Veðurathuganir á Suðurlandi

Page 1

Veðurathuganir á Suðurlandi Guðrún Nína Petersen Kristín Björg Ólafsdóttir Þóranna Pálsdóttir

Skýrsla VÍ 2018-010



Veðurathuganir á Suðurlandi Guðrún Nína Petersen, Veðurstofu Íslands Kristín Björg Ólafsdóttir, Veðurstofu Íslands Þóranna Pálsdóttir, Veðurstofu Íslands

Skýrsla Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 7–9 150 Reykjavík

+354 522 60 00 vedur@vedur.is

VÍ 2018-010 ISSN 1670-8261




4


Efnisyfirlit Myndaskrá ............................................................................................................................. 5 Töfluskrá ............................................................................................................................... 6 1

Inngangur......................................................................................................................... 7

2

Skilgreiningar á veðurþáttum .......................................................................................... 8

3

Veðurfarsyfirlit byggt á mælingum sjálfvirkra veðurstöðva á svæðinu .......................... 8 3.1 Hiti .......................................................................................................................... 9 3.2 Vindur ................................................................................................................... 10 3.3 Úrkoma ................................................................................................................. 12

4

Mannaðar veðurstöðvar á svæðinu ................................................................................ 14 4.1 4.2 4.3 4.4

5

Hiti ........................................................................................................................ 15 Úrkoma ................................................................................................................. 16 Úrkomuáttir .......................................................................................................... 16 Veðurtegund — Athuganir á takmörkuðu skyggni .............................................. 17

Samantekt ...................................................................................................................... 20

Viðaukar: Veðurfar á völdum stöðvum 2008–2017 ............................................................ 21

Myndaskrá Mynd 1. Allar sjálfvirkar veðurstöðvar á Suðurlandi, Suðausturlandi og á sunnaverðu hálendinu sem hafa verið í rekstri frá a.m.k. árinu 2012. ..................................................... 7 Mynd 2. Ríkjandi vindáttir á nokkrum veðurstöðvum á sunnanverðu landinu. ................... 9 Mynd 3. Árstíðasveifla hita (°C) á svæðinu. ........................................................................ 9 Mynd 4. Árstíðasveifla hita (°C) á svæðinu. ...................................................................... 10 Mynd 5. Árstíðasveifla vindhraða (m/s) á svæðinu. .......................................................... 11 Mynd 6. Árstíðasveifla meðalvindhraða (m/s) á svæðinu. ................................................. 12 Mynd 7. Mánaðarmeðalárskúrkoma (mm) á hverri stöð, 2008–2017, fyrir hvern almanaksmánuð. ................................................................................................................. 13 Mynd 8. Árstíðasveifla úrkomu (mm) á svæðinu............................................................... 14 Mynd 9. Mismunur á mánaðarmeðalhita á Eyrarbakka og Kirkjubæjarklaustri fyrir tímabilin 1961–1990 og 1991–2017................................................................................... 15 Mynd 10. Úrkomuáttir á Eyrarbakka og Vatnsskarðshólum, 2000–2010. ......................... 17 Mynd 11. Hlutfall skyggnis undir 500 m, 1 km, 5 km og 10 km á Kirkjubæjarklaustri og Eyrarbakka fyrir tímabilið 1996–2010. .............................................................................. 18 Mynd 12. Hlutfall skyggnis undir 500 m, 1 km, 5 km og 10 km á Stórhöfða og í Hornafirði fyrir tímabilið 1996–2010................................................................................. 19

5


Töfluskrá Tafla 1. Yfirlit yfir þær sjálfvirku veðurstöðvar sem nýttar eru til að greina veðurlag á svæðinu. ................................................................................................................................ 7 Tafla 2. Skilgreiningar á veðurþáttum. ................................................................................. 8 Tafla 3.Meðalvindhraði, mesti vindhraði og mesta vindhviða á hverri stöð 2000–2017. Tvö hæstu gildin á láglendi eru feitletruð. ......................................................................... 11 Tafla 4. Meðalhiti (°C) á Kirkjubæjarklaustri og Eyrarbakka fyrir tímabilin 1961–1990 og 1961–2017. ......................................................................................................................... 15 Tafla 5. Meðalúrkoma (mm) á Eyrarbakka 1961–1990 og fyrir 2003–2006 og 2008–2016. ............................................................................................................................................ 16

6


1 Inngangur Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS) óskuðu eftir að Veðurstofa Íslands (VÍ) gerði stutta úttekt á veðurfari á svæði þeirra. Verkefni þetta er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Allmargar veðurstöðvar eru á svæðinu bæði í eigu VÍ sem og annarra og þá einkum Vegagerðarinnar. Valdar voru 16 sjálfvirkar stöðvar sem eru dreifðar um svæðið og veðurmælingar þaðan nýttar til að lýsa veðurlagi. Sjálfvirkar úrkomumælingar eru á sjö þessara stöðva. Tafla 1 inniheldur yfirlit yfir stöðvarnar og mynd 1 sýnir á korti staðsetningar allra sjálfvirkra veðurstöðva á svæðinu og þær sem notaðar eru hér rauðlitaðar. Einnig voru skoðuð gögn frá þremur mönnuðum veðurstöðvum með langa mælisögu og fjallað um þær sérstaklega. Reiknuð voru meðaltöl fyrir tímabilið 2008–2017, en útgildi fundin fyrir allt mælitímabilið á hverri stöð. Tafla 1. Yfirlit yfir þær sjálfvirku veðurstöðvar sem nýttar eru til að greina veðurlag á svæðinu. Stöð 6420 1395 5309 6315 6515 5544 6310 6272 6222 6499 6176 6546 6045 6015 6208 6134

Nafn Árnes Eyrarbakki Fagurhólsmýri Hella Hjarðarland Höfn í Hornafirði Kálfhóll Kirkjubæjarklaustur - Stjórnarsandur Sámsstaðir Skaftafell Skarðsfjöruviti Vatnsfell Vatnsskarðshólar Vestmannaeyjabær Þykkvibær Önundarhorn

Upphaf 2003 2005 2003 2006 2004 2007 2003 2004

Hæð 90 m 3 m 17 m 20 m 88 m 5 m 52 m 22 m

2000 1995 1994 2004 2003 2002 1996 2010

90 94 6 540 20 40 10 12

m m m m m m m m

Spásvæði S-land S-land SA-land S-land S-land SA-land S-land SA-land S-land SA-land SA-land Miðhálendið S-land S-land S-land S-land

Athugasemdir Áður mönnuð Áður mönnuð Einnig mönnuð Áður mönnuð Áður mönnuð Áður mönnuð

Áður mönnuð

Mynd 1. Allar sjálfvirkar veðurstöðvar á Suðurlandi, Suðausturlandi og á sunnaverðu hálendinu sem hafa verið í rekstri frá a.m.k. árinu 2012. Stöðvar þar sem unnið var úr gögnum eru litaðar. 7


2 Skilgreiningar á veðurþáttum Sjálfvirkar veðurmælingar eru gerðar í sífellu en skráðar á 10 mínútna fresti í veðurgagnasafn Veðurstofu Íslands. Úr þeim gögnum eru unnin klukkustundagögn sem greiningar á veðri og veðurfari byggjast á. Í þessari úttekt eru unnið með sjálfvirkar mælingar á hita, vindhraða og úrkomu. Tafla 3 inniheldur skilgreiningar á þessum þáttum. Tafla 2. Skilgreiningar á veðurþáttum. Þáttur Hiti (°C) Vindhraði (m/s) Vindátt (°)

Mesti vindhraði (m/s) Mesta vindhviða (m/s) Úrkoma (mm)

Skilgreining 1 mínútu meðaltal á heila tímanum 10 mínútna meðaltal síðustu 10 mínútna fyrir heila tímann 10 mínútna meðaltal síðustu 10 mínútna fyrir heila tímann Vindátt er skilgreind sem sú átt sem vindur blæs úr Mesta 10 mínútna meðaltal síðustu klukkustundar Mesta 3 sekúndna meðaltal á síðustu klukkustund Uppsöfnuð úrkoma síðustu klukkustundar

3 Veðurfarsyfirlit byggt á mælingum sjálfvirkra veðurstöðva á svæðinu Að jafnaði er veður milt á sunnanverðu landinu, vetur eru mildir við sjávarsíðuna en lengra inni í landi getur orðið talsvert frost í vetrarstillum. Svæðið er það úrkomusamasta á landinu, einkum austantil. Lægðir koma að öllu jöfnu inn á landið úr suðri og bera hlýtt og rakt loft norður eftir. Úrkomusamast er áveðurs við há fjöll og mest er úrkoman sunnan í Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Mynd 2 sýnir ríkjandi vindáttir á sunnanverðu landinu á nokkrum veðurstöðvum. Hvernig vindar blása á veðurstöðvum ræðst af stórum hluta af landslagi í nágrenninu. Glöggt sést á myndinni að í uppsveitum Suðurlands og með vestanverðri Suðurströndinni er norðaustanátt langalgengasta vindáttin, en það svæði er opið fyrir vindi ofan af hálendinu. Austar á svæðinu er ríkjandi vindátt aftur á móti austlæg eða austnorðaustlæg, mótuð af m.a. Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Á Höfn hafa fjöllin í nágrenninu mikil áhrif en þar er ríkjandi vindátt norðvestlæg, en mikill árstíðamunur (sjá viðauka). Við Vatnsfell, á sunnanverðu miðhálendinu, eru ríkjandi vindáttir suðaustanátt og norðaustanátt, mótaðar af Vatnajökli og staðbundnu landslagi. Hafgola er ríkjandi víða á landinu á sumrin og getur náð langt inn á Suðurlandsundirlendið.

8


Mynd 2. Ríkjandi vindáttir á nokkrum veðurstöðvum á sunnanverðu landinu. Myndin gefur yfirsýn yfir meðalvindáttatíðni á hverri stöð.

