VR Orlofsmappa

Page 1

Virðing Réttlæti

ORLOFSMAPPA

UPPLÝSINGAHANDBÓK FYRIR ÞIG



Orlofshús VR

Verið velkomin í orlofshús VR

Verið velkomin í orlofshús VR. Í þessari möppu er að finna upplýsingar um öll orlofshús í eigu félagsins, sem og afþreyingu og þjónustu í næsta nágrenni. VR leigir einnig orlofshús fyrir félagsmenn yfir sumarmánuði og er upplýsingar um þau að finna á heimasíðu félagsins, þar sem þær eru breytilegar frá ári til árs. Fyrsta orlofshús VR var tekið í notkun í Ölfusborgum árið 1965 og hefur margt breyst frá þeim tíma. Nú eru alls 45 hús í eigu VR og leigir félagið að jafnaði um 20 hús yfir sumarmánuðina. Félagsmenn hafa því aðgang að 60-70 húsum að sumri til. Við viljum vekja athygli á því að allar upplýsingar í þessari möppu eru birtar með fyrirvara um breytingar og byggja á fyrirliggjandi gögnum sem voru aðgengileg þegar mappan var unnin. Öllum ábendingum og/eða hugmyndum varðandi orlofshúsin er tekið fagnandi og biðjum við ykkur að senda þær á vr@vr.is. Við vonum að þið njótið tímans í orlofshúsinu.

Með félagskveðju, Orlofsstjórn VR

Orlofsmappa VR Hönnun: Tómas Bolli Hafþórsson Prentun: Oddi ehf.

VR

KRINGLUNNI 7

103 REYKJAVÍK

S. 510 1700

WWW.VR.IS


Orlofshús og tjaldsvæði VR

AKUREYRI 7 ÍBÚÐIR

EINARSSTAÐIR 3 HÚS

STYKKISHÓLMUR 3 ÍBÚÐIR

HÚSAFELL 3 HÚS

MIÐHÚSASKÓGUR 20 HÚS OG 5 HÚS FYRIR 2 TJALDSTÆÐI REYKJAVÍK 2 ÍBÚÐIR OG HÓTELGISTING

FLÚÐIR 3 HÚS

ÖLFUSBORGIR 1 HÚS

VESTMANNAEYJAR 2 HÚS

VEGALENGDIR FRÁ REYKJAVÍK Reykjavík – Húsafell 131 km Hvalfjarðargöng

Reykjavík – Stykkishólmur 172 km Hvalfjarðargöng, Borgarfjarðarbrú, Vatnaleið

Reykjavík – Akureyri 388 km Hvalfjarðargöng, Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Öxnadalsheiði

Reykjavík – Einarsstaðir 571 km Hellisheiði, Skeiðarársandur, Öxi, Skriðdalur

Reykjavík – Landeyjahöfn 136 km Hellisheiði

Reykjavík – Flúðir 103 km Hellisheiði, Skeið

Reykjavík – Miðhúsaskógur 94 km Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði

Reykjavík – Ölfusborgir 45 km Hellisheiði

Nánari upplýsingar um vegalengdir er að finna á www.vegagerdin.is


Leiga á orlofshúsi KOMU- OG BROTTFARARTÍMAR Vetrarleiga: Komutími kl. 14.00, brottför kl. 12.00 nema sunnudaga kl. 19.00. Sumarleiga: Komutími kl. 17.00, brottför kl. 12.00 nema sunnudaga kl. 19.00.

REGLUR ORLOFSHÚSA VR Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dveljast á hans vegum í húsinu á leigutíma. Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, þrífa húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sé því ábótavant áskilur VR sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif. Leigjandi skal skila af sér orlofshúsi á uppgefnum tíma skv. samningi. Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver. Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu og taka tillit til annarra gesta. Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. Ekki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr í húsunum nema í húsi nr. 29 á Flúðum, í húsum 1, 2, 3 og 4 í Miðhúsaskógi og á tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi.

UMGENGNISREGLUR Í ORLOFSHÚSUM VR GÆLUDÝR Gæludýr eru einungis leyfð í húsi nr. 29 á Flúðum og í húsum 1, 2, 3 og 4 í Miðhúsaskógi og á tjaldsvæði VR í Miðhúsaskógi. Annars staðar eru gæludýr ekki leyfð. Við biðjum félagsmenn að virða þessar reglur, annað getur valdið brottrekstri úr húsi eða af svæði. REYKINGAR ERU BANNAÐAR

Lausaganga gæludýra er með öllu óheimil á orlofssvæðum VR. Vinsamlega virðið reglur varðandi gæludýr og takið tillit til annarra.

Reykingar eru stranglega bannaðar í öllum orlofshúsum og -íbúðum VR. Á öllum húsum VR eru stubbahús og ber gestum að nota þau. Góð umgengni er hagur okkar allra og því er mikilvægt að skilja við orlofshús eins og við viljum koma að.

UMHVERFIÐ VR hefur sett sér stefnu í umhverfismálum og stefnir að því að vera til fyrirmyndar á þeim vettvangi. Stefnan kveður m.a. á um að taka skuli tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar þar sem það á við og ábyrgrar förgunar á úrgangi. Við hvetjum því gesti orlofshúsa okkar til að nýta þær flokkunarleiðir sem í boði eru og/eða taka rusl með heim og skila því á flokkunarstöðvar.

Virðið umhverfi og náttúru, farið með rusl í þar til gerða gáma.

Nánari upplýsingar eru á orlofsvef VR – www.vr.is


Gátlisti við brottför úr orlofshúsi

ERTU BÚIN(N) AÐ: ELDHÚSIÐ Tæma ísskápinn og þrífa hann? Þrífa bakarofninn? Þrífa örbylgjuofninn? Tæma úr uppþvottavélinni? Þrífa barnastólinn? Þurrka af borðum? Tæma ruslafötu?

HERBERGI/STOFA Raða sængum og koddum? Loka öllum gluggum? Draga niður gluggatjöld? Ryksuga rúm og húsgögn? Ganga frá barnarúmi? Skúra gólfin? Fara með ruslið í gám?

BAÐHERBERGIÐ Þrífa klósettið? Þrífa vask og sturtu? Pússa spegla? Tæma ruslafötu á baðherbergi?

UTANHÚS Þrífa og ganga frá grilli? Ganga frá potti? (sjá leiðbeiningar) Þrífa pallinn?

Nánari upplýsingar eru á orlofsvef VR – www.vr.is

Vinsamlega látið vita ef eitthvað er í ólagi eða hefur skemmst með því að skrifa á eyðublaðið sem er í möppunni.


Hægt er að kaupa aðgang að internetinu

NETIÐ HJÁ NOVA

Það verður ekki mikið einfaldara. 1 – EITT Smelltu á hnappinn sem sýnir þráðlaust net í boði.

2 – TVÖ Smelltu á nafnið á þráðlausa netinu (það heitir það sama og húsið sem þú ert í). Smelltu næst á Connect.

3 – ÞRJÚ XXXXX

Skrifaðu inn lykilorðið. Þú finnur það aftan á búnaðinum, þar sem stendur WiFi key.

4 – FJÖGUR Þetta er allt og sumt. Núna er netið tilbúið til að láta skoða sig.

Nettenging er aðgengileg í öllum orlofshúsum í eigu VR.

Nánari upplýsingar í þjónustuveri NOVA – 519 1919



Vesturland

UPPLIFÐU VESTURLAND Snæfellsnes býður upp á fjölbreytt og töfrandi landslag. Nesið er um 90 km langt prýtt háum og oft á tíðum hrikalegum fjallgarði, sem mótast hefur við eldgos og jökulrof. Yst á fjallgarðinum trónir hinn dulmagnaði Snæfellsjökull og umhverfis hann Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Á Snæfellsnesi má finna ölkeldur, hvítar strendur, lífleg fuglabjörg, skemmtileg þorp og bæi. Brim og eyjar, einstakar gönguleiðir og fjölbreytt afþreying gerir ferð á Snæfellsnes sannarlega að ævintýri. Borgarfjörður og Mýrar er svæði rómað fyrir náttúrufegurð. Fjölbreytni er mikil í náttúrunni og þar er auðvelt að upplifa fossa, fjöll, hraun og skóga, heita hveri og jökla. Útivistarmöguleikar eru fjölbreyttir. Sagan drýpur af hverju strái og fjölmörg söfn, setur og menningartengd þjónusta er á svæðinu.

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Vesturland er að finna á www.west.is


Vesturland

STYKKISHÓLMUR ÍBÚÐIRNAR

ÚTBÚNAÐUR

VR er með í langtímaleigu þrjár íbúðir í raðhúsalengju við Laufásveg 21, 37 og 41 í Stykkishólmi.

Fjöldi íbúða

3

Stærð í m2

46

ásamt baðherbergi. Svefnpláss er fyrir sex manns og borðbúnaður fyrir sex manns. Gasgrill og heitur

Heitur pottur

pottur (rafmagns) er við allar íbúðir.

Svefnherbergi

3

Svefnloft

Nei

Svefnpláss

6

akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn stendur á Þórsnesi og er bæjarstæðið einstaklega

Sængur og koddar

6

fallegt. Húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð, þar sem tekist hefur að varðveita gömlu

Borðbúnaður

6

Íbúðirnar eru á tveimur hæðum, 65 m2 og gengið er inn á efri hæð. Hver íbúð er með þremur herbergjum, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Eitt herbergi er á efri hæð hússins og tvö á neðri hæð

STYKKISHÓLMUR Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er í tveggja klukkustunda

bæjarmyndina.

ENDURVINNSLA Á SORPI Í Stykkishólmi er lagt mikið upp úr flokkun og endurvinnslu á sorpi. Gestum í Orlofshúsum VR er skylt að fara að reglum Stykkishólms hvað þetta varðar og fylgja leiðbeiningum um flokkun sem er að finna í íbúðunum.

i

Reykjavík – Stykkishólmur 172 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns er 899 1797 – hægt er að panta þrif sem og leigja sængurfatnað með fyrirvara


Vesturland

HÚSAFELL HÚSIN

ÚTBÚNAÐUR

VR á þrjú orlofshús í Húsafelli, sem eru 60 m2 með þremur herbergjum, eldhúsi, stofu og

Fjöldi húsa

3

Stærð í m2

60

Heitur pottur

NÁGRENNIÐ

Svefnherbergi

3

Náttúran við Húsafell einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig upp eftir

Svefnloft

Nei

Svefnpláss

8

tignarlegir tróna yfir jöklarnir Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár.

Sængur og koddar

8

Náttúran á Húsafelli er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi.

Borðbúnaður

8

baðherbergi. Svefnpláss er fyrir átta manns og borðbúnaður fyrir átta manns. Húsin eru öll með heitum potti og gasgrilli.

hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með sínum tæru uppsprettulindum og lækjum. Húsafell er umlukið fjallahring þar sem

Það má með sanni segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.

i

Reykjavík – Húsafell 131 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns er 899 1558 og netfang husafell@husafell.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Vesturlandi

ELDFJALLASAFNIÐ

VATNASAFN

NORSKA HÚSIÐ

Á sýningunni er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors, sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim.

Vatnasafnið er langtímaverkefni skapað af Roni Horn þar sem áður var bókasafn Stykkishólms. Byggingin stendur á kletti með útsýni yfir hafið og þorpið. Þar eru til húsa þrjú söfn – vatns, orða og veðurfregna – sem endurspegla náin tengsl Roni Horn við einstaka jarðsögu Íslands, loftslag þess og menningu.

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt.

Aðalgötu 6 340 Stykkishólmur Sími: 433 8154 safn@eldfjallasafn.is www.eldfjallasafn.is

Bókhlöðustígur 17 340 Stykkishólmur Sími: 857 1221 vatnasafn@gmail.com www.vatnasafn.is

Hafnargötu 5 340 Stykkishólmur Sími: 433 8114 info@norskahusid.is

SÆFERÐIR

DEILDARTUNGUHVER

HRAUNFOSSAR

Frá Stykkishólmi eru ógleymanlegar skoðunarferðir milli hinna fjölmörgu eyja Breiðafjarðar. Almennt má segja að ferðaþjónusta í Stykkishólmi sé mjög fjölbreytt og er þar m.a. boðið upp á veiði á sjó, í vötnum og ám.

Deildartunguhver er norðan Reykjadalsár, í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu. Úr hvernum koma 180 l af u.þ.b. 100 ° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll.

Hraunfossar, sem einnig eru nefndir Girðingar, eru samheiti á ótal tærum, fossandi lindum sem koma undan Hallmundarhrauni, sem á þessum stað er nefnt Gráhraun, og renna í Hvítá í Borgarfirði. Skammt frá Hraunfossum er bærinn Gilsbakki í Hvítársíðu, ferðamannastaðurinn Húsafell er þar í grennd og ekki er langt til Reykholts.

Skrifstofa Sæferða Smiðjustíg 3 340 Stykkishólmur Sími: 433 2254 seatours@seatours.is www.saeferdir.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Vesturlandi

GEITABÚIÐ HÁAFELLI

EIRÍKSSTAÐIR

LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS

Á Háafelli er unnið að tilraunum varðandi nýtingu geitaafurða, geiturnar eru mjólkaðar og kembdar og svo er kjöt selt af þeim dýrum sem slátrað er á haustin. Ferðafólk og aðrir sem leið eiga um Hvítársíðuna geta komið við á Háafelli og fengið að kynnast geitunum af eigin raun gegn gjaldi. Þar eru einnig til sölu snyrtivörur sem unnar eru m.a. úr rósum og öðrum jurtum úr garðinum. Einnig er hægt að fá krem og sápur sem unnar eru úr geitaafurðum og jurtum.

Eirikur rauði og Þjóðhildur kona hans reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni og bræður hans séu fæddir. Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátu hús sem var vígt árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áhersla á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag. Í bænum er lifandi safn og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti.

Landbúnaðarsafn Íslands er byggt á grunni Búvélasafnsins sem starfað hafði á Hvanneyri um langt árabil. Búvélasafnið var fyrst opnað almenningi sumarið 1987. Þá höfðu starfsmenn Bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins gert upp nokkrar vélar og útbúin hafði verið dálítil geymslu- og sýningaraðstaða, sem síðan hefur verið aukin og bætt.

Háafell í Hvítársíðu Borgarfirði Sími: 845 2331 haafell@gmail.com www.geitur.is

Hvanneyri 311 Borgarnes Sími: 844 7740 bjarnig@lbhi.is www.landbunadarsafn.is

Eiríksstaðir Haukadal 371 Búðardalur Sími: 434 1118 www.eiriksstadir.is

LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS

BAULA

SÖGUMIÐSTÖÐIN

Í Landnámssetrinu eru tvær fastar sýningar; önnur um landnám Íslands en hin um Egils sögu. Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn sem til er á 13 tungumálum auk sérstakar barnaleiðsagnar á íslensku. Leiðsögnin um hvora sýningu tekur um 30 mínútur. Landnámssetrið var opnað í maí 2006 og hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sýningar sínar.

Baula er áberandi fjall sem sést viða að úr Borgarfirði. Það er keilulaga, 934 m hátt líparítfjall, 3 milljón ára gamalt innskot. Gengið er á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal, vegnúmer 60. Fjallið er mjög bratt, með skriðum, hálflaust stórgrýti er á leiðinni en að öðru leyti torfærulaust en seinfarið. Mjög fallegt útsyni er af tindinum, gestabók er þar í grjótbyrgi.

Í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði er að finna fjölbreytta starfsemi. Þar er upplýsingamiðstöð ferðamanna til staðar ásamt Kaffi Emil sem starfrækt er yfir sumartímann. Gestir geta tyllt sér inn í Bæringsstofu og notið myndasýningar frá seinni hluta síðustu aldar. Í Sögumiðstöðinni er einnig að finna lítið leikfangasafn og bátinn Brönu sem er til sýnis ásamt öðrum munum.

