STARA VII

Page 1

STARA Rit Sambands Ă­slenskra myndlistarmanna

no 7, 2.tbl 2016


h is ere~ l g h

E nl i c k ~

C

4&5

Kjósum um sköpun og listir Jóna Hlíf Halldórsdóttir

6&7

Listamannahús á Seljavegi 10 ára

8&9

Samtal við Katrínu Elvarsdóttur

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

12-25

Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu Jóna Hlíf Halldórsdóttir

2

10&11

Sigurður Guðjónsson í BERG Contemporar y Æsa Sigurjónsdóttir

26&27

Miðopnan: Gunnhildur Hauksdóttir

28&29

NEI! SAGÐI LITLA SKRÍMSLIÐ Gerður Kristný


NO 7, 2.TBL 2016

30&31

32&33

34&35

Gestavinnustofan

Níu dagar í Berlín

Dagar myndlistar

Katinka Theis

Úlfur Karlsson

Sigrún Hrólfsdóttir

36&37

38-45

Gallerí Úthver fa Elísabet Gunnarsdóttir

Myndlistar- og menningarstefna stjórnmálaflokka á Alþingi 2016 Guðjón Tr yg g vason

46&47 Lokun listasafns ASÍ Hlynur Helgason

3


Kjósum um sköpun og listir Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Ég auglýsi, í aðdraganda þessara kosninga eftir stjórnmálastefnu þar sem lögð er áhersla á sköpun og listir. Sköpunin skiptir okkur öll máli, það er staðreynd. Hún skiptir sköpum bæði núna og til framtíðar litið. Sköpunin býr okkur samfélag sem hæfir, hún býr okkur lausnir og andsvör ef þarf. Sköpunargáfan er undirstaða samfélaga og listirnar rækta hana. Listin er almáttug að því leyti að hún lifir sig; lifir fram yfir okkar daga, fortíð og framtíð. Hún er, hefur verið og verður. Hvað hún nákvæmlega er, er annað mál. Listin getur allt. Listamenn líka.

4

Talandi um það: Getum við verið sátt við að fá ekki borgað fyrir að sýna okkar eigin verk í opinberum söfnum? Við þurfum ekki lengur að vera lítillát gagnvart því opinbera eða fulltrúum þeirra nema við viljum. Við drögum sjálf mörkin, og það gerum við bara með því að fylgja eftir sannfæringu okkar. Við eigum að krefjast þess að fá sanngjarna þóknun fyrir sýningu verka okkar og vinnu, með sama hætti og allir aðrir sem leggja á sig vinnu vegna sýningarhalds í opinberum söfnum. Fleiri stjórnmálaflokkar mættu aðhyllast svo almenna skynsemishyggju. Þessi grundvallarkrafa

ætti heima í öllum menningarstefnum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október, en líkt og lesa má um í greininni „Myndlistar- og menningarstefna stjórnmálaflokka á Alþingi 2016“, er vöntun á skýrum skilaboðum frá íslenskum stjórnmálaflokkum. *** SÍM telur að allir myndlistarmenn sem boðið er að sýna í opinberum söfnum eigi að fá greitt fyrir sýningarhald. Okkar einfalda, skýlausa krafa í aðdraganda þessara kosninga er að allir stjórnmálaflokkar virði þá skoðun myndlistarmanna.


Að sama skapi telur SÍM að stjórnmálaflokkar hér á landi ættu að leggja blessun sína yfir „Drög að Framlagssamningi“, sem þegar liggja fyrir, um þóknun til myndlistarmanna sem sýna í opinberum söfnum. Stuðningur við þessa eðlilegu kröfu myndlistarmanna ætti að vera þvert á flokka, en er það ekki enn sem komið er. Pólitískar áherslur á borð við þessa myndu færa íslenskt samfélag nær norrænum samfélögum og gera samfélag listamanna hér á landi samkeppnishæft við samanburðarlönd.

tíma bjóða sífellt fleiri stjórnmálaflokkar fram til Alþingis. Hvar er menningarstefna þessara flokka og stefna varðandi listgreinar? Þarf ekki að krefja þessa flokka um slíka stefnu?

***

Við krefjumst ekki mikils, eingöngu þess að þeirri virðingu sem felst í boði um að sýna verk í einhverjum af virtustu sýningarsölum Íslands fylgi einnig virðing í formi

Eins og staðan er núna leggja fáir stjórnmálaflokkar áherslu á málefni okkar listamanna. Á sama

Í kosningabaráttunni fyrir næstu kosningar eigum við listamenn að krefjast þess að vera metnir að verðleikum með sama hætti og listamenn á hinum Norðurlöndunum. Við eigum að geta fengið borgað fyrir að setja upp okkar eigin sýningar, með sama hætti og samstarfsfólk okkar.

þóknunar fyrir tíma okkar, líf og hugmyndir. Sams konar þóknun fá enda allir aðrir verktakar sem taka þátt í að koma sýningum okkar á fót. Allir verktakar fá borgað fyrir okkar sýningu, sýninguna sem við bjuggum til, sýninguna sem við lögðum í allan okkar sköpunarkraft. Ég auglýsi hér með, afdráttarlaust, eftir stjórnmálum sem taka á þessu. Eftir stjórnmálaöflum sem vilja vinna með SÍM við að breyta þessu fyrir fullt og allt. Og ég auglýsi eftir listamönnum sem standa saman til að breyta þessu. Breytum þessu; við borgum myndlistarmönnum.

5


Listamannahús SÍM á Seljavegi 10 ára Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Framkvæmdarstjóri SÍM

Lengi hefur verið mikill skortur á vinnustofurými fyrir myndlistarmenn, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Það var því fagnaðarefni fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna þegar félagið tók á leigu heila húseign sem áður hýsti höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands við Seljaveg 32, af Fasteignum ríkisins. Um mitt sumar árið 2006 fluttu 55 listamenn inn á Seljaveginn og hófu starfsemi sína í 44 vinnustofum. Frá stofnun hafa 155 myndlistarmenn verið með vinnustofu þar í lengri eða skemmri tíma.

atvinulífsins. SÍM mun halda upp á 10 ára afmælið 22. október nk. og verður sömu aðilum boðið að fagna með okkur á þessum merku tímamótum. Vinnustofuhúsið hefur reynst afar góður kostur fyrir starfsemi myndlistarmanna. Því var skipt annars vegar í vinnustofur og sameiginlegt rými á jarðhæð, þar sem unnt er að vinna að stærri verkum, og hins vegar í SIMRES, alþjóðlegt Gestavinnustofusetur fyrir erlenda myndlistarmenn.

Formleg opnun Listamannahúss Alls hafa nú 46 myndlistarmenn aðSÍM var 24. ágúst 2006. Til fagnaðar- stöðu í húsinu með 40 vinnustofur, ins var boðið fulltrúum ríkis og en þeim var fækkað um fjórar þegar borgar, starfsfólki menningarstofn- Gestavinnustofusetrið SIMRES var ana, listamönnum og áhugamönnstækkað árið 2009. Fyrstu árin var um um myndlist, auk fulltrúa auk þess starfrækt sýningarrými á

6


fyrstu hæð. Langur biðlisti er að jafnaði eftir vinnurými á Seljavegi enda er þörfin mikil. Frá upphafi hafa starfað í húsinu hlið við hlið sumir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar en einnig yngri listamenn og hefur oftar en ekki fylgt þessari blöndu mikill sköpunarkraftur. Gestavinnustofusetur SÍM fyrir erlenda myndlistarmenn hefur verið mjög eftirsótt af listamönnum alls staðar að úr heiminum og sannast sagna hefur verið fullbókað alla mánuði ársins frá upphafi. Gestaíbúðin er staðsett á efstu hæð hússins en þar er hið fegursta útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsnes. Fyrstu árin var hægt að taka á móti fimm erlendum listamönnum í hverjum mánuði, en eftir að gestaíbúðin

var stækkuð árið 2009 geta 11 listamenn dvalið í íbúðinni á sama tíma, frá einum og upp í þrjá mánuði í senn. Frá stofnun hafa því hátt í 2.500 listamenn víða að úr heiminum dvalið í SIMRES. Gestavinnustofusetrið hefur reynst starfsemi SÍM afar mikilvægt, sem og félagsmönnum SÍM og allri listasenunni í Reykjavík. Oft hafa myndast sterk tengsl milli erlendra og íslenskra listamanna og hafa þau tengsl jafnvel leitt til ýmissa fjölþjóðlegra sýningarverkefna. Með því að byggja upp eftirsóknarvert alþjóðlegt gestavinnustofusetur fyrir erlenda myndlistarmenn, hefur tekist að gera Ísland að fullgildum þátttakanda í heimslistinni og gera landið að vettvangi

fyrir alþjóðlega myndlist. Þess má geta að SIMRES er stærsta gestavinnustofumiðstöð fyrir listamenn á Norðurlöndunum. Fyrir utan samnýtingaráhrifin fylgja því margir kostir fyrir myndlistarmenn að vinna saman í listamannahúsi eins á og Seljaveginum. Fyrst og fremst er það þó sú orka sem myndast þegar margir koma saman, bæði innlendir og erlendir listamenn. Líkt og i öðrum listgreinum er tengslanetið einn mikilvægasti þátturinn í starfsumhverfi listamannsins. Listamannahúsið á Seljavegi hefur verið einn af hornsteinum í starfsemi SIM og er óskandi að svo geti verið áfram um ókomin ár.

7


Frá stofnun vinnustofa SÍM að Seljavegi 32 hefur Katrín Elvarsdóttir verið með vinnustofu í því húsi. STAR A náði tali af Katrínu og ræddi við hana um mikilvægi vinnustofunnar, myndlist og vinnuferlið. www.katrinelvarsdottir.com

Katrín Elvarsdóttir Ég fór i Háskóla Íslands að læra – það var líka mjög góður tími. Þar frönsku eftir menntaskóla. Mig kynntist ég öðrum miðlum eins og langaði að ná tökum á tungumálteikningu og video, sem mér fannst inu og var heilluð af frönskum áhugavert, en ljósmyndin hefur bókmenntum og kvikmyndum. Ég alltaf verið minn miðill. hafði verið mikið í Frakklandi á menntaskólaárunum og sá fyrir Innblástur mér að fara þangað síðar í frekara Frá bókmenntum, kvikmyndum og háskólanám. En um það leyti sem ákveðnum stöðum — oftast einég útskrifaðist úr HÍ fékk ég ljóshverju manngerðu. myndadellu og ákvað að fara um haustið til Bandaríkjanna að læra Hugmyndavinna ljósmyndun. Ég fór til Melbourne í Þegar ég fæ hugmyndir þá fer ég Flórida í tveggja ára ljósmyndastrax í myndatökur, en þær leiða nám, í skóla sem heitir Brevard mig oft áfram, og ég fer aftur og Community College. Bandaríska aftur á sömu staði að mynda eða skólakerfið hentaði mér mjög vel og endurtek sömu hugmyndirnar kennararnir lögðu mikinn metnað þangað til eitthvað gengur upp. í kennsluna. Ég upplifði í fyrsta sinn kennara sem vildu virkilega Verkefnin framundan kenna manni og höfðu það sem Ég fer á Fotobook Festival í Osló í aðal markmið, frekar en að fella haust, í fyrsta skipti. Þeir sem standa mann. Mér fannst námið rosalega að þessari hátíð fengu mig til að skemmtilegt og var í stúdíó- og velja íslenskar ljósmyndabækur á myrkraherbergisvinnu langt fram sýningu sem verður í sérstökum eftir kvöldi flesta daga vikunnar. skála á hátíðinni. Svo fer ég til DanSíðan fór ég í listaháskóla í Boston merkur í október að hitta samstarfssem heitir Art Institute of Boston aðila vegna sýningar sem ég stýri

8

og hefur fengið vinnutitilinn This Island Earth; hún verður sett upp í Gallery Image í Danmörku á næsta ári og mun síðan fara til Oulu í Finnlandi. Ég er jafnframt núna í hugmyndavinnu tengdri tveimur sýningum sem ég er að vinna ný verk fyrir, ásamt finnskum og íslenskum listamönnum; sýningarnar verða í Talinn og Helsinki. Mikilvægi vinnustofunnar Það er nauðsynlegt að vera með fastan stað til að vinna á þar sem maður getur verið alveg í friði. Ég á líka töluvert af verkum frá undanförnum árum sem þurfa að vera aðgengileg þegar ég fæ heimsóknir frá sýningarstjórum og erlendum gestum. Lýsing á vinnustofunni (í 20 orðum) Vinnustofan er í fyrrverandi skrifstofurými á annari hæð á Seljavegi, í rólegum enda húsins — með útsýni að sjónum.


Lj ó s my n d Kat r í n E lv ar s d ó t t i r

Markmiðið / toppurinn í starfinu Að taka þátt í alþjóðlegum sýningum og samstarfi – og að geta það án þess að þurfa að flytja úr landi. Af hverju ertu myndlistarmaður Myndlist er það er sem mig langar mest til að gera. Í fullkominni veröld væri myndlist ... Hvað er ‘fullkomin veröld’? Það hljómar ekki eins og staður sem ég vil vera á. En hérna á Íslandi mætti almennt vera borin meiri virðing fyrir starfi myndlistarmanna. Mottó Ég hef ekki valið mér mottó, nema þá kannski að vanda valið á vinum. Áhrifavaldar Ég heillast mikið af fólki, og er mjög áhrifagjörn; margir góðir vinir eru listamenn, tónlistarmenn eða hönnuðir, sem allir hafa haft áhrif á mig, á margvíslegan hátt. Amma mín, Guðbjörg Bárðardóttir, hafði

mikil áhrif á mig þegar ég var barn og unglingur en hún lést þegar ég var 18 ára. Ég hef búið í mörgum löndum frá 11 ára aldri, lengst af í Bandaríkjunum en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Englandi. Áhrifin koma held ég frá bandaríska myndlistarheiminum, frönskum kvikmyndum og bókmenntum, skandinavískri fagurfræði. SÍM er Fyrst og fremst hagsmunafélag. Ég var í stjórn SÍM í mörg ár og kynntist innra starfinu mjög vel. Ég veit að það getur verið vanþakklátt starf sem stjórnin vinnur, en ég er sannfærð um að það sé mikilvægt íslenskri menningu og myndlist. Það er líka margt praktískt við það að vera félagi sem nýtist manni í starfi, eins og leiga á vinnustofu, að komast inn í söfn erlendis endurgjaldslaust og að geta sótt um styrki úr ferðasjóði Muggs.

Reynslan af Seljavegi Það var mikill samgangur í húsinu fyrstu mánuðina en það er mun rólegra núna. Að vísu er ég ekki í sömu vinnustofu – ég var í opnara rými fyrstu árin. Vinnustofan mín er svolítið falin núna ... það gengur enginn þar framhjá nema að eiga sérstakt erindi. Ég man að það var mikil óvissa hjá SÍM um reksturinn á Seljavegi haustið 2008 og til að vekja athygli á starfseminni settum við leigjendurnir upp sýningu þar sem verk í stærðinni A5 voru seld á 5000 kr. stykkið. Verkin voru seld undir nafnleynd – sá sem keypti fékk ekki að vita eftir hvern verkin voru fyrr en þau voru afhent. Þar gerði ég góð kaup – keypti tvö verk, annað eftir Steingrím Eyfjörð og hitt eftir Helga Þórsson. Í ár er 10 ára afmæli SÍM hér í húsinu – hver veit nema eitthvað slíkt verði endurtekið.

9


Segulmögnun minninganna Æsa Sigurjónsdóttir

Tíminn og mennskan gæti verið y firskrift sýningar Sigurðar Guðjónssonar í BERG Contemporar y sem opnaði 2. september síðastliðinn. Þung svör t tjöld girða af skarkala götunnar þegar gengið er inn í lokaða veröld listr ýmisins þar sem þrjú ný myndbandsverk AV Machine, Tape, Well eru samstillt á þann hátt að náttúru- og tæknihljóð renna saman í ágenga líkamlega návist inni í þykkri dimmunni sem umlykur áhor fendur.

Lj ó s my n d Vi g f ú s Bi r g i s s o n f y r i r B E R G C o nt e mp o rar y

10


Lj ó s my n d Vi g f ú s Bi r g i s s o n f y r i r B E R G C o nt e mp o rar y

Á þessari sýningu leiðir Sigurður okkur lengra inn í rannsókn sína á fagurfræði miðlanna, hljóðum þeirra, lit og lögun, sem hann tengir við myndhverfingu vatnsins og umbreytingu þess í rafmagn. Hann hefur sagt skilið við myndfrásögnina sem einkennir mörg eldri verk hans og einbeitir sér að mjög ákveðinni eimingu fagurfræðilegra þátta – samspili miðils, efnis og hljóðs - sem áður mátti greina, til að mynda, í verkunum Connection (2012) og Recorder (2010). Myndbandsverk Sigurðar eru sviðsett á yfirgefnum reitum og oft hefur hann beint sjónum að því sem er jafn umbreytanlegt og vatn (Balance, 2013) eða jafn hverfult og sápukúlur töframannsins í Insight (2011). Hér sækir listamaðurinn enn í yfirgefið iðnaðarumhverfi, aflóga tæki, suð, ryð, og vatn, sem vekur upp sterk lyktarviðbrögð. Á þann hátt vekur hann öll skynfæri: hljóð, lykt og heyrn. Fegurð vélarinnar hefur lengi verið listamönnum hugleikin. Innilegt og ástríðufullt samband vélar og manns hefur aldrei verið jafnt sterkt

og nú. Distópískur myndheimur Sigurðar rímar við togstreitu mannsins um það hvort hann eigi að samsama sig og elska vélina skilyrðislaust eða rækta mennskuna og þær tilfinningar sem aðgreina hann frá vélinni. Síendurtekin hringformin, seiðmögnuð rafhljóð og vatnsdropar sem falla, vekja upp draumkennt íhugunarástand, sem gæti átt sér samsvörun innan vísindaskáldskapar og myndmáls kvikmyndanna, andrúmsloft sem minnir jafnt á sorgarviðbrögð Deckards í Bladerunner eða örvæntingu rússneska kvikmyndaleikstjórans Tarkovskís við að fanga hverfulleika minninganna. Sigurður gerir hljóðminningar sínar sýnilegar, um leið og hann opinberar að það er ef til vill þetta tilfinningasamband miðils og manns, tækni og mennsku, sem er hið eiginlega inntak verka hans. Sigurður spinnur hér áfram þráð sem hefur verið undirliggjandi í listsköpun hans og beinist að rótum bernskunnar í myndgerðu sambandi fortíðar og framtíðar. Verkin njóta sín vel í gallerí Berg því þau þurfa vítt til veggja, háskerpu og kyrrð

til að áhorfandi fái að njóta þeirra. Hver einasta eining, litur, form, tónn, er slípaður og hnitmiðaður. Hljóð og mynd renna saman á svo grípandi hátt að áhorfandi gleymir þeirri hárnákvæmu tæknivinnu sem liggur að baki svo margþættri sýningu og finnst hann snúa aftur til hellisins heillaður af skuggum liðinna miðla. Listsköpun Sigurðar á sér samastað meðal framsækinnar vídeólistar, einkum meðal þeirra sem vinna með sértæka eiginleika miðilsins, rannsaka hann á fagurfræðilegan hátt, nánast eins og fornleifafræðingar sem lesa efnisheiminn, aflögðu miðlana, sem myndhverfingu jafnt um tímann sem líður og möguleika eða ómöguleika tækjanna til að geyma minningar. Sigurði tekst hér á næman og innilegan hátt að finna listsköpun sinni form sem lýsir þrá hans (og okkar) til að geyma nánd og dulmagn bernskunnar. Um leið skapar hljóðheimur hans opið hugleiðslurými handa áhorfanda og frelsi frá þeirri túlkun sem hér hefur verið reifuð.

11


Framlagssamningurinn (drög) Jóna Hlíf Halldórsdóttir Kynningar á drögum að samningi um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds, sem í daglegu tali er nefndur Framlagssamningurinn, hafa farið fram undanfarið ár og hafa Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, og Ásdís Spanó verkefnastjóri kynnt drögin. Drögin að Framlagssamningnum voru unnin á vegum starfshóps sem skipaður var fulltrúum frá SÍM og opinberum listasöfnum. Starfshópurinn leit til sænska MU (Medvärkande og utställningsersättning) samningsins, en árið 2009 skrifaði sænska ríkið undir samning um þóknanir til listamanna sem sýna verk sín í opinberum listasöfnum í Svíþjóð. Slíkar þóknanir bætist við greiðslur fyrir flutning, uppsetningu og útgáfu á efni fyrir sýningar listamanna.

12

Í íslensku drögunum að Framlagssamningi er kveðið á um að greiða þurfi sérstaklega fyrir alla vinnu sem listamenn taka að sér vegna sýningarhalds fyrir, eftir og meðan á sýningu stendur. Gera skal skriflegan samning um þau atriði sem greiða þarf laun fyrir, samkvæmt taxta samningsins, ásamt því að greiða þóknanir fyrir sýnd verk. Kostnaður safnanna við að fara eftir Framlagssamningnum er í kringum 100 milljónir króna og er það vitað mál að listasöfn á Íslandi hafa að óbreyttu ekki bolmagn til að mæta auknum kostnaði. Þess vegna þurfa þeir sem vinna í starfsumhverfi myndlistarinnar að vinna saman sem ein heild svo breyta megi viðteknum venjum til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi.