3.1 Hiti Mynd 3 sýnir meðalhita hvers almanaksmánaðar á hverri stöð. Hlýjast er í júlí og kaldast í desember. Vatnsfell er hálendisstöð, í 540 m.y.s., og því mun svalara loftslag þar en á láglendinu. Að þeirri stöð undanskilinni má sjá að fremur lítill munur er á milli meðalhita yfir sumartímann, um 1,5°C, en spönnin er mest yfir vetrarmánuðina nóvember–mars, um 4°C. Að vetri til er meðalhitinn vel yfir frostmarki í Vestmannaeyjabæ og á Vatnsskarðshólum, Önundarhorni og Fagurhólsmýri, þar sem áhrifa sjávarhita gætir. Á Eyrarbakka og í Þykkvabæ er landslag opnara fyrir köldum áttum ofan af hálendinu og áhrifa sjávar gætir ekki eins mikið að vetrinum og því er þar kaldara. Lægstur er desemberhitinn hitinn inn til landsins, á Kálfhóli og Hjarðarlandi. Í júlí er meðalhiti hæstur á Hjarðarlandi og í Árnesi en lægstur á Höfn í Hornafirði.

Mynd 3. Árstíðasveifla hita (°C) á svæðinu. Sýndur er meðalhiti fyrir hvern almanaksmánuð á hverri stöð 2008–2017.

9


Mynd 4. Árstíðasveifla hita (°C) á svæðinu. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá öllum stöðvum nema Vatnsfelli, 2008–2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%–75%). Lóðréttu línurnar sýna útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir meðaltal hvers almanaksmánaðar. Mynd 4 sýnir árstíðasveiflu hita á svæðinu í kassaritum. Hún sýnir enn betur hve mikið minni munur er á meðalhita á svæðinu að sumri (lágir kassar) en að vetri (háir kassar). Enn fremur sýnir hæð kassana og útgildin að mun meiri breytileiki er á milli ára í vetrarhita en sumarhita.

3.2 Vindur Mynd 5 sýnir árstíðasveiflu meðalvindhraða fyrir hvern almanaksmánuð og tafla 3 meðalvindhraða, mesta vindhraða og mestu vindhviðu fyrir hverja stöð. Mestur er meðalvindhraðinn við Vatnsfell, enda hálendisstöð. Af láglendisstöðvum er meðalvindhraði mestur á Vatnsgarðshólum, Skarðsfjöruvita og Fagurhólsmýri. Allt eru þetta stöðvar sem eru nálægt hafi. Áberandi lágur meðalvindhraði er í Skaftafelli. Þessi stöð nýtur skjóls frá fjöllum og vaxandi trjágróðri og eru ekki undir miklum áhrifum frá hafi. Það getur þó líka hvess vel í Skaftafelli og á tímabilinu 2008–2017 er mesti vindhraði í Skaftafelli 30,5 m/s og mesta hviða 51,8 m/s, sjá töflu 3. Óveður við fjöll eru algeng á Íslandi. Í slíkum veðrum eru sviptivindar algengir og vindhviður jafnan með 1,5–2 sinnum meiri vindstyrk en meðalvindhraðinn. Á sunnanverðu landinu eru slík óveður einkum þekkt sunnan Vatnajökuls og Eyjafjalla, en þær stöðvar þar sem mesti meðalvindhraði og mesta vindhviða eru hæst í töflu 3 eru einmitt staðsettar á þeim svæðum, en einnig við stök fjöll, s.s. við Ingólfsfjall.

10


Mynd 5. Árstíðasveifla vindhraða (m/s) á svæðinu. Sýndur er meðalvindhraði fyrir hvern almanaksmánuð á hverri stöð 2008–2017. Tafla 3.Meðalvindhraði, mesti vindhraði og mesta vindhviða á hverri stöð 2000– 2017. Tvö hæstu gildin á láglendi eru feitletruð. Stöð

Nafn

6420 1395 5309 6315 6515 5544 6310 6272

Árnes Eyrarbakki Fagurhólsmýri Hella Hjarðarland Höfn í Hornafirði Kálfhóll Kirkjubæjarklaustur - Stjórnarsandur Sámsstaðir Skaftafell Skarðsfjöruviti Vatnsfell Vatnsskarðshólar Vestmannaeyjabær Þykkvibær Önundarhorn

6222 6499 6176 6546 6045 6015 6208 6134

Mesti Meðalvindhraði meðalvindhraði (m/s) (m/s)

Mesta vindhviða (m/s)

5.1 6.1 6.9 5.9 5.4 6.2 5.5 4.9

29.0 28.3 34.6 31.4 27.6 35.3 31.1 30.2

39.1 39.3 45.0 40.9 37.4 44.4 38.3 42.3

4.6 3.0 6.7 8.0 7.1 5.0 5.7 4.9

36.1 30.5 30.4 41.3 34.0 28.0 28.9 34.3

47.2 51.8 45.0 51.2 47.9 45.8 40.5 52.5

Kassaritin á mynd 6 sýna vel að nokkur breytileiki er á mánaðarmeðaltölum alla mánuði ársins, en minnst þó í júní–ágúst. Í nokkrum mánuðum er miðgildið (þverstrik innan kassa) lægri en meðalgildið (rauða línan) sem gefur til kynna að meðaltalið sé dregið upp af nokkrum óvenjulegum mánuðum.

11


Mynd 6. Árstíðasveifla meðalvindhraða (m/s) á svæðinu. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá öllum stöðvum nema frá Skaftafelli, 2008–2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%–75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Rauða línan sýnir meðaltal hvers almanaksmánaðar.

3.3 Úrkoma Mynd 7 sýnir mánaðarmeðalúrkomu á þeim átta stöðvum á svæðinu þar sem úrkoma er mæld. Ein þeirra er veðurstöðin Kvísker í Öræfum þar sem úrkoma og hiti eru mæld. Kvísker eru austan undir Öræfajökli en þar er mikil úrkoma þegar hlýtt loft úr suðri ber raka að landi en að auki magnast úrkoman vegna jökulsins. Því er ljóst að Kvísker er stöð í sérflokki en þar er ársúrkoman tvisvar sinnum meiri en á öðrum stöðvum á svæðinu, eða yfir 3500 mm til samanburðar við 1000–1400 mm á öðrum stöðvum. Að auki í þeim mánuði þar sem úrkoma er minnst á Kvískerjum, júní, er hún svipuð eins og í úrkomumestu mánuðunum á hinum stöðvunum. Minnst er árskúrkoman við Vatnsfell en sú stöð er í svokölluðum úrkomuskugga, hlémegin við hálendið á suðaustanverðu landinu. Þar er einnig hlutfall snævar af úrkomu meira og vindhraði meiri og því líklegt að mælingar vanmeti úrkomu meira en á láglendisstöðvunum.

12


Mynd 7. Mánaðarmeðalárskúrkoma (mm) á hverri stöð, 2008–2017, fyrir hvern almanaksmánuð. Árstíðasveifla úrkomu er talsverð. Að meðaltali er mest úrkoma að hausti og vetri með hámarki í september og janúar en júní þurrasti mánuðurinn Af þessum stöðvum er að jafnaði mest úrkoma í Vestmannaeyjabæ í janúar og febrúar en annars er úrkoma yfirleitt mest á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi. Árstíðasveiflu gætir minnst á hálendisstöðinni Vatnsfelli. Mynd 8 sýnir árstíðasveiflu á svæðinu í kassaritum þar sem gögnum frá Kvískerjum hefur verið sleppt. Vel sést að þurrustu mánuðirnir eru maí og júní og þar er einnig minnstur breytileiki innan mánaðar. September er aftur á móti ekki eingöngu yfirleitt blautastur, en það er þó mestur breytileiki í úrkomumagni í október. Mesta mánaðarúrkoma mældist í október 2007 á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi eða 368 mm. Ekki voru gerðar úrkomumælingar á Kvískerjum á þeim tíma.

13


Mynd 8. Árstíðasveifla úrkomu (mm) á svæðinu. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá öllum stöðvum nema Kvískerjum, 2008–2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%–75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Rauða línan sýnir meðaltal hvers almanaksmánaðar.

4 Mannaðar veðurstöðvar á svæðinu Á öllum sjálfvirkum veðurstöðvum í eigu Veðurstofu Íslands er mældur hiti, vindur og raki. Á nokkrum stöðvum er að auki mældur loftþrýstingur og úrkoma. Þróun mæliaðferða á þeim þáttum sem veðurathuganamenn hafa í gegnum tíðina athugað s.s. skyggni, veðurgerð, úrkomutegund, skýjahula, skýjahæð og skýjategund eru styttra á veg komin. Á Eyrarbakka er nýfarið að mæla sjálfvirkt skýjahæð og skýjahulu og vísi að veðurgerð. Athuganir á mönnuðum stöðvum eru því enn mikilvægar til notkunar við mismunandi úrvinnslur. Á svæðinu sem er til umræðu eru þrjár mannaðar stöðvar sem vert er að skoða, Kirkjubæjarklaustur (stöð 772, athuganatímabil 1926–2013), Eyrarbakki (stöð 923, 1880– 2016 með eyðum) og stöðvar við Höfn í Hornafirði (705, 706 og 707, frá 1965, en stöðin hefur þrisvar verið flutt). Einnig eru stöðvar við ströndina sem komið gætu að gagni s.s. Vatnsskarðshólar (frá 1978) og Stórhöfði í Vestmannaeyjum (1921–2014). Mikill munur er á hita og úrkomu á Kirkjubæjarklaustri mannaðri stöð (772) og sjálfvirku stöðinni á Stjórnarsandi (6272) þó aðeins séu 2,5 km á milli, aðallega sökum umhverfisbreytinga í kringum mönnuðu stöðina, en þar er mikill gróður. Einnig er munur á Eyrarbakka þó fjarlægðin á milli stöðva sé aðeins um 700 m. Úrkomumunur vegna mæliaðferða mannaðra og sjálfvirkra stöðva er einnig þekktur. Hér verður ekki fjallað um vindmælingar mannaðra stöðva þar sem vindhraði var lengi vel metinn á mönnuðum stöðvum og sjálfvirku mælingarnar eru mun áreiðanlegri.

