Æskan og Skógurinn

Page 1

Laiðbeiningar i skógrækt fyrir unglinga

Jón Jósep Jóhannesson og Snorri Sigurðsson tóku saman



Leiðbeiningar í skógarækt unglinga



Leiðbeiningar í skógarækt unglinga

Jón Jósep Jóhannesson Snorri Sigurðsson tóku saman


ÆSKAN OG SKÓGURINN Leið­bein­ing­ar í skóg­rækt fyr­ir ung­linga Jón Jós­ep Jó­hann­es­son og ­Snorri Sig­urðs­son tóku sam­an Út­gáfa: 2 Reykja­vík 1996 Gert eft­ir út­gáfu Sam­starfs­nefnd­ar um ár trés­ins 1980, lít­ils­hátt­ar ­breytt Útgefandi: Mál og menning Ljósmindir: Úr sanfi Tækniskólans Öll réttindi áskilin. Hönnun kápu: Dan Sebastian Umbrot: Dan Sebastian Prentvinnsla: Upplýsingatækniskólinn Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar eða útgefanda. ISBN 9788-7418-5774-9


Efnisyfirlit INGANGUR.................................................12 1. NAM I SKOLAGARDI............................15 2. STARFAÐ AÐ SKÓGRÆKT...................21 3. JARÐVEGUR OG GRÓSKA...................31 TIL MINNIS.................................................37 4. GIRÐINGAR............................................39 5. SKÓGRÆKT............................................41 6.ÓVINIR SKÓGARSINS............................45 7. ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ............................49


6 | ร skan og Skรณgurinn


INN­GANG­UR ­ etta er sag­an af skóg­in­um á Ís­landi, að vísu að­eins ör­fá­ar svip­mynd­ir af Þ sam­skipt­um þjóð­ar, lands og ­skóga. ­Þessi saga er að því ­leyti ólík öðr­um sög­um að sögu­lok eru jafn­langt und­an þeg­ar bók­inni lýk­ur og er hún hefst. En ­þetta er bók­in ykk­ar, ­hinna ungu Ís­lend­inga. Það er­uð þið sem hald­ið sög­unni ­áfram og síð­an taka aðr­ir við af ykk­ur og enn aðr­ir af þeim. Í fá­um orð­um sagt. Við vilj­um færa Ís­landi aft­ur þá ­skóga sem það átti einu ­sinni, ­fjölga trjá­teg­und­um þess og búa öðr­um ­gróðri yl og næði í ­skjóli ­þeirra. Mik­ið verk­efni bíð­ur okk­ar. Til þess að geta ­leyst það af ­hendi þurf­um við að læra margt. Lær­dóm og þekk­ingu get­um við sótt til ­þeirra sem fróð­ari eru, hlýtt á mál þ­ eirra sótt nám­skeið og ­skóla. En við get­um líka sótt þekk­ingu í okk­ar eig­in bók. Ís­land er með ­yngstu lönd­um jarð­ar og bera jarð­mynd­an­ir lands­ins glögg ­merki þess. Þau öfl sem sköp­uðu land­ið eru enn að ­verki, enda er Ís­land eitt af ­mestu eld­fjalla­lönd­um ­heims. Kunn­ar eru að ­minnsta ­kosti þrjá­tíu til fjör­ tíu eld­stöðv­ar sem gos­ið hafa hundr­að og fimm­tíu sinn­um frá land­náms­öld. Land­ið hef­ur að lang­mestu ­leyti hlað­ist upp af tvenns kon­ar berg­teg­und­um, blá­grýti og mó­bergi. Mót­un ­þeirra er ólík enda breyt­ist lands­lag­ið þar sem berg­mynd­an­irn­ar mæt­ast. Blá­grýt­is­fjöll­in eru reglu­leg að lög­un, hlað­in upp úr hraun­lög­um en mó­ bergs­fjöll­in eru úr laus­um, ösku­kennd­um gos­efn­um sem hlað­ist hafa upp und­ir jökl­um og orð­ið síð­an að ­föstu ­bergi. Blá­grýt­is­svæð­in eru tvö, ann­að aust­an­lands frá Breiða­merk­ur­sandi til Þist­il­fjarð­ar en hitt vest­an­lands frá Bárð­ar­dal til Kolla­fjarð­ar. Á ­milli blá­grýt­ is­spildn­anna er lægð sem fyllst hef­ur ­yngri gos­mynd­un­um, eink­um grá­grýti og mó­bergi. Á þ­ essu ­svæði eru enn flest­ar h­ inna ­virku eld­stöðva. Auk þ­ essa eru líp­arít­mynd­an­ir á víð og d­ reif um land­ið. Fyr­ir um tíu þús­und ár­um eða í lok síð­ustu ís­ald­ar ­hafði lands­lag á Ís­landi feng­ið að m ­ estu þann svip sem það ber nú. Þó hafa margs kon­ar breyt­ing­ar

Æskan og Skógurinn |

7


átt sér stað síð­an af völd­um eld­gosa, vatns og ­vinda. Mynd­un lands­ins lýk­ur raun­ar aldr­ei. Eld­gos h ­ laða upp land­ið en jökl­ar og ár ­brjóta það nið­ur og út­haf­ið sver­fur strend­ur þess. Gróð­ur lands­ins var ­harla fá­skrúð­ug­ur þeg­ar ís­öld lauk. Harð­gerð­ar teg­und­ir t. d. ­birki, víð­ir og ýms­ar jurt­ir ­lifðu af fimb­ul­vet­ur ís­ald­anna. S ­ einna barst til lands­ins ­fjöldi teg­unda frá öðr­um lönd­um. Fyrst breidd­ust fá­ar, nægju­sam­ar plönt­ur út um auðn­ina, svo sem gras­teg­ und­ir og nokkr­ar lág­vaxn­ar blóm­plönt­ur ­ásamt ­birki og viði. ­Þetta er unnt að sjá enn í dag þar sem jökl­ar eyð­ast. Gróð­ur­inn ­hafði næg­an tíma til að breið­ast um land­ið eft­ir því sem jökl­an­ir hop­uðu og lofts­lag hlýn­aði. Hér voru eng­ar skepn­ur til að ­granda hon­um í tíu þús­und ár, uns manna­byggð kom til sög­unn­ar. Gróð­ur­inn skip­aði sér í gróð­ur­hverfi eft­ir því hvern­ig lífs­skil­yrði voru. Há­fjalla­gróð­ur­inn tók sér ból­festu við ­efstu gróð­ur­mörk­in sem neð­ar tóku önn­ur gróð­ur­hverfi við. Þar sem vatn stóð uppi og deig­lent var sett­ist vot­lend­ is­gróð­ur að, í vötn­um og tjörn­um hafð­ist vatna­gróð­ur­inn við, en birk­ið ­lagði smám sam­an und­ir sig mest­allt gróð­ur­lend­ið og í ­skjóli skóg­anna dafn­aði hinn feg­ursti blóm­jurta­gróð­ur. Birk­ið ­teygði sig einn­ig upp fjalls­hlíð­arn­ar allt upp í fjög­ur til fimm hundr­uð ­metra hæð yf­ir sjó. Þann­ig leit Ís­land út, þeg­ar ­fyrstu land­nem­arn­ir komu hing­að. * * *

Bloom

Ljósmynd ur safni Tækniskolans

Frá land­náms­öld og fram á ­miðja fjór­tándu öld ­lifðu Ís­lend­ing­ar að­al­lega á bú­skap og hlunn­ind­um lands­ins. En hvað var það sem ­gerði vax­andi þjóð ­kleift að lifa nær ein­göngu á land­bún­aði í meir en fjór­ar ald­ir? Það var um­fram allt víð­áttu­mik­ið gróð­ur­lendi, ekki hvað síst birki­skóg­arn­ir. Úr birki­skóg­un­um ­fengu menn eldi­við og við­ar­kol og efni­við í alls kon­ar hús­gögn og am­boð. Á ­fyrstu öld­um Ís­lands byggð­ar var járn unn­ið úr mýr­ar­rauða. Var sú járn­vinnsla

8 | Æskan og Skógurinn


nefnd rauða­blást­ur, ­þurfti til henn­ar mik­ið magn við­ar­kola. Einn­ig ­þurfti við­ ar­kol til hvers kon­ar járn­smíða og til að d­ engja g­ ömlu, ís­lensku ljá­ina. En birki­skóg­ur­inn ­veitti fyrst og fremst öðr­um ­gróðri skjól og vernd­aði land­ið gegn upp­blæstri. Hann mild­aði veðr­átt­una, ­skýldi bú­fé í ill­viðr­um og ­gerði kvik­fjár­rækt arð­bær­ari. Hann var líka oft þrauta­lend­ing­in í harð­ind­um er hey­skort­ur svarf að en þá var lim höggv­ið til fóð­urs fyr­ir bú­fé. Þá var korn­ rækt ­miklu ár­viss­ari í ­skjóli skóg­anna. Á fjór­tándu öld ­dundu yf­ir þjóð­ina stór­felld­ar nátt­úru­ham­far­ir. Heil byggð­ ar­lög eydd­ust af völd­um eld­gosa og jök­ul­hlaupa t. d. í Skafta­fells­sýsl­um. Þess­um hörm­ung­um ­fylgdu síð­an drep­sótt­ir og hung­ur­dauði. Um ­miðja öld­ina fóru at­vinnu­hætt­ir þjóð­ar­inn­ar að breyt­ast. Land­bún­aði hnign­aði þá ört, því að gróð­ur­lendi var tek­ið að ­minnka mjög. Þjóð­inni ­hafði fækk­að, verk­kunn­áttu hrak­aði og bú­skap­ur orð­ið ein­hæf­ari, korn­yrkja t. d. lagst að ­mestu ­leyti nið­ur. Ís­lensku land­nem­un­um og af­kom­end­um ­þeirra hef­ur ef­laust þótt vænt um land­ið engu síð­ur en okk­ur. En þá ­skorti ­reynslu og þekk­ingu til að ­nytja það skyn­sam­lega og ­þetta kom harð­ast nið­ur á skóg­un­um. Þeir voru höggn­ir gegnd­ar­laust þeg­ar á f­ yrstu öld­um Ís­lands byggð­ar. Þjóð­in átti f­ árra ­kosta völ til þess að h­ alda lífi frá ári til árs, frá öld til ald­ar. Hún átti þann kost ein­an að ­draga fram líf sitt á þeim nátt­úru­gæð­um, sem land­ið ­lagði í hend­ur ­henni. ­Þetta ­gerði hún.

Æskan og Skógurinn |

9


Auð­lind­ir lands­ins ­nýtti hún sér til bjarg­ar og lét hverj­um degi ­nægja sína þján­ingu. Hún ­spurði ekki, hvern­ig sú lind yrði á morg­un sem þurr­aus­in var í dag og gekk svo ­nærri upp­sprett­unni ­sjálfri að hún varð aldr­ei söm eft­ir. Fá­ir hafa lýst þ­ essu bet­ur en Steph­an G. Steph­ans­son:

Í þús­und ár hrí­sið og hey­ið úr hag­an­um ­reiddu menn inn. Og nakt­ara og nær­skafn­ar fleg­ið gat næst­setu­mað­ur en hinn.

