Teris 4tbl 2009

Page 1

Fréttabréf Teris Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hrannar Már Hallkelsson 4. tbl. 2. árg. nóvember 2009

Meðal efnis: Sjálfvirkt bókhald í heima­banka Teris

Te­ris get­ur að­stoð­að við hag­ræð­ingu á s­ viði upp­lýs­inga­tækni hjá fjár­ mála­fyr­ir­tækj­um

Ný út­gáfa af Mark­aðs­ vakt­inni ­leit dags­ins ljós í lok sept­emb­er

Te­ris ger­ir sam­starfs­ samn­ing við Há­skól­ann í Reykja­vík

Þjónustu­samningar

Útlit og umbrot: Skissa/www.skissa.net Prentun: Prentun.is Textahöfundar: Starfsfólk Teris. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Ljósmyndir: Myndir úr safni Teris og af internetinu.

MP B ­ anki í víðtækt samstarf við Teris Gott orð­spor Te­ris í ­rekstri og þró­un heild­ar­lausna fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki ­réði val­inu

MP Banki, sem er nýr valkostur á íslenskum viðskiptabankamarkaði, kom nú nýverið í viðskipti til Teris. MP ­Banki ­valdi eft­ir­far­andi lausnir frá Te­ris: • Net, starfs­stöðv­ar, póst­kerfi og hýs­ing á net­þjón­um ­• Heima- og fyr­ir­tækja­banki • Skeyta­send­inga­kerfi • Inn­heimtu­þjón­ustu­kerfi • Er­lend við­skipti • Greiðslu­þjón­ustu­kerfi með ­áherslu á sjálfs­af­greiðslu í net­banka • Gjald­skrár- og gjald­töku­kerfi • Um­sókna­kerfi • Spak­ur – Við­skipta­manna­kerfi • Spak­ur – Verk­ferla­kerfi • Spak­ur – Trygg­inga­kerfi • Van­skila­kerfi • Milli­færslu­kerfi • Af­greiðslu­kerfi

Frétta­bréf Te­ris ­ákvað í til­efni af þess­um tíma­mót­um að ræða við ­Gísla Heim­is­son, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs MP ­Banka. ­Gísli starf­aði áð­ur hjá Glitni sem fram­ kvæmda­stjóri rekstrarsviðs. ­Gísli var ­einn af stofn­end­um hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ment­is hf. árið 1999 og að­al­eig­andi og fram­kvæmda­stjóri þess þar til hann hóf störf hjá Glitni. Áð­ur var ­Gísli fram­kvæmda­ stjóri á upp­lýs­inga­tækni­sviði Lands­bank­ans og yf­ir­mað­ur upp­lýs­inga­tækni­sviðs hjá Lands­bréf­um hf. Hann starf­aði sem ráð­ gjafi og hug­bún­að­ar­sér­fræð­ing­ur fyr­ir ým­ is fjár­mála­fyr­ir­tæki á ár­un­um 1989–1993 og var verk­efn­is­stjóri í ­Danske Bank í tvö og hálft ár eft­ir nám. ­Gísli er með meist­ ara­gráðu í verk­fræði frá Tækni­há­skól­an­um í Dan­mörku (DTU).


