Annálar 2024
Fréttaannáll í miðopnu Íþróttaannáll á síðum 14 og 15 DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK
Fréttaannáll í miðopnu Íþróttaannáll á síðum 14 og 15 DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK
Jólin voru kvödd með þrettándafagnaði í Reykjanesbæ á mánudagskvöld. Bæjarbúar fjölmenntu á viðburðinn og skemmtu sér konunglega með púkum, tröllum og álfum þrátt fyrir ískulda. Aflýsa þurfti þrettándabrennu sem tendra átti á tímamótunum vegna þess að vindur var óhagstæður. Það kom ekki að sök þar sem glæsileg flugeldasýning Björgunarveitarinnar Suðurnes af Berginu gladdi gesti. Fleiri myndir á vf.is.
Erindi frá fyrirtækinu Í toppformi ehf. um heimild til jarðhitaleitar í tengslum við uppbyggingu hótels og baðlóns á Fitjum og þau álitaefni sem því tengjast var tekið fyrir á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar.
Ráðið fól Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnuog hafnarsviðs að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum en lögmaður Reykjaneshafnar sat einnig fundinn.
Þá hefur bæjarráð Reykjanesbæjar falið Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur bæjarstjóra og Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni bæjarráðs að vinna áfram í málinu.
Greint hefur verið frá því að stærsta heilsuræktarstöðvarkeðja
landsins, World Class, mun hefja byggingu á 8400 fermetra húsnæði undir heilsuræktarstöð og heilsuhótel á Fitjum í Njarðvík. Þá verður starfsemin tengd baðlóni, útisturtum, heitu pottum, gufu og potti fyrir sjósund.
Heilsuhótelið verður fjögurra stjörnu og með 80 herbergjum og þar verður boðið upp á margvíslega þjónustu eins og snyrti- og nuddstofu auk veitingaþjónustu. Ætlunin að tvinna saman ferðaþjónustu og líkamsrækt.
Tölvuteikningar frá Úti Inni Arkitektum sem sýna hótelið og líkamsræktina með baðlóninu á Fitjum í Njarðvík.
Ef áætlanir ganga eftir mun Reykjanesbær taka í notkun 2 nýja leikskóla á árinu og hefja byggingu þess þriðja. Auk þess verður opnuð glæsileg 25 metra innisundlaug og almenningsbókasafn í Stapaskóla í Innri Njarðvík og í lok árs nýtt 80 rúma hjúkrunarheimili við Nesvelli í samvinnu við ríkið. Þetta kom fram í nýársræðu Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar í Keflavíkurkirkju á nýarsdag. Ræðuna má sjá í heild á vf.is. Kjartan Már nefndir fleiri stór mál á vegum Reykjanesbæjar á nýju ári. „Ráðhúsið við Tjarnargötu verður uppfært að innan og endurbygging Holta- og Myllubakkaskóla mun halda áfram. Mörg fleiri framkvæmdaverkefni eru í gangi í þeim tilgangi að mæta mikilli íbúafjölgun og bæta þjónustu,“ sagði bæjarstjórinn sem hefur hafið störf í hlutastarfi en stefnir að því að mæta í fullu starfi 1. febrúar nk. eftir veikindaleyfi.
Fækkun er í öllum sveitarfélögum Suðurnesja milli mánaða nema Suðurnesjabæ. Íbúum Grindavíkur fækkar hlutfallslega mest. Fækkunin er upp á 56 einstaklinga eða 4% íbúa frá 1. desember 2024 til 1. janúar 2025. Á sama tímabili fækkar íbúum Reykjanesbæjar um 60 manns eða 0,4% og í Sveitarfélaginu Vogum fækkaði um einn einstakling á tímabilinu eða 0,1%. Fjölgun varð í Suðurnesjabæ um 16 manns á þessum mánuði. Samtals er fækkun á Suðurnesjum um 101 manns á tímabilinu.
Íbúar Suðurnesja eru í dag 31.631 talsins samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Það er 982 færra en fyrir ári síðan en 1. desember 2023 voru Suðurnesjamenn 32.613. Ef skoðaður er íbúafjöldi eftir sveitarfélögum þá eru íbúar Reykjanesbæjar 24.253 talsins. Í Suðurnesjabæ búa 4.234, í Sveitarfélaginu Vogum eru 1.792 og Grindavík er með 1.352 skráða íbúa.
Frá því náttúruhamfarir urðu í Grindavík hefur íbúum með lögheimili þar fækkað um 2.368 manns.
Sjaldan hefur verið eins mikil flugeldaskothríð um áramót eins og um þau sem eru nýliðin. Upplýsingar frá flugeldasölum staðfesta einnig að sala skotelda var með besta móti og jafnvel voru slegin sölumet fyrir áramótin. Hér að ofan má sjá myndir sem teknar voru um áramótin. Flugeldamyndin var tekin með flygildi yfir Reykjanesbæ á rétt eftir miðnætti á gamlárskvöld. Myndskeið frá flugeldaskothríðinni má sjá á vef Víkurfrétta og í rafrænni útgáfu blaðsins. Myndin frá brennunni er tekin í Garði í Suðurnesjabæ. Þar safnaðist fólk saman við bálköst sem hlaðinn var á gamla malarvellinum við Víðishúsið. Björgunarsveitin Ægir sá svo um flugeldasýningu fyrir Suðurnesjabæ áður en fólk hélt heim í áramótaskaup og áramótafögnuði. VF/Hilmar Bragi
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
„Ég er tilbúinn að gera leigusamning við Þórkötlu en það jafngildir væntanlega afhendingu, hins vegar má Þórkatla ekki gera leigusamning við mig vegna pressu frá einhverjum yfirvöldum, og liggur því á mínum peningum eins og ormur á gulli,“ segir ónefndur Grindvíkingur en hann hugðist nýta sér þann möguleika sem Þórkatla bauð upp á seinasta ári, að geta leigt gamla húsið/íbúðina af Þórkötlu. Frá þeim tímapunkti breyttist hins vegar eitthvað og Grindvíkingum er ekki gefinn kostur á að gera slíkan leigusamning og þar sem leigusamningur jafngildir afhendingu á eigninni, heldur Þórkatla eftir 5% af kaupverðinu.
kannar réttarstöðu sína
„Það er ótrúlegt að lenda í þessari atburðarás. Það hefur ýmislegt gerst í öllu þessu ferli og eins og ég segi stundum, það var nógu mikið áfall fyrir okkur Grindvíkinga að lenda í þessum hamförum og samfélaginu okkar tvístrað, en þurfa svo að glíma við yfirvöld.
Mér fannst þetta flott útspil hjá forsvarsfólki Þórkötlu að bjóða Grindvíkingum upp á að leigja húsið/íbúðina til baka og þar sem ég ætla mér ekkert annað en búa í Grindavík, hakaði ég við þann möguleika þegar ég gekk frá
minni sölu í september. Í kaupsamningnum kom fram afhending 1. nóvember og ég beið eftir að Þórkatla myndi hafa samband. Loksins kom tölvupóstur frá Þórkötlu þar sem komið var inn á væntanlega afhendingu og mér boðið að svara ef ég hefði athugasemdir. Ég gerði það, sagðist ekki afhenda heldur ætlaði að gera leigusamning. Síðan þá hef ég ekki fengið neitt svar en ýtti á eftir þessu tvisvar sinnum um áramótin, í seinna skiptið eftir að mér hafði yfirsést skilaboð í gegnum Ísland.is varðandi afhendingu. Við erum nokkrar hræður í Grindavík og það var ekki hægt að
taka upp símann og tala, heldur þurfti að senda skilaboð á þennan máta. Venjulegur tölvupóstur hefði ekki farið fram hjá mér. Loksins var hringt frá Þórkötlu og umræðuefnið þessi afhending mín og mér gefinn kostur á að fresta henni enn frekar því ekki er mögulegt að gera leigusamning. Ég sagðist þurfa að fá þessi 5% út úr sölunni en það er ekki mögulegt fyrr en við afhendingu eða eins og ég skil þetta, við gerð leigusamnings. Það hins vegar ekki í boði og því liggur Þórkatla eins og ormur á mínu gulli! Þessi forræðishyggja yfirvalda ríður ekki við einteyming og nú er kominn tími til að breytingar verði á þessum málum. Ef að það á að reyna bjarga samfélaginu þá verður tónn Þórkötlu og yfirvalda að fara breytast, það er mjög mikið í húfi, Grindavík er mjög mikilvæg íslensku efnahagslífi og samfélagi,“ sagði þessi ónefndi Grindvíkingur að lokum.
Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum er stúlka sem fæddist kl. 04:17 þann 5. janúar 2025 á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þyngd: 3.942 grömm. Lengd: 53 sentimetrar. Foreldrar eru Guðríður Elísabet Elíasdóttir og Patrekur Andri Hauksson. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Katrín Helga Steinþórsdóttir.
Ef þú notar appið þegar þú kaupir vörur á tilboði með rauðum stimpli færðu 10% aukaafslátt í formi inneignar.
Skoðaðu girnilegar mexíkóskar uppskriftir á netto.is!
Tilboð gilda 9.–12. janúar
Nautgripahakk, 4x250 g 1.913kr/pk 2.250 kr/pk
Afsláttur í formi inneignar í appinu!
Brautskráning haustannar og skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja fóru fram föstudaginn 20. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 49 nemendur; 43 stúdentar, 4 úr verk- og starfsnámi, 2 meistarar og 2 luku prófi af tölvuleikjabraut Keilis. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 27 en konur 22. Alls komu 35 úr Reykjanesbæ, 11 úr Suðurnesjabæ og einn úr Grindavík, Hafnarfirði og frá Selfossi.
garðarsdóttir íslenskukennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu
Ingibjörg Sara Thomas Hjörleifsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra
Dagskráin fór fram á sal skólans og var með hefðbundnu sniði en athöfninni var einnig streymt. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðmundur Grétar Karlsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar.
Ingibjörg Sara Thomas Hjörleifsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Bryndís Garðarsdóttir íslenskukennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt
tónlist við athöfnina en þar léku Igor Kabala og Sara Cvjetkovic fjórhent á píanó. Igor er nemandi skólans og Sara er stúdent frá skólanum en þau eru bæði nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir styrkinn. Bergþóra Sól hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Lands-
Á útskrift haustannar voru að venju veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi og þáttöku í félagslífi. Að þessu sinni var Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir með hæstu einkunn við útskrift.
• Bergþóra Sól Hálfdánsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði og spænsku. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum og viðurkenningu frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Bergþóra Sól fékk námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Bergþóra 100.000 kr. styrk. Hún fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
• Emilía Ósk Jóhannesdóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í félagsfræði og sálfræði. Hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum.
• Emilía Agata Mareksdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í ensku og spænsku. Hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði.
• Júlía Björk Jóhannesdóttir fékk viðurkenningu frá Þekkingasetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum.
• Þórey Anna Þórðardóttir fékk verðlaun fyrir góðan árangur í myndlist.
• Valdimar Steinn Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda.
bankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi en hún útskrifaðist af raunvísindabraut. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms,
að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Alísa Myrra Bjarnadóttir, Kara Mjöll Sveinsdóttir, Nikolai Leo Chernyshov Jónsson, Svala Gautadóttir og Þórunn Elfa Jörgensen Helgadóttir fengu öll 35.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.
Oddgeir Karlsson, ljósmyndari tók myndir við útskriftina.
Myglarekki!
Íslenzk hönnun, íslenzk framleiðsla fyrir íslenzkar aðstæður Haltu kyndikostnaði niðri með húskubbum frá Polynorth Eigum húskubba fyrir bæði sökkla og veggi á lager
Bæjarbúar á Suðurnesjum gátu notið aðventunnar með því að sækja tónleika sem haldnir voru víða í sveitarfélögunum. Hér að ofan má sjá einn nemanda í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spila á píanó á jólatónleikum sem haldnir voru í Hljómahöll rétt fyrir jól.
Sagnastundir á Garðskaga hafa fest sig í sessi sem fastur punktur í tilveru margra. Viðburðurinn er haldinn mánaðarlega yfir vetrarmánuðina á veitingastaðnum Röstinni af æskufélögunum
Bárði Bragasyni og Herði Gíslasyni. Á viðburðinum eru haldin fróðleg erindi og víða leitað fanga í efnistökum.
