Lárus sem forseta

Page 1

LÁRUS SEM FORSETA


ávarp

Kæri MH-ingur Lárus Jakobsson heiti ég og er að ljúka mínu þriðja ári í MH á opinni braut. Ég hef aldrei fengið blóðnasir og uppáhalds kexið mitt er Remi með myntubragði. Frá því að ég var lítill busalingur hef ég alltaf tekið virkan þátt í félagslífinu. Þetta byrjaði allt saman þegar ég varð busi Listafélags NFMH 2013-2014 og svo rataði ég í kórinn á sama ári. Á öðru ári var ég í Lagningardagaráði og er núna í ritstjórn Beneventum, auk þess sem ég leik í leiksýningu MH, 1984.

að heyra skoðanir annarra og kýs lýðræðisleg vinnubrögð. Ég er í senn bæði metnaðarfullur, samviskusamur og duglegur. Ég vil verða aðgengilegur forseti, hver sem er á að geta bankað upp á hjá nemó til þess að spjalla og koma með hugmyndir. Viðburðir nemendafélagsins verða að vera sem fjölbreyttastir svo allir hafi eitthvað að sækja. Ég vil reyna að gera allar hugmyndir sem fólk kemur með til mín um félagslífið að veruleika, fjölbreytileiki í félagslífi er allra hagur.

Ég hef verið virkur í félagslífi skólans og er nú svo komið að ég býð mig fram til forseta. Ég er hress og brosmildur. Ég er víðsýnn og hef sterka réttlætiskennd og vil að öllum líði sem best. Þótt ég sé talinn ,,hlýja” týpan þá veit ég vel að það er ekki hægt að þóknast öllum. En ég er góður hlustandi og finnst mikilvægt

Sem forseti er ég tilbúinn að tryggja að skólaárið 2016-2017 verði gott og viðburðaríkt hér í MH. Þess vegna óska ég eftir þínum stuðningi í komandi kosningum. Hafðu það sem allra best. Kær kveðja, Lárus Jakobsson


meðmæli Jakob van Oosterhout Lárus Jakobsson Þessi duglegi, framtaksami, hvetjandi, hug myndaríki og góðhjartaði ungi maður sem maður hefur ekkert nema ánægju af að neyta samneytis við. Lárus vill öllum vel og að öllum líði vel, því er ekki skrítið að maður eins og hann gefi kost á sér sem forseti nemendafélags MH. Ég er fullviss um að allir ofangreindir kostir hans eigi eftir að nýtast honum í þessu starfi og mun ég því ekki hika við að kjósa Lárus!

Melkorka Gunborg Briansdóttir Lárus er drengur góður, vígur vel, vænn yfirlitum og vel tenntur. Ég fékk að kynnast Lárusi í gegnum leiklistarnámskeiðið og síðar leikritið og komst að þeirri niðurstöðu að hann er einstaklega hláturmildur og skondinn snáði. Hann er hlýr og opinn fyrir nýju fólki og hugmyndum. Hann er vingjarnlegur og skemmtilegur, flinkur leikari og brosir mikið. Ég trúi því að Lárus geti náð til allra sem forseti nemendafélagsins. Svo passa þeir svona vel saman Lárus rektor og Lárus Jakobsson. Þetta er ekki tilviljun. Þessu var ætlað að verða. Þetta er einfalt mál. Næsta skólaár gæti verið ein allsherjar skemmtiveisla í boði Lárusar Jakobssonar. Og öllum er boðið.


stefnumál

Nýta aðstöðu NFMH betur fyrir nemendur: Himnaríki: Fundaraðstaða fyrir ráð og embætti. Mig langar að framkvæma hugmyndina hans Tuma forseta og setja hringborð þar inn. Auglýsingarkompan: Áfram aðstaða fyrir auglýsingagangstera en einnig fyrir nemendur til þess að koma að mála, teikna og búa til list. Myrkrakompan: Breyta þessu rými og nota það í eitthvað allt annað t.d. einhverju tengt tónlist. Nýta krítartöfluna á Matgarði mun betur fyrir tilkynningar og skilaboð. Virkja NFMH tölvupóstinn og símskeytin á ný. Það er mikilvægt að auglýsa viðburði skólans vel og upplýsa fólk um hvað sé á döfinni. Þetta mun líka efla mætingu á viðburði, sem dæmi má nefna tískuviku NFMH og mönskvöld. Nálgast árshátíðina frá allt öðrum áttum en áður og koma upp árshátíðarviku. Árshátíð NFMH hefur í gegnum árin verið illa sóttur viðburður, það þarf að laga. Sem dæmi þá væri hægt að færa árshátíðina úr lagningardagarvikunni til þess að koma upp árshátíðarviku og jafnvel sameina árshátíðarvikuna og viku íslensks húmors.


