Hátíðarrit Orators 2017

Page 1


www.postur.is

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA


Veislustjóri Björn Bragi

Skemmtiatriði Heiðursgestur: Ragna Árnadóttir

Gamla Bíó

fimmtudaginn 16. febrúar

Sverrir Bergmann & Halldór Gunnar fjallabróðir Bandmenn

Dagskrá 18:00–01:00 Fordrykkur hefst kl. 18:00 við undirleik Magnúsar Jóhanns píanóleikara Borðhald hefst kl. 19:00 Ávarp skemmtanastjóra Ávarp formanns Ávarp heiðursgests Minni Grágásar Afhending heiðursskjala Ávarp norrænna laganema Dansleikur

Forréttur Birki kaldreykt bleikja, mangógljái, capers, brioch, lemongras.

Aðalréttur Sætbasilkryddað lambafillet með sætum kartöflum og skógarsveppakremsósu.

Eftirréttur Moon Walker: Súkkulaði-karamellu mousse með hindberjum.


Linda Íris Emilsdóttir

Ávarp skemmtanastjóra Kæru laganemar, Það styttist í þetta. Stundin sem við höfum beðið eftir síðan 17. febrúar 2016 er loks að renna upp. Hápunktur skemmtanalífs okkar. Ljósið í myrkrinu. Ég er að sjálfsögðu að tala um árshátíð Orators 16. febrúar 2017. Þegar ég hugsa um árshátíð Orators fyllist hugur minn af minningum. Minningar um fordrykk fyrir árshátíð, minningar um góðan mat, minningar um ræðuhöld, uppistönd, skemmtiatriði og síðast en ekki síst, minningar um okkur laganema saman, í veislusal fullum af skemmtun og hamingju. Það er nefnilega það sem einkennir hátíðisdag okkar að mínu mati. Hamingjan og skemmtunin og það að við séum öll sameinuð að halda árshátíð á afmælisdegi Hæstaréttar Íslands. Það er virkilega stórt verkefni að skipuleggja árshátíð, en eins og við vitum öll er árshátíð Orators engin venjuleg árshátíð. Ég er því ekki að ýkja þegar ég segi að hver einasta

Ábyrgðarmaður: Linda Íris Emilsdóttir Ritstjórn: Ivana Anna Nikolic & Jóna Þórey Pétursdóttir Myndir: Håkon Broder Lund Hönnun og umbrot: Þorgeir K. Blöndal Prentun: Prentmet Upplag: 700 Sérstakar þakkir: María Sæmundsdóttir

stund ársins 2017 hefur tengst árshátíðinni á einhvern hátt. Hvort sem ég var í tíma, að lesa, á fundi eða í vinnu, hugurinn reikaði alltaf að árshátíðinni. Því gleður það mig og sennilega allt fólkið í kringum mig ótrúlega mikið að stundin sé loks að renna upp og vinnan að skila sér. Ég var þó alls ekki ein við undirbúning árshátíðarinnar en að baki henni er stórbrotin hátíðarnefnd sem skipar 18 duglega, hugmyndaríka og orkumikla laganema. Þeir eiga mikið hrós og margar þakkir skildar og ef þið rekist á þá á förnum vegi mæli ég með því að gefa þeim eins og eina háa fimmu. Takk fyrir allt krakkar! Stjórn Orators á einnig miklar þakkir skildar fyrir aðstoð við undirbúning árshátíðarinnar sem og andlegan stuðning í gegnum ferlið. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem styrktu árshátíðina en án þeirra væri þetta ekki hægt. Kærar þakkir! Að lokum vil óska öllum laganemum innilega til hamingju með daginn okkar. Ég óska þess að þið skemmtið ykkur vel og njótið hátíðarinnar!


Hátíðarnefnd Orators skipa, frá efstu röð til vinstri: Guðni Friðrik Oddsson, Árni Freyr Sigurðsson, Steindór Fox Steindórsson, Freyja Sigurgeirsdóttir, Rebekka Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Hlíf Þórsdóttir, Ivana Anna Nikolic, Erla Ylfa Óskarsdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Ása Karen Baldursdóttir, Þuríður Benediktsdóttir, Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir, María Rut Hinriksdóttir, Sóldís Rós Símonardóttir, Linda Íris Emilsdóttir, Orri Heimisson, Brynjar Páll Jóhannesson, Guðrún Ásta Lúðvíksdóttir. Á myndina vantar: Þórhall Val Benónýsson.


101 HÁRHÖNNUN Skólavörðustíg 8 | 551 3130

HÁRGREIÐSLUSTOFA Í HJARTA REYKJAVÍKUR Hárlitir úr náttúrulegum hráefnum sem næra, gefa einstakan gljáa og eru vegan

NATURALTECH

hjálpa til við að leysa ýmis vandamál í hári og hársverði

OI

inniheldur roucou olíu sem gefur góðan gljáa og mýkt

AUTHENTIC

vegan og 98% lífrænar vörur fyrir hár og húð

YOUR HAIR ASSISTANT

ætlaðar sérstaklega til að fullkomna blásturinn

WWW.FACEBOOK.COM/101HARHONNUN WWW.INSTAGRAM.COM/101HARHONNUN


34990 WOOL STRETCH JAKKAFÖT

34990

SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800


C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor

Hátíðarkveðja frá deildarforseta Lagadeildar Ágætu laganemar. Varla leikur nokkur vafi á því að hápunktur félagslífs laganema við Lagadeild Háskóla Íslands er árshátíðin sem haldin er 16. febrúar ár hvert en þann dag árið 1920 tók Hæstiréttur Íslands til starfa. Laganemar hafa fyrir margt löngu gert daginn að sínum og ár hvert leggja þeir á sig mikla vinnu svo að árshátíðin og aðrir atburðir tengdir 16. febrúar megi vera sem glæsilegastir og eftirminnilegir. Jafnframt er þessi dagur kærkominn en þá skapast tækifæri fyrir laganema og góð ástæða til að gera örstutt hlé frá laganáminu sem almennt er talið nokkuð strembið. Frá stofnun Lagaskólans 1908, forvera Lagadeildar, hefur inntak, skipulag og umgjörð laganámsins tekið stórfelldum breytingum og næsta öruggt að laganemarnir, sem hófu laganám 1908, ættu í einhverjum örðugleikum með að fóta sig í laganámi samtímans. Meðal þess sem einkennir laganámið í dag er áhersla á ýmsar námsgreinar alþjóðlegs réttar, námið hefur verið

7

skipulagt með hliðsjón af evrópskum viðmiðum, ýmis rafræn kerfi eru nýtt til samskipta kennara og nemenda og til upplýsingamiðlunar og skrifleg próf tekin á tölvu. Kennsluhættir og skipulag námskeiða er í sífelldri þróun og námsmat fjölbreytt. Auk framangreinds gefst laganemum meðan á laganáminu stendur tækifæri til þess að stunda nám við lagadeildir í öðrum löndum. Allt stuðlar þetta að því að gera laganema við Háskóla Íslands að fyrirtakslögfræðingum og í stakk búna til þess að takast á við síbreytilegar lögfræðilegar áskoranir samtímans en ekki leikur nokkur vafi á því að samfélagsleg ábyrgð lögfræðinga er rík. Jafnframt sækjast sífellt fleiri útskrifaðir lögfræðingar deildarinnar eftir því að fara í framhaldsnám til útlanda. Það er ánægjuleg staðreynd að margir þeirra hafa stundað nám og útskrifast frá bestu lagadeildum heims. Laganemar, ég óska ykkur innilega til hamingju með árshátíðardaginn, góðar minningar frá honum eru hluti af því að vera lögfræðingur frá Lagadeild Háskóla Íslands.



NÝ OG GLÆSILEG BLÖNDUNARTÆKJALÍNA Tengi kynnir Siljan, nýja og glæsilega blöndunartækjalínu frá FM Mattsson, MORA group.

Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is


Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Við viljum gera enn betur Hvað varðar jafnrétti kynjanna er Ísland framarlega á heimsvísu. Sú staða er vitaskuld ánægjuleg. Hin almennt góða staða Íslands í jafnréttismálum samanborið við önnur lönd þýðir þó ekki að við getum numið staðar. Mikil áhersla hefur verið á kynbundið ofbeldi í allri umræðu um jafnréttismál og vakning hefur orðið í samfélaginu um eðli og alvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og um tíðni þessara brota. Á þessu sviði hefur jafnframt þýðingarmikill árangur náðst. Mikilvægar réttarbætur hafa orðið í málaflokknum, svo sem með endurskoðun á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga árið 2007. Aukin áhersla og sérhæfing innan lögreglunnar hefur leitt til betra verklags við rannsóknir sem og við saksókn þessara brota. Það er að sama skapi jákvætt að brotaþolar hafa stigið fram og greint opinberlega frá reynslu sinni. Brotaþolar eru ekki lengur ósýnilegir í umræðunni um kynbundið ofbeldi og fyrir það getum við ekki síst þakkað kvennapólitískum hreyfingum. Eftir stendur þó að afbrotatölfræði lögreglu sem og aðrar mælistikur, svo sem tölur frá grasrótarsamtökum, sýna fram á að kynbundið ofbeldi er enn veruleiki kvenna. Ofbeldi gegn konum er því miður alltof algengt.

Feimnin við femínisma að hverfa

Önnur þýðingarmikil samfélagsbreyting hvað varðar kynjajafnrétti er að jafnréttisumræðan er ekki lengur einkamál kvenna, jafnrétti er ekki lengur málefni sem fyrst og fremst konur tala um og beita sér fyrir. Það er raunar mikill kraftur í umræðunni um jafnréttismál núna, eins og sást til dæmis í átakinu HeForShe. Og feimnin við að karlmenn skilgreini sig sem femínista að hverfa. Þessi breyting hefur grundvallarþýðingu enda á það við um jafnréttismálin eins og önnur mál að árangurinn verður mestur þegar sem flestir leggja málefninu lið og þegar það er samstaða um markmiðin. En hvað með jafnrétti á vinnumarkaði? Hin opinbera umræða um jafnrétti á vinnumarkaði hefur ekki verið jafnmikil á undanförnum árum og um kynbundið ofbeldi. Mögulega stafar það af þeirri tilfinningu að á þessu sviði séum við nánast komin að landi. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er með því hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Raunar er staðan sú að hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en hérlendis. Öll þekkjum við tölur um háskólamenntun á Íslandi þar sem menntun kvenna og karla er fyllilega hliðstæð.

