Fréttabréf Teris Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hrannar Már Hallkelsson 1. tbl. 3. árg. mars 2010
Meðal efnis: MP Banki í nýjar höfuðstöðvar
Þekkingin aukin í Teris-skólanum
Bylting með rafrænum skilríkjum
Teris endurnýjar samning við Microsoft
Teris á Best of TechEd & Convergence 2010
Útlit og umbrot: Skissa/www.skissa.net Prentun: Prentun.is Textahöfundar: Starfsfólk Teris. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Ljósmyndir: Thom Quine og myndir úr safni Teris.
Hagræðing í upplýsingatækni er stóra tækifærið – hjá fjármálafyrirtækjum, segir Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja Samstarfið við Teris hefur gert smærri fjármálafyrirtæki fyllilega samkeppnishæf við stóru bankana í upplýsinga tækni að mati Ólafs, sem auk þess að vera sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja er einnig formaður stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða. Hann telur að íslenska fjármálakerfið í heild gæti nýtt sér þá þekkingu og reynslu sem byggð hefur verið upp hjá Teris til að draga úr kostnaði við upplýsingatækni.
Hagræðingartækifæri fjármálafyrirtækja eru í upplýsingatækni Ólafur Elísson hefur verið sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vest mannaeyja frá 1999 auk þess að vera formaður stjórnar Sambands íslenskra sparisjóða og stjórnarmaður í Teris. Hann segir mikilvægt að fjármálakerfið á Íslandi leiti allra leiða til að ná fram hagræðingu og þar geti upplýsinga tæknin gegnt lykilhlutverki. Við settumst niður með Ólafi og ræddum við hann um stöðu íslenska fjármála kerfisins, upplýsingatæknina í banka kerfinu og sparisjóðakerfið. Við byrjuð um á að spyrja hann hvernig hann meti stöðu sparisjóðanna í þeirri hagræðingu í íslensku fjármálakerfi sem nú stendur fyrir dyrum. „Án þess að ég fari of djúpt í slíkar vangaveltur, þá hefur skoðun okkar sem erum í forsvari fyrir sparisjóðina ávallt verið skýr. Við teljum að sparisjóðirnir gegni veigamiklu hlutverki á íslenskum fjármálamarkaði sem vandséð er að aðrir geti tekið yfir. Að þessu sögðu sé ég ekki annað fyrir mér en að sparisjóðirnir haldi velli þó það kunni að verða einhverjar breytingar,“ sagði Ólafur.
Samstarfið við Teris mikilvægt Að mati Ólafs eru stærstu tækifærin til hagræðingar á sviði upplýsingatækni. „Hjá flestum fyrirtækjum er kostnaður tengdur upplýsingatækni hár og það á
2
ekki síst við um fjármálafyrirtæki enda þurfa fyrirtæki í þessum geira að nota mjög flóknar og sérhæfðar lausnir til að halda utan um rekstur sinn. Sparisjóðirnir hafa í yfir tvo áratugi haft samstarf um alla upplýsingatækni í gegnum Teris sem hefur skilað mjög góðum árangri fyrir alla aðila. Ef ég lýsi mínum sjónarmiðum, þá finnst mér rétt að forsvarsmenn íslenskra fjármálafyrirtækja velti upp þeim möguleika að starfa meira saman í tengslum við upplýsingatækni en nú er gert,“ sagði Ólafur og bætti við að hvað varði samstarf sparisjóðanna séu klárlega tækifæri fyrir þá til að vinna enn meira saman þegar málefni þeirra taka að skýrast betur.
