Markaðsstofa Suðurlands

Page 1

Markaðsstofa Suðurlands ses. Tengslanet Fagráð atvinnulíf, menningar og ferðaþjónustu

Innan héraðs Fagráð stoðaðila og sveitarfélaga Tengiliðir

Erlendir aðilar

Sími: 483 5555 Netfang: info@south.is Veffang: www.south.is

Aðalfundur

Samnefnari fyrir: 15 sveitarfélög • 2.400 fyrirtæki • 26.286 íbúa

Ímyndarhópur

Stjórn

Aðilar í atvinnumálum, ferðamálum og menningu Stjórnsýsla og stoðstarfsemi

>À >sÃÃÌ v>Ê-ÕsÕÀ > `Ã

Markaðshópur Landbúnaður og matvælavinnsla

Forstöðumaður

Markaðshópur og Iðnaður Markaðshópur Ferðaþjónusta, menning og önnur þjón.

Markaðsstofa Suðurlands ses. var stofnuð haustið 2008 af ferðamálasamtökum á Suðurlandi og Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Starfssvæði stofunnar nær frá Lónsheiði í austri að Sandskeiði í vestri, auk Vestmannaeyja. Í bæklingi þessum eru kynnt helstu áhersluatriði Markaðsstofu Suðurlands.

Ólík sjónarmið rúmast í starfi Markaðsstofu Suðurlands með: • Ráðgjafarhópum atvinnugreina um markaðsmál. • Ráðgjafarhópi um ímyndarmál. • Þéttriðnu tengslaneti aðila innan og utan héraðs.

Þátttaka sveitarfélaga og fyrirtækja: Spör ehf.

Utan héraðs

Stjórn og starfsemi

Markaðsstofa Suðurlands Breiðumörk 20 810 Hveragerði

Lykilatriði til árangurs!


Tilgangur

Rekstur

Helstu verkefni

• Markaðsstofa Suðurlands verði í fararbroddi í sameiginlegu markaðs- og kynningarstarfi fyrir Suðurland bæði innanlands og utan með áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur. • Kynna kosti Suðurlands til búsetu og ferðalaga og stuðla að aukinni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. • Litskrúðugri menningu landshlutans og fjölbreyttri náttúru verði komið á framfæri með margvíslegum hætti. • Leggja áherslu á að skapa sterka og jákvæða ímynd Suðurlands. • Standa fyrir og styðja við fræðslu, ráðgjöf og nýsköpun. • Taka tillit til allra atvinnugreina landshlutans og sérkenna einstakra svæða frá austri til vesturs því samstarf allra atvinnugreina og svæða er lykilatriði við að ná árangri í eflingu Suðurlands.

• Í áætlunum Markaðsstofu Suðurlands er gert ráð fyrir áframhaldandi samningi við Ferðamálastofu um lágmarksfé til rekstrar en til að ná tilætluðum árangri til frambúðar í markaðs- og kynningarstarfi er nauðsynlegt að leita eftir þátttöku hagsmunaaðila á svæðinu, sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana. • Með greiðslu árgjalds tryggir viðkomandi sér þátttöku í starfsemi Markaðsstofunnar og getur því haft áhrif á stjórn og skipulag stofunnar og þær leiðir sem farnar verða í markaðs- og kynningarstarfi. • Nú þegar hafa fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi sótt um aðild að Markaðsstofu Suðurlands.

• Miðla upplýsingum innan og utan tengslanetsins (milli sveitarfélaga, ríkisvalds, fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila) um allt það sem kemur að gagni við að styrkja byggð og atvinnulíf á Suðurlandi. • Hönnun, prentun og dreifing kynningarefnis. • Sameiginlegur landshlutabæklingur. • Viðhalda vefsíðunni www.south.is og gera hana að öflugum ljósmynda- og gagnabanka. • Innri frétta- og tilkynningavefur fyrir tengslanetið. • Markaðsstofa Suðurlands á Facebook. • Útgáfa Fréttablaðs Markaðsstofu Suðurlands. • Standa fyrir og taka þátt í kynningarviðburðum og ráðstefnum. • Reglulegar auglýsingar og fréttatilkynningar í fjölmiðlum. • Framkvæmd almennra kannana um ánægju viðskiptavina með tilheyrandi eftirfylgni.

Ávinningur • Betri og markvissari nýting fjármuna til markaðs- og kynningarstarfs. • Markaðs- og kynningarstarf fyrir Suðurland skilvirkara og skipulagðara með kosti landshlutans til búsetu, afþreyingar, menntunar og atvinnu að leiðarljósi. • Aukið samstarf og sameiginleg ákvarðanataka innan og milli atvinnugreina, svæða og sveitarfélaga. • Fjölgun gesta sem dvelja lengur, eyða meiri fjármunum og eru líklegri til að koma aftur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.