn og Breiðu­ for, því að ör­stutt er á ­milli ­staða hér.

Breiða­for ­ etta er marg­slung­inn veiði­stað­ur sem um langt ára­bil Þ hef­ur ver­ið ­einn af ­bestu veiði­stöð­um ár­inn­ar. Þó að hann sé skammt neð­an við Bjarn­ar­foss verð­ur hann oft­ast virk­ur tals­vert á eft­ir foss­hyln­um. Efst í Breiðu­for fell­ur rauða­mýr­ar­læk­ur í ána að aust­an og þar nið­ur af ­hafa menn oft sett í laxa. Gott er að ­kemba ána þar með ­þungri ­Snældu eða því­um­líku. Brátt er kom­ið að stór­um mó­bergs­kletti úti í ­miðri á og öðr­um nokkr­um metr­um fyr­ir neð­an en sá ligg­ur ögn nær aust­ur­land­inu. Á ­milli ­þeirra er mik­ill hyl­ur og hef­ur ­þessi hyl­ur ­lengi ver­ið mik­il veiði­slóð. Fisk­ur hef­ur leg­ið í hyln­um sjálf­um og und­ir og ut­an í ­neðri klett­in­um. Und­ir klett­in­um að of­ an­verðu er mik­ill skáp­ur sem get­ur ­geymt mik­ið af ­fiski sem menn ­koma alls ­ekki ­auga á en kem­ur í leit­irn­ar þeg­ar ­halla tek­ur ­degi og er enn oft á stjái að ­morgni dags er menn ­mæta til ­starfa. Aust­ur­bakk­inn er hár mold­ar- og mó­bergs­vegg­ur og er ­verra að ­veiða und­ir hon­um held­ur en á vest­ur­bakk­ an­um þar sem er þægi­leg mal­ar­að­staða. Samt má ­færa góð rök fyr­ir því að Breiða­for sé ­ekki full­reynd ­nema frá báð­um bökk­um því að töku­stað­ir eru í hyln­um ­nærri aust­ur­land­inu sem erf­itt er að ­kemba ­nógu vel frá eyr­ inni. Þeg­ar ­veitt er frá eyr­inni get­ur fisk­ur tek­ið um all­an hyl en oft er heit­ast rétt of­an við ­neðri klett­inn og þeg­ar agn­ið svif­ar fyr­ir of­an hann og til hlið­ar við hann. Enn frem­ur er veiði­legt nokk­uð langt þar nið­ur af en þá í straumn­um sem fell­ur með aust­ur­bakk­an­um. Er gott að ­vaða út ­nokkru fyr­ir neð­an ­neðri klett­inn, út á grunn­an mal­ar­hrygg og upp eft­ir aft­ur, lang­leið­ina að klett­in­um og ­kasta það­an að aust­ur­land­inu, ­veiða sig síð­an þar nið­ur með. ­Þarna eru nokk­ur lít­il klapp­ar­nef og skvomp­ur og gjár þar sem fisk­ur ligg­ur mjög oft, sér­ stak­lega þeg­ar vatn er í rúm­lega með­al­hæð eða ­meira. Þenn­an ­hluta má einn­ig ­veiða með því að klöngr­ast und­ir brött­um bakk­an­um aust­an meg­in. Það er erf­ið­ara ­vegna pláss­leys­is og svo eru menn mun nær fisk­in­um og ­eiga á ­hættu að ­styggja hann.

Búr­hyl­ur Rétt of­an við Búr­hyl renn­ur kvísl til vest­urs og fer inn und­ir hlíð ­þeim meg­in. Áð­ur rann þar mun ­meira vatn og þar var áð­ur fræg­ur stað­ur, Fe­starf­or, sem gef­ur nú að­eins ­stöku fisk þeg­ar flóð eru í ­ánni eða mjög ­seint á haust­in. Megn­ið af vatn­inu fer hins veg­ar of­an í Búr­hyl sem er af­ar fal­leg­ur hyl­ur með­fram ­kjarri vax­inni hæð að aust­an­verðu.


32 • Sportveiðiblaðið Streng­ur­inn fyr­ir of­an hyl­inn er lang­ur og stund­um má sjá ­laxa ­stökkva þar. Þar ­hafa ­veiðst lax­ar en ann­ars er best að ­veiða frá því að stór og mik­ill ­steinn breyt­ir strengn­um of­ar­lega og nið­ur und­ir miðj­an hyl þar sem stór­ir stein­ar eru í fjöru­borð­inu aust­an meg­in. Einn­ig get­ur fisk­ur tek­ið neð­ar ef mik­ið vatn er í fljót­inu. Búr­ hyl­ur er lík­lega ­einn ­besti laxa­hyl­ur ár­inn­ar og gef­ur oft­ast ­nokkra laxa. Nokkr­ir birt­ing­ar ­gefa sig þar ­líka flest ­haust en ­þetta er samt ­ekki ­eins gjö­full hyl­ur og út­lit hans g­ æti bent til. Þar er þó allt­af fisk­ur. Á ­broti Búr­hyls er bíl­vað sem ­þeir ­nota sem ­ætla að aka upp í Breiðu­for og Bjarn­ar­foss og ­veiða frá vest­ur­ land­inu. ­Þarna er straum­ur mik­ill og vað­ið er vara­samt þeg­ar vex í ánni. Þess ­vegna eru um­rædd­ir hylj­ir oft að­eins veið­an­leg­ir frá aust­ur­land­inu. Menn eru hvatt­ir til að ana ­ekki út í vað­ið ef rignt hef­ur hressi­lega og vax­ið í ánni, ­vaða að­eins út fyrst og ­ágæt við­mið­un er, að ef menn ­geta ­varla fót­að sig fyr­ir ­flaumi þá er við­bú­ ið að jepp­inn ­taki hressi­lega á sig.

Graf­ar­vað Frá Búr­hyl fell­ur áin eft­ir eyr­um og með lág­um bökk­um að ­beygju þar sem kvísl­in frá Fe­starf­or kem­ur aft­ur og bland­ast meg­in­vatn­inu. Fyr­ir neð­an beygj­una fer áin með gras­bakka að vest­an en v­ eitt er frá e­ yri að aust­an. Í beygj­unni ­sjálfri, í harða­strengn­um, er stund­um skvompa, um það bil í miðj­unni, þar sem birt­ing­ar í ­göngu ­liggja stund­um. Ann­ars er það hyl­ur­inn með bakk­an­um sem á hug ­manna. Gott er að ­miða við skilt­ið sem er á gras­ bakk­an­um en um það bil frá því og al­veg nið­ur að ­enda gras­bakk­ans get­ur fisk­ur tek­ið. ­Þetta er nokk­uð lang­ur hyl­ur með jöfn­um ­straumi og eru ­grynnri hrygg­ir á ­milli ­dýpri rása. ­Þetta er magn­að­ur veiði­stað­ur og menn ­hafa oft lent ­þarna í al­gerri mok­veiði þeg­ar fisk­ur er að ­færa sig upp ána eft­ir flóð­vatn. Graf­ar­vað hef­ur ver­ið vax­andi síð­ustu ár á með­an ­næsti stað­ur fyr­ir neð­an, Fitja­bakk­ ar, eða Hlíð­ar­fit ­öðru ­nafni, hef­ur dal­að.

Fitj­ar­bakk­ar Frá Graf­ar­vaði fell­ur áin í átt að þjóð­veg­in­um sem ligg­ ur fram dal­inn og sveig­ir síð­an í ­krappri ­beygju nið­ur með hon­um. ­Þarna er lang­ur hyl­ur sem byrj­ar í beygj­ unni, Fitjar­bakk­ar, sem gef­ur enn og held­ur ­fiski, en hef­ur samt dal­að tals­vert frá því sem áð­ur var. Fyr­ir nokkr­um ár­um rann áin með ­hærri gras­bakka að aust­an en bænd­ur ­tóku upp á því að ­styrkja bakk­ann með því að ­brjóta nið­ur ­hnausa og ­koma fyr­ir hraun­grjóts­hleðsl­ um í stað­inn og hvort sem það er skýr­ing­in eð­ur ei, þá hef­ur hyl­ur­inn ­ekki ver­ið jafn­gjö­full eft­ir það. En hann held­ur allt­af ­fiski samt sem áð­ur. Botn­inn breyt­ist ­þarna oft, t.d. var fyr­ir fá­um ár­um djúp­ur pytt­ur efst í beygj­unni og þar ­lágu fisk­ar. Veidd­ist þá m.a. ríf­lega 18 ­punda birt­ing­ur þar. ­Allra síð­ustu ár­in ­hafa Fitja­bakk­ar gef­ið best um það bil frá girð­ing­unni á aust­ur­bakk­an­um og um 20 til 30 ­metra þar nið­ur af. Best er að ­veiða hyl­inn frá eyr­inni og þá þarf að ­ganga tals­vert upp eða nið­ur með ­ánni til að ­vaða yf­ir. Sum­ir ­veiða þó af ­hærri bakk­ an­um og ­hafa ­veitt vel. Ef áin er í ­vexti eða vatns­mik­il

er sjálf­val­ið að ­veiða frá gras­bakk­an­um því að ­neðra vað­ið er djúpt og það ­efra straum­þungt. Rétt fyr­ir neð­an Fitj­ar­bakka var áð­ur veiði­stað­ur­inn Hlíð­ar­vað en þar hef­ur lít­ið ver­ið að ger­ast síð­ustu ár­in. Þó ­gerðu menn vel að ­eyða kort­éri í að ­rölta ­þessa ­stuttu ­leið og ­huga að því hvort áin sé bú­in að ­grafa út hyl­inn á nýj­an leik. ­Þarna renn­ur áin með­fram lág­um gras­bakka að vest­an en ­veitt er frá eyr­inni að aust­an. Það er all­nokk­ur ­kafli frá Fitj­ar­bökk­um og nið­ur að brú. Á ­þeirri ­leið er merkt­ur stað­ur, Gæfu­bakki. Þar er lít­ið far­ið ­vegna þess að eng­inn er veg­ur­inn þang­að og tals­vert labb og menn ­vilja ­ekki ­eyða dýr­mæt­um ­tíma sem tal­ið er bet­ur var­ið við ­hina fræg­ari ­hylji. En ­þarna var fyrr­um veiði­stað­ur og hver ­veit ­nema að ­þarna leyn­ ist fisk­ur enn?

Brú­in Það er nauð­syn­legt að rann­saka brú­ar­svæð­ið á ­hverju ári. Áin breyt­ir sér ­þarna reglu­lega og oft er stað­ur­inn nán­ast óþekkj­an­leg­ur frá ­einu ári til þess ­næsta. Fyrst ber að ­nefna klapp­ar­hól rétt of­an brú­ar að vest­an. Þang­ að til í ­fyrra rann áin þar nið­ur með að ­hluta og með­fram klett­in­um ­lágu oft fisk­ar, einn­ig und­ir klett­in­um en þar er hell­ir. Stund­um ­voru stór­ir fisk­ar þar og oft ­bleikja líka. Í ­fyrra ­hafði áin fært sig frá klett­in­um og hann stóð í ­dauðu ­vatni. Oft er veiði­von við ­báða brú­ar­stólpa. Að vest­an­verðu bein­lín­is und­ir ­brúnni en að aust­an er stund­um veiði­legt að ­kasta á horn­ið við út­fall sík­is­ins, ­veiða nið­ur og und­ ir ­brúna og að­eins nið­ur streng­inn nið­ur af ­brúnni. En, sem fyrr seg­ir, þá breyt­ist ­þetta ­svæði oft svo mik­ið að all­ir stað­irn­ir ­geta ver­ið virk­ir ­eitt ár­ið en eng­inn ­þeirra það ­næsta. Neð­an við brú er merkt­ur gam­all veiði­stað­ur, Kríu­ hólmi, en þar hef­ur áin grynnk­að mjög og lít­ið ver­ið að ger­ast þar ­seinni ár­in. ­Sama að ­segja um Efri-Hólm, eða Efri-­Hólma. En veiði­stað­ur sá sem kennd­ur er við ­SyðriHólm(a) er allt ann­ar papp­ír og ­þarna hef­ur ver­ið mögn­ uð ­veiði síð­ustu ár­in.

­Syðri-Hólm­ur eða S ­ yðri-­Hólmi. Þeg­ar ek­ið er frá veiði­hús­inu nið­ur á þjóð­veg er ­beygt nær strax til ­hægri eft­ir hálf­gerðri jeppa­slóð sem ligg­ur fram á ­bakka þar sem skóg­ar­tunga teyg­ir sig fram og held­ur ­beinni ­stefnu á Tungu­fljóti um sinn. ­Þarna nið­ur með brött­um, ­kjarri vöxn­um bakk­an­um eru vatna­mót­ in ­þessi miss­er­in. Sýn­ir það hvað best hvað breyt­ing­ar ­hafa ver­ið mikl­ar hin ­seinni ár en fyr­ir 10–20 ár­um ­voru vatna­skil­in mörg hundr­uð metr­um neð­ar. Það er breyti­ legt hvar skil­in ­liggja frá ári til árs og einn­ig breyti­legt mið­að við vor- og haust­veiði. Vatns­hæð fljóts­ins og Ása-Eld­vatns ­hverju ­sinni kem­ur og við ­sögu þann­ig að menn ­verða að ­fikra sig nið­ur með brekk­unni og ­finna hvar skil­in ­liggja ­hverju ­sinni. Þeg­ar þau eru fund­in get­ur fisk­ur tek­ið á ­stóru ­svæði sem get­ur náð nið­ur að ­beygju og jafn­vel nið­ur með ­henni ­allri og allt að út­falli Kálf­ár sem er lít­il berg­vatns­spræna er renn­ur í fljót­ið úr ­vestri.


Sportveiðiblaðið • 33

Rígvænn urriði úr Tungufljóti.

Ver­tíð­irn­ar 2007 og 2008 ­lágu ­efstu skil­in frem­ur of­ar­lega og var hægt að ­vaða all­langt út í ­tæra vatn­inu og jafn­vel yf­ir á ­eyri í ­miðju flæm­inu og ­kasta á skil­in. En til að ­veiða neð­ar þarf að ­hypja sig aft­ur til lands og ­mjaka sér nið­ur með klun­grinu og kjarr­inu sem er ­fjarri því að ­vera auð­velt og get­ur auk þess vald­ið erf­ið­leik­um þeg­ar ­landa skal ­fiski. Eru ­dæmi um að tröll ­hafi náð að ­flækja lín­um í birki­hrísl­ur á ög­ur­stundu og ­rífa sig laus. Eft­ir því sem neð­ar dreg­ur fær­ast skil­in æ nær ­landi uns þau h ­ verfa. Gott er að ­hafa í ­huga á þess­um stað öðr­um frem­ur að ­taka agn­ið ­ekki of fljótt upp úr. Í vatna­skil­un­um stund­ar birt­ing­ur­inn það að ­elta lang­ar leið­ir og ­grípa jafn­vel ­ekki agn­ið fyrr en það er kom­ið upp í harða­fjöru og hætt að s­ vifa.

Flögu­bakk­ar Flögu­bakk­ar hefj­ast um það bil við ­neðra horn­ið á ósi Kálf­ár og eru í ­beinu fram­haldi af veiði­svæði ­Syðri-­ Hólma. Ná ­þeir síð­an ­eins langt og menn kom­ast og fer eft­ir ­stöðu fljóts­ins og Ása-Eld­vatns ­hverju ­sinni. Fyr­ir nokkr­um ár­um ­lágu að­al­vatna­skil­in ein­mitt hér og ­veiddu menn þá skil­in frá ­horni Kálf­ár­óss og nið­ur að og með­ fram hólm­an­um ­stóra þar ­nokkru neð­ar. Nú er erf­itt að kom­ast nið­ur með hólm­an­um í sum­ar- og haust­vatni ­vegna þess að kvísl, sem sker leið­ina og var áð­ur vatns­ lít­il, er nú oft vatns­mik­il og hættu­leg með sand­bleytu. Þá ­liggja vatna­skil­in á sumr­in og haust­in of­ar nú orð­ið, eða við ­Syðri-­Hólma. En í vor­veið­inni er ­þetta þó venju­ lega ­heitt ­svæði þeg­ar lit­ur er ­ekki ­eins dökk­ur á Ása-

Eld­vatni og ger­ist á sumr­in og haust­in og skil­in því hér á sín­um ­gömlu slóð­um. Eft­ir því sem veið­in jókst í ­Syðri-­Hólma fyr­ir nokkr­ um ár­um dal­aði hún í Flögu­bökk­um í haust­veið­inni þó að hún ­hafi hald­ið sér í vor­veið­inni en 2006 var kom­in kvísl úr Ása-Eld­vatni sem skil­aði dá­lít­illi ­tærri rönd við Kálf­ár­horn­ið og ­nokkra ­metra nið­ur með. Óð­ar var þar kom­in ­veiði aft­ur en líkt og við ­brúna og ­Syðri-­Hólma breyt­ist ­þetta ­svæði mjög ört og verð­ur að ­skoða það al­veg upp á nýtt á ­hverju ári. Í ­fyrra örl­aði enn á þess­ari ­tæru kvísl en spurn­ing er hvort að hún sjá­ist á þess­ari haust­ver­tíð. Sem sagt, breyti­leik­inn er enda­laus og svo ­lenda menn stund­um í Skaft­ár­hlaup­um og fer þá allt á flot. ­Eina leið­in er þá að ­finna skil­in. Ein­hvers stað­ar eru þau og í hlaup­vatni fær­ast þau eðli­lega of­ar. Finn­ið skil­in og þið finn­ið fisk­inn. Á veiði­kort­um er skráð­ur veiði­stað­ur­inn ­Tangi. Á ár­um áð­ur eru mörg ­dæmi um að menn ­hafi geng­ið þang­að og sett í ­fiska. Á ­þeim ár­um ­lágu vatna­mót­in ­miklu neð­ar en þau ­gera nú. ­Tangi er ­núna langt frá ­öllu berg­vatni og þang­að ­fara fá­ir eða eng­ir meir. Eng­inn ­skyldi þó ­segja að út­lok­að sé að ­veiða þar. Birt­ing­ur­inn fer all­ur þar um og oft ­hafa menn ­veitt sjó­birt­ing í jök­ ul­vatni. Síð­ast­lið­ið vor heyrð­ist frá því sagt að ­Pálmi Gunn­ars­son ­hefði gert sér ferð nið­ur í ­Tanga og ­veitt þar vel þann­ig að mögu­leik­inn er allt­af fyr­ir ­hendi. Það er ­bara ­þessi brenn­andi spurn­ing, að ­eyða nokk­uð löng­um ­tíma í til­raun sem ­kynni að mis­tak­ast og verð­ur hver að ­eiga það við sjálf­an sig. v


