Fréttabréf Teris Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hrannar Már Hallkelsson 4. tbl. 2. árg. nóvember 2009
Meðal efnis: Sjálfvirkt bókhald í heimabanka Teris
Teris getur aðstoðað við hagræðingu á s viði upplýsingatækni hjá fjár málafyrirtækjum
Ný útgáfa af Markaðs vaktinni leit dagsins ljós í lok september
Teris gerir samstarfs samning við Háskólann í Reykjavík
Þjónustusamningar
Útlit og umbrot: Skissa/www.skissa.net Prentun: Prentun.is Textahöfundar: Starfsfólk Teris. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Ljósmyndir: Myndir úr safni Teris og af internetinu.
MP B anki í víðtækt samstarf við Teris Gott orðspor Teris í rekstri og þróun heildarlausna fyrir fjármálafyrirtæki réði valinu
MP Banki, sem er nýr valkostur á íslenskum viðskiptabankamarkaði, kom nú nýverið í viðskipti til Teris. MP Banki valdi eftirfarandi lausnir frá Teris: • Net, starfsstöðvar, póstkerfi og hýsing á netþjónum • Heima- og fyrirtækjabanki • Skeytasendingakerfi • Innheimtuþjónustukerfi • Erlend viðskipti • Greiðsluþjónustukerfi með áherslu á sjálfsafgreiðslu í netbanka • Gjaldskrár- og gjaldtökukerfi • Umsóknakerfi • Spakur – Viðskiptamannakerfi • Spakur – Verkferlakerfi • Spakur – Tryggingakerfi • Vanskilakerfi • Millifærslukerfi • Afgreiðslukerfi
Fréttabréf Teris ákvað í tilefni af þessum tímamótum að ræða við Gísla Heimisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP Banka. Gísli starfaði áður hjá Glitni sem fram kvæmdastjóri rekstrarsviðs. Gísli var einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Mentis hf. árið 1999 og aðaleigandi og framkvæmdastjóri þess þar til hann hóf störf hjá Glitni. Áður var Gísli framkvæmda stjóri á upplýsingatæknisviði Landsbankans og yfirmaður upplýsingatæknisviðs hjá Landsbréfum hf. Hann starfaði sem ráð gjafi og hugbúnaðarsérfræðingur fyrir ým is fjármálafyrirtæki á árunum 1989–1993 og var verkefnisstjóri í Danske Bank í tvö og hálft ár eftir nám. Gísli er með meist aragráðu í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).
MP Banki í víðtækt samstarf við Teris – rætt við Gísla Heimisson, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP B anka Hvað getur þú sagt okkur um útibúið ykkar í Borgartúni 26? Útibúið er vel staðsett í alfaraleið og þar eru næg bílastæði. Þarna er einnig þjón ustuver bankans. Starfsfólk útibúsins og þjónustuversins er allt fyrrum starfsfólk SPRON og hefur áralanga þekkingu og reynslu af því að veita einstaklingum og fyrirtækjum úrvals bankaþjónustu. Hvað réði vali ykkar á Teris sem sam starfsaðila í upplýsingatækni? Það fer mjög gott orð af Teris í þróun og rekstri heildarlausna fyrir fjármála markað. Teris býður víðtækar og þraut reyndar viðskiptabankalausnir sem falla vel að þeim mikilvægu grunnkerfum og þjónustum sem við höfðum þegar til staðar, ekki síst frá Reiknistofu Bankanna. Þá sáum við að með samstarfi við félagið gætum við boðið viðskiptavinum okkar breiða þjónustu á skömmum tíma. Hverjir eru helstu viðskiptavinir MP Banka? MP Banki hefur frá upphafi sérhæft sig í eignastýringu og ávöxtun sparifjár og það eru okkar áherslur. Markhópur okkar er þeir sem eru vel upplýstir varð andi valkosti í fjármálum og vilja fá óháða ráðgjöf um sín mál. Við munum einbeita okkur að þeim sem hafa áhuga á að koma í heildarviðskipti við bankann og veita þeim úrvalsþjónustu. Hverjar eru áherslur ykkar og hver er sérstaða MP Banka?