Í stuttu máli er jafnlaunavottun tæki sem ætlað er að vera liður í því að útrýma kynbundnum launamun 10


Við erum sömuleiðis stolt af því að hafa verið fyrst allra þjóða í heiminum til að kjósa konu sem forseta. Einnig erum við þekkt fyrir núgildandi fæðingarorlofslöggjöf okkar sem var sett með það að leiðarljósi að bæta stöðu kynjanna, ekki síður en að auka rétt barna til samveru með foreldrum sínum. Með því að færa feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs færðum við konum samhliða aukna möguleika á atvinnumarkaði. Gæti staðan á vinnumarkaði þá nokkuð verið betri?

Með því að færa feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs færðum við konum samhliða aukna möguleika á atvinnumarkaði Þyngri sönnunarbyrði á konum?

Tölurnar segja okkur hins vegar að við getum gert mun betur. Óútskýrður kynbundinn launamunur er enn veruleiki á vinnumarkaðnum. Þótt vissulega sé hægt að þræta um hversu mikill þessi launamunurinn er, þá stendur eftir að ótal rannsóknir hafa aftur og aftur sýnt fram á að kynbundinn launamunur er til staðar. Spurningin er því ekki hvort við glímum við kynbundinn launamun heldur hversu mikill hann er. Á kjarnyrtri íslensku þýðir þetta að konum eru greidd lægri laun fyrir sömu störf og karlar vinna. Staðan er þessi þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun fyrir

11

sömu störf. Auk þess eru karlar í töluverðum meirihluta æðstu stjórnenda í fyrirtækjum og þar hafa konur alltaf verið í minnihluta.

Jafnlaunavottun – tæki gegn launamisrétti

Kastljósið hefur ekki verið nægilega sterkt á fyrirtækin hvað varðar jafnrétti kynjanna. Í samfélagi þar sem menntun og atvinnuþátttaka karla og kvenna er svipuð auk þess sem löggjafinn bannar mismunun hlýtur niðurstaðan þá ekki að vera sú að við verðum að rýna viðhorfin? Getur verið að sönnunarbyrðin sé þyngri á konum? Að þessu leyti erum við komin nokkuð skemmra á veg en við höldum hvað varðar jafnrétti á vinnumarkaði. Það er nefnilega enn töluvert í land. Löggjafinn hefur eins og áður sagði látið til sín taka á þessu sviði, ekki bara með því að árétta að konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir sömu störf heldur einnig með því að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Það var gert árið 2010 og lögin hafa borið árangur hvað varðar stjórnir. Lögin hafa hins vegar ekki haft afgerandi áhrif hvað varðar stjórnarformennsku. Þar verðum við að rýna viðhorfin. Næsta þýðingarmikla mál varðandi jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er að innleiða jafnlaunavottun. Í stuttu máli er jafnlaunavottun tæki sem ætlað er að vera liður í því að útrýma kynbundnum launamun. Hugmyndin er að fyrirtækjum og stofnunum, með fleiri en 25 starfsmenn, verði gert að gangast undir jafnlaunavottun til að leiða í ljós hvort málefnaleg sjónarmið séu að baki launaákvörðunum, þ.e. að enginn kynbundinn launamunur fyrirfinnist. Lögfesting jafnlaunavottunar hefur það að markmiði að stuðla að launajafnrétti með auknu gagnsæi í launaákvörðunum, annars vegar með vottun jafnlaunakerfa og hins vegar með greiðari aðgengi launþega að upplýsingum um launaákvarðanir. Jafnrétti á vinnumarkaði er grundvallarmál og sömuleiðis réttlætismál. Þegar myndin af vinnumarkaði er sú að óskýrður kynbundinn launamunur er enn veruleiki þá blasir við að hér þarf að gera betur. Viljum við það ekki öll?


MÍNÚTUR OG SMS

SAFNAMAGN

Endalaust í alla vini þína, sama hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru.

Gagnamagn sem safnast upp á næsta mánuð ef þú notar það ekki allt.

kr./mán.

SPOTIFY STREYMI FYRIR 0 kr. Bættu Spotify Premium við ÞRENNU fyrir 1.490 kr./mán. og þú streymir tónlist á 0 kr. á hraðasta farsímaneti á Íslandi.

... EÐA MINNA MEÐ GOMOBILE

GOMOBILE INNEIGN Safnaðu inneign með því að versla hjá samstarfsaðilum GOMOBILE. Þú getur síðan notað þessa inneign til að borga niður símreikninginn þinn hjá ÞRENNU. Borgaðu þannig enn minna á mánuði.



Kolfinna Tómasdóttir, Alþjóðaritari Orators og forseti Norræna alþjóðaritararáðsins

NORRÆNAR VIKUR – MIKLU MEIRA EN BARA PARTÍ Orator er partur af Norræna alþjóðaritararáðinu (s. Nordiska Sekreteriatet) sem er samstarf 11 laganemafélaga á Norðurlöndunum. Norrænar vikur eiga uppruna sinn að rekja til byrjunar 19. aldar, en fyrir tæpum 200 árum hófust stúdentaskipti milli laganema frá Danmörku og Svíþjóð. Fljótlega bættist lagadeildin í Osló við þetta samstarf. Það var síðan árið 1856 sem Óskar I. Svíakonungur lét þau frægu orð falla á árshátíð laganema í Uppsölum að „héðan í frá yrði stríð milli skandinavískra bræðra ómögulegt“. Fyrr á öldum höfðu Danir og Svíar háð blóðug stríð sín á milli, það síðasta árið 1814. Norrænt samstarf og stúdentaskipti meðal laganema hefur verið reist á því gildi að byggja samvinnu meðal Norðurlanda með það að leiðarljósi að tryggja frið og farsæld til framtíðar og að skapa vinskap meðal stúdenta. Hefur þessi stefna skilað sér enda hefur stríð ekki verið háð meðal Norðurlanda í rúmar tvær aldir og hafa Norðurlöndin verið meðal friðsælustu svæða í heimi á þessum tíma. Með árunum sem liðu bættust við lagadeildir frá Finnlandi og loks á fyrri helmingi síðustu aldar hóf Orator fulla þátttöku í norrænu samstarfi laganema. Í hartnær öld hefur öflug samvinna verið meðal lögfræðistétta þessara landa og hefur það skilað miklum árangri í lagasetningu sem og samvinnu á öðrum sviðum samfélagsins. Það mætti að mörgu leyti segja að í dag hafi eitt lagakerfi myndast

14

á Norðurlöndunum, eða að minnsta kosti að samvinna meðal lögfræðistétta hafi skilað sér í vandaðri lagasetningu sem er býsna lík milli landanna. En hvað er norræn vika? Norræn vika er fimm daga dagskrá með tilteknu lagalegu þema. Fyrirlestrar, kokteilar, heimsóknir í dómstóla og ýmislegt fleira einkennir dagana þegar tökumst á við ólík lögfræðileg álitaefni hverrar viku, en þau eru oftar en ekki eitthvert samnorrænt lagalegt viðfangsefni sem er í hinni fræðilegu deiglu hverju sinni. Kvöldunum eyðum við svo saman þar sem við gleðjumst yfir afrakstri dagsins og fögnum lífinu. Margir virðast þó halda að norrænar vikur séu bara stanslaust fimm daga partí og ekkert meira, en það er alls ekki svo. Jú, við fáum okkur einn bjór af og til. Stundum fáum við okkur jafnvel tvo, en ég trúi því svo sannarlega að norrænar vikur snúist um að koma saman og læra eitthvað nýtt með góðu fólki. Mynda vinatengsl og muna það að þótt heimili okkar séu í ólíkum norrænum ríkjum þá erum við öll börn norðursins og deilum óendanlega mikilli sögu og menningu. Jú, sögurnar eftir þessa tvo bjóra á kvöldin eru eflaust frásagnarverðari heldur en rólegir dagar á fyrirlestrum og það er kannski einmitt þess vegna sem litið er á norræna samstarfið sem eintóma skemmtun. Við förum á norrænar vikur til að takast á við ný lagaleg álitaefni og heimsækja nýja staði. En það er í raun


aukaatriði þegar við hugsum til persónulegu reynslunnar. Þú eignast vini fyrir lífstíð, gætir fundið stað fyrir skiptinám og sumir finna ástina í öðru landi. Ég hef verið svo lánsöm að kynnast frábæru fólki og eignast nokkra af mínum bestu vinum á norrænum vikum. Á sama tíma hef ég einnig lært virkilega áhugaverða og skemmtilega hluti, en það hafði til dæmis ekki hvarflað að mér að sjóréttur væri svona svakalega áhugaverður fyrr en ég sótti norræna viku í Osló. Aukin þekking á fræðunum, góðir vinir og frábær skemmtun eru helstu sérkenni á norrænum vikum. Er það ekki næg ástæða til að kaupa flugmiða og skella sér út? Það vill líka svo heppilega til að ef áhugi er á að taka þátt í norrænni viku er ekki nauðsynlegt að fara úr landi. Norræn vika Orators er haldin árlega í kringum árshátíð félagsins þann 16. febrúar. Í ár verður þemað „Jafnrétti kynjanna – Ísland brúar bilið“ og verður áhersla lögð á að kynna fyrir þátttakendum samfélagslegt viðhorf, aðdraganda og tilurð reglna og þess lagaumhverfis sem gildir um jafna stöðu kynjanna á Íslandi. Haldnir verða ýmsir fyrirlestrar auk þess sem farið verður í heimsóknir í Hæstarétt, á lögmannsstofur og til fleiri fyrirtækja og stofnana. Öllum meðlimum Orators stendur þar með til boða að taka þátt í norræna samstarfinu án þess að fara úr landi. Meðalmaðurinn eyðir um það bil 1 klukkustund og 40 mínútum á dag á samfélagsmiðlum sér til skemmtunar. Ef við gefum okkur að við séum í skóla um 32 vikur á ári og erum í laganámi í fimm ár, þýðir það að við eyðum rúmum 78 sólarhringum á skólaárunum sjálfum bara að hanga á samfélagsmiðlunum. Ef við höfum þennan tíma fyrir samfélagsmiðlahangs þá ættum við nú að eiga fimm daga aflögu til að skella okkur á norræna viku. Ég get fullyrt það að ég hef öðlast eitthvað svo miklu meira á norrænni viku en það sem samfélagsmiðlahangs getur nokkurn tímann gefið mér. Til hamingju með daginn, kæru laganemar! Góða skemmtun og gangið hratt inn um gleðinnar dyr.

