49 tbl 2014

Page 1

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 18. D ESE MBE R 2 0 14 • 49. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

Hæfileikarík ungmenni

Tinbaukasafn Steinunnar

Suðurnesjamenn í Austurlöndum

Öðruvísi jólaskraut

Gleðilega hátíð!


2

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT

Ráðhús – þjónustuver Lokað 24. -26. desember. Opnað 29. desember kl. 10:00. Lokað 31. desember til 2. janúar Opnað 5. janúar kl. 09:00. Ráðhús – Bókasafn Reykjanesbæjar Lokað 24. -26. desember. Opið laugardag 27. desember frá kl. 11:00 – 17:00. Opnað 29.desember kl. 10:00. Lokað 31. desember til 2. janúar Opið laugardag 3. janúar frá kl. 11:00 – 17:00. Starfsfólk óskar viðskiptavinum og bæjarbúum gleðilegrar hátíðar með góða bók í hönd. Opnunartími Ráðhúskaffis helst í hendur við opnunartíma bókasafnsins. Duushús, Víkingaheimar og Rokksafn Íslands Lokað 23. - 26. desember. Opið 27. - 30. desember. Lokað 31. desember til 1. janúar. Sundmiðstöð Opið 23. desember frá kl. 06:30 – 17:00. Lokað 24.-26. desember. Opið 31. desember frá kl. 06:30 – 10:30 Lokað 1. janúar.

STRÆTÓ 2015

BREYTING VERÐUR Á STRÆTÓKERFI EFTIR ÁRAMÓT. Nýtt kerfi tekur gildi 2. janúar 2015 Síðasta ferð verður frá miðstöð kl. 20:30 á leið R2 og R3 Síðasta ferð verður frá miðstöð kl. 20.00 á leið R1. Pöntunarþjónusta í Hafnir verður á klukkutíma fresti. Byrjað verður að keyra á Iðavelli eftir kl. 15.30 á virkum dögum. Hægt er að senda ábendingar á straeto@reykjanesbaer.is

ATVINNA

KENNSLURÁÐGJAFI Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir starf kennsluráðgjafa, laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2014 Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. Nánari upplýsingar veitir Gyða M. Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu s. 4216700 eða 8956050, gyda.m.arnmundsdottir@reykjanesbaer.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Reiknað með 411 milljóna rekstrarhalla -Búist við viðsnúningi í hjá Reykjanesbæ árið 2016

F

jögurra ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015 – 2018 hefur verið lög fram. Árið 2015 er reiknað með að rekstrarhalli samstæðunnar verði 411 milljónir króna en strax á árinu 2016 hafi viðsnúningur orðið þannig að rekstrarafgangur verði 257 milljónir króna. Rekstrarafgangur samstæðunnar árið 2017 verður 409 milljónir króna samkvæmt áætluninni og loks gerir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ráð fyrir 820 milljóna króna rekstrarafgangi.

Við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins er fylgt stefnu undanfarinna ára um að ákveðnum málaflokkum og stofnunum eru veittar heildarfjárveitingar. Þannig er gengið út frá því að stjórnendur sviða og stofnana hafi bestu forsendur til að vinna úr þeim verkefnum sem ákveðið er að framfylgja og leiti jafnan hagkvæmustu leiða til framkvæmda. Ábyrgðin verður jafnframt skýrari og í rekstri málaflokka myndast athafnafrelsi. „Við gerðum eina veigamikla breytingu við vinnu fjárhagsáætlunar næstu fjögurra ára. Eins og bæjar-

Ósátt við tjaldstæði og afnám umönnunargreiðslna „Ljóst er að ákvörðun meirihlutans um að fella niður umönnunargreiðslur mun setja áætlanir fjölda fjölskyldna í uppnám. Mörg ung börn munu því missa af dýrmætum tíma með foreldrum sínum,“ sagði Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi nýja fjárhagsáætlun sem meirihlutinn í Reykjanesbæ lagði fram á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Það kom Magneu og sjálfstæðismönnum verulega á óvart að í nýframframkvæmdum er gert ráð fyrir 25 milljónum króna vegna tjaldstæðis. Á sama tíma og dregið er úr fjármagni til barnafjölskyldna og umönnunargreiðslur eru felldar niður. Sjálfstæðismenn lögðu til að hætt verði við afnám umönnunar-

greiðslna. Einnig lögðu þeir til að ekki verði farið í framkvæmdir við nýtt tjaldstæði. Lagt var til að tillögunum verði vísað til bæjarráðs og var það samþykkt. Magnea sagði ennfremur að um stefnubreytingu væri að ræða hjá Samfylkingunni, þar sem flokkurinn talaði í stefnuskrá sinni að brúa ætti bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum aðgerðum. Ásamt því að hækka umönnunargreiðslur og efla samstarf og samveru kynslóðanna. „Meirihlutinn vill því verja 25 milljónum króna í tjaldstæði sem nýtist ekki íbúum bæjarins, heldur innlendum og erlendum ferðamönnum, á kostnað annarra verkefna sem hljóta að vera meira aðkallandi á þessum tíma. Við skulum heldur ekki gleyma því

að laun starfsfólks Reykjanesbæjar hafa verið skert umtalsvert. Við sjálfstæðismenn erum sammála því að huga að uppbyggingu tjaldstæðis, en árið 2015 er alls ekki rétti tíminn fyrir slíkt. Fjármunina sem eru um 10 prósent af heildarframkvæmdafé ársins hlýtur að mega spara eða verja með skynsamlegri hætti og á þann hátt að fjármagnið nýtist íbúum Reykjanesbæjar,“ sagði Magnea. Meirihlutinn svaraði þessari gagnrýni á þann hátt að hvatagreiðslur myndu hækka í kjölfar þess að umönnunargreiðslur víki frá. Eins kom það Friðjóni Einarssyni oddvita Samfylkingar á óvart að Magnea bæri saman tjaldstæði og umönnunargreiðslur.

Ófærð og óveður settu samgöngur á Suðurnesjum úr skorðum á

þriðjudaginn. Þá um morguninn snjóaði talsvert og síðan tók að skafa þannig að Reykjanesbraut lokaðist um tíma. Ásbrú í Reykjanesbæ varð einnig ófær þegar bifreiðar foreldra sem voru að sækja börn sín í skólann festust í þungu færi. Strætó hætti að ganga og sat fastur í skafli skammt frá skólanum. Meðfylgjandi mynd er úr ófærðinni á Ásbrú. VF-mynd: Hilmar Bragi

ATVINNA

Brot af því besta í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN og vf.is

FORSTÖÐUMAÐUR Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða forstöðumann íbúðakjarna á heimilum fatlaðs fólks sem nýtur sólarhringsþjónustu. Umsóknarfrestur er til 4. janúar. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna hæfniskröfur og nánari upplýsingar um starfið. Upplýsingar veitir Sigríður Daníelsdóttir í síma 421 6700 eða í tölvupósti sigridur.danielsdottir@ reykjanesbaer.is

búar vita vann KPMG að viðamikilli fjárhagsúttekt á bæjarfélaginu og var niðurstaðan kynnt fyrir bæjarráði og samþykkt þar með öllum atkvæðum. Við kynntum því næst Sóknina, áætlun um fjárhagslega endurreisn Reykjanesbæjar og var hún nýtt við fjárhagsáætlunarvinnuna og jafnframt var í fyrsta sinn notað fjárhagsáætlunarlíkan sem hannað er af KPMG. Við bindum miklar vonir við þessa aðferð sem mun skila sér í nákvæmari og betri áætlun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.

400 þúsund til Velferðarsjóðs Suðurnesja Fulltrúar stjórnar Lionessuklúbbs Keflavíkur, formaður Hjördís Hafnfjörð, formaður líknar-og verkefnanefndar, Drífa Maríusdóttir og gjaldkeri Sigríður Gunnarsdóttir afhentu nýlega 400 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Það var Þórunn Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju sem tók við framlaginu.

Brot af því besta verður í Sjónvarpi Víkurfrétta, sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Í þættinum í kvöld sýnum við ellefu brot úr þáttum ársins en blaðamenn Víkurfrétta hafa tekið saman 38 þætti úr mannlífi og menningu Suðurnesja sem sýndir hafa verið á ÍNN og vf.is allt þetta ár.Um jól og áramót mun vefur Víkurfrétta, vf.is, bjóða upp á sannkallað sjónvarpsmaraþon þar sem enn frekar verður farið í gegnum þáttagerð ársins og birt innslög frá árinu. Stillið á ÍNN í kvöld kl. 21:30 eða horfið vf.is í háskerpu.


Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


markhönnun ehf

í jólaskapi

konfektið

Kalkúnn franskur 1.298 kr| 23%

999 kr/kg

hátíða fuglinn

Önd heil 1.738 kr| 23%

1.391 kr/kg

Vertu viss um að það standi young á rjúpunni þinni. Það tryggir þér yngri fugl!

GÆSABRINGU

2.998

Rjúpa skosk 350-400g

kr/kg

VilliBráðin

1.398 kr/stk

AnnAð sæti

35%

Kjötsel Úrbeinað hangilæri 3.995 kr| 35%

afsláttur

2.597 kr/kg

Andaleggur m/læri 1.989 kr | 25%

| Bragðkönnu

n DV

Kjötsel Hamborgarhryggur m/beini 40% 1.998 kr| 40%

1.199 kr/kg

1.492 kr/kg

afsláttur

hangikjöt & hamBorgarhryggur

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


jólaopnun Akureyri Borgarnes Egilsstaðir Grindavík Hverafold Höfn Kópavogur Reykjanesbær Selfoss

18.-22.

23.

24.

desember −

Þorláksmessa −

Aðfangadag −

10-22

10-23

10-13

opið 24t

opið 24t

opið til

Grandi Mjódd

Roses/ Heroes dós

13

25.

jóladag −

lokað

lokað

26.

annan −

lokað

opið frá

10

30.

31.

desember −

gamlárs −

10-22

10-15

opið 24t

opið til

15

1.

janúar −

lokað

lokað

aðra daga gildir venjuleg opnun | nánar á netto.is

Purely the Purple One áður 1.399 kr

1.998 kr/pk

Mackintosh 1,3 kg

2.498

999

kr/stk

kr/stk

Bob’s Sweet jólabrjóstsykur

1.999 kr/askjan

Bókakynningar Laugardagur 20.des | Nettó - Akureyri kl 15-17 Guðrún Veiga – Nenni ekki að elda Sunnudagur 21. des | Nettó - Mjódd kl 14-16 Úlfar – Stóra alifuglabókin Mánudagur 22. des | Nettó - Egilsstaðir kl 16-18 Guðrún Veiga – Nenni ekki að elda

SABRINGUR

.998 kr/kg

fyrir jólasVeina

30%

Bækur

afsláttur

Dádýralundir 6.989 kr| 30%

4.892 kr/kg

Tilboðin gilda 18. - 21. des 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Við kíktum inn í bílinn og þar var kona með ungabarn en bíllinn hennar var búinn að drepa á sér og þau voru orðin verulega köld

Eru rauð jólaepli jólin?

Í jólahugvekju séra Ólafs Odds Jónssonar heitins, sóknarprests í Keflavík, fyrir tuttugu árum síðan, segir hann frá því að Jesús hafi ekki fæðst í velsæld konungsfjölskyldu, heldur í fjárhúsjötu. Þar hafi birst heimur mennskunnar og Guðs blessað barn er hjarta þess. Hér að neðan er jólahugvekja Ólafs, svo góð að það er við hæfi að birta hana í heild: Ýmislegt kemur fram í hugann þegar við heyrum orðið aðventa. Aðventukransar, jólaljós, óskalistar, gjafir og bakstur tilheyrir dögunum fyrir jólin. En hvað þýðir orðið aðventa? Það merkir koma, koma Jesú Krists. Í kristnum löndum hafa menn öldum saman undirbúið jólin á aðventu eða jólaföstu. Við hugleiðum boðskap biblíunnar um fæðingu Jesú. Við undirbúum jólin með því að lesa, syngja og ræða um fæðingu frelsarans. Í einum aðventusálmi segir: Ljómar nú jata lausnarans ljósið gefur oss nóttin hans. Ekkert myrkur það krefja kann, kristin trú býr við ljóma þann. Hann kom sem einn af okkur og birti mönnum kærleika guðs og fyrirgefningu og varð sönn fyrirmynd hins sanna lífs. Hann fæddist ekki í velsæld konungsfjölskyldu, eins og vitringarnir ætluðu í fyrstu, heldur í fjárhúsjötu. Þar birtist mönnum heimur mennskunnar og Guðs blessað barn er hjarta þess heims. Auglýsingar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi minna á að tíminn til að versla fyrir jól styttist óðum. Minnumst þess jafnframt að dögum til að láta gott af sér leiða fyrir jólahátíðina, fækkar einnig. Látum ekki okkar eftir liggja sem borgarar heimsins og þegnar þjóðar, sem sögð er hamingjusöm og trúhneigð, að rétta þjáðum bræðrum hjálparhönd. Þannig eigum við þátt í því að gera mannlegt líf mennskara. Kristur kom til þess og hann kemur enn í orði sínu og anda til að gera okkur rík í þekkingunni á kærleika Guðs og náð, þeim kærleika sem ætlaður er hverju mannsbarni. Hann kom til að vekja þá trú sem tendrast eins og ljós af ljósi. Gleðileg jól.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

■■Bjarni Rúnar og Alma eru reynslumikið björgunarsveitarfólk:

Samkennd og sterk liðsheild M

ikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki í ófærðinni og óveðrinu að undanförnu og líklega átta sig fáir á fórnunum sem fylgja þessu starfi. Víkurfréttir hittu tvo liðsmenn Björgunarsveitarinnar Suðurnes, Bjarna Rúnar Rafnsson, varaformann og Sigríði Ölmu Ómarsdóttur. Þau veita lesendur örlitla innsýn í út á hvað þetta allt gengur, bæði fórnir og áföll en einnig gleðina fyrir það að koma að gagni. Framundan er árleg sala flugelda sem er stærsta og mikilvægasta fjáröflun björgunarsveita. „Það skiptir okkur björgunarsveitarfólk miklu máli að fjölskyldan standi þétt við bakið á manni því vegna eðlis verkefnanna sem við getum lent í að taka að okkur. Sterkt bakland heima fyrir gerir mann að betri björgunarmanni,“ segir Bjarni Rúnar, sem er giftur og á fjögur börn, þar af þrjú með núverandi konu. Hann er slökkviliðs- og sjúkraflutingamaður að mennt og starfar sem slíkur hjá Brunavörnum Suðurnesja í fullu starfi. „Um er að ræða vaktavinnu og er hver vakt um 12 klukkustundir í senn. Það skiptir gríðarlegu að vinnuveitandi sé skilningsríkur og sveigjanlegur, annars væri ekki hægt að bregðast við á öllum stundum líkt og við reynum alltaf að gera.“ Dags daglega starfar Bjarni Rúnar við neyðarþjónustu sem gerir það að verkum að það er ekki réttlætanlegt fyrir hann að hlaupa úr vinnu til þess að sinna útköllum hjá björgunarsveitinni vegna þess að skylda hans sem slökkviliðs-og sjúkraflutningamaður vegur þyngra. „En þar sem þetta er vaktavinna þá gefur það mér tækifæri að sinna björgunarstörfum á mínum frítíma. Það að hafa starfað sem björgunarsveitarmaður í öll þessi ár finnst mér gera mig að betri slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanni. Ég hef starfað í björgunarsveit frá því í janúar 1989 og var þá 17 ára gamall.“

Í sjálfheldu í Raufarhólshelli Bjarni Rúnar segist starfa í björgunarsveit vegna þess að um sé að ræða gefandi sjálfboðaliðastarf og spennandi og góðan félagsskap. „Það er mest gefandi að geta hjálpað náunganum í neyð. Erfiðast er þegar maður nær ekki að bjarga lífi fólks sem hefur lent í ógöngum. Ef ég á að rifja upp minnistætt atvik úr björgunarsveitarstarfinu væri það þegar ég bjargaði, ásamt öðru björgunarsveitarfólki, fólki í sjálfsheldu í Raufarhólshelli. Þetta var hópur jarðfræðinga sem hafði farið þangað inn. Ótal fleiri útköll koma upp í hugann sem erfitt er að velja úr hvort sem það var á sjó eða í landi

FÍTON / SÍA

Þegar maður eldist finnst manni tíminn líða hraðar og þetta heyrir maður jafnvel frá enn eldra fólki en sá sem hér skrifar. Margt hefur breyst á undanförnum árum og þá til batnaðar m.a. í margvíslegri tækni en líka í kröfum fólks, sem er kannski ekki alveg jafn mikið til góðs. Fólk í dag er mun kröfuharðara um flesta hluti en það var fyrir nokkrum árum og áratugum. Vonandi höfum við lært af bankahruninu því þá fóru margir fram úr sér. Nú í haust hefur umræða um meiri velmegun orðið háværari með meiri einkaneyslu og í því samhengi hafa margir sagt einhvern góðærisstíl vera að láta á sér kræla. Það er vissara að hafa hógværðina í huga nú þegar jólahátíð gengur í garð. Þegar við tölum um hógværð og síðan kröfur nútímamannsins er nokkuð ljóst að þar ber mikið á milli. Það má minna á að rauð jólaepli voru hjá mörgum í gamla daga vísun á að jólin væru komin. Það er nokkuð ljóst að fæstir myndu sætta sig við það í dag. Hér er ekki verið að mæta með neikvæðni því öll erum við sammála um að gera vel við okkur í mat og drykk og gefa gjafir. Hér er aðeins verið að snerpa á að það á að vera okkur eðlislægt að hugsa til þeirra sem minna mega sín nú þegar jólin er að koma.

einföld reiknivél á ebox.is

og gengu út á að koma fólki til bjargar.“ Bjarni Rúnar segir mjög blandaða flóru af fólki sækja í slík störf en eigi sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða og hjálpa náunganum. „Það besta við félagsskapinn er þessa sterka liðsheild og samkenndin.“ Þéttur stuðningur fjölskyldunnar Sigríður Alma Ómarsdóttir er ein með tvö börn, Ómar Helga 6 ára og Bergþóru 10 ára. Alma starfar sem bílstjóri hjá Skólamat. Vegna eðlis starfsins er erfitt fyrir hana að komast frá vinnu. „En þau eru mjög liðleg og styðja vel við bakið á björgunarsveitinni, meðal annars láta þau okkur hafa mat fyrir hálendisvaktina, en við tökum viku vakt yfir sumarið. Fjölskyldan stendur einnig vel við bakið á mér ef á þarf að halda og krakkarnir eru öllu vanir hvað þetta varðar og skilja mjög vel ef ég þarf að fara í útkall.“ Alma hefur einnig starfað í björgunarsveit frá 17 ára aldri, byrjaði sama ár og Bjarni Rúnar. „Mér finnst skipta máli að láta gott af mér leiða og getað hjálpað. Þetta er spennandi og gefandi starf og hefur kennt mér mikið. Mest gefandi er þegar maður hefur bjargað/aðstoðað einhvern og veit að þú hefur skipt máli. Erfiðast er þegar útköll eru þar sem að látinn einstaklingur kemur við sögu og erfið slys.“ Kona og ungabarn orðin köld í bíl Alma rifjar upp minnisstætt atvik þegar hún, ásamt hópi björgunarsveitarmanna, bjargaði nokkur hundruð manns af Reykjanesbrautinni í miklu óveðri fyrir nokkrum árum. „Ég var ásamt öðrum á einum af stóru bílum okkar og við ókum að einum bíl sem við vorum ekki viss um hvort að þar væri einhver í neyð. Við kíktum inn í bílinn og þar var kona með ungabarn en bíllinn hennar var búinn að drepa á sér og þau voru orðin verulega köld. Þegar ég fer svo út í búð og sé þau þá kemur þessi minning úr útkallinu alltaf upp í hugann,“ segir Alma og bætir við að í svona starf sækist mannskapur sem sannarlega vilji láta gott af sér leiða og að liðsheildin sé það besta við félagsskapinn. Þau Bjarni Rúnar og Alma segja flugeldasöluna sem framundan sé, vera þeirra stærsta fjáröflun. „Hún hjálpar okkur að halda áfram því starfi sem við sem við höfum sinnt. Þá getum haldið áfram að hjálpa almenningi í neyð hvar sem er og hvenær sem er og á hvaða tíma sem er. Þessi stuðningur skiptir öllu máli við rekstur björgunarsveitanna á landinu,“ segja þau að lokum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


OMNIS HEFUR FLUTT

ROKKAR

Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar við Hafnargötu 40

ÞÚ FÆRÐ JÓLAGJAFIRNAR Í OMNIS

Hvort sem það eru tölvur, spjaldtölvur, tölvufylgihlutir, prentarar, myndavélar eða sjónvörp þá er nokkuð víst að við erum með skemmtilegu jólagjöfina fyrir þig og þína! Svo erum við auðvitað með rekstrarvörurnar líka.

Omnis er endursöluaðili Símans á Suðurnesjum

Hafnargötu 40, Reykjanesbæ Sími 444 9914 www.omnis.is


8

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Ljósahús og Jólagluggi Reykjanesbæjar 2014:

Túngata 14, Ljósahúsið 2014.

Fulltrúar þriggja efstu húsanna með fulltrúum Reykjanesbæjar og HS Orku/HS Veitum.

Túngata 14 vann annað árið í röð -Optical Studio með fallegasta jólagluggann

Hallbjörn Sæmundsson, „jólakarl“ bæjarins, tók við 30 þús. kr. gafabréfi frá HS Orku/HS Veitum sem inneign á rafmagnsreikningi. Grétar Ólason á Týsvöllum lét ekki sitt eftir liggja í jólaskreytingum á húsi sínu frekar en fyrri daginn og fékk 20 þús. kr. Þriðja sætið fékk 15 þús. kr. gjafabréf. Gunnar B. Gunnarsson og Sigríður B. Björnsdóttir, eigendur Freyjuvalla 7, eru í fyrsta sinn í verðlaunasæti. Reykjanesbær hefur staðið fyrir samkeppni um Ljósahús/Jólahús

bæjarins frá árinu 2001 og er þetta því í fjórtánda sinn sem veittar eru viðurkenningar fyrir bestu ljósaskreytingarnar í bænum. Reykjanesbær hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð og margir gera sér sérstaka ferð á aðventunni til bæjarins til að skoða ljósadýrðina. Í ár var hafður sami háttur á valinu eins og í fyrra þ.e. að hin skipaða „jólanefnd“ tilnefndi tíu hús sem bæjarbúar sjálfir fengu svo að velja úr í rafrænni kosningu á vef Víkurfrétta. Tæplega eitt þúsund manns tóku þátt í valinu og er það miklu meiri þátttaka en þegar óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum. Þessi aðferð virðist því ná betur til íbúanna og ákveðið var að halda þessu verklagi í framtíðinni.

Í nefndinni sem valdi húsin tíu að þessu sinni sátu formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir, Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta og Þórhildur Eva Jónsdóttir frá HS Orku/HS Veitum.

Jólagluggi Reykjanesbæjar 2014 er í Optical Studio.

Aðrir á Topp 10 listanum voru: Borgarvegur 20, Heiðarból 19, Heiðarbrún 4, Melavegur 9, Miðgarður 2, Steinás 18, Þverholt 18. Við sama tækifæri voru veittar þrjár viðurkenningar fyrir fallegustu jólagluggana í verslunum og fyrirtækjum bæjarins og eftirfarandi fyrirtæki hlutu viðurkenningar fyrir glæsilegar skreytingar. Optical Studio var með fallegasta gluggann að þessu sinni, Skóbúð Keflavík varð í 2. sæti og Gallerí Keflavík í því þriðja.

Jólagluggi Skóbúðarinnar.

Opnunartímar um jól & áramót:

Jólagluggi Gallerí Keflavík.

Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári!

verslun Okkar er Opin:

sunudagur 21.des 12-18

mánudagur 22.des 12-22 Þorláksmessa 12-22

Kaskó | Iðavöllum 14 B | 230 Keflavík | www.kasko.is

markhönnun ehf

Túngata 14 var valið Ljósahús Reykjanesbær annað árið í röð en nærri þúsund manns kusu í rafrænni kosningu úr hópi tíu húsa. Valið fór fram á Víkurfréttavefnum, vf.is. Týsvellir 1 urðu í 2. sæti og Freyjuvellir 7 í því þriðja.

Týsvellir 1.


Fleiri frábærar gjafahugmyndir á siminn.is/jol

Heilt hlaðborð af jólagræjum

Fitbit Flex

14.990 kr. Snjallarmband sem mælir skrefafjölda og hreyfingu auk þess að fylgjast með svefni. Armbandið nemur hve lengi þú ert að sofna og hvernig nóttin skiptist í djúp- og grunnsvefn.

Samsung Galaxy S4+

Samsung Galaxy Alpha

Einn skarpasti skjárinn í dótaskúffunni.

Í glansandi sparifötum allt árið.

4.190 kr.

6.590 kr.

á mánuði í 18 mánuði*

Sveigjanlegur Góður snjallpakki í 6 mánuði.***

Staðgreitt: 69.990 kr.

Staðgreitt: 109.990 kr.

4x 16GB

13MP

á mánuði í 18 mánuði*

Sveigjanlegur Góður og Spotify Premium á 0 kr. í 6 mánuði.**

5”

4G

2,3Ghz

4G

4x 32GB

12MP

4,7”

1,8Ghz

Sennheiser Momentum On-Ear

LG L30

Nokia Lumia 530

Einfaldur en eldklár fyrir litla stúfa.

Einfaldar lífið þegar tossalistinn lengist.

29.990 kr.

890 kr.

1.790 kr.

á mánuði í 12 mánuði*

á mánuði í 12 mánuði*

2x 4GB

2MP

3,2”

Staðgreitt: 19.990 kr.

1Ghz

3G

4x 4GB

5MP

4”

4G

1,2Ghz

E N N E M M / N M 6 6 24 6

Þýsk hágæða heyrnartól þar sem hönnun og frábær hljómburður fara saman. Minni útgáfa af hinum rómuðu Momentum heyrnartólum. Litir: Rauður, svartur, brúnn.

Staðgreitt: 19.990 kr.

*340 kr. greiðslugjald leggst við hvern mánuð ef greiðslum er dreift á kreditkort. Nánari upplýsingar á siminn.is/vefverslun. **Þeir sem hafa áður fengið Spotify Premium á 0 kr. hjá Símanum geta ekki fengið Spotify áskrift á 0 kr. aftur. Ekki er hægt að fá Spotify Premium á 0 kr. án þess að vera með GSM snjallpakkaáskrift. Kaupaukann má nota með stærri Sveigjanlegum og Endalausum snjallpökkum. ***Kaupaukann má nota sem afslátt af mánaðargjaldi fyrir stærri Sveigjanlega og Endalausa snjallpakka.


10

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457

TIL LEIGU EÐA SÖLU VEITINGASTAÐUR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Keilir afhendir styrki K

iwanisklúbburinn Keilir afhenti Velferðasjóði Suðurnesja og Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum veglega peningastyrki auk gjafabréfa fyrir úttekt á jólatrjám á laugardaginn. Keilir hefur opnað sína árlegu jólatrjáasölu, en hún hefur verið ein aðalfjáröflun klúbbsins undanfarin rúm þrjátíu ár. Jólatrjáasalan er í Húsasmiðjunni eins og undanfarin ár og hefur klúbburinn notið velvildar Húsasmiðjunnar og fengið að vera þar með söluna endurgjaldslaust og vill Keilir þakka fyrir það. Sinawik klúbburinn hefur eins og undanfarin ár skreytt bæði greinar og leiðiskrossa sem eru til sölu hjá Keili. Allur hagnaður af jólatréssölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum.

Eiður Ævarsson og Andri Hjaltason frá Keili afhentu styrkina sem Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði og Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjölskylduhjálp tóku við.

Staðurinn er á besta stað í Reykjanesbæ með nætursöluleyfi og tveim bílalúgum. Áhugasamir sendið fyrirspurn á veitinga.rekstur@gmail.com eða í síma 8610500 / 8422800

SKÖTUHLAÐBORÐ Í GARÐI

■■ Sinawik konur hittust og útbjuggu jólaskreytingar:

Föstudaginn 19. desember verður Skötuhlaðborð unglingaráðs Víðis haldið í Samkomuhúsinu í Garði. Á boðstólnum verður meðal annars saltfiskur, plokkfiskur, siginn fiskur að ógleymdri skötunni ásamt tilheyrandi meðlæti.

Jólaskreytingar fyrir líknarmál

Verðinu er stillt í hóf og kostar aðeins kr. 3000 á manninn.

F

Hádegishlaðborðið er opið milli kl. 11:00 og 13:30 og kvöldborðið milli kl. 17:30 – 20:00.

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ

Opið 18. og 19. desembert, svo jólafrí. Opnum aftur fimmtudaginn 8. janúar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár

élagar í Sinawik hittust á dögunum og settu saman jólaskreytingar. Um var að ræða árlegan viðburð en sala á jólaskreytingunum er ein helsta fjáröflun Kiwanisklúbbsins Keilis. Ljósmyndari Víkurfrétta rak inn nefið og smellti af af hópnum.

Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Óskum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum,

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Viltu gleðja elskuna þína með fallegri jólagjöf? Lyf og heilsa eru með mikið úrval gjafavara fyrir dömur og herramenn.

www.lyfogheilsa.is Keflavík


www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


12

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-Viðtal

pósturu olgabjort@vf.is Jóna, Gullý heldur á Guðlaugu Helgu, Didda, Dóra og Svava.

Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem eru að líða Þjónusta í boði hjá Bílneti

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is

JÓLAGJÖFINA

FÆRÐU HJÁ OKKUR FULL BÚÐ AF FALLEGRI GJAFAVÖRU

■■Einn eigenda SI verslunar segir staðsetninguna hafa áhrif á tryggð viðskiptavina:

Heppin með viðskiptavini og starfsfólk S

I verslun var stofnsett árið 1983 að Heiðartúni 2 í Garði undir nafninu Verslun Sigurðar Ingvarssonar. Í versluninni voru seld m.a. heimilistæki, raflagnaefni, ljós, gjafavörur, sportvörur og skólavörur. Árið 2006 var verslunin flutt að Hafnargötu 61 við Vatnsnestorg í Reykjanesbæ. Víkurfréttir tóku tali Jónu Sigurðardóttur, einn eigenda fjölskyldufyrirtækisins, en hún og Gullý systir hennar sjá um daglegan rekstur verslunarinnar.

TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •

VIÐ EIGUM ALLT Í MJÚKA PAKKANN HANDA

HERRAMANNINUM

Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757

www.krummaskud.is

BÚSTOÐ EHF

Heimilistæki og íþróttavörur á sama stað „Verslunin er umboðsaðili Smith & Norland, sem er m.a. með vörur frá Siemens. Einnig seljum við Adidas íþróttavörur, Under Armour íþróttafatnað, fatnað frá Cintamani, lofthreinsi- og rakatæki frá Stadler form og ljósaperur frá Silvania. Við höfum smám saman aukið umsvif og reksturinn undið upp á sig,“ segir Jóna. Vöruúrvalið er þannig úr garði gert að verslunin er ekki árstíðabundin. „Ef það er lítið að gera í fatnaðinum þá er nóg að gera í tækjunum og öfugt. Þetta einhvern veginn helst í hendur þótt fólki finnist skrýtið

að koma hérna inn - að sjá bæði heimilistæki og íþróttafatnað. En þetta hefur gengið mjög vel og við þurfum ekki að kvarta. „Fólk spyr enn um pabba gamla“ Jóna segir að vinsælast í fatnaði séu þessi hefðbundnu íþróttaföt í ræktina. „Það er svo stór hópur fólks og fyrirtækjum í viðskiptum við okkur. Það hefur orðið svo mikil vakning í alls konar ítþróttum og mikið um hópíþróttir og hafa margir af þessum hópum leitað hingað til okkar og við reynum að þjónusta þá vel. Það sem er jákvæðast við að vera hérna á svæðinu eru þessir tryggu viðskiptavinir.“ Hún bætir við að sjálfsagt hafi tryggðin byrjað í Garðinum í tengslum við sölu á heimilistækjunum. „Það kemur enn fólk sem spyr um pabba gamla og segir sögur af honum. Það er mjög vinalegt, enda eru viðskiptavinirnir aðalmálið. Við erum líka mjög heppnar með þær tvær starfsstúlkur sem skipta með sér fullu starfi í versluninni. Þær eru einstakar,“ segir Jóna sem vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðskiptavina og og óskum þeim öllum Gleðilegra jóla.


GÓÐ HUGMYND AÐ JÓLAGJÖF!

GJAFAKORT

MEÐ 20% AFSLÆTTI AF ÖLLUM VÖRUM

www.opticalstudio.is – www.facebook.com/OpticalStudio


14

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

Mögnuð menningarveisla að Útskálum

pósturu vf@vf.is

– Eivør Pálsdóttir og aðrir einvala listamenn leggja hollvinum Unu í Sjólyst lið.

Þ

að var mögnuð menningarveisla að Útskálum á mánudagskvöld. Þar stóð Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur fyrir menningardagskrá til styrktar húsi Unu, Sjólyst í Garði. Fjöldi listamanna kom fram á menningarkvöldinu. Allt listafólkið gaf vinnu sína en aðgangseyrir rann óskertur til áframhaldandi uppbyggingar þeirrar menningarstarfsemi sem unnið er að í Sjólyst. Húsið hefur verið opið um helgar tvö undanfarin sumur og margir komið í heimsókn og átt þar notalegar stundir. Í undirbúningi er að

koma húsinu í sem upprunalegast horf og hafa þar opið áfram um helgar. Þau sem komu fram voru: Eivør Pálsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Steindór Andersen, Birna Rúnarsdóttir og Jónína Einarsdóttir. Þá las Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur upp úr bókinni Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnús. Þar er sagt frá Unu Guðmundsdóttir. Anna Hulda Júlíusdóttir djáknanemi flutti hugvekju. Kynnir var

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli. Um eitthundrað manns sóttu viðburðinn í Útskálakirkju sem Kristín Júlla Kristjánsdóttir sá um að skipuleggja. Kristín hefur verið dugleg við að auðga mannlífið í Garði og m.a. fengið þangað tónlistarfólk til tónleikahalds á aðventunni undanfarin ár. Þá hefur Kristín verið að leggja hollvinasamtökum Unu lið og dregið gesti og gangandi í kaffisopa í Sjólyst. Þar er því að verða vísir að einu alminnsta kaffihúsi landsins í eldhúsinu í Sjólyst.

Tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir.

Fjölmennt var á menningarkvöldinu í Útskálakirkju.

Glæsilegt úrval af jólagjöfum Vinkonurnar Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eivør Pálsdóttir.

Opnunartími fram að jólum: Fimmtudagur 18. desember kl. 10:00 - 22:00 Föstudagur 19. desember kl. 10:00 - 22:00 Laugardagur 20. desember kl. 10:00 - 22:00 Sunnudagur 21. desember kl. 10:00 - 22:00 Mánudagur 22. desember kl. 10:00 - 22:00 Þorláksmessa 23. desember kl. 10:00 - 23:00 Aðfangadagur 24. desember kl. 10:00 - 12:00 Hilmar Örn, Páll frá Húsafelli og Steindór Andersen í Útskálakirkju.


FERÐATÖSKUR VILDARAFSLÁTTUR FRÁBÆR VERÐ

Maðurinn sem hataði börn

Lína langsokkur - allar sögurnar

Verð: 4.299.-

Verð: 3.999.-

Í innsta hring Verð: 3.499.-

TVÆR Í PAKKA!

GILDIR FRÁ 18. DESEMBER TIL OG MEÐ 21. DESEMBER.

2vil0da% rafsláttur

Fuglaþrugl og Naflakrafl Verð: 3.499.-

[buzz] & [geim] - saman í pakka Verð: 3.299.-

Stundarfró Vildarverð: 4.799.Verð áður: 5.999.-

Vildarverð 11.999,Fullt verð: 19.999,-

Stærð 78 cm | svört | blá

Vildarverð 9.999,-

Vildarverð 8.999,-

Fullt verð: 18.499,-

Fullt verð: 15.999,-

Stærð 68 cm | svört | blá

Manndómsár

Út í vitann

Skrímslakisi

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

Verð: 3.499.-

b, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

orður

Keflavík - Sólvallagötu Vestmannaeyjum - Faxastíg 36 MUNDU EFTIR2 GJAFAKORTI

uður

Stærð 55 cm | svört | blá

Ísafirði - Hafnarstræti 2

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð PENNANS EYMUNDSSON

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval eftiroktóber. verslunum. Upplýsingar birtar með fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12. Upplýsingar erueru birtar með fyrirvara


16

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is

■■Omnis opnar við Hafnargötu og Síminn er fluttur heim:

„Fólki þykir gott að geta sótt þjónustuna í heimabyggð“ „Omnis er komið á áberandi stað hér við Hafnargötuna og mun hentugra húsnæði en það sem við vorum í áður við Tjarnargötu. Þetta húsnæði er bæði opið og þægilegt. Húsið er snyrtilegt og stendur við eitt helsta kennileiti bæjarins, símamastrið við Hafnargötu. Það er gaman að vera fluttur hingað og vonandi lífgum við upp á Hafnargötuna,“ segir Björn Ingi Pálsson, Rekstrarstjóri Omnis í Reykjanesbæ. Björn Ingi er ekki að byrja í faginu en hann hefur verið í verslunarrekstri með tölvubúnað í Reykjanesbæ frá árinu 1994. Omnis er latína og þýðir „allt“. „Við vorum að leita að nafni sem væri samnefnari fyrir það sem við erum að gera og þar með kom Omnis upp úr hattinum. Omnis er upplýsingatæknifyrirtæki og slagorðið okkar er „upplýsingatækni í heimabyggð“. Við erum með verslanir á þremur stöðum á landinu: í Reykjanesbæ, Akranesi og Borgarnesi og svo er rekin fyrirtækjaþjónusta í Reykjavík. Omnis er einnig umboðsaðili fyrir Símann og þeirra þjónustu á þessum þremur stöðum. Þá er Omnis umboðsaðili fyrir TM (Tryggingamiðstöðina) á Akranesi og Borgarnesi“. Omnis selur úrval tækja og tóla fyrir, hvort sem það eru símar, tölvur eða spjaldtölvur. Einnig allar rekstrarvörur fyrir tölvur og fylgihluti. Björn Ingi og hans fólk hjá Omnis í Reykjanesbæ er þessa dagana að koma sér fyrir í

nýju versluninni við Hafnargötu. Þar er verið að taka vörur upp úr kössum alla daga og segir Björn Ingi að búðin nái varla að taka á sig endanlega mynd fyrr en um áramót. Þá verður sérstök deild með sjónvarpstæki komin upp, á sama tíma lækka vörugjöld á sjónvarpstæki um áramót. Þjónusta í upplýsingatækni frá A-Ö „Þetta húsnæði er skemmtilegt og ég er ánægður að vera kominn hingað. Þetta hús á sér mikla sögu bæði sem pósthús og símstöð. Hér hefur engin starfsemi verið síðan JÁ flutti héðan með símaver sitt,“ segir Björn Ingi. Hjá Omnis í Reykjanesbæ starfa fimm manns og gaman að geta þess að þrír af þeim störfuðu í þessu húsi hjá Símanum, en alls eru 40 starfsmenn hjá fyrirtækinu öllu.

Handsmíðaðir skartgripir eftir Eggert Hannah

Björn Ingi, Ellen Dóra, Guðleif og Stefán í nýju versluninni. Ásgrím vantar á myndina.

Auk þess að vera í upplýsingatækniþjónustu frá A-Ö, þá sér Omnis um vettvangsþjónustu og viðgerðir fyrir Símann á Suðurnesjum. Þó nokkuð er að gera í að þjónusta búnað Símans eins og routera og myndlykla fyrir Sjónvarp Símans. Snjallir símar og öll helstu merkin í tölvum Fjölmargir fá sér nýjan síma fyrir jólin og hjá Omnis er úrval snjallra síma frá Símanum. Þar er iPhone alltaf vinsæll en einnig Samsung og svo einnig Lumia með Win-

dows, sem hefur verið að sækja í sig veðrið. Í tölvum þá er mikil sala í bæði fartölvum og spjaldtölvum. Þeir eru þó ennþá til sem vilja borðtölvur en þá eru menn að horfa til þess að geta verið með stærri skjá. Omnis býður upp á öll helstu merkin í tölvubúnaði frá Advania, Opnum kerfum, Nýherja og Epli. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að vera með sýnishorn af öllum búnaði á staðnum. Hins vegar getur fólk kynnt sér allan búnaðinn í verslun Omnis í Reykjanesbæ. Tölvurnar eru svo pantaðar og afgreiddar samdægurs eða strax næsta dag.

Dugleg að versla heima Björn Ingi segir Suðurnesjamenn duglega að versla heima og að grasrótin sé að virka. Þá er Omnis með þjónustusamninga við flest sveitarfélögin á Suðurnesjum um þjónustu við tölvukerfi og rekur einnig verkstæði í Reykjanesbæ. „Fólki þykir gott að geta sótt þjónustuna í heimabyggð“. Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma í sölu. Nú eru það nýjustu útgáfurnar af, iPad, nýjustu símarnir og svo má lengi telja. „Það eru alltaf að koma stærri og öflugri tæki fyrir sama verð og áður“.

SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR


tm.is/jolakvedja

Tryggðarjól

Það verður allt í góðu lagi Starfsfólk TM óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Hvað sem verður… þá er betra að vera í hópi ánægðra viðskiptavina TM.

Tryggingamiðstöðin

tm@tm.is

tm.is


18

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

■■Veiðisögurnar verða til í Flugukofanum:

Júlíus með riffil en hann hefur nýlega hafið sölu á skotveiðivörum.

Opnaði eldsnemma og fyllti búðina af

ferðamönnum

F

lugukofinn að Hafnargötu 21 í Keflavík er eina sérverslun Suðurnesja með sportveiðivörur. Júlíus Gunnlaugsson ræður ríkjum í Flugukofanum en hann er sjálfur forfallinn veiðimaður. Hann byrjaði með vísi að verslun í skúrnum heima hjá sér skömmu eftir hrun en opnaði við Hafnargötuna fyrir jólin í fyrra. Veiðivertíðin stendur meira og minna allt árið. „Í febrúar byrja menn að hnýta flugur fyrir vorið og sumarið. Vorveiðin hefst í apríl og í júlí byrjar laxinn. Sjóbirtingur byrjar svo í september og stendur til 20. október. Svo er ég kominn með vörur fyrir skotveiðar og er að þjónusta rjúpna- og gæsaveiðimenn. Sala á skotveiðibúnaði fer vel af stað en ég er með skot og allt það sem menn þurfa til skotveiða,“ segir Júlíus í samtali við Víkurfréttir. Jólin eru í júlí og ágúst Aðspurður hvort það séu toppar í starfsemi Flugukofans, þá segir Júlíus að jólin séu í júlí og ágúst ár hvert í veiðinni. Þá sé mesta fjörið í stangveiðinni, flestir að veiða og í nógu að snúast. Þá er silungur og lax og í enda þess tímabils kemur svo sjóbirtingur. Það eru svo sannarlega líka að koma jól núna í Flugukofanum því Júlíus hefur verið að fylla búðina af gjafavöru ýmiskonar fyrir veiðimenn síðustu daga. Veiðiáhugafólk þarf jú líka að fá í skóinn eða veiðipakka undir jólatréð. – Og hvað fá veiðimenn í skóinn eða jólapakkann? „Það er alltaf hefðbundið að gefa hanska og húfur. Á hverju ári

kemur svo alltaf eitthvað nýtt tækniundur fyrir veiðimenn. Nú er það WaterWolf sem er myndavél í anda GoPro nema að þessari er kastað með línunni og hún myndar þegar fiskurinn tekur. Þessi vél er flott jólagjöf, sem og veiðitöskur eða nýtt veiðihjól. Vöðlur og skór eru einnig vinsælar jólagjafir fyrir veiðimenn, sem og hnýtingasett“. Júlíus er með eitt mesta úrval landsins þegar kemur að fluguhnýtingavörum og segist vilja vera sterkur á því sviði. Meðbyr með búðinni Júlíus segist hafa aukið vöruúrvalið umtalsvert frá síðustu jólum og að hann finni fyrir meðbyr með búðinni. „Fólk verslar við mig því

það vill hafa mig og mér þykir það mjög dýrmætt. Það segir mér líka að halda ótrauður áfram.“ Hann segist oft fá viðskiptavini inn í búðina til sín sem hafi verið að skoða veiðivörur í verslunum í Reykjavík en fá Júlíus svo til að panta vöruna fyrir sig til afgreiðslu í Keflavík. Hann segist einnig sáttur við að allar þessar flottu veiðibúðir í Reykjavík hafa á þessu mikinn skilning og eru allar að þjónusta hann með þá vöru sem óskað er eftir. „Svo erum við með tvær ferðir með flutningabílum frá Reykjavík á hverjum degi, þannig að afgreiðum við vörurnar samdægurs“. Júlíus segist einnig oft geta boðið vöruna ódýrari en í Reykjavík. Það ræðst af því að hann er lítill með enga yfirbyggingu og getur þannig haft haft álagninguna lægri. „Þá er ég með þjustustigið alla leið og þannig vil ég byggja þetta upp, að menn fái góða þjónustu og gott verð“. Margir færir veiðimenn Á Suðurnesjum eru gríðarlega margir í skotveiði og stangveiði og margir færir veiðimenn. Júlíus segir þetta kröfuharðan hóp. „Menn sjá einhverjar nýjar flugur á netinu og koma samdægurs til mín til að athuga hvort þær séu til eða hvort ég geti hnýtt þær. Flugukofinn býður öll helstu og bestu merkin í veiðivörum og Júlíus segir að veiðimenn þurfi alltaf að vera að endurnýja veiðibúnaðinn.

„Mönnum finnst a.m.k. að þeir þurfi að endurnýja reglulega,“ segir Júlíus og brosir. „Menn koma til að fá sér nýjar flugulínur og þær kosta sitt. Svo ákveða þeir bara að fá sér nýtt hjól líka. Og flugur og tauma, eitthvað sem menn nota mikið“. Vönduð merki í veiðistöngum eins og hinar amerísku Sage og Scott eru bæði til sölu í Flugukofanum. Shimano kaststangir fást hjá Júlíusi og RIO flugulínan er sögð sú besta og fæst einnig í búðinni. Júlíus leggur áherslu á að vera með breidd í vöruúrvali og verð sem flestir ættu að ráða við. „Ég er samt ekkert hrifinn af því að fylla allt hér af einhverju Kínadrasli“. Opnað snemma á sumrin Síðasta sumar var Júlíus duglegur að opna verslunina mjög snemma á morgnana og það skilaði þeim árangri að margir útlendingar komu inn í búðina til að versla. Hann segist hafa veitt því athygli að erlendir ferðamenn væru komnir á göngu um Hafnargötuna á milli 7 og 9 á morgnana og þetta fólk hafi kíkt inn í kaffi og verslað. Júlíus segir að það vanti meira líf við Hafnargötuna fyrir kl. 9 á morgnana. Þá segist Júlíus einnig fá marga veiðimenn beint úr flugstöðinni til sín þar sem þeir kaupi veiðibúnað áður en haldið er í árnar til veiða. - Þú gefur þig út fyrir mikla persónulega þjónustu við veiðimenn. Hvað ertu að gera fyrir þá? „Það er allt frá því að þrífa fluguhjólin og línurnar eða skipta um. Gera við stangir og vöðlur og jafnvel ráðleggja mönnum. Ég reyni að gefa eins mikið af upplýsingum

og ég get og á meðan búðin er ekki full af fólki þá get ég gengið nokkuð langt í því. Þá hringi ég og fæ upplýsingar um veiðileiðsögumenn, hvar sé best að veiða þannig að menn komi ekki að tómum kofanum“. Veiðigræjur til leigu Júlíus er starfsmaður Lax-á á sumrin sem yfirveiðileiðsögumaður og hefur því aðgang að dýrmætum upplýsingum fyrir þá sem eru að fara í veiði. Júlíus leigir mönnum einnig veiðigræjur. „Hingað geta menn labbað inn og fengið leigðar allar helstu veiðigræjur, hvort sem það er stöng, vöðlur, skór eða annað sem þarf í veiðina“. Það nýjasta í búðinni er þjónusta við skotveiðimenn og er Júlíus farinn að selja byssur, bæði haglabyssur, riffla og loftriffla. Skotvopnin eru ekki sýnileg í búðinni, heldur öll í læstum skápum á bakvið. Of mikill kostnaður fylgir því að setja upp sýningarvegg en þess í stað sýnir Júlíus tilvonandi kaupendum byssurnar stakar. Þá hefur hann í boði sjónauka og annað sem þarf við skotveiðar. Þá er hann einnig með byssuskápa til sölu. Flugukofinn er opinn alla daga til jóla kl. 10-22. Opið er til kl. 23 á Þorláksmessu og til 12 á hádegi á aðfangadag. Á Þorláksmessukvöld verður viðskiptavinum boðið að bragða á villibráð sem elduð er af meistarakokki en allt hráefnið kemur frá veiðimönnum á Suðurnesjum.

Óskum Suðurnesjamönnum öllum

gleðilegra jóla, árs og friðar

með þökk fyrir árið sem er að líða


Tr þ hj ér ygg á p ðu ný ok lás ju ku s ár r á i

Sporthúsið óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

CROSSFIT SUÐURNES í Sporthúsinu.

SUPERFORM Áskorun 2015 hefst 12. janúar.

Kynningarfundur 8. janúar kl. 20:00. Skráning hefst 2.janúar, skráningargjald

kr. 6.990

3ja vikna grunnnámskeið + 3 vikur í framhaldstíma hefst 5.janúar. Skráning er hafin.

kr. 15.900

ÞITT FORM

hjá Freyju Sigurðardóttir. Nýtt 6 vikna námskeið hefst 5. janúar. Skráning er hafin.

kr. 19.900

Nánari upplýsingar á www.sporthusid.is

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is


20

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Vegna mikilla anna hjá eigendum er verslunin Krummaskuð til sölu:

Upplifunin í versluninni mikilvægust V

erslunin Krummaskuð varð til í maí 2012 og var dekurverkefni Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur á meðan hún nam lögfræði. Sigrún rekur verslunina ásamt eiginmanni sínum, Birgi Óttari Bjarnasyni. Hún segir segir upplifunina innandyra skipta mestu máli, hvort sem fólk kaupir hjá henni vörur eða ekki. „Ég opnaði ekki búð til að græða peninga, ég vildi bjóða upp á einhverja upplifun. Mér þykir óskaplega vænt um búðina og það sést þegar inn er komið. Hér er fallegt umhverfi og gott andrúmsloft, bæði fyrir þá sem kaupa eitthvað eða ekki. Upplifunin, lýsingin, lyktin, litasamsetningar og tónlistin. Þetta skiptir allt máli,“ segir Sigrún Inga sem finnst desember langskemmtilegasti tími ársins. „Það er gaman að fá bæjarbúa í búðina og það er mér hjartans mál að vera jákvæð og gera það besta fyrir bæinn okkar. Minn draumur er að Hafnargatan verði flott verslunargata sem bæjarbúar geta verið stoltir af. Það gerist ekki nema bæjarbúar taki þátt og styðji við verslun hér. Við erum ein af nýjustu verslununum við Hafnargötuna og fólk mætti taka betur á móti nýjum verslunum. Hugafarið skiptir svo miklu máli.“ Vegna mikilla anna í öðrum störfum Sigrúnar Ingu og Birgis hafa þau því miður ekki lengur tíma til að reka verslunina. „Okkur langar ekki að loka henni, við viljum selja hana.“

Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.

ódýrt bensín Fitjabakka 2-4

Fitjabakka Njarðvík

Básinn Vatnsnesvegur 16

Þröngar gallabuxur vinsælar Sigrún Inga segist vera stoltur Reykjanesbæingur og hefur trú á því að hér verið flottur miðbær í framtíðinni. „Ég er í menningarráði Reykjanesbæjar og mínar áherslur eru miðbærinn og að byggja hann upp. Ýmislegt hér sem mætti gera betur.“ Fáar verslanir í Reykjanesbæ selja herrafatnað og Sigrún Inga segist vilja að það sem hún selji sé í boði í bænum. „Áherslur í versluninni eru dömuog herrafatnaður, en þó að miklum hluta til fatnaður fyrir herra á öllum aldri. „Mömmunum með unglingsdrengina finnst gott að koma til okkar. Umhverfið er þægilegt og þjónustan góð. Ég legg líka mikið upp úr sniðum og tel að mitt starfsfólk sé gott í að hjálpa til við val á því. Við þurfum að hafa þekkinguna. Alltof margir sem klæðast því sem þeim er rétt. Strákar eru líka að verða miklu meðvitaðri um þetta. Þröngar og mjúkar gallabuxur seljast mikið núna - og víðar skyrtur við.“ Mamman mikill hönnuður Sigrún Inga kemur úr fjölskyldu þar sem mikið er um íslenska hönnun. Móðir hennar, Helga Steinþórsdóttir, á Mýr design

merkið og systur hennar eru einnig miklir hönnuðir. Til að mynda hafi þau tekið til sölu textílvörur hönnuðarins Sveinbjargar sem hafi verið tekið mjög vel. „Þetta er eitt af þessum hornum í búðinni sem ég ákvað að gera. Svo er Mýr design í búðinni, hönnunin hennar mömmu, hún er alltaf að verða umfangsmeiri. Ef ég gæti bara verið með vörurnar hennar mömmu þá myndi ég gera það. En þær höfða ekki endilega til allra þó að þær höfði til flestra. Mýr design á eftir að enda sem sér búð, fötin eru svo vinsæl. Þetta eru nánast einu fötin sem ég klæðist og vegna þess að þetta höfðar svo vel til mín. Það er ekki bara af því að hún er mamma mín,“ segir Sigrún Inga og hlær. Með brot af því besta Sigrún Inga er mjög opin fyrir því bæta við einhverju sem henni finnst fallegt í verslunina og finnst skemmtilegt að bjóða upp á. „Ég hef líka alltaf verið opin fyrir einhverju nýju. Stundum virkar það og stundum ekki. Við erum með mjög góð verð og ég fæ marga viðskiptavini frá höfuðborgarsvæðinu. Það má segja að við séum með brot af því besta af því að við verslum við helstu heildsölur í Reykjavík. Við erum bara með skandinavísk merki í herradeildinni og mér finnst þau vönduð sem endast vel.“ Henni finnst fylgja því svo mikil vinna að fara til Reykjavíkur að versla fyrir jólin. „Hér færðu stæði beint fyrir framan verslanirnar og góða og persónulega þjónustu, nægt pláss og nægan tíma.“ Sígild snið sem endast lengi Eiginmaður Sigrúnar Ingu, Birgir, segir hún vera höfuð herradeildarinnar. „Hann vinnur mikið hérna og hefur algjörlega bjargað mér þegar mér dettur eitthvað í hug. Búðin var lokuð í hálfan dag þegar við fluttum hana á milli tveggja staða við Hafnargötuna. Við erum bæði í fullu starfi og því er einnig gott að fá mömmu hingað til að hjálpa og ég er með ofboðslega gott starfsfólk. Annars gengi þetta ekki upp,“ segir Sigrún Inga. Helga kemur þarna inn í umræðuna. „Það er líka lúxus fyrir mig að vera með mínar vörur í svona flottri búð. Kjólarnir eru vinsælastir og jakkarnir. Þetta er sígildur fatnaður sem gengur í mörg ár. Sniðin eru sígild og ég er smámunasöm á efni og litasamsetningar. Svo er ég með kjólameistara sem eru snillingar í að búa til snið sem endast. það skiptir miklu máli fyrir einhvern í minni stöðu.“ Sigrún bætir við: „Mamma setur langflestar flíkurnar í þvottavél og þurrkara til að tryggja að gott sé að þrífa fötin. Þannig föt vill fólk í dag.“


Nurofen VIKURFR-L&H copy.pdf

1

18/11/14

20:20

Fæst í Lyfjum & heilsu

Nurofen Apelsin

Íbúprófen mixtúra fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 12 ára • Hitalækkandi • Verkjastillandi • Bólgueyðandi Sýnt hefur verið fram á að Nurofen apelsin slær á hitann eftir aðeins 15 mínútur og áhrifanna gætir í allt að 8 klukkustundir

Fæst án lyfseðils í apótekum Nurofen Apelsin 40 mg/ml mixtúra, dreifa. Inniheldur Íbúprófen. Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum verkjum eða hita. Skammtar og lyfjagjöf: Til inntöku. Dagsskammtur af Nurofen er 20-30 mg/kg líkamsþyngdar tekin inn í 3-4 aðskildum skömmtum á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti. Mælt er með því að sjúklingar sem eru viðkvæmir í maga taki Nurofen með mat. Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 8 kg. Aðeins til skammtímanotkunar. Leita skal til læknis ef einkenni versna. Ef lyfið er notað án lyfseðils og einkenni barnsins eru viðvarandi í meira en 3 daga skal leita til læknis. Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er til að meðhöndla einkenni. Ekki má taka lyfið ef þú: Hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni, bólgueyðandi gigtarlyfjum, hveiti eða einhverju innihaldsefnanna, sögu um berkjukrampa, astma, nefslímubólgu eða ofsakláða í tengslum við inntöku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja, sögu um blæðingar eða rof í meltingarvegi í tengslum við fyrri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, virk sár, eða sögu um endurtekin sár/blæðingar í maga, virka blæðingu í heila eða annars staðar, alvarlega lifrarbilun, alvarlega nýrnabilun, alvarlega hjartabilun, storkuvandamál, óútskýrðar truflanir á blóðmyndun svo sem blóðflagnafæð, ert á síðasta þriðjungi meðgöngu, tekur önnur bólgueyðandi gigtarlyf eða meira en 75 mg af acetýlsalicýlsýru daglega, ert með hlaupabólu, hefur nýlega gengist undir stóra skurðaðgerð, hefur ofþornað. Gæta skal sérstakrar varúðar og ræða við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert með, hefur einhvern tíman fengið eða átt hættu á að fá: Bandvefssjúkdóm, þarmasjúkdóm, hjarta og/eða æðasjúkdóm, skerta nýrnastarfsemi, lifrarsjúkdóm, óþol fyrir sykrum eða ef þú tekur önnur lyf. Regluleg notkun verkjalyfja getur leitt til varanlegra truflana á nýrnastarfsemi. Andþyngsli geta komið fyrir ef barnið hefur astma, langvinnt nefrennsli, sepa í nefi eða ofnæmissjúkdóma. Örsjaldan hefur verið greint frá alvarlegum viðbrögðum í húð í tengslum við notkun bólgueyðandi gigtarlyfja. Hætta skal notkun Nurofen Apelsin strax við fyrstu merki um útbrot á húð, sár á slímhúðum eða önnur einkenni ofnæmisviðbragða. Lyf svo sem Nurofen Apelsin geta tengst aukinni hættu á hjartaáfalli eða heilaslagi. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt og ekki lengur en ráðlagt er. Ef blæðing eða sár koma fram í meltingarvegi ætti að hætta meðferð strax. Hættan á blæðingum, sáramyndun eða rofi í meltingarvegi eykst við notkun stærri skammta af bólgueyðandi gigtarlyfjum, hjá sjúklingum með sögu um sár í meltingarvegi, einkum ef þeim hafa fylgt blæðingar eða rof og hjá öldruðum. Lyfið getur dulið einkenni sýkinga og hita. Sjúklingar með sögu um aukaverkanir í meltingarfærum, sérstaklega aldraðir, ættu að hafa samband við lækni án tafar og greina frá öllum óvenjulegum einkennum frá meltingarvegi. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

www.lyfogheilsa.is


22

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-eldhús

pósturu olgabjort@vf.is

Hátíðarmatur í uppáhaldi Kristinn Jakobsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og verkefnastjóri hjá MSS hlakkar alltaf til jólanna og hátíðarmatur er hans uppáhald. Hann segir heimlagaða Toblerone-ísinn setja punktinn á kvöldmáltíðina á aðfangadag.

