Víkurfréttir 13. tbl. 46. árg.

Page 1


Páskablað

Víkurfrétta

kemur út í næstu viku.

Verið tímanlega með auglýsingar.

Hafið samband við auglýsingadeild á póstfangið andrea@vf.is

Kvikugangur setti eldgosið í aukahlutverk

Stór og mikill kvikugangur myndaðist í kvikuhlaupi sem hófst með ákafri jarðskjálftahrinu kl. 6.30 á þriðjudagsmorgun á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgos hófst svo rúmum þremur klukkustundum síðar eða kl. 9:44 norðan varna-

garðarins við Grindavík. Gossprungan opnaðist í gegnum varnargarðinn og rann hraun því bæði innan og utan varnargarða í nokkrar klukkustundir. Skjálftavirkni hélt áfram í allan gærdag og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Skjálftavirknin tengist

kvikuganginum sem hefur verið að myndast og hefur í raun sett þetta áttunda eldgos á Sundhnúkagígaröðinni og það ellefta á Reykjanesskaganum á fjórum árum í aukahlutverk.

Síðdegis á þriðjudag urðu stórir jarðskjálftar við Reykjanestá. Sá

öflugasti mældist 4,3 af stærð og varð rétt fyrir kl. 17. Þá hefur skjálftavirknin verið að færast norðar og verið mikil á þeim slóðum þar sem eldgosið var hvað öflugast í ágúst á síðasta ári. Var

VF/Jón Steinar Sæmundsson
Frá upphafi eldgossins við Grindavík að morgni 1. apríl. Hér er sprungan að opnast í gegnum varnargarðinn. VF/Jón Steinar Sæmundsson
MiðVikudaGur 2. apríl 2025 // 13. tbl. // 46. árG

Fordæmir vinnubrögð ráðuneytis vegna Keilis

Bæjarráð Reykjanesbæjar fordæmir vinnubrögð mennta- og barnamálaráðuneytis (MRN) fyrir að liggja með erindi í tuttugu vikur um endurnýjun á umsókn frá Keili um að verða viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi, enda sé það ekki í samræmi við góða stjórnsýslu.

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að fjarnámshlaðborðið og opna stúdentsbrautin verði sem fyrst viðurkennd enda hefur verið unnið í samráði við ráðuneytið að endur skilgreina Keili og vinna að fjár hagslegum stöðugleika, og kemur það því verulega á óvart að MRN viðurkenni ekki Keili sem einka skóla á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Reykjanesbæjar frá því í síðustu viku. Berglind Kristinsdóttir, fram kvæmdastjóri Keilis, var gestur fundarins.

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs óskaði eftir endur nýjun á umsókn um að verða viður kenndur einkaskóli á framhalds skólastigi til menntamálaráðu neytis 12. nóvember 2024 og bíður enn endanlegra svara. Þann 16. desember barst svar frá menntaog barnamálaráðuneyti þess efnis að umsókn Keilis sé synjað vegna rekstrarvanda Keilis síðustu ára og

fjárhagsstaða Keilis sé slík að Keilir uppfylli ekki skilyrði sem lýtur að

hefur ekki borist svar við endurmat á umsókn. Sjö vikur eru síðan óskað var eftir endurmati í ljósi breyttrar rekstrarstöðu og tæpar tuttugu vikur síðan upphafleg umsókn var send til MRN.

Samstarfssamningur varðandi háskólabrú var gerður við Háskóla

ráðuneytis. Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þeim samningi og telur farsælt að vera í samstarfi við HÍ um þetta metnaðarfulla nám.

Bæjarráð Reykjanesbæjar skorar á ráðherra mennta- og barnamála og þingmenn Suðurkjördæmis að beita sér fyrir því að framtíð náms

í veikindaleyfi

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, verður í veikindaleyfi til 1. júní næstkomandi.

Bæjarráð hefur móttekið tilkynningu um veikindaleyfi

Kjartans þar sem fram kemur að samkvæmt læknisvottorði, dags. 13. mars 2025, verði hann óvinnufær með öllu til 1. júní nk. Bæjarráð samþykkti með öllum atkvæðum að Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra sinni starfi bæjarstjóra í samræmi við bæjarmálasamþykkt.

Skipulagsferli við Gauksstaði í Garði þarfnast endurskoðunar frá grunni

Verkfræðistofan Verkís gerir alvarlegar athugasemdir við skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar ferðaþjónustu við Gauksstaði í Garði. Í nýlegu minnisblaði til Suðurnesjabæjar kemur fram að ekki sé hægt að halda áfram með deiliskipulagsferlið á núverandi forsendum. Mælt er með að ferlið verði endurskoðað frá grunni.

svæðinu. 3. Gönguleiðir Gönguleiðir verði frá bílastæði að gistihúsum. Grófar leiðir eru sýndar á uppdrætti en almennt er stígagerð gerð frjáls. Tryggt verður að fyrirhuguð uppbygging skerði ekki á nokkurn hátt gönguleið meðfram ströndinni fyrir almenning.

4. Núverandi byggingar Ekkert íbúðarhús er á jörðinni.

Gistirými fyrir fimmtíu

manns í fimmtán húsum

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. október 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu á jörð Gauks staða fyrir ferðaþjónustu. Í tillögunni felst að fyrirhugað er að útbúa gistirými fyrir allt að 50 manns í 15 ferðaþjónustuhúsum auk þjónustubyggingar. Gert er ráð fyrir að aðalinnkoma sé frá Gauksstaðavegi og að öryggisleið verði tryggð um sjóvarnargarð á suðurhlið svæðisins.

5. Nýjar byggingarheimildir Gert er ráð fyrir 16 samskonar útlítandi mannvirkjum sitthvoru megin við þjónustubyggingu, 15 til útleigu ferðaþjónustu og 1 sem mun vera sorpgeymsla. Gólfkóti allra bygginga verði 5,0 m yfir sjávarmáli. Þjónustubygging verður að hámarki 300 m². Samanlögð stærð ferðaþjónustuhúsa sé 700 m²

Hámarksbyggingarmagn á reitnum skv. samþykktu aðalskipulagi er 800 m² en tillagan gerir ráð fyrir aukningu byggingamagns allt að 1.050 m² í samræmi við aðslskipulagsbreytingu sem auglýst er samhliða deiliskipulagstillögu þessari.

6. Rotþrær og frárennslu

Gert er ráð fyrir að fráveita tengist inn á fráveitukerfi Sveitarfélagsins.

7. Sorphirða

Gert er ráð fyrir að sorphirða verði á vegum rekstraraðila. Sorp skal flokkað skv. reglum sveitarfélagsins og geymt í aflokuðu, loftræstu rými.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti í október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi, og stóð kynningartími yfir frá 12. nóvember til ársloka. Alls bárust 40 umsagnir, þar af 35 frá almenningi, en ein athugasemdin byggði á undirskriftum 243 íbúa. Verkís bendir á að samantekt framkvæmdaaðila á athugasemdum sé ófullnægjandi, þar sem ekki hafi verið tekið á öllum atriðum og orðalag athugasemda hafi jafnvel verið umorðað á ónákvæman hátt. Í minnisblaði Verkís er sérstaklega gagnrýnt að svör framkvæmdaaðila við athugasemdum skorti skýran rökstuðning og að ekki komi fram hvort og hvernig tekið hafi verið mið af ábendingum. Þá sé óljóst hvort breytingar verði gerðar á skipulaginu vegna athugasemda sem bárust.

umferð, sjóvarnir og fráveita óútfærð

Verkís bendir á að mikilvægir þættir deiliskipulagsins séu ófullnægjandi eða vanræktir. Þar ber hæst umferðarmál, þar sem ekki hefur verið lagt mat á áhrif aukinnar umferðar eða mótvægisaðgerðir. Skipulagið gerir ráð fyrir 48 bílastæðum og yfir þúsund fermetra byggingarmagni, án þess að vegtengingar eða truflun á nærsamfélagið hafi verið greind með fullnægjandi hætti.

Þá er bent á að hætta vegna sjávarflóða og loftslagsbreytinga hafi ekki verið nægilega metin. Byggð er fyrirhuguð á svæði sem skortir sjóvarnir, og fyrirhugað hæðarstig nýrrar byggðar (yfir 5 metrar) gæti haft umtalsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni nærliggjandi íbúa.

Aðrir þættir sem Verkís telur að þurfi að skoða betur eru m.a. fráveitumál, þar sem óljóst er hvort rotþró eða tenging við fráveitukerfi Suðurnesjabæjar verði nýtt, sem og aðgengi að strönd og sjóvarnargörðum. Þá er einnig bent á að svæðið sé á náttúruminjaskrá, án þess að það hafi verið tekið fyrir í skipulaginu.

Mæla með nýrri tillögu og víðtæku samráði

Niðurstaða Verkís er skýr, nauðsynlegt er að endurskoða tillöguna í heild og hefja nýtt skipulagsferli sem uppfyllir ákvæði skipulagsreglugerða og tryggir virkt samráð við íbúa. Bent er á að án svörunar við lykilatriðum um öryggi, umferðarálag, ásýnd og náttúruvernd sé ekki hægt að byggja á núverandi tillögu.

Minnisblaðið markar ákveðin vatnaskil í skipulagsferlinu og undirstrikar mikilvægi faglegra vinnubragða og trausts í samráði við íbúa.