Nauðsynlegt er að ríki og sveitarfélög veiti auknu fjármagni til málefna myndlistarinnar svo hægt verði að festa Framlagssamninginn í sessi. Samningurinn hefur verið kynntur hagsmunaaðilum á árinu 2016 og má þar nefna mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, menningarog ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, Bæjarráð Hafnarfjarðar, Bæjarstjórn Akureyrar og Akureyrarstofu. Stefnt er að því að ljúka við kynningar á samningnum hjá öllum sveitarfélögum sem reka opinber listasöfn áður en árið er liðið. Í gjaldskrá að drögum að Framlagssamningi eru tilgreindar lágmarksfjárhæðir og er listasöfnum skipt í þrjá flokka á grundvelli framlagðra


Vikugjald x sýningartími = upphæð / fjöldi listamanna = lokagreiðsla á hvern listamann. Ef tekið er dæmi um fjögurra mánaða samsýningu í flokki 1, þar sem 13 listamenn sýna, þá yrði þóknunin samanlagt tæpar 150 þúsund krónur á listamann. Reiknað er með þessum hætti: 120.000 kr. á viku x 16 vikur (sýningartími) = 1.920.000 kr. / 13 listamenn = 147.692 kr. í þóknun fyrir hvern listamann.

upplýsinga þeirra um fjölda gesta. Listasafn Reykjavíkur er í flokki 1, en í þeim flokki eru listasöfn sem taka á móti 50 til 100 þúsund gestum árlega. Listasafnið á Akureyri og Hafnarborg eru í flokki 2, en í honum eru söfn sem taka á móti 10 til 50 þúsund gestum árlega. Þóknunin er reiknuð út frá fjölda sýningarvikna og því hversu margir listamenn taka þátt í sýningunni. Allar upphæðir að ofan miðast við að sýningar standi lengri en 4 vikur, en einnig er í drögunum fjallað um svonefnda lágmarksfjárhæð þóknunar. Lágmarksfjárhæð þóknunar á hvern listamann er óháð gjaldskrárflokki og óháð lengd sýningar ef hún er styttri en 4 vikur.

Lágmarksfjárhæð fyrir einkasýningu er 80.000 kr. Fyrir samsýningu þar sem eru 2-3 þátttakendur þá er lágmarksfjárhæð 48.000 kr. á hvern listamann og fyrir samsýningu með fleiri en þremur þátttakendum þá er lágmarksfjárhæð 32.000 kr. á hvern listamann. Samkvæmt drögunum að Framlagssamningnum eiga listamennirnir einnig að fá greiddar verktakagreiðslur fyrir vinnuframlag sem þeir veita sýningarhaldara á meðan á sýningu stendur eða á öðrum tíma ef sýningarhaldari óskar þess. Gjaldskráin er byggð á viðmiðunartaxta SÍM og er tímataxti við uppsetningu sýningar 6.500 kr. á tímann og taxti fyrir leiðsögn er 24.000 kr. (verktakagreiðsla).

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, hafði samband við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Hlyn Hallsson, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, og Ágústu Kristófersdóttur, safnstjóra Hafnarborgar, og bað þau að svara nokkrum spurningum sem snúa að samningsgerð og þóknunum til listamanna fyrir samsýningar. Þar sem safnstjórarnir bjuggu ekki yfir upplýsingum sem tóku mið af viðmiðum Framlagssamningsins, þ.e. upplýsingum um vinnuframlag listamannanna sem sýndu í samsýningunum, hafði Jóna Hlíf einnig samband við Unndór Egil Jónsson, Eygló Harðardóttur og Önnu Rún Tryggvadóttur og spurði þau út í vinnuframlag þeirra vegna samsýninga sem þau tóku þátt í á árinu.

Dæmi, Listasafn Reykjavíkur - flokkur 1 Vikug jald Einkasýning 48.000 kr. í vikugjald Samsýning, 2-3 þátttakendur 1,5-föld fjárhæð vikugjalds eða 72.000 kr. á viku. Hópsýning, 4-8 þáttakendur, tvöföld fjárhæð vikugjalds eða 96.000 kr. á viku. Hópsýning, 9 þátttakendur eða fleiri - 2,5-föld fjárhæð vikugjalds eða 120.000 kr. á viku.

13


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

Ummerki vatns Haf narborg

Safnstjóri Ágústa Kristófersdóttir Sýningarstjórar Ágústa Kristófersdóttir og Birgir Snæbjörn Birgisson Sýningartímabil 27.05.2016-21.08.2016

Fékk sýningarstjóri greitt fyrir sitt vinnuframlag? Já Hversu mikið? 300.000 kr. Fékk sýningarstjóri sérstaklega greitt fyrir leiðsagnir? Nei, hann fékk aðeins þessa einu greiðslu fyrir skipulagningu sýningarinnar, texta og þátttöku í uppsetningu. Hversu margir listamenn tóku þátt í sýningunni? 6. Hversu mörg verk úr safneign voru hluti af sýningunni? 0. Gerðu listamennirnir nýtt verk fyrir sýninguna? Einn listamaður vann nýtt verk á staðnum fyrir sýninguna. Var gerður skriflegur samningur við þá listamenn sem gerðu ný verk fyrir sýninguna? Gerðir voru skriflegir lánssamningar við alla listamennina.

Hafnarborg, flokkur 2 32.000 kr. x 2 = 64.000 kr. í vikugjald (sjá formála til glöggvunar) 64.000 kr. x 12 vikur = 768.000 kr. heildarupphæð Hafnarborgar sem deilt væri á listamennina (6) Því fengi hver listamaður 128.000 kr. fyrir þátttöku á sýningunni.

14


Ve r k Jo hn Zu r i e r. Lj ó s my n d Á s l au g Ír i s Fr i ð j ó n s d ó t t i r

Fengu þeir listamenn sem gerðu nýtt verk fyrir sýninguna greitt fyrir efniskostnað? Já, aðrir fengu greiddan kostnað sem skapaðist vegna þátttöku í sýningunni eins og vegna innrömmunar, breytinga á verkum og þess háttar. Eins greiddi safnið kostnað við kaup á hlutum sem þurfti til uppsetningar verkanna. Fengu listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni þóknun? Nei. Þurftu listamennirnir að setja upp verkin sjálfir? Listamennirnir voru á staðnum þegar verkin voru sett upp. Einn listamaður sá nánast alfarið um uppsetningu sinna verka. Var greitt fyrir vinnuframlag? Nei. Voru verkin tryggð? Já. Hjá hvaða tryggingarfélagi var trygging keypt? TM.

Hve lengi voru verkin tryggð? Keypt var svokölluð nail- to-nail trygging þar sem verkin eru tryggð frá því þau fara frá eiganda – í flutningum – á meðan á sýningu stendur og allt þar til þau eru komin til baka til eiganda.

Var gefin út sýningarskrá? Nei, gefinn var út einblöðungur sem dreift var ókeypis til gesta. Hver var kostnaður við útgáfuna? 70.000. Hvað var sýningarskráin gefin út í mörgum eintökum? 500.

Héldu listamenn sem áttu verk á sýningunni listamannaspjall á meðan á henni stóð? Nei.

Voru send út boðskort? Já.

Greiddi listasafnið fyrir flutning á verkum? Já.

Hver var kostnaður við boðskortin? 250.000.

Þurfti listasafnið að greiða ferðakostnað fyrir listamenn eða sýningarstjóra? Nei.

Hver var fjöldi útsendra boðskorta? 1000.

Fékk listasafnið opinbera styrki til að standa straum af kostnaði vegna sýningarinnar? Nei. Fékk listasafnið styrki frá einkaaðilum til að standa straum af kostnaði vegna sýningarinnar? Nei.

Hver var heildarkostnaður við sýninguna? 1.200.000 kr. Keypti listasafnið verk af sýningunni? Nei.

Listamennirnir fengu ekki þóknun fyrir þátttöku sína, en samkvæmt drögunum að Framlagssamningi hefðu listamennirnir sex átt að fá 128.000 kr. hver í þóknun fyrir að vera með í samsýningu í Hafnarborg. Listamennirnir fengu greiddan efniskostnað og sumir fengu greiddan kostnað sem skapaðist vegna þátttöku í sýningunni eins og vegna innrömmunar, breytinga á verkum og þess háttar. Eins greiddi safnið kostnað við kaup á hlutum sem þurfti til uppsetningar verkanna. Ekki er hægt að reikna út vinnuframlag við uppsetningu sýningarinnar þar sem nákvæmar upplýsingar um vinnustundir liggja ekki fyrir.

15


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

Ummerki vatns Anna Rún Tr yg g vadóttir

Star fstitill Myndlistarmaður Menntun BA frá Listaháskóla Íslands og MFA frá Concordia Háskóla, Montreal Kanada Nafn á sýningu Ummerki vatns Sýningarstaður Hafnarborg

Frá s ý ni n g u nni Umm e r ki Vat n s . Ve r k Ö nnu R ú n ar Tr y g g v a d ó t t i r.

16


Lj ó s my n d Á s d í s Ír i s Fr i ð j ó n s d ó t t i r

Gerðir þú nýtt verk fyrir sýninguna? Ég enduruppsetti nýja útgáfu af verki frá 2014 sem hét render & react, approaching a subconscious sensory system og var sett upp í The MAI Montreal Kanada. Gerði listasafnið samning við þig? Já Var samningurinn munnlegur eða skriflegur? Skriflegur Innihélt samningur ákvæði um greiðslu til þín og hversu há var greiðslan? Var greiðslan sundurgreind eftir verkþáttum, t.d. vegna efniskostnaðar, uppsetningar, sýningarþóknun o.s.frv.? Samningurinn innihélt ákvæði vegna efniskostnaðar.

Hversu marga klukkutíma tók að setja upp sýninguna? U.þ.b. 30 klst. Fékkstu greitt tímakaup fyrir uppsetninguna? Nei. Hversu hár var efniskostnaður? Þar sem þetta var enduruppsetning á eldri sýningu hafði tæknibúnaður og efniskostnaður að miklu leyti verið greiddur þá þegar. Beinn efniskostnaður vegna enduruppsetningarinnar var um 70.000 kr.

Seldist verk af sýningunni? Nei Fékkstu opinbera styrki til að halda sýninguna (t.d. frá Myndlistarsjóði, Myndstefi, Reykjavíkurborg, listamannalaunum eða annars konar styrk frá ríki?) Nei. Innihélt samningur skilyrði um að standa fyrir listamannaspjalli og ef já, fékkstu greitt sérstaklega fyrir spjallið? Samningurinn innihélt ekki slík skilyrði.

Fékkstu greitt fyrir efniskostnað vegna sýningarinnar? Já ég fékk greiddar 70.000 kr. frá safninu.

Voru verkin þín tryggð hjá listasafninu á meðan sýningin stóð yfir eða stendur yfir? Já

Fékkstu greidd listamannalaun? Nei.

Fékkstu greiddan ferðakostnað? Á ekki við

Samkvæmt drögum að Framlagssamningnum hefði Anna Rún Tryggvadóttir átt að fá 128.000 kr. í þóknun og 195.000 kr. vegna vinnuframlags við uppsetningu verksins í samsýningunni Ummerki vatns í Hafnarborg. Listasafnið greiddi 70.000 kr. í efniskostnað. Greiðslan samkvæmt drögum að Framlagssamningnum sundurliðast á eftirfarandi hátt: Þóknun 128.000 kr. Vinnuframlag 195.000 kr. Um er að ræða verktakagreiðslu og ber listamanninum að greiða ca. 40% í launatengd gjöld og lífeyrissjóð af þóknuninni og vinnuframlaginu. Má þá gera ráð fyrir að eftir standi 193.800 kr.

17


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

RÍKI: flóra, fána, fabúla Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús

Safnstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir Sýningarstjóri Markús Þór Andrésson Nafn á sýningu RÍKI: flóra, fána, fabúla Sýningartímabil 28.05.2016 - 18.09.2016

Fékk sýningarstjóri greitt fyrir sitt vinnuframlag? Já, 1.000.000 kr. Fékk sýningarstjóri sérstaklega greitt fyrir leiðsagnir? Nei. Hversu margir listamenn tóku þátt í sýningunni? Verk úr safneign eftir 23 listamenn, 1 verk úr einkaeigu, 13 listamönnum boðið að sýna ný eða nýleg verk, 1 listamanni boðið að flytja gjörning, 9 listamönnum boðið að sýna kvikmyndaverk á samhliða dagskrá (þ.a. 1 líka á sýningu). Hversu mörg verk úr safneign voru hluti af sýningunni? 23 verk. Gerðu listamennirnir nýtt verk fyrir sýninguna? Nokkrir listamenn gerðu ný verk frá grunni, aðrir löguðu eldri verk að nýjum

aðstæðum, nokkur verk voru fengin að láni úr séreigu og nokkrir listamenn lánuðu tilbúin verk. Var gerður skriflegur samningur við þá listamenn sem gerðu ný verk fyrir sýninguna? Já. Fengu þeir listamenn sem gerðu nýtt verk fyrir sýninguna greitt fyrir efniskostnað? Já. Fengu listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni þóknun? Já. Listamenn fengu á bilinu 20-50 þús. kr. allt eftir því hvort um lán á eldra verki var að ræða, aðlögun eldra verks að sýningarrými, gjörning eða nýtt umbeðið verk. Alls um 500 þús. kr. Þurftu listamennirnir að setja upp verkin sjálfir? Í tilfelli nýrra verka og eldri verka sem voru aðlöguð

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, flokkur 1 48.000 kr. x 2,5 = 120.000 kr. í vikugjald (sjá formála til glöggvunar) 120.000 kr. x 16 vikur = 1.920.000 kr. heildarupphæð Listasafns Reykjavíkur sem deilt væri á listamennina (13) Því fengi hver listamaður 147.692 kr. fyrir þátttöku á sýningunni.

18


Frá s ý ni n g u nni R í ki : f l ó ra , f án a , f ab ú l a . Lj ó s my n d Li s t a s a f n R e y kj av í ku r

að sýningarrými komu listamenn sjálfir að uppsetningu að mismiklu leyti eftir aðstæðum. Var greitt fyrir vinnuframlag? Ekki sérstaklega en tekið var tillit til ólíks framlags í þóknun. Hjá hvaða tryggingarfélagi var trygging keypt? Listasafn Reykjavíkur hefur fasta tryggingu óháð sýningum og verkum. Héldu listamenn sem áttu verk á sýningunni listamannaspjall á meðan á henni stóð? 5 listamenn tóku þátt í spjalli, 5 tóku þátt í annars konar dagskrá (umræðufundir) þar sem gert var ráð fyrir undirbúnu erindi. Fengu listamennirnir greitt fyrir listamannaspjallið? Nei og já. Listamenn fengu 0-20 þúsund kr. eftir

aðstæðum. Ekki var greitt sérstaklega fyrir listamannaspjall (hluti af þóknun) en greitt var fyrir þátttöku í annarri dagskrá (umræðufundum). Alls um 100 þúsund kr. Greiddi listasafnið fyrir flutning á verkum? Já. Þurfti listasafnið að greiða ferðakostnað fyrir listamenn eða sýningarstjóra? Sem svarar flugmiða fyrir einn listamann sem er búsettur erlendis, eða um 50.000 kr. Fékk listasafnið opinbera styrki til að standa straum af kostnaði vegna sýningarinnar? Styrkur fékkst úr Safnasjóði. Var gefin út sýningarskrá og hver var kostnaðurinn við hana? Já, 1.300.724 kr.

Hvað var sýningarskráin gefin út í mörgum eintökum? 300. Voru send út boðskort og hver var kostnaðurinn við gerð þeirra? Já, 252.885 kr. Hver var fjöldi útsendra boðskorta? 1087. Hver var heildarkostnaður við sýninguna? 5.355.187 kr. Keypti listasafnið verk af sýningunni? Nei Annað sem listasafnið vill koma á framfæri? Upplýsingar um heildarkostnað sýningar telja ekki kostnað við húsnæði, tækjakost eða fastráðna starfsmenn.

Samkvæmt drögunum að Framlagssamningi hefðu listamennirnir þrettán átt að fá 147.692 kr. Gjörningalistamaðurinn og þeir listamenn sem voru með kvikmyndaverk samhliða dagskrá sýningarinnar hefðu átt að fá 32.000 kr. hver í þóknun fyrir að vera með í samsýningu í Listasafni Reykjavíkur. Fimm listamenn tóku þátt í listamannaspjalli og fimm listamenn tóku þátt í annars konar dagskrá. Samkvæmt drögum að Framlagssamningi hefðu listamennirnir fimm sem tóku þátt í listamannaspjalli átt að fá 24.000 kr. hver og þeir listamenn sem tóku þátt í annars konar dagskrá hefðu átt að fá 35.000 kr. hver. Listamennirnir 13 fengu 20.000. kr til 50.000 kr. allt eftir því hvort um lán á eldra verki var að ræða, aðlögun eldra verks að sýningarrými, gjörning eða nýtt umbeðið verk. Alls um 500 þúsund kr. Ekki var greitt sérstaklega fyrir listamannaspjall (hluti af þóknun) en greitt var fyrir þátttöku í annarri dagskrá (umræðufundum). 0-20 þús kr. eftir aðstæðum eða alls um 100 þúsund kr.

19


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

RÍKI: flóra, fána, fabúla Unndór Egill Jónsson

Star fstitill Myndlistarmaður Menntun Master of Fine Ar t Nafn á sýningu Ríki - f lóra, fána, fabúla Sýningarstaður Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús

Frá s ý ni n g u nni R í ki : f l ó ra , f án a , f ab ú l a . Ve r k Unn d ó r s Eg i l s Jó n s s o n ar, Úr h a f i t i l h i m i n s .

20


Gerðir þú nýtt verk fyrir sýninguna? Já. Hvað áætlarðu að það hafi tekið langan tíma að vinna verkið í heild, þ.e. hugmyndavinna, rannsóknarvinna, vinna við gerð verkanna o.s.frv.? Erfitt að segja, en ég myndi halda 2-3 mánuði í stöðugri vinnu miðað við 8 tíma á dag. Gerði listasafnið samning við þig? Já. Var samningurinn munnlegur eða skriflegur? Skriflegur. Innihélt samningur ákvæði um greiðslu til þín og ef svarið er já, hversu há var greiðslan? Var greiðslan sundurgreind eftir verkþáttum, t.d. vegna efniskostnaðar, uppsetningar, sýningarþóknun o.s.frv.? Sýningarþóknun var 50

þúsund kr. Efniskostnaður var greiddur eftir nótum sem ég sendi inn. Hversu marga klukkutíma tók að setja upp sýninguna? U.þ.b. eina vinnuviku miðað við 8 tíma á dag. Fékkstu greitt tímakaup fyrir uppsetninguna? Nei. Hversu hár var efniskostnaður? Um 60 þúsund kr. Fékkstu greitt fyrir efniskostnað vegna sýningarinnar? Já. Fékkstu greidd listamannalaun? Já, ég var á listamannalaunum þegar ég vann þetta verk. Seldist verk af sýningunni? Ekki enn.

Fékkstu opinbera styrki til að halda sýninguna? Ég var á listamannalaunum en þó ekki vegna þessa sýningarverkefnis því það kom til eftir að ég sendi inn umsóknina fyrir listamannalaun. Innihélt samningur skilyrði um að standa fyrir listamannaspjalli og ef já, færðu / fékkstu greitt sérstaklega fyrir spjallið? Já, ég tók þátt í málþingi og fékk 20.000 kr. í þóknun. Voru verkin þín tryggð hjá listasafninu á meðan sýningin stóð yfir eða stendur yfir? Já, ég held það. Fékkstu greiddan ferðakostnað? Á ekki beinlínis við, en ég fékk greiddan eldsneytiskostnað við vinnslu á verkinu. Safnið sér líka um flutning á verkinu til og frá sýningarsalnum.

Samkvæmt drögum að Framlagssamningnum hefði Unndór Egill Jónsson átt að fá 147.692 kr. í þóknun, 35.000 kr. fyrir málþing og 260.000 kr. vegna vinnuframlags við uppsetningu verksins í samsýningunni Ríki - f lóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur. Listasafnið greiddi 50.000 kr. í þóknun, 20.000 kr. fyrir þátttöku í málþingi og 60.000 kr. í efniskostnað. Greiðslan samkvæmt drögum að Framlagssamningnum sundurliðast á eftirfarandi hátt: Þóknun 147.692 kr. Vinnuframlag 260.000 kr. Um er að ræða verktakagreiðslu og ber listamanninum að greiða ca. 40% í launatengd gjöld og lífeyrissjóð af þóknuninni og vinnuframlaginu. Má þá gera ráð fyrir að eftir standi 244.616 kr.