Jón Guðlaugsson, fv. slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, mætti á sagnastund um liðna helgi. Jón var slökkviliðsmaður í hálfa
öld og slökkviliðsstjóri í sautján ár. Hann sagði frá starfi slökkviliðsmanna og sýndi myndir sem endurspegla starfið. Næsta sagnastund verður svo um miðjan febrúar þegar Egill Þórðarson, loftskeytamaður, mætir og segir frá atburðum í Nýfundalandsveðrinu. Miklir mannskaðar urðu í því veðri en Egill hefur safnað saman ómetanlegum heimildum um sjóslys frá þessum tíma, sem hann mun deila með gestum.
Þegar þessi pistill kemur fyrir sjónir ykkar lesendur góðir þá er árið 2025 hafið og það þýðir að vetrarvertíðin árið 2025 er líka hafin.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum
Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Förum samt sem áður aðeins í lokadagana árið 2024 en það voru nokkrir bátar sem fóru á sjóinn milli hátíða. Reyndar fór enginn netabátur á sjóinn milli hátíða en það eru nú einungis netabátarnir sem eru í Keflavík og Njarðvík, eins og Halldór Afi KE, Addi Afi GK, Sunna Líf GK, Svala Dís KE og Erling KE.
Í Sandgerði fóru Nesfisks dragnótabátarnir á sjóinn en veiðin hjá þeim var frekar treg. Siggi Bjarna GK kom með um 1,5 tonn í land og Benni Sæm GK um 2,4 tonn.
Aftur á móti var nokkuð góð veiði hjá línubátunum og þegar þessi pistill er skrifaður þá er einn bátur á sjó, Margrét GK og reyndar er það þannig að Margrét GK var eini báturinn á öllu landinu sem var á veiðum yfir þessa nótt fram að 31. desember. Allir aðrir bátar voru í landi, nema nokkrir togarar sem eru á landleið núna eftir að hafa skotist út milli hátíða.
Óli á Stað GK fór í eina löndun og kom með um 14 tonn í land og Margrét GK kom með um 10 tonn. Fróðlegt verður að sjá hvað Margrét GK kemur með úr síðustu sjóferðinni árið 2024.
Þórkatla GK fór í sinn fyrsta róður en þessi bátur er búinn að vera í eigu Stakkavíkur ehf. í hátt í tuttugu ár og mest allan þann tíma undir nafninu Rán GK, Þórkatla GK kom með um 2.5 tonn í land.
Það má alveg búast við því að veiðin hjá bátunum verði mjög
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
góð á vertíðinni og reyndar munu 29 metra togararnir hanga á fiskislóðinni beint út af Sandgerði því eins og ég hef skrifað um áður þá beygir þriggja mílna línan þar út og fer beint yfir Faxaflóann. Lítill sem enginn hluti af þeim afla sem þar veiðist kemur á land á Suðurnesjum, nema það sem Pálína Þórunn GK veiðir. Sturla GK var líka þarna oft á veiðum en núna er búið að selja Sturlu GK til Grundarfjarðar og mun Sturla GK fá nafnið Guðmundur SH, mun hann koma í staðinn fyrir 29 metra togarann Hring SH sem
hefur verið gerður út frá Grundarfirði síðan árið 2005. Aðeins varðandi þennan Hring SH. Þegar sá togbátur eða togari kom var hann að koma í staðinn fyrir mun stærri togara sem hét Hringur SH en sá togari var pólsk smíðaður togari og átti sér tvo systurtogara, annar var Klakkur VE og síðar SH, hinn var togari sem var lengi vel þekktur á Suðurnesjunum og sérstaklega í Sandgerði, Ólafur Jónsson GK. Hann var jafnframt eini af þessum þremur togurum sem var lengdur og saga hans endaði þegar að Haraldur Böðvarsson tók yfir Miðnes hf. og lagði allt niður og bátar og Ólafur Jónsson GK hurfu frá Suðurnesjunum.
Annars nýtt ár komið og óska ég ykkur gleðilegs nýs árs.
Það er órjúfanleg hefð hjá mörgum að fá sér skötu á Þorláksmessu. Magnús Þórisson, veitingamaður á Réttinum, hefur boðið upp á skötu á þessum degi mörg undanfarin ár og þar komast færri að en vilja. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu á nýliðinni Þorláksmessu þar sem fólk kom saman á Réttinum í vægast sagt kæstri stemmningu. Fleiri myndir fylgja þessari frétt á vf.is.
VÍKURFRÉTTAMYNDIR: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Staðarhrauni 15, Grindavík, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 14. janúar klukkan 14.
Helgi Einar Harðarson Sigurbjörg Brynja Helgadóttir Ármann Ásgeir Harðarson Ólafía Helga Arnardóttir
Katrín Lilja Ármannssdóttir Ásgeir Bjarni Ármannsson Jóhann Helgi Ármannsson Hörður Logi Ármannsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR KARÓLÍNA SÓL ÓLAFSDÓTTIR, Klettási 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 13. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknarsjóð Keflavíkurkirkju kt. 680169-5781 Banki: 0121-05-415861 Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks HSS fyrir frábæra, kærleiksríka umönnun og hlýtt viðmót.
Guðmundur Ingólfsson Hrönn Sól Guðmundsdóttir Brynja Guðmundsdóttir Guðmundur Eiríksson
Jón Guðmundsson Guðný S. Jónsdóttir
Jana M. Sól Guðmundsdóttir Árni M. Vilhjálmsson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu
Hún Día er farin heim. Þessi kveðjuorð skátanna finnst mér eiga við er maður ritar fátækleg orð til minningar um góðan vin. Indíana Jónsdóttir og Gunnar Mattason voru með þeim fyrstu sem við Hulda kynntumst er við fluttum til Keflavíkur, ungt fólk með lítil börn sem léku sér saman.
Við Gunni tókum snemma upp á að spjalla og áður en við vissum vorum við komnir upp á fjöll þar sem við áttum eftir að ferðast með fjölskyldur okkar árum saman. Día og Hulda tóku börnin að sjálfsögðu með í för. Þær voru báðar miklar handprjónakonur og iðulega voru ferðirnar mældar í lopapeysum, einnar eða fleiri peysu ferð. Smám saman fjölgaði börnum okkar sem jafnóðum voru tekin með í allar ferðir. Það var ekki auðvelt að veltast um í þröngum Land Rover jeppa með öll börnin. Ég man eftir að Día var spurð um hvernig hún nennti að fara með Gunna í allar þessar ferðir en svarið var „Það sem Gunnar fer, fer ég“. Er Björgunarsveitin Stakkur var stofnuð tóku þau Día og Gunnar fullan þátt í starfi hennar. Síðar voru þau í hópi þeim er eignaðist tvo snjóbíla til vetrar ferða um hálendi og jökla en í þeim ferðum voru börn okkar iðulega tekin með. Þau Gunni eignuðust síðar Toyota jeppabifreið sem notuð var til fjölda fjallaferða með okkur Huldu, Árna Ólafs og Fríðu, Ragga bakara og Ásdísi ásamt ýmsum fleirum.
Á fyrstu búskaparárum þeirra vann Gunnar hjá Vegagerðinni víðsvegar um landið en við þau störf hlaut hann viðamikla þekkingu á landinu sem hann miðlaði til okkar úr ótrúlegum minnisbanka sínum, þekkti hvern stein og hverja þúfu.
Þau Día, Gunni og börn hafa reynst mér og mínum góðir vinir í gegnum lífið þar sem, við höfum átt ótal hressilegar samveru og ánægjustustundir. Þau eignuðust hjólhýsi með aðsetri í Þjórsárdal sem þau nutu mjög til fjölda ára,
þar eignuðust þau marga góða vini sem haldið hafa tryggð lengi vel. Ferðahópurinn 1313 var stofnaður af fyrrum félögum Bjsv. Stakkur og þar tóku þau mikinn þátt í frá upphafi en í 36 ár kom hann saman. Eitt sinn fórum við í vélsleðaferð upp á Grímsfjall í Vatnajökli, þau Día og Gunni, Ragnar og Ásdís ásamt okkur Huldu, ævintýraferð á tímum fátíðra slíkra ferða. Þau voru einnig þátttakendur í hópi sem tók upp á því að blóta þorra upp fjöllum til margra ára. Þar var mikið sprellað og gleði haldið hátt á lofti, jeppast um ísi þakið landið og farið í fjórhjólaferð. Landmannalaugar, Þórsmörk og þar með talið Básar voru ávallt í sérstöku uppáhaldi hjá okkur öllum og því óteljandi ferðir okkar þangað. Eftir miklar breytingar urðu á lífi mínu reyndust þau Día og Gunnar mér einstaklega vel og sannir vinir. Seinni árin höfum við ásamt Öllu vinkonu minni ferðast mikið saman á húsbílum okkar sem hafa veitt okkur mikla gleði og ánægju. Ég er Díu og Gunna ævinlega þakklátur fyrir hlutdeild þeirra í lífi mínu og hve margar gæðastundir þau hafa veitt okkur Aðalheiði í góðu ferðalögunum okkar saman.
Við Alla sendum Gunnari og börnum innilegar samúðarkveðjur. Garðar Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir.
Framkvæmdastjóri þjónustu & snjallra lausna
HS Veitur leita að framsýnum og drífandi einstaklingi með áhuga á þjónustu, tækni og stöðugum umbótum til að leiða teymi starfsfólks sem sinnir þjónustu, innheimtu og snjallmælum fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri þjónustu hefur forystu um stefnumótun og þróun þjónustu á nýju sviði með það að markmiði að bæta þjónustu HS Veitna enn frekar og skapa nýjar og snjallar lausnir til að uppfylla þarfir viðskiptavina.
Sjá nánar hér hsveitur.is/störf
VÍKURFRÉTTIR 11. SEPTEMBER 2024: Framkvæmdir hafnar við sprungufyllingar í Grindavík Framkvæmdir við sprungufyllingar eru hafnar á fimm stöðum í Grindavík, þ.e. við Sjávarbraut, Eyjasund, Víkurbraut, Verbraut og Víkurtún. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki í október. Framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Þá er einnig hafin vinna við að girða af óörugg svæði innanbæjar en áætlað er að lagðir verði 6,8 km af mannheldum girðingum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að leggja 350 metra af girðingum á dag.
VÍKURFRÉTTIR 11. SEPTEMBER 2024: Þúsundir skemmtu sér vel á Ljósanótt Tugþúsundir gesta nutu tónlistar á stóra sviði Reykjanesbæjar, glæsilegrar flugeldasýningar og lýsingu Bergsins á laugardagskvöldi. Dagskrá Ljósanætur náði hápunkti um kvöldið og fór vel fram í góðu veðri. „Sólin gerir auðvitað gott betra,“ sagði Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, í skýjunum eftir vel heppnaðan og sólríkan laugardag á Ljósanótt. „Við fögnuðum sérstaklega 30 ára afmæli Reykjanesbæjar með hreint út sagt frábærri tónlistarveislu og flugeldasýningu sem landsmenn fengu að njóta með okkur í beinni útsendingu.
VÍKURFRÉTTIR 18. SEPTEMBET 2024:
Ívar settur í embætti djákna Ívar Valbergsson var settur í embætti djákna við Keflavíkurkirkju í innsetningar- og sjálfboðaliðamessu síðasta sunnudagskvöld. Messan var auk þess tileinkuð þeim einstaklingum sem eru í sjálfboðinni þjónustu við Keflavíkurkirkju. Fyrir messu var sjálboðaliðum boðið til stundar í Kirkjulundi þar sem Guðmundur Brynjólfsson, djákni, ræddi sjálfboðastarfið innan kirkjunnar. Þá var boðið upp á ljúfa tóna, auk þess sem Skólamatur bauð í súpu og Soho bauð upp á brauðmeti og álegg. Á myndinni hér að ofan má sjá þau Hans Guðberg Alfreðsson, prófast í Kjalarnesprófastsdæmi, séra Erlu Guðmundsdóttir, sóknarprest í Keflavíkurkirkju, og Ívar Valbergsson, djákna. VF/ Hilmar Bragi
VÍKURFRÉTTIR 25. SEPTEMBET 2024: Grindvískar réttir
Frístundabændur í Grindavík ráku fé í réttir um síðustu helgi. Réttað var í Þórkötlustaðarétt á sunnudag en smölun hófst á föstudag og rekið var í hólf í Litla Hamradal, austan Grindavíkur. Þaðan var svo hóprinn rekinn snemma á sunnudagsmorgun að Þórkötlustöðum þar sem dregið var í dilka. Sauðfé hefur fækkað talsvert á milli ára í Grindavík og búist við að enn færra fé verði á næsta ári.