14


4.1 Hiti Reiknað var meðaltal tímabilsins 1991–2017 og þá sett saman mönnuð og sjálfvirk tímaröð með leiðréttingum. Taflan 4 sýnir hita á tveim mismunandi tímabilum og mynd 9 mismuninn á þessum tímabilum sem er jákvæður í hag seinna tímabilsins. Á ársgrundvelli hefur hlýnað um 0,7°–0,8°C en breytileikinn er mikill milli mánaða, frá því að vera langminnstur í febrúar en mestur í janúar, september og nóvember. Tafla 4. Meðalhiti (°C) á Kirkjubæjarklaustri og Eyrarbakka fyrir tímabilin 1961– 1990 og 1961–2017. jan

feb

mar

apr

maí

júní

júlí

ágú

sept

okt

nóv

des

árið

Meðalhiti 1961–1990

-0,4

0,3

0,7

3,2

6,5

9,4

11,2

10,4

7,5

4,5

1,1

-0,4

4,5

Meðalhiti 1991–2017

0,6

0,3

1,2

3,9

7,1

9,9

11,7

11,3

8,5

4,9

2,1

0,5

5,2

Meðalhiti 1961–1990

-1,1

-0,1

0,1

2,8

6,4

9,2

10,8

10,2

7,0

3,8

0,5

-0,9

4,1

Meðalhiti 1991–2017

0,2

0,1

0,8

3,4

6,9

10,0

11,8

11,1

8,3

4,2

1,5

0,1

4,9

Kirkjubæjarklaustur

Eyrarbakki

Mynd 9. Mismunur á mánaðarmeðalhita á Eyrarbakka og Kirkjubæjarklaustri fyrir tímabilin 1961–1990 og 1991–2017. Jákvæður munur er þegar hlýrra er á seinna tímabilinu.

15


4.2 Úrkoma Úrkoma er mjög staðbundið fyrirbæri. Næsta umhverfi hefur mikið áhrif og einnig breytingar á því. Mikil skógrækt er á Kirkjubæjarklaustri og hefur það haft áhrif á veðurlag á staðnum og er því vafasamt að bera saman mismunandi tímabil veðurþátta, svo sem úrkomu. Mælingar sýna að mun minni úrkoma er á sjálfvirku stöðinni úti á Stjórnarsandi. Á Eyrarbakka er reiknað 30 ára tímabil og 14 ára tímabil (2003–2006 og 2008–2016), sjá töflu 5. Nokkra mánuði vantar í önnur mæliár frá 1990 og krefst það meiri rannsókna að fylla í þau skörð. Þegar á heildina er litið virðist seinna tímabilið úrkomusamara sem er í takt við að meiri úrkoma skili sér við hlýnandi veðurfar. Þó er heldur minni úrkoma yfir sumarmánuðina maí – júlí en mun meiri yfir vetrarmánuðina október – mars. Úrkoma mælist betur sem regn en snjór þar sem úrkomumælar fanga snjó illa og því meira vanmat á úrkomu að vetrarlagi. Yfir vetrarmánuðina október til mars mælist talsvert meiri úrkoma á seinna tímabilinu í takt við hlýrri vetur hér á landi. Tafla 5. Meðalúrkoma (mm) á Eyrarbakka 1961–1990 og fyrir 2003–2006 og 2008– 2016. jan

feb

mar

apr

maí

júní

júlí

ágú

sept

okt

nóv

des

árið

Meðalúrkoma 1961–1990

126,4

121,8

123,4

102,4

83,6

95,0

87,1

114,9

117,1

139,4

128,5

133,2

1372,7

Meðalúrkoma 2003–2006 og 2008–2016

149,9

134,4

130,6

97,3

71,5

73,4

91,8

99,9

155,2

155,5

140,6

133,8

1433,9

119

110

106

95

85

77

105

87

133

112

109

101

104

Hlutfall af 1961–1990

4.3 Úrkomuáttir Helstu úrkomuáttir eru austan- og suðaustanáttir eins og sést á vindrósunum á mynd 10 sem sýnir úrkomuáttir á Eyrarbakka og Vatnsskarðshólum. Vegna nálægðar Vatnsskarðshóla við Mýrdalsjökul eru úrkomuáttir, líkt og vindáttir almennt, mun meira afgerandi en á Eyrarbakka og úrkoma um 20% meiri á þessari öld.

16


Mynd 10. Úrkomuáttir á Eyrarbakka og Vatnsskarðshólum, 2000–2010. Litirnir sýna vindhraða þegar úrkoma mælist.

4.4 Veðurtegund — Athuganir á takmörkuðu skyggni Skyggni er eitt af því sem veðurathuganafólk metur við hverja athugun. Myndir 11 og 12 sýna hve oft að meðaltali skyggni fer undir ákveðin mörk, sem hlutfall af öllum athugunum. Hér eru reiknað fyrir tímabilið 1996–2010. Stöðin á Höfn í Hornafirði hefur verið á þremur stöðvum og er þær taldar sem ein í þessari úrvinnslu. Skyggni undir 10 km er algengast yfir vetrarmánuðina á Kirkjubæjarklaustri og Eyrarbakka, eða yfir 17 og 20% í febrúar. Á Stórhöfða og í Hornafirði er skyggni mest takmarkað, hvað varðar skyggni undir 1 km, í júlí mánuði, 14% og 2%. Á Stórhöfða er skyggni mest takmarkað, þar er skyggni undir 500 m margfalt algengara en á hinum stöðvunum sem sýnir skýrt hve algeng þoka er í Vestmannaeyjum. 17


Mynd 11. Hlutfall skyggnis undir 500 m, 1 km, 5 km og 10 km á Kirkjubæjarklaustri og Eyrarbakka fyrir tímabilið 1996–2010.

18


Mynd 12. Hlutfall skyggnis undir 500 m, 1 km, 5 km og 10 km á Stórhöfða og í Hornafirði fyrir tímabilið 1996–2010.

19


5 Samantekt Hér hefur verið fjallað um veðurfar á sunnanverðu landinu. Í heildina er landshlutinn sá hlýjasti en jafnframt sá úrkomusamasti. Þó hlýjast sé á Suðurlandsundirlendinu getur orðið kalt inn til landsins í vetrarstillum en á sumrin gætir einnig hafgolu frá ströndinni. Á láglendi er meðalvindhraði mestur á stöðvum nálægt ströndinni. Vindur getur þó orðið umtalsverður á flestum stöðvum og einkum er sviptivindasamt nálægt fjöllum. Í 10–15% tilvika er skyggni á þeim veðurstöðvum þar sem það hefur verið athugað undir 10 km að Stórhöfða frátöldum, en þar er hlutfallið tvöfalt hærra.

20


Viðaukar: Veðurfar á völdum stöðvum 2008–2017 Hér fylgir safn viðauka með upplýsingum um veðurfar fyrir hverja sjálfvirka veðurstöð sem notuð var í þessu yfirliti. Í hverju tilfelli eru eftirfarandi upplýsingar • •

• • •

Stöðvarnúmer, heiti stöðvar, upphaf sjálfvirkra mælinga og staðsetning. Kassarit sem sýnir meðaltöl hita og vindhraða fyrir hvern almanaksmánuð. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum á tímabilinu 2008–2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%–75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Rauða línan sýnir meðaltal hvers almanaksmánaðar. Stöplarit sem sýnir meðalúrkomu fyrir hvern almanaksmánuð, 2008–2017. Töflur með meðalgildum almanaksmánaða innan tímabilsins 2008–2017 og útgildi mælitímabils hverrar stöðvar, með dagsetningum útgilda. Vindrósir sem sýna tíðni vindátta fyrir allan vindhraða, árstíðir (þ.e. þriggja mánaða tímabil) og hvassviðri (vindhraða yfir 15 m/s) fyrir tímabilið 2008-2017. Hver vindrós sýnir einnig tíðni mismunandi vindhraða auk kassarita fyrir vindhraða hverrar vindáttar. Vindátt er skilgreind sem sú átt sem vindur blæs úr.

Stöðvarnar sem um er að ræða eru, í stafrófsröð: 1. Árnes 2. Eyrarbakki 3. Fagurhólsmýri 4. Hella 5. Hjarðarland 6. Höfn í Hornafirði 7. Kálfhóll 8. Kirkjubæjarklaustur - Stjórnarsandur 9. Sámsstaðir 10. Skaftafell 11. Skarðsfjöruviti 12. Vatnsfell 13. Vatnsskarðshólar 14. Vestmannaeyjabær 15. Þykkvibær 16. Önundarhorn

21


Veðurstöð

6420 Árnes

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6420

Árnes

2003

64.041

20.252

90

2008−2017

Árnes − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 −5.0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður meðalhiti °C hæsti hiti °C

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

−0.2

0.0

0.4

2.8

6.8

10.4

12.2

11.0

8.2

4.1

0.9

−1.4

10.1

12.8

22.2

22.8

28.8

29.0

13.5

11.6

10.1

dags hæsta hita

4/2013

lægsti hiti °C

−22.3

dags lægsta hita 19/2008

22/2005 31/2017 −22.2 2/2008

−16.2

16.5 30/2007 −12.8

9/2006 2/2012 30/2008 10/2004 −12.0

−4.5

−0.7

−4.0

18.9

14.8

5/2010

9/2010

−9.6

−14.8

14/2011 11/2009 −17.6

−20.3

17/2011 2/2010; 6/2018 1/2013 3/2011 25/2009 28/2007 24/2005 28/2008 18/2017 22/2010

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6420 ÁRNES

2


Árnes − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

10

8

6

4

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

5.9

6.3

5.9

5.7

5.2

4.0

3.8

3.9

4.3

5.0

5.4

5.8

mesti vindur m/s

26.7

29.0

27.3

21.5

19.7

19.7

17.0

19.9

25.0

26.0

25.5

28.7

dags mesta vinds 22/2008 8/2011 14/2015 mesta hviða m/s

37.9

37.0

38.4

1/2016 29.4

19/2011 1/2015 1/2008 24/2009 16/2004 9/2009 30/07; 30/14 27.1

26.8

24.7

27.2

36.1

38.1

dags mestu hviðu 22/2008 8/2011 14/2015 10/11; 01/16 10/2017 1/2015 1/2008 29/2008 16/2004 9/2009

des

7/2015

36.5

39.1

30/2007

13/2013

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6420 ÁRNES

3


Árnes 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87381. Logn: 3.8%

Vindhraði (m/s)