2
Við erum ákaflega stolt af því að hafa r eynst traustsins verð gagnvart viðskipta vinum okkar. Sérstaða okkar er að vera óháður aðili á markaðnum og höfum sýnt að við höfum valið aðrar leiðir en samkeppnisaðilar og það hefur skilað viðskiptavinum okkar ávinningi. Við höf um einnig verið afar varkár í útlánum og munum áfram fylgja þeirri stefnu. Við ætlum áfram að vera „bankalegur“ banki sem ætlar að ná árangri fyrir við skiptavini sína með því að veita þeim góða og ó háða ráðgjöf. Er fjölgun útibúa á dagskrá eða verður meiri áhersla á þjónustu í gegnum netið? Við munum leggja mikla áherslu á að hafa einfalt vöruframboð sem er að gengilegt í Netbankanum og allar um sóknir um bankaviðskipti og einstaka þjónustuþætti eru á rafrænu formi á vefnum. Við lítum á það sem kjarna þess að veita góða þjónustu að gera þeim kleift að afgreiða sig sjálfir sem vilja það – hvar og hvenær sem þeim hentar. Flestir eru uppteknir í sínu starfi á þeim tíma þegar útibúið er opið. Það má kannski segja að við séum að búa til bankaþjónustu sem mætir kröfum okkar sjálfra sem erum önnum kafin yfir dag inn og viljum hafa hlutina einfalda og aðgengilega með rafrænum hætti svo að hægt sé að sinna fjármálunum þegar tími gefst til.
Það er kostnaðarsamt að reka útibúa net og við munum fara varlega í þeirri uppbyggingu þar sem við viljum reka hagkvæman banka til að geta veitt við skiptavinum okkar góð kjör.
MP Banki fagnaði 10 ára farsælu starfi 11. maí 2009. MP Banki hf. var stofn aður árið 1999 og hét þá MP Verðbréf. Árið 2003 fékk bankinn fjárfestingar bankaleyfi og bauð þá alhliða fjárfest ingarbankaþjónustu. MP Banki fékk fullt viðskiptabankaleyfi í október 2008 og hóf að taka við innlánum og sér eignarsparnaði til viðbótar við fyrri starfsemi. Í apríl 2009 tók Netbanki MP til starfa og fyrsta útibúið var opnað 11. maí 2009. Höfuðstöðvar bankans eru í Reykjavík en bankinn rekur einnig útibú í Vilníus í Litháen.
Sjálfvirkt bókhald í heimabanka Teris: Teris hefur þróað nýja lausn sem birtir sjálfvirkt bókhald í heimabanka. Lausnin er þróuð í samvinnu við Byr sparisjóð. Um er að ræða algjörlega sjálfvirka lausn sem birtir útgjöld, tekjur, samanburð á milli tímabila og sparnaðarmarkmið. Lausnin gefur frábæra yfirsýn yfir fjármál heimilsins en nú er mikilvægara en oft áður að fylgjast náið með fjárhagnum. Sjálfvirka bókhaldið hjálpar fólki við að ná betri tökum á fjármálunum. Notand inn getur auðveldlega séð í hvað pening arnir fara og greint hvar er hægt að spara. Hann getur sett sér markmið fyrir mánuðinn og tengt markmiðin við sparnað. Ef útgjöld haldast innan ákveð inna marka í mánuðinum, þá sér heima bankinn um að millifæra þá upphæð sem notandinn velur inn á sparnaðar reikning.
Helstu kostir • • • • •
Sjálfvirkt heimilisbókhald, enginn innsláttur Nákvæm yfirsýn yfir fjármálin – fyrirhafnarlaust Einfalt og fljótlegt að sjá hvort útgjöld eru meiri/minni en tekjur Hægt að bera saman útgjöld og tekjur m illi mánaða og ára Auðveldari leið til að setja raunhæf sparnaðarmarkmið
Sjálfvirka bókhaldið er byggt á undir liggjandi kerfinu „Útgjalda- og tekju greinir“ sem sækir upprunagögn í hreyf ingar bæði fyrir innlánsreikninga og kreditk ort. Kerfið sama ns tendu r af gagnagrunni sem geymir m.a. fram kvæmdar greiningar, markmið og still ingar og svo vefþjónustu sem viðmótið talar við. Útgjalda- og tekjugreinirinn er mjög öflugur og sveigjanlegur og byggð ur þannig að auðvelt er að innleiða hann í hvaða netbanka sem er eða önnur við mótskerfi.