34 • Sportveiðiblaðið

Snemma í ágúst, nánar tiltekið þann 5., fékk Guðrún Kristín Guðmanns­dóttir maríulaxinn sinn á ómerktum stað í Hrútafjarðará. Laxinn, sem var hængur, tók hálftommu rauða Frances-túpu á hröðu strippi. Fiskurinn reyndist 65 cm langur, lúsugur og vigtaði slétt 3,0 kíló. Guðrún er nýgræðingur í sportinu sem við elskum öll og sumarið 2009 er einungis annað sumarið hennar í fluguveiði. Sportveiðiblaðið tók Guðrúnu tali um maríulaxinn. – Til hamingju með maríulaxinn, hvernig er tilfinningin svona eftir á? „Takk fyrir það. Tilfinningin er æðisleg, sérstaklega í ljósi þess að áður en ég náði þessum á land hafði ég misst fimm laxa í löndun, fjóra í fyrrasumar og einn nú í sumar. Ég er líka glöð yfir því að fiskurinn var eins árs hængur svo að ég gat með góðri samvisku framkvæmt hefðina að bíta veiðiuggann af.“ –Já, þú hefur látið þig hafa það? „Látið mig hafa það? Það kom ekkert annað til greina og ég gerði það þarna á bakkanum undir hvatningarópum kærasta míns sem var á myndavélinni að taka athöfnina upp á myndband. Myndbandið unnum við svo í sameiningu og settum á netið fyrir vini og vandamenn að hlæja að.“ –Hvernig fannst þér að bíta uggann af? „Úff, það var ógeðslegt og ég var með þetta viðbjóðslega járnbragð í munninum lengi á eftir. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að bíða með þetta þar til við kæmum aftur í hús svo að ég hefði eins og eitt viskýskot að skola þessu niður með.“ – En segðu mér nú aðeins frá fiskinum, tökunni og baráttunni. „Það var þannig að við vorum stödd þarna við þennan streng sem er á milli Dumbafljóts og Maríubakka í Hrútafjarðará. Við höfðum fengið sitt hvora bleikjuna þarna áður og kærastinn minn var nýbúinn að landa laxi úr þessum stað. Það blés frekar stíft úr norðri og ég [ Texti: G. Bender Ljósmynd: Stjáni Ben ]

var að vesenast með að koma flugunni út. Við vorum að nota stöng fyrir línu númer fimm og það var sko ekki að hjálpa. Svo var það bara eins og fyrir einhverja hjálp að ofan að allt gekk upp og línan flaug þarna út í og túpan með. Línan flaut yfir strenginn og rétt áður en réttist úr henni strippaði ég línuna hratt inn og þá var allt í einu rifið í og allt fór í keng. Kærastinn minn gólaði eitthvað á bakkanum en ég lét sem ég heyrði það ekki. Ég var búinn að missa fimm laxa fyrir þennan og ég ætlaði ekki að gera sömu mistökin sex sinnum. Fiskurinn var hrikalega sprækur og stökk að minnsta kosti þrisvar með tilþrifum og ekki voru rokurnar færri eða síðri. Ég komst að því „the hard way“ að maður þarf að passa sig á sveifinni á hjólinu þegar fiskurinn tekur rokur, sérstaklega þegar maður er með langar gervineglur. Ég tók fast á fiskinum og þegar færi gafst strandaði ég honum bara og kærastinn minn sporðtók hann. Tóku þá við mikil fagnaðarlæti, faðmlög og kossar. Þá var komið að myndatöku og því að bíta veiðiuggann af. Ég var þrælmontin og fékk svo annan þarna úr strengnum sama daginn.“ – Glæsilegt. Það er þá hægt að segja að þú sért komin með veiðibakteríuna á háu stigi? „Heldur betur og ég stefni á meterslangan fisk á næsta ári.“ (Hlær.) v


beint í hjartastað! Rúbín kaffi er unnið úr völdum hágæða kaffibaunum frá hásléttum þekktustu kaffisvæða heims, Kólumbíu, Brasilíu, Kosta Ríka, Mið-Ameríku og Afríku.


Jak­ob Bjarn­ar Grét­ars­son ­sótti í ­fyrsta ­skipti um hrein­dýra­leyfi og fékk dýr á ­svæði ­eitt og tvö. Hann ­lenti í æsi­spenn­andi elt­ing­ar­leik við hjörð og tókst að ­fella tarf und­ir ör­uggri ­ stjórn leið­sögu­manns­ins ­Helga Jens­son­ar. ­ Jak­ob seg­ir hér und­an og of­an af ferð ­sinni­ til Aust­ur­lands nú í ­haust.



38 • Sportveiðiblaðið

Svipast um eftir hreindýrum.

„­Ertu með skot í maga­sín­inu?“ hvísl­aði ­Helgi Jens­son hrein­dýra­leið­sögu­mað­ur skip­andi við blaða­mann­inn sem lá ör­magna við hlið hans. Með blóð­bragð í ­munni. „Já,“ ­stundi ég. „­Settu það þá í byss­una. ­Þarna er flott­ur tar­fur. ­Sérðu hann?“ Það var ­eins gott að ­Svarowski-kík­ ir­inn á Vo­ere-riffl­in­um mín­um .243 virk­aði. Það var að ­skella á myrk­ur – síð­asti séns. Við höfð­ um elt hjörð í um níu kíló­metra, skríð­andi eft­ir lækj­ar­ drög­um, í stór­um bog­um, að ­teknu til­liti til vind­átt­ar. Eng­in mis­kunn hjá ­Helga sem rak mig ­áfram. Hrein­dýr eru lykt­næm og þau ber að nálg­ast áveð­urs. Nú ­blöstu nokk­ur dýr við í rúm­lega hundr­að ­metra fjar­lægð. Ég lá á mel með riff­il­inn til­bú­inn. ­Ekki mjög virðu­leg­ur því að við það að ­skríða upp á mel­inn á mag­an­um ­höfðu bux­urn­ar dreg­ist nið­ur á læri. En það var ­varla að mað­ ur ­veitti því eft­ir­tekt. Ég mið­aði og ­skaut. Há­vað­inn af skot­inu ­rauf kyrrð­ina. Það var líkt og tím­inn ­stæði kyrr. Svo tók hjörð­in á rás, mögn­uð sjón og tar­fur­inn með! ­Hafði ég ­ekki hitt? Jú, það bar ­ekki á öðru. Hann dróst fljót­lega aft­ur úr, hel­særð­ur, en var við að ­hverfa bak við ás á eft­ir hjörð­inni. „Ég tek ­eitt skot til ör­ygg­is,“ ­sagði ­Helgi og örl­aði fyr­ir spurn í setn­ing­unni. „Já, í guð­anna bæn­um,“ s­ agði ég.

­ótíma í himna­ríki hins græju­óða karl­manns – í Vest­ur­ röst, hjá hon­um In­gó. Öfl­ug­ir kúnn­ar, gír­uð­um okk­ur upp – „góðæ­ris­gír­inn okk­ar,“ ­eins og ­Mikki kall­ar allt ­þetta veiði­dót sem safn­ast hef­ur upp á til­tölu­lega skömm­ um tíma. Með­al þess hand­smíð­að­ur aust­ur­ísk­ur Vo­ereriff­ill­inn sem ­Mikki ­skírði um­svifa­laust Jós­ef í höf­uð­ið á ­landa hans, Jo­sef Fritzl, þess ­arma þrjóts, en þá með vís­an til þess að ­þarna ­væri skað­ræð­is­vopn á ferð. Við vor­um sem sagt klár­ir í slag­inn. Eða þann­ig. Ge­org Lá­russ­on hjá Land­helg­is­gæsl­unni ­hafði sagt mér frá því þeg­ar hann fór á hrein­dýra­veið­ar með ­Pálma Gests­syni leik­ara og dró ­ekki úr lýs­ing­un­um – hreysti­ menn­ið sjálft var ger­sam­lega ör­magna eft­ir elt­ing­ar­leik við hrein­dýr. Lík­am­legt form mitt var ­ekki upp á það ­besta. ­Mikki ­hafði það í flimt­ing­um að hann ­þyrfti senni­ lega að ­taka mig á bak­ið og hnýta ­reipi í horn hrein­ dýrs­ins og ­draga til ­byggða. Það gekk nátt­úr­lega ­ekki að ­ætla sér að ­vera ­eins og mæði­veik ­rolla ­uppi á heið­um, þann­ig að ég ­setti mig í sam­band við Gillze­neg­ger, lík­ ams­rækt­ar­fröm­uð­inn ­snjalla, og ­hlýddi hon­um eft­ir ­bestu getu. Það ­dugði ­varla til þar sem ég lá ör­magna við hlið ­Helga ­uppi á grýtt­um mel ­milli Snæ­fells og Vatna­jök­uls. En tar­fur­inn lá.

Skað­vald­ur­inn Jós­ef „Fritzl“

Haukf­ránn leið­sögu­mað­ur

Ferð­in á hrein­dýra­slóð ­átti sér nokk­urn að­drag­anda. Fyr­ir um þrem­ur ár­um vor­um við veiði­fé­lagi minn, Mika­el Torfa­son rit­höf­und­ur, báð­ir á starfs­loka­samn­ingi. Til­urð þess er ­saga sem ­ekki verð­ur sögð hér. En við not­uð­um tæki­fær­ið og drif­um okk­ur í að ­taka byssu­leyf­ ið, nám­skeið í með­höndl­un skot­vopna og nám­skeið á veiði­kort­ið. Veiði­mennsk­an hef­ur und­ið hratt og ör­ugg­ lega upp á sig. Og við vor­um farn­ir að ­hanga í ­tíma og

Við ­Mikki sótt­um um hrein­dýra­leyfi og feng­um báð­ir. Hann kýr og ég tarf. Bróð­ir ­Mikka, ­Ingvi Reyn­ir Bernd­ sen, fékk einn­ig ­belju þann­ig að við tók­um hann með í leið­ang­ur­inn auk bróð­ur míns, ­Atla ­Geirs, og son­ar hans Odds. Gabrí­el son­ur ­Mikka var einn­ig með í för sem og vin­ur Ing­va, Jak­ob Ein­ars­son – en ­þeir fé­lag­arn­ir báð­ir byssu­man­íakk­ar – for­falln­ir áhuga­menn um skot­vopn. Ég er ætt­að­ur af Jök­ul­dal og var þar í ­sveit. ­Frændi minn

[ Texti: Jakob Bjarnar Grétarsson Ljósmyndir: ­Atli ­Geir Grét­ars­son ]



40 • Sportveiðiblaðið

Mikael Torfason vígbúinn og klár í slaginn.

og ­nafni, Jak­ob Karls­son, er al­van­ur hrein­dýra­veiði­mað­ ur og var okk­ur inn­an hand­ar með a­ lla skipu­lagn­ingu. Við gist­um á Grund á Jök­ul­dal og lögð­um upp að ­morgni mánu­dags 17. ág­úst. Mein­ing­in var að ­fara um svæð­ið með ­Kobba og ­reyna að stað­setja hjörð en eng­ inn þekk­ir ­þetta land bet­ur en Kob­bi ­frændi – sann­kall­ að­ur fjalla­garp­ur. Veð­ur­spá­in var hins veg­ar ­ekki hag­stæð ­næstu ­daga þann­ig að ­Helgi leið­sögu­mað­ur ­ákvað að ­koma með strax þann dag – sem reynd­ist þjóð­ráð. Tals­verð súld hef­ur ver­ið á Aust­ur­landi á veiði­tím­ an­um og marg­ir ­hafa þurft frá að ­hverfa án þess svo mik­ið sem að sjá dýr sök­um slæms skyggn­is. Og ­lengi vel ­leit ­þetta ­ekki vel út. Við fór­um um ­alla Brú­ar­dali, of­an Jök­ul­dals og und­ir Brú­ar­jök­ul, á ­svæði eitt. Við kíkt­um á Kring­ils­árr­ana, grið­land hrein­dýr­anna, en nú brá svo við að þar sá­ust eng­in dýr. ­Helgi og Kob­bi ­frændi ­höfðu aldr­ei upp­lif­að það áð­ur. Hvar ­gátu dýr­in ver­ið? En þar sem við vor­um stadd­ir norð­an Háls­lóns „skóp­aði“ ­Helgi Vest­ur­ör­æf­in, svæð­ið of­an Snæ­fells, og á ein­hvern magn­að­an ­máta tókst hon­um að ­greina risa­stóra hjörð þar. Í óra­fjar­lægð. ­Smáa díla. Það ­þurfti van­an mann til þess. Stefn­an var því tek­in þang­að. Við ók­um yf­ir virkj­un­ina á ­svæði tvö og upp að Snæ­felli þar sem ­betra út­sýni var yf­ir svæð­ið. Það bar ­ekki á öðru. ­Þarna ­voru stór­ar hjarð­ir. Tvö hundr­uð dýr. En nú var að ­finna út hvern­ig hægt ­væri að nálg­ast þau.

Meist­ara­legt skot M ­ ikka Við ók­um upp með Háls­lóni, nán­ast und­ir jök­ul. Við gát­um kom­ist í ­færi við dýr­in í um það bil kíló­metra fjar­lægð frá veg­in­um. Og þang­að ark­aði hóp­ur­inn hálf­ bog­inn. Við náð­um að ­koma okk­ur fyr­ir á lækj­ar­bakka en dýr­in ­stefndu bít­andi nán­ast á okk­ur. Þau ­komu fyr­ ir mel og allt í ­einu ­voru nokk­ur dýr í dauða­færi. Ég var með tarf í sigt­inu en Kob­bi ­frændi ­taldi það af og frá að ­eyða leyf­inu í að ­skjóta hann – allt­of lít­ill. Eng­inn stór tar­fur var í hópn­um en þá er oft erf­ið­ara að ­finna og var ákveð­ið að ­reyna að ­fella kýrn­ar. ­Mikki ­skaut fyrst og þá ­Ingvi strax í kjöl­far­ið. Það er ­eins og dýr­in ­átti sig

­ekki á því fyrr en nokkr­um and­ar­tök­um eft­ir að skot­in r­ íða af að ­ekki sé allt ­eins og ­vera ber. Svo tók hjörð­in á rás lengst upp í fjall. Skot ­Mikka reynd­ist þann­ig að það fór í gegn­um kýr­ina, sem var frek­ar smá, og í ­barka kálfs­ins henn­ar. Mörg­um þyk­ir það kald­rifj­að en ef kýr með kálf er skot­in ber að ­skjóta kálf­inn einn­ig. Kálf­ur­inn hleyp­ur með hjörð­inni sem fæ­list við skot­ið en kem­ur svo aft­ur í ­leit að ­mömmu. Já, ég veit. En það ­þurfti ­ekki að ­bíða kálfs­ins. ­Ingvi Reyn­ir ­hitti ­sína kú einn­ig og hún stein­drapst í ­fyrsta ­skoti. Væn ­belja og tíu kíló­um ­þyngri en kýr­in hans ­Mikka – 47 kíló. Fyr­ir­sát­in heppn­að­ist ­eins og best varð á kos­ið. En það ­lenti sem sagt á mér, ­gamla mann­ in­um, að ­arka á eft­ir hin­um skref­langa ­Helga Jens­syni í ­leit að hjörð­inni sem ­hafði forð­að sér af vett­vangi ­langa leið.

Bo­ot­camp-bræðr­um blót­að Það sem ég gat bölv­að ­þeim bræðr­um í ­hljóði þar sem ég hljóp við fót, hálf­bog­inn og bak­veik­ur, á eft­ir ­Helga. Með ­fóru ­Atli og Odd­ur en eft­ir ­urðu hin­ir til að ­taka inn­an úr fölln­um dýr­um. Bo­ot­camp-bræðr­um. Í fanta­ formi. Af ­hverju ­gátu ­þeir ­ekki ver­ið á þess­um hlaup­um? En eft­ir á að ­hyggja, þeg­ar ég stóð yf­ir fölln­um tarf­in­um gat mað­ur ­ekki ver­ið ann­að en ánægð­ur. Í skýj­un­um. Al­vöru elt­ing­ar­leik­ur við hjörð­ina og fal­leg­ur tar­fur lá í valn­um. ­Meira fyr­ir pen­ing­inn. Myrkr­ið var að ­skella á. Við urð­um að ­skilja tar­finn eft­ir, tók­um inn­an úr hon­um og opn­uð­um vel til að ­nota vind­kæ­ling­una. Hann ­yrði sótt­ur ­næsta dag. Við skild­um lopa­peysu eft­ir til að ­fæla re­finn frá og kom á dag­inn að það virk­aði vel. Reim­ar hrein­dýra­verk­andi á Eg­ils­stöð­um og ­helsti sér­fræð­ing­ur lands­ins um hrein­dýra­skrokka ­sagði tar­finn full­kom­inn: 84 kíló. ­Stærri eru ­þeir feit­ari og leið­in­legri við að eiga. Það var því ­fyrsta verk að ­kaupa frysti­skáp und­ir bráð­ina. ­Óþarft að ­kvíða vetr­in­um þeg­ar reglu­leg villi­bráð­ar­veisla er í vænd­um. Og með­an ég bíð eft­ir mönn­un­um með frysti­skáp­inn ­hripa ég ­þessi orð á blað fyr­ir hann G. Bend­er. ­Þetta er mál­ið. v



42 • Sportveiðiblaðið

Þeg­ar ein­hver seg­ir frá því að ­hafa ­veitt lax kem­ur gjarn­ an ­næsta spurn­ing sjálf­krafa: „Var hann stór?“ Það er draum­ur ­flestra lax­veiði­manna að ­setja í ­stóra ­fiska. Þeg­ar það ger­ist gleym­ist sú minn­ing ekki, er topp­ur­inn í veið­inni og sann­kall­að æv­in­týri. Þess ­vegna er það áhyggju­efni hve göng­ur ­tveggja ára ­laxa og ­eldri ­hafa dreg­ist mik­ið sam­an í ­helstu lax­veiði­ám lands­ins og telst til tíð­inda ef á land er dreg­inn lax 15 pund plús. En menn ­kippa sér ­ekki upp við það við Breið­dals­á og veld­ur eng­um sér­stök­um tíð­ind­um í veiði­hús­inu á bökk­um ár­inn­ar að á land ­komi nokkr­ir ­tveggja ára lax­ ar og ­stærri á hverj­um degi. Árn­ar á Norð­aust­ur­landi ­hafa ver­ið þekkt­ar fyr­ir stór­laxa og helst hald­ið þar sín­ um hlut. Og nú hef­ur Breið­dals­á stimpl­að sig ræki­lega inn í þann hóp ör­fárra stór­laxa­áa. Því veld­ur rækt­un­ar­ átak á veg­um Þrast­ar Ell­iða­son­ar, leigu­taka ár­inn­ar, sem

hef­ur ­breytt ­ánni úr 100 ­laxa ­veiði í tæp­lega þús­und með u.þ.b. þriðj­ungi ­tveggja ára ­fiska og ­stærri. Hann slepp­ir ein­vörð­ungu seið­um í ána und­an stór­fisk­um auk þess að ­hvetja veiði­menn til að ­sleppa ­stærri fisk­um eða ­leggja þá til und­an­eld­is. ­Þetta ber áþreif­an­leg­an ár­ang­ ur sem veiði­menn ­njóta svo í stór­laxa­veiði. Töl­urn­ar tal­a ­sínu máli. Í ­fyrra veidd­ust 300 ­tveggja ára fisk­ar af 910 ­laxa ­veiði og 24 lax­ar á bil­inu 15–19 pund og sex lax­ar 20 pund plús. Og veið­in í sum­ar virð­ist ­ætla að ­verða í svip­uð­um hlut­föll­um. Þeg­ar ­þetta er skrif­að, í byrj­un ág­úst, eru komn­ir á land þrír yf­ir tutt­ugu pund og marg­ir yf­ir 15 pund. Breið­dals­á er því sann­köll­uð stór­laxa­á þar sem draum­ur­inn um ­stærsta fisk æv­inn­ar get­ur ræst og marg­ ir ­hafa nú þeg­ar upp­lif­að í sann­köll­uð­um æv­in­týr­um. v


Súkkulaði tilheyrir tvímælalaust lystisemdum lífsins. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hófleg neysla á dökku súkkulaði hefur góð áhrif á heilsufar fólks. Meðvitund neytenda og þekking þeirra á súkkulaði vex stöðugt. Því leggur Nói Síríus metnað í að uppfylla óskir viðskiptavina sinna og bjóða þeim gæðavörur úr úrvals hráefni.