MP ­Banki í víðtækt samstarf við Teris – rætt við Gísla Heim­is­son, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs MP B ­ anka Hvað get­ur þú sagt okk­ur um úti­bú­ið ykk­ar í Borg­ar­túni 26? Úti­bú­ið er vel stað­sett í al­fara­leið og þar eru næg bíla­stæði. ­Þarna er einn­ig þjón­ ustu­ver bank­ans. Starfs­fólk úti­bús­ins og þjón­ustu­vers­ins er allt fyrr­um starfs­fólk SPRON og hef­ur ára­langa þekk­ingu og ­reynslu af því að ­veita ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um úr­vals banka­þjón­ustu. Hvað ­réði ­vali ykk­ar á Te­ris sem sam­ starfs­að­ila í upp­lýs­inga­tækni? Það fer mjög gott orð af Teris í þróun og rekstri heildarlausna fyrir fjármála­ markað. Teris býður víðtækar og þraut­ reyndar viðskiptabankalausnir sem falla vel að þeim mikilvægu grunnkerfum og þjónustum sem við höfðum þegar til staðar, ekki síst frá Reiknistofu Bankanna. Þá sáum við að með samstarfi við félagið gætum við boðið viðskiptavinum okkar breiða þjónustu á skömmum tíma. Hverj­ir eru ­helstu við­skipta­vin­ir MP ­Banka? MP ­Banki hef­ur frá upp­hafi sér­hæft sig í eigna­stýr­ingu og ávöxt­un spari­fjár og það eru okk­ar áhersl­ur. Mark­hóp­ur okkar er ­þeir sem eru vel upp­lýst­ir varð­ andi val­kosti í fjár­mál­um og ­vilja fá ­óháða ráð­gjöf um sín mál. Við mun­um ein­beita okk­ur að ­þeim sem ­hafa ­áhuga á að ­koma í heild­ar­við­skipti við bank­ann og ­veita ­þeim úr­vals­þjón­ustu. Hverj­ar eru áhersl­ur ykk­ar og hver er sér­staða MP ­Banka?

2

Við er­um ákaf­lega stolt af því að ­hafa r­ eynst trausts­ins verð gagn­vart við­skipta­ vin­um okk­ar. Sér­staða okk­ar er að ­vera óháð­ur að­ili á mark­aðn­um og höf­um sýnt að við höf­um val­ið aðr­ar leið­ir en sam­keppn­is­að­il­ar og það hef­ur skil­að við­skipta­vin­um okk­ar ávinn­ingi. Við höf­ um einn­ig ver­ið af­ar var­kár í út­lán­um og mun­um ­áfram ­fylgja ­þeirri ­stefnu. Við ætl­um ­áfram að ­vera „banka­leg­ur“ ­banki sem ætl­ar að ná ár­angri fyr­ir við­ skipta­vini ­sína með því að ­veita ­þeim ­góða og ó ­ háða ráð­gjöf. Er fjölg­un úti­búa á dag­skrá eða verð­ur ­meiri ­áhersla á þjón­ustu í gegn­um net­ið? Við mun­um ­leggja ­mikla ­áherslu á að ­hafa ein­falt vöru­fram­boð sem er að­ gengi­legt í Net­bank­an­um og all­ar um­ sókn­ir um banka­við­skipti og ein­staka þjón­ustu­þætti eru á raf­rænu ­formi á vefn­um. Við lít­um á það sem ­kjarna þess að ­veita ­góða þjón­ustu að ­gera ­þeim ­kleift að af­greiða sig sjálf­ir sem ­vilja það – hvar og hve­nær sem ­þeim hent­ar. Flest­ir eru upp­tekn­ir í ­sínu ­starfi á ­þeim ­tíma þeg­ar úti­bú­ið er op­ið. Það má ­kannski ­segja að við sé­um að búa til banka­þjón­ustu sem mæt­ir kröf­um okkar ­sjálfra sem er­um önn­um kaf­in yf­ir dag­ inn og vilj­um ­hafa hlut­ina ein­falda og að­gengi­lega með raf­ræn­um ­hætti svo að hægt sé að ­sinna fjár­mál­un­um þeg­ar ­tími gefst til.

Það er kostn­að­ar­samt að ­reka úti­búa­ net og við mun­um ­fara var­lega í ­þeirri upp­bygg­ingu þar sem við vilj­um ­reka hag­kvæm­an ­banka til að ­geta ­veitt við­ skipta­vin­um okk­ar góð kjör.

MP ­Banki fagn­aði 10 ára far­sælu ­starfi 11. maí 2009. MP ­Banki hf. var stofn­ að­ur ár­ið 1999 og hét þá MP Verð­bréf. Ár­ið 2003 fékk bank­inn fjár­fest­ing­ar­ banka­leyfi og ­bauð þá al­hliða fjár­fest­ ing­ar­banka­þjón­ustu. MP ­Banki fékk fullt við­skipta­banka­leyfi í okt­ób­er 2008 og hóf að ­taka við inn­lán­um og sér­ eign­ar­sparn­aði til við­bót­ar við ­fyrri starf­semi. Í apr­íl 2009 tók Net­banki MP til ­starfa og ­fyrsta úti­bú­ið var opn­að 11. maí 2009. Höf­uð­stöðv­ar bank­ans eru í Reykja­vík en bank­inn rek­ur einnig úti­bú í Viln­íus í Lit­há­en.