21


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

Nautn

Listasafnið á Akureyri

Safnstjóri Hlynur Hallsson Sýningarstjórar Hlynur Hallsson og Inga Jónsdóttir Nafn á sýningu Nautn Sýningartímabil 11. júní - 21. ágúst 2016

Fékk sýningarstjóri greitt fyrir sitt vinnuframlag? Sýningarstjórar eru safnstjórar safnanna og fengu ekki greitt sérstaklega fyrir sýningarstjórn. Fékk sýningarstjóri sérstaklega greitt fyrir leiðsagnir? Nei. Hversu margir listamenn tóku þátt í sýningunni? 6. Hversu mörg verk úr safneign voru hluti af sýningunni? Allt verk í eigu listamannanna. Gerðu listamennirnir nýtt verk fyrir sýninguna? Já að hluta til. Fengu þeir listamenn sem gerðu nýtt verk fyrir sýninguna greitt fyrir efniskostnað? Nei. Fengu listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni þóknun og hversu há var sú upphæð? 40.000 kr.

Listasafnið á Akureyri - Flokkur 2 32.000 kr. x 2 = 64.000 kr. í vikugjald (sjá formála til glöggvunar) 64.000 kr x 10 vikur = 640.000 kr. heildarupphæð Listasafnsins á Akureyri sem deilt væri á listamennina (6) Því fengi hver listamaður 106.666 kr fyrir þátttöku á sýningunni.

22


Frá s ý ni n g u nni Naut n , v e r k Jó h ann s To r f a s o n ar. Lj ó s my n d D aní el S t ar ra s o n .

Þurftu listamennirnir að setja upp verkin sjálfir? Já, ásamt starfsfólki safnsins. Var greitt fyrir vinnuframlag? Nei. Voru verkin tryggð? Já, hjá Sjóvá. Hve lengi voru verkin tryggð? Sýningartíma, flutning og geymslutíma. Héldu listamenn sem áttu verk á sýningunni listamannaspjall á meðan á henni stóð? Já, daginn eftir opnun. Fengu listamennirnir greitt fyrir listamannaspjallið? Nei. Greiddi listasafnið fyrir flutning á verkum? Já.

Þurfti listasafnið að greiða ferðakostnað fyrir listamenn eða sýningarstjóra? Já, fyrir listamenn, ekki sýningarstjóra. Ferða- og gistikostnaður: 244.275 kr. Fékk listasafnið opinbera styrki til að standa straum af kostnaði vegna sýningarinnar? Söfnin fengu samtals 800.000 kr. úr Safnasjóði sem skiptist til helminga milli safnanna. Fékk listasafnið styrki frá einkaaðilum til að standa straum af kostnaði vegna sýningarinnar? Listasafnið fær styrki frá einkaaðilum en ekki sérstaklega fyrir þessa sýningu. Var gefin út sýningarskrá? Já, hlutur Listasafnsins á Akureyri var 329.280 kr. Hvað var sýningarskráin gefin út í mörgum eintökum? 300 eintök

Voru send út boðskort? Já Hver var kostnaður við boðskortin? 47.712 kr. Hver var fjöldi útsendra boðskorta? Prentuð boðskort 100 Póstsend boðskort 40 Rafræn boðskort 350 Hver var heildarkostnaður við sýninguna? 2-3 milljónir kr. Keypti listasafnið verk af sýningunni? Nei Annað sem listasafnið vill koma á framfæri? Uppgefinn kostnaður við sýninguna er aðeins hluti kostnaðar þar sem Listasafn Árnesinga greiddi einnig hluta kostnaðar. Kostnaður mun bætast við þegar sýningin verður sett upp í Listasafni Árnesinga í nóvember.

Samkvæmt drögum að Framlagssamningnum hefðu listamennirnir átt að fá 106.666 kr. hver fyrir að vera með samsýningu í Listasafninu á Akureyri, en fengu 40.000 kr. Listamennirnir héldu sameiginlega listamannaspjall daginn eftir opnun. Listasafnið greiddi ekki sérstaklega fyrir listamannaspjallið en samkvæmt drögum að Framlagssamningnum hefði greiðsla til hvers listamanns átt að nema 24.000 kr. Ekki er hægt að reikna út vinnuframlag við uppsetningu sýningarinnar þar sem nákvæmar upplýsingar um vinnustundir liggja ekki fyrir. Listamennirnir stóðu sjálfir straum af kostnaði við gerð allra verka á sýningunni.

23


Framlagssamningurinn (drög) svar t á hvítu

Nautn Eygló Harðardóttir Starfstitill Myndlistarmaður og stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands Menntun Myndlista- og handíðaskóli Íslands, framhaldsnám í AKI – Akademie voor Beeldende Kunst Enschede, Holland. B.Ed. í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands, M.A. í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Sýningarstaður Listasafnið á Akureyri

Frá s ý ni n g u nni Nau t n . Ve r k Ey g l ó ar Harð ard ó t t u r, Fr a m a n / a f t a n . Lj ó s my n d Ey g l ó Harð ard ó t t i r.

24


Gerðir þú nýtt verk fyrir sýninguna? Já.

Hversu marga klukkutíma tók að setja upp sýninguna? 10 tíma.

Fékkstu greitt fyrir efniskostnað vegna sýningarinnar? Nei.

Hvað áætlarðu að það hafi tekið langan tíma að vinna verkið í heild, þ.e. hugmyndavinna, rannsóknarvinna, vinna við gerð verkanna o.s.frv.? 3 mánuðir.

Fékkstu greitt tímakaup fyrir uppsetninguna? Nei ekki fyrir uppsetningu. Ég fékk tímakaup fyrir að taka niður verkið í lok sýningar.

Fékkstu greidd listamannalaun? Já.

Gerði listasafnið samning við þig? Já. Var samningurinn munnlegur eða skriflegur? Munnlegur. Innihélt samningur ákvæði um greiðslu til þín og ef svarið er já, hversu há var greiðslan? Ein upphæð var greidd sem þóknun, 40.000 kr.

Ef já, hvað var tímakaupið og var það verktakagreiðsla? Ég fékk 2 klst. greiddar (sem var tíminn sem niðurtaka og pökkun tók) ásamt flugfari: Reykjavík-AkureyriReykjavík. Greitt fyrir niðurtöku og pökkun, 3.500 kr. á tímann; samtals 7.000 kr. Hversu hár var efniskostnaður? 100.000 kr.

Seldist verk af sýningunni? Nei. Innihélt samningur skilyrði um að standa fyrir listamannaspjalli og ef já, færðu / fékkstu greitt sérstaklega fyrir spjallið? Ósk um að vera með listamannaspjall, ekki skilyrði. Ég fékk ekki borgað fyrir listamannaspjallið. Voru verkin þín tryggð hjá listasafninu á meðan sýningin stóð yfir eða stendur yfir? Já. Fékkstu greiddan ferðakostnað? Já.

Samkvæmt drögum að Framlagssamningnum hefði Eygló Harðardóttir átt að fá 106.666 kr. í þóknun og 78.000 kr. vegna vinnuframlags við uppsetningu verksins í samsýningunni Nautn í Listasafninu á Akureyri. Listasafnið greiddi 40.000 kr. í þóknun auk ferðakostnaðar og 7.000 kr í niðurtöku og pökkun. Greiðslan samkvæmt drögum að Framlagssamningnum sundurliðast á eftirfarandi hátt: Þóknun 106.666 kr. Vinnuframlag 78.000 kr. Um er að ræða verktakagreiðslu og ber listamanninum að greiða ca. 40% í launatengd gjöld og lífeyrissjóð af þóknuninni og vinnuframlaginu. Má þá gera ráð fyrir að eftir standi 110.800 kr.

25


26


Miรฐopnan: Gunnhildur Hauksdรณttir

27


NEI! SAGÐI LITLA SKRÍMSLIÐ Gerður Kristný

28


Ég ólst upp á tímum þar sem þótti dónalegt að tala um peninga. Maður fékk stingandi augnaráð í stað skilmerkilegs svars spyrði maður út í kjör annarra og maður gat átt von á að sussað yrði á mann þegar maður spurði út í kostnað við það eitt að reka heimili. Nei, krakkar áttu ekkert að vera að velta svoleiðis löguðu fyrir sér. Líklega var fullorðna fólkið, alið upp á kreppuárunum, að reyna að vernda mann fyrir alvöru lífsins. Þessi þögn var hins vegar ekkert af hinu góða því þegar fram liðu stundir og ég þurfti að ræða launamál við vinnuveitendur mína hafði ég enga hugmynd um hvers virði vinnan mín var. Vinnuveitendur fóru því án nokkurs vafa best út úr þeim samningaviðræðum. Ég sjálf áttaði mig ekki á því fyrr en að nokkrum tíma liðnum hvað það þýddi að vera lausamanneskja sem varð að greiða sjálf öll launatengd gjöld. Auðvitað varð ég samt fljótt vör við að fólk varð að hafa fyrir sínu og smám saman áttaði ég mig á því að störf voru misvel metin í samfélaginu. Ekki síst störf kvenna. Einn daginn birtist mynd í dagblaði af kvenréttindakonum sem fyllt höfðu innkaupakörfur í verslun í miðbænum og vildu fá að greiða fyrir vörurnar í samræmi við laun kvenna, þ.e.a.s. minna en karlarnir greiddu, enda fengu þeir hærri

laun. Ég fór að hlusta eftir því sem kvenréttindakonur höfðu að segja. Ég vissi að það kom mér við og ég vissi að þær beindu tali sínu meðal annars til mín. Ég lét þeim eftir að mennta mig. Þessi menntun varð til þess að ég fór nærri um að yfirmaður minn væri bara kjáni þegar hann sagði mér að ég væri „heimtufrek“ daginn sem ég benti honum á að nú væri kominn tími á samningsbundnar kjarabætur mér til handa. Ég hélt lengi í vinnuna mína af ótta við að ég yrði hungursneyð að bráð. Ætli ég hafi ekki skrifað um sex bækur áður en ég þorði að segja upp og gerast rithöfundur í fullu starfi. Sem betur fer lærði ég fljótt að miða velgengni mína ekki við tekjur. Nú hef ég helst þrjár reglur í huga þegar ég sem um laun fyrir störfin mín. Ef ég er í vafa um hvað ég ætti að fara fram á háa upphæð spyr ég bæði konur og karla hvað þeim fyndist viðeigandi, máta mig við töluna sem mér líst best á og kynni fyrir vinnuveitendum. Oftast er hún samþykkt án nokkurra vífillengja. Síðan nota ég stundum setninguna: „Ég hef fyrir fjölskyldu að sjá“. Ég hnaut um hana í pistli eftir listamann sem fannst hneisa hvað

kollegi hans fékk úthlutað fáum mánuðum úr launasjóði listamanna. Hann skrifaði eitthvað á þá leið að skjólstæðingur hans væri ekki að biðja um bankastjóralaun, heldur vildi hann bara sjá fyrir fjölskyldu sinni. Orðalagið fannst mér áhugavert. Af því mætti halda að verið væri að leggja til að því fleiri börn og gæludýr sem listamenn hefðu á framfæri því fleiri mánuði á listamannalaunum ættu þeir að hljóta. Um leið og ég hef sagst hafa fyrir fjölskyldu að sjá velkjast fáir í vafa um að launin mín fari í neitt annað en pollagalla, stílabækur og skólamáltíðir. Þriðja reglan er sú að vera ósínk á orðið Nei! Oftast bæti ég því samt við að ég hafi svo mikið að gera. Þar lýg ég svo sem engu. Ég þarf jú að skrifa sögur og yrkja ljóð en líka ryksuga íbúðina, aðstoða börn við skólalærdóminn og taka út úr vél eins og allt annað fólk. Hins vegar þýðir þessi viðbót yfirleitt að mér finnist launin of lág til að það taki því að opna nýtt skjal í tölvunni. Ég óttast líka að mig beri af leið í sögunni sem ég er að semja og það taki mig of langan tíma að komast aftur á rétt ról. Eitt lærði ég líka af þögulu kynslóðinni sem ól mig upp og það er að fara vel með það litla fé sem mér þó áskotnast.

29


Gestavinnustofan Katinka Theis

Kat in k a T h e i s . Vi s i t o r c e nt e r 2 0 1 5 o b j e c t f o r t h e w a l l , c ardb o ard p aint e d ( 2 0 0 x 1 4 5 x 2 5 c m )

Katinka Theis hefur þrisvar dvalið á gestavinnustofum SÍM og segir tíma sinn hér hafa haft veruleg áhrif á listsköpun sína. Katinka stundaði nám við Alanus Institue of Art and Society í Bonn og útskrifaðist með meistaragráðu frá Weissensee School of Art í Berlín. Verk hennar einkennast af skúlptúrinnsetningum og list í almannarými. Sjá nánar á www.katinkatheis.de

30


Er þetta fyrsta gestavinnustofan þín? Ég hef þrisvar dvalið í gestavinnustofu SÍM. Fyrsta skiptið var árið 2010 og það var fyrsta gestavinnustofan mín. Stuttu síðar fór ég til Istanbúl og tók þátt í verkefninu „Public Idea“. Þetta tvennt var gjörólíkt. Frítími minn á Íslandi einkenndist af áhrifamikilli upplifun af ósnortinni náttúru, fersku lofti, mannlausum stöðum og sjálfsprottinni þróun í listsköpun minni. Í Istanbúl var gríðarmikill mannfjöldi, hávaði og hraðar og víðtækar skipulagsbreytingar, þannig að ég þurfti að horfast í augu við hið pólitíska ástand og takast á við það í verkum mínum.

Finnst þér að gestavinnustofan og/ eða Ísland hafi haft áhrif á verk þín? Dvöl mín á Íslandi hafði mikil áhrif á verk mín. Á þeim tíma fór ég að kljást við sambræðing landslags og arkítektúrs sem ég hef síðan unnið endurtekið með. Ég fékk innblástur frá mótandi öflum landsins sem sums staðar minna á byggingarlist. Stuttu eftir dvölina á Íslandi fór ég að byggja veggverk sem má í senn líta á sem skúlptúra og sem útópísk byggingarlíkön. Í skúlptúraverkunum er leikið með andstæður náttúrulegra og menningarlegra lögmála formsins og þær látnar mætast í skúlptúrum sem tjá samruna landslags og byggingarlistar.

Fyrsta upplifunin af Íslandi? Það var eins og að koma inn í nýjan heim. Víðáttumikið, fagurt og mikilfenglegt landslagið hefur styrkt meðvitund mína um að ég sé aðeins gestur á þessari jörð.

Sástu einhverjar sýningar sem höfðu áhrif á þig á meðan þú dvaldir á Íslandi? Ég var mjög hrifin af sýningunni Myndun/Synthesis í Listasafni Reykjavíkur árið 2015. Þar sýndu íslenskir og alþjóðlegir listamenn sem allir sköpuðu staðbundnar þrívíðar innsetningar. Verkin endurspegluðu, á ólíkan hátt, skynjun á áframhaldandi sköpun alheimsins. Sérstaklega verk Tomasar Saraceno, innsetning úr þræði sem er í senn skúlptúr, byggingarlist og vísindi. Það færir áhorfandann aftur til uppruna náttúrulegrar áferðar. Og einnig gagnvirk innsetning Rintaros Haro sem samanstendur af mörgum fljótandi boltum á hreyfingu.

Hvar fréttirðu af SÍM gestavinnustofunni? Frá góðum vini, Jens Reichert, sem naut þess að dvelja þar ári fyrr. Að hverju vannstu í gestavinnustofunni? Ég bjó til stafrænar klippimyndir með ljósmyndum af ólíkum stöðum á Íslandi. Ég tók bæði þéttbýlisskipulag og dreifbýlisskipulag og breytti því í nýtt landslag. Klippimyndaserían sýnir kunnugleg atriði en fyrst og fremst andrúmsloft staðanna sem ég vann með.

Myndaðir þú einhver ný tengsl sem gætu gagnast þér? Ég kynntist mörgu áhugaverðu fólki frá Íslandi og annars staðar að úr heiminum. Eignaðist nokkra mjög góða vini. Ég vona að ég geti verið áfram í sambandi við alla og skipulagt endurfundi á Íslandi einhvern daginn. Það er mjög gott að hitta aðra listamenn langt frá hversdagslegu amstri og eyða tíma með þeim í nýjum aðstæðum. Var eitthvað sem kom þér á óvart við íslensku listasenuna? Að allir þekkja alla en listasenan er ekki lokuð. Mín tilfinning er sú að næstum allir séu skapandi á Íslandi, máli, skrifi bækur eða semji tónlist. Líf og list eru ekki einangruð hvort frá öðru eins og í Þýskalandi. Þú hefur dvalið nokkrum sinnum á Íslandi. Hefurðu tekið eftir einhverjum breytingum á íslensku landi og samfélagi? Fyrsta dvöl mín var rétt eftir efnahagshrunið. Ég veit ekki hvernig Ísland var fyrir þann tíma en ég hitti ekki örvæntingarfullt fólk. Það var frekar eins og allir væru mjög meðvitaðir um hin mikilvægu verkefni sem fyrir lágu, og þá einna helst spurninguna hvernig hægt væri að reisa Ísland við án þess að selja landið. Ég tek eftir mun fleiri ferðamönnum undanfarið og vona að Ísland geti varðveitt þann fjársjóð sem falinn er í náttúru landsins.

31


Níu dagar í Berlín Úlfur Karlsson Stjórn SÍM ákvað að setja af stað tilraunaverkefni og bjóða tveimur ungum félagsmönnum að dvelja frítt í gestavinnustofu SÍM í Berlín árið 2016.

Dagur 1 Í Berlín búa um 3,5 milljónir manns og ca. 10.000 þeirra eru listamenn af ýmsum þjóðernum. Hér eru líka 440 gallerí, 175 söfn, 140 leikhús, 4650 veitingahús, 900 barir og fleiri kebabstaðir en í Istanbul. Og nú er ég hér líka!

Dagur 2 Sumardagur. Fer í innkaupaleiðangur. Byrja á pappír og bleki. Það verður skrýtið að vinna á svona lítinn flöt. Svo er það næring fyrir holdið; í Berlín er GAMAN að fara í matvörubúðir. Þetta er hreiðurgerð skyndibitakúnnans.

Dagur 3 Einu kaffihúsi, átta galleríum og einum kebabstað síðar. Dagur 4 Mér finnst sunnudagar leiðinlegir – en ekki í dag. Viðra og heimsæki tvö söfn.

32


Dagur 5 Heimavinnudagur, stund milli stríða.

Dagur 6 Workout dagsins.

Dagur 7 Undirbúningur fyrir sýningaropnun í Gallerie Hilger – Next, í Vínarborg um miðjan mánuðinn.

Dagur 9 Tinna komin í heimsókn. Elda fyrir hana fisk af óljósum uppruna að hætti Gunnars frænda. Getur ekki klikkað.

Dagur 8 Þegar ég legg í mína daglegu skoðunarferð í gallerískóginum kemur enskumælandi maður með rautt þykkt hár og spyr mig til vegar, heldur að ég sé innfæddur hér. Ég verð montinn en get því miður ekki hjálpað honum. Þegar ég er alveg að verða kominn heim aftur, mæti ég öðrum rauðhærðum manni sem líka spyr mig til vegar á ensku. Ég bendi honum á að fara til baka, það er svo leiðigjarnt að viðurkenna að ég rata ekki hér. Hleyp svo heim og skelli hurðinni á eftir mér. Hvað er eiginlega að gerast hér í Berlín?

33


Dagar myndlistar Sigrún Inga Hrólfsdóttir

Á dögum myndlistar er við hæfi að setja fram hugleiðingu um fyrirbærið myndlist. Fyrirbæri sem er ekki afmörkuð deild í heiminum, heldur smýgur um alla veruna, okkar huglæga og hlutlæga veruleika og gerir það þess virði að gefa honum gaum. Allar manneskjur eru skapandi og listrænar. Á meðan það verða til manneskjur þá verður til list. Að því leyti er óþarfi að hafa miklar áhyggjur af framtíð listarinnar. Listin er jafngömul vitundinni og mun aldrei deyja. Heimurinn breytist hinsvegar. Efnisveruleikinn er að breytast með auknu vægi hins stafræna. Hugsanlega mun kapítalískt hagkerfi einsog við þekkjum það líða undir lok. En listin mun aldrei líða undir lok. Listsköpun er grunneigind þess að vera manneskja. Hún er minning mannkynsins og tjáning á sama tíma.

34

Og þar er að finna samhengi. Í svo stóru samhengi eru nokkrir dagar ekki langur tími. En Dagar myndlistarinnar eru engu að síður til hér á Íslandi og nú fögnum við þeim. Á dögum myndlistar er gott að huga aðeins að þessu og huga að myndlistinni, móður allrar sjónrænnar miðlunar, og hvernig hún gegnsýrir tilveru okkar. List er konkret framsetning á því sem er ósýnilegt og óáþreifanlegt en er samt til. List er samspil ytri og innri veruleika. Vitundin og allur sá galdur sem hún er, dýpt mennskunnar og tilverunnar sem heildar er endurspegluð í gegnum listir. Til þess að kafa dýpra í þetta flókna samspil er nauðsynlegt að veita athygli þeim ferlum sem búa í hinni skapandi atburðarás. Línuleg rökhugsun endurspeglar ekki heiminn sem heild og dugar því ekki ein og sér.