F í t o n / S Í A

Kökur og konfekt, eggjandi eftirréttir, tertur og töfrandi drykkir. Lykilinn að öllum þessum guðdómlegu dásemdum er að finna í Síríus súkkulaðinu – stolti Nóa Síríus. Njótið vel!

Síríus Konsum

Síríus Konsum Orange

Síríus 56%

Síríus 70%

Síríus rjómasúkkulaði

Suðusúkkulaði er samheiti yfir dökkt, mjólkurlaust súkkulaði sem nefnist Síríus Konsum og er með 45% kakóinnihaldi. Súkkulaðiunnendur vita að Sírius Konsum er frábært hráefni í bakstur, matargerð, súkkulaðidrykki og ljúffenga eftirrétti og ekki síðra sem átsúkkulaði, enda uppáhald margra.

Síríus Konsum Orange er eins og venjulegt Konsum, að viðbættri náttúrulegri appelsínuolíu, sem gefur ljúffengan appelsínukeim.

Síríus 56% hefur meira kakóinnihald en Konsum. Súkkulaðibragðið er ósvikið líkt og í öðrum Konsum súkkulaðiplötum og sver sig í ættina hvað bragð og gæði snertir.

Mikið og afgerandi súkkulaðibragð, með mikilli fyllingu. Kakóinnihaldið er eins og nafnið gefur til kynna 70%.

Síríus rjómasúkkulaði hefur öðlast sess sem vinsælasta átsúkkulaði Íslendinga.

www.noi.is

Í dökku súkkulaði er mikið magn af andoxunarefninu epicathecin sem hefur góð áhrif á hjartað og virkar eins og vítamín, víkkar æðar og bætir blóðrennsli.

Bragðið er sérlega ljúft og milt og flestir borða það bara eitt og sér. Síríus rjómasúkkulaði fæst bæði hreint og bragðbætt – og þá ýmist með rúsínum, kornkúlum og hnetum eða bæði hnetum og og rúsínum.


i d n a l Sprik

– rætt við Sturlu Birgisson

Sportveiðiblaðið birtir brot úr nýútkominni bók frá bókaútgáfunni Sölku



46 • Sportveiðiblaðið

Laxveiði á stöng í Blöndu í AusturHúnavatnssýslu hefur á síðustu árum verið ævintýri líkust. Áin er jökulá, rennur úr Hofsjökli í Húnafjörð og er bæjarfélagið Blönduós við ósa hennar. Þegar Blönduvirkjun var tekin í notkun árið 1991 varð Blanda svo til tær fram eftir sumri þar sem megnið af jökulgrugginu sest í Blöndulón. Þetta gerði Blöndu að einni fremstu laxveiðiá landsins.

„Allar nema Frances. Mér tekst aldrei að hnýta hana eins og ég vil að hún líti út. Uppáhaldsflugan mín er Green Brahan með svörtum haus og skógarhanafjöðrum á hliðunum. Hún er besta fluga sem völ er á þegar vatnið í ánum er aðeins litað; grænleitt eftir miklar rigningar. Eitt sinn var ég með tvo Japana í Miðfjarðará og þeir veiddu vel á Green Brahan en engir aðrir fengu högg. Ég notaði því hádegishléið til að hnýta „réttu“ fluguna fyrir hina veiðimennina. Sumarið 2007 var ég með félaga mínum í Kjarrá. Það fór að rigna hressilega og áin bólgnaði upp. Við fengum 19 laxa í beit í einum hyl, alla á Green Brahan. Þeir sem voru á svæðinu fyrir ofan okkur fengu engan fisk. Þennan dag náðum við 28 löxum á þessa einu flugu. Menn ætluðu varla að trúa sínum eigin augum þegar við sýndum þeim aflann kominn í hús.“

Ljósmyndir: Lárus Karl Ingason ]

Sturla Birgisson kastar fyrir laxa í Blöndu.

[ Texti: Úr bókinni Spriklandi lax í boði veiðikokka

Mikill lax hefur ætíð gengið í Blöndu. Áður en áin var virkjuð var Blanda oftast óveiðandi nema með netum og húkkveiði var stunduð í þekktum hyljum þar sem laxinn safnaðist saman. Slík veiði heyrir nú sögunni til. Vorveiði í Blöndu er eftirsótt enda aflast oft gríðarvel á neðsta veiðisvæðinu þegar laxinn er að byrja að ganga. Blanda geymir stóra laxa og til eru sögur af lónbúum sem hafa slitið sverustu línur veiðimanna eins og tvinna. Í Blöndu er veitt á 14 stangir á fjórum svæðum og njóta veiðimenn gistingar og fæðis í nýju og glæsilegu veiðihúsi sem stendur ofarlega á öðru svæði í Langadal. Þótt Sturla Birgisson hafi veitt talsvert í Laxá á Ásum finnst honum nú orðið skemmtilegra að veiða í stærri ám sem krefjast þess að veitt sé með tvíhendu. „Mér finnst gaman að kasta langt með tvíhendunni. Einn albesti veiðistaðurinn, sem ég veit um til slíkra veiða, er Breiðan í Blöndu, veidd norðan megin frá. Maður veður góðan spöl út í ána og kastar langt niður á brotið. Þegar flugan svifar yfir blábrotið stríkkar stundum á línunni og þá er hann á. Þetta er alvöruveiðiskapur.“ Sturla hefur veitt á Kólaskaga í Rússlandi og fengið 38 punda lax í ánni Yokanga. Það er stærsti lax sem hann hefur veitt en hann hefur náð nokkrum 20 punda löxum hér á landi. Hann er vandvirkur fluguhnýtari og hnýtir flestar sínar flugur sjálfur.


Sportveiðiblaðið • 47 Laxaþynnur með epla- og kóríandersósu 200 g nýr lax Salt og pipar Epli, skorið í litla bita Ferskt kóríander, fínsaxað Rautt chilipiparaldin, fínsaxað 80 g laxa- eða silungahrogn Safi úr tveimur límónum 50 ml ólífuolía

Listin að elda lax „Laxinn er feitur fiskur og því er gott að snæða hann hráan í sashimi og tartar. Allur feitur fiskur er góður á grillið og lax er frábær grillaður. Svo er hægt að reykja hann, salta, og grafa á marga vegu. Fyrsta lax sumarsins vil ég hins vegar fá í pottinn, þverskorinn með beini. Ég ber hann fram soðinn með nýjum kartöflum og smjöri. Set lárviðarlauf út í pottinn. Hins vegar má alls ekki ofsjóða lax því að þá verður hann þurr. Feitur, nýgenginn lax er fyrsta flokks hráefni. Um leið og hann hefur verið mánuð í ánni hafa gæði hans minnkað. Þess vegna er vorfiskurinn mjög dýrmætur ætli maður sér að fá besta lax sem völ er á.“

Í þennan rétt er aðeins notað hnakkastykkið af bein- og roðflettu flaki. Skerið 100 gramma bita og vefjið inn í plastfilmu þannig að bitarnir myndi rúllu. Frystið í fjórar klukkustundir. Látið laxinn síðan þiðna við stofuhita í 20 mínútur svo að hann sé ekki gaddfreðinn þegar hann er skorinn. Skerið í þunnar sneiðar, hentugt er að nota áleggshníf. Blandið saman eplum, kóríander, chilialdini, límónusafa og olíu, salti og pipar. Að lokum eru hrognin sett út í. Hellið blöndunni yfir laxinn. Með þessu er gott að hafa ferskt klettasalat og mangósalat.



Þungur róður í sölu veiðileyfa


50 • Sportveiðiblaðið Þeg­ar ósköp­in ­dundu yf­ir þjóð­ina síð­ast­lið­ið ­haust og í vet­ur ­þurftu eig­end­ur Lax ehf. að ­taka til hend­inni ­eins og aðr­ir veiði­leyfa­sal­ar til að ­halda líf­tó­runni. Ekk­ert var leng­ur ­eins og það var, heil­ar her­deild­ir við­skipta­vina horfn­ar og geng­is- og efna­hags­mál­in skyndi­lega með ­þeim ­hætti að mik­ið ­þurfti að breyt­ast ef að allt ­ætti ­ekki að ­fara á hlið­ina. Eft­ir mikl­ar upp­stokk­an­ir kom Lár­us Gunn­steins­son fram sem nýr stjórn­ ar­for­mað­ur Lax ehf. Hann fer auk þess fyr­ir Vest­ur­árdal ehf. sem er með Vest­ur­dals­á og Hafra­lóns­á á ­leigu og er gjald­keri Veiði­klúbbs­ ins Strengs ehf., leigu­taka Sel­ár í Vopna­firði. Lár­us er að ­góðu kunn­ur frá gam­alli tíð sem ­Lalli skó­ari á Dun­hag­an­um og vel þekkt­ur og kynnt­ur með­al veiði­manna. En ­vegna þess­ara ­breyttu ­tíma var ­ekki úr ­vegi að ­hitta hann að ­máli og ­heyra hans hlið á ýms­um mál­um stanga­veið­inn­ar á líð­andi ­stundu. Við upp­haf spjalls­ins kem­ur strax fram að Hafra­lóns­á er Lár­usi mjög of­ar­lega í huga, ­ekki hvað síst þar sem hann var ný­bú­inn að ­heyra magn­að­ar veiði­frétt­ir frá ­ánni um það bil þeg­ar sest var nið­ur. ­Tveir Ír­ar ­höfðu land­að þar yf­ir 40 löx­um á tveim­ur dög­um og holl, sem var ný­byrj­ að, var bú­ið að ­landa ­átta löx­um áð­ur en menn ­höfðu depl­að auga. Komn­ir vel yf­ir hundr­að lax­ar á land og hinn hefð­bundni ­besti ­tími ár­inn­ar rétt að ­byrja. Og ­ekki má ­gleyma fjór­um 19–20 ­punda hæng­um sem bú­ið var að ­landa og ­sleppa. Við leyfð­um Lár­usi að ­rasa að­eins út um Hafra­lónsá. „Hafra­lóns­á er al­veg mögn­uð. Hún gæti, held ég, kom­ist ­ansi ná­lægt því að fram­leiða og ­gefa jafn­mik­ið af ­laxi og Sel­á ger­ir í dag. Hún er ­eins og Selá, mjög vatns­mik­il á, og hún er stór­brot­in í ­alla ­staði. Ég ­veit ­ekki al­veg hvað kom fyr­ir hana. ­Löngu fyr­ir ­tíma stanga­ veið­inn­ar í ­ánni var hún ­bara mat­ar­kista sveita­manna ­eins og títt var og þá var hún neta­veidd. Svo ­ruddi stanga­ veið­in sér til rúms og í þó nokk­ur ár var Sviss­lend­ing­ ur­inn Doppl­er með ána. Hann fór vel með hana, var ­þarna ­bara sjálf­ur og með ­gesti og dund­aði. ­Veiddi ­bara þeg­ar hon­um þókn­að­ist og ­reykti lax í kofa. Það var ­ekki tek­ið mik­ið úr ­henni á þess­um ár­um, ­þetta var svona líkt og var við Hölk­ná, áin var stund­uð og nýtt með ­sama ­hætti af leigu­tök­um. En eft­ir ­tíma Doppl­ers kom tíma­bil þar sem allt agn var leyfi­legt og þá var far­ið að ­drepa allt sem á land kom. Nú í ár er­um við í ­fyrsta ­skipti með ána á ­leigu en höfð­um kom­ið að ­henni í tvö ár á und­an, keypt­um þá mik­ið af dög­um og höfð­um okk­ar regl­ur og kvað­ir á ­þeim dög­um sem við réð­um yf­ir. Það er þann­ ig með Hafra­lóns­á að ­þetta er ein af ­þeim ám sem enn [ Texti: Guðmundur Guðjónsson Ljósmyndir: Úr einkasafni ]

Á Laxá í Aðaldal.

geym­ir góð stór­lax­ag­en en það var far­ið að ­ganga á stór­lax­inn í ánni. ­Núna er að­eins ­veitt á ­flugu og sleppi­ skylda á all­an lax frá 70 cm og yf­ir. Menn ­mega ­hirða smá­laxa en við hvetj­um til að menn ­drepi hóf­lega og ­sleppi smá­laxi líka.“ – ­Þetta er nú orð­in kunn­ug­leg saga, ­hafa menn tek­ið þess­um breyt­ing­um vel? „Ja, það er nú all­ur gang­ur á því. Í Hafra­lóns­á er­um við að ­taka inn al­ger­lega nýj­an kúnna­hóp. ­Þeir sem ­voru á und­an okk­ur ­koma fá­ir. Það er það ­sama með Hölk­ná í Þist­il­firði, ég hef það frá ­fyrstu ­hendi að ­þeir sem ­voru með ána á und­an okk­ur ­hafi sam­mælst um að ­kaupa eng­in veiði­leyfi af okk­ur, rugl­uðu að­il­um sem eru með mér við ­aðra veiði­leyfa­sala, því mið­ur, að­al­lega fyr­ir þá ­sjálfa. Ein­hvers mis­skiln­ings ­gætti ­þarna, þar sem hald­ ið var að við ætl­uð­um að ­hækka verð­ið og ­selja er­lend­ um að­il­um leyf­in en það er alls ­ekki mein­ing­in, held­ur að ­nota þekk­ingu okk­ar og ­krafta til að ­auka fisk­gengd og ­veiði í án­um. En það ­setti okk­ur auð­vit­að í ákveð­inn ­vanda því að það er tals­vert mál að ­fylla ­heila lax­veiði­á með ­nýju ­fólki, sér­stak­lega við þær að­stæð­ur sem nú ­ríkja í þjóð­fé­lag­inu. En hvers ­vegna ­hugsa menn svona? Vor­um við að ­hækka verð­ið fram úr hófi? Hvað gerð­um við ann­að en að ­taka ána á ­leigu? ­Mæta þörf­um og ósk­ um við­skipta­vina okk­ar um vatna­svæði. Hafra­lóns­á og Hölk­ná ­eiga sam­eig­in­legt hvern­ig á þær var geng­ið og Sval­barðs­á þó að ­lengra sé lið­ið frá því að um­gengni við ­hana var stór­bætt. Það ­mátti ­veiða á bland­að agn og menn ­bara ­fóru og ­sóttu sér lax­inn. Eng­inn grein­ar­ mun­ur var gerð­um á stór­um ­laxi og smá­um. Við er­um hins veg­ar að ­reyna að ­friða stór­lax­inn en það ­gera menn


dv.is slær í gegn! Á einu ári hefur dv.is aukið gríðarlega við sig í lestri og er nú í 3. sæti yfir mest lesnu fréttavefsíður landsins með 97.584 notendur og yfir 2 milljónir flettinga!

Notendur 100.000 95.000 90.000 85.000 80.000 75.000 70.000 65.000 60.000 0 1 vika

22 vika

25 vika

28 vika

31 vika

34 vika

*Ritið sýnir fjölda notenda á dv.is skv. vefmælingum Modernus.

Auglýsingasíminn er 512 7050


52 • Sportveiðiblaðið

Lárus og Ólöf takast á við lax í Svalbarðsá í Þistilfirði.

e­ kki með því að ­veiða á maðk og þess ­vegna bönn­uð­um við maðk­veiði. Og þar er­um við komn­ir að ­kjarna máls­ ins. Það eru helgi­spjöll að ­taka maðk­inn af sum­um mönn­um. Að ­leyfa ­þeim ­ekki að ­veiða ­eins og ­þeir ­hafa allt­af gert. ­Setja þær höml­ur að ­þeir ­megi ­hirða smá­laxa en ­sleppa stór­laxi og ­þeir ­þurfi að ­gera það með ­flugu. Ég er sko alls eng­inn tali­bani sem tap­ar sér yf­ir þess­um maðk­veið­um en það er ­bara ein­föld stað­reynd að stór­ laxi ­sleppa menn tæp­lega ef ­þeir ­hafa ­gleypt maðka­ öngul of­an í kok eða maga. Og við veið­ar með ­maðki er ­ekki klárt ­hvaða lax tek­ur í hvert ­skipti. Flugu­laxi get­ur þú allt­af sleppt. Í ­þessu sam­bandi má ­rifja upp áð­ur ­skráða veiði­sögu af Lár­usi og er sú saga ein­mitt frá Hölk­ná í Þist­il­firði. Hann kom þar á júlí­degi í veiði­túr sem líð­ur hon­um aldr­ei úr ­minni ­vegna þess að hann fékk skyndi­lega svo heift­ar­lega blóð­eitr­un í fót­inn að það er góð­ur mögu­leiki á því að hann ­hefði hrein­lega dá­ið ef ­ekki ­hefði ver­ið lækn­ir í veiði­hópn­um. En fyr­ir til­stilli lækn­is­ins gat Lár­ us ­veitt dá­lít­ið á völd­um stöð­um er ­leið á ferð­ina og að ­morgni veiði­dags ­setti hann í og land­aði 12 ­punda ný­ geng­inni ­hrygnu. Hann land­aði ­henni og ­sleppti síð­an. Áð­ur ­hafði hann smellt í hana ­merki. ­Næsta morg­un ­setti hann í ­sama fisk og land­aði tals­vert of­ar í ánni. Sög­unni ­lauk síð­an á loka­degi ver­tíð­ar­inn­ar er veiði­ mað­ur með maðk ­veiddi hrygn­una í ­efsta veiði­stað ár­ inn­ar. ­Lauk þar með ævi henn­ar.