Sjálf­virkt bók­hald í heima­banka Te­ris: Te­ris hef­ur þró­að ­nýja ­lausn sem birt­ir sjálf­virkt bók­hald í heima­banka. Lausn­in er þró­uð í sam­vinnu við Byr spari­sjóð. Um er að ­ræða al­gjör­lega sjálf­virka ­lausn sem birt­ir út­gjöld, tekj­ur, sam­an­burð á ­milli tíma­bila og sparn­að­ar­mark­mið. Lausnin gefur frábæra yfirsýn yfir fjármál heimilsins en nú er mik­il­væg­ara en oft áð­ur að fylgj­ast ná­ið með fjár­hagn­um. Sjálfvirka bókhaldið hjálpar fólki við að ná betri tökum á fjármálunum. Notand­ inn getur auðveldlega séð í hvað pening­ arnir fara og greint hvar er hægt að spara. Hann getur sett sér markmið fyrir mánuðinn og tengt markmiðin við sparnað. Ef útgjöld haldast innan ákveð­ inna marka í mánuðinum, þá sér heima­ bankinn um að millifæra þá upphæð sem notandinn velur inn á sparnaðar­ reikning.

­Helstu kost­ir • • • • •

Sjálf­virkt heim­il­is­bók­hald, eng­inn inn­slátt­ur Ná­kvæm yf­ir­sýn yf­ir fjár­mál­in – fyr­ir­hafn­ar­laust Ein­falt og fljót­legt að sjá hvort út­gjöld eru ­meiri/­minni en tekj­ur Hægt að ­bera sam­an út­gjöld og tekj­ur m ­ illi mán­aða og ára Auð­veld­ari ­leið til að ­setja raun­hæf sparn­að­ar­mark­mið

Sjálf­virka bók­hald­ið er byggt á und­ir­ liggj­andi kerf­inu „Út­gjalda- og tekju­ grein­ir“ sem sæk­ir upp­runa­gögn í hreyf­ ing­ar ­bæði fyr­ir inn­láns­reikn­inga og kred­it­k ort. Kerf­ið sam­a n­s tend­u r af gagna­grunni sem geym­ir m.a. fram­ kvæmd­ar grein­ing­ar, mark­mið og still­ ing­ar og svo vef­þjón­ustu sem við­mót­ið tal­ar við. Út­gjalda- og tekju­grein­ir­inn er mjög öfl­ug­ur og sveigj­an­leg­ur og byggð­ ur þann­ig að auð­velt er að inn­leiða hann í ­hvaða net­banka sem er eða önn­ur við­ móts­kerfi.

3


Te­ris get­ur að­stoð­að við hag­ræð­ingu á ­sviði upp­lýs­inga­ tækni hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um Fréttabréfið innti Sæmund Sæmundsson, forstjóra Teris, eftir stöðu fyrirtækisins í dag og hvernig hann telji Teris geta leikið lykilhlutverk í hagræðingu í upplýsingatæknimálum hjá fjármálafyrirtækjum. Fjár­mála­fyrir­tæki ­standa ­frammi fyrir gjör­breyttu rekstr­ar­um­hverfi þar sem hag­ræð­ing og lækk­un rekstr­ar­kostn­aðar eru efst á ­blaði. Upp­lýs­inga­tækni­kostn­ að­ur er ­einn af ­stærstu út­gjalda­þátt­um ­slíkra fyrir­tækja og þar er hægt að ná fram mik­illi hag­r æð­ingu að ­m ati Sæmund­ar Sæ­munds­son­ar, for­stjóra Teris. Frétta­bréf­ið ­innti Sæ­mund eft­ir ­stöðu Te­ris í dag og hvern­ig hann tel­ur að fyrir­tæk­ið ­geti leik­ið lyk­il­hlut­verk í hag­ræð­ingu í upp­lýs­inga­tækni­mál­um fjár­mála­fyrirtækja. Til ­hvaða að­gerða hef­ur Te­ris grip­ið til að bregð­ast við breytt­um að­stæð­um í um­hverf­inu? Síð­ast­liðna 12 mán­uði höf­um við geng­ ið í gegn­um gríð­ar­leg­ar breyt­ing­ar. Fjár­ mála­fyrir­tæki eru okk­ar ­helstu við­skipta­ vin­ir og eðli­lega end­ur­spegl­ast rekst­ur ­þeirra í ­rekstri okk­ar á hverj­um tíma. Við byrj­uð­um strax í mars 2008 að ­draga sam­an segl­in til að ­mæta versn­andi horf­ um á mörk­uð­um. Við höf­um unn­ið eftir ­þeirri ­stefnu að bregð­ast ­ávallt strax við breytt­um að­stæð­um og ­treysta ­ekki á

