Ăžingeyri
Örstutt söguágrip Dýrafjarðar Dýri nam Dýrafjörð á landsnámsöld og bjó að Hálsum í landi Hvamms en Þingeyri er talinn draga nafn sitt af Dýrafjarðarþingi sem á árum áður var haldið á eyrinni. Eitthvert þinghald var viðhaft á Þingeyri á landnámsöld en ekki er vitað með vissu um byggð hér fyrst eftir landnám. Í Gísla Sögu Súrssonar er Þorvaldur Gneisti nefndur ábúandi. Þorpið stendur við sunnan verðan Dýrafjörð, á eyri undir Sandafelli.
Þingeyri var verslunarstaður um langan aldur Á 13. og 14. öld voru erlend kaupskip farin að koma í Dýrafjörð og á 16. öld var Þingeyri orðin miðstöð viðskipta í firðinum. Aðallega voru þetta þýsk skip og sóttust þýksu kaupmennirnir helst eftir fiski, lýsi og vaðmáli. Eini Íslendingurinn sem fékk einkaleyfi til verslunarreksturs var Eggert Hannesson og var það árið 1579.
Á 15. og 16. öld voru það nær einvörðungu Þjóðverjar og Bretar ásamt einstaka spænskri skútu sem stundaði verslun í Dýrafirði. Árið 1602 var danska einokunin leidd í lög og tóku þá velauðugir danskir kaupmenn við öllum verslunarrekstri á staðnum. Dýrfirðingar versluðu þó á laun við franska duggara. 1684 var landinu öllu skipt í verslunarumdæmi og náði kaupsvið Þingeyrarkaupstaðar yfir norður hluta Arnarfjarðar, Dýrafjörð og Önundarfjörð Árið 1742 voru a Þingeyri fjögur hús, krambúð, beykihús, pakk-hús og torfkofi. Árið 1787 höfðu átta hús í viðbót bæst við.
Neils Christian Gram eignaðist allan verslunarrekstur og rak verlsun á Þingeyri. Hann var jafnframt konsúll Norðmanna, Bandaríkjamanna og Frakka. 1. janúar 1788 var svo einokunnarverslun Dana aflétt, N.C. Gram eignaðist allan verslunarrekstur á Þingeyri 8. júni 1866 og rak hér verslun og útgerð í rúm 30 ár. Þegar Gram tók við verlsun var á Þingeyri eitt heimili en 1901 hafði íbúum fjölgað í 173. Pakkhúsið er enn staðsett á Þingeyri og er það eitt elsta hús landsins. Það er timburhús sem var reist árið 1787 en var tekið niður til viðgerðar árið 1994. Árið 2009 var lokið við að setja þak á húsið og er það farið að taka á sig upprunalega mynd þó ekki sé lokið við viðgerðina.
Lifibrauð Dýrfirðinga Landbúnaður og sjómennska hafa verið lifibrauð Dýrfirðinga fyrr og nú og í sveitinni var búið mest á 49 býlum. Hákarlalegur voru mikið stundaðar frá Dýrafirði á árunum1860 til 1890. Sú síðasta mun hafa verið farin veturinn 1893. Hákarlaskipin voru öll smíðuð í firðinum.
Frönsk fiskiskip á Íslandsmið. Á síðari helmingi 19. aldar er talið að um og jafnvel yfir 300 frönsk fiskiskip hafi sótt á Íslandsmið. Frakkar voru tíðir gestir í Haukadal og þegar mest var lágu um 80 franskar duggur á Haukadalsbótinni. Frakkar sótti á þessum tíma fast að koma upp fiskverkunar-stöð í Dýrafirði og fjölga í kjölfarið fiskiskipum sínum við landið. Við útveginn áttu að starfa um 5000 manns til sjós og lands en 1. október 1855 bjuggu í Dýrafirði 735 en íbúar Reykjavíkur voru þá 1353.
Bretar hóta styrjöld í Evrópu. Frökkum tókst ekki að semja við Dani um land í Haukadal og réðu Bretar þar mestu um þar sem þeir höfðu hótað styröld í Evrópu ef Danir hyggðust veita Frökkum leyfi til uppbyggingar í Dýrafirði. Bretum hugnaðist illa að Frakkar færu að nema lönd á Atlandshafi þar sem breska heimsveldið hafi ráðið fram.