– Og þú seg­ir að það ­hafi ver­ið sam­an­tek­in ráð að ­versla ­ekki við ykk­ur? „Já, ég ­veit það fyr­ir víst. Menn ­tóku sig sam­an, sér­stak­ lega hvað varð­aði Hölk­ná, en einn­ig í ­minna ­mæli með Hafra­lónsá. ­Þetta ger­ir okk­ur erf­ið­ara fyr­ir en á ­móti kem­ur að veiði­menn, sem ­hafa ­ekki kynnst þess­um perl­um, fá nú tæki­færi til þess. Og menn eru ­ekki svikn­ ir, þess­ar ár í Þist­il­firði ­hafa allt sem góð­ar lax­veiði­ár prýð­ir, magn­að um­hverfi og ­góða von um stór­an lax.“ – En tal­andi um ­þessi kvóta­mál, þá haf­ið þið hjá ­Laxi ehf. ver­ið um­tal­að­ir fyr­ir skrítn­ar regl­ur, í Lang­á má t.d. að­eins ­veiða fimm ­laxa á vakt sem má ­taka og ­hirða og ­færa ­kvóta á ­milli ­heilla veiði­daga. Svo er önn­ur ­regla í Selá, hvað á ­þetta að fyr­ir­stilla? „Já, ég kann­ast við ­þetta. Í Selá, sem er reynd­ar ­ekki ein af án­um hjá ­Laxi ehf., held­ur Veiði­klúbbn­um Streng ehf., sem var stofn­að­ur 1959, má ­landa tólf löx­um á dag og ­hirða tvo. Menn ­spyrja sig, hvers ­vegna að ­stoppa menn af, en hug­mynd­in bygg­ist á því að ­draga úr ­álagi á ein­ staka veiði­staði og að það sé ­ekki bú­ið að ­rústa ein­hverj­ um hyln­um og ­veiða ­alla lík­legu töku­lax­ana þeg­ar ­næsti mað­ur kem­ur. ­Þetta hvet­ur ­kannski til að menn ­fari víð­ ar og ­dreifi álag­inu, ­jafni út ­veiði um ána sem kem­ur öll­um land­eig­end­um til ­góða og kem­ur ­kannski í veg fyr­ir of ör­ar upp­tök­ur á arðs­mati. Og að ­drepa tvo, það má ­kannski ­segja að það ­skipti ­engu ­máli hvort að ­tveir séu drepn­ir með ­maðki eða ­flugu en þá kom­um við


Sportveiðiblaðið • 53 aft­ur að stór­laxa­frið­un­inni. Þú get­ur yf­ir­leitt ­ekki val­ið ­hvaða fisk þú veið­ir, ­sjáðu! Á vor­in ­taka ­stóru hrygn­urn­ ar fyrst­ar og ef ég man rétt þá má sjá það í ­þessu ­góða ­blaði að á for­síðu ­fyrsta vor­blaðs­ins er oft ­dauð ­hrygna í ­fangi kampa­káts veiði­manns. Mér líð­ur ­illa ­vegna ­þessa. – En hvað með Lang­á og fimm laxa, þar eru skipt­ing­ ar svo ör­ar að menn kom­ast ­varla yf­ir ­eitt eða ­neitt og ein­beita sér að fá­um pökk­uð­um stöð­um? „Ég er nú svo­lít­ið sam­mála ­þessu og það verð­ur allt­af að end­ur­skoða regl­ur. Það er erf­itt að búa til fyr­ir­komu­ lag sem hent­ar alls stað­ar og það þarf að ­þróa mál­in ­áfram. Ég sé al­veg vand­ann í Lang­á þeg­ar skipt er á þriggja ­stunda ­fresti og tvær stang­ir rót­era ­inni í þess­um þrem­ur tím­um og það í á sem heit­ir Lang­á af því að hún er löng! En mín per­sónu­lega skoð­un er sú að það ­þyrfti ­ekki ­kvóta ef veiði­menn not­uðu all­ir sam­visku sína. En ef þú skoð­ar mál­ið frá ann­arri hlið og við tök­um fyr­ir fyr­ir­komu­lag­ið í Selá, þá þýð­ir 12 lax­ar á dag í grund­ vall­ar­at­rið­um að þú mátt ­setja í og ­landa 36 löx­um yf­ir þrjá daga. Og ef þú vilt ­hafa eitt­hvað með þér heim, þá ­máttu ­taka sex ­laxa með þér. Ef við skipt­um ­þessu ­meira upp þá gæt­um við lagt ­þetta út sem sex lax­ar á vakt og ­einn drep­inn á vakt. Er það stór­kost­leg kvöð að ­mega ­ekki ­landa „nema“ 36 löx­um á þrem­ur dög­um? Og ­drepa sex til að éta? Ef svo er, þá skil ég það ekki, það má ­kannski ­segja að það ­þurfi ­ekki ­kvóta í Selá, en ­þetta hjálp­ar mönn­um ­kannski til að ­slaka að­eins á.“ – En upp úr na­flaskoð­un og end­ur­skipu­lagn­ingu hruns­ins kem­ur þú fram sem nýr stjórn­ar­for­mað­ur

hjá ­Laxi ehf. ­Hvaða aug­um lít­ur þú ­þetta ­nýja um­ hverfi? „Ástand­ið er erf­itt og hef­ur ver­ið að breyt­ast mik­ið, því mið­ur til ­verri veg­ar. Sem bet­ur fer tókst víð­tækt sam­starf fyr­ir ­þessa ver­tíð um að ­taka af verð­trygg­ing­una á leigu­ samn­ing­um og menn ­héldu að það ­væri nóg. Ég lít á lax­veiði­á sem ­vöru og í ­einu vet­fangi varð ljóst að var­ an var ein­fald­lega orð­in allt of dýr. ­Vara hækk­ar með vax­andi eft­ir­spurn og ­eðli máls­ins sam­kvæmt á hún að ­lækka ef eft­ir­spurn dregst sam­an. Það er eng­in ­ástæða til þess að önn­ur lög­mál ­gildi um lax­veiði­ár en ­aðra vöru. Í sum­ar náð­ist ­ekki að ­rétta ­þetta af sem ­skyldi. Það tek­ur ­tíma og menn ­voru dofn­ir ­lengi vel og ­vissu ­ekki hvert ­stefndi. Það má því ­heita að með ­þeim að­ gerð­um sem þó náð­ust sé verð veiði­leyfa nú nokk­urn veg­inn ­óbreytt frá því í ­fyrra. Það er samt of hátt og við ger­um okk­ur ­grein fyr­ir því. Ég tel að til ­þyrfti að ­koma til lækk­un sem nem­ur þró­un kaup­mátt­ar. Menn ­geta t.d. velt sér upp úr pró­sent­um ef ­þeir ­vilja en ég held ­ekki að það sé flöt lækk­un yf­ir land­ið sem ­myndi ­gilda. – Er það ­ekki of loð­in yf­ir­lýs­ing mið­að við ástand­ið í þjóð­fé­lag­inu? „­Þetta er nú mitt mat ­eins og stað­an er í dag. Það má ­ekki ­gleyma því að jafn­vel fyr­ir ­daga banka­holl­anna og verð­spreng­ing­ar­inn­ar þá var lax­veiði dýrt sport. Og lax­ veiði verð­ur allt­af dýrt sport. Var­an er enn mun­að­ar­vara og það má held­ur ­ekki ­gleyma því sem gerst hef­ur síð­ ustu ár­in, sam­göng­ur með án­um ­hafa stór­batn­að með vega­gerð, að­bún­að­ur all­ur hef­ur ver­ið bætt­ur, ann­að­

BRENNAN GOTT VEIÐISVÆÐI, TVÆR STANGIR OG 400 LAXA VEIÐI

Hægt að nálgast veiðileyfi á brennan@brennan.is www.brennan.is


54 • Sportveiðiblaðið hvort með nýj­um veiði­hús­um eða stór­felld­um end­ur­ bót­um á ­þeim ­gömlu, stað­ar­hald­ar­ar ­hafa ver­ið ráðn­ir sem ­gefa ráð og að­stoða veiði­menn í ­alla ­staði og þann­ ig ­mætti ef­laust ­áfram ­telja. Ef það ­yrði segj­um 50 pró­ sent flöt lækk­un yf­ir lín­una ­færu all­ir ein­fald­lega á haus­inn og það er fyr­ir ­enga hlut­að­eig­andi fýsi­leg­ur kost­ur.“ – Og þú tel­ur að ­þessi mark­mið ná­ist með samn­ing­ um við bænd­ur? Sum­ir ­telja nefni­lega að rétt­ast sé að árn­ar ­verði boðn­ar út á nýj­an l­eik og þann­ig fá­ist hið ­eina s­ anna verð á þær mið­að við b ­ reytta s­ töðu ... „Ég tel að það sé ­vilji til þess hjá öll­um að ­finna ­leið sem all­ir ­geti sætt sig við. Mér hef­ur fund­ist að menn séu samn­ings­fús­ir og vel átt­að­ir á því hvað þarf að gera. Í ­mínu að­al­starfi hef ég unn­ið mik­ið með út­boð og þá við hið op­in­bera og er oft þann­ig að ann­ar að­il­inn ber lít­ið eða ekk­ert úr být­um, sér­stak­lega þar sem Ís­lend­ ing­ar eru ­bara ríf­lega 300.000, ­ekki ­stærri en smá­þorp mið­að við ná­granna­lönd­in. Fyr­ir­tæki sem ­bjóða eru fá og ­fara al­veg út á brún til að ­hreppa hnoss­ið og ­klekkja á keppi­nautn­um og þau ­tapa svo í lok­in eða ­verða að ­draga svo úr þjón­ustu og að­bún­aði að ekk­ert gam­an er að ­selja vör­una, hvað þá ­kaupa hana. Út­boð eru jú til þess að ná sem hag­stæð­ustu ­verði eða því ­hæsta. Það er lít­ill milli­veg­ur á ­þessu. – Hef­ur al­þjóð­lega laga­ákvæð­ið ­force maje­ure ver­ið nefnt? „Já, það hef­ur kom­ið upp. Menn ­hafa spurt sig hvort að það ­eigi við. Sam­kvæmt því ­geta menn rift samn­ing­um ef til ­koma hin eða ­þessi ófyr­ir­sjá­an­legu skil­yrði sem ­valda því að menn ­geta ­ekki stað­ið við ­gerða samn­inga. ­Inni í því eru ­bæði venju­leg­ar nátt­úru­ham­far­ir og efna­ hags­leg­ar ham­far­ir á borð við heim­skrepp­ur. Það má því ­ætla að skil­yrð­in séu til stað­ar. En ­eins og ég ­sagði, það er samn­ings­vilji og rétt­ast að ­láta á hann ­reyna. Að

Lárus við veiðar í Laxá í Kjós í opnuninni 2009.

Lárus og G. W. Bush eldri eftir veiðitúr í Selá í Vopna­ firði þar sem Bush veiddi vel.

t­aka ­force maje­ure-leið­ina er slæmt fyr­ir ­alla og ­myndi ef­laust ­leiða af sér mála­ferli á mála­ferli of­an. Og veiði­ leyfa­sali, sem ­myndi ­labba burt frá gerð­um samn­ingi á þess­um for­send­um, ­þyrfti ­varla að ­hugsa um að ­gera sig gild­andi í brans­an­um þeg­ar ástand­ið batn­ar. Ég rak skó­ verk­stæði um ára­bil með föð­ur mín­um og við lögð­um ­mikla al­úð í starf­ið og rækt­uð­um við­skipta­vini okk­ar. Það skil­aði sér með ­þeim ­hætti að við héld­um öll­um okk­ar við­skipta­vin­um. Ég ­þekki fólk sem hugs­ar hins veg­ar þann­ig að það ­komi allt­af ein­hver nýr ef ­einn fer. Ég held að þeg­ar til lengd­ar læt­ur þá ­leiði það menn fyrr eða síð­ar í öng­stræti.“ – Eru bænd­ur erf­ið­ir? „Bænd­ur eru ­eins og ann­að fólk, ­hafa mis­mun­andi skoð­an­ir á því hvern­ig bregð­ast ­eigi við ­þeirri ­stöðu sem kom­in er upp. Það er eðli­legt hvern­ig ­þeir ­hafa marg­ir brugð­ist við, því að það hef­ur ver­ið far­ið ­illa með þá ­marga. Þess eru mý­mörg ­dæmi að á með­an að ein­hverj­ ir banka­karl­ar ­voru að ­veiða í án­um ­komu banka­starfs­ menn, flott­ir í tau­inu, ­heim á bæi með full­kom­in yf­ir­lit yf­ir skulda­stöðu ­þeirra og ­héldu lof­ræð­ur um alls kon­ar lán sem ­þeim ­stæðu til boða, að­al­lega mynt­körfu­lán. Ekk­ert mál, sam­eina ­bara ­gömlu lán­in, ­borga þau upp með ­miklu hag­stæð­ara mynt­körfu­láni og ­kaupa trak­tor og bindi­vél fyr­ir af­gang­inn. Marg­ir ­létu ­leiða sig út í ­þetta. Ég ­þekki góð hjón fyr­ir aust­an sem björg­uðu sér ein­ung­is með ­þeim ­hætti að þau ­hafa aldr­ei flan­að að ­neinu í ákvörð­un­um. Þau ­hringja oft í bún­að­ar­ráðu­naut­ inn áð­ur en þau ­taka stór­ar ákvarð­an­ir og ráðu­naut­ur­inn ­sagði: Nei, alls ekki! Og þau ­þakka fyr­ir það í dag. En þú spurð­ir ­líka um út­boðs­leið­ina. Hún ­gæti kom­ ið mjög ­illa út, til­boð­in ­gætu bein­lín­is orð­ið allt of lág.


Sportveiðiblaðið • 55 Þar er ­líka ­hætta á ferð­um. Verð­mynd­un ­vöru fer eft­ir því hvað kost­ar að fram­leiða ­hana og af­ar ­miklu hef­ur ver­ið til kost­að síð­ustu ár­in ­eins og ég kom að áð­an. Í ­þessu sam­bandi má al­veg ­eins ­spyrja sig hvort að ein ástæð­an fyr­ir því að lax­veið­in er orð­in of dýr sé sú að veiði­leyfa­sal­ar ­hafi tek­ið of mik­ið í sinn vasa? Lagt of mik­ið á leyf­in? ­Kannski er það ­rétta leið­in, að ­finna ­hina ­réttu hóf­legu álagn­ingu þó að ég sé sann­færð­ur um að hún er af­ar rýr. Ef eitt­hvað kost­ar segj­um 1000 krón­ur út úr heild­sölu og þér stend­ur til ­boða að ­kaupa hlut­inn út úr búð á 2500 krón­ur eða jafn­vel 3000 krón­ur þá seg­ir sig sjálft að fá­ir ­munu ­kaupa hlut­inn. ­Dæmi er t.d. þess­ir IG-spún­ar sem fást í sjopp­unni á Vopna­firði og ­kosta 790 krón­ur. Það er sárt að ­kaupa svo­leið­is. Hvað ­skyldi ­þessi spúnn ­hafa kost­að í fram­leiðslu? – Þú tel­ur sem sagt að veiði­leyfa­sal­ar ­eigi að ­líta til þess að l­ækka álagn­ingu á veiði­leyf­in? „­Þeir ­hafa gert það nú þeg­ar ­eins og ­þeir ­geta því að kúnna­hóp­ur­inn er ­minni en síð­ustu ár. En það er ­eitt af því sem verð­ur að ­skoða ­myndi ég ­telja. Það þarf að ­lækka veiði­leyf­in og í svona efna­hags­ástandi ­verða all­ ir að ­taka skell­inn sam­an, ­ekki ­bara bónd­inn í ­þessu til­viki.“ Þeg­ar hér er kom­ið ­sögu hring­ir sím­inn og trufl­ar okk­ur. Það er í ­raun ­bara hið ­besta mál því að um­ræðu­ efn­ið, ­eins brýnt og þarft og það er, er ­eigi að síð­ur þreyt­andi og þrúg­andi. Það er ­Pálmi Gunn hin­um meg­

in. Hann er stadd­ur á bökk­um Hafra­lóns­ár og er að ­segja Lár­usi frá því að ­þeir fé­lag­arn­ir ­hafi ­veitt ­átta ­laxa dag­inn áð­ur og níu í við­bót þá um morg­un­inn. Flot­túp­ur og hits og stans­laus­ir loft­fim­leik­ar og æsi­leg­ar yf­ir­borð­stök­ur. Lár­us bros­ir út að eyr­um og tal­ar um að Hafra­lóns­á sé á mik­illi upp­leið. Hún heill­ar hann ger­sam­lega og hann tal­ar um að ­ganga með Grím­sólf­sánni, hlið­ar­á Hafra­ lóns­ár, ­næstu fimm haust­in til að sjá bet­ur hvað mik­ið af ­laxi ­gangi í Grím­sólfs­á og ­hrygni. Hann er bú­inn að ­ganga öll gljúfr­in frá Stóra­fossi og nið­ur í Dimmu­gljúf­ur þar sem Lax­foss er neðst­ur og ólax­geng­ur. Það er ­ekki fýsi­legt að ­koma ­laxi upp fyr­ir ­þessi ­miklu gljúf­ur en ­kannski má ­nýta beit­ina með seiða­slepp­ing­um eða að ­sleppa full­orðn­um stór­löx­um og fá þá til að ­hrygna. Í ­fyrra gekk hann með ­allri ­ánni og seg­ist ­hafa undr­ast hvað lax­ar ­voru ­víða í hylj­um ár­inn­ar. Nán­ast í hverj­um ein­asta hyl og ­víða á ­milli ­staða einn­ig. Lár­us seg­ir allt í skoð­un og mik­il rækt ­verði lögð við ána. Það sé bú­ið að ­prófa það í Selá, Hofs­á og Sunnu­ dals­á í Vopna­firði að ­sleppa full­orðn­um löx­um upp fyr­ir ­fossa til hrygn­ing­ar og það ­hafi virk­að mjög vel. Það ­þurfi þó að ­huga vel að því sem er gert. Það er t.d. fal­leg­ur stofn stað­bund­inn­ar ­bleikju í Hafra­lóns­á of­an ­gljúfra. Þá eru menn ­inni á reg­in­ör­æf­um þar sem erf­itt er að kom­ast ­nema á mik­ið breytt­um jepp­um. Lár­us á eft­ir að ­skoða þær slóð­ir en seg­ir að þess sé ­ekki langt að bíða. v

Ey s t r i - R a n g á Aflahæsta á landsins • Yfir 7.000 laxar veiddust í sumar • Klukkutíma akstur frá Reykjavík • Alltaf nóg vatn • Lausar stangir

Sala veiðileyfa er hjá Einari Lúðvíkssyni, símar 894 1118, 487 7868 netfang einar@ranga.is veffang www.ranga.is Veiðifélag Eystri-Rangár


ÍNN – sennilega besta verð á auglýsingum á Íslandi. Öllum opin allan sólarhringinn.

