4 minute read
Kjara- og réttindasvið Fíh – allt um orlof
Kristjana E. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs
Betri vinnutími
Advertisement
Samantekt og staða frá kjara- og réttindasviði Fíh
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi Þann 1. janúar og 1. maí árið 2021 fór af stað verkefnið Betri vinnutími, hjá dagvinnuhópum annars vegar og vaktavinnuhópum hins vegar. Verkefnið er ákveðið tilraunaverkefni sem lýst er í Fylgiskjali 1 og 2 sem fylgir miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkefnið tekur til alls starfsfólks hjá ríki, sveitarfélögum, Reykjarvíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Leiðarljós verkefnisins eru öryggi, heilsa og jafnvægi, ásamt því að samræma betur vinnu og einkalíf. Það er í gildi til 31. mars 2023 samhliða gildistíma kjarasamninga. Stýrihópur og matshópur launagreiðenda og launþega fylgjast vel með lykilmælikvörðum verkefnisins, bæði fyrir hönd launþega og stofnanna. Forsendur verkefnisins eru skýrar. Þetta er breytingarferli sem felur í sér tækifæri en jafnframt takmarkanir sem þarf og verið er að greina. Verkefnið hefur vakið athygli annarra þjóða sem fyrirmynd og þáttur sem litið er til sem áhugaverða nálgun til að mæta því álagi sem faraldur COVID-19 hefur valdið á vinnumarkaði.
Betri vinnutími í vaktavinnu hófst 1. maí 2021 og var sá tími vissulega áskorun með sumarið fram undan og alheimsfaraldur í gangi. Kerfisbreytingin var kynnt hjúkrunarfræðingum á breiðum vettvangi, bæði af verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu, Starfsmennt, stofnunum og Fíh. Nú líður að því að um ár sé komið frá þeim tíma og er verkefnið hálfnað. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þetta er umbótaverkefni sem þarf að vera í stöðugri skoðun þar sem um ákveðið tímabundið tilraunaverkefni er að ræða. Það eru enn að finnast tækifæri til umbóta og það þarf að endurskoða verkefnið á hverjum stað reglulega og endurmeta þætti eins og t.d. starfshlutfall og dreifingu vakta. Breytingin hefur ekki verið fest í sessi og skrifuð inn í kjarasamninga. Þess vegna þarf að greina vel annamarka verkefnisins sem og tækifærin til þess að það sé hægt að betrumbæta breytinguna, ef hana á að festa í sessi.
Félagið er ánægt með hvað hjúkrunarfræðingar eru duglegir að láta heyra frá sér og fundað er reglulega með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga um stöðu verkefnisins. Fleiri tækifæri eru fram undan til þess að ræða þessi mál, sem og önnur kjaratengd málefni. Fyrirhugaðir eru fundir með hjúkrunarfræðingum vítt og breytt um landið, könnun verður lögð fyrir hjúkrunarfræðinga á haustdögum og einnig verður haldin kjararáðstefna í haust en hún verður nánar kynnt í júní útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í stjórn félagsins og ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir kjörtímabilið 2022-2024. Einnig er auglýst eftir skoðunarmönnum fyrir kjörtímabilið 2022-2023: 1. Stjórn félagsins: 3 stjórnarmenn og 1 varamaður 2. Ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga: 3 fulltrúar (2 í almenna hluta ritnefndar og 1 í ritrýnda hlutann). Sú krafa er gerð að fulltrúi í ritrýnda hluta hafi doktors menntun eða sé langt kominn með námið. 3. Skoðunarmenn: 2 skoðunarmenn.
Samkvæmt lögum félagsins er kosið til tveggja ára í senn, nema í tilfelli skoðunarmanna, þar er kosið til eins árs í senn. Hámarksseta í nefndum og stjórn er fjögur tímabil samfellt.
Félagsmenn með fulla aðild eru kjörgengir í sjóði, nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um aðra skipan.
Félagsmenn með fagaðild og lífeyrisaðild eru kjörgengir í nefndir og ráð á vegum félagsins ef lög þess kveða ekki á um aðra skipan.
Kosning fer fram á aðalfundi félagsins 12. maí 2022. Framboð tilkynnist til kjörnefndar í netfangið
kjornefnd@hjukrun.is Framboðsfrestur er til 8. apríl 2022
Hlutverk Fíh í verkefninu er að fylgjast með og greina framgang þess á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga, fylgjast með lykilmælikvörðum sem og að eiga samtal við hjúkrunarfræðinga um árangur og annmarka verkefnisins.
Það skiptir Fíh miklu máli að eiga gott og gagnvirt samtal við alla hjúkrunarfræðinga er varðar framhald verkefnisins áður en næstu kjarasamningar verða gerðir. Það þarf að meta verkefnið í heild með kostum og göllum. Ákveða þarf hvort festa eigi breytinguna með betri vinnutíma og styttingu vinnuviku í sessi og ef svo verður, hvaða þætti þarf að betrumbæta í verkefninu. Nú þegar er vitað um þætti sem taka þarf til endurskoðunar. Það er ákveðin gagnrýni komin fram vegna jöfnun vinnuskila og áhrif þeirra á vaktahvata, sem og vaktaálag á stórhátíðisdögum. Einnig er margt sem bendir til þess að aðlaga þurfi uppfyllingarskilyrðin fyrir vaktahvata, áhrif fjölda mætinga og tíma utan dagvinnumarka svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru þættir sem eru í stöðugri skoðun og verða út samningstímann.
Það er mikið til af fræðsluefni á vefsíðu Fíh, á síðunni betrivinnutími.is, sem og í Fylgiskjölum 1 (dagvinna) og 2 (vaktavinna) í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Betri vinnutíma er ætlað að efla heilsu og öryggi og koma öllum til góða: Starfsfólki, stjórnendum og almenningi.