3
Teris getur aðstoðað við hagræðingu á sviði upplýsinga tækni hjá fjármálafyrirtækjum Fréttabréfið innti Sæmund Sæmundsson, forstjóra Teris, eftir stöðu fyrirtækisins í dag og hvernig hann telji Teris geta leikið lykilhlutverk í hagræðingu í upplýsingatæknimálum hjá fjármálafyrirtækjum. Fjármálafyrirtæki standa frammi fyrir gjörbreyttu rekstrarumhverfi þar sem hagræðing og lækkun rekstrarkostnaðar eru efst á blaði. Upplýsingatæknikostn aður er einn af stærstu útgjaldaþáttum slíkra fyrirtækja og þar er hægt að ná fram mikilli hagr æðingu að m ati Sæmundar Sæmundssonar, forstjóra Teris. Fréttabréfið innti Sæmund eftir stöðu Teris í dag og hvernig hann telur að fyrirtækið geti leikið lykilhlutverk í hagræðingu í upplýsingatæknimálum fjármálafyrirtækja. Til hvaða aðgerða hefur Teris gripið til að bregðast við breyttum aðstæðum í umhverfinu? Síðastliðna 12 mánuði höfum við geng ið í gegnum gríðarlegar breytingar. Fjár málafyrirtæki eru okkar helstu viðskipta vinir og eðlilega endurspeglast rekstur þeirra í rekstri okkar á hverjum tíma. Við byrjuðum strax í mars 2008 að draga saman seglin til að mæta versnandi horf um á mörkuðum. Við höfum unnið eftir þeirri stefnu að bregðast ávallt strax við breyttum aðstæðum og treysta ekki á
4
að hlutirnir geti hugsanlega lagast síðar. Stærstu áföll í rekstri okkar urðu í mars sl. þegar þrír stórir viðskiptavinir; SPRON, Sparisjóðabankinn og Sparisjóður Mýra sýslu féllu allir nánast samtímis. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á Teris. Frá því í september 2008 höfum við fækkað starfsfólki um 40% og dregið úr öðrum rekstrarkostnaði að sama skapi, m.a. með því að allir starfsmenn tóku á sig launalækkun. Við höfum á sama tíma lækkað verðskrá okkar um tæplega 30% að nafnvirði sem þýðir um 45% raunlækkun. Okkur hefur að mínu mati tekist mjög vel að laga reksturinn að nýjum veruleika, sem felst ekki síst í að lækka umtalsvert upplýsingatæknikostn að núverandi viðskiptavina. Hvað kom þér mest á óvart í þessu hag ræðingarferli? Starfsfólkið, ekki spurning. Það fylgir því mikið álag á starfsfólk þegar ráðast þarf í svona róttækar og sársaukafullar breyt ingar. Aðstæður í þjóðfélaginu auka enn frekar á álagið. Ég vissi fyrir að hér vinn ur frábær hópur fólks. En útsjónarsemin
og eljan, ásamt einstakri samheldni og tryggð við fyrirtækið, hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Það hefur sannast enn einu sinni að starfsandi þessa fyrirtækis er jafnframt sterkasta vopn þess. Ég leyfi mér að fullyrða að Teris-andinn á fáa s ína líka. Nú hefur uppgangur fjármálageirans síðustu ár skapað mikla þenslu í upplýs ingatækni. Er hægt að draga saman seglin á þessu sviði? Fjármálageirinn sogaði til sín mikið af upplýsingatæknifólki á uppgangstím anum sem því miður hefur margt þurft frá að hverfa. Sem betur fer eru skýr merki um það að önnur fyrirtæki hafi þörf fyrir stóran hluta þess fólks. Það tel ég mjög mikilvægt, því það dregur úr líkum á því að fólk hverfi til starfa í öðrum löndum, þekkingin verður áfram í landinu og skapar verðmæti. Það er vissulega hægt að draga sam an seglin í upplýsingatækni. Teris er skýrt dæmi um það. Við þurftum reyndar að ganga mjög langt í niðurskurði, svo langt að ég hef stundum orðað það svo