Til þess að vinna úr óreiðunni sem lífið er grípum við til listarinnar. Hún er leið til að henda reiður á öllu ruglinu. List er ekki óskiljanleg, það er heimurinn sem er óskiljanlegur. Rannsóknir á sviði frumsköpunar í listum eru tiltölulega nýjar af nálinni. Því þó að listsköpun sé ávallt á einhvern hátt rannsókn, þá er það nýlunda að reyna að ná utan um það heildarferli sem liggur að baki þeim niðurstöðum sem listaverk eru. Slíkar rannsóknir eiga án efa eftir að leiða margt í ljós um vitundina, efnið, eðli skapandi hugsunar og verundina sem slíka. Og þannig munu þær hafa gríðarlega mikil áhrif innan rannsókna almennt. Þegar aðferðum listanna er beitt á margvíslegum sviðum mun margt opnast og breytast.

Að búa til listaverk er að vinna með efni og hugmyndir og átta sig á því hvernig þau verða til. Það er mikilvægt að opna augu okkar fyrir því ef við viljum vera virkir gerendur en ekki eingöngu óvirkir þiggjendur þess sem aðrir búa til. Í gegnum listir kennum við sjálfum okkur ræktun. Hvað það er að kúltivera. Að vinna að hugmynd og koma henni í framkvæmd. Að skoða ferla í samhengi. Þetta er inntak listanna og í leiðinni finnur manneskjan leið til þess að skapa sjálfa sig einsog hún vill vera og það umhverfi sem hún vill búa í. En höfum þó hugfast að listin er ekki samfélagsþjónn né hjálparstofnun. Myndlistin er og hún þjónar ekki. Hvorki tilgangi né öðru. Listin verður ekki metin útfrá hinum fjárhagslega ávinningi sem er ein af hinum stórkostlegu en jafnframt óhjákvæmilegu aukaverk-

unum hennar. (Og takið eftir, sá ávinningur er gríðarmikill.) Listin er afl í sjálfu sér og birtist á öllum sviðum í allra kvikinda líki. Hún er óvænt en jafnframt óvægin og óþægileg. Þegar vel tekst til opnar listin sár í raunveruleikann sem gerir það að verkum að við skynjum nýjan sannleika. Vegna þessa eigum við að setja miklu meiri fókus og miklu meiri orku og fjármuni í listir. Alls staðar. Á öllum sviðum. Og hafna þeirri ranghugmynd að list sé einhvers konar munaður sem hægt er að neita sér um. Það á að borga listamönnum. Svo að þeir geti unnið. Það á að leyfa börnum að búa til mikið af list. Svo þau öðlist skilning. Og það á að dæla peningum í stofnanir sem stússast í listum. Til að bjarga lífi okkar og búa lífið okkar til.

35


Gallerí Úthverfa/ Outvert Art Space & ArtsIceland Elísabet Gunnarsdóttir Gallerí Úthverfa/Outvert Art Space er nýtt gallerí í húsnæði Gamla Slunkaríkis við Aðalstræti á Ísafirði. Myndlistarfélagið á Ísafirði rak Slunkaríki í húsnæðinu á árunum 1985–2005 eða þar til starfsemin var flutt neðar í götuna í nýuppgert Edinborgarhúsið þar sem sýningar Myndlistarfélagsins hafa verið síðan. Sýningar Myndlistarfélagsins hafa ávallt verið metnaðarfullar og sérstök áhersla lögð á að sýna verk ungs upprennandi myndlistarfólks.

Gallerí Slunkaríki heitir eftir húsi sérvitringsins Sólons Guðmundssonar sem hann byggði á Ísafirði fyrir um einni öld og var húsið úthverft, enda taldi Sólon að veggfóður væri fallegra en bárujárn og því ætti veggfóðrið að vera sýnilegt sem flestum. Seinna endurbyggði myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson hús með Slunkaríki sem fyrirmynd í Hafnarfjarðarhrauni og er húsið þar enn. Slunkaríki Sólons er hins vegar löngu horfið.

Frá s ý ni n g u nni á l e i ð i n n i : p e n d i n g , l e s p e n d u s . Ve r k In g ib j ar g ar S i g u r j ó n s d ó t t u r í f o r g r u nni . Lj ó s my n d G a l l e r í Út hv e r f a .

36

Heiti nýja gallerísins vísar í húsgerð Slunkaríkis Sólons en einnig það að sýningarnar miðast margar við að hægt sé að skoða þær um stóran glugga rýmisins sem blasir við vegfarendum um Aðalstrætið og þannig verða sýningarnar flestar ,,á úthverfunni“. Enska heitið Outvert er fengið úr slangurorðabók og lýsir því sem hefur verið snúið tvisvar sinnum innávið.


C r ow d s u r f e r . S K R E F I NÆ R O G F JÆ R / A ST E P C LO S E R A N D AWAY áram ó t a s ý ni n g 2 0 1 5 - 1 6 . Ve r k : S t y r mi r Ö r n G u ð mu n d s s o n . Lj ó s my n d G ú s t i

Rýmið er ekki stórt að grunnfleti en hlutföllin eru góð og hátt til lofts. Stór gluggi gallerísins snýr að aðalgötu bæjarins þar sem margir fara um og fá innsýn í það sem er að gerast í rýminu. Tvö undanfarin ár hafa verið skipulagðar skammdegissýningar (í desember og janúar) þar sem verkunum er varpað á glugga gallerísins og gatan verður sýningarrýmið. Þátttakendur hafa verið bæði myndlistarmenn, kvikmyndagerðarfólk og rithöfundar. Skammdegissýningarnar hafa gefist mjög vel og verður þeim fram haldið næstu áramót. Gallerí Úthverfa er í eigu Elísabetar Gunnarsdóttur og er rekið í samstarfi við myndlistarfólk og fagaðila

í skyldum greinum innan svæðis sem utan. Sýningarstjórnun og umsýsla hefur að mestu verið í höndum Gunnars Jónssonar myndlistarmanns frá því sýningar hófust að nýju í rýminu vorið 2013. Starfsemin hefur notið styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ en öll vinna við reksturinn er unnin í sjálfboðavinnu. Gott samstarf er við skólana á svæðinu og stöðugt unnið í því að finna nýja samstarfsaðila og miðlunarleiðir. M.a. er leitað samstarfs við utanaðkomandi sýningarstjóra þar sem þeir taka þátt í að þróa sýningarkonsept og vinna með aðstandendum gallerísins að því að fjármagna og framkvæma

viðkomandi verkefni. Fyrr á þessu ári var Listaverkabókabúð Úthverfu opnuð í tengslum við galleríið en hún hefur bókverk og listaverkabækur á boðstólum. Frá 2015 er Gallerí Úthverfa/Outvert Art Space rekið í náinni samvinnu við ArtsIceland, alþjóðlegar gestavinnustofur sem eru í sama húsi. Listafólki (myndlistarmönnum, tónlistarfólki, dönsurum, rithöfundum og fræðimönnum) sem valið er til dvalar í gestavinnustofunum er gefinn kostur á því að sækja um afnot af sýningarsalnum fyrir sýningar, uppákomur og aðra viðburði og mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á dagskrána og víkka út sviðið.

37


Myndlistar- og menningarstefna stjórnmálaflokka á Alþingi 2016 Guðjón Tr yg g vason

38


„Höfundur sendi spurningalista til þingf lokka allra stjórnmálaf lokka sem áttu kjörna fulltrúa á lögg jafarþingum í tíð núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar f lokks. Tilgangur f yrirspurnarinnar var sá að SÍM taldi einkar mikilvægt að var pa ljósi á stefnur f lokkanna f yrir boðaðar kosningar á hausti 2016“.

Umræða um málefni myndlistar og myndlistarmanna sem starfsstéttar í samfélagi þar sem áhersla á mælanlegan árangur og margföldunaráhrif eru allsráðandi hefur tilhneigingu til að finna sér kunnuglegan farveg. Standa oftar en ekki tvær innbyrðis einsleitar fylkingar sín á hvorum bakkanum og leggja til fallvatns umræðunnar með upphrópunum um ómetanlegt framlag annars vegar eða óbætanlegt afát hinna skapandi stétta hins vegar. Orð og skoðanir endurspegla hugmyndir um hlutverk og hlutskipti listamanna og taka ýmist mið af hugmyndum um hinn þjáða listamann eða velmegandi leikmann í frjálsu samfélagi. Slík umræða verður sér í lagi áberandi ár hvert þegar fallvatnið bólgnar og flæðir yfir bakka sína í kjölfar þess að umræða um úthlutun starfslauna listamanna og hönnuða kemst inn í síflaum fréttamiðla. Sjónarmið hvorrar fylkingar um sig steyta á nibbum og klettum sem á vegi þeirra verða, mynda hvítfyssandi drýli og djúpar hringiður sem virðist ómögulegt að losna úr. Slíkri umræðu er enn veittur frekari

framgangur með skorti á aðgengilegum tölfræðilegum upplýsingum frá opinberum eftirlitsaðilum sem ýkir hlut tilfinninga í umræðunni á kostnað staðreynda. Þessi grein er viðleitni til að létta á straumi upphrópanna og skapa heildstæða mynd af því framtíðarumhverfi sem stjórnmálaflokkar sem nú eiga fulltrúa á Alþingi sjá fyrir sér hvað varðar myndlist og menningu í stærra samhengi. Höfundur sendi spurningalista til þingflokka allra stjórnmálaflokka sem áttu kjörna fulltrúa á löggjafarþingum í tíð núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisog Framsóknarflokks. Tilgangur fyrirspurnarinnar var sá að SÍM taldi einkar mikilvægt að varpa ljósi á stefnur flokkanna fyrir boðaðar kosningar á hausti 2016. Spurningarnar snertu á hagsmunum myndlistarmanna gagnvart opinberum aðilum, til dæmis með vinnu SÍM við framlagssamning vegna sýninga í opinberum söfnum, en einnig á stærra alþjóðlegu samhengi starfsumhverfis myndlistarmanna á Íslandi og þeim tækifærum sem liggja utan landsteina.

Sendar voru út tíu spurningar 9. ágúst þar viðbragða var óskað fyrir 22. sama mánaðar. Svarfrestur var framlengdur til lok mánaðar svo að flokkarnir hefðu nægan tíma til svara en þau svör sem bárust eru merkt hverjum flokki fyrir sig með kosningastöfum þeirra. Þeir þingflokkar sem fengu spurningar sendar voru Björt framtíð (A) Framsóknarflokkur (B), Sjálfstæðisflokkur (D), Píratar (P), Samfylking (S) og Vinstrihreyfing – grænt framboð (V) en einungis tveir stjórnmálaflokkar, D og V, höfðu upplýsingar um menningarstefnu eða aðra stefnumarkandi yfirlýsingu sem varðar málaflokkinn aðgengilegar á vef sínum. Svör bárust frá Bjartri framtíð, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Þær upplýsingar fengust frá talsmanni Sjálfstæðisflokks að málefnavinnu flokksins væri ekki lokið og væri því ekki hægt að veita frekari upplýsingar byggðar á drögum málefnanefndar sem væru ósamþykkt af flokksráðsfundi. Ekki fengust endanleg svör frá Pírötum né Samfylkingu við vinnslu greinarinnar og er þar af leiðandi listabókstafnum D, P og S sleppt í svörum við sendum spurningum.

39


1

Vinnur flokkurinn eftir samþykktri menningarstefnu og er sú stefna aðgengileg kjósendum? Ef stefnan er til staðar en hefur ekki verið birt opinberlega, hvað veldur því, stendur það til bóta?

A

„Flokkurinn vinnur ekki eftir sérstakri samþykktri menningarstefnu heldur fléttast afstaða hans til menningarmála markmiðum hans. Grunnstefin eru þessi: Öðrum mælikvörðum en hagvaxtarmælikvörðum verði einnig beitt á efnahagslegar stærðir, þar sem litið verði til fleiri þátta mannlífsins, s.s. sjálfbærni þess og almennrar hagsældar; fjölbreytni ríki í atvinnulífinu og hún verði aukin með fjárfestingu eða annars konar hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, s.s. vistvænni tækniþróun og framleiðslu, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi; fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði; góðir háskólar stundi öflugt rannsóknarstarf, bjóði upp á fjölbreytta menntun og svari líka kalli atvinnulífsins um þá þekkingu og kunnáttu sem þarf; lista- og menningarstarf fái notið sín í allri mögulegri mynd; meira frjálsræði og sveigjanleiki ríki í íslensku stjórnkerfi, það sé móttækilegt fyrir skapandi hugsun og breytingar séu hluti af eðlilegu rekstrarumhverfi hins opinbera líkt og annars staðar í atvinnulífinu.“

B

„Á flokksþingi 2015 var ályktað um mennta- og menningarmál og liggur sú ályktun fyrir á vef flokksins - www.framsokn.is. Nú stendur yfir málefnavinna vegna þingkosninga 2016. Þá birtist stefna flokksins í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 2013 www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/05/stefnuyfirlysing220513.pdf “

V

„Hér má sjá samþykkta stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í menningarmálum http://vg.is/menntastefna/ undir liðnum 4b. Skapandi samfélag. Þar eru nokkrir stuttir kaflar um þátttöku, gott starfsumhverfi, stafræna menningu, skapandi greinar og menningartengda ferðaþjónustu. Stefnan var samþykkt á landsfundi 2015 en hreyfingin hefur líka samþykkt fjölda ályktana um menningarmál, m.a. um öflugt Ríkisútvarp, höfundarréttarmál og nauðsyn þess að efla höfuðsöfn okkar.“

40


A

„Flokkurinn telur eðlilegt að framkvæmdavald ríkisins og sveitarstjórnir, þ.e. þeir aðilar sem hafa framkvæmd menningarmála á hendi sér, setji sér aðgerðaáætlun á sviði menningarmála sem og annarra málaflokka, á grundvelli þeirra markmiða sem sett hafa verið.“

B

„Ekki hafa verið samþykktar ályktanir varðandi aðgerða- eða framkvæmdaáætlanir á sviði menningar en undirrituð telur slíkt vel koma til greina bæði innan flokks og á Alþingi. Þá segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Gerð verði úttekt á starfsumhverfi skapandi greina með það að markmiði að þær eflist og sæki fram“.“

2

Telur flokkurinn nauðsyn á að setja fram og vinna eftir tiltekinni aðgerðaáætlun á sviði menningar, hvorutveggja á grundvelli flokks og á grundvelli Alþingis?

V

„Vinstri-græn höfðu forgöngu um það í ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar að leggja fram fyrstu þingsályktunartillöguna um menningarstefnu á Alþingi. Stefnan var samþykkt og má finna hana hér: www.althingi.is/ altext/141/s/1149.html. Ástæðan fyrir þessari vinnu var sú að Vinstri-græn töldu mikilvægt að efna til samráðs og samtals við sem flesta aðila innan menningarlífsins og móta þannig stefnu í málaflokknum sem annars hefur ráðist af fjárveitingum og lagaumhverfi á hverjum tíma. Stefnan er mótuð eftir hrun en fyrir hrun hafði verið ráðist í átak í uppbyggingu menningarhúsa um land allt. Sú áhersla vakti ýmsar spurningar um það hvernig menningarstefna og ákvarðanir á sviði menningarmála eru teknar. Að mati Vinstri-grænna er mikilvægt að Alþingi eigi umræðu um forgangsröðun og áherslumál í kjölfar víðtæks samráðs við lista- og menningargeirann.“

A

„Í samræmi við grunnstef flokksins um fjölbreytni, aðra mælikvarða en hagvaxtarmælikvarða, fleiri forsendur fyrir byggð í sveitum o.s.frv. er afstaða Bjartrar framtíðar til uppbyggingar þverfaglegra atvinnugreina mjög jákvæð. Þess má einnig geta að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar átti frumkvæði að gerð fjárfestingaráætlunar fyrir Ísland 2013-2015 – nýjum áherslum í atvinnumálum. Þar birtast áherslur flokksins í fjárfestingu skapandi greina og grænum iðnaði og fjármögnun hugsuð með arði af sameiginlegum auðlindum. Stefnuna má finna hér https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7175.“

B

„Í kosningastefnuskrá fyrir kosningarnar 2013 sagði „við viljum öflugt menntakerfi sem styður við atvinnulífið. Efla þarf verk-, tækni-, hönnunar-, og listnám“. Ég lít þannig á að í þessari setningu felist afgerandi jákvætt svar.

3

Hver er afstaða til samlegðaráhrifa og virðisauka menningar með öðrum atvinnugreinum í landinu svo sem ferðaþjónustu, frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi og menntamálum. Telur flokkurinn að ýta mætti undir slíkt með beinni aðkomu hins opinbera?

V

„Vinstri-græn höfðu forgöngu um það í ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar eftir frumkvæði Samráðsvettvangs skapandi greina að láta greina hagræn áhrif skapandi greina. Niðurstaðan varð sú að þessi hagrænu áhrif eru mun meiri en áður var talið og velta skapandi greina var á pari við veltu áliðnaðarins. Vinstri-græn telja efnahagslegt gildi skapandi greina, rannsókna, þekkingariðnaðar og nýsköpunar ótvírætt fyrir utan þá staðreynd að þessar greinar eru gríðarlega mikilvægar til þess að hér byggist upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að um of sé gengið á auðlindir landsins. Vinstri-græn telja hins vegar að hið opinbera eigi að styrkja lista- og menningarlíf óháð þeim virðisauka sem það kann að skapa enda gildi listanna mikilvægt í sjálfu sér og fjárveitingar hins opinbera verða að byggja á faglegum forsendum en ekki á væntingum um arðsemi.“

41


4

Grunnmenntun myndlistarmanna hefur farið fram á Íslandi síðan 1938 við stofnun Handíðaskólans. Auknar kröfur samfélagsins um framboð á menntunarmöguleikum sem uppfylla alþjóðleg gæðaviðmið hefur kallað á aukið framboð á námsleiðum á sviði myndlistar en enn sem komið er hefur æðstu menntastofnun á því sviði, Listaháskóla Íslands, ekki verið gert kleift að starfa með þeim hætti að stofnunin geti uppfyllt kröfur sem gerðar eru til sambærilegra háskóla. Hefur flokkurinn mótað sér stefnu hvað varðar framtíð listmenntunar á Íslandi og þá sérstaklega í sambandi við rannsóknir á háskólastigi á sviði lista og menningar?

5

Starfsumhverfi myndlistarmanna er eðli sínu samkvæmt ótryggt. Stafar það meðal annars af takmörkuðum möguleikum myndlistarmanna til tekjuöflunar byggða á afurðum vinnu sem er tímafrek og ekki auðveldlega fjöldaframleidd. Slíkar takmarkanir valda frekar hærri kostnaði og hárri framlegð. Hver er afstaða flokksins til aðgerða eða úrræða sem stuðlað gætu að auknu starfsöryggi myndlistarmanna? Í þessu tilviki er vert að nefna t.d. fjármögnunarmöguleika, skattaumhverfi myndlistar og starfsemi henni tengdri o.s.frv.

42

A

Svar frá Bjartri framtíð barst ekki við spurningunni.

B

„Ekki er tekið sérstaklega á því í stefnu flokksins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styðja við skapandi greinar og vill að á Íslandi verði listnám aðgengilegt og viðurkennt.“

V

„Ég [Katrín Jakobsdóttir, innskot höfundar] vitna aftur til stefnunnar (http://vg.is/menntastefna/), en þar er talað um mikilvægi þess að efla grósku í háskólanámi, hvort sem er bóklegu námi eða listnámi. Vinstri-græn styðja það að Listaháskólinn fái svigrúm til að eflast og liður í því er að koma skólanum á einn stað þannig að styrkleikar hinnar þverfaglegu nálgunar sem er aðalsmerki skólans fái notið sín. Öllum slíkum áformum var slegið á frest eftir hrun en Vg telur mikilvægt að sátt náist um staðsetningu skólans þannig að hægt verði að ráðast í framkvæmdir og skólinn fái rými til að vaxa og þroskast. Þá telur Vinstrihreyfingin – grænt framboð að gera þurfi ráð fyrir sérstöku fagráði lista innan RANNÍS þannig að rannsóknir á sviði lista fái svigrúm til að þróast.“

A

„Björt framtíð er fylgjandi fjárfestingum og hvatningu í skapandi greinum, myndlist sem og öðrum greinum, til að lista- og menningarstarf fái notið sín í allri mögulegri mynd.