Vordagar í Reykjanesbæ

Nett grín leiddi

til handtöku

Fljótlega eftir að tilkynnt var um áttunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni þriðjudagsmorguninn 1. apríl, bárust fréttir af því að björgunarsveitarmanni hafi verið ógnað af byssumanni og þurfti björgunarsveitarmaðurinn að leita sér áfallahjálpar hjá Rauða krossi Íslands.

Sérsveitin var kölluð til og enduðu málin þannig að sá grunaði, 70 ára gamall hjartasjúklingur, var snúinn niður, handjárnaður og þar með handtekinn.

Sá sjötugi er þekktur maður í grindvísku samfélagi, smábátaútgerðarkóngurinn Hermann Ólafsson, kenndur við Stakkavík. Hemmi er annálaður grínisti og er með aðra sögu en sú mynd sem teiknuð var upp og slegið upp á forsíðu fjölmiðlanna.

„Ég var að keyra á bílnum mínum úti á Stað, var að fara í Stakkavík til að sækja tvo lyftara. Það mættu mér tveir bílar frá björgunarsveitunum og einn af þeim spurði hvort hann mætti taka mynd af mér. Ég tók vel í það og spurði hann meira í gríni, hvort hann vildi ekki að Staðarbóndinn myndi halda á byssunni sinni. Byssan sem að sjálfsögðu var óhlaðin, nota ég til að skjóta ref, mink og annan varg til að verja æðarbúið mitt. Ljósmyndarinn tók af mér myndir með byssuna út um gluggann á bílnum, beint upp í loft, engin uppákoma og þessir ágætu björgunarsveitarmenn fylgdu mér síðan inn í Grindavík og út í Stakkavík þar sem ég sótti lyftarana ásamt starfsmönnum mínum. Það er því alger fjarstæða að ég hafi verið með einhverjum hætti verið að ógna þeim, alger fjarstæða. Heldur virkilega einhver að þessir björgunarsveitarmenn hefðu farið með mér í Stakkavík ef ég hefði verið með svona ógnandi tilburði, trúir því virkilega einhver? Þegar við vorum að verða komin aftur út að Stað, mættu mér tveir hettuklæddir sérsveitarlögreglumenn. Það er vægt til orða tekið að ég hafi orðið hissa, ég trúði ekki mínum eigin augum og eyrum og sama hvernig ég reyndi að skýra út hvað hefði þarna farið fram, var

inn í bílinn til þeirra. Þá misstu þeir þolinmæðina, snéru mig niður eins og óprúttinn glæpamann, handjárnuðu mig og færðu mig til yfirheyrslu. Ég kallaði að sjálfsögðu lögfræðing minn til og mun ekki slaka á fyrr en búið verður að leiða þetta mál til lykta. Ég get rétt ímyndað mér hvað almenningur á Íslandi heldur, að við Grindvíkingar séum gengnir af göflunum. Mitt mannorð er hér líka að veði, að ég sé grunaður um að hafa ógnað öryggi björgunarsveitarmanns með skotvopn í hendi. Og til að bæta gráu ofan á svart fyrir blessaðan manninn og annan til m.v. fréttir, að þeir hafi þurft að leita sér áfallahjálpar hjá Rauða krossinum.

Eftir stend ég, grunaður um að hafa ógnað þeim með byssu! Mér skilst að það hafi ekki verið ljósmyndarinn sjálfur sem kvartaði yfir mér eða hvað þá að hann leitaði sér áfallahjálpar, einhver annar björgunarsveitarmaður lenti í áfallinu. Ég skora hér með á ljósmyndarann að birta myndirnar sem voru teknar, þær sýna svart á hvítu hvort ég hafi verið með ógnandi tilburði eða ekki. Ég mun sækja minn rétt í þessu máli. Það er fyrir neðan allar hellur að björgunarsveitarfólk og með fullri virðingu fyrir þeim því ég þekki margt frábært björgunarsveitarfólk, að einhver sem líklega dreymdi um að klæðast lögreglubúningi, geti dottið inn í þvílíkan og slíkan dramaleik, að öryggi hans hafi verið ógnað, og þetta sé étið upp af fjölmiðlum, og ég stend eftir með laskað mannorð. Nei, ég læt ekki bjóða mér þetta

við Grindavík. Samkvæmt yfirlýsingu félagsins sinntu 15 félagar úr björgunarsveitinni

Þorbirni í Grindavík rýmingarverkefnum og aðstoðuðu íbúa við að yfirgefa bæinn . Einn íbúi bað um aðstoð og var í kjölfarið bent á að skynsamlegt væri að fara. Þegar björgunarsveitarmaður stóð við bíl við-

gefa svæðið og tilkynna málið til aðgerðarstjórnar. Landsbjörg undirstrikar að þetta sé algjörlega óásættanlegt og að sjálfboðaliðar eigi ekki að mæta slíku viðmóti. Félagið hvetur til virðingar og samstöðu við viðbragðsaðila á þessum erfiðu tímum.

160 tonna grunnur undir dælustöð hífður niður við Grindavíkurhöfn

Árið 2019 var gert skipulag varð andi fráveitumál Grindvíkinga og er um tíu áfanga verkáætlun að ræða. Verkið hófst á tilsettum tíma og því átti að ljúka árið 2028 til 2030 en vegna ham faranna í Grindavík hefur ekki alveg tekist að halda tímaáætlun og því er viðbúið að verklokum seinki eitthvað. Á dögunum var grunnur að nýrri dælustöð hífður niður við hafnarvigtina sem er við Grindavíkurhöfnina. Það þurfti stærstu og öflugustu krana sem til eru á Íslandi til verksins enda vegur grunnurinn heil 160 tonn.

Sigurður Rúnar Karlsson er um sjónarmaður fasteigna Grinda víkurbæjar og er yfir þessu verki fyrir hönd bæjarins.

„Það var gömul dælustöð þarna fyrir en hún var orðin allt of lítil, það eru meiri umsvif á hafnar svæðinu í dag og kominn tími til að endurnýja hana og hafa hana stærri. Þá getum við líka leitt skólpið austan Víkurbrautar í þessa nýju stöð og þaðan fer skólpið síðan út fyrir sjóvarnargarða og út í sjó. Við settum upp aðra dælustöð við Bakkalág árið 2021 en allar þessar stöðvar tengjast saman. Þegar þessi verkáætlun var búin til árið 2019 var henni skipt upp í tíu áfanga og sumir þeirra voru tví skiptir, þetta er t.d. áfangi 3b. Við áætluðum verklok á bilinu 2028 til 2030 og endalokin verða þannig að hreinsistöð rís fyrir allt skólpið, og þaðan verði því dælt lengra á haf út. Vegna hamfaranna höfum við ekki alveg náð að halda tímaáætlun svo það er viðbúið að þessu ljúki ekki á fyrrnefndum tíma. Þessi nýja dælustöð mun líka virka sem flóða vörn, við sáum þörfina á sínum tíma fyrir hamfarirnar og því er enn meiri þörf á þessu úrræði núna eftir að bryggjan seig þessa sentimetra niður. Þessi dæla mun geta dælt 300-400 lítrum á sekúndu sem er alveg slatti og mun hjálpa til þegar flæðir yfir bakkana. Það gekk vel að hífa grunninn niður og svo verður byggt ofan á hann og gætu þær framkvæmdir hafist í vikunni. Ég á von á að þessi nýja dælustöð verði tilbúin í rekstur einhvern tíma í sumar.“ aðrar framkvæmdir

viðgerðir í Grindavík en ef ekki kemur til aukafjárveiting, er ljóst að sjóðurinn mun tæmast í sumar. Sigurður er vongóður um að ákalli Grindavíkurbæjar eftir áframhaldandi stuðningi og samtali við ríkisstjórn, verði svarað á jákvæðan máta.

Ennþá er eitthvað til af þeim pening sem ríkisstjórnin setti í

„Það eru alltaf einhverjar smá framkvæmdir í gangi, það er mikilvægt að þær stoppi ekki alveg. Við erum með pening fram í maí, hugsanlega júní. Við stoppuðum framkvæmdir yfir erfiðasta vetrarkaflann en erum að byrja aftur á

næstu dögum. Það gefur augaleið að það er betra að vinna í svona viðgerðum þegar frost er ekki í jörðu og betri birtuskilyrði. Því miður hófust ekki framkvæmdir í fyrra fyrr en eftir verslunarmannahelgi og nokkrir mánuðir sem runnu í vaskinn. Það þýðir samt ekki að gráta það núna en vonandi lærum við af reynslunni. Næst verður farið í Staðarsundið og svo eru götur hér og þar sem við viljum klára. Það eru mörg lítil svæði sem við viljum taka næst og það ætti ekki að taka mikinn tíma. Mikil reynsla hefur skapast í þeim sprunguviðgerðum sem nú þegar hafa átt sér stað og þá er það venjulega þannig að næstu verk taka minni tíma. Þótt viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið okkur Grindvíkingum alveg að skapi, hef ég fulla trú á að samtal bæjarstjórnar Grindavíkur muni skila árangri. Mér reiknast til að það muni kosta innan við milljarð að laga allar sprungur. Stamphólsgjá og Hópssprungaberu eru umfangsmeiri en aðrar sprungur eru minni og eru auðveldari að laga. Mér finnst þetta ekki vera þeir fjármunir að ekki sé hægt að útvega þá svo framkvæmdir haldi áfram,“ segir Sigurður.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Sigurður rúnar karlsson er umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar.
Frá framkvæmdum við Grindavíkurhöfn. VF/Jón Steinar Sæmundsson

Eggjaðasta úrval landsins!