Samkeppnishæfir við stóru bankana Ólafur segir að samstarfið í Teris hafi tvímælalaust gert það að verkum að Sparisjóður Vestmannaeyja sé betur í stakk búinn til að mæta þeim erfiðleikum sem steðja að í núverandi árferði. Án
þessa samstarfs væri mun erfiðara fyrir fjármálastofnun á borð við Sparisjóð Vestmannaeyja að halda úti þeim flóknu upplýsingatæknilausnum sem eru nauðsynlegar nútíma bankastarfsemi. „Við erum í harðri samkeppni við stóru bankana og það er okkur gríðar lega mikilvægt að geta boðið viðskipta vinum okkar upp á samkeppnishæfar lausnir í t.d. sjálfsafgreiðslu. Sú staðreynd að við getum treyst Teris fyrir að hugsa um öll okkar upplýsingatæknimál gerir það að verkum að ávinningurinn af samstarfinu í Teris er mjög mikill fyrir sparisjóðina. Þetta gerir okkur kleift að einbeita okkur að því sem við gerum best, þ.e. að veita viðskiptavinum okkar framúrs karandi þjónustu, en láta sérfræðingana um að halda úti upplýsingat æknik erfunum,“ sagði Ólafur.
Getum lækkað heildarkostnað kerfisins Ólafur dregur ekki dul á að honum finnist kostnaðurinn, sem tengist upplýsingatækninni, mikill en þar séu tækifæri fyrir fjármálakerfið á Íslandi í heild til að hagræða í rekstrinum. „Leiðin til að ná kostnaðinum við upp lýsingatæknina niður er meiri samvinna fjármálafyrirtækja á þeim sviðum sem ekki skaðar samkeppni eða brýtur í bága við lög. Ég sé vel fyrir mér að þar geti Teris gegnt lykilhlutverki enda fyrirtæki á upplýsingatæknis viði sem hefur reynslu og þekkingu á því að veita þjónustu mörgum ólíkum viðskipta vinum í fjármálaþjónustu. Ef menn bera gæfu til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir í þessa átt er ég ekki í vafa um að þeim hagræðingarkröfum sem hafa komið fram verður náð að veru legum hluta,“ sagði Ólafur að lokum.
MP Banki í nýjar höfuðstöðvar Gott samstarf við Teris við uppbyggingu bankans undanfarna mánuði
Í byrjun febrúar 2010 flutti MP Banki í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla 13a og opnaði þar nýtt útibú. Starfsfólk Teris vann með MP Banka að flutningi tækni búnaðar og upplýsingatæknikerfa bankans. „Teris gegndi lykilhlutverki við tæknilegt skipulag og framkvæmd verk efnisins. Starfsmenn Teris hafa staðið sig mjög vel í að aðstoða MP Banka í
flutningum á höfuðstöðvum okkar nú í febrúar og því mikla uppbyggingarstarfi sem við höfum farið í gegnum á undan förnum mánuðum,“ segir Jóhannes H. Guðjónsson, forstöðumaður upplýsinga tækni MP Banka. Hjá bankanum er lögð mikil áhersla á góða og örugga þjónustu sem kallar á áreiðanleika kerfa, öryggi og góðar tæknilausnir.
„Starfsmenn Teris hafa staðið sig mjög vel í að aðstoða MP Banka í flutningum á höfuðstöðvum okkar nú í febrúar og því mikla uppbyggingarstarfi sem við höfum farið í gegnum á undanförnum mánuðum.“
MP Banki hefur starfað í rúm 10 ár og hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt á því tímabili. MP Banki fékk viðskiptabanka leyfi í október 2008 og hóf þá að taka við innlánum og séreignarsparnaði en áður rak bankinn árangursríka fjárfest ingabankastarfsemi. Í apríl 2009 keypti MP Banki Netbanka af Teris og var hann gangsettur á nokkrum dögum. Á sama tíma var fyrsta útibúið opnað með tilbúnum afgreiðslu- og viðskipta lausnum frá Teris. Í október 2009 ákvað MP Banki að færa öll tölvukerfi bankans í hýsingu og rekstur hjá Teris. Fréttabréf Teris óskar starfsfólki MP Banka innilega til hamingju með nýju höfuð stöðvarnar.
3
Þekkingin aukin í Teris-skólanum Þekking er undirstaða starfsemi Teris og grunnur þess að fyrirtækið verði áfram meðal framsæknustu fyrirtækja landsins á sviði upplýsingatækni.
Fræðslustefna Teris
Hanna María Jónsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála Teris, ber hitann og þungann af rekstri Teris-skólans.