A

ðventan er í huga Kristins skemmtilegur tími þar sem hefðin gefur honum tækifæri á að hitta fullt af fólki við ýmis ólík tilefni sem haldin eru á þeim tíma. Það eru ákveðin hlutverkaskipti milli Kristins og Ólafar, eiginkonu hans, í eldhúsinu. Ólöf sér um bakstur og eftirrétti en Kristinn um steikur og forrétti. Hátíðarmatur er hans uppáhald og hann vill meina að þeim mun einfaldari sem uppskriftirnar og matreiðslan séu verði til betri máltíð. Spurður segist Kristinn ekki halda nægilega oft matarboð en þeim hjónum þyki gaman að fá vini og fjölskyldu í heimsókn og elda góðan mat og dreypa á góðu víni með. Oftar en ekki verði humar og alls kyns steikur fyrir valinu því slíkt sé í uppáhaldi. Þá sé þorskhnakki af stórþorski, kryddhjúpaðir og ofnsteiktur, algert sælgæti. Einnig standi hefðbundin lambasteik alltaf fyrir sínu. Kristinn segist oft fá bestu hugmyndir fyrir matreiðsluna í umræðu um mat og matreiðslu og gjarnan fylgi einnig hugmyndir og matreiðsluaðferðir sem ég hann

bara verði að prófa. Eitt sinn rakst hann á rússneska uppskrift af innbökuðum laxi (e. Koulbiac) sem hann gerði nokkrum sinnum fyrir fjölskylduna og endaði síðan sem forréttur í brúðkaupi systur hans. Ef Kristinn mætti velja hverjum hann myndi vilja bjóða í mat og eiga góða kvöldstund með, yrði líklegast að halda eitt heljarinnar matarboð. Hann gæti ekki með nokkru móti gert upp á milli sinna góðu vina eða fjölskyldu. Kristinn og Ólöf hafa haft þann sið að elda það sem þau langar í um hver jól. Ekki sé um að ræða neinn ákveðinn eða ómissandi mat, nema heimlagaði Toblerone-ísinn setji punktinn á kvöldmáltíðina á aðfangadag. Þá sé jólablandið, malt og appelsín, alltaf á borðum yfir hátíðirnar. Hins vegar séu áramótin undir meiri hefðum á gamlárskvöld er þá er smellt í eina innbakaða nautalund að hætti tengdamömmu Kristins. Upp úr hádeginu á nýársdag bjóða hjónin svo til sín fólkinu sínu í Egg Benedikt, sem er hleypt egg á enskri skonsku, borið fram með skinku og/eða reyktum laxi og Hollandaise sósu. Og þá er að sjálfsögðu allt gert frá grunni.

Grillaður humar í hvítlaukssmjöri með humar bisque. Humarinn 4-5 stórir humarhalar á mann. 200 gr smjör 3 hvítlauksgeirar marðir í gegnum hvítlaukspressu Salt og pipar Steinselja, smátt söxuð Humarinn skelflettur og skelin nýtt í humarsoðið (bisque). Smjörið brætt með hvítlauknum í og látið sjóða smá stund, má alls ekki brúnast. Steinseljunni bætt út í ásamt salti og pipar. Smjörið látið kólna þá er humrinum bætt út í og hrært saman. Þá er humrinum raðað í eldfast mót og látin bíða þar til eldun fer fram. Grillið í ofninum hitað í hæsta hita og humarinn settur undir rauð glóandi grillið í 5-7 mínútur. Borin fram með humarbisque.

Humar bisque Humarskelin brotin. 2-3 mtsk Matarolía 1⁄2 meðalstór laukur saxaður smátt 1⁄2 tsk paprikuduft Tómatur gróft saxaður 2 dl hvítvín Vatn Salt og pipar Laukurinn gljáður í olíunni, paprikudufti bætt útí og humarskelini látin brúnast með tómatteningum og allt látið krauma í nokkrar mínútur þá er hvítvíni hellt yfir og látið sjóða. Vatni bætt út í þar til flýtur yfir skelina og látið sjóða í 20 mín undir loki. Þá er soðið sigtað og sett í annan pott soðið niður þar til gott sterkt bragð er að. Salt og pipar eftir smekk. Bragðbætt með smá dass af koníaki. Borið fram í sjússaglasi eða smábolla.

Andarbringur með hindberjasósu (eða kirsuberjasósu) Hindberjasósa: 2 dl. gott Portvín 1 dl. kirsuberja eða hindberjaedik 100 gr sykur (má vera minna) 30 gr smjör Andarkraftur, salt og pipar. 100 gr hindber eða kirsuber fersk eða frosin. Púrtvínið, endikið og sykurinn soðin saman. Sósan bragðbætt með andakraftinum, þarf u.þ.b. 2-3 msk. Smakkað til með salti og pipar. Rétt áður en bera á sósuna fram er mjúku smjörinu bætt í.

Andarbringur. Í andabringurnar eru skáskornar grunnar rákir í haminn, niður í fitulagið. Þær kryddaðar með salti og pipar u.þ.b. 15-20 mínútum áður en að þær eru steiktar. Pannan er hituð vel og bringurnar settar á með haminn niður. Steikt við háan hita í ca 4 mínútur hvor hlið, plús um 7-10 mín í ofni þar til þær eru tilbúnar. Látnar standa í um 10 mínútur til að jafna hitann í þeim. Bringurnar eru skornar þvert í þunnar sneiðar. Gott er að bera fram með smjörsteiktum kartöflum, strengjabaunum og gulrótum eða því ferska grænmeti sem býðst á hverjum tíma.


T R O P S K Í N I L JÓ


24

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Jólaljósin í Vogum tendruð í afar fallegu veðri

L

jósin á jólatrénu í Aragerði í Vogum voru tendruð í afar fallegu veðri á sunnudagskvöld. Tekið var á móti gestum með heitu súkkulaði en nemendur í 10. bekk Stóru-Vogaskóla seldu einnig góðgæti til styrktar lokaferð sinni í vor. Séra Kjartan Jónsson flutti hugvekju og kór Kálfatjarnarkirkju flutti lög undir stjórn Frank Herlufsen. Þá sungu börn í 1. bekk Stóru-Vogaskóla undir stjórn Oktavíu Ragnarsdóttur og Mörtu Guðrúnuar Jóhannesdóttur. Alexandra Mist, sem á afmæli 18. des, Hildur Karen, 27. des og Guðrún María, 28. des, tendruðu jólaljósin og þá var gengið í kring um jólatréð og talað um skreytingar á trénu sem börn í heilsuleikskólanum Suðurvöllum gerðu. Að lokum mættu jólasveinar sem búa í Keili og gáfu börnum sælgæti. Meðfylgjandi myndir tók Steinar Smári Guðbergsson.

Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla, takk fyrir það liðna og gleðilegt nýtt ár. Þökkum fyrir viðskiptin á arinu sem er að líða.

Skilvísir Vogabúar XXÍ hverjum mánuði gefur Sveitarfélagið Vogar út fjöldann allan af reikningum vegna skatta og gjaldskyldrar þjónustu, til að mynda fasteignagjöld, leikskólagjöld, frístundaskóla og fleira. Í vikulegu fréttabréfi segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum að það sé ánægjulegt að segja frá því að um 85% greiðenda eru alla jafna skilvísir, þ.e. hafa greitt áður en til fyrstu innheimtuaðgerða kemur. „Við fylgjumst reglulega með innheimtuárangrinum og vinnum stöðugt að því að bæta hann. Markmið okkar er að ná enn betri árangri í innheimtu gjaldanna, ekki síst til að íbúar okkar verði ekki fyrir óþarfa og íþyngjandi innheimtu- og vanskilakostnaði,“ segir Ásgeir bæjarstjóri.


Besta fríhöfn Evrópu 2014

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 2 – 2 7 5 4

Óskum þér og þínum gleðilegrar hátíðar og þökkum viðskiptin á árinu. Megi komandi ár færa ykkur öllum gleði og ljúfa angan farsældar.


26

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

■■Kristiansand í Noregi gefur Reykjanesbæ jólatré á hverju ári:

Jólaljósin kveikt í björtu án tónlistar J

ólaljósin voru tendruð á jólatrénu á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Tréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Kristiansand í Noregi. Bæjaryfirvöld ákváðu að draga það ekki fram á kvöld að kveikja jólaljósin og því kom það í hlut Andra Sævars Arnarssonar, nemanda úr 6. bekk í Heiðarskóla, að tendra ljósin í björtu. Hann naut aðstoðar Önnu Lóu Ólafsdóttur, forseta bæjarstjórnar, sem þá hafði tekið formlega við trénu frá sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk. Athöfnin við afhendingu trésins var frábrugðin undanförnum árum, því að þessu sinni var engin tónlistarflutningur eða söngur vegna þess að tónlistarskólakennarar höfðu verið í verkfalli og ekki gafst tími til að undirbúa tónlistaratriði. Jólasveinarnir fara hins vegar aldrei í verkfall og mæta meira að segja óvenju snemma til byggða til þess eins að vera við athöfnina og syngja og dansa með yngstu bæjarbúunum.

■■Yngsta kynslóðin sameinaðist í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ:

Dönsuðu, sungu og drukku kakó B

örn í elstu hópum í leikskólunum Tjarnarseli og Versturbergi hittu nemendur 1. bekkjar Myllubakkaskóla í blámanum einn morguninn í sl. viku í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ. Þar dönsuðu þau í kringum jólatré og sungu hástöfum með jólalögum. Þegar því var lokið þótti börnunum notalegt að fá sér heitt kakó og smákökur sem þar voru í boði. Um var að ræða árlegan viðburð sem er liður í að kynna elstu deildir leikskólanna fyrir grunnskólanum sem þú munu sækja næsta haust.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


Vínbúðin Reykjanesbæ

Vínbúðin Grindavík

Föstudagur

19. desember

11.00 - 19.00

Föstudagur

19. desember

12.00 - 18.00

Laugardagur

20. desember

11.00 - 16.00

Laugardagur

20. desember

Lokað

Sunnudagur

21. desember

Lokað

Sunnudagur

21. desember

Lokað

Mánudagur

22. desember

11.00 - 19.00

Mánudagur

22. desember

12.00 - 18.00

Þriðjudagur

23. desember

10.00 - 22.00

Þriðjudagur

23. desember

12.00 - 19.00

Miðvikudagur 24. desember

10.00 - 13.00

Miðvikudagur 24. desember

10.00 - 12.00

Fimmtudagur 25. desember

Lokað

Fimmtudagur 25. desember

Lokað

Föstudagur

26. desember

Lokað

Föstudagur

26. desember

Lokað

Laugardagur

27. desember

11.00 - 16.00

Laugardagur

27. desember

12.00 - 14.00

Sunnudagur

28. desember

Lokað

Sunnudagur

28. desember

Lokað

Mánudagur

29. desember

11.00 - 18.00

Mánudagur

29. desember

14.00 - 18.00

Þriðjudagur

30. desember

11.00 - 20.00

Þriðjudagur

30. desember

12.00 - 19.00

Miðvikudagur 31. desember

10.00 - 14.00

Miðvikudagur 31. desember

10.00 - 12.00

Fimmtudagur 1. janúar

Lokað

Fimmtudagur 1. janúar

Lokað

Föstudagur

2. janúar

11.00 - 19.00

Föstudagur

2. janúar

12.00 - 18.00

Laugardagur

3. janúar

11.00 - 16.00

Laugardagur

3. janúar

Lokað

Sunnudagur

4. janúar

Lokað

Sunnudagur

4. janúar

Lokað

Mánudagur

5. janúar Talning, opið 16 - 18

Mánudagur

5. janúar

Talning, opið 16 - 18

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

ENNEMM / SÍA / NM65833

OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR


28

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

■■Hæfileikakeppni Samsuð:

Már vann annað árið í röð M

ár Gunnarsson sigraði í hæfileikakeppni Samsuð annað árið í röð en hún fram fór í Stapa í sl. viku. Hljómsveitin M8's sigraði í hópakeppninni. Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Auðunn Blöndal fór á kostum sem kynnir. Atriðin voru 18 talsins og hæfileikarnir leyndu sér ekki. Dómarar kvöldsins voru þau Fríða Dís Guðmundsdóttir, Tómas Young, Sigurður Smári Hansson, Hanna Dís Gestsdóttir og Steindi JR, en sá síðastnefndi tróð einnig upp á meðan bið var eftir úrslitum. Eftir keppnina var ball en DJ Stinnson hélt fjörinu gangandi til loka.

Jólagjöfin í ár

r u k k o á j h i portfatnað

s f a l a v r ú t Got

Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104


29

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

-

jólaspurningar

■■Kjartan Már Kjartansson

Borðar hnetusteik og skellir sér í heita pottinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar gæðir sér á heimagerðri hnetusteik um jólin. Þau hjónin hafa fengið góða vini í heimsókn í 31 ár á jóladag, þar sem tekið er í spil og jólunum fagnað. Kjartan skellir sér svo yfirleitt í heita pottinn á aðfangadag eftir heimsókn í kirkjugarðinn. Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Já, ég er smátt og smátt að læra á þær. Starfsfólk skreytir sjálft sínar skrifstofur, mismikið þó, en á bókasafninu og þjónustuverinu á jarðhæð Ráðhússins setjum við upp fullskreytt jólatré til að skapa rétta

andann fyrir þá fjölmörgu sem leggja leið sína í þangað á hverjum degi. Við setjum jólaljós í gluggana og pössum að hafa þau tilbúin, áður en kveikt er á jólatrénu frá vinabænum Kristiansand á Ráðhústorginu, svo nánasta umhverfi trésins sé sem hátíðlegast.

Í Ráðhúsinu starfa um 70 starfsmenn á ýmsum sviðum og skipar hvert svið 1 fulltrúa í skemmtinefnd sem stendur fyrir alls kyns uppákomu yfir árið. Á Aðventunni stendur skemmtinefndin fyrir rauðum degi, þar sem allir eiga að koma í einhverju rauðu, jólapeysudegi o.fl. í þeim dúr. Síðan borðum við saman jólamat í mötuneytinu að kvöldi dags þegar líður nær jólum og í ár ætlar hún Angela okkar, sem rekur Ráðhúskaffi og er frá Portúgal, að sjá um að elda fyrir okkur saltfisk að hætti Portúgala en það er vinsæll jólamatur í heimalandi hennar. Síðast en ekki síst munu svo starfsmenn Reykjanesbæjar fjölmenna á samverustund í Keflavíkurkirkju þar sem við munum m.a. styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja með peningaframlagi sem nemur sömu upphæð og kostað hefði að senda öllum starfsmönnum Reykjanesbæjar hefðubundið jólakort. Í staðinn fá þeir rafræna jólakveðju. Að lokum er rétt að taka fram að bæjarskrifstofurnar verða lokaðar að morgni Aðfangadags og Gamlársdags og einnig 2. janúar á nýju ári en sú hefð hefur skapast að nota þann dag til þess að taka til og gera upp ýmis mál; nokkurs konar vörutalning. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Jólahefðir hjá mér og mínum eru nokkrar. Við förum í kirkjugarðana á Aðfangadag og svo í heita pottinn þegar við komum heim. Síðan hefst eldamennskan og síðustu árin höfum við verið með heimagerða hnetusteik ásamt kalkúnabringum í matinn. Börnin eru farin að heiman en skiptast á að vera hjá okkur á Aðfangadagskvöld

og þá auðvitað með afastrákana. Þeim fylgja margir pakkar og því oftast mikið stuð fram eftir kvöldi. Jóladagur er yfirleitt rólegur en stundum hittist stórfjölskyldan og þá er glatt á hjalla. Að kvöldi Jóladags fáum við svo yfirleitt okkar nánustu vini í heimsókn, tökum í spil og fögnum hátíðinni á hefðbundin hátt, en sú hefð skapaðist fyrir 31 ári þegar við urðum fyrst af vinahópnum til þess að eignast barn og þá lá beinast við að hafa jólapartýið heima hjá okkur Jónu. Hver er besta jólamyndin? Ætli það sé ekki "Christmas Vacation" með Griswold fjölskyldunni. Hún toppar allt. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? "The Christmas song" eftir Bob Wells og Mel Tormé. Íslenska útgáfan af því lagi heitir "Þorláksmessukvöld". Af íslenskum lögum finnst mér lagið "Gleði og friðarjól" eftir Magnús Eiríksson ómissandi hluti af jólastemningunni. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Nei í rauninni ekki annað en það sem ég sagði hér að framan um jólahefðir. Ég reyni nú bara að hafa það náðugt, borða mátulega mikið og lesa góðar bækur. Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Eins og ég sagði hér að framan förum við í kirkjugarðana og í heita pottinn að deginum. Við förum líka alltaf í kirkju, stundum kl. 18 og stundum kl. 23:30 eftir því hvort hentar betur í það og það skiptið. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Ætli það sé ekki hjólið sem ég fékk þegar ég var 11 ára. Amerískt chopper hjól, grænt með háu stýri, löngum glimmer hnakki og breiðum dekkjum. Hvað er í matinn á aðfangadag? Heimalöguð hnetusteik að hætti Jónu og samkvæmt uppskrift Péturs Péturssonar, matreiðslumanns, og kalkúnabringur. Eftirminnilegustu jólin? Ætli það séu ekki jólin 2009. Þá var Kristófer Orri, eldri afastrákurinn okkar, nýfæddur og Jóna í strangri lyfjameðferð. Það var því mikið tilfinningarót í gangi þau jólin. Hvað langar þig í jólagjöf? Þegar fólk er komið á miðjan aldur held ég að flestir séu hættir að hugsa um harða eða mjúka pakka. Þá snúa óskir og vonir meira í átt að heimsfriði, góðri heilsu og að eiga sem flestar samverustundir með sínum nánustu. Ef ég næ að hitta mína nánustu hressa og káta um jólin þarf ég ekki annað. Jú, kannski eina góða bók. Borðar þú skötu? Ég hef smakkað skötu en get alveg verið án hennar. Ég fór nokkur ár í röð í skötuveislur í hádeginu á Þorláksmessu en hef ekki farið sl. 6 ár. Það segir allt. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Bara eins og hjá flestum held ég, ljúka við jólagjafakaup, fara niður í bæ að kvöldi og upplifa stemninguna á Hafnargötunni og reka svo inn nefið í einn kaffi hjá vinum og kunningjum.

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum

GLEÐILEGRA JÓLA

HS Veitur hf hsveitur.is


30

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

■■Keflvíkingurinn Rebekka Bryndís starfar fyrir New York City balletinn:

Framleiðandi á framabraut

Húsin í New York borg eru auðþekkjanleg.

Rebekka Bryndís Björnsdóttir, framleiðandi og tónlistarkona, hefur hreiðrað um sig í New York borg, þar sem hún starfar fyrir hinn virta New York City Ballett. Hún hefur víða komið við þrátt fyrir ungan aldur en Keflvíkingurinn gerði m.a. garðinn frægan með hljómsveitinni Hjaltalín. Hún álpaðist síðar út í kvikmyndabransann sem hefur nú borið hana á fjörur bandarísku stórborgarinnar.

S

tarf Rebekku felst í því að hún sér um að framleiða öll myndbönd sem gerð eru fyrir New York City ballettinn. Hún er svokallaður „media producer“ hjá ballettinum; allt frá auglýsingum til heimildarmynda. Starfið felur margt í sér enda er um stóra yfirbyggingu að ræða hjá ballettinum. Alls starfa tæplega 350 þar og annað eins af sjálfboðaliðum. Rebekka viðurkennir alveg að það sé óneitanlega sérstakt að ung stelpa frá Íslandi hafi fengið þessa eftirsóknarverðu stöðu. Satt best að segja kom það henni á óvart „Ég var alveg rosalega stressuð af því að mig langaði svo mikið í þessa vinnu. Ég var alveg viss um að ég myndi „jinxa“ þetta með því að langa of mikið,“ segir Rebekka, en að lokum gekk allt eins og í sögu. Rebekka segir að tónlistargrunnur hennar hafi spilað stóra rullu í því að hún fékk starfið en hún er með framhaldspróf á fagott. „Ég vil meina að allt sem ég hef lært í gegnum tíðina sé að gagnast mér í þessu öllu saman. Hvort sem það er tónlistin, kvikmyndagerð eða Hússtjórnarskólinn,“ segir Rebekka og hlær dátt. Rebekka starfar við hitt fræga Lincoln-torg, þar sem ballettinn, óperan og philharmonia borgarinnar starfa. „Það er mjög gaman að fara þangað á hverjum degi,“ segir Rebekka sem er að fást við fast starf í fyrsta skipti í langan tíma. Hún hefur hingað til verið meira og minna sjálfstætt starfandi í fjölbreyttum verkefnum sem

snúa að kvikmyndagerð. Hún tekur ennþá að sér hliðarverkefni en nýlega framleiddi hún m.a. tónlistarmyndband og stuttmynd. „Það getur verið frekar erfitt að vinna svona verkefni samhliða annarri vinnu en stundum gefst tími,“ segir hún, hógværðin uppmáluð. Það er ekki hlaupið að því að útskýra í hverju starf framleiðanda felst. Rebekka sér um hina ýmsu hluti og heldur að mörgu leyti verkefnunum saman. Hún þarf að finna fjármagn fyrir verkefni sem eiga að vera framleidd. Hún þarf að sjá um að ráða allt starfsliðið, þar með talinn leikstjóra. Hún þarf að búa til plön og sjá til þess að allt sé á áætlun, bæði þegar kemur að tökum myndarinnar og eftirvinnslu. „Ég er í raun tengiliður á milli allra þátta þeirra verkefna sem ég kem að og hef yfirumsjón með þeim,“ segir framleiðandinn. Frá Hússtjórnarskólanum í Hjaltalín Rebekka lærði á fagott í æsku og er óhætt að segja að tónlist hafi verið stór hluti af hennar lífi. Rebekka hóf tónlistarferilinn í Reykjanesbæ með ekki ómerkari mönnum en m.a. Valdimar Guðmundssyni og Ásgeiri Aðalsteinssyni úr hljómsveitinni Valdimar, en þau voru saman í sveitinni Steng þar sem Rebekka lék á bassa. „Það fór ekki almennilega á flug en við spiluðum þónokkuð í heimabænum. Við vorum dugleg að semja tónlist og hittast og spila,“ en að sögn Rebekku fóru aðilar hljómsveitarinnar flestir í sína hverja áttina.

Hljómsveitin Streng þar sem Rebekka mundaði bassann.

Fljótlega eftir það kom upp tækifæri til þess að spila með Hjaltalín. Rebekka hafði þá flutt sig um set og hreiðrað um sig í höfuðborginni þar sem hún lagði stund á nám í Hússtjórnarskólanum, sem henni þykir mjög vænt um. „Amma bauð mér, sem ég þáði náttúrulega. Það er algjör snilldarskóli sem ég myndi hiklaust mæla með fyrir alla,“ segir Rebekka. Hún gekk til liðs við hljómsveitina landsfrægu árið 2006. Hún segir sjálf að það hafi í raun gerst fyrir algjöra tilviljun. Hljómsveitin var að fara að spila í Kastljósinu og langaði að notast við faggottleikara í nýju lagi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, Njarðvíkingurinn í Hjaltalín, hugsaði til Rebekku, en Gróu móðir hans og Karen móðir Rebekku er vel til vina. „Það var bara hringt heim á Smáratúnið og spurt eftir mér,“ segir Rebekka og hlær. Hún spilaði með hljómsveitinni í Kastljósi og var eftir það boðið inn í sveitina, sem hún þáði með þökkum. Hún hefur ekkert sérstaklega hugsað um að hætta að spila með hljómsveitinni en hefur lítið komist í að spila á fagottið sökum anna. Hún segist þó sakna þess að spila og leitar nú að samspili í New York borg. Ferðalögin verða þreytandi til lengdar Með Hjaltalín ferðaðist Rebekka víða og fékk að kynnast því lífi sem tilheyrir tónleikaferðalögum. „Það er ógeðslega gaman en tekur líka

mjög mikið á. Ég er mjög ánægð með að hafa kynnst þessari reynslu og þykir mjög vænt um þennan tíma í mínu lífi.“ Tónlistin tekur sinn toll en Rebekka rifjar upp ferðalögin sem snerust að miklu leyti um endurtekningar. „Maður getur orðið langþreyttur á þeirri rútínu sem snýst um að mæta í nýja borg, sándtékka, borða, spila, djamma og sofa, oft í rútu. Daginn eftir endurtekur maður svo rútínuna. Þetta hljómar alveg næs en verður þreytt til lengdar. Ég held að maður þurfi alveg smá rætur, eitthvað sem maður kallar heimili,“ segir Rebekka. Talandi um heimili, New York borg hefur verið heimili Rebekku undanfarin tvö ár en hún segist kunna rosalega vel við sig í þessari hringiðu lista og menningar í Bandaríkjunum. Hún hefur ekki alveg ákveðið hvort eða hvenær hún haldi heim til Íslands. „Mér líður vel hérna en hugsanlega kemur að því að ég haldi heim,“ segir Rebekka en unnusti hennar er Bandaríkjamaður. Hann kann afar vel við sig á Íslandi og er opinn fyrir því að flytja þangað. Rebekka býr í Willamsburg í Brooklyn hverfi í borginni líflegu, ásamt kærasta sínum, en þau skötuhjú trúlofuðu sig nýlega. Slysaðist inn í kvikmyndabransann Rebekka segir að áhuginn á kvikmyndagerð hafi alltaf verið til staðar hjá henni. „Ég var alltaf að

vesenast eitthvað með vídeókameru, en ég tók því svosem ekki af alvöru fyrr en ég fór eina önn í Kvikmyndaskóla Íslands.“ Hún hugaði svo að tónlistinni í góðan tíma en þannig fékk hún einmitt tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Hún kynntist aðstoðarleikstjóranum Hörpu Elísu Þórsdóttur, sem vann að tónlistarmyndbandi fyrir Hjaltalín. „Hún leiddi mig inn í íslenska kvikmyndaheiminn og ég fór að vinna mikið með henni sem annar aðstoðarleikstjóri. Það hentaði mjög vel að túra og taka svo verkefni inn á milli, en lokum fór það svo að kvikmyndagerðin tók yfir,“ segir Rebekka og hlær. Rebekka er búin að vinna mikið í bransanum hérna heima en m.a. hefur hún komið að vinnslu þátta á borð við Hlemmavídeó, Heimsenda og Pressu. Hún vann að kvikmyndinni Málmhaus og einnig að stórmyndinni The Secret Life of Walter Mitty með Ben Stiller. Þar kynntist hún fullt af fólki frá New York sem gerði henni kleift að byrja að vinna um leið og hún fluttist út. „Eftir að ég kom út hefur gengið mjög vel en þetta getur verið rosalega erfiður bransi. Þetta getur verið svo misjafnt bara eftir því sem fólk sækist eftir. Ef maður vinnur samviskusamlega og skilar sínu þá spyrst það út, þannig hef ég fengið vinnu við ýmis verkefni, eftir meðmæli frá öðrum,“ segir Rebekka að lokum.


opnunartímar um jól & áramót

verslun okkar á

hringbraut er opin:

mán. 22.

þri. 23.

8-22 8-22

mið. 24. 9-15

fim. 25.

lokað

fös. 26. 13-18

mið. 31.

fim 1.

9-15 12-20

með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári


32

-

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Brynjar Már tendraði jólaljósin í Sandgerði E

ins og venjan er þá voru ljósin á jólatré Sandgerðisbæjar tendruð þann 3. desember á afmælisdegi Sandgerðisbæjar. Í ár fagnar Sandgerðisbær 24 ára afmæli. Vel var mætt á miðvikudaginn í síðustu viku þegar Brynjar Már Mörköre, nemandi í 1. HS, kveikti á ljósunum og vel tekið undir þegar talið var niður. Í tilefni viðburðarins gaf foreldrafélag grunnskólans gestum heitt súkkulaði og piparkökur.

Einnig komu í heimsókn Skjóða, systir jólasveinanna og jólasveinarnir Gluggagægir og Hurðaskellir. Þau skemmtu börnum og fullorðnum og enduðu svo kvöldið á að gefa öllum börnum sælgæti. Í tilkynningu frá bæjar yfirvöldum í Sandgerði eru nemendaráði grunnskólans, foreldrafélagi grunnskólans, Kvenfélaginu Hvöt og Björgunarsveitinni Sigurvon færðar þakkir fyrir aðstoðina við undirbúning og framkvæmd.

■■Bæjarstjórn Sandgerðis:

■■Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir þrífur á meðan Ellert eldar jólamatinn:

Jólalyktin kemur með hangikjötinu Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðbjörg er eiginkona Ellerts Eiríkssonar en hann sér um matseldina á aðfangadagskvöld þar sem rækjukokteill, hamborgarhryggur og heimalagaður ís koma við sögu. Meðan hann eldar er hún hins vegar að ljúka þrifum á heimilinu en Guðbjörg vill hafa allt nýþrifið þegar jólin ganga í garð. – Hver er besta jólamyndin? „Það er myndin "The Holiday" með Cameron Diaz, Jack Black, Jude Law og Kate Winslet“. – Hvaða lag kemur þér í jólaskap? „Platan með Boney M. "The most beautiful Christmas songs of the world" kemur mér alltaf í jólaskap ásamt Snjókorn falla með Ladda“. – Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Já, ég hef verið mjög vanaföst hvað varðar mat og jólaboð þar sem stór fjölskyldunni hefur ávallt verið kl. 16:00 á annan í jólum. Síðan hafa Jólakortin alltaf verið tekin upp og lesin að loknum jólakvöldverði og pakkaflóði“. – Hvernig er dæmigerður aðfangadagur? „Ég vil hafa allt nýþrifið þegar jólin ganga í garð svo dagurinn hefst á því að gera húsið hreint, skipta á öllum rúmum og þvo allan þvott, strauja og pressa jólafötin á fjölskylduna. Leggja á jólaborðið og skreyta það. Eiginmaðurinn sér ávallt um matseldina“. – Eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Jólagjöfin sem ég fæ hverju sinni er eftirminnilegasta gjöfin enda endurspeglast í henni ástúð og umhyggja gefandans“. – Hvað er í matinn á aðangadag? „Það er rækjukokteill í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt og heimalagaður vanillurjómaís í eftirrétt“. – Eftirminnilegustu jólin? „Þegar ég var 13 ára gömul gerði fárviðri þar sem ég átti heima

og þakið fauk af húsinu ásamt steyptum strompi sem vóg 6-700 kg. Ég átti heima á sveitabæ sem heitir Kirkjubær og er á Rangárvöllum. Bærinn er 7 km frá aðalveginum og enginn bær nálægt. Þetta var rétt fyrir jól eða nánar tiltekið 22. desember og ég ásamt móður minni og yngri bróður vorum bara þrjú heima. Þetta var að kvöldi til og það var búið að vera mikið rok allan daginn og jókst eftir því sem leið á kvöldið. Húsið skalf þegar mestu vindkviðurnar gengu yfir og þakið var að losna. Þakið fór af í heilu lagi eins og áður sagði ásamt strompnum með miklum látum og féll ofan í hlöðuna sem var við hliðina á húsinu. Jólin fóru meira og minna forgörðum hjá okkur þetta árið þar sem við þurftum að flytja í annað húsnæði til bráðabirgða. Í kjölfarið hefur fylgt mikil vanlíðan þegar illviðri ganga yfir“.