Breytingar í röðum rekstrarstjóra Samkaupa

Birkir Einar Björnsson, Bóas Bóasson og Kristín Gunnarsdóttir hafa tekið við nýjum stöðum sem rekstrarstjórar hjá Samkaupum. Þau hafa öll hafið störf.

Bóas Bóasson hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra Nettó. Bóas kemur til Samkaupa frá Pizzunni ehf. þar sem hann sinnti stöðu framkvæmdastjóra. Áður starfaði Bóas sem rekstrarstjóri McDonalds bæði í Lundúnum og Noregi um árabil. Hann hefur áralanga reynslu af stefnumótun fyrirtækja, stjórnendaþjálfun, markþjálfun og

Birkir Einar Björnsson hefur starfað hjá Samkaupum í hátt í tvo áratugi bæði sem aðstoðarverslunarstjóri og verslunarstjóri og síðast gæða- og þjónustustjóri Nettó. Birkir hefur lokið diplómanámi í viðskipta- og verslunarstjórnun frá Bifröst og leggur nú stund á BS-nám í viðskiptafræði við sama skóla. Hann hefur tekið við stöðu rekstrarstjóra KjörbúðarKristín Gunnarsdóttir hefur starfað um árabil hjá Samkaupum, fyrst sem mannauðsstjóri Kjör- og Krambúða og síðar sem rekstrarstjóri verslananna og heldur nú áfram sem rekstrarstjóri Krambúðanna og Iceland verslana. Kristín er með BS-gráðu í sálfræði og

SAGA SIGRÚNAR

Bílaviðgerðir

Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði hún meðal annars sem mannauðssérfræðingur hjá mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar.

„Við hjá Samkaupum leggjum mikla áherslu á að fólkið okkar blómstri í starfi og það er alltaf gaman að líta yfir feril reynslubolta eins og Kristínar og Birkis sem hafa verið hjá okkur lengi, vaxið og dafnað í starfi. Nú svo er alltaf fagnaðarefni að fá flott fólk eins og Bóas til liðs við okkur. Fram undan eru spennandi tímar hjá Samkaupum. Við erum með þessar þrjár öflugu verslanakeðjur sem

hafa allar sín sérsvið og veita viðskiptavinum okkar ólíka þjónustu. Þessar skipulagsbreytingar eru liður í að styrkja hvert vörumerki fyrir sig enn frekar til að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og vöruúrval um allt land,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustu hjá Samkaupum. Samkaup reka 65 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.

Mars var frábær aflamánuður

Þar með er þessi fíni aflamánuður, mars, á enda og virðist sem menn séu ansi sáttir með hann. Aflinn var mjög góður, eins og kannski ekki kemur á óvart, og tíðarfarið var einstaklega hagstætt. Reyndar hófst mars með smá brælutíð og síðasti dagur mánaðarins einkenndist einnig af brælu. Þá voru nokkrir stórir togarar í vari skammt frá Keflavík. Hvernig gekk þá í mars og hversu mikill afli kom á land í höfnunum þremur?

Keflavík/Njarðvík Í Keflavík/Njarðvík komu alls 1.032 tonn á land í 144 löndunum. Aflinn kom að mestu leyti frá netabátum og má skipta þeim í tvo meginflokka: Erling KE, sem Saltver gerir út, og bátar á vegum Hólmgríms.

Erling KE var með 430,4 tonn í 18 róðrum. Bátarnir á vegum Hólmgríms voru samanlagt með 530 tonn, þar af Friðrik Sigurðsson ÁR með mest, 253 tonn í 18 róðrum. Friðrik Sigurðsson ÁR hætti veiðum fyrir Hólmgrím þann 26. mars og fór þá til Þorlákshafnar, þar sem hann tekur þátt í netaralli. Skipstjóri hans er Sigurður Harðarson, eigandi Svölu Dís KE, sem hann fór tvo róðra eftir að Friðrik fór í Þorlákshöfn. Þar landaði hann 3,3 tonnum. Bára SH landaði í Njarðvík og var, öfugt við hina bátana, með sæbjúgu, alls 25,8 tonn í níu róðrum.

Alls lönduðu sextán bátar í Keflavík/Njarðvík í mars.

Grindavík Þó landanir hafi verið færri í Grindavík, alls 85, þá var aflinn töluverður, enda margar stórar landanir, meðal annars frá togurum og stórum línubátum. Heildarafli nam 3.288 tonnum frá alls 18 bátum. Sighvatur GK var með 500 tonn í fjórum túrum, mest 146 tonn. Páll Jónsson GK landaði 433 tonnum

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

í þremur róðrum, mest 156 tonn. Hulda Björnsdóttir GK, togari, landaði 440 tonnum í þremur löndunum, mest 163 tonn. Jökull ÞH, netabátur, landaði 410 tonnum í fjórum róðrum, mest 114 tonn. Athyglisvert er að skipstjóri Jökuls er Sigvaldi Hólmgrímsson, sonur Hólmgríms sem áður var nefndur í tengslum við Keflavík/Njarðvík. Allur afli Jökuls var fluttur til vinnslu á Húsavík. Bátar Einhamars ehf voru að mestu leyti með löndun í Grindavík, þó þeir færu einnig til Sandgerðis. Auður Vésteins SU var hæstur með 200 tonn í sautján róðrum, mest 20 tonn. Gísli Súrsson GK var með 136 tonn í ellefu róðrum, mest 19,8 tonn.

Sandgerði Mjög mikið var um að vera í Sandgerði í mars, langflestir bátar og flestar landanir. Alls lönduðu 36 bátar þar í 273 löndunum, með samanlagt 2.930 tonna afla.

Sigurfari GK, dragnótabátur, var hæstur með 307 tonn í 11 róðrum, mest 47 tonn. Ufsaveiðin hjá honum jókst töluvert undir

lok mánaðarins. Pálína Þórunn GK landaði 275 tonnum í fjórum róðrum, mest 72 tonn. Margir línubátar lönduðu í Sandgerði: Kristján HF var hæstur með 292 tonn í 23 róðrum, mest 18 tonn. Óli á Stað GK kom næstur með 264 tonn í 23 róðrum, mest 20,1 tonn. Indriði Kristins BA fylgdi fast á eftir með 245 tonn í sautján róðrum, mest 21,7 tonn. Fjölmargir færabátar lönduðu einnig þar. Fagravík GK var hæstur með 32 tonn í fjórtán róðrum, mest 3,2 tonn. Þórdís GK var með 20 tonn í níu róðrum. Huld SH landaði 18,5 tonnum í sjö róðrum. Hún tvílandaði tvo daga í röð – með 4,1 tonn einn daginn í tveimur róðrum og 5,3 tonn daginn eftir, einnig í tveimur löndunum.

Framundan

Framundan er rólegri tíð, því hrygningarstopp hefst strax 1. apríl. Stoppið er svæðaskipt og nær frá Stokksnesi fyrir austan og alla leið vestur að Skorarvita, skammt frá Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum. Stoppið hefst á mismunandi tímum eftir svæðum, en lýkur öllu saman 17. og 18. apríl.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Bæjarstjórn Grindavíkur býður ríkisstjórn til samtals

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur sent forsætisráðuneytinu form lega umsögn um skýrslu Deloitte um greiningu á stöðu Grinda víkur og sviðsmyndum um hvernig Grindavík og samfélag Grindvíkinga gæti orðið 2035. Þetta kemur fram á vef bæjarins. Umsögnin er ítarleg og byggir á þeirri sýn að Grindavík sé ekki aðeins tæknilegt verkefni heldur lifandi samfélag. Þar kemur skýrt fram að bæjarstjórn vill sjá mark vissa og fjármagnaða endurreisn, en einnig tryggja að samfélags legir þættir, eins og íbúalýðræði og félagsleg seigla, fái vægi í stefnu mótun.

Helstu áherslur í umsögninni:

Halda þarf áfram brýnum fram kvæmdum

Seinkun á sprunguviðgerðum og öðrum brýnum framkvæmdum getur haft alvarleg samfélagsleg og fjárhagsleg áhrif. Bæjarstjórn leggur áherslu á að nýta vorið og sumarið í framkvæmdir.

Vinna þarf að endurreisn með skýrum áætlunum

Bæjarstjórn lýsir stuðningi við þá sviðsmynd þar sem unnið er að endurreisn Grindavíkur með skýrum áætlunum.

Samfélagið í forgrunni Grindavík er samfélag fólks með sterka tengingu við staðinn. Íbúar vilja snúa aftur, sérstaklega ungt fólk, og því þarf að skapa skilyrði fyrir raunverulegri uppbyggingu.

Nýtt úrræði fyrir ungmenni í Reykjanesbæ

Íbúar þurfa rödd í ákvörðunum

Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á þátttökulýðræði í mótun framtíðar. Ekki má taka ákvarðanir um

Félagsleg seigla íbúa er vanmetin auðlind Grindvíkingar hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni, úthald og samstöðu. Þessi félagslegi styrkur er grundvöllur að endurreisn og ætti að fá aukið vægi í opinberri stefnumótun.

