Ársskýrsla SVFR 2011

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2011


2

Stangaveiðifélag Reykjavíkur Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík Sími 568 6050 Fax 553 2060 svfr@svfr.is www.svfr.is

N e f n d i r , ráð o g r i tst j ó rar S V F R 2 0 1 1 F U L LT R Ú A R Á Ð S V F R

Á R NE F N D E L L I Ð A Á NN A

Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Bjarni Ómar Ragnarsson Kristján F. Guðjónsson Friðrik Þ. Stefánsson Jón G. Baldvinsson

Ólafur E. Jóhannsson, formaður Ásgeir Heiðar Gunnlaugur J. Rósarsson Viktor Guðmundsson Þorsteinn Húnbogason

K j ö r n i r t i l tv e g g j a ára 2 0 0 9 : Edvard G. Guðnason Kristján Guðmundsson Jóhann T. Steinsson Þorleifur Fr. Magnússon

Á R NE F N D L EI R V OG S Á R

K j ö r n i r t i l tv e g g j a ára 2 0 1 0 : Benedikt Lövdal Edvard Ólafsson Ólafur Kr. Ólafsson Ólafur Haukur Ólafsson Þórólfur Halldórsson K o s i n n t i l e i n s árs 2 0 1 0 : Jónas Jónasson

Viðar Jónasson, formaður Heiðar Friðjónsson Jón Ingvar Jónasson Theodór Friðjónsson

Á R NE F N D A N D A K Í L S Á R Kristján Guðmundsson, formaður Jóhannes Kristjánsson Lára Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson

Á R NE F N D E F R I HAUKADALSÁR Sævar Haukdal, formaður Rögnvaldur Örn Jónsson

Á R NE F N D L Á X Á R Í D Ö L U M Magnús Þórarinsson, formaður Arnar Kristjánsson Hákon Sigurbergsson Marvin Ívarsson Steinar Bjarki Magnússon Þórarinn Kristjánsson

Á R NE F N D H Í T A R Á R Albert Guðmundsson Árni Björn Jónasson Edvard G Guðnason Elfar Bjarnason Emil Jónsson Jóhann Bjarnason Jón Bergmundsson Jón Emilsson Jón Guðmundsson Óskar Hrafnkelsson Reynir Þrastarson Þórólfur Nielsen F o rsíðum y n d : Jóhann Steinsson tekst á við stórlax í Nesi. L j ó sm y n dar i : Bjarni Ómar Ragnarsson. L j ó sm y n d i r í ársskýrslu : Golli, Einar Falur Ingólfsson, Nils Folmer Jørgensen, Matt Harris og úr safni SVFR. Ú tl i t o g um b r o t : Auglýsingastofan Skissa

Stjórn SVFR 2010 – 2011 Bjarni Júlíusson, formaður Árni Friðleifsson, varaformaður Hörður Vilberg, ritari Bernhard A. Petersen gjaldkeri Ásmundur Helgason, meðstjórnandi Hilmar Jónsson, meðstjórnandi Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi F ramkv æ mdast j ó r i Halldór Jörgensson S tarfsf ó lk skr i fst o fu Edda Dungal Erla Kristinsdóttir Haraldur Eiríksson K j ö r n i r sk o ðu n arm e n n r e i k n i n g a f é la g s i n s Árni Björn Jónasson Finnbogi Guðmundsson

Á rsskýrsla 2 0 1 1

E n dursk o ðu n arf y r i rt æ k i Grant Thornton endurskoðun ehf

Á R NE F N D F Á S K R Ú Ð S Jóhannes Vilhjálmsson, formaður Heiðar Sigurðsson Jón Viðar Guðjónsson Lárus Kristinn Jónsson

Á R NE F N D K R O S S Á R Guðmundur S. Harðarson, formaður Sigurður Kristjánsson Ásgrímur Kristjánsson

Á R NE F N D G L J Ú F U R Á R Sigurður S. Bárðarson, formaður Guðlaugur Steinarsson Hjörleifur Steinarsson Kristján S. Bjarnason

Á R NE F N D G U F U D A L S Á R Húnbogi Þorsteinsson, formaður Brynjar Þór Hreggviðsson Þorsteinn Rafn Snæland Halldórsson


3 Á R NE F N D NO R Ð U R Á R

Á R NE F N D S E T BE R G S Á R

Jón G. Baldvinsson, formaður Ari Þórðarson Axel Friðriksson Björn Þórðarson Friðrik Þ. Stefánsson Gunnar Örn Pétursson Jimmy Sjöland Jóhannes H. Steingrímsson Jón Ásgeir Einarsson Jón Hilmarsson Magnús Jón Sigurðsson Margrét Hauksdóttir Ólafur H. Ólafsson Ólafur I. Arnarson Þórður Björn Pálsson Þráinn Ásmundsson

Hermann Valsson, formaður Hallgrímur Óli Hólmsteinsson Sæmundur Kristjánsson Gunnar Helgason Magnús Valur Hermannsson

H E L D R I M A NN A R Á Ð : Halldór Þórðarson Lýður Jónsson Ólafur Ólafsson

Á R NE F N D L A NG Á R Alexander Arnarson Ásgrímur Eiríksson Björn Baldursson Brynjólfur Brynjólfsson Eðvar Ólafur Traustason Gísli Sigurðarson Guðmundur Stefán Maríasson Jóhann Gunnar Arnarson Jón Heimir Sigurbjörnsson Ólafur Finnbogason Sigurður Árnason Sigurður Már Ólafsson Tryggvi Þór Hilmarsson

Á R NE F N D L A X Á R Í L A X Á R D A L OG M Ý V A T N S S V EI T Þóroddur Sveinsson, formaður Arnar Arinbjarnar Árni Björn Jónasson Ásgeir Helgi Jóhannsson Eyþór Björgvinsson Guðmundur B. Guðjónsson Jóhann Haukur Sigurðsson Jón Viðar Guðjónsson Magnús G. Jónsson Sigurður Grímsson Sigurður Magnússon Stefán Hallgrímsson Trausti Gíslason

Á R NE F N D S OG S Ólafur Kr. Ólafsson, formaður Friðleifur I. Friðriksson Gísli R. Guðmundsson Guðmundur Bjarnason Hreiðar Örn Gestsson Sigurður Vilhjálmsson

Á R NE F N D V A R M Á R Jón Ellert Þorsteinsson, formaður Bjarki Þór Baldvinsson Guðmundur Einarsson Stefán Gunnlaugsson

Á R NE F N D S T R A U M A Anna María Sigurðardóttir, formaður Ágústa Steingrímsdóttir Berglind Marinósdóttir Eygló Jónsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir

K A S T OG K ENN S L U NE F N D Gísli R. Guðmundsson, formaður Gísli Þ. Helgason Guðmundur Bjarnason Ingvar Stefánsson Jóhann Rafnsson Ólafur Kr. Ólafsson Theodór Sigurjónsson

S K E M M T INE F N D Sævar Örn Hafsteinsson, formaður Hörður Birgir Hafsteinsson Þorsteinn Frímann Guðmundsson Ólafur Hafsteinsson

F R Æ Ð S L U NE F N D Hjalti Björnsson, formaður Hlynur Þór Hjaltason Sigurður Þór Kristjánsson Skúli Arnfinnsson

R I T S T JÓ R N V EI Ð I F R É T T A Hörður Vilberg Ásmundur Helgason Haraldur Eiríksson

Á R NE F N D T U NG U F L JÓ T S

R I T S T JÓ R I V E F S S V F R

Lárus A. Jónsson, formaður Arnar Jón Lárusson Baldur Maack Björn Jónsson Ómar Árnason

R I T S T JÓ R I V EI Ð I M A NN S IN S

Á R NE F N D E L D V A T N S BO T N A Holger Thorp, formaður Snorri Tómasson

Haraldur Eiríksson Bjarni Brynjólfsson


4 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Ef n i s y f i rl i t D a g skrá aðalfu n dar S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 A ðalfu n dur S V F R 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Ell i ðaár 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 0 L EI R V OG S Á 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 6 A n dakílsá 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 0 N o rðurá 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 4 S traumar 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 6 Gl j úfurá 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 0 Langá 2011. ............................................................................................... 44 H Í T A R Á 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 8 F Á S K R Ú Ð Í D Ö L U M 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 6 L axá í D ö lum 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 0 Efr i H aukadalsá 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 4 K r o ssá 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 6 S e t b e r g sá 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 0 Gufudalsá 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 2 N e sv e i ðar 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 6 T j ö r n o g Á r b ó t 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 0 L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 2 T u n g ufl j ó t 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 0 Eldvat n s b o t n ar 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 4 S OG 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 6 V armá 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 0 2 S kýrsla sk e mmt i n e f n dar S V F R .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 0 7 S kýrsla F r æ ðslu n e f n dar f y r i r starfsfár i ð 2 0 1 0 – 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 0 8 F rá K ast - o g k e n n slu n e f n d .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 0 9 Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 1

Á rsskýrsla 2 0 1 1


5

D a g skrá aðalfu n dar S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur

26. nóvember 2011 1. Formaður setur fundinn 2. Formaður minnist látinna félaga 3. Formaður tilnefnir fundarstjóra 4. Fundarstjóri skipar tvo fundarritara 5. Inntaka nýrra félaga 6. Formaður flytur skýrslu stjórnar 7. Gjaldkeri les upp reikninga 8. Gjaldkeri kynnir rekstraráætlun 2011 – 2012 9. Umræður um skýrslu og reikninga 10. Reikningar bornir undir atkvæði 11. Gjaldkeri ber fram tillögu um inntöku- og árgjöld 12. Kynning og kosning formanns til eins árs 13. Kynning á frambjóðendum til stjórnarkjörs Kaffihlé 14. Kosning þriggja stjórnarmanna 15. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs 16. Kynning og kosning á fimm mönnum í fulltrúaráð til tveggja ára 17. Lagabreytingartillögur 18. Önnur mál 19. Formaður flytur lokaorð 20. Fundastjóri slítur fundi

Á rsskýrsla 2 0 1 1


6 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

A ðalfu n dur S V F R 2 0 1 1 Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins rekstrarárið 2010 - 2011

Þá er 72. starfsár Stangaveiðifélags Reykjavíkur liðið og með þessum aðalfundi ljúkum við því formlega hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur auk þess sem við hefjum það 73. Það er öllum kunnugt um þær hremmingar sem félagið hefur lent í undanfarin tvö til þrjú ár. Þrátt fyrir að árið hafi verið okkur erfitt að mörgu leyti og skipst hafi á skin og skúrir, þá finnst okkur að nú sé stutt í það að það fari að birta aftur. Að minnsta kosti var þetta viðburðaríkt ár, veiðin góð víðast hvar og loks má geta þess strax að þó því fari fjarri að félagið sé rekið með hagnaði, var afkoman betri en undanfarin ár og við getum loks sagt að reksturinn hafi náð ákveðnu jafnvægi.

S kýrsla st j ó r n ar


7

Fjölgun félaga á árinu Á nýliðnu rekstrarári gengu 313 nýir félagar til liðs við Stangaveiðifélag Reykjavíkur en 206 voru skráðir úr félaginu. Þannig hefur félögum í SVFR fjölgað um 107 á árinu eða um 3% og eru nú 3.929. Þar af eru 629 (h)eldri félagar og 380 börn og unglingar. Hvað fjölgun félaga varðar, þá er hún áþekk og í fyrra en á starfsárinu 2009-2010 gengu 143 í félagið. Það er ánægjulegt að félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt og nokkuð ljóst að félagsmaður númer 4.000 mun ganga í raðir okkar á næstu dögum. Starfsemi skrifstofu og stjórnar Miklar breytingar urðu á skrifstofu félagsins á sl. ári. Maggý Möller og Páll Þór Ármann hættu störfum, Páll eftir sex ára starf en Maggý eftir fimm ár. Í þeirra stað komu þau Erla Kristinsdóttir, sem sér um bókhald félagsins auk margra annarra góðra verka og Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri. Stöðugildin eru fjögur og hefur sá þáttur ekki breyst í þrjú ár. Edda Dungal og Haraldur Eiríksson eru áfram hjá okkur og ég vil nota tækifærið og þakka þeim Eddu og Haraldi fyrir ótrúlegt framlag þeirra á árinu. Síðastliðið sumar var okkur erfitt, Páll og Maggý voru hætt og þau Erla og Halldór komu ekki fyrr en í ágúst þannig að álagið á skrifstofuna var gríðarlegt. En Edda og Haraldur stóðu vaktina með sóma og það var ótrúlegt hversu mörgum boltum þau náðu að halda á lofti og hve fáir féllu til jarðar. Stjórnarmenn reyndu að hlaupa í skarðið og aðstoða eftir föngum, en það var grátlegt hvað við gátum lítið hjálpað og hversu mörgum spurningum við þurftum að vísa á hana Eddu sem allt vissi. Jafnframt bjóðum við Erlu og Halldór velkomin til starfa. Erla hefur þegar sýnt dugnað sinn og kraft og tekið bókhald félagsins og dótturfélaga í gegn og fært margt til betri vegar. Halldór er okkur að góðu kunnur frá fyrri störfum fyrir félagið. Hann var í skemmtinefnd félagsins um aldamótin síðustu og var síðan í árnefnd Stóru-Laxár og formaður hennar um skeið. Við væntum mikils af þessu nýja starfsfólki! Með tilkomu nýs starfsfólks breytast vinnubrögð. Við höfum tekið upp nýtt verklag í mörgum þáttum er lúta að bókhaldi og fjárhagskerfum og nýja ferla sem snúa að reikningagerð, innheimtum, samskiptum við viðskiptamenn o.fl. Þessar breytingar láta ekki mikið yfir sér en eru mjög umfangsmiklar í raun. Starfsemi stjórnar var hins vegar með nokkuð hefðbundnum hætti. Alls hélt stjórn félagsins 37 bókaða stjórnarfundi á árinu auk þess sem fundað var með flestum viðsemjendum okkar, veiðiréttareigendum, árnefndum og ýmsum öðrum. Sennilega hafa fundirnir nálgast 200 þegar allt er talið! Nú er það ljóst að það verða breytingar á stjórn félagsins þar sem kjörtímabili Hilmars Jónssonar lýkur í ár og hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Við þökkum Hilmari samstarfið og vonumst til að eiga hann að í framtíðinni! Húsnæðismál Á aðalfundi félagsins árið 2000 komu fyrst fram hugmyndir um að SVFR flytti skrifstofuhúsnæði og félagsheimili fyrir starfsemi sína í Elliðaárdal. Málið hefur haft langan aðdraganda og farið hægt og rólega í gegnum kerfið. Í janúar 2004 staðfesti borgarráð deiliskipulag fyrir Elliðaárdal. Þar er gert ráð fyrir lóð undir starfsemi félagsins. Á árinu 2007 ákvað stjórn félagsins að fresta framkvæmdum, þrátt fyrir góðærið sem þá ríkti, sem betur fer getum við sagt í dag. Með hruninu voru þessi áform síðan lögð á hilluna, í bili. Hins vegar er það ekkert launungarmál að okkur hefur langað í dalinn. Þar er jú heimavöllurinn og ræturnar, þar er upphaf félagsins. Núverandi húsnæði hentar auk þess starfseminni ekki S kýrsla st j ó r n ar


8 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

mjög vel. Við höfum átt í viðræðum við Reykjavíkurborg og yfirstjórn Orkuveitu Reykjavíkur um möguleikann á að SVFR fengi aðgang að skrifstofuhúnsnæði í Elliðaárdal, en eins og kunnugt er á Orkuveitan nokkur hús þar í dalnum. Þær viðræður hafa nú borið þann árangur að okkur býðst að flytja okkur í Elliðaárdal. Því munum við væntanlega, ef um semst, flytja okkur um set á árinu, eftir 40 ára dvöl á Háaleitisbraut. Umsóknarferli og úthlutun veiðileyfa Umsóknarfrestur fyrir veiðina sumarið 2011 rann út 6. janúar síðastliðinn. Enn eitt umsóknametið leit dagsins ljós, alls barst 2.181 umsókn, sem er örlítil fjölgun frá fyrra ári þegar umsóknir voru 2.134. Mikill meirihluti umsókna berst á vefnum og við bendum félagsmönnum góðfúslega á að nýta þann kost frekar heldur en að handskrifa þær þar sem það auðveldar úthlutunarvinnu og flýtir niðurstöðu Sala veiðileyfa gekk vonum framar og veiðileyfi í Norðurá, Hítará, Elliðaám, Gljúfurá og Nessvæði Laxár í Aðaldal, seldust því sem næst upp í úthlutun. Reyndar var salan mjög góð á mörgum svæðum. Salan í Soginu var ágæt og þegar leið á sumarið má segja að Sogið hafi því sem næst selst upp. En vissulega gekk miður á stöku stað, Tungufljót og urriðasvæðin fyrir norðan eru til dæmis ekki nægjanlega vel seld og eru svæðin rekin með nokkrum halla. Félagsfundur sem ekki varð af Á aðalfundi 2010 boðaði formaður til félagsfunda, þar sem félagslegir þættir í starfseminni yrðu endurskoðaðir. Ætlunin var að bjóða þeim félagsmönnum sem áhuga hefðu á innra starfinu að koma að, leggja fram og ræða hugmyndir sínar og í kjölfarið yrði stefna SVFR endurskoðuð og endurmetin. Það er skemmst frá því að segja að félagsmenn sýndu þessu máli nákvæmlega engan áhuga. Við vildum sjá 100 - 200 manns mæta á laugardegi og ræða málin í vel skilgreindum umræðuhópum, en raunin varð sú að einungis 9 félagsmenn boðuðu komu sína. Stjórn félagsins ákvað þá að leggja þetta mál til hliðar og sjá til hvort tímabært væri að taka það upp síðar. Þessi hugmynd bíður því betri tíma. Við leynum því ekki að við urðum fyrir vonbrigðum með áhugaleysið . Að mati okkar eru fjölmörg málefni sem snerta félagslega þáttinn í starfseminni, sem við þurfum að ræða og marka skýrari stefnu um. Stór, vel skipulagður og vel undirbúinn félagsfundur væri sennilega heppilegasta leiðin til að fá fram sem flestar skoðanir félagsmanna og móta stefnu í samræmi við sjónarmið þeirra. Útgáfustarfsemi Á árinu 2009 var ákveðið að fækka útgáfudögum á Veiðimanninum tímabundið, og í hagræðingarskyni, gefa einungis út tvö tímarit á ári. Útgáfan hefur verið með þeim hætti síðan. Veiðifréttir hafa komið út í aldarfjórðung, nú eru þær gefnar út á rafrænu formi og komu þrjú tölublöð út á árinu undir traustri ritstjórn Harðar Vilberg. Það skal tekið fram að verulegur sparnaður felst í rafrænu útgáfunni. Við hyggjumst halda áfram á þeirri braut. Hið sama gildir um Ársskýrslu SVFR, hún er nú gefin út á rafrænu formi, og er sett út á vefinn í upphafi aðalfundar. Fundargögn eru hins vegar prentuð út sem fyrr, það er að segja, útdráttur úr ársskýrslunni og ársreikningar félagsins. Haraldur Eiríksson er ritstjóri svfr.is sem er líklega einn fjölsóttasti veiðivefur landsins. Alls voru nærri 500 fréttir birtar á vefnum á síðastliðnu starfsári. Söluskrá 2012 er á leið í prentun. Félagsmenn í SVFR munu fá hana senda heim í desember. Að sjálfsögðu verður hún að auki aðgengileg á vef félagsins. Eins og fram kemur í skránni rennur umsóknafrestur út þann 5. janúar n.k. Forúthlutunarkerfinu sem hefur S kýrsla st j ó r n ar


9

verið í gangi undanfarin ár var haldið óbreyttu. Smávægilegar tilfæringar voru gerðar á tímabilum í einstökum ám. Mjög margar umsóknir bárust frá SVFR-félögum vegna Norðurár, Laxár í Aðaldal og Langár og fengu flestir þeirra sem sendu inn umsókn einhverja úrlausn sinna mála. Forúthlutin var sérstaklega kynnt í Veiðifréttum, á vef félagsins og auglýst í dagblöðum, til að tryggja að hún færi ekki framhjá félagsmönnum. Að auki var gefin út sérstök forúthlutunarsöluskrá í fyrsta skipti, rafræn og aðgengileg á vef félagsins. Það skal áréttað enn og einu sinni að félagsmenn í SVFR eiga fullan rétt á að sækja um veiðileyfi á forúthlutunartíma og fá yfirleitt alltaf góða úrlausn sinna umsókna. Aukin nýting upplýsingatækni hjá SVFR Stjórn félagsins vill hagræða enn frekar í rekstrinum. Til þess þarf að bæta og efla upplýsingakerfin sem félagið notar. Þau eru fjölmörg og snerta félagsmenn á ýmsum sviðum, t.d. varðandi umsóknir, sölu veiðileyfa, dreifingu upplýsinga o.fl. Sem fyrr segir, er vefsölukerfið mikið notað af félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum og vill stjórnin hvetja veiðimenn til að nýta sér vefsöluna því aukin sala á vefnum léttir til muna alla vinnu skrifstofunnar. En það eru fleiri þættir í farvatninu. Við viljum opna sérstakan aðgang félagsmanna að viðskiptaupplýsingum sínum, umsóknum um veiðileyfi, úthlutunum, reikningum, viðskiptasögu, veiðileyfum o.fl. Þessar breytingar munu hægt og rólega komast í notkun á næsta ári og að sjálfsögðu munum við kynna þær vel áður en þær verða teknar upp og svo verður skrifstofan auðvitað á sínum stað til að svara spurningum félagsmanna og greiða úr þar sem tölvutæknin endar.

