Lingo baeklingur 2016

Page 1

Hรกskรณlanรกm erlendis รก sviรฐi skapandi greina


Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


ual:

university of the arts london

University of The Arts London

Further

Camberwell College of Arts

Education

Higher Education BA (Hons) BSc (Hons)

er einn af fimm stærstu fagháskólum í Evrópu og er byggður upp af sex heimsþekktum lista- og hönnunarskólum í London. Skólarnir bjóða mikið úrval námsleiða á sviðum hönnunar, miðlunar, markaðsfræða, lista, sjónlista, sviðslista og tísku. Þrátt fyrir stærð og fjölbreytni hefur UAL tekist að viðhalda skólaumhverfi sem er afar hvetjandi og einstaklingsmiðað. býður nám á nám á sviði lista, hönnunar og forvörslu. Hjá CCA er lögð áhersla á að nemar þrói sjálfstæða hugsun og hugmyndir gegnum samræðu við kennara skólans, sem hafa mikla reynslu og tengsl innan skapandi greina. Camberwell býður einnig einstaka aðstöðu og studíómenningu, þar sem nemar hafa frelsi og stuðning til að kanna lendur listanna.

Central Saint Martins College of Art And Design

er einn af leiðandi lista og hönnunarskólum á heimsvísu. Orðspor skólans byggir á þeim árangri, sem útskrifaðir nemar hafa náð á ferli sínum, en ekki síður hinum mikla drifkrafti sem býr í starfsfólki og nemendum skólans. Nýtt húsnæði skólans var valið „menntabygging ársins 2012“. Hjá CSM er lögð áhersla á að samþætta hinar óliku skapandi greinar, bæði í rannsóknum og tækni.

Chelsea College of Art and Design

er einn virtasti lista- og hönnunarskóli Lundúna. Öll aðstaða hjá skólanum er eins og best gerist og andrúmið hvetur nema til að kanna hugmyndir og brjóta nýjar leiðir í listsköpun. Í náminu er lögð áhersla á praktíska nálgun meðfram þeirri fræðilegu, en ekki síst er fagmennska drifkraftur í allri nálgun. Chelsea er vel staðsettur miðsvæðis í London, skammt frá Tate Listasafninu.

London College of Communication Postgraduate MA Pg Dip. Pg Cert.

er leiðandi skóli á heimsvísu í hönnunar- og fjölmiðlunarnámi. LCC vinnur stöðugt að þróun nýrrar þekkingar í heimi sem er í hraðri þróun. Nýsköpun og markmið um að standa í fremstu röð gerir nema skólans tilbúna til að hefja feril sinn að námi loknu. Sem nemi hjá LCC færðu tækifæri til að vinna við raunverulegar kringumstæður og þróa hæfileika þína við góðar tæknilegar aðstæður.

London College of Fashion

er talinn einn fremsti skóli á sínu sviði í Evrópu. LCF býr að ríkri hefð, en um leið sveigjanleika og aðlögun að nýjungum í tízkuheiminum. Nám við skólann beinist first og fremst að þróun hugmynda og hagnýtingu þeirra. „Tízka til Framtiðar“ er hugsun sem er í hávegum höfð hjá LCF, sem og náin tengsl við hinn alþjóðlega tízkuheim.

Wimbledon College of Arts

Hjá WCA er lögð áhersla á að raungera hugmyndir gegnum praktíska reynslu. Nemar fá góðan stuðning og þjálfun til að ná árangri á sviðum búninga- og sviðshönnunar sem og listnámi. Hjá Wimbledon er í boði góð aðstaða og námið byggist mikið á samstarfi nema, gegnum verkefni, fyrirlestra og vinnustofur. Wimbledon er í góðri tengingu við stóborgina, en í nálægð við náttúruna. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRAM Á HAUST Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.



Arts University Bournemouth

AUB var stofnaður árið 1885 og er í dag leiðandi fagháskóli á sínu sviði. Skólinn býður fyrsta flokks menntun á sviði skapandi greina í hönnun, listum miðlun og sviðslistum. Áhersla er lögð á vingjarnlegt viðmót og kennarar leggja sig fram um að sinna nemendum vel, sem og að hvetja þá stöðugt til rannsókna og tilrauna í því skyni að efla þekkingu sína og víkka út viðteknar hefðir.

Arts Graphics Architecture Film Photography Fashion Performance

Hvers vegna þú ættir að velja AUB

AUB hefur gegnum tíðina fengið fjölda viðurkenninga fyrir að vera í fremstu röð skóla á sínu sviði á Bretlandseyjum og hefur gott orðspor fyrir menntun nema til starfa á sviði skapandi greina. Nemum skólans gengur yfirleitt vel að fá störf að námi loknu.

Við erum lítið samfélag

sem byggist á samvinnu og húsnæðið er sérhannað utan um starfsemina. Kennslan er einstaklingsmiðuð og fáir nemar um hvern kennara. Að auki erum við virk í að hvetja nema okkar til að leggja fram hugmyndir um breytingar og nýjungar.

Við erum vel tengd

Góð tengsl skólans við atvinnulífið er ein af hornsteinum stefnu AUB. Fyrrum nemar sem náð hafa árangri koma reglulega inn sem stundakennarar og staða okkar sem hugmyndahúss dregur að lykilmenn úr viðskiptalífinu.

Við erum fagfólk og góð í því sem við gerum

The Quality Assurance Agency (QAA) sem fylgist með starfseminni, gaf skólanum hæstu einkunn við síðustu skoðun, fyrir akademíska stöðu sína og góð vinnubrögð.

BA Hons nám í boði

Acting • Animation Production • Architecture (ARB / RIBA / Part 1) • Commercial Photography • Costume & Performance Design • Creative Events Management • Creative Writing • Dance • Drawing • Fashion • Fashion Communications & Marketing • Film Production • Fine Art • Graphic Design • Interior Architecture & Design • Illustration • Make-Up for Media & Performance • Modelmaking • Photography • Textiles • Visual Communication • Visual Effects Design & Production.