Brákarbraut 13-15 310 Borgarnes Sími: 437 1600 landnamssetur@landnam.is www.landnamssetur.is

Grundargata 35 350 Grundarfjörður Sími: 438 1881 touristinfo@grundarfjordur.is www.grundarfjordur.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Vesturlandi er að finna á www.west.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Vesturlandi

SAFNASVÆÐIÐ Á AKRANESI

SNORRASTOFA REYKHOLTI

ÞJÓÐGARÐURINN SNÆFELLSJÖKULL

Safnið varðveitir heildstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum og þjóðlífi á Akranesi og í nærsveitum. Meðal merkra gripa er gott úrval sjóminja, skipslíkön, bátar af mörgum stærðum og gerðum, togvíraklippur úr þorskastríðum, áhöld lækna og ljósmæðra, gamlar bifreiðar, eldsmiðju og smíðatól smiða og annarra handverksmanna. Í Safnaskála er Íþróttasafn Íslands og Steinaríki Íslands.

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins. Þar er eitt elsta mannvirki á Íslandi, Snorralaug. Snorrastofa var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans. Stofnunin vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum um sagnfræði og bókmenntir.

Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er einnig svæðismiðstöð fyrir upplýsingagjöf. Gestastofan kynnir lífríki Þjóðgarðsins á fróðlegan og lifandi hátt þar sem gefst tækifæri til að snerta og prufa ýmislegt, til dæmis að ganga á skinnskóm á hrauni eins og forfeður okkar gerðu. Þjóðgarðurinn er með viðamikla dagskrá yfir sumarmánuðina bæði fyrir börn og fullorðna.

Görðum 300 Akranes Sími: 431 5566 museum@museum.is www.museum.is

Reykholt 320 Reykholt Sími: 433 8000 gestastofa@snorrastofa.is www.snorrastofa.is

Gestastofa á Hellnum 356 Snæfellsbær Sími: 436 6888 / 436 6860 snaefellsjokull@umhverfisstofnun.is snaefellsjokull.is

LÁKAFERÐIR

ELDBORG

ARNARSTAPI

Láki Tours býður upp á bátsferðir frá Grundarfirði á tímabilinu frá júní til september og nóvember til apríl. Siglt er á hefðbundnum eikarfiskibáti, nýlega endurnýjuðum fyrir skemmtisiglingar. Skoðað er ríkulegt fuglalíf eyjunnar, lundi, langvía og fleira. Á leiðinni heim fá farþegar tækifæri til að veiða, en tegundir eins og þorskur, lúða, ufsi og makríll hafa veiðst í ferðum Láka.

Formfagur gjallgígur sem rís 60 m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Eldborg er 200 m í þvermál og 50 m djúp. Eldborg var friðlýst 1974. Auðveldast er að ganga á Eldborg frá Snorrastöðum, 2,5 km. Hægt er að ganga upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn.

Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli. Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er tjaldsvæði, gistihús og veitingastaður. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul. Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta gömul reiðgata. Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið.

Nesvegur 6 350 Grundarfjörður Sími: 546 6808 / 894 4076 lakitours55@gmail.com www.lakitours.com

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Vesturlandi er að finna á www.west.is



Verslun og þjónusta á Vesturlandi GOLFVELLIR

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

GOLFKLÚBBURINN MOSTRI Aðalgötu 29 340 Stykkishólmur Sími: 438 1075 mostri@stykk.is www.golf.is/gms

STYKKISHÓLMUR

ÓLAFSVÍK

AKRANES

BÓNUS Borgarbraut 1 340 Stykkishólmur Sími: 527 9000

ÞÍN VERSLUN KASSINN Norðurtanga 1 355 Ólafsvík Sími: 436 1376

BÓNUS Smiðjuvöllum 32 300 Akranesi Sími: 431 2316

PÓSTURINN AFGREIÐSLA Aðalgötu 31 340 Stykkishólmur Sími: 580 1200

BRAUÐGERÐ ÓLAFSVÍKUR Ólafsbraut 19 355 Ólafsvík Sími: 436 1119

KRÓNAN Dalbraut 1 300 Akranesi Sími: 585 7375

VÍNBÚÐIN STYKKISHÓLMI Aðalgötu 24 340 Stykkishólmur Sími: 430 1414

APÓTEK ÓLAFSVÍKUR Ólafsbraut 24 355 Ólafsvík Sími: 436 1261

SKAGAVER Miðbær 3 300 Akranesi Sími: 431 5700

LYFJA STYKKISHÓLMI Aðalgötu 24 340 Stykkishólmur Sími: 438 1141

VÍNBÚÐIN ÓLAFSVÍK Ólafsbraut 55 355 Ólafsvík Sími: 436 1226

BRAUÐA- OG KÖKUGERÐIN Suðurgötu 50 a 300 Akranesi Sími: 431 1644

NESBRAUÐ Nesvegur 1 340 Stykkishólmur Sími 438 1830

BORGARNES

HARÐARBAKARÍ Kirkjubraut 54 300 Akranesi Sími: 431 2399

GOLFKLÚBBURINN VESTARR Grundargata 84 350 Grundarfjörður Sími: 438 6520 vestarr33@gmail.com www.vestarr.net GOLFKLÚBBUR BORGARNESS Hamri 310 Borgarnes Sími: 437 2000 / 437 1663 gbgolf@simnet.is www.gbgolf.is GOLFKLÚBBURINN GLANNI Glannaskáli Hreðavatni 311 Borgarnes Sími: 571 5414 / 820 5220 ggbgolf@gmail.com www.golf.is/ggb GOLFKLÚBBURINN JÖKULL Fróðá 355 Ólafsvík Sími: 436 1666 orvar@hh.is www.golf.is/gjó GOLFKLÚBBURINN LEYNIR 300 Akranes Sími: 431 2711 leynir@leynir.is www.leynir.is GOLFVÖLLURINN HÚSAFELLI Húsafelli 311 Borgarnes Sími: 435 1552 husafell@husafell.is www.husafell.is GOLFKLÚBBURINN SKRIFLA Nesi 2 320 Reykholt í Borgarfirði Sími: 435 1472 bgnes@vesturland.is www.golf.is/gsr

VERSLUNIN HEIMAHORNIÐ Borgarbraut 1 340 Stykkishólmur Sími: 438 1110

GRUNDARFJÖRÐUR

BÓNUS Digranesgötu 6 310 Borgarnes Sími: 437 1712 HAGKAUP BORGARNESI Digranesgötu 6 310 Borgarnes Sími: 431 3491

SAMKAUP ÚRVAL GRUNDARFIRÐI Grundargötu 38 350 Grundarfjörður Sími: 438 6700

GEIRABAKARÍ Digranesgötu 6 310 Borgarnes Sími: 437 1920

PÓSTURINN AFGREIÐSLA Aðalgötu 31 350 Grundarfjörður Sími: 580 1200

KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA Egilsholti 1 310 Borgarnes Sími: 430 5500

VÍNBÚÐIN GRUNDARFIRÐI Grundargata 38 350 Grundarfjörður Sími: 438 1220

VÍNBÚÐIN BORGARNESI Borgarbraut 58-60 310 Borgarnes Sími: 431 3858

LYFJA Grundargötu 38 350 Grundarfjörður Sími: 438 6745

PÓSTURINN AFGREIÐSLA Brúartorgi 4 310 Borgarnes Sími: 580 1200 LYFJA Borgarbraut 58 310 Borgarnes Sími: 552 4266

APÓTEK VESTURLANDS Smiðjuvöllum 32 300 Akranesi Sími: 431 5090 PÓSTURINN AFGREIÐSLA Smiðjuvöllum 30 300 Akranesi Sími: 580 1200 VÍNBÚÐIN AKRANESI Þjóðbraut 13 300 Akranes Sími: 431 2933

HÚSAFELL SKELJUNGUR – VERSLUN OG BENSÍNAFGREIÐSLA Húsafelli 311 Borgarnes Sími: 435 1553


Verslun og þjónusta á Vesturlandi VEITINGASTAÐIR

VEITINGASTAÐIR

SUNDLAUGAR

HEILSUGÆSLA

NARFEYRARSTOFA Aðalgötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 438 1119

LANDNÁMSSETRIÐ Brákarbraut 13-15 310 Borgarnes Sími: 437 1600

SUNDLAUGIN STYKKISHÓLMI Borgarbraut 4 340 Stykkishólmur Sími: 433 8150

HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS STYKKISHÓLMI Austurgötu 7 340 Stykkishólmur Sími: 432 1200

HÓTEL STYKKISHÓLMUR Borgarbraut 8 340 Stykkishólmur Sími: 430 2100

HÓTEL HÚSAFELL Húsafell 311 Borgarnes Sími: 435 1551

SUNDLAUGIN HÚSAFELLI Húsafelli 311 Borgarnes Sími: 435 1552

SJÁVARPAKKHÚSIÐ Hafnargötu 2 340 Stykkishólmur Sími: 438 1800

FOSSHÓTEL REYKHOLT 320 Reykholt Sími: 435 1260

SUNDLAUGIN GRUNDARFIRÐI Borgarbraut 19 350 Grundarfjörður Sími: 430 8564

PLÁSSIÐ Frúarstígur 1 340 Stykkishólmur Sími: 436 1600 BJARGARSTEINN MATHÚS Sólvellir 15 350 Grundarfjörður Sími: 438 6770 RÚBEN Grundargata 59 350 Grundarfjörður Sími: 438 6446 EDDUVERÖLD Englendingavík – Skúlagata 17 310 Borgarnes Sími: 437 1455 GAMLA KAUPFÉLAGIÐ Kirkjubraut 11 300 Akranes Sími: 431 4343 FOSSATÚN VEITINGAHÚS Fossatúni 311 Borgarnes Sími: 433 5800 VEITINGASTAÐURINN AÐ HRAUNSNEFI Hraunsnef Sveitahótel 311 Borgarnes Sími: 435 0111 HÓTEL BÚÐIR Búðir 365 Snæfellsnes Sími: 435 6700

FJÖRUHÚSIÐ Hellnum 356 Snæfellsbær Sími: 435 6844 HÓTEL ÓLAFSVÍK Ólafsbraut 20 355 Ólafsvík Sími: 436 1650 GALITO Stillholt 16-18 300 Akranes Sími: 430 6767

SUNDLAUG SNÆFELLSBÆJAR Ennisbraut 11 355 Ólafsvík Sími: 433 9910 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN BORGARNESI Þorsteinsgötu 310 Borgarnes Sími: 433 7140 LÝSUHÓLSLAUG Lýsuhóll 356 Snæfellsbær Sími: 433 9917 / 435 6716

HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS GRUNDARFIRÐI Hrannarstíg 7 350 Grundarfjörður Sími: 432 1350 HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS ÓLAFSVÍK Engihlíð 28 355 Ólafsvík Sími: 432 1360 HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS BORGARNESI Borgarbraut 65 310 Borgarnes Sími: 432 1430 HEILBRIGÐISSTOFNUN VESTURLANDS AKRANESI Merkigerði 9 300 Akranes Sími: 432 1000

KOLVIÐARNESLAUG Laugagerðisskóla – Hótel Eldborg 311 Borganes Sími: 435 6602 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN KLEPPJÁRNSREYKJUM Kleppjárnsreykjaskóli Kleppjárnsreykjum, Reykholtsdal 311 Borgarnes Sími: 430 1534 ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN VARMALANDI Varmaland 311 Borgarnes Sími: 430 1520 JAÐARSBAKKALAUG AKRANESI Jaðarsbakkar 300 Akranes Sími: 433 1100

Nánari upplýsingar um afþreyingu, viðburði, verslun og þjónustu á Vesturlandi er að finna á www.west.is



Norðurland

UPPLIFÐU NORÐURLAND Á Norðurlandi eru fjölmargar náttúruperlur sem laða til sín fólk á öllum aldri. Við vestanverðan Húnafjörð stendur klettadrangurinn Hvítserkur en uppi á hálendinu, norðan undir Kjalhrauni, eru litríkir Hveravellir, eitt af stærstu hverasvæðum landsins. Á Skagafirði eru þjóðsagnaeyjarnar Málmey og Drangey en Eyfirðingar státa af tignarlegum fjöllum og búsældarlegri sveit en víðast er að finna. Í Þingeyjarsýslum er náttúran allt í senn hrjúf, mild og hrífandi. Margt ber fyrir augu, nánast hvergi er fleiri meistaraverk móður náttúru að finna. Þar eru fossarnir Goðafoss og Dettifoss, sá seinni aflmesti foss Evrópu. Neðan hans eru Jökulsárgljúfur, ein hrikalegustu árgljúfur landsins. Norðar eru Hljóðaklettar og Ásbyrgi, dulmögnuð hamrakvos sem Jökulsá bjó til. Suður í Dyngjufjöllum er Askja, sporöskjulaga sigdæld og eldstöð. Við Mývatn og í samnefndri sveit er rómuð náttúrufegurð og þar eru Dimmuborgir, sem eru heill undraheimur út af fyrir sig.

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Norðurlandi er að finna á www.nordurlandid.is og www.visitakureyri.is


Norðurland

AKUREYRI – FURULUNDUR 8 OG 10 ÍBÚÐIRNAR

ÚTBÚNAÐUR

F10

F8

Fjöldi íbúða

6

1

borðbúnaður fyrir átta manns. Gasgrill á svölum.

Stærð í m2

53

56

Furulundur 10, íbúðir A, B, C, G, K, S eru í lítilli tveggja hæða blokk. Þær eru 53 m2 með tveimur

Heitur pottur

Nei Nei

herbergjum, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir sex manns í íbúðunum og

Svefnherbergi

2

2

borðbúnaður fyrir átta manns. Gasgrill á svölum.

Svefnpláss

6

4

ENDURVINNSLA Á SORPI

Sængur og koddar

6

6

Á Akureyri er lagt mikið upp úr flokkun og endurvinnslu á sorpi. Sorphirða er með sérstöku ílátakerfi

Verönd & húsgögn

Gasgrill & þvottavél

VR á sjö íbúðir í Furulundi á Akureyri. Furulundur 8b er á 2. hæð í lítilli blokk 56 m2. Íbúðin er með tveimur herbergjum, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir fimm manns og

þar sem 35 lítra sérsmíðuðu íláti fyrir lífrænan heimilisúrgang er komið fyrir í hefðbundinni 240 lítra sorptunnu sem ætluð er fyrir almennan úrgang til urðunar. Gestum í Orlofshúsum VR er skylt að fara að reglum Akureyrarbæjar hvað þetta varðar og fylgja leiðbeiningum um flokkun sem er að finna í íbúðinni í Furulundi.

UMSJÓN Umsjón er í höndum Securitas Akureyri, Tryggvabraut 10 á 2. hæð. Securitas sér um lyklaafhendingu og opið er allan sólarhringinn, sími 460 6261. Hægt er að panta þrif hjá Securitas með fyrirvara.

i

Frá Reykjavík er aðeins 45 mínútna flug til Akureyrar Reykjavík – Akureyri 388 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR


Afþreying og áhugaverðir staðir á Norðurlandi

NONNAHÚS

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI

JÓLAGARÐURINN

Nonnahús er safn helgað minningu Jóns Sveinssonar, rithöfundar, og jesúítaprests. Safnið var í eigu Zontaklúbbs Akureyrar, sem rak safnið á árunum 1957-2007, en þá fékk Akureyrarbær það að gjöf. Minjasafnið á Akureyri rekur nú safnið.

Markmið Minjasafnsins er að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar, einkum þær sem eru lýsandi fyrir daglegt líf og atvinnuvegi í Eyjafirði. Safnið gefur góða innsýn í sögu og menningu héraðsins. Í starfi sínu leitast starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri við að auka þekkingu fólks í Eyjafirði á sögu þess og uppruna. Minjasafnið stuðlar að því að gera Eyjafjörð eftirsóknarverðan til búsetu og áhugaverðan til heimsókna fyrir ferðamenn.

Jólagarðurinn, þar sem andi jólanna er árið um kring. Umhverfis Jólahúsið er garður þar sem upplagt er að njóta nestis og næðis. Í garðinum er óskabrunnur ófæddra barna og heimsins stærsta jóladagatal er í ævintýraturni við húsið. Garðurinn, turninn og litla húsið skapa skemmtilega umgjörð um verslun með vörur sem tengjast jólunum. Jólagarðurinn selur bæði innfluttar vörur og vörur frá íslensku handverksfólki.