S kýrsla st j ó r n ar


10 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Veiðiveitingar SVFR hefur átt prýðisgott samstarf um langt árabil við þau hjónin Mjöll Daníelsdóttur og Guðmund Viðarsson sem reka Veiðiveitingar ehf. og hafa þau séð um rekstur veiðihúsa á vegum félagsins, þ.e.a.s. í Langá, Laxá í Dölum, Hítará og Norðurá. Þau hafa rekið þessi hús í eigin reikning með glæsibrag og flest okkar hafa sennilega fengið að njóta veitinga og þjónustu þeirra í gegnum tíðina. Nú hyggst stjórn félagsins koma enn þéttar að þessum rekstri, það eykur sveigjanleika SVFR og við teljum það geti verið hagkvæmari kost fyrir félagið og félagsmenn. Í tengslum við þessar breytingar hyggst stjórn brydda uppá ýmsum nýjungum. M.a. verður fæðisskylda afnumin í Hítará í upphafi veiðitímans og í seinni hluta ágústmánaðar og þá út veiðitímann. Veiðimenn munu greiða hóflegt húsgjald fyrir uppábúin rúm og þrif í veiðihúsinu. Húsgjaldið verður lagt á hverja selda veiðistöng, en ekki verður boðið fæði á þessum tíma. Urriðasvæðin Urriðasvæðin í Laxá, Mývatnssveitin og Laxárdalur, hafa verið okkur erfið í þau þrjú ár sem við höfum haft svæðin á leigu. Salan minnkaði mikið frá því sem verið hafði strax eftir að SVFR tók svæðin yfir. Vissulega hækkaði verð veiðileyfa eitthvað og því miður, þá er eins og markaðurinn trúi því að sú hækkun hafi öll verið einhverju sprengitilboði SVFR um að kenna. Svo var alls ekki. Það skal því rifjað upp hér að SVFR átti ekki hæsta boðið og var í þriðja til fjórða sæti þegar tilboð voru opnuð. Veiðiréttareigendur kusu hins vegar að semja við félagið þegar á hólminn var komið. Verð veiðileyfa hefur svo lækkað fyrir norðan frá sumrinu 2008, bæði í krónutölu og auðvitað í raungildi. Það hefur tekist þar sem veiðiréttareigendur gáfu eftir vísitöluhækkun og félagið seldi veiðileyfin nánast án álagningar. Við teljum að nú sé dæmið að snúast við fyrir norðan. Fyrirspurnir erlendis frá eru fleiri en fyrr og við verðum vör við aukinn áhuga Íslendinga á svæðunum. Þau hjónin Erla og Hallgrímur Hallson reka veiðihúsin og hefur samstarf okkar verið með miklum ágætum. Veiðimenn hafa hins vegar stundum óskað eftir því að geta farið þarna eins og í

S kýrsla st j ó r n ar


11

„gamla daga“ og ekki þurft að greiða fyrir fæði og gistingu. Við höfum því ákveðið að afnema gistiskyldu á urriðasvæðum frá 15. júlí. Þeir veiðimenn sem vilja, geta að sjálfsögðu fengið að nýta aðstöðuna í veiðihúsi áframog keypt þar fæði og gistingu, en nú verður ekki skylda að dveljast í húsunum eftir miðjan júlí. Þetta verður kynnt betur í söluskránni sem kemur út í desember. Félagsstarfið Á vegum félagsins starfa ýmsar nefndir og ráð. Í fyrsta lagi er um að ræða yfir 20 árnefndir sem í eru á annað hundrað félagar sem leggja félaginu drjúgt til í vinnu. Að mati okkar eru árnefndirnar einn mikilvægasti þáttur í starfi SVFR. Þær vinna mikið starf til hagsbóta fyrir veiðimenn og veiðiréttareigendur og efla tengsl okkar við veiðiréttareigendur. Nýjar árnefndir voru skipaðar á árinu. Fyrst ber að telja árnefnd Laxár í Dölum, hana leiðir Magnús Þórarinson. Í Setbergsá er árnefnd stýrt af Hermanni Valssyni, ný árnefnd Haukadalsár efri var skipuð og henni stýrir Sævar Haukdal. Loks má geta þess að ný árnefnd Gjúfurár var skipuð á árinu undir stjórn Sigurðar Skúla Bárðarsonar. Þess má geta að fráfarandi formaður Gljúfurárnefndarinnar Stefán Hallur Jónsson víkur eftir nærri aldarfjórðungs veru í árnefndinni og vill stjórn SVFR nota tækifærið og þakka honum fyrir störf sín á þessum vettvangi. Nýtt veiðisvæði bætist í flóru félagsins á næsta ári, Dunká, þar á eftir að skipa árnefnd og verður það gert á næstu vikum. En nefndir sem vinna mikið og gott starf á vegum SVFR eru fleiri. Kast- og kennslunefnd starfar með hefðbundnum hætti og hefur leiðbeint þúsundum íslenskra fluguveiðimanna í gegnum tíðina. Störf skemmtinefndar og fræðslunefndar voru einnig með hefðbundnum hætti en skemmtinefnd gekkst fyrir fimm “opnum húsum” á starfsárinu. Fræðslunefnd stóð fyrir hnýtingakvöldum auk þess sem börnum og unglingum í félaginu var boðið til veiða í Elliðaám undir leiðsögn reyndra veiðimanna. Barna- og unglingadögum í Elliðaám var fjölgað í ár og var fullt í þá alla. Þennan þátt viljum við efla enn frekar á næsta ári. Heiðursmerki SVFR Árið 1975 var stofnað til sérstaks heiðursmerkis Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem veitt skyldi félagsmönnum, er unnið hefðu lengi og dyggilega að hagsmunamálum félagsins og einnig samstarfsaðilum, er sýnt hefðu félaginu velvilja í gegnum árin og drengilegan stuðning við málstað stangaveiðimanna. Þann 3. júní var Páll Ármann, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins heiðraður með silfurmerki félagsins og þann 4. júní sl. var röðin komin að Mjöll Daníelsdóttur sem eins og fyrr hefur komið fram, hefur starfað með félaginu að rekstri veiðihúsa um árabil. Brot á veiðireglum Í einhverjum tilvikum hafa auknar takmarkanir og strangari reglur um veiðifyrirkomulag haft það í för með sér að einstaka veiðimaður hefur ekki virt settar reglur. Sem betur fer eru veiðimenn upp til hópa strangheiðarlegir og stærstu vandamál sem við höfum glímt við í sumar og snerta trúverðugleika veiðimanna, eru þau að slepptir laxar stækka stundum um eitt pund eða svo í frásögnum veiðimanna, en sáralítið var um brot á veiðireglum í sumar. Einn veiðimaður virti ekki kvótann í Elliðaám og er það eina veiðibrotið sem kom til kasta stjórnar félagsins að þessu sinni.

S kýrsla st j ó r n ar


12 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Samningar um veiðisvæði Á starfsárinu sem var að líða voru gerðir margir samningar um veiðisvæði innan okkar vébanda, þar sem samningar voru framlengdir. Samið var til fjögurra ára um Langá, Fáskrúð, Laxá í Dölum, Hítará og Sogið (Bíldsfell, Alviðru, Ásgarð og Þrastarlund). Samningar um Gufudalsá og Efri – Haukadalsá voru framlengdir. Loks var samningur um Andakílsá framlengdur. Samið var um aðkomu SVFR að Setbergsá og Dunká. Gerður var þriggja ára samningur um Elliðaár við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn er með nýju sniði. Nú tekur félagið árnar á leigu, stendur straum af kostnaði við vöktun og rannsóknir, veiðivörslu o.fl. og ber í raun ábyrgð á öllum rekstri ánna. Við erum stolt af því trausti sem eigendur Elliðánna sýna félaginu með þessum samningi. Í flestum tilvikum er um einhverja hækkun að ræða í fyrrgreindum samningum. Stjórn félagsins telur hana þó hóflega, sér í lagi í ljósi nýlegra frétta vegna opnunar tilboða í Þverá/ Kjarrá. Sem fyrr segir var samningur við Bíldsfellsbændur framlengdur. Þar er staðan reyndar nokkuð flókin. Þannig er að 2/3 veiðiréttarins eru í eigu bræðranna Árna og Guðmundar Þorvaldssona og fjölskyldna þeirra sem jafnframt eiga veiðihúsið. Hins vegar er 1/3 veiðiréttarins í eigu annarra aðila og skiptist í eina níu hluti. Eigendur þessa hluta hafa ákveðið að nýta hann sjálfir að hluta og því verða ekki allir dagar í Bíldsfelli í söluskrá félagsins í sumar. Þetta er miður, en við þessu er lítið að segja. Við missum hins vegar Krossá, hún var boðin út í október 2010 og í ljós kom að félagið átti ekki hæsta tilboðið í ánna og hverfur hún hér með úr flóru okkar, að minnsta kosti tímabundið. Ég vil nota tækifærið og þakka veiðiréttareigendum við Krossá fyrir samstarf liðinna ára, sér í lagi formanni veiðifélagsins, Trausta Bjarnasyni á Á. En hugsanlega eiga leiðir okkar eftir að liggja saman síðar, hver veit. Á móti fáum við frænkurnar Setbergsá og Dunká á Skógarströnd. Báðar eru þær litlar og nettar tveggja stanga ár. Fjölbreyttar og fallegar. Þar er veitt með tveimur stöngum í hvorri á og leyft að veiða á maðk og flugu. Samningur SVFR við eigendur Selfosslagnanna í Ölfusá er runninn á enda. Ljóst er að SVFR hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda þessu verkefni áfram á þann veg sem var. Síðastliðiðsumar kom Lax-á að uppkaupunum með okkur með framlag sem stutt var af veiðiréttareigendum við Stóru Laxá. Það væri mikil synd ef netin færu niður aftur. Við teljum að stóraukna veiði í Soginu megi skýra að stórum hluta með upptöku Selfoss lagnanna. Til stendur að ræða við netbændur og skoða leiðir með framhald þessa samstarfs sem varað hefur í fimm ár. Verð veiðileyfa Í lögum SVFR segir að tilgangur Stangaveiðifélags Reykjavíkur sé „Að útvega félagsmönnum veiðileyfi og taka í því skyni veiðivötn á leigu eða kaupa veiðisvæði og annast umboðssölu á veiðileyfum”. Þótt hér segi ekkert um verðlagningu veiðileyfa segir það sig sjálft að það er ætíð stefna stjórnar félagsins að bjóða veiðileyfi á sem hagstæðustu verði á hverjum tíma til félagsmanna. Verð veiðileyfa hefur hins vegar hækkað að raungildi síðastliðin 20 ár. Samkvæmt óformlegri könnun sem framkvæmd var fyrir tveimur árum síðan af formanni SVFR þá hafði verðið tvöfaldast að raungildi á tímabilinu. Í kjölfar hrunsins virtist hægja heldur á hækkunum og verð veiðileyfa stóð víða í stað á milli ára. Nú eru breytingar og hækkanir í farvatninu því í haust bárust okkur fréttir af útboðum á tveimur þekktum ám, Laxá á Ásum og Þverá/Kjarrá. Í Laxá á Ásum heyrum við af því að dýrustu veiðidagarnir kosti nú yfir 400.000 krónur hver stangardagur. Þetta S kýrsla st j ó r n ar


13

S k媒rsla st j 贸 r n ar


14 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

eru ógnvekjandi tölur. Hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá nam 111,7 milljónum króna og er þá ekki allur kostnaður við rekstur árinnar meðtalinn. Ef þessi tvö dæmi sem hér eru nefnd, eru lýsandi fyrir mögulega þróun áverðlagingu veiðileyfa næstu misserin er alveg ljóst að hinn venjulegi íslenski veiðimaður þarf að hugsa sinn gang. Munu stangveiðimenn kaupa veiðleyfi eftir slíkar hækkanir? Munu veiðimenn sækja frekar í silungsveiði, í straumvötnum eða vatnaveiði? SVFR þarf að vera tilbúið að takast á við breytingar af þessum toga og halda áfram að efla framboð á veiðileyfum þar sem verðlagningu er stillt í hóf. Miðað við umsóknarþunga, þá eru félagsmenn að sækjast eftir veiðileyfum í smærri ám, þar sem þeir geta sjálfir séð um sig í þægilegu veiðihúsi. Þarna þurfum við að halda áfram að fjölga valkostum. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur verða óhjákvæmilega einhverjar hækkanir á verði veiðileyfa á milli ára. Í flestum tilvikum teljum við að þær séu hóflegar og í takt við verðlagshækkanir í landinu á milli ára. Á stöku stað hækkar verð veiðileyfa umfram vísitölu, t.d. í Norðurá og Hítará, þar sem hækkanir í nýjum samningum við veiðiréttareigendur voru umfram vísitöluna. Við reynum þó að koma til móts við veiðimenn t.d. með afnámi fæðisskyldu í Hítará. Það verður fróðlegt að sjá hverjar viðtökurnar verða í þeirri tilraun. Framboð stangaveiðidaga Félögum í SVFR fjölgar áfram, en fjölgunin er þó hægari heldur en á árunum 2005 – 2008. Stjórn félagsins þarf þó að tryggja hæfilegt framboð stangaveiðidaga fyrir alla félagsmenn. Í gegnum tíðina hefur verið miðað við að alls gæti félagið boðið um 3 stangardaga á félaga þar af 2,0 – 2,5 í laxveiði. Eins og fram kemur í fundargögnum þá hafa verið nokkrar sveiflur í framboðnum dögum á félagsmann. Á árinu 1993 hafði félagið yfir um 6.000 stangardögum að ráða fyrir 2.071 félaga eða rétt um 2,9 stangardaga á hvern félagsmann. Þegar þessi tala er brotin eilítið niður sést að af þessum 2,9 dögum voru tæplega 2,3 í laxveiði en um 0,6 í silungsveiði (urriði og bleikja, staðbundin og sjógengin). Næsta sumar, sumarið 2012, verða yfir 15.000 stangardagar í boði fyrir 3.929 félaga, eða nærri 3,9 stangardagar á félaga að meðaltali. Til samanburðar var þetta hlutfall 4.1 dagar sl. ár. Myndirnar og töflurnar sem fylgja ársskýrslunni sýna þessa þróun vel. Eins og fram kemur í þessum gögnum hefur framboð á laxveiðidögum á hvern félaga lækkað úr um 3 stangardögum á félaga í 2. Við þurfum að bæta við í laxveiðinni ef við viljum halda sambærilegu hlutfalli og sl. tvö – þrjú ár. Dagar í urriða/sjóbirtingsveiði standa í stað milli ára, eru nú um 1.6 en þess má geta að þar hefur dögum fjölgað úr rúmum 0,5 árið 1993. Hvað bleikju/sjóbleikju varðar þá fækkar dögum á milli ára þar sem sjóbleikjuveiði í Andakílsá og Hítará hefur verið aflögð, enda á sjóbleikjustofninn mjög undir högg að sækja á Vesturlandi. Við hvetjum veiðimenn að íhuga það sterklega að gefa veiddum sjóbleikjum líf t.d. í Hítará. Veiðisumarið 2011 Sumarið 2011 var um margt sérstakt. Maí og júní voru kaldir og leiðinlegir og einhvern veginn fannst okkur sumarið aldrei fara neitt verulega af stað, en þegar upp var staðið var veiðin prýðisgóð og sumarið er í hópi sex bestu veiðisumra sögunnar. Hjá SVFR var mjög góð veiði í flestum ám. Norðurá hélt sínu, Langá kom ágætlega út og í Soginu var afbragðsveiði þó ekki næði hún metsumrinu 2010. Hítará gaf vel af laxi og svo mætti lengi telja.

S kýrsla st j ó r n ar


15

Veiði varð minni í einhverjum ám. Leirvogsá hefði mátt gefa betur, eða fara fyrr í gang, sér í lagi í ljósi þess að veiðin í Elliðaám var ágæt og einginlega alveg sú sama og í fyrra. Mestu vonbrigðin voru hins vegar í Dölunum, en veiðin í Laxá minnkaði mikið milli ára. Við höfum engar skýringar á þessu, þar hafa verið hóflegar sleppingar gönguseiða, lítt breyttar undanfarin ár, en að auki hefur verið farið út í það verkefni að flytja klaklax uppfyrir Sólheimafoss og sleppa honum þar til hrygningar. Seiðatalningar sýna að þar var hrygning í fyrra og góður seiðastofn að komast á legg, seiði sem munu skila sér í veiðinni 2014 og 2015 en þess má geta að með nýjum samningi við Veiðifélag Laxdæla hefur SVFR tryggt sér Laxá í Dölum til 2015 og vonandi verðum við lengi þarna fyrir vestan. Rekstur og fjárhagsleg afkoma Rekstur félagsins hefur verið þungur um nokkurt skeið. Á árunum 2009 og 2010 var félagið rekið með talsverðu tapi, og nam tap ársins 2010 um 43 milljónum á verðlagi dagsins í dag. Afkoman er betri í ár þó enn sé tap á rekstrinum. Það hefur hins vegar náðst ákveðinn viðsnúningur í sjálfum rekstri þessa árs. Hann er kominn í jafnvægi og er félagið rekið nálægt núllpunkti í ár, en leiðréttingar og tiltekt í kostnaðarþáttum frá 2010 halda áfram að draga okkur talsvert niður. Leiðréttur kostnaður frá fyrra ári og fleira af þeim toga nemur um 30 milljónum króna. Við teljum hins vegar að það sé nú bjartara framundan og félagið verði rekið með hagnaði á fjárhagsárinu 2011 – 2012. Framlegð seldra veiðileyfa á síðasta ári er t.d. betri en um langt skeið og söluhorfur komandi árs eru góðar, jafnvel enn betri en í fyrra. Söluhlutfall, þ.e. seld veiðileyfi sem hlutfall af heildarverðskrá er betra en í fyrra, munurinn er þó ekki mikill, 91% á móti tæpum 90% á síðasta ári. Rekstur dótturfélaga Dótturfélögin eru tvö, annars vegar SVFR ehf. sem rekið er til að sjá um sölu veiðileyfa til utanfélagsmanna og hins vegar Veiðikortið ehf. en eignarhlutur SVFR í Veiðikortinu er 50%. Stangaveiðimenn hafa tekið Veiðikortinu vel. Sumarið 2011 var sjöunda sumarið sem Veiðikortið er rekið og enn er bætt við glæsilegum veiðivötnum. Þessi kostur er greinilega kominn til að vera. Þess má svo geta að ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum í SVFR, Veiðikortið á enn betri kjörum en fyrr! Áhersluverkefnin 2012 Á aðalfundi SVFR í fyrra kom fram hjá formanni félagsins að áhersluverkefni liðins árs væru tvö. Í fyrsta lagi að koma félaginu í hagnað. Þó það markmið næðist ekki, þá er veruleg breyting á stöðu félagsins og afkomu. Þetta markmið verður að nást á því ári sem nú er hafið. Hitt málið sem lögð var áhersla á, var að efla félagslega þáttinn, sér í lagi með boðun félagsfunda þar sem félagsmenn gætu komið að stefnumörkun. Fyrir því þjóðþrifamáli reyndist ekki nægur áhugi þegar á hólminn var komið. En þó af þessu hafi ekki orðið, þá vill stjórnfélagsins finna leiðir til að endurskoða félagslegu gildin hjá SVFR á árinu. Í ljósi þess að fjárhagleg afkoma hefur batnað og reksturinn kominn í betra horf, á stjórn félagsins að geta sinnt félagsþættinum betur en verið hefur og þar munu átaksverkefni stjórnarinnar liggja.

S kýrsla st j ó r n ar


16 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Lokaorð Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur gengið í gegnum erfiða tíma. Gríðarlegur taprekstur áranna 2009 og 2010 hefur hoggið djúp skörð í eigið fé félagsins og staðan í lok síðasta árs, í nóvember 2010 var vægast sagt svört. Á árinu sem nú var að líða náðist ákveðinn viðsnúningur. Sjálfur rekstur félagsins er nú kominn í í jafnvægi og hlutirnir hafa þokast til betri vegar. Þó félagið sé ekki rekið með hagnaði í ár, þá er rekstrarafkoman betri en undanfarin tvö ár og rekstur árins gefur góð fyrirheit um afkomu ársins 2012. Það náðist árangur, þó vissulega hefði hann mátt vera meiri og betri. Það skal tekið fram að þessi árangur náðist ekki af sjálfu sér, hann hefur kostað stjórn og starfsfólk skrifstofu mikla vinnu og erfiðar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Formaður félagsins vill nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsmönnum fyrir þeirra góða framlag á árinu. Stjórnarmenn hafa staðið sig vel, unnið eins og berserkir að mörgum góðum málum. Aðkomu skrifstofunnar hefur verið lýst hér að fram, þar var unnið þrekvirki. Fulltrúaráð félagsins studdi stjórn með ráðum og dáð, en á engan er hallað þó þeim fyrrverandi formönnum Friðrik Þ. Stefánssyni, Kristjáni Guðjónssyni, Jóni G. Baldvinssyni og Bjarna Ómari Ragnarssyni, sé þakkað sérstaklega fyrir veitta aðstoð, hugmyndaauðgi og skilning á stöðunni. Við sjáum nú til lands.

S kýrsla st j ó r n ar


17

Velta SVFR árin 1992 – 2011 (á verðlagi okt.11) 600000 500000 400000 300000 200000 100000 2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

0

Rekstrarafkoma SVFR 1991 - 2011

30000 20000 10000 0 -10000 -20000 -30000 -40000 -50000

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

-60000

S kýrsla st j ó r n ar


18 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Fjöldi félaga í SVFR 1993 - 2011 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000

2011

2008

2005

2002

1999

0 1996

Börn og unglingar eru 380, (h)eldri félagar 629 en félagar á besta aldri 2.920

500 1993

Á árinu gengu 313 í félagið 206 hættu

4.000

1990

Félögum hefur fjölgað um 80% síðan um aldarmót

4.500

1987

Heildarfjöldi félaga í upphafi nýs árs er 3.929

1984

Heildarframboð stangardaga 1993 - 2012

Heildarfjöldi stangardaga í straumvötnum er um 15.120 stangardagar Öll svæði, laxveiðiár, sjóbirtingur/urriði, sjóbleikja/bleikja

S kýrsla st j ó r n ar

Fjöldi daga 25.000,0 20.000,0 15.000,0 10.000,0 5.000,0 0,0 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011


19

Stangardagar á hvern félaga 1993 – 2012 Fjöldi daga 6,0

Hlutfallið lækkað nokkuð sl. 3 ár Bæði v. fjölgunar félaga (22%) og fækkunar stangardaga (-13%)

5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0

Stangardagar á félaga – tegundir 1993 - 2012 4 3,5 3 2,5 Bleikja/fél Urriði/fél Lax/fél

2 1,5 1 0,5 0 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

S kýrsla st j ó r n ar


20 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Ell i ðaár 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum

Nr. Veiðistaður Júní Júlí Ágúst 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40

Höfuðhylur Hólmakvísl Hólmatagl Norðlingavað Ármót Hornið Efra Fljótið Heyvað Litli Foss Heyvaðshylur Efri Mjóddir Mið Mjóddir Neðri Mjóddir Langhylur Grófartunga Merkjastrengur Grófarkvörn Grófarstrengur Hólsstrengur Hólshylur Efri Kista Neðri Kista Baugshylur Efri Sporðhylur Neðri Sporðhylur Símastrengur Nautavað Hraun Barnabrot Breiðholtsfoss Borgarstjórahola Tíkarbreiða Selásfoss Brúarhylur Hundasteinar Agðir Efri Breiðholtsstrengir Árbæjarhylur Neðri Breiðholtsstrengir Kerlingarflúðir

Ell i ðaár

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 0 3

9 0 1 0 0 0 2 0 0 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 12 7 0 1 1 9 0 57 0 0 5 0 0 0 71 0 2 64 5 63

6 0 0 0 1 0 6 1 0 0 0 0 1 0 0 0 12 0 0 0 7 3 1 0 0 15 0 36 0 0 1 0 0 1 41 1 4 55 1 28

Sept.

Samtals

2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 2 1 0 0 0 1 0 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 2 0 1

17 0 1 0 1 0 8 1 0 1 0 0 1 0 0 0 15 0 0 0 21 11 1 1 1 25 0 97 0 0 7 0 0 1 113 1 6 122 6 95


21

Nr. Veiðistaður Júní Júlí Ágúst 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74

Ullarkrókur Selfoss Efri Þrep Seiðketill Neðri Þrep Helluvaðspyttur Helluvað Stórhylur Stórifoss Skáfossar Hólmahlein Hleinartagl Kúavað Kerið Kálfhylur Ullarfoss Teljarastrengur Beygjan Móhylsstallar Efri Móhylur Móhylsstrengir Neðri Móhylur Hornið Neðra Húsbreiða Fossbrún Sjávarfoss Fosskvörn Miðkvörn Brúarkvörn Efri Breiða Neðri Breiða Holan Við steininn Eldhúshylur

0 0 0 5 2 1 0 3 1 2 0 0 0 0 0 1 7 0 0 1 0 0 0 0 0 32 7 3 0 5 17 2 2 0

Skipting veiði eftir agni,

0 2 3 15 8 0 2 27 1 3 20 1 0 0 0 9 20 0 0 3 0 0 0 0 0 194 11 8 0 7 55 0 0 0

0 5 0 7 4 0 0 8 6 1 3 2 0 0 0 3 10 1 0 0 0 0 0 0 0 41 6 1 0 0 7 2 0 0

Sept.

Samtals

0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 2 0 0 0 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0

0 7 3 27 14 1 2 39 9 6 25 3 0 0 1 13 38 1 0 4 0 0 0 0 0 268 24 12 0 12 79 4 2 0

Sept.

