34 tbl 2016 - Fyrri hluti

Page 1

• fimmtudagurinn 1. september 2016 • 34. tölublað • 37. árgangur

64 blaðsíður!

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

MEÐAL EFNIS

VINSÆLIR SNAPPARAR n Hin 24 ára gamla Steinunn Ósk Valsdóttir og flutningabílstjórinn Garðar Viðarsson eru orðnar stjörnur á samfélagsmiðlinum Snapchat. Mikill fjöldi fólks fylgist með þeim í daglega lífinu, Steinunni með tvíburastrákunum sínum eða að farða sig fyrir framan spegilinn heima og Garðari fara hamförum á stóra trukknum hafandi skoðanir á hinu og þessu. // 34-36

MÓTORHJÓLADELLAN n Mikil aukning hefur verið á bifhjólum á Suðurnesjum síðastliðin tíu ár. Árið 2015 voru 905 bifhjól skráð en árið 1995 voru aðeins 102 bifhjól. Meðal bifhjólaklúbba á Suðurnesjum eru Ernir Bifhjólaklúbbur Suðurnesja, Grindjánar, Sons of Freedom og Lords & Ladies. // 20

n Á myndinni má sjá nágrannana Önnu Margréti Ólafsdóttur, Kristlaugu Sigurðardóttur og Dagnýju Gísladóttur með örlítið brotabrot af þeim munum sem seldir verða á markaðnum. VF-mynd/dagnýhulda.

Fjölbreytt dagskrá á 17. Ljósanóttinni n Sautjánda Ljósanæturhátíðin er hafin í Reykjanesbæ. Dagskráin er afar fjölbreytt að venju þar sem þátttakendur skipta hundruðum sem og fjölbreyttir viðburðir. Tvennir tónleikar störtuðu hátíðinni í gærkvöldi en setning hennar var í morgun, fimmtudag. Að venju eru nokkrir hápunktar í dagskránni en sérstöku dagskrárblaði er dreift með Víkurfréttum þar sem hægt er að sjá hana en einnig á ljosanott.is. Margir viðburðir hefjast í dag, margs konar sýningar og þá eru svokallaðir hjólbörutónleikar í Keflavíkurkirkju í kvöld, svo fátt eitt sé nefnt.

VERÐ ALLTAF KEFLVÍKINGUR

n Keflvíkingurinn Magnús Kjartansson er aðal númer Ljósanætur 2016 og kemur fram að minnsta kosti fjórum sinnum á hinum ýmsu viðburðum hátíðarinnar. Magnús er einn af þekktu poppurum bítlabæjarins og landsins og er höfundur margra þekktra laga sem landsmenn þekkja. Fréttamenn Víkurfrétta hittu Magnús og báðu hann um að rifja nokkur atriði úr sögu þessa rúmalega sextuga bítils og tónlistarmanns. // 26

Að venju verður hreinlega erfitt fyrir fólk að velja út, svo mikið er úrvalið af viðburðum. Markmið hátíðarinnar er að heimamenn séu þátttakendur og það hefur tekist. Einn af óvanalegum en skemmtilegum uppákomum er götumarkaður nokkurra íbúa í gamla bænum í Keflavík á laugardag. Ein þeirra er Kristlaug Sigurðardóttir, íbúi við Norðfjörðsgötu 11. „Ég er að flytja til Reykjavíkur þannig að ég er mikið að rýma til hjá mér,“ segir hún. Á götumarkaðnum verður margt spennandi á boðstólum, svo sem antíkskápar, retro sófasett, borðspil, bækur, plötur, eldhúsáhöld,

boxpúði, útileguhúsgögn, gamlir myndarammar og píluspjöld. „Svo er ég með fullan kassa af gögnum til að nota við undirskriftasafnanir; skrifblokkir og penna, ef fólk vill ganga í hús og safna undirskriftum með eða á móti einhverju,“ segir Kristlaug. Meðal annarra muna á markaðnum verður ritröðin Keflavík í byrjun aldarinnar, líf og saga, fyrsta, annað og þriðja bindi. „Síðast en ekki síst má nefna listaverk af allsberum Jesú að pissa eftir Reyni Katrínarson. Ég get ímyndað mér að það verði barist um það,“ segir hún.

TÍMINN STENDUR Í STAÐ Í HÖFNUM

FÍTON / SÍA

n Hafnir vilja oft verða útundan þegar rætt er um Reykjanesbæ. Í dag eru íbúar Hafna 101 en voru 76 í árslok 2013. Menningarfélagið í Höfnum er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur staðið fyrir menningartengdum viðburðum í Höfnum undanfarin misseri. „Þetta er svolítið öðruvísi staður. Það er fínt að fara þennan rúnt á sunnudegi á Ljósanótt enda alltaf gaman að fara út í Hafnir. Þarna voru margir samankomnir sem hafa einhverjar tengingar við Hafnirnar,“ segir Árni Hjartarson íbúi í Höfnum. Hann er sjálfur Keflvíkingur en hefur búið í Höfnum síðustu níu ár. // 40

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Bros kostar ekki neitt n Það er alltaf notaleg stemning á Ráðhúskaffi Reykjanesbæjar hjá Angelu Amaro. Hún þekkir nánast alla sína gesti persónulega og þykir vænt um marga þeirra. Fastagestir eru á öllum aldri og koma margir daglega til þess að sækja í veitingar eða góðan félagsskap. Angela fluttist til Íslands árið 1995 aðeins 21 árs gömul frá heimalandi sínu Portúgal. // 30

Magnaður Maggi Kjartans í þætti vikunnar

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Sjónvarp Víkurfrétta er einnig í háskerpu á vf.is

Sjónvarp Víkurfrétta • fimmtudagskvöld kl. 21:30 • ÍNN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.