4

að hlut­irn­ir ­geti hugs­an­lega lag­ast síð­ar. ­Stærstu ­áföll í ­rekstri okk­ar ­urðu í mars sl. þeg­ar þrír stór­ir við­skipta­vin­ir; SPRON, Spari­sjóða­bank­inn og Spari­sjóð­ur Mýra­ sýslu ­féllu all­ir nán­ast sam­tím­is. ­Þetta hef­ur haft gríð­ar­leg ­áhrif á Te­ris. Frá því í sept­emb­er 2008 höf­um við fækk­að starfs­fólki um 40% og dreg­ið úr öðr­um rekstr­ar­kostn­aði að ­sama ­skapi, m.a. með því að all­ir starfs­menn ­tóku á sig launa­lækk­un. Við höf­um á ­sama ­tíma lækk­að verð­skrá okk­ar um tæp­lega 30% að nafn­virði sem þýð­ir um 45% raun­lækk­un. Okk­ur hef­ur að ­mínu ­mati tek­ist mjög vel að laga rekst­ur­inn að nýj­um veru­leika, sem felst ­ekki síst í að ­lækka um­tals­vert upp­lýs­inga­tækni­kostn­ að nú­ver­andi við­skipta­vina. Hvað kom þér mest á ­óvart í ­þessu hag­ ræð­ing­ar­ferli? Starfs­fólk­ið, ­ekki spurn­ing. Það fylg­ir því mik­ið ­álag á starfs­fólk þeg­ar ráð­ast þarf í svona rót­tæk­ar og sárs­auka­full­ar breyt­ ing­ar. Að­stæð­ur í þjóð­fé­lag­inu ­auka enn frek­ar á álag­ið. Ég ­vissi fyrir að hér vinn­ ur frá­bær hóp­ur fólks. En út­sjón­ar­sem­in

og elj­an, ­ásamt ein­stakri sam­heldni og tryggð við fyrir­tæk­ið, hef­ur far­ið fram úr mín­um björt­ustu von­um. Það hef­ur sann­ast enn ­einu ­sinni að starfs­andi ­þessa fyrir­tæk­is er jafn­framt sterk­asta vopn þess. Ég ­leyfi mér að full­yrða að Te­ris-and­inn á fáa s­ ína líka. Nú hef­ur upp­gang­ur fjár­mála­geir­ans síð­ustu ár skap­að ­mikla ­þenslu í upp­lýs­ inga­tækni. Er hægt að ­draga sam­an segl­in á ­þessu ­sviði? Fjár­mála­geir­inn sog­aði til sín mik­ið af upp­lýs­inga­tækni­fólki á upp­gangs­tím­ anum sem því mið­ur hef­ur margt þurft frá að ­hverfa. Sem bet­ur fer eru skýr ­merki um það að önn­ur fyrir­tæki ­hafi þörf fyrir stór­an ­hluta þess fólks. Það tel ég mjög mik­il­vægt, því það dreg­ur úr lík­um á því að fólk ­hverfi til ­starfa í öðrum lönd­um, þekk­ing­in verð­ur ­áfram í land­inu og skap­ar verð­mæti. Það er vissu­lega hægt að ­draga sam­ an segl­in í upp­lýs­inga­tækni. Te­ris er skýrt ­dæmi um það. Við þurft­um reynd­ar að ­ganga mjög langt í nið­ur­skurði, svo langt að ég hef stund­um orð­að það svo