200 birtingar á 10 sek auglýsingu á 55.000 kr eða 4 sérvaldir þættir á 20.000 kr. Hringdu í síma 568-1560 og kannaðu málið. ÍNN rás 20 á digital Island


www.inntv.is

hönnun: www.skissa.net

ÍNN kynnir nýtt útlit á vefsvæði sínu þann 16. september. www.inntv.is

| ÍNN | Fiskislóð 14, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími: 568-1560 | www.inntv.is |


Fólk & veiði

Veiðimaður verður til Árni Páll Árnason, 10 ára Reykvíkingur, hefur aldeilis smitast af veiðibakteríu foreldra sinna, þó sennilega heldur meira af karli föður sínum sem er mun alvarlegar sýktur. Drengurinn fékk skömmu fyrir verslunarmannahelgi glænýja Loop-veiðistöng í afmælisgjöf enda foreldrarnir staðráðnir í að koma drengnum á bragðið. Við hvert tækifæri sveiflaði Árni Páll nýju stönginni, inni í stofu, úti í garði, uppi í sumarbústað og hvar sem var. Svo rann upp hinn langþráði dagur þegar hann fékk að fara með foreldrum sínum í alvöruveiði. Nánar tiltekið í Flekkudalsá á Fellsströnd. Heldur var áin vatnslítil sem aðrar vestlenskar ár um þær mundir. Hins vegar þurfti ekki að beita löngum köstum sem kom sér vel fyrir hinn efnilega veiðimann. Myndirnar tala sínu máli og vitaskuld fylgdi sveinninn ungi eftir reglum um maríulax. Árni Páll Árnason er kominn í hóp veiðimanna.


Fólk & veiði

Eva Rut Ingi­mund­ar­dótt­ir fékk loks­ins mar­íu­lax sinn í Torfu­ nes­fossi í F­ lekku um versl­un­ ar­manna­helg­ina. Við­ur­eign­in var af­ar spenn­andi því að Eva Rut h ­ afði misst fisk áð­ur. Agn­ ið var R ­ auð Franc­es á gull­ krókI nr. 12. Eig­in­mað­ur­inn, Ing­var Hjálm­ars­son, að­stoð­ aði og var spennt­ari en aðr­ir ­enda mik­ið í mun að eig­in­ kon­an ­fengi sinn f­ yrsta fisk. Tengda­móð­ir Evu bland­aði sér í leik­inn og vildi ­tryggja að fisk­ur­inn s­ lyppi ­ekki út í aft­ur, með sér­lega glæsi­leg­um fóta­ til­burð­um. Síð­asta mynd­in sýn­ir s­ tolta ­konu k ­ omna í hóp veiði­manna.


60 • Sportveiðiblaðið

Ný mynd um laxveiði Gunnar Helgason leikari hefur áður gert tvær myndir um laxveiði og nú er hann með þá þriðju í bígerð en tökur hafa staðið yfir í allt sumar. „Þessi nýja mynd er allt öðruvísi en þær fyrri. Fyrir það fyrsta er ég ekki einn á ferð núna heldur er hann Ási bróðir með mér í þessari mynd. Og alltaf þegar við veiðum saman þá er gríðarlega mikil keppni á milli okkar, um allt, hvor fær stærri fisk, hvor fær fleiri og svo framvegis. Við munum spila á þetta í nýju myndinni þar sem við keppum líka í fluguköstum, hnýtingum og fleiru. Reyndar erum við að stilla þessu upp sem nokkrum sjónvarpsþáttum en ekki sem einni mynd. Viðræður standa yfir við sjónvarpsstöðvar um sýningu á þáttunum en ennþá er ekkert komið á hreint,“ segir Gunni. Ási blandar sér í umræðuna enda sést á honum að hann vill ekki að Gunni eigi sviðið alveg einn. „Við erum búnir að fara í nokkra túra í sumar með myndatökumönnunum Bjössa Ófeigs og Víði og höfum náð heilmiklu af spennandi efni, enda Bjössi og Víðir með eindæmum duglegir og þolinmóðir. Við fórum í Laxá í Aðaldal, bæði á Nessvæðið og Laxárfélagssvæðið, í Vatnsdalsá og í Langá. Markmiðið var í raun að komast í 20 punda klúbbinn, þ.e.a.s. að ég kæmist í 20 punda klúbbinn, ekki Gunni,“ segir Ási glottandi.

Það koma fleiri við sögu í þessum þáttum því að blaðamaður hefur hlerað að Óli í Intersport, Ingvi Hrafn og Bjarni Júl., fyrrverandi formaður SVFR, láti til sín taka í þáttunum. „Við viljum ekki gefa allt upp um þetta, enda ekki búið að fullklára þættina, en jú, það getur verið að þessum sómamönnum bregði fyrir, ásamt fleirum, vönum og óvönum veiðimönnum og -konum,“ segir Gunni að lokum og Ási sættir sig við að Gunni eigi síðasta orðið að þessu sinni. v



62 • Sportveiðiblaðið

Berþór, tíkin Heiða, Guðjón og Vilhjálmur með góða veiði úr kornakri.

Haust- og vetrarveiðiferðir Haust- og vetrarveiðiferðir hafa nú um þriggja ára skeið skipulagt og selt veiðiferðir út frá Stöng í Mývatnssveit. Á síðastliðnu hausti var fyrst boðið upp á veiðiferðir í Eyjafirði. Um er að ræða gæsa- og andaveiði en einnig rjúpna- og sjófuglaveiði. Á síðastliðnum vetri var einnig byrjað að bjóða upp á dorgveiði í gegnum ís. „Ég er í fyrsta skipti nú í haust að fá erlenda veiðimenn til mín í einhverjum mæli og það verður áhugavert að sjá hvernig þeim líkar,“ segir Jón Ingi Guðmundsson, skotveiðimaður og annar af eigendum Stöng-Sumarhúsa í Mývatnssveit sem standa fyrir þessari starfsemi. „Fyrst í stað voru viðskiptavinir eingöngu íslenskir skotveiðimenn en eftir að gengi krónunnar féll þá hefur áhugi erlendra veiðimanna aukist. Einnig er að þakka öflugri markaðs­ setningu erlendis og með samstarfi við íslenska aðila sem hafa staðið í sölu og markaðssetningu á veiðiferðum til Íslands um árabil.“ Haust- og vetrarveiðiferðir leigja margar jarðir af bændum til skotveiða og geta þess vegna boðið upp á mjög fjölbreyttar veiðilendur. Bændur hafa verið mjög jákvæðir fyrir þessari nýsköpun og stutt við bakið á starfseminni. Mikið er um að veiðifélagar og veiðiklúbbar komi saman til veiða og koma nú margir þriðja árið í röð. Haust- og vetrarveiðiferðir hafa í samstarfi við Gistiheimilið Stöng staðið fyrir villibráðarhlaðborðum

Einar, Kristján og labradorinn Korri með fína morgunveiði.

á haustin sem hafa notið mikilla vinsælda. Góðir afþreyingarmöguleikar eru í Mývatnssveit og hefur hið nýja Fuglasafn Sigurgeirs að Neslöndum vakið mikla athygli svo og jarðböðin við Mývatn sem eru alltaf vinsæl. „Ég er bara bjartsýnn á framhaldið hjá okkur þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu, það er alla vega nóg af gæs og rjúpu hér fyrir norðan,“ sagði Jón Ingi að lokum. Hægt er að lesa meira um Haust- og vetrarveiðiferðir á www.stong.is/veidi v


Sportveiðiblaðið • 63

Verslunin Allra veðra von Ljósmynd: Lýður

Nielsen-stangirnar vinsælar

Verslunin Allra veðra von er staðsett í hjarta bæjarins á Selfossi en þar eru höfuðstöðvar Nielsen. „Já, við erum mjög ánægð með sumarið og sérstaklega hvað íslenskir veiðimenn hafa haft það hugfast að versla íslenskt í ár, sérstaklega í þessu skrautlega árferði, og viljum við færa þeim bestu þakkir. Það er nokkuð ljóst að Nielsen-stangirnar eru að verða þær vinsælustu á landinu þegar borið er saman verð, þjónusta og gæði. Fyrirtækið rekur tvær verslanir, á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Nú um þessar mundir eiga verslanir okkar eins árs afmæli og af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum okkar frábær kjör á veiðivörum út september.“ v

Icefin

Feðgarnir Þór og Birgir Nielsen á Þingvöllum á fallegum degi síðastliðið vor. Ljósmynd: Somira Sao

Í þessum galla er nýjasta útfærslan af hinni frábæru AIRTEX-öndunarþind. AIR-TEX2-þindin er hitalímd á ytrabyrðið sem gerir það að verkum að gallinn er vatnsþéttur og andar mjög vel. Fötin eru níðsterk, hlý og þægileg, þyngjast mjög lítið í mestu vatnsveðrum. Í þessum pakka eru næst líkamanum „super-dry” nærföt, bolur og síðar buxur, með SENTEK. SENTEK er tækni þar sem silfurefni er ofið í þræði fatanna. Það er bakteríudrepandi og gerir bráðinni erfiðara að finna lykt af veiðimanninum. Einnig fylgir flísmillilag, bolur og buxur, vatnsheldar buxur og jakki með hettu sem taka má af, húfa, skyrta, peysa, sætisáklæði og axlabönd til að allt sé á sínum stað og að síðustu flugnanet sem bæði nýtist til að losna við flugurnar af andlitinu og til að fela augun og andlitið. Mikið er af hentugum vösum á bæði jakka og buxum. Fatnaðurinn er hannaður af veiðimönnum fyrir veiðimenn. v

Laxveiði Silungsveiði Skotveiði

Strengir V E I Ð I Þ J Ó N U S TA N

w w w. s t r e n g i r. i s símar: 567-5204 & 660-6890


sumariรฐ 2009



66 • Sportveiðiblaðið Við lögðum af stað miðvikudaginn 22. júlí sl., fórum suðurleiðina til Egilsstaða og vorum komin þangað um miðjan dag. Þá lá leiðin að Skipalæk en við vorum búin að fá leigðan vegagerðarmannaskúr sem stendur þar heima við hlöðu og gengur hann undir nafninu Þrælabúðir. Við höfðum samband við Einar Axelsson leiðsögumann og ákváðum að hittast heima hjá honum um áttaleytið næsta morgun. Síðan gerðum við okkur klár með nesti og nýhlaðin skot í riffilinn. Næsta morgun var ekið að Akurgerði þar sem Einar býr, sexhjóli komið upp á kerru og farið að spá í hvar væri helst að leita að törfum. Taldi Einar að helst væri þá að finna á Hallormstaðarhálsi en þá vantaði bensín á sexhjólið svo að við komum við hjá vini hans á Melum og kipptum einum brúsa af sláttuvélabensíni með. Á milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaðar sáum við lítinn hóp af törfum og voru það óttalegir tittir, kannski tveggja vetra, svo að við héldum áfram í gegnum Hallormsstaðarskóg en þegar upp var komið lá þoka yfir hálsinum svo að áfram lá leiðin inn Víðivallaháls. Fljótlega var ákveðið að taka sexhjólið af kerrunni og skildum við það eftir neðarlega á hálsinum, ætluðum þá bara að sækja það ef á þyrfti að halda. Svo voru eknir slóðar inn hálsinn og stoppað reglulega og nánasta umhverfi skoðað en lítið bólaði á dýrum fram eftir morgni. Einar sagði okkur sögur af mönnum og málefnum og höfðum við gaman af en einn þátturinn í hreindýraveiðum er að fá leiðsögn heimamanna sem eru hafsjór af fróðleik og oft kynlegir kvistir. Um kl 11 sá Sigurgeir bóndi minn tarfahóp í fjarska og var stefnan tekin á þá, skoðuðum við þá betur og töldum einn af þeim koma til greina. Fikruðum okkur nær og reyndist einn tarfurinn áberandi stærri en hinir. Við ætluðum fyrst niður fyrir dýrin en Einar taldi þá að betra væri að koma að þeim ofan frá svo að við komum okkur fyrir þar og röltu þeir svo að okkur í rólegheitum. [ Texti: María Björk Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Úr einkasafni ]

Þegar þeir voru komnir í 170 metra færi í Gerðisslakka skaut ég einu skoti og tarfurinn steinlá. Svo var gert að dýrinu og vorum við búin að því um kl. 12 á hádegi. Þá fór Einar og náði í bílinn og komst hann nokkuð nálægt en dýrið var þá sett á svokallaðan Cabelas-sleða og dregið að bílnum og sett á kerruna. Ákváðum við að skilja sleðann eftir hjá Einari. Svo slökuðum við bara á og fengum okkur kaffi og nestisbita og dóluðum okkur út Víðivallahálsinn, sýndi Einar okkur hvar hann færi á greni og sagði okkur sögur frá því. Eftir það komum við að sexhjólinu og ók Sigurgeir því niður en síðan var farið með skrokkinn í Skóghlíð til vinnslu. Þá var nú heimleiðin eftir og ákváðum við að þvera hálendið, fórum upp að Kárahnjúkum, svo í gegnum Krepputungur og inn í Dreka í Öskju og þaðan Flæðurnar sem voru ansi vatnsmiklar og yfir Urðarhálsinn en hann var mjög stórgrýttur. Ekið var eftir stikum að Kistufelli og svo klöngruðumst við Dyngjuhálsinn. Á Dyngjuhálsinum hittum við göngufólk, stönsuðum og töluðum við það. Lét fólkið bara vel af sér og sagðist vera vel útbúið til fjallaferða. Þarna gerði svo frost um nóttina. Svo fórum við Gæsavatnaleið og niður í Laugafell. Þar ákváðum við að tjalda og fór ég til skálavarðarins til að athuga með tjaldstæði. Hún hváði við: „Tjalda! Það hefur snjóað síðustu tvær nætur,“ sagði hún svo. Við gáfum nú lítið fyrir það og reistum okkar kúlutjald og sváfum mjög vel þó að frostið færi í -3°, tókum okkur svo upp um morguninn og komum niður í Vesturárdal í Skagafirði. Við hjónin erum svo heppin að eiga sameiginleg áhugamál sem eru veiðar og fjallaferðir. Þetta í fjórða sinn sem ég veiði hreindýr. Eitt sinn fórum við til Grænlands og skutum hvort sitt sauðnautið, einnig höfum við stundað fuglaskotveiðar í yfir 30 ár. Vonandi dugar maður í nokkur ár til viðbótar! v


Afsökunarbeiðni til veiðimanna Farsímakerfi Vodafone hefur stækkað gríðarlega á undanförnum tveimur árum og nú er svo komið, að kerfið er það öflugasta sinnar tegundar á Íslandi. Öryggi veiðimanna á mörgum afskekktum stöðum hefur stóraukist vegna þessa, en á hinn bóginn hafa símhringingar stundum rofið kyrrðina á undurfögrum veiðistöðum. Við biðjumst velvirðingar á trufluninni en bendum á að einfalt er að slökkva á hringingunni. Hringdu í þjónustuverið okkar, í síma 1414, ef þú þarft aðstoð.

Lifðu núna


68 • Sportveiðiblaðið

Veiddi víða með vinum

Nú í sumar hafa staðið yfir tökur á fimmtu seríu af hinum vinsælu veiðiþáttum Veitt með Vinum og megum við veiðimenn eiga von á því að geta séð þættina í byrjun janúar 2010, á Stöð 2 Sport. Núna er fjórða serían væntanleg á DVD fyrir veiðiþyrsta sjónvarpsáhorfendur og af því tilefni hittum við manninn á bak við þættina. Karl Lúðvíksson framleiðir og leiðstýrir þessum skemmtilegu þáttum sem nú hafa verið í loftinu í 5 ár og hann segist hvergi nærri hættur. Við hittum Karl í klippisvítunni þar sem hann var í óða önn að vinna úr tökum sumarsins.