Samtals

skipt á mánuði

Agn Júní Júlí Ágúst Fluga Maðkur

16 83

319 382

201 126

12 8

548 599

Samtals

99

701

347

0

1147

Sleppt

4

172

71

11

258

Ell i ðaár


22 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting eftir kyni, skipt á mánuði Kyn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Hrygnur Hængar

58 41

366 335

189 138

7 13

620 527

Ótilgreint

0

0

0

0

0

Samtals

99

701

327

20

1147

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Hekla Sólveig Gísladóttir 2. Gunnar 3. Andrew Berghvis 4. Matthías Alfreðsson 5-6. Ragnar H. Ólafsson 5-6. Pétur og Stefán

6 5 4,77 4,5 4,4 4,4

83 78 78 76 75 75

Stórhylur Hundasteinar Helluvaðspyttur Hundasteinar Sjávarfoss Hraunið

Skipting afla eftir þyngd

maðkur Svört Frances maðkur Svört Snælda maðkur Hitch túba

hrygna hængur sl. hrygna hrygna hængur sl. hængur

Meðalþyngd

Þyngd

Hrygnur

Hængar

Samtals

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg Ótilgreint

229 383 8 0

53 471 3 0

282 854 11 0

Samtals

620

527

1147

Hrygnur 2,28 kg.

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5. Ell i ðaár

Rauð Frances Svört Frances Green Butt Sunray Shadow Collie Dog

106 99 20 31 29

Hængar

Samtals

2,60 kg.

2,35 kg.


23

ELLIÐAÁRNAR 2011 Þegar Elliðaárnar voru opnaðar þann 20. júní sl. brá svo við að borgarstjórinn í Reykjavíkákvað að þiggja ekki boð Stangaveiðifélags Reykjavíkur um að renna fyrstur mannaþetta árið fyrir lax í árnar, en fyrir því er ríflega hálfrar aldar hefð. Þess í stað bauð hann Gunnlaugi Sigurðssyni, tæplega áttræðumReykvíkingi, til veiða í sinn stað, en Gunnlaugur hafði skömmu áður verið útnefndur „Reykvíkingur ársins“ af borgaryfirvöldum. Þótt Gunnlaugur hefði ekki rennt fyrir lax áður tókst honum fljótlega að veiða fyrsta lax sumarsins í Sjávarfossi með dyggri aðstoð Ásgeirs Heiðars, nefndarmanns í árnefnd Elliðaánna. Skömmu síðar náði Gunnlaugur öðrum laxi í Miðkvörn, sem fyrr með liðsinni Ásgeirs Heiðars. Að svo búnu afþakkaði Gunnlaugur frekari veiðar og kvaðst ekki hafa hug á að kynna sér hvernig farið væri að við að „veiða og sleppa“ og taldi tíma sínum betur varið til golfiðkunar. Var Gunnlaugur kvaddur með virktum og þökkuð góð viðkynni. Sú breyting varð á umsýslu Elliðaánna í ár að SVFR sér nú alfarið um rekstur ánna og kemur Orkuveita Reykjavíkur ekki lengur að rekstrinum. Jafnframt annast SVFR um kostun margvíslegra rannsókna á Elliðaánum, sem Orkuveitan greiddi áður fyrir, sem og veiðivörslu. Samningur var gerður við Laxfiska annars vegar og Náttúrustofu Kópavogs hins vergar um rannsóknir á fiskistofnum og öðru dýralífi Elliðaánna og hefur tekist þar vel til að mati félagsins. Samningar um þetta voru gerðir að kröfu Orkuveitunnar, en sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á vistkerfi Elliðaánna um árabil. Jafnframt annast Laxfiskar um laxateljarana í ánum í samstarfi við Orkuveituna og Vaka. Fulltrúar SVFR önnuðust veiðivörslu við árnar í sumar. Veiðivarsla gekk áfallalaust. Lítið var um veiðibrot af hálfu félagsmanna, en í slíkum tilvikum er stjórn félagsins gerð grein fyrir því og grípur hún til viðeigandi ráðstafana. Fyrir kom að misskilningur var á milli manna um svæðaskiptingar og þ.h., en slíkur ágreiningur leystist jafnan í sæmilegri sátt. Dæmi er um að kalla hafi þurft til lögreglu þegar um alvarleg veiðibrot var að ræða, en í engu slíku tilviki átti félagsmaður SVFR hlut að máli. Nokkuð var um að óviðkomandi væri stuggað frá ánni. Ell i ðaár


24 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Tilhögun veiða var hefðbundin og var veiðitími frá og með 20. júní til 1. september. Að venju lokaði árnefnd ánni fyrsta laugardaginn í september sem að þessu sinni bar upp á 3. dag mánaðarins. Kvótinn á stöng fyrir hvert hálfsdagsveiðileyfi var tveir laxar eins og undanfarin ár. Engum seiðum hefur verið sleppt í Elliðaárnar síðustu árinog virðist útséð um að unnt verði að sleppa seiðum af stofni árinnar í þær aftur þar sem nýrnaveiki virðist orðin landlæg í vatnakerfinu. Ástæða er til að hafa áhyggjur af afkomu fiskistofna í Elliðaánum og Elliðavatni vegna þess. Elliðaárnar eru því upp á sjálfar sig komnar hvað varðar framleiðslu laxaseiða og illmögulegt að óbreyttu að styrkja laxastofninn með seiðasleppingum af Elliðaárstofni. Um teljarann við Rafstöð gengu 1969 laxar í sumar.Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið lesið úr teljaragögnum, þannig að enn er óljóst með veiðiálagið í sumar. En ef litið er til fyrirliggjandi gagna, - sem geta reyndar breyst við aflestur gagna úr teljara-, kemur í ljós að laxar veiddir neðan teljara voru 444 talsins sl. sumar. Fyrir ofan teljara veiddust 703 laxar, en 258 löxum var sleppt. Heildargangan virðist skv. þessu hafa numið ríflega 2.400 löxum og af þeim voru 889 drepnir. Veiðihlutfall hefur því að lágmarki verið tæp 37% sem er ívið lægra en á síðasta ári, en þó yfir æskilegu álagi að mati Veiðimálastofnunar. Líklegt er að í ljósi þessa verði áfram farið með gát við veiðistjórnun í Elliðaánum, þar sem einvörðungu er treyst á afrakstur náttúrulegs klaks í ánum eins og fyrr er getið. SVFR hefur mælst til þess að veiðimenn gæti hófs í veiðum og sleppi sem flestum löxum. Veiðimenn hafa tekið þessu með skilningi. Eins og fyrr segir var var 258 löxum sleppt sl. sumar sem er nokkru færra en 2010, en þá var 300 löxum ýtt aftur út í strauminn. Alls veiddust 1.147 laxar í Elliðaánum í sumar var því 22,4% veiddra laxa sleppt. Landaður afli var alls 889 laxar. Rafstöðin við Elliðaár er ekki keyrð í vetur fremur en síðasta vetur. Vatni er þó safnað í Árbæjarlón líkt og verið hefur og hverflar Rafstöðvarinnar snúast, þótt engin sé rafmagnsframleiðslan. Er það gert til þess að viðhalda tækjabúnaði Rafstöðvarinnar sem er einstakur i sinni röð. Til stendur að friða Rafstöðina og nærliggjandi hús. Gert er ráð fyrir að rennslisstýring úr Elliðavatni verði með hefðbundnu sniði sem og stýring á milli kvíslanna neðan Árbæjarstíflu, en stjórnun rennslisins á að tryggja að það fari aldrei undir tiltekið lágmark. Stærsta laxinn í ár veiddi fröken Hekla Sólveig Gísladóttir í Stórhyl á maðk, en hún var þar við veiðar ásamt föður sínum. Fullur vilji var hjá þeim feðginum til að sleppa laxinum, en fiskurinn sýndi lítinn samstarfsvilja og drapst áður en til þess kom. Aðstæður til veiða í Elliðaánum m.t.t. vatnsbúskapar voru ágætar sl. sumar, einkum framan af. Laxagöngur að markihófust reyndar nokkru síðar en árið áður og munaði þar hartnær tveimur vikum. Veiðin í júní og júlí var lakari en árið áður, en umtalsvert betri í ágúst, þrátt fyrir að vatnsleysi hamlaði veiðum stórarn hluta mánaðarins. Aflabrögð voru svipuð og sumarið 2010 og skiluðu Elliðaárnar 1.147 löxum á land sl. sumareins og áður gat, samanborið við 1.164 laxa 2010. Má segja að það sá mjög góð niðurstaða, ekki síst í ljósi þess að mun minni laxveiði var í sumar í flestum ám í nágrenninu, miðað við árið á undan. Þrír veiðistaðir Elliðaánna gáfu fleiri en 100 laxa í sumar. Þetta eru Sjávarfoss með 268 laxa, Árbæjarhylur með 122 laxa og Hundasteinar með 113 laxa. Skammt undan eru Hraunið með 97 Kerlingarflúðir með 95 laxa. Eru þetta sömu veiðistaðir og gáfu yfir hundrað laxaafla í fyrra. Vorveiði á urriða í Elliðaánum nýtur mikilla vinsælda, en hún stóð yfir frá 1. maí til 15. júní. Starfsmannafélag OR hafði forræði yfir síðustu tíu veiðidögunum í júní.

Ell i ðaár


25

Urriðaveiðin var með ágætum og veiddist best í efsta hluta Elliðaánna að venju. Eru það Höfuðhylur og Ármót sem gefa flesta fiskana. Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Ásókní veiðileyfi í Elliðaánum fer ekki minnkandi nema síður sé og er Elliðaárnefnd jafnan talsverður vandi á höndum við úthlutun þeirra. Stafar það einkum af því að langflestar umsóknirnar eru um sömu tvær til þrjár vikurnar í júlí. Reynt er að verða við óskum félagsmanna eftir því sem tök eru á. Skipan Elliðaárnefndar 2011 var óbreytt frá fyrra ári og sinntu nefndarmenn hefðbundnum nefndarstörfum auk tilfallandi verkefna.Að venju sánefndinum hreinsunarstarf í og með Elliðaánum fyrir veiðitíma sl. vor og naut við það liðsinnis sjálfboðaliða úr hópi félagsmanna. Voru sjálfboðaliðar fleiri í sumar en sumarið áður sem er ánægjulegt. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til bættrar umhirðu og ásýndar Elliðaánna. Talsvert rusl var hirt úr ánum og af bökkunum en þó virðist það fara minnkandi miðað við fyrri reynslu. Til að mynda voru engin reiðhjól veidd upp úr ánum þetta árið. Engan tölvubúnað eða fjarskiptatæki var þar heldur að finna sem er nýmæli. Má e.t.v. af þessu ráða að umhverfissóðar og aðrir slíkir finni fyrir kreppunni líkt og flestir aðrir þjóðfélagsþegnar og stilli sig því frekar en áður um að fleygja nytjahlutum út í Elliðaárnar. Elliðaárnefnd þakkar hér með þeimsem tóku þátt ívinnu með nefndinni að málefnum Elliðaánnaá árinu. Þá eru félögum í SVFR færðar þakkir fyrir prúðmannlega framkomu við Elliðaárnar í sumar.

F.h. Elliðaárnefndar Ólafur E. Jóhannsson

Ell i ðaár


26 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

L EI R V OG S Á 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR.

L e i rv o g sá


27

Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

1 2 3 4 5

Tunguborgareyrar 5 Fitjakotshylur 14 4 7 Móhylur 7 1 1 Brúargrjót 1 Kvörn 27 9 Brúarhylur 99 37 7 Pallur 2 Stólpi 1 Neðri Skrauti 1 4 3 Gamla brú 1 Klapparhylur 3 Litli strengur 1 Breiðhylur 2 2 Breiðhylsstrengur Varmadalsgrjót 2 3 Snoppufljót 1 Snoppa 3 10 4 Einbúi 1 5 Birgishylur 1 12 6 Hornhylur 1 3 Berghylur 1 Nýbúi 1 Helguhylur 6 8 4 Húsbreiða 4 2 Skúlaskeið 1 Svilaklöpp 3 3 Hola 4 5 3 Holubreiða 3 1 Mosi 3 6 Minni Mosi Grundarhorn 2 5 Lúlli 4 Bakki Háaleyti 4 5 Ármótarhylur 2 2 Efri Skrautastrengur Efri Skrauti 5 Ketilhylur 1 Stokkar Rauðbergshylur Skáfoss Kerfoss 2 Rennur 2 Tröllafoss

5 25 9 1 36 143 2 1 8 1 3 1 4 0 5 1 17 6 19 4 1 1 18 6 1 6 12 4 9 0 7 4 0 9 4 0 5 1 0 0 0 2 2 0

Samtals

383

0

176

113

94

L e i rv o g sá


28 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting veiði eftir agni Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

0 0 0 0

20 156 0 0

15 98 0 0

38 56 0 0

73 310 0 0

Samtals

0

176

113

94

383

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Óákveðið

0 0 0

87 57 32

37 27 49

53 41 0

177 125 81

Samtals

0

176

113

94

383

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Lilla og Ingaló Óðinn og Ari Jónas og Snorri Skúli og Ingólfur Jón Ágúst Bj.

6,5 4,0 3,7 5,0 5,7

86 74 65 83 83

Brúarhylur Kvörn Birgishylur Snoppa Litli Strengur

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Þýsk Snælda Sunray 4LF Svört Francis Rauð Francis

L e i rv o g sá

19 12 5 4 2

Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur

Hængur Hængur Hængur Hrygna Hængur


29

V e rk e f n i ár n e f n dar L e i rv o g sár sumar i ð 2 0 1 1 v o ru þ e ss i : Veiðihús var lagað og þrifið, veiðistaðir merktir og rusl týnt upp. Einnig var vegurinn bættur umtalsvert meðfram ánni og er hann orðinn vel fær. Veiðistaðir voru lagaðir meira en vant er, og talið að það hafi skilað tilsettum árangri, þ.e.a.s. veiðistöðum fjölgaði í ánni. Í Leirvogsá sumarið 2011 veiddust alls 383 laxar og 55 sjóbirtingar. Í gegnum teljarann gengu 767 laxar og 245 sjóbirtingar sem er talsvert minni veiði og laxgengd en sumarið á undan. Aðstæður í ánni voru mjög erfiðar í sumar, miklir þurrkar og lítið vatn. Það gæti skýrt að hluta til niðursveifluna þetta sumarið. Í sumar var haldið áfram með það verkefni að fara með laxa upp fyrir Tröllafoss. Að þessu sinni var farið með 25 laxa. Þetta verkefni lofar góðu frá fyrri árum og vonast er til að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Árnefndin vill að lokum þakka starfsfólki SVFR,Veiðifélagi Leirvogsár og Skúla Skarphéðinssyni gott samstarf á liðnu sumri

Fyrir hönd árnefndar Leirvogsár Viðar Jónasson

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Meðalþyngd

Hrygnur

Hængar

Samtals

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg Óákv.

78 137 4 0 0

27 83 2 1 0

105 220 6 1 51

Alls

219

113

383

Hrygnur 2,07

Hængar

Samtals

2,41

2,21

L e i rv o g sá


30 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

A n dakílsá 2 0 1 1 Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

1 3 4 6 7 8

Volti Þrjú Efri Fossbakkahylur Nátthagahylur Litlihylur Neðri Fossbakkahylur

0 0 0 0 1 0

2 13 41 7 4 3

5 30 19 2 6 2

0 37 6 1 1 0

7 80 66 10 12 5

Samtals

1

70

64

45

180

Skipting veiði eftir agni

(innan sviga, fjöldi fiska sem var sleppt)

Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur

0 1

36 34

31 (1) 33

40 (9) 5

107 (10) 73

Samtals

1

70

64 (1)

45(9)

180 (10)

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar

0 1

40 30

28 36

14 31

82 98

Samtals

1

70

64

45

180

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Atli Bergmann 90 Óskar Finnsson 6,1 Óskar og K 5 Ólæsilegt í veiðibók 4,5 Heimir/Tóti 76

A n dakílsá

Þrjú Litlihylur Fosshylur Þrjú Þrjú

Black Sheep Hængur Maðk Hængur Fluga Hrygna Rauður Frances Hrygna Maðk Hrygna


31

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Rauður Frances Svartur Frances Sunray Shadow Snælda Nokkrar flugur

26 12 12 11 4

Skipting eftir þyngd - samantekt Kyn Ókunn 0,0-2,0 kg 2,1-4,0 kg 4,1-6,0 kg 6,1-8,0 kg Fjöldi Hrygnur Hængar

10 15

32 14

38 65

2 2

0 2

82 98

Samtals

25

46

103

4

2

180

Meðalþyngd Hrygnur 2,1 kg.

Hængar Vegið meðaltal 2,4 kg.

2,25 kg. A n dakílsá


32 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

A n dakílsá 2 0 1 1 Veiðin í Andakílsá var frekar treg í sumar, allavega í samanburði við undangengin 3 veiðisumur. Alls veiddist í Andakílsá 181 lax, 180 á laxasvæðinu og 1 á silungasvæði árinnar. Þó ber að geta þess að samanburður við árin á undan er mjög svo varasamur því þau eru 3 bestu veiðisumur sl. 37 ára og jafnvel þó lengra væri leitað aftur í tímann. Sumarið 1975, sem verið hafði allra besta ár í sögu árinnar, með 331 lax fölnaði í samanburði við 839 laxa veiði 2008 og 706 laxa veiði 2009. Veiðin 2010, sem var 332 laxar, jafnaði rúmlega metsumarið ´75 og var því líka mjög gott í sögulegu samhengi. Því eru allir útreikningar um meðalveiði erfiðir og spurning við hvað skal miða. Ef mettölurnar eru hafðar með í útreikningum sl. 37 ára þá kemur í ljós að meðalveiðin er um 191 lax á ári en sé þeim sleppt og einungis miðað við veiði fram til 2008 þá kemur í ljós meðalveiði upp á rétt rúmlega 150 laxa á ári. Því má segja að veiðin í ár, upp á 181 lax, liggi nokkurn vegin í/á meðaltalinu, hvort sem miðað er við meðalveiði þar sem metárin eru innifalin eður ei. Veður setti í ýmsu tilliti strik í reikning veiðimanna á liðnu sumri. Fyrst virtist sem sumarið væri einum 2 – 3 vikum seinna á ferðinni en venjulega og lengi vel vonuðust menn til að slök byrjun veiðitímabilsins væri þessari seinkun að kenna. Fljótlega kom þó í ljós að veiðin var langt í frá að stefna í þær tölur sem sést höfðu á síðastliðnum árum og langvinnir þurrkar bættu þar ekki úr skák. Mun þetta vera eitt þurrasta sumar í Andakílnum og muna fáir eftir öðru eins þar í sveit. Eflaust skýrist einnig lítil dreifing veiðinnar á veiðistaði með áðurnefndum þurrkum. Fiskurinn hélt sig í fáum og í dýpstu veiðistöðum árinnar. Um veiðina á silungasvæðinu er lítið sem ekkert að segja. Eins og áður er getið veiddist þar 1 lax, 2 bleikjur, 1 urriði og einar 14 flundrur. A n dakílsá


33

Starfið: Að venju hófst starf nefndarinnar á að gera silungasvæði árinnar klárt í endaðan mars. Veðurlag var ekki upp á það besta enda virtist sem vorið væri eitthvað á eftir áætlun þetta árið. Sem dæmi um þetta má nefna að ekki reyndist unnt að koma niður veiðistaðamerkjum við opnun silungasvæðisins því stórar breiður ísjaka voru á svæðinu og engin leið að komast um svæðið til að setja niður merkin. Í byrjun maímánaðar voru haldnir 2 fundir með sérfræðingum Veiðimálastofnunar og stjórn Veiðifélags Andakílsár þar sem ákvarðanir voru teknar um varnir gegn flundru á vatnasvæðinu. Var á þeim fundum ákveðið að setja varnargarð í ána og staðsetja hann neðan við Litlahyl, sem líklega er neðsti hrygningarstaður laxa í ánni. Var garðurinn síðan hlaðinn upp í júnímánuði og varð við þá aðgerð til nýr veiðistaður sem gaf þónokkra fiska í sumar. Þar sem staðurinn hefur hvorki fengið nafn né númer þá voru fiskar veiddir við garðinn merktir á veiðistað nr. 7 (Litlahyl) en í framhaldinu mun skoðað hvernig þeim málum verður háttað í framtíðinni. Í júní var einnig gert klárt fyrir opnun laxasvæðis árinnar og var að venju í mörg horn að líta hvað varðar viðhald húsa og veiðistaða árinnar. Nokkrar minniháttar lagfæringar voru gerðar á ánni eftir veturinn því mölin í árbotninum var, líkt og undangengin ár, mikið á ferðinni og því hafði aðrennsli nokkura veiðistaða breytt sér á milli ára. Þá var og unnið í viðhaldsverkefnum við húsin, raflögnum breytt lítillega, útiverk unnin og húsin þrifin í hólf og gólf. Sumarstarfi nefndarinnar lauk síðan í byrjun október er árnefnd gekk frá veiðihúsum og búnaði fyrir veturinn.Þá var einnig haldinn fundur með stjórn veiðifélags Andakílsár þar sem farið var yfir málefni liðins sumars sem og hvert stefnt skyldi á næsta ári. Árnefnd Andakílsár þakkar starfsfólki og stjórnarmönnum SVFR, Þorsteini Ólafs, fráfarandi stjórnarmanni SVFR, sem var tengiliður við árnefnd Andakílsár, umsjónaraðila veiðihúsanna, Erni Hjörleifssyni og stjórn Veiðifélags Andakílsár fyrir ánægjulega samvinnu.

F.h árnefndar Andakílsár Kristján Guðmundsson

A n dakílsá


34 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S kýrsla ár n e f n dar N o rðurár 2 0 1 1 Segja má að árnefndarstörfin hafi að mestu verið “hefðbundin” þetta árið en þó var eins og verkefnin væru næg að venju. Fyrsta ferð var farin helgina 9-10. apríl og síðan allar helgar eftir það fram að veiðitíma eða 8 helgar og síðan var farin ein ferð 24.sept. til að taka upp kláfinn og bátana og ganga frá húsunum fyrir veturinn. Veðurfarið var okkur frekar hagstætt. Vorið kom snemma hlýtt og gott en hvarf svo 15. maí og brast á með norðanáttum og kulda sem reyndar stóðu allt til mánaðarmóta júni – júlí. Helstu verkefnin voru að venju að setja niður kláfinn og bátana og veiðistaðamerkin. Við settum niður bát ofan við Ketilbrotið til hægðarauka fyrir þá sem eru á leið í Þrengslin en þetta styttir leiðina og er mun þægilegri ferðamáti heldur en að labba yfir brotið og klöngrast yfir grjóteyrina austan við Ketilbrotið. Þá hrintum við í framkvæmd hugmynd sem lengi hefur blundað í formannshausnum og smíðuðum 10 setbekki sem við settum niður við nokkra veiðistaði þar sem erfitt er að finna “náttúruleg” sæti. Þetta vakti talsverða athygli og umræðu, ekki síst á meðal landeigenda sem sumum þótti nóg um daðrið við þessa veiðikalla. Undirritaður svaraði allri gagnrýni fullum hálsi og benti á að nær væri fyrir landeigendur að huga að bættu aðgengi og lagfæringu veiðistaða í og við ána í stað þess að vera að abbast út í þessa bekki. Veiðimenn voru á hinn bóginn afar þakklátir fyrir að geta tyllt sér niður þar sem áður var ekki hægt að setjast nema á malareyrarnar flötum beinum og komu reyndar fram með óskir um fleiri bekki og verður það mál athugað að vori komanda. Reyndar hljóta bekkirnir að hafa vakið meiri athygli en góðu hófi gegndi því einum þeirra var hreint og beint stolið eina nóttina og leit ég á það sem sönnun fyrir vinsældum þessa uppátækis. Gatan að Laxfossi frá Rjúpnahæð var illa farin eftir vatnsgang og traðk hestamanna og reyndum við að lagfæra hana eftir bestu getu og smíðuðum m.a. tvær trébrýr yfir verstu fenin á leiðinni. Þá réðumst við í dálítið skógarhögg austan við veiðihúsið þar sem útsýnið til Laxfoss var farið að minnka. Tókum upp gamlar girðingar og fluttum allt í gáma. Stigarnir við ána voru fúavarðir og aðgengi að Myrkhyl var bætt með trébrú ofan við stigann. Að venju var talsverð vinna við húsin á Rjúpnahæð. Við þrifum og olíubárum setustofugólfið, settum upp brunaslöngu í forstofu, máluðum glugga og fúavörðum húsin að utan svo og alla palla. Löguðum sprungna baðklefa og skiptum um sprungna vaska o.fl. o.fl. sem lagfæringar þurfti við innanhúss. Rafvirki var fenginn til að lagfæra músaétið rafmagnsinntakið í töfluna og merkja rafmagnstöfluna í vöðlugeymslunni o.fl. Margt fleira væri hægt að telja upp en hér læt ég staðar numið. Alls voru dagsverkin 177 þetta árið. 17 árnefndarmenn og konur og 3ja manna heldrimannaráð lögðu fram vinnu frá 4 upp í 20 daga hvert. Undirritaður þakkar hópnum sínum fyrir frábær störf og er að venju stoltur af verkum þeirra og dugnaði. Samstilltur og skemmtilegur hópur og annáluð eldamennska Friðriks og Jimmy dregur okkur í dalinn brosandi út að eyrum.

