Share Public Profile
Tölvutek
Tölvutek er einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja á Íslandi með verslanir, fyrirtækja- og þjónustusvið í Hallarmúla 2 Reykjavík og Undirhlíð 2 Akureyri. Hjá Tölvutek starfa 48 þrautþjálfaðir starfsmenn og skartar þjónustusvið Tölvuteks einhverjum öflugustu tæknimönnum landsins. Tölvutek er umboðsaðili á Íslandi fyrir einhver stærstu merki í tölvugeiranum eins og Packard Bell, GIGABYTE, Thermaltake, Tt eSPORTS, Luxa2, Antec, Seagate, Mushkin, OCZ Technology, BenQ, AG Neovo, LaCie, Lite-On, Plextor, TRENDnet, Point of View, Silicon Power, Thonet & Vander, Allsop, Inter-Tech, Arctic, Satzuma og McAfee auk þess að vera dreifingaraðili fyrir Acer Group og Logitech.