Aðalstræti 58 600 Akureyri Sími: 462 4162 minjasafnid@minjasafnid.is www.minjasafnid.is

Sléttu 601 Akureyri Sími: 463 1433 jolagard@simnet.is

LYSTIGARÐUR AKUREYRAR

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI

FLUGSAFN ÍSLANDS

Lystigarðurinn er á Suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar. Garðurinn er rómaður fyrir fegurð og mikinn fjölda tegunda. Hins vegar eru öll hlið opin að vetri og fólki frjálst að ganga um garðinn og kíkja í kaffihúsið.

Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á landinu. Safnið leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á Norðurlöndum. Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu og áhuga og efla skilning á sjónlistum.

Flugsafnið á Akureyri var stofnað 1. maí 1999. Hlutverk Flugsafnsins er að safna, varðveita og sýna muni sem tengjast flugi á Íslandi, sögu þess og þróun. Einnig er það markmið safnsins að safna myndum sem tengjast flugsögunni, skrá þær og aðra þá þætti sem hafa menningarsögulegt gildi.

Aðalstræti 54 600 Akureyri Sími: 462 3555 nonni@nonni.is www.nonni.is

Eyrarlandsstofa Sími: 462 7487 bjorgvin@akureyri.is www.lystigardur.akureyri.is

Kaupvangsstræti 12 600 Akureyri Sími: 461 2610 listak@listak.is www.listak.is

Akureyrarflugvelli 600 Akureyri Sími: 461 4400 flugsafn@flugsafn.is www.flugsafn.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Norðurlandi er að finna á www.nordurland.is og www.visitakureyri.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Norðurlandi

LEIKFÉLAG AKUREYRAR

HVALASAFNIÐ Á HÚSAVÍK

JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973. Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu leikhúsi, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Gestir leikhússins koma frá landinu öllu og í gegnum tíðina hefur verið vinsælt að fara í leikhúsferðir til Akureyrar til að sjá þær leiksýningar sem eru á boðstólum.

Hvalasafnið á Húsavík er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Safnið var stofnað árið 1997. Meginmarkmið þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Með fræðslu og þekkingaröflun um hvali og lífríki þeirra eykur Hvalasafnið á fræðslugildi hvalaskoðunarferða sem farnar eru frá Húsavík og víðar.

Jarðböðin við Mývatn voru opnuð 30. júní 2004. Jarðböðin eru opin allt árið, við tökum vel á móti öllum sem vilja slaka á í heitu lóninu, baða sig í náttúrulegri gufunni og njóta einstakrar náttúrufegurðar sveitarinnar.

Hafnarstræti 57 600 Akureyri Sími: 450 1000 mak@mak.is www.mak.is

Hafnarstétt 1 640 Húsavík Sími: 414 2800 info@whalemuseum.is www.hvalasafn.is

Jarðbaðshólar 660 Mývatn Sími: 464 4411 info@jardbodin.is www.jardbodin.is

HVALASKOÐUN OG SJÓSTANGAVEIÐI

SKAUTAHÖLLIN Á AKUREYRI

ÁSBYRGI

Hvalaskoðun er orðin ein helsta afþreying erlendra ferðamanna á Norðurlandi. Fjöldi hvalategunda, hagstætt veður og sjólag gera Norðurland að einu besta hvalaskoðunarsvæði landsins. Skjálfandaflói og Eyjafjörður eru skjólgóðir og einstaklega vel til þess fallnir að sigla um á fallegum sumardegi.

Í Skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnota ásamt skerpingarþjónustu. Skautahöllin er einnig með sérútbúna sleða sem henta hreyfihömluðum. Sjoppan er opin á almenningstímum og viðburðum en þar fást meðal annars hokkívörur og barnaskautar.

Ásbyrgi í Jökulsárgljúfrum er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Lagðir hafa verið göngustígar um svæðið og sett upp lítil upplýsingaskilti við þá, um þær trjá- og blómategundir sem þarna leynast. Ýmsar lengri og styttri gönguleiðir eru um svæðið. Skipulagðar gönguferðir eru á sumrin og hægt er að fá upplýsingar um þær í Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins, við tjaldstæðin fremst í mynni Ásbyrgis. Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 15. maí til 30. september. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í Gljúfrastofu áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.

Fuglalífið og náttúran skartar sínu fegursta meðan horft er á hrefnur, höfrunga, hnúfubaka og jafnvel steypireyðar leika sér upp við hliðina á hinum einstaklega fallegu eikarbátum sem eingöngu eru notaðir á Norðurlandi. Nokkur fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun og sjóstangaveiði og má nálgast frekari upplýsingar um þau á: www.nordurland.is

Naustavegi 1 600 Akureyri Sími: 461 2440 skautahollin@sasport.is www.sasport.is

Vatnajökulsþjóðgarður Sími: 470 7100 asbyrgi@vjp.is www.vatnajokulsthjodgardur.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Norðurlandi

DIMMUBORGIR

FUGLASAFN SIGURGEIRS

VESTURFARASETRIÐ

Dimmuborgir eru einstæðar hraunmyndanir við austanvert Mývatn. Hraunið sem rann þegar Dimmuborgir mynduðust kom frá eldgosi í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir um 2.000 árum og er það mesta hraungos sem orðið hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Vegur liggur frá Geiteyjarströnd austan Mývatns að bílastæðinu við Dimmuborgir. Það er yndislegt að rölta um Dimmuborgir á fögrum sumardegi og njóta þessarar einstæðu náttúru. Það er hins vegar töfrum líkast að heimsækja Dimmuborgir um aðventuna. Borgirnar taka á sig aðra mynd í vetrarklæðunum og á þeim árstíma fara Jólasveinarnir í Dimmuborgum á stjá. Það er ógleymanleg upplifun fyrir börn á öllum aldri að heimsækja þá í sínu náttúrulega umhverfi.

Þetta er eitt flottasta náttúrugripasafn landsins. Fuglaskoðun er vaxandi áhugamál almennings og óvíða er jafn góð aðstaða til þess og í safninu og nágrenni þess. Úr safninu er frábært útsýni út á vatnið og fuglana sem þar eru en einnig getur verið notalegt að sitja úti og njóta náttúrunnar.

Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið Setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn, og íbúðar fyrir fræðimenn.

BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA

MENNINGARHÚSIÐ HOF

INNBÆRINN

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað 15. júní 1952 og hefur aðsetur sitt í Minjahúsinu á Sauðárkróki og í Glaumbæ í Skagafirði. Safnið hefur um árabil verið öflug menningarstofnun, þar sem það hefur rækt lagalega skyldur sínar, sem byggðasafn og um leið með öflugri starfsemi tekist á við ótal menningarleg verkefni á starfsvæði sínu. Hægt er að skoða sýningar i gamla bænum í Glaumbæ eftir samkomulagi eins og sýningarnar í Minjahúsinu.

Menningarhúsið Hof hefur fest sig í sessi sem mikilvægur þáttur í menningarlífinu á Norðurlandi. Þar er reglulega boðið upp á tónleika og aðra viðburði auk þess sem húsið hýsir Tónlistarskólann á Akureyri, upplýsingamiðstöð ferðamanna, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Akureyrarstofu, hönnunarverslunina Kistu og veitingastaðinn 1862 Nordic Bistro. Tilvalið er fyrir bæjarbúa og gesti að leggja leið sína í húsið og skoða bæði bygginguna, þær sýningar sem þar eru uppi hverju sinni og fara á þá viðburði sem boðið er upp á.

Í Innbænum og Fjörunni er að finna elstu hús bæjarins sem flest eru byggð á árunum 1800-1900. Hin eiginlega Akureyri er eyri sem myndaðist af framburði lækjar sem rann niður Búðargil. Þar risu fyrstu verslunarhúsin á 17. öld. Elsta hús Akureyrar er Laxdalshús, reist 1795 og stendur það á miðri gömlu Akureyri. Með auknu frjálsræði í verslun á 19. öld og aukinni ásókn í byggð við ströndina jókst íbúabyggð á Akureyri og húsunum fjölgaði. Tvær götur mynduðust sem nú eru Aðalstræti og Hafnarstræti og upp Búðargilið kom Lækjargata. Þótt miklir brunar 1901 og 1912 hafi höggvið stórt skarð í gömlu byggðina mynda húsin við Aðalstræti, hluta Hafnarstrætis og Lækjargötu óvenju heillega byggð frá fyrstu tíð kaupstaðarins.

Glaumbær 560 Varmahlíð Sími: 453 6173

Fuglasafn Sigurgeirs Ytri-Neslöndum 660 Mývatn Sími: 464 4477 fuglasafn@fuglasafn.is www.fuglasafn.is

Strandgata 12 600 Akureyri Sími: 450 1010 info@menningarhus.is www.menningarhus.is

565 Hofsós Sími: 453 7935 hofsos@hofsos.is www.hofsos.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Norðurlandi er að finna á www.nordurland.is og www.visitakureyri.is


Akureyri – veitingastaðir

KAFFI KÚ

CAFÉ AMOUR

1862 NORDIC BISTRO

Kaffi Kú er lítið kaffihús/bar á fjósloftinu að Garði í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km sunnan Akureyrar. Það sem gerir staðinn sérstakan er að hann er á fjósloftinu í stærsta og tæknivæddasta fjósi landsins. Á loftinu eru tveir salir þar sem hægt er að fá sér sæti og fylgjast með dýrunum og öllum þeim tækjum sem eru að störfum í fjósinu.

Notalegt kaffihús og bar þar sem er yndislegt að sitja úti í góðu veðri eða sitja inni í notalegheitum þegar kalt er úti. Ljúf og róleg stemning í fallegu umhverfi er alla daga en um miðnætti á föstudögum og laugardögum breytist stemningin og plötusnúðar staðarins eða trúbadorar taka völdin. Á hverju fimmtudagskvöldi er pöbbkviss og trúbador.

Garði 601 Akureyri Sími: 867 3826 naut@nautakjot.is www.kaffiku.is

Ráðhústorgi 9 600 Akureyri Sími: 461 3030 amour@cafeamour.is

Veitingastaður í Menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Staðurinn dregur nafn sitt af árinu sem Akureyri fékk kaupstaðarréttindi og þeim dönsku áhrifum sem einkenndu verslun og viðskipti í bænum á árum áður. 1862 Nordic Bistro er allt í senn smurbrauðsstofa, kaffihús, veitingastaður og veisluþjónusta. Lögð er áhersla á vandað danskt smörrebröd, góðar kökur og skemmtilega rétti af norrænum uppruna þar sem eyfirsk framleiðsla er í aðalhlutverki.

BAUTINN

STRIKIÐ

HAMBORGARAFABRIKKAN

Bautinn er í hjarta Akureyrar, á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis, í einu elsta og fallegasta húsi bæjarins. Staðurinn leggur ríka áherslu á góðan mat og hraða og líflega þjónustu á viðráðanlegu verði. Salatbar staðarins er löngu orðinn landsþekktur og fylgir hann ásamt súpu og brauði öllum aðalréttum.

Strikið er fyrsta flokks nútímalegur veitingastaður með glæsilegu útsýni yfir Pollinn og einn fegursta fjörð landsins. Útiaðstaðan á Strikinu rúmar allt að 100 manns og er frábær upplifun að sitja þar á góðum sumardegi og njóta veiga í mat og drykk. Strikið leggur áherslu á létta og skemmtilega þjónustu en jafnframt að fagleg vinnubrögð séu í fyrirrúmi.

Hamborgarafabrikkan er á jarðhæð Hótel KEA, þar sem áður var Terían. Matseðill Hamborgarafabrikkunnar er einfaldur og er áherslan lögð á framúrskarandi hamborgara, skemmtilega og einfalda forrétti og frábæra eftirrétti.

Hafnarstræti 92 600 Akureyri Sími: 462 1818 bautinn@bautinn.is www.bautinn.is

Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri Sími: 575 7575 fabrikkan@fabrikkan.is www.fabrikkan.is

Menningarhúsið Hof Strandgötu 12 600 Akureyri Sími: 466 1862 1862@1862.is www.1862.is

Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri Sími: 575 7575 fabrikkan@fabrikkan.is www.fabrikkan.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Norðurlandi er að finna á www.nordurland.is og www.visitakureyri.is



Verslun og þjónusta á Norðurlandi GOLFVELLIR

SKÍÐASVÆÐI

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

GOLFKLÚBBUR AKUREYRAR Jaðri 600 Akureyri Sími: 462 2974 gagolf@gagolf.is www.gagolf.is

SKÍÐASVÆÐIÐ HLÍÐARFJALLI Sími: 462 2280 hlidarfjall@hlidarfjall.is www.hlidarfjall.is

AKUREYRI

VÍNBÚÐIN DALVÍK Hafnarbraut 7 620 Dalvík Sími: 563 5256

GOLFKLÚBBUR MÝVATNSSVEITAR Stekkholti 660 Mývatn Sími: 856 1159 stekkholt@emax.is www.golf.is/gkm GOLFKLÚBBUR HÚSAVÍKUR Katlavelli 640 Húsavík Sími: 464 1000 ghgolf@ghgolf.is www.ghgolf.is GOLFKLÚBBURINN GLJÚFRI Ekrugötu 6 670 Kópasker Sími: 892 2145 mpe@nett.is www.golf.is/gog GOLFKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Hlíðarendi 56 550 Sauðárkrókur Sími: 453 5075 formadur@gss.is www.gss.is GOLFKLÚBBUR ÓLAFSFJARÐAR Skeggjabrekka 625 Ólafsfjörður Sími: 466 2611 golfkl@simnet.is www.golf.is/gó GOLFKLÚBBUR SIGLUFJARÐAR Íþróttamiðstöðin Hóll 580 Siglufjörður Sími: 868 3396 i.hreins@simnet.is gks.fjallabyggd.is GOLFKLÚBBURINN HAMAR Arnarholti Svarfaðardal 620 Dalvík Sími: 466 1204 ghd@simnet.is www.ghdgolf.net

SKÍÐASVÆÐIÐ SKARÐSDAL Sími: 467 1806 / 878 3399 egillrogg@simnet.is www.skardsdalur.is SKÍÐASVÆÐIÐ TINDASTÓLI Sími: 453 6707 / 899 9907 skidi@tindastoll.is www.tindastoll.is/skidi SKÍÐASVÆÐIÐ TINDAÖXL Sími: 466 2527 / 868 8344 skiol@simnet.is www.skiol.fjallabyggd.is SKÍÐASVÆÐIÐ BÖGGVISSTAÐAFJALLI Sími: 466 1010 / 466 1005 skidalvik@skidalvik.is www.skidalvik.is SKÍÐASVÆÐIÐ HÚSAVÍKURFJALLI Sími: 464 6199 volsungur@volsungur.is www.volsungur.is/skidi

GLERÁRTORG Gleráreyrum 1 600 Akureyri Sími: 461 5770 HAGKAUP AKUREYRI Furuvöllum 17 600 Akureyri Sími: 563 5256 BÓNUS AKUREYRI Langholti 1 603 Akureyri Sími: 527 9000 NETTÓ AKUREYRI Glerártorgi, Gleráreyrum 1 600 Akureyri Sími: 460 3200 APÓTEKARINN Hrísalundi 5 600 Akureyri Sími: 462 2444 LYF OG HEILSA Glerártorgi 600 Akureyri Sími: 461 5800 VÍNBÚÐIN AKUREYRI Hólabraut 16 600 Akureyri Sími: 462 1655 PÓSTURINN AFGREIÐSLA Strandgata 3 600 Akureyri Sími: 580 1200

DALVÍK SAMKAUP ÚRVAL DALVÍK Hafnartorgi 620 Dalvík Sími: 466 3211 LYF OG HEILSA Goðabraut 4 620 Dalvík Sími: 466 1234 PÓSTURINN AFGREIÐSLA Hafnarbraut 26 620 Dalvík Sími: 466 1104