Ís­lend­ing­ar ­gerðu sér ekki ­grein fyr­ir af­leið­ing­um fyrr en í ­óefni var kom­ið. Víða í forn­rit­um okk­ar er minnst á skóg­ana sem ver­ið hafa í land­inu þeg­ar rit­in voru sam­in. Ari ­fróði seg­ir að land­ið hafi ver­ið viði vax­ið ­milli fjalls og ­fjöru er það byggð­ist. ­Þessi frá­sögn er stór­merk því að hún er skráð af höf­ undi sem fá­ir vé­fengja. Í Land­námu er víða get­ið um ­skóga. Við flett­um upp í bók­inni, finn­um eft­ir­far­andi ­kafla og les­um þar ­þessa sér­stæðu og skemmti­legu frá­sögn: „Þór­ir dúfu­nef var leys­ingi Öxna-Þór­is; hann kom ­skipi sínu í Göngu­ skarð­sós; þá var byggt hér­að allt fyr­ir vest­an; hann fór norð­ur yf­ir Jök­ulsá að Land­broti og nam land á m ­ illi Glóða­feyk­is og Djúp­ár og bjó á Flugu­mýri. Í þann tíma kom út skip í Kol­beins­ár­ósi, hlað­ið kvik­fé en þeim hvarf í Brim­ nes­skóg­um ung­hryssi eitt en Þór­ir dúfu­nef ­keypti von­ina og fann síð­an. Það var a­ llra h­ rossa skjót­ast og var köll­uð ­Fluga.“ Í byrj­un átj­ándu ald­ar lýsa Árni Magn­ús­son pró­fess­or og Páll Ví­dal­ín lög­ mað­ur Brim­nesi þann­ig: „Rif­hrís er hér nokk­uð til eld­ing­ar.“ Í dag er land þ­ etta skóg­laust með öllu. Fá­tækt, ein­ok­un og versn­andi stjórn­ar­far á Ís­landi ­gerði þjóð­inni æ erf­ið­ara að ­byggja land­ið, og loks var svo kom­ið um alda­mót­in 1700 að stjórn­völd­in sáu að eitt­hvað varð að gera til þess að þjóð­in yrði ekki al­dauða. Frið­rik kon­ung­ur ­fjórði skip­aði því Árna Magn­ús­son og Pál Ví­dal­ín til þess að rann­saka hag lands og þjóð­ar og gera til­lög­ur til um­bóta. ­Bjarni Páls­son, síð­ar land­lækn­ir og Egg­ert Ól­afs­son ferð­uð­ust einn­ig um land­ið ­laust eft­ir ­miðja öld­ina í sama ­skyni. Egg­ert ­samdi rit um ferð­ir ­þeirra fé­laga þar sem mik­inn fróð­leik er að f­ inna um skóg­ana á Ís­landi. Veg­ur ­Skúla Magn­ús­son­ar land­fóg­eta var þá mest­ur og eitt af um­bóta­áform­ um hans var að ­stofna til skóg­rækt­ar í land­inu. En þær til­raun­ir mis­tók­ust. Ní­tjánda öld­in hófst með Norð­ur­álfu­ófriðn­um ­mikla sem ­hafði ör­laga­rík ­áhrif hér sem ann­ars stað­ar. Skóg­rækt­ar­hug­sjón­in lá í ­gleymsku um sinn. En

10 | Æskan og Skógurinn


ekki var langt um lið­ið á öld­ina er ýms­ir áhrifa­menn fóru að rita um skóg­rækt. Þeir ­bentu á þær af­leið­ing­ar sem eyð­ing skóg­anna ­hefði haft í för með sér. Nú væri svo kom­ið að síð­ustu skóg­ar­leif­un­um væri stefnt í bein­an voða. Þess ­vegna yrði að gera eitt­hvað til að ­bjarga þeim frá tor­tím­ingu. Ekk­ert varð þó úr fram­kvæmd­um fyrr en í lok ald­ar­inn­ar. * * *

Alda­mót­un­um 1900 var fagn­að um ger­vallt Ís­land. Skáld­in ortu hvatn­ing­ar­ ljóð til þjóð­ar­inn­ar. Von­ir um batn­andi hag mót­uðu kyn­slóð­ina sem þá tók til ­starfa og með ­henni hefst fram­fara­skeið í öll­um grein­um þjóð­lífs­ins. Nokkr­ir ein­stak­ling­ar ­höfðu rækt­að tré í görð­um sín­um, náð góð­um ár­angri og sýnt að gróð­ur­skil­yrði ­leyfðu rækt­un ­trjáa. Ár­ið 1899 hófu dansk­ir áhuga­menn til­raun­ir með rækt­un barr­trjáa á nokkr­ um stöð­um og h­ éldu þeim til­raun­um ­áfram ­fyrstu sjö ár ald­ar­inn­ar. N ­ okkru ­seinna var Rækt­un­ar­fé­lag Norð­ur­lands stofn­að en það ­hafði mik­ið ­áhrif, eink­ um norð­an­lands. Ung­menna­fé­lög voru stofn­uð um líkt ­leyti víða um land og tóku m. a. skóg­rækt á stefnu­skrá sína. Ár­ið 1907 voru sett á al­þingi lög um skóg­rækt og varn­ir gegn upp­blæstri lands fyr­ir for­göngu Hann­es­ar Haf­steins. Lands­sjóð­ur tók kostn­að af skóg­rækt­inni á sín­ar herð­ar. Skóg­rækt­ar­stjóri var skip­að­ur yf­ir allt land­ið en skóg­ar­vörð­ur yf­ir hvern lands­fjórð­ung.

Æskan og Skógurinn |

11


Til­raun­um með rækt­un barr­trjáa var hald­ið ­áfram til árs­ins 1913 en þá var þeim hætt og þráð­ur­inn ekki tek­inn upp aft­ur fyrr en eft­ir 1930. Starfs­ svið Skóg­rækt­ar rík­is­ins verð­ur nú tví­þætt: ann­ars veg­ar frið­un skóg­ar­leifa eins og fyrr, hins veg­ar fræ­söfn­un og upp­eldi trjá­plantna frá þeim stöð­um á hnett­in­um þar sem lofts­lag er líkt og á Ís­landi. Hér ­verða því tíma­mót í sögu ís­lenskra skóg­rækt­ar­mála. Loks skal þess get­ið að Skóg­rækt­ar­fé­lag Ís­lands var stofn­að á Al­þing­ is­há­tíð­inni 1930 og þjóð­in minnt­ist lýð­veld­is á Ís­landi 1944 með stofn­un Land­græðslu­sjóðs. Braut­in er þó að­eins mörk­uð en verk­efn­in bíða okk­ar. ­Þetta var ár­ang­ur­inn af hug­sjón­um ís­lenskra alda­móta­manna sem skáld­ið Hann­es Haf­stein lýs­ir í ­þessu er­indi:

Sú kem­ur tíð, er sár­in fold­ar gróa, sveit­irn­ar fyll­ast, akr­ar ­hylja móa, ­brauð veit­ir son­um móð­ur­mold­in ­frjóa, menn­ing­in vex í ­lundi ­nýrra ­skóga.

12 | Æskan og Skógurinn


ร skan og Skรณgurinn |

13


14 | ร skan og Skรณgurinn


NÁM Í SKÓLA­GARÐI Við köll­um fram ímynd­un­ar­afl­ið og hugs­um okk­ur að við sé­um stödd í skóla­garði, þar sem við eig­um að dvelj­ast um tíma við nám og starf. ­Þessi skóla­garð­ur er á marg­an hátt öðru­vísi en þeir sem ís­lensk æska hef­ur kynnst hing­að til. Við sjá­um mis­mun­inn þeg­ar ­lengra er les­ið. Um­hverf­ið er hlý­legt. Skjól­belti úr víði, g­ reni og b­ irki ­hlífa hin­um smá­ gerða ­gróðri sem við er­um að ­rækta. Hér sjá­um við nokkr­ar trjá­teg­und­ir í upp­vexti en auk þess ­runna, blóm, kál­plönt­ur og rót­ar­ávext­ir og er öllu ­þessu snyrti­lega fyr­ir kom­ið. Jafn­framt vinn­unni er okk­ur kennt hið nauð­syn­leg­as­ia til þess að geta skil­ið rækt­un­ina og far­ið rétt að öllu. Við byrj­um á því að læra of­ur­lít­ið um líf ­trjánna í skóla­garð­in­um en s­ einna höld­um við nám­inu ­áfram í Hall­orm­staða­skógi.

Gerð ­trjánna All­ar plönt­ur eru gerð­ar úr frum­um. Ut­an um þær eru frumu­vegg­ir og inn­an þ­ eirra er fry­mið en innst er frumu­kjarn­inn. Í ­frymi ­grænu plantn­anna er blað­græn­an. Hún er mest of­an til í blað­hold­inu og í ­henni fara fram mik­il­væg­ustu efna­breyt­ing­ar plönt­unn­ar. Í ­hverju tré eru margs kon­ar frum­ur sem ­skipa sér sam­an og m ­ ynda vefi þess. Þar rík­ir því verka­skipt­ing eins og á sér stað í mann­legu sam­fé­lagi. Börk­ur­inn eða bark­ar­ve­firn­ir ­verja tréð gegn hnjaski og ­varna út­guf­un. Fyr­ir inn­an börk­inn ­liggja sál­dæð­arn­ar sem eru mynd­að­ar úr lif­andi frum­um. Eft­ir þeim berst nær­ing sú sem g­ rænu korn­in ­vinna úr loft­inu. Viða­ræð­arn­ar eru aft­ur á móti gerð­ar úr dauð­um frum­um sem eru vel tengd­ar sam­an og gefa. Inn­an und­ir sál­dæð­un­um er vaxt­ar­lag­ið sem er ein­göngu lif­andi frum­ur. Við kynn­umst ­starfi þess síð­ar. Þar fyr­ir inn­an er svo við­ar­vef­ur­inn sem er mynd­að­ur af dauð­um viða­ræð­um og við­ar­frum­um. Innst er loks trjá­merg­ur­inn.

Kol­sýru­nám Trén eru lif­andi ver­ur eins og menn og dýr og ­þurfa þess ­vegna fæðu. Nær­ ing­ar­efn­in taka þau til sín úr jarð­veg­in­um og loft­inu. Á blöð­um og ­barri t­ rjánna eru smá­augu sem and­rúms­loft­ið smýg­ur inn um. En í loft­inu er lít­ið eitt af kol­tví­sýr­ingi sem er sam­sett­ur af ­tveim frum­efn­um, kol­efni og súr­efni. Trén taka til sín kol­tví­sýr­ing úr loft­inu en grænu­korn­in ­vinna kol­efna­sam­bönd úr kol­tví­sýr­ingn­um og ­vatni, svo sem syk­ur, ­mjölvi, ­tréni, ol­íur og ­fleiri líf­ræn efni.

Æskan og Skógurinn |

15


­ essi mik­il­væga starf­semi get­ur að­eins far­ið fram í nægi­legri b­ irtu og hita. Þ Allt líf á jörð­unni á ­landi og í sjó á ræt­ur sín­ar að ­rekja til þess­ara efna­ breyt­inga og eru því plönt­urn­ar und­ir­staða lífs­ins á ­hnetti okk­ar.

Önd­un Kol­sýru­nám­ið fer að­eins fram í hin­um ­grænu hlut­um plönt­unn­ar í ­birtu og hita eins og fyrr grein­ir, en all­ir hlut­ar henn­ar anda jafnt á degi sem á n­ óttu, bæði ræt­ur, stöng­ull og blöð. Trén anda að sér súr­efni sem sam­ein­ast kol­efna­sam­bönd­um en á þenn­an hátt losn­ar orka sem þau nota til efna­breyt­ing­ar og vaxt­ar. Önd­un­in er því and­stæð við kol­sýru­nám­ið.

Önd­un: Súr­efn­ið, sem plant­an and­ar að sér, sam­ein­ast kol­efna­sam­bönd­um henn­ar. Við það losn­ar orka, vatn og kol­tví­sýr­ing­ur. Plant­an létt­ist.

Kol­sýru­nám: Úr kol­efni og ­vetni mynd­ar plant­an líf­ræn efni, en súr­efn­ið hverf­ur út í and­ rúms­loft­ið. Plant­an þyng­ist.

Öfl­un vatns og út­guf­un Vatn er trján­um lífs­nauð­syn­legt við fæðu­öfl­un­ina. Þau afla þess úr jarð­veg­in­um með rót­un­um og með því ber­ast nær­ing­ar­efn­in til h­ inna ýmsu ­hluta trés­ins. Eins er út­guf­un vatns frá trján­um nauð­syn­leg, því að hún örv­ar vökva­ straum­inn og þar með flutn­ing nær­ing­ar um tréð. Út­guf­un­in er mest frá ­laufi og ­barri t­rjánna og hún verð­ur því ör­ari sem heit­ara er í ­veðri. Einn­ig örva vind­ar út­guf­un­ina að mun. Venju­leg­ast geta trén bætt sér allt það vatn sem frá þeim fer við út­guf­un­ina. En sé hörg­ull á ­vatni í jarð­veg­in­um t. d. sak­ir lang­var­andi hita og þurra­næð­ inga, þá er h­ ætta á því að tréð geti ekki bætt sér miss­inn. Blöð þess lin­ast og jafn­vel ­visna og svo get­ur far­ið, að tréð deyi.

