Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1.tbl. 2022

Page 44

Kjara- og réttindasvið Fíh

Kristjana E. Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs

Betri vinnutími Samantekt og staða frá kjara- og réttindasviði Fíh Þann 1. janúar og 1. maí árið 2021 fór af stað verkefnið Betri vinnutími, hjá dagvinnuhópum annars vegar og vaktavinnuhópum hins vegar. Verkefnið er ákveðið tilraunaverkefni sem lýst er í Fylgiskjali 1 og 2 sem fylgir miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkefnið tekur til alls starfsfólks hjá ríki, sveitarfélögum, Reykjarvíkurborg og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Leiðarljós verkefnisins eru öryggi, heilsa og jafnvægi, ásamt því að samræma betur vinnu og einkalíf. Það er í gildi til 31. mars 2023 samhliða gildistíma kjarasamninga. Stýrihópur og matshópur launagreiðenda og launþega fylgjast vel með lykilmælikvörðum verkefnisins, bæði fyrir hönd launþega og stofnanna. Forsendur verkefnisins eru skýrar. Þetta er breytingarferli sem felur í sér tækifæri en jafnframt takmarkanir sem þarf og verið er að greina. Verkefnið hefur vakið athygli annarra þjóða sem fyrirmynd og þáttur sem litið er til sem áhugaverða nálgun til að mæta því álagi sem faraldur COVID-19 hefur valdið á vinnumarkaði.

Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum

Betri vinnutími í vaktavinnu hófst 1. maí 2021 og var sá tími vissulega áskorun með sumarið fram undan og alheimsfaraldur í gangi. Kerfisbreytingin var kynnt hjúkrunarfræðingum á breiðum vettvangi, bæði af verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu, Starfsmennt, stofnunum og Fíh. Nú líður að því að um ár sé komið frá þeim tíma og er verkefnið hálfnað. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þetta er umbótaverkefni sem þarf að vera í stöðugri skoðun þar sem um ákveðið tímabundið tilraunaverkefni er að ræða. Það eru enn að finnast tækifæri til umbóta og það þarf að endurskoða verkefnið á hverjum stað reglulega og endurmeta þætti eins og t.d. starfshlutfall og dreifingu vakta. Breytingin hefur ekki verið fest í sessi og skrifuð inn í kjarasamninga. Þess vegna þarf að greina vel annamarka verkefnisins sem og tækifærin til þess að það sé hægt að betrumbæta breytinguna, ef hana á að festa í sessi. Félagið er ánægt með hvað hjúkrunarfræðingar eru duglegir að láta heyra frá sér og fundað er reglulega með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga um stöðu verkefnisins. Fleiri tækifæri eru fram undan til þess að ræða þessi mál, sem og önnur kjaratengd málefni. Fyrirhugaðir eru fundir með hjúkrunarfræðingum vítt og breytt um landið, könnun verður lögð fyrir hjúkrunarfræðinga á haustdögum og einnig verður haldin kjararáðstefna í haust en hún verður nánar kynnt í júní útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga.

Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi

44

Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ritrýnd grein: Holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþætti

36min
pages 102-116

Ritrýnd grein: Að efla virðingu í daglegri hjúkrun

28min
pages 92-101

Ritrýnd grein: Útskriftarvandi Landspítalans – leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð

33min
pages 82-91

Vaktin mín, Áslaug Arnoldsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur segir frá kvöldvakt á gjörgæsludeild

4min
pages 46-47

Fræðslugrein: Að verja starfsheilbrigði í krefjandi starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga – reynsla hjúkrunarfræðinema af áhrifum boðorða þjónandi forystu innan heilbrigðiskerfisins

31min
pages 54-61

Kjara- og réttindasvið Fíh – allt um orlof

4min
pages 44-45

Sportið – Elísabet Gerður Þorkelsdóttir segir frá hundagöngum þar sem

4min
pages 40-41

Betri vinnutími, samantekt og staða frá kjara- réttindasviði Fíh

2min
pages 42-43

Viðtal – Theódóra Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild

6min
pages 38-39

Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, myndir frá rafrænu málþingi Fíh

7min
pages 26-29

Hjúkrunarfræðinemarnir Bogey Ragnheiður Leósdóttir, Birgitta Rún Guðmundsdóttir og Almar Örn Wathne

10min
pages 16-19

Viðtal – Elín Ögmundsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura, er í sjúkraflutningateymi nýburagjörgæslunnar sem sér um flutning á nýburum

9min
pages 34-37

Viðtal – Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá

18min
pages 8-15

Pistill formanns Fíh

3min
pages 4-5

Viðtal – Ólafía Kvaran, hjúkrunarfræðingur, varð heimsmeistari í 21 km Spartan Race hlaupi árið 2019 og landaði Evrópumeistaratitli tveimur árum síðar.

11min
pages 20-25

Nýtt starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

3min
page 6

Ritstjóraspjall

1min
pages 2-3
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.