SIGLUFJÖRÐUR SAMKAUP ÚRVAL Suðurgötu 2-4 580 Siglufjörður Sími: 467 1201 VÍNBÚÐIN SIGLUFIRÐI Eyrargötu 25 580 Siglufjörður Sími: 467 1262 SIGLUFJARÐAR APÓTEK Aðalgötu 34 580 Siglufjörður Sími: 467 2222 PÓSTURINN AFGREIÐSLA Aðalgötu 24 580 Siglufjörður Sími: 580 1200

ÓLAFSFJÖRÐUR SAMKAUP ÚRVAL DALVÍK Aðalgötu 2-4 625 Ólafsfjörður Sími: 466 2200 PÓSTURINN AFGREIÐSLA Aðalgötu 14 625 Ólafsfjörður Sími: 580 1200

SAUÐÁRKRÓKUR SKAGFIRÐINGABÚÐ Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4500 VÍNBÚÐIN SAUÐÁRKRÓKI Smáragrund 2 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4500 LYFJA Hólavegur 16 550 Sauðárkrókur Sími: 453 5700


Verslun og þjónusta á Norðurlandi VEITINGASTAÐIR

SUNDLAUGAR

SUNDLAUGAR

HEILSUGÆSLA

VOGAFJÓS 660 Mývatn Sími: 464 3800 / 464 4303 vogafjos@vogafjos.is www.vogafjos.net

SUNDLAUGIN DALVÍK Skíðabraut 12, 620 Dalvík Sími: 460 4940

SUNDLAUG GLERÁRSKÓLA Höfðahlíð 603 Akureyri Sími: 462 1539

SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Eyrarlandsvegi 600 Akureyri Sími: 462 0100

SUNDLAUGIN LAUGUM Reykjadal Sími: 464 6308

SUNDLAUGIN AKUREYRI Þingvallastræti 21 600 Akureyri Sími: 461 4455

HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hafnarstræti 99 600 Akureyri Sími: 460 4600

AKUREYRI BACKPACKERS Hafnarstræti 98 600 Akureyri Sími: 571 9050 akureyri@backpackers.is www.akureyribackpackers.com GREIFINN Glerárgötu 20 600 Akureyri Sími: 460 1600 greifinn@greifinn.is www.greifinn.is AKUREYRI FISH RESTAURANT Skipagata 12 600 Akureyri Sími: 414 6050 info@akureyrifish.is www.reykjavikfish.is BRYGGJAN Strandgata 49 600 Akureyri Sími: 440 6600 bryggjan@bryggjan.is www.bryggjan.is GOYA TAPAS BAR Kaupvangsstræti 23 600 Akureyri Sími: 519 7650 goya@goya.is www.goya.is MÚLABERG-BISTRO&BAR Hótel Kea Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri Sími: 460-2020 veitingar@keahotels.is www..keahotels.is RUB23 RESTAURANT Kaupvangsstræti 6 600 Akureyri Sími: 462 2223 rub23@rub23.is www.rub23.is

SUNDLAUGIN HVAMMSTANGA Hlíðarvegi, 530 Hvammstanga Sími: 451 2532 SUNDLAUGIN HRAFNAGILI Skólatröð 1 601 Akureyri Sími: 464 8140 SUNDLAUGIN SIGLUFIRÐI Gránugötu 24 580 Siglufjörður Sími: 464 9170 SUNDLAUGIN ÓLAFSFIRÐI Ægisgötu 625 Ólafsfjörður Sími: 464 9250 SUNDLAUGIN ÞELAMÖRK Laugalandi 601 Akureyri Sími: 462 4718 SUNDLAUGIN ILLUGASTÖÐUM Illugastaðir 601 Akureyri Sími: 462 6199 SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS Skagfirðingabraut 550 Sauðárkróki Sími: 453 5226

SUNDLAUGIN STÓRUTJARNARSKÓLA Stórutjörnum 641 Húsavík Sími: 444 4890 SUNDLAUGIN VARMAHLÍÐ Varmahlíð 560 Varmahlíð Sími: 453 8824 SUNDLAUGIN SKAGASTRÖND Einbúastígur 6 545 Skagaströnd Sími: 452 2806 SUNDLAUGIN HÚSAVÍK Laugarbrekku 2 640 Húsavík Sími: 464 6190 SUNDLAUG SVALBARÐSSTRANDARHREPPS Svalbarðseyri 601 Akureyri Sími: 461 2074

HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS HÚSAVÍK Auðbrekku 4 640 Húsavík Sími: 464 0500 HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS FJALLABYGGÐ Hvanneyrarbraut 580 Siglufjörður Sími: 460 2100 HEILSUGÆSLUSTÖÐ ÓLAFSFJARÐAR Hornbrekku 625 Ólafsfjörður Sími: 466 4050 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN DALVÍK Hólavegi 6 620 Dalvík Sími: 466 1500 HEILSUGÆSLAN SAUÐÁRKRÓKI Sauðárhæðum 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4000 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN HOFSÓSI Suðurbraut 15 565 Hofsós Sími: 453 7354

SUNDLAUGIN Á HOFSÓSI Suðurbraut 565 Hofsós Sími: 455 6070 SUNDLAUGIN REYKJAHLÍÐ Reykjahlíð 660 Mývatnssveit Sími: 464 4225

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Norðurlandi er að finna á www.nordurland.is og www.visitakureyri.is



Austurland

AUSTURLAND – SÉRSTÖK UPPLIFUN Austurland er meðal annars einstakt fyrir tignarleg fjöll, fjölbreytta menningu, hreindýr og fuglalíf. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Austurlandið á hverju ári, erlendir ferðamenn sem koma með Norrænu sem og fjöldi Íslendinga. Austurland býður ferðamanninum upp á sitt lítið af hverju í náttúrufari. Segja má að Austurland feli í sér hvað mestar andstæður náttúru og landslags sem finnanlegar eru hérlendis. Meginhluti Austurlands er á blágrýtissvæðinu eystra, þar sem miklir fjallgarðar setja svip á landslagið, en norðvesturhlutinn er á móbergssvæðinu þar sem landslagið er ungt og óþroskað, dalir mjóir og grunnir og engin fjöll nema eldfjöllin.

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Austurlandi er að finna á www.austurlandid.is og www.east.is


Austurland

EINARSSTAÐIR HÚSIN

ÚTBÚNAÐUR

VR á þrjú hús á Einarsstöðum, nr. 3, 6 og 18. Húsin á Einarsstöðum eru 45 m2 með ýmist tveimur og

Nr.3&18 Nr 6

Fjöldi húsa

2

1

Stærð í m2

45

45

Heitur pottur

NÁGRENNIÐ

Svefnherbergi

2

3

Á Fljótsdalshéraði er úr nógu að velja þegar kemur að afþreyingu og er hægt að finna eitthvað

Svefnloft

Nei Nei

Svefnpláss

6

6

Sængur & koddar

8

8

Borðbúnaður

8

8

þremur herbergjum, eldhúsi, stofu og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir sex manns og borðbúnaður fyrir átta manns. Húsin eru öll með heitum potti og gasgrilli.

fyrir alla. Margir áhugaverðir staðir eru á Héraði og hægt að upplifa allt frá hrikalegum öræfum og víðáttumiklum söndum til grænna skóga og tignarlegra fossa. Frá Egilsstöðum er um það bil 10 mínútna akstur til Einarsstaða.

i

Reykjavík – Einarsstaðir 571 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanna er 861 8310 og 471 1734


Afþreying og áhugaverðir staðir á Austurlandi

TRJÁSAFNIÐ Á HALLORMSSTAÐ

SKRIÐUKLAUSTUR

KÁRAHNJÚKAVIRKJUN

Trjásafnið á Hallormsstað er í Mörkinni á Hallormsstað. Þetta er mjög fjölskylduvænt safn og hægt að skoða um 70 tegundir trjáa. Gönguferðir eru vinsælar og merktar. Einnig er hægt að fá greinargott kort hjá Skógrækt ríkisins.

Skriðuklaustur er fornfrægt höfuðból í Fljótsdal þar sem nú er rekið menningar- og fræðasetur, en Gunnar Gunnarsson skáld reisti þar stórhýsi árið 1939. Fornleifarannsóknar hafa verið á svæðinu í nokkur ár og búið er að grafa upp klaustrið sjálft, sem var starfrækt frá 1493 til siðaskipta. Uppgreftri er lokið í bili og svæðið hefur verið gert skoðunarhæft.

Kárahnjúkavirkjun, öðru nafni Fljótsdalsstöð, er 690 MW vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands norðan Vatnajökuls. Virkjunin sér álveri Alcoa í Reyðarfirði fyrir raforku. Virkjaðar eru jökulár Vatnajökuls; Jökulsá á Dal (Jökulsá á Brú), Jökulsá í Fljótsdal, Kelduá og þrjár þverár hennar. Mannvirkið sem slíkt hefur verið nefnt stærsta framkvæmd Íslandssögunnar.

Skógrækt ríkisins Miðvangi 2-4 700 Egilsstaðir Sími: 470 2000

Skriðuklaustur 701 Egilsstaðir Sími: 471 2990 www.skriduklaustur.is

LAUGARFELL

TÆKNIMINJASAFN

BLÁA KIRKJAN

Laugarfell er á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.

Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði fjallar um þann hluta Íslandssögunnar sem snýr að tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Markmið safnsins er að safna, varðveita, skrá og sýna verkkunnáttu, muni, minjar og frásagnir sem hafa gildi fyrir sögu tækniþróunar á starfssvæðinu.

Seyðisfjarðarkirkja er yngsti en jafnframt stærsti og glæsilegasti fulltrúi ákveðinnar gerðar austfirskra timburkirkna sem bera skýr staðbundin einkenni, þ.e. þakturn og stóra smárúðótta bogaglugga. Seyðisfjarðarkirkja ber jafnframt sterk einkenni norskrar timburhúsahefðar, sem ráðandi er í gamla bænum á Seyðisfirði, og er meðal stærstu og veglegustu fulltrúa bárujárnsklæddra timburkirkna aldamótaáranna.

Hafnargötu 44 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1696 www.tekmus.org

Seyðisfjarðarkirkja Bjólfsgötu 10 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1182

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Austurlandi er að finna á www.austurlandid.is og www.east.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Austurlandi

SKÁLANES

STRÍÐSÁRASAFNIÐ

SÓMASTAÐIR

Náttúru- og menningarsetrið Skálanes var stofnað vorið 2006 og er stunduð þar ferðaþjónusta með áherslu á góða þjónustu í mat, gistingu og ferðum. Umhverfisvernd er annað aðalverkefna Skálaness. Markmið Skálanesseturs er að stuðla að rannsóknum á Skálanesi og umhverfi þess.

Á Íslenska stríðsárasafninu ferðast gestir meira en 70 ár aftur í tímann, allt aftur til daga seinni heimsstyrjaldarinnar. Safnið veitir lifandi innsýn í lífið á stríðsárunum, áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og tíðaranda.

Á Sómastöðum er nú gamalt steinhús sem Hans Jakob Beck útvegsbóndi byggði við torfbæinn þar árið 1875. Sérstaða þess felst einkum í byggingatækninni, en útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grágrýti sem bundið er saman með smiðjumó, einni tegund jökulleirs. Ekki munu varðveitt önnur dæmi um þessa tækni í byggingum hér á landi.

Heiðarvegi 37 730 Reyðarfjörður Sími: 470 9000 www.stridsarasafn.fjardabyggd.is

Sómastaðir 730 Reyðarfjörður

SJÓMINJASAFN AUSTURLANDS

FRANSKI SPÍTALINN

BREIÐDALSSETUR

Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem var byggt 1816.

Í safninu er saga franskra skútusjómanna á Íslandi rakin, en Fáskrúðsfjörður var helsta bækistöð þeirra hér við land. Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Safnið er í frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði og er allt hið glæsilegasta. Endurbyggingu húsanna lauk sumarið 2014.

Breiðdalssetur er umgjörð um þá starfsemi sem verið er að þróa í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík. Gamla kaupfélagið, sem er elsta húsið á Breiðdalsvík reist árið 1906, hefur verið í endurbyggingu síðastliðin ár. Húsinu er ætlað að vera miðstöð menningar, sögu og þekkingar í víðum skilningi.

Hafnargötu 12 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 470 9000

Sæbergi 1 760 Breiðdalsvík Sími: 470 5565

Strandgata 39b 740 Eskifjörður Sími 470 9063 www.sjominjar.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Austurlandi

FUGLASKOÐUN DJÚPAVOGI

LANGABÚÐ

EGGIN Í GLEÐIVÍK

Helstu fuglaskoðunarsvæðin í nágrenni við Djúpavog eru Fýluvogur, Breiðivogur, Selabryggjur, Leirur, Bónavörðuvatn og Sef við Hrísey. Nánari upplýsingar má finna á Fuglavef Djúpavogs: www.djupivogur.is/fuglavefur

Langabúð og verslunarstjórahúsið eru elstu hús Djúpavogs. Þau eru reist á grunnum eldri húsa og þar sem þau standa hefur verslunarstaðurinn verið frá árinu 1589, þegar þýskir kaupmenn hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni.

Við höfnina í Gleðivík hefur verið komið fyrir glæsilegu listaverki eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið samanstendur af 34 eggjum jafnmargra fugla sem verpa í Djúpavogshreppi. Eggin eru úr graníti, innflutt frá Kína og fylgja sömu lögun og eggin sem þau líkja eftir. Eggin eru öll merkt þeim fugli sem þau líkja eftir, bæði á íslensku og ensku. Eitt egg er stærst, en það er egg lómsins sem hefur verið valinn einkennisfugl fyrir svæðið. Listaverkið er í góðu göngufæri frá þorpinu en frá miðju þorpsins eru um 900 metrar í Gleðivík.

Löngubúð 765 Djúpivogur Sími: 478 8220

STEINASAFN PETRU

MINJASAFNIÐ Á BUSTARFELLI

SAFNAHÚSIÐ NORÐFIRÐI

Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði alltaf mikinn áhuga á fallegum steinum en byrjaði að safna þeim fyrir alvöru árið 1946. Steinarnir hennar eru langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi. Árið 1974 ákvað Petra að heimili hennar yrði í framtíðinni opið fyrir alla sem vildu skoða steinana hennar. Gestir Petru skipta því hundruðum þúsunda. Hús Petru er heimilið sem varð að safni.

Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá gaf Elín Methúsalemsdóttir Vopnfirðingum safnið sem fram að þeim tíma hafði verið sýnt sem einkasafn. Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt, rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn. Enn fremur er mikið lagt upp úr miðlun gamallar verkþekkingar og sagna með lifandi uppákomum, viðburðum og námskeiðum.

Húsið á sér merka sögu og hefur að geyma þrjú glæsileg söfn undir sama þaki.

Fjarðarbraut 21 755 Stöðvarfjörður Sími: 457 8834

Hofsárdal 690 Vopnafjörður Sími: 471 2211 / 844 1153 www.burstafell.is

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar. Tryggvi er meðal þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslendinga. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar. Á safninu eru áhugaverðir hlutir sem tengjast sjávarútvegi, bátasmíði og einnig gömlum atvinnuháttum á Íslandi. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga ásamt ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Egilsbraut 2 740 Neskaupstaður Sími: 477 1446 / 470 9063

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Austurlandi er að finna á www.austurlandid.is og www.east.is


Áhugaverðar gönguleiðir á Austurlandi

HENGIFOSS

GERPIR

HÓLMANES

Hengifoss er í norðanverðum Fljótsdal , á móts við innri enda Lagarfljóts. Hann er næsthæsti foss landsins, 128 m hár. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn. Í berginu finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag, enda er sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss, Litlanesfoss, lukinn óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð. Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá þjóðveginum.

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð. Ástæða er til að mæla með heimsókn í Gerpi við alla er áhuga hafa á útivist.

Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru. Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni. Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar. Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin.