15

S É R H Æ F Ð L Ö G M A N N S Þ J Ó N U S TA



Finndu ré!a kortið fyrir þig

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta Kreditkort gefur út MasterCard og American Express kort beint til viðskiptavina og við gerum okkur vel grein fyrir því að sama kortið hentar ekki öllum. Það er þess vegna sem við bjóðum upp á svona marga ólíka valkosti og þess vegna er það hjá okkur sem þú finnur rétta kortið fyrir þig. 5206

VALID THRU

Kynntu þér kostina á kreditkort.is 5206

Kreditkort

Ármúla 28

108 Reykjavík

550 1500

kreditkort@kreditkort.is

kreditkort.is

VALID THRU



Hildur Hjörvar

Skiptinámsrant 1) Höfundur tekur enga ábyrgð á þeim alhæfingum og fordómum sem hér birtast. Höfundur undirstrikar jafnframt að skiptinám er í alvöru snilld og þið ættuð öll að fara í svoleiðis. 2) Klöru Óðinsdóttur, Guðmundi Má Einarssyni og Sigríði Dagbjörtu Ásgeirsdóttur eru færðar þakkir fyrir aðstoð við hinn mjög svo óminnuga höfund greinarinnar. Í rekabálki 1. tbl. 69. árgangs Úlfljóts – tímarits laganema birtist lofsöngur um skiptinám eftir ykkar einlæga. Þar fjallaði ég um gæði námsins, spennandi áskoranir í nýju umhverfi og hvað það er hollt að stíga út fyrir þægindarammann (grínlaust, dæmið mig). Hér ætla ég því ekki að fjalla um neitt af þessum atriðum. Ég ætla bara að ranta um allt það fáránlega asnalega við skiptinám og skiptinámslandið mitt, Holland. Fyrir það fyrsta eru sko alltof margir skólar í boði. Alltof. Ég var greind með krónískan ofsavalkvíða eftir að hafa eytt einu og hálfu ári í að velja skóla og skipt svo um skoðun daginn áður en umsóknarfresturinn rann út. Einn skóla fyrir alla og ekkert val, takk. Það er líka fáránlega mikið vesen að flytja milli landa. Ég eyddi í alvörunni einni nótt sofandi á gólfinu í hassreykjandi hippakommúnu á meðan ég var að leita mér að íbúð. Ég get mögulega pínu sjálfri mér um kennt fyrir

19

að vera mesta nánös á norðurhveli jarðar og hafa alls ekki viljað punga út fyrir hosteli. Mögulega. Svo er það auðvitað félagsskapurinn. Þú þarft virkilega að leggja þig fram ef þig langar til að kynnast einhverjum heimamönnum, því annars endarðu bara djammandi með öðrum Erasmus-skiptinemum alla önnina, átt sömu samtölin um „Where are you from?“ og „Is it true that Iceland is green and Greenland is ice?“ aftur. Og aftur. Ég þakka guði og öllum góðum vættum fyrir að hafa farið í skiptinám fyrir EM. Sagan segir að íslenskur skiptinemi í Hollandi eigi yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa hent sjötugasta manninum sem tók víkingaklappið við sig í síki. Erasmus-nemarnir eru btw öll 18 ára og þú átómatískt ungamamman eða gamli kallinn í hópnum því íslenska menntamaskínan rígheldur í nemendur sína langt fram yfir tvítugt. Íslenska skólakerfið má hins vegar eiga það að vera sæmilega framþróað – í það minnsta þurfum við sjaldnast að taka lokapróf með blaði og blýanti. Það þarf hins vegar að gera í öllum skiptinámsskólum sem ég veit um. Á 21. öldinni, þegar mannkynið býr sig undir að flytja til Mars af því að við fokking getum það, er það samt ofviða fremstu háskólum Evrópu að leggja fyrir próf nema eftir frumstæðustu og tímafrekustu aðferð sem þekkist. Guð forði þér líka frá því að vilja nota krítarkort, nú eða


stinga einhverju í samband í tíma. Það er ekki í boði. Í Vínarháskóla fer skráning í námskeið fram á listum sem hengdir eru upp á töflu í skólanum. Háskóli Íslands gæti án gríns leyst öll sín fjárhagsvandræði með því að selja Ugluna til annarra Háskóla. (Ég stal þessari hugmynd.) Íslenska kerfið er samt alveg þægilega aftarlega á merinni með það að láta fólk undirbúa sig fyrir tíma. Maður kemst alveg upp með að mæta þunnur og ólesinn í tíma (ekki það að ég mæli með því) þegar kennslan fer fram í formi passívra fyrirlestra. Ég lærði það fljótt að ég kæmist ekki upp með sama slugsaháttinn þegar ég mætti einhvern tíma ólesin í tíma í skiptináminu, var beðin um að gera grein fyrir einhverjum dómi og var svo bara skömmuð fyrir að Svona afgreiða Hollendingar í alvöru mat. Myndin er tekin rétt áður en konan á henni fékk heiftarlega matareitrun.

Á Íslandi væri hringt í barnaverndarnefnd ef þú ferðaðist svona um með börnin þín (enda nennir enginn í alvörunni að hjóla á Íslandi).

20

geta það ekki! Eins og ég ætti bara að þurfa að hafa eitthvað fyrir náminu! Og maturinn. Hollendingar borða ekkert nema það sé sko tví- og jafnvel þrídjúpsteikt og samt eru þau öll fáránlega hoj og slank og langlíf. Það er algjörlega óþolandi. Vinsæll skyndibiti í Hollandi er afgreiddur úr hitakössum þar sem maturinn stendur í marga klukkutíma áður en einhver aum sál smellir evrumynt í rauf á kassanum, kassinn opnast og þessi auma sál sporðrennir herlegheitunum (sjá mynd). Einu mögulegu rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru þau að neytendur fái með þessu viljandi matareitrun sem heldur þeim svona hoj og slank. Svo er það framburðurinn. Auðvitað fer enginn í skiptinám til Spánar nema bara til að geta sagt yfirlætislega Barþelóna eftir að heim er komið, og ég skil það alveg. Hollenska tungumálið, sem er einhver kjánaleg blanda af þýsku og dönsku sem ég veit ekki hvernig fékk viðurkenningu sem sjálfstætt tungumál, býður aftur á móti ekki alveg upp á sama sjarma. Ég fæ engin kúlstig fyrir að koma heim og bera Van Gogh fram Fan Kgchokgch, eins og „á að gera það“. Ég átti hollenskan kærasta sem heitir Vincent, löngu áður en ég fór í skiptinám, og komst

Ég eignaðist blessunarlega hollenska vini í skiptináminu. Þau voru flest í sínum öðrum eða þriðja master. Takið eftir að tveir þeirra þurfa að beygja sig til að sjást á myndinni, þeir eru svo hávaxnir. Þau voru öll búin með 18 djúpsteikta bjóra þegar myndin var tekin.


ekki að því fyrr en ég hitti hann aftur í Hollandi að hann heitir alls ekki Vincent. Hann heitir Finncent. Ekki má gleyma ósiðunum. Hér skal tekið fram að í raun eru Íslendingar auðvitað barbarar Evrópu, en það er miklu skemmtilegra að hundsa það og dæma aðra. Evrópubúum er það til dæmis tamt að snýta sér á almannafæri og stinga snýtubréfinu svo í vasann til að nota það aftur seinna. Hollendingar hjóla um allar trissur með ungabörnin sín á klappstólum sem þau kalla barnasæti, hjálmlaus og beltislaus. Í Austurríki er það lögbrot að selja meira en eina klósettpappírsrúllu í einu á sunnudögum. Þjóðverjar fara öll saman nakin í sána, eins og ekkert sé eðlilegra, og það er brottrekstrarsök að mæta í sundfötum. Finnar stunda það svo grimmt að hella sig full, ein, heima, á nærfötunum að þau eiga sérstakt orð yfir það. Hvernig Evrópa komst upp með það í árhundruð að kalla sig „hinn siðmenntaða heim“ er ofar mínum skilningi. Eftir þetta er svo frábært að koma heim – kaupa í matinn (sem kostar milljón), fara í Ríkið (ríkisrekin sérverslun fyrir áfengi, hví ekki?), taka Strætó (þarftu ekki örugglega bara að komast á milli staða á hálftíma fresti?), fara á barinn (óspennandi lager á krana á 1.200 kall) og flytja, 25 ára gömul, aftur heim til mömmu og pabba þar sem þú neyðist til að búa að eilífu.