VÍKURFRÉTTIR 25. SEPTEMBET 2024:
Nýjabíó verði rifið og háhýsi byggt Nýjabíó við Hafnargötu í Keflavík verður rifið og þar byggt hús upp á fimm hæðir auk kjallara og bílageymslu, nái hugmyndir eigenda húsnæðisins fram að ganga. Nordic Office of Architecture, fyrir hönd eigenda Sambíós í Reykjanesbæ, fer þess á leit við Reykjanesbæ með erindi dagsettu 11. september 2024 að fá að rífa núverandi byggingu á lóðinni að Hafnargötu 33 og fá þess í stað að skipuleggja og reisa á umræddri lóð byggingu er myndi hýsa verslun og þjónustu á 1. hæð íbúðir á 2., 3. og 4. hæð auk íbúða á inndreginni 5. hæð. Í kjallara yrðu geymslur og bílakjallari sbr. meðfylgjandi tillögu dags. 9. september 2024. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók erindið fyrir í síðustu viku og vísaði því í vinnu deiliskipulags við Hafnargötu.
VÍKURFRÉTTIR 2. OKTÓBER 2024: Húsnæðismál FS óviðunandi
„Svona getur þetta ekki haldið áfram. Það er vonlaust,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í viðtali við Víkurfréttir. Skólameistari FS mætti með ákall og hvatningu til bæði þingmanna og sveitarstjórnarmanna um húsnæðismál skólans á aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um síðustu helgi. Síðast voru byggðar kennslustofur við skólann þegar íbúafjöldi á Suðurnesjum var helmingi minni en hann er í dag.
VÍKURFRÉTTIR 9. OKTÓBER 2024: Vatnið nær tvöfalt dýrara í Sandgerði en Garðinum Íbúar í Garði greiða um það bil helmingi lægri vatnsskatt en íbúar í Sandgerði en saman mynda þessir gömlu byggðakjarnar sveitarfélagið Suðurnesjabæ. Jón Norðfjörð, bæjarbúi í Suðurnesjabæ fjallar um málið í aðsendri grein í blaðinu.
VÍKURFRÉTTIR 9. OKTÓBER 2024: Kafbátasjóliðar sólgnir í íslenskar agúrkur
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur var í þjónustuheimsókn á Stakksfirði á mánudaginn. Kafbáturinn fór fyrir Garðskaga um klukkan níu á mánudagsmorgun og var út af Keflavíkurhöfn um klukkustund síðar. Kafbáturinn USS Indiana kom hingað að sækja vistir og hafa áhafnaskipti. Hann var þjónustaður frá þjónustubátnum Voninni GK sem Köfunarþjónusta Sigurðar Stefánssonar gerir út. Varðskipið Freyja fylgdi svo kafbátnum á ferðum sínum um Faxaflóa. Það vakti athygli þeirra sem sáu til að mikið af íslensku grænmeti fór um borð í kafbátinn, m.a. íslenskar agúrkur í tugum kílóa. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Víkurfrétta af kafbátnum og Voninni á Stakksfirðinum með Keili í baksýn.
VÍKURFRÉTTIR 16. OKTÓBER 2024: Blóðrauð norðurljós Það var mikil ljósadýrð á himni þegar væn kórónuskvetta frá sólinni skall á himinhvolfinu og bauð upp á einstaka norðurljósavirkni síðasta fimmtudagskvöld. Myndin hér að ofan var tekin á Garðskaga þar sem blóðrauð norðurljós dönsuðu á himni. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir kórónuskvettur vera skeifulaga flóðbylgjur eða
ský úr hraðfleygum rafhlöðnum ögnum, aðallega rafeindum. Rafeindirnar skella á segulsviði jarðar, streyma eftir segulsviðslínum inn í efri hluta andrúmsloftsins og örva þar atóm og sameindir sem byrja að glóa. Rauð norðurljós frá örvuðum súrefnisatómum verða til í 200–400 km. hæð. Græn norðurljós verða til í um 100 km. hæð. Það var mikið sjónarspil þegar rauðu ljósin lögðust yfir en þau sáust víða á norðurhveli jarðar.
viku. Samtals var var úthlutað tuttugu og fimm milljónum króna. Þetta er stærsta árið hingað til í söfnun fjármuna í styrktarsjóðinn. Frá því að Góðgerðarfest Blue var fyrst haldið hafa safnast á milli 72 til 73 milljónir til góðra málefna í nærsamfélaginu á Suðurnesjum.
íþróttafélags í Suðurnesjabæ. Stefnt er að stofnun nýs félags í október 2025. Markmið með stofnun nýs íþróttafélags er að auka fagmennsku og gæði í íþróttastarfinu og stuðla að fjölbreytni íþróttagreina. Þá segir í viljayfirlýsingu að til verði eitt íþróttafélag sem samfélagið í Suðurnesjabæ sameinast um. Þannig eigi að stuðla að aukinni íþróttaiðkun hjá fólki á öllum aldri og af öllum kynjum.
Lengri annáll á vefnum okkar
VÍKURFRÉTTIR 30. OKTÓBER 2024: Góðgerðarfest Blue veitti 25 milljóna kr. styrki Sautján málefni fengu stuðning frá Góðgerðarfest Blue að þessu sinni en styrkjum var úthlutað
VÍKURFRÉTTIR 30. OKTÓBER 2024: Stefna að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ Knattspyrnufélagið Reynir, knattspyrnufélagið Víðir og Suðurnesjabær hafa gert með sér viljayfirlýsingu um stofnun nýs
Tíð eldgos á Sundhnúkagígaröðinni á árinu 2024 setja árið í sögubækurnar sem það viðburðaríkasta í seinni tíð hér á landi. Alls urðu sex eldgos á árinu en gosin á Sundhnúkagígaröðinni hafa orðið sjö talsins frá 18. desember 2023. Fyrsta gosið tók þrjú hús í Grindavík Fyrsta gos ársins hófst að morgni sunnudagsins 14. janúar. Það stóð í tæpa tvo sólarhringa, færði þrjú hús í Grindavík undir hraun, rauf Grindavíkurveg ofan byggðarinnar í Grindavík og tók rafmagn af Grindavík, auk þess að rjúfa bæði heitt og kalt vatn til bæjarins. Gossprungan hafði opnast við Hagafell með sprungu til suðurs sem fór í gegnum varnargarð. Nokkrum klukkustundum síðar opnaðist sprunga rétt ofan við nyrstu húsin í bænum og hraun þaðan rann til byggðar og tók þrjú hús. Þetta fyrsta eldgos ársins reyndist jafnframt minnst af þeim sex gosum sem urðu á árinu.
Njarðvíkuræðin rofnaði og Suðurnes án hita Annað eldgos ársins hófst seint um nótt 8. febrúar og stóð rúman sólarhring. Þrátt fyrir að hafa staðið í stuttan tíma náði það að valda miklu tjóni. Hraunið rann yfir Grindavíkurveg norðan Svartsengis og um hádegisbil náði það til Njarðvíkuræðarinnar sem flytur heitt vatn frá Svartsengi að Fitjum. Við þetta urðu Suðurnes án hitaveitu og til að bæta gráu ofan á svart var hörku frost á þessum tíma. Íbúar svæðisins hófu að kynda hús sín með rafmagnshitun. Það tókst ekki betur en svo að rafmagn fór af svæðinu um tíma, þar sem dreifikerfi íbúðarhúsa ræður innan við álag vegna rafkyndingar. Í samhentu átaki var unnið mikið afrek á nokkrum sólarhringum við að koma hitaveitunni í lag að nýju. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu opnuðu svo dyr sínar fyrir Suðurnesjafólki og tryggðu að það kæmist í bað.
Lengsta gosið
Enn og aftur gaus á Sundhnúkagígaröðinni um miðjan mars. Eldgos braust út þann 16. mars og stóð til 8. maí eða í 53 daga. Gosið var með upptök á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Um tíma var gossprungan 3,5 km. að lengd. Þrátt fyrir þennan langa gostíma var þetta eldgos tíðindalítið. Það sendi hraun yfir Melhólsnámu og Grindavíkurveg, rétt norðan við varnargarðana við Grindavík. Á meðan gosinu stóð var einnig að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi á sama tíma. Það var því stutt frá þriðja gosinu í það fjórða. Í aðdraganda þessa þriðja goss ársins varð kvikuhlaup þann 2. mars sem leiddi ekki til eldgoss.
Hraun rennur vestur með Grindavík Varnargarðar sem reistir höfðu verið við Grindavík sönnuðu svo sannarlega gildi sitt þegar fjórða eldgos ársins braust út þann 29. maí. Gosið, sem stóð í 25 daga, olli
tjóni á Grindavíkurvegi og Nesvegi þegar mikið magn af hrauni rann með varnargörðum vestur fyrir byggðina í Grndavík og staðnæmdist ekki fyrr en það var komið niður fhyrir vestustu byggðina. Menn óttuðstu að það myndi jafnvel ná alla leið til sjávar, en svo fór nú ekki. Rafmagnslína sem reist hafið verið yfir hraunið í vegstæði Grindavíkurvegarins, eins og hann var fyrir goshrinuna, varð rauninu að bráð. Staurarnir brunnu í hitanum frá hrauninu og línan féll. Við þetta gos varð svo gott sem ófært til Grindavíkur nema um Suðurstrandarveg.
Hraun rann yfir sveitarfélagamörk Fimmta eldgos ársins hófst að kvöldi 22. ágúst. Það bauð upp á lengstu gossprunguna til þessa. Hún var um sjö kílómetra löng þegar hún varð hvað lengst. Þetta gos teygði sig einnig lengst til norðausturs af þeim gosum sem orðið hafa. Lengst af gaus úr gíg langt frá öllum innviðum og í fyrsta skipti í goshrinunni rann hraun yfir sveitarfélagamörk og inn á land Sveitarfélagsins Voga. Í góðri samantekt Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að um tíma var hraunrennsli í þessu gosi 1500-2000 m3/sek, sem er um 20 sinnum meira hraun en rann í eldgosinu í janúar. Sem betur fer rann ekkert af þessu hrauni í átt að Grindavík eða innviðum við Svartsengi. Eldgosinu lauk þegar það hafði staðið í hálfan mánuð. Tók bílastæðið við Bláa lónið Sjötta og síðasta eldgos ársins kom nokkuð óvænt. Það hófst seint um kvöld þann 20. nóvember. Mikill hraunflaumur tók stefnu á Svartsengi og rann yfir Grindavíkurveg og með varnargörðum við Svartsengi þar til það lagði undir sig bílastæðið við Bláa lónið. Hraunið tók einnig þjónustuhús við bílastæðið og Svartsengislínu 1. Um tíma gaus út tveimur gígum. Svartsengi slapp fyrir horn þegar syðri gígurinn hætti að gjósa og hraun úr nyrðri gígnum ógnaði engum innviðum. Gosið stóð í tvær vikur og lauk 9. desember.
n Sprunguviðgerðir á góðri leið. n Reynsla komin á viðgerðir.
„Ég á von á að öllum minni viðgerðum í öðrum og þriðja forgangi í fyrsta fasa ljúki í vetur, þá eru stærri svæði eftir auk fjórða forgangs sem var í minnstum forgangi. Það á líka eftir að útvega fjármögnun fyrir hluta framkvæmdanna en ég á ekki von á öðru en það gangi vel,“ segir Sigurður Karlsson, umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar, en fyrir utan það hefðbunda starf fyrir Grindavíkurbæ er Sigurður í framkvæmdateymi sem er með það vandasama verkefni að gera við sprungur sem mynduðust í jarðhræringunum og þ.a.l. að gera bæinn öruggan.