Gera samstarfssamninga við íþróttafélög í Sandgerði B

æjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt samhljóða samstarfssamninga sem gerðir hafa verið við Knattspyrnufélagið Reyni -aðalstjórn, -knattspyrnudeild, -körfuknattleiksdeild og Golfklúbb Sandgerðis. Samningarnir gilda frá árunum 2015 til 2018 en gengið verður frá þeim samhliða fjárhagsáætlun. „Megin markmið samninganna er að hér verði aðstaða fyrir börn og unglinga að æfa fjölbreyttar íþróttagreinar. Deildirnar skulu einnig fylgja uppeldisstefnu bæjarins, taka mið af jafnréttisstefnu bæjarins og vera virk í að kynna sína starfsemi. Starfstyrkirnir eru síðan til þess að hjálpa við að halda uppi barna- og unglingastarfi í körfu, knattspyrnu, golfi og sundi og meistaraflokk í körfubolta og knattspyrnu,“ sagði Hilmar Guðjónsson, frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðisbæjar.

– Hvað langar þig í jólagjöf? „Besta jólagjöfin væri að geta haft öll börnin mín heima á Íslandi“. – Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu? „Það hefur verið hefð fyrir því að skreyta jólatréð og sjóða hangikjötið á Þorláksmessukvöld. En nú er það aðeins breytt og tréð er skreytt nokkru fyrr en áður en hangikjötið er áfram soðið á Þorláksmessukvöld til að fá jólalyktina í húsið. Skatan er hins vegar borðuð á veitingahúsi eða hjá góðgerðarsamtökum og ekki soðin heima,“ segir Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir.

ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári


1 4 - 2 7 5 3 – H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Starfsfólk Isavia óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári


34

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

-

jólaspurningar

Íbúðalánasjóður kemur eignum sínum í Garði í not XXÍbúðalánasjóður er að vinna að því að koma fleiri eignum sínum í Sveitarfélaginu Garði í notkun og er þess að vænta að það komi fram á næstu vikum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði og Gísli Heiðarsson bæjarfulltrúi áttu fund á dögunum með félagsmálaráðherra og forstjóra Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál í Garði. Á fundunum var sérstaklega fjallað um eignir Íbúðalánasjóðs í Garði og einnig um málefni Búmanna. Íbúðalánasjóður er að vinna að því að koma fleiri eignum sínum í notkun og er þess að vænta að það komi fram á næstu vikum. Málefni Búmanna eru til umfjöllunar hjá ráðherra og Íbúðalánasjóði og gert er ráð fyrir að tillögur í því máli komi fram fljótlega, segir í gögnum sem lögð voru fyrir bæjarráð Garðs í síðustu viku.

■■Íþróttamiðstöðin í Garði:

Kaupir líkamsræktartæki fyrir 36 milljónir króna ■■Andri Þór Ólafsson:

B

Vill nýja ríkisstjórn í jólagjöf

æjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014. Tillagan felur í sér að kaupa á líkamsræktartækjum fyrir íþróttamiðstöð verði færð til eignar á árinu 2014 og sem skammtímaskuld, þar sem umsamið er að greiðsla komi til í janúar 2015. Fjárhæðin er 36 milljónir króna. Framkvæmdir við stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði ganga samkvæmt áætlun en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um miðjan janúar á næsta

ári. Það er í samræmi við upphaflega áætlun en Jón Ben Einarsson skipulags-og byggingafulltrúi mætti til fundar bæjarráðs Garðs í síðustu viku og kynnti framkvæmdina. Þar kemur fram að framkvæmdin hófst átta vikum frá upphaflegri áætlun og því hafa Bragi Guðmundsson og hans smiðir og undirverktakar unnið um næstum tveggja mánaða töf. Hún varð vegna þess að Bragi var m.a. að ljúka stóru verki fyrir Nesfisk í Garði og allir smiðir uppteknir þá við það verkefni.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Andri Þór Ólafsson er 23 ára Sandgerðingur, varabæjarfulltrúi sem starfar í Fríhöfninni í FLE. Andri væri mikið til í nýja ríkisstjórn í jólagjöf en hann hefur þó meiri áhyggjur af því að finna gjafir fyrir sína nánustu. Hver er besta jólamyndin? Alltof erfið spurning. Die Hard myndirnar eru í miklu uppáhaldi og get ég hreinlega ekki gert upp á milli númer 1 og 2. Jólin koma ekki nema að ég horfi á þessar myndir. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Mér finnst Sagan af Jesúsi með Baggalúti æðislegt lag, reyndar finnst mér öll jólalögin með þeim mjög góð. Kemst alltaf í svakalegan jólafíling. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? (Jólahefðir) Reyndar ekki. Það eru þessi jólaboð sem eru á hverju ári en annars er ekkert fast í hendi. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Síðustu ár hef ég oftast verið að vinna á aðfangadag, sem mér finnst reyndar mjög gaman. Í ár verð ég hins vegar ekki að vinna og býst ég við því að sofa vel út. Á slaginu kl: 18 þá borðum við fjölskyldan saman og tökum upp pakka. Nokkuð hefðbundið hjá okkur. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Man alltaf eftir því þegar ég fékk lítinn traktor frá mömmu og pabba þegar ég hef verið svona fjögurra ára gamall. Þetta var svona traktor með skóflu að framan sem ég

gat setið á og fylgdi honum kerra. Hann var æði. Hvað er í matinn á aðfangadag? Frá því að ég man eftir mér þá hefur verið hamborgarhryggur í matinn á aðfangadag. Mín ástkæra móðir kom þó með þá hugmynd um daginn (ekki í fyrsta skiptið) að hafa kalkúnabringur. Ég og pabbi unnum þá atkvæðagreiðslu og verður hamborgarhryggurinn á boðstólum þessi jól. Guð minn góður hvað ég hlakka til! Eftirminnilegustu jólin? Það eru engin jól sem eru eftirminnilegust, þau eru öll eftirminnileg. Hvað langar þig í jólagjöf? Mín heitasta ósk er sú að fá nýja ríkisstjórn, það væri mér mjög kært. Annars hef ég voða lítið pælt í því, er meira með hausverk yfir því hvað ég á að gefa í jólagjöf. Ætli ég reddi þessu ekki bara á Þorláksmessu eins og síðustu ár. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Það er ekki fræðilegur möguleiki á því að skata fari inn fyrir mínar varir. Það er ekkert að fara breytast, það er alveg öruggt.


ÁRNASYNIR

KAUPTU 800 g ÖSKJU OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ

FERÐ FYRIR 4

*

Merktu kassakvittunina og sendu hana til Nóa Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík eða taktu mynd af kvittuninni og sendu á konfektleikur@noi.is.

DREGIÐ ALLA SUNNUDAGA Á AÐVENTUNNI 30. nóvember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

7. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

14. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

21. desember:

ORLANDO FERÐ FYRIR 4

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Síríus súkkulaði er QPP framleitt. QPP (Quality Partner Program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. QPP ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir sem og aðbúnað starfsfólks sem gerir þeim kleift að auka framleiðni sína á ábyrgan hátt. Auk þess kemur QPP að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni í kakóræktarsamfélögum og stuðlar þannig að betri lífsskilyrðum þeirra sem þar búa.

*Fjórir vinna ferð fyrir 2 fullorðna og 2 börn.


36

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

Frelsið að vita ekki hvaða mánaðardagur, vikudagur eða hvað klukkan er! Vakna þegar sólin skín, borða þegar svengdin kallar og sofa þegar þreytan segir til sín, þannig var manninum ætlað að lifa

Veit ekkert betra en að ferðast um heiminn með heimilið á bakinu

Birgitta Linda Björnsdóttir, 22 ára gamla Njarðvikurmær hefur kafað með hákörlum, knúsað kóalabjörn, kyngt kakkalakka og farið á fílsbak Birgitta Linda Björnsdóttir hefur elskað að ferðast alveg frá því að hún man eftir sér. Hún hefur alltaf verið mikið náttúrubarn sem hrífst af stemningunni og ævintýrunum sem fylgir ferðalögum. „Frá því að ég vissi að heimurinn væri til hef ég ætlað að ferðast um hann,“ segir Birgitta sem ferðast heimshorna á milli. Hún hefur nú heimsótt 17 lönd og eru mörg þeirra ansi framandi. Hin 22 ára gamla Njarðvikurmær er hvergi nærri hætt að ferðast. Hún starfar hjá KILROY ferðaskrifstofu við það að senda fólk út í heim í draumaferðalögin sín. KILROY sérhæfir sig í þjónustu og vörum sem sérsniðnar eru að ungu fólki og námsmönnum. „Mitt starf snýst um að senda fólk út í draumaferðirnar sínar, en okkar sérhæfing er í lengri ferðalögum eins og heimsreisum fyrir bakpokaferðalanga og í námi erlendis, þá aðallega utan Evrópu. Svo erum við einnig með málaskóla og sjálfboðastörf.“ Hvað er svona gaman við þetta flakk? „Upplifunin, ævintýrin og frelsið. Hvern einasta dag ertu að upplifa eitthvað nýtt, lenda í einhverju óvæntu eða gera eitthvað magnað. Svo ekki sé minnst á allt fólkið sem maður kynnist. Frelsið að vita ekki hvaða mánaðardagur, vikudagur eða hvað klukkan er! Vakna þegar sólin skín, borða þegar svengdin kallar og sofa þegar þreytan segir til sín, þannig var manninum ætlað að lifa,“ segir Brigitta.

Birgitta segir að Víetnam sé í miklu uppáhaldi hjá henni hvað varðar náttúru og sögu. Fiji er svo mesta paradís sem Birgitta hefur komið til. Hún segir Japan vera eins og aðra plánetu. „Í Morocco leið mér eins og karakter í Aladdín. En uppáhaldsstaðirnir mínir í heiminum eru Monuriki í Fiji og Castaway Island í Halong Bay,“ en af mörgu er að velja. „Ég hef sjálf heimsótt Fiji, Nýja Sjáland, Ástralíu, Kína, Japan,Tæland, Laos, Kambódíu, Víetnam, Morocco, Mexico, Bandaríkin, England, Spán, Þýskaland, Danmörku og Noreg,“ segir Brigitta sem planar að fara til United Arab Emirates, Nepal og Indlands í mars. Kafað með hákörlum og skotið úr Bazooku Það er óhætt að segja að Birgitta hafi upplifað ótrúlega hluti á ferðalögum sínum. Allt frá því að knúsa kóalabjörn yfir í að borða kakkalakka. „Ég hef kafað með hákörlum, skotið úr Bazooku, snorklað með

Að kafa er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er eitthvað svo æðislegt að vera neðansjávar í hátt í klukkutíma með öllum lífverunum þar. Hérna erum við í Andaman sjónum við Koh Haa sem er einn af uppáhalds körfunarstöðum mínum.

Í skútuferð okkar um Whitesundays stoppuðum við m.a. á Whitehaven beach sem er fallegasta strönd Ástralíu og þekkt fyrir púðursand sinn sem hitnar ekki í sólinni.


37

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 Whalesharks, eytt áramótunum í Fiji, borðað kakkalakka, tjaldað á ströndinni, legið í hengirúmi, farið á fílsbak, séð Cassowary fugl, hoppað út úr flugvél, farið í heimboð til Fijibúa, búið í campervan í mánuð, fagnað songkran í Tælandi, borðað kengúru og vatnabuffaló, knúsað Kóala og kafað í the Great Barrier Reef,“ segir Birgitta en það er sannarlega hægt að segja að ferðalög séu ástríða hjá henni. Hún segist ekki vita neitt betra en að ferðast um heiminn með heimilið sitt á bakinu. „Að vera frjáls úti í heimi. Algjörlega óháð staðsetningu, tíma og fólki. Að kynnast heimamönnum og öðrum ferðalöngum, upplifa nýja menningu, prófa nýja hluti og smakka nýjan mat fær mig til að vilja ferðast að eilífu. Ég er ekki fyrr komin í flugvélina heim þegar ég er byrjuð að plana næsta ævintýri,“ segir ferðalangurinn Birgitta.

Það er sagt að í Ástralíu sé allt að reyna að drepa þig, en mér fannst þessi rosalega vinaleg. Hún á heima á Magnetic Island í norðaustur Ástralíu. Páskadagur var eftirminnilegur þetta árið. Í Kambódíu skaut ég úr byssu í fyrsta sinn, Bazooku. Adrenalínið lét ekki á sér standa og AK47 og M16 urðu hálf saklausar í samanburði.

Birgitta hitti sjálfan Lou Carpenter úr Nágrönnum.

Einn besti dagur lífs míns. Fengum að hugsa um fíl í einn dag, gáfum þeim að borða, fórum með þeim í gönguferð og böðuðum þá. Fílarnir urðu hreinir en ekki við.

Japan er ólíkt öðrum löndum sem ég hef heimsótt. Ég gisti í svokölluðu Capsule hóteli þar sem ég fék eitt hylki út af fyrir mig. Fyrir utan æðislegu súmónáttfötin var í hylkinu sjónvarp, útvarp, spegill og ljós. Ótrúlega kósý.

Mexíkó hefur alltaf verið ofarlega á lista yfir þau lönd sem mig hefur langað að heimsækja. Við kærastinn fórum Chitsen Itza og lærðum um sögu Maya og Azteca og smökkuðum besta nachos í heimi.

Rándýr selfie. Við kisi sultuslök í norður Tælandi.

JólAVÖrur

Nýtt korta

tímaBil

20-50% afsláttur Allt JólAsKrAut Og seríur Jólatúlípanar

1.490 kr 10 stk.

rafhlöðuborvél

12.995 kr 16.995 Black&Decker EPC14CAB 2 rafhlöður 14.4 V 5246006

matvinnsluvél

hraðsuðukanna

16.425 kr 22.990

Illumina 1840079

Panna Chef

7.990 kr

25% afsláttur

russell hObbs

10.790 Chester, 1.7 ltr 1840058

25% afsláttur

russell hObbs

7.999 kr 11.599

30% afsláttur

Af PÖnnum

Non-stick, á allar hellur, 28 cm 2006503

Afgreiðslutími til jóla Húsasmiðjan Reykjanesbæ Laugardagur .......... 20. des Sunnudagur .......... 21. des Mánudagur ............ 22. des

10-18 11-16 08-18

Þorláksmessa ........ 23. des Aðfangadagur ....... 24. des

08-21 08-12

Glasasett 30 stk 2201165

barnakuldaskór

4.999 kr 6.999

5872399-401

glasasett

leiðisgreinar

4.999 kr

1.990 kr

8.999

*AFSLÁTTUR gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar og tilboðsvörum.

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Tapaði 400 tinbaukum í flutningum en byrjaði bara að safna a ný og á aftur 400 stykki:

Steinunn með elsta baukinn sem langamma hennar átti.

Elsti baukurinn 200 ára Húsmóðirin Steinunn Elísabet Reynisdóttir er uppalin í Innri-Njarðvík en hefur búið í Keflavík frá 13 ára aldri. Steinunn hefur safnað tinbaukum í áratugi og á um 400 stykki. Sá elsti er um 200 ára. Þeir veita henni mikla gleði. „Enginn baukanna er eins og hver þeirra á sína sögu. Mér þykir ógurlega vænt um gamla bauka, sérstaklega ef það einhver saga á bak við þá, t.d. hvaðan þeir koma, hver var eigandinn og hvað var geymt í þeim,“ segir Steinunn sem fer afar vel með baukana og geymir þá í kössum. „Ég kveiki stundum á kertum í sumum baukanna, kemur góður ilmur úr þeim. Annars tek ég þá alltaf upp fyrir jól og set þá aftur í kassana eftir hátíðirnar. Ég var um tíma með baukana uppi á eldhússkáp. Þar safnaðist bara fita á þá. Einnig láta þeir á sjá ef þeir eru mikið handfjatlaðir. Best að pakka þessu niður og sýna fólki bara myndir af þeim,“ segir Steinunn og hlær. Langamman átti þann elsta Steinunn á eiginmann og þrjú uppkomin börn. Dags daglega aðstoðar hún vini og kunningja við ýmislegt sem þau þurfa á að halda. Hún vill láta gott af sér leiða. Tinbaukarnir hennar veita henni gleði, eru af ýmsu tagi og koma víða að úr heiminum. „Ég hef verið mjög heppin með hversu duglegir vinir og kunningjar hafa verið að færa mér bauka. Bróðir minn fór t.d. til Suður-Afríku og kom með lítinn Royal bauk. Hann er enn óopnaður; það er enn lyftiduft í honum. Ég man þó ekki alveg hver gaf mér

hvern. Þetta eru um 400 stykki.“ Elsti baukurinn er um 200 ára gamall saumabaukur sem var í eigu langömmu Steinunnar. „Mamma afhenti mér hann. Amma var fædd 1877, mamma hennar mömmu. Hún fékk baukinn eftir langömmu, svo mamma og svo ég. Þetta þótti rosalega fínt, allt handgert.“ Hent á haugana í misgripum Fyrir mörgum árum glataði Steinunn tæplega 400 bauka safni í flutningum en byrjaði upp á nýtt að safna fyrir 10-12 árum. „Kössunum var hent á haugana í misgripum. Það var ekkert annað í stöðunni en að byrja aftur. Ég þakkaði bara Guði fyrir að dýrmætustu baukana geymdi ég í kassa heima hjá mömmu. Greinilega öruggur staðar að vera á,“ segir Steinunn brosandi og bætir við að hún hafi alla tíð verið með baukadellu. „Ég á bágt þegar ég sé svona bauka í búðum. Vil helst kaupa þá alla. Hefði ekkert á móti því að eiga eintak af hverjum svona bauk úr Árbæjarsafninu.“ Rósa, elsta systir Steinunnar, gaf henni 40 bauka um daginn. „Þetta voru baukar sem hún átti og aðrir sem hún fékk frá vinum og kunningjum. Það munaði aldeilis um þá. Ef einhver vill losna við vel með farna bauka þá veit hann af mér núna.“

Aðeins hluti af baukasafni Steinunnar.

Safnið ekki til sölu Steinunn segist staðráðin í að dunda sér áfram við baukasöfnun. Spurð um hvort einhverjir þeirra séu falir fyrir gott verð segir hún safnið ekki vera til sölu. „Margir hafa spurt mig eftir að ég birti myndir af baukum á Facebook. Sumir voru hálf fúlir og spurðu hvers vegna ég væri þá að birta myndirnar. Ég vildi bara sýna hverju ég er að safna. Ég komst líka í kynni við aðra konu sem einnig safnar baukum. Ég hef bara aðallega gaman af þessu,“ segir Steinunn.

Enginn baukanna er eins og hver þeirra á sína sögu

Mackintosh-dósirnar sem Steinunn hefur safnað.

Ein margra jólabauka.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 72010 12/14

38


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 72010 12/14

VELKOMIN HEIM

Á jólunum viljum við að gleðin sé við völd. Við viljum halda í hefðirnar og vera í faðmi fjölskyldu og vina. Á stað sem okkur er kær. Heima hjá okkur. Stundum flækist lífið fyrir fögrum fyrirheitum. Áætlanir breytast. Rétt eins og lífið. Þá aðlögum við okkur. Við getum pakkað jólunum niður og flutt þau þangað sem hjartað slær. Flogið yfir fjöll og höf og búið okkur til nýjar hefðir þar sem ástvinir okkar eru.

Gleðilega hátíð. + icelandair.is

Vertu með okkur


40

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is Gestgjafar ásamt nokkrum gestum.

■■Rúmlega 100 ára gamalt hús á Vatnsleysuströnd fékk nýtt andlit:

Endurbættur og jólalegur Norðurkotsskóli V

ið Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd stendur fallegt hús sem byggt var 1903. Húsið, sem ber nafnið Norðurkotsskóli, hýsti fyrr á tímum skóla fyrir nemendur sem bjuggu á svæðinu. Fyrir fimm árum stóð Norðurkotsskóli sunnar en var fluttur til og hefur hlotið mikla endurnýjun, bæði að utan og innan. Frá kirkjunni er gengið stuttan spöl niður brekku að Norðurkotsskóla. Þegar inn var komið mátti finna ilm af nýbökuðum pönnukökum og var búið að dekka upp borð og skreyta með jólaeplum eins og í gamla daga, kaffi og meðlæti. Á veggjum og í gluggakistum voru einnig jólaskreytingar sem minna á gamla tíma. Uppi á háalofti voru ýmsir fornir munir og sagði umsjónarfólk skólans að stefnan væri tekin á að hafa þarna minjasafn um hlutverk skólans.

Kálfatjarnarkirkja.

Mikil vinna að baki við endurnýjun hússins.

Gestir úr nágrenninu.

Gamalt rúm á háaloftinu.

Jólaepli.

Litlar pönnukökur.

Ýmsir gamlir munir á háaloftinu.


41

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Nýr vefur visitreykjanes.is

ATP tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna

XXNý og uppfærð heimasíða visitreykjanes.is hefur verið opnuð. Vefurinn var unnin af Markaðsstofu Reykjaness í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf og Stefnu hugbúnaðarhús. Vefur Reykjaness byggir á gagnagrunni ferðamálastofu og sérstöðu svæðisins og er uppfærður reglulega. Markaðsstofan hvetur ferðaþjónustuaðila til að kynna sér vefinn og skoða hvort ekki allar upplýsingar um fyrirtækið sé rétt skráð. Allar athugasemdir skal senda á thura@visitreykjanes.is.

Fyrstur tónlistarviðburða á Suðurnesjum.

A

TP-hátíðin er tilnefnd sem einn af tónlistarviðburðum ársins 2014 á íslensku tónlistarverðlaununum. Tómas Young, stjórnandi hátíðarinnar, segir afar gleðilegt að hátíðin skuli fá þessa viðurkenningu. „Það er mikið lagt upp úr því að hafa há-

tíðina flotta og hafa allt skipulag á hreinu. Ég er ekki frá því að maður sé bara örlítið stoltur.“ Tómas bætir við að einnig sé ánægjulegt að viðburður á Suðurnesjum sé tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. „Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður.“

Plata Valdimar tilnefnd sem besta platan Valdimar og Ásgeir einnig tilnefndir fyrir textasmíð

H

ljómsveitin Valdimar er með þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2014. Hljómsveitin er tilnefnd fyrir plötu ársins í flokknum popp, fyrir plötuna Batnar útsýnið. Valdimar Guðmundsson söngvari er tilnefndur sem söngvari ársins, en hann og Ásgeir Aðalsteinsson voru einnig tilnefndir sem textahöfundar ársins.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gleðilega hátíð Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Starfsfólk Íslandsbanka Reykjanesbæ

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


42

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal ■■Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir starfar hjá Emirates:

Ferðast frá Dubai með besta flugfélagi heims Keflvíkingurinn Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir hefur heimsótt yfir 20 lönd í fjórum heimsálfum á síðasta hálfa árinu. Hún starfar sem flugfreyja fyrir Emirates flugfélagið sem var á dögunum valið besta flugfélag í heiminum. Hjá flugfélaginu starfa um 18.000 flugfreyjur frá öllum heimshornum. Ingibjörg býr í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum ásamt Ragnar Aroni Ragnarssyni kærasta sínum. Þau kunna ákaflega vel við sig í hitanum.

Ingibjörg í Lion park í Joburg - Suður Afríku ásamt sætum ljónsunga.

„Þetta kom mjög skyndilega upp og var ég efins alveg fram að brottfarardegi hvort þetta væri sniðugt; að segja upp vinnunni, íbúðinni og flytja til Mið-Austurlanda en ég sé alls ekki eftir því í dag. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að ferðast og þetta þótti mér fullkomin leið til að gera það á ódýran máta. Það hjálpaði einnig mikið að ég á yndislegan mann sem var tilbúinn að koma með mér í þetta ævintýri,“ segir Ingibjörg um þá ákvörðun að láta slag standa og flytja á framandi slóðir. Stutt í sundlaugina og á ströndina Dubai er fjölmennasta furstadæmi Sameinuðu arabísku furstadæmanna, UAE og næststærst á eftir Abu Dhabi. Þar búa 2,3 milljónir manna og eru heimamenn, Emerati fólk, í miklum minnihluta. Hátt í 90% þeirra sem búa í Dubai eru svokallaðir „expats“ en það er erlent vinnuafl. Þar eru fátækir verkamenn frá Indlandi, Pakistan

og Bangladesh í miklum meirihluta og síðan er það vestræna vinnuaflið. Þarna blandast því margir menningarheimar saman við þann arabíska, að sögn Ingibjargar. Þeim Ingibjörgu og Ragnari líður vel í Dubai og segja lífsstílinn þar henta sér vel. „Við elskum að geta farið beint út í sundlaug þegar við vöknum og rölt síðan niður á strönd seinnipartinn. Veðrið er myndi ég segja stærsti kosturinn við að búa hérna en jafnframt mesti gallinn yfir sumarmánuðina. Á þeim tíma forðast maður að fara út á daginn og allt sem heitir AC verður besti vinur þinn, en hitinn fer allt upp í 50°. Það er erfitt að ímynda sér slíkan hita án þess að hafa upplifað hann en tilfinningin þegar þú labbar út er sú sama og þegar þú opnar bakaraofn,“ segir Ingibjörg. Passa upp á klæðaburð og kossa á götum úti Þrátt fyrir að Dubai sé talin fremur vestræn borg, svona miðað við

mörg nágrannaríkin, þá segir Ingibjörg að það hafi verið mikil viðbrigði að flytja í múslimaríki þar sem saría-lög gilda. „Ég get þó ekki sagt að við finnum mikið fyrir því í daglegu lífi en það eru ýmsir hlutir sem maður lærir að passa upp á, líkt og klæðaburð á opinberum stöðum og það að leiðast eða kyssast ekki á götum úti. Einnig var skortur á beikoni mikið vandamál í fyrstu, áður en við uppgötuðum vandlega falið kjötborð í búðinni okkar sem býður upp á svínakjöt af öllum gerðum fyrir þá sem ekki eru múslimar. Það er aðallega yfir heilaga mánuðinn Ramadan sem þetta verður erfitt.

Á þeim tíma er bannað að neyta matar eða drykkjar á almannafæri yfir daginn og öll skemmtun er bönnuð, þar með talin tónlist og neysla áfengis. Það er ótrúlegt að sjá hvernig borgin breytist og allt verður strangara. Vikudagarnir eru annað sem tók smá tíma að venjast en föstudagar eru frídagar múslima og byrjar helgin því á föstudögum hérna, og vinnuvikan á sunnudögum, sem getur verið mjög ruglandi.“ Mikið keppnisskap í íbúum Dubai „Dubai er mjög vestræn borg og það er oft auðvelt að gleyma því að

maður sé staddur í Mið-Austurlöndum. Skýjakljúfrar, lúxushótel og verslunarmiðstöðvar einkenna borgina ásamt þeim mikla fjölda af lúxusbifreiðum sem keyra um göturnar. Það er mikil uppbygging og spretta nýir skýjaklúfrar upp með ótrúlegum hraða. Þegar ég var að keyra frá flugvellinum fyrsta daginn þá sá ég auglýsingaskilti sem lýsir hugarfarinu í Dubai mjög vel. Þar var mynd af His Highness Sheikh Mohammed bin Rashid Al Maktoum og við hana stóð „If you think that winning isn’t everything, you don’t know Dubai“. Það er ótrúlegt keppnisskap í mönnum og þeir elska að slá heimsmet, hér er

Fólkið í Dubai skiptist í rauninni í þrjá hópa, hina ofurríku Emirata, vestræna vinnuaflið sem hefur það mjög gott, og síðan hina sem lifa eins og þrælar


43

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

pósturu eythor@vf.is stærsta verslunarmiðstöð í heimi, hæsta bygging í heimi - Burj Khalifa, flottasta hótel í heimi – Burj al Arab, manngerðar eyjur, skíðabrekkur og svo má lengi telja, það virðist allt vera mögulegt.“ Næturlífið mjög líflegt Ingibjörg segir að þau Ragnar séu heppin hvað varðar hverfi þeirra í borginni. Dubai er mjög dreifð og almennt er ekki gert ráð fyrir því að fólk ferðist öðruvísi en á bíl eða í lestum. Í Marina hverfinu þar sem þau búa má auðveldlega fara fótgangandi niður að höfninni og ströndinni. „Meðfram höfninni eru fjölmargir veitingastaðir og verslanir og það tekur einungis nokkrar mínútur að labba niður á strönd. Ég myndi hiklaust mæla með þessu hverfi fyrir þá sem hafa hug á að heimsækja borgina. Það er einnig alltaf nóg að gera hérna, sérstaklega þegar veðrið er svona þægilegt eins og núna. Það er mikið af skemmilegum veitingastöðum, skemmtistöðum og börum og næturlífið er mjög líflegt.“ Borgin á sínar skuggahliðar „Dubai hefur upp á allt það besta að bjóða en það er erfitt að tala um ágæti borgarinnar án þess að minnast á skuggahliðar hennar,“ segir Ingibjörg. „Það hallar virkilega á mannréttindi á ýmsum sviðum og erlendu verkamennirnir sem byggja upp borgina lifa við hræðilegar aðstæður. Fólkið í Dubai skiptist í rauninni í þrjá hópa; hina ofurríku Emirata, vestræna vinnuaflið sem hefur það mjög gott og síðan hina sem lifa eins og þrælar. 20 lönd og fjórar heimsálfur „Emirates er með 142 áfangastaði út um allan heim og það því er alltaf mikil spenna að fá skrána í hendurnar og sjá hvaða ævintýri eða martraðir bíða manns næsta mánuðinn,“ segir Ingibjörg sem á tæpu ári hefur heimsótt yfir 25 borgir í 20 löndum í fjórum heimsálfum. „Þetta er ótrúlega stórt fyrirtæki og eru þeir með 18.000 flugfreyjur í vinnu alls staðar að úr heiminum. Þeir koma reglulega til Íslands og halda viðtöl en góður vinur minn plataði mig til að koma með sér í eitt slíkt sumarið 2013. Eftir það tók við langt ferli sem endaði á að ég flaug hingað út annan í jólum í fyrra og hóf sex vikna þjálfun. Það er mikið lagt upp úr þjálfuninni og eru þetta virkilega erfiðar sex vikur þar sem þú ert í bæði bóklegri og verklegri kennslu 12 klukkutíma á dag. Aðstæðurnar til þjálfunar eru með þeim bestu í heiminum

og eru þeir með nokkra flughermi í fullri stærð sem líkja eftir þeim aðstæðum sem geta komið upp. Við erum við því mjög vel undir það búin ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis um borð. Síðan fara síðustu tvær vikurnar í það að læra á þjónustuna en það er mikið lagt upp úr öllum smáatriðum þegar kemur að henni enda eru farþegarnir með miklar væntingar og gera miklar kröfur til okkar um borð.“ Ólíkir menningarheimar um borð Ingibjörg starfar á stóru vélunum, bæði Boeing 777 og Airbus 380, sem taka allt upp í 517 farþega og 28 manns í áhöfn. „Vinnan sjálf getur verið mjög krefjandi þar sem við erum að eiga við svo ótrúlega ólíka menningarheima um borð og verð ég að viðurkenna að sumir reyna meira á þolinmæðina en aðrir. Það eru margar reglur sem þarf að fylgja en miklum aga er haldið uppi í fyrirtækinu, enda þurfa þeir að halda utan um þennan stóra hóp starfsmanna sem lítur út eins og sameinuðu þjóðirnar,“ segir Ingibjörg. Jafnast ekkert á við íslensk jól Fyrirtækið flýgur víða og ansi hreint mikið. Meira en gengur og gerist í Evrópu. Ingibjörg segir að það geti verið þreytandi að þurfa að vakna á öllum tímum sólarhrings á sífellu flakki milli tímabelta. Þó er hugsað vel um starfsfólkið sem gistir oftast á fallegum hótelum sem staðsett eru á besta stað í hverri borg. Að mati Ingibjargar skiptir það miklu máli þar sem margir gefist hreinlega upp á þessu flakki og er veltan á starfsfólkinu gríðarleg. Algengt er að fólk hætti eftir aðeins hálft ár í starfi. „Þetta er alls ekki auðvelt starf en fyrir mér finnst öll þessi vinna þess virði þegar ég lendi á nýjum spennandi áfangastað og ég ætla að fá að skoða aðeins meira af heiminum áður en ég sný mér að öðru,“ segir Ingibjörg glöð í bragði. Hún segist tvímælalaust mæla með starfinu fyrir alla þá sem vilja ferðast, þar sem fríðindin eru mjög mikil. Þannig er starfsmönnum gert kleift að ferðast mjög ódýrt á eigin vegum þegar þau eiga frí og það er auðvelt fyrir fjölskyldu og vini nýta sér þau fríðindi að sögn Ingibjargar. „Ég ætla einmitt að nýta þessi fríðindi og koma heim í nokkra daga yfir jólin – það jafnast ekkert á við íslensk jól og get ég ekki beðið eftir að fá að eyða hátíðunum með fjölskyldu og vinum,“ segir ferðalangurinn og flugfreyjan Ingibjörg að lokum.