Bæjarstjórn gagnrýnir umfjöllun í skýrslunni um rekstrarhæfi sveitarfélagsins. Sá þáttur skýrslunnar ber vott um skort á samráði.

Bæjarstjórn býður ríkisstjórn til Grindavíkur

velkomna til Grindavíkur til að fá kynningu á stöðu mála og ræða næstu skref í sameiginlegri uppbyggingu. Jafnframt er lýst vilja til þess að samkomulag verði gert um nauðsynlegar viðgerðir í bænum, í góðu samstarfi ríkisins og Grindavíkurbæjar.

Ný lágþröskuldarþjónusta fyrir ungmenni í Reykjanesbæ var kynnt á fundi lýðheilsuráðs bæjarins nýverið. Þjónustan er sérstaklega hönnuð til að styðja við ungt fólk, óháð aðstæðum þess, með það að markmiði að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni.

Að verkefninu koma Björgin, Fjörheimar og 88 húsið. Kynningu fyrir lýðheilsuráð sátu Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi og Svala Rún Magnúsdóttir, aðstoðarforstöðumaður Fjörheima og 88 hússins. Fram kom að þjónustan verður ókeypis og opin öllum ungmennum sem þurfa á stuðningi að halda.

Lýðheilsuráð fagnaði verkefninu og lýsti því yfir að um afar þarft framtak væri að ræða. Sérstaklega var bent á að úrræðið væri í takt við ákall ungmennaráðs Reykjanesbæjar, sem hefur ítrekað bent á þörfina fyrir aðgengilegan stuðning við andlega og félagslega heilsu ungs fólks. Hugtakið lágþröskuldarþjónusta vísar til þjónustu sem auðveldar aðgang, þar sem notendur þurfa ekki að uppfylla flókin skilyrði, fara í gegnum langar biðraðir eða mæta miklum formkröfum til að fá stuðning.

ingibjörg og Sif í hreyfisalnum. Glæsilegt

hinum megin við glerið.

Þetta er eins og höll

n Asparlaut er nýr og glæsilegur heilsuleikskóli í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ. „Erum öll í skýjunum,“ segir leikskólastjórarnir Ingibjörg og Sif.

„Það var alveg átak að kveðja fimmtíu ára gamlan leikskóla sem ég hafði unnið á í 36 ár en við erum í skýjunum með þann nýja, Asparlaut sem er bæði fallegur og frábær,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, leikskólastjóri nýjasta leikskóla Reykjanesbæjar en byggingin er um 1200 fermetrar auk stórrar leikskólalóðar og stóðu framkvæmdir yfir í um tvö ár.

Asparlaut leysir leikskólann Garðasel af hólmi en hann var einn elsti leikskóli bæjarins, opnaður í apríl/maí 1974 og fagnaði því hálfrar aldar afmæli í fyrra. Garðasel var gefin af sænskum barnasamtökum Reddabarnet vegna eldgossins í Vestmannaeyjum en í Keflavík spratt upp heilt Eyjahverfi heimila Vestmannaeyinga sem misstu hús sín í gosinu. líður vel á nýjum stað

B. Sif Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri hefur verið í eldlínu flutningsins með Ingibjörgu og öðru starfsfólki heilsuleikskólans Garðasels sem fluttist með börnunum á nýja heilsuleikskólann

Asparlaut í Hlíðarhverfi í Keflavík. „Við erum bara nýflutt en börnin og starfsfólkið una sér mjög vel í nýjum og glæsilegum leikskóla. Okkur líður mjög vel á nýjum stað. Það er allt nýtt, ekki bara byggingin, heldur líka allt annað, innréttingar, húsgögn og leikföng. Við skoðuðum nýja leikskólann Grænuborg í Sandgerði sem er sama teikning og hönnun og náðum að sjá nokkrar breytingar sem við töldum til bóta hjá okkur. Krakkarnir eru alsælir með ný leikföng og geggjað útisvæði enda ekki annað hægt. Þetta er allt svo glæsilegt. Það kom fyrrverandi starfsmaður í heimsókn sem hafði unnið með okkur á gamla leikskólanum og sagði: ‘Þetta er bara eins og höll’ og það er hægt að taka undir það,“ sagði Sif en nún starfaði áður um tíma á leikskólanum Heiðarseli í Keflavík. Þær eru báðar menntaðir

leikskólakennarar og með framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana.

Í byrjun eru rúmlega 90 börn í Asparlaut en á næstunni munu ný og fleiri börn koma í skólann og svo koma fleiri í haust þegar elstu hætta og fara í grunnskóla.

ljúfar Garðaselminningar

Ingibjörg segir minningarnar frá Garðaseli ljúfar og það sé alltaf söknuður að skilja við gamlan vinnustað. Hún mætti til starfa þar nýútskrifaður leikskólakennari í júní 1989 og fagnar því 36 ára starfsafmæli í sumar. Hún segir að Garðasel hafi verið fyrsti leikskólinn á Suðurnesjum sem byrjaði með markvissa hreyfingu hjá börnunum í sal en árið 2012 varð skólinn formlega heilsuleikskóli.

„Við byrjuðum með markvissa og skipulagða hreyfingu hjá börnunum og ég man að við fengum góða aðstoð frá Kjartani Mássyni, íþróttakennara við það sem þróaðist síðan með árunum. Meðal annars var líka stuðst við æfingar frá Dr. Janusi Guðlaugssyni sem kom síðar að heilsueflingu fyrir eldri borgara Reykjanesbæjar fyrir nokkrum árum. Nú störfum við sem heilsuleikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, heilbrigða lífshætti og mataræði sem við fáum frá Skólamat og erum ánægð með. Einkunnarorð skólans okkar eru hreyfing, næring, virðing og skapandi starf,“ segir leikskólastjórinn og bætir við að hluti af þessu hafi verið að vera með rúmgóðan sal til hreyfingar í miðri byggingunni í Asparlaut.

Góð samvinna allra aðila Leikskólinn Garðasel var kominn til ára sinna og þær stöllur segjast hafa verið ánægðar þegar þær fréttu af ákvörðun bæjarfélagsins að starfsemi Garðasels flytti í nýjan skóla. Strax hafi verið tekin ákvörðun um að vera með nýtt nafn á skólanum og deildunum sem eru sex en fjórar hafa verið

teknar í notkun. Næstu tvær fara í notkun þegar börnunum fjölgar. Nýju deildirnar heita Sól, Sunna, Tungl, Máni, Stjarna og Geisli. „Við skelltum okkur í málið og skoðuðum marga leikskóla og vorum í mjög góðu samstarfi með Jóni Stefáni arkitekt. Það var skemmtileg vinna með honum. Þá héldum við líka fundi með hverjum og einum starfsmanni um undirbúninginn og báðum þá um þeirra álit og hugmyndir. Það hefur líka gengið mjög vel. Við sögðum frá í upphafi að við værum að gera þetta öll saman og það hefur gengið eftir. Þá er líka gaman að segja frá því að aðstaða starfsfólks er nú allt önnur og betri,“ segja þær Ingibjörg og Sif og bæta því við að það sem hafi verið lögð áhersla á í byggingu leikskólans hafi verið nokkur atriði eins og hljóðvist, lýsing og loftræsting.

Græni liturinn góður

Græni liturinn er áberandi í Asparlaut og þá hafi viðurinn (fura) sem kom á húsið komið skemmtilega út. Stólarnir eru svo svargráir sem tónar vel við. „Græni liturinn er

Við skelltum okkur í málið og skoðuðum marga leikskóla og vorum í mjög góðu samstarfi með Jóni Stefáni arkitekt. Það var skemmtileg vinna með honum. Þá héldum við líka fundi með hverjum og einum starfsmanni um undirbúninginn og báðum þá um þeirra álit og hugmyndir. Það hefur líka gengið mjög vel.

hverfi. Þá erum við með frábært útileiksvæði sem börnin eru mjög ánægð með.“ Þær Ingibjörg og Sif hlakka til framtíðarinnar í Asparlaut en fram að þessu stendur uppúr frábært samstarf margra aðila sem

setningu skólans. „Samvinnan var svo skemmtileg og árangursrík. Við erum bara búin að vera hér í stuttan tíma, erum þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu spennandi verkefni og þökkum öllum samvinnuna og hlökkum til áfram-

Páll Ketilsson pket@vf.is

Óskum íbúum Reykjanesbæjar

til hamingju

með nýjan og glæsilegan leikskóla - Asparlaut

Beimur

Breytt deiliskipulag fyrir Grænuborg

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins

Voga hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi fyrir íbúðasvæðið Grænuborg í Staðarborg. Breytingin var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 20. mars og samþykkt samhljóða af bæjar stjórn með sjö atkvæðum.

Grænabyggð ehf. óskaði eftir breytingum á lóðum við Staðar borg 1–25 (oddatölur) og 2–12 (sléttar tölur). Í breytingunni felst að lóðum ofan Staðarborgar verði fækkað úr tólf í níu og að innan hvers byggingarreits verði heimilt að byggja sex íbúða fjölbýlishús í stað fjögurra íbúða rað- eða fjöl býlishúsa. Byggingarnar verða áfram á tveimur hæðum.

Á svæðinu við Staðarborg 13–25 verður hins vegar heimilað að byggja tvö fimm íbúða raðhús og tvö sex íbúða raðhús, öll á einni hæð, í stað tveggja hæða húsa eins og áður var gert ráð fyrir. Núm eraröð lóða mun taka breytingum í samræmi við uppfært skipulag.