N

26 − 28

NV 10%

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6420 ÁRNES

4


Árnes Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s)

6%

18 − 20

4%

16 − 18 14 − 16

2%

12 − 14

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6420 ÁRNES

5


Árnes Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

10%

A

5%

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6420 ÁRNES

6


Árnes Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

10% 5%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6420 ÁRNES

7


Árnes Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

10%

22 − 24 20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6420 ÁRNES

8


Árnes Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

25% 20% 15% 10% 5%

NA Vindhraði (m/s) 26 − 28 24 − 26 22 − 24

V

A

20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6420 ÁRNES

9


Veðurstöð

1395 Eyrarbakki

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

1395

Eyrarbakki

2005

63.869

21.16

3

2008−2017

Eyrarbakki − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

0.6

0.9

1.4

3.6

7.0

10.1

11.9

11.2

8.8

4.7

1.7

−0.5

hæsti hiti °C

8.9

9.1

11.3

14.4

20.4

21.9

28.4

16.8

11.5

9.6

dags hæsta hita 25/2010 23/2006 24/2012 29/2007 9/2006 23/2010 30/2008 lægsti hiti °C

−19.9

dags lægsta hita 19/2008

−18.2

−14.4

−12.9

−10.5

−2.9

2/2008

12/2011

3/2006

2/2013

7/2011

−2.2

23.1

19.3

1/2008

3/2006

−2.5

−6.6

10/2010 15/2014 27/2016 −9.9

−13.7

25/2009 30/2012 29/2009 31/2008 18/2006

−20.0 9/2011

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

1395 EYRARBAKKI

2


Eyrarbakki − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

8

7

6

5

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

7.1

7.3

7.1

6.4

5.8

4.8

4.7

4.8

6.0

6.1

6.6

7.1

mesti vindur m/s

24.8

27.6

26.1

22.1

19.1

17.1

16.2

21.1

20.9

22.3

28.3

29.5

des

dags mesta vinds 27/2008 8/2011 14/2015 10/2011 23/2006 1/2015 1/2008 31/2014 14/2010 24/2008 30/2014 13/2007 mesta hviða m/s

36.0

36.0

37.9

33.0

26.4

23.0

24.7

29.8

28.5

30.4

39.3

40.8

dags mestu hviðu 27/2008 8/2008 14/2015 10/2011 20/2018 6/2007 1/2008 31/2014 25/2009 14/2006 30/2014 13/2007

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

1395 EYRARBAKKI

3


Eyrarbakki 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87301. Logn: 1.1%

Vindhraði (m/s) N

28 − 30 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24

10%

20 − 22 18 − 20

5%

16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

1395 EYRARBAKKI

4


Eyrarbakki Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

Vindhraði (m/s)

NA

20 − 22 18 − 20 16 − 18

4%

14 − 16

2%

12 − 14

V

A

10 − 12 8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

SA

0−2

S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

1395 EYRARBAKKI

5


Eyrarbakki Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

1395 EYRARBAKKI

6


Eyrarbakki Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

1395 EYRARBAKKI

7


Eyrarbakki Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

1395 EYRARBAKKI

8


Eyrarbakki Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV 10%

NA Vindhraði (m/s) 28 − 30

5%

26 − 28 24 − 26

V

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

1395 EYRARBAKKI

9


Veðurstöð

5309 FAGURHÓLSMÝRI

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

5309

Fagurhólsmýri

2003

63.874

16.636

16

2008−2017

Fagurhólsmýri − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

1.7

2.0

2.1

4.1

6.9

9.5

11.0

10.8

9.1

5.6

3.1

0.9

hæsti hiti °C

10.3

13.7

16.6

15.8

19.3

19.6

20.6

24.1

18.7

15.3

11.4

10.4

4/2004

2/2012

11/2009

−7.0

−11.6

−18.6

dags hæsta hita 24/2007 lægsti hiti °C

−15.5

21/2005 −13.2

18/2006 28/2006 4/2010 28/2014 18/03; 21/05 10/2004 16/2015 −12.0

dags lægsta hita 11/2015 02/08; 07/11 31/2015

−9.3

−6.6

−0.4

3.5

1/2015

2/2013

7/2011

24/2009

1.8

−2.8

des

29/2012 25/2005 28/2008 29/2015 13/2015

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

5309 Fagurhólsmýri

2


Meðalvindhraði (m/s)

Fagurhólsmýri − Meðalvindhraði (2008−2017)

10

8

6

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

7.8

8.1

7.6

7.2

6.6

6.1

5.8

5.8

6.3

7.0

7.0

7.5

mesti vindur m/s

31.2

31.5

29.9

27.7

26.7

24.7

25.4

26.3

31.1

32.3

28.7

34.6

des

dags mesta vinds 31/2008 22/2015 17/2005 10/2015 10/2017 1/2017 31/2011 24/2009 16/2004 18/2004 4/2003 7/2015 mesta hviða m/s

40.9

41.7

dags mestu hviðu 31/2008 22/2015

43.5 6/2013

36.8

35.0

33.5

10/2015 10/2017 1/2017

36.3 1/2008

32.7

44.3

43.4

38.2

45.0

24/2009 16/2004 18/2004 4/2003 7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

5309 Fagurhólsmýri

3


Fagurhólsmýri 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87222. Logn: 1.9%

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14

5%

10 − 12

10% SV

8 − 10

SA

15%

6−8 4−6

S

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5309 Fagurhólsmýri

4


Fagurhólsmýri Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24

10%

20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5309 Fagurhólsmýri

5


Fagurhólsmýri Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14

5%

10 − 12 8 − 10

10%

6−8

15%

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5309 Fagurhólsmýri

6


Fagurhólsmýri Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32

NV

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16

5%

12 − 14

10%

10 − 12

15% SV

8 − 10

SA

6−8 4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5309 Fagurhólsmýri

7


Fagurhólsmýri Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

15%

NV

26 − 28

NA

24 − 26

10%

22 − 24 20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5309 Fagurhólsmýri

8


Fagurhólsmýri Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 32 − 34 30 − 32 28 − 30 26 − 28

V

A

24 − 26 22 − 24

5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45%

SV

20 − 22 18 − 20 16 − 18

SA

14 − 16

S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

5309 Fagurhólsmýri

9


Veðurstöð

6315 Hella

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6315

Hella

2006

63.826

20.365

20

2008−2017

Hella − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 −5.0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

0.0

0.2

0.8

3.3

7.1

10.3

12.1

11.1

8.4

4.3

1.1

−1.3

hæsti hiti °C

10.0

9.6

12.8

16.5

21.5

22.8

27.6

21.8

15.3

14.3

11.2

dags hæsta hita 21/2010 9;20/2013 24/2012 28/2007 9/2006 2/2012 30/2008 16/2012 lægsti hiti °C

−18.0

dags lægsta hita 20/2008

−3.4

−1.6

−3.3

19.6 4/2010 −5.5

14/2006 14/2011 11/2009

−21.9

−15.3

−17.0

−10.3

2/2008

31/2015

1/2015

2/2013 7/2011 24/2009 29/2012 29/2009 28/2008 18/2013

−11.6

−16.3

−18.6 5/2013

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6315 HELLA

2


Hella − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

8

6

4

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12 des

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.9

7.1

6.8

6.3

5.9

4.4

4.3

4.4

5.4

5.8

6.3

6.7

mesti vindur m/s

29.6

31.4

28.5

22.7

20.2

18.9

23.3

20.7

24.6

27.6

25.3

29.4

dags mesta vinds 22/2008 8/2008 14/2015 30/2008 20/2011 4/2013 1/2008 29/2008 17/2008 9/2009 28/2006 13/2007 mesta hviða m/s

40.3

40.9

37.5

34.0

26.6

24.4

29.3

27.5

36.4

37.0

36.0

39.2

dags mestu hviðu 21/2010 8/2008 14/2015 10/2011 20/2011 1/2017 1/2008 31/2014 17/2008 9/2009 30/2014 13/2007

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6315 HELLA

3


Hella 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87558. Logn: 1.8%

Vindhraði (m/s) N

28 − 30 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6315 HELLA

4


Hella Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 18 − 20

4%

16 − 18

2%

14 − 16 12 − 14

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6315 HELLA

5


Hella Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20

10%

16 − 18

5%

14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6315 HELLA

6


Hella Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24

15%

20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6315 HELLA

7


Hella Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20

10%

16 − 18

5%

14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6315 HELLA

8


Hella Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 28 − 30 26 − 28

15%

10%

24 − 26

5%

V

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6315 HELLA

9


Veðurstöð

6515 Hjarðarland

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6515

Hjarðarland

2004

64.251

20.331

88

2008−2017

Hjarðarland − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 −5.0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

−0.5

−0.3

0.0

2.5

6.7

10.4

12.1

10.9

7.9

3.7

0.7

−1.7

hæsti hiti °C

10.5

9.6

12.6

15.0

22.8

23.1

28.8

12.6

10.5

dags hæsta hita 25/2010 20/2013 27/2005 28/2007 9/2006 29/2009 30/2008 lægsti hiti °C

−20.3

−22.5

−16.8

−13.8

−11.1

−4.9

dags lægsta hita

2/2005

2/2008

17/2011

2/2006

2/2013

7/2011

−0.8

23.8

19.2

15.7

1/2008

1/2006

9/2010

−3.1

−7.2

−15.5

15/2011 11/2009 −18.3

24/2009 30/2012 24/05; 29/09 28/2008 18/2004

−20.0 5/2013

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6515 HJARÐARLAND

2


Hjarðarland − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

10

8

6

4

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12 des

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.3

6.5

6.0

5.8

5.4

4.2

4.2

4.3

4.8

5.4

6.0

6.3

mesti vindur m/s

27.6

26.5

27.2

21.7

20.9

17.5

20.2

20.5

23.6

23.1

27.2

26.8

dags mesta vinds 3/2014 8/2011 14/2015 14/2013 20/2011 27/2011 1/2008 29/2008 17/2008 9/2009 30/2007 mesta hviða m/s