Masternám í boði

Arts & Education • Master of Architecture (ARB / RIBS Part 2) • Animation Production • Commercial Photography • Film Production • Fine Art • Graphic Design • Illustration.

Sumarnámskeið (þrjár vikur í júlí og ágúst) AUB býður einnig sumarnámskeið af ýmsu tagi á sviði hönnunar, sviðslista sjónlista og tísku. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRAM Á HAUST Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.


Tvíburaborgirnar Bournemouth og Pool eru á Suður-Englandi, tveggja stunda ferð frá London. Þúsundir nema stunda þar nám árlega, enda er mikill fjöldi menntastofnana á svæðinu. Bournemouth/Pool er einnig einn vinsælasti ferðamannastastaðurinn á suðurstönd Englands. Nemendaverkefni Alexander Seaman; One of 160.000 the biggest problems in placing objects Íbúafjöldi er um sem gerir borgina áhugverða, en um synthetic leið er hún laus við ýmiss vandamál stórborganna. into real sceenes depends on the lightning cast upon them. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


Bournemouth University Foundation Top-up Bachelor Master Short Courses

Bournemouth University er meðal þekktari háskóla á Bretlandseyjum fyrir kennslu, frumkvöðlastarf, fagmennsku og rannsóknir. Skólinn var stofnaður um 1970 sem tækni- og verkmenntaháskóli (Bournemouth Polytechnic), en var vígður í núverandi form árið 1992. Frá upphafi hefur BU getið sér gott orð fyrir þá starfstengdu menntun sem hann veitir og ekki síður fyrir rannsóknir og þróun. Nú stunda um 18.000 nemar nám við skólann og vegna góðra tengsla BU við atvinnulífið gengur þeim yfirleitt vel að finna sér vinnu að námi loknu.

Skólinn skiptist í fjögur fræðasvið.

The Faculty of Health & Social Sciences (Heilbrigðisvísindasvið) Markmið okkar er að bæta líf fólks með góðri menntun, þróun aðferðafræði og rannsóknum. Allt okkar starf miðar að því að snerta líf fólks beint eða óbeint. Námsleiðir: Nursing & Clinical Sciences • Human Sciences & Public Health • Social Sciences & Social Work • Public Health • Nutrition and Behaviour • Adult Nursing • Children & Young People’s Nursing • Mental Health Nursing. The faculty of Management (Viðskipta-, hag- og markaðsfræðisvið) Bournemouth Business School býður nám í stjórnun, ráðgjöf og rannsóknum í fjármálafræðum, lögfræði og stjórnununarfræðum. Kennarar og leiðbeinendur koma víða að úr heiminum sem skapar dínamískt umhverfi og fjölbreytileika. Deildir: Department of Events & Leisure • Department of Sport & Physical Activity • Department of Tourism & Hospitality.

Faculty of Media & Communication (Fjölmiðlunar og samskiptasvið) Fjölmiðlaskólinn innan Bournemouth University er alþjóðlega viðurkenndur fyrir rannsóknir og kennsluaðferðir sínar. Skólinn er vottaður “National Centre for Computer Animation (NCCA)“. Deildir: Media Production • Corporate & Marketing Communications • Law • National Center for Computer Animation • School of Journalism, English & Communication.

Faculty of Science & Technology (Vísinda og tæknisvið) Þetta svið býður kennslu á sviðum vísinda og tækni og útskrifar fagmenn sem sóst er eftir til starfa. Nemar hafa aðgang að fyrsta flokks aðstöðu, hjá leiðbeinendum og kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og fá að auki tækifæri til starfsþjálfunar. Sviðið er vel búið með rannsóknarstofur og aðstöðu eins og best gerist. Námsleiðir: Archaeology, Anthropology & Forensic Science • Computing & Informatics • Creative Technology [ Games Programming, Games Technology, Music & Audio Technology, Music & Sound Production Technology ] • Design & Engineering • Life & Environmental Sciences • Psychology. BU er “Center of Excellence” á sviði margmiðlunar og kvikmyndagerðar (CEMP). OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRAM Á HAUST Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.


Back stage in our Paul McCartney Auditorium, you can see some of the integrated roles needed to make a performance happen.


The Liverpool Institute for Performing Arts Foundation Bachelor

LIPA skólinn tók til starfa árið 1996 með það leiðarljós; að móta nýja nálgun í þjálfun fólks til starfa við sviðslistir. Skólinn var stofnaður af Mark Featherstone-Witty rektor skólans og Sir Paul McCartney tónlistarmanni. LIPA menntar og þjálfar fólk til starfa við sviðslistir, bæði þá sem koma fram og ekki síður hina sem gera viðburði mögulega. Þetta er einstök blanda menntunar sérfræði og almennra hæfileika. Skólinn er í dag viðurkennd menntastofnun innan breska menntakerfisins.

Eftirtalið nám er í boði:

Undergraduate Courses (BA Honors): Acting • Community Drama • Dance • Music • Music, Theatre and Entertainment Management • Sound Technology •Theatre and Performance Design • Theatre and Performance Technology. Foundation Certificates (One year): Acting & Musical Theatre • Commercial Dance • Popular Music & Sound Technology.