Eftir að Grindavíkurnefndin svokallaða komst á laggirnar hófst vinna við að gera við sprungurnar og var viðgerðunum skipt upp í fjóra forganga.
„Þetta verkefni er samstarfsverkefni Grindavíkurnefndarinnar, Grindavíkurbæjar og Vegagerðarinnar og í þessu framkvæmdateymi sem heldur utan um verkefnið, eru ásamt mér, Elísabet Bjarnadóttir sem vinnur á skipulagssviði Grindavíkurbæjar, tveir jarðfræðingar frá Eflu, þeir Jón Haukur Steingrímsson og Einar Sindri Ólafsson, Valgarður Guðmundsson frá Vegagerðinni, Gunnar Einarsson frá Grindavíkurnefndinni og teymisstjóri er Sindri Þrastarson frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Við fundum alla miðvikudaga og annan hvern miðvikudag hittum við verktakana og förum yfir hvort einhver frávik séu og hvernig viðkomandi verkefni gangi. Síðasta sumar var verkefnunum forgangsraðað í fjóra flokka og framkvæmdir hófust í ágúst, þegar viðkomandi eldgosi var lokið. Þá
voru helstu umferðargötur lagaðar svo hægt yrði að koma umferðarflæði í gegnum bæinn í gang, m.a. til að gera flóttaleiðir greiðar út úr bænum þegar kæmi til rýmingar. Í þessum fyrsta forgangsflokki var líka gert við innviði sem nauðsynlega þurfti að laga. Þessi fyrsti flokkur stóðst nánast upp á dag tímalega séð og við erum í öðrum og þriðja flokki núna og verðum í þeim í vetur, eftir því hvernig viðrar og svo á líka eftir að
klára fjármögnun á öllu verkinu. Það var ákveðið að ráðast í verkefni samhliða sem voru ekki eins aðkallandi því það svaraði ekki kostnaði að girða þau svæði af, það var jafn dýrt að ráðast strax í þær framkvæmdir. Ég tek sem dæmi Víkurtúnið og Hestatúnið fyrir neðan gömlu kirkjuna, þetta eru stór svæði og dýrt hefði verið að girða þau af og þess vegna ákveðið að laga þau bara strax. Ég á ekki von á öðru en við klárum þessi
minni svæði í forgangi tvö og þrjú í vetur en svo eru stærri svæði eftir, t.d. á gamla aðalvellinum á knattspyrnusvæðinu. Eitt helsta verkefni Grindavíkurnefndarinnar er að redda fjármögnun og eðlilega fór það í bið í kjölfar kosninganna og nú er ný ríkisstjórn tekin við og ég á ekki von á öðru en fjárveiting fáist og þá er bara að halda áfram með verkefnið, það er mjög mikilvægt að engin biðstaða myndist.“
Engar aflaganir innanbæjar síðan í janúar í fyrra
Sigurður á ekki von á öðru en yfirvöld vilji halda áfram með það verkefni að laga Grindavíkurbæ úr því sem komið er.
Séð yfir gamla aðalvöll knattspyrnudeildar grindavíkur. Ljósmyndir: Jón Steinar Sæmundsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Jóla-
Íbúðarhúsið að Gónhól 11 í Njarðvík var valið jólahús Reykjanesbæjar 2024 og jólafyrirtæki var valið Bílakjarninn/Nýsprautun á Fitjum í Njarðvík.
Það var menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar sem fékk það skemmtilega verkefni að útnefna jólahús og jólafyrir-
tæki Reykjanesbæjar árið 2024 úr tilnefningum sem bárust frá íbúum. Allt var þetta fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og
til að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum og fyrirtækjaeigendum Reykjanesbæjar en Húsasmiðjan studdi við bakið á uppátækinu með gjafabréfi til fulltrúa þessara aðila. Ráðið vill hrósa íbúum fyrir augljósan metnað þegar kemur að jólaskreytingum og þakkar þeim sem sendu inn tilnefningar en þær voru fjölmargar og fjölbreyttar.
Í frétt á vef Reykjanesbæjar segir að keppnin hafi verið nokkuð hörð og fleiri en eitt hús hafi komið til greina. Á Gónhól 11 gaf að líta einstaklega fallega og fjölbreytta jólaveröld sem gleður jafnt börn sem fullorðna. Eigendur hússins eru Jón Halldór Jónsson og Hólmfríður Margrét Grétarsdóttir.
„Það hafa ekki orðið neinar teljandi breytingar á sprungum síðan 14. janúar í fyrra en þá varð seinni sigdalurinn til. Þá fór austari hluti bæjarins frekar illa, þá stækkaði sprungan til muna sem fer í gegnum Hópið [knattspyrnuhús Grindavíkur] og Hópsskóla og hverfið þar sem iðnaðarhúsin austan viðlagasjóðsbryggjunnar eru fór sömuleiðis illa. Síðan þá höfum við ekki merkt neinar teljandi breytingar og að því gefnu að náttúran gefi grið og kvikuhlaup fari ekki aftur nálægt Grindavík, tel ég óhætt að fara í þessar viðgerðir. Allar þær viðgerðir á sprungum sem hefur verið ráðist í, hafa haldið og það er auðvitað mjög jákvætt. Þau stóru svæði sem eru eftir er t.d. gamli aðalvöllur knattspyrnunnar, þar leikur grunur á ansi stórri sprungu en þess bera að geta að öll svæði eru kyrfilega girt af en það þýðir ekki að viðkomandi svæði sé öruggt, ég er ansi smeykur um að ég sem gutti hefði verið ansi forvitinn og hefði klifrað yfir girðinguna. Þess vegna er mjög mikilvægt að gera við allar þessar sprungur, fyrr verður Grindavík ekki metinn sem öruggur staður fyrir börn að búa á en bærinn er öruggur utan girðinga. Það er alls staðar hægt að koma sér í hættu en það er mikill munur á að treysta fullorðnu fólki eða börnum. Nú er mikilvægt að halda viðgerðunum áfram og gera bæinn öruggan því við viljum ekki lenda í því að þegar hættan er talin liðin hjá og fólki gefinn kostur á að flytja til baka, að þá eigi eftir að laga bæinn. Við erum á áætlun með þetta og ég á ekki von á öðru en öllum minni viðgerðum í öðrum og þriðja forgangi ljúki einhvern tíma í vetur.
Í ár var einnig ákveðið að kalla eftir tilnefningum á jólafyrirtæki Reykjanesbæjar enda margar verslanir og fyrirtæki sem leggja sig fram við að glæða bæinn ljósum og lífi með fallegum utanhússkreytingum eða töfrandi jólagluggum. Skreytingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun, að Njarðarbraut 13 voru stílhreinar og smekklegar jólaskreytingar sem nutu sín m.a. vel frá Reykjanesbraut.
Það var Sverrir Bergmann bæjarfulltrúi og fulltrúi menningarog þjónusturáðs Reykjanesbæjar ásamt Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúra sem færðu eigendum jólahússins og jólafyrirtækisins viðurkenningu frá Reykjanesbæ og Húsasmiðjunni.
Jarðvegsskönnunin sannaði gildi sitt, á nokkrum stöðum kom í ljós
Viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ voru veittar þann 19. desember sl. þegar fulltrúar ferða-,safnaog menningarráðs heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viðurkenningar í ár.
Íbúar Suðurnesjabæjar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér og lífga upp á skammdegið með fallegum jólaljósum.
Val á ljósa- og jólahúsum var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs líkt og undanfarin ár. Fjölmargar tilnefningar bárust. Eigendur og íbúar húsanna fengu gjafabréf frá HS veitum við tilefnið sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni.
Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2024 er Lyngbraut 4 í Garði. Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2024 er Fagurhóll 1 í Sandgerði. Sérstakar viðurkenningar: Hólagata 13 í Sandgerði og Skagabraut 16 í Garði.
af kirkjunni
í grindavík og því sem gekk á þar fyrir framan.
að talsverð sprunga hafði myndast, t.d. á Mánagötu og í Mánagerði. Í flestum tilvikum var ekki neitt en þú vilt ekki taka neina sénsa í svona málum. Sprungusveimurinn [10-30 metra svæði í kringum sprungu] er alls staðar kannaður og ef allt er í góðu eins og var sem betur fer í flestum tilvikum, tekur viðkomandi aðgerð lítinn tíma en ef stærri sprungur koma í ljós tekur eðlilega meiri tíma að laga þær,“ segir Sigurður.
gamli skólinn
Sigurður fór yfir stöðuna á gamla skólanum við Ásabraut.
„Skólinn skemmdist nokkuð 10. nóvember, vesturálman klessti þá á hinn hlutann en það var vitað af sprungunni þar undir og í hönnuninni var gert ráð fyrir að álmurnar myndu færast í sundur en þær fóru saman. Við það skekktist burðarvirkið og sprakk nokkuð illa en þó ekki þannig að ekki sé hægt að gera við og sú viðgerð er hafin. Allur innanhúss frágangur er eftir en hann á ekki að þurfa taka svo langan tíma. Vinna var hafin árið 2023 við að skipta um klæðningu en klára átti það verkefni á þremur árum, við ætluðum að nýta sumargluggann í það verk-
efni. Fyrsta hluta var nánast lokið þegar 10. nóvember gekk í garð en við gátum svo klárað það síðasta haust. Við erum byrjaðir á öðrum áfanga og hann helst í hendur við sjálfa viðgerðina í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í góðum farvegi myndi ég segja, þegar veður er óhagstætt er farið inn og unnið þar og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að sjálf skólabyggingin verði tilbúin næsta haust og tala nú ekki um ef gefið yrði út að skólahald eigi að hefjast á ákveðnum tímapunkti, þá er settur meiri kraftur í verkið. En hvort skólahald geti hafist næsta haust veltur ekki bara á ástandi skólabyggingarinnar, bærinn þarf
jólahús Suðurnesjabæjar árið 2024 er lyngbraut 4 í garði.
ljósahús Suðurnesjabæjar árið
að vera orðinn öruggur til búsetu fyrir börn og mér sýnist að sprunguviðgerðir verði ekki búnar fyrir næsta haust. Mér finnst raunhæfara að miða við næstu áramót en ef ákvörðun yrði tekin af yfirvöldum um að skólahald eigi að hefjast, þá yrði hugsanlega hægt að setja enn meiri kraft í sprunguviðgerðirnar og þeim lokið en það taka aðrir ákvörðun um það en ég. Í mínum huga er bara mjög mikilvægt að halda áfram með verkefnið og ekki láta myndast einhvern biðtíma því það tekur alltaf tíma að koma verkefni aftur af stað. Höldum dampi og sjáum hvert það leiðir okkur.“
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð Grindavíkur en hvenær tónn yfirvalda breytist varðandi hversu óhætt er að búa í bænum, held ég að verði ekki fyrr en landris hættir.
Framtíð grindavíkur
Sigurður er bjartsýnn á framtíð Grindavíkur en segir þetta vera tímafrekt verkefni og aðeins sé búið að gera við um fjórðung eða þriðjung.
„Það eru stór verkefni eftir og þau munu taka tíma. Ég er auðvitað með önnur verkefni á minni könnu, ég er bæði veitustjóri og umsjónarmaður fasteigna en líklega fer mestur minn tími í utanumhald á sprunguviðgerðunum í samvinnu við framkvæmdateymið. Það fer alltaf talsverður tími í að skipuleggja næstu viðgerð þegar önnur er búin svo ekki myndist nein biðstaða.