– Hvernig hafa tökur gengið í sumar? „Tökurnar hafa gengið vel í alla staði en samt er ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en við höfum farið yfir allt efnið. En mér sýnist á öllu af því sem ég hef skoðað að þá séum við með fjóra þætti eins og er sem allir koma vel út. Við eigum eftir að mynda fimmta þáttinn og stefnum á að gera það í september.“ – Hvar voruð þið að mynda í sumar? „Við byrjuðum í Blöndu í byrjun júlí og þar veiddum við með Inga Frey leiðsögumanni. Tökurnar tókust frábærlega og okkur tókst loksins að fara yfir 15 punda múrinn í þættinum. Eftir Blöndu fórum í eystri bakka Hólsár um verslunarmannahelgina svo var það Grænland þar sem við vorum í 5 daga með Ingólfi Kolbeinssyni eða Ingó í Vesturröst eins og flestir þekkja hann og við vorum að koma úr Miðfjarðará þar sem við nutum leiðsagnar Rabba.“ – Nú er Miðfjarðaráin að slá gamla metið frá 1977, hvernig gekk þar? „Það gekk bara alveg ótrúlega vel. Ég var að veiða Miðfjarðarána í fyrsta skipti og ég verð að segja að þetta er ein af þessum ám sem ég féll alveg fyrir. Áin var fyrir það fyrsta full af laxi en síðan eru veiðistaðirnir svo rosalega fjölbreyttir að ég held að maður fái allar tegundir

veiðistaða á þessu svæði. Það var samt gríðarlegt verkefni að mynda ána og ég reikna með því að skjótast upp eftir einu sinni til viðbótar til að ná nokkrum skotum í viðbót því það gafst ekki tími til að mynda allt í þessum túr. Og stundum er það þannig að við förum tvisvar á sum svæðin til að vera með nóg efni.“ – En hvernig var að mynda á Grænlandi? „Grænland er ótrúlegt land. Það er erfitt að lýsa því hvernig landslagið þarna sogar þig til sín og dáleiðir þig. Það má segja að þetta sé eins og Ísland á sterum. Við vorum fimm í tökuliðinu sem fórum út og höfðum þrjá daga til að mynda þrjú svæði. Flugfélag Íslands skipulagði fyrir okkur ferðina og það verður að koma fram að svo vel var að því staðið að ekki hefði verið með neinu móti verið hægt að gera betur. Öll aðstaða frábær og leiðsögumennirnir, sem þau útveguðu okkur, þvílíkir heiðursmenn. Og að veiða á Grænlandi er algjört ævintýri. Allar ár stútfullar af bleikju! Hver dagur við tökurnar var ótrúlegur og ég hlakka mikið til að sýna Grænland í þáttunum því það var svo margt sem kom á óvart. T.d. vorum við á fyrsta degi að veiða í Prestsfirði, ofarlega í ánni, þegar Jan Erik leiðsögumaður stekkur á augabragði upp í fjall og skýtur hreindýr og á 40 mínútum gerði hann að dýrinu, fláði það, úrbeinaði og eldaði það


Sportveiðiblaðið • 69 við árbakkann ásamt nýveiddri bleikju. Þetta var eins og að vera í fullorðins-indíánaleik.“ – Áttu eftir að mynda meira í sumar? „Við eigum eftir að mynda smáviðbót í Miðfirði og svo er einn þáttur alveg eftir sem við förum í að mynda í september. Það verður þáttur tengdur íþróttaskotfimi. Eftir að við mynduðum gæsaþáttinn í fyrra höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð frá áhorfendum um að auka vægi skotveiða enda skotveiðimenn fjölmennur hópur á Íslandi og það er allt of lítið af efni til sem sýnir skotveiðar eða skotfimi á Íslandi. Ég hef fengið nokkra stráka sem allir kunna vel með byssu að fara til að aðstoða okkur við þann þátt.“ – Þú ert sem sagt líka í skotveiði. Þetta hlýtur að taka mikinn tíma frá þér. Hvernig gengur þér að púsla saman vinnuviku á háannatímanum? „Það er gífurleg áskorun. Ég vinn í Vesturröst alla virka daga og ef ég þarf að vera frá vegna myndatöku hefur Ingó alltaf reddað því. Við reynum þó að mynda sem mest um helgar ef þess er kostur og veiðileyfasalar, sem við myndum hjá, hafa verið okkur hjálplegir í því að koma okkur að um helgarnar. Annars snýst þetta bara um skipulag og það að hafa ánægju af því sem maður gerir. Um leið og þetta verður kvöð þá hætti ég því.“ – Nú er fjórða sería að koma út á DVD og fimmta sería verður sýnd í sjónvarpinu í vetur. Ertu farinn að hugsa um sjöttu seríuna? „Ég er svona aðeins farinn að gæla við það, hugsa um hvar ég myndi vilja mynda, hvaða gesti o.s.frv., en ég reyni samt að spá ekki í það fyrr en ég er búinn að skila

af mér þessari seríu sem við erum að vinna núna. Það er líka svo mikil vinna eftir og að mörgu leyti það skemmtilegasta, sjálf klippivinnan. Það tekur 2–3 vikur að fullvinna hvern þátt svo það er nóg eftir áður en þættirnir verða tilbúnir til sýningar.“ – Þegar þú ert ekki að mynda, hvert ferð þú að veiða? „Maður fer ansi víða. Sumar ár veiðir maður í nokkur ár en breytir svo til og prófar aðrar. En ein á hefur alltaf verið ofarlega á mínum lista og það er Langá á Mýrum. Ég fór þangað frá fimm ára aldri með afa mínum, Karli Lúðvíkssyni apótekara, sem veiddi ána í áratugi. Ég veiddi maríulaxinn minn í Tannalækjarbreiðu þegar ég var 12 ára og hef eftir það haft sterkar taugar til Langár. Ég fer í hana á hverju ári og sé ekki fyrir mér að breyta þeirri venju.“ v Jóhann Vilhjálmsson (f. 1955) er lærður byssusmiður og hefur stundað hnífasmíði um árabil. Hann er einnig lærður vélstjóri og vélvirki og starfaði sem slíkur áður en hann fór til náms í byssusmíði ICET Leon Mignon – skóla byssusmiðanna – í Liege í Belgíu. Eftir þriggja ára nám og sérhæfingu í skeftissmíði og málmgreftri opnaði Jóhann verkstæði og verslun í Reykjavík 1996. Hann starfar nú sem byssusmiður hjá Ellingsen. Hnífasmíði hefur lengi verið sérstakt áhugamál Jóhanns. Nú kynnir hann „Íslenska veiðihnífinn“ – sérhannaðan íslenskan veiðihníf. Jóhann hannar og smíðar hnífa sína frá grunni. Smíðar fyrst hnífsblöðin og herðir í sérstökum ofni. Skeftin eru úr völdum viðartegundum, beini, dýrahornum og völdum málmum. Sumir hnífanna eru skreyttir með málgreftri. Jóhann er félagi í BKS, félagi belgískra hnífasmiða. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga þeirra og vann m.a. silfurþjölina í keppninni um gullþjölina (Lime d’Or) 1998. Verðlaunin fékk Jóhann fyrir hníf með sikileysku lagi.

J. Vilhjálmsson

Íslenski veiðihnífurinn www.icelandicknives.com www.icelandicknives.com

www.icelandicknives.com


70 • Sportveiðiblaðið

Svipmynd af Langá á Mýrum:

Ljúfar stundir á Langárbökkum Langá á Mýrum er ein af helstu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Veiðimenn, sem leggja leið sína á Langárbakka, hafa margir á orði að áin taki einstaklega vel á móti þeim og er það engin tilviljun. Áratugum saman hafa landeigendur við ána, undir merkjum Veiðifélags Langár, í góðu samstarfi við leigutaka, nostrað við ána til að tryggja að dvöl veiðimanna við Langá verði sem ánægjulegust. Í sumar tóku nýir leigutakar við Langá og hafa þeir einsett sér að halda á lofti góðu orðspori Langár. Veiðin í sumar hefur gengið vel en aflamet var sett í Langá á liðnu sumri, þegar tæplega 3000 laxar komu á land. Það ræðst af því hversu vel aflast á haustdögum hvort það met verður í verulegri hættu en veitt er til 26. september í Langá. Aðbúnaður allur til fyrirmyndar Það er Lax ehf., í samstarfi við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem er nýr leigutaki Langár. Saga laxveiða við Langá er löng eins og áin sjálf en Langá á upptök sín í Langavatni, 36 kílómetrum frá sjó, og í henni eru 93 merktir veiðistaðir. Í engri annarri á hafa landeigendur ráðist í jafnmiklar fiskvega- og gönguleiðaframkvæmdir en frá 1962 hafa veiðibændur við Langá byggt fimm laxastiga, vatnsmiðlunarstíflu í Langavatni og lagt í miklar vegaframkvæmdir þannig að heita má að hægt sé að aka að öllum merktum veiðistöðum Langár á 26 kílómetra löngum veiðibakka. Mjög góða veiðistaðalýsingu er að finna á vef Langár [ Texti: Hörður Vilberg Ljósmyndir: Ýmsir ]

(www.langa.is ) sem hentugt er að taka með á bakkann og gagnast leiðsögnin nýjum veiðimönnum við Langá einstaklega vel. Sögu árinnar, veiði og umhverfi eru jafnframt gerð góð skil í bók Guðmundar Guðjónssonar og Einars Fals Ingólfssonar um Langá á Mýrum sem er skyldulesning allra Langárveiðimanna. Þar segir m.a. af ensku hefðarfrúnni og kjarnakonunni Madam Kennard sem veiddi í Langá frá 1923 þar til síðari heimsstyrjöldin skall á árið 1939. Því hefur verið fleygt að andi Kennards sé enn á sveimi við Langá en þeir sem hafa bundist ástfóstri við ána skilja það vel. Frúin hafði það meðal annars fyrir sið að afloknum veiðum á hverju sumri að


Sportveiðiblaðið • 71 Í Langárbyrgi eru tólf tveggja manna herbergi með baðherbergi og dýrindisrúmum sem eru prýðisvettvangur fyrir veglega afladrauma. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og í setustofunni geta menn horft dreymnir á svip yfir Hvítsstaðahyljina og lagt upp veiði næsta dags eða bara slakað á við nið Langár eftir dýrindisveitingar. Aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð í Langárbyrgi en mest er veitt á 12 stangir í ánni yfir sumarið og því geta allt að 24 veiðimenn verið á bakkanum á sama tíma.

Veiðin er góð Aflamet var slegið í Langá á síðasta sumri þegar 2970 laxar komu á land en fyrra met var frá árinu 1978 þegar 2405 laxar veiddust. Meðalveiði áranna 1974–2008 er 1452 laxar og er ólíklegt að metið frá í fyrra verði slegið í sumar en veiðin hefur þó gengið vel. Alls voru komnir 1174 laxar á land þegar maðkveiði hófst í ánni á ný en leyfilegt er að veiða á maðk og flugu í upphafi veiðitíma til 4. júlí og frá 20. ágúst til loka tímabils. Áin hefur því nokkra sérstöðu en þeim ám sem hafa úthýst maðkveiðimönnum á síðustu árum hefur farið fjölgandi. Við Langá hefur sambýli veiðimanna hins vegar verið með ágætum.

Ríflegur kvóti Það er til marks um góða veiði í Langá að kvóti veiðimanna á hverri vakt er ríflegur eða 5 laxar á stöng. Kvóti flyst ekki á milli vakta og landi menn 5 löxum á vakt verða menn að hætta veiðum og hvíla sig fyrir næstu vakt. Einu gildir þó svo að löxunum sé sleppt aftur að aflokinni viðureign. Ekki er skylda að sleppa stórlaxi í Langá en það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa 70 cm laxi og stærri í ána aftur í samræmi við tilmæli Veiðimálastofnunar. Langá er meðalstór á og blátær og þar gildir að vera með nettar græjur og hafa gaman af hlutunum. Átta til níu feta einhenda með línu 6–9 er kjörið veiðitæki en fyrir þá sem vilja spennandi rimmur er ekkert að því að brúka léttari línur og stangir. Litlar flugur eru alla jafna gjöfulastar og í Langá er fjöldi hylja þar sem kjörið er að gára vatnsyfirborðið til að espa laxinn til töku.

Allt getur gerst taka með sér heim til Englands vatn í flöskum sem hún tók úr lind við ána. Vatnið taldi Kennard allra meina bót og raunar uppsprettu lífsorkunnar, hvorki meira né minna!

Notalegt veiðihús Það væsir ekki um veiðimenn í veiðihúsinu Langárbyrgi en Veiðifélag Langár byggði húsið sem var tekið í notkun árið 1998 þegar áin var í fyrsta sinn boðin út sem eitt veiðisvæði en áður hafði Langá verið leigð út í hlutum. Þrátt fyrir langa sögu stangveiða við Langá er því tiltölulega stutt síðan veiðimenn fengu aðgang að allri ánni sem einu veiðisvæði.

Sá er þetta ritar hefur veitt í Langá undanfarin sjö ár, einkum á haustin, í góðra vina hópi, og það skal játað hér að þátt fyrir háar aflatölur í Langá getur allt gerst. Stundum hefur gengið mjög vel og stundum bara alls ekki neitt. Það er það sem er spennandi við veiðina að geta ekki gengið að því sem vísu að mokveiði bíði manns – en vonin lifir alltaf og stundum bíða manns ævintýri. Hér á næstu síðum er að finna stutt viðtöl við fólk sem tengist Langá með einum eða öðrum hætti og er það von mín að við lestur þeirra fáið þið góða innsýn inn í veiðina á bökkum Langár. Góðar stundir og megi línur ykkar þenjast til hins ítrasta í baráttu við villta laxa. v


72 • Sportveiðiblaðið

Heimilismatur í bland við veitingahúsafæði af bestu gerð Í Langárbyrgi ræður Mjöll Daníelsdóttir ríkjum en hún sér um rekstur veiðihússins ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Viðarssyni. Þau laxahjú eru með fjögur veiðihús í rekstri við þekktar laxveiðiár, Norðurá, Hítará og Laxá í Dölum, auk Langár sem bættist í flóru þeirra fyrir sumarið. Í nærri hálfan annan áratug hafa þau töfrað fram kræsingar fyrir veiðimenn sem hafa látið sér vel líka.

Mjöll segir fyrsta sumar þeirra við Langá hafa gengið mjög vel en hún hafi komið fyrst í Langárbyrgi í febrúar til að skoða aðstæður og strax litist vel á. „Fyrsta upplifunin af húsinu var mjög góð enda er vinnuaðstaða þar til fyrirmyndar. Við gerðum hins vegar ákveðnar breytingar í húsinu sem allir hafa verið mjög ánægðir með og settum til að mynda upp hlaðborð eins og við erum með í Norðurá.“ Mjöll segir að þau leggi höfuðáherslu á að öllum líði vel í húsinu, hvort sem í hlut eiga viðskiptavinirnir, leiðsögumenn eða starfsfólk.

Góð blanda En hvað skyldi nú vera á borðum? „Við bjóðum upp á klassískan íslenskan heimilismat í bland við veitingahúsafæði af bestu gerð, kokkarnir okkar leggja mikinn metnað í það sem þeir framreiða hverju sinni,“ segir Mjöll. „Við rekum öll húsin með sama sniði en við erum búin að vera í þessum bransa í 14 ár þannig að við erum búin að setja okkar blæ á þetta allt saman.“ Mjöll segir veiðihúsin fjögur, sem þau eru með í rekstri, í eðli sínu ólík en grunnreksturinn sé sá sami og því lítið mál fyrir starfsfólk að stökkva á milli húsa eftir þörfum.


Sportveiðiblaðið • 73 Ánægjuleg þróun Það vakti athygli að fæðisverð var lækkað fyrir tímabilið í Langárbyrgi. „Við höfum ávallt verið með besta fæðisverðið í veiðihúsunum okkar og ákváðum að mæta ástandi á Íslandi með því að vera með sama verð og undanfarin ár og koma þannig á móts við kúnnana okkar.“ Fæðisverð í Langá er 9.900 krónur á dag í upphafi veiðitíma og undir lokin og fæst fyrir það morgunverður, hádegisverður, kaffi og kvöldverður auk gistingar sem er mjög vel sloppið. Yfir háannatímann er fæðisverð hins vegar 14.500 á dag.

Öflug aflakló Mjöll segist ekki hafa tekið í mál annað en að læra inn á Langá þegar hún kom að ánni en hún fékk sinn fyrsta lax í Strengjunum og hafði Ólaf Finnbogason sér til aðstoðar. „Eftir það fórum við upp alla ána – alveg upp að Ármótum, efsta veiðistaðnum í ánni. Ég hef farið víða um Langá og er hver staður öðrum fegurri.“

Mjöll hefur þó ekki látið Langá eina nægja en hún segir veiðina hafa gengið mjög vel hjá sér í sumar „Ég er nýkomin úr veiði með kvennahollinu mínu, Kavíar Klúbbnum, en við fórum á Nes-veiðar í Aðaldalnum og þar er maður alltaf að upplifa eitthvað nýtt. Ég fékk fjóra laxa og einn veiddi ég af bát á Presthyl sem mér fannst mjög skrýtið en ég fékk laxinn á alveg spegilsléttu vatni.“ Aðspurð um upphaldsflugu er Mjöll ekki lengi til svars. „Já, ég á mér uppáhaldsflugu, Hauginn eftir Sigurð Héðin.“ Þegar við spjöllum við Mjöll er langt liðið á ágústmánuð og haustið farið að minna allrækilega á sig – fjöll tekin að grána. Haustið leggst hins vegar vel í Mjöll. „Já, það leggst vel í mig. Ég verð hérna uppi í Langá til 24. september en eftir það verður kærkomið að komast í smáfrí og hlaða batteríin.“ Uppáhaldsmatur Mjallar er humar auk þess að þykja allir eftirréttir GÓÐIR. Sportveiðiblaðið birtir hér eina létta humaruppskrift úr smiðju Mjallar og Guðmundar. Verði ykkur að góðu!

Humar með villisvepparisotto Humar (5–6 á mann) – kljúfið humarinn ofan frá og setjið upp á skelina. 4 bollar Arborio-hrísgrjón 1 stk. skalotlaukar 100 gr þurrkaðir villisveppir – lagðir í bleyti 1 lítri af grænmetissoði 1/2 tsk. saffran 200 gr rifinn parmesan-ostur 1 dl hvítvín

Saxið villisveppina og skalotlaukinn smátt, svissið laukinn og saffranið í smjörklípu. Bætið síðan sveppunum og hrísgrjónum út í og látið malla um stund. Hellið hvítvíninu saman við ásamt grænmetiskrafti eftir þörfum. Þegar risottoið er soðið (AL DENTE) er parmesan-ostinum bætt yfir. Grillið humarinn undir heitu grilli með hvítlaukssmjöri og berið fram með nýbökuðu brauði og fersku salati. v


74 • Sportveiðiblaðið

Ólafur Finnbogason:

Óvenjumargir stórlaxar gengið í Langá í sumar Ólafur Finnbogason hefur verið leiðsögu­ maður við Langá í áraraðir og var staðar­ haldari við ána í sumar. Veiði lýkur í Langá 26. september næstkomandi en hvernig skyldi hafa gengið fram til þessa? „Sumarið byrjaði mjög vel og hefur ekki veiðst betur í opnun í Langár í mörg ár en hafa verður þó í huga að opnunin var færð aftur um nokkra daga. Veiðin hófst að þessu sinni 20. júní og veiddist meðal annars lax í veiðistað 69 eða Sveðjurennum sem er mjög óvenjulegt. Veiðin gekk vel í júní og meðal annars náðist fyrsti kvótinn í júní sem hefur ekki gerst oft. Júlí var jafnframt mjög góður og þrátt fyrir þurrka hélt Langá góðu vatni vegna vatnsmiðlunar við Langavatn. Fyrsta vikan í ágúst var líka fín en eftir það datt takan niður þar sem ekkert rigndi á Mýrunum og vatnsmiðlunin tæmdist.“

Kemur 20 pundari úr Langá? Það má búast við því að tökugleði laxins aukist með haustrigningum þegar aukið líf færist í vatnið og búast má við spennandi veiðidögum þar sem óvenjumargir stórlaxar á mælikvarða Langár hafa gengið í ána og margir hafa ekki veiðst enn sem komið er. „Það er að veiðast mun vænni fiskur í Langá en hefur verið síðustu ár. Til að mynda komu í sumar tveir fiskar á land sem voru yfir 90 cm og einnig mikið af fiski á bilinu 80–90 cm að sjást og nást. Samkvæmt teljara í Skuggafossi og Sveðjufossi eru enn stærri fiskar búnir að ganga upp ána og telja þeir fiskar sem eru yfir 80 cm nokkra tugi. Sá stærsti sem hefur farið í gegnum teljarann er 96 cm og því fer hann ansi nálægt 20 pundunum.“ Aðspurður um hvaða flugur hafi verið að gefa best í Langá segir Ólafur það vera hefðbundnar flugur sem mikið eru notaðar en einnig hafi nýjar flugur verið að detta inn í veiðibókina þar sem Bretar hafi sótt Langá heim í auknum mæli í sumar. Má þar t.d. nefna flugur eins og White Wing, Undertaker og Diablo og er kannski ekki úr vegi fyrir íslenska veiðimenn að smella þeim undir í haust.