Patrons og leiðbeinendur

Um 120 leiðbeinendur starfa hjá LIPA og hafa allir langa reynslu af störfum við sviðslistir, bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Lykilorð í starfseminni er samvinna og þannig tvinnast saman hinar átta námsbrautir sem eru í boði, því sérhver sviðsetning þarf að hafa ljósamann, hljóðmann, hönnuð og kynningaraðila, auk þeirra sem koma fram (leikarar, dansarar eða tónlistarmenn). “I know a fair amount about working in music and there’s much more to it than writing and performing. There are many jobs that need to be done to bring any creation to people – design, production, management and marketing are just some of them. We know there are many forms of success. Supporting performance, there is a breadth of employment, which generally isn’t recognised. When we worked on our approach, we wanted to bring a variety of skills together – which is what we have done”. Paul McCartney

Aðstaða

LIPA er í Liverpool á vesturstönd Englands í gamalli virðulegri byggingu sem var endurnýjuð sérstaklega og sniðin að starfsemi skólans. Þar er 400 manna leikhús, upptökustúdíó, tækniTHE PROGRAMMES rými og allt annað sem til þarf fyrir starfsemina. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL LOKA MAÍ Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.


Back stage in our Paul McCartney Auditorium, you can see some of the integrated roles needed to make a performance happen.


Bristish & Irish Modern Music Institute Leið þín inn í tónlistariðnaðinn Diploma

BIMM er leiðandi skóli á sviði hryntónlistar á Bretlandseyjum með aðsetur í fimm borgum þar sem tónlist skiptir máli; London, Brighton, Manchester, Bristol og Dublin. BIMM rekur einnig skóla í Berlín í Þýskalandi. Skólinn býður nám á háskólastigi sem er vottað af University of Sussex, Bath Spa University, University of West London and Dublin Institute of Technology.

Bachelor

Professional Musicianship • Popular Music Performance • Creative Musicianship • Songwriting • Event Management • Music Business • Music Production • Music Journalism.

Þriggja ára BA nám

Eins árs Diploma nám.

Artist Development Diploma • Popular Music Performance • Songwriting • Live Sound and Tour Management • Music Business • Music Production. Kennarar hjá BIMM eru starfandi tónlistarmenn sem hafa unnið með fjölmörgum heimsþekktum listamönnum. Meðal þeirra eru Jimmy Docherty: Stereophonics • Jennifer John: Damon Albarn, Brian Eno • Sarah Jay Hawley: Massive Attack • Liam Walsh: Oasis, The Killers, Björk • Becky Jones: Groove Armada.

Starfsþjálfun - Tenging við atvinnulífið

Til að komast áfram í tónlistargeiranum getur skipt jafn miklu hvern þú þekkir ein og hvað þú kannt. Þess vegna notar skólinn víðtæk tengsl sín til að koma nemum í raunverulega þjálfun t.d. hjá útgáfufyrirtækjum og viðburðaskipuleggjendum. Hjá BIMM er áhersla á að opna nemum skólans leið inn í tónlistargeirann með markvissri starfsþjálfun sem starfsfólk skólans fylgist með og tryggir að sé við hæfi.

Hvað er starfsmiðað nám?

Sum námskeiðin hjá BIMM byggjast á starfsþjálfun við raunverulegar aðstæður, til dæmis nám í tónlistarviðskiptum og viðburðastjórnun. Námið miðar að því að auka atvinnumöguleika nema í atvinnugrein sem einkennist af mikilli samkeppni, þjálfa stjórnunar- og samskiptahæfileika, æfa hópvinnu og tölvuleikni.

Aðstoð við að koma þér á framfæri.

Við vitum að það er mikil samkeppni í tónlistarbransanum. Þess vegna býður BIMM ráðgjöf og stuðning við að búa til tengsl með starfsnámi og starfsþjálfun og ekki síður aðstoð við ferliskrá og atvinnuleit. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN. UMSÓKNARFRESTUR

On-time: 15. janúar Late: 30. júní Gott að muna; Fyrstur kemur fyrstur fær


Stiklur úr sögu skólans: Mackintosh Building: Voted ‘Best British Building’ of the past 175 years, attracting 26,000 annual visitors Hot 50 Design Week lists the GSA in its ‘Hot 50’ – leaders in design education in the UK Degrees accredited by the University of Glasgow, a World Top 100 University (Times Higher Education World University Rankings 2009) Founded in 1845 as The Government School of Design and one of the few remaining independent art schools in the UK TOP 5: Mackintosh School of Architecture is consistently ranked as the top architecture school in Scotland and top five in UK by Architects’ Journal


The Glasgow School of Art

var stofnaður árið 1845 og því einn af elstu sjálfstætt starfandi listaskólum á Bretlandseyjum. GSA er lítill skóli með skarpan fókus á listir og hönnun og rannsóknir því tengdar. Skólinn hýsir um 1.900 nemendur og 400 kennara. Gildi skólans miða að því að byggja upp framsækið og hugmyndaríkt fólk á sviði skapandi greina. Í grunnháskólanámi er í boði 10 námsleiðir í listum, hönnun, starfrænni miðlun og í arkitektúr hjá hinni heimsþekktu deild ”Mackintosh School of Architecture” og í framhaldsnámi 20 námsleiðir, enda er GSA einn stærsti aðilinn á þessu sviði á Bretlandseyjum. Meistaranámið er alþjóðlega viðurkennt og fjölmargar námsleiðir í boði á ýmsum sviðum hönnunar og lista. Árið 2008 tók skólinn þátt í gæðamati hönnunarskóla á Bretlandseyjum og var þar í öðru sæti á eftir University of The Arts London, sem er einnig einn af viðurkenndustu hönnunarskólum Evrópu. 70% kennara sinna rannsóknum sem eru háðar alþjóðlegu mati og 50% rannsókna hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu.

Foundation Bachelor Master Pg Cert

Grunnháskólanám:

Architecture (BArch) • Architecture (DipArch) • Communication Design • Engineering with Architecture • Fashion Design • Fine Art Photography • Interaction Design • Interior Design • Painting & Printmaking • Product Design • Product Design Engineering • Sculpture & Environmental Art • Silversmithing & Jewellery • Textile Design.