Ragnar og Ingibjörg í hinum rómantísku Feneyjum, á Ítalíu.

Ingibjörg ásamt tveimur ítölskum vinkonum í þjálfuninni hjá Emirates.

Forréttindi að fá að ferðast XEins X og gefur að skilja hefur Ingibjörg heimsótt marga áhugaverða staði í starfi sínu. Hún segir tilfinninguna sem fylgi því að lenda í nýju landi halda henni gangandi í starfinu. „Það að fá að ferðast til framandi landa, fylgjast með fólki, kynnast ólíkum menningum og reyna að skilja hvernig lífið gengur fyrir sig á hverjum stað fyrir sig. Það eru mikil forréttindi að fá að ferðast svona mikið og ég er sífellt að læra eitthvað nýtt.“ Hún segir erfitt að gera upp á milli þeirra staða sem henni þykja áhugaverðastir. „Ef ég ætti að nefna nokkra sem hafa staðið upp úr þá eru það Ástralía og Nýja-Sjáland, Suður Afríka, Mauritius sem er algjör paradís, sem og Feneyjar á Ítalíu. Síðan er alltaf gaman að koma til Suður-Asíu enda nauðsynlegt að komast í ódýrt nudd öðru hverju. Nýlega fór ég til Dhakar í Bangladesh en það er líklega sá staður sem hefur haft mest áhrif á mig, fátæktin sem fólkið þar býr við er gríðaleg og það var erfitt að horfa upp á aðstæðurnar, sérstaklega þegar við göngum með vopnuðum vörðum inn á fimm stjörnu lúxus hótelið okkar meðan fólkið sefur á götunum fyrir utan.“

Stödd í Hong Kong við Big buddha.

Hið heimsfræga óperuhús í Sydney Ástralíu.


44

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

Flatmagað í sundlauginni. Feðgarnir Einar Már og Einar Aron ásamt hundinum Loka, nýjasta fjölskyldumeðliminum.

Paradís við Persaflóa Slökkviliðsmaðurinn Einar Már og fjölskylda búa í smáríkinu Qatar í Mið-Austurlöndum.

Slökkviliðsmaðurinn Einar Már Jóhannesson hefur ásamt fjölskyldu sinni komið sér vel fyrir í í Qatar, smáríki í Mið-Austurlöndum, sem er eitt efnaðasta land heims. Fjölskyldan upplifir þar framandi menningu og steikjandi hita sem Íslendingar eiga erfitt með að afbera. Einar segir að það hafi alltaf heillað hann að vinna erlendis en hann starfar nú hjá olíurisanum Shell. Eftir tíu ár í starfi slökkviliðsmanns á Íslandi langaði hann að öðlast frekari reynslu í starfi og ákvað að halda á vit ævintýranna við Persaflóa. „Ég fór að skoða hvaða möguleikar væru í boði og miðausturlönd voru álitlegur kostur sökum góðviðris og betri launakjara en gengur og gerist annars staðar í heiminum,“ Einar segir að ferlið hafi gengið eins og oft vill verða þegar leitað er eftir nýju starfi. Maður þekkir mann og að lokum fór það svo að vinur Einars gaf honum samband við slökkviliðsstjóra hjá Shell í Qatar. „Þetta gerist í september 2013 og í kjölfarið hófst eitt erfiðasta ráðningarferli sem ég hef upplifað, sem var viðtal eftir viðtal, læknisskoðanir og allskonar hindranir sem maður þurfti að komast yfir. Það var svo í desember sem ég fékk að vita að ég fengi stöðuna. Þetta gerðist því allt saman mjög hratt og í febrúar 2014 var ég fluttur út. Ég er mikill fjölskyldumaður og gat því ekki verið án fjölskyldunnar í allt of langan tíma. Þegar að ég sá fram á að þetta væri fjölskylduvænn staður fór ég á fullt í ferlið að fá þau út. Um miðjan júní vorum við svo sameinuð á ný,“ segir Suðurnesjamaðurinn Einar en Rúna Lís Emilsdóttir kona hans og Einar Aron sonur þeirra fluttust þá til Qatar. Erlent vinnuafl í meirihluta Landið Qatar saman stendur aðallega af einni stórri borg sem heitir Doha og nokkrum hverfum sem umliggja hana. Doha er uppfull af stórhýsum og glæsibílum líkt og úr einhverri bíómynd að sögn

Einars. „Þar eru frábærar strendur og þar sem þetta er nú eyðimörk þá er fullt af sandi. Landið er ekki stórt eða með íbúafjölda upp á 2,1 milljónir. Þar af eru heimamenn einungis um 450 þúsund talsins. Annars er um að ræða svokallaða expats (erlent vinnuafl) sem búa og vinna í landinu. Uppbyggingu á þessu landi mætti líkja við tölvuleikinn Sim City því hér rísa stórhýsi og leikvangar á hverjum degi,“ segir Einar en sem dæmi má nefna að íbúum í landinu fjölgaði um heil fimm prósent í septembermánuði s.l.. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta verður svo haldin í landinu árið 2022 og því eru miklar framkvæmdir í gangi. Heimamenn góðir og gjafmildir Einar segist kunna vel við heimamenn sem séu gjafmildir góðhjartaðir. „Qatarí, eins og þeir eru kallaðir hér, geta verið við fyrstu sýn frekar hrokafullir. Það er bara þeirra siður að vera í sínum Thobe (nokkurskonar kufl) með sólgleraugu innandyra og líta á mann eins og maður sé nýbúinn með síðasta Rolo molann þeirra. Á þessum tíu mánuðum sem ég hef búið hér, hef ég ennþá ekki hitt heimabúa sem er annað en frábær. Þeir vilja allt fyrir mann gera. Þú skalt ekki dirfast að reyna borga nokkurn skapaðan hlut þegar farið er með Qatarí einhvert, það er óvirðing við þá. Heima á klakanum berjumst við

öll við að enda ekki með reikninginn í enda kvölds,“ segir Einar um heimamennina sem kallast Qatarí. Slökkviliðsmenn frá öllum heimshornum Einar starfar hjá stórfyrirtækinu Shell í stærstu eldsneytisvinnslu í heiminum. Um er að ræða svokallaða Gas To Liquid verksmiðju. Einar starfar í hóp sem kallast FIT, First Intervention Team, sem sjá um alhliða slökkvi- og björgunarvinnu á vinnusvæðinu. Þannig geta slökkviliðsmennirnir fengist við allt frá eldsvoðum, eiturefnaútkalla, sigbjörgun til sjúkraflutninga. „Við erum að fást við margar gerðir af útköllum og er þetta rosalega gott í reynslubankann hjá manni,“ Einar byrjaði sem almennur slökkviliðsmaður en eftir sjö mánaða starf fékk hann stöðuhækkun og er núna svokallaður Leading firefighter, sem er eins konar hópstjóri á sinni vakt. Hann segir það frábæra reynslu að vinna með fólki frá öllum heimshornum, en í hans hóp er fólk frá 11 mismunandi löndum. Fjölskylduvæn menning Einar og fjölskylda kunna ákaflega vel við sig í Qatar og eru afar þakklát fyrir að fá gullið tækifæri til að kynnast heiminum og annarri menningum. Þegar Einar á svo frí nýtur hann lífsins með fjölskyldunni. „Möguleikarnir eru endalausir hér í þessu magnaða landi. Við eigum 18 feta hraðbát ásamt vinafólki og það er ekki leiðin-

Einar ásamt Faisal vini sínum, þegar sá síðarnefndi hélt upp á afmæli sitt á glæsilegri snekkju.


45

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 legt að henda sér á sjóbretti eða að snorkla hérna í Persaflóanum því jú veðrið er allveg ágætt,“ segir Einar og hlær. „Qatarí menningin er rosalega fjölskylduvæn svo það eru alltaf einhverjar uppákomur fyrir okkur til að fara á, allt frá listsýningum, eyðimerkusafarí til Íþróttaviðburða og tónleika. Fyrir þá sem hér búa er yfirleitt mjög lágt gjald á alla viðburði, ef ekki ókeypis, því þeir vilja sjá sem flesta mæta.“ Kunna vel við skólakerfið Rúna Lís kona Einars og Einar Aron sonur þeirra hafa komið sér vel fyrir með Einari í þessu ævintýri og gengur vel hjá þeim stutta í skólanum. „Hinn helmingurinn og sonurinn eru hæst ánægð, eins og er þá er Rúna heimavinnandi og er alveg að njóta þess í botn að vera eyðimerkurprinsessa. Einari Aroni gengur vonum framar í skólanum, enda bara snillingur þessi drengur þó að ég segi sjálfur frá. Skólinn hans, Compass International School, sem er breskur skóli með aðþjóðlegu ívafi, er tengdur við Cambridge á Englandi. Þetta er náttúrulega rosalega stórt stökk fyrir hann, nýtt land, nýr skóli, vinir o.fl. en hann er að tækla þetta alveg ótrúlega vel. Hann er mjög jákvæður og finnst þetta bara spennandi,“ Einar segir að það sé gaman að sjá hvað námsefnið í skólanum er allt öðruvísi en á Íslandi. „Það er stór þáttur í því að þetta gengur svona vel hjá honum. Þau nota tölvur mjög mikið við lærdóminn og virðast finna tengingar á milli áhugamála þeirra við námsefni, frekar en að setja alla undir sama hatt,“ segir Einar. Sólgleraugun bráðnuðu í bílnum - hitinn yfir 50°C Veðrið í Qatar er auðvitað ekkert sem kallast getur eðlilegt á íslenskan mælikvarða. Hitinn getur verið óbærilegur og þá sérstaklega á sumrin, þar sem hitinn nær yfir 50°C. „Eftir mitt fyrsta sumar í miðausturlöndum verð ég bara að segja að það kom mér pínu á óvart hversu heitt 56°C er í raun og veru. Svo bætirðu 92% raka með og þá ertu kominn með hina fullkomnu blöndu til að þú verðir rennandi blautur á því að labba tíu skref milli bíla. Ég komst einnig að því að maður skilur ekki hluti sem manni þykir vænt um eftir í bílnum sínum

að degi til. Máli mínu til stuðnings eru Ray Ban sólgleraugun mín núna orðin hluti af innréttingu bílsins. Þetta ástand varir í u.þ.b. tvo mánuði þar sem veðrið er erfitt, en hina tíu mánuðina er þetta paradís svo þetta er algjör andstæða við Ísland,“ segir Einar léttur í bragði. Landið nánast lokað þegar Ramadan stendur yfir Það eru fleiri hlutir en veðrið sem eru öðruvísi en við Íslendingar eigum að venjast. Mikill menningarmunur er á milli þessara tveggja þjóða. „Það skiptir öllu máli þegar að flutt er til annars lands að koma með opnum huga, enda kjósum við að vera hérna í þeirra landi. En jú menningarmunurinn er mikill. Það sem stendur helst upp úr er klárlega Ramadan, þá fasta múslimar, þ.e.a.s borða hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags í heilan mánuð. Á þessum tíma má ekki drekka eða borða á almenningsstöðum, ekki einu sinni í bílnum þínum, allir veitingastaðir eru lokaðir og allar verslanir eru lokaðar yfir daginn. Landið er í raun bara lokað yfir daginn. Þannig ef að fólk er að íhuga það að kíkja í heimsókn þá myndi ég skoða dagatalið og vera viss um að það sé ekki Ramadan á þeim tíma,“ segir Einar. Hann segir tilvalið að nýta þann tíma til þess að ferðast en fjölskyldan skellti sér einmitt til Sri Lanka á hátíðinni stóð. „Það var alveg geðveikt og það er alveg bókað að við förum aftur í ferðalag á þessum tíma árs, enda um að gera að nota tækifæðið á meðan að maður býr hérna og skoða sig um hérna megin á hnettinum.“ Einar segir að einnig séu nokkrir litlir hlutir sem reyni aðeins á þolrif Íslendinganna. „Það er hægt að tönglast endalaust á veðrinu en það er bara svo margt annað, eins og maturinn og útiveran. En til að vera sanngjarn þá eru einfaldir hlutir eins og að fá bílpróf erfiðara en að fá nóbelsverðlaun, þú þarft háskólagráðu til að komast þurr af klósettinu því þeir eru með sturtuhausa sem þeir smúla upp um alla veggi. Ekki má gleyma aksturslagi þeirra sem er til háborinnar skammar, en það er alltaf hægt að finna að öllu og öllum, en í okkar tilviki er þetta eins og að búa í paradís,“ bætir hann við.

Félagarnir á C-vakt fyrir utan slökkviliðsstöðina.

Það er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar í sólinni. Feðgarnir leita jafnan í fjör og stemningu.

Styður Strákana okkar í Qatar

Fjölskyldan fer reglulega í siglingu. Hérna fundu þau þessa líka fallegu strönd, sem þau höfðu alveg út af fyrir sig.

Feðgarnir eru báðir komnir á fullt í fótboltann. Einar tók upp númer sonarins, sem alltaf er með 29 á bakinu.

HM í handbolta verður haldið í Qatar í byrjun næsta árs. Einar ætlar að sjálfsögðu að skella sér á keppnina og styðja sína menn. „Hvað á maður að segja, þetta er nú búinn að vera meiri rússíbaninn. Að sjálfsögðu horfðum við á leikinn gegn Bosníu hérna heima og því miður þá náðum við ekki að vinna þann leik og hjá sumum (nefni engin nöfn) þá sást glitta í tár. Stemningin var það mikil enda hefði bara verið frábært að sjá litla Ísland taka þátt í stórmóti hérna í Qatar. En íslenska setningin „þetta reddast“ á alltaf við eins og kom í ljós. Ég hef þegar haft samband við HSÍ um að gera okkur sem hér úti búa (um 50 manns) að flottasta stuðningsmannahóp sem sést hefur í miðausturlöndum.“


46

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-eldhús

jólaveisla „a la“ Ásdís Laxatartar með ástríðualdinum - Bökuð hörpuskel með hráskinkuraspi - Óáfengt eplaglögg -

Ásdís Jóhannesdóttir var búsett í Frakklandi í átta ár en hún er fædd og uppalin í Keflavík. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Tern Systems og er búsett í Reykjavík ásamt Benoit Branger, eiginmanni sínum og Jóhönnu Valdísi dóttur þeirra. Jól og áramót eru framundan og við fengum Ásdísi til að deila nokkrum hátíðlegum og huggulegum frönskum uppskriftum. Ásdís sem er mikil áhugamanneskja um matargerð og heldur úti matarblogginu Gúrmandísir þar sem finna má mataruppskriftir frá öllum heimshornum. Það á vel við en Ásdís er mikill flakkari sem þykir fátt skemmtilegra en að ferðast.

Laxatartar með ástríðualdinum Í Frakklandi er laxatartar mjög vinsæll réttur og þessi útgáfa er skemmtilega exótísk. Laxinn þarf að sjálfsögðu að vera mjög ferskur og góður, enda er hann borðaður hrár. Eins þarf að kaupa ástríðualdinin tímanlega og leyfa þeim að þroskast við stofuhita þar til þau eru orðin vel krumpuð. Uppskriftin hentar vel fyrir fjóra í forrétt. litla bita. Notið góðan hníf og hafið fiskinn vel kaldan þannig að það sé betra að skera hann. Hrærið saman aldinkjötinu, límónusafa, rifnum límónuberki, ólífuolíu, dilli, steinselju og engifer. Saltið og piprið. Blandið laxabitunum saman við. Leyfið þessu að standa í ísskáp í um klukkustund. Takið út úr ísskáp 5-10 mínútum áður en tartarinn er borinn fram. Mér finnst fallegt að setja dökkgrænt kál og sítrónusneið Aðferð: Skolið laxinn og þerrið. Gætið þess með á diskinn. að hann sé beinlaus. Skerið laxinn í Hráefni: 500 g ferskur lax 3 ástríðualdin 1/2 límóna 3 msk kaldpressuð jómfrúarólífuolía 1 msk dill 2 msk flatblaðasteinselja, fínt söxuð 1/2 msk engiferkrydd salt og pipar

Ásdís segir að hátíðamatseðilinn sé ekki ennþá ákveðinn hjá fjölskyldunni. Hann verði þó eflaust frönsk-íslensk blanda eins og flest á þeirra heimili. Ásdís segir að Íslendingar séu fastheldnir á sinn jólamat og hafi gjarna sama matinn ár eftir ár, á meðan Frakkar eru óhræddir við að breyta til. „Ég hugsa að við höfum hamborgarhrygg í aðalrétt, en höfum máltíðina að öðru leyti með frönsku sniði. Það getur stundum verið erfitt að finna réttu hráefnin í franska matargerð hér á landi og það takmarkar mann aðeins. Ferðir á franska markaði fyrir jól eru ævintýralegar enda má þar finna allt á milli himins og jarðar. Tengdaforeldrar mínir halda upp á áramótin með okkur og þau koma eflaust með eitthvað matarkyns með sér, svosem geitaost úr þeirra heimabæ, sem í miklu uppáhaldi hjá mér og hann mun ég örugglega nota á gamlárskvöld. Jólin eru annars með frekar svipuðu sniði á Íslandi og í Frakklandi, þó þau séu öll einhvern veginn stærri og meiri hér heima,“ segir Ásdís.

„Ég myndi segja að ég væri nokkuð dugleg í eldhúsinu. Ég legg áherslu á að við fjölskyldan borðum saman og að maturinn sé heimalagaður. Það tekur tíma en mér finnst þetta skemmtilegt þannig að ég verð þess ekki mikið vör,“ segir Ásdís. Hún skoðar heilmikið af matreiðslubókum og tímaritum. Henni finnst skemmtilegast að prófa nýjar uppskriftir og því er yfirleitt eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum heima hjá henni. „Ég skipulegg mig vel, reyni alltaf að velja gæðahráefni og gæti þess að vanda innkaupin þannig að ekkert endi í ruslinu. Við fjölskyldan borðum heitan mat í hádeginu í vinnu og skóla og þar er iðulega kjöt eða fiskur á boðstólnum. Á virkum kvöldum finnst mér því nóg að borða grænmetisrétti og ég reyni að gera sem mest af því. Ég geri oftast eitthvað mjög einfalt eins og heimalagaða súpu, eggjaköku, salat og svo framvegis. Um helgar elda ég svo kjöt og fisk og við reynum þá að borða á franska vísu, þrí- eða fjórréttað. Mér finnst mjög gaman að sitja lengi til borðs

og spjalla saman; þetta eru sannkallaðar gæðastundir.“ Ásdís segir að dæmigerður franskur jólamatseðill sé afar fjölbreyttur og margir réttir bornir fram. „Með fordrykknum eru bornir fram smáréttir eins og litlar snittur með foie gras, einhvers konar pâté eða jafnvel reyktum laxi. Í forrétt gæti verið hörpuskel eða aðrir sjávarréttir, eða jafnvel sniglar. Aðalrétturinn er oft önd, kalkúnn, perluhænsni eða annað fuglakjöt en einnig villibráð svo sem héri, rándýr eða dádýr. Svo tekur vel útilátinn ostabakki við og loks er borinn fram jóladrumbur, sem er dæmigerður franskur jólaeftirréttur. Í Suður-Frakklandi, þar sem við bjuggum lengst af, er sterk hefð fyrir því að bera á borð 13 jólaeftirrétti þegar fólk kemur heim úr miðnæturmessu. Þeir tákna Jesú og postulana 12. Þetta eru oft þurrkaðir ávextir og hnetur, svo sem pistasíur, fíkjur, apríkósur, möndlur, döðlur og slíkt en líka núggat, mandarínur, perur og fleira. Jólahefðirnar eru því dálítið breytilegar eftir héruðum.“

Bökuð hörpuskel með hráskinkuraspi Frakkar borða gjarnan sjávarfang og fínni fisk á jólum og áramótum. Hörpuskel, ostrur, humar, krabba, skötusel og svo framvegis. Þessi forréttur er svo fljótlegur að það er nánast með ólíkindum. Ég notaði stóra hörpuskel en það er smekksatriði. Uppskriftin hentar vel fyrir 4 í forrétt. Hráefni: 12-16 stórar hörpuskeljar 2 hráskinkusneiðar 2 hvítlauksrif 1 lítil lúka af flatblaðasteinselju 2 ristaðar brauðsneiðar smá smjörbiti salt og hvítur pipar ólífuolía

Ásdís heldur úti matarblogginu Gúrmandísir (www.gurmandisir.blogspot.com). Nafnið gúrmandísir er íslenskun á franska orðinu gourmandise í fleirtölu. Gourmandise þýðir græðgi.

Aðferð: Forhitið ofninn í 210°C. Dreypið ólífuolíu í eldfast mót og leggið skeljarnar í mótið.

Setjið hráskinku, hvítlauk, steinselju, brauð, smjör, salt og hvítan pipar í blandara og blandið nokkuð gróft saman þannig að úr verði einskonar raspur. Leggið smá rasp ofan á hverja skel og dreypið svo örlítilli ólífuolíu yfir. Bakið í ofni í 10-12 mínútur.


47

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

pósturu eythor@vf.is Ásdís var búsett í Frakklandi í átta ár. Í S-Frakklandi er sterk hefð fyrir því að bera á borð 13 jólaeftirrétti þegar fólk kemur heim úr miðnæturmessu. Þeir tákna Jesú og postulana 12. Þetta eru oft þurrkaðir ávextir og hnetur, svo sem pistasíur, fíkjur, apríkósur, möndlur, döðlur og slíkt en líka núgat, mandarínur, perur og fleira.

Óáfengt eplaglögg

Franskar makkarónur Það er svo hátíðlegt að bera franskar makkarónur fram með kampavíninu á áramótum. Hrein dásemd. Hráefni: 200 g möndlumjöl (Ég reyni að finna hvítt möndlumjöl af afhýddum möndlum. Það er líka mjög gott að setja möndlumjölið í blandarann til að það sé eins fínt og hægt er.) 200 g flórsykur 5 cl vatn 200 g sykur 2x75 g eggjahvítur (við stofuhita) matarlitur að eigin vali Í fyllinguna notaði ég tilbúið núgat og súkkulaðikrem í sprautupoka frá Odense marsipan. Það þarf 2 poka í þessa uppskrift. Aðferð: Hitið ofninn í 170° g. Það er mjög gott að setja möndlumjölið og flórsykurinn í blandarann í 30 sekúndur til að hafa þetta eins og fínt og mögulegt er. Útbúið ítalskan marengs: 1/ Útbúið síróp: Setjið vatn og sykur í pott og hitið við meðalhita. Notið hitamæli til að fylgjast með hitastiginu. 2/ Setjið 75 g af eggjahvítum í matvinnsluvél. Þegar hitastigið á sírópinu er 114°C er matvinnsluvélin sett á fullan hraða til að stífþeyta eggjahvíturnar. Þegar hitastigið á sírópinu hefur náð 118°C, er hraði matvinnsluvélarinnar minnkaður og sírópinu hellt varlega saman við í mjórri bunu. Matarlit er bætt út í og hrað-

inn aukinn til að kæla marengsinn og þar til hann er glansandi og sléttur. Athugið hitastigið með fingrunum. Marengsinn á að vera örlítið heitur viðkomu. Útbúið möndlumassa: Takið fram aðra skál. Blandið saman 75 g af eggjahvítum, möndlumjöli og flórsykri með sleif. Úr þessu á að koma frekar þéttur möndlumassi, eins og marsipan. Útbúið makkarónurnar: Takið ítalska marengsinn úr matvinnsluvélinni og byrjið á því að hræra smávegis af honum saman við möndlumassann. Bætið svo öllum marengsnum saman við, hrærið vel en varlega og þar til komin er einsleit, hálfblaut blanda. Setjið deigið í sprautupoka. Notið sléttan 8 mm sprautustút. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu eða notið þar til gerðan silikondúk fyrir makkarónur. Sprautið litlar kúlur með reglulegu millibili á dúkinn eða pappírinn. Þegar því er lokið þarf að slá með nokkrum krafti undir plötuna þannig að deigið fletjist örlítið út og yfirborðið sléttist. Svo fer þetta inn í miðjan ofn í um 12 mínútur. Makkarónurnar þurfa að kólna alveg áður en kremið er sett á. Kremið frá Odense Marsipan kemur í sprautupoka sem er mjög hentugt. Sprautið á makkarónu og þrýstið svo annarri makkarónu saman við. Kremið þarf að ná alveg út að jaðri.

Glögg sem fjölskyldan getur notið saman í desemberkuldanum. Hráefni: 1 l hreinn eplasafi. Ég notaði hér lífrænan Chegworth Valley safa sem ég keypti í hverfisversluninni minni, Frú Laugu. 3 kanilstangir 5 negulnaglar 2 stjörnuanís 1 lífræn appelsína hnífsoddur af kanil, múskati, negul og engiferkryddi

Aðferð: Börkurinn er rifinn gróft af appelsínunni og settur í pott ásamt eplasafa, kanilstöngum, neglunöglum og stjörnuanís. Suðunni er leyft að koma upp og þá er lækkað undir og þessu leyft að malla varlega í 20 mínútur. Þá er kryddað með kanil, múskati, negul og engifer. Safinn er svo síaður og borinn með fram appelsínusneið og svo er gaman að leyfa kanilstöng og stjörnuanís að fljóta með upp á stemmninguna.

Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju ári.

Sporthúsið óskar Suðurnesjamönnum

Óska öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra hátíðar og velferðar á nýju ári. Opnunartíminn yfir hátíðarnar: Virkadaga kl. 7:00 - 18:00. Laugardaga kl. 8:00 - 16:00 og sunnudaga kl. 9:00 - 16:00. Þorláksmessa

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Tökum vel á móti ykkur á nýju ári með troðfullri æfingartöflu og stemningu

kl. 7:00 - 18:00. Aðfangadagur jóla kl. 7:00 - 13:00 . Lokað verður jóladag og annan í jólum.

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is


48

-

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

■■Guðrún Ösp Theódórsdóttir í jólaspjalli:

„Viltu ekki bara giftast honum pabba þínum?!“ Guðrún Ösp Theódórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fann fyrir mikilli samkennd með aumingja Kevin í myndinni Home Alone og hún segist vera mikið jólabarn, enda sjálf fædd milli jóla og nýárs. Það má ekki nefna við hana að breyta matseðlinum á jólunum og hún segir skötuna lykta eins og sýkt sár og það sé ekki séns að hún smakki á henni. – Hver er besta jólamyndin? Besta jólamyndin er klárlega Home Alone. Miðjubarnið ég fann fyrir mikilli samkennd með aumingja Kevin, gleymda barninu á jólunum. Mér fannst Buzz stóri bróðir hans ekkert ósvipaður Gunnhildi systur þegar hún var uppá sitt besta og sagði mér að ég tilheyrði ekki fjölskyldunni og hefði fundist í ruslatunnunni. Mamma mín hefði líka gert hvað sem er til að redda málunum ef þetta hefði gerst í minni fjölskyldu Kemur mér í jólaskap jafnvel í júní. – Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Uppáhaldsjólalögin mín eru Þú komst með jólin til mín með Bó og Ruth Reginalds og Þegar jólin koma með Á móti sól. Svo klassíkin eins og I'm dreaming of a white Christmas og It's beginning to look a lot like Christmas. Jólanótt með Ragnheiði Gröndal eftir hann Ellert vin okkar hjónanna á líka sérstakan stað í hjarta mínu.

Ég sakna þess að geta ekki hringt í Brosið og fengið óskalag og kveðju með því – Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég er mikið jólabarn, enda á ég afmæli milli jóla og nýárs, og ég er mjög vanaföst með allt, hvort sem það eru jól eða annað. Ég baka alltaf smákökur þrátt fyrir próflestur og verkefnavinnu. Hvítir lakkrístoppar og ömmu Dúnnu súkkulaðibitakökur eru fæðuflokkur út af fyrir sig á aðventunni. Eiginmanninum finnst við hæfi að hefja ýmsar framkvæmdir í byrjun desember og klára svona fjórum dögum fyrir jól, sem setur strik í jólahreingerninguna. Í ár er það að flísaleggja eldhúsið. Mér finnst síðan ómissandi að taka rölt á Hafnargötunni á Þorláksmessu með fjölskyldunni. Karlinn fer í kakó með börnin á Ránni, sem er hefð hjá honum, á meðan ég kaupi síðustu jólagjöfina...oftast handa honum. Jólunum

fylgja svo fullt af jólaboðum og til dæmis förum við í kjúklingaboð á annan í jólum með stórveldunum fimm, móðursystrum mínum. Þá er kjúlli klæddur í sparibúning með stöffing og góðri sósu og svo ís með marssósu í eftirrétt. Alveg frábær hvíld frá öllum bjúgvaldandi matnum hina dagana. Þá eru spiluð borðspil sem mér finnst ómissandi á jólunum. Síðustu jól keypti ég risapúsl og við fjölskyldan vorum að vinna í því öll jólin við misjafnar undirtektir en ég vil endilega koma þessari nýju hefð á hjá fjölskyldunni enda einlægur áhugamaður um teymisvinnu og allt sem eflir hana. Áramótin eru síðan tilfinningaríkur tími í mínum huga, ég er logandi hrædd við flugelda og hætti mér ekki út úr húsi á gamlárskvöld fyrr en um tvítugt. Þá á ég það til að fella tár yfir sálminum "nú árið er liðið í aldanna skaut" þegar minningaflóð ársins hellist yfir mig. – Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Dæmigerður aðfangadagur hjá mér hefst á því að sofa eins lengi og börnin leyfa. Svo held ég áfram eldamennskunni á mönd lugrautnum (grjónagrautur) sem hefst venjulega á Þorláksmessu. Börnin horfa á sjónvarpið og við hjónin eldum. Við tökum svo rúnt með jólagjafir og jólakortin sem ég gleymdi að setja í póst á réttum tíma. Við komum við í kirkjugarðinum hjá tengdaforeldrum mínum, afa og ömmu og fleirum sem við söknum mest yfir hátíðirnar. Þegar heim er komið þarf yfirleitt að krulla hár á tveimur og stundum

OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!