21 LMB LÖGMENN SLF • BERGÞÓRUGÖTU 55 • 101 REYKJAVÍK • 578 0080 • LMB@LMB.IS


Andri Árnason hrl. Andri AndriÁrnason Árnason hrl. hrl. Edda Andradóttir hrl., LL.M. Edda Andradóttir Edda Andradóttir hrl., hrl., LL.M. LL.M. Finnur Magnússon hrl., LL.M. Finnur FinnurMagnússon Magnússon hrl., hrl., LL.M. LL.M. Halldór Jónsson hrl. Halldór Jónsson hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus Lárus L. Blöndal hrl. LárusL. L.Blöndal Blöndal hrl. hrl. Sigurbjörn Magnússon Sigurbjörn hrl. SigurbjörnMagnússon Magnússon hrl. hrl. Simon David Knight Simon SimonDavid David Knight Knight Stefán Stefán A. Svensson hrl., LL.M. StefánA. A.Svensson Svensson hrl., hrl., LL.M. LL.M. Vífill Harðarson hrl., LL.M. Vífill VífillHarðarson Harðarson hrl., hrl., LL.M. LL.M.

Andri hrl. Andri Árnason Andri Árnason hrl. hrl. Halldór Jónsson hrl. Halldór Halldór Jónsson hrl. hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Lárus hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll hdl., LL.M. Páll Ásgrímsson Páll Ásgrímsson hdl., hdl., LL.M. LL.M. Sigurbjörn Magnússon Sigurbjörn Magnússon hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl. hrl. Stefán Svensson hrl., Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. LL.M. Vífill hdl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl. Andri AndriÁrnason Árnasonhrl. hrl. Halldór Jónsson Halldór Jónsson hrl. Halldór Jónsson hrl. hrl. Lárus Blöndal hrl. Lárus hrl. LárusL.L. L.Blöndal Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL Páll hdl., LL.M PállÁsgrímsson Ásgrímsson hdl., LL Sigurbjörn Magnússon Sigurbjörn Magnússon hrl Sigurbjörn Magnússon h h Stefán Svensson hrl., Stefán hrl., L StefánA.A. A.Svensson Svensson hrl., Vífill Harðarson hdl., LL. Vífill LL.M VífillHarðarson Harðarsonhdl., hdl., LL.

Borgartúni 26 26 Borgartúni 26 ISBorgartúni 105 Reykjavík IS 105 Reykjavík IS 105 Reykjavík +354 580 4400 +354 www.juris.is +354 580 580 4400 4400 www.juris.is www.juris.is



Jón Bjarni Kristjánsson, hdl. Kristján Stefánsson, hrl. Páll Kristjánsson, hdl. Stefán Karl Kristjánsson, hrl.


Elvar Austri Þorsteinsson

Almennan, kokteilar og sitthvað fleira „Lögfræði já, svo þú ætlar að vera atvinnulaus.“ Þetta heyrði ég, einu sinni eða tvisvar, þegar fólk spurði hvert lífið stefndi eftir menntó. Mjög uppörvandi svona. Hingað er ég nú þó kominn, eins og ég hef stefnt að í nokkurn tíma. Á háskólakynningunni spjallaði ég við skikkjuklæddan laganema sem sagði mér frá almennunni, lesstofunni og félagslífinu. Jú, það hlaut að vera nokkuð um félagslíf þar sem hann kvað lagadeildina vera með sinn eigin bar í kjallaranum. Eftir síðustu önn vil ég nú þó meina að Fredagsbarinn falli ekki undir almenna málvenju á hugtakinu „bar“, þó hann gæti mögulega fallið innan merkingarfræðilegs ramma þess. Við látum það bara liggja milli hluta. Jú, hinn „júridíski þankagangur“ virðist hafa sest ögn að í kollinum á fyrstu önninni hér, í blessaðri almennunni. „Mikill lestur og mjög þurrt námsefni“ var það sem eldri nemendur höfðu sagt um það yndislega fag og vikuleg áminning Hafsteins Dans um „hið sögulega 90% fall“ sparkaði ávallt létt í afturendann. En hér er maður nú, temmilega heill á líkama og sál eftir þessa fyrstu önn. Á fyrsta mentorfundinum var talað um þá ólýsanlegu tilfinningu þegar hvíta stikan á Uglunni, sem tileinkuð er almennunni, verður græn. Jú, ætli það sé ekki nokkuð til í því bara. Félagslífið lét svo ekki á sér standa og hófst með

25

hinni mjög svo (mis)eftirminnilegu Þingvallaferð þar sem við röltum um þann sögufræga stað, öll mjög prúð og stillt, og lærðum (mismikið) um staðinn og komandi félagslíf lagadeildarinnar. Kokteilarnir hafa svo staðið fyrir sínu en þar tóku vinahópar að myndast og lagði það grunninn að góðum námsfélögum, sem milli kokteilanna sitja á lesstofunni og innbyrða fróðleik í stórum stíl. Það var vel tekið á móti okkur nýnemunum og vorum við strax orðnir hluti af deildinni. Já, stjórnin á sko hrós skilið fyrir sín frábæru störf og allir þeir sem koma að því að halda félagslífi deildarinnar gangandi. Ég hef nú enn ekki lesið lagasafnið, eins og fólk gerir fastlega ráð fyrir að við stundum hér í deildinni, en blaðsíðurnar eru þó orðnar nokkrar og fer þeim fjölgandi. Það kom nokkuð fljótt í ljós að þessi mikli lestur sem allir töluðu um er engin þjóðsaga og hefur þá áðurnefnd lesstofa einmitt komið sér vel. Þar getum við setið saman og hughreyst hvert annað á erfiðum tímum. Í deildinni er margt fólk sem maður getur horft upp til, er maður fótar sig fyrst í faginu, og ekki er verra að fá að kynnast þessu fólki smátt og smátt. Ég vil meina að við laganemar séum alls ekki eins kaldir og leiðinlegir og margir halda, þó svo að ég sé mögulega ekki alveg hlutlaus þegar kemur að því að dæma um það. Eldri nemendur eru duglegir að miðla reynslu sinni, ráðleggja manni og fyrir kemur að þeir eigi


„reifanir“ á námsefninu sem hægt er að fá aðgang að. Hún er mikils virði, svona samheldni, og ég sé ekki fram á annað en við, sem ný erum, munum varðveita hana áfram. Það kemur að því að við verðum ekki lengur nýnemar, aðrir nýrri nemendur munu stíga sín fyrstu skref hér, ráðvilltir og örvæntingarfullir eins og við vorum, og munum við þá gera okkar besta í að taka jafn vel á móti þeim. Um leið og ég nýti tækifærið til að þakka ykkur, samnemendum mínum, fyrir skemmtilega tíma hér í deildinni á undanförnum mánuðum, óska ég ykkur gleðilegrar hátíðar er við tökum okkur pásu frá bókunum og skemmtum okkur saman á afmælisdegi Hæstaréttar!

Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd, Borgarapótek, Lyf og heilsa; JL húsi, Kringlu og Austurveri, Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek, Balletbúðin Arena. Netverslanir Aha.is, Heimkaup, Krabbameinsfélagið og Netsöfnun.

Nánar um sölustaði á facebook

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi

síðan 1996

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn:

581 3300 & 896 8242 Komum heim til aðstan en a og r ðum skipulag tfarar ef óskað er Sverrir Einarsson

www.utforin.is

Kristín Ingólfsdóttir

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR 26

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242


ÞAÐ ER FLJÓTLEGT OG EINFALT AÐ PANTA MEÐ DOMINO'S APPINU OG Á VEFNUM OKKAR, DOMINOS.IS

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra

Ástæðulaus aðkoma ríkisvaldsins Í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hengdi upp 95 greinar gegn aflátssölu rómverskkaþólsku kirkjunnar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi en atvikið markaði upphaf siðbótar kirkjunnar. Samtíða Marteini fóru einnig konur sem fetuðu ótroðnar slóðir og lögðu sitt af mörkum til siðbótarinnar. Það var því við hæfi að hefja siðbótarafmælið hér á landi í lok janúar með því að beina kastljósinu að þeirra þætti í sögunni. Ein kvennanna vildi til að mynda fá að predika í kirkju sinni en þurfti að sætta sig við að koma boðskap sínum á framfæri í sálmi sem hún orti rétt eftir árið 1520. Á Íslandi var kona ekki vígð til prests fyrr en árið 1974 sem er til marks um að góðir hlutir gerist oft hægt. Lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta voru sett árið 1911 en konum fjölgaði þó afar hægt í háskólanámi. Það var ekki fyrr en um hálfri öld síðar að konur hófu að setjast í lagadeild Háskóla Íslands í einhverjum mæli og ekki eru mörg ár síðan konur urðu um helmingur laganema. Það er lítill ágreiningur um að rekstur kvenna á heimilum og uppeldi barna eigi stóran þátt í því að þær komu hægar út á það sem kallað hefur verið vinnumarkaður. Já, hér er heimilishaldið nefnt rekstur því þótt heimili séu ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá eru þau merkustu félögin í hverju þjóðfélagi og rekstur þeirra skiptir verulegu máli. En um leið og rætt er um þessa