N o rðurá


35

Veiðin í ánni var ágæt þrátt fyrir að kuldar í júní drægju úr göngum. En á móti kom að vatnsstaðan var frábær og hélst gott vatn í ánni að segja má út allan júlímánuð. Smálaxagangan sem vanalega kemur sterkust í byrjun júlí lét aðeins bíða eftir sér en í næsta straum á eftir um 20. júlí þá hreint og beint helltist laxinn inn og var þá margur maðurinn feginn. En kuldarnir hafa greinilega haft áhrif á laxagöngurnar því þetta hefur ekki gerst svo langt sem ég man aftur í tímann. Heildarveiðin reyndist vera 2.134 laxar sem er bara ágætt. En eftir 10 ágúst má segja að veiðin hafi alveg dottið niður enda var þá orðið mjög lítið vatn í ánni og skilyrðin til veiða mjög erfið. Árnefnd þakkar stjórn og starfsfólki SVFR svo og stjórn Veiðifélags Norðurár fyrir ánægjulegt samstarf og veitta aðstoð.

Með kærri kveðju, f. h. Árnefnar Norðurár, Jón G. Baldvinsson.

N o rðurá


36 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S traumar 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

1 Straumaklöpp 2 Silungagarður 3 Bugt 4 Strenghorn 5 Hringiða 6 Hússtrengur 7 Húsfljót 8 Neðra Húsfljót 9 Efra Húsfljót 10 Nauthólar Ekki vitað

1 5 8 13 0 5 0 9 0 0 0 0 0

1 10 12 159 1 6 15 4 3 5 14 0 0

0 1 5 48 2 0 3 0 0 1 0 0 0

0 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0

2 17 25 220 3 11 18 13 3 6 14 0 0

41

230

59

2

332

Samtals

Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

15 13 13 0

122 81 27 0

14 42 3 0

1 1 0 0

0 0 0 0

Samtals

0

230

59

2

0

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Óákveðið

19 18 4

46 48 136

17 0 26 2 16

Samtals

41

230

59

S traumar

2

0 0 0 332


37

Fimm stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Jón Vignir Steingrímsson Sigurður Pétursson Þordís Ólafsdóttir Helgi R. Auðunsson Sólveig Einarsdóttir

8 92 5,6 5,5 85 5,5 79 4,9 80

Strenghorn Nauthóll Strenghorn Bugt Strenghorn

Black & blue maðkur Maðkur Maðkur Black sheep

Hængur Hængur Hrygna Hrygna

S traumar


38 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Fimm aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Sunray shadow Svartur francis Rauður francis Skuggi Haugur

37 34 26 11 10

Skipting afla eftir þyngd. Þyngd

Hrygnur

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir Ótilgr.

12 4 0 0 0 0 3

Hængar Ótilgr 10 18 0 0 0 0 2

Meðalþyngd. Hrygnur 3,2

S traumar

Hængar

Samtals

2,4

5,6

8 7 0 0 0 0 17

samtals 22


39

S traumar 2 0 1 1 Veiðin í ár var í heildina nokkuð svipuð og í fyrra, júní var rólegri í ár en aðeins veiddist 41 laxen 139 í júní í fyrra. Alls veiddust 230 laxar í júlí sem er auknig frá samatíma í fyrra en þá veiddust 154. Mikil aukning var á milli ári í sjóbirting, í fyrra veiddust 130 en í ár veiddust 284. Árnefndin fór uppí Strauma í sína árlegu ferð í byrjun júní og þreifallt í hólf og gólf þar til allt glansaði. Keypt voru glös og ýmislegt sem vantaði. Samstarf árnefndar við veiðiréttareigendur hefur verið gott. Árnefnd Strauma vill þakka starfsfólki SVFR og stjórn fyrir gott samstarf.

f.h. Árnefndar, Berglind Marinósdóttir og Eygló Jónsdóttir.

S traumar


40 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Gl j úfurá 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR við Gljúfurá. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst 1 2 3 4 5-6 5-6 7 8 9

91 Hólmabreiða 273 Eyrarhylur 271 Móhylur neðri 201 Rennur 308 Klaufhamarsfoss 110 Teinar 300 Foss 240 Geitaberg 260 Fjallgirðing

0 0 0 0 0 0 0 0 0

34 16 6 11 3 2 10 6 5

Sept.

Samtals

2 3 7 0 8 12 2 1 3

38 19 18 17 14 14 12 11 10

2 0 5 6 3 0 0 4 2

Skipting veiði eftir agni Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

0 0 0 0

16 143 0 0

5 47 0 0

24 50 0 0

46 239 0 0

Samtals

0

159

52

74

285

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Óákveðið

0 0 0

89 64 6

20 22 10

31 19 24

140 105 40

Samtals

0

159

52

74

285

Gl j úfurá


41

Þrír stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Ívar Haraldsson 2. Guðni B.Guðmundss 3. Haraldur Ragnarsson

5 4 3,5

73 70 66

Eyrarhylur Geitaberg Móhylur neðri

Maðkur Maðkur Maðkur

Hængur Hængur Hrygna

Fimm aflahæstu flugurnar

Meðalþyngd

Fluga Fjöldi

Hrygnur

1. 2. 3. 4. 5.

2,1

Rauð Francis Sunray Collie Doc Green Butt Svört Francis

5 4 4 3 3

Hængar

Samtals

2,1

Gl j úfurá


42 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S kýrsla ár n e f n dar f y r i r ár i ð 2 0 1 1 Ný árnefnd var skipuð á vordögum. Árnefndina skipa nú Guðlaugur Steinarsson, Hjörleifur Steinarsson. Kristján S. Bjarnason og Sigurður S. Bárðarson. Árnefndin kom saman og skipulagði vorverkin, hafði nefndin þrjár helgar í júní til að gera klárt fyrir tímabilið. Þær helgar voru nýttar vel. Eins var skroppið í Borgarfjörðinn eftir vinnu, nokkur kvöld. Innanhúss, húsið var þrifið, bón leyst upp af gólfi og gólfið bónað, skipt um blöndunartæki auk ýmissa smálagfæringa. Utanhúss voru pallar og handrið fúavarin, skjólveggir styrktir og sökklar málaðir. Hurðir sem hætta var á að skemmdust spússaðar upp, fúavarðar og lakkaðar. Ný útihúsgögn voru keypt, þeim komið fyrir á suðurpalli. Farið var yfir merkingar og merki sett á sína staði. Tæplega 80 veiðistaðir eru merktir í Gljúfurá. Búið er setja GPS hnit við allflesta veiðistaði, aðeins örfáir eftir. Því verki verður lokið fyrir næsta veiðiár. Tekin var upp rafræn skráning veiðibókar og hún uppfærð reglulega. Allir sem áhuga hafa geta því sótt tölfræðina og aðrar upplýsingar í veiðibókina á vefnum. Góð veiði var í júlí, í byrjun ágúst fór vatn hratt minnkandi sem endurspeglaði veiðina það sem eftir var. Í lok september rættist úr vatnsbúskapnum og veiðin hresstist. Lokatalan varð 285 laxar. Ekki var hægt að koma tækjum að ósnum í ár. Var hann því ekki grafinn út á þessu ári. Laxagengd var góð þrátt fyrir allt, teljarinn sýndi í lokin rúmlega 560 laxa. Veiðifélagið í samvinnu við Veiðimálastofnun stóð fyrir tilraunaveiðum á sjóbirtingi fyrstu tíu dagana í október, sú tilraun skilaði áhugaverðum niðurstöðum. Nefndin naut góðrar aðstoðar heimamanna, hvar sem okkur bar niður voru allir boðnir og búnir til að liðsinna okkur, hvort sem við þurftum stiga eða kerru til afnota eða annað. Veturinn verður notaður til að endurskoða framkvæmdaáætlunina, í samráði við formann veiðifélags Gljúfurár. Með það að markmiði að áfram verði veiðisvæðið,veiðihúsið og umhverfið allt Veiðifélagi Gljúfurár og SVFR til sóma.

f.h árnefndar, Sigurður Skúli Bárðarson

Gl j úfurá


43

Gl j úfurá


44 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S kýrsla ár n e f n dar S V F R v i ð L a n g á 2 0 1 1 Veiðin í Langá sumarið 2011 var góð. Alls veiddust 1.905 laxar í Langá sem er heldur minni veiði en í fyrra þegar veiddust 2.178 laxar. Jöfn og góð veiði hefur verið í Langá undanfarin ár og veiddust yfir 2.000 laxar í ánni þrjú ár í röð 2008-2010. Vel veiddist í opnun Langár en 16 laxar komu á land fyrsta daginn, 21. júní og var fiskur vel dreifður um ána. Þó byrjaði veiðin almennt ekki með sama krafti og í fyrra þar sem laxinn gekk seinna en 2010. Til dæmis skilaði stór ganga sér undir lok júlí en ári fyrr var sambærileg ganga á ferðinni um miðjan mánuðinn. Mikill kraftur komst í veiðina um miðjan júlí og veiddist mjög vel næstu vikur á eftir. Vatnsstaða í Langá var góð 2011 vegna vatnsmiðlunar í Langavatni en þurr september varð þess valdandi að mjög reyndi á útsjónarsemi veiðimanna síðustu tvær síðustu vikur veiðitímans. Veiðin í september var því minni en öllu jafnan en haustið er afar skemmtilegur tími í Langá. Við lok veiðitíma var áin full af fiski og seiðaframleiðsla er jafnframt með miklum ágætum þannig að framtíðin er björt. Alls veiddust 1866 laxar á aðalsvæði árinnar en 39 komu á land á eina tilraunastöng efst í ánni (ofan Ármótahyls) sem veitt hefur verið á undanfarin ár í ágúst og september og fylgir ekki aðalsvæði Langár sem SVFR leigir. Árnefnd SVFR við Langá lagði sitt af mörkum fyrir veiðitímabilið til að búa í haginn fyrir ánægjulega dvöl veiðimanna í góðu samstarfi við Einar Ole, formann veiðifélags Langár. Allur aðbúnaður í Langárbyrgi er til mikillar fyrirmyndar og þar væsir ekki um veiðimenn- og konur. Málningarvinna var fyrirferðarmest þetta vorið en einnig setti árnefnd niður kartöflur, rósakál og klettasalat við Langárbyrgi. Veiðimenn nutu þess að fá nýsoðnar Langárkartöflur í haust en salatuppskeran var rýr þar sem sauðfé komst í garðinn og kláraði hollustuna! Ríflegur kvóti er í Langá, 10 laxar á stöng á dag, en 2011 var 304 löxum seppt aftur eða 16% veiddra fiska. Þetta er aukning frá fyrra ári en þá var 233 löxum sleppt eða 11% af heildarveiðinni. Veiðmenn eru hvattir til að sleppa fiskum 70 cm og stærri enda stórlax af skornum skammti í Langá. Þó eru þeir all myndarlegir stærstu laxarnir sem veiddust í ánni í sumar eins og sjá má á lista yfir stærstu fiskana. Einn í yfirstærð slapp þó framhjá veiðimönnum en Eðvar árnefndarmaður tók mynd af fiski svamlandi um Hólsbreiðu 26. september eftir að veiðitíma var lokið. Eðvar fullyrðir að fiskurinn hafi verið a.m.k. 20 pund! Meðalþyngdin í Langá er óbreytt á milli ára eða 2,2 kg. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni síðasta sumar að bjóða staka veiðidaga í Langá síðustu fjóra daga tímabilsins án fæðis og gistingar. Tilraunin heppnaðist vel og verður endurtekin næsta haust en stöngum verður fækkað í 8 þannig að rúmt verður um veiðimenn. Óhætt er að segja að um spennandi kost sé að ræða fyrir þá sem vilja kynna sér Langá eða setja punktinn yfir i-ið í lok veiðitímabilsins með skemmtilegum veiðidegi. Sú tölfræði sem fylgir hér á eftir byggir á greiningu og gögnum Veiðimálastofnunar auk veiðibókar við Langá. Árnefnd vill þakka Veiðimálastofnun fyrir hjálpina og greiðan aðgang að gögnum.

Langá


45

Undirritaður hefur nú látið af formennsku í árnefnd Langár vegna stjórnastarfa fyrir SVFR. Ég þakka góðum félögum fyrir skemmtilegt samstarf og Einari Ole og veiðifélagi Langár fyrir samstarfið. Því verður haldið áfram á vettvangi stjórnar SVFR sem er stolt af því að hafa Langá innan sinna vébanda en nýr samningur SVFR við veiðifélag Langár var undirritaður sl. vor sem tryggir félagsmönnum SVFR aðgang að veiðidögum í Langá út veiðitímabilið 2014. Góða skemmtun á Langárbökkum!

F.h. árnefndar Langár, Hörður Vilberg.

Langá


46 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Langá 2011

20 aflahæstu veiðistaðirnir Nr. Nafn 10 31,5 40 9 60 23 53 93 48 71 80 64 39 47 49 83 67 25 85 32 35 77

Samtals

Strengir Bárðarbunga Efri Hvítsstaðahylur Breiðan Hólsbreiða Glanni Hreimsásskvörn Ármótafljót Réttarhylur Bjargstrengur Hólmatagl Langisjór Neðri Hvítsstaðahylur Kríubreiða Stangarhylur Campari Hornhylur Álfgerðarholtskvörn Kotafossbreiða Tunnustrengur Jarðlangsstaðakvörn Skriðufljótsstrengur

170 131 89 74 73 65 60 60 54 59 51 45 44 44 43 39 35 33 27 27 26 26

Skipting eftir kyni

Fimm aflahæstu flugurnar

Kyn

Fluga

Hrygnur Hængar Ókyngreint Samtals

Langá

Samtals 861 914 130 1905

1. 2. 3. 4. 5. 6.

Svört Frances Rauð Frances Sunray Shadow Gáruflugur Snælda Collie dog


47

Stærstu laxarnir Veiðimaður Cm. Veiðistaður Agn Kyn Veiddur

Sleppt

1. 2. 3 4. 5.

Í klak Sleppt Sleppt Sleppt Sleppt

Jógvan Hansen Gústi og Raggý Jón Gústi og Raggý Björn Hovrud

90 90 88 85 84

Strengir Strengir Langisjór Strengir Strengir

Færeyskt jólaskraut Maðkur Collie dog 1“ Maðkur Langá Fancy gára

Hrygna Hrygna Hrygna Hrygna Hrygna

21. júní 23. júní 1. júlí 21. júní 1. júlí

Meðalþyngd Hrygnur 2,1

Hængar Ókyngreint Samtals 2,3

2,3

2,2

Langá


48 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

H Í TA R Á 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR.

H ítará


49

H ítará I :

Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 1 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

Skiphylur Kotdalsfljót Sveljandi Flesjufljót Oddafljót Festarfljót Steinastrengur Steinabrot Túnstrengir Kverk Breiðin Húshylur Brúarfoss Nýjabrú Húsastrengur Brúarstrengur Grettisstiklur Langidráttur Ármót Grjótin Járnhylur Hagahylur Bakkastrengir Hraunsnef Moldbrekkufljót Mýrarstrengur Markarfljót Grettisbæli Þrepaból Mósteinar Kattarfoss

0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 23 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

1 0 1 0 1 4 6 6 1 0 4 0 34 2 10 2 12 4 32 26 92 25 1 0 1 3 0 0 0 2 0 0 50 25 57 53 6 5 0 0 2 0 2 2 2 1 0 0 2 0 0 0 3 4 9 1 0 5 0 8 1

0 0 36 3 0 2 1 0 1 1 4 0 0 1 0 0 21 24 0 0 4 2 0 0 0 0 0 0 0 1 0

1 1 40 15 1 6 37 10 17 61 144 1 4 1 2 0 96 136 11 0 6 6 3 0 2 0 3 13 1 6 10

Óskráð

0

0

0

1

1

Samtals

28

331

174

101

634 H ítará


50 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting veiði eftir agni, skipt á mánuði Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga

28

331

174

101

634

Ótilgreint

0

0

0

0

0

Samtals

28

331

174

101

634

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni, skipt á mánuði Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Ótilgreint

13 15 0

137 147 47

88 81 5

44 57 0

224 266 55

Samtals

28

331

174

101

634

Fimm stærstu laxar í Hítará I Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Þröstur Reynisson Óskar og Gunna Gunnar Örlygsson Arnaldur Hallsson Erla Þ. Pétursdóttir

7,9 7,2 6,7 6,0 5,5

Grettisstiklur Breiðin Langidráttur Flesjufljót Breiðin

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Frances Rauður Frances Svartur Sunray Shadow Hitch Collie dog

H ítará

146 108 91 48 28

Frances Rauður Hængur Frances Rauður Hængur Sunray shadow Hængur Frances Rauður Hrygna Frances Rauður Hrygna


51

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Hrygnur

Hængar Ótilgreint Samtals

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir Ótilgreint

132 136 8 0 0 0 7

67 208 14 3 0 0 8

7 30 3 0 0 0 12

205 374 25 3 0 0 27

Samtals

282

300

52

634

Meðalþyngd Hrygnur 2,28

Hængar Ótilgreint Samtals 2,62

2,57

2,47

H ítará


52 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

H ítará II :

Skipting veiði eftir agni, skipt á mánuði Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Ótilgreint

1 0 0

8 81 0

17 117 8

4 37 2

30 225 10

Samtals

1

89

132

43

265

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni, skipt á mánuði Kyn Júní Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Ótilgreint

0 1 0

49 40 0

75 42 15

14 28 1

138 111 16

Samtals

1

89

132

43

265

Fimm stærstu laxar í Hítará II Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Jóhann Sigurjónsson Sigurður Kárason GSM Prentararnir Forsetarnir

H ítará

9,0 7,0 6,1 6,0 5,9

Hítará 1 Grjótá 26 Hítárá 6 Hítará 6 Grjótá 26

Maðkur Maðkur Kolskeggur Maðkur Maðkur

Hængur Hængur Hrygna Hrygna Hrygna


53

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Frances Rauður Frances Svartur Hitch Kolskeggur Snælda svört

8 6 3 3 2

H ítará


54 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Hrygnur

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir Ótilgreint

60 71 6 1 0 0 0

Samtals

148

Hængar Ótilgreint Samtals 22 1 82 15 4 0 1 0 1 0 0 0 1 111

16

Meðalþyngd Hrygnur 2,42

H ítará

Hængar Ótilgreint Samtals 2,62

2,91

2,54

83 168 10 2 1 0 1 265


55

H Í TA R Á 2 0 1 1 Veiðin í sumar var með afbrigðum góð og veiddust 899 laxar í allri ánni. Þetta er þriðja besta skráða veiðin í ánni, en metveiði var árið 2008, en þá veiddust 1288 laxar. Aðalsvæði árinnar gaf 634 laxa og Hítará II gaf 265 laxa sem að stórum hluta fékkst á tvær dagsstangir. Veiðin á aðalsvæðinu skiptist þannig að 26 laxar fengust í júní, júlí gaf 331 lax, ágústmánuður 174 laxa og september 101 lax. Veiðin fór mjög hægt af stað sem er svipað og síðustu ár ef frá er talið árið í fyrra en þá veiddust 60 laxar. Vatnsleysi hafði nokkur áhrif á veiðina, en þó ekki eins mikið og undanfarin ár. Hefðbundin verkefni árnefndar voru ýmist viðhald á húsnæði, húsgögnum og búnaði auk þrifa bæði að utan og innan. Við þessi verk er ævinlega höfð til hliðsjónar úttekt, sem gerð var á húsakosti, aðbúnaði og aðkomu að veiðisvæðum SVFR, og þá sérstaklega hugað að þeim þáttum sem snúa að öryggismálum. Aðal verkefnin að þessu sinni voru endurnýjun á gleri í nokkrum gluggum í Lundi ásamt ýmissri málingarvinnu á svæðinu. Þá þurfti að lagfæra enldavél og uppþvottavél í Lundi og endurnýjuð voru sex rúm. Lagfærðir voru vegslóðar, sérstaklega meðfram Hítará ofan ármóta. Þá var gert átak í veiðistaðamerkingum. Árnefnd fór á árinu 2011 í tvær hefðbundnar vinnuferðir í Hítará. Árnefndarmenn fóru nokkrar aðrar ferðir til að sinna ýmsum verkefnum og lætur nærri að alls hafi vinnudagar verið um 120 talsins. Á undanförnum árnum hefur verið unnið markvisst að því að bæta gamla veiðistaði í Hítará I og að búa til nýja veiðistaði og þá hafa auk þess verið gerðar þrjár sleppitjarnir í ánni. Veiðistaðir í neðri hluta árinnar gáfu nú 64 laxa, en engin veiði hefur verið skráð í neðri hluta árinnar mörg undanfarin ár. Mestu munar að nú veiddust 40 laxar í Sveljanda sem er þekkur veiðistaður frá fyrri tíð og virðist sem staðsetning sleppitjarnar á þessu svæði sé að skila þessum árangri. Ofan ármóta veiddust nú 50 laxar í samanburði við 40 laxa á síðasta ári. Það er áhyggjuefni að ekki skuli veiðast meira á þessu svæði, en á svæðinu er sleppitjörn. Vatnsleysi undanfarin ár hefur örugglega haft nokkur áhrif. Það er þó ekki eina skýringin og hvetur árnefndin til að unnið verði markvisst að því að bæta gamla veiðistaði á þessu svæði og að búa til nýja veiðistaði. Á síðasta ári gáfu veiðistaðirnir Breiðin og Kverkin samtals 57 laxá, en í ár veiddust samtals 205 laxar á þessum tveim veiðistöðum og er Kverkin að lifna á ný sem góður veiðistaður í ánni. Ástæðan gæti verið sú að nú var vatnsbúskapurinn betri en undanfarin ár. Engu að síður vill árnefndin leggja áherslu á að mikilvægt er að fjarlægja malareyri sem myndaðist rétt neðan við Breiðina, líklega úr efni sem barst í ána við brúarsmíði á aðalveginum og eftir að gamla brúin var fjarlægð og byggð göngubrú árið 2008 yfir Hítarána. Þá vill árnefndin benda á, að veiði í Túnstrengjunum, rétt neðan við Lund, hefur verið mjög lítil undanfarin ár. Leggur árnefndin til að gripið verið til aðgerða til að auka veiðina aftur á þessu svæði árinnar. Árnefnd vill að lokum þakka stjórn og starfsfólki SVFR gott og ánægjulegt samstarf svo og veiðifélagi bænda við Hítará.