B

„Átta mig [Líneik Anna Sævarsdóttir, innskot höfundar] ekki á þessari spurningu – en útiloka enga hugmynd fyrirfram.“

V

„Að mati Vinstri-grænna eru mikilvægustu leiðir hins opinbera til að styrkja myndlistarmenn til sinna starfa annars vegar starfslaun listamanna og hins vegar myndlistarsjóður. Þessi stefna birtist í verki þegar starfslaunum listamanna var fjölgað með lögum 2009 í tíð ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar og sömuleiðis þegar myndlistarsjóður var stofnaður með myndlistarlögum 2012. Þessi stuðningur hins opinbera er grundvöllur fyrir eðlilegt starfsumhverfi fyrir myndlistarmenn og tryggir listrænt frelsi. Skoða þarf aðrar leiðir, til dæmis skattalega hvata til að styðja við listræna starfsemi eins og tíðkast víðast hvar, þar sem einkaaðilar geta fengið skattaívilnanir með stuðningi við listir. Þá er mikilvægt til framtíðar að efla Listasafn Íslands, sem er höfuðsafn ríkisins á sviði myndlistar, og gera því betur kleift að sinna hlutverki sínu fyrir íslenska myndlist.“


A

„Björt framtíð er fylgjandi fjárfestingum og hvatningu í skapandi greinum, myndlist sem og öðrum greinum, til að lista- og menningarstarf fái notið sín í allri mögulegri mynd.“

B

„Ég [Líneik Anna Sævarsdóttir, innskot höfundar] hef tekið eftir þessari herferð og held að hún hafi töluverð áhrif á almenningsálitið og þar með stjórnmálamenn. Þekki sænska rammasamninginn ekki en finnst áhugavert að skoða hann frekar.“

V

„Fulltrúar Vinstri-grænna hafa fundað með fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna um þessa herferð og eru jákvæðir gagnvart slíkum samningi. Grundvallaratriði er að tryggja opinberum söfnum fjármagn til að geta staðið við slíkan samning. Á Alþingi 14. mars síðastliðinn spurði þingmaður Vg um afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til herferðarinnar sem hér er til umfjöllunar. Þau skoðanaskipti má finna á vef Alþingis: http://www.althingi.is/ altext/145/03/l14170151.sgml.“

A B

„Björt framtíð telur nauðsynlegt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á öllum sviðum lista- og menningarlífs, sem og á öðrum sviðum íslensks samfélags.“

„Jákvæð“

V

„Vinstrihreyfingin – grænt framboð er mjög fylgjandi alþjóðlegu samstarfi á sviði mennta- og menningarmála og hafa fulltrúar hreyfingarinnar kynnt sér ýmis verkefni sem sprottið hafa úr slíku samstarfi. Oft hafa slík verkefni rutt brautina fyrir frekari landkynningu og markaðssetningu á íslenskri list og skapað frekari möguleika fyrir alþjóðlegt samstarf.“

A

„Björt framtíð telur sjálfsagt að sjálfstæð stefna sé sett á sviði myndlistar, sem og annarra listgreina, sem hluti af heildstæðri menningarstefnu Íslendinga sem útfærð verði í aðgerðaáætlun á hverjum tíma.“

B

„Flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til slíkrar stefnu sérstaklega, en almennt er skýr stefna og áætlanagerð líkleg til að leiða til markvissari vinnu og betri nýtingu fjármuna.“

6

SÍM hóf herferðina „Við borgum myndlistarmönnum“ (http://vidborgummyndlistarmonnum.info/) á seinasta ári. Hafa fulltrúar flokksins kynnt sér herferðina og hver er afstaða flokksins til slíkra samninga, aðkomu og ábyrgð hins opinbera á að tryggt sé að laun séu greidd vegna vinnuframlags til aðila sem fjármagnaðir eru með opinberu fé?

7

Í gegnum alþjóðasamstarf er Ísland t.d. aðili að Menningaráætlun Evrópusambandsins (Creative Europe) þar sem lögð er rík áhersla á samstarf og samvinnu þvert á landamæri. Hver er afstaða flokksins til slíkra samstarfsverkefna og þeirra möguleika sem slíkar rammaáætlanir geta skapað fyrir skapandi greinar á Íslandi?

8

Myndlistarstefna er í meðförum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hver er afstaða flokksins til slíkrar stefnu, er nauðsyn á að hafa slíka samþykkta stefnu til staðar?

V

„Það er afar jákvætt að myndlistarráð hafi staðið fyrir slíkri stefnumótunarvinnu sem nær til ólíkra sviða samfélagsins, svo sem starfsumhverfis myndlistarmanna, myndlistar í skólakerfinu, samfélagslegs hlutverks myndlistar o.s.frv. Hugmyndin um nýja miðstöð myndlistar er mjög áhugaverð og jákvætt að þar sé verið að líta til reynslunnar af öðrum miðstöðvum eins og Miðstöð íslenskra bókmennta sem stofnuð var með lögum 2012.“

43


9

Mikilvægt er að velja kynningarverkefni kostuð af opinberu fé á sviði myndlistar af kostgæfni með undirbúningsvinnu sem þarf að vera ítar- og fagmannleg. Það hefur sýnt sig að rödd íslenskra myndlistarmanna getur á afgerandi hátt átt mikilvægt erindi inn í umræðu nútímans um líðandi málefni, t.d. má nefna seinasta framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins sem varpaði fram áleitnum spurningum um samskipti mismunandi menningarheima í nútímasamfélagi.

Hver telur flokkurinn að aðkoma myndlistarmanna og annara aðila í skapandi greinum að viðburðum skipulögðum að hinu opinbera ætti að vera? Er munur á því hvort um „hreina“ landkynningu sé að ræða og hvert er viðhorf flokksins varðandi greiðslu fyrir slíka aðkomu?

10

Að lokum leikur SÍM forvitni á að vita hvaða myndlist hangir á veggjum fundarherbergisins sem þingflokkurinn hefur til afnota í byggingum Alþingis.

A

„Björt framtíð telur að rödd íslenskra listamanna þurfi og eigi að heyrast sem víðast, þar sem því verður við komið. Eins og fram kemur í svari við spurningu 6, ættu listamenn að fá greitt fyrir vinnu sína.“

B

„Greiðsla fyrir slíka vinnu þarf að vera í samræmi við vinnuframlag og samninga.“

V

„Slíkir viðburðir geta verið með afar mismunandi hætti. Þannig eru sumir alþjóðlegir viðburðir skipulagðir sem samstarf stjórnvalda en aðrir eru skipulagðir sem samstarf einstakra listamanna, samtaka þeirra eða annarra slíkra aðila. Ef um er að ræða viðburði skipulagða af stjórnvöldum er eðlilegt að það sé gert með góðu samráði við myndlistarmenn og samtök þeirra. Að sjálfsögðu á að greiða listamönnum fyrir þeirra vinnu í slíkum viðburðum. Nú er það ljóst að kostnaður við til dæmis Feneyjatvíæringinn hefur ekki alltaf verið að fullu greiddur af hinu opinbera þó að þátttakan sé á vegum þess en það hlýtur að vera markmiðið að kostnaður við slík verkefni sé að fullu greiddur af hinu opinbera.“

A B

„Í þingflokksherbergi Framsóknarflokks eru eftirfarandi myndir: Þingvallamynd eftir Svein Þórarinsson, Sólsetur í Reykjavík eftir Ásgrím Jónsson, Vegurinn eftir Finn Jónsson og Landslag eftir Jón Stefánsson.“

V

44

Svar frá Bjartri framtíð barst ekki við spurningunni.

„Þar hanga verk eftir Þorvald Skúlason, Guðmundu Andrésdóttur og Ásgerði Búadóttur.“


Munur á svörum flokka vekur athygli en jafnframt vonbrigði að ekki hafi verið unnt að afla greinagóðra svara frá öllum viðmælendum. Ekki skal fullyrt um hvort verklag innan einstakra flokka, utan Sjálfstæðisflokks sem gaf skýr svör þar að lútandi, hafi valdið því að höfundur hafði ekki árangur sem erfiði. Líkingin við straum umræðu í upphafi greinarinnar á einnig við kjörna fulltrúa og vald þegar kemur að mótun menningar, hvert menningarumræðunni er veitt og hver nýting menningarinnar er, hvort sem er með eiginlegum opinberum framkvæmdum eða með lagaumhverfi einstaklinga. Ákvarðanataka og áhrif kjósenda mótast af ráðandi umræðu en fyrst og fremst virku vali, þátttöku og framlagi í umræðuflaum samtímans. Það er von höfundar að upplýsingar sem hér koma fram séu til þess fallnar að skapa einstaklingsbundna lygnu í flúðunum um stundarsakir áður en að (feigðar?)ósi er flotið.

45


Lokun Listasafns ASÍ — enn eitt hög g f yrir íslenskt myndlistarlíf Hlynur Helgason

Í vor ákvað rekstrarstjórn Listasafns ASÍ, öllum að óvörum, að loka safninu og selja húsnæði þess, þvert á stefnu Alþýðusambandsins. Listasafnið hefur um áraraðir rekið sýningarsal sem hefur skipt miklu máli fyrir sýningar íslenskra myndlistarmanna. Með lokun safnsins þrengjast til muna möguleikar þeirra til sýningarhalds og því er ákvörðun rekstrarstjórnarinnar alvarlegt áfall fyrir íslenskt myndlistarlíf. Þar með lýkur einnig fimm áratuga samfelldum stuðningi og tengslum þessara heildarsamtaka verkafólks við myndlistarlíf í landinu. Listasafn Alþýðusambands Íslands var stofnað árið 1961 þegar Ragnar í Smára gaf sambandinu veglega listaverkagjöf. Í upphafi stóð til að byggja stórhýsi undir safnið á fimm hektara lóð. Þar átti að sýna safnkostinn og byggja upp höggmyndagarð. Söfnun fyrir byggingunni byggði í upphafi á hagnaði af sölu fyrstu íslensku listasögunnar sem Björn Th. Björnsson tók að sér að skrifa. Trúlega voru þessi plön of

46

stórhuga. Tafir á útgáfu listasögunnar kostuðu sitt. Efnahagskreppur og óðaverðbólga eyddu síðan að mestu því sem safnaðist og ekkert varð úr byggingu safnsins. Safnið hafði á fyrstu árum sínum aðsetur í húsnæði á vegum Alþýðusambandsins og Alþýðubankans. Þar sýndi það verk sem voru í eigu þess, auk þess að skipuleggja sýningar á verkunum á vinnustöðum út um landið. Þessar sýningar kynntu íslenska myndlist fyrir íslensku verkafólki og voru safninu mikilvæg tekjulind. Árið 1980 urðu þáttaskil í sögu safnsins en þá flutti það í fyrsta sinn í eigið safnhúsnæði. Húsnæðið var sérhannað fyrir safnið og tók yfir alla efstu hæðina í nýju húsi Alþýðusambandsins við Grensásveg. Með þessu nýja húsnæði komst starfsemi Listasafns ASÍ að mestu í það horf sem hún hefur verið æ síðan. Dregið var úr sýningum úr safneign og var sýningarrýmið að mestu leigt út til listamanna sem sóttu um að fá að sýna í safninu. Safnið tók oft listaverk upp í

leiguna, nokkuð sem var til hagsbóta fyrir listamennina og styrkti safneignina á sama tíma. Eftir að safnið flutti í eigið húsnæði hélt það áfram að halda sýningar á vinnustöðum verkafólks. Safneignin var því áfram aðgengileg almenningi utan safnsins sjálfs. Árið 1996, á 80 ára afmæli sínu, ákvað Alþýðusambandið að festa kaup á Ásmundarsal og flytja safnið þangað. Við þetta flutti safnið úr sérhönnuðu sýningarrými í hús sem var í miðri borginni og var sögulega tengt myndlistarlífi borgarinnar. Nýja húsið var byggt sem íbúð og vinnustofa en ekki fyrir sýningarhald eða safnastarfsemi. Það var auk þess ekki í sérlega góðu ásigkomulagi og þarfnaðist verulegra endurbóta og viðhalds strax í upphafi. Í nýju húsi hélt safnastarfið áfram sem fyrr. Í upphafi var rými á jarðhæð notað undir fastasýningar á safneign. Stærsta og fallegasta rýmið, fyrrum vinnustofa Ásmundar, var leigt út fyrir einkasýningar


Ve r k H ly nu r Ha l l s s o n , l j ó s my n d Hu g i H ly n s s o n .

listamanna. Síðar tók safnið að nýta fleiri herbergi á jarðhæð undir sýningar, auk þess sem gert var við vinnustofurými í kjallara fyrir sýningar. Samtímis þessu dró úr sýningum sem byggðu á safneign og áherslan því í auknum mæli á sýningar á samtímalist. Í upphafi nýrrar aldar hætti safnið að taka leigu fyrir sýningarsali og bauð listamönnum að sýna endurgjaldslaust. Þarna fylgdi safnið almennri þróun í borginni, en á þessum tíma hættu flest sýningarrými að taka gjald fyrir leigu á sýningarsölum. Þessi breyting bætti hag listamanna og aðstöðu, en dró á sama tíma úr tekjum safnsins og möguleikum. Ljóst er að rekstur Listasafns ASÍ hefur gengið misvel. Á sjöunda og áttunda áratugnum var safnið oftast rekið með tapi sem Alþýðusambandið dekkaði. Opinberir styrkir til safnsins voru litlir í upphafi, en efldust til muna þegar leið á níunda áratuginn. Árið 1988 voru styrkir frá ríkinu orðnir um níu milljónir að núvirði. Þetta, auk aukinna tek-

na af vinnustaðasýningum leiddi til þess að í upphafi tíunda áratugarins var safnið farið að skila hagnaði. Síðan þá hefur hallað undan fæti. Opinberir styrkir hafa minnkað til muna á sama tíma og sjálfsaflafé hefur dregist saman. Styrkur til safnsins frá aðildarfélögum ASÍ hefur því undanfarin ár ekki dugað til að standa undir kostnaði, að sögn rekstrarstjórnar safnsins, sem vísar til þess þegar hún rökstyður að óhjákvæmilegt hafi verið að loka safninu.

arstjórn hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að ganga gegn ákvörðun æðsta yfirvalds samtakanna þegar ákveðið var að loka Listasafni ASÍ.

Listasafn ASÍ hefur í um fjörutíu ár skipað mikilvægan sess í því að gefa listamönnum tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Það hefur á undanförnum árum misst stærstan hluta þeirra opinberu styrkja sem það hlaut áður fyrr, á sama tíma og möguleikar þess til að afla sértekna hafa skerst til mikilla muna vegna breytts umhverfis liststofnana. Listasafn ASÍ er að Í yfirlýsingu sem rekstrarstjórn þessu leyti gott dæmi um þá þróun gaf út af þessu tilefni kom fram að sem íslenskur myndlistarvettvangur sökum fjárskorts og þverrandi styrk- hefur gengið í gegnum á þessari öld, ja sé ekki hægt að halda safninu þar sem eldra fyrirkomulag styrkja opnu lengur. Starfsemi sem tengist og rekstrartekna hefur gefið eftir sýningum úr safneign komi þó til án þess að mörkuð hafi verið stefna með að halda áfram með breyttu um það sem komið gæti í staðinn. sniði. Þessi ákvörðun kemur veruÞað eru því bæði stjórnvöld og lega á óvart vegna þess að þegar Alþýðusambandið sem eiga sök á reglum um safnið var síðast breytt því að þessi faglegi vettvangur fyrir á þingi ASÍ fyrir tveimur árum var samtímamyndlist er að hverfa — skýrt tekið fram að eitt af meginþað eru myndlistarmenn og hlutverkum safnsins sé, enn sem almenningur sem njótendur fyrr: Að reka sýningarsal og skylda myndlistar sem þetta bitnar á. starfsemi. Svo virðist því sem rekstr-

47


Framtíðin er full af möguleikum Öllum þykir gaman að velta fyrir sér hvað framtíðin muni færa þeim af spennandi viðfangsefnum og áskorunum. Okkar hlutverk er að auðvelda þér að leggja grunn að farsælli framtíð með traustri fjármálaráðgjöf.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 1 8 5 6

Kynntu þér það sem við höfum að bjóða á arionbanki.is eða komdu við hjá okkur til að ræða þína framtíð.

48


Full schedule at www.bioparadis.is /bioparadis

@bioparadis

s

@bioparadis

@bioparadis

49


Gunnar Kr. Formsins vegna / For the Sake of the Form 27. ágúst - 23. október 2016 Thora Karlsdottir Kjólagjörningur / Dress Performance 10. september - 13. nóvember 2016 Joan Jonas Undir jökli / Under the Glacier 29. október 2016 - 8. janúar 2017 Ásdís Sif Gunnarsdóttir Rigning í þoku / Misty Rain 29. október 2016 - 8. janúar 2017

Kaupvangsstræti 8-12 600 Akureyri Sími 461 2610 listak@listak.is | listak.is

50


Örn Hrafnkelsson sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

„Jón forseti átti þetta alltsaman. Örn er félagi í HÍB frá 1994

Mínar bækur eru flestar í kössum niðri í geymslu.“ www.hib.is

styrkir HÍB á tveggja alda afmæli félagsins

51


l Ís ~

e

Sm

k ah é r ~ s n el

lt

u

54&55

Vote for creation and ar t Jóna Hlíf Halldórsdóttir

56&57

The ten year anniversar y of SÍM’s ar tist house on Seljavegur

58&59

Conversation with Katrín Elvarsdóttir

The Contribution Contract (draft) Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Magnetic memories Æsa Sigurjónsdóttir

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

62-75

60&61

76&77

The center fold: Gunnhildur Hauksdóttir

78&99

NO! SAID THE LIT TLE MONSTER Gerður Kristný


Vol 7, issue 2. 2016

80&81

82&83

84&85

SÍM residency

Nine days in Berlin

Days of Visual Ar t

Katinka Theis

Úlfur Karlsson

Sigrún Hrólfsdóttir

86&87

88-95

Outver t Ar t Space & Ar tsIceland Elísabet Gunnarsdóttir

The visual ar t and cultural policies of Parliament’s 2016 political par ties Guðjón Tr yg g vason

96&97

The closing of The ASI Ar t Museum Hlynur Helgason

53


Vote for creation and art Jóna Hlíf Halldórsdóttir

In the run up to this election, I called for a political agenda with emphasis on creation and art. Creativity matters to us all; that is a fact. It is crucial both now, and when we look to the future. Creativity constructs for us a fitting society, it constructs solutions and rebuttals if necessary. Creativity is the foundation of societies and is cultured by art. Art is powerful insofar that it outlives itself, survives past our days, past and future. It is, has been, and will become. What it is exactly is another matter entirely. Art can do anything. So can artists.

54

Speaking of Artists: Can we really be content to not get paid for exhibiting our works in public museums? We no longer have to be humble towards the government or its representatives unless we want to. We set our own boundaries, and we can only do that by following our conviction. We should demand to receive a fair compensation for our work and the exhibition of our works, just like everyone else who does work in relation to exhibitions in public museums. More politicians should subscribe to this common sense. This basic demand should

belong in the cultural policies of every political party running in the October election. But, in our article, “Visual art and cultural policy of the political party in parliament 2016”, there is a clear lack of message from Icelandic political parties. *** SÍM believes that all visual artists who are invited to exhibit in public museums should be paid for these exhibitions. Our simple and clear demand leading up this election is that every political party honour that principle of visual artists. By the same token, SÍM believes


that Icelandic political parties should approve the “contribution contract draft”, which would provide a gratuity for visual artists for exhibitions in public museums, which has already been submitted to parliament. Support for this reasonable demand by visual artists should be cross-political, but alas it still isn’t. If it were, this support would bring Icelandic society closer to other Nordic societies and make the society of artists in Iceland competitive toward comparison countries.

more and more political parties are running for parliament. What is the cultural policy and direction of these parties regarding various art forms? Shouldn’t a direction be demanded of them?

***

We don’t demand much, only that the respect that comes with the offer to exhibit works in some of the most respected museums in Iceland is accompanied by respect in the form of a gratuity for our time,

The current political situation as it stands means very few political parties place an emphasis on artists’ issues. At the same time,

During the campaign for the next election, we artists should insist on being appreciated for our worth the way artists in the other Nordic countries are. We should be paid for staging our own exhibitions, the same way our respective colleagues are.

labour, and ideas. Besides, that’s the gratuity every other contractor receives for staging our exhibition. All contractors are paid for staging our exhibition, the exhibition we created, the exhibition we pour all our creative energy into. What I’m calling for here, straight-up, is a politics that will address this. For political forces willing to work with SÍM to change this for good. And I call for artists who will stick together in order to enact the change. Let’s change it; We pay visual artists.

55


The ten year anniversary of SÍM’s artist house on Seljavegur Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

For a long time now, there has been a great lack of studio space for visual artists, especially in downtown Reykjavík. So it was a source of celebration for SÍM when the association rented a whole building at Seljavegur 32 from Ríkiseignir (The property agency of the Icelandic government), formerly home to the Icelandic Coast Guard. During the mid-summer of 2006, 55 artists moved into Seljavegur and started working in 44 studios. Since the inception of the SÍM artist house, a total of 155 visual artists have used the studios there for longer or shorter periods. The SÍM artist house formally opened on August 24th, 2006. Representatives from the state and city were invited, as well as employees of various cultural

56

institutions, artists and visual art enthusiasts, and representatives from businesses. SÍM will celebrate the house’s 10-year anniversary on October 22nd 2016, and the same people will be invited to celebrate with us on this occasion. The studio has proved a great asset for visual artists and their work. For the majority of the space, the building was separated into studios and a shared space on the ground floor, where artists could work on larger pieces. For the remaining space, SIM created SIMRES, the international guest studio residence for foreign visual artists. A total of 46 visual artists use the facilities in 40 studios, which were reduced from 44 when the guest studio residence SIMRES was expanded in 2009.