Hvar og hvenær veiðist best? Líkt og í öðrum laxveiðiám er veiðin misjöfn eftir tímabilum og aðstæðum en eftir að stærstu laxagöngurnar hafa skilað sér er Langá virk á öllum svæðum. „Á fyrri hluta tímabilsins er mesta lífið fyrir neðan þjóðveg. Þá helst á Breiðunni, Strengjum, Krókódíl, Holunni og Fossbreiðu. Þá koma staðir fljótt inn eins og Bárðarbunga og Glanni,“ segir Ólafur og bætir við að þegar komið sé fram í júlí detti inn flestir staðir í ánni. „Þar má helst nefna Álfgerðarholtskvörn, Stórhólakvörn, Jarðlangsstaðakvörn, Rennur og Réttarhyl. Um miðjan júlí er kominn fiskur í flesta staði í ánni en þegar líður á ágúst og sérstaklega þegar vatnsmagn fer að lækka koma inn staðir eins og Efri- og Neðri-Hvítstaðahyljir, Jósep og Ármótastrengur sem er efsti veiðistaðurinn í ánni.“


Sportveiðiblaðið • 75 En hvað með haustið? „Þegar komið er fram í september halda þó nokkrir staðir á neðra svæði fiski svo sem Kerstapafljót, Torfan, Glanni, Álfgerðarholtskvörn, Stórhólakvörn, Hvítstaðahyljir, Stangarhylur, Hornhylur, Klettskvörn og Sveðjurennur. Að mínu mati er svæðið fyrir ofan Sveðjufoss skemmtilegast á þessum tíma, svokallað Fjall (veiðistaðir 71–93), enda mikið af fiski gengið upp fyrir fossinn og fullt af stöðum sem fiskurinn getur falið sig á. Fyrir utan merkta veiðistaði er fjöldinn allur af pollum á milli staða sem geyma fiska, eins og fyrir neðan Ármótastreng,“ segir Ólafur en félagi hans, Sigurður Árnason, lýsir Fjallssvæðinu hér til hliðar.

Setti tvisvar í maríulaxinn Að góðra veiðimanna sið er spjallinu við Ólaf Finnbogason ekki slitið nema fá eina ferska veiðisögu úr Langá í kaupbæti. „Breskur leiðsögumaður, Tim Edwards, sem hefur verið við leiðsögn í Langá í mörg ár, var með veiðikonu í Holunni sem er veiðistaður númer 3. Þar setti hún í maríulaxinn sinn en lykkjan, sem festir tauminn við flotlínuna, lak af og laxinn hélt sína leið. Um tveimur klukkustundum síðar setti hún síðan í lax á Breiðunni sem er númer 9 en þegar hún dró laxinn að landi sá Tim að þetta væri eitthvað undarlegt. Tim náði í stóra háfinn sinn sem hann notar alltaf og náði laxinum en þegar fiskurinn og línan var skoðuð betur kom í ljós að

veiðikonan hafði krækt flugunni í lykkjuna á taumnum sem maríulaxinn æddi með burt úr Holunni við lítinn fögnuð viðstaddra. Það telst líklega einsdæmi að veiðimaður eða -kona missi maríulaxinn sinn en takist að landa honum stuttu síðar á sama degi!“ v

Vacuum pökkunarvélar Fyrir öll heimili ásamt fylgihlutum Hráefnið geymist allt að

6 sinnum lengur og engin hætta er á frostskemmdum í lofttæmdum umbúðum. Reykofnar og fylgihlutir.

www.esjugrund.is Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur


76 • Sportveiðiblaðið

Ný og spenn­andi ­leið býðst nú til öfl­ugr­ar sölu- og mark­aðs­setn­ing­ar á ís­lensk­um lax- og sil­ungs­ veiði­leyf­um er­lend­is því að ­stærsti veiði­sölu­vef­ur ­heims, FishP­al.com, hef­ur opn­að sér­staka Ís­lands­ deild. Hvert veiði­svæði hef­ur ­sína heima­síðu og nú þeg­ar eru í ­boði um 40 ís­lensk ­svæði en í heild­ ina er FishP­al með um 700 veiði­svæði í 7 lönd­um í „on­line“ sölu. Tug­ir þús­unda veiði­manna ­kaupa sér ­leyfi á þenn­an hátt á ­hverju ári því að bók­un­ar­kerf­ið er ­bæði ein­falt og ör­uggt.


Sportveiðiblaðið • 77 – Hve­nær hófst FishP­al-æv­in­týr­ið? „FishP­al-vef­ur­inn hef­ur ver­ið starf­rækt­ur í Bret­landi í 5 ár og byrj­aði á því að ­selja veiði­leyfi í heims­þekkt­um, skosk­um lax­veiði­ám ­eins og Dee, Twe­ed, Spey, Tay og fleir­um. Vef­ur­inn hef­ur stækk­að stöð­ugt og sel­ur nú veiði­leyfi „on­line“ í Skot­landi, Eng­landi, Wa­les, Ír­landi, Ís­landi, Nor­egi, Rúss­landi og við­ræð­ur eru í ­gangi við kan­ad­íska, banda­ríska og suð­ur-am­er­íska að­ila. Mál­ið er að ­sala og mark­aðs­setn­ing á net­inu er í ör­um ­vexti á með­an ­vægi ann­arra ­miðla stend­ur í stað eða minnk­ar. Sölu­aukn­ing­in á FishP­al er í sam­ræmi við all­ar sölu­rann­sókn­ir sem ­sýna að net­sala á ­góðri ­vöru eða þjón­ustu e­ ykst um­tals­vert á ­hverju ári.“ – Hverj­ir ­kaupa á FishP­al? „Mest­megn­is ­hafa ­þetta ver­ið Bret­ar en hlut­fall­ið hef­ur ver­ið að breyt­ast mik­ið und­an­far­in 2–3 ár því að ­fleiri og ­fleiri Norð­ur­landa­bú­ar, Þjóð­verj­ar, Frakk­ar, Spán­verj­ ar, Ítal­ir og Banda­ríkja­menn eru orðn­ir stór­ir kaup­end­ ur veiði­leyfa á FishP­al. Mark­mið­ið með opn­un Ís­lands­ deild­ar er að ná til ­þessa ­stóra, er­lenda kaup­enda­hóps sem ­þarna versl­ar. Mik­ill kost­ur er að þess­ir kaup­end­ur búa í lönd­um sem eru á mark­aðs­svæði ís­lensku flug­fé­ lag­anna og ­geta því í flest­um til­fell­um tek­ið ­eitt flug og ferð­ast til Ís­lands. Jafn­framt ­vita orð­ið marg­ir er­lend­ir veiði­menn, ­eins og ferða­menn al­mennt, ­hversu hag­stætt það er að ­koma til Ís­lands ­núna ­vegna veik­ing­ar krón­ unn­ar.“ – Er þá FishP­al ­ekki í sam­keppni við ís­lenska veiði­ leyfa­sala? „Nei, alls ekki, held­ur er FishP­al í sam­starfi við veiði­ leyfa­sala lands­ins því að upp­setn­ing á heima­síðu hvers árs­svæð­is og vist­un er ókeyp­is og að­stoð­að er við ­enska texta­gerð. Auð­velt er að ­koma á fram­færi öll­um sér­ ákvæð­um um veiði­hætti, veiði­magn og agni, veiði­kort­ um og veiði­töl­um s.l. ára. FishP­al tek­ur að­eins sölu­þókn­ un fyr­ir hvert selt veiði­leyfi. Veiði­leyfa­sal­ar ­stjórna fram­boði ­sínu á FishP­al í gegn­um að­gangs­stýrt vef­við­mót og ­geta jafn­framt selt eft­ir sín­um hefð­bundnu sölu­leið­ um. Tölvu­póst­ur berst sam­stund­is frá kerf­inu til kaup­anda og selj­anda þeg­ar ­leyfi selj­ast og net­bók­hald selj­anda er að­gengi­legt á FishP­al. ­Segja má að með ­þessu fyr­ir­ komu­lagi og sam­starfi ­minnki veru­lega öll um­sýsla veiði­leyfa­sal­anna í ­síma og tölvu­pósti og ­ekki má ­gleyma því að ­sala á veiði­leyf­um í FishP­al er op­in all­an sól­ar­ hring­inn, ­alla d ­ aga árs­ins.“ – Af h ­ verju Ís­land inn á FishP­al?

Laxveiði Silungsveiði Skotveiði

Strengir V E I Ð I Þ J Ó N U S TA N

w w w. s t r e n g i r. i s símar: 567-5204 & 660-6890

„Það var ljóst eft­ir hrun­ið í ­haust að ­sala lax­veiði­leyfa ­ yndi ­verða erf­ið­ari fyr­ir ís­lenska veiði­leyfa­sala en oft m áð­ur því að ís­lensk­ir stór­kaup­end­ur síð­ustu ára, þ.e. bank­arn­ir og fjár­mála­fyr­ir­tæk­in, ­hafa nán­ast þurrk­ast út af mark­aðn­um og einn­ig boðs­ferð­ir stór­fyr­ir­tækja. ­Þetta á ­ekki að­eins við um Ís­land því að efna­hags­ástand­ið er ­víða slæmt ann­ars stað­ar ­enda hef­ur al­mennt geng­ið erf­ið­lega að ­selja veiði­leyfi, alls stað­ar í heim­in­um. ­Þetta ­ástand mun breyt­ast. Ís­lensk­ir veiði­leyfa­sal­ar ­hafa tek­ið FishP­al mjög vel og fram­boð á veiði­svæð­um fer ört vax­andi. Það þarf að ­koma á ­betra jafn­vægi í seld­um veiði­leyf­um á ­milli er­ lendra og inn­lendra að­ila til að ­verða síð­ur fyr­ir skakka­ föll­um þeg­ar efna­hags­dýf­ur ­koma hér á ­landi eða ná­ granna­lönd­um okk­ar.“ – Hvern­ig hef­ur ­sala veiði­leyfa geng­ið á FishP­al? „Sal­an á FishP­al hef­ur vax­ið í hverj­um mán­uði því að ­ávallt er mik­ill ­áhugi á ­veiði á Ís­landi og fjöl­marg­ar fyr­ ir­spurn­ir eru þeg­ar komn­ar um veiði­leyfi fyr­ir ­næsta sum­ar, ­bæði í lax- og sil­ungs­veiði. FishP­al-kerf­ið er byggt þann­ig upp að það get­ur strax far­ið að ­selja veiði­leyfi fyr­ir 2010 og 2011 ef verð­in eru til stað­ar. Viku­leg­ar veiði­frétt­ir, veiði­mynd­ir og veiði­töl­ur eru birt­ar á FishP­al og þeg­ar vef­mæl­ing­ar síð­asta mán­að­ar eru skoð­að­ar á mest ­lesnu vef­síð­un­um er greini­legt að er­lendu veiði­menn­irn­ir ­liggja á áð­ur­nefnd­um síð­um og ­láta sig ­dreyma um ferð til Ís­lands ­næsta sum­ar. Í mín­um ­huga er eng­in spurn­ing að sala- og mark­ aðs­setn­ing veiði­leyfa á FishP­al er öfl­ug­asta leið­in fyr­ir ís­lenska veiði­leyfa­sala til að ná eyr­um og aug­um er­lendra veiði­manna og þann­ig ­verða til þess að ­koma á eðli­legu jafn­vægi í inn­lendri og er­lendri sölu. Öll­um veiði­leyfa­söl­um stend­ur til ­boða að ­setja veiði­svæði sín í ­sölu inn á FishP­al. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má fá í ­síma 534-8082 eða með tölvu­pósti á jon@fish­ ice­land.com“ – Nú ert þú með bull­andi veið­id­ellu svo að það pass­ ar við vef­inn? „Ég byrj­aði að ­veiða sem smá­gutti með for­eldr­um mín­ um og fjór­um bræðr­um á bökk­um Sogs­ins, fyr­ir ­landi Bílds­fells, þar sem ­mamma fædd­ist og ólst upp. Á ­hverju ­sumri fór­um við í Bílds­fell­ið, ­mamma sá um elda­mennsk­ una, ­pabbi og Örv­ar ­elsti bróð­ir minn sáu um lax­veið­ina en við þrír ­yngstu vor­um sett­ir á bleikju­svæð­in með flot­holt og maðka­stöng í hönd. Á ung­lings­ár­un­um vor­ um við farn­ir að ­nota all­ar leyfi­leg­ar veiði­að­ferð­ir og


78 • Sportveiðiblaðið

Tek­ið í veiði­ferð­inni í Twe­ed-ána. Sitj­andi frá v­ instri: Örv­ar, Ómar, Jón, Guð­mund­ur, Pét­ur og Brynj­ar.

veið­id­ella mín tók veru­legt stökk eft­ir ­fyrsta flugu­veidda lax­inn minn á Klöpp­inni í Al­viðru fyr­ir um 10 ár­um. Fljót­lega var sum­ar­ið hér á ­landi orð­ið of stutt til að full­nægja veiði­þörf­inni. Ég byrj­aði að „­googla“ eft­ir ­veiði er­lend­is til að ­lengja sum­ar­ið og þann­ig kynnt­ist ég veiði­vefn­um FishP­al.“ – Þið bræð­urn­ir veið­ið mik­ið sam­an og ég h ­ itti ykk­ur fyr­ir nokkr­um ár­um á veiði­slóð­um á Græn­landi. „Það er al­veg rétt að við bræð­urn­ir veið­um mjög mik­ið sam­an. Örv­ar er elst­ur, svo Guð­mund­ur, ég, ­Ómar og Dav­íð yngst­ur. Dav­íð veið­ir lít­ið en hef­ur ­meira ­yndi af mál­ara­list­inni og mál­ar oft flott­ar mynd­ir af okk­ur og lands­lag­inu í kring á með­an við veið­um. En ­þessi ferð til Græn­lands, sem þú nefn­ir, var ein af okk­ar ­fyrstu ferð­um er­lend­is. Við lent­um í svaka­lega ­góðri sjó­bleikju­ veiði því að ­þarna er ­bæði fal­leg­ur og stór fisk­ur sem gef­ur al­veg fanta­tök­ur þeg­ar mað­ur finn­ur ­réttu flug­una. Við veið­um mjög ­víða hér á ­landi á ­hverju ­sumri en skemmti­leg­ast finnst okk­ur allt­af í Bílds­fell­inu og við rifj­um þá gjarn­an upp góð­ar minn­ing­ar það­an. Í fyrra­ haust og fyr­ir banka­hrun­ið vor­um við bún­ir að skipu­ leggja ­veiði í ­skosku ána Twe­ed og gerð­um þang­að ­góða ferð og stækk­uð­um um ­leið karla­hóp­inn því að tengda­ fað­ir minn, Pét­ur Sig­urðs­son, og mág­ur, Brynj­ar Pét­urs­ son, k­ omu með.“ – Og þú veið­ir ein­göngu með f­ lugu og spá­ir mik­ið í ­hvaða f­ lugu fisk­ur tek­ur ­hverju ­sinni? „Í dag ­veiði ég ein­göngu á ­flugu og ­ekki fyr­ir það að ég ­hafi eitt­hvað á ­móti ann­ars kon­ar veiði­að­ferð­um, held­ ur finnst mér ein­fald­lega skemmti­leg­ast að ­veiða á ­flugu. ­Hvaða ­flugu ég vel und­ir ­hverju ­sinni fer eft­ir ­ýmsu hjá mér ­eins og svo mörg­um öðr­um flugu­veiði­mönn­um, birt­unni, ­hita eða ­kulda, dýpt og ­hraða vatns­ins, ­legu fisks­ins og hrein­lega hvað aðr­ir ­hafa ver­ið að nota, allt er tek­ið með í reikn­ing­inn. Ég ­stunda mik­ið að „­veiða og ­sleppa“ því ég tel að það ­skipti mjög ­miklu ­máli í vernd­un laxa­stofns­ins. Ég vil ­hugsa ­lengra fram í tím­ann og ­reyna að ­stuðla að því að börn­in mín og barna­börn ­geti í fram­tíð­inni geng­ið að veiði­stofn­um lands­ins í jafn­ góðu eða ­betra ásig­komu­lagi og ég ­geri í dag.“ – Körfu­bolti og v­ eiði, það er nú ­ekki ­neitt sam­eig­in­ legt með þess­um tveim­ur íþrótta­grein­um? „Það fer svo­lít­ið eft­ir því hvern­ig þú hef­ur upp­lif­að þess­ ar íþrótt­ir og reynd­ar er margt að ­finna sem ­líkja má