Albert Guðmundsson formaður árnefndar H ítará


56 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

FÁSKRÚÐ Í DÖLUM

Skipting veiði eftir agni Agn Júlí Ágúst Fluga Maðkur Spónn/Devon Sleppt F áskrúð

3 73 0 1

28 64 0 4

Sept

Samtals

Hlutfall

32 37 11 4

63 174 11 9

25,4% 70,2% 4,4% 3,6%


57

Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum Heiti Nr Júlí Ágúst

Sept

Samtals Hlutf. Athugasemd

Neðri Brúarstrengur 1 Efri Brúarstrengur 2 Bakkastrengir 3 Neðstafljót 4 Miðfljót 5 Fljótastrengur 6 Happastrengur 7 Hellufljót 8 Ármótastrengur 9 Hrafnakvörn 10 Hamrakvörn 11 Tjaldkvörn 12 Hávaði 13 Eirkvörn 14 Veiðileysa 15 Gullkvörn 16 Fýla 17 Skrúður 18 Rauðka 19 Leynir 20 Neðri stapakvörn 21 Silfurkvörn 22 Matarpollar 23 Víðiker 24 Jóka 25 Efri Stapi 26 Blesa 27 Tvíburi 27,5 Viðbjóður 28 Stebbastrengur 29 Neðri Barki 30 Efri Barki 31 Neðri Strengur 32 Efri Strengur 33 Viðauki 34 Laxhylur 35 Breiðan 36 Katlafoss 37

1 23 0 0 0 0 0 8 1 0 1 0 4 8 0 0 0 0 0 0 3 0 2 1 0 8 0 0 1 0 2 2 0 0 0 5 0 6

0 7 2 0 0 0 0 14 1 0 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 12 0 2 0 1 3 2 1 5 1 7 10 0 3 1 10 0 9

0 1 0 8 0 0 0 24 6 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0 3 0 0 0 0 0 0 0 1 0 14 1 0 4 5 8 3 0

1 31 2 8 0 0 0 46 8 0 1 0 6 10 0 0 0 0 0 0 18 0 4 1 1 11 2 1 7 1 23 13 0 7 6 23 3 15

Samtals

76

93

80

249

0,4% 12,4% 0,8% 3,2% 0,0% 0,0% 0,0% 18,5% 3,2% 0,0% 0,4% 0,0% 2,4% 4,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 7,2% 0,0% 1,6% 0,4% 0,4% 4,4% 0,8% Þar af 1 bleikja 0,4% 2,8% 0,4% 9,2% 5,2% 0,0% 2,8% 2,4% 9,2% 1,2% 6,0% 100,0% F áskrúð


58 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting eftir kyni Kyn Júlí Ágúst Hrygna Hængur Ótilgreint

37 39 0

40 52 1

Sept

Samtals

36 44 0

113 135 1

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg Cm Veiðistaður Agn Kyn Björn Júl Hlýrinn Boltarnir Boltarnir Björn Júl

5,7 5,5 5,5 81 5,5 88 5,5

Viðbjóður Katlafoss Katlafoss Hellufljót Katlafoss

Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur

Hængur Hrygna Hrygna Hrygna Hængur

Fimm aflahæstu flugurnar

Laxi sleppt

Fluga Fjöldi

Ár Veiði

Sunray Shadow Rauður Frances Blue Charm Colly Dog Svartur Frances

2011 2010 2009 2008

12 10 7 4 4

248 523 331 439

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Hrygnur

Hængar Ótilgreint Samtals

0-2 kg 52 39 1 92 2-4 kg 35 88 123 4-6 kg 12 3 15 6-8 kg 8-10 kg Óskráð kg 14 5 19

Meðalþyngd Hrygnur kg Hængar kg

Samtals kg

2,52

2,517

F áskrúð

2,51

249

Sleppt Hlutfall 9 123 58 13

3,6% 23,5% 17,5% 3,0%


59

FÁSKRÚÐ Í DÖLUM

Skýrsla Árnefndar SVFR 2011 Veiðin í Fáskrúð í sumar var mjög nálægt meðal veiði síðustu ára, en á land komu alls 248 laxar og 1 bleykja. Veiðin fór nokkuð rólega af stað í byrjun júlí, en skiptist þó nokkuð jafnt á milli mánaða. Júlí gaf alls 76 laxa, ágúst gaf 92 laxa og ein bleykju og september gaf 80. Fyrstu þrír laxarnir veiddust 2. júlí og allir á maðk. Þyngsti fiskurinn úr ánni þetta árið veiddist á maðk í Viðbjóð þann 30. júlí, 5,7 kg hængur. Þyngsti flugulaxinn veiddist í Hamrakvörn þann 8. júlí, 80 cm 5 kg hrygna. Ein bleykja veiddist í Blésu þann 14. ágúst og var hún 0,5 kg. Besti veiðistaður árinnar var Hellufljót með 46 laxa, næstur var Efri Brúarstrengur með 31 laxa, í þriðja til fjórða sæti voru Neðri Barki og Laxhylur með 23 laxa hvor. Alls gáfu þessir fjórir veiðistaðir 123 laxa eða tæp 50% af heildarveiðinni. Athygli vekur að einungis 25,4% laxa veiddust á flugu en 70,2% á maðk og 4,4% á spón/Devon. Líklega ástæða fyrir svo háu hlutfalli maðkveiddra laxa er lítið vatn í ánni í júlí og ágúst sem gerði marga veiðistaði illveiðanlega á flugu. Veiðimenn slepptu samkvæmt veiðibók aðeins 9 löxum, eða 3,6% af veiddum laxi, sem er grátlega lítið og veldur miklum vonbrigðum. Árið 2010 slepptu veiðimenn alls 123 löxum sem gerir 23,5% af veiðinni það árið, 2009 slepptu veiðimenn alls 58 fiskum sem gerir 17,5% af veiðinni það árið og 2008 slepptu veiðimenn alls 13 fiskum sem gerir 3% af veiðinni það árið. Sleppingar í ár eru því svipaðar og var 2008 sem er dapurleg þróun og ljóst að taka verður á málinu til að koma þessu hlutfalli upp aftur. Störf árnefndar voru hefðbundin í aðdraganda veiðitíma og fólust í að bera á pallinn og rúm í tveimur herbergjum voru endurnýjuð. Að venju var leirtau og verkfæri í eldhúsi yfirfarið og endurbætt, skipt um rafhlöður í reykskynjurum og ljós, perur, sjúkrakassi og slökkvitæki yfirfarin. Þá var gerð kostnaðarátælun fyrir viðhald á húsinu, en fyrir liggur að fara þarf í að skipta um glugga og annað viðhald utanhúss.

Reykjavík 20.11.2011 F.h. árnefndar Jóhannes Vilhjálmsson, formaður

F áskrúð


60 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

L axá í D ö lum

Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29

Lambastaðarkvörn Þegjandi Kristnipollur Dönustaðargrjót Efrikista Mjóhylur Hornsteinar Sólheimafoss Svartifoss Svarfhólsgrjót Papinn Matarpollur Leiðólfsstaðarkvörn Neðrikista Björnskvörn Brúarstrengur Drykkjarhylur Höskuldsstaðarstrengur Krókur Gíslakvörn Þegjandakvörn Hamarsfjót Grafarbakkinn Höfðafljót Helluhylur Leirmúli Dísubakki Helgabakki Útfall

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0

6 7 0 5 13 4 6 2 1 2 4 12 1 7 0 4 0 1 5 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1

50 39 20 16 24 23 16 17 19 12 6 3 10 3 10 4 5 7 4 7 5 5 4 1 0 2 1 0 0

36 34 21 17 0 7 10 10 8 7 7 0 1 1 0 1 5 1 0 1 1 0 0 2 2 0 0 1 0

92 80 41 38 37 34 32 29 28 21 17 15 12 11 10 10 10 9 9 8 6 5 4 3 2 2 1 1 1

ALLS

1

81

313

173

568

L axá í D ö lum


61

Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

1 0 0 0

81 0 0 31

122 191 0 21

77 96 0 18

281 287 0 70

Samtals

0

81

313

173

568

Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Hrygnur Hængar Óákveðið

1 0 0

44 37 0

145 159 9

86 87 0

276 283 9

Samtals

1

81

313

173

568

Fimm stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Danni & Hilmar Matin Permacks Steinunn & Kristján Hafþór

9,2 8 7,4 7 6,7

98 92 90 88 87

Svartifoss Efrikista Gíslakvörn Brúarstengur Lambastaðarkvörn

Maðkur Hrygna Sunrey Shadow Hængur Monro-killer Hrygna Bluecharm Hængur Snælda Hængur L axá í D ö lum


62 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Hrygnur

Hængar

Samtals

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir

43 187 33 9 1 0

33 218 18 5 1 0

76 405 51 14 2 0

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi

Meðalþyngd Hrygnur 2,89

L axá í D ö lum

Hængar

Samtals

2,6

2,68

1. 2. 3. 4. 5.

Kolskeggur Rauður Frances Svartur Frances Snælda Sunrey Shadow

35 33 26 25 28


63

S kýrsla ár n e f n dar L axár í D ö lum 2 0 1 1 Árnefnd var skipuð fyrir Laxá í Dölum á vordögum og fljótlega var farin ferð vestur í Dali til að hitta Jón Egilsson formann veiðifélags Laxdæla. Komið var á vinnufyrirkomulagi milli árnefndar og veiðifélagsins og farið yfir helstu verk sem þurfti að vinna fyrir veiðitímabilið. Tekið var mál af tveimur gluggum sem þurfti að endurnýja og einnig var ákveðið að stækka opnanleg fög þannig að þau stæðust kröfur um flóttaleiðir. Árnefndin tók þátt í árlegum vinnudegi bænda þar sem þeir komu saman til að gera veiðihús og veiðisvæði klár fyrir veiðitímann. Helstu verk árnefndar voru að koma fyrir áðurnendum gluggum, smíða pall framan við einn útganginn og endurleggja hluta gangstéttar framan við veiðihúsið. Um skeið hefur veiðifélagið safnað laxi í sleppikistur og síðan sleppt á ófiskgenga svæðið ofan við Sólheimafoss. Þörf var á nýjum og stærri kistum og hannaði árnefndin og smíðaði tvær kistur og sendi vestur. Þóttu þær koma ákaflega vel út. Veiðisumarið 2011 var slakt við Laxá og endaði heildarveiði í 568 löxum en það nær ekki að vera þriðjungur af veiðinni 2010. Fara þarf aftur til ársins 1978 til að finna minni veiði og er þetta talsvert undir meðalveiði áranna 1974 til 2008 en hún var 1027 laxar. Veiði fór ákaflega seint í gang í kaldri sumarbyrjun og veiddist einungis einn fiskur í júní. Veiði var hæg í júlí (81) en fór í gang í ágúst (313). Athygli vekur hversu róleg veiðin var í september (173) en það er oftast besti mánuðurinn í Laxá í Dölum. Flestir fiskar veiddur í Lambastaðakvörn eða 92 en þar á eftir kom Þegjandi með 80 fiska. Annars var veiði vel dreifð um ánna og voru 10 staðir með 20 fiska eða meira og 17 staðir með 10 fiska eða meira. Nokkuð jöfn skipting var á milli maðks og flugu, 287 veiddust á maðk en 281 á flugu. Einungis 70 fiskum var sleppt eftir viðureign en líklega er það í beinu samhengi við heildarveiðina. Stærsti fiskurinn þetta árið var 98 cm og 9,2 kg hrygna en meðalþungi allra fiska var um 2,7 kg. Kolskeggur var aflahæsta flugan með 35 fiska en Sunray shadow, rauð Frances, svört Frances og Snælda reyndust allar með um 30 fiska hver. Árnefndin þakkar ánægjulegt samstarf við veiðifélagið, stjórn og starfsfólk SVFR og félgasmenn er létu sig málefni Laxár varða. Framundan er erilsamt starf fyrir vestan og telja verður líklegt að veiðin verði betri næsta veiðisumar.

F.h. árnefndar, Magnús Þórarinsson

L axá í D ö lum


64 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Efr i H aukadalsá 2 0 1 1

Aflaskipting Tegund

júní

júlí

11 0 0

8 60 0

Lax 0 Bleikja Urriði 0

ágúst sept. 1 53 4

alls

20 36 4

149

Þyngd á laxi þyngd 0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg

alls 2 17 1

Skipting eftir kyni Hængar Hrygnur

9 11

Lax - skipting eftir agni Agn Fluga maðkur spúnn

Efr i H aukadalsá

júní

júlí

0 0 0

4 7 0

ágúst sept. 0 8 0

1 0 0

alls 5 15 0


65

Efr i H aukadalsá Í Efri Haukadalsá virðist bleikjuveiðin vera á niðurleið og minnkar hún um rúmlega helming á milli ára og er það í takt við aðrar ár á þessu svæði. Nánast öll veiðin er niðri í ósnum og veiddust þar bleikjur uppí 1,7 kg en meðalvigtin var 0,8kg. Mest veiddist á flugu en einnig eitthvað á maðkinn. Alls veiddust 20 laxar, flestir í júlí og ágúst, en sá stærsti reyndist 5,5 kg og veiddist í Arnarkletti á Sunray shadow nr. 14. Meðalvigtin á laxinum reyndist vera 2,5kg. Efri hluti árinnar var merktur í sumar og hefur það vonandi bætt aðgengi að veiðistöðum. Einnig voru keypt ný húsgögn á sólpallinn.

F.h árnefndar, Sævar Haukdal

Efr i H aukadalsá


66 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

K r o ssá 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR

Laxveiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum Nr Veiðistaður Júlí Ágúst 1 1b 2 2B 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24

Vonarskarð Nýr staður Bakkafljót Hlöðufljót Klapparstrengur Völkufljót Kvíastrengur Tíðavað Kvarnarstrengur Kvörn Kerið Neðri foss Efri foss Jósefsstrengur Barnaklettar Efrahvammsstrengur Berghylur Ármót Húshvammsflúðir Tvistur Stiklufossar Kista Mjói strengur Þristur Holustrengur Holan

Samtals 1-24

K r o ssá

Sept.

Samtals

9 0 10 16 0 7 0 0 0 5 4 20 4 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 3 0 1

0 0 0 0 2 0 0 0 0 4 6 7 0 0 0 0 1 0 0 1 1 2 1 5 2 1

0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 0 2

9 0 10 16 2 7 0 0 0 9 10 28 5 0 1 1 1 0 0 1 1 2 1 12 2 4

81

33

8

122


67

Nr Veiðistaður Júlí Ágúst 25 26 27 28 29 30 31 31B 32 33 34 35 36 37 38 39 40 40+

Tindafoss Stekkfoss Steinfljót Rennur Hornið Tröllakvíar Veitustrengur Bakki Kolflúð Hríslufljót Merkjastrengur Krókar Skolli Kotfljót Falskur Lygn Bytta Ónefndur staður

Sept.

Samtals

1 0 1 0 0 0 2 4 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0

6 3 3 1 1 0 4 8 8 0 0 0 0 5 0 21 0 0

1 0 1 0 0 0 3 5 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0

8 3 5 1 1 0 9 17 10 0 0 0 0 5 0 23 0 0

Samtals 25- 40+

11

60

11

82

Samtals

92

93

19

204

Skipting veiði eftir agni Agn Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

12 80 0 (6)

13 80 0 (2)

0 19 0 (1)

25 179 0 (9)

Samtals

92

93

19

204

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni Kyn Júlí Ágúst Hrygnur Hængar Óákveðið

45 47 6

53 40 0

9 10 0

107 97 6

Samtals

92

93

19

204 K r o ssá


68 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Guðmundur Harðarson 2. Trausti Bjarnason 3. Smári 4. Trausti Bjarnason 5. Karl Davíðsson Hrygna

7,2 6,7 5,5 5,0 5,0

89 87 85 84 79

Nr. 1 Vonarskarð Ugly crazy Nr. 39 Lygn Black sheep nr. 31B Bakki maðkur Nr. 22 Þristur maðkur Nr. 31 Veitustrengur

Hængur Hrygna Hængur Hængur maðkur

Fimm aflahæstu flugurnar

Skipting afla eftir þyngd

Fluga Fjöldi

Þyngd

Hrygnur

Hængar

Samtals

1. 2. 3. 4. 5.

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir

76 28 2 1 0 0

50 44 2 1 0 0

126 72 4 2 0 0

Rauður Francis Ugly crazy Silver shadow Black and blue Black sheep

11 2 2 2 2

Meðalþyngd Hrygnur 2,3

K r o ssá

Hængar

Samtals

2,3

2,3


69

K r o ssá 2 0 1 1 Þrátt fyrir nánast rigningarlaust sumar og mesta vatnsleysi í mannaminnum var veiðin í Krossá sú fjórða mesta frá upphafi. Heildarveiði í Krossá sumarið 2011var 204 laxar, 2 bleikjur og 17 urriðar. Þetta eru ánægjulegar veiðitölur úr þessari frábæru á. Útlitið er bjart samkvæmt seiðatalningamönnum Veiðimálastofnunar. Þess ber að geta að Krossá er algjörlega sjálfbær þ.e.a.s. engar seiðasleppingar. Bleikju- og urriðaveiðin var með minna móti líkt og hin síðari ár. Stærsta bleikjan var 1,1 kg og meðatalsstærð var 0,75kg. Stærsti urriðinn var 2 kg og meðalstærð var 0,9 kg. Það er óskandi að bleikjan fari að ná sér á strik aftur - það er skemmtileg tilbreyting frá laxinum að skjótast á flóðinu niður í ós og kasta flugu fyrir sjóbleikjuna, en það brást alveg í sumar. Í gegnum teljara gengu 359 laxar, þar að auki veiddust 37 laxar fyrir neðan teljara, þannig að það gengu yfir 396 laxar í ána. Meðalþyngdin reyndist 2,3 kg sem er 0,1 kg meira en var árið 2010. Í fyrra var stærsti fiskurinn 5 kg en núna er sá stærsti 89 cm sem var sleppt en viðmiðunarþyngdin er 7,2 kg. Það veiðast fleiri 4-7 kg fiskar ár hvert og samkvæmt niðurstöðum úr teljaranum ganga fleiri slíkir í ána á hverju ári. Árnefndin lagði á sig mikla vinnu sem endranær. Borið var á pall og málaðir allir skjólveggir,húsið auk þess málað allt sem og öll þök. Auk þess að laga og dytta að því sem þurfti. Klipptar voru greinar við veginn meðfram ánni og við göngustíga upp með gljúfrum til að greiða leiðina. Einnig voru vegir að veiðistöðum lagfærðir til að bæta aðgengi. Að vanda var veiðihúsið þrifið hátt og lágt og merkingar og kaðlar settir upp og fjarlægðir að veiðitíma loknum. Nú er komið að lokum leigutíma SVFR á Krossá, í næstu þrjú ár að minnsta kosti. Það er missir fyrir SVFR en við óskum við landeigendum sem og nýjum leigutökum velfarnaðar. Við viljum þakka Trausta Bjarnasyni fyrir einkar gott samstarf og aðstoð. Árnefnd vill að lokum þakka starfsfólki SVFR fyrir gott samstarf.

Fyrir hönd árnefndar Guðmundur Sörli Harðarson.

K r o ssá


70 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S e t b e r g sá 2 0 1 1

Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum. Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

6 Stekkur 7 Gljúfurhylur 8 nafnlaus 9 nafnlaus 10 Birkihylur 12 nafnlaus 17 Setbergsfoss 18 Raflínustrengur 21 nafnlaus 22 nafnlaus 26 nafnlaus 28 naflaus

0 0 6 0 0 0 0 0 1 0 0 0 2 0 0 0 0 0 0 0

4 4 1 1 0 1 0 0 0 0 1 13 3 4 1 13 1 2 6 3 0 0

4 11 1 1 1 1 18 4 1 14 2 9 0

0

48

67

Samtals

9

10

Skipting veiði eftir agni. Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

0 0 0 0

6 3 0 0

3 45 0 0

0 10 0 0

0 0 0 0

Samtals

0

9

48

10

67

S e t b e r g sá


71

Skipting eftir kyni. Kyn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Hrygnur Hængar Óákveðið

0 0 0

4 5 0

20 27 0

5 4 0

29 34 0

Samtals

0

9

47

9

65

Fimm stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Ari Elísson Friðrik S Jónsson Ari Elísson Selma Rögnvalds. Mekkino Björnsson

3.5 75 3.5 3.0 70 3.0 3.0

Gljúfurhylur (7) Gljúfurhylur (7) Nafnlaus (22) (22) Gljúfurhylur (7)

maðkur Sv. frances maðkur Sv. frances Sv. frances

Hængur Hængur Hængur Hrygna

Veitt er á tvær stangir í Setbergsá og alls veiddust 67 laxar í ánni í sumar. Mest var veiðin í ágúst. Veiðhúsið var tekið í gegn síðastliðið sumar. Gólfið lagað, húsið málað að utan og innan. Pallur endurnýjaður, gasgrilli komið upp og innanstokksmunir endurnýjaðir að hluta. Teljara var komið fyrir í ánni og veiðistaðir merktir. Niðurstöður teljara gefa vísbendingar um nokkuð góðar göngur í ána hins vegar var veðurfar ekki hagstætt í sumar. Lítil úrkoma gerði þessa viðkvæmu á vatnslitla og erfiða í veiði.

Með kveðju frá árnefnd Setbergsár Hermann Valsson, formaður.

S e t b e r g sá


72 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Gufudalsá 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum

Veiðistaður Júlí Ágúst Vesturós Miðós Sýkishylur Brúarhylur Fitjabakkar Brotin Ármót Stokksklettar Stokkur Affall Vatnið Olnbogi Neðri foss Klettur Spegill Renna Efri foss Aðrir Samtals Gufudalsá

(allar tegundir) .

Sept.

Samtals

26 2 1 2 12 0 1 0 1 1 0 0 52 0 2 0 7 0

29 0 0 1 7 18 45 0 4 33 11 5 77 1 6 26 2 0

1 0 1 1 1 5 8 0 0 1 0 1 9 5 1 0 0 0

56 2 2 4 20 23 54 0 5 35 11 6 138 6 9 26 9 0

107

265

34

406


73

Skipting veiði eftir agni. Agn Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon ~Sleppt

23 84 0 0

93 157 10 5

15 17 1 0

127 246 28 5

Samtals

107

265

34

406

Laxveiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum. Veiðistaður Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Vesturós Ármót Brúarhylur Stokkur Affall Brotin

3 1 2 1 0 0

0 5 1 2 4 1

0 0 0 0 0 0

3 6 3 3 4 1

Samtals

7

13

0

20

Fimm stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Rósa Linda Thorarensen Jóhann Morávek Sigbjörn Ármann Ingibjörg Kjartansdóttir Oddur Már

3,5 3,0 3,0 3,0 2,7

óskr 70 óskr 75 óskr

Stokkur Affall Brúarhylur Affall Vesturós

Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur Maðkur

Hængur Hrygna Óskr. Hrygna Hængur

Gufudalsá


74 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Gufudalsá 2 0 1 1 Árnefnd fór í tvær vinnuferðir í Gufudal og var sú fyrri farin í byrjun sumars og húsið yfirfarið og þrifið og hlutum sem vantaði komið upp eftir, bæði í ferðinni og með fyrsta holli. Einnig var merkiskiltum komið fyrir við viðeigandi veiðistaði. Ruslatunnu var komið fyrir framan við húsið og fest þar við vegg og skilti komið fyrir varðandi frágang rusls við brottför sem hefur verið ábótavant síðustu ár þegar ruslagrind hefur verið fyrir aftan hús. Bændur komu fyrir heitum potti í samráði við okkur í Stangaveiðifélaginu. Seinni vinnuferðin var svo farin eftir lok veiðitíma og farið yfir birgðastöðu hússins o.fl. því tengt. Einnig voru öll skilti tekin upp fyrir veturinn og komið í hús og veiðibækur teknar með í bæinn. Lax: Í júlí veiddust 7 laxar, 13 í ágúst en enginn í september sem gerir 20 laxa sbr. við 46 í fyrra. Tveir þeirra voru veiddir á flugu, hinir á maðk. Annað: Veiðisumarið 2011 veiddust 407 fiskar í Gufudalsá (sbr. við 513 árið 2010), þar af voru 20 laxar, 4 urriðar/sjóbirtingar og 383 bleikjur. Veiðimenn voru almennt ánægðir með sínar veiðiferðir og aðstöðu til veiða og gistingar.