að við höf­um skor­ið al­veg inn í bein. Það var því óhjá­kvæmi­legt að ­lækka þjón­ ust­ust­ig okk­ar á ákveðn­um svið­um. Það gerð­um við í sam­ráði við við­skipta­vini okk­ar, t.d. með því að ­lækka við­mið um við­bragðs­flýti, uppi­tíma ­sumra ­kerfa o.fl. Við­skipta­vin­ir okk­ar ­hafa þrýst mjög á lækk­u n upp­lýs­inga­t ækni­k ostn­a ð­a r þann­ig að við vor­um að bregð­ast við ósk­um ­þeirra um leið. ­Þeir ­höfðu því mik­inn skiln­ing á nauð­syn þess að ­breyta

þjón­ustu­við­mið­um. Það hjálp­aði ­líka til að við er­um með þjón­ust­ust­igs­samn­inga við ­alla við­skipta­vini okk­ar sem ­skerpa mjög á mik­il­vægi ein­stakra þjón­ustu­ þátta, hvern­ig ­mæla ­skuli þjón­ust­ust­ig ­þeirra og að það er sam­eig­in­legt ­ferli að ­breyta þjón­ustu­við­mið­um. En hvern­ig hef­ur Te­ris það í dag? Þrátt fyrir allt hef­ur Te­ris það ljóm­andi gott, mið­að við að­stæð­ur. Við höf­um á ­þessu ári náð samn­ing­um við ­nýja við­

skipta­vini og þró­að nýj­ar lausn­ir sem ­hafa mælst vel fyrir. Rekstr­ar­nið­ur­staða ­fyrstu sex mán­uði árs­ins var ­betri en við áætl­uð­um og skil­aði við­un­andi hagn­aði. Við er­um að ná mörg­um af mark­mið­um okk­ar, þrátt fyrir þann ólgu­sjó sem við höf­um siglt, svo að ég get ­ekki ann­að en ver­ið sátt­ur við stöð­una. Hvern­ig met­ur þú fram­tíð Te­ris? Eru lík­ ur á því að ­næstu mán­uð­ir ein­kenn­ist af var­færni í r­ ekstri eða eru sókn­ar­færi? Fram­tíð­ar­spá við nú­ver­andi að­stæð­ur er veru­leg­um ann­mörk­um háð, það eru enn svo marg­ir ut­an­að­kom­andi óvissu­ þætt­ir sem ­geta haft ­áhrif. Lær­dóm­ur síð­ustu 12 mán­aða hef­ur kennt mér að for­send­ur ­geta ­breyst fyrir­vara­laust. Við verð­um stöð­ugt að ­vera bú­in und­ir breyt­ing­ar, oft­ar en ­ekki með litl­um fyrir­ vara, en um ­leið að ­kunna að ­lifa í nú­inu. Það þarf því að ­sýna var­færni í ­rekstri, en um ­leið að ­vera op­inn fyrir öll­um mögu­leik­um og ­þora að ­stökkva þeg­ar ­rétta tæki­fær­ið gefst. Ég sé fullt af tæki­ fær­um til sókn­ar fyrir Te­ris í nán­ustu fram­tíð. ­Hvaða tæki­færa e­ rtu þá að v­ itna til? Þeg­ar spari­sjóð­ir og við­skipta­bank­ar fá fast land und­ir fæt­ur, ­eins og nú hill­ir loks­ins und­ir, þá ­munu ­þeir ­þurfa að ­gera rekst­ur sinn ­eins hag­kvæm­an og mögu­legt er. Mark­að­ur­inn er ein­fald­lega gjör­breytt­ur. Upp­lýs­inga­tækni er mjög stór kostn­að­ar­lið­ur í ­rekstri fjár­mála­fyrir­ tækja og að ­mínu ­mati er hægt að ná fram mikl­um sparn­aði og hag­ræð­ingu á því ­sviði. Sam­ein­ing ein­inga, sam­nýt­ ing ­lausna og út­vist­un eru ­dæmi um að­gerð­ir sem ­geta skil­að mjög mik­illi hag­ræð­ingu. Te­ris er til­bú­ið að ­skoða ­alla mögu­leika í ­þessa veru. Hér eru til stað­ar skipu­lag, ferl­ar, lausn­ir og þekk­ ing til að ­sinna mörg­um fjár­mála­fyrir­ tækj­um sam­tím­is með allt sem lýt­ur að upp­lýs­inga­tækni. Við eru því mjög vel í stakk bú­in til að ­vinna með fjár­mála­fyrir­ tækj­um við að ná fram sem ­mestri hag­ ræð­ingu í upp­lýs­inga­t ækni­m ál­u m ­þeirra. ­Ertu bjart­sýnn á fram­tíð Te­ris? Já, það er ég. Það eru tæki­færi í öll­um stöð­um, það þarf ein­fald­lega að ­koma ­auga á þau og ­nýta þau þeg­ar ­færi gefst. Svo er ­ekki hægt ann­að en að ­vera bjart­ sýnn á fram­tíð fyrir­tæk­is sem hef­ur á ­að skipa jafn öfl­ug­um ­hópi starfs­fólks og ­raun ber ­vitni. Þekk­ing­in og reynsl­an, að ógleymd­um Te­ris-and­an­um, ­munu ­fleyta okk­ur langt inn í fram­tíð­ina.