36.9

36.9

37.4

29.1

27.8

23.0

26.3

30.2

33.5

34.3

35.0

7/2015 35.3

dags mestu hviðu 3/2014 8/2008 14/2015 10/2011 10/2017 27/2011 7/2010 29/2008 17/2008 9/2009 19/2006 30/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6515 HJARÐARLAND

3


Hjarðarland 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 86745. Logn: 2.4%

Vindhraði (m/s)

N

26 − 28

NV 15%

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6515 HJARÐARLAND

4


Hjarðarland Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV 10%

NA

Vindhraði (m/s) 18 − 20 16 − 18

5%

14 − 16 12 − 14

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6515 HJARÐARLAND

5


Hjarðarland Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

NA

22 − 24 20 − 22

15% 10%

18 − 20 16 − 18

5%

14 − 16

V

12 − 14

A

10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

2−4

SA

0−2

Vindhraði (m/s)

S

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6515 HJARÐARLAND

6


Hjarðarland Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

15% 10% 5%

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6515 HJARÐARLAND

7


Hjarðarland Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV 15%

NA

24 − 26 22 − 24

10%

20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6515 HJARÐARLAND

8


Hjarðarland Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 26 − 28 24 − 26

V

22 − 24

20%15%10% 5%

A

20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6515 HJARÐARLAND

9


Veðurstöð

5544 Höfn í Hornafirði

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

5544

Höfn í Hornafirði

2007

64.269

15.214

5

2008−2017

Höfn í Hornafirði − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017)

10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

1.6

1.8

2.1

4.1

6.7

9.1

10.7

10.6

9.0

5.5

2.9

0.7

hæsti hiti °C

12.6

12.6

18.1

16.2

17.3

20.1

24.3

19.1

17.0

14.7

11.5

12.1

dags hæsta hita 2/2017 14/2012 29/2012 26/2017 17/2009 28/2009 30/2008 25/2015 lægsti hiti °C

−11.6

−11.9

−7.8

−7.1

−4.8

1.2

3.3

dags lægsta hita 5/2010

9/2018

12/2011

2/2010

1/2013

8/2011

2/2013

2.4

3/2015 −1.3

des

27/2017 19/2008 10/2010 −4.6

−6.8

−12.4

26/2012 29/2009 20/2012 22/2007 22/2010

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

2


Meðalvindhraði (m/s)

Höfn í Hornafirði − Meðalvindhraði (2008−2017)

8

6

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.8

7.2

7.1

7.0

6.0

4.9

4.4

4.7

6.0

6.2

7.3

7.4

mesti vindur m/s

25.3

35.3

27.5

30.8

30.4

20.3

18.5

26.1

28.8

27.4

29.5

31.0

2/2012

30/2015

dags mesta vinds 5/2011 10/2016 mesta hviða m/s

35.4

dags mestu hviðu 6/2011

35.4 4/2016

8/2009 36.0

10/2015 24/2011 9/2015 36.1

36.7

27.0

6/2013 25.4

7/2016 16/2013 20/2008 31.1

38.1

29/2010 10/2015 24/2011 9/2015 16/2010 7/2016 16/2013

des

38.3

40.0

44.4

9/2009

17/2016

7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

3


Höfn í Hornafirði 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 85648. Logn: 0.4%

Vindhraði (m/s) N

28 − 30 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

16 − 18

6% 4% 2%

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

4


Höfn í Hornafirði Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24

4%

20 − 22

2%

18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

5


Höfn í Hornafirði Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

5%

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

6


Höfn í Hornafirði Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

10%

A

5%

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

7


Höfn í Hornafirði Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

16 − 18

6% 4% 2%

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

8


Höfn í Hornafirði Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 28 − 30 26 − 28

10%

24 − 26

5%

V

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

5544 HÖFN Í HORNAFIRÐI

9


Veðurstöð

6310 Kálfhóll

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6310

Kálfhóll

2003

63.963

20.567

52

2008−2017

Kálfhóll − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 −5.0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

−0.7

−0.3

0.3

2.9

6.8

10.2

12.0

10.9

8.0

3.7

0.5

−1.9

hæsti hiti °C

9.4

9.3

11.9

16.0

21.7

21.7

15.0

12.7

10.5

dags hæsta hita 17/2013 9/2013 27/2005 25/2018 9/2006 2/2012 lægsti hiti °C

−19.8

−23.7

−15.8

−14.2

−11.0

−3.5

28.0

27.5

18.4

30/2008

11/2004

3/2006

−1.0

−4.0

−8.8

10/2010 14/2011 11/2009 −16.7

−19.6

dags lægsta hita 19/2008 2/2008 18/2012 14/2008 1/2013 7/2011 24;25/2009 30/2012 24/2005 29/2005 19/2004

−20.2 5/2013

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6310 KÁLFHÓLL

2


Kálfhóll − Meðalúrkoma (2008−2017)

Úrkoma (mm)

150

100

50

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan meðalúrkoma (mm) mesta sólarhringsúrk. (mm)

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

131.0 109.8 116.5

91.5

66.2

47.4

76.5

92.0 162.2 124.4 101.6

95.1

28.3

34.8

28.1

20.7

32.0

35.7

49.5

46.7

42.0

46.8

42.0

35.2

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6310 KÁLFHÓLL

3


Kálfhóll − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

8

7

6

5

4

3

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.2

6.5

6.2

6.0

5.6

4.5

4.3

4.4

5.2

5.2

5.7

6.0

mesti vindur m/s

28.8

31.1

27.7

22.4

18.9

17.4

18.7

21.6

23.8

25.2

27.6

28.3

dags mesta vinds 22/2008 mesta hviða m/s

36.0

8/2011 38.3

des

14/2015 10/2011 19/2018 7/2008 1/2008 29/2008 17/2008 14/2006 30/2014 13/2007 37.7

33.9

27.2

23.2

25.3

28.1

30.8

33.9

36.8

37.7

dags mestu hviðu 22/2008 08/08; 08/11 14/2015 10/2011 19/2018 1/2015 1/2008 29/2008 16/2008 14/2006 30/2014 13/2007

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6310 KÁLFHÓLL

4


Kálfhóll 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87279. Logn: 1.8%

Vindhraði (m/s) 30 − 32

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22

8%

6%

V

4%

18 − 20

2%

16 − 18

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

6−8

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6310 KÁLFHÓLL

5


Kálfhóll Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 18 − 20 16 − 18

6%

14 − 16

4%

12 − 14

2%

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6310 KÁLFHÓLL

6


Kálfhóll Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

5% V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6310 KÁLFHÓLL

7


Kálfhóll Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24

10%

20 − 22

5%

18 − 20

V

16 − 18

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

6−8

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6310 KÁLFHÓLL

8


Kálfhóll Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

8% 6% 4% 2% V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6310 KÁLFHÓLL

9


Kálfhóll Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 30 − 32 28 − 30 26 − 28

V

24 − 26

15% 10% 5%

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6310 KÁLFHÓLL

10


Veðurstöð

6272 Kirkjubæjarklaustur - Stjórnarsandur

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6272

Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur

2004

63.793

18.012

22

2008−2017

Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

0.4

0.7

1.2

3.7

7.1

10.0

11.6

10.9

8.8

5.0

2.0

−0.4

hæsti hiti °C

11.1

14.1

13.6

18.0

21.0

23.0

dags hæsta hita 24/2007 21/2005 29/2012 28/2006 9/2006 2/2016 lægsti hiti °C

−14.7

dags lægsta hita 28/2016

−15.6

−14.7

−11.7

1/2008

22/2006

1/2010

−7.9

−0.3

24.8

22.2

21.5

14.3

10.7

10.1

8/2012

19/2014

1/2017

2/2017

5/2006

14/2005

−0.2

0.4

−4.2

−9.1

−14.4

−16.6

2/2013 6/2015 24/2009 22/2009 25/2005 27/2008 18/2006 21/2010

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

2


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur − Meðalúrkoma (2008−2017) 200

Úrkoma (mm)

150

100

50

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan meðalúrkoma (mm) mesta sólarhringsúrk. (mm)

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

140.2 125.7 111.3 104.8

79.7

68.6

93.1 114.5 193.1 144.6 125.9 129.2

40.0

27.7

42.4

36.9

57.0

44.7

47.9

71.1

62.7

67.1

69.3

46.8

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

3


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

7

6

5

4

3 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

5.4

5.6

5.4

5.6

5.3

4.3

3.8

3.9

4.7

4.8

5.3

5.3

mesti vindur m/s

27.1

29.6

30.2

23.2

21.5

20.4

20.4

21.0

26.7

30.1

30.0

32.7

des

dags mesta vinds 9/2012 4/2016 20/2008 6/2006 13/2012 1/2017 1/2008 29/2008 15/2013 5/2004 2/2012 25/2004 mesta hviða m/s

36.4

37.2

35.7

32.6

31.0

27.2

29.8

30.1

37.7

38.2

42.3

39.6

dags mestu hviðu 9/2012 4/2016 20/2008 7/2006 13/2012 1/2017 1/2008 29/2008 16/2004 5/2004 2/2012 25/2004

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

4


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87374. Logn: 3.5%

Vindhraði (m/s) N

28 − 30 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12

2%

8 − 10

4%

SV

6−8

SA

4−6

6%

2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

5


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

Vindhraði (m/s)

NA

20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

12 − 14

6% 4% 2%

A

10 − 12 8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

SA

0−2

S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

6


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12

2%

8 − 10 6−8

4% SV

SA

4−6

6%

2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

7


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12

2%

8 − 10 6−8

4% SV

SA

4−6

6%

2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

8


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12

2%

8 − 10

4% SV

6−8

SA

6%

4−6 2−4

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

9


Kirkjubæjarklaustur − Stjórnarsandur Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 28 − 30 26 − 28 24 − 26

V

A

22 − 24 20 − 22

5% 10% 15% 20% 25%

SV

18 − 20 16 − 18 14 − 16

SA

S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6272 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR-STJÓRNSANDUR

10


Veðurstöð

6222 Sámsstaðir

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6222

Sámsstaðir

2000

63.735

20.109

90

2008−2017

Sámsstaðir − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5

Hiti (°C)