þremur stelpum og yfirleitt er það ég sem verð útundan vegna tímaskorts og enda með hárið í snúð eða út um allt þegar við setjumst við kvöldverðarborðið klukkan sex á Aðfangadagskvöld. Mamma hafði alltaf messuna á í útvarpinu og við gerum það – Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta jólagjöfin. Þetta er erfið spurning. Ég hef alltaf notið þess meira að sjá viðbrögð annarra við gjöfunum sem ég gef. Ég gleymi því þó aldrei þegar mamma opnaði gjöf frá pabba og í pakkanum var miði sem á stóð: "gjöfin þín er í bílskúrnum". Mamma hljóp út í bílskúr og hélt hún væri að fá bíl og við á eftir henni en þar blöstu við þessi fínu skíði. Þá var mikið hlegið. Mér þykir alltaf vænt um föndruðu gjafirnar frá börnunum og sérstaklega handarfarið úr gifsi sem Júlía Rún eldri dóttir mín gaf mér þegar hún var þriggja ára. Í fyrra náði síðan maðurinn minn að koma mér á óvart þegar hann gaf mér iphone, sem ég átti ekki von á. – Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er ekki hægt að tala mig inná matseðilsbreytingar á jólunum,

ég mun alltaf hafa möndlugraut, graflax, hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, piknik kartöflustrá, sveppasósuna hans pabba og óhollt rjómasalat. Ein jólin gerði maðurinn minn sósuna og ég setti eitthvað út á hana og þá hreytti hann þessum fleygu orðum í mig: "Viltu ekki bara giftast honum pabba þínum?!" – Eftirminnilegustu jólin? Ætli eftirminnilegustu jólin verði ekki bara jólin 2012. Þá handleggsbrotnaði hún Heiðrún Helga, yngri dóttir mín, þá tæplega tveggja ára, á Þorláksmessukvöld og grét svo alla nóttina. Aðfangadagsmorgun fór í úrlestur röntgenmynda og gifsun á slysó hér á HSS. Ég var ekkert mjög áhugasöm um að eyða morgninum "í vinnunni" en við fengum frábæra þjónustu þar enda sáu góðar vinkonur mínar, Bóel læknir, Stellan mín á röntgen og Berglind Ásgeirsdóttir vel um okkur en barnið gifsaði ég sjálf með aðstoð þeirra. Við mæðgurnar vorum síðan ansi sjúskaðar þann aðfangadag, Heiðrún Helga harðneitaði að fara í föt og var því hálf í samfellu og ég illa sofin. – Hvað langar þig í jólagjöf? Eins og ég sagði áðan þá gleður mig mest á jólunum að hitta naglann á höfuðið og ramba á réttu gjöfina og gleðja þannig aðra. En ef ég gæti valið um hvað sem er þá væri það fjölskylduferð til útlanda. Ég er vel meðvituð um að ég hef það gott að fá að eiga góð jól með fjölskyldunni minni þar sem allir eru heilsuhraustir og jólin vekja engan kvíða. Hugur minn er oft hjá börnum sem eru ekki eins lánsöm og við, hvort sem það er vegna veikinda, vímuefnaneyslu eða fátæktar. Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst hátíð barnanna og veit að ég mun sakna hennar Alexöndru, stjúpdóttur minnar, sem verður uppi í sveit með mömmu sinni þessi jól. – Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Það er ekki séns að ég smakki skötu, lyktin er alltof viðbjóðsleg og minnir óneitanlega á lykt úr vel sýktu sári. Í gamla daga fékk ég hangikjöt hjá ömmu Dúnnu á Þorláksmessu en síðustu árin fer eiginmaðurinn í skötu með afa sínum og bræðrum meðan við mæðgurnar og Amma Imma styrkjum skyndibitamenningu Reykjanesbæjar ýmist með góðgæti frá Villa Pulsu eða glóðvolgri pizzu.


Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


Gleðilegt afmælisár Fyrir 50 árum var lagningu síma­

Búrfellsstöð var fyrsta stórfram­

Í tilefni af 50 ára afmæli horfum

lína í sveitir nýlokið en enginn

kvæmd fyrirtækisins og stærsta

við fram á veginn og bjóðum

hringvegur kringum landið.

framkvæmd Íslandssögunnar á

þjóðinni að taka þátt í opinni

Á sjó var eitt vinsælasta dægurlagið.

þeim tíma. Þá, líkt og nú, voru

umræðu og viðburðum sem varða

Þá var markað nýtt upphaf í orku­

hugsjón, framsækni og skýr sýn

sögu og framtíð orkufyrirtækis

vinnslu á Íslandi með stofnun

á framtíð íslenskrar orku ríkjandi

í eigu íslensku þjóðarinnar.

Landsvirkjunar þann 1. júlí 1965.

í öllu starfi Landsvirkjunar.

Taktu þátt í að móta framtíðina með okkur!

1965

Stofnun Landsvirkjunar


2015

Landsvirkjun 50 รกra


52

-

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

■■Sigrún bæjarstjóri í Sandgerði verður með rjúpur í jólamatinn

Nýtur þess að stússast í eldhúsinu

Á bæjarskrifstofunni í Sandgerði eru haldin litlu jól hjá starfsmönnum. Sigrún bæjarstjóri horfir á kvikmyndina Polar Express og hlustar á gömul íslensk jólakvæði til þess að komast í jólaskapið. Sigrún notar Þorláksmessu til þess að klára innkaup, undirbúa mat, þrífa, skreyta jólatréð, og hitta vini eða fjölskyldu. Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Já, við höldum „litlu jólin“ og borðum þá saman, færum gjafir og njótum samverunnar á ýmsan hátt. Auk þess hittumst við eina kvöldstund og búum til eitthvað fallegt fyrir jólin. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Jólahefðir eru mjög sterkar hér á landi og þó þær séu misjafnar frá einni fjölskyldu til annarrar þá eru þær keimlíkar. Aðventan er upphaf jólahátíðarinnar og það finnst mér yndislegur tími. Þá byrjum við í minni fjölskyldu að setja upp jólaljós og fjölga kertum, og gera ýmislegt annað hefðbundið eins og t.d. að baka smákökur og fara á jólatónleika sem mér finnst alveg ómissandi þáttur í aðdraganda jóla. Hver er besta jólamyndin? Ætli það sé ekki „The Polar Express“ sem ég hef margoft horft á með dóttur-

sonum mínum og okkur finnst hún ævintýraleg og falleg. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Við tendrun jólaljósanna á jólatrénu hér í Sandgerði þann 3. desember voru ýmis gömul og góð lög sem komu mér í jólaskap. Það voru lög eins og „Jólasveinar einn og átta“, „Nú er Gunna á nýju skónum“ og „Jólasveinar ganga um gólf “. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Það er margt sem ég geri alltaf þó ég sé ekkert sérstaklega vanaföst. Ég á t.d. erfitt með að leggja þann sið af að skrifa jólakort og senda þess í stað rafræn. Hef prófað það en fannst þá eitthvað vanta svo ég helda bara áfram að skrifa á jólakort og senda þau í pósti. Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Aðfangadagur er ljúfur og rólegur, ég nýt þess að stússast í eldhúsinu, fara

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR

ATVINNA

SI raflagnir ehf. auglýsa eftir rafvirkjum til starfa, næg verkefni framundan. Upplýsingar gefa Ólafur, s: 898 8061, Elías, s: 899 8061, Sigurður, s: 892-9812

Iðngarða 21 | 250 Garði | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 422 7103

með pakka til systkina minna eða fá þau í heimsókn. Svo á góð vinkona mín afmæli á aðfangadag og hjá henni er alltaf opið hús í hádeginu og stundum lít ég við. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Satt best að segja kemur ekkert ákveðið upp í hugann, en mér finnst alveg nauðsynlegt að fá eins og eina bók. Hvað er í matinn á aðfangadag? Núna verða rjúpur í matinn á aðfangadagskvöld. Rjúpurnar og allt sem þeim fylgir gera jólin enn hátíðlegri og við erum svo heppin að fá rjúpur annað árið í röð frá gömlum bekkjarfélaga mínum að austan. Eftirminnilegustu jólin? Það eru mörg jól sem eru mér eftirminnileg frá því ég var barn, jólin með fyrsta barnabarninu, jól í Jerúsalem sem þrátt fyrir allt voru svo miklu

-mannlíf Jólapeysu- og jólafatadagar

F

jölmargir hafa látið sjá sig í skrautlegum jólapeysum nú í desember. Þannig hittust starfsmenn á fjórðu hæðinni í Krossmóa á dögunum og fengu tekna af sér mynd þar sem allir klæddust jólapeysu eða voru með jólabindi. Starfsmenn Keilis héldu sinni jólapeysudag nýverið og þá var mikið jólastuð hjá starfsmönnum Sýslumanns í Keflavík þegar þar var haldinn „jólafatadagur“. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þessi tækifæri.

minna „jólaleg“ en við eigum að venjast hér heima.

í mesta lagi einu sinni á ári og þá bara svona til að vera með.

Hvað langar þig í jólagjöf? Bók.

Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Það eru engar fastar hefðir á Þorláksmessu, dagurinn fer oft í að klára innkaup, undirbúa mat, skúra, skreyta jólatréð, og hitta vini eða fjölskyldu.

Borðar þú skötu? Já, ég borða skötu en get ekki sagt að ég hafi sérstakt dálæti á henni. Borða hana

pósturu vf@vf.is


2014 Jólalukkan annar úrdráttur

Laufey Sigfúsdóttir, Heiðarbóli 27, Keflavík , ferðavinningur með Iclandair Elín Á Einarsdóttir, Skólabraut 7, Njarðvík Kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó. Jenný Magg, Hlíðarvegi 42, Njarðvík, Kr. 15.000,- gjafabréf í Nettó. Eygló Rut Óladóttir, Víkurbraut 54, Kr. 10.000,- gjafabréf í Nettó Grindavík. Valgerður Jennýjardóttir, Mánasundi, Kr. 10.000,- gjafabréf í Nettó Grindavík. Margrét Brynjólfsdóttir, Vesturhóp 22, Kr. 10.000,- gjafabréf í Nettó Grindavík.

Jólalukka fæst afhent gegn viðskiptum fyrir 5000 kr. eða meira í þeim verslunum/ fyrirtækjum sem taka þátt í leiknum. Að hámarki getur viðskiptavinur fengið fimm miða. Þú getur nálgast vinninginn samstundis hjá viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Þeir sem ekki hljóta vinninga í jólalukkunni geta sett nafn sitt á bakhlið miðans og skilað honum í kassa í Kaskó eða Nettó. Dregið verður úr skiluðum miðum 24. desember. Vinningar í úrdrætti eru m.a. kr. 100.000,- matarúttekt, Evrópuferðir, árskort í Sporthúsinu og fleiri veglegir vinningar. Finlux 50" LCD sj

ónvarp

JÓLALUKKAN FÆST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: GEORG V. HANNAH Úr og skartgripir

Grindavík

2014

5300 vin

ningar!

ÞAÐ GETUR FYLGT ÞVÍ MIKIL LUKKA AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN Á SUÐURNESJUM


54

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

„Ég er að þessu fyrir sjálfan mig og ef Vaðrir hafa gaman af því líka, þá er það bara fínt“

SÉR ÞAÐ SEM FLESTIR SJÁ EKKI Á

hugaljósmyndarinn og sjómaðurinn Haraldur Hjálmarsson hefur búið í Grindavík frá sex ára aldri. Hann keypti sína fyrstu myndavél fyrir 30 árum í Englandi og finnst fátt skemmtilegra en að taka myndir í íslenskri náttúru. Á sjónum hefur Haraldur möguleika á að festa á filmu sjónarhorn sem fólkið í landi sér ekki.

„Ég á fyrstu myndavélina mína ennþá og hef spáð í að setja í hana filmu en það er þægilegra og ódýrara að nota stafrænar vélar,“ segir Haraldur, sem hefur mestan áhuga á að taka náttúrumyndir. „Ég fer þangað sem fólk fer ekki mikið og tek myndir. Klifra jafnvel niður berg niður í fjöru og næ myndum sem sýna annað sýnishorn en í almannaleið.“ Haraldur hefur ferðast víða um land til að taka myndir. Hefur farið á flesta staði á landinu og þvælst hingað og þangað til að ná myndefni. Stundum hefur hann lagt af stað að kvöldi til til að mynda og komið heim að morgni þegar aðrir eru að fara til vinnu. Hann segir

tíma sólarhringsins ekki skipta máli í slíku samhengi. „Þegar siglt er inn fallegan fjörð þá sér maður eyðibýli, fossa og landslagið á annan hátt en fólkið sér það í landi.“ Gefandi og um leið spennandi Vegna vinnu sinnar sem sjómaður getur Haraldur oft leikið sér við myndatöku í landi þegar aðrir eru að vinna. Hann tekur alltaf myndavél með sér á sjóinn. „Ég næ öðruvísi myndefni frá sjónum sem aðrir sjá ekki, t.d. hafís og borgarísjaka. Það er svo heillandi við náttúruna tilfinningin að vera einn í heiminum,“ segir Haraldur og bætir við að bæði sé gefandi og um leið spennandi að sjá hvað kemur

Flugeldasýning við Jökulsárlón.

Grindvíkingurinn Haraldur Hjálmarsson tekur myndavélina með sér í vinnuna

út eftir ljósmyndaferðirnar. Hann vinnur myndirnar ekki mikið á eftir. „Fikta aðeins og ef mér finnst það flott þá læt ég það duga.“ Tvær forsíðumyndir í Mogga Spu rð u r u m m i n n ist æ ð ustu myndirnar segir Haraldur það vera myndina af Hornbjarginu þegar sólin kom upp og fallegur roði á himninum. „Einnig er önnur mynd af fálka með stokkandarstegg í klónum. „Hún varð mín fyrsta forsíðumynd í Morgunblaðinu. Ég ef átt tvær myndir þar.“ Haraldur hefur haldið eina sýningu ásamt þremur öðrum Grindavíkingum en hefur engin áform um fleiri sýningar eins og er. „Ég er að þessu fyrir sjálfan mig og ef aðrir hafa gaman af því líka, þá er það bara fínt. Er ekkert að þessu endilega til að selja verkin,“ segir Haraldur.

Haraldur Hjálmarsson.

30 tonna þorskhal.

Hornbjarg og Hælavíkurbjarg

Gamall traktor í norðurljósabjarma.

Hornbjarg og Hælavíkurbjarg.


55

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

Óskum öllum Suðurnesjamönnum

gleðilegrar hátíðar

Eldey úr frá Reykjanestá.

Við óskum Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum til sjávar og sveita

Brimketill austan við Mölvík á Reykjanesi.

gleðilegra jóla. Þökkum góða viðkynningu á árinu, með ósk um farsælt og fengsælt nýtt ár.

Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður og Guðmunda Kristjánsdóttir, útgerðarstjóri.

Smyrill sem kom í heimsókn um borð og var hjá áhöfninni í tvo daga. Hann náði í nokkra smáfugla.

Kirkjufell við Grundarfjörð.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gamla Hvítárbrúin. Bíll kom og lýsti hana svona flott upp eitt augnablik.

Þökkum samstarfið á árinu.


56

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Sendum öllum Suðurnesjamönnum bestu

jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á árinu.

HELGILEIKUR OG SÖNGUR Í GRINDAVÍKURKIRKJU Á

ður en dagskráin hófst við jólatréð í Grindavík hafði farið fram aðventustund í Grindavíkurkirkju þar sem barnakór kirkjunnar flutti helgileik ásamt nokkrum ungum og efnilegum leikurum. Margrét Rut Reynisdóttir las svo jólasögu fyrir gesti sem voru fjölmargir.

Sendum þér og þínum bestu óskir um

gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Óskum öllum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


57

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla, farsælt komandi árs. Þökkum góðar móttökur og viðskipti á árinu sem er að líða.

GRINDVÍKINGUR ÁRSINS 2014?

Heimasíða Grindavíkur stendur fyrir vali á Grindvíkingi ársins 2013. Hægt er að senda tilnefningar á heimasidan@grindavik.is . Vinsamlegst sendið jafnframt með rökstuðning fyrir því af hverju viðkomandi ætti að vera valinn Grindvíkingur ársins, segir á grindavik.is. Valið er fyrst og fremst gert til þess að vekja athygli á því sem vel er gert í Grindavík. Valið verður kunngjört á þrettándagleðinni en hægt er að senda tilnefningar til 3. janúar. Fimm manna dómnefnd mun fara yfir tilnefningarnar og velja Grind-

víking ársins með tilliti til þeirra. Verðlaunin verða svo afhent á þrettándagleðinni. Grindvíkingur ársins: 2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson 2010 Ásta Birna Ólafsdóttir. 2011 Matthías Grindvík Guðmundsson. 2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir. 2013 Otti Sigmarsson.

Gleðileg jól, gott og farsællt komandi ár, þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Staðarsund 16 a grindavík - sími 894 5373 vikingsiggi@.is

Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.


58

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-

jólaspurningar

■■Helga Jóhanna Oddsdóttir dettur á bólakaf í Nóakonfektið:

Óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegrar hátíðar, takk fyrir það liðna og

gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir viðskiptin

Ytri-Njarðvíkurkirkja Jólaball 21. desember kl.11:00. Jólasveinn sem heima á í fjallinu Keili mætir og gefur börnunum eitthvað gott. Aðfangadagur Jólavaka kl. 23:30. Helgileikur í umsjá fermingarbarna og í lokin munu allir tendra kertaljós þegar sungið verður „Heims um ból“. Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00. Sönghópurinn JOYCES frá Þýskalandi syngur 2. lög. Allir velkomnir

Vaknar timbruð af sykuráti flesta morgna Keflvíkingurinn Helga Jóhanna Oddsdóttir er ACC markþjálfi hjá Carpe Diem sem er fyrirtæki hennar sem annast markþjálfun og ráðgjöf. Helga segir að Frostrósir komi henni í jólaskap. Hún sé vanaföst um jólin og segist hafa tekið margt með sér úr æskunni en hafi þó skapað sínar hefðir eftir að hún flutti að heiman. Hver er besta jólamyndin? „The Holiday og Love Actually eru dásamlegar. Mér finnst gott að kúra í desember og fara með aðalpersónum í gegnum gleði og sorgir, er algjör sucker fyrir rómantík á dimmum vetrarkvöldum Svo uppgötvuðu strákarnir mínir Home Alone myndirnar fyrir nokkrum árum og þær eru orðnar fastur liður í kósýkvöldum aðventunnar líka“. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? „Frostrósir eins og þær leggja sig. Get ómögulega gert upp á milli“. Ertu vanaföst um jólin? „Ég er ótrúlega vanaföst og tek margt frá æskunni þó ég hafi skapað mínar eigin hefðir frá því að ég flutti að heiman. Ég neita t.d. að gera jólahreingerningu sem gerir alla vitlausa og ég held að mamma sé meira að segja farin að slaka á í því. Auðvitað vil ég hafa hreint og fínt en öllu má nú ofgera. Aðventan fer í rólegheit, bakstur og skreytingar. Smákökurnar eru oftar en ekki bakaðar fyrstu helgina í aðventu og svo aftur um miðjan desember þar sem þær eiga það til að gufa upp. Ég dett líka algjörlega á bólakaf í Nóakonfektið og vakna þ.a.l. timbruð af sykuráti flesta morgna um jólin. Svo er nokkuð öruggt að næturnar við lestur góðra bóka verði langar og að ég sjáist á náttsloppnum fram eftir degi. Stóru strákarnir okkar koma svo í humar á jóladag, þ.e. ef við vinnum samkeppnina við tengdafjölskyldurnar. Jólaboð föðurfjölskyldunnar

Gleðileg jól

gott og farsælt komandi ár Gerðavöllum 17, Grindavík (við hliðina á bakaríinu)

Þökkum innilega frábærar móttökur á árinu sem er að líða Psst... vissuð þið að Grýla verslar allt garn í sokkana á jólasveinana hjá okkur? Jólakveðja frá Gallery Spuna Fylgist með okkur á facebook.com/galleryspuni Sími: 424 6500

og vistin sem þar er spiluð er líka ómissandi liður í jólunum. Náist þetta eru jólin nákvæmlega eins og ég vil hafa þau“.

heimagerður ís hefur verið á mínum borðum alla tíð. Ég varð meira að segja alveg fullorðin í fyrra þegar ég gerði ís í fyrsta sinn“.

Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? „Ég passa að hafa hann rólegan og afslappaðan. Við sofum gjarnan fram á miðjan morgun, eigum notalega stund yfir morgunverði og svo klárum við í rólegheitum það sem eftir er í tiltekt og byrjum að elda. Rétt fyrir sex koma foreldrar mínir, tengdaforeldrar og amma í hús og við borðum þegar RÚV hefur hringt inn jólin. Svo tekur við hefðbundin gleði drengjanna og pakkaflóð sem stendur í einhverja stund. Eftir það er kvöldkaffi og rólegheit og ég enda gjarnan á náttfötunum uppi í sófa með góða bók. Þetta er í raun sama dásamlega rútínan og frá því ég bjó í foreldrahúsum, fyrir utan það að við færðum okkur yfir á mitt heimili fyrir níu árum“.

Eftirminnilegustu jólin? „Þau eru í raun samsettar minningar af hinu og þessu. T.d. úr æsku þegar rafmagnið fór oft af í miðri eldamennsku vegna álags, skreyttur símastaurinn/mastrið í miðbæ Keflavíkur sem sást svo vel úr borðstofunni hjá mömmu og pabba, tilfinningin og þakklætið fyrir fólkið mitt, rólegheitin að loknu pakkaflóðinu og pabbi, og í seinni tíð - maðurinn minn og bræður sofnaðir í sófanum. Ótrúlega afslappandi. Jólin eru dýrmætur minningabanki sem við höldum áfram að leggja inn í“.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Þær hafa verið margar og hver annarri dásamlegri. Ég man alltaf eftir því þegar jólasveinninn henti inn í íbúðina sem við bjuggum í, risastórum pakka sem innihélt dúkkuvagn. Enn þann dag í dag er ég á því að hann hafi komið fljúgandi inn um glerið í útihurðinni án þess að opna dyrnar eða brjóta glerið og það eina sem sást var skugginn af jóla þegar hann hraðaði sér í burtu“. Hvað er í matinn á aðfangadag? „Þar þýðir ekkert að stinga upp á breytingum eða tískufyrirbærum hvað það varðar. Rjómalöguð aspassúpa, léttreyktur lambahryggur að hætti mömmu og

Hvað langar þig í jólagjöf? „Ef ég ætti að vera ótrúlega eigingjörn, þá væri ég alveg til í að eiga jólin með bræðrum mínum sem búa erlendis og þeirra fjölskyldum. Sakna þeirra hrikalega á þessum árstíma. Fyrir hönd landsmanna: algjöra endurskoðun á hugarfari okkar, endalok net-tröllanna og riddara lyklaborðsins, breytta nálgun fjölmiðla á umfjöllunarefnum, gleði og jákvæðni sem gera lífið svo miklu meira þessi virði að lifa því“. Að lokum, eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? „Ég hef yfirleitt átt rólega Þorláksmessu, soðið hangikjötið og dútlað heimavið. Við skreyttum jólatréð alltaf á Þorláksmessukvöld en eftir að við skiptum yfir í gervi höfum við stundum skreytt örlítið fyrr. Ég hef einu sinni prófað skötu, einn munnbita. Það verður ekki endurtekið, takk samt,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Óskum Grindvíkingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


markhönnun ehf

SPENNANDI BÓKAJÓL

útkall Óttar sveinsson

3.899 kr

r u k æ b

Tilboðin gilda 18. - 21. des. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri


60

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-eldhús

pósturu eythor@vf.is

Hægeldaður hjörtur og önd - hátíðarmatseðill Jóhanns Reynissonar matreiðslumanns í Noregi Keflvíkingurinn Jóhann Reynisson starfar sem kokkur fyrir hótelkeðjuna Scandic í borginni Molde í Noregi þar sem hann hefur búið undanfarin sex ár. Jóhann var á dögunum valinn sendiherra franskrar matargerðar í Skandinavíu, en hann hefur verið að gera það gott í heimi matreiðslunnar að undanförnu. Við fengum Jóhann til þess að hrista fram glæsilegan jólamatseðil sem hann deilir hér með lesendum.

J

óhann segir að þegar jólin eru haldin hjá tengdaforeldrum sínum, sé jafnan léttreyktur hamborgarhryggur í matinn sem Jóhann fær að matreiða. „Hjá foreldrum mínum er það svo annað mál. Ég, bróðir minn og pabbi erum allir matreiðslumenn

og erum vanalega komnir með nóg af matargerð á aðfangadag,“ segir Jóhann en hann segir það ansi misjafnt hvað boðið sé upp á á þeim degi og nánast aldrei um hefðbundinn jólamat að ræða. „Á jóladag er svo alltaf hangikjöt og kalkúnn á gamlársdag.“

Þegar kemur að jólamatnum í Noregi þá segist Jóhann vera hrifinn af svokölluðu pinnekjöti, sem er söltuð þurrkuð lambasíða sem skorin er í sneiðar og borin fram með rófustöppu, kartöflum, jólapylsum og pinnefitu.

Hægelduð önd Innihald 2stk andarbringa Salt og pipar

Aðferð Skerið tígla í fituna á bringuni og steikið með fituna niður á volgri pönnu, þangað til að bringan er vel brún. Setjið svo í ofn á 56°C þangað til að bringan verður 56°C í kjarnhita, notið kjötmæli til að mæla hitann.

Blómkálsmauk Innihald ½ stk blómkálshöfuð, skorið í bita 2dl rjómi 1stk vanillustöng 1tsk sítrónusafi Salt og pipar

Aðferð: Settu blómkál, rjóma og vanillustöng sem búið er að skera endilanga í pott og sjóðið við vægan hita í 5-7 mínútur, eða þar til blómkálið er mauksoðið. Taktu þá vanillustöngina úr pottinum og maukaðu afganginn í matvinnsluvél. Smakkaðu til með salti, pipar og sítrónusafa. Kældu í kæli.

Fíkju kompott Innihald 200gr fíkjur, þurrkaðar 200gr laukur 50gr smjör 2msk brún sykur 1dl balsamik edik Stjörnuanís

Aðferð Bræðið smjör og sykur saman í potti, setjið stjörnuanís og fíkjunar saman við og leyfið að sjóða rólega í 10 til 15 mínútur. Takið stjörnuanísinn úr og maukið fíkjurnar.

Hægeldað hjartafile Innihald 800gr hjartafile 1msk maldon salt 1msk svört piparkorn, mulin 1msk timjan og rósmarín

Aðferð Snyrtið file og kryddið, brúnið á pönnu og klárið á lágum hita í ofni þangað til að kjötið nær 56°C í kjarnhita. Passið að leyfa kjötinu að hvíla sig í 5 mínútur áður en það er skorið svo að safinn í kjötinu haldist inn.

Grænmeti Innihald 150gr rófa í teningum 150gr steinseljurót í teningum 100gr rósakál, léttsoðið og skorið í tvennt 150gr beikon í teningum

Aðferð Skerið grænmetið í teninga og skerið rósakálið í tvennt, steikið beikonið fyrst á pönnu upp úr smjöri, bætið svo restinni út í og kryddið með salti og pipar

Gulrótamauk Innihald 200gr gulrætur 1/2búnt estragon 2dl rjómi 1dl mjólk 2msk smjör

Aðferð Afhýðið og skerið gulrætunar í stóra bita. Sjóðið gulræturnar í potti með rjóma og mjólk. Sigtið og geymið vökvan. Maukið gulræturnar í matvinnsluvél og bætið estragoni út í með vélina stillta á mesta hraða. Bætið mjólkurvökvanum út í. Magnið fer eftir því hvað þið viljið hafa maukið þykkt. Bætið smjöri saman við og kryddið með salti.


61

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

Kartöflu Anna unarpappír í botninn á bakka og raðið einu lagi af kartöflum í bakkann, penslið með smjöri, kryddið með salti, pipar og parmesani. Endurtakið þetta þangað til kartöflurnar eru búnar, hellið restinni af smjörinu yfir og leggið bökunarpappír yfir og setjið annan bakka ofan á og pressið. Steikið á 180°C í 1 Aðferð Skerið kartöflurnar í þunnar skífur í gegnum tíma. Kælið kartöflurnar alveg niður með mandolín. Bræðið smjörið rólega. Setjið bök- pressuna á því. Innihald 800gr bökunarkartöflur 100gr smjör Salt og pipar Parmesan

Blámyglusósa Innihald 2stk laukur 200gr gulrót 100gr sellerírót 60gr sveppir 50gr trönuberjaberjasulta 2dl villisoð 1dl sveppakraftur 50gr blámygluostur 2gr rósmarín 2gr timjan 20gr brúnn sykur 8dl rjómi

Salt og pipar Matarlitur Maisenamjöl Aðferð Skerið grænmetið í bita og steikið upp úr olíu, bætið sykri saman við og bræðið. Hellið vilisoði, sveppakrafti, timjan og rósmarín yfir og sjóðið niður um helming. Bætið rjómanum og blámygluosti saman við, smakkið til með salti, pipar og trönuberjasultu. Þykkið með maisenu og litið sósuna ljósbrúna.

