Vettlingauppskriftir ร rar fyrir Prjรณnagleรฐi 2019
Uppskriftirnar í þessu hefti eru allar unnar af prjónahönnuðinum Ýri Jóhannsdóttur, betur þekktri sem Ýrúrarí, fyrir Prjónagleði á Blönduósi 2019.
$
Þema uppskriftanna er hafið og eru þær allar unnar út frá einni grunnuppskrift. Uppskriftirnar í bókinni eru fyrst og fremst tillögur að því hvernig hægt er að leika sé með grunnuppskriftina og prjóna skemmtilega vettlinga fyrir þema Prjónagleðinnar.
$
Öll fjölföldun og dreifing á uppskriftunum í ágóðaskyni er bönnuð. Höfundarrétt á uppskriftunum á ©Textílmiðstöð Íslands
Grunnuppskrift Efni og áhöld: Léttlopi, sokkaprjónar nr 3,5 og 4,5 Stroff Fitjið upp 32 L á prjóna nr 3,5 og prjónið 5 cm ( eða eins langt og þið viljið hafa stroffið) með brugðningum ; 1 slétt og 1 brugðin til skiptis Vettlingur Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 á meðan breytt er yfir í slétt prjón. Bætið við 4 L eftir stroffið, 1 L í byrjun hvers prjóns. (uppskrifin miðast út frá meðalstórum kvennmannshöndum, ef hendur eru í breiðara lagi bætið við 2-4 L auka). Prjónið um 18 umferðir slétt, eða mælið vettlingin á ykkur þar til hann er staðsettur þar sem þumallinn byrjar. Merkt fyrir þumlum Hægri vettlingur; Prjónið með spotta í öðrum lit yfir fyrstu 6 lykkjurnar á prjón nr 1, færið lykkjurnar aftur til baka á vinstri prjón og prjónið yfir þær með vettlingagarninu. Vinstri vettlingur; Það sama nema við síðustu 6 lykkjurnar á prjón nr 2 Prjónið nú slétt prjón þar til vettlingurinn nær yfir litla fingur þegar hann er mátulegur, þá er komið að úrtöku. Úrtaka Prjónið 1 úrtökuumferð og eina slétta umferð til skiptis í úrtöku. Það sem gert er í úrtöku á 1. og 3 prjóni; Prjónið 1 L slétta, takið eina óprjónaða, prjónið eina L slétta og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Úrtaka á 2. og 4. Prjóni; Prjónið þar til þrjár lykkjur eru eftir á prjóninum og prjónið þá 2 L saman og 1 L slétta. Þegar 8 lykkjur eru eftir samtals (9 eða 10 ef bætt var við lykkjum eftir stroff) prjónið 2 Lsaman út umferðina. Þá eru 4 lykkjur eftir sem felldar eru af og teknar saman í fráganginum. Þumall Takið upp vettlingalykkjurnar fyrir ofan og neðan merkispottann með tveim prjónum, 6 hvorum megin. Takið einnig upp 2L í kverkinni hvoru megin til að loka götum. Önnur þessara lykkja er felld af á hvorri kverk svo samtals eru 14 lykkjur á prjónunum. Dragið merkispottann úr. Prjónið um 14 umferðir. Takið einnig upp 2 lykkjur í kverkinni hvoru megin til að loka götum. Önnur þessara lykkja er felld af á hvorri kverk Úrtaka á þumli 1.Umf, prjónið 2 L saman og 1 L slétt til skiptis 2.Umf, slétt umferð 3.Umf, 2 L saman og 1 L slétt til skiptis 4.Fellið af og saumið lykkjur saman í frágangi
Type to enter text
Fugl Vettlingar sem líkjast sjófuglinum Mávi. Það er auðveldlega hægt að leika sér meira með þessa uppskrift og skoða litin á höfðum, augum og goggum ýmissa fugla og velja garn í þeim litum þá er t.d hægt að líkja eftir lunda eða öndum. Uppskrift; Grunnuppskrift Skipt um lit yfir í lit á gogg í sömu umferð og merkt er fyrir þumli.