5


Ný út­gáfa af Mark­aðs­vakt­inni ­leit dags­ins ljós í lok sept­emb­er Mark­aðs­vakt­in er öfl­ug­ur ís­lensk­ur hug­bún­að­ur sem miðl­ar raun­ tíma­upp­lýs­ing­um og sögu­leg­um gögn­um frá ­NASDAQ OMX Nord­ic Ex­change, þ.m.t. ís­lensku Kaup­höll­inni Með Mark­aðs­vakt­inni fæst full­kom­in yf­ir­ sýn yf­ir til­boð og við­skipti með ís­lensk ­hluta- og skulda­bréf á mark­aði. Mark­aðs­ vakt­in er með ­fjölda grein­ing­ar­tóla sem ­hjálpa við ákvarð­ana­töku, til dæm­is við ­kaup eða ­sölu verð­bréfa. Lausn­in er sér­ stak­lega þró­uð með til­liti til ­þarfa ís­lenskra not­enda og er mik­ið not­uð af fag­fólki á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði.

Með­al nýj­unga eru: •

• •

• •

Hita­kort – Ný þjón­usta sem sýn­ir m.a. á mynd­ræn­an hátt hvort ís­lensk verð­bréf (­hluta- og skulda­bréf) eru að h ­ ækka eða l­ækka og hlut­fall ­veltu ákveð­ins bréfs í heild­ar­veltu dags­ins. Ís­lensk­ar gjald­miðla­upp­lýs­ing­ar – Áð­ur var hægt að fá upp­lýs­ing­ar um ­gengi frá er­lend­um mark­aði (af­lands­mark­aði) en nú er einn­ig hægt að fá geng­is­upp­lýs­ing­ar frá nýj­um veit­um, Spari­sjóð­un­um og Lands­bank­an­um. Einn­ig hef­ur Seðla­bank­inn ver­ið gerð­ur að sér ­veitu fyr­ir geng­is­upp­lýs­ing­ar. Vísi­töl­ur með­al­geng­is – Bú­ið er að b ­ æta við vísi­töl­um með­al­geng­is frá Seðla­banka Ís­lands (nýj­ar geng­is­vísi­töl­ur). Vaxta­þjón­usta – Ný þjón­usta fyr­ir v­ exti sem var áð­ur h ­ luti af gjald­miðla­þjón­ ust­unni í Mark­aðs­vakt­inni. Um er að ­ræða IB­OR-­vexti (Int­er­bank of­fer­ed rate), s.s. LI­BOR, REI­BOR, EURI­BOR og CI­BOR. Hægt er að sjá vext­ina fyr­ir mis­mun­ andi láns­tíma. Sögu­leg gögn fyr­ir af­skráð fé­lög – Not­end­ur ­geta kall­að fram sögu­leg gögn fyr­ir fé­lög sem ­hafa ver­ið af­skráð af mark­aði síð­an 2007. „Mín síða“– Hægt er að fá yf­ir­lit yf­ir þær þjón­ust­ur sem not­and­inn hef­ur opn­ar á skjá­borði s­ ínu og al­menn­ar not­enda- og kerf­is­upp­lýs­ing­ar.