að við höfum skorið alveg inn í bein. Það var því óhjákvæmilegt að lækka þjón ustustig okkar á ákveðnum sviðum. Það gerðum við í samráði við viðskiptavini okkar, t.d. með því að lækka viðmið um viðbragðsflýti, uppitíma sumra kerfa o.fl. Viðskiptavinir okkar hafa þrýst mjög á lækku n upplýsingat æknik ostna ða r þannig að við vorum að bregðast við óskum þeirra um leið. Þeir höfðu því mikinn skilning á nauðsyn þess að breyta
þjónustuviðmiðum. Það hjálpaði líka til að við erum með þjónustustigssamninga við alla viðskiptavini okkar sem skerpa mjög á mikilvægi einstakra þjónustu þátta, hvernig mæla skuli þjónustustig þeirra og að það er sameiginlegt ferli að breyta þjónustuviðmiðum. En hvernig hefur Teris það í dag? Þrátt fyrir allt hefur Teris það ljómandi gott, miðað við aðstæður. Við höfum á þessu ári náð samningum við nýja við
skiptavini og þróað nýjar lausnir sem hafa mælst vel fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins var betri en við áætluðum og skilaði viðunandi hagnaði. Við erum að ná mörgum af markmiðum okkar, þrátt fyrir þann ólgusjó sem við höfum siglt, svo að ég get ekki annað en verið sáttur við stöðuna. Hvernig metur þú framtíð Teris? Eru lík ur á því að næstu mánuðir einkennist af varfærni í r ekstri eða eru sóknarfæri? Framtíðarspá við núverandi aðstæður er verulegum annmörkum háð, það eru enn svo margir utanaðkomandi óvissu þættir sem geta haft áhrif. Lærdómur síðustu 12 mánaða hefur kennt mér að forsendur geta breyst fyrirvaralaust. Við verðum stöðugt að vera búin undir breytingar, oftar en ekki með litlum fyrir vara, en um leið að kunna að lifa í núinu. Það þarf því að sýna varfærni í rekstri, en um leið að vera opinn fyrir öllum möguleikum og þora að stökkva þegar rétta tækifærið gefst. Ég sé fullt af tæki færum til sóknar fyrir Teris í nánustu framtíð. Hvaða tækifæra e rtu þá að v itna til? Þegar sparisjóðir og viðskiptabankar fá fast land undir fætur, eins og nú hillir loksins undir, þá munu þeir þurfa að gera rekstur sinn eins hagkvæman og mögulegt er. Markaðurinn er einfaldlega gjörbreyttur. Upplýsingatækni er mjög stór kostnaðarliður í rekstri fjármálafyrir tækja og að mínu mati er hægt að ná fram miklum sparnaði og hagræðingu á því sviði. Sameining eininga, samnýt ing lausna og útvistun eru dæmi um aðgerðir sem geta skilað mjög mikilli hagræðingu. Teris er tilbúið að skoða alla möguleika í þessa veru. Hér eru til staðar skipulag, ferlar, lausnir og þekk ing til að sinna mörgum fjármálafyrir tækjum samtímis með allt sem lýtur að upplýsingatækni. Við eru því mjög vel í stakk búin til að vinna með fjármálafyrir tækjum við að ná fram sem mestri hag ræðingu í upplýsingat æknim álu m þeirra. Ertu bjartsýnn á framtíð Teris? Já, það er ég. Það eru tækifæri í öllum stöðum, það þarf einfaldlega að koma auga á þau og nýta þau þegar færi gefst. Svo er ekki hægt annað en að vera bjart sýnn á framtíð fyrirtækis sem hefur á að skipa jafn öflugum hópi starfsfólks og raun ber vitni. Þekkingin og reynslan, að ógleymdum Teris-andanum, munu fleyta okkur langt inn í framtíðina.