$
$
$
X spor með svörtu garni
$ Saumað í gringum X-ið með svörtum
$ Tveir hringir saumaðir í kring með gulum
$ Einn hringur svartur og gengið frá
Nasirnar saumaði ég svo með einföldum lykkjusporum en það er hægt að prufa ýmislegt annað eins og að prjóna nasirnar strax í grunninum á vettlingnum. Svo væri hægt að nota tölur eða perlur fyrir augun í stað útsaums.
Ígulker Í þessari uppskrift hafði ég mynd af ígulkeri úr náttúrufræðibók til hliðsjónar.Ég mæli með að finna mynd af ígulkeri sem þér finnst fallegt, eða þá alvöru ígulker ef þú ert svo heppin að hafa aðgengi að alvöru ígulkerum og skoða mynstrin og litina í því og gera þína eigin tilraun af ígulkers vettling.Það væri t.d mjög gaman að prufa sig áfram með öðruvísi garni en léttlopa í útsaumnum, ef þú kannt að hekla væri hægt að leika sér með það, eða flétta gaddana eða nota öðruvísi hnýtingar. Svo væri hægt að prjóna mynstur með myndprjóni í grunnuppskritina á vettlingnum og hnýta yfir það. En svo má líka alveg spreyta sig á þessari tilraunauppskrift líka! Uppskrift: Grunnuppskrift prjónuð með léttlopa 1702 vetrarbraut
Fimm línur af keðjusaum saumað út frá miðjupunkt efst á vettling, tvær línur fara með hliðum vettlingsins og þrjár á bakhliðina. Passa að sauma sporin frekar of laust en fast til að vettlingurinn haldi lögun sinni. Léttlopi 9432 gráfjólublár notaður
Gaddar: Þráður, í léttlopa 1705 lambagras, saumaður í gegnum fjórðuhverju keðjulykkju. Þráðurinn er dregin þar til hann er jafnt langur báðum megin og hnýttur saman þar til hann er um 3 cm þá er hnýtt lokalykkja til að hnútarnir rakni ekki upp. Væri auðvelt að útfæra í fléttu eða eigin hnýtingar aðferðum, gott að prufa sig áfram og ekki vera hrædd við að rekja upp og prófa.
Hákarl Grunnuppskrift prjónuð með léttlopa 9418 Tennur: Hvítt einband, prjónn 3,5 . Fimm lykkjur teknar upp, best að byrja á framtönnum. Ath. mikilvægt að byrja alltaf á hverri tönn þannig að bakhlið vettlings snýr að þér, þá snúa “röngu” lykkjurnar inn í lófanum. Fjórar umferðir prjónaðar slétt. Í fimmtu umferð eru fyrstu 2 L prjónaðar saman, 1 L slétt 2 L saman. 2 umf slétt Fellt af. Næsta tönn er svo prjónuð tveim lykkjum frá þeirri fyrri. Auga saumað út með aftursting.