Fyrir hönd árnefndar Gufudalsár Húnbogi Þorsteinsson, formaður

Gufudalsá


75

Gufudalsรก


76 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

N e sv e i ðar Veiðistaður

júlí

ágúst sept

alls

Hólmavaðsstífla 18 26 8 Presthylur 11 24 3 Höfðahylur 6 18 5 Grundarhorn 9 11 2 Óseyri 6 14 2 Langaflúð 12 7 1 Oddahylur 4 8 5 Skriðuflúð 7 7 3 Grástraumur 11 5 Vitaðsgjafi 6 8 2 Skerflúð 4 11 Kirkjuhólmakvísl 9 1 4 Beygjan 4 9 Knútsstaðatún 2 5 4 Sandeyrarpollur 2 5 1 Grástraumur neðri 4 1 2 Suðurhólmi 3 2 Þvottastrengur 5 Dýjaveitur 3 1 Kirkjuhólmabrot 3 1 Fornaflúð 2 1 Hornflúð 3 Suðureyri 2 1 annað 2 Laxhólmar 1 1 Móri 2 Straumeyjar 1 1 Vallavað 1 1 Höfðabreiða 1 Merkjapollur 1 Símastrengur 1 Tvíflúð 1

52 38 29 22 22 20 17 17 16 16 15 14 13 11 8 7 5 5 4 4 3 3 3 2 2 2 2 2 1 1 1 1

Alls

358

N e sv e i ðar

134

176

48


77

Skipting eftir kyni Kyn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Hrygnur Hængar Óákveðið

0 0 0

64 68 0

80 97 0

16 30 0

160 195 3

Samtals

0

0

0

0

358

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Gunnar Helgason, 25.ágú B Rúnarsson , 14.sep Graham O'Neill, 8.ágú Óþekktur, 1.ágú Miller, 18.júl xxx Mar og Snorri, 13.sep

13,5 13,5 13 12 12 11,5

107 106 106 105 104 104

Presthylur Höfðahylur Grundarhorn Beygjan Skerflúð Grástraumur neðri

Skógá Hængur Batakorva Hængur Green Highlander Hængur Night Hawk Hængur Svört Frances Hængur ekki skráð Hængur

N e sv e i ðar


78 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting afla eftir þyngd Lengd

Hrygnur

Hængar

Samtals

að 59 sm 60-69 sm 70-79 sm 80-89 sm 90-99 sm 100 +

1 20 17 77 20 2

4 48 29 32 33 19

5 68 46 109 53 21

137

165

302

Alls

Alls stærri en 70 sm

229 76%

Meðallengd Hrygnur

Hængar

81,94

Samtals

80,15

80,97

Í veiðibókinni í Nesi voru færðir 359 laxar til bókar. Þar af voru 302 lengdarmældir og 122 þyngdarmældir

Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi Sunray Night hawk Rauð Frances Svört Frances Friggi Collie Dog Green Highlander Black & Blue Frances

42 36 19 19 13 12 12 11 10

Frances flugurnar gáfu samtals 48 fiska og er því aflahæsta flugan séu allar útgáfur taldar sem ein fluga.

N e sv e i ðar


79

N e sv e i ðar Í veiðibókinni í Nesi voru færðir 359 laxar til bókar veiðisumarið 2011. Þar af voru 302 lengdarmældir og 122 þyngdarmældir. Meðllengd mældra fiska reyndist vera 81 sm og meðalþyngd vigtaðra laxa var 7,25 kg eða um 14,5 pund. Þessar tölur sýna af hverju veiðimenn fara til veiða á Nessvæðinu; til að ná þeim stóra. Alls veiddust 21 lax sem fór yfir meterinn en auk þess voru vigtaðir fjórir laxar, en ekki lengdarmældir, sem voru 10 kg eða meira. Heildarveiðin er lægri en sumarið 2010 en að einhverju leyti má skýra það með því að Tjarnarsvæðið tilheyrði ekki Nessvæðinu í sumar. Ekki verður reynt að leita annara skýringa á minnkandi veiði hér. Sunray, Night Hawk og Frances voru fengsælustu flugurnar í sumar og í bókinni gaf að líta forvitnileg nöfn á flugum sem ekki eru mjög algengar. Flugur eins og Úa, Ofsa búmm, Green Conrad, Gjóla, Migo og Viagra, að ógleymdri flugunni Batakorva. Hólmavaðsstífla gaf flesta fiska í sumar sem leið, líkt og árið 2010, eða 52 alls. Presthylur gaf 38 og Höfðahylur 29. Annars er topp fimm listinn mikið breyttur frá árinu 2010 þegar Hólmavaðsstífla, Vitaðsgjafi, Hornflúð, Langaflúð og Beygjan voru aflahæstu veiðistaðirnir, í þessari röð. Aðstæður í Aðaldalnum voru á köflum afar erfiðar í sumar enda sumarið með eindæmum kalt, sem gerði veiðimönnum erfitt fyrir. Í heildina eru menn þó þokkalega ánægðir með veiðina, þó sérstaklega meðalstærð aflans. Stærsti lax sumarsins mældist 107 sm eða um 26 pund. Fjórir aðrir laxar voru í kringum 25 pundin og því styttist vonandi biðin eftir 30 pundaranum.

N e sv e i ðar


80 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Tjörn og Árbót 2011 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði

Nr Veiðistaður

Samtals

1 Bótarstrengur 2 Símastrengur 3 Tjarnarhólmaflúð 4 Tjarnarhólmi 5 Ytri Seltangi 6 Höskuldarvík 7 Langaflúð 8 Syðri Seltangi 9 Brúargerði

14 10 8 7 5 3 2 2 2 0 0 0 0

53

Samtals

Skipting veiði eftir agni Agn

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

53 0 0 53

Samtals

0

Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. Rauð frances 2. Þýsk snælda 3. Black Ghost og Bl Sheep

Stærstu laxarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Óþekktur 10,5 99 2. Óþekktur 95 3. Óþekktur 94

Meðallengd 72,33 cm

Tjörn og Árbót

Höskuldarvík Bótarstrengur Höskuldarvík

Sunray Shadow Þýsk snælda Rauð Frances túba

Hængur Hrygna Hængur

6 3 2


81

Annað: Í sumar sem leið var í fyrsta sinn var boðið upp á Tjarnarsvæðið og Árbótarsvæðið sem stök veiðisvæði með sitthvorri stönginni. Á næsta ári verða þessi svæði seld saman, enda sitthvoru megin við ána. Því miður reyndist skráning á afla afleit og því ekki á þær tölur sem hér koma fram treystandi sem fullnægjandi mynd af sumrinu á þessum svæðum. Ekki er nóg með að veiðimenn hafi lítt skráð afla heldur er einnig of mikið um að skráningar séu ekki fullnægjandi varðandi agn, nafn veiðimanns og þess háttar. Þó eru skráðir 53 laxa sem komu á land í sumar og nánast allir veiðistaðir voru að gefa fisk. Árbót gaf þremur fiskum meira en Tjörn í sumar eða 28 laxa en Tjörn 25. Þó svo að skráningu sé ábótavant þá er ljóst að veiði á þessum svæðum virðist hafa verið fullnægjandi og því verður þetta góður kostur fyrir veiðimenn sem vilja komast í stórlaxaveiði og sjá um sinn kost sjálfir.

Tjörn og Árbót


82 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal

Skýrsla árnefndar SVFR 2011 Veiðin 2011 Það er rétt að hefja þennan pistil með því að rifja upp spá Finnboga Stefánssonar á Geirastöðum í vor um veiðihorfur sumarsins sem var þá framundan. Þar sem klak mýs hafði verið með mesta móti haustið 2010 spáði Finnbogi að urriðinn myndi koma vel undan vetri og yrði óvenju vænn þetta sumar. Nú þegar niðurstöður sumarsins liggja fyrir sést að Finnbogi var sannspár. Stærðar- og þyngdarmet voru slegin og það er orðiðlangt síðan veiðst hafa jafn feitir urriðar í Laxá og þetta árið. Sérstaklega þó í Mývatnssveitinni. Eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu var heildarveiðin 4048 urriðar samkvæmt veiðibókum. Er það 12% aukning frá heildarveiðinni sumarið 2010. Þessu var þó mjög misskipt milli svæða. Í Laxárdalnum var heildarveiðin 828 fiskar sem er 19% samdráttur en í Mývatnssveitinni 3220 fiskar sem er 24% aukning í fjölda frá árinu á undan. Hvað veldur því að það er aukning í veiðinni í Mývatnssveitinni á sama tíma og hún dregst saman í Laxárdalnumer erfitt að útskýra. Veðrið þetta sumar var einstaklega óhagstætt, þrálátar stífar norðanáttir og kuldar lengstum. Þannig veður gera veiðar í Laxárdalnum sérstaklega erfiðar en það skiptir minna máli í Mývatnsveitinni þó áhrifin séu einhver þar líka. Einnig var stangarnýtingin (hlutfall seldra stanga af heildarframboði) slök í Laxárdalnum miðað við árið á undan eða einungis 65% en í Mývatnssveitinni var hún 77%. Meðalveiði á selda dagstöng var 3,1 fiskur í Mývatnssveitinni sem er aukning um 0,4 frá fyrra ári. Í Laxárdalnum var veiðin hins vegar1,3 fiskar á dagstöngina og þar munar -0,1 frá fyrra ári.

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


83

Veiðin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal sumarið 2011 Veiðimánuður Veiðisvæði maí júní júlí ágúst Mývatnssveit

293 1214

847

Samtals %, mt.

Sleppt alls, %

3220

1861

77%

58%

866

-stangarnýting

-veiði á stöng á dag

Laxárdalur

71

225

297

235

828

484

65%

58%

-stangarnýting

-veiði á stöng á dag

Samtals

364 1439

1144

1101

3,1

1,3

4048

2345

72%

58%

Stangarnýting

Veiði á stöng á dag

2,5

Ef veiðin 2011 er borin saman við veiðina í Laxá undanfarin 24 ár er hún um 90% af meðalveiði þessara ára (4543 fiskar) eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd. Það má því segja að Laxáin eigi enn eftir að sýna sínar bestu hliðar fyrir félagsmenn SVFR.En það má einnig orða þetta þannig að 2011 er besta veiðiárið frá því að SVFR tók ána á leigu. Meðallengd fiska (n=3815 fiskar) var 48 sm og meðalþyngdin (n= 1035 fiskar) var 1,7 kg. Meðallengdin sumarið 2010 var einnig 48 sm en meðalþyngdin var lægri eða 1,4 kg. Ef einungis er tekið meðaltal af fiskum sem höfðu bæði skráða lengd og þyngd (n=862) var meðallengdin 51 sm og meðalþyngdin 1,8 kg. Hér er einnig munur á milli svæða. Í Laxárdalnum var meðallengdin 54 sm og meðalþyngdin 1,83 kg en 49 sm og 1,66 kg í Mývatnssveitinni. Ef skráðum fiskum er raðað niður í stærðarflokka í Laxárdal annars vegar og Mývatnssveit hinsvegar kemur upp athyglisverð mynd. Myndin sýnir að næstum 35% veiðinnar í Laxárdalnum er í algengasta og sama stærðarflokknum eða 55-60 sm. Það eru ýmsar tilgátur uppi sem eiga að skýra þetta. Ein er að stofnar yngri árganga séu litlir og það lofar ekki góðu uppá framtíðina. Önnur er að stórfiskurinn haldi smærri fiskum frá

Urriðaveiðin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal 1988-2011 7000 Láxárdalur

6000

4000 3000 2000 1000

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

1995

1994

1993

1992

1991

1990

1989

0

1988

Skráð veiði

5000

Mývatnssveit Meðalveiði: Laxárdalur = 1268 Mývatnssveit = 3275

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


84 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

algengustu veiðislóðum. Smáfiskurinn er því á öðrum svæðum í ánni.Við skulum vona að síðari tilgátan sé rétt. Í Mývatnssveitinni er dreifing fiska í stærðarflokka eðlilegri. Um 24% fiskanna er í algengasta stærðarflokknum sem er 46-50 sm. Hafa verður í huga að þessi mynd sýnir alls ekki raunverulega stærðardreifingu urriðans í Laxánni vegna þess að veiðimenn sniðganga þekkta smáfiskastaði og skrá helst ekki undirmálsfiska. Með gögnum úr veiðibókunum er hægt að reikna út meðal lífþunga urriðans sem fall af fisklengd. Þannig útreikningur sést á meðfylgjandi myndum skipt eftir svæðum og árunum 2010 og 2011. Myndirnar sýna að urriðinn þyngist umtalsvert meira með hverjum lengdarsentímetra í Mývatnssveitinni samanborið við urriðann í Laxárdalnum. Þessi munur er umtalsverður. Þannig var meðalþyngd 65 sm urriða 3,5 kg í Mývatnssveitinni en 2,7 kg í Laxárdalnumsumarið 2011. Þá sýna myndirnar vel áramuninn í holdafari urriðans. Urriðinn er umtalsvert holdmeiri 2011 samanborið við 2010, sérstaklega þó í Mývatnssveitinni.

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


85

Skipting veiðinnar eftir jörðum Jörð Fjöldi Nr. 1 veiðistaður Mývatnssveitin Arnarvatn Brettingsstaðir Geirastaðir Geldingey Hamar Helluvað Hofsstaðir/Hofsstaðaey

270 189 600 344 158 545 1114

Steinsrass Vörðuflói Skurðurinn Langavik Hólkotsflói Brotaflói Skötueyjarvað/Vörðuflói

107 231 102 9 54 160 52 9 104

Ferjuflói Bakkahorn Árgilsstaðaflói Gljúfureyri Halldórsstaðahólmar Djúpidráttur Varastaðahólmi Presthólmanes Djúpidráttur

Laxárdalurinn Auðnir Árhvammur/Kasthvammur Birningsstaðir Grenjaðarstaðir Halldórsstaðir Hólar/Árhólar Ljótsstaðir Presthvammur Þverá

Vinsælustu flugurnar sumarið 2011 Flugugerð Nafn Straumflugur Vot- og þurrflugur Púpur og nymfur

1 2 3 4 1 2 3 4 5 1 2 3 4

Black Ghost Nobbler (ýmsir litir) Rektor Þingeyingur Klinkhammer Maurinn Galdralöpp Black Gnat Black Zulu Pheasant Tail Peacock Silfurperla Olive Green

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


86 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Í meðfylgjandi töflu eru listaðar vinsælustu flugurnar í Laxánni sumarið 2011. Þessi listi breytist lítið á milli ára en það vakti athygli hvað veiddist vel á straumflugur í Mývatnssveitinni miðað við undanfarin ár. Mest var það á Black Ghost. Einnig vakti athygli aukningin í þurr-fluguveiðinni í Mývatnssveitinni og Klinkhammer er sífellt að verða vinsælli. Annars eru hefðbundnar kúlur eins og Phesant Tail og Peacock að skila góðri veiði eins og endranær. Í meðfylgjandi töflu er listi yfir stærstu fiska sumarsins. Geirastaðir eru klárlega stórfiskasvæði Laxár en þar veiðast nánast undantekningalaust stærstu fiskarnir á hverju ári. Skurðurinn er yfirleitt gjöfulastur en Mjósundið gaf einnig marga stórfiska þetta sumarið. Stærsta fiskinn veiddi Lochy Porter í Skurðinum 8. júlí á Héraeyra nr. 10 (sjá mynd neðar). Hann mældist 80 sm og 5,4 kg. Þessi fiskur er 6 cm lengri en stærsti fiskur árinnar sumarið 2010 sem þá var talinn sá stærsti sem hafði veiðst í Laxá lengi. Þannig að það er búið að slá það met strax. Í Laxárdalnum var það Bjarni Höskuldsson frá Aðalbóli sem tók stærsta fiskinn á Ullarnefinu 11. ágúst á Klinkhammer. Reyndist hann vera 67 sm og 3,0 kg.

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


87

Skráðir veiðimenn Dags. CM Kíló Veiðistaður Fluga Mývatnssveitin Lochy Porter Michael Benson Tomas Skold Ólæsilegt nr 16 Ólæsilegt Þórir og Kalli Jón Ágúst Steindórsson Trausti, Maggi, Ásgeir Ian Perk

8.júl 17.júl 27.júl 29.júl

80 73 70 67

5,4 4,9 4,5 4,0

Skurðurinn Mjósund Mjósund Mjósund

Héraeyra nr 10 Krókur nr 18 Sten fly Caddish svört

1.jún 7.jún 28.jún 30.maí 16.júl

64 64 68 60 70

4,0 3,7 3,6 3,6 3,3

Skurðurinn Mjósund Brunnhellishró Skurðurinn Skurðurinn

Svartur Nobbler Diskó Dollý Black Ghost Rektor Héraeyra nr 14

11.ágú 12.ágú 21.jún 16.ágú 3.jún

67 63 67 66 66

3,0 3,0 2,8 2,8 2,6

Ullarnef Kletthólmi Gljúfureyri Ytra Vað Ferjuflói

Klinkhammer Klinkhammer Wooly Bugger Svört þurrfluga Wooly Bugger

Laxárdalurinn Bjarni Höskuldsson Ari Hermóður Jafetsson Ólæsilegt Bjarni Höskuldsson K J Deurlo

Af störfum árnefndar 2011 Árnefndin hóf störf við Laxá 28. apríl og náði að ljúka öllum vorverkum fyrir opnun árinnar 29. maí. Stærsta verkefnið var að mála veiðihúsið Hof og þess vegna var ákveðið að fjölga í árnefndinni, a.m.k. tímabundið. Að loknum vorverkum var venju samkvæmt samin skýrsla til stjórna SVFR og Veiðifélags Laxár og Krákárs. Í skýrslunni var tekið saman yfirlit um störf nefndarinnar og óskir hennar til Veiðifélagsins um ýmsar nauðsynlegar endurbætur á veiðihúsum og aðgengi að veiðistöðum. Veiðiferðir árnefndarinnar vorufarnar í lok júlí í Laxárdalinn og í lok ágúst í Mývatnssveit. Og það er kannski við hæfi að ljúka þessum pistli með broti úr ferðasögu árnefndarmanns af þessu tilefni. Caddish eða Silfurperla? ... Við Ásgeir [Helgi Jóhannsson] fluttum okkur ofar á veiðistaði sem heita Auðnaflúðir og Slátta. Ég [Þóroddur Sveinsson] byrjaði neðst í Flúðunum (held ég) og Ásgeir byrjaði efst. Þetta er stór og grýttur veiðistaður þar sem áin brýtur á steinum en þess á milli eru veiðilegir pollar útum allt. Við vöðum og veiðum á undan okkur útí miðja á kastandi á alla polla í leiðinni. Ég verð lítið var en Ásgeir er strax í fiski en mesta lífið er nánast í miðri ánni í grunnri lænu þar sem við sjáum uppitökur og þar nær Ásgeir ágætum fiski og setur í fleiri. Ásgeir færir sig ofar í Sláttuna en ég hringsóla þarna um stund áður en ég tek þá ákvörðun að skipta út þurrflugunum og setja í staðinn Caddish púpu og Silfurperlu undir og smelli jafnframt tökuvara á línuna. Þannig útbúinn kasta ég á undan mér í átt að landi á veiðilega ála (sem eru ekki mjög djúpir vel að merkja). Þegar ég er kominn mjög nálægt landi og kasta í síðasta álinn stoppar tökuvarinn skyndilega í straumnum. Botn eða fiskur? Fiskur! Ég næ að taka á honum algjörlega eftir uppskriftinni og er viss um það sé vel fast í honum. Hann rýkur aðeins niður fyrir mig og síðan þvert á strauminn allan tímann hálfur uppúr en án þess að stökkva. Þetta er stórurriði. Þegar fiskurinn er kominn út í miðja á heldur hann áfram niður ána og stefnir hraðbyri á Djúpadrátt.Þá gekk hratt á línuna. En L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


88 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


89

þegar ég slaka aðeins á snýr hann við og stefnir í land, mín megin sem betur fer. Ég næ þá að vinna inn marga línumetra á hjólið. Nú er bara að koma sér í land áður en hann tekur næstu roku. Þrátt fyrir áratuga reynslu hef ég sennilega verið orðinn æstur án þess að taka eftir því sjálfur. Því að í fyrstu skrefunum tókst mér að rekast í hraunnibbu og þvílík var ferðin að það var eins og ég hefði stungið mér til kappsunds að sögn sjónarvotts. Um leið og mér gafst tækifæri til að skoða botndýralífið um stund í nærmynd, fossaði volgt vatnið niður hálsmálið á veiðistakknum og ofaní vöðlurnar. Allan tímann var ég þó með hugann við stöngina og fiskinn á hinum endanum. Og stöngin slapp. Í látunum missti ég sambandi við fiskinn um stund en þegar ég hafði klöngrast aftur á fætur, haltur á báðum, fann ég mér til ánægju að fiskurinn var enn á. Ég var klár til að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ásgeir hafði séð aðfarirnar og kom nú hlaupandi til mín mér til aðstoðar. Þetta mun aldrei klikka! Og þá tók hann síðustu rokuna og reif fluguna úr sér með stæl. Já, þannig fór um sjóferð þá. Sem betur fer sýndi Ásgeir mér þá tillitssemi að hafa ekki hlátur uppi á þessari stundu. Spurningin er hinsvegar. Hvort tók hann Caddish eða Perluna?

Árnefnd SVFR, 9. nóvember 2011 Arnar Arinbjarnar, Árni Björn Jónasson, Ásgeir Helgi Jóhannsson, Eyþór Björgvinsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Jóhann Haukur Sigurðsson, Jón Viðar Guðjónsson, Magnús G. Jónsson, Sigurður Grímsson, Sigurður Magnússon, Stefán Hallgrímsson, Trausti Gíslason, Þóroddur Sveinsson.