Grindvíkingar spá eðlilega í hvenær eðlilegt líf geti hafist á ný í bænum og það hefur auðvitað verið mikil umræða um ástand íbúðarhúsnæðis í Grindavík en ég er ekki með neina aðkomu að því. Ég veit að Þórkatla hefur bætt við pípurum til að sinna eftirliti með húsunum en þetta er meira en að segja það, eitt rafmagnsleysi í frosthörku eins og núna getur valdið skemmdum eða eyðilagt lagnir á örskömmum tíma. Ég benti á þetta þegar fyrsta eldgosið kom í desember 2023, það byrjaði strax landris svo ég sá fyrir mér að þetta ástand gæti staðið yfir í einhver ár. Svo þegar heita vatnið fór af í eldgosinu í janúar í fyrra, lagði ég til að fjargæslubúnaður yrði keyptur í hvert hús, búnaður sem fylgist með raka- og hitastigi viðkomandi húss. Þetta hefði verið dýr framkvæmd en miklu ódýrari en sú leið sem farin er í dag með svo og svo mörgum pípurum og hefði að mínu mati líka skilað betri árangri. Hús sem er með grænan lit þarf ekki að skoða, þar er allt í stakasta lagi en þar sem rautt kemur þarf að grípa inn í. Batterýið arkitektar kynntu í lok seinasta árs hugmyndir um hvað
eigi að gera við þau hús og byggingar sem eru ónýt, t.d. Hópið. Íbúum verður gefinn kostur á að tjá sig um þessar hugmyndir svo það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir og eins þarf að skoða t.d. burðarþol viðkomandi húsnæðis, hvort það geti tekið á sig vind, snjó og jafnvel jarðskjálfta. Ef húsnæðið er metið öruggt til að vera inni í því, getur verið að það verði látið standa til framtíðar svo hægt sé að sýna ferðafólki hvað gekk á. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð Grindavíkur en hvenær tónn yfirvalda breytist varðandi hversu óhætt er að búa í bænum, held ég að verði ekki fyrr en landris hættir. Hvert stjórnvald þarf að horfa á hlutina með sínum gleraugum, almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum eiga að gæta að öryggi fólks og þess vegna ber þeim að fara að öllu með gát. Veðurstofan á að segja frá mögulegri hættu o.s.frv. Svo er það æðra stjórnvald sem tekur endanlega ákvörðun, eins og með covid á sínum tíma, þá lét þríeykið stjórnvöld fá minnisblað með sínum tillögum og það var stjórnvalda að taka ákvörðun út frá því og hvað hentaði best heildarhagsmunum í þjóðfélaginu. Ég held að það sami gildi í Grindavík, endanlegt vald ætti að vera ríkisstjórnarinnar en hvort farið verði alfarið eftir því sem almannavarnir og lögreglustjórinn leggja til, verður bara að koma í ljós. Við getum ekkert annað gert en haldið áfram og ég mun sinna minni vinnu eins vel og ég get og hlakka mikið til þegar við getum gefið út að búið sé að laga allar sprungur og bærinn því orðinn öruggur til búsetu. Þá erum við alla vega búin að gera okkar og annarra að taka aðrar ákvarðanir,“ sagði Sigurður að lokum.
Haldið 25. janúar næstkomandi að Nesvöllum. Húsið opnar kl. 18.30. Borðhald hefst kl. 19.00.
Setning: Kristján Gunnar formaður FEBS.
Veislustjóri: Ljúflingurinn Gísli Einarsson.
Hljómsveit: Hinir stórkostlegu og endalaust vinsælu Bubbi og Vignir sjá um dinner og dansmúsik.
Söngur: Rúnar Þór Guðmundsson.
Aðgöngumiði: Verð kr. 9.000 á mann.
Matur: Glæsilegt þorrahlaðborð frá Magnúsi Þórissyni matreiðslumeistara á Réttinum.
Miðar seldir á Nesvöllum 15. janúar frá kl. 12.00 til 14.00
Miðar ekki teknir frá.
Greiðsla: Peningar og posi á staðnum.
Ein af stærstu áskorunum í minni embættistíð sem formaður Íþróttaog tómstundaráðs var að fylgja eftir þróun og uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. Með stækkandi og þéttbýlla samfélagi er brýn og aðkallandi þörf á betri og fjölbreyttari íþróttaaðstöðu í bæjarfélaginu.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem lögð var fram til samþykktar í desember gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í núverandi umhverfi. Er það fyrst og fremst að þakka ábyrgri og skynsamri fjármálastjórn. Á sama tíma er gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu mannvirkja og þróunarsvæða og enn betri umgjörð fyrir íþrótta-, tómstunda-, æskulýðs- og menningarstarf. Án þessarar ráðdeildar í rekstri bæjarins hefði þessi uppbygging sem orðin er og sú sem fyrirhuguð er ekki verið möguleg.
IceMar-höllin og
sundlaugarmannvirki
í Innri-Njarðvík
Í því samhengi er IceMar-höllin, sem við opnuðum í Reykjanesbæ, stolt okkar allra. Þetta mannvirki er ekki aðeins íþróttahöll heldur líka samfélagslegur miðpunktur í Innri-Njarðvíkur hverfinu sem styrkir bæði íþróttir og félagsstarf á því svæði sem og í öllu bæjarfélaginu.
Nú í vor munum við svo opna sundlaugaraðstöðuna í Höllinni, sem mun enn frekar bæta þjónustu við iðkendur íþrótta og aðgang allra í samfélaginu að aðstöðu sem eflir heilsuþrótt og vellíðan. Þessar framkvæmdir eru hluti af heildarstefnu meirihlutans í bæjarstjórn til að bæta lífsgæði íbúa og gera Reykjanesbæ að enn þá betri stað til að búa á.
Íþróttamannvirki og aðstaða við Afreksbraut
Sögulegt samkomulag stærstu íþróttafélaga bæjarins, Keflavík og Njarðvík varð að veruleika fyrir nokkrum misserum. Samkomulagið miðar að því að byggð verði upp glæsileg aðstaða fyrir knattspyrnulið félaganna og verður hún staðsett við Afreksbraut. Ég segi sögulegt því að með þessu samkomulagi er tryggt að byggð verður upp ein glæsilegasta aðstaða landsins til knattspyrnuiðkunar og keppni. Undirbúningsvinna er hafin og varið var 50 milljónum króna á síðasta ári til undirbúnings og grunnhönnunar mannvirkjanna sem þarna eiga að rísa. Það er vert að það komi skýrt fram að þessi glæsilegu mannvirki sem þarna munu rísa munu ekki einungis hýsa knattspyrnuna heldur einnig Fimleikadeild Keflavíkur og bardagaíþróttir sem stundaðar eru í sveitarfélaginu. Þessar framkvæmdir munu því einnig hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starf og iðkun hjá þessum íþróttadeildum. Undirbúningshópur hóf störf í ágúst síðastliðnum og hefur fundað þétt. Grundvallaratriði í vinnu þess hóps og það sem ég sem formaður ÍT-ráðs lagði mikla áherslu á, að aðkoma fulltrúa íþróttafélaganna sem um ræðir, að verkinu sé frá fyrstu stundu og allt til loka þess. Það vita engir betur en þeir sem lifa og hrærast dag hvern í þessum málum hvað þarf til, svo nýting og gæði mannvirkjanna verði sem allra best út frá þörfum þeirra sem eiga að nýta þau. Í nóvember síðastliðnum var svo stigið risaskref varðandi það hversu hratt þessar framkvæmdir geta gengið. Það skref fólst í því að með nýjum samningum við ríkið sem og skipulagsbreytingum mun lóðin við Sunnubraut 35, sem hefur verið nefnd Akademíureiturinn, þróast hratt. Með því hefur byggingarmagn verið aukið úr 20.000 fermetrum í allt að 54.600 fermetra. Þar verður lögð áhersla á íbúðir fyrir eldri borgara, verslun og þjónustu. Áætlað er að
allt að 120 íbúðir verði byggðar á reitnum. Stýrihópur hefur nú þegar verið stofnaður til að leiða verkefnið. Þær tekjur sem fást munu í gegnum þessar framkvæmdir m.a. fara til uppbyggingar fyrrgreindra íþróttamannvirkja og gera bæjaryfirvöldum kleift að hraða mjög þeirri mikilvægu uppbyggingu sem er vel.
Önnur uppbygging og viðhald íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu
Mikið hefur verið lagt í umbætur á sundlauginni okkar. Nýir pottar, rennibrautir og fyrirhugaðar framkvæmdir á búningsklefum laugarinnar hefur og mun stórbætta aðstöðu til sundiðkunar og heilsueflingar almennings í bæjarfélaginu. Á innlaugarsvæðinu hafa svo verið keyptir bekkir fyrir áhorfendur sem mun gjörbreytta aðstöðu sundfélagsins okkar til mótahalds.
Eins hófust framkvæmdir í desember við útskipti á gervigrasinu í Nettó-Höllinni sem var komið til ára sinna og beinlínis að verða hættulegt iðkendum. Þeim framkvæmdum mun ljúka nú í janúar. Fjármagni hefur einnig verið veitt til uppbyggingar og eflingar starfs í íþróttahúsinu við Sunnubraut sem og í Akademíunni þar sem lagt hefur verið talsvert fé í endurnýjun búnaðar hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Nú í vor verður svo ráðist í að bæta aðstöðu á núverandi knattspyrnusvæði Njarðvíkur þar sem bráðabirgða aðstaða sem sett var upp á sínum tíma er komin vel til ára sinna og er algjörlega óboðleg iðkendum knattspyrnudeildarinnar. Þær framkvæmdir þola enga bið og algjörlega óforsvaranlegt að bíða þar til ný aðstaða mun rísa við Afreksbraut þó gert sé ráð fyrir því að þær framkvæmdir geti gengið hratt og örugglega. Fleira mætti tína til sem núverandi meirihluti í bæjarstjórn sem og stjórn Íþrótta- og tómstundaráðs hafa gert til að bæta núverandi aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarfélaginu. En öll sú vinna hefur einkennst af miklum metnaði.
áframhaldandi áskoranir og tækifæri
Reykjanesbær stendur á tímamótum. Lagður hefur verið mikilvægur grunnur að enn frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu í mikilvægri og góðri sátt við íþróttafélögin í bæjarfélaginu. Meirihlutinn hefur sett sér háleit markmið í þróun íþróttaog tómstundastarfs og erum við á réttri leið í þá átt að gera bæinn að fyrirmyndarsveitarfélagi hvað þessi mál varðar. Sveitarfélagi sem önnur sveitarfélög á landinu munu horfa til þegar þau skipuleggja sitt íþrótta- og tómstundastarf til framtíðar. Ég er sannfærður um við munum ná fram markvissum framförum og að Reykjanesbær verði þekktur fyrir að bjóða öllum íbúum upp á frábær tækifæri til íþróttaiðkunar og þá jafnframt til vaxtar og þroska, í anda jafnréttis og samheldni. Ég er stoltur af starfi mínu sem formaður ÍT-ráðs þau síðastliðnu tvö ár sem ég gegndi því embætti. Með mér í ráðinu starfaði einvala lið og höfum við náð góðum árangri í að styrkja enn frekar íþrótta- og tómstundastarf í íþróttabænum okkar. Þó ég hafi látið af embætti formanns þá brenn ég fyrir þessum málum og mun leggja gjörva hönd á að fylgja eftir þeim góða árangri sem núverandi meirihluti hefur náð á kjörtímabilinu því vegferðin til enn betri vegar er rétt að hefjast og framundan eru mikilvæg verkefni sem öll miða að því að gera Reykjanesbæ leiðandi á sviði íþrótta- og tómstundamála á landsvísu. Því þar eigum við heima!
Friðþjófur Helgi Karlsson Höfundur er fv. formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreyting Vogshóll - Sjónarhóll
Við breytingu á deiliskipulagi fækkar lóðum á skipulagssvæðinu úr 17 í 16. Breytingin nær til lóða 2a-6 við Sjónarhól og 2-8 við Vogshól. Breytt lega, stærð og fjöldi. Heildarstærð lóða fer úr 225.660 m2 upp í 339.000 m2. Heildar hámarksbyggingarmagn fer úr 198.284 m2 í 283.021 m2.
Tillögur verða til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnúmer 1519/2024 frá og með 6. janúar til 14. febrúar 2025.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. febrúar 2025. Skila skal inn skriflegum athugasemdum í skipulagsgátt málsnúmer 1519/2024.
Nánari upplýsingar veitir Skipulagsfulltrúi netfang: skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbær, 2. janúar 2025
– segir körfuknattleiksmaðurinn veigar Páll Alexandersson sem hefur átt góðu gengi að fagna á yfirstandandi tímabili en þessi ungi Njarðvíkingur hefur vaxið með hverjum leiknum og er að sanna sig sem einn besti íslenski leikmaðurinn í bónusdeildinni.