10.0 7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

1.4

1.5

1.8

3.9

7.3

10.1

12.0

11.3

8.8

5.3

2.5

0.3

hæsti hiti °C

10.6

12.6

15.8

16.7

21.3

22.7

25.5

27.4

20.2

16.6

14.9

14.4

29/2007

9/2006

2/2006

18/2001

−10.6

−6.7

−5.2

−9.3

dags hæsta hita 6/2002 21/2005 20/2005 lægsti hiti °C

−13.2

−15.2

dags lægsta hita 6/2011

2/2008

−12.0

2/2012 30/2008 11/2004 0.0

2.1

0.1

des

14/2011 13/2001 −11.7

26/2001 07/05; 02/06 1;2/2013 7/2001 24/2009 26/2005 24/2005 26/05; 28/08 18/2006

−14.9 5/2013

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6222 SÁMSSTAÐIR

2


Sámsstaðir − Meðalúrkoma (2008−2017)

Úrkoma (mm)

100

50

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalúrkoma (mm)

102.8

97.6

88.5

79.9

48.5

48.2

58.9

69.9 134.1 109.9

91.8

93.9

mesta sólarhringsúrk. (mm)

33.7

41.4

27.3

23.3

20.4

21.9

28.3

20.4

29.3

30.3

37.5

48.6

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6222 SÁMSSTAÐIR

3


Sámsstaðir − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

7

6

5

4

3 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

5.4

5.5

5.3

5.0

4.6

3.6

3.4

3.5

4.5

4.5

4.6

4.9

mesti vindur m/s

29.4

36.1

31.5

22.9

23.4

22.9

18.1

21.8

30.4

31.9

27.4

30.5

des

dags mesta vinds 7/2004 8/2008 17/2005 2/2008 4/2008 18/2001 21/2012 29/2008 16/2004 9/2009 17/2002 13/2013 mesta hviða m/s

39.2

47.2

43.5

35.8

33.1

33.2

27.6

dags mestu hviðu 7/2004 8/2008 17/2005 3/2008 4/2008 18/2001 30/2004

32.1 7/2005

44.4

41.4

42.0

16/2004 9/2009 10/2000

46.1 7/2015

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6222 SÁMSSTAÐIR

4


Sámsstaðir 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 87596. Logn: 3.6%

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32 28 − 30

6%

NV

NA

26 − 28

4%

24 − 26 22 − 24

2%

20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

SA

6−8 4−6

S

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6222 SÁMSSTAÐIR

5


Sámsstaðir Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

Vindhraði (m/s)

NA

20 − 22

4%

18 − 20 16 − 18

2%

14 − 16 12 − 14

V

A

10 − 12 8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

SA

0−2

Vindhraði (m/s)

S

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6222 SÁMSSTAÐIR

6


Sámsstaðir Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

6%

26 − 28 24 − 26

4%

22 − 24

2%

20 − 22 18 − 20

V

16 − 18

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

6−8

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6222 SÁMSSTAÐIR

7


Sámsstaðir Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32

10% NV

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26

5%

22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

SA

6−8 4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6222 SÁMSSTAÐIR

8


Sámsstaðir Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

6%

NV

26 − 28

NA

24 − 26

4%

22 − 24 20 − 22

2%

18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6222 SÁMSSTAÐIR

9


Sámsstaðir Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

20% 15%

Vindhraði (m/s)

NA

32 − 34

10%

30 − 32

5%

28 − 30 26 − 28

V A

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

SV

14 − 16

SA S Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6222 SÁMSSTAÐIR

10


Veðurstöð

6499 Skaftafell

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6499

Skaftafell

1995

64.016

16.967

94

2008−2017

Skaftafell − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

0.9

1.4

2.0

4.1

7.3

9.9

11.2

10.4

8.4

4.8

2.4

0.1

hæsti hiti °C

14.1

12.8

15.7

19.4

22.3

23.8

26.4

29.1

22.3

19.0

16.7

12.5

10/2002

1/2002

14/2011

9/2016

−4.8

−10.5

−14.4

−18.7

dags hæsta hita 24/2007 27/2003 29/2012 3/2007 22/1998 lægsti hiti °C

−17.4

−16.1

dags lægsta hita 18/1998 25/2002

−16.4

−12.2

−6.2

7/1998

1/1999

9/2012

3/1997 −1.4

30/2008 10/2004 0.9

−0.1

des

13/2015 24/2009 29/2010 29/95; 23/03 19/1998 18/2006 22/1995

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6499 SKAFTAFELL

2


Skaftafell − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

5

4

3

2

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

3.6

3.7

3.2

3.2

3.0

2.4

2.2

2.2

2.6

2.9

3.5

3.7

mesti vindur m/s

32.2

29.2

30.9

26.1

20.5

19.0

18.2

20.7

32.3

29.7

31.3

30.5

4/2003

7/2015

44.7

51.8

dags mesta vinds 15/1999 mesta hviða m/s

51.9

4/2016 42.4

17/2005 15/2000 20/2011 17/02; 30/15 31/2011 5/1996 16/2004 19/2004 44.8

39.8

34.1

dags mestu hviðu 16/1999 27/1997 17/2005 14/2013 12/2017

32.5 8/1997

29.9

29.3

50.4

41.5

des

31/2011 5/1996 16/2004 18/2004 14/2006 7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6499 SKAFTAFELL

3


Skaftafell 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 85958. Logn: 11.7%

Vindhraði (m/s) N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14

5%

10 − 12 8 − 10

SV

SA

6−8

10%

4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

10.0 7.5 5.0 2.5 0.0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6499 SKAFTAFELL

4


Skaftafell Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N 15% NV

NA

10%

Vindhraði (m/s) 18 − 20 16 − 18

5%

14 − 16 12 − 14

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

8 6 4 2 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6499 SKAFTAFELL

5


Skaftafell Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

5%

4−6

SV

SA

2−4

10%

0−2

S

Vindhraði (m/s)

10.0 7.5 5.0 2.5 0.0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6499 SKAFTAFELL

6


Skaftafell Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

30 − 32

NV

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12

5%

8 − 10

SV

SA

6−8 4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6499 SKAFTAFELL

7


Skaftafell Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

5%

4−6

SV

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6499 SKAFTAFELL

8


Skaftafell Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 30 − 32 28 − 30 26 − 28

V

A

24 − 26 22 − 24

5% 10% 15% 20% 25% 30% SA

SV

20 − 22 18 − 20 16 − 18

S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6499 SKAFTAFELL

9


Veðurstöð

6176 Skarðsfjöruviti

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6176

Skarðsfjöruviti

1994

63.518

17.979

6

2008−2017

Skarðsfjöruviti − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

1.5

1.8

2.3

4.6

7.5

10.2

11.8

11.5

9.4

5.6

2.5

0.2

hæsti hiti °C

10.6

10.7

13.7

15.3

19.8

22.7

24.3

22.7

20.6

13.9

11.1

11.0

1/2001

7/2003

31/2001

−8.2

−17.1

−17.2

dags hæsta hita 10/2003 21/2005 18/2006 6/2012 27/2012 28/1995 lægsti hiti °C

−17.8

−16.0

−18.4

−12.9

−7.8

0.6

dags lægsta hita

5/2010

2/2004

1/2001

3/1997

2/2013

3/2000

8/2012 2.5

25/2003 11/1996 1.1

−5.5

des

24/2009 21/2004 23/2003 28/2002 28/1999 27/1994

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

2


Meðalvindhraði (m/s)

Skarðsfjöruviti − Meðalvindhraði (2008−2017)

8

6

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

7.4

7.7

7.5

7.3

6.4

6.0

5.4

5.6

6.5

6.8

6.7

7.1

mesti vindur m/s

27.7

27.4

27.5

23.8

25.5

20.9

22.4

24.7

26.5

26.4

25.5

30.4

des

dags mesta vinds 4/2005 22/2015 6/2013 03/08; 10/15 9/2008 18/2001 1/2010 29/2008 16/2004 31/2014 7/1998 7/2015 mesta hviða m/s

37.6

38.9

37.9

dags mestu hviðu 4/2005 22/2015 6/2013

33.8

34.2

29.6

10/2015

9/2008

1/2017

32.1

35.5

37.4

36.5

36.6

45.0

1/2010 29/2008 16/2004 31/2014 7/1998 7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

3


Skarðsfjöruviti 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 85747. Logn: 1%

Vindhraði (m/s) 30 − 32

N

28 − 30 26 − 28

8% NA

NV

24 − 26

6%

22 − 24

4%

20 − 22

2%

18 − 20

V

16 − 18

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

6−8

SA

4−6 2−4

S

0−2

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

4


Skarðsfjöruviti Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

10%

14 − 16

5%

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

5


Skarðsfjöruviti Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV 6%

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22

4%

18 − 20

2%

16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

6


Skarðsfjöruviti Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

16 − 18

A

14 − 16 12 − 14

2%

10 − 12 8 − 10

4%

SV

6−8

SA

4−6

6% S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

7


Skarðsfjöruviti Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

8%

NA

24 − 26 22 − 24

6%

20 − 22

4%

18 − 20

2%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

25 20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

8


Skarðsfjöruviti Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA Vindhraði (m/s) 30 − 32 28 − 30

V

26 − 28

20%15% 10% 5%

24 − 26

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6176 SKARÐSFJÖRUVITI

9


Veðurstöð

6546 Vatnsfell

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6546

Vatnsfell

2004

64.196

19.047

539.5

2008−2017

Vatnsfell − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 10.0 7.5

Hiti (°C)

5.0 2.5 0.0 −2.5 −5.0 −7.5

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður meðalhiti °C hæsti hiti °C dags hæsta hita lægsti hiti °C

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

−3.2

−3.4

−3.1

−1.1

3.0

7.3

9.4

8.4

5.4

1.3

−1.7

−4.2

16.7

20.2

24.1

19.9

13.4

11.5

7.8

8.3

8.5

10.9

25/2010

4/2018

31/2007

28/2006

−19.0

−23.0

−18.6

−14.9

8.7

8.3

9/2006 3/2016 24/2013 16/2012 3;6/2016 19/2007

7/2011

20/2006

−13.0

−15.2

−24.4

−1.9

0.1

−1.2

dags lægsta hita 02/05; 11/15 2/2008 9;10/2011 07/05; 02/10 1/2013 2/2015 24/2009 29/2012