L axá í M ývat n ssv e i t o g L axárdal


90 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

T u n g ufl j ó t 2 0 1 1

T u n g ufl j ó t


91

Skýrsla Árnefndar SVFR Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum

Nr Veiðistaður Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt Samtals 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13

Flögubakkar 14/0 Syðrihólmur 26/0 2 58/75 Efrihólmur/Kríuhólmi 7/0 5 7/ Heslisnes/Brúin 3/1 4 Tangi/ Stangarhlaup 1/0 0/2 Fitjabakki 4/0 0/6 3/4 Grafarvað 0/0 5/9 Tunguselsbakki 3/0 5 Búrhylur 9/4 Breiðafor 1 6/3 Björnshylur 1 0/2 Hlíðarfit/Gæfubakki /2 Bjarnafoss 0/5 5 7/2

61 148 7 26 4 15 21 4 7 25 3 12 32

Samtals

292

58/2

0/13

23

95/101

Skipting veiði eftir agni Agn Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt

Samtals

Fluga 59/1 Maðkur Spónn / Devon Sleppt 60

3 5 5 0

2 16 5 0

11/29 23/19 61/53 17

105 63 124

Samtals

13

23

95/101

292

60

Skipting eftir kyni Kyn Apr/maí Jún/júl Ágúst Sep/okt

Samtals

Hrygnur Hængar Skráð Kyn Skyptist Mjög jafnt Óákveðið

78 62 152

Samtals

292

T u n g ufl j ó t


92 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Fimm stærstu fiskarnir. Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn Árni Már Björnsson Stefán og Einar Sindri Sveinson Heimir Þ.Tryggvason Friðrik Edvards

8 8 7,8 7,5 7,5

Syðrihólmur Syðrihólmur Syðrihólmur Búrhylur Breiðafor

Fimm aflahæstu flugurnar. Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Flæðamús Svartur nobbler Black-chost Snælda Hólmfríður

Skipting afla eftir þyngd. Þyngd

Hrygnur

Hængar

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir

Meðalþyngd. Hrygnur

Annað: T u n g ufl j ó t

Hængar

Samtals

Samtals

Spúnn blár Spynner Dýrbítur Óákv Silver Topy

óákv Hrygna Óákv óákv óákv


93

S kýrsla ár n e f n dar T u n g ufl j ó ts 2 0 1 1 Í lok mars hélt árnefnd á staðinn og gerði húsin klár ásamt því að merkja veiðistaði. Það sáust fiskar við brúnna og á neðstu veiðistöðunum. Ása-Eldvatn hafði breytt um farveg og voru skilin við jökulvatnið komin á gamlan stað útaf sandeyrunum neðan við tjaldstæðin hjá Hrífunesi.Þetta breyttist sem betur fer aftur um það leyti sem veiðar byrjuðu í apríl byrjun og fór í sinn gamla farveg þegar skilin færðust að Syðrihólma. Vorveiðin var léleg,en þar hafði eldgosið í Grímsvötnum mikil áhrif.Þarna varð mikið öskufall og fylltust húsinm.a. af ösku. Vegna þess fór nefndin sér ferð austur og þreif bæði húsin. Heildarveiðin í Tungufljóti 2011 var aðeins minni en í fyrra, þá veiddust 365 fiskar en 292 í ár.Nú komu 228sjógengnir urriðar á land,19 laxar og 45 staðbundnir fiskar,urriði og bleikja. Það er heldur minna af sjóbirtingi en undanfarin ár,hann var einnig smærri en áður og í lokin var uppistaða veiðanna smár geldfiskur. Einnig hefur laxveiðin minkað um helming frá fyrra ári hverju sem um er að kenna.Vonandi er þessi niðursveifla ekki varanleg,en það er reyndar alþekkt í veiðisportinu,það skiptast á mögur ár og góð. Hugsanlega er netaveiðin í Kúðarfljóti ásæðan og væriþað athugunarefni hjá veiðiréttarhöfum að stemma stigu við henni. Hustveiðin var ekki hindruð af veðráttu þetta árið,en veðrið hefurr oft truflað veiðar á haustin,miklir vatnavextir,mórautt fljótið og frost eru ekki kjöraðstæður. Meira var um steinsugu bit á fiski en áður,en það er miklvægt að veiðimenn skrái það í veiðibókina. Vonand er þessi vargur að hverfa, en það er afar ógeðfelltað sjá svöðusár er á þessum fallega fiski sem sjóbirtingurinn er. Minna reyndist af stórum fiski í aflanum en áður en stærsti fiskurinn var 8.kg. Ánefndin fór í vinnuferð seinni part september,bar á hús og palla og við yfirferð á vegaslóðum kom í ljós að þar þarf að gera tölverðar bætur. Árnefnd lokað síðan ánni ,en veiði lýkur 20.október. Þá var vetur konungur genginn í garð, kudlinn fór niður í -3°C,en svo hlýnaði aftur. Nokkrir geldfiskar fengust og smærri birtingar. Við þökkum ánægjulegt samstarf við starfsmenn og stjórn félagssinns.

Með kveðjuLárus A. Jónsson Fyrir hönd árnefndar Tungufljóts

T u n g ufl j ó t


94 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Eldvat n s b o t n ar

Þyngd Tegund Meðal Mesta Lax Bleikja Urriði/sjóbirtingur

2,0 1,6 2,4

2,2 2,5 6,6

Skipti eftir tegund Tegund

júní júlí ágúst september október

Samtals

lax bleikja 1 15 urriði / sjóbirtingur 8 16

1 6 14

2 1 15

3 23 53

samtals

21

18

79

9

31

Fimm stærstu fiskarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Tegund Brynjar Örn Ólafsson 6,6 80 Breiðan Rauð Frances Smári Ríkarðsson 4,6 Beygjan Svartur Nobler Hólmfríður Jónsdóttir 4,5 74 Rafstöðvarlón Maðkur Jens Olafur Edgren 4,2 67 Beygjan Svartur Nobler Ómar Örn Pálsson 3,5 60 Breiðan Dentist 31 sjóbirtingur var skráður 12 sjóbirtingar voru með sár eftir steinsugu 9 fiskum var sleppt aftur.

Sjóbirtingur Sjóbirtingur Urriði Sjóbirtingur Sjóbirtingur

Veiðin þetta árið var heldur slök, 79 fiskar í heild og þar af 31 sjóbirtingur.Þetta á við bæði í samanburði við veiði síðasta árs, en þá veiddust 152 fiskar sem og í samanburði við meðaltalið 2002-2011 en það er 98 veiddir fiskar. Ekki þýðir þó að væla mikið yfir þessu. Skemmtilegra er að gera ráð fyrir betra gengi næstu vertíð enda mælir tölfræðin með því. Eldvat n s b o t n ar


95

Breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi veiðinnar í Eldvatnsbotnum þetta sumarið á þann veg að nú er eingöngu leyfð fluguveiði í ánni og kvóti einn sjóbirtingur á stöng á dag. Veiði í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni er þó ekki háð neinum takmörkunum. Einn stærsti fiskur sumarsins veiddist einmitt í Rafstöðvarlóninu snemma sumars, en Rafstöðvarlónið hefur áður verðlaunað þeim sem sýna þolinmæði með stóra fiska. Veður var yfir heildina mjög aðgerðalítið þetta sumarið og skýrir það hugsanlega að hluta dræma veiði, en gaman var að sjá í gestabók þessa skráningu: „Rigning, rigning, rigning, rok og veiðin eftir því“, og veiðbók í samræmi. Steinsugan heldur áfram að valda miklum usla en af 31 sjóbirtingi voru 12 með sár eftir hana. Veiðimenn lýstu líkt og fyrri ár almennt ánægju sinni með góða aðstöðu og fagurt umhverfi. Umgengni þeirra um húsið og svæðið var og til fyrirmyndar. Kjartan bóndi í Botnum hefur haldið áfram ræktunarstarfi og sleppt þúsundum sumaralinna sjóbirtingsseiða árlega. Árnefnd vill sérstaklega þakka veiðimönnum fyrir góða umgengni og Kjartani fyrir gott samstarf.

f.h. árnefndar Eldvatnsbotna Holger Torpformaður

Eldvat n s b o t n ar


96 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S OG 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR. Veiði skipt niður á veiðistaði eftir mánuðum.

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

ALVIÐRA 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

KÚAGIL 13 2 STRENGIR 5 BREIÐA 7 7 ALDA 4 5 BÆJARSTRENGUR 14 4 LÆKJARVÍK 4 TUNNA 3 KLÖPP 4 4 LEIRVÍK 3 HRAUNHORN ómerkt 9

Alviðra samtals

15 5 14 9 18 4 3 8 3 9 88

ÁSGARÐUR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18

ÁSGARÐSMELUR VATNSMÆLIR GRYFJAN KVÍGUTANGI 1 HVANNHÓLMI 2 1 4 3 SÍMASTRENGUR 3 20 13 ÁSGARÐSBREIÐA 8 18 6 ÁRMÓT 2 1 1 KVÖRN 1 GJÁIN 1 YSTA NÖF 7 4 1 BREIÐA 25 14 15 FRÚARSTEINN 21 25 1 BRYGGJA 4 BÁTALÓN 4 3 RENNA 2 HLÍÐIN GÍBRALTAR 4 5

Sog

1 10 36 32 4 1 1 12 54 47 4 7 2 9

Ásðarður samtals 220


97

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

BÍLDSFELL 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

ÚTFALL 6 6 3 LANDAKLÖPP 1 SAKKARHÓLMI 20 36 21 RASTARNEF 1 BULLAUGU SÍMASTRENGUR 2 BÆJARLÆKUR 1 BÍLDSFELLSBREIÐA 3 1 8 5 EFRI GARÐUR 8 13 15 NEÐRI GARÐUR 19 9 4 VÍKURHORN 1 EFSTABROT 2 MATARPOLLAR 3 5 MELHORN 6 24 12 EFRAHORN 4 15 5 TÓFT 7 38 25 KOFASTRENGUR 1 2 1 NEÐRA HORN 2 33 22 NEÐSTA HORN 6 8 FLÓINN 1

15 1 77 1 2 1 17 36 32 1 2 8 42 24 70 4 57 14 1

Bíldsfell samals 405 Sog


98 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Nr Veiðistaður Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

ÞRASTARLUNdUR 1

Kúagil

0

12

9

16 Þrastarl. samtals 37 Heildarveiði

750

Skipting veiði eftir agni, skipt á mánuði Agn Júní Júlí Ágúst

Sept.

Samtals

Fluga Maðkur Spónn / Devon

6 0 3

123 44 56

170 80 91

97 26 54

396 150 204

Samtals

9

223

341

177

750

Sept.

Samtals

Skipting eftir kyni, skipt á mánuði Kyn Júní Júlí Ágúst

Hrygnur 4 93 127 61 285 Hængar 2 104 198 114 418 Óákveðið Samtals

9

223

341

177

750

Stærstu laxar Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. Friðleifur Friðriksson 105 Sakkarhólmi 2. Ólafur Kr. Ólafsson 104 Ásgarðsbreiða 3. Ólafur E 10,2 97 Kúagil

Sog

Fluga Fluga Spónn

Hrygna Hængur Hængur


99

Aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. Francis 2. Snælda 3. Sunnray

Veiðin á svæðum SVFR á árunum 2002 – 2011 2002 2003 265

342

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

250

280

316

668

613

718

1243

750

Sog


100 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Sog


101

S kýrsla ár n e f n dar S OG S f y r i r S V F R ár i ð 2 0 1 1 Sú breyting varð á veiðisvæðum okkar í Sogi frá fyrri árum að í ár var veiðisvæði Syðri-Brúar leigt öðrum. Það er að sjálfsögðu eftirsjá að því að missa þetta svæði, sem hefur verið hluti af heildarveiðisvæðinu mjög lengi. Veiðisvæði okkar eru því fjögur talsins, Alviðra og Bíldsfell að vestanverðu og Þrastarlundur og Ásgarður að austanverðu. Árnefndarmenn sinntu sínum hefðbundnu vorverkum s.s. að yfirfara hús og búnað, merkja veiðistaði og hreinsa rusl. Settur var upp kassi fyrir veiðibækur við Þrastarlundarsvæðið, þar sem gengið er niður að bæði laxa og silungasvæðinu. Bækurnar eru fyrir bæði svæðin en þrátt fyrir gott aðgengi er bókunum, er skráningu verulega ábótavant og enn á ný eru veiðimenn hvattir til að gera betur í þessum málum. Einn nýr þáttur var á dagskrá við Sogið í sumar og er það samdóma álit allra sem þátt tóku að vel hafi tekist til. Þetta var heimsókn hóps kvenna í „Kastað til bata“. Flestir okkar sem í árnefndinni erum áttum þess kost að njóta tveggja daga með hópnum og erum við afskaplega þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast þessum kraftakonum og vonum að við sjáum þær aftur að ári. Hinn árlegi Alviðrudagur féll niður af óviðráðanlegum orsökum en vonir standa til að hann verði næsta ár. Laxveiðin í ár er önnur sú mesta frá árinu 2002 en eins og sjá má á töflunni sem fylgir hér með, er árið í ár með 750 veidda laxa og er þá Syðri-Brú ekki talin með eins og í tölunum 2002 -2010.Það er gleðiefni að framhald skuli vera á þeirri góðu veiði sem verið hefur undanfarin ár. Silungsveiði var fremur dræm og finnast ekki neinar haldbærar skýringar á því. Vera má að heimsóknir sela í ána valdi því að minna veiddist í Alviðru. Selir sáust jafnvel alveg upp á Ásgarðsbreiðu og einu sinni sást kobbi í Útfalli. Það urðu margir varir við afleiðingar kobba, þó þeir hafi ekki séð hann augliti til auglitis, því margir laxar voru með sár eftir viðureign við hann. Við árnefndarmenn þökkum gott veiðiár og vonumst til að sjá ykkur sem flest aftur við veiðar.

Fyrir hönd árnefndar Ólafur Kr. Ólafsson árnefndarformaður

Sog


102 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

V armá 2 0 1 1 Skýrsla Árnefndar SVFR.

Aflahæstu staðir Nr Veiðistaður Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Samtals 1 2 3 4 5

Stöðvarbreiða Bakkar Neðri stífla Reykjafoss Strengir

V armá

8 3 11 0 0

2 0 0 0 3

3 0 0 0 0

6 9 0 3 0

1 0 0 5 1

0 0 0 0 3

5 0 0 2 2

25 12 11 10 9


103

Skipting veiði eftir agni Agn Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Samtals Fluga Maðkur Spónn / Devon Sleppt

32 0 0 32

7 0 0 7

7 0 0 7

29 0 0 29

14 0 0 14

46 0 0 46

22 0 0 22

Samtals

157 0 0 157 157

Skipting eftir kyni Kyn Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt Samtals Hrygnur Hængar Óákveðið

4 5 23

1 1 5

1 4 2

3 7 19

0 3 11

5 5 36

5 7 10

19 32 106

Samtals

32

7

7

29

14

46

22

157

Fimm stærstu laxarnir Veiðimaður Kg. Cm. Veiðistaður Agn Kyn 1. 2. 3. 4. 5.

Skúli Jónsson Jóhann Freyr E. H. Cristansen Kristinn Gunnarsson Óli Guðm.

5,5 4,6 4,3 3,8 3,7

81 75 74 71 70

Stöðvarbreiða Strengir Bakkar Gamla stífla óskráð

Krafla Orange hængur Þýsk Snælda hængur Svartur Frances óþekkt Dentist óþekkt óskráð hrygna

Fimm aflahæstu flugurnar Fluga Fjöldi 1. 2. 3. 4. 5.

Black Ghost Flæðarmús Spider NJ Heimasæta Þýsk Snælda

15 9 9 8 7

V armá


104 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Skipting afla eftir þyngd Þyngd

Samtals

0-2 kg 2-4 kg 4-6 kg 6-8 kg 8-10 kg 10- yfir

102 42 13 0 0 0

Stuðst var við töflu á vefsíðu veiðmálastofnunar vegna þyngdar fiska þar sem aðeins var gefin upp lengd í veiðibók.

V armá


105

V armá 2 0 1 1 Skýrsla árnefndar SVFR Í upphafi veiðitímabilsins 2011 var skipt um árnefnd fyrir Varmá og tók ný árnefnd við með skömmum fyrirvara fyrir opnun árinnar. Sumarið var aðalega nýtt til að kynna sér svæðið, lista upp og undirbúa þau verkefni sem vilji er fyrir að ganga í næsta vor. Veiðitímabilið 2011 er að skila mun minni veiði en í fyrra en aðeins voru skráðir 157 fiskar í veiðibókina í ár samaborið við 279 fiska í fyrra. Skráðar voru 3 bleikjur, 143 birtingar og 10 laxar. Ljóst er að skráningum í veiðibók er ábótavant en óljóst hvort það hafi áhrif á þessa sveiflu milli ára. Á tímabilinu 1. júní til 6. september gengu 582 fiskar upp teljarann (nettó) samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun. Þar af voru fyrstu göngur um hálfum mánuði seinna á ferðinni í ár en í fyrra og komu fyrstugöngur sem eitthvað hvað að 27. og 28. júlí en þá daga gengu upp 215 fiskar. Samkvæmt upplýsingum úr teljara var megnið af fiskunum yfir 60 cm.í byrjun ágúst hægði á göngum en 23. ágúst tóku þær að aukast aftur en þá með minna hlutfalli af stórum fiskum. Enn hafa ekki verið gerðar neinar breytingar varðandi veiðihúsið en ný árnefnd hefur ítrekað óskir frá fyrri árnefnd um úrbætur.

Með kveðju Árnefnd Varmár

V armá


106 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

Á rsskýrsla 2 0 1 1


107

S kýrsla sk e mmt i n e f n dar S V F R Skemmtinefndin stóð fyrir fimm skemmtilegum og vel heppnuðum opnum húsum á tímabilinu. Þau voru haldin fyrstu helgina í desember, febrúar, mars, apríl og maí. Eins og fyrri ár hafa vinsældir og aðsókn félagsmanna á opin hús byggst á dagskrá þeirra og því sem boðið er uppá hverju sinni. Happahylurinn var spennandi og afar veglegur þetta tímabilið og má þakka það eftirfarandi aðilum: Intersport, Veiðiflugum.is, Vesturröst, Ellingsen, Gallerý flugum, Kröflu, Veiðibúðinni við lækinn, Veiðiportinu, Veiðikortinu og Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Einnig komu til okkar margir góðir gestir með áhugaverðar kynningar á hinum ýmsu vörum. Veiðistaðalýsingarnar voru á sínum stað, flottar og ítarlegar að vanda og fastur liður sem og myndagetraunin skemmtilega. Opnu húsin eru þó aldrei möguleg nema vegna þeirra frábæru félagsmanna sem þau sækja. Við viljum því þakka fyrir góða mætingu og þátttöku á tímabilinu og vonumst við til að sem flestir láti sjá sig á fyrsta opna húsi nýja tímabilsins þann 2. desember 2011.

Fyrir hönd skemmtinefndar SVFR, Hörður Birgir Hafsteinsson

Á rsskýrsla 2 0 1 1


108 Á rsskýrsla S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur 2 0 1 1

S kýrsla F r æ ðslu n e f n dar f y r i r starfsfár i ð 2 0 1 0 – 2 0 1 1 Á síðastliðnu starfsári hefur Fræðslu- og bikarnefnd SVFR staðið fyrir fjölbreyttu starfi að vanda. Fræðslunefndina skipa Hjalti Björnsson, formaður nefndarinnar og þeir Skúli Arnfinnsson, Sigurður Þór Kristjánsson og Hlynur Þór Hjaltason. Verkefni Fræðslunefndar eru fjölbreytt. Mikil áhersla er lögð á barna- og unglingastarf félagins auk þess sem nefndin hefur á sinni könnu bikarmál og verðlaunaveitingar á árshátíð eða afmælum félagsins, fræðslu- og hnýtingarkvöldin Hnýttu&bíttu og ýmis önnur fræðsluverkefni. Hnýttu&Bíttu Framhald var á H&B kvöldumfélagins og voru þau haldin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Félagið leggur til allan búnað og efni til hnýtinganna og fer kennslan fram undir styrkri leiðsögn hins kunna veiðimanns og fluguhnýtara Sigurðar Pálssonar. Áhersla var lögð á að fjölga kvöldunum og var nú í fyrsta sinn boðið upp á tvö sérstök kvöld fyrir byrjendur. Fræðslunefndin hélt 11 slík hnýtingarkvöld og var aðsókn mjög góð. Á rsskýrsla 2 0 1 1


109

Barna og unglingastarf. Að vanda var fjölbreytt barna- og unglingastarf í boði á árinu. Fræðslunefnd og SVFR hafa lagt metnað í að gera vel við unga meðlimi og kynna þeim íþróttina og félagsstarfið.Auk þess að allir dagskrárliðir Fræðslunefndar eru að sjálfsögðu opnir félagsmönnum á öllum aldri þá er sérstaklega efnt til veiðidaga fyrir félaga sem eru 17 ára og yngri. Í sumar var ungum félagsmönnum boðið uppá veiði í Elliðaánum. Veittvar sexsíðdegi undir leiðsögn reyndra veiðimanna sem gáfu góð ráð bæði um veiðiaðferðir og veiðistaði.Á þessum veiðidögum er kappkostað að kynna fyrir ungum veiðimönnum réttar umgengnisreglur við veiðiskap og hvernig á að bera sig að á veiðistað. Þessir dagar hafa heppnast einstaklega vel og fjölmörg börn veiða þarna sinn Maríulax. Alls komu 84 krakkar á þessa sex veiðidaga, þau veiddu 62 laxa og af þeim voru 27 Maríulaxar. Við félagarnir í fræðslunefndinni eru mjög sáttir við þessa útkomu og allir krakkarnir líka. Önnur verkefni Áfram verður leitast við að efla þá þætti í starfinu sem augljóslega eru að höfða til félagsmanna og brydda uppá nýjungum í framboði á fræðslu til félagsmanna SVFR. Það er markmiðið með starfi Fræðslunefndar að gefa þeim veiðimönnum sem vilja bæta við þekkingu sína og færni kost á því innan vébanda félagsins og tilgangurinn er að sem mest ánægja fáist út úr veiðinni.

Hjalti Björnsson, formaður.

F rá K ast - o g k e n n slu n e f n d Starf kast- og kennslunefndar var með sama sniði og undanfarin ár. Haldin voru fjögur námskeið í fluguköstum. Kennt var í TBR húsinu, Gnoðarvogi 1, á sunnudagskvöldum. Um hundrað manns mættu á námskeiðin fjögur og bættu köstin svo um munar. Útiæfingar við Rauðavatn voru vel sóttar fyrsta kvöldið þrátt fyrir óhagstætt veður en lakari hin tvö. Félagsmenn eru hvattir til að nýta þessa kennslu betur en þeir hafa gert. Kastkennslan er samstarf þriggja félaga SVFR, SVH og Kastklúbbs Reykjavíkur sem er rekstraraðilinn. Kast- og kennslunefnd skipa: Gísli R Guðmundsson Gísli Þ Helgason Guðmundur Bjarnason Ingvar Stefánsson Jóhann Rafnsson Ólafur Kr Ólafsson Theodór Sigurjónsson Á rsskýrsla 2 0 1 1


Á rsskýrsla 2 0 1 1


S ta n g av e i ð i f é la g R e y k j avíkur Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1/11 2010 – 31/10 2011

S kýrsla st j ó r n ar o g ár i tu n st j ó r n ar á ársr e i k n i n g i n n .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . II Á r i tu n ó háðra e n dursk o ð e n da .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . III R e kstrarr e i k n i n g ur 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 0 t i l 3 1 . o kt ó b e r 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . I V Ef n aha g sr e i k n i n g ur 3 1 . o kt ó b e r 2 0 1 1 .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V - V I S j ó ðstr e y m i 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 0 t i l 3 1 . o kt ó b e r 2 0 1 1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V II S kýr i n g ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . V III - X III S t j ó r n S ta n g av e i ð i f é la g s R e y k j avíkur : Bjarni Júlíusson, formaður Árni Friðleifsson, varaformaður Ásmundur Helgason, meðstjórnandi Bernhard A. Petersen, gjaldkeri Hilmar Jónsson, meðstjórnandi Hörður Vilberg, ritari Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi F ramkv æ mdast j ó r i : Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri K j ö r i n n e n dursk o ða n d i : Grant Thornton endurskoðun ehf. Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi


II

Skýrsla stjórnar

Aðalstarfsemi félagsins er leiga á landi og landréttindum. Ársreikningurinn er í öllum meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Samkvæmt rekstrarreikningi nam rekstrartap félagsins 30,6 millj.kr. á árinu. Eigið fé félagsins í lok árs var jákvætt um 11,3 millj.kr. en var um 34,9 millj.kr. í byrjun árs. Stjórn félagsins leggur til að rekstrartapi ársins verði ráðstafað til næsta árs. Að öðru leyti vísast til ársreiknings varðandi fjárhagsstöðu félagsins og rekstur þess á liðnu ári. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 1. nóvember 2010 til 31. október 2011 með undirritun sinni. Ársreikningurinn er samstæðureikningur Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur ehf. Stöðugildi hjá félaginu voru 4 og launagreiðslur félagsins námu um 24,9 millj.kr. á rekstrarárinu. Stöðugildi hjá félaginu á síðasta rekstrarári voru 4 og launagreiðslur félagsins námu um 21 millj.kr. á fyrra rekstrarári. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir rekstrarárið 1. nóvember 2010 - 31. október 2011 með undirritun sinni.