Í ársbyrjun 2008 var settur á laggirnar hinn svokallaði Teris-skóli. Hugmyndin var upphaflega sú að búa til skipulagðan farveg til þess að miðla þeirri miklu þekkingu sem býr innan Teris. Terisskólinn er í raun og veru hattur yfir alla þá fræðslu- og endurmenntun sem starfsmönnum hefur verið boðið upp á undanfarin ár en með því að móta starfið skipulega má leggja skýrari línur og efla til muna það góða starf sem þegar hefur verið unnið í fræðslumálum innan Teris. Í fyrstu bauð skólinn upp á námskeið sem tengdust starfsemi Teris beint og óbeint og gátu starfsmenn þannig sótt skipulagða fræðslu innanhúss. Hluti af starfi Teris-skólans miðar að því að starfsmenn fái nauðsynlega starfsþjálfun og fræðslu í öryggismálum og eru skyldunámskeið hluti af starfi skólans. Nú er skólinn að hefja starf sitt þriðja starfsárið og enn eru að bætast við námskeið og nokkur eru orðin að föstum liðum í skólanum.
4
Starf skólans tekur mið af fræðslu stefnu Teris og byggir á þeirri hugmynda fræði að því meira sem við lærum, vitum og skiljum þeim mun meira gaman höfum við af lífinu og vinnunni. Allir starfsmenn geta komið með tillögur að efni. Oftar en ekki gerist það að starfsmenn leggja til að kennt verði námskeið fyrir alla eftir að hafa rætt við fróða samstarfsmenn. Þá er einfaldlega lagt til að menn stígi fram og deili reynslu og þekkingu á skemmra námskeiði en þó er að færast í aukana að lengri námskeið séu á dagskrá. Framtíðarsýn skólans er á þann veg að innan hans muni rúmast dagskrá sem uppfyllir þarfir starfsmanna til þess að viðhalda þekkingu, bæta við sig þekkingu og efla persónulega hæfni sína í víðum skilningi. Þekking er undirstaða starfseminnar og grunnur þess að Teris verði áfram eitt framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni.
Teris kappkostar að bjóða starfsfólki sínu ávallt bestu fræðslu sem völ er á hverju sinni. Hver starfsmaður er ábyrgur fyrir því að viðhalda eigin þekkingu og því er nauðsynlegt að hann fylgist vel með því sem í boði er. Tilgangurinn með fræðslu og þjálfun er að auka hæfni og ánægju í starfi og gera starfsmenn færari í því að takast á við ný og breytt verkefni. Markmiðið með fræðslunni er annars vegar að stuðla að því að starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og hins vegar að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.
Greining fræðsluþarfar Mat á fræðsluþörf vinna starfsmaður og yfirmaður í sameiningu. Starfsmanna samtöl miða m.a. að því að fram komi gagnkvæmar kröfur og væntingar. Eftir starfsmannasamtal er því fyrirliggjandi gróf áætlun um fræðslu á komandi ári. Til fræðslu teljast t.d. námskeið, ráðstefnur, fræðslufundir, lestur bóka og tímarita eða annað sem nýtist starfsmanni í starfi. Bæði er um að ræða fræðslu sem starfsmenn Teris standa fyrir og aðkeypt námskeið sem ýmist eru haldin á vinnustaðnum eða utan hans. Stefnt er að því að hver starfsmaður fái tækifæri til að sækja a.m.k. 5 daga fræðslu á ári. Frumkvæði að þátttöku í námskeiði getur komið frá starfsmanni eða yfirmanni, en Teris almennt lítur svo á að starfsmaðurinn eigi að hafa frumkvæði að því að viðhalda eigin þekkingu.