FARDAGAFOSS

EINBÚI Í JAFNADAL

HÓLMATINDUR

Fardagafoss fellur skammt frá Egilsstöðum á leið upp Fjarðarheiði. Er hann efstur fossanna í Miðhúsaánni. Hinir heita Gufufoss og Folaldafoss. Merkt gönguleið liggur að fossinum og er hún greiðfær utan síðasti spölurinn. Bak við fossinn er hellir. Sagnir herma að í honum hafi haldið til tröllskessa. Var sú trú að frá þeim helli lægju jarðgöng yfir í Gufufoss í Fjarðará, handan heiðarinnar. Önnur sögn hermir að náttröll búi í hellinum er hafi í fórum sínum ketil fullan af gulli. Bak við fossinn er gestbók sem þeir geta kvittað í sem voga sér að baki flaumnum.

Jafnadalur gengur inn úr Stöðvarfirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr flatlendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6 m að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.

Stolt og prýði Eskfirðinga, Hólmatindur, er 985 metra hár og gnæfir yfir fjörðinn gegnt byggðinni. Það er krefjandi ganga upp á Hólmatind en á tindinum geta göngugarpar kvittað fyrir komuna í gestabók. Fjöllin fimm í Fjarðabyggð er verkefni sem skólabörn fitjuðu upp á og hefur náð vinsældum eftir að Ferðafélag Fjarðamanna hrinti því í framkvæmd. Göngugarpar kvitta í allar gestabækur á fimm tilteknum tindum og fá viðurkenningarskjal fyrir.

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Austurlandi er að finna á www.austurlandid.is og www.east.is



Verslun og þjónusta á Austurlandi GOLFVELLIR

SKÍÐASVÆÐI

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

GOLFKLÚBBUR FLJÓTDALSHÉRAÐS Ekkjufelli – Fellabæ 700 Egilsstaðir Sími: 471 1113 karijobba@gmail.com www.golf.is/gfh

SKÍÐASVÆÐIÐ STAFDAL 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1160 stafdalur@stafdalur.is www.stafdalur.is

EGILSSTAÐIR

PÓSTURINN REYÐARFIRÐI Búðareyri 35 730 Reyðarfjörður Sími: 580 1200

GOLFKLÚBBUR BYGGÐARHOLTS Strandgata 71a 735 Eskifjörður Sími: 892 4622 joiarn@simnet.is www.golf.is/gbe GOLFKLÚBBUR SEYÐISFJARÐAR Kúahagi / Vesturvegi 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1240 omar@brimberg.is www.golf.is/gsf GOLFKLÚBBUR FJARÐARBYGGÐAR Bakkagerði 6 730 Reyðarfjörður Sími: 843 8883 sigurjon@vhe.is www.golf.is/gkf GOLFKLÚBBUR NORÐFJARÐAR Grænanesbakkar 740 Neskaupstaður Sími: 477 1165 gunniak.60@isl.is www.golf.is/gn

SKÍÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS Oddsskarði 735 Eskifirði Sími: 476 1465 oddsskard@oddsskard.is www.oddsskard.is

BÓNUS Miðvangi 13 700 Egilsstaðir Sími: 527 9000 FELLABAKARÍ Lagarfelli 4 700 Egilsstaðir Sími: 471 1800 PÓSTURINN EGILSSTÖÐUM Fagradalsbraut 9 700 Egilsstaðir Sími: 580 1200 VÍNBÚÐIN EGILSSTÖÐUM Miðvangi 2-4 700 Egilsstaðir Sími: 471 5151

LYFJA REYÐARFIRÐI Hafnargötu 2 730 Reyðarfjörður Sími: 477 1780 SESAM BRAUÐHÚS Hafnargötu 1 730 Reyðarfjörður Sími: 475 8000 VÍNBÚÐIN REYÐARFIRÐI Hafnargötu 1 730 Reyðarfjörður Sími: 474 1406

ESKIFJÖRÐUR

LYFJA EGILSSTÖÐUM Kaupvangi 6 700 Egilsstaðir Sími: 471 1273

SAMKAUP STRAX Strandgötu 50 735 Eskifjörður Sími: 476 1580

SEYÐISFJÖRÐUR

PÓSTURINN ESKIFIRÐI Strandgötu 55 735 Eskifjörður Sími: 580 1200

SAMKAUP STRAX Vesturvegi 1 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1200 PÓSTURINN SEYÐISFIRÐI Hafnargötu 2 710 Seyðisfjörður Sími: 580 1200

LYFJA ESKIFIRÐI Strandgötu 31a 735 Eskifjörður Sími: 476 1287

NESKAUPSTAÐUR

VÍNBÚÐIN SEYÐISFIRÐI Hafnargötu 4a 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1101

SAMKAUP ÚRVAL Hafnarbraut 13 740 Neskaupstaður Sími: 477 1185

LYFJA SEYÐISFIRÐI, ÚTIBÚ Austurvegi 18 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1403

VÍNBÚÐIN NESKAUPSTAÐ Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður Sími: 477 1890

REYÐARFJÖRÐUR

PÓSTURINN NESKAUPSTAÐ Miðstræti 26 740 Neskaupstaður Sími: 580 1200

KRÓNAN REYÐARFIRÐI Hafnargötu 2 730 Reyðarfjörður Sími: 471 2445

NESBÆR Egilsbraut 5 740 Neskaupstaður Sími: 477 1115


Verslun og þjónusta á Austurlandi VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VEITINGASTAÐIR

SUNDLAUGAR

HEILSUGÆSLA

LYFJA NESKAUPSTAÐ Miðstræti 4 740 Neskaupstaður Sími: 477 1118

RANDULFFSSJÓHÚS Strandgötu 96 735 Eskifjörður Sími: 470 9000

SUNDLAUGIN EGILSSTÖÐUM Tjarnarbraut 26 700 Egilsstöðum Sími: 470 0777

SJÚKRAHÚSIÐ EGILSSTÖÐUM Lagarási 19 700 Egilsstaðir Sími: 470 3000

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

KLAUSTURKAFFI Skriðuklaustri 701 Egilsstaðir Sími: 471 2992

SUNDHÖLL SEYÐISFJARÐAR Suðurgötu 5 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1414

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ NESKAUPSTAÐ Mýrargötu 20 740 Neskaupstaður Sími: 470 1450

EGILSBÚÐ Egilsbraut 1 740 Neskaupstaður Sími: 477 1430

SUNDLAUG REYÐARFJARÐAR Heiðarvegi 10 730 Reyðarfirði Sími: 474 1331

CAFÉ SUMARLÍNA Búðarvegi 59 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 475 1575

SUNDLAUG ESKIFJARÐAR Dalbraut 3a 735 Eskifjörður Sími: 476 1218

TÆRGESEN Búðargötu 4 730 Reyðarfjörður Sími: 470 5555

SUNDLAUG NESKAUPSTAÐAR Miðstræti 15 740 Neskaupstað Sími: 477 1243

BREKKAN Fjarðarbraut 44 755 Stöðvarfjörður Sími: 475 8939

SUNDLAUG FÁSKRÚÐSFJARÐAR Skólavegur 39 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 475 9070

FRANSKI SPÍTALINN FOSSHÓTEL AUSTFIRÐIR Hafnargötu 11-14 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 470 4070

SUNDLAUGIN DJÚPAVOGI Varða 4 765 Djúpavogshreppur Sími: 478 8999

SAMKAUP STRAX Skólavegi 59 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 475 1580 PÓSTURINN FÁSKRÚÐSFIRÐI Skólavegi 59 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 580 1200 VÍNBÚÐIN FÁSKRÚÐSFIRÐI Skólavegi 59 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 475 1530

BREIÐDALSVÍK PÓSTURINN BREIÐDALSVÍK Selnesi 38 760 Breiðdalsvík Sími 580 1200 KAUPFJELAGIÐ KAFFIHÚS OG MARKAÐUR Sólvöllum 25 760 Breiðdalsvík Sími: 475 6670

DJÚPIVOGUR PÓSTURINN DJÚPAVOGI Kambi 1 765 Djúpivogur Sími: 580 1200 VÍNBÚÐIN DJÚPAVOGI Búlandi 1 765 Djúpivogur Sími: 478 8270 VIÐ VOGINN VERSLUN Vogalandi 2 765 Djúpivogur Sími: 478 8860

STÖÐVARFJÖRÐUR

HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS FÁSKRÚÐSFIRÐI Hlíðargötu 60 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 470 3080 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS REYÐARFIRÐI Búðareyri 8, 730 Reyðarfjörður Sími: 470 1420 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS ESKIFIRÐI Strandgötu 31 735 Eskifjörður Sími: 470 1430 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS SEYÐISFIRÐI Suðurgötu 8 710 Seyðisfjörður Sími: 470 3060 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS BREIÐDALSVÍK Selnesi 44 760 Breiðdalsvík Sími: 470 3099 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS DJÚPAVOGI Eyjalandi 2 765 Djúpivogur Sími: 470 3090 HEILSUGÆSLAN STÖÐVARFIRÐI Túngötu 2 755 Stöðvarfjörður Sími: 470 3088

BREKKAN VERSLUN OG VEITINGASTOFA Fjarðarbraut 44 755 Stöðvarfjörður Sími: 475 8939

Nánari upplýsingar um afþreyingu, viðburði, verslun og þjónustu á Austurlandi er að finna á www.east.is



Suðurland

UPPLIFÐU SUÐURLAND Suðurland er einstakt og sá landshluti Íslands sem langflestir ferðamenn sækja heim. Á Suðurlandi geta bæði ungir og aldnir fundið eitthvað við sitt hæfi til dægrastyttingar og skemmtunar. Hér er stórbrotin náttúra og fallegir fossar, heitir hverir spúa sjóðandi vatni, eldfjöllin eldi og eimyrju. Hér er sagan við hvert fótmál, bæði forn og ný, hér var alþingi Íslendinga á Þingvöllum, hér er sögusvið Njálu, hér sátu biskupar landsins í Skálholti. Á Suðurlandi er listsköpun, menning og blómlegt atvinnu- og mannlíf, merk söfn, sögusetur, gallerí og handverkshús svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þá sem vilja njóta dagsins utan dyra er hér góð stangveiði í ám og vötnum, góðir golfvellir og sundlaugar og síðast en ekki síst fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja virkilega njóta útiverunnar.

Nánari upplýsingar um afþreyingu, viðburði, verslun og þjónustu á Suðurlandi er að finna á www.south.is


Suðurland

MIÐHÚSASKÓGUR HÚSIN

ÚTBÚNAÐUR

Í Miðhúsaskógi á félagið alls 25 hús sem leigð eru til félagsmanna allt árið, um helgar og á virkum

Fjöldi húsa

20

Stærð í m2

56

Heitur pottur

Svefnherbergi

3

Svefnloft

Nei

Svefnpláss

7

trampólín er á staðnum, aparóla og frisbígolf. Í nágrenni við Miðhúsaskóg eru Laugarvatn og Úthlíð,

Sængur og koddar

8

en þar má finna víðtæka þjónustu.

Borðbúnaður

8

dögum. Í húsum nr. 1-4 og 15-20 er gengið í gegnum baðherbergið út í heita pottinn. Í húsum nr. 5-14 er gengið í gegnum stofuna út í pott. Hús nr. 5 hefur aðgengi fyrir fatlaða en að öðru leyti eru þessi hús sambærileg. Hús nr. 21-25 eru minni og eru ætluð fyrir tvo.

NÁGRENNIÐ Sandkassi er við hvert hús og fjórir leikvellir með rólum, rennibraut og vegasalti. Sparkvöllur, körfuboltavellir og mínígolf eru á svæðinu. Búið er að setja upp ný tæki á svæðinu, stórt uppblásið

GÆLUDÝR ERU LEYFÐ Í HÚSUM, 1, 2, 3 OG 4.

i

Reykjavík – Miðhúsaskógur 94 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns (820 1791) er opinn mán.-fim., 9-17.30, fös. 10.30-21, lau. 10-16. Lokað sunnudaga.


Suðurland

MIÐHÚSASKÓGUR – HÚS FYRIR TVO HÚSIN

ÚTBÚNAÐUR

Árið 2014 voru tekin í notkun fimm ný hús í Miðhúsaskógi, 37 m2 að stærð hvert og ætluð fyrir

Fjöldi húsa

5

Stærð í m2

37

24 og 25. Borðbúnaður er fyrir a.m.k fjóra. Húsin eru öll með heitum potti og gasgrilli. Ef fólk á von á

Heitur pottur

gestum er hægt að fá lánaðan aukaborðbúnað hjá umsjónarmönnum.

Svefnherbergi

1

Svefnloft

Nei

Svefnpláss

2-3

Sængur og koddar

3

Borðbúnaður

3

tvo til þrjá. Í húsunum er eitt herbergi með hjónarúmi. Stofa og eldhús eru í opnu rými með útdraganlegum sófa. Húsin eru hentug fyrir hjón eða litlar fjölskyldur. Þau hafa númerin 21, 22, 23,

NÁGRENNIÐ Miðhúsaskógur er í kjarri vöxnu umhverfi um 20 km frá Laugarvatni. Sundlaugar eru við Úthlíð, á Reykjum og á Laugarvatni. Í Miðhúsaskógi eru margar fallegar gönguleiðir.

i

Reykjavík – Miðhúsaskógur 94 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns (820 1791) er opinn mán.-fim., 9-17.30, fös. 10.30-21, lau. 10-16. Lokað sunnudaga.


Suðurland

MIÐHÚSASKÓGUR – TJALDSVÆÐI TJALDSVÆÐI VR Svæðið er allt hið glæsilegasta og mjög fjölskylduvænt. Leikaðstaða er inni á sjálfu svæðinu auk sérstaks leiksvæðis í tengslum við orlofshúsabyggðina, en þar má meðal annars finna hlaupakött (aparólu), uppblásið trampólín, frisbígolfvöll, mínígolf og skemmtilegar gönguleiðir í miklum gróðri og fallegu umhverfi. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, húsbíla og fellihýsi. Í þjónustuhúsinu er öll aðstaða til fyrirmyndar; góð grillaðstaða, vaskar, salerni, sturtur og þvottavél sem gestir hafa til afnota. Pláss er fyrir 40- 50 ferðavagna og bíla með aðgangi að rafmagni á mjög hagstæðu verði. Svæðið er fyrir VR-félaga og fjölskyldur þeirra.

i

Reykjavík – Miðhúsaskógur 94 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Allar upplýsingar um tjaldsvæði VR er í síma 510 1700


Suðurland

FLÚÐIR HÚSIN

ÚTBÚNAÐUR

VR á þrjú hús á Flúðum, nr. 29, 30 og 30A. Húsin á Flúðum eru 61 m2, hús númer 29 og 30 eru með

Nr.29&30 Nr 30A

Fjöldi húsa

2

1

Stærð í m2

54

54

Heitur pottur

Svefnherbergi

2

3

Svefnloft

Nei Nei

Svefnpláss

6

6

komið að Flúðum. Beygt hjá Samkaupum til hægri yfir Litlu-Laxá og fljótlega á hægri hönd er vegur

Sængur og koddar

8

8

að orlofshúsum VR í Ásabyggð. Á Flúðum má finna víðtæka þjónustu og afþreyingu.

Borðbúnaður

8

8

tveimur herbergjum, hús númer 30A er með þremur herbergjum. Í öllum húsunum eru eldhús, stofa og baðherbergi eins. Svefnpláss er fyrir sex manns og borðbúnaður fyrir átta manns. Húsin eru öll með heitum potti og gasgrilli.