28

staðreynd sem dragbít fyrir konur og hlutskipti þeirra sem fórnarlömb eru menn þó sammála um að dýrmætustu stundirnar í lífi fólks séu almennt með börnum sínum. Þeir sem fylgst hafa með hjalandi hvítvoðungi verða að kátum krakka mótmæla því varla. Þó er í þessu samhengi sjaldnast minnst á fjarvistir feðra frá börnum sínum á meðan þeir sinna erfiðisvinnu í námum, smiðjum eða á hafi úti. Það er óhætt að fullyrða að hvergi halli lengur á konur í íslenskum lögum. Konur mæta hvergi formlegum hindrunum, þær geta bæði samið sálma og predikað yfir söfnuðum ásamt öllu hinu sem þeim kemur til hugar og hrinda í framkvæmd. Það kann að vera ofmælt en gæti ekki verið að aldrei áður í veraldarsögunni hafi verið uppi hópur með bjartari framtíð en ungar konur á Íslandi, nú í upphafi nýs árþúsunds? Þeim virðast allir vegir færir með sína góðu menntun, almenna heilsuhreysti og ágætu atvinnuhorfur í þjóðfélagi sem á flesta mælikvarða telst eitt af þeim bestu. Auðvitað vitum við ekki hvað verður úr þeim hagstæðu aðstæðum sem nú eru uppi en það er full ástæða til bjartsýni. Engu að síður mætti ætla af umræðunni að langt sé í land í „jafnréttismálum“. Hvernig stendur á því? Enginn vafi leikur á því að umræðan um hin alræmda launamun kynjanna á þar drýgstan þátt. Reglulega eru fluttar fréttir af því að með sömu hægu þróuninni muni laun karla og


kvenna ekki verða jöfn fyrr en eftir 70 eða jafnvel 150 ár. Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heimilis. Vafalaust er ástæðan meðal annars sú að konur eiga enn fleiri dýrmætar stundir með börnum sínum en karlar. Hvernig fólk kýs að haga þeim málum hverju sinni er eitthvað sem foreldrar ákveða innan fjölskyldunnar og sú ákvörðun á skilið fulla virðingu. Í þeim launakönnunum sem gerðar eru til að kanna í hverju launamunur kynjanna felst er jafnan reynt að leiðrétta fyrir ýmsum þáttum á borð við vinnutíma, mannaforráð, menntun og reynslu. Þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum stendur hins vegar enn eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjunum, körlum í vil. En þessi marktæki munur finnst aðeins í takmörkuðu umhverfi launalíkansins. Utan þess eru margir huglægir og ómælanlegir þættir sem erfitt er að fella inn í líkön af þessu tagi. Tveir starfsmenn geta litið eins út á pappír, með sömu reynslu og menntun, en annar þeirra hefur minni áhuga á starfinu, hefur ekki frumkvæði að nýjum verkefnum og sinnir viðskiptavinum af hálfum hug. Svo getur annar

„Það má því segja að þótt kannanir mæli enn um 5% „kynbundinn“ launamun þá er hann of lítill til að hægt sé að fullyrða nokkuð um kynbundið misrétti á launamarkaði.“ 29

starfsmannanna alltaf verið til í að vinna yfirvinnu á meðan hinn neitar slíku. Þetta veit aðeins vinnuveitandinn og launar í samræmi við það. Um þessa þætti hafa líkönin sem mæla launamuninn enga hugmynd. Við bætist að á vinnumarkaði er enn talsverð kynjaskipting, þ.e. svonefnd kvennastörf og karlastörf, sem þvælist fyrir raunhæfum samanburði á launum kynjanna. Það má því segja að þótt kannanir mæli enn um 5% „kynbundinn“ launamun þá er hann of lítill til að hægt sé að fullyrða nokkuð um kynbundið misrétti á launamarkaði. Til þess eru kannanirnar of takmarkaðar ásamt því að mannleg samskipti verða aldrei felld að fullu í töflureikni. Þær munu því seint geta metið hina huglægu þætti sem skipta svo miklu máli í sambandi vinnuveitanda og starfsmanns. Í skýrslunni Launamunur karla og kvenna sem velferðarráðuneytið lét vinna árið 2015 segir: „Ómálefnalegan, óskýrðan launamun má skilgreina sem launamun sem eingöngu er vegna kynferðis. Um er að ræða þann mun sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem áhrif hafa á launamyndun. Í reynd er í besta falli hægt að nálgast þennan mun. Launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veitir ekki svar við. Við getum því ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.“ Það leikur ekki nokkur vafi á því að þrýstingur á opinberar aðgerðir í jafnréttismálum, til dæmis kynjakvóta og jafnlaunavottanir, myndi minnka ef þessu væru gerð betri skil í opinberri umræðu.


G.M. EINARSSON ehf. Byggingastjórnun – Múrverk – flísalagnir.


Við erum á Facebook

/Augljos

Þórður Bogason hrl. Einar Farestveit hdl. Gunnar Ingi Jóhannsson hrl. Kristín Ólafsdóttir hdl. Unnur Ásta Bergsteinsdóttir hdl. Diljá Catherine Þiðriksdóttir lögfr. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir lögfr.

LH LÖGMENN • HÖFÐABAKKI 9 • 6. HÆÐ • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 1286 LOGMENN@JUSTICE.IS • WWW.JUSTICE.IS

LASER AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Hanna Björt Kristjánsdóttir

We’re all in this together. Ég átta mig alveg á því að þetta er mjög klisjukennt og fyrirsjáanlegt umræðuefni til að birta í Árshátíðarriti Orators, en mér er bara alveg sama því þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að velta fyrir mér undanfarið. Á dögunum kom upp sú umræða að það ætti að færa lesstofu Lögbergs undan yfirráðum lagadeildar og yfir á reikning Félagsvísindasviðs. Reyndar hefur þessi umræða verið í gangi lengi en hún hefur orðið háværari í ár en hún hefur áður verið – sem dæmi þá samkjaftar Sigmar Aron, stud. jur., ekki um hvað hann hatar lesstofuna mikið. Þetta þykir mér mjög leiðinleg þróun þótt ég átti mig vel á því hvaðan þessi tillaga kemur enda er mjög dýrt fyrir minnkandi lagadeild að borga undir laganema þessa stóru lesstofu. Í hugum margra er lesstofan eitt af því sem bindur okkur laganemana saman. Hér mætast öll árin, allar stjórnmálaskoðanir, nördarnir og djammararnir. Inni á lesstofunni hefur skapast mjög gott andrúmsloft (þó ekki í bókstaflegum skilningi, loftgæðin eru ekki sérlega

góð) og allir eru velkomnir þangað inn. Í könnun sem „Þú eignast stjórn Orators gerði sem ekki bara nýja mótrök við þessum tillögum Félagsvísindasviðs kom drykkjufélaga fram að meirihluti laganema heldur einnig sem svöruðu könnuninni (um 200 stykki) sagðist langtímavini mynda tengsl við aðra og –kollega.“ samnemendur sína inni á lesstofunni, en þessi tengsl eru miklu meira virði en við áttum okkur á. Þú eignast ekki bara nýja drykkjufélaga heldur einnig langtímavini og -kollega. Það að geta snúið sér við og spurt annan eldri og reyndari laganema, eða einhvern sem er þér samferða í náminu, um ráð og heilræði er ómetanlegt. „We‘re all in this together“ er titill á lagi úr meistaraverkinu High School Musical, en það gæti vel verið þemalag lagadeildarinnar. Þar sem við stefnum

„Þá er það ómetanlegt að geta stuðst við tengslin sem maður myndaði á lesstofunni, í kokteilum eða í hytte í Turku.“ 32


Burðarás í íslenskri flug- og ferðaþjónustu

ICELANDAIR GROUP Burðarás í íslenskri flug- og ferðaþjónustu

Íslensk ferðaþjónusta er sú atvinnugrein landsins sem er í örustum vexti og við erum stolt af framlagi okkar til uppbyggingar ferðaþjónustu um land allt.

TÍMARIT

DAGBLÖÐ

Cyan magenta yellow black

100 85 0 33

Cyan magenta yellow black

100 75 0 26

Cyan magenta yellow black

0 35 100 0

Cyan magenta yellow black

0 30 100 0

Íslensk ferðaþjónusta er sú atvinnugrein landsins sem er í örustum vexti og við erum stolt af framlagi okkar til uppbyggingar ferðaþjónustu um land allt.

TÍMARIT

33

ÍSLENSKA/SIA.IS ICG 71660 11/14

ICELANDAIR GROUP

DAGBLÖÐ

Cyan magenta yellow black

100 85 0 33

Cyan magenta yellow black

100 75 0 26

Cyan magenta yellow black

0 35 100 0

Cyan magenta yellow black

0 30 100 0

ÍSLENSKA/SIA.IS ICG 71660 11/14

flest að því að útskrifast sem lögfræðingar á einhverjum tímapunkti þá er mjög líklegt að við munum vinna með einhverjum sem við höfum kynnst innan lagadeildar. Þá er það ómetanlegt að geta stuðst við tengslin sem maður myndaði á lesstofunni, í kokteilum eða í hytte í Turku. Við í lagadeildinni erum ótrúlega heppin að fá að njóta þessarar aðstöðu sem við höfum og því getum við ekki gengið að því sem gefnu að lesstofan verði alltaf til staðar, en ég hef gerst sek um þann glæp. Ég gleymdi að sækja aftur um borð á lesstofunni og missti því borðið mitt Þetta ætti að vera okkur öllum víti til varnaðar, þar sem við megum ekki sofna á verðinum og missa frá okkur Mekku hins júridíska þankagangs.


Reykjavík Hair Borgartún 8 Sími: 555-1001

Við græjum þig með prentara og hylki. 10% afsl.


SJÓNMÆLINGAR

Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811


Hafsteinn Dan Kristjánsson

„Á bjargi byggði hygginn maður hús“ 1

Að iðka lögfræði Lögfræðina iðka ber af heilindum og samkvæmni. Röksemdafærslan þá fegurst er ef aga er gætt og nákvæmni.

I. Traustasta stoðin sem vegvísir í lögfræðilegri röksemdafærslu

Í lögfræðilegri röksemdafærslu, hvort sem er í rökstuðningi dóma, úrskurða eða málflutningi lögmanna, er oftsinnis vísað til almennra forsendna og af þeim leiddar ákveðnar og afmarkaðar niðurstöður um hver réttarreglan sé í máli. Í sumum tilfellum hefur rökstuðningurinn það yfirbragð að niðurstaðan leiði augljóslega af forsendunum og gæti vart verið önnur. Nefna má eftirfarandi sem dæmi.2 1. Vegna sjónarmiða um réttaröryggi telst tiltekin ákvörðun vera stjórnvaldsákvörðun. 2. Þar sem markmið laga um heilbrigðisþjónustu er að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita á tiltekinn sjúklingur rétt á tiltekinni aðgerð.3 3. Á grundvelli tjáningarfrelsisákvæðis MSE á ákveðinn aðili aðgang að gögnum frá hinu opinbera sem varða almannahag.4 4. Eðli EES-réttar er slíkt að það leiðir til skaðabótaskyldu ríkisins að tilteknum þremur skilyrðum fullnægðum í tilteknu máli.5 Þessi dæmi eiga það sameiginlegt að byggt er á almennri forsendu, þ.e. almennri meginreglu, markmiði eða sjónarmiði, og af því er dregin ályktun um ákveðna og afmarkaða niðurstöðu. Hér á eftir verður því velt upp hversu sannfærandi slík rök eru almennt séð. Því verður haldið fram að eftir því sem ályktun um réttarreglu byggir á traustari stoð því meira sannfærandi er hún. Sömu sögu er að segja um aðferðina til að komast að niðurstöðu. Hafa má leitina að traustustu stoðinni sem vegvísi í lögfræðilegri röksemdafærslu og viðmið við mat á því hversu sannfærandi rökstuðningur er. Fyrst verður farið yfir dæmi um gjafsóknarrétt barna þar sem reynir á almennar meginreglur. Því næst verður hugað að undirstöðum lagalegrar aðferðar. Síðan verður fjallað um leitina að traustustu stoðinni. Að endingu verður vikið á ný að dæminu um gjafsóknarrétt barna með hliðsjón af hugrenningum um leitina að traustustu stoðinni.