Reykjavík, 23. nóvember 2011 Stjórn:

Bjarni Júlíusson, formaður

Gylfi Gautur Pétursson, varaformaður Árni Friðleifsson, varaformaður

Eiríkur St.A.Eiríksson, Bernhard Petersen,ritari gjaldkeri

Hörður Vilberg, ritari

Árni Friðleifsson, meðstjórnandi Hilmar Jónsson, meðstjórnandi

Bernhard Petersen, meðstjórnandi meðstjórnandi ÁsmundurA.Helgason,

Þorsteinn Ólafs, meðstjórnandi Ragnheiður Thorsteinsson, meðstjórnandi

Framkvæmdastjóri:

Páll Þór Ármann Halldór Jörgensson

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

2


III

Áritun óháðra endurskoðenda Til stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Við höfum endurskoðað ársreikning Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir reikningsárið 1. nóvember 2010 til 31. október 2011. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning móðurfélagsins og dótturfélags þess og greinist í skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati miðað við aðstæður.

Ábyrgð endurskoðanda. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðun felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðferða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til innra eftirlits félagsins sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðferðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits fyrirtækisins. Endurskoðun felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu ársreikningsins í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Álit. Það er álit okkar að ársreikningur samstæðunnar gefi glögga mynd af afkomu félagsins á rekstrarárinu 1. nóvember 2010 til 31. október 2011, efnahag þess 31. október 2011 og breytingu á handbæru fé á rekstrarárinu 1. nóvember 2010 til 31. október 2011, í samræmi við lög um ársreikninga. Reykjavík, 25.nóvember 2011 Grant Thornton endurskoðun ehf.

Theodór S. Sigurbergsson löggiltur endurskoðandi

Við undirritaðir, félagskjörnir skoðunarmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur höfum yfirfarið ársreikning þennan og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 23. nóvember 2011

Árni Björn Jónasson

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Finnbogi G. Guðmundsson

3

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


IV

Rekstrarreikningur 1. nóvember 2010 til 31. október 2011

Skýr.

Samstæða

Móðurfélag

Samstæða

Móðurfélag

1.11.'10-31.10.'11

1.11.'10-31.10.'11

1.11.'09-31.10.'10

1.11.'09-31.10.'10

451.330.831 444.545.212 27.721.000 27.721.000 12.303.201 12.303.201 ( 1.454.938) ( 1.454.938) 489.900.094 483.114.475

422.988.820 24.289.487 8.483.789 0 455.762.096

416.726.384 24.289.487 8.483.789 0 449.499.660

Rekstrartekjur Seld veiðileyfi og þóknun fyrir aðstöðu ....................... Félags- og inntökugjöld ................................................... Aðrar tekjur ....................................................................... Söluhagnaður (-tap) .........................................................

13 14 15

Rekstrargjöld Rekstur veiðisvæða: Leigugjöld ...................................................................... Rekstur veiðihúsa ......................................................... Annar rekstrarkostnaður .............................................

3 403.812.102 6.424.561 23.090.217

403.812.102 6.424.561 23.090.217

400.633.996 5.738.826 13.228.585

400.633.996 5.738.826 13.228.585

Sameiginlegur kostnaður: Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ........................... Annar rekstrarkostnaður .............................................

17, 3 18

53.481.004 28.091.562

44.009.760 19.816.018

40.961.332 40.406.837

34.444.214 33.797.350

Afskriftir ........................................................................

2, 4

3.148.386 518.047.832

3.148.386 500.301.044

3.286.816 504.256.392

3.286.816 491.129.787

Tap fyrir fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) ..................

(

28.147.738) (

17.186.569) (

48.494.296) (

41.630.127)

( ( (

762.301) ( 4.790.925) ( 5.553.226) (

763.263) 4.389.256) ( 5.152.519)

2.730.724 1.379.287) ( 1.351.437

2.622.409 1.308.497) 1.313.912

0 3.102.688

8.259.188) 0

0 6.583.363

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur, verðbætur og arður ................................... Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur .......................

2 2

Áhrif dótturfélags ............................................................. Áhrif hlutdeildarfélags ..................................................... Tap rekstrarársins ....................................................

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

(

(

30.598.276) (

30.598.276) (

(

243.281) 0

40.559.496) (

40.559.496)

4


V

Efnahagsreikningur

Eignir Skýr.

Samstæða 31.10. 2011

Móðurfélag 31.10. 2011

Samstæða 31.10. 2010

Móðurfélag 31.10. 2010

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir .................................................................... Áhöld og tæki ............................................................

2, 4 25.000.000 3.987.142 28.987.142

25.000.000 3.987.142 28.987.142

18.494.290 7.418.259 25.912.549

18.494.290 7.418.259 25.912.549

5.886.452 15.342.860 21.229.312

0 15.342.860 15.342.860

6.976.471 13.734.550 20.711.021

3.647.243 13.734.550 17.381.793

50.216.454

44.330.002

46.623.570

43.294.342

41.985.328 6.525.681 1.950.241 6.484.122

41.985.328 6.525.681 622.765 17.796.975

32.800.986 12.283.311 6.087.589 0

36.189.888 12.283.311 68.709 9.121.270

Veltufjármunir

913.214 57.858.586

744.597 67.675.346

913.997 52.085.883

871.216 58.534.394

Eignir samtals

108.075.040

112.005.348

98.709.453

101.828.736

Áhættufjármunir og langtímakröfur: Eignarhlutir í öðrum félögum ................................ Langtímakröfur .........................................................

2, 6 7

Fastafjármunir Veltufjármunir Skammtímakröfur: Viðskiptakröfur ......................................................... Langtímakostnaður næsta árs ................................. Aðrar kröfur .............................................................. Kröfur á tengd félög ................................................ Handbært fé: Sjóður og bankainnstæður ......................................

2, 8 7

2

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

5

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


VI

31. október 2011

Skuldir og eigið fé Samstæða 31.10. 2011

Skýr. Eigið fé

Móðurfélag 31.10. 2011

Samstæða 31.10. 2010

Móðurfélag 31.10. 2010

9

Óráðstafað eigið fé ..........................................................

11.330.911 11.330.911

11.330.911 11.330.911

34.928.961 34.928.961

34.928.961 34.928.961

0 0

4.611.945 4.611.945

0 0

0 0

29.069.912 2.642.719) ( 26.427.193

29.069.912 2.642.719) 26.427.193

0 0 0

0 0 0

Skammtímaskuldir

18.488.354 49.185.863 2.642.719 70.316.936

18.488.354 48.504.226 2.642.719 69.635.299

32.906.341 30.874.151 0 63.780.492

32.906.341 33.993.434 0 66.899.775

Skuldir samtals

96.744.129

100.674.437

63.780.492

66.899.775

Skuldir og eigið fé samtals

108.075.040

112.005.348

98.709.453

101.828.736

Eigið fé samtals Skuldbindingar og víkjandi lán Eignarhlutir í dótturfélagi ............................................... Skuldbindingar Langtímaskuldir

10

Langtímaskuldir ................................................................ Næsta árs afborganir langtímaskulda ............................

(

Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Bankalán ........................................................................... Ýmsar skammtímaskuldir ............................................... Næsta árs afborganir langtímaskulda ............................

Skuldbinding og samningar utan efnahags

10

11

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

6


VII

Sjóðstreymi 1. nóvember 2010 til 31. október 2011

Skýr.

Samstæða

Móðurfélag

Samstæða

Móðurfélag

1.11.'10-31.10.'11

1.11.'10-31.10.'11

1.11.'09-31.10.'10

1.11.'09-31.10.'10

Handbært fé frá (til) rekstri Frá rekstri: Tap af reglulegri starfsemi .............................................. Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ...................................................................... Söluhagnaður (tap) ..................................................... Áhrif dótturfélags ....................................................... Áhrif hlutdeildarfélags ............................................... Verðbætur langtímalána ............................................ Verðbætur langtímakrafna ........................................

(

30.598.276) (

30.598.276) (

40.559.496) (

40.559.496)

(

3.148.386 1.454.938 0 3.102.688) 1.569.912 24.554) ( 27.552.282) (

3.148.386 1.454.938 8.259.188 0 ( 1.569.912 24.554) ( 16.190.406) (

3.286.816 0 0 6.583.363) 0 1.415.600) ( 45.271.643) (

3.286.816 0 243.281 0 0 1.415.700) 38.445.099)

6.349.496) 14.510.792 8.161.296

29.129.956 2.475.023 31.604.979

23.855.068 19.518.393 43.373.461 4.928.362

2, 4

2 10 7

( (

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur; lækkun (hækkun) ..................... Skammtímaskuldir; hækkun (lækkun) .....................

(

5.046.994) ( 18.311.712 13.264.718

Handbært fé frá (til) rekstri

(

14.287.564) (

8.029.110) (

13.666.664)

6.500.000 1.477.691) ( 800.000 1.000.000) ( 5.173.874 9.996.183

0 1.477.691) ( 800.000 1.000.000) ( 5.173.874 3.496.183 (

6.500.000 3.755.962) ( 0 16.676.454) ( 7.977.731 5.954.685) (

0 3.755.962) 0 16.592.991) 7.977.731 12.371.222)

0 0 0 18.007.887 18.007.887

(

0 0 12.221.270) 18.007.887 5.786.617

126.619) (

1.613.462) (

1.656.243)

871.216 744.597

2.527.459 913.997

2.527.459 871.216

Fjárfestingarhreyfingar Arður hlutdeildarfélags .................................................... Fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum ..................... Seldir varanlegir rekstrarfjármunir ................................. Langtímakröfur, breyting ................................................ Niðurfærðar langtímakröfur ...........................................

( (

Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Ný langtímalán ................................................................. Greiddar afborganir langtímalána ................................. Tengdir aðilar, breyting ................................................... Skammtíma bankalán, (yfirdráttur) ...............................

( ( (

30.000.000 2.500.000) ( 8.791.415) ( 14.417.987) ( 4.290.598

(

783) (

Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé ........................ Handbært fé í ársbyrjun .................................................. Handbært fé í lok rekstrarársins ..........................

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

913.997 913.214

30.000.000 2.500.000) 8.675.705) 14.417.987) 4.406.308

7

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


VIII

Skýringar

1.

Starfsemi Nafn félagsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur, skammstafað SVFR, og er heimilisfang þess í Reykjavík. Tilgangur félagsins er: - Að útvega félagsmönnum veiðileyfi og taka í því skyni veiðivötn á leigu eða kaupa veiðisvæði og annast umboðssölu á veiðileyfum. - Að efla hróður stangaveiði með almennri fræðslu um íþróttina, með því að hvetja til hófsemi í veiði og stuðla að því að veiðimenn virði settar veiðireglur og umgangist náttúruna af virðingu og tillitssemi. - Að styrkja stöðu stangaveiði sem almennings- og fjölskylduíþróttar. - Að efla áhuga barna og unglinga á stangaveiði, m.a. með kennslu í veiðileikni í ám og vötnum og hvers konar fræðslustarfi. - Að vinna að samstöðu stangaveiðimanna og standa vörð um rétt þeirra og hagsmuni. - Að stuðla að góðri samvinnu við veiðiréttareigendur og standa fyrir, ásamt þeim, umbótum á veiðisvæðum sem félagið hefur til umráða.

2.

Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Ársreikningurinn er byggður á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Fjárhæðir eru í íslenskum krónum. Ársreikningurinn er samstæðureikningur Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur ehf. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Samanburðartölur fyrra árs Þar sem nauðsynlegt var talið, hefur samanburðartölum verið breytt til samræmis við breytta framsetningu á rekstrarárinu. Mat og ákvarðanir Í samræmi við lög um ársreikninga ber stjórnendum við gerð ársreiknings að meta, draga ályktanir og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á eignir, skuldir, tekjur og gjöld á reikningsskiladegi. Það sama gildir um ábyrgð stjórnenda varðandi upplýsingar í skýringum ársreiknings. Við mat og ályktanir byggja stjórnendur á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

8


IX

Erlendir gjaldmiðlar Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar á gengi viðskiptadags. Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur á gengi í lok rekstrarársins 2011. Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum á árinu eru umreiknuð í íslenskar krónur á viðskiptadegi. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning. Fjármagnsliðir Fjármagnsliðir eru gjaldfærðir í rekstrarreikning á því tímabili sem þeir falla til. Innlausn tekna Tekjur af vörusölu og þjónustu eru færðar þegar til þeirra hefur verið unnið. Vörusala er skráð þegar vörur eru afhentar eða verulegur hluti áhættu og ávinnings af eignarhaldi flyst yfir til kaupanda. Þjónustutekjur eru færðar þegar þjónustan hefur verið innt af hendi. Sala er sýnd í rekstrarreikningi að teknu tilliti til afslátta. Lotun gjalda Útgjöld eru færð í ársreikninginn á því tímabili sem til þeirra er stofnað og kröfuréttur seljanda hefur myndast. Skattamál Félagið er undanþegið tekjuskatti. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á tímabilinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis. Hagnaður eða tap vegna sölu eigna er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi. Til samræmis við 31. gr. IV kafla laga um ársreikninga nr. 3/2006, nýtti stjórn sér heimild til endurmats fasteignar félagsins að Háaleitisbraut 68. Hefur verð eignar verið fært í efnahagsreikningi til samræmis við matsgerð og verðbreytingin á endurmatsreikning meðal eigin fjár. Að öðru leyti eru varanlegir rekstrarfjármunir færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur hundraðshluti miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna þar til að niðurlagsverði er náð. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Fasteignir .................................................................................................................................................................. Áhöld og tæki .......................................................................................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding er reiknuð og færð í ársreikninginn. Dótturfélag

10-50 ár 3 - 10 ár

Útreikningur hennar byggist á mismuni efnahagsliða

Dótturfélög eru þau félög þar sem móðurfélag fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar móðurfélag hefur vald til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu félags í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum er tekið tillit til mögulegs atkvæðisréttar. Reikningsskil dótturfélags eru innifalin í samstæðureikningsskilum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Viðskipti milli samstæðufélaga og stöður milli þeirra sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

9

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


X

Þar sem hlutdeild í tapi dótturfélags er neikvæð og móðurfélag hefur gengist í ábyrgð fyrir dótturfélagið, er bókfært verð eignarhlutar fært meðal skuldbindinga. Hlutdeildarfélög Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags-og rekstrarstefnu félaga en þó ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru talin vera til staðar þegar samstæðan ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar í félagi. Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð. Hlutdeildaraðferð felur sér að fjárfesting í hlutdeildarfélagi er upphaflega færð á kaupverði en á síðari tímabilum er fjárfestingin hækkuð sem nemur hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélags en lækkuð sem nemur tapi þess. Arður frá hlutdeildarfélagi er aftur á móti færður til lækkunar á fjárfestingu í hlutdeildarfélagi. Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að frádreginni niðurfærslu til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhættu gagnvart einstökum kröfum og kröfunum í heild. Handbært fé Sjóður, bankainnstæður og skammtímaverðbréf teljast til handbærs fjár í efnahagsreikningi og við gerð sjóðstreymis. Laun og launatengd gjöld 3.

Laun og launatengd gjöld greinast þannig: 1.11.'10-31.10.'11

1.11.'09-31.10.'10

Laun og launatengd gjöld samtals ...............................................................................

24.903.829

20.955.960

Meðalfjöldi starfsmanna ...............................................................................................

4,0

4,0

Áhöld og tæki

Samtals

Varanlegir rekstrarfjármunir 4.

Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fasteignir Heildarverð 1.11. 2010 ......................................................... Afskrifað áður ........................................................................ Sérstakt endurmat fasteignar ............................................... Viðbót á reikningsárinu ........................................................ Selt og niðurlagt á tímabilinu .............................................. Afskrifað á reikningsárinu ................................................... Heildareign 31.10. 2011 .......................................................

(

(

35.879.824 17.385.534)

(

18.391.195 10.972.936)

(

54.271.019 28.358.470)

18.494.290

7.418.259

25.912.549

7.000.226 0 0 494.516)

0 1.477.691 2.254.938) 2.653.870)

7.000.226 1.477.691 2.254.938) 3.148.386)

25.000.000

( (

3.987.142

( (

28.987.142

Afskriftarhlutföll ................................................................... 2-10% 10-33% Að beiðni stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur var Atvinnueignum falið að verðmeta skrifstofuhúsnæði félagsins að

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

10


XI

Að beiðni stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur var Atvinnueignum falið að verðmeta skrifstofuhúsnæði félagsins að Háaleitisbraut 68. Verðmæti eignar er í efnahagsreikningi fært til samræmis við niðurstöðu matsgerðar. Opinbert mat fasteigna skiptist þannig:

Háaleitisbraut 68 ...................................................................

Fasteignamat

Brunabótamat

Bókfært verð

31.10. 2011

31.10. 2011

31.10. 2011

40.040.000 40.040.000

59.600.000 59.600.000

25.000.000 25.000.000

Áhættufjármunir og langtímakröfur 5.

Eignarhlutir í dótturfélagi Nafnverð Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf. ...............................................................................

6.

Bókfært verð

1.000.000 1.000.000

(4.611.945) (4.611.945)

250.000 250.000

5.886.452

Eignarhlutir í öðrum félögum Veiðikortið ehf. ..............................................................................................................

5.886.452

Langtímakröfur 7.

Gerðir hafa verið samningar við veiðiréttareigendur um leigu á ám til lengri tíma. Fyrirframgreidd árleiga er færð í uppgjöri á stofnverði að frádregnum þeim hluta sem fellur til á næsta reikningsári. Langtímakröfur 31.10. 2011 Langtímakröfur 1. nóvember 2010 ............................................................................. Viðbót á rekstrarárinu ................................................................................................... Hækkun vegna verðbóta ............................................................................................... Innborgaðar/gjaldfærðar langtímakröfur á rekstrarárinu .......................................

31.10. 2010

26.017.861 1.000.000 24.554 (5.173.874) 21.868.541

15.986.901 16.592.991 1.415.700 (7.977.731) 26.017.861

Langtímakröfur sem gjaldfalla árið 2011 - 2012 .......................................................

(6.525.681)

(12.283.311)

Langtímakröfur 31. október 2011 ...............................................................................

15.342.860

13.734.550

Afborganir af langtímakröfum greinast þannig á næstu ár:

31.10. 2011

Árið 2011 - 2012 ............................................................................................................ Árið 2012 - 2013 ............................................................................................................ Árið 2013 - 2014 ............................................................................................................ Árið 2014 - 2015 ............................................................................................................

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

31.10. 2010

6.525.681 5.214.988 5.214.988 4.912.883

12.283.311 6.867.275 6.867.275 0

21.868.541

26.017.861

11

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


XII

Viðskiptakröfur 8.

Viðskiptakröfur eru færðar niður í ársreikningi með sértækri niðurfærslu að fjárhæð 8,6 millj.kr. Auk þess nam óbein niðurfærsla viðskiptakrafna um 5,2 millj.kr. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum, sem kunna að tapast og er hann dreginn frá óinnheimtum kröfum í efnahagsreikningi. Almenn niðurfærsla krafna greinist þannig: Niðurfærsla 1. nóvember 2010 .................................................................................... Tapaðar kröfur færðar út á rekstrarárinu ................................................................... Gjaldfærð niðurfærsla á rekstrarárinu ........................................................................ Niðurfærsla 31. október 2011 ...................................................................................... Sértæk niðurfærsla krafna greinist þannig: Sértæk niðurfærsla einstakra krafna ............................................................................ Afskrifaðar tapaðar kröfur ...........................................................................................

31.10. 2011 5.709.608 (495.688) (8.167) 5.205.753 31.10. 2011 4.882.260 3.710.099 8.592.359

31.10. 2010 4.679.429 (1.239.198) 2.269.377 5.709.608 31.10. 2010 21.770.389 1.898.565 23.668.954

Eigið fé 9.

Yfirlit um eiginfjárreikninga: Óráðstafað eigið fé Flutt frá fyrra ári ............................................................................................................ Endurmatshækkun eigna ............................................................................................. Tap rekstrarársins .......................................................................................................... Eigið fé samtals 31.10. 2011 ........................................................................................

Samtals

34.928.961 7.000.226 (30.598.276) 11.330.911

34.928.961 7.000.226 (30.598.276) 11.330.911

Landsbankinn ..........................................................................................................................................................

29.069.912 29.069.912 (2.642.719) 26.427.193

Langtímaskuldir 10.

Yfirlit um langtímaskuldir:

Næsta árs afborgun langtímalána .........................................................................................................................

Langtímaskuldir greinast þannig eftir verðtryggingu: Verðtryggð lán bundin vísitölu neysluverðs ......................................................................................................

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1

29.069.912 29.069.912

12


XIII

Afborganir af langtímaskuldum félagsins greinast þannig á næstu ár: Samtals Árið 2012 ................................................................................................................................................................. Árið 2013 ................................................................................................................................................................. Árið 2014 ................................................................................................................................................................. Árið 2015 ................................................................................................................................................................. Árið 2016 ................................................................................................................................................................. Afborgun síðar ........................................................................................................................................................ Langtímaskuldir alls ................................................................................................................................................

2.642.719 2.642.719 2.642.719 2.642.719 2.642.719 15.856.317 29.069.912

Skuldbinding og samningar utan efnahagsreiknings 11. Félagið hefur gert leigusamninga við veiðiréttarhafa að fjárhæð 835,1 millj.kr. sem koma til greiðslu á næstu fjórum árum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf. hefur gert rekstrarleigusamning um bifreið. Mánaðarleg grunnleiga var gengistryggð og nam leigugreiðsla ársins 1,5 millj.kr. og er hún færð til gjalda í rekstrarreikningi. Samningur hefur verið gerður upp og bifreið skilað. Á fasteign félagsins hvílir verðtryggt tryggingabréf upphaflega að nafnvirði 25 millj.kr. Bréfið er til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og skuldbindingum félagsins við NBI hf., hvort sem þær eru samkvæmt víxlum, lánssamningum, skuldabréfum, yfirdrætti á tékkareikningi, hvers konar ábyrgðum og ábyrgðarskuldbindingum, í hvaða formi sem er, og í hvaða gjaldmiðli sem er, auk vaxta, verðbóta og kostnaðar vegna vanskila.

Önnur mál 12.

Heildarfjöldi félagsmanna í lok rekstrarárs 2011 var 3.929, en var 3.822 í upphafi rekstrarárs. Samtals gengu 313 nýir félagar í félagið á árinu en 206 hættu sem félagsmenn.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Ársreikningur samstæðu 1.11. 2010 - 31.10. 2011

13

Á rsr e i k n i n g ur samst æ ðu 1 / 1 1 2 0 1 0 – 3 1 / 1 0 2 0 1 1


Stangaveiðifélag Reykjavíkur Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík Sími 568 6050 Fax 553 2060 svfr@svfr.is www.svfr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.