16 | Æskan og Skógurinn


Öfl­un fæðu úr jarð­vegi Jurta­nær­ing­ar­efn­in leys­ast upp í ­vatni jarð­vegs­ins og ber­ast gegn­um ræt­urn­ar og upp eft­ir viða­ræð­un­um. Nær­ing­ar­efn­in sem trén taka til sín úr jarð­veg­in­um eru að­al­lega köfn­un­ ar­efni, fos­fór og kalí. Af öðr­um nær­ing­ar­efn­um má ­nefna kalk, magn­íum, brenni­stein, járn og bór. Fyrr­greind efni ­hverfa aft­ur til jarð­ar þeg­ar grös ­sölna eða tré ­falla og fúna. Öðru máli gegn­ir þeg­ar land er sleg­ið eða b­ eitt, tré felld og flutt brott úr skóg­ un­um. Þá fer jarð­veg­inn að ­skorta sum þess­ara efna, eink­um köfn­un­ar­efni, fos­fór og kalí. En unnt er þá að bæta úr nær­ing­ar­skorti með ­áburði. Plönt­urn­ar v­ erða veik­byggð­ar og h­ ætta að vaxa, ef jarð­veg­inn vant­ar stein­ efni eða köfn­un­ar­efni. Þess ­vegna er oft nauð­syn­legt að gefa ung­um trjám og runn­um áburð­ar­skammt en gæta verð­ur þess að hafa hann ekki stór­an. Of mik­il áburð­ar­gjöf hef­ur skað­leg ­áhrif og get­ur grand­að smá­plönt­um. Eitt hið vanda­sam­asta við alla rækt­un er því að s­ kera úr um áburð­ar­þörf­ina. Köfn­un­ar­efni eyk­ur vöxt ­blaða og ­sprota. Fos­fór og kalí örva rót­ar­vöxt og ­flýta fyr­ir blómg­un og ald­in­þroska. Tré, sem fá næga nær­ingu, ­verja ­henni ekki ein­göngu til vaxt­ar, held­ur ­safna þau líka forða­nær­ingu. Í sól­rík­um sumr­um safn­ast mik­il forða­nær­ing í trján­um til ­næsta árs. Vöxt­ur ­þeirra fer því mjög eft­ir veðr­áttu und­an­far­ins sum­ars.

Vöxt­ur ­trjánna Á ­hverju ári bæt­ist við hæð ­trjánna. ­Þetta sést best á furu og ­greni, því að krans af grein­um vex út úr stofn­in­um þar sem árs­vöxt­ur­inn byrj­ar. Þess v­ egna er auð­velt að geta sér til um ald­ur u­ ngra ­trjáa með því að t­elja grein­akr­ans­ana. En á göml­um trjám eru ­neðstu grein­arn­ar falln­ar brott svo að þ­ essi ald­urs­ ákvörð­un er ekki ein­hlít. Því er ó­ kleift að s­ egja til um­ald­ur gam­alla ­trjáa fyrr en þau hafa ver­ið felld en þá má t­elja ár­hring­ana. Ljós­ir og dökk­ir hring­ar skipt­ast á í viðn­um eins og sjá má þeg­ar tré hafa ver­ið felld. ­Þetta kem­ur af því að frumu­skipt­ing­in í vaxt­ar­lag­inu er mjög ör á vor­in og við­ur­inn þá laus í sér og mjúk­ur. En er líða tek­ur á sum­ar verð­ur frumu­skipt­ing­in hæg­ari og ­dekkri. Öll tré sem eru af tví­kím­blaða­flokkn­um svo og barr­tré, ­gildna með þvi að bæta við sig nýju vaxt­ar­lagi ár hvert. Á vet­urna er hvíld­ar­tími ­trjánna. Gott er að k­ unna skil á v­ exti p­ lantna en við verð­um einn­ig að muna að þær eiga sitt á­ kveðna ævi­skeið. ­Grænu plönt­un­un er skipt í þrjá f­ lokka eft­ir lífs­skeiði ­þeirra: ei­nær­ar, tví­ ærar og fjöl­ærar plönt­ur.

Æskan og Skógurinn |

17


Ei­nær­ar jurt­ir ­spretta upp af fræi að vori, blómg­ast, ­fella fræ og ­deyja að ­hausti. Til þess­ara ­jurta telj­ast mörg feg­urstu sum­ar­blóm­in sem rækt­uð eru í görð­um. Tví­ærar jurt­ir ­safna forða­nær­ingu ­fyrra sum­ar­ið en hið síð­ara blómg­ast þau, bera fræ og ­deyja að því ­loknu. Marg­ar nytja­jurt­ir telj­ast til ­þessa flokks, t. d. gul­róf­an og gul­rót­in. Fjöl­ærar plönt­ur eru þann­ig úr g­ arði gerð­ar að þær geta lif­að ­langa ævi og eru trén lang­líf­ust en þau geta lif­að ára­tug­um eða jafn­vel öld­um sam­an. Brodd­fur­an sem marg­ir kann­ast við hér á ­landi, get­ur þann­ig orð­ið allt að fjög­ur þús­und ára göm­ul. Hins veg­ar verð­ur t. d. ís­lenska birk­ið að­eins um hundr­að til eitt hundr­að og fimm­tíu ára gam­alt. Í skóg­un­um ­þurfa að vaxa sam­tím­is smá­plönt­ur, ung­ur skóg­ur, fræ­tré og full­vax­inn skóg­ur í hæfi­leg­um hlut­föll­um. Ef ungu trjá­plönt­urn­ar ná ekki að þrosk­ast, eyð­ast skóg­arn­ir smátt og smátt.

18 | Æskan og Skógurinn


ร skan og Skรณgurinn |

19


20 | ร skan og Skรณgurinn


STARF­AÐ AÐ SKÓG­RÆKT Í skóla­garð­in­um skipt­ist á ­vinna og ­fræðsla jöfn­um hönd­um allt sum­ar­ið. Kom­ið er fram í ág­úst. Reit­ir okk­ar eru vel hirt­ir. Skjól­belti hafa ver­ið klippt, gras­flet­ir slegn­ir í síð­asta sinn og kant­ar skorn­ir. Á morg­un hefst nýr þátt­ur í nám­inu. Við eig­um að fara í gróð­ur­setn­ing­ar­ferð til Aust­ur­lands, í Hall­orms­staða­skóg en þang­að er ferð­inni heit­ið v­ egna þess að þar er skóg­rækt á Ís­landi lengst á veg kom­in.

Í Hall­orms­staða­skógi Hall­orms­staða­skóg­ur er við Lag­ar­fljót sunn­an­vert. Lands­lag er þar hæð­ótt og víða nokk­uð bratt­lent. Fjöll­in suð­aust­ur af Hall­orms­stað rísa allt að sex hundr­uð ­metra yf­ir sjáv­ar­mál og ­setja þau all­mik­inn svip á lands­lag­ið eink­um Hall­orms­staða­skóg. Lög­ur­inn, eða Lag­ar­fljót öðru n­ afni, síg­ur þ­ arna fram á leið til sjáv­ar. Til að sjá er vatns­fall­ið lík­ara ­firði eða stöðu­vatni en venju­legu ­fljóti. Ís­kalt jök­ ul­vatn­ið er gul­grænt á lit­inn og víða er það hyl­djúpt. Svo lygn er ­þessi ­mikla móða á kyrr­um sum­ar­dög­um og svo mjúk­ar eru bog­lín­ur henn­ar í vík­um og vog­um að lands­lag­ið allt fær mild­an blæ og ljúf­an. Á bökk­um þess­ar­ar ­miklu jök­ul­el­far og upp frá þeim hef­ur vax­ið fræg­asti og ­mesti skóg­ur á Ís­landi. Grös, blóm,jurt­ir og lyng­gróð­ur ein­kenna jurta­gróð­ur Hall­orms­staða­skóg­ar eins og ann­arra ís­lenskra birki­skóga. Gras- og blóm­lendi eru þar sem jarð­ veg­ur er frjór og rak­ur og virð­ist jarðra­kinn hafa ­meiri ­áhrif á gróð­ur­far­ið en hæð yf­ir sjó. Allt frá 1905 hef­ur Hall­orms­staða­skóg­ur not­ið ­meiri eða ­minni frið­un­ar. Inn­an skóg­rækt­ar­girð­ing­ar­inn­ar eru sex hundr­uð og tutt­ugu hekt­ar­ar lands, sem að m ­ estu ­leyti er skóg­lendi. Nú er­um við stödd í Hall­orms­staða­skógi. Við kynn­umst hér nýj­um ­heimi og er­um þó á Ís­landi.­Fyrsta dag­inn fá­um við að vita hitt og ­þetta um fræ og með­ferð þess.

Æskan og Skógurinn |

21


Fræ Öll skóg­rækt hér á ­landi er und­ir því kom­in að afla fræs af trjám sem vax­ið hafa við svip­aða veðr­áttu og rík­ir á Ís­landi. Það er brýn nauð­syn að ­kunna skil á fræi ­trjánna og með­ferð þess það eð á því velt­ur allt um fram­tíð skóg­anna. Fræ­ið þarf hæfi­legt raka- og hita­stig til þess að ­spíra. Um spír­un­ar­tím­ann verð­ur því að hafa vak­andi auga á sáð­beð­un­um. Einn­ig ­sækja fugl­ar mjög í allt fræ en frost og sjúk­dóm­ar ­spilla því oft. Það er því vanda­samt starf að sá trjá­fræi og ann­ast smá­plönt­ur. Lauf­tré eru dul­fræv­ing­ar. Þau blómg­ast og bera fræ í flest­um ár­um en oft líða nokk­ur ár ­milli fræ­ára barr­trjánna. Ef fræ­ið á að ná góð­um ­þroska, verð­ur með­al­hiti mán­að­anna júní–sept­emb­er að vera allt að tíu stig á Cel­sí­us. Þess ­vegna ræð­ur sum­ar­hit­inn ­mestu um út­breiðslu ­trjánna á norð­ur­hveli jarð­ar og ­hversu hátt þau vaxa til f­ jalla. Rekla­tré. Flest al­geng­ustu lauf­trén sem vaxa í norð­an­verðri Evr­ópu telj­ast til rekla­trjáa. Svo eru þau nefnd af því að blóm­in ­standa í rekl­um sem er þétt­ stæð, ein­kynja blóm­skip­un. Til rekla­trjánna telj­ast m. a. ­birki, víð­ir og ösp. Barr­tré eru ber­fræv­ing­ar. Fræ­blöð ­þeirra ­standa þétt sam­an og ­mynda ­köngla. Fræ­in ­liggja á ­milli fræ­blað­anna. Kven­blóm barr­trjánna oft­ast ­minni en karl­blóm­in og s­ tanda tvö eða þrjú sam­an á grein­ar­enda en karl­blóm­in ­standa í ­klasa um­hverf­is ­neðsta ­hluta sprot­ans. Kven­blóm­in ­mynda köngl­ana. Til barr­trjánna telj­ast með­al ann­ars fura, ­greni og ­lerki.

Gróðr­ar­stöð­in Nú vinn­um við um sinn í gróðr­ar­stöð­inni á Hall­orms­stað en þá kem­ur sér vel að hafa unn­ið í skóla­garði fyrr um sum­ar­ið. All­ir sem kynn­ast ­vilja skóg­rækt­ar­starf­sem­inni ­verða að ­þekkja eitt­hvað til gróðr­ar­stöðva því að þær eru und­ir­staða ís­lenskr­ar skóg­rækt­ar. Gróðr­ar­stöð­in á Hall­orms­stað er alls átj­án þús­und fer­metr­ar eða tæp­ar sex vall­ar­dag­slátt­ur að stærð. ­Hvergi sést yf­ir hana alla í einu því að h­ enni er skipt í ­nokkra ­stóra ­reiti. Á h­ verju ári koma héð­an um þrjú hundr­uð þús­und trjá­plönt­ur sem er plant­að á ýms­um stöð­um, eink­um á Hall­orm­stað og aust­an­ lands. Í stöð­inni eru að jafn­aði um ein og hálf millj­ón trjá­plantna á aldr­in­um eins til fjög­urra ára. Rétt er að minn­ast þess þeg­ar horft er yf­ir þess­ar breið­ur af ung­um trjá­plönt­um að þeim er líkt far­ið og ung­um börn­um. Þær eru við­ kvæm­ari fyr­ir hnjaski en full­vax­in tré. Skóg­ar­plönt­ur í upp­eldi nema nú um ­einni og h­ álfri millj­ón á ári. Marg­ar hend­ur þarf því til að p­ lanta ­þessu ­magni á sem skemmst­um tíma þar sem ís­lenska sum­ar­ið er svo stutt.

22 | Æskan og Skógurinn


Jarð­vinnsla Jarð­veg­ur í gróðr­ar­stöð þarf að vera myld­inn, hæfi­lega rak­ur og nokk­uð sand­bor­inn. ­Vinna þarf jarð­veg­inn vel en til þess eru nú not­uð ým­is vél­knú­in jarð­vinnslu­tæki.

Sán­ing Trjá­fræi er ým­ist dreifs­áð eða raðs­áð í beð. Fræ­ið er mis­jafnt að stærð og gæð­um og því er ekki allt­af sáð sama ­magni í hvern fer­metra. Fara verð­ur gæti­lega með það og gæta þess að ­spilla því ekki í með­för­um. Trjá­fræ er dýrt og oft kom­ið lang­an veg. Skóg­rækt rik­is­ins fær m. a. fræ frá Al­aska, Norð­urNor­egi og Rúss­landi svo að nokk­ur h­ elstu lönd­in séu nefnd.