Bylting með rafrænum skilríkjum Í samningi við ríkið hafa bankar og sparisjóðir skuldbundið sig til þess að gefa út debetkort með rafrænu skilríki. Lokafrestur fyrir örgjörvavæðingu debetkorta rennur út í janúar 2011. Með rafrænu skilríki fæst aukið öryggi, trúnaður, heilleiki og óhrekjanleiki gagna. Án rafrænna skilríkja komast fjármála fyrirtæki ekki mikið lengra með rafræna ferla sína í samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænum skilríkjum felst gríðarleg hagræðing hjá fjármálafyrirtækjum bæði gagnvart viðskiptavinum, þar sem rafræn undirritun gerir viðskiptavinum kleift að ljúka flestum erindum frá tölvu og einnig innan fyrirtækjanna með styttri afgreiðslutíma og lægri póst- og pappírskostnaði svo eitthvað sé nefnt. Í notkun rafrænna skilríkja felst aukið öryggi en með þeim er hægt að sannreyna að mótaðili sé sá sem hann segist vera. Rafræn undirritun tryggir heilleika gagna þar sem hægt er að sannreyna að gögnum hafi ekki verið breytt eftir að þau voru rafrænt undirrituð. Rafræn skilríki uppfylla laga ákvæði um rafrænar undirritanir. Þau jafngilda þannig eiginhandaráritun og eru því óhrekjanleg.
Nýtt ferli við afhendingu debetkorta með skilríkjum Við afhendingu debetkorta þarf að fara eftir ströngum reglum og gæta fyllsta öryggis. Enginn má afhenda debetkort með rafrænu skilríki án þess að hafa hlotið þjálfun og vottun sem skráningar fulltrúi. Hlutverk skráningarfulltrúa er gríðarlega þýðingarmikið þar sem hann einn hittir skilríkishafann í eigin persónu og vottar að hann sé sá sem skilríkið segir til um. Þannig er það skráningar fulltrúinn sem vottar skilríkishafann gagnvart öllum þeim rafrænu gjörn ingum sem korthafi framkvæmir með skilríkinu. Það er því nauðsynlegt að í hverju útibúi séu að lágmarki tveir vottaðir skráningarfulltrúar.
Innleiðingarferli Teris Teris hefur þróað innleiðingarferli vegna afhendingar rafrænna skilríkja þar sem tekið er á öllu því sem til þarf til þess að
afhending geti farið fram með þeim hætti sem kröfur gera ráð fyrir. Í ferlinu felst m.a. þjálfun og vottun skráningar fulltrúanna, pöntun á starfsskilríkjum þeirra og uppsetning nauðsynlegs búnaðar á starfsstöðvar skráningar fulltrúanna. Æskilegt er að huga að innleiðingu á afhendingu rafrænna skilríkja í tíma og í raun ekkert því til fyrirstöðu að byrja strax. Teris hefur þegar farið í gegnum innleiðingarferlið með þremur útibúum Byrs og er til þjónustu reiðubúið strax í dag til að aðstoða hvern þann sem hefur hug á að hefja afhendingu debetkorta með skilríkjum.
Kynningar fyrir starfsmenn Hægt er að fá fræðslufulltrúa frá Teris í heimsókn til að kynna rafræn skilríki fyrir starfsmönnum. Þjálfunin fyrir skráningar fulltrúana getur svo farið fram hvort heldur sem er í viðkomandi útibúi eða hjá Teris, í smærri eða stærri hópum, allt eftir hentugleika. Þá veitir Teris ráðgjöf og tæknilega aðstoð fyrirtækjum sem t.d. vilja innleiða skráningu með raf rænum skilríkjum inn á vefsvæði sitt. Teris mun boða til morgunverðar fundar nú á næstu vikum þar sem fjallað verður almennt um rafræn skilríki, afhendingu þeirra og notkun. Fylgist því með tilkynningum um fundartíma og skráningu á Teris.is. Nánari upplýsingar veitir Svava Garðars dóttir hjá Teris, svava.gardarsdottir@ teris.is, og einnig er mikið af gagnlegu efni á www.skilriki.is
5
Teris endurnýjar samning við Microsoft Í lok desember endurnýjaði Teris samning við Microsoft vegna leyfamála fyrir árið 2010. Teris hefur um árabil séð um samninga fyrir hönd eigenda fyrirtækisins við Microsoft.