−7.3 25/2005

−13.2

26/2005 19/2017 23/2004

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6546 VATNSFELL

2


Vatnsfell − Meðalúrkoma (2008−2017) 100

Úrkoma (mm)

75

50

25

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalúrkoma (mm)

69.4 67.4 48.9 48.0 29.4 33.1 63.0 65.7 97.0 81.7 64.7 67.3

mesta sólarhringsúrk. (mm)

28.3 53.3 30.4 26.0 21.4 14.8 37.4 28.7 32.5 28.9 31.6 37.2

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6546 VATNSFELL

3


Meðalvindhraði (m/s)

Vatnsfell − Meðalvindhraði (2008−2017)

10

8

6

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

8.9

9.3

8.4

8.2

7.5

6.5

6.7

6.6

7.8

8.1

8.7

8.9

mesti vindur m/s

36.7

41.3

34.7

29.4

26.5

23.3

25.9

37.7

32.1

34.5

38.1

39.7

des

dags mesta vinds 21/2010 11/2011 2/2012 30/2017 15/2015 16/2015 15/2016 31/2014 16/2013 9/2009 5/2017 8/2015 mesta hviða m/s

49.6

51.2

42.4

36.9

32.0

dags mestu hviðu 21/2010 11/2011 2/2012 30/2017 19/2018

28.4 5/2008

33.3

46.8

39.2

45.1

46.8

48.7

21/2012 31/2014 16/2013 9/2009 5/2017 8/2015

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6546 VATNSFELL

4


Vatnsfell 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 86230. Logn: 1.9%

N Vindhraði (m/s) NV 10%

NA

5%

V

A

SV

SA

40 − 42

18 − 20

38 − 40

16 − 18

36 − 38

14 − 16

34 − 36

12 − 14

32 − 34

10 − 12

30 − 32

8 − 10

28 − 30

6−8

26 − 28

4−6

24 − 26

2−4

22 − 24

0−2

20 − 22

Vindhraði (m/s)

S

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6546 VATNSFELL

5


Vatnsfell Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

36 − 38

NV

34 − 36

NA

32 − 34 30 − 32 28 − 30 26 − 28 24 − 26

V

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20

5%

16 − 18 14 − 16

SV

SA

12 − 14 10 − 12

Vindhraði (m/s)

S

8 − 10

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6546 VATNSFELL

6


Vatnsfell

Vindhraði (m/s)

Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

36 − 38 34 − 36

N

32 − 34

NV

30 − 32

NA

28 − 30 26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22

V

A

18 − 20 16 − 18 14 − 16 12 − 14

5%

10 − 12

SV

SA

8 − 10

10%

6−8

S

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6546 VATNSFELL

7


Vatnsfell Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N NV

Vindhraði (m/s)

NA

5%

V

A

SV

SA

40 − 42

18 − 20

38 − 40

16 − 18

36 − 38

14 − 16

34 − 36

12 − 14

32 − 34

10 − 12

30 − 32

8 − 10

28 − 30

6−8

26 − 28

4−6

24 − 26

2−4

22 − 24

0−2

20 − 22

S

Vindhraði (m/s)

30

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6546 VATNSFELL

8


Vatnsfell Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32

NV 10%

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26

5%

22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

SA

6−8 4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6546 VATNSFELL

9


Vatnsfell Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 40 − 42

NV

NA

38 − 40 36 − 38 34 − 36 32 − 34 30 − 32

V

A

28 − 30 26 − 28 24 − 26

5%

22 − 24

10% SV

20 − 22

15%

SA

18 − 20 16 − 18

20%

14 − 16

S Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6546 VATNSFELL

10


Veðurstöð

6045 Vatnsskarðshólar

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6045

Vatnsskarðshólar

2003

63.424

19.183

20

2008−2017

Vatnsskarðshólar − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5

Hiti (°C)

10.0

7.5

5.0

2.5

0.0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

2.5

2.7

2.8

4.5

7.2

9.6

11.4

11.2

9.4

6.2

3.8

1.9

hæsti hiti °C

9.6

13.5

11.5

12.5

17.8

19.2

24.2

24.2

17.9

14.1

11.1

10.3

dags hæsta hita

4/2006

lægsti hiti °C

−13.2

dags lægsta hita 14/2007

21/2005 25/2005 22/2004 8/2006 23/2007 30/2008 11/2004 14/2010 −13.7

−10.9

−9.1

−7.6

0.9

2/2008

30/2009

7/2005

2/2013

3/2011

0.5

−0.5

−5.8

5/2010 −7.6

13/2005 29/2012 24/2005 31/2003

des

07/03; 09/08 22/2006 −12.0

−12.3

18/2004

5/2013

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

2


Meðalvindhraði (m/s)

Vatnsskarðshólar − Meðalvindhraði (2008−2017)

8

6

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

8.3

8.4

8.2

7.7

6.6

6.1

5.3

5.4

6.5

7.3

7.6

7.9

mesti vindur m/s

31.7

31.7

28.7

27.3

25.2

25.1

25.8

26.4

30.2

34.6

30.8

34.0

dags mesta vinds 22/2008 22/2015 mesta hviða m/s

46.1

47.7

6/2013 45.0

des

17/2005 12/2017 26/2004 1/2010 29/2008 16/2004 18/2004 29/2007 7/2015 36.6

42.7

dags mestu hviðu 12/2014 25/2017 22/2010 17/2018 11/2017

36.9 1/2017

38.6

35.0

46.5

44.0

1/2010 29/2008 16/2004 18/2004

41.3

47.9

4/2003

7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

3


Vatnsskarðshólar 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 85957. Logn: 2.5%

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14

5%

10 − 12

10%

8 − 10

SV

SA

6−8

15%

4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

4


Vatnsskarðshólar Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24

5%

20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

5


Vatnsskarðshólar Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12

5%

8 − 10

10%

6−8

SV

SA

4−6

15%

2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

6


Vatnsskarðshólar Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32

NV

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16

5%

12 − 14

10%

10 − 12 8 − 10

15%

SV

SA

6−8

20%

4−6

S

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

30

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

7


Vatnsskarðshólar Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

15% NV

26 − 28

NA

24 − 26

10%

22 − 24

5%

20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

20

10

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

8


Vatnsskarðshólar Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 32 − 34 30 − 32 28 − 30 26 − 28

V

A

24 − 26 22 − 24

SV

5% 10% 15% 20% 25%

20 − 22 18 − 20 16 − 18

SA

14 − 16

S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6045 VATNSSKARÐSHÓLAR

9


Veðurstöð

6015 Vestmannaeyjabær

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6015

Vestmannaeyjabær

2002

63.436

20.276

40.4

2008−2017

Vestmannaeyjabær − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5

Hiti (°C)

10.0

7.5

5.0

2.5

0.0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalhiti °C

3.1

3.0

3.1

4.6

7.2

9.7

11.5

11.4

9.4

6.4

3.9

2.3

hæsti hiti °C

10.0

10.1

10.3

11.9

17.1

18.5

23.6

22.5

17.4

13.4

11.0

10.7

16/2015

5/2010

4/2006

22/2006

−0.4

−5.4

−7.9

dags hæsta hita 4/2013 lægsti hiti °C

−10.6

21/2005 −10.2

20/2005 19;29/2005 9/2006 23/2007 30/2008 10/2004 −7.2

dags lægsta hita 6/2011 1;2/2008 13/2005

−7.5

−4.1

2.2

7/2005

1/2013

3/2015

5.4

4.3

24/2009 29/2012 24;29/2005 26/2005 18/2006

des

−9.8 9/2011

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

2


Vestmannaeyjabær − Meðalúrkoma (2008−2017)

Úrkoma (mm)

150

100

50

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan meðalúrkoma (mm) mesta sólarhringsúrk. (mm)

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

157.2 135.6 110.1

98.8

52.6

42.8

85.2

97.2 143.6 141.1 124.2 133.3

40.8

31.8

33.4

22.3

66.2

44.7

32.1

34.0

49.3

85.6

52.5

50.6

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

3


Vestmannaeyjabær − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

7

6

5

4

3 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

5.8

5.7

5.6

5.4

4.9

4.3

3.9

4.0

4.7

5.1

5.0

5.4

mesti vindur m/s

27.3

25.2

26.2

22.2

20.9

18.9

19.1

21.3

24.4

28.0

23.8

26.2

dags mesta vinds 21/2010 mesta hviða m/s

43.3

8/2011 41.3

dags mestu hviðu 22/2008 11/2011

14/2009 02/08; 01/16 17/2007 7/2008 21/2012 29/2008 16/2004 9/2009 1/2007 41.6

36.6

34.4

6/2013

22/2009

9/2008

29.7

31.8

33.5

41.5

45.8

38.8

des

7/2015 40.5

7/2008 21/2012 31/2014 10/2012 9/2009 2/2012 13/07; 07/15

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

4


Vestmannaeyjabær 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 86311. Logn: 3.6%

Vindhraði (m/s) N

28 − 30 26 − 28

NV

NA

15%

24 − 26 22 − 24

10%

20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

5


Vestmannaeyjabær Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

Vindhraði (m/s)

NA 15%

18 − 20 16 − 18

10%

14 − 16

5%

12 − 14

V

10 − 12

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4

SV

0−2

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

6


Vestmannaeyjabær Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24

15% 10%

20 − 22 18 − 20

5%

16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

SA

4−6 2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

7


Vestmannaeyjabær Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

15%

24 − 26 22 − 24

10%

20 − 22

5%

18 − 20 16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

8


Vestmannaeyjabær Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24

15%

20 − 22

10%

18 − 20

5%

16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

9


Vestmannaeyjabær Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

NV

N 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10%

NA Vindhraði (m/s) 28 − 30 26 − 28 24 − 26

V

A

22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018

Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6015 VESTMANNAEYJABÆR

10


Veðurstöð

6208 Þykkvibær

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6208

Þykkvibær

1996

63.748

20.618

10

2008−2017

Þykkvibær − Mánaðarmeðalhiti (2008−2017) 12.5 10.0

Hiti (°C)