Ladyfingers Innihald 150gr sykur 6stk eggjarauður 100gr hveiti 6stk eggjahvítur Aðferð Þeytið saman 75gr af sykri og eggjarauðum í hrærivél til að gera þykkan lög. Þeytið svo

restinni af sykrinum og eggjahvítunum í marengs, blandið svo eggjarauðunum saman við marengsinn varlega. Sigtið hveitinu saman við og setjið í sprautupoka, sprautið svo fingur á bökunarpappír. Stráið flórsykri yfir og eldið í ofni á 180°C í 10 mínútur.

Tiramisu matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mínútur og kreistið svo allt vatn af þeim og bætið út í mjólkina, veiðið vanilustöngina upp úr og hellið mjólkina yfir eggjarauðurnar og þeytið í eggjamassa. Þegar eggin hafa orðið loftkennd en samt volg er mascarpone osti og þeyttum rjóma blandað saman við. Kaffilögur: blandið saman sterku kaffi, vatni, sykri og instant kaffi, hrærið þangað til að sykurinn hefur leysts upp. Samansetning. Setjið ladyfingers í botninn á glasinu, sjá eigin uppskrift af ladyfingers. Hellið tvöfalt meira af kaffileginum en kakan þarf. Setjið glösin í frysti þangað til kakan verður stíf. Búið til mascarponekremið á meðan kakan er í frysti, fyllið glössin upp með mascarponekreminu, setjið glösin inn í ískáp og leyfið að stífna. Stráið kakó yfir þegar hún Aðferð Mascarponekrem: sjóðið upp sykur, instant er borin fram. kaffi, vanilustöng, rjóma og mjólk. Setjið Innihald Mascarponekrem: 130gr sykur 2msk instant kaffi 1stk vanillustöng 6stk eggjarauður 70gr rjómi 70gr mjólk 320gr mascarpone ostur 7stk matarlímsblöð 320gr þeyttur rjómi Kaffilögur: 200gr vatn 40gr sykur 20gr sterkt kaffi 1msk nesquick kaffi


62

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

■■Elíza Newman Geirsdóttir fann lífsgæði sem hún leitaði að í Höfnum sem hún segir vera dálítið gleymda perlu:

FRÁ LONDON TIL HAFNA - Tónlistarkonunni Elízu Newman Geirsdóttur líkar vel að búa í fámenninu í Höfnum ásamt fjölskyldu sinni. Það sinnir hún tónlistargyðjunni og vinnur að nýrri plötu sem mun koma út eftir jól. Frá London til Hafna Elíza íhugaði að flytja í Hafnir áður en flutti til London á sínum tíma. „Ég bjó í miðbæ Reykjavíkur fyrsta árið og það er bara ekki í raunveruleikanum að fjárfesta í Þingholtunum, þar sem ég vildi vera búa. Þannig að næsti kostur var Suðurnesin og Hafnirnar eru náttúrulega algjör perla.“ Elíza á rætur að rekja til Hafna því faðir hennar, Geir Newman, er alinn upp þar. „Amma og afi bjuggu hérna, langamma og meira að segja langalangamma í móðurætt líka. Þannig að allir vegir liggja til Hafna, eins og máltækið segir,“ segir Elíza og hlær. Húsið sem hún býr í er sögufrægt því faðir söngvasystkinanna Ellýjar og Vilhjálms, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson, byggði húsið snemma á fjórða áratug síðustu aldar. Elíza segir góðan anda vera í húsinu. „Já og mjög góð stemning. Mikið hlegið í þessu húsi í gegnum árin, held ég, og mikil tónlist.“ Í húsinu hefur verið útbúið sérstakt tónlistarherbergi og segist Elíza sífellt vera að semja nýja tónlist. „Ég get ekki hætt þótt ég reyni. Það er bara nóg pláss þar sem við semjum og ég er að vinna að plötu núna.“ Nördahópur úr Keflavík Elíza hefur grúskað í tónlist síðan árið 1992. Spurð um hvort ekki sé komið gott svarar hún hlæjandi: „Ertu að segja mér að hætta? Ég hugsa þetta ekki þannig. Ég hef þetta í mér og það kemur mjög eðlilega hjá mér að semja. Ég hugsa ekki, jæja nú er ég orðin svona gömul og verð að hætta þessari vitleysu. Þetta virkar ekki þannig. Maður slekkur ekki á tónlist sem list. Ég geri bara það sem ég vil og það virkar mjög vel. Þetta er líka rosa fín leið til að tjá sig, halda geðheilsu og vera glaður.“ Elíza sigraði Músíktilraunir með rokkstelpnabandinu Kolrössu krókríðandi og vakti sigurinn mikla athygli á sínum tíma. „Við vorum svona vinkonuhópur, nördahópur úr Keflavík. Vorum ekki í íþróttum, heldur í leikfélaginu og alltaf með einhver atriði á árshátíðum og

svoleiðis. Með mikla athyglisýki og okkur fannst besta leiðin til að fá athygli og hneyksla sem flesta á sama tíma vera að stofna þessa hljómsveit. Það virkaði alveg eins og við vildum. Svo ákváðum við að fara í músíktilraunir upp á grín. Það gekk bara svona ljómandi vel,“ rifjar Elíza upp og bætir við að þær hafi ekki átt von á sigrinum. „Ekki þegar við fórum inn í keppnina, en eftir fyrsta kvöldið fékk ég einhvern svona meðbyr; eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður. Þá vissi ég inni í mér að við ættum góðan séns. Hinar trúðu því ekki fyrr en búið var að kalla upp nafn hljómsveitarinnar.“ Í beinni hjá Al Jazeera Kolrassa krókríðandi gaf út þrjár pötur og hljómsveitin Bellatrix, angi úr Kolrössu, síðan tvær. Í dag eru hljómsveitarmeðlimir saman í saumaklúbbi. „Fyrst var draumurinn okkar að fara til Reykjavíkur og spila á einhverjum tónleikum. Við gerðum það og þá varð stærri draumur að gefa út plötu hjá Smekkleysu. Enn stærri draumur var síðan að fara einu sinni til London og svo að búa í London og fá samning þar. Draumarnir stækkuðu því alltaf. Snjóboltinn bara rúllaði áfram,“ segir Elíza, sem fékk aldeilis gott tækifæri og kynningu upp í hendurnar þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. „Allt sem gerist í mínu lífi dettur bara svona inn. Ég var bara í skólanum og fékk símtal frá Al Jazeera stöðinni þar

Þetta er líka rosa fín leið til að tjá sig, halda geðheilsu og vera glaður

sem spurt var hvort ég vildi hjálpa þeim að bera fram orðið Eyjafjallajökull. Buðu mér bílstjóra til að keyra með mig úr skólanum og um alla London. Þeir spurðu hvort ég vildi semja lag og ég gerði það á fimm mínútum í bílnum og flutti það svo í beinni útsendingu. Svo fékk ég að vita viku seinna að þetta hefði orðið vinsælasta fréttin þeirra frá upphafi eða eitthvað. Fólk farið að spotta mig í lestinni í London, sem gerist aldrei nema um sé að ræða skrýtið fólk. Svo var þetta bara komið út um allt. Voða fyndið í viku,“ segir Elíza og brosir. Sólóplata í vinnslu Elíza hefur gefið út þrjár sólóplötur og sú fjórða er í bígerð, kemur út eftir jól. „Ég ætla ekki að koma mér út í jólavitleysuna. Gaf út eitt lag fyrir nokkrum vikum sem heitir Flöskuskeytið.“ Spurð um hvernig

henni hafi fundist tónlistarlífið í Keflavík þegar hún varst að stíga sín fyrstu skref á þeirri braut, segir Elíza að til staðar hafi verið miklir áhrifavaldar, eins og Pandóra sem urðu Deep Jimi and the Zep Creams. „Við litum mjög upp til þeirra og stofuðum hljómsveitina okkar m.a. til þess að verða kúl eins og þeir. Við vorum 14 ára eða eitthvað. Musterið, æfingahúsnæðið við Hafnarfgötuna sem brann, margar flottar hljómsveitir æfðu þar, m.a. fólk sem er í hljómsveitum eins og Hjálmum,“ segir Elíza og bætir við að það sé bæði gott og slæmt að hafa byrjað snemma í tónlist. „Ég var búinn að gera ótrúlega margt aðeins 23ja ára. Það halda kannski allir að ég sé fimmtug eða eitthvað. Það er allt í lagi, það er bara skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi.

Hafnir dálítið gleymd perla Í dag leitar Elíza að lífsgæðum sem passa við sig. „Þó að það komi ekki fram í tónlistinni þá er ég stundum dálítið æst. Ég fíla þess vegna vel vera svona við sjóinn, hafa smá víðáttu í kringum mig og ekkert rugl.“ Margir (m.a.s. Suðurnesjamenn) viti ekki mikið um Hafnir. „Það tekur aðeins sex mínútur að keyra héðan að Fitjum. Þetta er dálítið gleymd perla, úti í horni, sem er fínt. Mér finnst gott að það sé ekki margt fólk hérna. Þetta er rosalega fallegur staður og allt svo fallegt í kringum mann. Það gleymist stundum að Hafnir eru líka hluti af Reykjanesbæ og hægt að brydda upp á ýmsu hér. Hér var ein stærsta verstöð landsins og margar sögur hér sem bíða eftir að fá að heyrast aftur,“ segir Elíza.


63

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Buðu fötluðum á jólaball Á

rlegt jólaball bæjarstjórans í Reykjanesbæ og veitingahússins Ráarinnar var haldið í vikunni. Ballið er haldið fyrir þá sem búa á sambýlum, félagsmenn í íþróttafélaginu NES, skjólstæðinga Hæfingastöðvarinnar o.fl. Fjölmargir mættu á ballið þar sem boðið var upp á veitingar og dans í bland við ýmis skemmtiatriði. Ljósmyndari Víkurfrétta var á ballinu með myndavélina og voru þessar myndir teknar við þetta tækifæri.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!


64

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

■■Málfundafélagið Faxi fagnar 75 ára afmæli:

Fannst lítið fjallað um Suðurnes og stofnuðu fjölmiðil M

álfundafélagið Faxi var stofnað 10. október 1939 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. Tímamótunum verða gerð ítarleg skil í jólablaði Faxa sem kemur út á morgun og verður dreift inn á öll heimili í Reykjanesbæ. Þá liggur blaðið frammi í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Það voru sex félagar í Keflavík sem stofnuðu Málfundafélagið Faxa en markmið með félaginu var að þjálfa félagsmenn í ræðumennsku og rökræðum. Fundir voru haldnir til skiptis á heimilum félagsmanna. Fljótlega fjölgaði félagsmönnum í tólf og þeir hafa verið tólf allar götur síðan. Aðeins 47 félagsmenn frá upphafi Þó félagið sé orðið þetta gamalt, þá halda félagsmenn einnig trú við félagið lengi. Á þessum 75 árum þá telja félagsmenn þó aðeins 47 félaga. Sá félagi sem hefur setið lengst í félaginu, og situr enn, er heiðursfélaginn Gunnar Sveinsson fv. kaupfélagsstjóri. Hann hefur verið Faxa-félagi í samtals 60 ár.

Í prentsmiðjunni Stapaprenti, sem hefur séð um umbrot og prentun Faxa síðustu tvo áratugi. F.v.: Eðvarð T. Jónsson ristjóri Faxa, Svavar Ellertsson prentsmiðjustjóri og Helgi Hólm frá Málfundafélaginu Faxa sem gefur út samnefnt blað. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Helgi Hólm er einn Faxa-félaga og hann var jafnframt ritstjóri Faxa í 15 ár. Hann segir í samtali við Víkurfréttir að nú standi Málfundafélagið Faxi á nokkrum tímamótum en fjórir félagar séu að hætta, enda komir á áttræðisaldur, og tími kominn á að rýma fyrir yngri mönnum. Stofnuðu blað til að bregðast við umræðuskorti Málfundafélagið Faxi hafði ekki starfað lengi þegar það ákvað að stofna blaðið Faxa. Helgi segir það hafa verið vegna þess hversu mönnum þótti þá lítill fréttaflutningur af svæðinu. Þá, eins og nú, horfi stóru miðlarnir ekki langt út fyrir póstnúmerið 101. Umræðan um það sem var að gerast á svæðinu var það lítil að ráðist var í útgáfu Faxa fyrir 74 árum. Útgáfan hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir. Oft komu allt að 10 blöðum á ári og fór niður í eitt blað en vilji er til þess nú að blöðin séu þrjú til fjögur á ári. Hér áður var Faxi seldur í lausasölu en hefur síðustu ár

verið dreift án endurgjalds og byggir afkomu sína á auglýsingum. Faxi hefur mikið söfnunargildi og er víða til innbundinn og er mikil heimild um liðna tíma inn í framtíðina. Hin síðari ár hefur Faxi fetað þá braut að gefa ákveðnum málum mikið pláss í blaðinu og þar er minnst stórra tímamóta. Þannig hefur blaðið skrifað um stórafmæli fyrirtækja og stofnana þar sem sagan er rakin í máli og myndum. Þrjú til fjögur blöð á ári Helgi tekur undir að útgáfa Faxa hafi oft verið mikil hugsjón, en alltaf hafi verið stefnt

á að láta auglýsingar standa undir kostnaði við útgáfuna. Efni blaðsins er mikið til unnið í sjálfboðavinnu. Eðvarð T. Jónsson hefur verið ritstjóri Faxa síðustu níu ár og segir Helgi að hann hafi getað einbeitt sér að því að skrifa Faxa og hafi unnið mikið og gott starf. Jólablað Faxa sem kemur út á morgun, föstudag, sé þó síðasta blað Eðvalds. Hann hefur mörg önnur járn í eldinum í útgáfumálum og því mun nú nýr ritstjóri taka við Faxa á nýju ári. Blaðið Faxi heyrir undir blaðstjórn sem kosin er af Málfundafélaginu Faxa og oftast hefur ritstjórinn einnig verið einn af Faxafélögum.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

Tannlæknastofa

Kristínar Geirmunds og Kristínar Erlu Ólafsdóttur

Tannlæknastofan Skólavegi 10

Tannlæknastofan Tjarnargötu 2

Vökvatengi 421 4980

Radíonaust

Norðurtúni 2 - Reykjanesbær sími 421 3787

Þvottahöllin

Iðavellir 4b - 420 0303

RISS


Strætóferðir um suðurnes VIRKAR STOPPISTÖÐVAR ERU MERKTAR MEÐ STRÆTÓHATTINUM

NÝJUNGAR Í ALMENNINGSSAMGÖNGUM Á SUÐURNESJUM FRÁ OG MEÐ 4. JANÚAR 2015. NÁNAR Á STRÆTÓ.IS

REYKJAVÍK

0

GARÐUR

1

433

SANDGERÐI FLE

2

41

41

Bæklingur með öllum helstu þjónustuupplýsingum, tímatöflum og verðtöflu verður dreift í hvert hús og fyrirtæki á Suðurnesjum á næstu dögum.

41 VOGAR

3

1 REYKJANESBÆR 4 4 41

4

42

GRINDAVÍK

Verðdæmi: • • •

Fargjald miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er um. Staðgreiðsluverð er 350 kr. fyrir hvert gjaldsvæði. Greitt með farmiðum er gjaldið einn miði fyrir hvert svæði.

• • •

4 gjaldsvæði eru á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Staðgreiðsluverð á þeirri leið er 1.400 kr. Greitt með 4 miðum kostar farið: 1.333 kr. fyrir fullorðna, 460 kr. fyrir öryrkja og aldraða, 500 kr. fyrir ungmenni og 220 kr. fyrir börn.


fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Jóladans á táskóm á Ásbrú J

ólasýning BRYN balle t t a k a d e m í u n n a r, Listdansskóla Reykajnesbæjar, fór fram á dögunum í húsnæði dansskólans að Ásbrú í Reykjanesbæ Í boði var fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem nemendur á öllum aldri úr forskóla, grunnskóla- og framhaldsskóladeild sýndu listir sínar í klassískum ballett, táskótækni, nútímadansi, hip hop, nútímadjassdansi og fleiru. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

Grindavík

markhönnun ehf

66


markhönnun ehf

stóra alifuglabókin úlfaR finnbjöRnsson

4.999 kr

SPENNANDI BÓKAJÓL

Handan minninga sally Magnusson

leitin að geislasteininum iðunn steinsdóttiR

2.799 kr

nikký og baráttan um bergmálstréð júlíus bRjánsson

2.589 kr

nála — riddarasaga

1.749 kr

paddington bíósaga

1.949 kr

nenni ekki að elda guðRún veiga guðMundaRdóttiR

2.449 kr

slaufur Rannveig hafsteinsdóttiR

2.999 kr

bækur

3.499 kr

tvöfalt prjón guðRún MaRía guðMundsd.

3.899 kr

vakandi veröld MaRgRét M. & Rakel g.

3.899 kr

Tilboðin gilda 18. - 21. des. 2014 www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Akureyri


68

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-

jólaspurningar

HEILSUHORNIÐ Hvít lagkaka með súkkulaðikremi Ég er í uppskriftagírnum þessa dagana eins og margar aðrar húsmæður og mig langar til að gefa ykkur uppskrift að ljósri lagköku með súkkulaðikremi á milli en þetta er kaka sem ömmur mínar langt aftur i móðurlegg hafa bakað árum saman fyrir jólin. Börnunum mínum finnst þessi kaka æði og nú er ég búin að setja hana í hollustubúning því það er svo notalegt að fá sér eina kökusneið. Það er frábært að halda í þessar gömlu fjölskylduhefðir síðan maður var að alast upp og bragðið vekur óneitanlega upp góðar æskuminningar. Gleðilegan jólabakstur! Hvít lagkaka: 4 egg 250 g smjör 1 msk mjólk ÁSDÍS 1 tsk vanilluduft GRASALÆKNIR 260 g lífrænt heilhveiti SKRIFAR 260 g Sukrin sykur 2 tsk vínsteinslyftiduft

Súkkulaðikrem: 1-2 egg 250 g smjör 2 msk kalt kaffi 2-3 vanilluduft 2 msk hreint kakóduft 500 g Sukrin melis flórsykur 200 g lífrænt 70% súkkulaði

Kakan. Smjör, egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum blandað saman í sér skál og öllu svo hrært saman. Skiptið deiginu í 3 hluta og smyrjið út 1 hluta í einu á bökunarpappír á ofnplötu. Baka 1 ofnplötu í einu í ofninum. Bakið við 200°C í 10 mín. Kremið. Smjör, egg og sykur þeytt vel saman, súkkulaði og kakó brætt saman við lágan hita. Rest af kremuppskrift bætt við og hrært vel saman við. Kremi smurt á milli laga þannig að verði 3 lög af köku og kremi. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterset.com/grasalaeknir, www.instagram.com/asdisgrasa

Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir. Heimilisfólk og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ

SENDUM BÆJARBÚUM OKKAR BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

■■Magnús Stefánsson:

Gjöfin fyrir konuna oft keypt á síðustu stundu

Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garðinum fer í skötu á Þorláksmessu.Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garðinum snæðir yfirleitt kalkún á aðfangadag með fjölskyldunni. Hann er frekar vanafastur yfir hátíðarnar og fær sér t.a.m. alltaf skötu í góðra vina hópi á Þorláksmessu. Lagið Er líða fer að jólum, með Ragga Bjarna, kemur bæjarstjóranum söngglaða alltaf í jólaskapið. Eru einhverjar hefðir hjá ykkur á bæjarskrifstofunni þegar kemur að jólunum? Bæjarskrifstofan er skreytt áður en aðventa gengur í garð. Starfsfólkið kemur saman og borðar jólamat í aðdraganda jólanna. Hvernig eru jólahefðir hjá þér? Jólahefðir eru ýmsar. Skreytingar á húsi, rölt um Laugaveginn á Þorláksmessukvöld, yfirleitt hef ég reykt hangilæri hangandi í eldhúsinu fyrir jól og við fáum okkur flís af kjöti af og til. Síðan eru ýmsar hefðir á aðfangadag. Síðan er fastur liður að borða hangikjöt hjá tengdamömmu á jóladag.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Margar góðar og eftirminnilegar jólagjafir gegnum tíðina. Líklega er það þó rafmagnsbílabrautin sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var 10-11 ára sem er eftirminnilegust. Hvað er í matinn á aðfangadag? Við höfum yfirleitt kalkún í matinn á aðfangadagskvöld.

Hver er besta jólamyndin? Gamla Dickens sagan um Skrögg er mjög klassísk og góð.

Eftirminnilegustu jólin? Ætli eftirminnilegustu jólin séu ekki þegar ég var rúmlega tvítugur og var einn í Reykjavík vegna þess að ég var mikið að spila með Upplyftingu um þau jól. Það er eftirminnilegt að hafa verið einn á aðfangadagskvöld og öll fjölskyldan var vestur í Ólafsvík.

Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Raggi Bjarna, Er líða fer að jólum.

Hvað langar þig í jólagjöf? Góð bók er alltaf sígild.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég er mjög vanafastur um jólin. Fyrir utan aðfangadag (sjá að neðan), þá er bókalestur og samvera með sem flestum í fjölskyldunni. Oftast fer ég í jólamessu og horfi á hátíðarmessu í sjónvarpi.

Borðar þú skötu? Já ég borða skötu tvisvar á ári. Annars vegar þegar haldin er skötumessa í Garðinum á Þorláksmessu að sumri. Síðan borða ég alltaf skötu í góðra vina hópi á Þorláksmessu fyrir jól. Það er órjúfanlegur hluti í aðdraganda jóla.

Hvernig er aðfangadagur hjá þér? Það er alltaf heimabakað brauð og hangikjöt á borðum um hádegi á aðfangadag. Eftir það förum við feðgar og látum ljós á leiði forferðra og -mæðra í kirkjugarðinum. Fjölskyldan borðar síðan saman og eftir það eru opnaðar jólagjafir, það er framkvæmt eftir föstum hefðum. Oft fer ég í messu á aðfangadag.

Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? Borða skötu í hádeginu, síðan höfum við nú í mörg ár farið í bæinn og rölt um Laugaveginn á Þorláksmessukvöld. Lengi vel var ég á síðustu stundu með að kaupa jólagjöf fyrir konuna og gerði það gjarnan á Þorláksmessu, kannski verður það þannig líka í ár!


69

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

-

jólaspurningar

■■Ósk Waltersdóttir heldur alltaf íslensk jól í Danmörku:

Halda í íslenskar jólahefðir í útlöndum fyrir börnin

Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Ósk Waltersdóttir er úr Garðinum, þar sem hún er fædd og uppalin. Ósk hefur hins vegar búið í næstum 17 ár í Esbjerg í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hún starfar sem félagsráðgjafi hjá verkalýðsfélagi sem heitir Fødevareforbundet NNF. Þá hefur hún að aukastarfi að vera prófdómari í félagsráðgjafanáminu. Ósk er gift Óskari Snorrasyni og á þrjú börn frá 8 til 27 ára. Hver er besta jólamyndin? „Home Alone 2“ Hvaða lag kemur þér í jólaskap? „Wham - Last Christmas“ Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? „Ég hef alltaf haldið fast í íslenskar jólahefðir þar sem ég hef búið erlendis 16 og 1/2 ár og það hefur verið mikilvægt fyrir mig að börnin mín kynnist íslenskum jólum. Þau vilja heldur ekki hafa jólin öðruvísi. Íslenskt hangikjöt, lambahryggur og laufabrauð er „algjört must“ hér á jólunum enda íslenskt lambakjöt það besta í heimi“. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Aðfangadagur er að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og bíða eftir jólunum og undirbúa jólamatinn, sem við borðum kl. 18:00“. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

„Þegar ég komst að því að ég var ófrísk að yngsta barninu, á milli jóla og nýárs 2005“. Hvað er í matinn á aðfangadag? „Þýskur reyktur svínahamborgarhryggur, gerist ekki betri“. Eftirminnilegustu jólin? „Þegar við héldum jólin hjá litla bróður í Ástralíu. Tengdafjölskylda hans ákvað að halda evrópsk jól fyrir okkur og við elduðum íslenskan jólamat í 30 gráðu hita. Þau höfðu t.d. aldrei smakkað brúnaðar kartöflur áður“. Hvað langar þig í jólagjöf? „Sólgleraugu, var að eyðileggja fínu sólgleraugun mín. Annars er alltaf stærsta óskin að fjölskylda mín hafi það gott“. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér í Danmörku? „Við borðum ekki skötu en við borðum risengrød eða grjónagraut á Þorláksmessu með möndlu í og spilum pakkaspil á eftir“.

Við þökkum fyrir frábært ár og hlökkum til að takast á við verkefni þess næsta

Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa,

Jóns William Magnússonar, Krossholti 6, Keflavík,

sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi hjartahlýju ykkar. Magnús Jónsson, Steinþór Jónsson, Guðlaug Helga Jónsdóttir, Davíð Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.


70

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

■■Fjölskyldustemning hjá Íslendingaliðinu Reading

Keflvíkingurinn SAMÚEL KÁRI í heimi atvinnumennskunnar Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur vakið nokkra athygli fyrir vasklega framgöngu með enska B-deildar liðinu Reading á Englandi, en þar leikur hann með varaliði félagsins. Samúel var einungis rúmlega 16 ára þegar hann samdi við enska liðið eftir að hafa staðið sig vel með U-17 landsliði Íslands. Mörg lið í Evrópu sóttust eftir starfkröftum Samúels, en þeirra á meðal voru Celtic í Skotlandi og Heerenveen í Hollandi. Samúel segist hafa valið Reading sökum þess að margir Íslendingar hafa verið á mála hjá félaginu og bera því vel söguna. Meðal þeirra Íslendinga sem hafa leikið með félaginu eru Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimarsson og Gylfi Sigurðsson. Sá síðastnefndi er mikil goðsögn hjá liðinu að sögn Samúels, en vel er talað um alla Íslendingana innan félagsins. Búinn að bæta sig mikið „Reading er fjölskylduklúbbur og ég var boðinn velkominn hérna strax og ég kom til reynslu. Okkur fjölskyldunni leist strax vel á aðstæður hérna,“ segir Samúel en hann er búsettur í Reading ásamt móður sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur. Hann er 18 ára og hefur aðlagast lífinu vel á Englandi. Hann stefnir nú á að búa með kærustunni sinni úti, en hún er nú búsett á Íslandi. „Á fyrsta árinu mínu gekk mér í raun frábærlega, en það var líklega mitt besta ár í boltanum til þessa. Núna hefur mér gengið vel en hef verið að glíma við smávægileg meiðsli,“ segir Samúel sem hefur verið í tæp tvö ár hjá félaginu. Hann hefur nokkuð stöðugt verið að bæta leik sinn. Bæði er hann orðinn líkamlega sterkari og fljótari, en auk þess hefur hann verið að skora meira af mörkum en hann gerði áður. Það kemur þó líklega til vegna þess að hann leikur nánast alltaf sem miðjumaður nú

Samúel hefur bæði verið fyrirliði í 17 og 19 ára landsliði Íslands en hann á 30 landsleiki að baki. „Það hefur verið frábær reynsla og alltaf æðislegt að spila fyrir þjóðina,“ segir Keflvíkingurinn.

orðið. Í yngri flokkum lék Samúel mikið í vörninni en það er óhætt að segja að hann sé þúsundþjalasmiður þegar kemur að fótbolta, enda getur hann leyst nánast allar stöður á vellinum, nema kannski þá markvarðarstöðuna, þó er ekki hægt að útiloka það. „Ég tel að ég hafi gjörbreyst frá því að ég kom hingað út og er bæði orðinn sterkari og fljótari. Ég myndi segja að ég sé búinn að bæta mig talsvert enda aðstæður allt aðrar en hjá Keflavík,“ segir miðjumaðurinn efnilegi. Samúel segir það í raun ekki hafa komið sér á óvart hvað varðar gæði fótboltans í Englandi. Þar er samkeppnin mun meiri en hérlendis og leikurinn á öðru plani ef svo má segja. „Þetta snýst meira um andlegu hliðina og að aðlagast. Það líkar ekkert öllum Englendingum vel þegar leikmenn eru keyptir frá öðrum löndum til þess að berjast um þeirra stöður.“ Samúel segir að hann fái mikinn stuðning frá fjölskyldunni sem geri honum kleift

„Ég var þá kannski spurður að því hvort ég væri klikkaður, ég þyrfti að eiga mitt félagslíf líka. Ég valdi þetta og tók þessa ákvörðun. Þetta eru árin sem þú byggir þig upp. Þú byrjar ekki 19 ára að stefna að því að verða atvinnumaður nema þú sért eitthvað undrabarn“

að einbeita sér að fótboltanum af fullum krafti. Reykjaneshöllin annað heimili Samúel er gríðarlega metnaðarfullur. Þeir sem til hans þekkja segja að hann hafi fórnað miklu á sínum yngri árum til þess eins að auka möguleika sína á því að ná langt í fótboltanum. Hann hefur alltaf æft mikið aukalega, en það geta flestir íþróttamenn í fremstu röð vitnað um að skili settum markmiðum. „Þeir segja að þetta séu 10% hæfileikar og 90% vinna sem skila þér árangri í þessu sem og mörgu öðru,“ segir Samúel. „Ég hef alltaf stefnt að þessu. Ég var alltaf að leika mér í fótbolta en í 5. flokki fann ég að þetta var það sem mig langaði til að gera. Þá byrjaði ég að huga að því hvað ég gæti gert til þess að komast sem lengst,“ bætir hann við. Sem unglingur þá fór hann reglulega í jóga og sund fyrir skóla og að honum loknum þá æfði hann fótbolta að jafnaði tvisvar á dag. „Reykjaneshöllin var eins og mitt annað heimili. Ég var eiginlega bara með sér samning við Bebbý vinkonu mína og reyndi að fara þangað eins oft og ég gat. Á hvaða tímum sem voru lausir.“ Tók boltann fram yfir böllin Þegar félagarnir voru að fara á ball þá hugsaði Samúel um fótboltann frekar. „Ég var þá kannski spurður að því hvort ég væri klikkaður, ég þyrfti að eiga mitt félagslíf líka. Ég valdi þetta og tók þessa ákvörðun. Þetta eru árin sem þú byggir þig upp. Þú byrjar ekki 19 ára að stefna að því að verða atvinnumaður nema þú sért eitthvað undrabarn,“ segir hann. Nú sem atvinnumaður heldur Samúel áfram að æfa af mikilli eljusemi. Eftir æfingar dvelur hann jafnvel lengur en félagar á æfingasvæðinu og vinnur í smáatriðum sem geta gert hann að betri leikmanni. Hvort sem það eru sendingar, tækni, móttökur eða aukaspyrnur. Á dögunum vakti einmitt athygli glæsilegt aukaspyrnumark fra kappanum, en þá söng boltinn í netinu af 35 metra færi í æfingaleik. Einnig vakti athygli myndband þar sem Samúel kastaði boltanum úr innkasti alla leið á markteig, svo úr varð mark að lokum. Eftir slík tilþrif þá poppa svona myndbönd upp hjá fjölmiðlum og á samskiptamiðlunum. „Ég reyni að horfa framhjá þessu tali en annars er gott að heyra þegar fólk hrósar manni fyrir mörk og annað slíkt,“ segir hann hógvær.