Þrátt fyrir þessar breytingar helst heildarfjöldi íbúða á svæðinu óbreyttur, eða 76 íbúðir alls. Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga taldi um óverulega breytingu að ræða.

Hefta almennt aðgengi að Hafnahöfn

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur falið Halldóri K. Hermannssyni, sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs, að fylgja því eftir að aðgangi almennings að höfninni í Höfnum verði heft.

Skipulag

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 18 mars 2025 að auglýsa þrjár vinnslutillögur að nýju deiliskipulagi á Ásbrú skv 40 gr skipulagslaga nr 123/2010

Suðurbrautarreitur Ásbrú vinnslutillaga deiliskipulags Af2 fyrir Kadeco leggur fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir

Suðurbrekku, svæði sunnan við Skógarhverfi, austan Virkisbrautar að Flugvallarbraut Byggingar verði 1-3 hæðir og blanda af sérbýli og fjölbýli með um 200 íbúðum alls af fjölbreyttri gerð Markmiðið er að nýtt deiliskipulag á

Suðurbrekkureit skapi heildstæða og hlýlega byggð einbýlishúsa, raðhúsa og lítilla fjölbýlishúsa Almennar fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is en athugasemdir eða umsagnir berist í skipulagsgátt

Skipulagsstofnunar eigi síðar en 25 apríl 2025 málsnúmer: 428/2025

Suðurbrekkureitur Ásbrú vinnslutillaga deiliskipulags

Af2 fyrir Kadeco leggur fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir

Suðurbrekku, svæði sunnan við Skógarhverfi, austan Virkisbrautar að Flugvallarbraut Byggingar verði 1-3 hæðir og blanda af sérbýli og fjölbýli með um 200 íbúðum alls af fjölbreyttri gerð Markmiðið er að nýtt deiliskipulag á

Suðurbrekkureit skapi heildstæða og hlýlega byggð einbýlishúsa, raðhúsa og lítilla fjölbýlishúsa Almennar fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is en athugasemdir eða umsagnir berist í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eigi síðar en 25 apríl 2025 málsnúmer: 428/2025

Breiðbrautarreitur Ásbrú vinnslutillaga deiliskipulags

Studeo Jæja fyrir Kadeco leggur fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Breiðbrautarreit sem afmarkast af Lindar-, Grænás- og Breiðbraut Nýjar byggingar skapa skjól fyrir ríkjandi áttum, norðan og austanátt, en opnast að sama skapi til móts við suður og vestur Þetta einfalda grunnstef tekur svo á sig ólíkar myndir þar sem það lagar sig að núverandi aðstæðum en með þessu móti tekst að skapa fjölbreytilegt byggðarmynstur með áhugaverðum sjónásum á milli ólíkra staða innan svæðisins Almennar fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is en athugasemdir eða umsagnir berist í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar eigi síðar en 25 apríl 2025 málsnúmer: 429/2025

Aðalskipulagsbreyting Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 4 febrúar 2025 óverulega breytingu á aðalskipulagi skv 2 mgr 36 gr skipulagslaga sem fellst í að íbúðasvæði ÍB28 stækkar til austurs en ÍÞ2 og S45 dregst saman sem því nemur, hámarkshæð húsa sunnan þjóðbrautar er breytt úr 1-4 hæðir í 1-5 hæðir

Skipulagsfulltrúi | Reykjanesbær 3 apríl 2025

Hafnahöfn hefur ekki verið í notkun í áratugi og með nýrri hafnarreglugerð Reykjaneshafnar var hún formlega lögð af sem höfn. Í áhlaupsveðri helgina 1.-2. mars sl. urðu hafnarmannvirkin fyrir miklum skemmdum sem gera hafnarsvæðið hættulegt yfirferðar, eins og greint hefur verið frá í Víkurf-

Farið var yfir tillögur á fundinum um aðgerðir sem hefta almennt aðgengi að hafnarsvæðinu til að tryggja þar öryggi og varna slysum. Meðal annars verður hluti hafnargarðsins fjarlægður og svæðið girt af.

Reykjanesbaer.is

snúa og gerir ekki athugasemd við niðurstöðu umhverfismats vegna fyrirhugaðrar metanólframleiðslu á Reykjanesi. Fyrirhuguð framkvæmd felst í því að framleiða metanól á lóð sem er innan Auðlindagarðsins við Reykjanesvirkjun.

Fyrirhuguð framkvæmd er við hlið fyrirhugaðrar vetnis- og metanframleiðslu á sama svæði. Framkvæmdaaðili er Swiss Green Gas International (SGGI). Erindinu

Stéttar

Helstu neikvæðu áhrifin eru á ásýnd lands og jarðmyndanir en að mestu innan lóðar. Til þess ber að líta að áhrifin eru innan svæðis með skilgreindri landnotkun sem iðnaðarsvæði. Verksvið Reykjanesbæjar er veiting byggingar- og framkvæmdaleyfis. Ef af framkvæmdinni verður þá er mikilvægt að gæta þess að minnka neikvæð áhrif ásýndar og tryggja að fyllstu umhverfiskröfum sé gætt. Margrét Þórarinsdóttir, bæjar-

af United Silicon, sem olli íbúum óþægindum og stendur enn sem minnisvarði um skort á ábyrgð og eftirliti. Margrét bendir á að Swiss Green Gas International, sem stendur að baki verksmiðjunni, sé lítið einkahlutafélag, og að ábyrgð verði að vera skýr og raunveruleg. Þá vanti rannsóknir á áhrifum á sjávarlífríki og ekki má einblína einungis á ásýnd lands. Hún kallar eftir ströngum skilyrðum í samningum og virku eftirliti áður

Hellulagnir

og frárennsli

Afburða handverksmenn, góður tækjakostur, tengsl við iðnaðarmenn úr öllum greinum og áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum. Vogaklettur er fyrsta símtalið þegar skipuleggja á verk. Dren

Hafnahöfn er mikið skemmd og verður aðgengi að henni heft. VF/Hilmar bragi

Gagnrýnir drög að stefnu um starfsmannaíbúðir

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur sent frá sér neikvæða umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem unnin er í samstarfi Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Ráðið telur stefnuna í núverandi mynd of íþyngjandi og varar við neikvæðum áhrifum á atvinnuuppbyggingu í bænum. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 23. janúar sl. kynnti Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi helstu þætti stefnunnar. Þar kom fram að megináhersla væri lögð á varanlegt húsnæði, en minna tillit tekið til svokallaðra verkefnatengdra starfsmannaíbúða

sem ætlaðar eru til tímabundinnar notkunar og fjarlægðar að notkun lokinni.

Í umsögn atvinnu- og hafnarráðs segir að takmarkanir á slíkri tímabundinni aðstöðu geti hamlað mikilvægu atvinnustarfi á komandi árum. „Verði svigrúm til uppsetningar á slíkri aðstöðu takmarkað um of innan sveitarfélagsins getur það hamlað atvinnuuppbyggingu á komandi árum,“ segir í bókun ráðsins.

Ráðið hvetur því til endurskoðunar á drögunum með það að markmiði að tryggja sveigjanleika sem nauðsynlegur sé fyrir þróun atvinnulífsins á svæðinu.

Taktu þátt í fyrirtækjakönnun landshluta

Nú stendur yfir fyrirtækjakönnun landshluta sem gerð er reglulega í samstarfi landshlutasamtaka og hefur Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum umsjón með framkvæmdinni á Suðurnesjum.

Niðurstöðurnar gefa góðar vísbendingar sem nýtast við þróun atvinnu á svæðinu og eru fyrirtæki hvött til þess að taka þátt. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri en líka fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera, einyrkjum og öðrum sem

hafa fólk í vinnu, segir í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélaginu

Heklu á Suðurnesjum.

Slóð á könnunina í QR kóða:

Engin athugasemd við Hljómahallarviðbyggingu

Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Hljómahöll. Fyrirhugað er að stækka Hljómahöllina við Hjallaveg 2. Um er að ræða 152 fermetra stækkun á núverandi 1.

hæðar byggingu og mun viðbyggingin hafa sömu hæð útveggja og núverandi bygging.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur því samþykkir erindið.

Allt að helmingur bílastæða verði nýttur til hleðslu rafbíla

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að landnotkun lóðar við Fitjabraut í Njarðvík miðist við að allt að helmingur bílastæða á umræddum reit verði nýttur til hleðslu rafbíla og að fyrirkomulag verði sem best aðlagað að þeirri notkun.