Mastersnám:

Architecture (DipArch) • Architecture by Conversion • Architectural Studies • Communication Design • Curatorial Practice • Design Innovation & Citizenship • Design Innovation & Collaborative Creativity • Design Innovation & Environmental Design • Design Innovation & Interaction Design • Design Innovation & Service Design • Design Innovation & Transformation Design • Environmental Architecture • Fashion+Textiles • Fine Art Practice (MLitt) • Graphics Illustration Photography • Interior Design • International Heritage Visualisation • International Management & Design Innovation • Master of Fine Art • Master of Research in Creative Practices • Medical Visualisation & Human Anatomy • PG Cert Learning & Teaching • Product Design Engineering • Serious Games and Virtual Reality • Sound for the Moving Image

Glasgow

Glasgow School of Art er með aðsetur miðsvæðis í Glasgow, stærstu borg Skotlands, sem er lífleg heimsborg með 650.000 íbúa, gjarna nefnd „borg tónlistarinnar“ og er af mörgum talin ein af fremstu menningarborgum Evrópu. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN. UMSÓKNARFRESTUR

til loka júlí 2017. Muna samt;

FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.



Istituto Europeo di Design (IED)

er alþjóðlegur fagháskóli sem hefur í 50 ár verið í fremstu röð Evrópskra hönnunarskóla og býður nám sem er sniðið að þeim sem lokið hafa grunnnámi á lista- og hönnunarsviði, eða í viðskiptum. IED býður hagnýtt nám sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Nemendur læra iðnina hjá fólki sem er í fremstu röð á sínu sviði og er samstarfi við heimsþekkt fyrirtæki.

Ítalía Mílanó Feneyjar Flórens Róm Tórinó

Bachelor / Diploma nám á ensku (3-4 ár)

Design School: Interior Design (Innanhússhönnun) • Transportation Design (Samgönguhönnun) • Product Design (Vöruhönnun). Fashion School: Jewellery Design (Skartgripahönnun) • Fashion Design (Fatahönnun) • Fashion Stylist (Tískustílisti) • Fashion Marketing & Communication (Tískumarkaðsfræði). Visual Communications: Photography (Ljósmyndun) • Graphic Design (Grafísk hönnun) • Interactive Media (Stafræn hönnun) • Creative Advertising & Branding (Vörumerkjastjórnun) • Motion Graphic & Video. Management Communication & Event Design (Viðburðastjórnun) • Business Design (Viðskiptahönnun) • Arts Management (Listræn stjórnun).

Eins árs Mastersnám á ensku

Spánn Madrid Barselóna

Masternámið miðar að þjálfun fólks til að gera það hæfari starfsmenn á sínu sviði og er unnið í nánu samstarfi við fjölmörg ítölsk / spænsk og alþjóðleg fyrirtæki sem öll eru þekkt hvert á sínu sviði. Mastersnámið er hugsað fyrir nema sem hafa lokið grunnháskólanámi og hyggja á frekari menntun sem og sérfræðinga með starfsreynslu, sem vilja bæta þekkingu sína. Leiðir í boði: Fashion Design • Fashion Marketing • Fashion Communication & Styling • Fashion Business • Fashion Management • Jewelry Design • Luxury Marketing Management • Interior Design • Smart Buildings & Sustanable Design • Interior Design for Luxury Living • Product Design • Graphic Design • Animation Design • Media and Entertainment Management • Brand Management and Communication • Brand Design & Management (Food, wine and Tourism) • Design Mangement • Arts Management • Strategic Design Labs • Fine Art Photography • Professional Photograpy • Business for Arts and Culture • Transportation Design Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.

UMSÓKNARFRESTUR

til loka ágúst. Muna samt;

FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.



Florence Unversity of the Arts

Starfstengt diplomanám “Career Programs”

býður eins og tveggja ára starfsmenntabrautir fyrir nema sem vilja þróa nýja hæfileika og bæta þekkingu sína, um leið og þeir byggja upp faglega reynslu í alþjóðlegu umhverfi. Kennslan og innihald námsins njóta styrkleika rannsókna og þekkingar starfandi fagmanna, í hinu skapandi umhverfi Flórensborgar sem er einn stærsti áfangastaður ferðamanna í heiminum. Menning Flórensborgar er þannig nýtt til að búa til reynsluheim sem er engum öðrum líkur. Fimm skólar sem starfa undir hatti Florence University of the Arts bjóða starfstengt nám. APICIUS (International School of Hospitality) er fyrsti alþjóðlegi skólinn á Ítalíu, í veitinga-, móttöku- og viðburðastjórnun. Apicius var stofnaður árið 1997 og er í dag fagháskóli í fremstu röð á sínu sviði. Helstu námsleiðir eru Culinary Arts (Matarlist) • Hospitality Management (Móttöku- og viðburðastjórnun). Einnig er í boði 4 ára Bakkalárnám í Hospitality Management. DIVA (School of Digital Imaging Visual Arts) býður nám í ljósmyndun og stafrænni miðlun. Ljósmyndadeildin er vel skipulögð og býður góða hagnýta þjálfun fyrir þá sem vilja starfa við ljósmyndun. Stafræna deildin býður námsleiðir í grafík, myndskreytingu, vefhönnun, margmiðlun og viðskiptum. Einnig er í boði fjögurra ára Bakkalárnám í “Visual Communications”. FAST (School Of Fashion, Accessory Studies and Technology) rekur tvær deildir. Önnur er nám í tískuhönnun og fatatækni sem gerir nemum fært að efla þekkingu sína í hönnun, tækni og skapandi vinnu. Þetta er traust undirstöðumenntun sem byggist bæði á sögu fatahönnunar, sem og meginreglum hönnunar og sköpunar. Hin deildin er hönnun og gerð fylgihluta með áherslu á að þróa færni í hönnun og framleiðslu á skóm, hönskum, töskum, beltum og höttum. Nemendur fá þjálfun undir stjórn fagmanna sem er nauðsynleg til að þróa margþætta hæfileika og vinna við fagið. IDEAS (School of Architecture and Sustainability) er eins og nýtt torg “piazza” í Flórens þar sem unnið er að því að endurhugsa arkitektúr og hönnun. Markmiðið er að skilja hvernig fólk upplifir efnislegt rými. Í boði er nám í “Eco-Sustainable Design” (Sjálfbær hönnun) • “Luxury Design” (Hönnun lúxusvara) JSCHOOL (School Of Journalism, Communication and Publishing). Blaða- og útgáfuskóli FUA býður eins árs og fjögurra ára nám í útgáfu og stafrænni miðlun. Nemendur þróa samskiptatækni sína til að draga fram þætti úr menningu og borgarsamfélagi Ítalíu gegnum nám í blaðamennsku, samskiptum og útgáfu. Kennsla og þjálfun fer fram undir stjórn alþjóðlegs hóps kennara með sterkan akademískan bakgrunn og langa starfseynslu við fjölmiðlun. Unnið er að raunverkefnum, útgáfu tímarita, fréttabréfa og annars efnis sem kynna starfsemi FUA og Flórensborgar. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRAM Á SUMAR Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.


Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði um lánshæfi hjá LÍN. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


NABA - Nuova Accademia di Belle Arti Milano Bachelor Diploma Master

NABA er stærsti einkarekni fagháskóli Ítalíu og hefur verið vottaður af ítalölskum yfirvöldum frá árinu 1980 (MIUR). Skólinn beitir þverfaglegri nálgun við kennslu nemenda og hefur í rúm 30 ár fágað þær aðferðir sem beitt er og byggjast á samþættingu kennslu, tilrauna, raunverkefnum og vinnustofa með fyrirtækjum. Með samstarfi sem staðið hefur í áratugi, við ítölsk og alþjóðleg fyrirtæki, fá nemar nauðsynlega aðstoð og tækifæri til að þjálfa gagnrýna hugsun og leysa verkefni fagmannlega. Staðsetning skólans í Milanó á Ítalíu, sem er ein af höfuðstöðvum tísku og hönnunar, á heimsvísu, hjálpar einnig nemum að þroskast og þróast með þáttöku í fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum sem þar eru haldnir. Húsnæði skólans og aðstaða er eins og best gerist, enda sérhannað utan um starfsemina. NABA er alþjóðlegur skóli þar sem 2.000 nemar koma frá 60 þjóðlöndum. Þannig skapast sérstakt umhverfi sem eykur gæði námsins og gefur nemum ómetanlega reynslu. Kennarar og leiðbeinendur eru vel þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

BA / Diploma nám á ensku (3 ár)

Skólinn býður sex námsleiðir á ensku; • Grafísk hönnun / stjórnun (Graphic Design and Art Direction) • Innanhússhönnun / vöruhönnun (Interior Design / Product Design) • Fatahönnun / Tískustílisti (Fahion Design / Fashion Styling and Communication).

Mastersnám (Eins árs nám)

• Hugmyndastjórnun; (Creative Advertising)

Mastersnám (Tveggja ára nám)

• Vöruhönnun; (Product Design) • Innanhússhönnun; (Interior Design) • Fatahönnun; (Fashion and Textile Design). Orðspor NABA sem eins af bestu skólum á sínu sviði í Evrópu er margstaðfest af ýmsum óháðum aðilum. Sem dæmi má nefna; “Masterclass Frame Guide to the World’s 30 Leading Graduate Schools in Fashion Design and Product Design” sem og í “Domus Magazine Top 100 schools of Architecture and Design in Europe”.

Laureate International Universities

NABA is part of the Laureate International Universities network, a trusted global leader in providing access to high-quality, innovative institutions of higher education. The Laureate International Universities network includes 75 accredited campus-based and online universities, that span more than 30 countries throughout North America, Latin America, Europe, North Africa, Asia, and the Middle East.

Nám hjá NAPA HEFST Í LOK SEPTEMBER

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.


Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


Domus Academy

var stofnaður í Mílanó árið 1982 og var fyrsti skólinn á Ítalíu sem bauð framhaldsnám (Postgradute) á sviðum hönnunar og tísku. Í gegnum tíðina hefur DA einnig látið til sín taka sem leiðandi aðili á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á hönnunarsviði.

Master

Hvers vegna ættir þú að velja Domus Academy?

Við útskrift færðu viðurkennda prófgráðu, ekki aðeins í Evrópu heldur víða um heim og er vottuð af ítalska Menntamálaráðuneytinu (MIUR). Þú færð einnig í hendur annað verðmætt skjal; “Domus Academy Master Diploma”.* Nemendaverkefni eru 90% raunverkefni sem koma frá virtum ítölskum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Til dæmis: Maserati, Motorola, Swarovski, Versace, Bayer, P&G, Adidas, Fiat, Tommy Hilfiger, BMW Design, De Beers, Trussardi. Í öllum námsgreinum býðst starfsþjálfun hjá fyrirtækjum þar sem nemendur öðlast mikilvæga reynslu. Nemendur í Domus Academy koma víða að úr heiminum (47 þjóðerni) sem gefur færi á að öðlast ómetanlega reynslu og tengsl í alþjóðlegu umhverfi. Auk þess eru yfir 3.000 fyrrum nemar hjá Domus Academy að störfum víða um heim, og tengslanetið því eins víðfemt og hægt er að hugsa sér. Kennarar og leiðbeinendur eru vel þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá þannig góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

Námsleiðir í Mastersnámi (Postgraduate Programs)

HÖNNUN: Product Design • Interaction Design • Interior & Living Design • Visual Brand Design. TÍSKA: Accessories Design • Fashion Design • Fashion Management • Fashion Styling & Visual Merchandising • Luxury Brand Management. VIÐSKIPTI: Business Design. ARKITEKTÚR: Urban Vision & Architectural Design. *The Academic Master’s Degree is validated through NABA, Nuova Accademia di Belle Arti Milano.