Hirð­ing Fjar­lægja verð­ur allt ill­gresi jafn­óð­um og það vex og ­sporna við sjúk­dóm­um eft­ir ­mætti.

Vökv­un Vatn er nauð­syn­legt öll­um plönt­um svo sem fyrr grein­ir. Því þarf að gæta þess vel að ­hvorki fræ né plönt­ur ­þorni um of í beð­um, því að þá er dauð­inn vís. Hætt­ast er við of­þorn­un þeg­ar sól­far er mik­ið og hlý­indi. Þarf þá stund­um að ­vökva dag­lega.

Dreif­setn­ing Plönt­urn­ar eru að jafn­aði látn­ar ­standa tvö ár í sáð­beði. ­Snemma vors eru þær tekn­ar upp, ­greitt gæti­lega úr rót­um ­þeirra, þeim rað­að í ­kassa og rak­ur mosi lagð­ur yf­ir ræt­urn­ar. En þá er þeim plant­að í beð með fimm til tíu senti­metra milli­bili svo að þær fái nægi­legt vaxt­ar­rými. Í þess­um beð­um ­standa þær í tvö eða þrjú ár en þá eru þær orðn­ar svo stór­ar að þær eru hæf­ar til plönt­un­ar.

Vetr­ar­um­búð­ir Öll þ­ essi störf væru unn­in fyr­ir gýg, ef ekki væri bú­ið um plönt­urn­ar und­ir hinn um­hleyp­inga­sama ís­lenska vet­ur. Er ­þetta gert með því að ­leggja lim yf­ir beð­in og sand og mosa að plönt­un­um svo þær ­sviðni ekki und­an vetr­ar­ storm­um og í vor­kuld­um. Þ ­ etta er þó ekki ein­hlítt því að ­ávallt ferst eitt­hvað af plönt­um, þrátt fyr­ir all­an um­bún­að.

Æskan og Skógurinn |

23


Trjá­teg­und­ir Við sem er­um svo lán­söm að dvelj­ast sól­ríka vor- og sum­ar­daga í skóla­garði og höf­um nú viku­dvöl í Hall­orms­staða­skógi, hljót­um bráð­lega að ­verða fær um að ­veita öðr­um leið­bein­ing­ar. Við get­um strax sagt þeim þ­ etta: ­ irki eða ilm­björk hef­ur mynd­að skóg hér á ­landi ein ­allra trjá­teg­unda. Á B Suð­ur­vest­ur­landi og um Vest­firði er birk­ið víð­ast lág­vax­ið kjarr en svæð­ið frá Vest­fjörð­um að Eyja­firði er skóg­laust með öllu. Í Þing­eyj­ar­sýsl­um eru all­víð­lend­ir birki­skóg­ar og kunn­ast­ur ­þeirra er Vagla­skóg­ur, sem er einn bein­vaxn­asti og feg­ursti birki­skóg­ur lands­ins. Á Aust­ur- og Suð­aust­ur­landi eru Hall­orms­staða­skóg­ur og Bæj­ar­staða­skóg­ur fræg­ast­ir en á Fljóts­dals­hér­aði eru mörg skóg­lendi. Á Suð­ur­landi eru skóg­ar­leif­ar í upp­sveit­um Ár­nes­sýslu; suð­ur af ­Heklu, í Þórs­mörk og Skaft­ár­tungu. ­Birki þarf frjó­an og rak­an jarð­veg ef það á að vaxa vel en það get­ur líka hald­ið lífi við erf­ið­ari að­stæð­ur en flest­ar ís­lensk­ar plönt­ur. Það er ljós­elskt og þol­ir illa að s­ tanda í s­ kugga. S ­ tærstu bjark­ir á Ís­landi eru um 13 metr­ar á hæð. Reyni­við­ur mynd­ar ­hvergi ­skóga en vex hér og hvar inn­an um aðr­ar trjá­ teg­und­ir. Reyn­ir­inn verð­ur allt að tíu metr­ar á hæð. Auk ís­lenska reyn­is­ins eru þess­ar er­lendu reyni­við­ar­teg­und­ir: gráreyn­ir, silf­ur­reyn­ir og selju­reyn­ir. Blæ­ösp hef­ur fund­ist villt á fimm stöð­um hér á ­landi og hef­ur ver­ið rækt­uð nokk­uð í trjá­görð­um. ­Meiri von­ir eru tengd­ar við asp­ar­teg­und þá sem kennd er við Al­aska og flutt var það­an í ­fyrsta sinn hing­að til lands ár­ið 1944. Al­aska­ösp hef­ur nú ver­ið ­reynd víða um land og vax­ið mjög hratt. Að­eins eitt 1­kvæmi af h­ enni hef­ur hing­að til ver­ið flutt til lands­ins en ­reyna þarf ­fleiri því að vor­hret hafa skemmt hana víða um Suð­ur­land. Al­aska­ösp þarf frjó­an og rak­an jarð­veg, gott skjól og gras má ekki vaxa að ­stofni henn­ar ef hún á að ná skjót­um ­vexti. Elri, hvít­elri og rauð­elri svip­ar til birk­is og er af sömu ætt. Það hef­ur að­eins lít­ið eitt ver­ið rækt­að í trjá­görð­um hér á l­ andi og í skóg­in­um á Hall­orms­stað. Elri vex að­al­lega í rök­um og djúp­um jarð­vegi, eink­um með­fram ám og lækj­um. Það er út­breitt um As­íu, Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku og vex þar á norð­læg­um slóð­um. Hið merk­asta við elri er að á rót­um þess lifa svepp­ir sem ­vinna köfn­un­ ar­efni úr loft­inu. Álm­ur, ætt­að­ur úr Norð­ur-Nor­egi, hef­ur ­reynst vel hér á l­andi. Hann er frem­ur bráð­þroska í frjó­um jarð­vegi og er frem­ur storm­þol­inn. Álm­ur hef­ur ver­ið not­að­ur í skjól­belti með góð­um ár­angri.   Kvæmi er notað sem þýðing á erlenda orðinu proveniens sem merkir uppruni.

1

24 | Æskan og Skógurinn


Hlyn­ur er fal­legt tré með s­ tóra, fag­ur­lag­aða ­krónu. Hann er rækt­að­ur sem garð­tré á nokkr­um stöð­um hér á ­landi. Hlyn­ur vex um Evr­ópu sunn­an- og vest­an­verða og á Bret­lands­eyj­um. Enn ­mætti ­nefna ým­is lauf­tré og marg­ar víði­teg­und­ir er vaxa í Hall­orms­ staða­skógi og einn­ig skraut­runn­ar sem ­henta ís­lensk­um stað­hátt­um og not­að­ir eru í skrúð­garða. En ­þetta verð­ur að ­nægja. ­Lengi er ver­ið að fara um skóg­inn, þótt að­eins lauf­trén séu skoð­uð. Nú líð­ur að ­kvöldi og við verð­um að ­halda heim á leið. Við Kerl­ing­ará er num­ið stað­ar hjá björk nokk­urri sem nú er orð­in göm­ul og fey­skin. Sag­an seg­ir að ein­hverju ­sinni hafi Páll Ól­afs­son skáld mælt ­þessi orð til henn­ar er hann fór þar um veg: Gott átt þú, h­ rísla’ á græn­um bala, glöð­um að ­hlýða læ­kjarn­ið. Árla ­næsta morg­uns, áð­ur en ­vinna hefst, byrj­um við að ­skoða barr­trén og fræð­ast um líf ­þeirra. Við för­um inn í Gutt­orms­lund sem er vís­ir að ­fyrsta barr­ skógi á Ís­landi og þar seg­ir skóg­ar­vörð­ur­inn okk­ur frá lerk­inu og rækt­un þess. Hér sann­ast, að sjón er sögu rík­ari. Síb­er­ískt ­lerki hef­ur ver­ið rækt­að á nokkr­um stöð­um um all­langt ­skeið og er því ­meiri ­reynsla feng­in um vöxt þess við ís­lensk­ar að­stæð­ur en ­flestra ann­arra barr­trjáa. Ler­kið er ljós­elskt tré og er mjög hrað­vaxta i æsku. Það vex í alls kon­ar jarð­vegi en nær best­um ­þroska í ­frjórri jörð eins og flest önn­ur tré. ­Lerki er kjör­við­ur og er not­að­ur í vönd­uð hús, báta og bryggj­ur. Bænd­ur hafa sóst mjög eft­ir lerki­staur­um úr Hall­orms­staða­skógi í girð­ing­ar af því að slík­ir staur­ar taka öðr­um fram að gæð­um. Rauða­við­ur­inn sem svo var nefnd­ur á reka­fjör­um áð­ur fyrr, var l­erki. Næst er ferð­inni heit­ið að Jök­ul­læk til að ­skoða rauð­greni­tré. ­Þessi tré eru mjög fög­ur og hafa náð ágæt­um ­þroska. H ­ æstu tré eru yf­ir 13 m á hæð. Rauð­greni vex um Norð­ur-Evr­ópu. Um alda­mót var far­ið að p­ lanta því í Troms­fylki í Nor­egi, jafn­vel á stöð­um sem eru fimm hundr­uð kíló­metr­um norð­ar en Ís­land og þar eru nú grósku­mikl­ir rauð­greni­skóg­ar. Rauð­greni hef­ur náð góð­um ­vexti víða um land en því verð­ur að v ­ elja skjól­ríka ­staði, helst í h­ alla og það ger­ir mikl­ar kröf­ur til jarð­vegs, eink­um að hann sé vel rak­ur. Ár­lega er flutt til Ís­lands tölu­vert af ­dönsku rauð­greni sem not­uð eru í jóla­tré. Ekki munu líða mörg ár þar til Ís­lend­ing­ar fá nóg af jóla­trjám úr ís­lensk­um barr­skóg­um. Það sá­um við hér á Hall­orms­stað. Nú er snú­ið við og num­ið stað­ar á Atla­vík­ur­stekk þar sem ýms­ar er­lend­ar trjá­teg­und­ir vaxa.

Æskan og Skógurinn |

25


Hér stend­ur nú um tutt­ugu ára hvít­greni sem dafn­að hef­ur all­sæmi­lega. Heim­kynni hvít­gren­is er Norð­ur-Am­er­íka. Frá Atla­vík­ur­stekk er hald­ið út í Mörk sem er kunn­asti stað­ur­inn í Hall­ orms­staðaa­skógi. Þar er gróðr­ar­stöð­in, þar voru ­fyrstu til­raun­irn­ar gerð­ar með rækt­un er­lendra barr­trjáa og s­ tanda þar mörg fög­ur og há­vax­in tré frá þeim tíma. Blá­greni er sú teg­und barr­trjáa sem e­ inna fyrst var gróð­ur­sett á Ís­landi. Í Mörk­inni á Hall­orms­stað s­ tanda nokk­ur tré sem eru yf­ir hálfr­ar ald­ar göm­ul. Þau hafa vax­ið vel og lofa góðu um rækt­un blá­gren­is á Ís­landi. Blá­greni hef­ur ver­ið gróð­ur­sett á nokkr­um stöð­um hin síð­ari ár, m.a. hafa nokkr­ar þús­und­ir p­ lantna vax­ið upp af fræi blá­greni­trjánna í Mörk­inni. Blá­greni er upp­runn­ið í Kletta­fjöll­um Norð­ur-Am­er­íku. Lýs­is­hóll nefn­ist ­svæði ut­ar­lega í skóg­in­um og ­þarna eig­um við að ­byrja að p­ lanta. Hér fer sam­an mik­il g­ róska, fag­urt út­sýni og f­ jöldi er­lendra trjá­teg­ unda sem fróð­legt er að kynn­ast. Við nem­um stað­ar hjá sitka­greni fyr­ir neð­an Fálka­klett og hlust­um á út­skýr­ing­ar ­þeirra sem vita m ­ eira en við. Sitka­greni er bráð­þroska trjá­teg­und og þrífst best í lofts­lagi þar sem úr­ koma og loft­raki er mik­ill. Það er út­breitt um vest­ur­strönd Norð­ur-Am­er­íku, allt norð­ur í Al­aska en það vex sjald­an meir en hundr­að kíló­metra frá sjó. Af þ­ essu sést að sitka­greni þol­ir vel sjáv­ar­seltu og raka og ætti því að vera hent­ug trjá­teg­und fyr­ir ey­land þar sem veð­ur­skil­yrði eru ­áþekk og í Al­aska. Sitka­greni hef­ur ver­ið gróð­ur­sett í til­rauna­skyni á Hall­orms­stað en þar er of þurr­viðra­samt fyr­ir það. Auk fyrr­greindra trjá­teg­unda vaxa svart­greni og brodd­greni í Hall­orms­ staða­skógi. Þá vaxa hér einn­ig nokkr­ar teg­und­ir af þin: Síb­er­íu­þin­ur, bal­sam­ þin­ur, hvít­þin­ur og fjalla­þin­ur en hann er væn­leg­ast­ur til rækt­un­ar hér á ­landi af þess­um teg­und­um. Fjalla­þin­ur er hið feg­ursta garð­tré og vin­sælt jóla­tré. Loks er skylt að ­nefna mar­þöll og fjalla­þöll en lít­il ­reynsla er enn feng­in um ­þroska þ­ eirra við ís­lenska stað­hætti. Út­sýni er fag­urt af Lýs­is­hól. Í ­björtu ­veðri ber Snæ­fell við loft yf­ir sunn­an­ verðu Lag­ar­fljóti. Fljót­ið býr yf­ir sér­stæð­um töfr­um á ­kyrru ­kvöldi síð­sum­ars í þann mund er b­ regða tek­ur ­birtu. En þó verð­ur að h­ alda heim. Stað­næmst er við Vín­læk, dá­litla lind í Gatna­ skógi. Þar nema all­ir stað­ar sem leið eiga um skóg­inn. Skóg­ar­vörð­ur­inn fer með okk­ur nið­ur í Mörk, áð­ur en við byrj­um að ­vinna ­næsta dag og sýn­ir okk­ur ýms­ar furu­teg­und­ir. Skóg­arf­ur­an er með e­ lstu barr­trjám h­ eims. Hún vex um alla Norð­ur­álfu allt frá Suð­ur-Evr­ópu til n­ yrsta hér­aða Nor­egs og aust­ur að Kyrra­hafi. Skóg­arf­ur­an hef­ur ver­ið gróð­ur­sett í Hall­orms­staða­skógi og fræ feng­ið frá ýms­um stöð­um í Nor­egi og Sví­þjóð. Hún er með nægju­söm­ustu trjám en