During the building’s first years, the first floor housed an exhibition space as well. There’s usually a long waiting list for studio space at Seljavegur and the demand is great. Since its beginning, many of the nation’s best known artists have worked at Seljavegur side by side, as well as being alongside younger artists, and a lot of creativity has resulted from this melting pot. SIMRES, SÍM’s guest studio residence for foreign visual artists, has also been popular with artists from all over the world and has, in truth, been fully booked every month of the year since its inception. The guest apartment is located on the top floor of the house with a beautiful view of Faxaflói and Snæfellsnes. The first years of the house’s history saw five foreign artists being accepted every month, but after

the guest apartment was expanded in 2009, 11 artists can stay in the apartment together, from one to three months at a time. Since it opened almost 2,500 artists from all over the world have stayed at SIMRES. The guest studio residence has proved extremely important for SÍM’s operation, as well as to SÍM’s members and the Reykjavík art scene in general. Often strong bonds have formed between foreign and Icelandic artists, and those bonds have led to various international exhibition projects. By developing a desirable international guest studio residence for foreign visual artists, Iceland has managed to become a fully-fledged member of the world art scene, creating a setting for international art in the country. It is

worth mentioning that SIMRES is also the largest guest studio residence for artists in the Nordic countries. Apart from the interaction, there are many advantages for visual artists to work together in an artists’ house like the one on Seljavegur. First and foremost, it’s the energy that’s generated when many artists come together, both foreign and domestic. As with other art fields, the social network is one of the most important factors in the artist’s work environment. The artists’ house on Seljavegur has been one of the cornerstones of the SÍM operation and hopefully will continue to be so for the foreseeable future.

57


Katrín Elvarsdóttir has held a spot in the SÍM guest studio at Seljavegur 32 since it was founded. Stara talked to Katrín about the impor tance of studios, visual ar t and the work process.

Katrín Elvarsdóttir I attended the University of Iceland after high school and studied French. I wanted to master the language and was fascinated by French literature and film, so I had spent a lot of time in France during my high school years and envisioned going there later for further college studies. But as I was graduating from the University, I developed a mania for photography and decided to leave in the fall for the United States of America to study photography. I went to Melbourne in Florida for two years of study, and attended a school called Brevard Community College. The American school system suited me well, and the teachers were extremely ambitious in their lessons. For the first time, I experienced teachers who really wanted to teach you and saw it as their main objective, rather than to fail you. I loved to study and spent most days in the studio or dark room until dark. Afterwards, I attended an art college in Boston called Art Institute of Boston – also a great time. While

58

there, I was introduced to other mediums, like drawing and video, which I found interesting, although photography has always been my main medium. Studio On the second floor of Seljavegur 32. Inspiration From books, films and specific places – most often manmade. Concept work When I get ideas, I immediately start shooting photos which lead me in a certain direction, and I’ll go back again and again to the same places to photograph or recreate the same ideas until something works. Projects ahead I’m travelling to Fotobook Festival in Oslo in the fall of 2016 for the first time. The festival sponsors asked me to select Icelandic photography books for the exhibition,

which is held in a separate pavilion during the festival. Then I’m going to Denmark in October to meet with collaborators for an exhibition I’m managing that goes by the working title, This Island Earth. It’ll be staged in the Gallery Image in Denmark next year (2017), and later on will move to Oulu in Finland. I’m also doing concept work in connection with two exhibitions I’m doing works for, along with Finnish and Icelandic artists, that will take place in Tallinn and Helsinki. The importance of the studio It’s necessary to have a permanent place to work where you be completely left alone. I also have several works made in previous years that need to be accessible when I’m visited by curators and foreign guests. Description of the studio The studio is a former office space on the second floor of Seljavegur, in a quiet end of the house with a view of the sea.


P h o t o Kat r í n E lv ar s d ó t t i r

Goal/the ultimate achievement To participate in international exhibitions and collaborations – and do it without having to move out of the country. Why are you a visual artist? Visual art is what I most want to create. In a perfect world visual art would be… What is a “perfect world”? It doesn’t sound like a place I want to visit. But the work of visual artists could be more respected here in Iceland Motto I haven’t picked a motto, except maybe to choose your friends carefully. Influences I’m fascinated by people and am very impressionable. Many of my good friends are artists, musicians, or designers that have influenced me in various ways. My grand-

mother, Guðbjörg Bárðardóttir, was a great influence when I was a child and teenager. She died when I was 18 years old. I lived in many countries since I was 11 years old, mostly in the United States but also in Sweden, Denmark, France, and England. There are also influences that come from the American visual art world, French film and literature, and Scandinavian aesthetics. SÍM is First and foremost an interest organization. I was on the board of SÍM for many years and got to know the work extremely well. I know what a thankless work the board does, but I’m convinced that it’s essential for the Icelandic culture and visual art. Being a member is also very practical when it comes to your work, like renting a studio, accessing foreign museums for free and being able to apply for grants from the Muggur travel fund.

My Seljavegur experience There was a lot of interconnection in the house during the first months, but it is much quieter now. Granted, I don’t have the same studio – I was in a much more open space during the first years. My studio is a bit hidden away now; nobody walks past it without having business there. I remember there was a lot of uncertainty about the operation of Seljavegur in the fall of 2008, and in order to bring attention to the work us tenants mounted an exhibition where works sized A5 were sold for 5000 ISK a piece. They were sold anonymously – the person buying didn’t know who made the work until after it was handed over. I made some good deals there. I bought two works, one by Steingrímur Eyfjörð and the other by Helgi Þórsson. This year is SÍM’s 10-year anniversary in the house; who knows if something like that might happen again.

59


Magnetic memories Æsa Sigurjónsdóttir

Time and humanity could be the heading of Sigurður Guðjónsson‘s exhibition in Berg Contemporar y which opened on September 2nd 2016. Heavy black cur tains block out the street noise when you enter the enclosed world of the ar t space where three new video works - AV Machine, Tape, and Well - are synchronized in order for natural and technical noises to converge into an ag gressive presence in the thick darkness that envelops the audience.

P h o t o Vi g f ú s Bi r g i s s o n f o r B E R G C o nt e mp o rar y

60


P h o t o Vi g f ú s Bi r g i s s o n f o r B E R G C o nt e mp o rar y

For this particular exhibition, Sigurður leads us further into his research on the aesthetics of these mediums, their sounds, colours and shape, which he connects to the metaphor of water and its transformation into electricity. With this current exhibition, he has moved on from the visual narrative which defined many of his older works, instead focusing on a specific distillation of aesthetic elements – an interplay of medium, matter and sound – which before could be detected in the works Connection (2012) and Recorder (2010). Sigurður’s video works are staged in abandoned spots and he has often highlighted things that are as changeable as water (Balance (2013)), and as fleeting as a magician’s soap bubble in his work Insight (2011). Here, the artist seeks inspiration from a deserted industrial area, worn-out machines, humming, rust, and water, all of which elicits a strong olfactory response. In this manner he engages all the senses. Artists have long been fascinated with the beauty of the machine. The profound and passionate relation-

ship between man and machine has never been as strong as it is now. Sigurður’s dystopian visual world rhymes with man’s turmoil over whether he should identify with and love the machine unconditionally, or cultivate his humanity and those emotions that separate him from the machine. The repeating spirals, mesmerizing electronic sounds and falling drops of water evoke a dreamlike, meditative state, which could be paralleled within science fiction and the visual language of cinema, an ambience which suggests either Deckard’s sorrowful response in Blade Runner or the desperation of the Russian director Tarkovsky in trying to capture the impermanence of memory. Sigurður makes his sound memories visual, while revealing that perhaps the emotional connection between medium and man, technology and humanity, is the real meaning of his works. Sigurður continues to spin a thread which has been underlying in his artistic expression and connects to the root of youth in a visual relationship between past and present. The works are a good fit for the Berg gallery because they call for

wide walls, high definition, and stillness in order for the audience to enjoy them. Each unit, colour, form, note, has been sharpened to a concise point. Sound and vision merge in such a riveting way that the audience forgets about the meticulous technical work behind such a complex exhibition and is returned to the cave, fascinated by the shadows of past mediums. Sigurður’s artistry belongs among the progressive video artists, especially those who work with the specific traits of the medium, examine it in an aesthetic manner and approach it like archaeologists who read the physical world and its discontinued mediums as metaphors about the passage of time and the possibility, or impossibility, of technology to store memories. Sigurður manages, in a percipient and profound manner, to give form to his artistry in order to express his (and our) desire to preserve the intimacy and mystique of youth. Concurrently, his sound world creates an open and meditative space for the audience, and freedom from the interpretation which has been presented here.

61


The Contribution Contract (draft) Jóna Hlíf Halldórsdóttir The introduction of a draft of a contract regarding participation and contribution of artists in exhibitions, which normally is referred to as The Contribution Contract, have been made in the past year by Jóna Hlíf Halldórsdóttir, chairwoman of SÍM, and Ásdís Spanó, project manager. The draft for the Contribution Contract was created by a work group which comprised of representatives from SÍM and public art museums. The work group followed the example of the Swedish MU (Medverkende og utstallningsersattning) contract, where the Swedish government signed a contract in 2009 for a gratuity to artists who displayed their work in public art museums in the country. Such a gratuity is in addition to payments for transpor-

62

tation, installation, and publication of material for the artist’s exhibition. The Icelandic draft of the Contribution Contract stipulates that the artist should be paid for all work done before, during, and after the exhibition. A written contract must be made on which components deserve pay according to the contract’s rate of pay, as well as a gratuity for the works on display. The museums’ cost for adhering to the Contribution Contract is around 100 million ISK and it is clear that unless something changes, Icelandic museums will not have resources to meet the increased cost. Therefore, those who operate within the visual art

work environment need to come together as one harmonious whole in order to change the prevailing customs for everyone’s benefit. The government and local authorities need to increase funding for issues concerning visual art in order for the Contribution Contract to be fully honoured. The contract has been introduced to various interest organizations in 2016, among them The Ministry of Education, Science and Culture, the Icelandic Association of Local Authorities, the Department of Culture and Tourism of the city of Reykjavík, the town councils of Hafnarfjörður and Akureyri, and Akureyrarstofa. The plan is to finish the introduction of the contract for other local authorities running public museums before the year is out.


Weekly rate x Exhibition length = Total Gratuity Divide Total Gratuity / Number of artists = final sum for each artist. For example: A four-month group exhibition in category 1, which includes 13 artists, making the gratuity almost 150.000 ISK per artist. Calculation: 120.000 ISK per week x 16 weeks (exhibition length) = 1.920.000 ISK / 13 artists = 147.692 ISK gratuity per artist.

The rate list of the Contribution Contract draft specifies minimum amounts and divides museums into three categories based on submitted information about their number of visitors. The Reykjavík Art Museum is in category 1, for museums that accept between 50 and 100 thousand visitors every year. The art museums at Akureyri and Hafnarborg belong to category 2, for museums that accept 10 to 50 thousand visitor every year. The gratuity is calculated based on number of exhibition weeks and how many artists participate in the exhibition. All the above sums are based on the assumption that exhibitions last for more than four weeks, but the draft also refers to a so-called minimum amount of gratuity. The minimum amount of gratuity for each artist

is not dependent on the rate list or the exhibition time if it is shorter than four weeks. The minimum payment for a private exhibition is 80,000 ISK. For a group exhibition with 2-3 participants, the minimum payment is 48,000 ISK for each artist and for a group exhibition with more than three participants the minimum payment is 32,000 ISK for each artist. According to the draft of the Contribution Contract, artists should also be paid contract payments for their work contribution to the museum while the exhibition is going on, or at any other time the museum requests it. The rate list is based on SÍM’s rate guidelines, with the rate for staging an exhibition being 6,500 ISK per hour and for guided tours 24,000 ISK (contract payment).

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, chairwoman of SÍM, contacted Ólöf Kristín Sigurðardóttir (Curator of Reykjavík Art Museum), Hlynur Hallsson (Curator of Akureyri Art Museum), and Ágústa Kristófersdóttir (Curator of Hafnarborg), and asked them to answer a few questions regarding drawing the contracts and gratuity toward artists for group exhibitions. Since the curators did not possess all information regarding the Contribution Contract, i.e. information about the work contribution of artists in the group exhibitions, Jóna Hlíf contacted Unndór Egill Jónsson, Eygló Harðardóttir and Anna Rún Tryggvadóttir, as well, and asked them about their work contribution for group exhibitions in which they participated in 2016.

Example, Reykjavík Art Museum – category 1 Weekly rate Private exhibition 48.000 ISK weekly rate Group exhibition, 2-3 participants, 50% increase in weekly rate, or 72.000 ISK per week. Group exhibition, 4-8 participants, 100% increase in weekly rate, or 96.000 ISK per week. Group exhibition, 9+ participants, 150% increase in weekly rate, or 120.000 ISK per week.

63


The Contribution Contract (draft)

Traces of water Haf narborg

Museum director Ágústa Kristófersdóttir Curators Ágústa Kristófersdóttir and Birgir Snæbjörn Birgisson Duration of exhibition 27/05/2016 – 21/08/2016

Was the curator paid for her work contribution? Yes. 300,000 ISK Was the curator specifically paid for exhibition talk? No, she only received this one payment for organizing the exhibition, writing text, and participating in the installation. How many artists took part in the exhibition? Six. How many museum pieces were part of the exhibition? None. Did the artists create new works for the exhibition? One artist created a new work on site for the exhibition. Was a written contract made with the artists who created new works for the exhibition? Written loan contracts were made with all the artists.

Hafnarborg, category 2 32,000 ISK x 2 = 64,000 ISK – a weekly rate (see introduction for clarification) 64,000 ISK x 12 weeks = 768,000 ISK – the entire sum Hafnarborg would share among the six artists Each artist would thus receive 128,000 ISK for his or her participation in the exhibition. 64


Wo r k b y Jo hn Zu r i e r. P h o t o Á s l au g Ír i s Fr i ð j ó n s d ó t t i r

Were the artists who made new works for the exhibition reimbursed for cost of materials? Yes. Others received reimbursements for expenses incurred by their participation in the exhibition such as framing, alteration of works, and so forth. In addition, the museum paid for the cost of various materials used in the installation of the exhibition. Did the artists receive a gratuity for the participation in the exhibition? No. Did the artists have to install the works themselves? The artists were on site when the works were installed. One artist installed their work almost completely alone. Did the museum pay for work contribution? No. Were the works insured? Yes. With which insurance company? TM Insurance.

For how long were the works insured? The museum bought a so-called “nail-to-nail” insurance where the works are insured from the time they leave the owner’s possession – by transportation – while the exhibition is going on and until they make their way back to the owner. Did the artists who contributed works for the exhibit host an artist’s talk during its run? No. Did the museum pay for the transportation of the works? Yes. Did the museum have to pay the travel costs for artists or curators? No. Did the museum receive public grants to cover the cost of the exhibition? No. Did the museum publish a catalogue? No, it issued a leaflet which was

distributed for free to museum guests. What was the cost of publication? 70,000 ISK. How many copies of the catalogue were printed? 500. Did the museum send out invitations? Yes. What was the cost for the invitations? 250,000 ISK. How many invitations were sent out? 1000. What was the total cost of the exhibition? 1,200,000 ISK. Did the museum buy a work from the exhibition? No.

The artists did not receive a gratuity, but according to the draft of the Contribution Contract the six artists should have been paid 128,000 ISK each as a gratuity for their work in a group exhibition in the museum Hafnarborg. The artists were paid for materials, and some were reimbursed for expenses related to the installation of the exhibition, such as framing, altering pieces, and so forth. In addition, the museum paid for the cost of various materials used in the installation of the exhibition. It is not possible to calculate the work contribution for the installation of the exhibition since exact information about the number of hours worked does not exist.

65


The Contribution Contract (draft)

Traces of water Anna Rún Tr yg g vadóttir

Name Anna Rún Tr yg g vadóttir. Occupation Visual ar tist. Education BA from the Iceland Academy of the Ar ts, and MFA from Concordia University, Montreal, Canada. Exhibition name Ummerki vatns (“ Traces of water”) Exhibition space Hafnarborg.

66


P h o t o Ann a R ú n Tr y g g v a d ó t t i r

Did you create a new piece for the exhibition? I reinstalled a new version of a work from 2014 called Render & react, approaching a subconscious sensory system, previously installed in The MAI Montreal, Canada. Did you make a contract with the museum? Yes. Was that contract oral or written? Written. Did the contract include a provision about payment to you and if the answer is yes, how high was the payment? Was the payment itemized by project segments, e.g. cost of materials, installation, exhibition fee etc.? The contract included a provision about cost of materials.

How many hours were spent installing the exhibition? Around 30 hours.

Did any of the works in the exhibition sell? No.

Did you get paid an hourly rate for the installation? No.

Did you receive any public grants No.

How much was the cost of materials? Since this was a reinstallation of an older exhibition most of the instrumentation and materials had been paid for already. Direct cost of materials for the reinstallation was around 70,000 ISK. Were you reimbursed for the cost of materials in the exhibition? Yes, I was paid 70,000 ISK by the museum. Do you receive an artist’s stipend? No.

Did the contract include a provision for an artist talk and if yes, will you / did you get payed specifically for the talk? The contract did not include any such provisions. Were your pieces insured by the museum for the duration of the exhibition? Yes. Were you reimbursed for travel expenses? No.

According to the draft of the Contribution contract, Anna Rún Tryggvadóttir should have been paid 368,000 ISK for her contribution to the work in the group exhibition Ummerki vatns at Hafnarborg – The Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art. The payment, according to the draft of the Contribution contract, broke down thusly: Gratuity - 128,000 ISK. Work contribution - 195,000 ISK. These are all contract payments and the artist is compelled to pay 40% of it in wage-related dues and to a union. The difference is 193,800 ISK

67


The Contribution Contract (draft)

STATE: Flaura, fauna, fabula Reykjavík Ar t Museum - Hafnarhús

Museum director Ólöf Kristín Sigurðardóttir Curator Markús Þór Andrésson Name of exhibition RÍKI: flóra, fána, fabúla, (“STATE: Flaura, fauna, fabula”) Duration of exhibition 28th May 2016 – 18th September 2016

Was the curator paid for his work contribution? Yes - 1,000,000 ISK. Was the curator specifically paid for guidance? No. How many artists took part in the exhibition? There were museum owned works by 23 artists, one privately owned work, 13 artists were invited to exhibit new or recent works, one artist was invited to stage a happening, and 9 artists were invited to run a film parallel to the program (Thereof one was part of the exhibition). How many museum pieces were part of the exhibition? 23 works. Did the artists create new works for the exhibition?

A few artists created new works from scratch, others adapted older works to new situations, a few were borrowed from private collections, and a few artists lent completed works. Was a written contract made with the artists who created new works for the exhibition? Yes. Were the artists who made new works for the exhibition reimbursed for cost of materials? Yes. Did the artists receive a gratuity for the participation in the exhibition? Yes. The artists were paid between 20 and 50 thousand kr. depending on whether the works were borrowed, adapted, happenings or brand new. Total cost was 500,000 kr.

Reykjavík Art Museum - Hafnarhús, category 1 48,000 ISK x 2.5 = 120,000 ISK – a weekly rate (see introduction for clarification) 120,000 ISK x 16 weeks = 1,920,000 ISK – entire sum Reykjavík Art Museum would share among thirteen artists Each artist would thus receive 147,692 ISK for his or her participation in the exhibition.

68


Fro m t h e e x hib it i o n STAT E : F l au ra , f au n a , f ab u l a . P h o t o R e y kj av í k Ar t Mu s e u m

Did the artists have to install the works themselves? In the instance of new works as well as older works adapted to the exhibition space, the artists themselves helped with the installation to a different degree, depending on the situation. Did the museum pay for work contribution? Not specifically, but the amount paid in gratuity depended on different contributions. With which insurance company? The Reykjavík Art Museum has a fixed insurance independent of particular exhibitions and works. Did the artists who contributed works for the exhibit host an artist’s talk during its run? Five artists participated in an artist’s talk. Five others participated in a different program (a forum) which called for a pre-prepared speech.

Were the artists paid for the artist’s talk? No and yes. The artists were paid 0-20 thousand ISK. depending on the situation. The artist’s talk wasn’t paid for but the forum was. Total cost was 100,000 ISK. Did the museum pay for the transportation of the works? Yes. Did the museum have to pay for travel cost for artists or curators? One flight ticket for one artist who lives abroad, or 50,000 ISK. Did the museum receive public grants to cover the cost of the exhibition? Yes, from the Museum Fund. Did the museum publish a catalogue and how much did it cost? Yes, 1,300,724 ISK.

Did the museum send out invitations and what was the cost? Yes. The total cost came to 252, 885 ISK. How many invitations were sent out? 1087. What was the total cost of the exhibition? 5,355,187 ISK. Did the museum buy a work from the exhibition? No. Anything else the museum wants to add? Information about the total cost does not include the housing cost, equipment cost, or permanent staff.

How many copies of the catalogue were printed? 300.

According to the draft of the Contribution Contract, the thirteen artists should have received 147,692 ISK. each. The performance artists and artists with film works parallel to the exhibition program should have received 32,000 ISK. each in gratuity for their participation in the group exhibition at Reykjavík Art Museum. Five artists took part in an artist’s talk and five artists took part in a different program. According to the draft of the Contribution Contract, the five artists who took part in the artist’s talk should have received 24,000 ISK each and the artists who took part in a different program should have received 35,000 ISK each. The thirteen artists received 20,000 ISK to 50,000 ISK. depending on whether the works were borrowed, adapted, happenings or brand new. Total cost was 500,000 ISK. No payments were made specifically for an artist’s talk (part of the gratuity), but payments were made for another program (A forum), 0 - 20,000 ISK depending on the situation or 100,000 ISK in total. 69


The Contribution Contract (draft)

STATE: Flaura, fauna, fabula Unndór Egill Jónsson

Occupation Visual ar tist Education Master of Fine Ar t

Name of exhibition Ríki - f lóra, fána, fabúla (“STATE: Flora, fauna, fabula”) Exhibition space Reykjavík Ar t Museum, Hafnarhús

Fro m t h e e x hi b i t i o n STAT E : F l o ra , f au n a , f ab u l a . Wo r k b y Unn d ó r s Eg i l s Jó n s s o n ar.