Fjöldi stofnana og viðurkennd tímarit hafa vottað nám hjá Domus Academy. T.d. völdu “FramePublishers” Domus Academy meðal 30 bestu skóla í heiminum á sviði hönnunar, arkitektúrs og tísku, árin 2012, 2013, 2014 og 2015. “Domus Magazine” setti Domus Academy í hóp 100 bestu hönnunar og arkitektaskóla Evrópu.“Bloomberg Businessweek” valdi Domus Academy í hóp bestu hönnunarskóla í heimi árið 2006, 2008 og 2009.

Laureate International Universities

Domus Academy is part of the Laureate International Universities network, a trusted global leader in providing access to high-quality, innovative institutions of higher education. The Laureate International Universities network includes 75 accredited campus-based and online universities, that span more than 30 countries throughout North America, Latin America, Europe, North Africa, Asia, and the Middle East. Nám hjá DOMUS HEFST Í FEBRÚAR & SEPTEMBER

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.



Lorenzo de’ Medici - Flórens

Certificate Bachelor

Hönnunar- og listaskólinn Lorenzo de Medici (LdM) fagnaði 40 ára afmæli árið 2013 sem alþjóðlegur fagháskóli. LdM er viðurkenndur sem einn af fremstu skólum í sinni röð í Evrópu. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru reyndir fagmenn á sínu sviði og stefna skólans er að veita hágæða alþjóðlega menntun þar sem nemar þróa sköpunarhæfileika sína og gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast í umhverfinu. Námið hjá LdM byggist á faglegri reynslu við starfsmenntun og að þróa framtíðarmöguleika nemenda. Námið er þverfaglegt og fjölbreytt og áhersla er lögð á að efla sköpunargáfu nema, þroska persónulega hæfni þeirra og samfélagslega ábyrgð. LdM Certificates (Diploma) Eins árs námið (Certificate) miðar að því að þróa listræna hæfileika nema og tæknilega færni innan skipulags sem byggir á fræðilegum og hagnýtum grunni. Námið hefst á haustönn, en nemar með einhverja grunnþekkingu geta hafið nám á vorönn, að því gefnu, að þeir geti lagt fram portfólíó og önnur gögn sem styðja við að þeir hafi náð tökum á grunnatriðum. Ítölskunám er skylda á fyrsta námsári. Tveggja ára námið (Professional Certificate) miðast við nema sem hafa lokið fyrsta árinu og aflað sér ákveðinnar grunnþekkingar, eða hafa lokið sambærileg námi frá öðrum skóla og geta lagt fram nauðsynleg gögn því til staðfestingar. Námið hefst á haustönn. LdM býður nám á eftirtöldum sviðum: Fahion Marketing & Merchandising • Jewelry Art & Design • Fashion Design • Fine Arts • Graphic Design • Interior Design • Restoration & Conservation. BA / BS nám Lorenzo de’ Medici býður einnig BA og BS nám, sem vottað er af Marist College í New York. Nemar sem lokið hafa tveim árum í “Profesional Certifcate” námi geta sótt um og innritast inn á þriðja ár. Hver og ein umsókn er metin sérstaklega. Námsleiðir: Fine Arts: Studio Art • Fine Arts: Art History • Studio Art • Conservation Studies • Digital Media • Fashion Design • Interior Design. Styttra nám / námskeið í eina önn í ítalskri matarlist: Nám í eina önn hjá LdM í þjóðlegri ítalskri matargerð. Áherslan er á tengingu matar og menningar og þá meginstrauma sem ríkja í ítalskri matarlist; ítalska menningu og matargerð, val á mat og víni, grunnatriði í hönnun, stíliseringu og ljósmyndun, ítölsk matarlist (saga og iðkun). Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði um lánshæfi hjá LÍN. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR FRAM Á SUMAR Muna samt; FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR.



Macromedia University of Applied Sciences

Macromedia skólinn var stofnaður í München árið 2006. Þrátt fyrir að vera ung stofnun er skólinn nú þegar leiðandi einkaháskóli í Þýskalandi á sviði stafrænnar miðlunar og samskipta. Nám til alþjóðagráðu sem kennt er á ensku er staðsett í Berlin, Hamborg og München. Nám á þýsku er auk þess í boði í Stuttgart og Köln.

Bachelor Master

Áhersla er bæði á kennslu og verklega reynslu frá fyrsta degi. Nemar fá að kynnast þekktum fyrirtækjum og vinna að raunverulegum verkefnum. Reyndir fagmenn og sérfræðingar koma reglulega og taka þátt í fyrirlestrum og kennslu. Alþjóðlegt sjónarhorn er miða kennslustefnu skólans, því tengslanet í slíku umhverfi hefur mikil áhrif á verkefni og vinnu stjórnenda framtíðar. Macromedia skólinn skilgreinir sig sem háskóla þar sem ekki er eingöngu horft á menntun, heldur kynnir skólinn einnig nemendur fyrir atvinnulífinu og raunveruleika þess. Samtímis er horft til þess að þjálfa hvern og einn nema á sínum eigin forsendum. Bachelor- og Mastersnám hjá Macromedia University er hlið að starfsferli á alþjóðlegum vettvangi.

Eftirtalið nám er í boði á ensku:

Undergraduate Courses (BA): International Management (Alþjóðleg stjórnun) • Media Design (Fjölmiðlahönnun) • Media and Communication Management (Fjölmiðla og samskiptastjórnun) • Design Management (Hönnunarstjórn). Postgraduate (MA) Journalism (Blaðamennska) • Media and Communication Management (Fjölmiðla- og samskiptastjórnun) • Design Management (Hönnunarstjórn).