5
Ný útgáfa af Markaðsvaktinni leit dagsins ljós í lok september Markaðsvaktin er öflugur íslenskur hugbúnaður sem miðlar raun tímaupplýsingum og sögulegum gögnum frá NASDAQ OMX Nordic Exchange, þ.m.t. íslensku Kauphöllinni Með Markaðsvaktinni fæst fullkomin yfir sýn yfir tilboð og viðskipti með íslensk hluta- og skuldabréf á markaði. Markaðs vaktin er með fjölda greiningartóla sem hjálpa við ákvarðanatöku, til dæmis við kaup eða sölu verðbréfa. Lausnin er sér staklega þróuð með tilliti til þarfa íslenskra notenda og er mikið notuð af fagfólki á íslenskum fjármálamarkaði.
Meðal nýjunga eru: •
•
• •
• •
Hitakort – Ný þjónusta sem sýnir m.a. á myndrænan hátt hvort íslensk verðbréf (hluta- og skuldabréf) eru að h ækka eða lækka og hlutfall veltu ákveðins bréfs í heildarveltu dagsins. Íslenskar gjaldmiðlaupplýsingar – Áður var hægt að fá upplýsingar um gengi frá erlendum markaði (aflandsmarkaði) en nú er einnig hægt að fá gengisupplýsingar frá nýjum veitum, Sparisjóðunum og Landsbankanum. Einnig hefur Seðlabankinn verið gerður að sér veitu fyrir gengisupplýsingar. Vísitölur meðalgengis – Búið er að b æta við vísitölum meðalgengis frá Seðlabanka Íslands (nýjar gengisvísitölur). Vaxtaþjónusta – Ný þjónusta fyrir v exti sem var áður h luti af gjaldmiðlaþjón ustunni í Markaðsvaktinni. Um er að ræða IBOR-vexti (Interbank offered rate), s.s. LIBOR, REIBOR, EURIBOR og CIBOR. Hægt er að sjá vextina fyrir mismun andi lánstíma. Söguleg gögn fyrir afskráð félög – Notendur geta kallað fram söguleg gögn fyrir félög sem hafa verið afskráð af markaði síðan 2007. „Mín síða“– Hægt er að fá yfirlit yfir þær þjónustur sem notandinn hefur opnar á skjáborði s ínu og almennar notenda- og kerfisupplýsingar.
Teris gerir samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík og Teris undirrituðu nýlega samstarfssamning sem felur í sér að nemendur Háskólans í Reykjavík fá endurgjaldslaust afnotarétt af hugbún aðinum Markaðsvaktin. Markaðsvaktin er notuð af nær öllum fjármálafyrirtækj um á Íslandi. Með þessu vill Teris leggja sitt lóð á vogarskálarnar við að undirbúa
6
nemendur betur til að takast á við þau verkefni sem b íða þeirra eftir nám. Undir samninginn rituðu Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Teris, og dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, og lýstu þau bæði yfir mikilli ánægju með þetta samstarf. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.
Þjónustusamningar Teris hefur um árabil gert þjónustusamninga við viðskiptavini sína þar sem frammistaða einstakra lausna er mæld reglulega og niðurstöðurnar kynntar viðskiptavininum (service level agreement). Vel hefur tekist til með þetta verkefni enda var það unnið í góðu samstarfi við viðskiptavini Teris. Grunnurinn að góðum árangri er að samningsaðilar líta á þetta samkomulag sem samstarf um að ná góðum árangri saman. Nú nýverið voru undirritaðir þjónustusamningar við þrjá viðskiptavini sem lúta að heildarþjónustu við þá. Með þessu er undirstrikað að Teris er helsti samstarfsaðili viðkomandi fyrirtækja í upplýsingatæknimálum.