Um er að ræða lóð mitt á milli ÓB-stöðvarinnar og verslunarhúss þar sem Krónan og BYKO verða til húsa. Í gögnum ráðsins segir að skoðaðar hafa verið mögulegar staðsetningar fyrir hleðslugarð fyrir rafbíla með tilliti til þess deiliskipulags sem nú er í gildi. Bílastæði er á reit „M4 (miðsvæði) norður Fitjar“ og í deiliskipulagi er gert ráð fyrir hleðslustöðvum. Óskað er eftir heimild til þess að semja um/bjóða út rekstur hleðslustöðva á því svæði.

söfnun og eldvirkni í Svartsengi

Ný rannsókn sem birt var á dögunum á sciencedirect.com varpar ljósi á eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar í Svartsengiskerfinu á Reykjanesskaga á árunum 2020–2024. Í rannsókninni, sem byggir á umfangsmiklum gögnum frá GNSS-mælingum, gervihnattamyndum og jarðskjálftamælingum, er fjallað ítarlega um hvernig kvika safnast saman undir Svartsengi og hvernig þessi kvikusöfnun hefur valdið fjölmörgum gangainnskotum og eldgosum undanfarin ár.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hófst kvikusöfnun undir Svartsengi árið 2020 eftir um 800 ára hlé á eldvirkni. Kvikuhólf á 4-5 km dýpi hefur síðan safnað kviku í lotubundnum tímabilum, þar sem þrýstingur í jarðskorpunni jókst þar til hólfið gaf sig og gangainnskot leiddi til aflögunar og oft eldgoss. Frá því í nóvember 2023 hafa átt sér stað níu gangainnskot og sjö eldgos, flest þeirra á Sundhnúksgígaröðinni og í nágrenni Grindavíkur.

Stærsta atvikið átti sér stað 10. nóvember 2023 þegar 15 km langt gangainnskot olli miklum jarðskjálftum og jarðraski í Grindavík. Einnig er minnst á gosið þann 14. janúar 2024, þegar gangainnskot fór undir bæinn og hraun rann yfir hluta hans, með verulegum skemmdum.

Rannsóknin sýnir að kvikan flyst mjög hratt þegar þrýstingur í kvikuhólfinu nær ákveðnum þröskuldi, með kvikuflæði allt að 7000 m³ á sekúndu í stærstu innskotunum. Áhersla er lögð á að kvikuhólfið teygir sig frá Eldvörpum í vestri til Sundhnúks í austri og liggur beint undir Bláa Lóninu og orkuverinu í Svartsengi.

Mælingar sýna einnig að með hverju landristímabili minnkaði kvikuflæðið, sem bendir til þess að

kerfið þurfi sífellt meiri tíma til að ná þrýstingi sem dugar til nýs innskots. Þetta hefur nýst við að þróa spár um hvenær næstu innskot og gos gætu átt sér stað.

Þrjár aðferðir voru notaðar til að spá fyrir um næstu atburði, byggðar á mælingum á rúmmálsbreytingum kvikuhólfsins milli innskota. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með því að fylgjast með rúmmálsaukningu og samdrætti kvikuhólfsins sé hægt að áætla líklegan tíma næsta goss, þó að kerfið sýni sífellt breytilega hegðun.

Í ljósi þess að bæði Grindavík og Svartsengi liggja innan hættusvæðis, hafa verið reistir mikir varnargarðar frá nóvember 2023 til að verjast hraunrennsli. Rannsóknin bendir á að þessi varnargarðar hafi dregið úr tjóni í síðari gosum, en áhætta er áfram til staðar.

Fram kemur að eldvirkni í Svartsengiskerfinu er af öðrum toga en í Fagradalsfjalli, þar sem kvikan þar flyst beint úr dýpri kvikuhólfi, en í Svartsengi safnast kvikan saman í miðlægu kvikuhólfi áður en gangainnskot hefjast.

Rannsóknin sýnir fram á hversu miklu máli skýrar mælingar og samhliða greining gagna skipta þegar kemur að spám og hættumati á virkum svæðum eins og Reykjanesskaga.

Höfundar greinarinnar á sciencedirect.com eru frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Norrænu Eldfjallamiðstöðinni, Náttúrustofu Íslands COMET, School of Earth and Environment (University of Leeds), GNS Science, Lower Hutt (Nýja-Sjálandi), ICEYE Oy, Espoo, (Finnlandi), Geological Survey of Canada, (Vancouver, Kanada) og ISTerre, (Univ. Grenoble Alpes, Frakklandi).

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Grunn- og leikskólar Reykjanesbæjar

Upplýsingar um yfir 30 störf í grunn- og leikskólum má finna á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is

Magni Sær Gunnarsson sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í Stapa í 28. sinn miðvikudaginn 12. mars. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Áður höfðu skólarnir haldið forkeppni og valið tvo fulltrúa hver. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla. Stóra upplestrarkeppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Fram að lokakeppni leggja nemendur og kennarar sérstaka áherslu á vandaðan upplestur og framsögn.

Dómnefndin var ekki öfundsverð af hlutskipti sínu að velja í verðlaunasæti enda lagði Guðbjörg Sveinsdóttir formaður dómnefndar áherslu á það að allir væru í raun og veru sigurvegarar þar sem hver og einn keppandi hefði sigrað í sínum skóla. Að sama skapi hvatti hún keppendur til þess að halda áfram að leggja rækt við þennan þátt móðurmálsins, vandaðan upplestur og framburð. Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar tók í sama streng og lagði áherslu á að hvert og eitt þeirra væri sigurvegari í þeim skilningi að keppendur hefðu tekið miklum framförum frá því þeir hófu þessa vegferð í nóvember. Hann sagði jafnframt að það væri í raun alveg stór merkilegt að á hverju ári skuli heill árgangur í nær öllum, ef ekki öllum, grunnskólum landsins verja stórum hluta vetrarins í að æfa sig í flutningi íslensks máls. Helgi þakkaði Önnu Huldu Einarsdóttur kennsluráðgjafa á skrifstofu menntasviðs og Haraldi Axel Einarssyni grunnskólafulltrúa fyrir að hafa umsjón með Stóru upplestrar-

keppninni og hafa veg og vanda að undirbúningi þessarar glæsilegu hátíðar.

Sigurvegarar keppninnar í ár voru eftirfarandi:

1. sæti: Magni Sær Gunnarsson, Háaleitisskóli.

2. sæti: Kristjana Nótt Guðrúnardóttir, Myllubakkaskóli.

3. sæti: Jan Ólafur W. Halldórsson, Myllubakkaskóli.

Keppendur sem tóku þátt: Árdís Eva Árnadóttir, Heiðarskóli

Bergur Freyr Jónsson, Akurskóli

Allir keppendurnir fengu bók og rós í viðurkenningarskyni en fyrstu þrjú sætin fengu einnig peningaverðlaun frá Íslandsbanka. Ómissandi þáttur þessarar hátíðlegu stundar er tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en flutt voru þrjú tónlistaratriði á hátíðinni. Í upphafi léku þeir Davíð Þór Garðarsson og Jan Ólafur W. Halldórsson á saxófón When the Saints við undirleik Alberts Sölva Óskarssonar. Eftir hlé lék Vanessa Godlewska Swanlake e. PyotrTchaikovsky á fiðlu en Sigrún Gróa Magnúsdóttir lék undir á píanó. Þegar dómnefnd vék úr salnum fengu gestir að njóta píanóleiks en það voru þeir Sveinn Rúnar Sveinbjörnsson sem lék StefúrCarmen e. George Bizet og Óliver Ágúst C. Magnússon lék Ballede e. Friedrich Burgmuller

Rósa Kristín Jónsdóttir sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári kynnti skáld hátíðarinnar, Hjalta Halldórsson. Jón Ingi Garðarsson einnig sigurvegari frá því í fyrra, kynnti ljóðskáld hátíðarinnar sem voru mörg að þessu sinni. Þá las JakubPiotrMaliszewskinemandi í Heiðarskóla ljóð á móðurmáli sínu, pólsku. Að lokum flutti Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðsávarp og afhenti bókagjafir.

Ástæða er til að þakka öllum upplesurum, tónlistarflytjendum, kennurum og foreldrum fyrir frábæran undirbúning sem skilaði sér í vönduðum og góðum flutningi fyrir fullum sal af áhorfendum, segir í frétt frá Reykjanesbæ.

Elena Lilja Söring Arnarsdóttir, Háaleitisskóli

Eva Sól Lucic, Akurskóli

Jan Ólafur W. Halldórsson, Myllubakkaskóli

Karen Gígja Guðnadóttir, Njarðvíkurskóli

Karen Júlía Traustadóttir, Stapaskóli

Katla Diljá Sigurðardóttir, Stapaskóli

Kristjana Nótt Guðrúnardóttir, Myllubakkaskóli

Magni Sær Gunnarsson, Háaleitisskóli

Sóley Rún Arnarsdóttir, Holtaskóli

Viktoría Sól Sigurðardóttir, Njarðvíkurskóli

Þorbjörg Eiríka Björgvinsdóttir, Heiðarskóli Þórbergur Eriksson, Holtaskóli

Elianna Rós sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Suðurnesjabæ og Vogum

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir Suðurnesjabæ og Voga fór fram með hátíðlegum hætti í Stóru-Vogaskóla þann 20. mars síðastliðinn. Þrír grunnskólar tóku þátt í keppninni í ár: Gerðaskóli, Sandgerðisskóli og Stóru-Vogaskóli.