26 | Æskan og Skógurinn


samt sem áð­ur hef­ur rækt­un henn­ar á Ís­landi geng­ið mis­jafn­lega. Or­sök­in er sú að skjald­lús sæk­ir á hana og geng­ur oft svo ­nærri ­henni að ung­ar plönt­ur ­deyja. Aðr­ar eru að vesl­ast upp í mörg ár. Ör­fá­ar ­standa þó af sér lús­ina og sum­ar ná sér aft­ur eft­ir lang­an tíma. ­Elstu skóg­arf­ur­urn­ar á Hall­orms­stað voru gróðu­sett­ar um 1909 og eru nokkr­ar ­þeirra orðn­ar að fal­leg­um trjám. Fjalla­fur­an er oft­ast marg­stofna ­runni, sem get­ur orð­ið allt að því fimm ­metra hár. Dan­ir h­ öfðu rækt­að fjalla­furu á ­jósku heið­un­um í tugi ára áð­ur en skóg­rækt hófst á Ís­landi. Þess ­vegna var hún flutt hing­að til lands, jafn­skjótt og byrj­að var á skóg­rækt hér. Fjalla­fura er enn­þá nægju­sam­ari en skóg­arf­ura og þar sem hún vex bæt­ir hún jarð­veg­inn og eyk­ur frjó­semi hans. Stund­um ber hún hér full­þroska fræ og hef­ur sáð sér út af sjálfs­dáð­un. Heim­kynni fjall­afu­runn­ar eru í Alpa­fjöll­um. Berg­fura er ná­skyld fjalla­furu en sá er mun­ur á þeim að berg­fur­an vex upp af ein­um ­stofni og verð­ur alt að því tíu ­metra hátt tré. Hún bæt­ir jarð­ veg­inn á sama hátt og fjalla­fur­an.Berg­fura vex hátt yf­ir sjó í Alpa­fjöll­um og Pýr­en­ea­fjöll­um. Brodd­fura er há­fjalla­tré og er mjög sein­þroska. Hún verð­ur aldr­ei stór­vax­in frem­ur en berg­fur­an, er jafn­vel enn­þá harð­gerð­ari og á Hall­orms­stað hef­ur hún bor­ið þrosk­að fræ á h­ verju ári í meir en ára­tug. Brodd­furu var sáð í Mörk­ ina á ár­un­um 1903–1906 og eru þar nú nokkr­ir tug­ir ­trjáa frá þess­um ár­um. Stafa­fura var ekki gróð­ur­sett á Hall­orms­stað fyrr en 1940. Þá voru fá­ein­ar plönt­ur sett­ar nið­ur á Atla­vík­ur­stekk. En á síð­ari ár­um hef­ur hún ver­ið sett víða um land og dafn­ar yf­ir­leitt vel. Hún er harð­ger, hrað­vaxta og hef­ur bor­ið hér þrosk­að fræ. Lindi­fura vex í fjöll­um Mið-Evr­ópu og aust­ur um alla As­íu. Til henn­ar var sáð á Hall­orms­stað og víð­ar á ár­un­um 1903–1906. Í Mörk­inni ­standa nú um hundr­að lindi­fur­ur á víð og ­dreif og hafa sum­ar ­þeirra náð ágæt­um ­þroska. Lindi­fur­an er eitt hið feg­ursta tré með l­ öngu og ­mjúku ­barri og ­standa fimm nál­ar ­ávallt sam­an í ­knippi. Við höf­um nú skoð­að ­helstu út­lendu trjá­teg­und­irn­ar á Hall­orms­stað og vinn­an verð­ur æ skemmti­legri. Skóg­ur­inn er ­heill æv­in­týra­heim­ur og við hlökk­um til hvers dags því að allt­af ger­ist eitt­hvað nýtt. Við hætt­um ­vinnu í ­þetta sinn, setj­umst í hvirf­ingu og tök­um lag­ið. Ljóð Lax­ness um skóg­inn varð fyr­ir val­inu í þ­ etta s­ kipti: Blá­fjólu má í birki­skógi líta. Bless­að sé norð­ur­hve­lið, sem mig ól! Hall­orm­ur, má þá ei til ein­hvers nýta þinn unga vin á nýj­um spari­kjól, . . .

Æskan og Skógurinn |

27


28 | ร skan og Skรณgurinn


JARЭVEG­UR OG ­GRÓSKA Skóg­ur­inn er töfra­heim­ur sem marg­ir láta sér n ­ ægja að hríf­ast af en f­ærri hafa kynnt sér. Við skul­um enn ­ganga út í skóg, v­ irða fyr­ir okk­ur blóm og grös, fræð­ast um líf þ­ eirra og sam­búð ­þeirra við skóg­inn. Frjó­mold­in er ein ­mesta auð­lind hvers lands. Hún er kvik af lífi. Þar eru heim­ar ótal teg­unda af smá­dýr­um, gerl­um og svepp­um. Þess­ar líf­ver­ur ­breyta leif­um ­plantna og dýra í nær­ingu ­handa nýj­um ­gróðri og ­stuðla að auk­inni frjó­semi. Þar sem ­hlýju og skjóls nýt­ur, búa þess­ar líf­ver­ur við b­ etri lífsk­il­yrði en á ber­angri og því ­eykst frjó­sem­in á slík­um stöð­um. Ef til vill er b ­ rýnna fyr­ir Ís­lend­inga en n ­ okkra aðra þjóð sem fæst við skóg­rækt að gera sér g­ rein fyr­ir þ­ essu því að land­ið ligg­ur langt í norð­ur­vegi og má h­ eita skóg­laust eins og nú er kom­ið. En þeg­ar skóg­arn­ir ­hurfu, þvarr skjól­ið sem þeir v­ eittu og jafn­framt minnk­aði frjó­semi lands­ins og gróð­ur­ breyt­ing­ar f­ ylgdu í kjöl­far­ið. Við þurf­um að hafa þ­ etta í huga og v­ elja um sinn til skóg­rækt­ar þá s­ taði, ­svæði eða hér­uð sem hag­stæð­ust eru fyr­ir trjá­gróð­ur. Slík­ir stað­ir eru marg­ir eins og reynsl­an hef­ur þeg­ar sann­að. Við skul­um d ­ repa á nokk­uð at­riði sem m ­ iklu máli s­ kipta þeg­ar land er val­ið til skóg­rækt­ar: Tré vaxa yf­ir­leitt bet­ur í h­ alla en á flat­lendi. Þar seytl­ar súr­efn­is­ríkt jarð­vatn í sí­fellu um ­efstu lög jarð­vegs­ins, flýt­ir fyr­ir rotn­un jurta­leifa og þar verð­ur jarð­veg­ur frjór og gljúp­ur. Trén ­þurfa skjól fyr­ir þurr­ustu vind­átt­inni. Helst ætti að ­velja trjá­lund­um stað í ­halla mót suð­vestri þar sem stað­hætt­ir ­leyfa. Und­ir hömr­um er skjól og berg­ið varp­ar frá sér hita, jafn­vel eft­ir sól­set­ur. Auð­veld­ast er að átta sig á gæð­um jarð­vegs með því að at­huga gróð­ur­ hverf­in. Í skógi­vöxn­um lönd­um eru hæð og ald­ur t­ rjáa not­uð til að dæma um g­ rósku skóg­rækt­ar­svæða. Síð­an er vaxt­ar­stöð­um skip­að í grósku­flokka. Hér á ­landi er ­þessu á ann­an veg far­ið, þar sem við eig­um að­eins birki­

Æskan og Skógurinn |

29


skóga sem sætt hafa mis­jafnri með­ferð um lang­an ald­ur. En samt get­um við haft hlið­sjón af þ ­ essu. Hall­orms­staða­skógi hef­ur ný­lega ver­ið skipt í þrjá grósku­flokka og gróð­ur­hverf­in síð­an flokk­uð eft­ir ­þeirri skipt­ingu. ­Þetta hef­ur auð­veld­að stað­ar­val fyr­ir ýms­ar er­lend­ar trjá­teg­und­ir og gef­ið þar með von um ­betri og ár­viss­ari vöxt. Í ­fyrsta og b­ esta grósku­flokkn­um vaxa elft­ing­ar, reyr­gresi og ýms­ar blóm­ plönt­ur. Í slík gróð­ur­hverfi er greni­teg­und­um, þin og lauf­trjám plant­að. Í öðr­um ­flokki vex lín­gresi, bugðu­punkt­ur ­ásamt blá­berja- og hrúta­berja­lyngi. Þar er að­al­lega plant­að ­lerki. ­Kræki- og sortu­lyng lend­ir svo í ­þriðja og la­ kasta grósku­flokkn­um. Furu­teg­und­un­um er val­inn ­þessi flokk­ur, enda fá þær feg­urst­an vöxt í ­ófrjórri jörð. Á ber­svæði, þar sem land er b­ eitt um lang­an tíma, ­hverfa flest­ar blóm­ plönt­ur. All­erf­itt er því að dæma um ­grósku slíks lands. En eft­ir nokk­urra ára frið­un ­skjóta blóm­plönt­urn­ar upp koll­in­um á nýj­an leik. Allr kann­ast við ­þetta úr lauf­skóga­girð­ing­um víðs veg­ar um land. Blá­gresi, brenni­sól­ey, brönu­grös, fjall­dala­fíf­ill, mar­íu­stakk­ur og um­feðm­ing­ur vaxa t. d. að­eins í ­frjórri mold. Þar sem raki er mik­ill vaxa geit­hvönn og mjað­urt. Gróð­ur­hverfi, þar sem mest ber á heil­grös­um, reyr­gresi og elft­ing­um er yf­ir­leitt gott skóg­rækt­ar­land. ­Kræki- og sortu­lyng, svo og ýms­ar blóm­plönt­ur, svo sem holta­sól­ey, blóð­berg, geld­inga­hnapp­ur, gulm­aðra, lamba­gras og hol­urt vaxa helst í frjóefna­snauðu ­landi. Í tirj­óttu og ­þurru mó­lendi ber oft mest á þursa­skeggi og móa­sefi, en var­huga­vert er að taka slíkt land til skóg­rækt­ar nema ­bylta því fyrst og bera í það líf­ræn­an ­áburð. Mýr­lendi þar sem ýms­ar star­ir vaxa, get­ur loks orð­ið ­ágætt til skóg­rækt­ar ef það er hæfi­lega þurrk­að. Þar bíða m ­ ikli verk­efni. Í mörg­um skóg­rækt­ar­girð­ing­um eru leir­flög, mel­ar og rofa­börð. Í slíkt land má ekki gróð­ur­setja tré nema ­rækta jafn­hliða ann­an gróð­ur, til dæm­is lú­pín­ur.