70


Did you create a new piece for the exhibition? Yes. How long do you estimate it took to work the piece as whole, i.e. conception, research, assembly etc.? Hard to say, but I would think 2-3 months of constant work for 8 hours a day. Did you make a contract with the museum? Yes. Was that contract oral or written? Written. Did the contract include a provision about payment to you and if so, how high was the payment? Was the payment itemized by project segments, e.g. cost of materials, installation, exhibition fee etc.? Payment for the exhibition was 50,000 ISK. The cost of material

was paid according to invoices I turned in. How many hours were needed for installing the exhibition? About one working week of 8 hours a day. Did you get paid an hourly rate for the installation? No. How much was the cost of materials? Approx. 60,000 ISK. Were you reimbursed for the cost of materials in the exhibition? Yes. Do you receive an artist’s stipend? Yes, I was on an artist’s stipend when I worked on this project. Did any of the works in the exhibition sell? Not yet.

Did you receive any public grants? I was on an artist’s stipend but not for this exhibition because it came into being after I applied for the stipend. Did the contract include a provision for an artist talk and if so, will you / did you get paid specifically for the talk? Yes, I participated in a seminar and got a 20,000 ISK payment for that. Were your pieces insured by the museum for the duration of the exhibition? Yes, I think so. Were you reimbursed for travel expenses? It does not exactly apply but I got reimbursed for the cost of fuel while working on the project. The museum also took care of moving the work to the exhibition space and back.

According to the Contribution Contract, Unndór Egill Jónsson should have been paid 147,692 ISK in gratuity, 35,000 ISK for a seminar, and 260,000 ISK for his contribution to the installation of a work for the group exhibition Ríki – f lora, fána, fabúla at the Reykjavík Art Museum. The Museum paid 50,000 ISK gratuity, 20,000 ISK for participation in a seminar and 60,000 ISK for the costs of materials. The payment according to the Contribution Contract is itemized in the following manner: Gratuity - 147,692 ISK. Work contribution - 260,000 ISK. These are all contract payments and the artist is compelled to pay 40% of it in wage-related dues and to a union. The difference therefore is 244,616 ISK.

71


The Contribution Contract (draft)

Nautn

Akureyri Ar t Museum

Museum director Hlynur Hallsson Curators Hlynur Hallsson and Inga Jónsdóttir Name of exhibition Nautn (“Conspiracy of Pleasure”) Duration of exhibition June 11th – August 21st 2016.

Was the curator paid for her work contribution? The curators were the museum directors and were not paid specifically for the exhibition. Was the curator specifically paid for guidance? No. How many artists took part in the exhibition? Six. How many museum pieces were part of the exhibition? All the works were owned by the artists. Did the artists create new works for the exhibition? Yes, partly. Were the artists who made new works for the exhibition reimbursed for cost of materials? No. Did the artists receive a gratuity for their participation in the exhibition and how much was it? 40,000 ISK.

Akureyri Art Museum, category 2 32,000 ISK x 2 = 64,000 ISK – a weekly rate (See introduction for clarification) 64,000 ISK x 10 weeks = 640,000 ISK – entire sum Akureyri Art Museum would share among the six artists Each artist would thus receive 106,666 ISK for his or her participation in the exhibition.

72


Fro m t h e e x hib it i o n Naut n , w o r k s b y Jó h ann To r f a s o n . P h o t o D aní el S t ar ra s o n .

Did the artists have to install the works themselves? Yes, along with the museum employees.

Did the museum have to pay for travel cost for artists or curators? Yes, for artists, not curators. Total travel and hotel costs: 244,275 ISK.

Did the museum pay for work contribution? No.

Did the museum receive public grants to cover the cost of the exhibition? The museums received a total of 800,000 ISK from the Museum Fund, which was divided equally between the museums.

Were the works insured? Yes, at Sjóvá. For how long were the works insured? For the duration of the exhibition, transportation and storage. Did the artists who contributed works for the exhibition host an artist’s talk during its run? Yes, the day after the opening. Were the artists paid for the artist talk? No. Did the museum pay for the transportation of the works? Yes.

Did the museum receive any private grants to cover the cost of the exhibition? The museum receives private grants, but not specifically for this exhibition. Did the museum publish a catalogue? Yes. The Akureyri Art Museum’s share of the cost was 329,280 kr. How many copies of the catalogue were printed? 300.

What was the cost for the invitations? 47,712 ISK. How many invitations were sent out? Printed invitations: 100 Sent by mail: 40 Sent by email 350 What was the total cost of the exhibition? 2-3 million ISK. Did the museum buy a work from the exhibition? No. Anything else the musum would like to add? Given the cost of the exhibition is only part of the cost since Árnes Art Museum paid for part of the cost as well. Additional cost will be added when the exhibition is install in Árnes Art Museum in November 2016.

Did the museum send out invitations? Yes.

The artists did not receive a gratuity, but according to the draft of the Contribution Contract the artists should have been paid 106,666 ISK each for their work in a group exhibition in the Akureyri Art Museum. Instead they received 40,000 ISK. The artists hosted an artist talk together the day after the opening. The museum did not pay specifically for the artists’ talk but according to the draft of the Contribution Contract, payment to each artist should have amounted to 40,000 ISK. It is not possible to calculate the work contribution for the installation of the exhibition since exact information about the number of hours worked does not exist. The artists themselves pay for all cost incurred while creating the works for the exhibition.

73


The Contribution Contract (draft)

Nautn Eygló Harðardóttir

Occupation Visual artist and part-time teacher at The Reykjavík School of Visual Arts and the Iceland Academy of the Arts. Education The Icelandic College of Art and Crafts 1983-87. Graduate studies at AKI – Akademie voor Beeldende Kunst Enschede, The Netherlands 1987-90. B.Ed. in education studies from Iceland University of Education 2005. MA in education studies from the Iceland Academy of the Arts 2014. Exhibition name Nautn (“Conspiracy of Pleasure”) Exhibition space Akureyri Art Museum

Fro m t h e e x hi b i t i o n Nau t n . Wo r k s b y Ey g l ó Harð ard ó t t i r, Fr a m a n / a f t a n . P h o t o Ey g l ó Harð ard ó t t i r.

74


Did you create a new piece for the exhibition? Yes. How long do you estimate it took to work the piece as whole, i.e. conception, research, assembly etc.? Three months. Did you make a contract with the museum? Yes. Was that contract oral or written? Oral. Did the contract include a provision about payment to you and if the answer is yes, how high was the payment? Was the payment itemized by project segments, e.g. cost of materials, installation, exhibition fee etc.? One sum was paid as a gratuity, kr. 40,000. How many hours for installing the exhibition? 10 hours.

Did you get paid an hourly rate for the installation? No, not for the installation. I received an hourly pay for taking it down at the end of the exhibition. If yes, what was the hourly rate and was it a contractor payment? I was paid for two hours (which was the time it took to take down and package the work) as well as for flights: Reykjavík-Akureyri-Reykjavík. I was paid the hourly rate of kr. 3,000, a total of kr. 7,000. How much was the cost of materials? Kr. 100,000. Were you reimbursed for the cost of materials in the exhibition? No. Do you receive an artist‘s stipend? Yes. Did any of the works in the exhibition sell? No.

Did you receive any public grants (e.g. from the Visual Arts Fund, The Icelandic Visual Art Copyright Association, The City of Reykjavík, artist‘s stipend or another type of public grant?) Artist’s stipend. Did the contract include a provision for an artist talk and if yes, will you / did you get paid specifically for the talk? It included a request for an artist talk but it was not a requirement. No, I was not paid for the artist talk. Were your pieces insured by the museum for the duration of the exhibition? Yes. Were you reimbursed for travel expenses? Yes.

According to the draft of the Contribution contract, Eygló Harðardóttir should have been paid 160,000 ISK gratuity and 78,000 ISK for her work contribution installing a work for the group exhibition Nautn (“Conspiracy of Pleasure”) at Akureyri Art Museum. The museum paid 40,000 ISK in gratuity and travel expenses, and 7,000 ISK for taking the work down and packaging. The payment, according to the draft of the Contribution contract, broke down thusly: Gratuity 160,000 ISK. Work contribution 78,000 ISK. These are all contract payments and the artist is compelled to pay 40% of it in wage-related dues and to a union. The difference is 142,800 ISK.

75


76


77


NO! SAID THE LITTLE MONSTER Gerður Kristný

78


I grew up during a time when it was i.e. for less than men paid as they considered unseemly to talk about received higher wages. I started money. You’d receive a piercing listening to the things women’s look instead of a clear-cut answer if rights activists had to say. I knew you’d ask about others’ wage terms it pertained to me and I knew they and you could expect to be shushed were partly speaking to me. I let when you asked about the cost of them educate me. running a household. No, children were not supposed to wonder about This education meant that I things like that. The grownups, assumed that my boss was being raised during a financial crisis were, silly when he told me I was being most likely, trying to protect you “demanding” as I pointed out that from the harsh realities of life. This I was due for contractual improvesilence however turned out to be ment in wages. For the longest detrimental because in time, when time I held onto my job for fear I needed to discuss wages with my that I’d end up starving. I guess employers, I had no idea how much I wrote about six books before I my work was worth. The employees dared resigning and coming a full undoubtedly got the better deal time author. Fortunately, I quickly during those negotiations. I didn’t learned not to measure my success realize until some time had passed in money. what it meant being a contractor and having to pay all wage related These days I stick to three rules expenses myself. when I negotiate wages for my work. If I’m in doubt about the Of course I quickly became aware amount I should request, I ask both that people needed to make this women and men what they think effort, and slowly I realized that oc- is appropriate, feel out the numcupations were not all regarded as ber I like the best and present it to equal by society. Not least women’s my employer. Usually it’s accepted work. One day a newspaper printed without much run-around. And a picture of women’s rights activists I often use the sentence: “I have a who had filled their shopping basfamily to support”. I stumbled upon kets at a grocery store downtown it in an article by an artist who and wanted to pay for the items in found it embarrassing at how few accordance with women’s wages, months his colleague was awarded

from the artist’s stipend fund. He said something along the lines that his colleague wasn’t asking for bank president’s salary, he just wanted to support his family. The phrasing struck me as interesting. Judging from it you might think that the more children and pets artists had to support, the more months they should receive. As soon as I claim I have a family to support, nobody doubts that my salary goes toward anything but rain suits, notebooks and school lunches. The third rule is to not use the word “No” sparingly! Usually I’ll add that I have too much to do. Which is no lie. I do have to write stories and poetry, but also vacuum the apartment, help children with their homework, and empty the washing machine like everyone else. However, this addition usually means that I think the salary is too low for me to bother opening a new page on the computer. I’m also afraid I’ll be derailed in the story I’m writing and it’ll take me too much time to get back on track. One thing I also learned from the quiet generation that raised me is to manage well what little money I acquire.

79


SÍM residency Katinka Theis

Kat in k a T h e i s . Vi s i t o r c e nt e r 2 0 1 5 o b j e c t f o r t h e w a l l , c ardb o ard p aint e d ( 2 0 0 x 1 4 5 x 2 5 c m )

Katinka Theis has stayed at the SÍM guest studios three times and says her time here has greatly inf luenced her creativity. Katinka studied at Alanus Institute of Art and Society in Bonn and graduated with a master’s degree from the Weissensee School of Art in Berlin. Her works are characterized by sculpture installations and art in public spaces.

80


Is this the first time you’ve participated in a residency? I have done the SIM residency three times. The first time was in 2010 and it was my very first residency. Shortly thereafter, I went for a stay in Istanbul to take part in the project “Public Idea”. This was a big contrast to what I’d done before in every sense. My personal time in Iceland was filled with deep impressions of unaffected nature, fresh air, uncrowded space and a self-determined development in my art work. Istanbul was very crowded and noisy, and influenced by such fast and far-reaching structural change that I had to deal with the political situation and take up the issue in my art work. First impression of Iceland/ Reykjavík? It was like coming to a new world. The vast, beautiful and monumental landscape has strengthened awareness of being only a guest on this earth. Where did you first hear about the SÍM Residency? From a good friend Jens Reichert, who enjoyed his stay at the SIM residency one year earlier. What are you working on during your SIM residency? I made digital collages with photographs of different places in Iceland. I took photographs of the structures of urban space as well as from the countryside, and transformed them into a new scenery. The series of collages show known elements but most of all the atmosphere of places that have been processed.

Do you feel that the residency and/ or Iceland is affecting your work? My time in Iceland has greatly influenced my work. Through it I came to the idea of hybrid forms of landscape and architecture which I have since been working with again and again. I was inspired by the formative forces of the landscape, which can seem in some places to create its own architectural shapes. Shortly after staying in Iceland, I started to build wall objects which can be understood simultaneously as sculptural work, and as utopian architectural models. The sculptural works play with the contrast between natural and cultural principles of form, unifying these polar qualities in sculptures expressing a fusion of landscape and architecture. During your stay in Iceland, did you see any exhibitions which affected you? I was very impressed by the show Myndun/Synthesis at the Reykjavik Art Museum during 2015, that had Icelandic and international artists creating site-specific three-dimensional installations. In different ways the works reflected perception of the ongoing genesis of the universe. Of particular note especially was Tomas Saraceno’s artwork, an installation made out of thread, which was at once sculpture, architecture, and scientific work. It brings the viewer back to the origin of natural texture. There was also the interactive installation by Rintaro Haro, which consists of many moving balls floating simultaneously in space.

During your stay, did you make any new connections from which you might benefit? I met many interesting people from Iceland and around the world. I found some really good friends. I hope to keep in touch with everyone and to celebrate with a reunion in Iceland someday. It was very nice to meet other artists far from everyday life, to spend time together in a new situation. Was there anything about the Icelandic art scene that surprised you? That everyone knows everyone else, but the art scene is not only among themselves. My impression was that almost everyone is creative in Iceland, is painting, writing a book or making music. Art and life are one and not isolated from each other, as in Germany. As you have been to Iceland several times, have you noticed any changes regarding the Icelandic society and the country? At the time of my first stay, the financial crisis had happened not so long ago. I do not know how it was before but I didn’t meet desperate people. It was more like everyone was very awake to the important issues of the time, mainly regarding the question how to ensure Iceland recovered without selling land. I noticed many more tourists in recent years and hope that Iceland can preserve the treasure of her nature.

81


Nine days in Berlin Úlfur Karlsson The SÍM board decided to launch an experimental project and invite two young members to stay for free at the SÍM guest studio in Berlin in 2016.

Day Roughly 3.5 million people live in Berlin and approx. 10,000 of these are artists of various nationalities. There are also 440 galleries, 175 museums, 140 theatres, 4,650 restaurants, 900 bars, and more kebab shops than in Istanbul. And now I’m here as well!

Day 2 Summer’s day. Go shopping. Start with paper and ink. It’ll be strange working on such a small surface. Then it’s nourishing the body; in Berlin it’s FUN to go grocery shopping. It’s a nesting environment for the fast food junky.

Day 3 One café, eight galleries, and one kebab shop later. Day 4 I hate Sundays – but not today. Walk and visit two museums.

82


Day 5 Working from home, an interlude.

Day 6 Workout of the day.

Day 7 Preparation for the opening of an exhibition on Gellerie Hilger – Next, in Vienna mid-month.

Day 9 Tinna came for a visit. I cook her a fish of vague origins in the fashion of uncle Gunnar. Can’t go wrong.

Day 8 When I embark upon my daily sight-seeing walk of the gallery forest, a man with thick red hair approaches me and asks for directions, thinking I’m a native. I’m flattered but can’t help him. When I’m almost back at home, I meet another red headed man, who also asks me for directions in English. I tell him to turn back, it’s so tiresome to admit that I don’t know the way here. I run home and slam the door behind me. What is happening here in Berlin?

83


Days of visual art Sigrún Inga Hrólfsdóttir

On Days of Visual Art, it is appropriate to set forth contemplations about the phenomenon that is visual art. A phenomenon which is not a defined unit in the world, but rather slips into our being, our subjective and objective reality, and makes it worth noticing. Every person is creative and artistic. As long there are people there will be art. Therefore, there is no need to fret about the future of art. Art is as old consciousness and will never die. The world, however, changes. The physical world is shifting with increased reliance on the digital. Conceivably the capitalistic economic system as we know it will expire. But art never will. Artistic expression is the foundation of humanity. It is the memory

84

of human kind and its expression at the same time. And therein lies the connection. In such a large context, just a few days represent very little time. But we still have Days of Visual Art here in Iceland and now we will celebrate them. On Days of Visual Art, it is good to contemplate and tend to visual art, the mother of all visual mediums, and how it permeates our being. Art is a concrete representation on things invisible and immaterial that yet exist. Art is an interaction of outer and inner reality. Consciousness and its magic, the depth of humanity, and existence as a whole is reflected through art. In order to delve deeper into this complex interplay, it is necessary to pay attention to the phases that exist within the creative process. Linear reasoning does not reflect the


world as a whole and thus is not sufficient. In order to sort through the chaos of life, we use art. It is a way to make sense of the whole mess. Art is not incomprehensible, the world is. Studies on original creation in art are relatively new for even though artistic creation is always in some way a study, trying to understand the whole process behind the conclusion that is a work of art is fairly new. Studies like these will undoubtedly reveal much about consciousness, matter, the nature of creative thinking and being, and in turn, will be greatly influential within studies in general. When artistic methods are utilized in various fields, many things will open and change. To create a work of art is to work with matter and ideas, and realize

how they are made. It is important to open our eyes to it if we want to be active doers and not just inactive receivers of things others have created. We teach ourselves to grow through art, what it is to cultivate to work on an idea and execute it, to look at processes in context. This is the meaning of art, and along the way a person will find a way to create themselves as they want to be as well as the environment they want to live in. But let’s remember that art does not serve society or aid it. Visual art is and it does not serve a purpose or anything else. Art is not measured by its financial gain which is one of its magnificent and yet unavoidable side effects (and make no mistake, the gain is tremendous). Art is a force in itself and found in every

field in every imaginable guise. It is unexpected, yet ruthless and uncomfortable. When it is successful, it opens up a wound in reality allowing us to sense a new truth. This is why we should put a lot more focus and a lot more energy and funds into art. Everywhere. In every field. And we should reject the erroneous notion that art is some sort of luxury which can be denied. Artists should get paid so they can work. Children should be allowed to make plenty of art so they acquire understanding. And art institutes should be flooded with money. To save our lives and create it.

85


Outvert Art Space & ArtsIceland Elísabet Gunnarsdóttir Outvert Art Space is a new exhibition/project space in Ísafjörður. The space used to be called Gallery Slunkaríki and was internationally known for its ambitious programming outside of the capital Reykjavík. The Artists Association of Ísafjörður (AAÍ) managed the gallery and programmed exhibitions by contemporary Icelandic and International artists from 1985-2005. The gallery was later moved down the street to another space, in the newly renovated Cultural Center Edinborg. The AAÍ focused on the works of merging artists – the most well-known being Ragnar Kjartans-

son - and more established artists like Sigurður and Kristján Guðmundsson, Hreinn Friðfinnsson, Karin Sander, and Donald Judd. The name Outvert Art Space derives from a house called Slunkaríki, which was built by local eccentric Sólon Guðmundsson in Ísafjörður at the beginning of last century. He built the house “inside out”, reasoning that wallpaper was more beautiful than the commonly used corrugated iron, and therefore the wallpaper should be placed on the outside of the house where it could be enjoyed by more people.

Fro m t h e e x hi b i t i o n á l e i ð i n n i : p e n d i n g , l e s p e n d u s . Wo r k b y In g ib j ö r g S i g u r j ó n s d ó t t i r. P h o t o G a l l e r í Út hv e r f a .

86

Later the renowned Icelandic artist Hreinn Friðfinnsson built a house inspired by Slunkaríki in the lava field outside of Hafnarfjörður. Hreinn´s house still exists, but the original one by Sólon is long gone. Both the Icelandic and the English versions of the word Úthverfa/ Outvert are an homage to the “inside out” philosophy of Sólon’s Slunkaríki house, but also insinuates the character of the space as many of the shows and activities in the space can be viewed from the outside. The word outvert comes from urban street language and


Fr o m t h e e x h i b i t i o n C r ow d s u r f e r . S K R E F I NÆ R O G F JÆ R / A ST E P C LO S E R A N D AWAY 2 0 1 5 - 1 6 . Wo r k b y S t y r mi r Ö r n G u ð mu n d s s o n . P h o t o G ú s t i

means something which is inverted twice and thus becomes outverted. The surface of the project space is rather small, but it is well proportioned and is high to the ceiling. A large window opens the space up to the main street of Ísafjörður, where many people passing by become aware of what is happening inside. For the past two years, shows have been organized at the gallery that take advantage of the almost “arctic” winters in Ísafjörður (in December and January, daylight does not last longer than 4-5 hours). Texts, along with moving and still images, are projected on the front window and thus the street becomes part of the exhibition space itself. The “midwinter

shows” have been well received by artists and general public alike, so this experimentation is to continue and the concept will be developed further. Outvert Art Space is owned by Elísabet Gunnarsdóttir and run in cooperation with art professionals in Ísafjörður and beyond. Gunnar Jónsson, a visual artist, has worked as a curator and coordinator for many of the shows since the space was reopened in spring 2013. Outvert Art Space receives partial funding from the municipality of Ísafjörður and from regional funds. The aim of the space is to strengthen further the ties to the local community through education-

al programs and to constantly seek new ways of dissemination. Outside curators are sought out to collaborate on concepts, financing, and the realization of projects. Earlier this year, the Outvert Art bookstore was opened in collaboration with the gallery, and since 2015 the Outvert Art Space has worked with ArtsIceland in hosting international artist residencies that are located in the same building. Artists, musicians, dancers, filmmakers, writers, and researchers who are selected for the residency are invited to apply for the space to make exhibitions and other interventions. This collaboration will certainly add to the program and open up new possibilities.