Þýskaland

er gjarna kennt við að vera land skálda og heimspekinga. Landið er hinsvegar í lykilstöðu í Evrópu og þýsk menntastefna er löngu þekkt fyrir framsýni og gæði. Þjóðverjar segjast gjarna vega Evropubúar með þýskt þjóðerni. Berlín, Münhen og Hamborg eru meðal vinsælustu ferðamannastaða í Evrópu. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þekkt fyrir alþjóðlegt og unglegt yfirbragð. „Októberfest“ í München er löngu heimsþekktur viðburður þar sem saman fara alþjóðlegir og þjóðlegir viðburðir á sviði leiklistar pg tónlistar. Hafnarborgin Hamborg er vestast í Þýskalandi og þar býr fólk við vatnið og nýtur útiveru og ekki síður borgarlífsins. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN. UMSÓKNARFRESTIR - 15. jan Námsbyrjun Mars - 15. júlí Námsbyrjun Október

Berlin

München



Media Design School - Nýja Sjálandi

Bachelor Graduate Diploma

Media Design School (MDS) á Nýja Sjálandi var stofnaður árið 2000 og býður nám í hinum vaxandi greinum á sviði stafrænnar miðlunar, leikjahönnunar og í skapandi auglýsingargerð. MDS er margverðlaunaður fyrir góða kennslu og alþekkt hversu vel nemum gengur að fá vinnu að námi loknu, enda eru þeir vel undirbúnir og skólinn í góðum tengslum við atvinnulífið á Nýja Sjálandi og víðar um heim. Fulltrúar þessara fyrirtækja taka þátt í kennslu og vinnustofum, auk þess að leggja til raunveruleg verkefni. Í heimi stafrænnar miðlunar eru lítil takmörk og galdurinn oft sá, að villtar hugmyndir og dagdraumar verða að veruleika með samstarfi skapandi fólks, í iðnaði sem er orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn samanlagt. Víxlverkun í hönnun og tækni ásamt mannlegu eðli, myndar samspil sem er dýnamískt og opnar nýjar víddir í frásögn og virkni tækja og tóla sem nýtt eru til að miðla upplýsingum.

Námsleiðir BA

3D Animation & Visual Effects (Margmiðlun og sjónrænar brellur) • Game Artist (Leikjahönnun) • Game Programming (Leikjaforritun) • Interactive Design (Gagnvirk hönnun) • Motion Graphics (Hreyfimyndagerð) • Graphic Design (Grafísk hönnun).

Graduate Diploma in Creative Technologies

Einnig er í boði brúarnám milli grunnháskólanáms og framhaldsnáms. Aðgangskröfur eru Bakkalárpróf, eða starfsreynsla og Diplómapróf. Hér er tækifæri til að þróa faglega þekkingu og áhugasvið með rannsóknarverkefni í margmiðlun, sjónbrellum, gagnvirkri vefhönnun og hreyfimyndum, eða sýndarveruleika.

Um Auckland

Auckland er stærsta borg Nýja Sjálands og aðal samgöngumiðstöðin. Borgin einkennist af fjölbreytni; Nútímaborg með verslanir, veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu, staðsett í náttúrulegu umhverfi með ýmsa möguleika til útivistar, t.d. strandlíf, siglingar og gönguferðir.

Laureate International Universities

MDS is part of the Laureate International Universities network, a trusted global leader in providing access to high-quality, innovative institutions of higher education. The Laureate International Universities network includes 75 accredited campus-based and online universities, that span more than 30 countries throughout North America, Latin America, Europe, North Africa, Asia, and the Middle East. Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.

NÁMSBYRJUN: Febrúar • Júlí September


Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði LÍN um lánshæfi. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


Griffith University-Queensland College of Art Bachelor Master

Trimester Double Degree

Griffith University er opinber rannsóknarháskóli í Queensland á austurströnd Ástralíu. Skólinn var stofnaður árið 1971 og er nefndur eftir Sir Samuel Griffith sem var einn af höfundum Áströlsku stjórnarskrárinnar. Skólinn rekur fimm háskólasvæði “Campuses”. Sá stærsti er á Gold Cost, þrír eru í Brisbane og einn í Meadowbrook, mitt á milli Brisbane og Gold Coast.

Brisbane

Griffith University rekur The Queensland College of Art (QCA), sem var stofnaður árið 1881 undir nafni Brisbane School of Arts. Í dag er skólinn blómlegt samfélag listamanna, hönnuða, margmiðlara, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna, sem í sameiningu skapa alþjóðlegt lista- og hönnunarsamfélag. Nemendafjöldi er um 1.500 frá 25 þjóðlöndum. Griffith Film School sem er stærsti kvikmyndaskóli Ástralíu er hluti af QCA, þannig að hvar svo sem áhugasvið þitt liggur, í heimi skapandi greina, getur þú þróað þá áfram í QCA. “South Bank Campus” í menningarhverfi Brisbane’s býður upp á ýmsa áhugaverða möguleika og aðstaða er öll eins og best gerist. Kennarar skólans er starfandi fagmenn, þannig að nemar hafa beina tengingu við atvinnulífið og læra hvernig á að finna starf að námi loknu.

Námsleiðir í hönnun og listum í South Bank (BA)

Animation • Interactive media • Film & screen media • Fine art • Games design • Photography • 3D & product design • Graphic & communication design • Interior design & environments.

Námsleiðir í Meistaranámi

Graduate Certificate in Design Futures • Graduate Diploma of Design Futures • MA Visual Arts • Graduate Certificate in Interactive Media • MA Interactive Media • Graduate Certificate in Screen Production • Graduate Diploma of Screen Production • MA Screen Production.

Gold Coast

Griffith University býður einnig nám í hönnun og listum á “Gold Coast Campus”, sem er klukkustundar akstur í suður frá Brisbane. Gullna ströndin er önnur stærsta borgin á austurströnd Ástralíu og þar er ein þekktasta baðströndin. Griffith University hefur byggt þar upp afbragðs aðstöðu og þar er stærsta starfsstöð skólans með 18.000 nemendur.