Amerískir lúðuveiðarar og gúmmistigvél. Á árunum 1884 til 1897 höfðu bandarískir lúðuveiðimenn frá Glouchester í Massachusetts, USA, bækistöð hérna og virtist það ekki neinum harmkvælum bundið. Kynntu þeir Þingeyringum fyrir nýjunginni gúmmistigvélum sem átti eftir að koma íslenskum sjómönnum að góðum notum. Lúðumiðunum voru um 20 mílur út frá Vestfjörðum og voru skipin að veiðum frá því snemma á sumrin og fram á haust. Hálfsmánaðarlega komu skúturnar í land til að taka vatn og vistir. Síðasta var gert út skip frá Gloucester til veiðar árið 1897. Ferðin á milli Þingeyrar og Glouchester tók frá 12 til 37 daga. Vitað er að þrjú skip týndust með allri áhöfn á þessari leið, en eitt skipti tókst að bjarga allri áhöfn þegar Skonnortan fórst á heimleiðinn til Glouchester.
Hótel Niagara Gramsverlsun hagnaðist vel á þessum tíma þar sem hlutur íslensku skipverjanna á lúðuveiðum var talsvert meiri en launin hjá öðrum bæjarbúum. Önnur starfsemi sem hagnaðist vel var „vertshúsið‟ eins og það er kallað í dag. Það er í eigu hjónin Guðbjörgu Jónsdóttir og Hjörtur Marteinsson. Húsið er eitt elsta hús Þingeyrar, reist af Birni Magnússyni „vert‟ og konu hans Gúðrúnu Sveinsdóttir árið 1881. Húsið var kallað Hótel Niagara að amerískum sið og var veitingasala og gistihús sem hafði leyfi til að hýsa sex ferðamenn í senn. Hjónin töpuðu húsinu til Grams-verslunarinnar um svipað leyti og uppgangstími amerísku lúðuveiðaranna var og kom það í hlut hreppstjórans Jóhannesar Ólafsson og konu hans Helgu Samsonardóttir, sem bjuggu í húsinu til 1895, að sjá um rekstur þess til ársins 1896.
Skósmíðaverkstæði og símstöð. Árið 1896, leigði Nathanael Mósesson, skósmiður, vertshúsið og opnaði skóamíðaverkstæði og var það stærsta sínnar tegundar sem nokkurn tímann hefur verið á Þingeyri þannig að glæsileikinn fór ekki alveg af starfseminni. Síðar átti húsið eftir að vera vettvangur fleiri míkilvægrar atburða í sögu Þingeyrar, m.a. hýsti það fyrstu símstöð þorpsins frá 1908 til 1920.
Hvalstöð á Höfðaodda Þilskipagerð jókst mjög á síðastu áratugnum 19. aldar og 1890 hóf norskur útgerðarmaður rekstur Hvalstöðvar á Framnesi, eða Höfðaodda sem er andspænis Þingeyri. Reksturinn varði til árið 1903. Norðmenn reisti alls fimm hvalstöðvar á Vestfjörðum í Dýrafirði, Önundarfirði, Álfta- og Seyðisfirði og Hesteyrarfirði.
Öflugur verslunarrekstri og Vélsmiðjan Guðm. J Sigurðssonar. 20 öldin var öld útgerðar og landbúnaðar
í Dýrafirði og lengi var hér öflugur verslunarrekstur. Einnig var rekið hótel, bakari, sælgætisgerð og að ógleymdri elstu starfandi vélsmiðju landsins. Vélsmiðjan tók til starfa árið 1913. Til hennar leituðu innlend og erlend skip eftir þjónustu sem var annáluð jafnt innan lands sem utan. Vélsmiðjan er nú rekin af Kristjáni Gunnarssyni sem rekur einnig bílaverkstæðið, Bílaog vélaþjónusta Kristjáns og sér hann um nánast alla þá þjónustu í kringum vélar og bíla eins og nafnið gefur til kynna. Byggðasafn Vestfjarðar tekur við smiðjunni og verður starfsmaður á vegum safnsins til staðar í smiðjunni.