36

1.

Heiti greinarinnar er fengið úr vísunni „Á bjargi byggði“ en hún er hljóðar svo: „Á sandi byggði heimskur maður hús, og þá kom steypiregn. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, og húsið á sandi, það féll. Á bjargi byggði hygginn maður hús, og þá kom steypiregn. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, og húsið á bjargi stóð fast.“ Höfundur ókunnur.

2. Dæmin eru ýmist tilbúin eða mjög einfölduð og nánast afbökuð. 3. Ákvæði 2. málsl. 1. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, hljóðar svo: „Markmið þeirra er að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði í samræmi við ákvæði laga þessara, lög um sjúklingatryggingar, lög um réttindi sjúklinga og önnur lög eftir því sem við á.“ 4. Sjá til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Magyar Helsinki Bizottság gegn Ungverjalandi frá 8. nóvember 2016, nr. 18030/11. 5. Sjá til hliðsjónar mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur gegn Íslandi fyrir EFTAdómstólnum, nr. E-09/97.


II. Dæmi um gjafsóknarrétt barna

Í 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, með síðari breytingum, er kveðið á um gjafsókn.6 Meðal skilyrði a-liðar er að fjárhag umsækjanda sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna yrði honum fyrirsjáanlega ofviða. Í flestum tilvikum eiga börn litlar eignir og hafa takmarkaðar tekjur. Væri aðeins litið til fjárhags barna, í þeim málum sem þau eru aðilar, er líklegt að kostnaður af gæslu hagsmuna yrði þeim fyrirsjáanlega ofviða. Spyrja má hvort heimilt sé að líta til fjárhags foreldra þegar tekin er afstaða til þess hvort veita eigi barni gjafsókn á þessum grundvelli. Í ákvæðinu er ekki fjallað um það álitaefni berum orðum. Hins vegar er heimilt samkvæmt lögunum að setja reglugerð þar sem kveðið er á um þau atriði sem líta ber til við mat á fjárhagsstöðu umsækjanda.7 Í reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar er síðan gengið út frá því að líta beri til fjárhags foreldra ef um barn er að ræða.8 Árið 2005 var gerð breyting 9 á 1. mgr. 126. gr. laganna. Fyrir þá breytingu var að finna eftirfarandi málslið í ákvæðinu: „[Við] mat á efnahag [umsækjanda] má eftir því sem við á einnig taka tillit til eigna og tekna ... foreldra hans ef hann er yngri en 18 ára.“ Í lögskýringargögnum með lögunum frá 2005 er ekkert tekið fram um af hverju þessi málsliður var felldur brott. Aftur á móti var tekið fram að ætlunin væri að styrkja heimildir ráðherra til að kveða á um skilyrði gjafsóknar í reglugerð.10 Vaknar þá spurningin hvort ákvæði reglugerðarinnar þrengi rétt barna og fari þar með á svig við lagaákvæðið, eins og það verður túlkað eftir breytinguna sem var gerð með lögunum frá 2005. Niðurstaða um þetta álitaefni getur skipt máli. Foreldrar barns geta til dæmis verið tekjulágir en kostnaður af gæslu hagsmuna barnsins yrði þeim engu að síður ekki fyrirsjáanlega ofviða miðað við tekjuviðmiðanir í reglugerðinni. Þá gæti verið um stálpaðan ungling að ræða sem hefur lítið milli handanna og foreldrarnir vilja ekki af einhverri ástæðu höfða mál fyrir hönd hans.11 Hvað gæti mælt með þeirri niðurstöðu að ekki sé heimilt að líta til fjárhags foreldra þegar börn sækja um gjafsókn á grundvelli a-liðar 1. mgr. 126. gr. laganna? Í fyrsta lagi að texti ákvæðisins mælir ekki fyrir um það berum orðum. Þvert á móti er stuðst við orðalagið „fjárhag umsækjanda“ en barnið myndi teljast vera umsækjandinn um gjafsókn. Í öðru lagi að löggjafinn felldi brott heimildina til að líta til fjárhags foreldra árið 2005. Þótt breyting á orðalagi lagaákvæðis leiði ekki sjálfkrafa til efnisbreytingar þá getur hún engu að síður gert það. Hér er um talsverða breytingu á orðalagi að ræða.12 Í þriðja lagi er síðan unnt að líta til almennra meginreglna sem eiga við. Annars vegar felur gjafsókn í sér útfærslu löggjafans á réttaraðstoð til að tryggja réttinn til aðgangs að dómstólum sem felst í mannréttindareglum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hins vegar er unnt að líta til meginreglunnar um að gera skuli það sem er barni fyrir bestu sem hefur ýmsar birtingarmyndir, til dæmis í 3. gr. barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013.13 Ef börn ættu rétt á gjafsókn án tillits til fjárhags foreldra væri aðgangur þeirra að dómstólum rýmri og það væri að líkindum einnig betra fyrir þau. En hversu sannfærandi er þessi niðurstaða og þá sérstaklega lokaröksemdin?

37

6. Ákvæðið er nú svohljóðandi: „Gjafsókn verður aðeins veitt ef málstaður umsækjanda gefur nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar og öðru hvoru eftirfarandi skilyrða er að auki fullnægt: a. að fjárhag umsækjanda sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega ofviða, enda megi teljast eðlilegt að öðru leyti að gjafsókn sé kostuð af almannafé, b. að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.“ 7. Sjá 2. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991. 8. Í 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 45/2008, um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, með síðari breytingum, segir meðal annars: „Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra.“ 9. Lög nr. 7/2005.

10. Alþt. 2004–2005, 131. löggjþ., þskj. 190.

11. Niðurstaða um þetta álitaefni skiptir enn meira máli ef gjafsókn í þeim tilvikum sem b-liður mælir fyrir um er ekki fyrir hendi eins og var til dæmis á árunum 2005–2012. 12. Sjá til hliðsjónar um þessi sjónarmið Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 165–171, og Hafstein Dan Kristjánsson: Að iðka lögfræði. Inngangur að hinni lagalegu aðferð, bls. 153. 13. Sjá lög nr. 19/2013, um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hljóðar svo: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Sjá í þessu samhengi einnig iii. hluta b-liðar 2. mgr. 40. gr. þar sem segir: „Að fá gert út um mál sitt án tafar af þar til bæru, óháðu og óhlutdrægu yfirvaldi eða dómstól, við réttláta og lögmælta rannsókn, enda sé til staðar lögfræðileg eða önnur viðeigandi aðstoð, svo og foreldrar þess eða lögráðamenn, nema það sé ekki talið barninu fyrir bestu, sérstaklega með tilliti til aldurs eða aðstæðna þess.“


III. Taka ber alvarlega að lögin eru til og verkefnið að ákvarða hver þau eru Við göngum almennt út frá því að lögin séu til, þau hafi áhrif á háttsemi manna og séu réttlætingarástæða fyrir því að grípa inn í líf og hagsmuni þeirra ef frá þeim er vikið. Mönnum er gert til dæmis að greiða fjárkröfur vegna þess að dómari kemst að þeirri niðurstöðu að það leiði af lögum. Flestir ganga út frá því að niðurstaðan sé ekki aðeins reist á því að dómaranum sjálfum finnist það eðlilegast miðað við málsatvikin. Taka ber alvarlega þá staðreynd að lögin eru til og þau hafa þýðingu fyrir fólk. Því ber að taka alvarlega það verkefni að komast að niðurstöðu um hver þau eru. Af þeim sökum skiptir máli hvernig komist er að niðurstöðu um lögin. Afmarka verður hvað hefur þýðingu í því ferli og á hvaða hátt það hefur þýðingu. Enn fremur verður að nálgast verkefnið af heilindum og heiðarleika og beita réttarheimildunum ekki bara einhvern veginn heldur af samkvæmni milli mála. Þrátt fyrir að bæði heimildirnar og aðferðirnar sem og fyrirliggjandi efniviður geti verið matskenndur er ekki tilefni til að aðhyllast lögfræðilega afstæðishyggju. Þótt svigrúm sé til að komast að ólíkum niðurstöðum í sumum tilfellum eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í að teygja lögin áður en það virkar ósannfærandi í ljósi fyrirliggjandi heimilda og aðferða. Vegna þess að heimildirnar og aðferðirnar geta verið matskenndar skiptir ekki síður máli að þeim sé beitt á réttan hátt. Það er gert með því að beita þeim í ljósi þeirra raka eða viðmiða sem búa að baki þeim og eins og þau horfa við í ljósi fyrirliggjandi efniviðar. Þá verður að gæta aga og nákvæmni við beitingu þeirra.14 Gera má samanburð við að baka súkkulaðiköku. Ekki er nóg að hafa réttu hráefnin heldur verður einnig að blanda þeim saman í réttum hlutföllum og eftir atvikum á réttan hátt. Annars er hætt við að niðurstaðan verði eitthvað annað en súkkulaðikaka eða í það minnsta ekki bragðgóð afurð. Vegna þess svigrúms sem er fyrir hendi er mögulegt í sumum tilfellum að sveigja og beygja heimildirnar og aðferðirnar til að komast að æskilegri niðurstöðu. Skoðanalögfræðingar eru þeir sem færa lífsskoðanir sínar í lögfræðilegan búning og reyna að sannfæra aðra um að til dæmis stjórnmálaleg viðhorf þeirra um tiltekin málefni séu jafnframt gildandi réttur. Í því sambandi eru oft tínd til óljós, opin og matskennd lagarök. Lagatæknar eru á hinn bóginn þeir lögfræðingar sem geta flett upp í réttarheimildum og fræðibókum en þegar fyrirmyndirnar þrjóta eru þeim allar bjargir bannaðar. Þeir þekkja ekki þau rök sem búa að baki réttarheimildunum og aðferðunum og eiga því erfitt með að beita þeim við nýjar aðstæður.15