Námsleiðir í hönnun og listum á Gold Coast (BA)

• Creative & interactive media • 3D & product design • Graphic & communication design • Interior design & environments. Griffith University býður nemum í vissum námsgreinum að taka þrjár annir á ári “TRIMESTERS” Trimester 1; 27. Feb. - 17. Jún. • Trimester 2; 3. Júl. - 14. Okt. • Trimester 3; 30. Okt. - 17. Feb. Einnig er í boði að taka tvöfalda gráðu “DOUBLE DEGREE” með því að bæta við fjórða námsárinu. Til dæmis hönnun + viðskipti (Bachelor of Design / Bachelor of Business). CRICOS Provider Number: 00233E.

UMSÓKNARFRESTIR

15. desember og 30. maí

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið.


Skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði um lánshæfi hjá LÍN. Lánasjóðurinn Framtíðin býður einnig námslán og er hugsaður sem viðbót við LÍN.


New School of Design + Architecture

Bachelor Master

er staðsettur í “East Village” í San Diego á vesturströnd Bandaríkjanna og býður fjölmargar námsleiðir á sviði arkitektúrs, byggingastjórnunar, iðnhönnunar og stafrænnar miðlunar. Námsskrá byggist á traustum akademískum grunni, góðu samstarfi og hagnýtri reynslu “learning-by-doing” og tekur einnig mið af nútíma kennsluháttum sem eru samtvinnuð nálgun lista, vísinda, hugmyndafræði og starfsreynslu. Staðsetning skólans í heimsborginni San Diego í Kaliforníu, dregur fram hæfileika þeirra sem þar starfa, því hér blandast saman áhrif hönnunar frá austurströnd BNA, kyrrahafsmenningu og áhrifa frá Latnesku Ameríku. Los Angeles er aðeins tveggja tíma akstur í norður frá San Diego. Þetta umhverfi hefur sitt að segja um velgengni skólans sem hönnunarseturs. Námsleiðir í BA og BSc námi Architecture • Construction Management • Interior Design • Product Design • Strategic Design & Management • Media Design • Animation • Game Development • Game Programming. Námsleiðir í MA námi Construction Management • Architecture (MA) • Science in Architecture (MSc).

Santa Fe University of Arts and Design

Bachelor

hefur verið leiðandi skóli á sviði skapandi greina í Suð-vestur Bandaríkjunum allt frá árinu 1859. Hér bjóðast þér tækifæri til að þróa sköpunargáfuna, hvort heldur það er í hefðbundnu hliðrænu umhverfi, eða stafrænni miðlun. Rætur skólans liggja í elsta listaskóla Mexikó, en í dag er Santa Fe University of Art and Design nútímalegur listaháskóli í fremstu röð. Námsleiðir í skólanum sameina hagnýta reynslu og kjarnakenningar, sem gerir nemum kleift að ná árangri í hryntónlist, skapandi skrifum, sviðslistum, grafískri hönnun, kvikmyndagerð, ljósmyndun, stafrænni vinnslu og listrænni stjórnun. Námsleiðir (BA & BFA) Creative Writing • Business Art Management • Contemporary Music • Graphic Design & Digital Arts • Film School • Performing Arts • Photography • Studio Arts. Um borgina Santa Fe er í fylkinu Nýja Mexikó og er elsti höfuðstaður Bandaríkjanna. Borgin býr að hundruð ára reynslu á sviði lista, kvikmyndagerðar, leiklistar og sagnaritunar. Nemendur SFUAD fá þannig einstakt tækifæri til að upplifa söguna, sem borgin býr að. Menningarlíf borgarinnar er í blóma og það sama er að segja um náttúrulegt umhverfi, sem gerir borgina að draumastað til að nema fræði á sviði skapandi greina. Í Santa Fe eru 320 sólardagar á ári, 300 gallerí, 200 veitingahús, 150.000 íbúar og1,5 milljón ekrur af skógi.

Starfsfólk Lingo veitir nánari upplýsingar, leiðbeinir um námsval, aðstoðar við gögn og umsóknarferlið. UMSÓKNARFRESTIR

NSAD 2. mars SFUAD 1. maí


Hönnun Listir Miðlun Stjórnun Tíska Tungumál

Lingó-málamiðlun

Lingó er í samstarfi við á fjórða tug viðurkenndra fyrirtækja í 10 þjóðlöndum. Sameiginlegt þessum aðilum er viðurkennd úrvals þjónusta, fagmennska og áratuga þekking og reynsla. Við bjóðum lausnir sem auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að taka þátt í alþjóðasamfélaginu; Nám við alþjóðlega fagháskóla og námskeið á sviði tungumála. Lingó er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og markmið okkar er að gera betur en búast mátti við.

Hagnýtt málanám fyrir menntskælinga og háskólanema.

Enska • Franska • Ítalska • Spænka • Þýska og fleiri tungumál. Á þessum námskeiðum er lögð áhersla á talþjálfun, auðgun orðaforða, skilning á menningarmun, sem og að efla sjálfstraust og samskiptahæfileika. Námskeiðin eru sniðin að verðandi og núverandi háskólanemum svo og þeim sem hafa nýlega lokið námi.

Tungumálanám fyrir vinnandi fólk

Enskunámskeið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað vinnandi fólk eru byggð upp þannig að hægt sé að ná miklum árangri á stuttum tíma. Þau eru því krefjandi, hagnýt og markviss. Námskeiðin eru aðlöguð tungumálakunnáttu hvers og eins og byggð upp út frá reynslusviði viðkomandi. Boðið upp á umhverfi sem er bæði þægileg, en um leið hvetjandi.

ESSEMM / SVANSPRENT 16 / 10

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og sjáum til þess að þú finnir nám sem er sniðið að þínum þörfum.

SÍÐUMÚLI 33 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 562.2220 | WWW.LINGO.IS | NETFANG INFO@LINGO.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.