Láta laga klósettaðstöðuna á Matgarði í samráði við efri hæðina. Klósettaðstaðan á Matgarði er virkilega slæm. Sem dæmi má nefna strákaklósettið. Fimm handþurrkur hanga uppi á veggnum þar inni en engin þeirra virkar. Það þarf einnig að gera eitthvað í vondu lyktinni sem er inni á báðum baðherbergjunum. Klára að mála Sómalíuvegginn Virkja NFMH.is með því að setja þar inn fréttir um viðburði, beneventum og einnig myndbönd frá myndbandabúa. Þetta er síðan okkar. Setja upp Green Screen NFMH. Eina sem þarf er einn veggur í skólanum og grænt tjald. Myndi nýtast vel fyrir t.d. myndbandabúa, viðtöl Óðríks Algaula fyrir söngvakeppnina, skaramúss, leikfélagið og margt, margt fleira. Koma upp forsetatímum. Tiltekinn tími í hverri viku, rétt eins og gömlu góðu stoðtímarnir, þar sem fólk getur komið inn á nemó og rætt málin eða bara tjillað með forsetanum eins og t.d. með því að fá sér þriðjuhax með honum.


Tryggvi Björnsson Minn kæri Lárus. Ég kynntist þér í Jafningjafræðslunni fyrir tveimur árum síðan og fann um leið fyrir hlýju. Það var svo æðislegt að brosa með þér og finna hvernig þú dróst mig áreynslulaust í notalegar samræður. Þú ert einn þeirra sem hlustar með augunum og það tekur þig enga stund að aðlagast aðstæðum, setja þig í spor annarra og finna með manni. Stundum finnst mér eins og þú sért þriggja barna faðir á fimmtugsaldri sem dulbúist hefur sem unglingur og tekst svona ansi vel til. Ég veit ekki alveg hvað það er. Kannski er það yfirvegunin í gríninu þínu, kannski eru það djúpu tilfinningarnar þínar og kannski er það vegna þess hvað mér finnst þú heilsteyptur. Mér finnst ég alltaf geta gengið að þér vísum. Ég þarf satt best að segja ekkert að sjá þig oft. Ég veit bara að þú ert til staðar. Einu sinni grétum við saman. Eða, tvisvar. Kannski oftar... Og Lárus, þær stundir sýndu mér að í leiðinni að hjarta þínu felst viljinn til að vera öðrum góður. Þú vilt sjá fólkið í kringum þig blómstra og sjálfan þig með. Og ég skil því fullvel hvers vegna þú tekur þetta skref. Það er ekki síst vegna þinna eigin drauma, heldur einnig vegna einskærrar umhyggju í garð manneskjanna í kringum þig.

Kári Hrafn Guðmundsson Þá er loksins komið að því, Lárus ætlar að bjóða sig fram sem forseta, og vitið þið hvað? Ég er sjúklega peppaður í það! Maður getur treyst Lárusi fyrir lífi manns, börnum manns jafnvel, nei veistu, maður getur treyst honum fyrir öllu saman, öllu milli himins og jarðar. Hann mun koma inn með ferskar hugmyndir og nýjan anda inn í nemendafélagið og gefa því aukinn sprengikraft og lyfta því upp á hærra plan, ég trúi ekki öðru. Ef að þið komið honum í forsetann þá munið þið ekki sjá eftir því, heldur fagna og óska þess að hann verði forseti að eilífu. Ég get ábyrgðst það. Kjósið í síma 900-9021 XOXO


meðmæli Magnea Magnúsdóttir Lárus og Lárus. Lárus að tala við Lárus. Lárus að skamma Lárus. Lárus að koma með hugmyndir. Lárus að neita hugmyndum. Lárus að grátbiðja Lárus. Lárus að hlægja af Lárusi. Lárus að samþykkja hugmynd frá Lárusi. Lárus og Lárus 4ever. Svona myndi fundur hjá Lárusi með efri hæðinni vera. Lárus er nefnilega þannig manneskja að hann myndi fara að gráta fyrir framan sjálfan Lárus Rektor til að gera NFMH að betra nemendafélagi. Lárus er hugmyndamaður og myndi koma með nýjar, eða betrumbættar, hugmyndir inn í nemendafélagið. Hann gleður hvert hjarta með brosi og fagurleika þegar hann valhoppar um ganga MH. Hann er þessi fullkomni forseti sem setur allt í vinnu sína til að gera skólaárið sem best. Ég vona að þessi fáu orð gefi þér litla hugmynd um hversu frábær hann Lárus er og að hann fái atkvæði frá þér.

Katrín Helga Ólafsdóttir Lárus Lárus Lárus Ef þú horfir í spegil um miðja nótt á fullu tungli og segir nafnið hans þrisvar þá kemur hann út úr speglinum í svörtum síðum kufli og byrjar að kyrja upp anda í miðju herberginu þínu. Hægt og rólega sýgur hann allt súrefnið úr lungunum þínum þannig þú deyrð. Nei djók. Lárus myndi aldrei gera þannig. Lárus er næs gaur, traustur, klár og skemmtilegur og hann væri mjög flottur forseti nfmh. En svona án alls spegla-andakyrju-djóka þá er Lárus gaur sem hlustar á mann þegar maður talar við hann og er með þægilega nærveru. Ég var með honum í leikritinu 1984 og var mjög gaman að kynnast honum betur. Toppgaur!


Gamall forseti NFMH sagði eitt sinn við mig að það væri mikill kostur fyrir forseta að eiga sinn eigin bíl, það gerir forsetann aðgengilegri og auðveldara fyrir hann að skjótast á milli staða. Því vil ég kynna til sögunnar Rolluna mína. Ég hef oft verið spurður hvort að þetta sé nýjasta gerðin af Ferrari. Ef þú kæri lesandi ert að hugsa það sama þá er svarið nei, þetta er Toyota Corolla, árgerð 1999.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.