Plönt­un Fátt virð­ist ein­fald­ara en ­setja nið­ur trjá­plönt­ur. En ­þetta verk verð­ur að ­leysa af ­hendi af ná­kvæmni og ­fyllstu al­úð. Ann­ars er allt unn­ið fyr­ir gýg. Oft heyr­ist því ­fleygt að trjá­plönt­um sé víða hol­að nið­ur í ­flaustri og þar við lát­ið ­sitja. Sann­ar­lega má ekki ­kasta til þess hönd­um að ­planta trjám. Sak­ir hroð­virkni hafa marg­ar plönt­ur far­ið for­görð­um, marg­falt ­fleiri en þær sem d­ eyja af öðr­ um or­sök­um, t. d. í þ­ urrki, ­frosti og ­illri með­ferð í upp­töku eða við flutn­ing.

30 | Æskan og Skógurinn


Hve­nær á að p ­ lanta? Plönt­un get­ur haf­ist þeg­ar s­ njóa leys­ir á vor­in og jafn­vel áð­ur en frost er úr ­jörðu. Þá er jarðra­kinn mest­ur. ­Halda má verk­inu ­áfram til miðs júní þeg­ar tíð er vætu­söm. En þá er viss­ara að h­ ætta plönt­un­inni í bili. ­Mesta hita­tíma­bil sum­ars­ins er þá fram­und­an og jarð­veg­ur­inn far­inn að ­þorna. Í byrj­un ág­úst má venju­lega hefj­ast ­handa á nýj­an leik en ­hætta aft­ur í lok þess mán­að­ar. Þó má ­halda ­áfram n­ okkru leng­ur ef gróð­ur­sett er inni í ­skógi eða kjarr­lendi.

Stað­ar­val Eng­inn ­skyldi ­hefja trjá­plönt­un fyrr en ­hverri teg­und hef­ur ver­ið val­inn stað­ur og reikn­að út hve mik­ið land fer und­ir vænt­an­lega plönt­un. ­Þetta þarf að gera áð­ur en plönt­urn­ar eru pant­að­ar svo tryggt sé að hver teg­und fái jarð­veg við sitt hæfi. Flokk­un á ­landi eins og sagt er frá í kafl­an­um um jarð­veg og ­grósku kem­ur í veg fyr­ir að menn p­ anti óhent­ug­ar tráteg­und­ir.

Út­veg­un ­plantna Þá kem­ur að því að út­vega plönt­ur en þær verð­ur að p ­ anta tím­an­lega frá ­næstu gróðr­ar­stöð. Ef gróð­ur­setja á ­greni mega plönt­urn­ar ekki vera ­yngri en fjög­urra ára. Stærð og ald­ur plantn­anna verð­ur þó æt­íð að miða við vaxt­ar­ skil­yrði á staðn­um. Þar sem gras­vöxt­ur er mik­ill skal ein­göngu p­ lanta stór­um og þroska­mikl­um plönt­um. Ekki sak­ar að ­skýra frá plönt­un­ar­stað, ­ástandi girð­ing­ar, land­stærð og land­gæð­um um leið og plönt­urn­ar eru pant­að­ar svo að skóg­ar­verð­ir eigi auð­veld­ara með að átta sig á verk­inu og gefa leið­bein­ing­ar.

Vinnu­til­hög­un Alla v­ innu verð­ur að skipu­leggja mjög vel áð­ur en plönt­urn­ar koma á áfanga­ stað. Verk­færi ­þurfa að vera næg og góð og út­vega þarf eft­ir­far­andi ­áhöld í tæka tíð: bjúg­skófl­ur, haka, stungu­skóflu, þjal­ir, trjá­klipp­ur, beitt­an hníf, plöntu­poka, snúr­ur og hæla eða merkj­af­lögg. Allt á að vera kom­ið á stað­inn áð­ur en plönt­urn­ar koma svo að verk­ið geti haf­ist án taf­ar. Þeg­ar plönt­ur koma á áfanga­stað s­ kulu þær strax leyst­ar úr um­búð­un­um, greidd­ar var­lega í sund­ur og síð­an sett­ar í rás­ir. Rás­irn­ar ­skulu vera á skugg­sæl­um og skjól­góð­um stað. Þann­ig má ­geyma plönt­ur í n­ okkra daga. Ef sól­far er mik­ið er nauð­syn­legt að b­ reiða yf­ir þær en forð­ast skal að ­vökva þær um of.

Æskan og Skógurinn |

31


Verk­færi Hér á ­landi eru eink­um not­uð tvenns kon­ar verk­færi við plönt­un. 1. Bjúg­skófla. Hún er að­al­lega not­uð þar sem jarð­veg­ur er ekki grýtt­ur. Fljót­legt er að ­planta með ­þessu verk­færi og get­ur van­ur mað­ur sett nið­ur sjö til átta hundr­uð plönt­ur með því á ein­um degi í góðu l­andi. 2. Plöntu­haki. Hann er not­að­ur þar sem land er grýtt. ­Nokkru sein­legra og erf­ið­ara er að p­ lanta með haka en bjúg­skóflu.

Hvern­ig á að p ­ lanta? Trjá­plönt­ur eru sett­ar nið­ur á mis­mun­andi hátt.en eitt verð­ur ­ávallt að hafa hug­fast þeg­ar ­planta er hand­leik­in: Hún er lif­andi! Hér á l­andi er mest­allt trjá­fræ inn­flutt og kostn­að­ur við plöntu­upp­eldi mik­ill. Þess ­vegna er hver p­ lanta mik­ils ­virði. Því er brýn nauð­syn að sá sem plant­ar minn­ist þess á­ vallt að án vand­virkni hans er einsk­is ár­ang­urs að ­vænta. Þess­ar að­ferð­ir eru al­geng­ast­ar við plönt­un:

1. Plant­að við lóð­rétt­an holu­vegg a) Bjúg­skófla Hola er stung­in eins og með venju­legri ­skóflu. Bjúg­skófla er þann­ig gerð að stinga þarf að­eins á tvo gagn­stæða vegu þann­ig að mold­ar­ hnaus ligg­ur laus á skófl­unni í s­ einni s­ tungu. Þess verð­ur um­fram allt að gæta að ann­ar vegg­ur hol­unn­ar sé lóð­rétt­ur. Plant­an er sett nið­ur í hol­una, lögð að lóð­rétta veggn­um og ­greitt úr rót­um henn­ar. Síð­an er hnaus­un­um ýtt af of­an í hol­una þann­ig að hann ­falli í ­fyrri skorð­ur og loks er stig­ið á hann með öðr­um fæti svo að plant­an ­sitji vel föst. Komi það fyr­ir að ræt­ur ­plantna séu lang­ar svo að þær böggl­ist í ­botni hol­unn­ar, verð­ur að rót­stýfa með beitt­um hníf eða trjá­klipp­um. b) Haki Þeg­ar haki er not­að­ur við plönt­un er gras­rót­in höggv­in af 20x20 senti­metra ­fleti og hola gerð með þann­ig að einn vegg­ur henn­ar ­verði lóð­ rétt­ur, mold­inni rót­að upp úr hol­unni með haka­blað­inu og mul­in, ef með þarf. ­Þessi plönt­un er að því l­ eyti frá­brugð­in ­hinni ­fyrri að ­besta gróð­ur­mold­in er nú sett næst rót­um plönt­unn­ar, gras­rót fjar­lægð og áburð­ar­gjöf því auð­veld­ari. Sjálf­sagt er að p­ lanta með haka þar sem land er grýtt eða gras­vöxt­ur mik­ill. Eft­ir plönt­un ­skulu ­greni og furu­teg­und­ir ­standa jafn­djúpt og þær ­stóðu í græði­reit en ­lerki og lauf­trjám nema b­ irki, ­reyni og elri skal ­planta ­nokkru ­dýpra.

32 | Æskan og Skógurinn


2. Plant­að með út­flattri rót Greni­teg­und­um er stund­um plant­að á þenn­an hátt og er þá haki not­að­ur. Gras­ rót­in er höggv­in af eins og get­ið er um hér að fram­an. Síð­an er jarð­veg­ur los­að­ur nið­ur í sjö senti­metra dýpt og hon­um rót­að upp úr flag­inu með hak­an­um, Þá er plant­an tek­in, sett of­an í jarðs­ár­ið og ­greitt úr rót­um henn­ar til ­allra ­hliða. ­Besta gróð­ur­mold­in er lögð á hvolf kring­um plönt­una. Ef þjapp­að er hæfi­ lega að plönt­unni með öðr­um fæti á hún að hafa nægi­lega ­festu í mold­inni.

3. Garð­plönt­un All­djúp hola er þá graf­in með venju­legri stungu­skóflu, líf­rænn áburð­ur sett­ur í botn hol­unn­ar og hon­um bland­að sam­an við jarð­veg. Þá er plant­an tek­in og ­henni hald­ið í m ­ iðri holu á með­an ­greitt er úr rót­um og hol­an fyllt emð mold. Að lok­um þarf að ­stíga þétt­ings­fast í kring­um plönt­una svo að hún ­sitji föst. Á þenn­an hátt eru stór­ar plönt­ur yf­ir­leitt sett­ar nið­ur. Við höf­um nú rifj­að upp ým­is­legt sem okk­ur er kennt um plönt­un en við höf­um ekki enn minnst á hvern­ig ­vinna okk­ar í skóg­in­um fer fram. Við byrj­um á því að taka ­nokkra tugi trjá­plantna úr beð­inu sem þær hafa vax­ið í, setj­um þær í ­kassa eða plönt­ust­amp og för­um með þær út í Lýs­is­hól. Þar eru plönt­urn­ar sett­ar nið­ur eins og fyrr seg­ir. Ráð­staf­an­ir eru gerð­ar til þess að ræt­ur plantn­anna ­þorni ekki, h­ vorki í upp­töku né við plönt­un og strangt eft­ir­lit haft með því. Fyrst í stað er ætl­ast til að ­tveir ­vinni sam­an og ­setji nið­ ur og g­ angi frá ­einni ­plöntu á mín­útu. En af­köst­in vaxa með auk­inni ­leikni. Okk­ur er skipt í fimm ­manna hópi og gert ráð fyr­ir að hver hóp­ur ­setji nið­ ur til jafn­að­ar átta­tíu plönt­ur á klukku­stund. Einn úr fimm ­manna flokkn­um er verk­stjóri sem fylg­ist með því á­ samt kenn­ar­an­um, að vand­lega sé plant­að. Við vinn­um þá af k­ appi í tutt­ugu mín­út­ur en síð­an er hvíld í tíu mín­út­ur. Sá tími er not­að­ur til að f­ ræða okk­ur um skóg­rækt en stund­um njót­um við einn­ig hvíld­ar­inn­ar eins og okk­ur best lyst­ir. Vinn­um síð­an enn í tutt­ugu mín­út­ur og aft­ur er tíu mín­útna hvíld. Þann­ig koll af k­ olli. Hér hafa snúr­ur ver­ið strengd­ar og ætl­ast er til að plant­að sé með­fram þeim svo að bil m ­ illi plönt­ur­aða sé jafnt. Þá er l­erki og g­ reni sett í plöntu­pok­ana og vinn­an hefst skipu­lega. Plant­að er í ­brekku og við byrj­um neðst.Þeg­ar lok­ið er við að p­ lanta með ­hverri ­snúru er hún færð til. Bil ­milli þ ­ eirra er haft um 1,50 m og á ­milli plantn­anna er haft svip­að bil. Þó verð­ur að gæta þess að ­velja ­bestu stað­ina fyr­ir plönt­urn­ar þótt gert sé ráð fyr­ir ­þessu milli­bili og ­planta ­hvorki á þúfna­ kolla né í dæld­ir m ­ illi ­þúfna, þar sem h­ ætta er á að vatn safn­ist fyr­ir. Ekki má held­ur ­setja í flög eða mel­fláka. Ung­ling­arn­ir p ­ lanta af k ­ rafti og stinga fyrst fyr­ir með bjúg­skóflu eða

Æskan og Skógurinn |

33


haka. Þeir gæta þess að taka plönt­urn­ar ekki úr pok­un­um fyrr en hol­an er full­gerð. Ann­ars ­þorna ræt­urn­ar. Þeir var­ast einn­ig að sól­in nái nokk­uð að ­skína á ræt­urn­ar. Í f­ yrstu eru þeim mis­lagð­ar hend­ur en æf­ast fljótt. Sum­ir eiga erf­itt með að ­festa plönt­urn­ar nægi­lega, nokkr­ir ­böggla ræt­urn­ar og aðr­ir ­setja plönt­una of djúpt.En það verð­ur hverj­um að list sem hann leik­ur. Þann­ig líð­ur dag­ur­inn og brátt er vel unnu dags­verki lok­ið. Við göng­um frá plönt­um og áhöld­um og hver hreins­ar mold af sínu verk­færi. Við höfð­um nú plant­að nokkr­um þús­und­um t­ rjáa í skóg­inn. Eft­ir tutt­ugu ár get­um við von­andi sagt eins og Steph­an G. Steph­ans­son í kvæð­inu Í Nýja­skógi: Nú ­prýða sig hæð­irn­ar tví­tug­um trjám. – Í tirj­un­um ­grúfðu þær sviðn­ar og auð­ar er ­kynni vor hóf­ust, frá ­kolli o´n að tám með kvik­una bera og vor­gróð­ur-snauð­ar. ­Þetta er­indi á þó enn bet­ur við þeg­ar við för­um að ­planta í skóg­laust land.