Te­ris ger­ir sam­starfs­samn­ing við Há­skól­ann í Reykja­vík Há­skól­inn í Reykja­vík og Te­ris und­ir­rit­uðu ný­lega sam­starfs­samn­ing sem fel­ur í sér að nem­end­ur Há­skól­ans í Reykja­vík fá end­ur­gjalds­laust af­nota­rétt af hug­bún­ að­in­um Mark­aðs­vaktin. Mark­aðs­vakt­in er not­uð af nær öll­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­ um á Ís­landi. Með ­þessu vill Te­ris ­leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar við að und­ir­búa

6

nem­end­ur bet­ur til að tak­ast á við þau verk­efni sem b ­ íða ­þeirra eft­ir nám. Und­ir samn­ing­inn rit­uðu Sæ­mund­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Te­ris, og dr. ­Svafa Grön­feldt, rekt­or Há­skól­ans í Reykja­vík, og ­lýstu þau ­bæði yf­ir mik­illi ­ánægju með ­þetta sam­starf. Með­fylgj­andi mynd var tek­in við það tæki­færi.


Þjón­ustu­samn­ing­ar Teris hefur um árabil gert þjónustusamninga við viðskiptavini sína þar sem frammistaða einstakra lausna er mæld reglulega og niðurstöðurnar kynntar viðskiptavininum (service level agreement). Vel hefur tekist til með þetta verkefni enda var það unnið í góðu samstarfi við viðskiptavini Teris. Grunnurinn að góðum árangri er að samningsaðilar líta á þetta samkomulag sem samstarf um að ná góðum árangri saman. Nú nýverið voru undirritaðir þjónustusamningar við þrjá viðskiptavini sem lúta að heildar­þjónustu við þá. Með þessu er undirstrikað að Teris er helsti samstarfsaðili viðkomandi fyrirtækja í upplýsingatæknimálum.

SPRON Factoring

Okkar líftryggingar hf. Á myndinni eru Eva Hall­dórs­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur vá­trygg­inga­sviðs Okk­ar líf­ trygg­ing­ar hf., og Jó­hann­es Ey­fjörð, vöru­stjóri hjá Te­ris „Kröf­ur OKK­AR líf til sam­starfs­að­ila í upp­lýs­inga­tækni eru mikl­ar, sér­stak­lega hvað varð­ar ör­yggi og uppi­tíma ­kerfa og fag­lega úr­vinnslu á oft flókn­um verk­ efn­um. Starfs­fólk Te­ris hef­ur ­reynst okk­ur af­ar vel og hef­ur yf­ir að ­ráða mik­illi sér­fræði­þekk­ingu og skil­ur þarf­ir okk­ar. Við get­um mælt með Te­ris við ­alla sem ­þurfa á ör­uggri og skil­virkri tölvu­þjón­ustu á að h ­ alda.“

Á myndinni eru Hrönn Greips­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SPRON Fac­tor­ing, og Harald­ur Þor­björns­son, viðskipta­stjóri Te­ris „Sam­starf okk­ar við Te­ris hef­ur nú á erf­ið­um tím­um ver­ið með mikl­um ágæt­um. Eft­ir að starf­semi móð­ur­ fé­lags okk­ar, SPRON, var hætt stóð Te­ris þétt við bak­ið á okk­ur og ­studdi það að starf­semi SPRON Fac­tor­ing gat hald­ið á­ fram en e­ itt af því mik­il­væg­ asta í starf­sem­inni var að upp­lýs­inga­ tækni­mál­in ­færu e­ kki úr skorð­um. ­Þetta var langt frá því að ­vera sjálf­gef­ið og þökk­um við það ein­stöku sam­starfi og ­trausti.“ Hrönn Greips­dótt­ir