NÁGRENNIÐ Flúðir eru í Hrunamannahreppi. Frá Reykjavík liggur leiðin austur fyrir fjall í gegnum Selfoss. Þaðan er ekið áfram austur á bóginn, fljótlega á vinstri hönd er Skeiða- og Hrunamannavegur (30) og

GÆLUDÝR ERU LEYFÐ Í HÚSI NR. 29

i

Reykjavík – Flúðir 103 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns er 861 8449 eða 861 4544


Suðurland

ÖLFUSBORGIR HÚSIÐ

ÚTBÚNAÐUR

VR á eitt hús í Ölfusborgum, hús nr. 22, sem er jafnframt elsta orlofshús VR. Húsið hefur nýlega verið

Fjöldi húsa

1

Stærð í m2

45

Heitur pottur

NÁGRENNIÐ

Svefnherbergi

2

Orlofsbyggðin Ölfusborgir er í Ölfusi í Árnessýslu, rétt hjá Hveragerði. Ölfusborgir eru í þægilegu

Svefnloft

Nei

Svefnpláss

6

Bónus, Almars bakarí, pósthús, bókasafn og Vínbúðin. Við Ölfusborgir er sparkvöllur, rólur og

Sængur og koddar

6

rennibrautir fyrir börn. Stutt er í hestaleigu og veiði. Búið er að opna Suðurstrandaveg, sem tengir

Borðbúnaður

8

endurnýjað. Það er 45 m2, með tveimur herbergjum, eldhúsi, stofu og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir sex manns og borðbúnaður fyrir átta manns. Húsið er með heitum potti og gasgrilli.

göngufæri við Hveragerði, þar má finna Heilsustofnun NLFÍ, Hótel Örk, veitingastaðir, kaffihús, Shell, N1, apótek, sundlaug með vatnsrennibraut, verslunarmiðstöðin Sunnumörk þar sem er blómabúð,

saman Suðurland og Suðurnes. Barnvæn sundlaug er í Þorlákshöfn.

i

Reykjavík – Ölfusborgir 45 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns er 483 4260 – lokað er á miðvikudögum


Suðurland

VESTMANNAEYJAR SURTSEY VIÐ OFANLEITI

ÚTBÚNAÐUR

VR á eitt hús í Vestmannaeyjum, húsið Surtsey við Ofanleiti. Húsið er í yndislegu, friðsælu umhverfi

Fjöldi húsa

1

Stærð í m2

66

Heitur pottur

Nei

Svefnherbergi

2

Svefnloft

Svefnpláss

8-10

Heilsugæslan er í Sólhlíð. Skemmtileg afþreying er t.d. tuðrusigling með Ribsafari, náttúrusigling með

Sængur og koddar

10

PH Viking, hestaleiga, gönguferðir um eyjuna eða fjallganga á Eldfell og Heimaklett. Ekki má gleyma

Borðbúnaður

10

þar sem hin stórbrotna náttúra Vestmannaeyja sést til allra átta. Húsið er 60 m2 með tveimur svefnherbergjum, svefnlofti, eldhúsi, stofu og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir 10 manns og borðbúnaður fyrir 10 manns. Gasgrill er við húsið.

NÁGRENNIÐ Í Vestmannaeyjum er öll þjónusta til staðar svo sem þrjár stórar matvöruverslanir, bakarí, apótek, Vínbúð, Húsasmiðjan og Blómaval, pósthús, bókasafn og margt fleira. Lögreglustöðin er á Faxastíg og

hinum stórkostlega golfvelli Eyjamanna, sem þykir einn hinn fallegasti í heimi og er mikið sóttur af golfurum úr öllum heimshornum.

i

Reykjavík – Landeyjahöfn 136 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanna er 820 1745 og 866 9953 – hægt er að panta þrif og sængurver með fyrirvara


Afþreying og áhugaverðir staðir á Suðurlandi

SÓLHEIMAR

GEYSIR

DRAUGASETRIÐ

Rekin er öflug félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs. Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum, svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðvar sem báðar stunda lífræna ræktun, verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum, svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa.

Á Geysissvæðinu má finna veitingastað, hótel, sundlaug, minjagripaverslun, söluskála, bensínstöð, margmiðlunarsýningu/Geysisstofu, hestaleigu, fjórhjólaleigu, tjaldsvæði og ýmsa aðra afþreyingu, svo sem hálendisferðir, nudd, lithimnulestur og leiki. Opið er allt árið um kring, frá því snemma á morgnana fram yfir kvöldverð og þangað til barnum er lokað.

Draugasetrið er á þriðju hæð í Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Gengið er inn í Draugasetrið af gömlu bryggjunni. Hver gestur fær í hendur geislaspilara með 24 draugasögum áður en farið inn í setrið sjálft. Sögurnar eru á íslensku, ensku, þýsku, frönsku, skandinavísku, japönsku og rússnesku og eru um 40 mínútna langar. Draugasetrið er almennt ekki hugsað fyrir gesti yngri en 12 ára en þeir mega þó fara inn í fylgd með fullorðnum og þá á þeirra ábyrgð.

Sólheimum 801 Selfoss Sími: 480 4400 solheimar@solheimar.is www.solheimar.is

Haukadal 801 Selfoss Sími: 480 6800 geysir@geysircenter.is www.geysircenter.com

Hafnargötu 9 825 Stokkseyri Sími: 483 1202 / 895 0020 draugasetrid@draugasetrid.is www.draugasetrid.is

HEKLUSETRIÐ

FÁKASEL

ÁLFA- OG TRÖLLASAFNIÐ

Í Heklusetrinu hefur verið sett upp nútímaleg og fræðandi sýning um Heklu, sögu hennar og áhrif á mannlíf á Íslandi frá landnámi til okkar daga. Sérstök áhersla er lögð á áhrif Heklu á mannlíf í Landsveit, Holtum og á Rangárvöllum. Í Heklusetrinu er starfandi upplýsingastöð sem leiðbeinir ferðafólki um allt nágrennið, Heklu þar með talda, og eins eru margar ferðir farnar á fjallið frá Leirubakka fyrir ferðamenn. Vandað veitingahús og aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds í húsinu.

Heimsókn í hestagarðinn í Fákaseli er í senn skemmtileg upplifun og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í Fákaseli starfa fjölmargir reyndir hestamenn og fá gestir að upplifa íslenska hestinn í sínu náttúrulega umhverfi á sama tíma og búið er að setja upp glæsilega aðstöðu sem gerir heimsóknina enn ánægjulegri. Hægt er að fara á frábæra hestasýningu eða í heimsókn í hesthúsið. Sýningar í Hestaleikhúsinu eru alla daga vikunnar kl. 19.00 og veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-22.

Upplifið heimkynni álfa og trölla og sjáið norðurljósin í allri sinni dýrð. Hér er vetrarríki með ísklumpum úr Vatnajökli, ísveggjum og ísbar. Einnig er hægt að sjá norðurljósin bæði á sumrin og veturna. Gengið er inn í heim álfa og huldufólks og skyggnst inn í líf þeirra og farið í gegnum stóran tröllahelli. Í desember býr Grýla um sig í hellinum og jólasveinarnir kíkja til hennar einn af öðrum.

Leirubakka 851 Hella Sími: 487 8700 / 893 5046 leirubakki@leirubakki.is www.leirubakki.is

Ingólfshvoli 816 Ölfus Sími: 483 5050 fakasel@fakasel.is www.icelandichorsepark.com

Hafnargötu 9 825 Stokkseyri Sími: 483 1202 / 895 0020 info@icelandicwonders.com www.icelandicwonders.com


Afþreying og áhugaverðir staðir á Suðurlandi

VEIÐISAFNIÐ

GULLFOSS

HVERAVELLIR

Veiðisafnið er einstakt á landsvísu, en hvergi annars staðar á Íslandi er hægt að sjá jafn fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna ásamt því að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. Settar eru upp sérsýningar árlega og má þar nefna byssusýningu og snertisafarí, sýningu fyrir sjónskerta og blinda og kynningu fyrir komandi kynslóðir um veiði og veiðirétt með aðaláherslu á náttúruvernd og skynsemisveiðar.

Gullfoss er þekktasti foss Íslands og jafnframt ein mesta náttúruperla sem fyrirfinnst á landinu. Fossinn, sem er 32 metra hár, steypist ofan í stórbrotið og hrikalegt gljúfur sem er allt að 70 m á dýpt. Mikil þjónusta er á Gullfosssvæðinu fyrir utan Gullfosskaffi. Má þar nefna Hótel Gullfoss, Afþreyingarfélagið sem rekur snjósleðaleigu á Langjökli og siglir niður Hvítá á gúmmíbátum og fjórhjólaleigu á Kjóastöðum.

Hveravellir eru einstök paradís milli Langjökuls og Hofsjökuls. Hveravellir liggja við Kjalveg (númer F35), sem liggur þvert yfir miðhálendi Íslands frá Gullfossi á Suðurlandi til Blöndudals á Norðurlandi og er um 200 kílómetra langur. Á sumrin er hægt að aka á flestum bílum yfir Kjöl. Ekki er þó hægt að mæla með leiðinni fyrir lága bíla. Yfir sumarið eru áætlunarferðir hópferðabíla yfir Kjalveg. Á Hveravöllum er náttúruleg baðlaug sem tilvalið er að skella sér í eftir góða gönguferð um nágrennið.

Eyrarbraut 49 825 Stokkseyri Sími: 483 1558 museum@hunting.is www.hunting.is

Gullfosskaffi við Gullfoss 801 Selfoss Sími: 486 6500 gullfoss@gullfoss.is www.gullfoss.is

Ferðaþjónustan Hveravöllum 541 Blönduós Sími: 452 4200 / 894 1293 hveravellir@hveravellir.is www.hveravellir.is

SKÁLHOLT

KERLINGARFJÖLL

GARÐYRKJUSTÖÐIN ENGI

Skálholt er einn af mikilvægustu sögustöðum á Íslandi. Eftir siðaskiptin á 16. öld hélt Skálholt mikilvægi sínu sem skólasetur og kirkjuleg menningarmiðstöð. Í gegnum skólahaldið í Skálholti bárust erlend menningaráhrif til landsins og þar var oft veitt sú forysta sem þurfti til að varðveita hinn íslenska menningararf. Skálholtsstað er enn verið að byggja upp og er það von þeirra sem að þessari uppbyggingu standa að Skálholt verði í framtíðinni ennþá staður sem skiptir miklu máli fyrir land og þjóð.

Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum landsins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Öllu þessu gleymir enginn sem upplifir fagran dag í þessari einstöku náttúruperlu.

Á Engi er fjölbreyttur bændamarkaður með lífrænt ræktaðar afurðir frá býlinu ásamt öðrum framleiðendum sem stunda lífrænan landbúnað. Einnig er boðið upp á margs konar afþreyingu, t.d. að skoða nýjan kryddjurtagarð og ávaxtaræktun. Þá geta gestir spreytt sig á að komast inn í miðju rúmlega þúsund fermetra völundarhúss sem er gert úr íslenskum gulvíði. Aðra bæi sem selja beint frá býli má finna á síðunni www.beintfrabyli.is

Skálholti 801 Selfoss Sími: 486 8870 soknarprestur@skalholt.is www.skalholt.is

Kerlingarfjöll Sími: 664 7877 / 664 7878 info@kerlingarfjoll.is www.kerlingarfjoll.is

Laugarás í Bláskógabyggð 801 Selfoss Sími: 486 8910 engi@engi.is www.engi.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Suðurland er að finna á www.south.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Suðurlandi

ÞJÓÐVELDISBÆRINN

HÁIFOSS

SNJÓSLEÐA-, JEPPA- OG JÖKLAFERÐIR

Þjóðveldisbærinn var vígður árið 1974, á 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar, og er hann opinn gestum og gangandi á sumrin. Rústirnar að bænum Stöng, sem er ofar í dalnum, voru fyrirmynd við byggingu bæjarins, en þær komu fram við uppgröft fornleifafræðinga árið 1939. Byggingu bæjarins lauk árið 1977, undir handleiðslu Harðar Ágústssonar arkitekts. Reynt var af fremsta megni að reisa bæinn í sem réttustum hlutföllum.

Háifoss ber sannarlega nafn með rentu, enda 122 m hár og ýmist sagður annar eða þriðji hæsti foss landsins. Rétt austan við Háafoss er síðan fossinn Granni, en hann er einnig afar hár og myndarlegur. Algengast er að fara að Háafossi frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan er aðeins stuttur spölur að ganga niður í móti að fossinum. Einnig liggja jeppaleiðir, frá Rauðuskriðum og Stöng í Þjórsárdal, langleiðina inn að fossunum að neðan. Þó verður í lokin að ganga nokkurn spöl á brattann til að komast að þeim.

Arcanum býður upp á margvíslegar hálendisferðir. Um er að ræða leikfangaland, snjó, sand, vélsleða, fjórhjól, jeppa, trukka og fullt af leiktækjum til að njóta jöklamennsku og útiveru.

TUNGUFELLSDALUR

GJÁIN

FLÚÐASIGLINGAR

Tungufellsdalur er fallegur skógi vaxinn dalur efst í Hrunamannahreppi. Þetta er eini staðurinn í hreppnum þar sem villtur birkiskógur vex. Í dalnum er Svartárgljúfur, þar sem skemmtileg gönguleið er upp að fallegum fossi. Í dalnum miðjum er safngerði þar sem fjársafn hreppsbúa er geymt þegar það kemur niður af fjalli. Eftir dalnum liggur vegur inn á afrétt Hrunamanna og einnig inn á svokallaðan línuveg. Tungufell og Jaðar standa austan við mynni Gullfossgljúfurs. Víða er nokkuð gróskumikill birkiskógur þótt hann sé ekki stór að flatarmáli, en mestur er hann í Tungufellsdal og við Gullfossgljúfur.

Gjáin er innarlega í Þjórsárdal og tekur um það bil 10-15 mínútur að ganga þangað frá Stöng. Gjáin er glæsileg vin á jaðri hálendisins. Gjárfossinn sem fellur í Rauðá, ásamt fleiri fossum og iðjagrænni náttúrunni allt í kring, gefur þessari vin seiðandi fegurð og mikið aðdráttarafl. Talið er að Þjórsá hafi myndað Gjána þegar hún rann þarna um á sínum tíma. Í botni og á veggjum Gjárinnar gefur að líta fallegar hraunmyndanir, sem trúlega hafa myndast þegar eitthvert Tungnaárhrauna hefur náð að falla fram úr gjánni.

Hvítá er fallegt og hressilegt fljót í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Þar hafa nú verið starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins í 20 ár. Sigld er sjö kílómetra leið gegnum falleg gljúfur og margvíslegar flúðir. Siglt er gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum og sé þess óskað fá ræðarar að stökkva þar af kletti í ána. Skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir alla sem eru í ævintýraleit! Þátttakendur verða að taka með sér: handklæði, föt til skiptanna og hlýja peysu. Brottför alla daga frá Drumboddsstöðum.

Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal Sími: 488 7713 www.thjodveldisbaer.is

Ferðaþjónustan Arcanum ehf. Ytri Sólheimum 1 871 Vík Sími: 487 1500 info@arcanum.is www.arcanum.is

Drumboddsstöðum 801 Selfoss Sími: 571 2200 / 486 8990 info@arcticrafting.is www.arcticrafting.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Suðurlandi

BÁTALEIGA VIÐ LAUGARVATN

SYÐRA LANGHOLT

DÝRAGARÐURINN Í SLAKKA

Laugarvatn hostel býður upp á bátaleigu við gufubaðið á Laugarvatni.

Í Syðra Langholti er rekin ferðaþjónusta með gistingu, veitingum, hestaleigu og tjaldsvæðum. Um 10 km eru á Flúðir, þar sem m.a. er sundlaug, banki og verslanir.

Í Slakka er dýragarður, skemmtigarður, fjölskyldugarður, mínígolf, púttvöllur og billjard. Garðurinn er upplagður staður fyrir fjölskylduna þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Þar er meðal annars að finna kanínur, hvolpa, kettlinga, kalkúna, ref, geit, gæsir, endur, hænur og grísi, að ógleymdum tömdu páfagaukunum. Í garðinum er einnig úrvals leiktækjaaðstaða fyrir börn og fullkomin veitingaaðstaða sem býður upp á mat og kaffi.