34 | Æskan og Skógurinn


TIL MINN­IS 1. Far­ið gæti­lega með ræt­ur plantn­anna og lát­ið þær ­hvorki ­þorna né sól ­skína á þær. 2. Geym­ið aldr­ei plönt­ur í um­búð­um dæg­ur­langt, ­hvorki ut­an­húss né inn­an. 3. Hell­ið aldr­ei v­ atni á ræt­ur trjá­plantna og dýf­ið þeim því síð­ur nið­ur í vatn. 4. Kynn­ið ykk­ur ná­kvæm­lega hve djúpt á að s­ etja ­hverja trjá­teg­und. 5. Greið­ið vel úr rót­um plantn­anna og sker­ið held­ur af þeim ­lengstu með beitt­um hníf en að láta þær böggl­ast í hol­unni. 6. Lát­ið æt­íð ­bestu gróð­ur­mold­ina ­falla næst rót­un­um við plönt­un. 7. Far­ið gæti­lega með ­áburð og lát­ið til­bú­inn ­áburð aldr­ei ­snerta ræt­urn­ar. 8. Skilj­ið aldr­ei eft­ir ­djúpa laut við plönt­una að plönt­un lok­inni. 9. Forð­ist að p­ lanta í þurra­næð­ingi eða breyskju­hita. 10. Fylg­ist vel með ­vexti plantn­anna ­fyrstu ár­in eft­ir plönt­un og setj­ið nýj­ar plönt­ur í stað ­þeirra sem d­ eyja.

Æskan og Skógurinn |

35


36 | ร skan og Skรณgurinn


GIRЭING­AR Einn dag­inn hætt­um við ­vinnu fyrr en endra­nær. Úti við Haf­ursá eru menn að lag­færa skóg­rækt­ar­girð­ing­una og end­ur­nýja nokk­urn ­hluta henn­ar. Við skul­um ­skreppa þang­að. Það á að sýna okk­ur hvern­ig verk­ið er unn­ið og hvern­ig svona girð­ing­ar eigi að vera. Við eig­um sem sé að kynn­ast f­ lestu sem lýt­ur að skóg­rækt. Girð­ing­ar skal v­ anda vel því að þær eiga að s­ tanda l­ engi. Fyrst þarf að ­velja ­besta girð­ing­ar­stæð­ið, því næst út­vega gott efni og í ­þriðja lagi ­setja nið­ur ­trausta horn­staura og mátt­ar­stólpa á rétt­um stöð­um. Þá er net og gadda­vír strengt á ­þessa ­staura en ­grennri staur­ar rekn­ir nið­ur á eft­ir og girð­ing­in einn­ig ­reist á þá. Skóg­rækt­ar­girð­ing­ar eru rúm­ur ­metri á hæð, sjald­an yf­ir hundr­að metr­ar ­milli mátt­ar­stólpa og tíu metr­ar á m ­ illi venju­legra ­staura. En á ­milli ­þeirra eru negld­ar tvær rengl­ur á girð­ing­una til að ­treysta hana. G ­ anga þarf sér­stak­lega vel frá hlið-, mátt­ar- og horn­stólp­um. Jarð­ýt­ur eru stund­um not­að­ar til að ­jafna girð­ing­ar­stæði svo að auð­veld­ara sé að ­beita vél­knún­um tækj­um við verk­ið og l­étta flutn­inga efn­is. Ekki þarf að ­hlaða und­ir slík­ar girð­ing­ar. Okk­ur þ­ ótti gam­an að sjá vinnu­brögð girð­ing­ar­mann­anna við Haf­ursá því að svona ­vinnu höfð­um við ekki áð­ur séð. En hitt þ­ ótti okk­ur merki­legt að ­þarna voru ein­göngu not­að­ir lerki­staur­ar úr Hall­orms­staða­skógi. Við höfð­um ein­mitt ver­ið að ­planta l­erki og okk­ur fannst það öðl­ast ­meira g­ ildi við þ­ essa sjón. Hvað gæti þjóð­in spar­að mik­ið ef hún rækt­aði nóg­an efni­við í girð­inga­ staura í land­inu s­ jálfu, og hvað gætu marg­ir ung­ling­ar feng­ið sum­ar­vinnu við ­þessa rækt­un? Samt er hið mik­il­væg­asta enn ótal­ið. Við hugs­uð­um til ­allra ­litlu plantn­ anna í skóg­in­um. Þær ­myndu flest­ar tor­tím­ast og aldr­ei ­verða að trjám ef land­ið væri ­ógirt.

Við biðj­um því alla að taka hönd­um sam­an og muna: að loka allt­af ­hliði á eft­ir okk­ur að ­klifra ekki að ó­ þörfu yf­ir girð­ing­ar að ­klippa aldr­ei sund­ur girð­ing­ar til þess að kom­ast leið­ar okk­ar með far­ar­tæki.

Æskan og Skógurinn |

37


38 | ร skan og Skรณgurinn


SKÓG­RÆKT Áð­ur en við för­um frá Hall­orms­stað, skul­um við ­biðja skóg­ar­vörð­inn að koma með okk­ur út að Orms­stöð­um. Þar er margt merki­legt að sjá: Hér er s­ væði sem ný­lega hef­ur ver­ið ræst fram og hér er nýtt að læra um skóg­inn og rækt­un hans. En svo oft er­um við bú­in að n­ efna skóg­rækt að orð­ið er far­ið að s­ kýra sig sjálft. Við er­um hætt að ­hugsa um hvað í því felst. Og því leggj­um við ­þessa spurn­ingu fyr­ir skóg­ar­vörð­inn að leið­ar­lok­um: “Hvað merk­ir orð­ið í raun og veru? ­Hverju eig­um við að ­svara ef við er­um spurð?” Skóg­rækt merk­ir rækt­un ­skóga í þeim til­gangi að afla við­ar. Er þá ým­ist átt við rækt­un ­eldri ­skóga eða gróð­ur­setn­ingu trjá­plantna þar sem ekki var skóg­ur fyr­ir. Skóg­rækt­in mót­ast að­al­lega af tvennu, ann­ars veg­ar fjár­hags­hlið­ inni en hins veg­ar af þvi h­ vaða trjá­teg­und­ir ­skuli ­rækta án þess að frjó­mátt­ur jarð­vegs­ins ­þverri.

Fram­ræsla Súr­efni er nauð­syn­legt öll­um ­gróðri. Trén taka til sín súr­efni bæði gegn­um ræt­ur, barr og blöð. En þeg­ar kyrr­staða er á ­vatni í jarð­vegi verð­ur hann snauð­ur að súr­efni. Þar að auki er mjög blaut­ur jarð­veg­ur tyr­finn og kald­ur og loft­ið því svalt sem ligg­ur að hon­um. Í slík­um jarð­vegi vex trjá­gróð­ur illa og vöxt­ur ­trjánna verð­ur óeðli­leg­ur þar til land­ið hef­ur ver­ið ræst fram. Þ ­ etta sést mjög greini­lega í mýr­un­um fyr­ir of­an Orms­staði. Þær voru skóg­laus­ar áð­ur en þær voru ræst­ar fram.

Sán­ing Skóg­ur­inn yng­ir sig upp af sjálfs­dáð­un þeg­ar trén hafa náð viss­um ­aldri og bor­ið fræ. Einn­ig er unnt að sá til s­ kóga þar sem nóg er af góðu og ó­ dýru fræi.

Æskan og Skógurinn |

39


Plönt­un Við höf­um áð­ur rætt um plönt­un trjá­teg­unda. En hér er rétt að minn­ast á eft­ir­far­andi at­riði. Ann­að­hvort verð­ur að sá trjá­fræi eða ­setja nið­ur plönt­ur þar sem skóg­laust land er tek­ið til skóg­rækt­ar. ­Vilji menn taka upp rækt­un trjá­teg­unda sem ekki eru fyr­ir verð­ur að gera hið sama. Síð­ari að­ferð­inni er oft­ast ­beitt og l­iggja til þesss marg­ar ástæð­ur. Með­al ann­ars er trjá­fræ mjög dýrt og tor­feng­ið en við sán­ingu þarf marg­falt magn.

Um­hirða Þótt ­fjöldi trjá­plantna hafi ver­ið sett­ur nið­ur má eng­inn ­halda að v­ erki sé lok­ið og að­eins ­þurfi bið­lund þar til skóg­ur­inn er full­vax­inn. Alls kon­ar ­óhöpp geta kom­ið fyr­ir f­ yrstu ár­in eft­ir plönt­un, eink­um þó á ber­angri. Mik­ill gras­vöxt­ur dreg­ur mjög úr ­vexti alls trjá­gróð­urs. Hann ræn­ir ­ljósi, hita, raka og nær­ingu frá hin­um ungu, við­kvæmu trjá­plönt­um og te­fur eðli­ leg­an vöxt ­þeirra. Sömu ­áhrif hafa birki­tein­ung­ar sem ­mynda ­þétta ­runna um­hverf­is ung­ar barr­plönt­ur. Því er nauð­syn­legt að h­ alda gras­vexti og birki­sprot­um í skefj­um eins og frek­ast er unnt.Fylgj­ast þarf með því hvort sjúk­dóm­ar eru í trjám og fjar­lægja þeg­ar þau tré sem sjúk eru. Loks geta vor- og haust­hret tor­tímt ung­plönt­um og verð­ur þá að ­fylla í skörð­in ef van­höld eru mik­il.

Grisj­un Grisj­un er einn veiga­mesti þátt­ur skóg­rækt­ar. Með ­henni get­ur skóg­rækt­ar­ mað­ur­inn haft ­áhrif á vöxt og ­þroska skóg­ar­ins. Með öxi og sög mót­ar hann skóg­inn að vild s­ inni. ­Grisja þarf skóg­inn þeg­ar hann verð­ur of þétt­ur og grein­ar ­trjánna ná sam­an. Sé það ekki gert í tíma v­ erða stofn­arn­ir mjó­ir og trjá­krón­ur litl­ar. Auð­skil­ið er að lít­il trjá­króna á s­ tóru tré megn­ar ekki að afla því nægr­ar fæðu svo að tréð hætt­ir að ­dafna. En grisj­un er hið vanda­sam­asta starf og ætti eng­inn að ­vinna að ­henni fyr­ir­hyggju­laust.

40 | Æskan og Skógurinn


ร skan og Skรณgurinn |

41


42 | ร skan og Skรณgurinn


ÓVIN­IR SKÓG­AR­INS Eft­ir viku­dvöl í Hall­orms­staða­skógi get­ur ekki hjá því far­ið að við höf­um kom­ið í Atla­vík. Við skul­um ­skreppa þang­að enn einu ­sinni áð­ur en við höld­ um burt frá Hall­orms­stað. Atla­vík er lít­il vík inn­ar­lega í Hall­orms­staða­skógi upp frá Lag­ar­fljóti. Tær læk­ur lið­ast nið­ur vík­ina um slétt­ar grund­ir ­grasi grón­ar, vaxn­ar ­kjarri hér og þar. Til b­ eggja ­handa eru há­ir, skógi­vaxn­ir ás­ar. Víða sér í ­nakta hamra­veggi sem ­teygja sig fram að fljót­inu, ­mynda vík­ina og ­veita h­ enni skjól. Atla­vík­ur er get­ið í Land­námu og Drop­laug­ar­sona­sögu og seg­ir þar að ­Graut-Atli hafi num­ið ­þarna land og bú­ið í Atla­vík. Eng­inn veit nú leng­ur hve­nær byggð lagð­ist ­þarna nið­ur. Síð­an Hall­orms­staða­skóg­ur var frið­að­ur hef­ur Atla­vík orð­ið fjöl­sótt­ur ferða­ manna­stað­ur, því að lands­lag­ið er fag­urt og ein­kenni­legt. Tjald­stæði eru ­þarna mörg og góð. Á sumr­in er Atla­vík vin­sæl­asti sam­komu­stað­ur Aust­firð­inga. Í ­þetta sinn för­um við til Atla­vík­ur til að ger­ast sjálf­boða­lið­ar og ­hreinsa til eft­ir síð­ustu sam­komu. Það er all­mik­ið verk; töl­um ekki um í h­ verju það er fólg­ið. Hitt er nóg að sjá verk­summ­erki. Get­ur það ver­ið að til séu svo lít­ il­sigld­ir Ís­lend­ing­ar að feg­urð og ­helgi lands­ins komi þeim ekk­ert við? Því mið­ur virð­ist svo og þeir eru allt of marg­ir. En við vit­um að það er van­þekk­ing, fá­fræði og hugs­un­ar­leysi sem á sök­ina. Leggj­umst því á eitt til að opna augu fólks með því að b­ enda því á að s­ pilla ekki feg­urð lands­ins. En ­meira að ­segja þeir sem ­vilja vel í öllu geta spillt ­gróðri og feg­urð í and­ar­taks gá­leysi. Í ­skógi og kjarr­lendi hef­ur oft orð­ið stór­tjón ­vegna þess að ógæti­lega var far­ið með eld. Sér­stak­lega er mik­il ­hætta í þurrka­tíð eink­um á vor­in. Mos­inn og sin­an eru þá af­ar eld­fim og mik­ið bál get­ur kvikn­að af litl­um ­neista. Óstöð­ug veðr­átta veld­ur einn­ig ­miklu ­tjóni öðru ­hverju. Þá gera alls kon­ar svepp­ir og skor­dýr usla í skóg­in­um. Stund­um veld­ur ­þetta skemmd­um sem illt er við að ráða. En í trjá­görð­um og smá­lund­um má ­halda þess­um ófögn­uði í skefj­um.