sam­an. Hvert kast með flug­unni skipt­ir ­máli og þarf að ­vera hár­ná­kvæmt og ­lenda á rétt­um stað, ­eins og góð bolta­send­ing eða skot á körf­una. ­Hverju veiði­svæði eða á, sem þú veið­ir í, má ­líkja við keppn­is­höll og fal­leg nátt­úr­an og lands­lag­ið, sem um­lyk­ur þig, hróp­ar á þig og spil­ar inn í veiði­leik­inn ­eins og mann­fjöld­inn sem hvet­ur þig ­áfram til sig­urs. Síð­an er það til­finn­ing­in þeg­ ar tak­an kem­ur og fisk­ur­inn er á, það er ­eins og þriggja ­stiga ­karfa sem ræð­ur úr­slit­um á síð­ustu sek­únd­um leiks­ins, al­gjör snilld.“ – Hver er skemmti­leg­asta veiði­á sem þú hef­ur ­veitt í? „Ég hef far­ið ­ansi ­víða um lönd und­an­far­in ár, Rúss­land, Kan­ada, Skot­land og ­fleiri. All­ir ­þeir veiði­stað­ir sem ég hef kom­ið á ­hafa sinn ­sjarma og sín skemmti­legu sér­ ein­kenni sem erf­itt er að ­gera upp á ­milli. Það sem spil­ar ­líka svo mik­ið inn í er veiði­menn­ing­in á hverj­um stað og sið­venj­ur sem oft­ast eru svo ólík­ar því sem við þekkj­um hér á ­landi. Í mín­um ­huga er skemmti­leg­asta veiði­áin Sog­ið í Bílds­fells­landi, ­bæði ­vegna ­allra ­góðu minn­ing­anna það­an og ­ekki síst fyr­ir þá áskor­un sem hún gef­ur allt­af og ég er enn í dag að ­læra inn á ­hana í hvert ­skipti sem ég fer þang­að.“ – ­Eina veiði­sögu? Í ­fyrsta skipt­ið, sem ég fór til Skot­lands að ­veiða og ég ­mætti á veiði­stað­inn, var all­ur bakk­inn með­fram ­ánni vax­inn há­um trjám. Ég ­kunni ekk­ert á „speyc­ast­ing“ og ­hafði aldr­ei snert tví­hend­una sem ég ­hafði með­ferð­is, hélt að ég ­gæti nú not­að ein­hend­una mína, hvar sem væri. Jæja, ég fékk ­stutta ­kennslu í und­ir­stöðu­at­rið­un­um hjá „ghillie“ stað­ar­ins og svo ­kvaddi hann mig ­bara og sagð­ist ­koma eft­ir tvær klukku­stund­ir til að ­ferja mig á ­næsta veiði­stað. Mér gekk bæri­lega til að ­byrja með, ég fór ró­lega í sak­irn­ar en ­náði ekk­ert langt út í ána með lín­unni. Svo ég fór að „­taka á því“ og ­rykkja lín­unni út með lát­um en ­ekki mjög tækni­lega. Það ­skipti eng­um tog­um að í ­eitt ­skipti small flug­an í and­lit­ið á mér og flug­an „­Ally’s Shrimp Long Ta­il“ ríg­fest­ist á ­efri vör­inni. Nú ­voru góð ráð dýr, „ghillie“ far­inn, góð stund þar til hann ­kæmi aft­ur og eng­inn ná­lægt til að­stoð­ar. Jæja, ég lét ­þetta ­ekki ­stoppa mig, ­klippti á lín­una og hnýtti ­aðra ­flugu á og hélt ­bara ­áfram veið­um þrátt fyr­ir óþæg­ind­in af fjöðr­um flug­unn­ar á vör­inni sem stöð­ugt kitl­aði nef­ið á mér. ­Stuttu ­seinna ­setti ég samt í lax og land­aði ­fyrsta ­skoska lax­in­um mín­um og varð mjög stolt­ur „speyc­ast­ er“ en með ­auma ­efri vör.“ – Hvern­ig geng­ur að ­starfa við áhuga­mál­ið og hef­ urðu ­veitt ­víða í sum­ar? „Jú, ég get ­ekki neit­að því að hluta­starf mitt í kring­um FishP­al og við inn­setn­ingu ­margra spenn­andi veiði­svæða hef ég freist­ast út í ­fleiri veiði­ferð­ir en upp­haf­lega stóð til. Ég er bú­inn að ­veiða í Norð­urá, ­Grímsá, Mið­fjarð­ará, Breið­dalsá, Tun­gulæk, Lax­á í Að­al­dal og Sog­inu sem er minn uppá­halds­veiði­stað­ur ­eins og fyrr ­sagði. Hins veg­ ar er ákveð­inn ­galli við ­þetta skemmti­lega starf og svona ­mikla ­veiði og hann er sá að mér hef­ur geng­ið ­illa að ­vinna nið­ur for­gjöf­ina ­mína í golf­inu,” seg­ir Jón Sig­urðs­ son um ­leið og hann legg­ur veiði­stang­irn­ar inn í bíl­inn og yf­ir golf­sett­ið. v



80 • Sportveiðiblaðið Ný ri­tröð um ís­lensk­ar lax­veiði­á r

Vet­ur­inn, vor­ið og sum­ar­ið 2007 byrj­uðu Guð­mund­ur Guð­jóns­son, rit­stjóri www.votnog­veidi.is og www.ang­ ling­ice­land.is og Ein­ar Fal­ur Ing­ólfs­son, veiði­skrí­bent Morg­un­blaðs­ins og ljós­mynd­ari, á ri­tröð um ís­lensk­ar lax­veiði­ár í sam­vinnu við Lit­róf/Hag­prent, studd­ir af ­Laxi ehf. ­Fyrsta bók­in kom út fyr­ir jól­in 2007 og fjall­aði um Lax­á í Kjós. Hún kom út ­bæði á ís­lensku og ­ensku. Í ­fyrra var það svo bók­in um ­Langá. Krepp­an skall á og ­tafði ­enska út­gáfu henn­ar en ís­lenska bók­in kom á rétt­ um tíma. ­Þriðja bók­in verð­ur um Gríms­á og er í ­vinnslu en nokk­ur ­óvissa er þó eðli­lega um út­gáfu­tíma henn­ar. Bæk­ur þess­ar eru glæsi­leg rit og út­gáf­an metn­að­ar­full. Lit­róf legg­ur mik­ið í út­gáf­una til að ­gera ­hana sem glæsi­ leg­asta. Sport­veiði­blað­ið ­ræddi við þá Guð­mund og Ein­ar Fal um verk­efn­ið.

„­Þessi ri­tröð er eig­in­lega loka­út­færsl­an á göml­um ­ raumi sem Kon­ráð Jóns­son í Lit­rófi hef­ur geng­ið með d ­lengi. Ég ­veit ­ekki hvað það eru mörg ár síð­an að hann ­sagði mér fyrst frá ­þeirri hug­mynd ­sinni að ­gefa út glæsi­ leg rit um ís­lensk­ar lax­veiði­ár. Upp­runa­lega var ­þetta allt ­öðru ­vísi en við sjá­um í þess­ari út­gáfu í dag, við höf­um rætt ­þetta marg­sinn­is í gegn­um ár­in og út­gáf­an tek­ið margs kon­ar breyt­ing­um á ­þeim tíma. Svo var ­þetta kom­ið á ein­hvers kon­ar loka­stig og þá stóð það ­heima að Lax ehf. ­lýsti yf­ir ­áhuga á að ­styrkja út­gáf­una. Ég tal­aði þá strax við minn ­gamla vin, veiði­fé­laga og sam­ starfs­mann á Mogg­an­um til ­margra ára, Ein­ar Fal, ­enda hef­ur hann sér­hæft sig í ­töku frá­bærra veiði­mynda. Hon­ um ­leist strax vel á verk­efn­ið og þá varð ­ekki aft­ur snúið. Við fór­um í verk­ið og menn sjá nú út­kom­una, bæk­ur um Lax­á í Kjós og Lang­á á Mýr­um,“ seg­ir Guð­mundur. – ­Hvaða áhersl­ur og efn­is­tök var lagt upp með? „Núm­er ­eitt var mark­mið­ið að ­fjalla um ána ­sjálfa, veið­ ina, veiði­stað­ina og veiði­menn­ina sem ­hafa ­veitt í ­þeim og ­þekkja þá vel. Og ­byrja á því að ­koma sög­unni til ­skila með birt­ingu gam­alla ljós­mynda. Það er með­vit­uð ákvörð­un að ­ekki sé fjall­að um ann­að sem teng­ist ­henni ­eins og veiði­fé­lög­in og jarð­irn­ar. Með ­fullri virð­ingu fyr­ir ­þeim bók­um um lax­veiði­ár sem ­hafa lát­ið mik­ið ­rými und­ir svo­leið­is efni, þá vild­um við ­ekki ­gera það. Mynd­mál ­skyldi ­ráða og text­ar ­fjalla um árn­ar sjálf­ar og veiði­skap­inn. Það er stað­reynd að ­þetta hef­ur ­ekki hugn­


Sportveiðiblaðið • 81 ast öll­um, en ­þetta er í okk­ar hönd­um og við vinn­um bæk­urn­ar sam­kvæmt eig­in leik­regl­um og sann­fær­ingu.“

Vita­skuld drauma­verk­efni Ein­ar tek­ur und­ir ­þetta og bæt­ir við: „Að ­taka mynd­ir í bæk­ur, sem helg­að­ar eru ein­hverj­um ­bestu lax­veiði­ám lands­ins, er vita­skuld drauma­verk­efni fyr­ir ljós­mynd­ara með snert af veið­id­ellu! Í öll­um til­vik­um, í Kjós­inni, Lang­á og ­Grímsá, en ­þriðja bók­in sem við vinn­um að í þess­ari ser­íu er um hana, hef ég átt eitt­hvað af mynd­um sem ég hef ým­ist tek­ið fyr­ir sjálf­an mig eða í ­fyrri verk­ efn­um við árn­ar. Ég hef tek­ið þær mynd­ir sam­an fyr­ir ­grófa úr­val­ið en síð­an höf­um við Guð­mund­ur sest sam­ an og far­ið yf­ir það ­hvaða veiði­stað­ir ­þurfa helst að sjást á mynd­um. Þá hef ég ein­fald­lega far­ið að ­mynda. Hef far­ið nokkr­ar ferð­ir að ­hverri á, við upp­haf veiði­tím­ans, um há­sum­ar­ið og um haust­ið. Hef far­ið um ána með veiði­mönn­um, og stund­um að ­veiða sjálf­ur, og hef ­reynt að ­taka stemn­ings­rík­ar ax­jón­mynd­ir sem ­gefa í senn til­finn­ingu fyr­ir ­hverri á og ka­rakt­er henn­ar og hef ­reynt að ­fanga stemn­ing­una í veið­inni. Mark­mið­ið hjá mér er að ­gefa ­þeim sem ­skoða bæk­ urn­ar til­finn­ingu fyr­ir ka­rakt­er vatna­svæðs­ins, þann­ig að ­þeir sem aldr­ei ­hafa kom­ið þang­að fái til­finn­ingu fyr­ir svæð­inu sem árn­ar ­renna um, nátt­úr­unni og án­um sjálf­um, en veiði­menn, sem ­þekkja árn­ar vel, ­geti einn­ ig not­ið þess að ­skoða mynd­irn­ar – og ­geti ef til vill upp­lif­að æv­in­týri ­fyrri ára ­heima í ­sófa þeg­ar ­þeir ­skoða ­sína eft­ir­læt­is­veiði­staði. Ég hef lagt ­áherslu á að sjón­ar­ horn­ið í mynd­un­um sé sem oft­ast veiði­mann­anna og áhorf­and­inn sé þann­ig með ­þeim á bakk­an­um. Þar nýt­ ist mér ­margra ára ­reynsla sem blaða­ljós­mynd­ari og sjálf­sagt íþrótta­ljós­mynd­un­in ­ekki hvað síst. Þess ­vegna

Guðmundur Guðjónsson.

er ég oft úti í án­um með ­þeim sem ­veiða og ­reyni að ­vera of­an í at­burð­un­um í sam­vinnu við veiði­menn­ina. Veiði­menn eru í ­beinu sam­bandi við nátt­úr­una, með öll skiln­ing­ar­vit opin, og það er lík­lega draum­ur minn að sú til­finn­ing ­skili sér í mynd­un­um og í heild­ar­áhrif­um hverr­ar bók­ar. Við Guð­mund­ur för­um einn, tvo ­túra sam­an að ­hverri á og þá ræð­um við ­líka áhersl­urn­ar í mynd­um og ­texta og það hvern­ig hver bók ­verði sem heil­steypt­ust.“ Guð­mund­ur tek­ur und­ir ­þetta og seg­ir: „­Þetta með að ­gefa les­end­um tæki­færi til að ná stemm­ingu og ka­ rakt­er ­ánna sem um ræð­ir er mik­il­vægt. Svona bæk­ur ­yrðu aldr­ei ­neins ­virði ­nema með frá­bær­um mynd­um af ­þessu tagi. Ég get nefnt það að ég hef ­langa og ­mikla veiði­reynslu ­bæði í Lax­á í Kjós og ­Grímsá. Þeg­ar ég sá mynd­irn­ar hjá Ein­ari átt­aði ég mig á því að ég var far­inn að ­horfa fram hjá ­þessu ­öllu sam­an. Mað­ur var að ­fara frek­ar vél­rænt til ­veiða í ­þeim og var hætt­ur að ­taka svo mik­ið eft­ir því ­hversu fal­leg­ar og magn­að­ar þær raun­ veru­lega eru. Ég held að ég ­hafi fund­ið hvað sterk­ast fyr­ir ­þessu í Lang­ár­bók­inni, eða ­kannski ­bara átt­aði ég mig á ­þessu þeg­ar ég ­fletti ­henni til­bú­inni.“ – Hvað með fram­hald­ið? Guð­mund­ur svar­ar: „Því mið­ur er fram­hald­ið ­óljóst. Við er­um með Gríms­á í ­vinnslu og það á eft­ir að ­setja punkt­ inn yf­ir i-ið með Lang­á með því að ­koma ­henni út á ­ensku. En það skall á okk­ur ­kreppa og styrkt­ar­að­il­inn er að ­raða sam­an brot­un­um á nýj­an leik. Við vit­um ­ekki enn hver hlut­ur ­þeirra verð­ur í fram­tíð­ar­út­gáf­unni og ef ­þeir af þess­um sök­um ­draga sig í hlé þá þurf­um við að ­skoða út­gáf­una upp á nýtt ­ásamt ­Konna í Lit­rófi. Von­andi get­um við hald­ið okk­ar ­striki með þess­ar bæk­ur á ­þessu ári þrátt fyr­ir ­þetta fá­rán­lega efna­hags­ástand en tím­inn verð­ur að ­leiða það í ljós.“ n

Einar Falur Ingólfsson.


Mín skoðun

Veiðileyfaruglið er líka liðin tíð Það kom ekki á óvart að stórar eyður væru í veiðimanna­ hópum í flestöllum ám landsins í sumar eftir að bankarnir og önnur veruleikafirrt útrásarfyrirtæki heltust fyrirvara­ laust úr lestinni. Þessir pörupiltar höfðu á undanförnum árum sprengt verð á veiðileyfum upp í þvílíkar stjarnfræðilegar upp­ hæðir að engu lagi var líkt og við leigutakar dönsuðum hrunadansinn með kampavínsböðuðum dillibossum. Hækkuðum verðin að vild, hentum út gömlum kúnnum og góðum vinum sem höfðu skrapað saman fyrir veiðileyfunum árið um kring, en gátu ekki meir þegar við hækkuðum um 40–50% á 2% verðbólguárum og sögðum við þá: „Sorry Stína.“ Buðum að vísu aðra daga,10 sinnum lélegri, fyrir gamla verðið. Það var Árni Baldursson sem fyrstur sá að í óefni stefndi og hann skilaði bændum Miðfjarðará. Hvað var að gerast? Árni að skila einni af frægustu ám landsins! Ungur strákur, fyrrum gæd hjá Árna, skellti sér á hnossið fyrir fáránlega upphæð og mun væntanlega súpa seiðið af því. Guðmundur Viðarsson meistarakokkur og Mjöll hans, sem í sumar ráku fjögur veiðihús, lokuðu veiðihúsinu í Laxá í Dölum í 10 daga á besta tíma, þar voru engir veiðimenn bókaðir. [ Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson ]

Lax ehf., með Nóatúnsfjölskylduna og Jóhannes Kristinsson sem bakhjarla, sprengdi leiguna á Langá úr rúmum 50 milljónum í 75 milljónir, fengu svo vísitöluafslátt upp á 11% eins og flest veiðifélög á Vesturlandi veittu sínum viðsemjendum. Afleiðingin einföld og ísköld, heilu vikurnar í júlí lítt mannaðar. Ef menn halda að sumarið, sem er að líða, hafi verið erfitt, mun það reynast hrein gósentíð miðað við 2010. Ég hef sagt við vini mína í veiðibændahópi að það eina sem geti bjargað þeim sé lækkun leigu og þar með veiðileyfa um 30–50% og að hefjast handa við að byggja upp nýja veiðimannahópa eða bara biðja gömlu viðskiptavinina afsökunar og setja verðin eins og þau voru t.d. 2004. Laxveiði á Íslandi mun um ókomin ár halda áfram að verða sú besta í heimi en næstu 3–5 árin verða mun færri sem hafa efni á bestu dögum, jafnvel eftir 50% lækkun. Sjálfur þakka ég almættinu reglulega er ég legg augun aftur á kvöldin fyrir að hafa komið mér út á réttum tíma. Bændum, leigutökum og veiðimönnum árna ég stórveiði og stórlöxum um alla framtíð. Ingvi Hrafn Jónsson


Öruggur valkostur í 25 ár

Sími 554 6088 • hreint@hreint.is • www.hreint.is


Snertu á nýjum ævintýrum

Garmin Oregon GPS með snertiskjá. TM

Oregon GPS handtæki með snertiskjá gerir alla útivist einfaldari. Þetta sterkbyggða og vatnshelda leiðsögutæki er afar einfalt í notkun og færir þér björt þrívíddarkort, hæðarmæli með loftvog auk áttavita á silfurfati. Hvort sem þú ert í fjallgöngu, á hjóli, í bílnum eða bátnum, það eina sem þarf að gera er að snerta skjáinn og halda af stað. Útivistin verður bara skemmtilegri. Þú getur deilt leiðum og upplýsingum með vinum þínum eða sett aukakort fyrir það svæði sem þú ætlar að fara, hvort sem þú fylgir vegi, vatni eða ert í óbyggðum. Garmin Oregon kemur þér í snertingu við ævintýrin.

PIPAR • SÍA • 81287

Fylgdu þeim fremsta!

www.garmin.is | Garmin Iceland | Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur | Sími: 577 6000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.