Marglytta Grunnuppskrift prjónuð úr í léttlopa 1403 Lapsiblá samkeba. Skipt yfir í 1413 lilla samkemba 10 umf. eftir að merkt er fyrir þumli, tvær umf. prjónaðar. Rest af vettling prjónuð með 1702 Vetrarbraut. Stingarmar: Tveir prjónar 3,5 notaðir til að taka upp lykkjur. Langir armar(fjólubláu): Einn prjónn tekur tvær L upp í neðri fjólublárri línu, hinn tekur tvær dökkbláar L beint fyrir neðan. Best að byrja á fjólubláa armi í miðju. Prjónað í hring með fjólubláum, 20 umf. Þá er talið 10 umf. fyrir neðan uppteknu L vettlingins, 1 L (sú sem er h. meginn) tekin upp í byrjun umf og prjónuð saman við 1 L umferðar. Næsta L á vettling tekin upp og prjónuð saman við seinni L prjóns. Skref 2 og 3 endurtekið þar til komið er að stroffi vettlings. 5 umf prjónaðar, fellt af og gengið frá endum. Stuttir armar(ljósbláu): Sama aðferð og fjólubláu armarnir L teknar upp með 3 L bili frá fjólubláa armi Einn prjónn tekur tvær L upp í neðri fjólublárri línu, hinn tekur tvær dökkbláar L beint fyrir neðan. Prjónað í hring með ljósbláum, 6 umf. Þá er unnið með L 3 umf. fyrir neðan uppteknu L. 1 L (sú sem er h. meginn) tekin upp í byrjun umf og prjónuð saman við 1 L umferðar. Næsta L á vettling tekin upp og prjónuð saman við seinni L prjóns. Skref 3 og 4 endurtekið 5x. 4 umf prjónaðar, fellt af og gengið frá endum. Ég gerði samtals 5 arma á minn vettling en það má auðvitað leika sér með lengd og fjölda arma. Til að gera vettlinginn notendavænni er jafnvel ráð að festa armana oftar niður eins og gert er með þá ljósbláu, en fjólubláu armarnir stingast töluvert mikið út úr hanskanum.Í lokin saumaði ég fimm stök lykkjuspor með fjólubláa garninu á enda vettlings til að fá fram koll marglyttunnar.
Ty
Hafið Uppskrift sem er mun auðveldari en hún lýtur út fyrir að vera og býður upp á allskonar breytingar og leik með liti. Uppskrift: Grunnuppskrift prjónuð í léttlopa 9419 hafblár Gott að eiga fleiri bláa léttlopa tóna og ljósgráan og hvítan. Öldur 14 lykkjur teknar upp beint eftir stroff aftaná vettling með prjón 4,5 2 prjónaðar slétt fram og til baka 2 umf þar sem +1 L er tekin upp í annarri hvorri L Nú ættu lykkjurnar á prjóninum að vera um 31, þá er garðaprjón-alls þrjár umferðir prjónaðar Fellt af. Næsta alda 14 L teknar upp 4 umf eftir fyrri öldu Alveg eins prjónuð og fyrri alda nema í öðrum litatón. Allar öldur prjónaðar eins nema þrjár síðustu þegar endirinn á vettlingnum fer að nálgast, nánar í röð á litum. Á þessum vettling eru alls tólf öldur, það er nokkuð þétt og hægt að hafa þær mun færri en leika sér með hversu “Háar” þær eru og prjóna mis margar umferðir eftir útaukningu. Röðin á litunum sem ég notaði talið frá stroffi 9418 blágrár,1701 hafblámi. 9419 hafblár, 9418 blágrár, 1701 hafblámi,1700 háský,0054 fölgrár, 1701 hafblámi,1700 háský, 0054 fölgrár 12 L teknar upp í stað 14, sama uppskrift 0051 hvítur 9 L teknar upp í stað 14, sama uppskrift 0054 fölgrár 6 L teknar upp í stað 14, sama uppskrift
Ísbjörn Grunnuppskrift prjónuð með hvítum léttlopa þar til 6 L eru eftir á hverjum prjóni í úrtöku. Þá er skipt yfir í svart garn og haldið áfram með úrtöku þar til 4L eru eftir á hverjum prjón. Fellt af og lykkjur saumaðar saman á móti hvor annarri á hvorri hlið vettlings. (gert til að gefa ísbirninum flatara trýni). Til að finna stað fyrir eyru og augu finnst mér þægilegast að máta vettlinginn á mér og sjá hvar augun og eyrun passa best. Augun er hægt að útfæra á ýmsa vegu með útsaum, ég notaði aftursting spor í hring og fyllti svo inní. Eyru: 6L teknar upp 2L frá kannt vettlings. 4 um.f prjónaðar slétt, umf. 5&6 fyrstu tvær L í hvorri um.f prjónaðar saman. Fellt af.