Æskan og Skógurinn |

43


44 | ร skan og Skรณgurinn


­ÞETTA LAND ÁTT ÞÚ Lind í ­lautu streym­ir lyng á ­heiði dreym­ir ­ þetta land átt þú. - Guðmmundur Böðvarsson Svo seg­ir eitt af b­ estu skáld­um Ís­lands. Satt er það. Þ ­ etta land átt þú. Þ ­ etta land eig­um við. Skyld­ur okk­ar eru að ­byggja land­ið, ­nytja það skyn­sam­lega og s­ kila því ­betra og auð­ugra til n­ æstu kyn­slóð­ar. Það get­um við. Skóg­rækt á Ís­landi er ekki leng­ur draum­sýn. Skóg­rækt er í senn stað­reynd og þjóð­ar­nauð­syn sem ekki er unnt að snið­ganga. Vax­andi þjóð krefst auk­ inn­ar rækt­unn­ar. ­Hvaða not, bein og ó­ bein eru þá af skóg­un­um? ­Áhrif ­þeirra eru marg­vís­leg. Við get­um vart ímynd­að okk­ur þau öll, þar sem við lif­um í skóg­lausu l­andi og þekkj­um v­ arla ­skóga nema í æv­in­týr­um. En við skul­um ­staldra við og at­huga ­þetta ör­lít­ið nán­ar.

Arð­ur Okk­ur verð­ur ­ávallt í f­ ersku ­minni dvöl­in á Hall­orms­stað og sú stund er við sá­um Gutt­orms­lund. Við heyr­um margt um rækt­un ­skóga sem okk­ur kom al­ger­ lega á ó­ vart. Okk­ur var skýrt frá því að tekj­ur af Gutt­orms­lundi um 1960 hafi ver­ið tæp­ar þrjú þús­und krón­ur ár­lega þeg­ar bú­ið var að d­ raga all­an kostn­að frá. Er þá mið­að við einn hekt­ara lands og var þá lund­ur­inn um tutt­ugu ára.­ Þessi arð­ur fékkst þó ein­göngu með sölu á girð­ing­ar­staur­um. Við get­um líka skyggnst ­lengra fram í tím­ann. Sam­kvæmt mæl­ing­um og út­reikn­ing­um ætti heild­ar­vöxt­ur­inn í Gutt­orms­lundi eft­ir 80 ár að nema um fjög­ur hundr­uð og sex­tíu ten­ings­metr­um við­ar á hekt­ara. Verð­mæt­in auk­ast þó enn þeg­ar viðn­um er flett í b­ jálka og borð.

Æskan og Skógurinn |

45


Hér er að­eins nefnt dæmi um arð af skóg­rækt á Aust­ur­landi. En í mörg­um öðr­um hér­uð­um er að vaxa upp ungsk­óg­ur sem lof­ar góðu um fram­tíð­ina.

At­vinna Hvar­vetna v ­ eita skóg­ar m ­ ikla v ­ innu. Með auk­inni skóg­rækt á Ís­landi yrði fjar­magn flutt inn í sveit­ir lands­ins þar sem nátt­úr­an ávaxt­ar það. Mik­il ­vinna er við plönt­un, grisj­un og hirð­ingu ungsk­óg­ar. Hundr­uð ung­ linga um allt land s­ tarfa við garð­yrkju og skóg­rækt sum­ar­langt en ættu að ­skipta þús­und­um, því að eng­in störf eru holl­ari æsku­lýðn­um. Skóg­ar sem við gróð­ur­setj­um bæta land­ið, efla sveit­irn­ar, ­veita niðj­um okk­ar ­vinnu, gera at­vinnu­líf þjóð­ar­inn­ar fjöl­breytt­ara og gera þjóð­ina fær­ari til sjálf­bjarg­ar.

Skjól ­ hrif skjóls á all­an gróð­ur sést ­óvíða bet­ur hér á ­landi en í Hall­orms­staða­skógi. Á Í skóg­ar­jaðr­in­um eru trén veð­ur­bar­in og kræk­lótt. Þau eru eng­in skraut­tré en ­vernda skóg­inn gegn veðr­um og ­minni snjó­flóð­um. ­Þetta eru út­verð­ir skóg­ ar­ins. En er ­lengra kem­ur inn í skóg­inn ­verða trén stór­vaxn­ari og jurta­gróð­ur fjöl­skrúð­ugri. Fugla­líf er þar einn­ig mun auð­ugra en á ber­svæði. Skjól­belti hafa sömu á­ hrif. Rækt­un ­þeirra er enn skammt á veg kom­in en ­vænta má mik­ils af ­henni í fram­tíð­inni. Skjól­belti hafa með­al ann­ars ­þessi ­áhrif: Þau ­lægja vind­inn og auka jarð­vegs- og loft­hit­ann næst yf­ir­borði jarð­ar. Skjól dreg­ur úr upp­guf­un og varn­ar of­þorn­un. Af­urð­ir bú­fjár v­ erða ­meiri þar sem b­ eitt er á skýlt land. Okk­ur líð­ur bet­ur við v­ innu á s­ kýldu ­landi, ekki síst við ým­iss kon­ar jarð­ yrkju­störf.

Vatns­miðl­un Um leið og s­ njóa leys­ir á vor­in, hleyp­ur vöxt­ur í ár og læki og þau ­flæða yf­ir land­ið í kring. Skrið­ur ­falla úr fjalls­hlíð­um og ­flytja aur og grjót nið­ur á lág­ lendi. En veg­ir og önn­ur mann­virki skemm­ast í vatna­vöxt­um. ­Þetta ­þekkja all­ir hér á l­andi. Í skógi­vöxn­um lönd­um er ­þessu ann­an veg far­ið. Snjór­inn bráðn­ar þar mun hæg­ar, skóg­arn­ir taka til sín mik­ið vatns­magn og ræt­ur ­trjánna ­binda jarð­ veg­inn. Allt þ­ etta eyk­ur jafn­streymi ánna og ger­ir þær með­al ann­ars hæf­ari til virkj­un­ar og fiski­rækt­ar.

46 | Æskan og Skógurinn


Heilsu­gjafi Skóg­ar­loft­ið er heil­næmt, tært og hress­andi. Heilsu­veilt fólk flykk­ist því til skóg­anna til þess að öðl­ast þar nýj­an þrótt. Þá sæk­ir þang­að ­fjöldi fólks hvíld og frið frá önn­um dags­ins. Og enn aðr­ir s­ tunda þar skemmt­an­ir og úti­líf sem auk­ið get­ur lífs­gleði og heil­brigði ef rétt er á hald­ið. En nú haust­ar og tré og runn­ar í skóla­garð­in­um ­breyta um svip. Lauf­in taka að b­ likna. Eitt og eitt ­falla þau hljóð­lega til jarð­ar og þeg­ar storm­sveip­ir fara yf­ir ­falla þau í hrönn­um. Sum­ar­ið hef­ur kvatt, önn­ur árs­tíð tek­ið við en samt er engu lok­ið. Upp­haf­ið get­ur al­veg eins ver­ið hér. Við höf­um bú­ið trjá­beð­inn und­ir vet­ur og hlúð að fjöl­æru blóm­un­um. Í Hall­orms­staða­skógi átt­um við í sum­ar dvöl við l­eiki, nám og störf. Nú er vet­ur­inn einn­ig ein­ráð­ur þar. Ilm­ur­inn frá björ­kinni er ekki hinn sami og þyt­ ur­inn í ­laufi henn­ar heyr­ist ekki leng­ur. En greni­trén bera sitt barr, þótt vet­ur ­steypi yf­ir þau ­hvítri mjöll. ­Lengi sér í græn­ar grein­ar sem m ­ inna á sum­ar­ið. Þótt vet­ur ríki leyn­ist líf um all­an skóg, líf sem bíð­ur nýs sum­ars, nýs vaxt­ar. Bók­inni lýk­ur hér en starf­inu og sög­unni um skóg­inn er ekki lok­ið.

Æskan og Skógurinn |

47


ÖRNEFNA­SKRÁ Alaska 23, 25, 27 Alpafjöll 29 Asía Atlavík Atlavíkurstekkur 27, 29 Austurland Árnessýsla Breiðamerkursandur Bretlandseyjar Brimnesskógur Bárðardalur Bæjarstaðaskógur Djúpá Evrópa 22, 25, 26, 28, 29, 33, 36, 37, 39, 43 Eyjafjörður Fljótsdalshérað Flugumýri Fálkaklettur Gatnaskógur Glóðafeykir Guttormslundur 26, 53, 54 Gönguskarðsós Hafursá Hallormsstaðaskógur 21, 22, 24, 26, 28, 32, 41, 44, 54, 55 Hekla Jökullækur Jökulsá Kerlingará Klettafjöll Kolafjörður Kolbeinsárós Kyrrahaf Lagarfljót Landbrot Lýsishóll

48 | Æskan og Skógurinn

Mið-Evrópa Mörk Noregur Norður-Ameríka Norður-Noregur Nýiskógur Ormsstaðir Pýreneafjöll Rússland Skaftafellssýslur Skaftártungur Snæfell Suðausturland Suðurland Suðvesturland Svíþjóð Tromsfylki Vaglaskógur Vestfirðir Þingeyjarsýsla Þistilfjörður Þórsmörk


PLÖNTU­SKRÁ ­Birki Víð­ir ­Greni Fura Gul­rófa Gul­rót Brodd­fura Ösp ­Lerki Ilm­björk Reyn­ivð­ur Gráreyn­ir Silf­ur­reyn­ir Selju­reyn­ir Blæ­ösp Al­aska­ösp Elri Hvít­elri Rauð­elri Álm­ur Hlyn­ur Rauð­greni Hvít­greni Blá­greni Sitka­greni Svart­greni Brodd­greni Síb­er­íu­þin­ur Bal­sam­þin­ur Hvít­þin­ur Fjalla­þin­ur Mar­þöll Fjalla­þöll Skóg­arf­ura Fjalla­fura Berg­fura Brodd­fura

Stafa­fura Lindi­fura Blá­fjóla Elft­ing Reyr­gresi Lín­gresi Bugðu­punkt­ur Blá­ber Hrúta­berja­lyng Kræki­lyng Sortu­lyng Blá­gresi Brenni­sól­ey Brönu­grös Fjall­dala­fíf­ill Mar­íu­stakk­ur Um­feðm­ing­ur Holta­sól­ey Blóð­berg Geld­inga­hnapp­ur Gulm­aðra Lamba­gras Hol­urt Þursa­skegg Móa­sef

Æskan og Skógurinn |

49






Þetta er sagan af skóginum á Íslandi, að vísu aðeins örfáar svipmyndir af samskiptum þjóðar, lands og skóga. Þessi saga er að því leyti ólík öðrum sögum að sögulok eru jafnlangt undan þegar bókinni lýkur og er hún hefst.

Jón Jósep Jóhannesson

Í fáum orðum sagt. Við viljum færa Íslandi aftur þá skóga sem það átti einu sinni, fjölga trjátegundum þess og búa öðrum gróðri yl og næði í skjóli þeirra. Mikið verkefni bíður okkar. Til þess að geta leyst það af hendi þurfum við að læra margt. Lærdóm og þekkingu getum við sótt til þeirra sem fróðari eru, hlýtt á mál þeirra sótt námskeið og skóla. En við getum líka sótt þekkingu í okkar eigin bók.

Snorri Sigurðsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.