Dalbraut 10 840 Laugarvatn Sími: 486 1215 laugarvatn@hostel.is www.laugarvatnhostel.is

Ferðaþjónustan Syðra Langholt 845 Flúðir Sími: 486 6574 sydralangholt@gmail.com www.sydralangholt.is

Laugarási 801 Selfoss Sími: 486 8783 helgi@slakki.is facebook.com/slakki

HESTAKRÁIN

KAYAKFERÐIR STOKKSEYRI

HUNDASLEÐAFERÐIR

Hestakráin á Húsatóftum, Skeiðum, er einstaklega vel í sveit sett – umkringd spennandi útivistarmöguleikum. Þaðan er hægt að bregða sér akandi í þægilega dagsferð á marga fallegustu staði landsins. Hestakráin er vinsæl og aðlaðandi sveitakrá sem er vel fallin til veisluhalda og rúmar hæglega 50-70 gesti. Hún er því tilvalinn vettvangur árshátíða og annarra mannfagnaða.

Tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna, óvissuferðina, steggja- eða gæsaferðina, skólaferðalagið og margt fleira. Takið með aukaföt, handklæði og sundföt. Mæting við Sundlaugina á Stokkseyri.

Hundasleðaferðir bjóða upp á ferðir á Langjökli frá einni klukkustund upp í sex. Einstakar ferðir fyrir alla fjölskylduna. Einstök upplifun.

Húsatóftum 2, Skeiðum 801 Selfoss Sími: 486 5616 / 895 0066 hestakrain@hestakrain.is www.hestakrain.is

Heiðarbrún 12 825 Stokkseyri Sími: 868 9046 / 695 2058 kayakferdir@gmail.com www.kajak.is

Hólmaseli 801 Selfoss Sími: 774 2047 info@dogsledding.is www.dogsledding.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Suðurland er að finna á www.south.is


Afþreying og áhugaverðir staðir á Suðurlandi

RIBSAFARI

SURTSEYJARSTOFA

ELDHEIMAR

Ribsafari býður upp á skemmtilega og spennandi afþreyingu í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum, t.d. er hægt að fara á siglingu í kringum Heimaey á harðbotna slöngubátum (tuðrum).

Surtseyjarstofa, gestastofa Surtseyjar, er í Vestmannaeyjabæ og þjónar þeim tilgangi að taka á móti öllum þeim sem vilja fræðast og kynna sér náttúruperluna Surtsey.

Áshamri 48 900 Vestmannaeyjar Sími: 661 1810 info@ribsafari.is www.ribsafari.is

Heiðarvegi 1 900 Vestmannaeyjar Sími: 591 2140 surtsey@ust.is www.umhverfisstofnun.is/surtsey

Eldheimar er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til mestu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins.

LYNGFELL

HEIMAKLETTUR

SÆHEIMAR

Reiðtúrar um Vestmannaeyjar. Boðið er upp á 1-3ja tíma reiðtúra um hina fögru Heimaey. Nokkrar reiðleiðir eru í boði.

Heimaklettur er hæsti klettur Vestmannaeyja (283 m) og jafnframt einn útvarða Heimaeyjar í norðri. Þaðan er útsýni afbragðsgott, m.a. til allra úteyjanna, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, en leiðin upp er talsvert brött. Heimaklettur er móbergsstapi sem varð til við eldgos undir jökli fyrir um 13.000 árum. Efsti hluti fjallsins – kollurinn – er bólstrabergsmyndun og er hann grasi vaxinn.

Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja, síðar nefnt Sæheimar, var opnað árið 1964 og er því elsta safn sinnar tegundar á landinu. Í dag eru sýningarsalirnir þrír; fiskasalur, fuglasalur og steinasalur. Auk þessara safna eru smærri sýningar, t.d. um Surtseyjargosið og sambýli manns og lunda. Einnig hafa þar verið haldnar listasýningar. Safnið hefur einnig verið vettvangur fyrir fyrirlestra um náttúru Eyjanna.

Lyngfelli 900 Vestmannaeyjar Sími: 898 1809 lyngfell@simnet.is lyngfell.123.is

Gerðisbraut 10 900 Vestmannaeyjar Sími: 488 2700 eldheimar@vestmannaeyjar.is www.eldheimar.is

Heiðarvegi 12 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 1997 saeheimar@setur.is www.saeheimar.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Suðurland er að finna á www.south.is



Verslun og þjónusta á Suðurlandi GOLFVELLIR

GOLFVELLIR

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

GOLFKLÚBBURINN FLÚÐIR Efra-Seli 845 Flúðir Sími: 486 6454 info@kaffisel.is www.kaffisel.is

GOLFKLÚBBUR HVERAGERÐIS Gufudal 816 Ölfus Sími: 483 5090 ghg@ghg.is www.ghg.is

HVERAGERÐI

FLÚÐIR

BÓNUS Sunnumörk 2 810 Hveragerði Sími: 527 9000

SAMKAUP STRAX Grund 845 Flúðir Sími: 486 6633

GOLFKLÚBBUR KIÐJABERGS Kiðjabergi 801 Selfoss Sími: 486 4495 gkb@gkb.is www.gkb.is

GOLFKLÚBBURINN GEYSIR Haukadal 3 801 Selfoss Sími: 893 8733 info@geysirgolf.is www.geysirgolf.is

PÓSTURINN HVERAGERÐI Sunnumörk 2-4 810 Hveragerði Sími: 580 1200

VÍNBÚÐIN FLÚÐUM Akurgerði 4 845 Flúðir Sími: 487 8701

REYKHOLT

GOLFKLÚBBUR SELFOSS Svarhólfsvelli 801 Selfoss Sími: 482 3335 gosgolf@gosgolf.is www.gosgolf.is

GOLFKLÚBBUR VESTMANNAEYJA Torfmýrarvegi 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 2363 golf@eyjar.is www.gvgolf.is

APÓTEKARINN HVERAGERÐI Breiðumörk 25 810 Hveragerði Sími: 4834197

GOLFKLÚBBUR ÖNDVERÐARNESS Öndverðarnesi 801 Selfoss Sími: 482 3380 ond@simnet.is http://www.gogolf.is

GOLFKLÚBBUR ÞORLÁKSHAFNAR Hafnarsandi 815 Þorlákshöfn Sími: 483 3009 golfthor@simnet.is

GOLFKLÚBBURINN VÍK Klettsvegi 871 Vík Sími: 694 1700 golf@vik.is www.golf.is/gkv

GOLFKLÚBBUR HELLU Strönd 851 Hella Sími: 487 8208 ghr@ghr.is www.ghr.is

GOLFKLÚBBURINN DALBÚI Miðdal 801 Selfoss Sími: 893 0200 / 893 0210 dalbui@dalbui.is www.dalbui.is

GOLFKLÚBBURINN ÚTHLÍÐ Úthlíð 801 Selfoss Sími: 891 6107 steinisv@yahoo.com www.uthlid.is

GOLFKLÚBBUR ÁSATÚNS Ásatúni 845 Flúðir Sími: 486 6601 toppurehf@simnet.is www.asatungolf.is

GOLFKLÚBBURINN ÞVERÁ HELLISHÓLUM Hellishólum 861 Hvolsvöllur Sími: 487 8360 hellisholar@hellisholar.is www.hellisholar.is

VÍNBÚÐIN HVERAGERÐI Sunnumörk 2 810 Hveragerði Sími: 481 3932 ALMAR BAKARI Sunnumörk 2 810 Hveragerði Sími: 483 1919

SELFOSS BÓNUS SELFOSSI Larsenstræti 5 800 Selfoss Sími: 527 9000 PÓSTURINN SELFOSSI Austurvegi 26 800 Selfoss Sími: 580 1200 APÓTEKARINN SELFOSSI Austurvegi 3-5 800 Selfoss Sími: 482 1177 VÍNBÚÐIN SELFOSSI Vallholti 19 800 Selfoss Sími: 482 2011 GUÐNABAKARÍ Austurvegi 31b 800 Selfoss Sími: 482 1755 GAMLA BORG Verslunin Borg Minni-Borg, 801 Selfoss Sími: 486 4408

BJARNABÚÐ Brautarhóli 801 Selfoss Sími: 486 8999 BJARNABÚÐ VERSLUN Brautarhóli 801 Selfoss Sími: 486 8999

LAUGARVATN SAMKAUP STRAX Dalbraut 8 840 Laugarvatn Sími: 486 1126 HANDVERKSGALLERÍ Háholt 1 840 Laugarvatn Sími: 486 1016 N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐ Dalbraut 8 840 Laugarvatn Sími: 486 1126

HELLA VERSLUNIN MOSFELL Rangárbökkum 7 850 Hella Sími: 487 5828 PÓSTURINN HELLU Þrúðvangi 10 850 Hella Sími: 580 1200 APÓTEKARINN HELLU Suðurlandsvegi 3 850 Hella Sími: 487 5030


Verslun og þjónusta á Suðurlandi VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VEITINGASTAÐIR

SUNDLAUGAR

HEILSUGÆSLA

VÍNBÚÐIN HELLU Suðurlandsvegi 1 850 Hella Sími: 487 8487

VEITINGAHÚSIÐ LINDIN Lindarbraut 2 840 Laugarvatn Sími: 486 1262

SUNDLAUG VESTMANNAEYJA Brimhólalaut 900 Vestmannaeyjar Sími: 488 2400

HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS SELFOSSI Árvegi 800 Selfoss Sími: 432 2000

BAKARÍIÐ KÖKUVAL Þingskálum 4 850 Hella Sími: 487 5214

ÞRASTALUNDUR Þrastalundi 801 Selfoss Sími: 486 8686

SUNDLAUGIN SKEIÐALAUG Brautarholti 801 Selfoss Sími: 486 5500

HVOLSVÖLLUR

GRÆNA KANNAN Sólheimum 801 Selfoss Sími: 422 6072

SUNDLAUGIN REYKHOLTI Biskupstungum 801 Selfoss Sími: 480 3040

CAFÉ MIKA Skólabraut 4 320 Reykholt Sími: 486 1110

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN BORG Borg 801 Selfoss Sími: 480 5530

HÓTEL LEIRUBAKKI Leirubakka 851 Hella Sími: 487 8700

SUNDLAUGIN LAUGASKARÐI Laugaskarði 810 Hveragerði Sími: 483 4113

KAFFI ÁRHÚS Rangárbökkum 6 850 Hella Sími: 487 5577

SUNDLAUGIN Á LAUGARVATNI Hverabraut 2 840 Laugarvatn Sími: 486 1251

EFSTI-DALUR II Eftadal 2 801 Selfoss Sími: 486 1186

SUNDLAUGIN FLÚÐUM Flúðum 845 Flúðir Sími 480 6625

SLIPPURINN Strandvegi 76 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 1515

SUNDHÖLL SELFOSS Bankavegi 800 Selfoss Sími: 480 1960

N1 HLÍÐARENDI Austurvegi 3 860 Hvolsvöllur Sími: 487 8197 KJARVAL Austurvegi 4 860 Hvolsvöllur Sími: 585 7590 APÓTEKARINN HVOLSVELLI Austurvegi 15 860 Hvolsvöllur Sími: 487 8630 VÍNBÚÐIN HVOLSVELLI Austurvegi 3 860 Hvolsvöllur Sími: 487 8198 ELDSTÓ CAFÉ Austurvegi 2 860 Hvolsvöllur Sími: 487 1011

HEILSUGÆSLAN LAUGARÁSI Laugarási 801 Selfoss Sími: 432 2770 HEILSUGÆSLAN HVERAGERÐI Breiðumörk 25b 810 Hveragerði Sími: 432 2400 HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURLANDS VESTMANNAEYJUM Sólhlíð 20 900 Vestmannaeyjar Sími: 432 2500

HÓTEL VESTMANNAEYJAR Vestmannabraut 28 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 1415 FJÖRUBORÐIÐ Eyrarbraut 3a 825 Stokkseyri Sími: 483 1550

Nánari upplýsingar um afþreyingu, viðburði, verslun og þjónustu á Suðurlandi er að finna á www.south.is



Reykjavík

R

DU

R GA FA

AR SK

RAR

GAT A

SÆB

RAU

GE

IRS

ÆT I

AU T

SUNDLAUGAVEGUR

TÚN BORGAR

ERF

ISG ATA

TÚN BORGAR

R ÍGU

T SS

N

RA UT

R

GH LAN

AB

GU

DSBRAUT

SUÐURLAN

ÍÐ

KAG ATA

GAH L

FLÓ

RAU RAB

UR

RAU

T

N

E AV AÐ ST

LEIT

ISBR

AUT

GLA KRIN

KRIN

GLA

N

LAB

NSÁ SVE G

MIK

HÁA

T

KRIN

RAU

UT RA

GLU

ISB

EIT

AL

LAB

T AU

MIK

BR

DS

T

AN

RL

ÐU

BRA UT

LAN

ING

SU

A HR

SN

GAM L

OR

RA

BR

AU T

BA

LA UG AV E

RAUÐ ARÁR

TA RGA

UT RA

GB

IN

HR

EYJA

SÓL

A AT AG AG

BR

R

R

T

EGU

KKA STÍG

UR

GA RV

STÍGU

LAU

KRINGLUMÝRABRAU

HV

SÆBRAUT

SST ÍGU R

I

BR

SN OR R

ÆT

ÓN

AS TR

BE RG STA ÐA STR ÆT I

EGUR

AG AT A

R ÍGU ST ÐU ÖR AV ÓL SK

FRÍKIR KJUV

ÚL

PAR STÍG UR

NK

KJ

AR

BA

SU ÐU R TJA GATA RN AR GA TA

SK

FRA

TI

KLA P

URS TRÆ

BAR

VAG ATA

AUS T

FSS TR

AÐ ALS TRÆ

TI

TA GA

TÚNGATA

GA TA

TRY GG

ÓL

R

ING

ST U

GA TA

VE

T

GRE

MIK

LAB

RAU

T

R GU

REYKJAVÍK Höfuðborgin okkar er kjörinn staður fyrir unga sem aldna. Börn á öllum aldri finna eitthvað við sitt hæfi. Laugardalurinn er ein af perlum borgarinnar, þangað sækja borgarbúar í margs konar útivist og íþróttir auk þess sem hverfið er miðsvæðis og stutt er í alla helstu þjónustu. Með uppbyggingu göngu- og hjólastígakerfis Reykjavíkur er íbúum og gestum gert kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, aðlaðandi og vistvænan máta. Víða eru göngubrýr eða göng undir umferðaræðar og stígar hafa verið lagðir um vinsælar útivistarperlur eins og Elliðaárdalinn og Ægisíðu. Heiðmörk er einnig fallegur staður til útivistar og gönguferða. Einnig má nefna bað- og strandstaðinn Nautholtsvík en þar er búningaaðstaða fyrir gesti og heitir pottar fyrir þá sem ekki vilja baða sig í sjónum.

Nánari upplýsingar um afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu er að finna á www.visitreykjavik.is


Reykjavík

SÓLTÚN – REYKJAVÍK ÍBÚÐIRNAR VR á tvær íbúðir við Sóltún 30 í Reykjavík, íbúðirnar eru númer 106 og 107, báðar á jarðhæð.

ÍBÚÐ 106 Íbúð númer 106 við Sóltún er 90 m og er fyrir félagsmenn búsetta á landsbyggðinni. Í íbúðinni eru 2

þrjú herbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir sex manns og borðbúnaður fyrir átta manns. Fyrir utan íbúðina er góð verönd og gasgrill.