7.5 5.0 2.5 0.0 −2.5 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður meðalhiti °C hæsti hiti °C

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

0.3

0.6

1.3

3.5

6.9

10.0

11.7

10.9

8.5

4.4

1.4

−1.0

9.9

12.3

15.9

19.2

24.0

26.7

26.4

12.2

11.1

9.8

dags hæsta hita

6/2002

lægsti hiti °C

−17.5

dags lægsta hita 19/08; 04/12

17/2003 20/2005 29/2007 20/2017 30/1999 30/2008 11/2004 −20.3

−16.5

−12.7

−10.2

−4.4

2/2008

1/1998

2/2010

2/2013

7/2011

−1.7

−2.9

18.7

15.7

2/2006

1/2002

−9.2

−15.2

14/2011 13/2001 −16.3

−18.6

25/2009 18/2007 24/2005 29/2005 19/2004 22/2010

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6208 ÞYKKVIBÆR

2


Þykkvibær − Meðalúrkoma (2008−2017)

Úrkoma (mm)

100

50

0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður

meðalúrkoma (mm) mesta sólarhringsúrk. (mm)

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

121.5

89.9

96.8

82.5

62.4

47.2

62.6

74.2

sep

okt

130.6 111.8

nóv

des

94.4

101.2

31.00 30.00 44.12 36.30 37.80 26.20 25.80 33.40 31.30 46.20 33.50 45.50

Mynd 2: Árstíðarsveifla úrkomu (mm) á 10 ára tímabilinu 2008-2017. Í töflunni má finna mánaðarmeðaltal hvers almanaksmánaðar ásamt mestu úrkomu sem fallið hefur á einum sólarhring.

6208 ÞYKKVIBÆR

3


Þykkvibær − Meðalvindhraði (2008−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

8

7

6

5

4 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.4

6.7

6.5

6.1

5.8

4.8

4.6

4.5

5.6

5.3

5.9

6.3

mesti vindur m/s

23.5

26.0

35.2

23.7

20.0

18.6

16.8

16.3

25.8

27.1

28.9

24.5

dags mesta vinds 27/2008 mesta hviða m/s

32.9

1/1999 38.6

des

13/2000 10/2011 20/2018 4/1997 3/2008 29/08; 30/13 1/2002 6/1996 30/2014 13/2007 43.8

33.9

26.4

27.1

23.9

dags mestu hviðu 10/2012 13/2011 13/2000 10/2011 20/2018 8/1997 3/2008

25.5 29/2008

34.8

36.4

36.1

1/2002 6/1996 30/2014

35.3 7/2015

Mynd 3: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2008— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6208 ÞYKKVIBÆR

4


Þykkvibær 01. jan 2008 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 86204. Logn: 1.2%

Vindhraði (m/s)

N

26 − 28

NV

24 − 26

NA

22 − 24

6%

20 − 22

4%

18 − 20

2%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6208 ÞYKKVIBÆR

5


Þykkvibær Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 16 − 18 14 − 16

4%

12 − 14

2%

10 − 12

V

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4 0−2

SV

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6208 ÞYKKVIBÆR

6


Þykkvibær Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24 20 − 22 18 − 20

6% 4%

16 − 18

2%

14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6208 ÞYKKVIBÆR

7


Þykkvibær Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

22 − 24

10%

20 − 22 18 − 20

5%

16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

Vindhraði (m/s)

S

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6208 ÞYKKVIBÆR

8


Þykkvibær Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N

Vindhraði (m/s) 26 − 28

NV

NA

24 − 26 22 − 24

6%

20 − 22

4%

18 − 20

2%

16 − 18

V

14 − 16

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8

SV

4−6

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2008 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6208 ÞYKKVIBÆR

9


Þykkvibær Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N 10% NV

NA 5%

Vindhraði (m/s) 26 − 28 24 − 26 22 − 24

V

A

20 − 22 18 − 20 16 − 18 14 − 16

SV

SA S Veðurstofa Íslands 03. ágú 2018

Mynd 9: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2008-2017.

6208 ÞYKKVIBÆR

10


Veðurstöð

6134 Önundarhorn

Upplýsingar um veðurfar


stöð

nafn

upphaf

breidd

lengd

hæð(m)

tímabil

6134

Önundarhorn

2010

63.524

19.636

12

2011−2017

Önundarhorn − Mánaðarmeðalhiti (2011−2017) 12.5

Hiti (°C)

10.0 7.5 5.0 2.5 0.0 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

meðalhiti °C

2.5

3.0

3.2

4.5

7.2

9.9

11.5

11.2

9.1

6.2

3.7

1.3

hæsti hiti °C

10.5

11.2

11.1

15.2

19.9

18.1

22.2

20.2

18.4

14.6

14.2

8.9

3/2012

13/2017

4/2012

0.5

−2.0

−4.9

dags hæsta hita 22/2016 lægsti hiti °C

−12.1

17/2013 −13.3

dags lægsta hita 30/2016 2;3/2015

23/12; 31/17 24/2016 11/2016 2/2012 29/2014 −12.2

−9.9

−5.7

0.2

1.3

30/2015

1/2015

1/2013

3/2015

2/2013

14/2011 31/13; 30/15 −12.1

29/2012 29/2012 13/2014 29/2015

−11.5 17/2011

Mynd 1: Árstíðarsveifla hita (°C). Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2011—2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig hæsti og lægsti hiti hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6134 ÖNUNDARHORN

2


Önundarhorn − Meðalvindhraði (2011−2017)

Meðalvindhraði (m/s)

7

6

5

4

3 1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Mánuður jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

meðalvindhr. m/s

6.2

5.8

6.0

5.4

4.9

4.2

3.5

3.6

4.1

4.6

5.6

5.7

mesti vindur m/s

26.8

31.7

25.8

22.7

20.0

17.4

15.5

19.4

22.3

24.0

30.4

34.3

des

dags mesta vinds 12/2014 22/2015 6/2013 28/2013 10/2017 1/2017 5/2014 16/2014 15/2013 31/2014 2/2012 7/2015 mesta hviða m/s

40.4

46.1

42.1

35.0

33.8

30.8

24.9

29.0

42.4

32.8

44.4

52.5

dags mestu hviðu 12/2014 22/2015 6/2013 27/2015 13/2012 1/2017 5/2014 31/2014 15/2013 31/2014 2/2012 7/2015

Mynd 2: Meðalvindhraði (m/s) hvers almanaksmánaðar. Kassaritin byggja á mánaðarmeðaltölum frá 2011— 2017. Þverstrik hvers kassa sýnir miðgildið en innan kassans eru 50% af gildunum (25%—75%). Lóðréttu línurnar sína útgildi sem ekki eru fjær kassanum en sem nemur 150% af stærð hans. Punktarnir eru útgildi sem falla utan þeirra marka. Bláa línan sýnir 10 ára meðaltal hvers almanaksmánaðar, gildin má finna í töflu. Í töflunni er einnig mesti vindhraði og mesta hviða hvers mánaðar, ásamt dagsetningu. Útgildin eru fundin fyrir allt tímabil mælinga á stöðinni.

6134 ÖNUNDARHORN

3


Önundarhorn 29. apr 2010 − 31. des 2017 Fjöldi athugana: 57754. Logn: 3%

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32 28 − 30

NV

NA

26 − 28 24 − 26

5%

22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

SV

SA

6−8 4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 3: Vindrós (%) fyrir tímabilið 2010 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6134 ÖNUNDARHORN

4


Önundarhorn Sumarmánuðir (JJA) 2008 − 2017

N NV

8%

NA

Vindhraði (m/s)

6%

16 − 18

4%

14 − 16

2%

12 − 14 10 − 12

V

A

8 − 10 6−8 4−6 2−4 0−2

SV

SA S

Vindhraði (m/s)

15

10

5

0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 4: Vindrós (%) fyrir sumarmánuðina, júní - ágúst, tímabilið 2010 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6134 ÖNUNDARHORN

5


Önundarhorn Haustmánuðir (SON) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s)

N

28 − 30

NV

26 − 28

NA

24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20 16 − 18

V

A

14 − 16 12 − 14 10 − 12 8 − 10

5%

6−8

SV

SA

4−6

10%

2−4

Vindhraði (m/s)

S

0−2

15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 5: Vindrós (%) fyrir haustmánuðina, september - nóvember, tímabilið 2010 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6134 ÖNUNDARHORN

6


Önundarhorn Vetrarmánuðir (DJF) 2008 − 2017

Vindhraði (m/s) 32 − 34

N

30 − 32

NV

28 − 30

NA

26 − 28 24 − 26 22 − 24 20 − 22 18 − 20

V

A

16 − 18 14 − 16 12 − 14 10 − 12

5%

8 − 10

SV

SA

6−8

10%

4−6

S

2−4

Vindhraði (m/s)

0−2

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 6: Vindrós (%) fyrir vetrarmánuðina, desember - febrúar, tímabilið 2010 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6134 ÖNUNDARHORN

7


Önundarhorn Vormánuðir (MAM) 2008 − 2017

N Vindhraði (m/s) NV

24 − 26

NA

8%

22 − 24

6%

20 − 22

4%

18 − 20

2%

16 − 18 14 − 16

V

A

12 − 14 10 − 12 8 − 10 6−8 4−6

SV

SA

2−4 0−2

S

Vindhraði (m/s)

20 15 10 5 0

N

NA

A

SA

S

SV

V

NV

Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 7: Vindrós (%) fyrir vormánuðina, mars - maí, tímabilið 2010 – 2017. Meðalvindhraði vindátta er sýndur í kassariti.

6134 ÖNUNDARHORN

8


Önundarhorn Vindhraði > 15 m/s 2008 − 2017

N NV

NA

Vindhraði (m/s) 32 − 34 30 − 32 28 − 30 26 − 28

V

A

24 − 26 22 − 24 20 − 22

5%

18 − 20

10%

16 − 18

15% SV

SA

20%

14 − 16

S Veðurstofa Íslands 13. ágú 2018 Mynd 8: Vindrós (%) þegar vindhraði er meiri en 15 m/s, tímabilið 2010-2017.

6134 ÖNUNDARHORN

9


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.