Samúel segist vera lítið fyrir að tala við fjölmiðla og reynir að halda sínu einkalífi út af fyrir sig. „Sumir ungir leikmenn í mínum sporum hafa átt erfitt með að einbeita sér að fótboltanum og þurfa útrás á annan hátt,“ en oft heyrast sögur af því að ungir leikmenn eigi erfitt með að takast á við frægð og annað sem fylgir fótboltanum. Samúel vill að sjálfsögðu forðast allt slíkt og einbeita sér af því að ná langt. Hverjir eru möguleikar þínir á að leika með aðalliðinu? „Ég tel þá í raun nokkuð mikla. Ég hef verið að æfa aðeins með aðalliðinu og leikið gegn þeim með varaliðinu, þar sem við stóðum okkur vel. Þeir hafa sagt mér að ég eigi talsverða möguleika á að komast i aðalliðið en það gerist vonandi á næsta ári. Það tekur sinn tíma en ég er ennþá yngstur í varaliðinu,“ segir Samúel. Nýlega var þjálfara Reading sagt upp störfum og því er aldrei að vita nema hann fái tækifæri með tilkomu nýs stjóra. „Mér er sagt að hér eigi ég framtíð en fyrst og fremst er það undir mér komið,“ bætir Samúel við. Margir halda kannski að ungir leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum séu á grænni grein. Samúel segir það af og frá. „Það er fullt af fólki hérna úti sem heldur að maður sé einhver stjarna, þó svo að maður sé langt því frá. Heima á Íslandi hefur maður fengið aðeins meiri athygli. Persónulega finnst mér ég ekki hafa gert neitt fyrr en ég er kominn í aðalliðið. Ég hef auðvitað staðið mig vel í yngri flokkum og allt það. Þegar ég kemst vonandi lengra á mínum ferli þá mun ég skilja að fólk veiti þessu athygli. Fólk kannski heldur að þetta sé allt komið hjá mér, en það er alls ekki þannig.“ Samúel á sér háleit markmið og dreymir eins og flesta unga knattspyrnumenn um að leika fyrir stærstu félög heims. Fyrir það fyrsta

ætlar hann sér að komast í lið Reading en stefnan er tekin hærra. „Ég hætti ekki fyrr en ég er kominn á toppinn. Maður gefst ekki upp á því markmiði,“ segir hann ákveðinn. Gott uppeldi hjá Keflavík Samúel fékk gott fótboltauppeldi hjá Keflavík og hann ber þar mörgum vel söguna sem hann lítur á sem fyrirmyndir. „Ég var að æfa með Jóhanni Birni, Gumma Steinars, Halla Gumm og Ómari Jóhanns. Ég held að margir vanmeti hreinlega þessa menn. Þetta eru allt frábærir einstaklingar sem ég lít mikið upp til og hef lært mikið af.“ Hann á þjálfaranum Zoran Ljubicic mikið að þakka en hann þjálfaði hann um árabil. „Sá maður sem ég lít mest upp til er Zoran en hann hefur verið minn besti félagi síðan ég byrjaði í þessu. Hann er frábær þjálfari sem ég held að fleiri ættu að hlusta á,“ segir Samúel en hann tekur fram að menn eins og Gunnar Már Másson, Haukur Ben og Gunnar Magnús Jónsson hafi reynst honum einstaklega vel hjá félaginu. Eins hefur Samúel leikið frábærlega með U-19 liði Íslands. Það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið að sögn Samúels, en hann hefur bæði verið fyrirliði í 17 og 19 ára landsliði Íslands en hann hefur leikið 30 leiki fyrir þessi lið nú þegar. „Það hefur verið frábær reynsla og alltaf æðislegt að spila fyrir þjóðina,“ segir Keflvíkingurinn. Gylfi er góð fyrirmynd Í borginni Reading búa um 160 þúsund manns. Samúel segir borgina vera mjög vinalega og kann hann vel við sig þarna svona skammt frá London. Eins og áður segir er Gylfi Sigurðsson afar þekktur meðal stuðningsmanna liðsins, en hann sló í gegn hjá klúbbnum ungur að árum. Samúel segist reyna að forðast samlíkingar við Gylfa sem hann


71

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014 lítur þó á sem mikla fyrirmynd. „Ég vil bara búa mér minn eigin leikstíl, en ekki að ég sé borinn saman við einhvern frábæran leikmann sem er búinn að standa sig eins og stjarna. Ég vil ekkert endilega láta bera mig saman við hann, ég vil einbeita mér að mínum leik og stefni á að vera miklu betri,“ segir Samúel. Hann segir að Gylfi sé oft nefndur sem fyrirmynd innan félagsins.

Samúel ásamt Elísu Björk Jóhannsdóttur kærustu sinni á Góðgerðarskyldinum á Englandi.

Samúel Kári fagnaði bikarmeistaratitli með undir 21 árs liði Reading í fyrra. Sigur vannst gegn liði Manchester City 2-0, en fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri City. Því höfðu Reading 4-3 sigur samtals.

Keflavíkurþjálfarinn Zoran Ljubicic um Samúel Kára:

HEFUR ALLA BURÐI TIL AÐ NÁ LANGT „Samúel er fyrst og fremst frábær karakter. Það er ekkert skrýtið að hann sé þarna hjá Reading enda hefur hann alltaf lagt sig 100% fram á öllum æfingum. Hann er flottur skallamaður, flinkur með boltann og góður spyrnumaður. Hann er gríðarlega góður leikmaður og ég tel að hann eigi eftir að ná langt. Ég hef fulla trú á því. Hann hefur alla burði og er ákveðinn í að ná langt,“ segir þjálfarinn hjá Keflvíkingum.

„Það sem skiptir máli er að fórna öllu ef þú vilt ná langt. Það er þó ekkert víst að þú verðir topp leikmaður, til þess þarf allt að smella saman. Ég tel að hann sé lang efnilegasti leikmaður landsins í sínum árgangi. Hann var aldrei að tala mikið um árangur sinn en lét alltaf verkin tala á vellinum“. Zoran segir að Samúel búi yfir miklum leikskilningi og að hann hugsi miklu hraðar en aðrir á vellinum. Hann hafi líka alltaf verið tilbúinn að taka við gagnrýni, sem er góður kostur að mati þjálfarans. „Það er gríðarlegur kostur fyrir þjálfara að hafa svona fjölhæfa leikmenn eins og Samúel. Hann klárar bara þá stöðu sem þú setur hann í, ekkert vandamál. Ég er gríðarlega stoltur af því að hafa svona leikmann hjá mér af því að þeir gera okkur að betri þjáfurum. Hann getur verið fyrirmynd fyrir marga unga leikmenn enda mjög vinnusamur,“ segir Zoran.

DYNAMO REYKJAVIK

Um þessar mundir er útlit fyrir að Samúel verði boðinn nýr samningur hjá félaginu. Samúel segir að samningaviðræður séu í gangi en liðið vill halda honum áfram. Þó er það ferli í nokkuð lausu lofti eftir að stjóranum var sagt upp. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála hjá Keflvíkingnum efnilega hjá Reading. Að lokum spyr blaðamaður hvað þurfi til að ná markmiðum sínum. „Æfa sig endalaust og ekki gefast upp. Hausinn þarf að vera rétt skrúfaður á og ekki halda að þetta sé létt, þetta er löng og erfið leið. Maður verður samt að hafa gaman að þessu þrátt fyrir allt.·“

Sími 420 2500

www.skolamatur.is

Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær

FERSKAR FRÉTTIR Á VF.IS ALLA DAGA UM JÓLIN

Óska öllum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum frábær viðskipti á árinu sem er að líða.

Verum öll kaffibrún um jólin!

Hafnargata 7b // Grindavík // s. 426 5767


72

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Kaupfélagi Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um

gleðileg jól


73

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram á dögunum með miklum glæsibrag eins og endranær. Húsnæði deildarinnar var þéttsetið þegar unga fimleikfólkið sýndi listir sínar og mikil stemmning myndaðist í húsinu undir taktfastri tónlist. Sýning þessi verður stærri og glæsilegri með hverju árinu og tókst vel til eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Páll Orri Pálsson tók fyrir Víkurfréttir. Hann tók líka forsíðumynd jólablaðsins sem er frá jólasýningunni.

ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Við óskum samstarfsaðilum okkar á Suðurnesjum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Fálkavöllur 7 - 235 Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0700 - www.airportassociates.


74

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

FAGURKERI VIÐ KLAPPARSTÍG

Kristín Anna Sæmundsdóttir er mikill fagurkeri. Hún hefur gert ansi fallegt og notalegt í kringum sig á huggulegu heimili sínu í gamla bænum í Keflavík. Hún hefur verið dugleg að blogga undanfarin ár, aðallega um fallega hluti sem verða á vegi hennar. Eins föndrar hún sjálf og býr til ýmsa skemmtilega hluti. Stína bauð blaðamanni Víkurfrétta í kaffi og sýndi honum glæsilegt heimili sitt sem er hátíðlega skreytt núna á aðventunni. Stína býr ásamt Gunnari manni sínum í stórglæsilegu húsi við Klapparstíg, sem áður hét Loftstaðir og var staðsett þar sem Hornbjargið svokallaða er staðsett - á gatnamótum Tjarnargötu og Kirkjuvegar. Skreytingarnar hafa flestar hverjar orðið til í höndum Stínu og eru þær flestar frumlegar og öðruvísi. Hún notast við látlausa liti, hvítan, grænan og brúnan að miklu leyti. Heimili hennar er einmitt í þessum litum þar sem gömul húsgögn með sál fá að njóta sín til fullnustu eins og sjá má á myndunum. Stína bloggar á slóðinni http://stinasaem.blogspot.com/

Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla með ósk um friðsæla jólahátíð og farsælt komandi ár Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Authorized Service Contractor Fálkavöllur 7 - 235 Keflavíkurflugvelli - Sími 420 0900 - www.express.is


75

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 18. desember 2014

■■ Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson:

Fer í ræktina á aðfangadag Sandgerðingurinn Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, oftast kallaður Fannar, bregður sér yfirleitt i ræktina á aðfangadag. Fannar sem er kokkur á netabátnum Erling KE, verður að fá að finna lyktina af skötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir að borða hana ekki sjálfur. Hann verður virkilega sáttur ef hann fær bók í jólagjöf. Hver er besta jólamyndin? Það er ekki hægt að halda jól án þess að horfa á Die Hard 1. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? „Þegar jólin koma“ með Á móti sól kemur mér alltaf í jólaskap, Svo eru líka lög eins og „Komdu um jólin“ með Gunnari Ólafssyni og „Ef ég nenni“ með Helga Björns. Svo er lagið „Hvít Jól“ í flutningi Klassart systkinanna Smára og Fríðu að koma sterkt inn þessi jól. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf í alltaf í ræktina á aðfangadag og svo eru næstu dagar undirlagðir af matarboðum hjá ömmum og öfum og foreldrum og má maður helst ekki missa af neinu þeirra. Annars verða þetta fystu jólin sem ég held heima með unnustu minni og sonum, svo það er kominn tími á að byrja okkar eigin og nýjar hefðir. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?

ALLT SEM ÞARF FYRIR JÓLIN HJÁ OKKUR

Þegar við vöknum þá kíkja allir fjölskyldumeðlimir út í glugga og athuga hvað Kertasníkir hafi fært þeim í skóinn. Því næst er farið í ræktina og eftir hana eru jólakortin borin út í hús. Svo er bara slappað af og farið í jólabaðið, krakkarnir opna einn pakka kl. 6 áður en það er borðað. Eftir matinn er klárað að opna pakkana og svo kíkt í kaffi annað hvort hjá mömmu eða tengda mömmu Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þríhjólið sem ég fékk þegar ég var ekki nema c.a. 3 eða 4 ára, Að fá pakka sem var stærri en ég sjálfur hverfur ekki úr minni mér. Líklega finnst mér ég bara muna eftir þessu útaf myndum sem voru teknar. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, eplasalati og jóla sveppa sósunni hennar mömmu, það er mjóg mikilvægt að hafa réttu sósuna. Herlegheitunum er svo

skolað með blöndu af malt og appelsín. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 2011 þegar eldri guttinn minn fór að fatta allt þetta jóla stúss og öll jól eftir það, að eignast barn breytir alveg jólunum fyrir manni, að fá að fylgjast með gleði litlu krílana og verður þetta bara skemmtilegra með hverju ári

JÓLAHUMARINN, HUMARSÚPAN GÓÐA, SKATA OG SALTFISKUR. JÓLASÍLDIN, LAX, ÍSLENSKT HREINDÝRAKJÖT FERSKT OG GRAFIÐ, NAUTARIBEYE, NAUTALUNDIR OG MARGT FL.

Hvað langar þig í jólagjöf? Ég verð mjög ánægður ef ég fæ góða bók til að lesa, þá eru spennueða ævintýra bækur efst á óska listanum (smá hint til fjölskyldunar þá voru bæði Stefán Máni og Arnaldur að gefa út bækur) Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Nei ég borða ekki skötu og mun líklega ekki gera það úr þessu en ég verð að fá að finna lyktina á þorláksmessu og fer því heim til pabba þar sem hann býður ættingjum og vinum í skötu.

KÍKIÐ VIÐ ÓSKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM GLEÐILEGRA JÓLA OG ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA

WWW.SHIPOHOJ.IS

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

Bílaver ÁK óskar viðskiptavinum

gleðilegra jóla

Skyrgámur og félagar

hans mæta á Hafnargötuna

Það hefur verið ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Betri bæjar í Reykjanesbæ að fá Skyrgám í heimsókn á Þorláksmessu niður í bæ. Hann og bræður hans munu gefa börnunum nammipoka og með jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda uppi fjöri og jólastemmningu rétt áður en jólin ganga í garð. Opið í verslunum 18., 19., 20., 21. og 22. desember til kl. 22:00, Þorláksmessu til kl. 23:00 og á aðfangadag kl. 10:00 - 12:00.

Gleðileg jól í Betri bæ

Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru:


76

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

jólaspurningar

■■Aron Hlynur Ásgeirsson

Home Alone 2 fer alltaf í tækið á aðfangadag

■■Sæmundur Már Sæmundsson

Þurfti að opna pakkann inni í herbergi Sæmundur Már er vanafastur um jólin. Á aðfangadag keyrir hann út gjafir og kaupir það sem vantar í matinn. Hann segir að flott föt hitti yfirleitt í mark sem jólagjöf eða þegar fólk komi honum á óvart. Hver er besta jólamyndin? Planes, Trains and Automobiles er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Jólalögin með Baggalúti koma mér strax í jólaskap. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? (Jólahefðir) Já ég er mjög vanafastur um jólin. Dagarnir frá 24. til 31. des eru næstum alveg eins á hverju ári. Skemmtilegasta hefðin er áramótapartýið hjá fjölskyldunni hennar mömmu. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Ég byrja daginn alltaf á því að taka rúnt og keyra út jólagjafir. Fer í leiðinni í 10-11 og kaupi sykur, sósulit eða eitthvað annað sem þarf að redda á síðustu stundu. Eftir langa bið kemur svo loksins að matnum. Svo þegar ég er búinn að troða eins miklum mat ofan í mig og ég mögulega get opna ég pakkana og á notalega kvöldstund með fjölskyldunni. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Systir mín ákvað að vera voða fyndin um árið og gaf mér Kynlífsbiblíuna. Ég var sendur inn í herbergi að opna pakkann svo að viðkvæmir fjölskyldumeðlimir myndu ekki fá áfall.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Londonlamb. Eftirminnilegustu jólin? Ég man vel eftir fyrstu kartöflunni sem ég fékk í skóinn. Þá var ég 6 ára og ég varð ekkert smá fúll út í Giljagaur. Hvað langar þig í jólagjöf? Einhver flott föt hitta yfirleitt vel í mark. Mér finnst líka agalega gaman þegar að fólk kemur mér á óvart. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Ég tek alltaf kósý Hafnargöturölt með fjölskyldunni. Einn daginn væri ég svo alveg til í að prófa að smakka skötu. Bara til þess að vita hvernig þetta umdeilda bragð er.

Sendi Suðurnesjamönnum mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir það sem er að líða.

Hugsum vel um hvort annað og munum að samlíðun er dýrmæti en það er hin útrétta hjálparhönd sem vinnur verkið

Páll Valur Björnsson, Þingmaður Bjartrar Framtíðar

Aron segir að jólin 2009 vera þau eftirminnilegustu en þá varði hann hátíðunum í Egyptalandi. Hann snæðir hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og tekur því rólega með fjölskyldunni það sem eftir lifir kvölds. Hver er besta jólamyndin? Home Alone 2: Lost in New York. Macaulay Culkin fer þar með algjöran leiksigur sem Kevin McCallister. Kevin verður aftur einn á jólunum eins og flestir vita og hefur kreditkort pabba síns og lætur fara vel við sig í stórborginni þangað til að vitleysingarnir Marv og Harry koma til leiks, alveg sprenghlægilegir. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Það er erfitt að segja. Fólk hefur verið að tala um Ef ég nenni með Helga Björns en er ég heyri það sjálfur efast ég um að ég nenni komandi jólum. Ein handa þér með meistara Stebba Hilmars finnst mér flott. DJ MuscleBoy er að gera allt vitlaust með jólalaginu í ár, Musclebells, en ég á ennþá eftir að hlusta á það þegar ég er að svara þessari spurningu. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Eins og ég tók fram hér að ofan fer Home Alone: Lost in New York alltaf í tækið þegar klukkan er

gengin í tvö að degi til. Annars er lítið um einhverjar ákveðnar hefðir, held ég. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Vakna og ríf mig í gang í leit að næsta möndlugraut í hverfinu í von um að finna möndluna í skálinni minni. Annars er bara tekið því rólega fram að kvöldi, horfi reyndar alltaf á Home Alone myndina (sjá að ofan) kl 14:00. Maturinn er yfirleitt klukkan 18:00 ef mér skjátlast ekki, hamborgahryggur, sósan hennar mömmu, malt og appelsín og allt með því. Svo hefur fjölskyldan það notalegt sem eftir er kvöldsins, pakkanir opnaðir og eftirrétturinn borðaður. Ég þarf mjög líklega einnig að fylgjast með yngsta bróður mínum, sem er tæplega eins og hálfs árs, því hann veður fram og upp um allar hindranir á vegi sínum, svo mamma og pabbi geti nú borið matinn fram. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?

Það er erfitt að segja, maður man varla einu sinni eftir gjöfunum, maður fékk svo margar. Fékk einu sinni ullarsokka fyrir einhverjum árum, ég hálf opnaði pakkann og henti honum frá mér svo ég gæti byrjað á næsta, svo spennandi var gjöfin. Fékk líka einhvern tímann nærbuxur frá systur pabba minnir mig, held að miðinn sé ennþá á þeim inni í skáp heima. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og allt með því. Eftirminnilegustu jólin? 2009 í Egyptalandi, skemmtileg upplifun og öðruvísi. Hvað langar þig í jólagjöf? Er svo heppinn að mig vantar ekkert. Það væri óskandi að allir gætu átt góð jól. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Já, það er hefð að fá sér vel kæsta skötu hjá mér.

■■Júlía Rut Sigursveinsdóttir

Fékk útrunnið konfekt í jólagjöf og varð veik Júlía vaknar snemma á aðfangadag og horfir á jóla-Sveppa. Fjölskyldan hennar heldur skötuveislu en hún segist ekki mæta útaf lyktinni. Hver er besta jólamyndin? Elf er í miklu uppáhaldi. Hvaða lag kemur þér í jólaskap? Mörg jólalög en White Christmas og Ef ég nenni koma mér í jólaskap. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Yfir jólin er ég dugleg að baka, skreyta, hlusta á jólalög, vera úti í snjónum, jólaboð og njóta besta tíma ársins. Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér? Vakna frekar snemma, horfa á jóla-Sveppa er

must, dreifa jólakortum á vini og ættingja, heim í bað, borða klukkan 6, opna pakkana og svo heim til ömmu og afa. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta gjöfin er útrunnið konfekt sem ég fékk frá háöldruðum frænda mínum þegar ég var 10 ára. Ég borðaði það og varð veik. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur.

Eftirminnilegustu jólin? Þau hafa öll verið eins og öll jafn æðisleg. Hvað langar þig í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?) Hjá föðurfjölskyldunni minni er skötuveisla á Þorláksmessu en ég mæti vanalega ekki útaf lyktinni og borða líka ekki skötu.

Prófessor úr Njarðvík gefur út bók um smáríki á alþjóðavettvangi: Þekking í þína þágu

Gleðileg jól kæru nemendur Óskum öllum nemendum og Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

mss.is

Ný bók eftir Hilmar Þór Hilmarsson Ný bók eftir Njarðvíkinginn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, kom út í New York í október. Bókin ber titilinn: Small States in a Global Economy – Crisis, Cooperation and Contributions. Í bókinni er að finna kafla um ýmis málefni sem tengjast smáríkjum og þeim möguleikum og vandamálum sem fylgja því að vera smáríki á alþjóðavettvangi. Smáríki geta haft hag af alþjóðasamstarfi og gert gagn á fyrir alþjóðasamfélagið í heild, en þau geta líka orðið illa úti ef hagsmunir þeirra fara ekki saman við hagsmuni stærri ríkja og alþjóðastofnana. Mörg smáríki leita skjóls hjá alþjóðastofnunum þegar þau

lenda í átökum við stærri ríki en reynslan sýnir að Ísland hefur tilhneigingu til að nýta sér tvíhliða tengsl við „vinaþjóðir“ eða grípa til einhliða aðgerða eins og gerðist bæði í kreppunni 2008 og áður við útfærslu landhelginnar. Í bókinni er meðal annars er fjallað um aðdraganda alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppunnar sem skall á haustið 2008 og viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þeim; gerður er samanburður á viðbrögðum lettneskra og íslenskra stjórnvalda við kreppunni og mismunandi árangri í efnahags- og velferðarmálum; fjallað um framlög Eystrasaltsríkjanna til þróunarmála og möguleika þeirra til að miðla sinni reynslu til landa í Evrópu og mið Asíu sem skemmra

eru komin efnahagsþróun; loks er fjallað um möguleika Íslands í að miðla þekkingu sinni í nýtingu jarðhita til annarra landa, einkum þróunarlanda og nýmarkaðsríkja. Kaflarnir í bókinni byggja að verulegu leyti á fyrirlestrum sem Hilmar flutti í Bandaríkjunum vorið 2014 þegar hann heimsótti háskóla þar, meðal annars UC Berkeley, Cornell University, UCLA og Yale University.



78

fimmtudagurinn 18. desember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

■■Heimsmálin rædd á bókasafninu:

Heimskonur hittast reglulega í Reykjanesbæ H

eimskonur – Women of the world er félagsskapur kvenna í Reykjanesbæ og vettvangur þar sem konur af erlendum uppruna og heimakonur hittast og spjalla um málefni líðandi stundar. Að sögn Kolbrúnar Bjarkar Sveinsdóttur, deildarstjóra á Bókasafni Reykjanesbæjar, gefur hópurinn konum af erlendum uppruna vettvang til þess að ræða sameiginlegar áskoranir og upplifanir af landi og þjóð. Hópurinn byrjaði að hittast í janúar 2013 en Kolbrún, sem hefur unnið á bókasafninu síðan 2007, kom verkefninu af stað „Okkur Huldu Björk, sem var forstöðumaður safnsins, hafði lengi langað að vera með einhverja starfsemi tengda fjölmenningu á bókasafninu. Ég sæki verslanirnar hér í bæ eins og Rauða Kross búðina og Hjálpræðisherinn og spjallaði alltaf við eina starfskonuna þar, Koleen, sem tjáði mér að hér í Reykjanesbæ væru nokkrar konur af erlendum uppruna sem hefðu áhuga á því að hittast og spjalla við aðrar konur í svipuðum sporum. Koleen varð síðan tengiliður okkar við konur af erlendum uppruna hér í bænum og ég var tengiliður við bókasafnið og Reykjanesbæ. Þetta byrjaði rólega, um 4-5 konur mættu í hvert skipti en síðan hefur boltinn rúllað og í dag eru um 50 konur skráðar á lista hjá okkur og um 7-20 sem mæta á laugardagsfundina,“ segir Kolbrún.

Kolbrún er driffjöðurin á bak við verkefnið en fjölmenning er eitt af áhugamálum h e n n a r. „ Mé r finnst mikilvægt að konur af erlendum uppruna hafi einhvern samastað til að hittast og geti skapað tengslanet. Þær vita oft ekki af hver annarri og það skiptir miklu máli að hafa tengsl við einhvern sem stríðir við sömu áskoranir og maður sjálfur.“ Blaðamaður verður var við að bæði er töluð enska og íslenska á fundinum en aðspurðar segjast konurnar búnar að vera mislengi á Íslandi og þess vegna sé enskan líka töluð. Enn fremur segja konurnar vettvanginn mjög þarfan í samfélaginu til þess að efla félagsleg tengsl meðal kvennanna. Auk þess eru nokkrar íslenskar konur í hópnum sem hafa gaman af því að kynnast öðrum konum frá ólíkum menningarheimum. Á samkomunum á Ráðhúskaffi, fyrsta laugardag í mánuði hittast konurnar og eru fjölbreytt umræðuefnin eins og hvað er að gerast í bæjarfélaginu, áhyggjur og gleði. Af og til hittast konurnar þó oftar en einu sinni í mánuði. Þær eru komnar í samstarf við Rauða Krossinn á Smiðjuvöllum, sem útvegar húsnæði þegar þær vantar. Síðasta sunnudag hittust 10 konur og bökuðu saman smákökur en hver og ein mætti með

deig og úr varð alvöru kökuveisla. „Baksturinn heppnaðist ótrúlega vel og við bökuðum 8 sortir af smákökum og að auki ameríska graskersböku. Síðan þegar allir voru búnir var skipst á smákökum og allir fóru mjög glaðir og sáttir heim. Planið er á næstunni að hittast og elda saman en í sumar fórum við nokkrar saman í fjallgöngu upp á Þorbjörn og grilluðum íslenskan sumarmat.“ Allar konur eru velkomnar í hópinn, íslenskar og af erlendum uppruna. Hópurinn hittist alltaf kl. 13 fyrsta laugardag hvers mánaðar á Ráðhúskaffi í Reykjanesbæ. Hægt er að finna hópinn á Facebook undir Heimskonur – Women of the World og á heimskonur.com. Women of the World/Heimskonur

is a group that meets once a month at the Reykjanes Public Library in Reykjanesbær. The group is intended as a meeting place for foreign women living in Reykjanesbær, to share stories and experience, to practice language skills and enjoy good company. The group meets on the first Saturday every month at the Reykjanes Public Library (Bókasafn Reykjanesbæjar) at 13pm. The group is intended to answer any question you have about living in Suðurnes, organise events and for discussion about anything, the good and the bad.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári

ERLENDAR JÓLAHEFÐIR: ANGELA AMARO – PORTÚGAL Hvernig er haldið upp á jólin í Portúgal? Jólahátíðin í Portúgal er ekki eins löng og á Íslandi. Á aðfangadag er oftast unnið allan daginn og man ég eftir að foreldrar mínir unnu alltaf til 21 um kvöldið þann 24. des. Þá var drifið sig heim, skipt yfir í fínu fötin og haldið í messu. Eftir kirkjuheimsóknina hélt fólk heim á leið og jólamaturinn yfirleitt borðaður um miðnætti. Hefðbundinn jólamatur í Portúgal er soðinn saltfiskur með kartöflum og grænmeti og/ eða kalkúnn og síðan er alltaf geitapottréttur á jóladag, 25. des. Fyrir jólin er búið að baka og í eftirrétt á jólunum er yfirleitt kökuhlaðborð sem er síðan látið standa yfir alla jólahátíðina fyrir gesti sem koma í heimsókn. Eftir matinn eru pakkarnir opnaðir en jólasveinninn gefur börnunum gjafir. Þar sem ég á íslenskan mann og tengdafjölskyldu, þá hef ég haldið íslensk jól hér á landi frá byrjun. Ég er nokkuð hrifin af íslenska jólamatnum en ég var lengi að venjast hangikjötinu, fannst það ekki mjög gott fyrst. Núna finnst mér það fínt, rétt eins og hamborgarhryggurinn. Eftir að foreldrar mínir fluttu til Íslands frá Portúgal höfum við haft þá venju að hafa soðinn saltfisk í matinn ásamt hamborgarhryggnum á aðfangadag, þannig náum við að tvinna saman portúgölsku og íslensku hefðirnar. Í staðinn fyrir geitapottrétt höfum við lambapottrétt á jóladag, með íslensku lambakjöti.

KAREN BJÖRNSSON – BRESK EN ÓLST UPP Í SUÐUR AFRÍKU Hvernig er haldið upp á jólin í Suður Afríku? Fjölskyldan flutti til Suður-Afríku þegar ég var lítil en jólahefðirnar þar eru svipaðar og í Bretlandi, enda er Suður-Afríka fyrrum bresk nýlenda. Við höldum upp á jólin þann 25. des, vöknum snemma um morguninn og borðum saman morgunmat. Eftir það eru pakkarnir opnaðir. Um hádegi klæða sig allir upp og byrja að elda jólamatinn. Jólin eru alltaf yfir sumartímann í Suður-Afríku þannig að það er alltaf sólríkt og heitt í veðri. Fjölskyldan borðar saman jólamatinn þann 25. des og er hefðbundinn jólamatur kalkúnn með fyllingu, stöppuðum kartöflum, rósakáli, blómkáli, baunir og brúnni sósu. Með þessu er líka Yorkshire pudding sem eru litlar bökur úr smjördeigi með kjötfyllingu. Í eftirrétt er jólabúðingur með custard sem er gula maukið eins og sett er í íslensk vínarbrauð. Mér líkar mjög vel við íslenskar jólahefðir og held íslensk jól með manninum mínum og tengdafjölskyldu.


eimskipafélag íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla!

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


Hlýjar hátíðarkveðjur Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sendir landsmönnum öllum hlýjar óskir um gleðilega hátíð með þakklæti fyrir árið sem er að líða.

PIPA

PIPAR \ TBWA

SÍA

Það eru ótal tækifæri í kortunum fyrir Reykjanesið á nýju ári og við munum halda áfram að efla blómlegt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs á Ásbrú.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | www.kadeco.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.