Farinn að banka á landsliðið Veigar Páll er uppalinn í Njarðvík og aðeins sextán ára gamall var hann kominn inn í meistaraflokk Njarðvíkur. Veigar hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en hann hélt til náms í Bandaríkjunum eftir tímabilið 2021/2022. Veigar sneri aftur í Ljónagryfjuna fyrir ári síðan og skipar nú veigamikið hlutverk í liði Njarðvíkur. Tímabilið hefur verið á stöðugri uppleið hjá Veigari. Hann byrjaði rólega en hefur bætt sig jafnt og þétt í hverjum leiknum á fætur öðrum. Heyrst hefur að farið sé að kalla eftir honum í landsliðið. Víkurfréttir heyrðu í Veigari að loknum sigri í fyrsta leik ársins en þar fór hann á kostum og skilaði 28 stigum í hús í tveggja stiga sigri á Þór Þorlákshöfn þegar liðin áttust við í IceMar-höllinni eftir áramót.
ÍÞRÓTTIR
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Veigar Páll er uppalinn Njarðvíkingur, er eins grænn og þeir gerast, en hefur hann bara verið í körfubolta?
„Nei, ég var í fótbolta þangað til að ég varð tólf ára. Hætti því og einbeitti mér svo bara að körfunni. Var líka eitthvað í golfi en ekki af neinu viti – annars var það bara körfubolti.“
Búinn að spila með yngri landsliðum og er farinn að minna á sig í sambandi við A-landsliðið. Menn eru örugglega farnir að horfa til þín núna.
„Ja, ég vona það allavega. Það var eitt af markmiðunum fyrir þetta tímabil, að daðra við landsliðið.“
Eftir góða hvíld yfir hátíðirnar, hvernig líst þér á framhaldið?
„Bara ágætlega. Við höfum verið að glíma við meiðsli í liðinu en náum að vinna svona leiki þrátt fyrir að það vanti leikmenn, sem er mjög jákvætt. Þannig að mér líst
Þú ert bara hin rísandi stjarna íslensks körfuknattleiks.
„Heyrðu, það er búið að ganga ágætlega í síðustu leikjum,“ segir Veigar og bætir við að tímabilið hafi verið stigvaxandi hjá honum í vetur.
Áttu nóg eftir?
„Já, já. Verður maður ekki að segja það?“
bara vel á þetta og er spenntur að sjá þegar við verðum fullmannaðir og verðum bara betri þangað til kemur að úrslitakeppninni.“
Þið eruð nú með gæðahóp þótt þessa menn vanti. „Já, eins og þú sást í síðasta leik þá voru aðrir að stíga upp og svo erum við líka búnir að fá nýjan leikmann [Evans Raven Ganapamo]. Hann var hörkugóður og er mjög flottur leikmaður sem passar vel inn í leikplanið hjá okkur.“
Veigar segir að þrátt fyrir að lykilmenn eins og Dwayne Ogunleye-Lautier og Khalil Shabazz séu að glíma við meiðsli þá sé liðið vel skipað og hafi sýnt mikil gæði í vetur en mestu skiptir að toppa á réttum tíma – í úrslitakeppninni í lok tímabils.
leikmaður með sterkan haus
Veigar Páll sneri aftur til Njarðvíkur fyrir ári síðan eftir eins og hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum. „Ég tók þrjár annir úti en kláraði ekki námið og er núna í námi hérna heima. Þegar ég var í Bandaríkjunum var ég að læra sálfræði en núna er ég kominn í íþróttafræðina í Háskólanum í Reykjavík.“
Og stefnir þá kannski í íþróttasálfræði þegar fram líða stundir? „Það er ekki ólíklegt, ég get sagt þér það. Ég mun virkilega skoða það.“
Það á kannski bara vel við þig. Þú virðist vera með sterkan haus sem leikmaður, með fínt jafnaðargeð. „Ég leita einmitt sjálfur hjálpar til íþróttasálfræðinga og hef lært heilmargt af því – og unnið mikið í þessu. Þannig að ég væri alveg opinn fyrir því að hjálpa öðrum leikmönnum þegar verð búinn með þetta nám.“
Hvernig er með fjölskylduna
þína, stunda þau einhverjar
íþróttir?
„Bæði systkini mín spiluðu körfu en þau eru bæði hætt núna. Systir
mín er að þjálfa og svo er mamma auðvitað að þjálfa líka. Pabbi er alltaf eitthvað í kringum félagið, var formaður einhvern tímann í Njarðvík. Karfa hefur alltaf verið númer eitt í þessari fjölskyldu –og allir Njarðvíkingar. Mamma var færð yfir þegar hún kynntist pabba,“ segir Veigar. „Hún hefur ekki hreint blóð, hún er úr Keflavík en er Njarðvíkingur í dag.“
Bylgja [Sverrisdóttir], móðir Veigars, og Eygló, systir hans, eru báðar á kafi í þjálfun hjá Njarðvík
þar sem þær þjálfa stúlknaflokka félagsins.
Er þjálfun eitthvað sem þú ætlar að skoða?
„Já, algerlega. Ég tók enga þjálfun að mér í ár en eftir námið býst ég við að taka alltaf að mér einhverja flokka og svo þegar kemur að því að ég get ekki spilað lengur þá mun ég líklega koma mér inn í meistaraflokksþjálfun. Ég hef mikinn áhuga á því,“ sagði Veigar Páll að lokum.
Lúxus að fá að þjálfa svona gæja
– segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkinga. veigar Páll er ótrúlegt eintak og sem Njarðvíkingur er ég bara afar stoltur af honum. Hann fékk allskonar mótlæti ungur að árum,
VÍKURFRÉTTIR JANÚAR 2024:
Guðmundur Leo með fjögur gull á Reykjavíkurleikunum ÍRB átti keppendur í 33 úrslitasundum á Reykjavíkurleikunum í sundi og vann til sextán verðlauna í junior-flokki. Óhætt er að segja að sundfólk ÍRB hafi staðið sig vel á mótinu en ÍRB vann til fimm gullverðlauna, fjögurra silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna.
Guðmundur Leo Rafnsson var í gríðarlegu stuði á mótinu þar sem hann vann til fjögurra gullverðlauna og einna bronsverðlauna. Í 200 metra baksundi bætti hann mótsmetið um tvær sekúndur og var aðeins 6/100 frá lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga.
Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 800 metra skriðsundi og Denas Kazulis náði sínu fyrsta landsliðslágmarki þegar hann tryggði sér þátttöku á Norðurlandamóti æskunnar (NÆM) í sumar.
Keflvíkingar unnu til sex verðlauna á Norðurlandamótinu í taekwondo
Norðurlandamótið í taekwondo var haldið í Laugardalshöll samhliða Reykjavíkurleikunum. Sex Keflvíkingar unnu til verðlauna í bardaga á mótinu sem var gríðarsterkt. Andri Sævar Arnarsson vann -80 kg flokki karla, Ylfa Vár Jóhannsdóttir vann -68 kg flokk unglingskvenna, Amir Maron Ninir vann -73 kg flokk unglingskarla, Jón Ágúst Jónsson var í 2. sæti í -63 kg flokki unglingskarla, Anton Vyplel var í öðru sæti -53 kg flokki ungmenna og Julia Marta Bator var í öðru sæti -51 kg flokki ungmenna.
VÍKURFRÉTTIR FEBRÚAR 2024:
„Ég ætla bara að einbeita mér að þessu tímabili,“
sagði Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði körfuknattleiksliðs Grindavíkur, en óhætt er að segja það ótrúlegt að liðið hafi ekki tekið neina dýfu eftir hamfarirnar.
Hulda var ánægð með hvernig liðinu tókst að halda sjó eftir þær miklu breytingar sem liðið varð að takast á við. „Þetta var mjög krefjandi til að byrja með. Við æfðum á nokkrum stöðum en undanfarnar vikur höfum við æft í Smáranum, þar sem við spilum okkar heimaleiki, og í Akurskóla í Innri-Njarðvík. Þakklæti er mér efst í huga og þökkum við öllum félögum sem hafa boðið okkur aðstoð sína og Smáranum sem greip okkur og setti okkur undir sinn verndarvæng,“ var meðal þess sem Hulda Björk sagði í viðtali við Víkurfréttir.
Fjórir frá Massa á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum
Evrópumeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram dagana 12.–18. febrúar í Malaga á Spáni. Þangað héldu ellefu kraftlyftingamenn og -konur til að keppa fyrir Íslands hönd. Af þessum stórgóða hópi átti Massi fjóra keppendur; Elsu Pálsdóttur, Hörð Birkisson, Sturlu Ólafsson og Benedikt Björnsson auk Kristleifs Andréssonar, yfirþjálfara. Elsa Pálsdóttir varð Evrópumeistari í -76 kg flokki
í Master 3 á EM öldunga en hún setti jafnframt glæsilegt
heimsmet í hnébeygju og varð þriðja stigahæst allra keppenda í Master 3.
Einar hætti eftir 30 ár hjá
Keflavík
Það var sannkallaður tímamótaaðalfundur hjá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi, sem fagnaði 95 ára starfi á síðasta ári. Ungmennafélag Keflavíkur var stofnað árið 1929 en Keflavík er fertugt félag, það varð til með sameiningu UMFK og KFK (Knattspyrnufélags Keflavíkur) árið 1994. Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri til þrjátíu ára, lét af störfum og embætti. Björg Hafsteinsdóttir, ein af körfuboltadætrum Keflavíkur, var kjörin formaður og nýr framkvæmdastjóri var einnig kynntur til leiks á aðalfundinum en við því starfi tók Birgir Már Bragason.
„Þetta er orðið fínt en búið að vera sérlega skemmtilegt og ánægjulegt. Það skemmir heldur ekki að félagið stendur vel rekstrarlega séð og líka félagslega sem sýndi sig kannski á fjölmennum aðalfundi,“ sagði Einar sem þakkaði fyrir sig og var klökkur. „Mér er bara orða vant en afar þakklátur,“ sagði fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri.
VÍKURFRÉTTIR MARS 2024: Keflvíkingar lyftu deildarmeistarabikarnum
Keflvíkingar fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í byrjun mars og fögnuðu vel.
Fyrsti titill nýs formanns kominn í hús. björg Hafsteinsdóttir, formaður keflavíkur, og Thelma ágústsdóttir, leikmaður keflavíkur og dóttir formannsins.
Keflavík tvöfaldur bikarmeistari í körfu
Fyrirliðarnir og kærustuparið Halldór garðar Hermannsson og katla rún garðarsdóttir með bikarana.
Keflavík vann báða úrslitaleikina í VÍSbikarkeppni, karlarnir lögðu Tindastól 79:92 og Þór átti lítið erindi í kvennalið Keflavíkur sem vann 89:67, og tvöfaldur bikarsigur Keflvíkinga því staðreynd. Jaka Brodnik var valinn maður leiksins í úrslitaleik karla og í úrslitaleik kvenna var Daniela Wallen kjörin kona leiksins.
Golfklúbbur Suðurnesja 60 ára
Golfklúbbur Suðurnesja fagnaði sextíu ára afmæli á árinu en stofnfundur GS var haldinn í dómsal lögreglustöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli þann 4. mars 1964. Þar komu saman nokkrir áhugamenn um stofnun golfklúbbs en þeir höfðu þegar tryggt sér land undir golfvöll sem væri í landi Stóra-Hólms í Leiru í Gerðahreppi. Fyrsti formaður GS var Ásgrímur Ragnarsson en á meðfylgjandi mynd má sjá hann og félaga hans í fyrstu stjórninni.
„Stórhuga draumar stofnenda ásamt vinnuframlagi allra sem hafa síðan í hendur
lagt, annaðhvort sem stjórnarmeðlimir, félagsmenn, starfsmenn eða sjálfboðaliðar hafa byggt upp auðlindina sem er Hólmsvöllur. Það á að vera forgangsverkefni okkar allra að varðveita félagsandann í klúbbnum því það er golfklúbbnum lífsnauðsynlegt að eiga félagsmenn.