Elianna Rós Viray úr Gerðaskóla bar sigur úr býtum í keppninni, en í öðru sæti varð Ásþór Fannar Hilmarsson úr Sandgerðisskóla og í því þriðja Jóhann Bragi Freysson, einnig úr Gerðaskóla. Allir kepp endur fengu viðurkenningu, bók og rós fyrir framúrskarandi frammi stöðu og sigurvegarar hlutu einnig peningaverðlaun. Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert 16. nóvember og lýkur með lokakeppni í mars. Markmið keppninnar er að gera upplestur að læsishvetjandi viðfangsefni í 7. bekk og stuðla að betri framburði, sjálfstrausti og framkomu nem enda. Áhersla er lögð á túlkun, líkamsstöðu, raddbeitingu og virðingu fyrir íslensku máli. Nemendur fluttu að þessu sinni brot úr skáldsögunni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson, ljóð úr bókinni Allt fram streymir, auk þess sem keppendur völdu sér ljóð

að eigin vali – og gaman var að sjá að tveir þeirra fluttu eigið ljóð. Hver skóli bauð einnig upp á á veitingum sem 7. bekkingar sáu um í kaffihléi. Mennta- og tómstundasvið Suðurnesjabæjar styrkir og skipuleggur keppnina ár hvert. Dómarar á lokakeppninni stóðu frammi fyrir krefjandi verki enda stóðu allir keppendur sig með prýði, segir í

ingi Þór Einarsson lektor við Háskólann í reykjavík, bára Fanney

Hálfdanardóttir yfirþjálfari Special Olympics körfuknattleiksdeildar Hauka og Jón björn Ólafsson framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra.

Sigurður Friðrik Gunnarsson og petra rut rúnarsdóttir, svæðisfulltrúar íþróttahéraða á Suðurnesjum.

Málþing um íþróttaiðkun barna

með fatlanir á Suðurnesjum

Málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir á Suðurnesjum var haldið mánudaginn 24. mars í Hljómahöll þar sem rúmlega 70 manns mættu til að fræðast um og ræða stöðu íþróttaiðkunar barna með fatlanir á svæðinu.

NÝBURAR Á SUÐURNESJUM

Stúlka fæddist þann 20. febrúar 2025 á ljósmæðravakt HSS.

Þyngd: 3826 grömm

Lengd: 51 sentimetri.

Foreldrar: Ivana Mokranova og Milos Mokran Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Rut Vestmann.

Drengur fæddist þann 17. mars 2025 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 3412 grömm.

Lengd: 51,5 sentimetrar.

Foreldrar: Hafdís Ásta Guðmundsdóttir og Daníel Bergmann Róbertsson Þau eru búsett í Garði.

Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir.

Fríform 25 ára

Bjóðum 25% afslátt af öllum Nettoline innréttingum fram að páskum

Við hönnum draumainnréttingar að þínum þörfum

var samstarfsverkefni Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 562-1500 Friform.is Friform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur

Málþingið
Myndir: Magnús Orri arnarson
Jóhann Jóhannsson, formaður íþróttafélagsins Nes á Suðurnesjum.
Valdimar Smári Gunnarsson frá íþróttasambandi fatlaðra á íslandi.

Kristjana heimsmeistari

Fjör á fjölskyldumóti í pílu

Sextán pör mættu á tvímenningsmót barna og foreldra í pílu síðasta laugardag og var spilað í þremur aldurshópum, 7-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Skemmst er frá því að segja að keppnin var mjög hörð og oft á tíðum var mjög mjótt á munum. Úrslit urðu eftirfarandi: 13-15 ára: 1. sæti Óskar Hrafn og Hörður pabbi hans, 2. sæti

hans, 3.-4. sæti Regína og Sandra mamma hennar, Guðni og Freyr pabbi hans. 10-12 ára: 1. sæti Sæmundur og Hleiðar pabbi hans, 2. sæti Hafþór og Halli pabbi hans, 3.-4. sæti Kolfinnur og Ævar pabbi hans, Gauti og Gunnar pabbi hans.

7-9 ára: 1. sæti Elvar og Sölvi pabbi hans, 2. sæti Adrían Leó og Stefán pabbi hans, 3. sæti Unnur

Kristjana Gunnarsdóttir úr Reykjanesbæ keppti með vinkonu sinni, Camillu Åbergh á alþjóðlegu Hyrox móti og þær gerðu sér lítið fyrir og urðu heimsmeistarar í sínum aldursflokki. Fleiri Suðurnesjakonur náðu góðum árangri á mótinu en Hyrox er nýlegt form á þrekkeppni þar sem keppt er í mörgum greinum í styrk, þreki og þoli. Keppnin var haldin í Bella center í Kaupmannahöfn. „Við settum heimsmet í Hyrox doubles Pro (parakeppni) í flokki 50-59 ára. Við bættum fyrrum heimsmet um 3 mínútur en tíminn okkar var 1.04.26 klst. Við kynntumst á heimsmeistaramótinu í Hyrox í Nice í Frakklandi þar sem að við vorum mótherjar í einstaklingskeppni. Eftir að hafa spjallað saman í haust þá ákváðum við að við myndum skella okkur saman í parakeppni með það að markmiði að slá nýtt heimsmet í okkar flokki. Við höfðum aldrei æft saman en planið okkar gekk mjög vel upp og uppskeran varð nýtt heimsmet. Við höfum báðar langan keppnisferil í allskyns þrekkeppnum og hlaupum í gegnum árin. Þessi árangur færir okkur þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Hyrox 2025 sem haldið verður í Chicago, en við munum þó ekki taka því boði að þessu sinni. Ég hef þó nú þegar öðlast þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í HyroxPro einstaklingsflokki og hef ég þegið það boð. Við erum fjórar frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ sem höfum unnið okkur inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu en auk mín en ég mun keppa í einstaklingskeppni verða þær Ásta Katrín Helgadóttir og Árdís Lára Gísladóttir í parakeppni og svo bættist Jóhanna Júlía Júlíusdóttir við í hópinn núna um helgina eftir glæsilegan árangur í Hyrox womens pro sem færði henni 2. sæti í flokki 25-29 ára.

Að sögn Kristjönu er Hyrox alþjóðleg keppni fyrir almenning og afreksíþróttafólk. Keppnin

inniheldur 8 x 1 km hlaup og fjölbreyttar æfingar (skierg, ýta sleða, draga sleða, burpeeshopp, róður, bóndaganga, framstigsganga með sandpoka og wall ball) sem reyna vel á úthald og styrk keppandans.

„Hyrox er orðið gríðarlega vinsæl keppnisgrein á alþjóðavettvangi

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

og hafa ýmsir þekktir íþróttamenn verið meðal þátttakenda, en þátttakendafjöldi hefur vaxið mjög hratt en talið er að um 550 þúsund þáttakendur taki þátt á þessu keppnistímabili sem lýkur í júní,“ sagði Kristjana.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Guðjón með skot í skeytin

Guðjón Guðmundsson kom, sá og sigraði um helgina í tippleik Víkurfrétta. Hann tók fyrrum liðsfélaga sinn frá Víðisárunum, Björn Vilhelmsson en hann var á stalli í fjórða skiptið, og rúllaði honum upp, 12-9! Einhverjum þúsundköllum rigndi inn á hefti gamla fyrirliðans en hann þarf að halda rétt á spilunum ef hann ætlar sér alla leið í fjögurra manna úrslitin. Hann þarf að halda velli í tvö skipti að minnsta kosti en sá sem er í fjórða sæti er með 26 leiki rétta. Ef Guðjóni tekst ekki að halda velli mun úrslitakeppnin hefjast fyrr en til að geta útkljáð tippleikinn þarf hann að klárast áður en lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram. Keflvíkingurinn Þorsteinn Kristinsson er næsti áskorandi.

Enn einn Manchester united stuðningsmaðurinn mætir til leiks

„Ég get ekki sagt að ég sé „glory hunter,“ ég fékk United-búninginn gefins árið 1989 en þá var gullaldartíð Ferguson ekki byrjuð. Þau voru mögur fyrstu árin hjá karlinum en strax ári eftir að ég byrjaði að halda með þeim, kom FA cup í hús og eftir það var ekki aftur snúið. Hvort það dugi að gefa litlum frænda United-búninginn í dag efast ég um, ég reyndi þessa aðferð við syni mína sem eru sjö og

átta ára gamlir, hún gekk ekki upp og þeir eru gallharðir Liverpoolmenn eins og afi þeirra! Annars er ég fæddur og uppalinn Keflvíkingur, æfði fót- og körfu bolta fyrstu árin en lagði takkas kónum þegar ég var fjórtán ára. Körfuboltaskórnir fóru sömu leið þegar ég var átján ára en svo du staði ég rykið af þeim og hóf far sælan feril með Þrótti í Vogum og get státað af Íslandsmeistaratitli í annarri deildinni. Við fórum upp í fyrstu deild en rakleitt niður aftur árið 2008. Ég vona að Vogabúum beri gæfa til að gera körfuknattleik að varanlegri íþrótt. Ég er ánægður að fá að spreyta mig í tippleiknum, hræðist Guðjón ekki neitt þótt hann hafi fengið tólf rétta. Sólin skín stundum á hunds rass og ég hef enga trú á að hann endurtaki leikinn og ef svo verður, fæ ég bara einum leik fleira,“ sagði Þorsteinn.

Ætlar sér í topp fjóra

Guðjón segist alls ekki vera búinn að klára kampavínið síðan á laug ardaginn, hann ætlar sér lengra í leiknum.