ÍBÚÐ 107 Íbúð númer 107 við Sóltún er 64 m2 og er fyrir alla fullgilda félagsmenn. Í íbúðinni er eitt herbergi, stofa með svefnsófa, eldhús og baðherbergi. Svefnpláss er fyrir fjóra manns og borðbúnaður fyrir sex manns. Fyrir utan íbúðina er góð verönd og gasgrill.

i

ÚTBÚNAÐUR

106

107

Fjöldi íbúða

1

1

Stærð í m2

90

64

Heitur pottur

Nei Nei

Svefnherbergi

3

1

Svefnpláss

6

4

Sængur og koddar

6

4

Verönd & húsgögn

Gasgrill & þvottavél

Egilsstaðir – Reykjavík 652 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR Sími umsjónarmanns er 777 4434 – hægt er að panta þrif sem og leigja sængurfatnað með fyrirvara


Reykjavík

HÓTELGISTING Félagsmönnum VR utan höfuðborgarsvæðisins býðst áfram gisting á Hótel Reykjavík Natura. Hér er einkum um að ræða úrræði fyrir þá sem þurfa að koma til Reykjavíkur og leita sér lækninga, fara í rannsóknir o.þ.h. Þetta er nýjung þar sem gestir fá fulla þjónustu og hefur hún mælst vel fyrir hjá

ÞJÓNUSTA

Sundlaug

þeim sem þegar hafa nýtt sér þessa þjónustu. Herbergi er pantað hjá VR. Lykill er afhentur í afgreiðslu

Fuglasafn

Icelandair Hótel Reykjavík Natura gegn framvísun samnings frá VR. Skila þarf herberginu kl. 12.00 á

Bíósalur

hádegi á brottfarardegi. Gisting er fyrir tvo. Morgunmatur fæst með afslætti sé hann pantaður kvöldinu

Bókasafn við arineld

áður og er greitt sérstaklega fyrir hann í afgreiðslu hótelsins.

Frí bílastæði

NÁGRENNIÐ

Veitingasalur

Nafn hótelsins er innblásið af náttúrufegurð umhverfisins. Þar er að finna frábærar göngu- og

Kvöldsögur á fimmtudögum kl. 21.00

hjólaleiðir, Ylströndin í Nauthólsvík er ekki langt frá og aðeins er um 20 mínútna gangur inn í miðbæ

Frítt í strætó fyrir hótelgesti

Reykjavíkur frá hótelinu.

i

Lækjartorg 2,4 km Nánari upplýsingar og myndir er að finna á orlofsvef VR www.icelandairhotel.is


Afþreying og áhugaverðir staðir í Reykjavík

LAUGARDALUR

ÁSMUNDARSAFN

LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR

Laugardalurinn í Reykjavík er svo sannarlega vin í miðri borg. Ekki einungis eru þar stór útivistarsvæði með fallegri náttúru heldur er einnig margs konar afþreying í boði sem tengist náttúru og hreyfingu. Við upphaf þéttbýlismyndunar í Reykjavík var dalurinn þekktastur fyrir heita vatnið sem þar var að finna. Þar voru þvottalaugar sem konur í Reykjavík notuðu lengi vel. Dalurinn er þó ekki nefndur eftir þessum laugum. Hjónin Valgerður Halldórsdóttir og Eiríkur Hjartarson byggðu sér hús á svæðinu á fyrri hluta tuttugustu aldar og nefndu það eftir Laugardal í Biskupstungum, æskuheimili Valgerðar. Laugardalsbúar státa meðal annars af Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Laugardalslaug, Skautahöllinni, Grasagarðinum og Ásmundarsafni auk fjölda annarra stofnana og fyrirtækja.

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) og var opnað formlega árið 1983. Það er til húsa í einstæðri byggingu sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur og byggði á árunum 1942-59.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir höggmyndir og teikningar eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara ásamt heimildum um listamanninn og er miðstöð rannsókna á list hans.

GRASAGARÐURINN

SKAUTAHÖLLIN

Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni. Í garðinum eru varðveittir um 5.000 safngripir í átta safndeildum. Kaffihúsið Café Flóra er rekið í garðskála Grasagarðsins. Café Flóra hefur þá sérstöðu að vera í miðjum Grasagarðinum, en hugmyndafræðin á bak við veitingastaðinn hefur mótast af staðsetningunni og gróskumiklu umhverfinu. Stór hluti af hráefninu er ræktaður í garðinum; salat, kryddjurtir og blóm, allt á lífrænan hátt sem sinnt er af natni og alúð. Upplýsingar um opnunartíma garðsins má finna á heimasíðu: www.grasagardur.is

Skautahöllin í Laugardal er við hlið Fjölskylduog húsdýragarðsins. Opnunartími hallarinnar er mismunandi eftir dögum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skautahallarinnar.

Sigtúni 105 Reykjavík Sími: 553 2155 www.listasafnreykjavikur.is

Múlavegi 1 104 Reykjavík Sími: 588 9705 www.skautaholl.is

Laugarnestanga 70 105 Reykjavík Sími: 553 2906 www.lso.is

FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er að finna dýragarð, vísindaveröld, sjávardýrasafn, veitingasölu, minjagripasölu og ýmis leiktæki bæði inni og úti. Tilvalin dagsferð í góðu veðri! Upplýsingar um opnunartíma er að finna á heimasíðu garðsins. Múlavegi 2 104 Reykjavík Sími: 411 5900 www.mu.is


Afþreying og áhugaverðir staðir í Reykjavík

VIÐEY

LISTASAFN REYKJAVÍKUR

ÁRBÆJARSAFN

Eyjan er afar gróð­ur­sæl og var öldum saman talin ein besta bújörð lands­ins. Eyjan skiptist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey, sem tengjast með Eiðinu. Á austurhluta Heimaeyjar er að finna rústir gam­als þorps frá tímum Milljónafélagsins þegar útgerð og mann­líf stóð þar í miklum blóma. Í dag standa þar eftir aðeins tvær bygg­ingar og rústir einar sem minna á liðna tíma. Á Heimaey standa ein elstu hús lands­ins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa, sem áður hýstu heldri fjöl­skyldur en eru nú opin almenn­ingi og þar er einnig rek­inn veit­inga­staður. Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafn­framt útivistarsvæði í eigu Reykvíkinga og öllum er vel­komið að koma og njóta kyrrðar og nátt­úru eyjarinnar.

Listasafn Reykjavíkur er stærsta listasafn hér á landi og er til húsa í þremur aðskildum byggingum miðsvæðis í borginni; Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Þar eru reglulega sýningar á verkum eftir þrjá af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Safnið býður jafnframt upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Sýningar safnsins standa vanalega í um þrjá til fjóra mánuði en nýjar sýningar eru opnaðar í upphafi árs, á vorin og á haustin.

Árbær var rótgróin bújörð allt fram á 20. öld, en safnið var opnað þar árið 1957. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu, jólasýningu og margt fleira. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í Árbæjarsafni.

Tryggvagata 17 101 Reykjavík Sími: 590 1200 www.listasafnreykjavikur.is

Kistuhyl 110 Reykjavík Sími: 411 6300 www.minjasafnreykjavikur.is

REYKJAVÍK 871±2

HVALIR ÍSLANDS

SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK

Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilisfólksins var háttað.

Hvalir Íslands er stærsta hvalasýning í Evrópu þar sem gestir sýningarinnar geta lært um risa hafsins í þægilegu og nútímalegu umhverfi. Hvalirnir eru hér sýndir á hátt sem fæstir hafa upplifað. Sýningin er hönnuð af innanhússarkitektinum Halla Friðgeirs og er lýsingin í höndum Þórðar Orra ljósahönnuðar. Útkoman er óviðjafnanlegt sýningarrými þar sem hvalirnir eru í aðalhlutverki og mikið er lagt upp úr einstöku andrúmslofti.

Í safninu við sjóinn fá gestir einstaka innsýn í aldalangt sambýli Íslendinga við hafið. Frá upphafi byggðar á Íslandi hafa landsmenn byggt afkomu sína að meira eða minna leyti á fiskveiðum. Byggð við Faxaflóa var mjög háð fiskveiðum og útgerð og þéttbýlismyndun í Reykjavík og Hafnarfirði á 19. öld átti nánast alfarið rætur sínar að rekja til sjávarútvegs. Varðskipið Óðinn er ein af helstu sýningum safnins, fastar leiðsagnir um skipið eru daglega, klukkan 13, 14 og 15.

Aðalstræti 16 101 Reykjavík Sími: 411 6370 www.reykjavik871.is

Fiskislóð 23-25 101 Reykjavík Sími: 571 0077 www.whalesoficeland.is

Grandagarður 8 101 Reykjavík Sími: 411 6300 www.sjominjasafn.is

Nánari upplýsingar um afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu er að finna á www.visitreykjavik.is


Verslun og þjónusta í Reykjavík GOLFVELLIR

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

VERSLUN OG ÞJÓNUSTA

GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR Korpúlfstaðir 112 Reykjavík Sími: 585 0200 gr@grgolf.is www.grgolf.is

KRÓNAN Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 585 7180

FRÚ LAUGA BÆNDAMARKAÐUR Laugalæk 6 105 Reykjavík Sími: 534 7165

APÓTEKARINN SKIPHOLTI Skipholti 50b 105 Reykjavík Sími: 551 7234

10-11 Borgartúni 26 105 Reykjavík Sími: 578 1070

PYLSUMEISTARINN Hrísateigi 47 105 Reykjavík Sími: 571 3915

LANDSBANKINN Borgartúni 33 105 Reykjavík Sími: 410 4000

BÓNUS Holtagörðum 104 Reykjavík Sími: 527 9000

LIFANDI MARKAÐUR Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700

ARION BANKI Borgartúni 18 105 Reykjavík Sími: 444 7000

BÓNUS Kringlunni 4 103 Reykjavík Sími: 527 9000

TE & KAFFI Borgartúni 21a 105 Reykjavík Sími: 527 2889

ÍSLANDSBANKI Kirkjusandi 105 Reykjavík Sími: 440 4000

HAGKAUP Skeifunni 15 108 Reykjavík Sími: 563 5000

KAFFITÁR HÖFÐATORGI Borgartúni 10-12 105 Reykjavík Sími: 420 2738

BORGAR ÞVOTTAHÚS Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími: 551 6199

HAGKAUP Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími: 563 5200

KORNIÐ BAKARÍ Borgartúni 29 105 Reykjavík Sími: 564 1830

BJÖRG EFNALAUG Háaleitisbraut 58-60 108 Reykjavík Sími: 553 1380

PÓSTURINN AFGREIÐSLA Síðumúla 3-5 108 Reykjavík Sími: 580 1200

BAKARÍIÐ HJÁ JÓA FEL Kringlunni 103 Reykjavík Sími: 663 8998

N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐ Borgartúni 39 105 Reykjavík Sími: 551 6555

PÓSTURINN AFGREIÐSLA Pósthússtræti 5 101 Reykjavík Sími: 580 1200

BAKARAMEISTARINN SUÐURVERI Stigahlíð 45-47 105 Reykjavík Sími: 533 3000

VÍNBÚÐIN BORGARTÚNI Borgartúni 26 105 Reykjavík Sími: 561 8001

LYFJA LÁGMÚLA Lágmúla 5 108 Reykjavík Sími: 533 2300

VÍNBÚÐIN KRINGLUNNI Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími: 568 9060

LYFJA LAUGAVEGI Laugavegi 16 101 Reykjavík Sími: 552 4045

VÍNBÚÐIN SKEIFUNNI Skeifunni 5 108 Reykjavík Sími: 588 3100

LYF OG HEILSA AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík Sími: 581 2101

GOLFKLÚBBURINN ODDUR Urriðavöllur / Ljúflingur 210 Garðabær Sími: 565 9092 oddur@oddur.is www.oddur.is NESKLÚBBURINN Suðurnesi 170 Seltjarnarnes Sími: 561 1930 nkgolf@nkgolf.is www.nkgolf.is GOLFKLÚBBURINN SETBERG Setberg 221 Hafnarfjörður Sími: 565 5690 thorarinns@gmail.com www.gse.is GOLFKLÚBBUR MOSFELLSBÆJAR Hlíðarvöllum 270 Mosfellsbær Sími: 566 6999 golfmos@golfmos.is www.golfmos.is GOLFKLÚBBURINN KEILIR Steinholti 1 220 Hafnarfjörður Sími: 565 3360 keilir@keilir.is www.keilir.is GOLFKLÚBBUR BRAUTARHOLTS Kjalarnes 116 Kjalarnes Sími: 566 6045 gbr@gbr.is www.gbr.is GOLFKLÚBBUR ÁLFTANESS Haukshús 225 Bessastaðahreppur Sími: 565 4747 / 840 6647 golfalftanes@gmail.com www.umfa.is/sund/golf


Verslun og þjónusta í Reykjavík VEITINGASTAÐIR

VEITINGASTAÐIR

SUNDLAUGAR

HEILSUGÆSLA

LOCAL VEITINGAHÚS Borgartúni 25 105 Reykjavík Sími: 788 3736

BERGSSON MATHÚS Templarasundi 3 101 Reykjavík Sími: 571 1822

LAUGARDALSLAUG Sundlaugavegi 30 105 Reykjavík Sími: 411 5100

HEILSUGÆSLAN LÁGMÚLA Lágmúla 4 108 Reykjavík Sími: 595 1300

ÓSUSHI Borgartúni 29 105 Reykjavík Sími: 561 0562

GRILLMARKAÐURINN Lækjargötu 2a 101 Reykjavík Sími: 571 7777

ÁRBÆJARLAUG Fylkisvegi 9 110 Reykjavík Sími: 411 5200

HEILSUGÆSLAN MIÐBÆ Vesturgötu 7 101 Reykjavík Sími: 585 2600

HAMBORGARAFABRIKKAN Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími: 575 7575

JÓMFRÚIN Lækjargötu 4 101 Reykjavík Sími: 551 0100

BREIÐHOLTSLAUG Austurbergi 3 111 Reykjavík Sími: 557 5547

HEILSUGÆSLAN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími: 599 1300

HAPP Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími: 414 3060

APOTEK Austurstræti 16 101 Reykjavík Sími: 551 0011

GRAFARVOGSLAUG Dalhúsum 2 112 Reykjavík Sími: 411 5300

HEILSUGÆSLAN HLÍÐUM Drápuhlíð 14-16 105 Reykjavík Sími: 585 2300

SERRANO Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími: 519 6916

KOPAR Geirsgötu 3b 101 Reykjavík Sími: 567 2700

SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Barónsstíg 45a 101 Reykjavík Sími: 411 5350

HEILSUGÆSLAN EFSTALEITI Efstaleiti 3 103 Reykjavík Sími: 585 1800

BAMBUS Borgartúni 16 105 Reykjavík Sími: 517 0123

KOLABRAUTIN Austurbakka 2 101 Reykjavík Sími: 519 9700

VESTURBÆJARLAUG Hofsvallagötu 107 Reykjavík Sími: 411 5150

LANDSPÍTALI Hringbraut 101 Reykjavík Sími: 543 1000

VEITINGAHÚSIÐ LAUGAÁS Laugarásvegi 1 104 Reykjavík Sími: 553 1620

GALLERY RESTAURANT Hótel Holt 101 Reykjavík Sími: 414 2626

YLSTRÖND NAUTHÓLSVÍK Nauthólsvík 105 Reykjavík Sími: 511 6630

LANDSPÍTALI Fossvogi 108 Reykjavík Sími: 543 1000

VOX Hilton Reykjavík Nordica 108 Reykjavík Sími: 444 5050

GRILLIÐ Hótel Saga 104 Reykjavík Sími: 525 9960

SUNDLAUG SELTJARNARNESS Suðurströnd 8 170 Seltjarnarnes Sími: 561 1551

LANDSPÍTALI - KLEPPUR Kleppsvegi 104 Reykjavík Sími: 543 4200

LEMON Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík Sími: 519 5555 FYLGIFISKAR Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík Sími: 533 1300

SNAPS BISTRO Þórsgötu 1 101 Reykjavík Sími: 511 6677 THE COOCOO’S NEST Grandagarði 23 101 Reykjavík Sími: 552 5454

SUNDLAUG KÓPAVOGS Borgarholtsbraut 17 200 Kópavogi Sími: 570 0470

LANDSPÍTALI BRÁÐAMÓTTAKA Fossvogi 108 Reykjavík Sími: 543 2000

ELDSMIÐJAN Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík Sími: 562 3838

FISKFÉLAGIÐ Vesturgötu 2a 101 Reykjavík Sími: 552 5300

LANDSPÍTALI AUGNDEILD Eiríksgötu 37 101 Reykjavík Sími: 543 7110 LANDSPÍTALI GRENSÁS Grensásvegi 62 108 Reykjavík Sími: 543 1000

Nánari upplýsingar um afþreyingu, viðburði, verslun og þjónustu í Reykjavík er að finna á www.visitreykjavik.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.