Kæru félagsmenn, til hamingju með 60 ára stórafmælið. Við munum fagna þessum tímamótum síðar í sumar og auglýsa það sérstaklega þegar nær dregur,“ sagði í frétt á heimasíðu klúbbsins.
VÍKURFRÉTTIR APRÍL 2024: Nafni UMFN breytt á 80 ára afmæli félagsins
Ungmennafélag Njarðvíkur fagnaði 80 ára afmæli á árinu og hófst afmælisfögnuður þann 10. apríl, á sjálfan afmælisdag Ungmennafélags Njarðvíkur.
Mætingin á aðalfund félagsins, sem var haldinn þann 23. apríl, var mjög góð enda var 80 ára afmæli félagsins fagnað við sama tilefni og því boðið upp á dýrindis veitingar af tilefninu.
Á fundinum var lagt til að nafn UMFN yrði framvegis Ungmennafélagið Njarðvík í stað Ungmennafélags Njarðvíkur. Í daglegu tali er jafnan talað um Njarðvík þegar verið er að fjalla um félagið og nafnabreytingin því í takt við það.
Tólf Íslandsmeistaratitlar og átta Íslandsmeistaratitlar í unglingaflokki var það sem sundlið ÍRB kom með til Reykjanesbæjar að loknu Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug.
Guðmundur Leo Rafnsson og Eva Margrét Falsdóttir fóru fyrir sigursælu liði ÍRB á Íslandsmótinu sem fór fram í Laugardalslaug.
Eva Margrét Falsdóttir vann þrjá titla og Guðmundur Leo fjóra ásamt því að vinna fjóra titla í unglingaflokki en unglingameistarar eru krýndir að loknum undanrásum. Guðmundur Leo, sem er í algjörum sérflokki í baksundssgreinunum, var í miklum ham á mótinu. Hann sló tíu ára gamalt unglingamet í 50 metra baksundi og var aðeins nokkrum hundraðshlutum frá unglingameti Arnar Arnarsonar í 100 metra baksundi. Jafnframt tryggði hann sér þátttöku á Evrópumeistaramóti unglinga í öllum baksundsgreinum. Að loknu Íslandsmóti átti ÍRB alls tólf sundmenn sem náðu lágmörkum til að keppa í hinum ýmsu landsliðsverkefnum á vegum Sundsambands Íslands.
Öll Suðurnesjaliðin í undanúrslitum Subway-deildanna Öll Suðurnesjaliðin komust í undanúrslit Subway-deilda karla og kvenna sem hófust í lok aprílmánaðar, það eru sex lið af átta.
VÍKURFRÉTTIR MAÍ 2024: Keflavík Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna 2024
Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti bikarnum.
Það var skiljanlega mikil gleði meðal leikmanna og stuðningsmanna Keflavíkur eftir að kvennaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en Keflavík batt enda á
frábært tímabil ímeð því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.
Úrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur lauk með þremur sigrum Keflvíkinga í þremur leikjum og staðfesta úrslitin að Keflavík er langbesta liðið í körfuknattleik kvenna á Íslandi í dag en auk þess að verða Íslandsmeistarar urðu Keflvíkingar deildar- og bikarmeistarar.
Sveindís Jane bikarmeistari með Wolfsburg
Sveindís og foreldrar hennar með þýska bikarinn.
Sveindís Jane Jónsdóttir varð þýskur bikarmeistari með Wolfsburg þegar liðið lagði nýbakaða þýska meistara Bayern Munich 2-0 í úrslitaleik. Þetta var annar bikartitillinn sem Sveindís vinnur með Wolsburg en liðið hefur náð þeim magnaða árangri að verða bikarmeistari síðustu tíu árin.
VÍKURFRÉTTIR JÚNÍ 2024: Vel heppnað Landsmót UMFÍ
50+ var haldið í Vogum
„Ég er afskaplega stoltur af því að tilheyra þessu samfélagi og íþróttafélaginu okkar, Þrótti,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, að loknu Landsmóti UMFÍ 50+ sem var haldið í Vogum í byrjun júní og tókst mjög vel. Fjölmargir gestir heimsóttu Vogana og eins voru margir sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins, jafnt sjálfboðaliðar sem og starfsmenn Þróttar og Sveitarfélagsins Voga. Þetta var tólfta Landsmótið sem hefur verið haldið en mótið fer fram árlega.
á landsmótinu var m.a. keppt um titilinn pönnukökumeistarinn.
Keflavík úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Val Keflvíkingar gátu borið höfuðið hátt þegar úrvalsdeildarlið Vals sló Keflavík út í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en Valsarar höfðu að lokum betur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Hólmar Örn skellti sér á hestbak á Haraldi Frey þegar keflavík tók forystu í leiknum.
Valur var þriðja úrvalsdeildarliðið sem Keflavík mætti í bikarkeppninni en fyrsti mótherji Keflvíkinga var Víkingur Ólafsvík sem Keflavík vann 2:3 á útivelli.
Í 32-liða úrslitum vann Keflavík sigur á úrvalsdeildarliði Breiðabliks með tveimur mörkum gegn einu og mætti ÍA í sextán liða úrslitum, Keflavík vann þann leik 3:1 og mætti því Val í átta liða úrslitum.
Brynjar Björn fékk reisupassann
Grindvíkingar byrjuðu tímabilið ekki vel í Lengjudeild karla í knattspyrnu í fyrra og eftir sex umferðir sat liðið í næstneðsta sæti með eitt tap og fimm jafntefli. Brynjari Birni Gunnarssyni var sagt upp störfum eftir fjórða jafnteflisleikinn í röð. Haraldur Árni Hróðmarsson var ráðinn í stað Brynjars og stýrði félaginu út leiktíðina.
geir Sveinsson, íþróttastjóri gS, var
Logi Sigurðsson er Íslandsmeistari í holukeppni
Logi Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, varð Íslandsmeistari í holukeppni eftir að hafa unnð Jóhannes Guðmundsson í Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik, 3&2.
Með þessum sigri var Logi handhafi allra þriggja stóru titlana í karlagolfi. Hann er Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni og stigameistari Golfsamband Íslands. Hann var einnig ríkjandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja og Íþróttamaður Reykjanesbæjar.
VÍKURFRÉTTIR JÚLÍ 2024: Fyrsta landsliðsmark Ingibjargar
Ingibjörg fagnar fyrsta markinu. Mynd/ Hafliði breiðfjörð (Fótbolti.net) Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Íslands sem tryggði sér sæti í Evrópumótinu í knattspyrnu með glæsilegum sigri á Þýskalandi í undankeppni EM.
DansKompaní náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu
Frá verðlaunaafhendingu á heimsmeistaramótinu í Prag. Mynd af Facebook-síðu dance World Cup Team DansKompaní náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, sem fram fór í Prag. Team DansKompaní sankaði að sér átta heimsmeistaratitlum, þrennum silfurverðlaunum og einum bronsverðlaunum. Þar að auki vann Team DansKompaní þrjá galatitla og öll gullverðlaunaatriði skólans tóku þátt í galakeppninni en aðeins stigahæstu heimsmeisturunum er boðin þátttaka.
Karen tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi
Íslandsmeistaramæðgurnar, guðfinna Sigurþórsdóttir og karen Sævarsdóttir. Þær eiga saman ellefu titla. Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari í golfi, tók fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi í júlí en mótið fór fram á Hólmsvelli, hennar gamla heimavelli, en hún tók fyrst í golfkylfu í Leirunni þegar hún var fimm ára. Um 150 keppendur voru skráðir til leiks á þessu stærsta móti ársins í íslensku golfi.
VÍKURFRÉTTIR ÁGÚST 2024:
Már var fánaberi Íslands í París
Már Gunnarsson lauk leik
á Ólympíumóti
fatlaðra í París þegar hann keppti til úrslita í baksundi í S11 flokki blindra og sjónskertra. Már sýndi úr hverju hann er gerður og endaði í sjöunda sæti þegar hann kom í mark á nýju Íslandsmeti, 1:10.21 mínútum, og bætti eigið Íslandsmet um fimmtán hundruðustu úr sekúndu.
Þetta var annað Ólympíumót Más og í viðtali við ruv.is eftir keppnina útilokaði hann ekki að reyna við næstu leika.
Elínborg heimsmeistari í pílukasti fatlaðra
Elínborg Björnsdóttir varð heimsmeistari í flokki fatlaðra á Heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fram fór í Edinborg í Skotlandi en hún vann sér inn rétt til þátttöku á mótinu með því að hafna í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór á Spáni í apríl.
„Elínborg var afreksíþróttamaður í áratugi áður en hún lenti í bílslysi sem öllu breytti. Hún var margfaldur Íslandsmeistari í sundi sem ung kona og það eru 21 ár síðan hún hóf að keppa í pílukasti og var tíu ár í landsliðinu og keppti á fjölda móta innanlands og utan,“ sagði Ásmundur Friðriksson um þessa afrekskonu.
Jonathan Glenn látinn fara
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað að endurnýja ekki samning við þjálfara kvennaliðs félagsins, Jonathan Glenn, og ennfremur óskaði stjórnin ekki eftir frekara vinnuframlagi frá þjálfara liðsins það sem eftir lifir keppnistímabilsins.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sem var aðstoðarþjálfari hjá Glenn, tók við liðinu en tókst ekki að bjarga því frá falli úr Bestu deild kvenna.
VÍKURFRÉTTIR SEPTEMBER 2024: Keflavík keppti til úrslita á Laugardalsvelli
kári Sigfússon, Sami kamel og ásgeir Helgi Orrason fagna seinna marki keflavíkur. Keflvíkingar réðu lögum og lofum þegar Keflavík og ÍR mættust í fyrri undanúrslitaleiknum í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu og höfðu þriggja marka forskot fyrir seinni leik liðanna eftir 4:1 sigur. ÍR-ingar voru hins vegar ekki reiðubúnir að leggja árar í bát og jöfnuðu einvígið í seinni leiknum með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Kári Sigfússon og Sami Kamel skoruðu hins vegar sitt markið hvor og tryggðu Keflavík farseðilinn í úrslitaleik gegn Aftureldingu um sæti í Bestu deild karla. Úrslitaleikur Keflavíkur og Aftueldingar fór fram á Laugardalsvelli við frábærar aðstæður. Það voru mikil vonbrigði fyrir Keflvíkinga þegar leiknum lauk með eins marks sigri Mosfellinga sem fyrir vikið leika í efstu deild að ári og skildu Keflvíkinga eftir með sárt ennið.
vonbrigðin leyndu sér ekki á svip keflvíkinga eftir leik.
VÍKURFRÉTTIR OKTÓBER 2024:
Tveir heimsmeistaratitlar og eitt heimsmet
Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir úr
Massa varði heimsmeistaratitil sinn í klassískum kraftlyftingum í Masters-flokki auk þess að verða heimsmeistari í búnaði og setja heimsmet í réttstöðu. Þetta er fjórða árið í röð þar sem Elsa verður bæði heimsog Evrópumeistari. „Ótrúlegt en satt, heimsmeistari á mínu fyrsta móti í búnaði,“ segir Elsa í færslu á Facebook eftir að hún varð heimsmeistari í kraftlyftingum í búnaði – og það í fyrstu tilraun.
Ferð Elsu til Suður-Afríku var sannkölluð frægðarför; tveir heimsmeistaratitlar, eitt heimsmet, tvö gull í hnébeygju, tvö silfur í bekkpressu og tvö gull í réttstöðu. Ekki slæmt hjá konu sem varð sextíu og fjögurra ára í byrjun þessarar viku en Elsa segist yngjast með hverju árinu.
Njarðvík vígði troðfulla IceMar-höllina með sigri
Njarðvíkingar hófu í október nýjan kafla í sögu félagsins á sigri þegar ný og glæsileg körfuknattleikshöll, IceMar-höllin, var formlega tekin í notkun.
Vel yfir 900 áhorfendur mættu á leikinn og sáu Njarðvík vinna Álftanes með níu stigum eftir hörkuleik í Bónusdeild karla í körfuknattleik.