Teris er meðal stærstu viðsemjenda Microsoft á Íslandi og er samningurinn sem um ræðir svokallaður „Enterprise“samningur. Mikil undirbúningsvinna var unnin hjá Teris til að ná fram hagstæðum samningi og er niðurstaðan mjög góð að mati Jóhannesar Eyfjörð, vörustjóra Microsoft-lausna hjá Teris. M.a. náðist að semja fyrir áramót sem þýddi umtals verðan sparnað þar sem viðmiðunar gengi evru var kr. 130,- fyrir áramót en hækkaði í kr. 145,- eftir áramótin. Á næstu mánuðum mun Teris uppfæra og innleiða nýjar lausnir frá Microsoft sem munu leiða til meira öryggis og skilvirkni. Mikil áhersla verður lögð á að veita greinargóðar upplýsingar um þau verkefni sem fyrirhuguð eru áður en í þau verður lagt. Nánari upplýsingar um samninginn veitir Jóhannes Eyfjörð vörustjóri í gegnum netfangið johannes.eyfjord@teris.is.
Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, og Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Teris.
Markaðsvaktin Fullkomin yfirsýn í rauntíma Ertu að vinna með íslensk skuldabréf? Með Markaðsvaktinni færðu fullkomna yfirsýn yfir tilboð og viðskipti með íslensk skuldabréf á markaði og getur nýtt þér fjölda greiningartóla við ákvarðanatöku.
Markaðsvaktin inniheldur m.a.:
Tilboðagreiningu og tilboðayfirlit Einfalda uppsetningu á eigin verðbréfasöfnum Vöktun á verðbréfum og markaðnum Skiptingu á kaup- og söluaðilum á markaði Skuldabréfareiknivél
ÓKEYPIS REYNSLUTÍMI Í 14 DAGA WWW.MARKADSVAKTIN.IS
6
Teris á Best of TechEd & Convergence 2010 Microsoft-ráðstefnan Best of TechEd & Convergence 2010 var haldin dagana 26. og 27. janúar á Hilton Nordica Reykjavík Hótel. Teris tók þátt í sýningu samstarfsaðila Microsoft á Best of TechEd & Convergence 2010-ráðstefnunni. Til að undirstrika hversu miklir sérfræðingar starfsfólk Teris er þegar viðkemur upplýsingatækni þá skelltum við okkur í hvíta læknasloppa og vopnuðumst hlustunarpípum. Óhætt er að segja að eftir okkur hafi verið tekið en gríðarleg umferð var um básinn og metþátttaka var í spurningaleiknum okkar. Það var Valdís Sigurþórsdóttir, starfsmaður Landsbankans, sem hlaut verðlaunin í leiknum sem var iPod Shuffle-spilari.
Áherslan hjá okkur að þessu sinni var: Teris-ráðgjöf, Teris-öryggisúttektir og Teris-rekstur og -hýsing. Alls komu 1.134 gestir sem gerir þetta að fjölmennustu ráðstefnu í upplýsinga tækni sem haldin hefur verið á Íslandi.
Sérfræðingar að störfum: Frá vinstri, Snjólaug Haraldsdóttir, Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir og Svava Steina Rafnsdóttir.
7
Þarft þú að ná fram hagræðingu í upplýsingatækni? Teris veitir fjármálafyrirtækjum ráðgjöf og aðstoðar við hagræðingu á sviði upplýsingatækni
MANNAUÐUR
Ávinningur af samstarfi við Teris er m.a.: Öryggi í upplýsingatækni byggt á 20 ára reynslu í þjónustu við fjármálafyrirtæki Einn umsjónaraðili upplýsingatækniþjónustu með sérhæfða þekkingu á þörfum fjármálafyrirtækja Vottun samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO/IEC 27001:2005 Aðgangur að notendaþjónustu Teris og möguleiki á vettvangsþjónustu Kostnaðarhagræðing með miðlægum rekstri, stöðluðum verkferlum, sameiginlegum innkaupum og sérhæfðu starfsfólki
Yfir 20 ára reynsla í þjónustu við fjármálafyrirtæki
Teris – Hlíðasmára 19 – www.teris.is – teris@teris.is – 563 3300