IV. Almennar forsendur eru oft ekki traustar stoðir

Við túlkun og beitingu réttarheimildanna ber að hafa þann einfalda sannleik að leiðarljósi að lögin eru til og það skiptir máli hver þau eru. Því ber að taka alvarlega og nálgast af heilindum það verkefni að komast að niðurstöðu um hver þau eru í raun og veru. Bestu vísbendingarnar um lögin eru þær sem byggjast á traustustu stoðunum. Ef fleiri réttarheimildir koma til greina í máli getur borið að velja þá réttarheimild sem er að efni og formi til traustasta stoðin fyrir

38

14. Sjá til hliðsjónar Hafstein Dan Kristjánsson: Að iðka lögfræði. Inngangur að hinni lagalegu aðferð, bls. 33–36.

15. Sjá til hliðsjónar Hafstein Dan Kristjánsson: Að iðka lögfræði. Inngangur að hinni lagalegu aðferð, bls. 33.


þá réttarreglu sem á best við um málið. Þegar vísbendingar um réttarreglu sem ráðnar verða af heildarsamhengi lagaákvæðis benda ekki allar í sömu átt ber að ljá traustustu vísbendingunum mesta vægið. Traustustu vísbendingarnar við túlkun lagaákvæðis eru almennt af tvennum toga. Annars vegar þær sem eru efnislega skýrar og afmarkaðar fyrir það álitaefni sem er til skoðunar. Ef beinlínis er tekið á álitaefninu í athugasemdum við lagaákvæði er það almennt séð traustari vísbending um réttarreglu og hvernig hún tekur til tilviksins en almennt orðað markmið lagabálks. Byggist það á því að tekin hefur verið afstaða til þess hvernig fara beri með tilvikið og hvaða skilning beri leggja í lagaákvæðið á vettvangi löggjafans. Hins vegar vega þær vísbendingar sem er að finna í nærumhverfi lagaákvæðis almennt þyngra en þær sem eru því fjarlægari. Ályktun á grundvelli innri samræmisskýringar milli ólíkra málsgreina sama lagaákvæðis byggist almennt á traustari stoð en ályktun á grundvelli ytri samræmisskýringar milli mismunandi lagabálka. Helgast það af því að meiri líkur eru á því að lagaákvæði í einum og sama lagabálkinum myndi samhangandi heild eða kerfi en lagaákvæði í ólíkum lagabálkum. Það er því nærtækara að álykta um efni eins lagaákvæðis á grundvelli annars í einum og sama lagabálkinum en milli ólíkra lagabálka. Þessar túlkunarreglur eða -viðmið geta horft við með mismunandi hætti þar sem efniviðurinn í hverju og einu tilviki getur verið ólíkur. Til að mynda getur orðalag lögfests markmiðsákvæðis og athugasemdir við lagaákvæði verið mismunandi í ólíkum tilfellum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að unnt sé að beita túlkunarreglunum af samkvæmni milli mála. Það er gert með því að beita þeim í ljósi þeirra raka sem búa að baki þeim og eins og þau horfa við í hverju og einu tilviki.16 Almennar forsendur á borð við opnar og matskenndar meginreglur, markmið og sjónarmið eru almennt ekki traustar stoðir fyrir ályktun um ákveðna réttarreglu. Ástæða þess er aðallega sú að þær eru yfirleitt ekki efnislega skýrar og afmarkaðar fyrir það tiltekna álitaefni sem er uppi. Vegna þess að þær eru svo almennar og opnar þá geta þær yfirleitt stutt við fleiri en eina niðurstöðu. Stundum jafnvel leitt til þveröfugra ályktana. Auk þessarar meginástæðu eru þær oft heldur ekki í nærumhverfi þess lagaákvæðis sem er verið að túlka. Lagaákvæðið er í þeim tilfellum ekki í nánu efnislegu samhengi við meginregluna. Í tengslum við þetta verður einnig að hafa í huga sjónarmið um takmörk markmiðsskýringar. Þegar lagaákvæði er túlkað ber að hafa í huga að þótt löggjafinn hafi stefnt að tilteknu markmiði þá hefur hann ákveðið að ganga aðeins visst langt í að ná því, hann hefur aðeins valið ákveðnar leiðir til þess og önnur markmið laga kunna að vera í togstreitu við það. Virða ber þær ákvarðanir og málamiðlanir sem gerðar hafa verið í löggjafarferlinu og sem birtast í texta lagaákvæðis. Því ber almennt ekki að afmarka markmið með víðtækari hætti en efni standa til eða túlka lagaákvæði með vísan til markmiðs þess á þann hátt að niðurstaðan samrýmist ekki orðalagi lagaákvæðisins.17 Sambærileg rök kunna að eiga við um takmörk þess að draga of víðtækar ályktanir af almennum og opnum meginreglum við túlkun lagaákvæðis. Þegar svigrúm er fyrir hendi til að komast að ólíkum niðurstöðum og það markmið eða

39

16. Sjá til hliðsjónar Hafstein Dan Kristjánsson: Að iðka lögfræði. Inngangur að hinni lagalegu aðferð, bls. 140. Um vægi lögskýringarsjónarmiða við túlkun lagaákvæða, sjá einnig Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 74–75, 137–155, 171–180, 208–221 og 263–269.

17. Sjá til hliðsjónar Róbert R. Spanó: Túlkun lagaákvæða, bls. 208–221, og Hafstein Dan Kristjánsson: Að iðka lögfræði. Inngangur að hinni lagalegu aðferð, bls. 151–152.


sú meginregla sem lagaákvæði er túlkað með hliðsjón af þykir endurspegla mikilvæg siðferðileg verðmæti þá reynir gjarnan á aga lögfræðingsins. Þá verður að hafa hugfast að þótt almennar forsendur geti leitt til ákveðinna niðurstaðna þá eru þær ekki traustar stoðir fyrir þeim. Með þessi sjónarmið í huga er nú vikið á ný að dæminu um gjafsóknarrétt barna.

V. Gjafsóknarréttur barna á ný

Að framan var spurt hvort líta megi til fjárhags foreldra þegar tekin er afstaða til þess hvort börn eigi rétt til gjafsóknar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991. Því er til að svara að þótt kveðið sé á um „fjárhag umsækjanda“ í ákvæðinu verða ekki dregnar ótvíræðar ályktanir af því orðalagi einu sér. Þrátt fyrir að ekki sé vísað í „eignir og tekjur foreldra“ stendur eftir að taka afstöðu til þess hvað myndar „fjárhag“ barns. Af 28. og 53. gr. barnalaga verður ályktað að foreldrum sé skylt að framfæra barn sitt og í forsjá barns felist meðal annars að taka ákvarðanir er lúta að dómsmálum.18 Af því fyrirkomulagi sem gildir um framfærslu barna verður ekki annað séð en að sama fyrirkomulag gildi almennt um fjármögnun dómsmála og um önnur útgjöld barna nema vikið sé frá því fyrirkomulagi með lögum. Fjárhagur barns getur því tekið mið af því fyrirkomulagi sem gildir almennt séð. Ályktunum sem kunna að verða dregnar af þögn löggjafans í lögskýringargögnunum við lögin frá 2005 og forsögunni verður ekki ljáð mikið vægi enda geta þær vísað í þveröfuga átt. Annars vegar kann þögnin að gefa til kynna að brottfall málsliðarins úr texta lagaákvæðisins hafi átt að leiða til breytingar á því fyrirkomulagi sem gilti áður. Hins vegar kann þögn löggjafans að vera til marks um það að löggjafinn hugðist ekki breyta því grundvallarfyrirkomulagi sem gildir almennt um framfærslu barna og var áður áréttað í lagaákvæðinu. Af framangreindu er ljóst að hvor ályktunin sem er dregin er ekki traust vísbending um hvernig leysa ber úr álitaefninu. Meginreglurnar um aðgang að dómstólum og að gera skuli það sem er barninu fyrir bestu geta stutt við þá niðurstöðu að líta ekki til fjárhags foreldra. Þrátt fyrir að meginreglurnar geti stutt við slíka niðurstöðu er ekki sjálfgefið að þær leiði til hennar. Jafnvel þótt þær leiði til þeirrar niðurstöðu eru þær efnislega óskýrar og óafmarkaðar fyrir álitaefnið. Vegna þess hafa þær ekki að geyma trausta vísbendingu um það hver réttarreglan er og vægi ályktana sem dregnar eru á grundvelli þeirra er ekki mikið. Þá standa meginreglurnar ekki í svo nánum efnislegum tengslum við lagaákvæðið að það fái breytt þeirri niðurstöðu. Samkvæmt framansögðu eru traustustu vísbendingarnar þær sem verða ráðnar af orðalaginu um „fjárhag“ og barnalögum um fyrirkomulag framfærslu barna. Í því ljósi er nærtækara að álykta að með breytingunni árið 2005 og þögn löggjafans í lögskýringargögnum hafi ætlunin ekki verið að breyta því fyrirkomulagi sem gilti áður og gildir almennt séð. Sú röksemd vegur þó lítið enda ótraust. Meginreglurnar um aðgang að dómstólum og hagsmuni barnsins geta ekki leitt til annarrar niðurstöðu andspænis framangreindum rökum enda eru þær ekki traustar stoðir fyrir vísbendingar um það hvernig leysa ber úr álitaefninu. Með skírskotun til framangreinds verður ekki séð að óheimilt sé að líta til fjárhags foreldra þegar