Gylfi Tryggvason með kvennalið Grindavíkur/Njarðvíkur
Knattspyrnudeildir Grindavíkur og Njarðvíkur kynntu Gylfa Tryggvason sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna hjá sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur. Á Facebook-síðum deildanna sagði að bundnar séu miklar væntingar við ráðningu Gylfa fyrir uppgang kvennaknattspyrnunnar á Suðurnesjum.
VÍKURFRÉTTIR NÓVEMBER 2024: Fengu mikið lof fyrir frábært heimsmeistaramót
Þau Gunnlaug Olsen og Ellert Björn Ómarsson fóru fyrir öflugum hópi mótshaldara úr Massa og KRAFT [Kraftlyftingasambandi Íslands] sem stóðu að baki heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem var haldið í Ljónagryfjunni í nóvember.
„Þetta gekk alveg svakalega vel, alveg framar öllum vonum,“ sagði Gulla Olsen sem stóð vaktina ásamt öðru Massafólki á heimsmeistaramótinu. „Við fengum gríðarlega mikið lof úr öllum áttum, frá yfirmönnum og forsetum úr þessum kraftlyftingaheimi. Einn sagðist vera búinn að fara á 68 mót á tíu árum og þetta mót stæði upp úr.“
VÍKURFRÉTTIR DESEMBER 2024:
Sveindís Jane fyrsti Íslendingurinn til að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeild
Evrópu
Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk með liði sínu Wolfsburg frá Þýskalandi í leik í Meistaradeild Evrópu á móti Róma frá Ítalíu. Leikurinn endaði 6-1 fyrir Wolfsburg og tryggði liðið sér annað sætið í sínum riðli og fylgir Lyon frá Frakklandi í átta liða úrslit keppninnar. Það merkilega við þessa frammistöðu Sveindísar, hún byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á á 66. mínútu þegar staðan var 2-1. Hún var komin á blað tveimur mínútum síðar og þrjú mörk fylgdu svo í kjölfarið. Enginn Íslendingur hafði afrekað að skora fjögur mörk í leik í Meistaradeildinni.
Góður árangur á Norðurlandamótinu í sundi
keppendur Írb á Norðurlandamótinu í ár; denas kazulis, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk kolbeinsdóttir og Fannar Snævar Hauksson. Árangur íslenska liðsins á Norðurlandameistaramótinu í ár var virkilega góður og vann liðið til tíu verðlauna, sem er þremur fleiri verðlaun en í fyrra þegar Ísland vann til sjö verðlauna. Í ár vann Ísland til fjögurra silfurverðlauna og sex bronsverðlauna. Flottur árangur og mikið var um fínar bætingar hjá keppendum.
Frábært HM hjá
Guðmundi Leo
Guðmundur Leo Rafnsson, sundkappi úr ÍRB, keppti á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug og átti frábært mót þar sem hann bætti sig í öllum sínum keppnisgreinum; 100 metra og 200 metra baksundi, hann var í öllum fjórum boðssundsveitum Íslands sem settu þrjú Íslandsmet á mótinu; 4 x 50 metra skriðsundi blandað, 4 x 100 metra fjórsundi blandað og í 4 x 100 metra fjórsundi karla. Í 100 metra baksundinu bætti hann 25 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar allverulega, eða um rúmlega hálfa sekúndu. Einnig bætti hann sitt eigið unglingamet í 50 metra baksundi á fyrsta spretti í blönduðu 4 x 50 metra boðsundi. Sá tími fæst þó því miður ekki samþykktur þar sem um blönduð kyn var að ræða en öll einstaklingsmet í blönduðum boðsundum fást ekki samþykkt til að gæta jafnræðis.
Eva Margrét tvöfaldur danskur meistari
Eva Margrét Falsdóttir, sundkona úr ÍRB, bar sigur úr býtum í 400 metra fjórsundi á danska meistarmótinu í 25 metra laug en Eva Margrét synti á afar góðum tíma og var sekúndu á undan næstu manneskju. Þetta var hennar annar besti tími frá upphafi, aðeins 3/10 frá hennar besta tíma sem hún synti á Norðurlandamótinu í byrjun desember. Eva Margrét varð jafnframt unglingameistari í greininni eftir undanrásirnar.
„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“
Drummerinn Jóhann D Bianco hefur tekið örugga forystu í tippleik Víkurfrétta, er með 34 leiki rétta, sú næsta með 24 og munurinn á bara eftir að aukast þar sem Joey er ennþá á stalli. Hann vann Pool-arann Jón Newman í síðustu umferð næsta örugglega, 9-7 og til að reyna lækka í trommusettinu var farin ótroðin slóð í Reykjanesbæ, handboltakempan Einar Skaftason er næstur í röð áskorenda. Einar fetaði ekki hina hefðbundnu slóð á sínum íþróttaferli.
„Ég var mest í handbolta þegar upp í meistaraflokk var komið en því skal samt haldið til haga að ég átti farsælan feril með Höfnum í fjórðu deildinni í fótboltanum.
Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og einhvern veginn þróuðust málin þannig að ég sneri mér meira í átt að handbolta sem á þeim tíma var nokkuð öflugur hér á Suðurnesjum, um tíma voru þrjú lið hér í gangi, Keflavík, Njarðvík og Sandgerði. Við háðum blóðuga baráttu í neðri deildunum og eitt árið spiluðum við Keflvíkingar til úrslita um að komast upp í efstu deild. Þegar karfan náði svo að skjóta rótum í Keflavík þá fjaraði undan handboltanum nokkuð fljótt og hann lognaðist út af. Ef maður getur ekki unnið, þá verður maður bara að sameinast svo áður en varði var ég kominn á kaf í stjórnarstörf fyrir körfuknattleiksdeild Keflavíkur og var m.a. í stjórn þegar karlaliðið varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð, 2003-2005. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á enska boltanum og hef verið nokkuð duglegur við að tippa. Byrjaði á að halda með Arsenal og bað mömmu um að kaupa búninginn í sportbúðinni hér í Keflavík hjá Frikka Ragnars. Frikki er Man Utd-maður og ég hef hann grunaðan um að hafa vilja sporna við stuðningi við Arsenal og hafi logið að mömmu að Arsenal-búningurinn væri uppseldur en hann ætti West Ham-búning. Þar með var ég kominn í það lið og hef haldið tryggð við það allar götur síðan. Við getum státað okkur af Evróputitli, það er meira en Arsenal-menn geta sagt undanfarin þrjátíu árin eða svo.
Mér líst vel á að mæta Drummernum, hann hefur flogið hátt að undanförnu í þessum tippleik og er auðvitað líklegur en það kemur alltaf að því á endanum að stór-
veldin falla. Ég held að komið sé að lokastöð hjá Drummernum og vil ég nýta tækifærið og þakka honum fyrir góða framgöngu í leiknum til þessa, hann hlýtur að koma til greina sem einn af fjórum efstu þegar kemur að lokabaráttunni og ég ætla mér að vera þar líka,“ sagði handboltakempan.
Mun Harpix-ið trufla?
„Heyrðu, já þetta hefur bara gengið alveg skítsæmilega hingað til takk. Þetta stóð reyndar ansi tæpt í síðustu viku gegn Sir Newman þar sem mig vantaði þrjú mörk í þremur lykilleikjum og lítið eftir. Þannig að ég þurfti aðeins að biðja til bet-guðanna góðu og þeir svöruðu heldur betur kallinu með þremur mörkum á 93. mín. Maður þarf að halda áfram með fullan fókus gegn Skaftasyni enda peyinn hokinn af reynslu og hefur marga fjöruna sopið. Vonum bara að hann geti slegið inn seðillinn fyrir öllu þessu harpix-i síðan á handboltaárunum. Við hendum svo kannski í eins og eitt hliðarbet okkar á milli með eina grimma President-dollu í boði,” sagði Trommarinn geðþekki sem var að sigra flensuna þessa vikuna að auki.
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Veitustjóri
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn. Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Myndarleg gæs stillir sér upp fyrir myndatöku við tjarnirnar á Fitjum. álftir og gæsir í baksýn þiggja matarbita frá fólki. Mynd úr safni víkurfrétta frá árinu 2009.
Bæjarráð Reykjanesbæjar getur ekki orðið við erindi um styrk til fóðrunar vatnafugla á Fitjum í Njarðvík. Hópur fólks um björgun dýra í neyð sendi bæjaryfirvöldum beiðni um fjárhagslegan stuðning í verkefni tengt dýravelferð. Fuglarnir á Fitjum þurfa um sex tonn af fóðri yfir veturinn, sem kostar rúma eina milljón króna.
Hópurinn sem fóðrar vatnafugla á Fitjum var stofnaður í desember árið 2022 þegar jarðbönn voru og óvenju kalt í veðri. Hópurinn starfar undir heitinu BJÖRGUM DÝRUM Í NEYÐ á Facebook. Í umsókn til Reykjanesbæjar um styrk segir m.a.: „Við höfum
gefið fuglunum á Fitjum daglega síðan þá yfir veturinn. Við gefum næringaríkt kornfóður og andarungaköggla. Það er brýnt að rétta fuglunum hjálparhönd yfir harðasta vetrartímann en við metum það svo að þörfin fyrir Fitjar sé um 30-40 kg af fóðri á dag yfir kaldasta tímann þegar jarðbönn eru. Þetta gerir um 6000 kg af korni yfir veturinn þ.e. frá miðjum desember og fram í apríl. Kornfóður er dýrt og kostar á bilinu 160 – 180 krónur pr. kíló. Við sjálfboðaliðar leggjum talsvert fé úr eigin vasa í fóðurkaup. Allur stuðningur er því vel þeginn. Jafnframt væri æskilegt að setja upp skilti við Fitjar með leiðbeiningum til fólks varðandi hvað er
best að gefa andfuglunum. Við höfum því miður séð að sumir tæma ruslaföturnar sínar við tjarnirnar, losa sig við lambalæri, fisk, eggjaskurn og alls kyns drasl sem getur skaðað fuglana og stytt líf þeirra. Það er mun betra í alla staði að fóðrun sé skipulögð og framkvæmd reglulega af fólki sem hefur þekkingu og reynslu af slíku.“
Í umsókninni segir að hópurinn njóti samstarfs við fugla- og vistfræðina hérlendis sem erlendis er kemur að vali á fóðri. Er óskað eftir myndarlegu framlagi og sagt að það þarf ekki að tíunda það hve mikils virði það er fyrir bæjarbúa og ferðamenn að njóta nálægðar við villta fugla innan bæjarmarka.
Nýtt ár gengið í garð. 2025. Nýtt upphaf að mörgu leyti. 365 óskrifaðar blaðsíður. Svo sem engin sérstök áramótaheit þetta árið, önnur en heilbrigð skynsemi.
Sofna fyrr, vakna fyrr. Hreyfing þrisvar í viku. Sama á við um útiveru. Endurnýta og spara. Feng shui-a heimilið, út með alla óþarfa hluti. Minnka skyndibita og skjátíma. Og sykur og gos. Oftar í sund. Læra eitthvað nýtt og uppbyggilegt. Kannski uppgötva nýja hæfileika. Lesa meira. Lifa í núinu, jafnvel hugleiða. Huga að umhverfinu, minnka mengun. Eyða minna. Stíga út fyrir þægindarammann. Ferðast og kanna nýjar slóðir. Kynnast nýju fólki. Ég meina… bara kommon sense. Betra skipulag og aukin vatnsdrykkja. Vikumatseðlar og framandi uppskriftir, ekki bara hakk og
Má þá ekki nota fuglaskoðunarhúsin á Fitjum til að sjá fuglana svelta?
spaghettí. Koma heimilisþrifum í rútínu. Mæta í ræktina, ekki nóg að borga bara mánaðargjöldin. Ganga stiga í stað þess að taka lyftuna. Samvera og gæðastundir í fyrirrúmi. Heimsækja ömmu og afa. Regluleg deit með maka. Jákvæðni og gleði. Þakklæti. Hreinskilni. Hrós. Muna að setja mörk. Elta draumana. Slökun.
Með því að fylgja þessa einfalda plani verða áramótaheit að öllu óþörf. Gleðilegt nýtt ár! ÍRISAR VALSDÓTTUR
Reykjanesbær niðurgreiðir íþrótta- og tómstundastarf
Kynntu þér málið á reykjanesbaer.is