Ferðablað um Strandir og Reykhólasveit

Page 1

Á ferð um Strandir og Reykhólasveit

Sumarið 2008

Upplýsingarit um ferðamöguleika, afþreyingu og þjónustu á Ströndum og Reykhólasveit Útgefandi: Arnkatla 2008 og Markaðsstofa Vestfjarða - www.westfjords.is

Gististaðir Hrútafjörður og nágrenni Tangahúsið á Borðeyri Snartartunga í Bitrufirði Hólmavík og nágrenni Ferðaþjónustan Kirkjuból Steinhúsið á Hólmavík Gistiheimilið Borgabraut Drangsnes og nágrenni Gistiþjónusta Sunnu Gistiheimilið Malarhorn Bændagistingin Bær á Selströnd Hótel Laugarhóll Árneshreppur Hótel Djúpavík Finnbogastaðaskóli Gistiheimili Norðurfjarðar Gistiheimilið Bergistangi Reykhólasveit Hótel Bjarkalundur Álftaland á Reykhólum Bændagistingin Miðjanesi Flatey á Breiðafirði Hótel Flatey Krákuvör Grænigarður

Við lofum góðum dögum á Ströndum og í Reykhólasveit - ferðaþjónustuaðilar á Ströndum og í Reykhólasveit taka höndum saman

U

ndanfarna mánuði hafa ferðaþjónustuaðilar á Ströndum og í Reykhólasveit og aðrir þeir sem vilja gjarnan skilgreina starfsemi sína í ferðaþjónustu, tekið höndum saman um að vinna sameiginlega að ákveðnum markmiðum greinarinnar en samstarfshópurinn kallar sig Arnkatla 2008. Hvatning að samstarfinu er gerð nýs vegar um Arnkötludal sem liggja mun á milli Steingrímsfjarðar og Breiðafjarðar og verður tekinn í notkun árið 2010. Arnkötludalsvegur mun tengja byggðirnar saman og skapa grundvöll fyrir hverskonar sameiginlegu verkefni á sviði atvinnu- og menningarmála. Þangað til verður jarðvegurinn heima fyrir undirbúinn og meðal annars unnið að því að kynna svæðið sem best. Útgáfa þessa ferðablaðs er liður í því.

Veitingar Strandir Veitingaskálinn Brú Hrútakaffi Borðeyri Sauðfjársetur á Ströndum Söluskálinn Hólmavík Café Riis Hólmavík Malarkaffi Drangsnesi Hótel Djúpavík Kaffihúsið Norðurfirði Reykhólar og nágrenni Skriðuland í Saurbæ Hótel Bjarkalundur Hólakaup Reykhólum Flatey á Breiðafirði Hótel Flatey

Þetta er ekki fyrsta sinn sem íbúar þessara tveggja héraða ákveða að starfa saman að ákveðnum markmiðum. Í árdaga er sagt að tröllin beggja vegna hafi tekið höndum saman með það að markmiði að tengja héruðin saman með skurði milli Gilsfjarðar og Húnaflóa. Það voru áform sem döguðu uppi í miðju verki. Að þessu sinni er vinnuferlið heldur skýrara og það tryggt að hvorki sólin né önnur náttúruleg fyrirbæri geti komið í veg fyrir þau. Árangurinn er undir þátttakendum í Arnkötlu 2008 kominn. Strandir og Reykhólasveit eru tvö ólík svæði og styrkja hvort annað með gríðarlegum fjölbreytileika. Þar er að finna ótal ferðamöguleika og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna sem er uppskrift að góðum dögum. Því getum við lofað góðum dögum á Ströndum og í Reykhólasveit.

Borgarland í Reykhólasveit geymir marga perluna og er kjörið útivistarsvæði. Þar er fugla- og álfalíf mjög fjölbreytt. Því er oft haldið fram að Borgarland sé höfuðborg huldufólks á Íslandi.

Skipulögð náttúruskoðun Eyjasiglingar - frá Reykhólum í Skáleyjar, Hvallátur og Flatey

Sundhani - frá Drangsnesi,

siglingar í Grímsey, hvalaskoðun og sjóstangaveiði

Sýningar og söfn

Freydís sf - frá Norðurfirði, LJÓSM.: SIGURÐUR ATLASON

Sauðfjársetur á Ströndum Galdrasafnið á Hólmavík Hvalveiðistöð frá 17. öld Kotbýli kuklarans Síldarverksmiðjan í Djúpavík Minja- og handverkshúsið Kört Hlunnindasýningin á Reykhólum Bátasafnið á Reykhólum

siglingar á Hornstrandir, dagsferð að Hornbjargi Æðarvarpið við Kirkjuból Fuglaskoðunarhúsið í Húsavík Fuglaskoðunarhúsið á Reykhólum

Allar upplýsingar um ferðamöguleika á svæðinu fást hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík og Reykhólum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.