Eva Hall­dórs­dótt­ir

SP Fjármögnun Á myndinni eru Ragn­ar ­Þorri Valdi­mars­son, for­stöðu­mað­ur upp­lýs­inga­tækni­sviðs SP Fjár­ mögn­unar hf., og Jó­hann­es Ey­fjörð, vöru­stjóri hjá Te­ris Starfs­fólk Te­ris hef­ur í ­góðri sam­vinnu við starfs­fólk SP Fjár­mögn­un­ar unn­ið að því síð­ustu mán­uði að að­skilja rekstr­ar- og þró­un­ar­um­hverfi hjá SP Fjár­mögn­un. ­Þeirri ­vinnu er nú lok­ið. ­Helsti ávinn­ing­ur þess að að­skilja þess­ar tvær ein­ing­ar er auk­ið rekstr­ar­ör­yggi, jafn­framt því að auð­velda þró­un­ar­að­il­um ­vinnu ­sína og ­skýra ­ábyrgð ­milli þró­un­ar og rekst­urs. Í fram­haldi af þess­ari ­vinnu var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur um hýs­ingu og rekst­ur við SP Fjár­ mögn­un. Samn­ing­ur­inn nær til vist­un­ar á vef, gagna­grunni og öll­um kerf­um SP Fjár­mögn­ un­ar auk skil­greindr­ar sér­þjón­ustu. „Við er­um ­ánægð með Te­ris og þjón­ustu ­þeirra. Það má allt­af ­stóla á starfs­fólk Te­ris að tak­ast á við og ­leysa vand­ann. Te­ris er traust­ur sam­starfs­að­ili sem vinn­ur fag­mann­lega og af­greið­ir öll verk­efni, stór sem smá, fljótt og vel.“ Ragn­ar ­Þorri Valdi­mars­son

7


Markaðsvaktin Fullkomin yfirsýn

Ertu að vinna með íslensk skuldabréf? Teris býður upp á lausnir fyrir þá sem þurfa að nálgast og vinna með upplýsingar um íslensk skuldabréf á markaði. Meðal þeirra lausna eru Markaðsvaktin og Genius Excel fjármálaupplýsingar en þær veita aðgang að rauntímaupplýsingum og sögulegum gögnum frá Kauphöll Íslands um skuldabréf ásamt ýmsum útreikningum.

Fáðu fullkomna yfirsýn Með Markaðsvaktinni færðu fullkomna yfirsýn yfir tilboð og viðskipti með íslensk skuldabréf á markaði og getur nýtt þér fjölda greiningartóla við ákvarðanatöku. Að auki fær Markaðsvaktin lifandi upplýsingar um tilboð og viðskipti með íslensk hlutabréf, gengi gjaldmiðla, millibankavexti, vísitölur og fréttir. Markaðsvaktin er sérstaklega þróuð með tilliti til þarfa íslenskra notenda.

Sveigjanlegt og einfalt viðmót Notendur geta aðlagað viðmót Markaðsvaktarinnar að eigin þörfum, enda lögð rík áhersla á einfaldleika og aðgengilega notkun við alla hönnun. Kerfið hentar því bæði fagaðilum og áhugamönnum.

Ókeypis reynslutími í 14 daga. Einföld uppsetning. Tekur innan við 5 mínútur og krefst engrar tæknilegrar þekkingar.

Íslensk lausn www.markadsvaktin.is

Helstu kostir Tilboðagreining og tilboðayfirlit. Öflugt fréttakerfi. Notendur geta sjálfir bætt við fleiri fréttaveitum. Greiningartól, um 50 mismunandi greiningaraðferðir – tæknirannsóknir, verðrannsóknir og tækniteikning. Yfirlit verðbréfasafna og einföld uppsetning á eigin verðbréfasöfnum. Vöktun á verðbréfum og markaðnum. Strimill sem birtir upplýsingar um öll viðskipti, tilboð og fréttir. Skipting á kaup- og söluaðilum fyrir einstök verðbréfasöfn og verðbréf. Upplýsingar um einstök félög, s.s. uppgjör og yfirlit yfir 20 stærstu hluthafa og þróun eignarhluta þeirra á tilteknu tímabili.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.