Staðan í dag Á Þingeyri búa 263 manns og í Dýrafirði alls um 320 manns. Þingeyrarhreppur var áður sérstakt sveitarfélag en sameinaðist fimm örðrum sveitarfélaögum á Vestfjörðum 1. júni 1996. Aðalatvinnuvegur er enn sjávarútvegur og þjónustu við hann, auk grunnskóla, leikskóla, dvalarheimili aldraða, N1, Hamóna og Landsbankinn. Pósthúsinu verður lokuð í sumar. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og er nýtt ferðaþjónustu fyrirtæki EagleFjorð ehf. að taka til starfa í sumar, með fjölbreyta dagskrá alla daga frá klukkan 9 til 22.
Velkomin til okkar í Dýrafjörð Íþróttamiðstöð Þingeyrar
Nýleg innisundlaug og íþróttahús. StrandblakvöllurOpið 10 – 18 virka daga og 11–18 um helgar Knattspyrnuvöllur - Frjálsíþróttaaðstaða.
Golfvöllur Glámu
Sérstæður 9 holu golfvöllur í Meðaldal. Hlýlegur völlur án biðraða.
Skrúður & Menningarminjasafnið
Einn elsti skrúðgarður landsins frá 1909 og minjasafn í húsi stofnanda hans, Séra Sigtryggs.
Gamla Smiðjan
Ein elsta vélsmiðja landsins, stofnuð 1913.
Kaldbakur
Hraunskirkja í Keldudal
Hraunskirkja var reist árið 1885 og er af elstu formgerð turnlausra íslenskra timburkirkna.
Þingeyrarkirkja
Vígð 9. apríl 1910. Arkitekt: Rögnvaldur A. Ólafsson Altaristafla frá 1911, Jesús blessar börnin. Listmálari Þórarinn B. Þorláksson.
Tjaldstæði
Staðsett við sundlaugina. Aðstaða fyrir húsbíla. Þvottavél og þurrkari.
Skeiðvöllur
Skeiðvöllur, gerði og hesthús að Söndum. Öll aðstaða til mótshalds. Reiðskemma
Hæsta fjall Vestfjarða, 998m. 2 metra varða. 3 klst. ganga úr Fossdal.
Haukdalur
Fyrir Nes
Sandafell
Jeppavegur úr Dýrafirði og inn í Arnafjörð. Yfirþyrmandi glæfraleg á köflum. Ægifögur. Sæta þarf sjávarföllum.
Söguslóðir Gísla Sögu Súrssonar. Gönguferðir með leiðsögn
Fyrir ofan Þingeyri. 367m. Jeppaferð eða gönguleið.
Almenna upplýsingar Björgunarstöð SVFÍ Brautin, vinnuvélar EagleFjord ehf. ferðaþjónusta Félagsheimillið F&S Hópferðarbílar Gallerí Koltra Gistíheimilið Vera Gistihúsið Fjörðinn Heilsugæslastöðin Hestaleiga West Horses Hótel Núpur Hótel Sandafell Íþróttamiðstöðin Landsbankinn N1 Safn Jóns Sigurðssonar Hrafnseyri Samskip Simbahöllin Café Tengill, rafverktaki Tjörn, heimili aldraðar Upplýsingamiðstöð Ferðamanna Véla- og bílaþjónusta Kristjáns Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar
Heimildir:
s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s. s.
456 8265 852 0261 894 1684 456 8160 893 1058 456 8304 891 6832 847 0285 456 8122 869 5654 456 8235 456-1600 450 8470 410 4000 456 8280 456 8260 456 8158 869 5654 456 8278 456 8141 456 8304 456 8331 456 8113
Freysteinn Jóhannsson.2005, 15.maí. Bretar hótuðu Evrópustyrjöld út af ásókn Frakka í Dýrafjörð. Morgunblaðið, bls 22. Hagstofu Íslands. Manntal. http://www.hagstofaislands.is. Hrafnhildur Skúladóttir.2008. Adorable Dýrafjörður & Þingeyri. Þingeyri Tourist Information Hallgrímur Sveinsson. 1996. Mannlíf og saga í Þingeyrarhreppi. Vestfirska forlagið. Hulda Rós Guðnadóttir. 2000, 5. febrúar. “Ástandsár Á Þingeyri”.Morgunblaðið/ Lesbók. Sótt af netið 6. mars 2014. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/517042 Jóhann Diego Arnórsson. 2010. Undir miðnætursól. Amerískir lúðuveiðar við Ísland 1884-1897. Vestfirska forlagið. Kjartan Ólafsson. 1999. Firðir og fólk 900-1900. Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða.
Ábyrgðarmaður Sonja Elín Thompson mars 2014