87


The visual art and cultural policies of Parliament’s 2016 political parties Guðjón Tr yg g vason

88


“ The author sent a questionnaire to the caucuses of all the political par ties with elected representatives in the current parliament of the Independent Par ty and the Progressive Par ty”.

The debate concerning the issues of visual art and visual artists in a society that emphasizes measureable results, and where the compound effect reigns supreme, has a tendency to find the path of least resistance. More often than not it includes two similar processions on either side of the bank, offering up to the waterfall of debate; on one hand, exclamations about an invaluable contribution to society, and on the other, the irrecoverable freeloading of the creative class. Words and opinions reflect ideas regarding the role and lot of the artist, and reference either the idea of the tortured artist or the successful layman in a free society. Such debate becomes particularly apparent each year when the river overflows, after the debate over the salaries of artists and designers has streamed through the news media. The views of both parties hit the rocks and slabs along the way, creating white frothing mounds and deep whirlpools which seem impossible to escape. Debate of that nature is further promoted with a lack of statistical information from public regulators, which in turn inflates the sharing and promotion of

feeling in the debate at the expense of facts. This article is an attempt to lighten the flow of exclamations, and create a coherent picture of the future environment the political parties now occupying Parliament, and envisioning this environment with regard to visual art and culture within a larger context. The author sent a questionnaire to the caucuses of all the political parties with elected representatives in the current parliament of the Independent Party and the Progressive Party. SÍM’s purpose of the inquiry was highlighting the parties’ policies before the announced election in the fall of 2016. The questions concerned the interests of visual artists in relation to public agencies, e.g. SÍM’s work on the Contribution Contract for exhibitions in public galleries, but also in larger international context of the visual artists’ work environment in Iceland and the opportunities found outside its borders. Ten questions were sent out on August 9th 2016 with an answer deadline for the 22nd of the same month. The deadline was extended

until the end of the month so the parties would have sufficient time to answer. The answers we received are marked with the party letter of each party. The caucuses that received questions were Bright Future (A), the Progressive Party (B), the Independent Party (D), Pirates (P), the Social Democratic Alliance (S) and the Left Green Movement (V). Only two of the parties, D and V, had information about a cultural policy or another policy statement regarding the subject on its website. Answers arrived from Bright Future, the Progressive Party, and the Left Green Movement. A representative from the Independent party informed us that work on the issue hadn’t been completed and so further information based on the draft of the issue committee, still unapproved from the meeting of the party council, couldn’t be released. No final answers were received from Pirates or the Social Democratic Alliance while the article was in progress and so the party letters D, P and S were omitted in the answers to the questions.

89


1

Does the party have an official cultural policy and is it accessible to voters? If there is a policy but it is not publicly accessible, why is that? And will that change?

A

“The party does not have a special cultural policy, but instead its perspective of culture is contingent with its policy in other matters. The basic themes are: Other markers than economic indicators should also be applied to economic variables, and other aspects of life considered, such as sustainability and general prosperity; there should be diversity in the work field and it should be increased through investment or other incentives in the creative industries, green industries (Such as environmentally friendly technology development and manufacturing), intellectual property and knowledge industries, and increased research and development. There should be a stronger base for rural communities with a wider range of activities than traditional agriculture; good universities should engage in dynamic research, offering diverse education and also the knowledge and skills needed in the work field. Arts and culture should be allowed to flourish in all possible forms; there should be more freedom and flexibility in Icelandic government, and it should be receptive to creative thinking and changes be part of the normal environment of the public sector as elsewhere in the economy.”

B

“The party congress of 2015 came to a conclusion on education and culture that is accessible at the party’s website - www.framsokn.is. Presently the party is forming its emphases for the parliamentary election in 2016, but its policy can be read in the policy statement of the Progressive Party and the Independence Party from 2013. www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/05/stefnuyfirlysing220513.pdf.”

V

“Here you can read the official cultural policy of the Left Green Movement: http://vg.is/menntastefna/ - marked as 4b. Creative society. There are a few chapters on participation, a positive working environment, digital culture, creative industries, and cultural tourism. The policy was agreed on at the party’s national congress in 2015 but the movement has also adopted various other resolutions on culture, i.e. on a strong national broadcasting service, copyright and the need to strengthen key museums.”

90


A

“The party considers it appropriate that the administrative state and local authorities, namely the authorities that implement cultural policies, formulate an action plan in cultural matters as well as in and other areas, on the basis of the objectives set.”

B

“Conclusions regarding action or programs in the field of culture have not been adopted, but the one answering here thinks that it might come under consideration, both within the party and in Parliament. The government’s policy statement says that, ‘The work environment of the creative industries should be studied with the aim of strengthening and advancing them’.”

2

Does the party consider it important to put forth and work by a certain action plan regarding culture, both at the party level and at parliament?

V

“The Left-Green Movement had the initiative in the coalition government of the Left-Green Movement and the Social Democratic Alliance to submit the first parliamentary resolution on cultural policy. The policy was approved and can be found here: www.althingi.is/Altex /141/s/1149.html. The reason for this work was that the Left-Green Movement felt it was important to consult as many parties within the cultural field as possible and thereby formulate a policy in cultural matters that otherwise have been governed by funding and the regulatory environment at any given time. The policy was formulated after the economic collapse, but before then a campaign had been undertaken to building cultural centres throughout the country. This direction raised many questions on how cultural policy is formed and the way decisions are made when it comes to culture. In the view of the Left Green Movement, it is important that parliament should debate the priorities and emphases after an extensive consultation with the arts and cultural sector.”

A

“In accordance with the party’s basic themes of variety, having other markers than economic indicators, a stronger base for rural communities etc., the position of Bright Future regarding the development of interdisciplinary industries is very positive. It should also be noted that Guðmundur Steingrímsson, a member of parliament for Bright Future, initiated an investment plan for Iceland 2013-2015 – with a new emphasis in the work field. It displays the party’s priorities regarding investment in the creative industries and green industry, financed with the dividends of common natural resources. The policy can be found here: https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7175.“

B

“The party’s electoral policy in 2013 stated that “we want a strong educational system that supports the work field. Vocational, design, and art education needs to be strengthened.” I consider this sentence as a positive answer to the question.”

3

What is your position on synergies and added value of culture with other industries in the country such as tourism, entrepreneurial innovation and education? Does the party believe that these factors could be enhanced by direct involvement of the state?

V

“The Left Green Movement took the initiative in the coalition government of the Left Green Movement and the Social Democratic Alliance to have the economic impact of the creative industries studied. The results showed that the economic impact is much greater than expected and on par with the aluminium industry’s turnover. The Left Green Movement considers the economic value of the creative industries, research, knowledge industry and innovation unequivocal, in addition to the fact that they are vital for the development of a diverse work field without exhausting the country’s natural resources. However, the Left Green Movement also believe that the state should support art and culture regardless of potential added value, as arts are valuable in and of themselves, and government budgets must be based on professional criteria and not on expectations of profitability.”

91


4

Iceland has been able to offer a basic education of visual artists since 1938, when The Icelandic College of Art and Crafts was established. There has been an increase in demand for availability of education on a level with international standards but so far the highest educational institution in the field of art, the Iceland Academy of the Arts, has not been able to fulfil the requirements made to comparable universities. Has the party formed a policy regarding the future of art education in Iceland, and specifically regarding academic research of art and culture?

5

Artists’ working environment is by its nature precarious. This is partly because of the limited possibilities of revenue for artists whose work in return is time consuming and not easily mass produced, resulting in high cost and high margins. What is the position of the party regarding actions or remedies that could provide a securer work environment for visual artists? In this case, it is worth mentioning financing possibilities, taxes and other fields related to the art field.

92

A

No answer to this question came from Bright Future.

B

“The party’s policy does not consider it specifically but the government policy states: “The government is committed to supporting the creative industries and wants art education in Iceland to be accessible and recognized.”

V

“I [Katrín Jakobsdóttir] refer again to our educational policy (http://vg.is/ menntastefna/), and what it says about the importance of increased growth in academic and art studies in general. The Left Green Movement wants to strengthen the Iceland Academy of the Arts by uniting the Academy into one place so that the interdisciplinary approach that is its hallmark can flourish. All such plans were put on hold after the economic collapse, but the Left Green Movement considers it vital to achieve a consensus on the Academy’s location in order for construction to begin, allowing the Academy room to grow and develop. The Left Green Movement also considers it necessary to create a special expert committee of the arts within RANNÍS (The Icelandic Centre for Research), in order for research in the field of art to develop.”

A

“Bright Future is in favour of investment and incentives in the creative industries, arts and other disciplines, so that arts and culture can flourish in every possible way.”

B

“I [Líneik Anna Sævarsdóttir] do not comprehend this question – but do not exclude any idea in advance.”

V

“In the Left Green Movement’s opinion the most important ways for the government to support visual artists is on one hand the artists’ stipend and on the other hand the Visual Arts Fund. This policy was put into action when the artists’ stipend was increased by law in 2009 by the coalition government of the Left Green Movement and the Social Democratic Alliance, and also when the Visual Arts Fund was founded with the law on visual art in 2012. This support from the state is the basis for a normal work environment for visual artists and ensures artistic freedom. Other ways must be considered, i.e. tax incentives to support artistic activities as is the case in many countries where private parties can receive tax incentives by supporting the arts. It is also important in the future to strengthen the National Gallery of Iceland, which is the state’s main visual art museum, and enable it to perform its function in Icelandic artistic life.”


A

“Bright Future is in favour of investing in and encouraging creative fields such as visual art, as well as other fields, in order for art and cultural work to flower in every possible permutation.”

B

“I [Líneik Anna Sævarsdóttir] have noticed this campaign and think it has a considerable influence on public opinion, and therefore politicians. I don’t know the Swedish framework agreement but find it worthy of further study.”

V

“Representatives of the Left Green Movement have met with representatives of SÍM to discuss this campaign and are positive to such a contract. Most essential is securing funding for public museums in order for them to honour such an agreement. On March 14th 2016, a member of parliament for the Left Green Movement asked in Parliament about the position of the Minister of Education, Science and Culture regarding the campaign. The exchange can be found on Parliament’s website: http://www.althingi.is/altext/145/03/l14170151.sgml.”

A

“Bright Future thinks it necessary to participate in international partnerships in every aspect of art and cultural, as well as other, fields of Icelandic society.”

B V

“Positive.”

“The Left Green Movement is very excited about international collaboration in the arts and culture field. The representatives of the movement have familiarized themselves with various projects that have resulted from such collaborations. Often they’ve paved the way for further tourist promotion and marketing of Icelandic art, and created more chances of international partnerships.”

A

“Bright Future considers it self-evident that an independent strategy is formed on visual art, as well as other fields of art, as part of a comprehensive Icelandic cultural policy which will be implemented in the operation plan at each time.”

B

: “The party has not taken a stand on such a strategy specifically, but in general there is a clear policy and blueprint which will likely lead to focused work and better utilization of funds.”

6

SÍM started the campaign “We pay visual artists” (http://vidborgummyndlistarmonnum.info/) last year. Have your representatives familiarized themselves to it and what is the party’s view of such contracts, how they’re implemented and the government’s responsibility to ensure that everyone who contributes work to agencies funded with public money is paid a salary.

7

Through its international collaboration Iceland is a member of i.e. Creative Europe, where a great emphasis is placed on partnership and cooperation across borders. What is the party’s position toward such co-operative ventures and the possibilities such framework agreements can create for creative fields in Iceland?

8

The Ministry of Education, Science and Culture sets the visual art strategy. What is the party’s stand on such a strategy? Is it necessary to have such an official strategy in place?

V

“It is extremely positive that the Icelandic Visual Art Council orchestrated that kind of strategic planning, covering different sectors of society, like the work environment of visual artists, visual art in schools, the role of visual art in society, etc. The idea about a new centre for visual art is very interesting and positive that it builds on experience from other centres like Icelandic Literature Centre which was officially formed in 2012.”

93


9

It is important to select marketing projects in visual arts, diligently funded by public funds, with detailed and professional preparatory work. It has been established that the voice of Icelandic artists can play a decisive and important role in debates on current issues. Here is worth mentioning the last contribution to the Venice Biennale that posed intriguing questions about the interaction of different cultures in modern society.

What does the party think that the involvement should be of artists and others in the creative industries in events organized by the authorities? Does it make a difference if it’s a straightforward promotion of the country, and what is the position of the party regarding payment for such involvement?

10

Finally, SÍM is interested in what kind of visual art can be found in the party’s meeting room at Parliament.

A

“Bright Future feels that the voice of Icelandic artists needs to and should be heard as much as possible. Like it says in the answer to question 6, artists should be paid for their work.”

B

“Payment for such work needs to be in accordance with work contribution and contracts.”

V

“Such events can be very diverse. Some are international events, organized as a collaboration by the government, but others are organized as a collaboration between individual artists, their organizations, or other parties. If it is an event organized by the authorities, it should entail consultation with visual artists and their organizations. Artists should of course be paid for their contribution to such events. It’s evident that the cost of participating in the Venice biennale has not always been fully paid by the state even though it is the state that participates, but it must be the goal that the cost of such a project is fully paid by the state.”

A B

“In the Progressive Party’s room at parliament, there are the following artworks: Þingvallamynd by Sveinn Þórarinsson, Sólsetur í Reykjavík by Ásgrímur Jónsson, Vegurinn by Finnur Jónsson and Landslag by Jón Stefánsson.“

V

94

Bright Future did not answer the question.

“There are works by Þorvaldur Skúlason, Guðmunda Andrésdóttir and Ásgerður Búadóttir.“


The difference in parties’ answers is interesting, but it’s also disappointing that we were not able to obtain detailed answers from all of them. It is unclear if work procedure within each party, apart from the Independent Party, which provided a clear account, was the reason this author was unsuccessful in this endeavour. The stream simile at the start of the article also applies to elected officials and power when it comes to shaping education, where the cultural discourse is distributed and how it is utilized, be it with government projects, or the legal environment of individuals. The decision making and influence of voters are shaped by the ruling discourse but first and foremost by active choices, participation and contribution to the stream of contemporary discourse. It is the hope of this author that the information found herein can create an individual calm in the rapids, for a while, before we reach the high seas.

95


The closing of The ASI Art Museum Another blow to Icelandic visual ar t culture Hlynur Helgason

In the spring of 2016, the operation management of the ASÍ Art Museum unexpectedly decided to close the museum, in contravention of the wishes of The Icelandic Confederation of Labour (ASÍ). For years the museum has operated an exhibition space that has been vital for the exhibitions of Iceland visual artists. By closing the museum, the options to artists for exhibitions become severely limited and this decision by the operation management is therefore a heavy blow for Icelandic visual art culture. Additionally, a five-decade long connection to and support of visual art culture in Iceland with the umbrella organization of labour unions comes to an end. The art museum of the Icelandic Confederation of Labour was established in 1961 when Ragnar Jónasson gave the confederation a generous art gift. Originally the intention was to build a big building on a five-hectare plot of land to display the museum’s artefacts and create a sculpture garden. At first the collection for the building was based on sales from the publication of the first book on Icelandic art history written by Björn Th.

96

Björnsson. Presumably these plans were too ambitious. Delay in publication of the art history took a toll, while a financial crisis and runaway inflation consumed most of what had been collected and the building never happened. During its first years, the museum was based in a building under the auspice of The Icelandic Confederation of Labour and the Union Bank. The museum displayed its works there as well as organizing exhibitions of works in workplaces all over the country. These exhibitions introduced Icelandic visual art for Icelandic workers and were an important source of income for the museum. 1980 was a watershed moment in the history of the museum when it moved into its own place. The accommodation was especially designed for the museum and covered the whole top floor of the Confederation’s new building at Grensásvegur. With this new lodging, the operation of the ASÍ Art Museum found the direction it’s been on ever since. Exhibitions of the museum’s collection were reduced and the exhibition space was mostly rented

out to artists who sought to exhibit at the museum. The museum often accepted works of art in lieu of rent, which was advantageous for the artists and strengthened the museum’s collection at the same time. After the museum moved into its own accommodation, it continued to mount exhibitions at workers’ places of work. Thus the museum’s collection of artefacts continued to be accessible to the general public outside the museum itself. On its 80th birthday in 1996, the ASÍ decided to purchase the Ásmundarsalur Museum and move its museum there. By doing so, the museum moved from a custom made exhibition space into a house in the city centre which was historically connected to the visual art culture of the city. The new house was built as an apartment and studio, and not as an exhibition space or a museum operation centre. In addition, it wasn’t in a good condition and needed extensive renovations from the beginning. The museum’s operation continued in the new house as before with the space on the ground floor initially being used for regular exhibitions


Wo r k b y H ly nu r Ha l l s s o n , p h o t o Hu g i H ly n s s o n .

of the museum’s collection. The biggest and most beautiful space, Ásmundur’s former studio, was rented out for artist’s private exhibitions. Later, the museum started to use more rooms on the ground floor for exhibitions, as well as restoring a studio space in the basement for exhibitions. At the same time, the museum reduced the number of exhibitions of its collection as the emphasis on exhibitions of contemporary art grew. In the beginning of this century, the museum stopped collecting rent for galleries and offered them to artists free of charge. By doing this the museum was keeping in step with the general trend in the city as most places had, at that time, stopped collecting rent for its galleries. This change improved both the artists’ circumstance and facilities, but at the same time reduced the museum’s income and options. It’s clear now that the operation of the ASÍ Art Museum hasn’t always been smooth. During the ‘60s and ‘70s, the museum was often financially in the red which the Confederation covered. State grants for the arts meanwhile were small in the

beginning, but grew larger in the ‘80s. In 1988 for example, government grants were 9 million ISK at the present value. This, along with increased revenue from the work place exhibitions, meant that at the start of the ‘90s the museum began to turn a profit. Since then though it’s gone downhill. Public grants have been greatly reduced at the same the income form exhibitions have decreased. The museum grant awarded by the member organizations of The ASÍ hasn’t covered the costs according to the museum’s operations management, citing it as a reason why it was unavoidable to close the museum. In a statement issued by the operations management on that occasion said that due to lack of funding and reduction of grants the museum can’t stay open any longer. Activities related to exhibitions of the museum’s collection will continue though in a modified manner. This decision comes as a great surprise though, because when the rules governing the museum were last changed during the Confederation’s convention two years ago, it

was stated plainly that that one of the museum’s main objectives is, as before: To run a gallery and related operations. It looks as if the operation’s management have taken it upon themselves to go against the wishes of the ultimate authority of the organization when it was decided to close the ASÍ Art Museum. For 40 years, the ASÍ Art Museum has played an important role in giving artists a chance to exhibit their art. In recent years it has lost most of the public grants it used to receive, while at the same time its chances to earn special income has been greatly reduced because of the changed environment for art establishments. In this way, the ASÍ Art Museum is a good example of the development of the Icelandic art scene in this century, where the old grant and income arrangement has expired without a solid policy taking its place. Both the government and The ASÍ are themselves to blame that this professional field for contemporary visual art is disappearing – and it’s visual artist and the public lovers of art who take the hit.

97


VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM

www.vidborgummyndlistarmonnum.info

STARA

SÍM The Association of Icelandic Visual Artists

Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

stara@sim.is

auglysingar@sim.is

Útgefandi Samband íslenskra myndlistarmanna

P ró f ar k a l e s t u r Auður Aðalsteinsdóttir & Bob Cluness

sim@sim.is www.sim.is

Þýðing Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir

Lj ó s my n d i r Anna Domnick, Áslaug Íris Friðjónsdóttir, Daníel Starrason, Elísabet Brynhildardóttir, Gallerí Úthverfa, Gunnar Elíasson, Gunnhildur Hauksdóttir, Gústi, Hugi Hlynsson,Úlfur Karlsson, Katinka Theis ,Katrín Elvarsdóttir, Listasafn Reykjavíkur, Unndór Egill Jónsson og Vigfús Birgisson.

Fo r s í ð u my n d Katrín Elvarsdóttir „Solar eclipse shadow“ R i t n e f n d STA R A

Hafnarstræti 16,101 Reykjavík sími 551 1346

98

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir, JBK Ransu og Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Hö nnu n o g u p p s e t ni n g Elísabet Brynhildardóttir Áb y r g ð ar m e nn Stjórn SÍM

ISSN 2298-8122


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.