40

18. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. barnalaga nr. 76/2003 ber foreldrum að gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo best hentar hag barns og þörfum. Í 5. mgr. segir að forsjá barns feli í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn fremur með lögformlegt fyrirsvar barns. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, skylt að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal hagað með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.


tekin er afstaða til þess hvort kostnaður af gæslu hagsmuna verði barni fyrirsjáanlega ofviða. Þá er heimilt samkvæmt lögunum að setja reglugerð um þau atriði sem líta ber til við mat á fjárhagsstöðu umsækjanda. Ætlunin var að styrkja reglugerðarheimildina með lögunum frá 2005 sem eru sömu lögin og felldu málsliðinn um tekjur og eignir foreldra á brott. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki séð að ákvæði reglugerðar um að líta beri til fjárhags foreldra þegar umsækjandi er yngri en 18 ára fari í bága við lögin að þessu leyti. Dæmið um gjafsóknarrétt barna er dæmi um að unnt er að styðjast við almennar og opnar meginreglur til að komast að ákveðinni niðurstöðu. Vegna þess að þær eru svo almennar og opnar eru þær þó ekki traustar vísbendingar um það hver réttarreglan er og þar með ber ekki að ljá þeim mikið vægi við túlkun lagaákvæðisins. Þegar steypiregnið kemur er betra að hafa byggt húsið á bjargi en sandi.


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

LEIKURINN OKKAR

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


i li m i He

osta og ljúfm eti s

Kíkið til okkar við höfnina.

Fjeldsted & Blöndal veitir lögmannsþjónustu sem er sniðin að þörfum atvinnulífsins Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofa byggir á traustum grunni en stofan á rætur að rekja til ársins 1909. Á þeim rúmu 100 árum hefur verið lögð áhersla á að mæta síbreytilegum þörfum atvinnulífsins með gæðaþjónustu að leiðarljósi. Fjeldsted & Blöndal er leiðandi í þjónustu tengdri fyrirtækjalöggjöf, fjármálarétti, skaðabótarétti, endurskipulagningu fyrirtækja og gjaldþrotarétti, hugverkarétti og þjónustu vegna flugvéla. Starfsmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla reynslu af lögmannsstörfum og þjónustu bæði á Íslandi og í öðrum löndum. Þá hafa starfsmenn stofunnar reynslu og þekkingu sem kennarar og fræðimenn á háskólastigi og sem innanhússlögfræðingar hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.

Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík , www.fjeldco.is


SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI


LIFÐU LEIKINN

G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – V E F V E R S L U N


„Vits er þörf, þeim er víða ratar“ Hávamál

LEX er leiðandi lögmannsstofa sem tekur nýjum áskorunum fagnandi. Í starfsliði okkar mætast haldgóð reynsla og framsækin hugsun í framúrskarandi þjónustu. Við munum ávallt leitast við að hafa öflugt og traust fólk í okkar röðum.

LEX LÖGMANNSSTOFA Borgartúni 26 105 Reykjavík Fax 590 2606

Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is

ÍSLENSKA / SIA.IS/ LOG 83173 01/17

Lögfræðinám er ferðalag um víðlent fræðasvið sem krefst úthalds og þrautseigju. En það er þess virði að sækja á brattann og njóta útsýnisins þegar áfanganum er náð. Eftir stutta hvíld leitar frjór hugur að nýjum leiðangri. Næstu áskorun.



Erla Ylfa Óskarsdóttir Laganemi

Þuríður Benediktsdóttir Laganemi

Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl Lagaþing

Linda Íris Emilsdóttir Skemmtanastjóri Orators

Rebekka Ósk Gunnarsdóttir Laganemi

Íslög Lögmannsstofa

Stefán Snær Stefánsson Funda -og menningarmálastjóri Orators

Sigríður Erla Sturludóttir Formaður Orators

Kvasir Lögmenn Lögmannsstofa

Snorri Sigurðsson Gjaldkeri Orators

Árni Freyr Sigurðsson Laganemi

Benedikt Bogason Hæstaréttardómari

Guðni Friðrik Oddsson Laganemi

Fjóla Hreindís Gunnarsdóttir Laganemi

Eiríkur Tómasson Hæstaréttardómari

Jóna Þórey Pétursdóttir Laganemi

Freyja Sigurgeirsdóttir Laganemi

Markús Sigurbjörnsson Hæstaréttardómari

Ása Karen Baldurs Laganemi

Ivana Anna Nikolic Laganemi

Ólafur Börkur Þorvaldsson Hæstaréttardómari

Arnar Sveinn Harðarson Ritstjóri Úlfljóts

Guðrún Ásta Lúðvíksdóttir Laganemi

Helgi I. Jónsson Hæstaréttardómari

48


Ingveldur Einarsdóttir Hæstaréttardómari

Sigurður G. Hafstað, emeritus Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Bjarni Þór Sigurbjörnsson, hdl. Opus lögmenn

Greta Baldursdóttir, Hæstaréttardómari

Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson, Formaður emeritus - lögfræðingur

Réttur Lögmannsstofa

Karl Axelsson Hæstaréttardómari

Tryggvi Agnarson, hrl Lagarök

Gylfi Thorlacius, hrl Fortis

Davíð Þór Björgvinsson Prófessor

Gunnar Jónsson, hrl Mörkin Lögmannsstofa

Kristján B. Thorlacius, hrl. Fortis

Þorgeir Örlygsson Hæstaréttardómari

Linda Ramdani Mörkin Lögmannsstofa

S. Sif Thorlacius, hdl. Fortis

Viðar Már Matthíasson Hæstaréttardómari

Gísli Logi Logason Íslandsbanki

Steindór Steindórsson Laganemi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Funda- og menningamálastjóri, emeritus

Ágúst Stefánsson Íslandsbanki

Thelma Hlíf Þórsdóttir Laganemi

Snæbjörn Valur Ólafsson Alþjóðaritari emeritus

Guðrún Hilmirsdóttir Íslandsbanki

Þórhallur Valur Benónýsson Laganemi

49


Sóldís Rós Símonardóttir Laganemi

Bogi Guðmundsson Lögmaður

Garðar Víðir Gunnarsson, hdl. LEX

Brynjar Páll Jóhannesson Laganemi

Viktor Hrafn Hólmgeirsson Lögfræðingur

Guðjón Ármannsson, hrl LEX

Árni Grétar Finnsson Landslög

Leifur Valentín Gunnarsson Alþjóðaritari, emeritus

Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl LEX

Orri Heimisson Laganemi

Hersir Aron Ólafsson Varaformaður

Gunnar Viðar, hdl LEX

María Rut Hinriksdóttir Laganemi

Kolfinna Tómasdóttir Alþjóðaritari

Helgi Jóhannesson, hrl LEX

Pétur Marteinn Varaformaður emeritus

Sigríður Dísa Gunnarsdóttir Laganemi

Hulda Árnadóttir, hdl LEX

Ævar Hrafn Ingólfsson Gjaldkeri emeritus

María Sæmundsdóttir Laganemi

Jónas Aðalsteinsson, hrl LEX

Anton Egilsson Skemmtanastjóri emeritus

Gunnar Gíslason Laganemi

Kristín Edwald, hrl LEX

Silja Rán Arnarsdóttir Formaður emeritus

Aðalsteinn E. Jónasson, hrl LEX

Lilja Jónasdóttir, hrl LEX

Jónína Birgisdóttir Skemmtanastjóri emeritus

Arnar Þór Stefánsson, hrl LEX

Ólafur Haraldsson, hrl LEX

LOG lögmenn

Ásgerður Ragnarsdóttir, hrl LEX

Óskar Sigurðsson, hrl LEX

Erla Svanhvít Árnadóttir, hrl LEX

Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. LEX

Þorvaldur Hauksson, hdl Benedikt Einarsson Lögmaður

50


Atlantik Legal Services

Icelandic Fish and Chips

Blómagalleríið

Jóhann Baldursson hdl.

CATO Lögmenn

Jói Útherji

Garðabær

Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.

Grayline

LAG Lögmenn

Hárgreiðslustofan Topphár

MG lögmenn

Herramenn Rakarastofa

Sigurjónsson&Thor ehf.

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Héraðsdómur Vestfjarða

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Héraðsdómur Vesturlands

Virtus

51



MÁNUDAGUR

ÞRIÐJUDAGUR

MIÐVIKUDAGUR

FIMMTUDAGUR

FÖSTUDAGUR

LAUGARDAGUR

BUFFALÓ KJÚKLINGUR

SKINKUBÁTUR

BRÆÐINGUR

TÚNFISKBÁTUR

SUNNUDAGUR

KALKÚNN OG SKINKA

12” BÁTUR

1049 KR.

BLT BEIKONBÁTUR

STERKUR ÍTALSKUR

6” BÁTUR

629 KR.

FRÁBÆR SKRIFSTOFUTÆKI ENDINGARGÓÐIR VINNUÞJARKAR

GORMAVÉL Renz SRW 360

PAPPÍRSTÆTARI IDEAL 2503

· 3:1 götun · Bindur allt að 180 bækur á klst.

· Bútaskurður 2 x 15mm · Öryggisstig 4 · Rúmtak 75 lítrar

569 1900 | Krókhálsi 3 | 110 Reykjavík | hvitlist.is


Tjarnargata 4

LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl.

Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is

101 Reykjavík

Sími 511 3101

Fax 511 3909

www.101.is

101@101.is




LÖGGARÐUR EHF.


ÞEKKING REYNSLA FAGMENNSKA LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú lögmannsþjónusta á Íslandi sem á sér lengsta sögu, eða allt aftur til ársins 1907.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.