og/eða veldur þeim einhverskonar óþægindum. Af þessum kvörtunum voru 111 kvartanir vegna númerslausra ökutækja.
Dýraeftirlit Skráningar hunda Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa sett sér samþykkt um hundahald (nr. 428/1987) á grundvelli 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykktin hefur m.a. að geyma ákvæði um að allir hundar skuli vera skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, auk ákvæða um bann við lausagöngu, árlega ormahreinsun og fleira. Í árslok voru um 900 hundar á skrá hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og höfðu 68 hundar bæst við skrána á árinu. Nokkuð er um að kvartanir tengdar hundahaldi og þannig berast að jafnaði um 6-9 kvartanir á mánuði vegna lausagöngu hunda. Einnig er kvartað undan ónæði frá hundum í fjöleignarhúsum, t.d. gelt, væl eða óþrifnaður. Embættið fangar árlega um 6-9 lausa hunda sem eru óskráðir. Einnig hefur embættið afskipti af 3-5 skráðum hundum á mánuði sem sloppið hafa frá eiganda sínum. Meindýravarnir
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja annast meindýravarnir í holræsakerfum sveitarfélaganna. Vinnan felst í því að starfsmaður embættisins fer í fylgd bæjarstarfsmanna og leggur á hverju ári rottueitur í holræsabrunna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þessu hefur tekist að halda rottugangi í lágmarki. Árið 2020 var eitur lagt í 374 brunna, þar af 184 brunna í Reykjanesbæ, 118 brunna í Grindavík, 56 brunna í Suðurnesjabæ og 16 brunna í Vogum.
HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA
15