SPRON Factoring
Okkar líftryggingar hf. Á myndinni eru Eva Halldórsdóttir, forstöðumaður vátryggingasviðs Okkar líf tryggingar hf., og Jóhannes Eyfjörð, vörustjóri hjá Teris „Kröfur OKKAR líf til samstarfsaðila í upplýsingatækni eru miklar, sérstaklega hvað varðar öryggi og uppitíma kerfa og faglega úrvinnslu á oft flóknum verk efnum. Starfsfólk Teris hefur reynst okkur afar vel og hefur yfir að ráða mikilli sérfræðiþekkingu og skilur þarfir okkar. Við getum mælt með Teris við alla sem þurfa á öruggri og skilvirkri tölvuþjónustu á að h alda.“
Á myndinni eru Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri SPRON Factoring, og Haraldur Þorbjörnsson, viðskiptastjóri Teris „Samstarf okkar við Teris hefur nú á erfiðum tímum verið með miklum ágætum. Eftir að starfsemi móður félags okkar, SPRON, var hætt stóð Teris þétt við bakið á okkur og studdi það að starfsemi SPRON Factoring gat haldið á fram en e itt af því mikilvæg asta í starfseminni var að upplýsinga tæknimálin færu e kki úr skorðum. Þetta var langt frá því að vera sjálfgefið og þökkum við það einstöku samstarfi og trausti.“ Hrönn Greipsdóttir
Eva Halldórsdóttir
SP Fjármögnun Á myndinni eru Ragnar Þorri Valdimarsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs SP Fjár mögnunar hf., og Jóhannes Eyfjörð, vörustjóri hjá Teris Starfsfólk Teris hefur í góðri samvinnu við starfsfólk SP Fjármögnunar unnið að því síðustu mánuði að aðskilja rekstrar- og þróunarumhverfi hjá SP Fjármögnun. Þeirri vinnu er nú lokið. Helsti ávinningur þess að aðskilja þessar tvær einingar er aukið rekstraröryggi, jafnframt því að auðvelda þróunaraðilum vinnu sína og skýra ábyrgð milli þróunar og reksturs. Í framhaldi af þessari vinnu var undirritaður samningur um hýsingu og rekstur við SP Fjár mögnun. Samningurinn nær til vistunar á vef, gagnagrunni og öllum kerfum SP Fjármögn unar auk skilgreindrar sérþjónustu. „Við erum ánægð með Teris og þjónustu þeirra. Það má alltaf stóla á starfsfólk Teris að takast á við og leysa vandann. Teris er traustur samstarfsaðili sem vinnur fagmannlega og afgreiðir öll verkefni, stór sem smá, fljótt og vel.“ Ragnar Þorri Valdimarsson
7
Markaðsvaktin Fullkomin yfirsýn
Ertu að vinna með íslensk skuldabréf? Teris býður upp á lausnir fyrir þá sem þurfa að nálgast og vinna með upplýsingar um íslensk skuldabréf á markaði. Meðal þeirra lausna eru Markaðsvaktin og Genius Excel fjármálaupplýsingar en þær veita aðgang að rauntímaupplýsingum og sögulegum gögnum frá Kauphöll Íslands um skuldabréf ásamt ýmsum útreikningum.
Fáðu fullkomna yfirsýn Með Markaðsvaktinni færðu fullkomna yfirsýn yfir tilboð og viðskipti með íslensk skuldabréf á markaði og getur nýtt þér fjölda greiningartóla við ákvarðanatöku. Að auki fær Markaðsvaktin lifandi upplýsingar um tilboð og viðskipti með íslensk hlutabréf, gengi gjaldmiðla, millibankavexti, vísitölur og fréttir. Markaðsvaktin er sérstaklega þróuð með tilliti til þarfa íslenskra notenda.
Sveigjanlegt og einfalt viðmót Notendur geta aðlagað viðmót Markaðsvaktarinnar að eigin þörfum, enda lögð rík áhersla á einfaldleika og aðgengilega notkun við alla hönnun. Kerfið hentar því bæði fagaðilum og áhugamönnum.
Ókeypis reynslutími í 14 daga. Einföld uppsetning. Tekur innan við 5 mínútur og krefst engrar tæknilegrar þekkingar.
Íslensk lausn www.markadsvaktin.is
Helstu kostir Tilboðagreining og tilboðayfirlit. Öflugt fréttakerfi. Notendur geta sjálfir bætt við fleiri fréttaveitum. Greiningartól, um 50 mismunandi greiningaraðferðir – tæknirannsóknir, verðrannsóknir og tækniteikning. Yfirlit verðbréfasafna og einföld uppsetning á eigin verðbréfasöfnum. Vöktun á verðbréfum og markaðnum. Strimill sem birtir upplýsingar um öll viðskipti, tilboð og fréttir. Skipting á kaup- og söluaðilum fyrir einstök verðbréfasöfn og verðbréf. Upplýsingar um einstök félög, s.s. uppgjör og yfirlit yfir 20 stærstu hluthafa og þróun eignarhluta þeirra á tilteknu tímabili.