„Að sjálfsögðu var gaman að taka minn gamla félaga úr Víði og rúlla honum upp. Ég er hins vegar eldri tvæ vetur þegar kemur að keppni og veit að það þýðir ekkert að fagna þessum sigri of lengi og er

Félagslyndur bílasali með dellu fyrir veiði og Njarðvík

n Handboltinn fyrsta íþróttin en körfuknattleikur tók svo yfir sviðið hjá Erlingi Hannessyni sem hlaut gullmerki Körfuknattleikssambandsins í vetur

„Ég sá að handboltinn myndi eiga undir högg að sækja, síðan þá hefur körfuknattleikur verið mín aðalíþrótt,“ segir Erlingur Rúnar Hannesson eða Elli Hannesar eins og hann er jafnan kallaður. Hann var sæmdur gullmerki KKÍ á ársþingi sambandsins sem fór fram á dögunum en fyrir utan störf sín fyrir körfuknattleiksíþróttina, þá hefur hann víða komið við og að það sé ekki nóg, heldur er hann bæði félagi í Kiwanisklúbbnum Keili í Keflavík og hefur verið í Lionsklúbbi Njarðvíkur síðan 2009. Stangveiði hefur lengi verið eitt aðaláhuga málið og fara sumrin í að sinna rekstri árinnar Eldvatns í Meðallandi. Það er ekki erfitt að ímynda sér að það séu fleiri klukkustundir í sólarhring Ella en flestra annarra. Atvinnan hefur lengst af snúist um bílasölu og í dag sinnir hann því í Bílakjarnanum sem er með umboð fyrir Heklu en frá árunum 1993-2003 rak hann tjaldsvæði Reykja nesbæjar, sem hann kallaði Gras Hilton, og um svipað leyti stóð hann fyrir karaoke keppni í Stapa á milli fyrirtækja á Suðurnesjum.

Elli ólst upp í Víkingshverfinu en þetta fornfræga félag er þekkt fyrir flest annað en körfuknattleik. Elli prófaði þá íþrótt um tíma hjá Ármanni en annars var handboltinn og knattspyrna hans íþróttir til að byrja með. Eiginkona Ella er Halldóra Halldórsdóttir og eiga þau 3 börn, Jens Arnar, Heiðu Björg og Rúnar Inga, en það var einmitt Halldóra sem átti stóran þátt í því að Elli fluttist suður með sjó.

„Ég er fæddur árið 1962 og flutti suður þegar ég var 22 ára gamall. Ætli megi ekki segja að ástin hafi spilað hlutverk í því en þó er konan mín ekki héðan, hún hafði flutt til Njarðvíkur frá Hafnarfirði einhverjum árum fyrr þar sem bróðir hennar, Ragnar Halldórsson, var með stórt og mikið smíðaverkstæði í Njarðvík. Líklega spilar áhugi Ragnars mágs míns inn í að körfuboltinn varð síðan mín aðalíþrótt en Ragnar er auðvitað faðir Friðriks og Ragnars sem léku lengi með Njarðvík, og Elvar Már er barnabarn hans. Handboltinn var nokkuð stór í Njarðvík og Keflavík þegar ég flutti og ég lék lengi með Njarðvík, ég man t.d. eftir baráttu við Selfyssinga um að komast upp í efstu deild árið 1989, ekki löngu síðar voru þeir hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar eftir baráttu við Kristján Arason og lærisveina hans í FH. Fljótlega var ég kominn í stjórn og svo voru þessi lið, Njarðvík og Keflavík, sameinuð en þegar leið undir lok tíunda áratugarins sáum við að handboltinn myndi eiga undir högg að sækja. Körfuboltinn hafði lengi verið aðal íþróttin í Njarðvík og á þessum árum komu Keflvíkingar sterkir upp svo handboltinn fjaraði hægt og rólega út, það var ekki pláss fyrir þrjár stórar boltaíþróttir á svæðinu. Nálægðin við Kanann skemmdi eflaust ekki fyrir körfuknattleiknum á svæðinu á þessum tíma. Eftir það hefur körfuknattleikur verið mitt helsta sport enda byrjuðu strákarnir mínir að æfa íþróttina og Rúnar Ingi lék upp í meistaraflokk og hefur síðan þá verið að þjálfa, fyrst unglingana, svo meistaraflokk kvenna og er með karlaliðið í dag.“

Stjórnarstörf

Eins og áður sagði var Elli kominn í stjórnarstörf fyrir handknatt leiksdeild UMFN, fyrstu stjórnar störfin voru hins vegar fyrir HSÍ undir lok 9.áratugarins. Hann var í stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur frá árunum 1999 - 2004 og náði að landa bikarmeistaratitli árið 2004. Hann hafði lengi fylgt sonum sínum eftir í körfunni og fór nokkrar ferðir sem fararstjóri á Scania Cup í Svíþjóð, sem er vinsælt alþjóðlegt körfuboltamót fyrir börn og unglinga. Þessar ferðir reyndust farseðilinn í störf fyrir Körfuknattleikssamband Íslands

hef alltaf verið á kantinum þar má segja en í dag er ég varaformaður Ungmennafélags Njarðvíkur, er í raun tengiliður körfuknattleiks inn í aðalstjórnina. Ef ég lít til baka þá eru mín ár í stjórn körfuboltans ótrúlega minnisstæð þar sem við fórum með liðið okkar í Evrópukeppni þar sem andstæðingar í Rússlandi, Úkraínu og Eistlandi biðu okkar, það var alveg æðislegur tími. Í dag er mikill meðbyr í félaginu öllu, nýja íþróttahúsið

mig heljartökum. Rúnar Ingi sem er yngsta barnið mitt, var hluti af mjög öflugum ´89 árgangi en liðið hans var mjög sigursælt. Ég fór í nokkrar ferðir með liðinu og í kjölfarið á því var ég beðinn um að koma í unglingalandsliðsnefnd KKÍ árið 2004 og má segja að ég hafi verið í einhverju hlutverki allar götur síðan þá fram til ársins 2023. Ég var um tíma í stjórn sambandsins og hef komið að flestu má segja, því þótti mér afskaplega vænt um að vera sæmdur gullmerki KKÍ á seinasta ársþingi. Það sem ég tek mest út úr þessum tíma er öll þau frábæru vinatengsl sem hafa myndast, hvort sem það eru landsliðsmenn sem maður fylgdi út á einhver mótin sem fararstjóri, eða bara hinir og þessir aðilar sem hafa starfað í kringum körfuknattleikinn.

var alger bylting má segja, þetta leikshús og mjög vel fer um alla áhorfendur en í leiðinni varð rýmra um aðrar greinar. Í dag erum við með körfuknattleik, knattspyrnu, sund, lyftingar, þríþraut og rafíþróttir. Reksturinn gengur mjög vel, við erum komin með fjármálastjóra og gjaldkera, framkvæmdastjóri hefur verið til fjölda ára og fljótlega bætist íþróttastjóri í flóruna, þessar stöður létta mjög mikið á sjálfboðaliðanum. Það er góður andi innan félagsins og það skemmir ekki fyrir hversu vel körfuboltaliðunum okkar hefur gengið í vetur, vorbúðinn ljúfi, úrslitakeppnin er byrjuð og hef ég bullandi trú á báðum liðum,“ segir Elli.

kiwanis, lions og stangveiði

Það er ekki algengt að fólk gefi sig bæði að störfum fyrir Kiwanis og Lions, svo ekki sé minnst á ef

...Þetta dugði mér ekki, ég hef verið í Lionsklúbbi Njarðvíkur síðan 2007 og grínast félagarnir stundum með að mér hljóti að leiðast svona mikið heima hjá mér...

sjálfboðastarf fyrir körfuknattleikshreyfinguna m.a. er líka tekið inn í myndina. Elli hefur alltaf verið félagslyndur, pabbi hans var í ýmsu sjálfboðastarfi og Ella líður best að hafa nóg fyrir stafni en hans helsta áhugamál síðan hann var gutti, er „Ég byrjaði að mæta á fundi hjá Kiwanisklúbbnum Keili árið 1989 og gekk í klúbbinn 1991, hef verið virkur meðlimur síðan þá, m.a. þrisvar sinnum verið forseti. Þetta dugði mér ekki, ég hef verið í Lionsklúbbi Njarðvíkur síðan 2007 og grínast félagarnir stundum með að mér hljóti að leiðast svona mikið heima hjá mér. Ég er bara alinn upp á þennan máta, pabbi heitinn var mjög virkur í alls kyns sjálfboðastarfi og þetta er bara eitthvað í blóðinu, að taka þátt í félagsstarfi. Konan mín og börn hafa alltaf stutt mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þau eru ansi tengt inn í þetta allt saman með mér því með svona marga bolta á lofti þarf maður aðstoð hér og þar, þetta er bara partur af fjölskyldunni okkar.

Síðan ég var gutti hefur veiði verið aðal áhugamálið, ætli ég hafi ekki verið u.þ.b. sex ára þegar ég fór með pabba að veiða í Eldvatni í Meðallandi, sem er fyrir neðan Kirkjubæjarklaustur. Ég og þrír aðrir höfum verið með þessa á í leigu síðan 2013 og erum að selja veiðileyfi í hana. Þetta er mest sjóbirtingur svo veiðitímabilið er frá 1. apríl til 1. júní, og svo aftur frá 10. ágúst til 20. október. Þetta er svokallað veiða/sleppa, allt veitt á flugu og hefur aldrei verið vandamál að selja veiðileyfin, þau eru öll uppseld í sumar t.d. Um tíma var ofveiði í ánni, menn fengu að veiða með maðk og spún og fiskgengndin datt niður, því tókum við þessa ákvörðun með að

veiðimaðurinn þyrfti að sleppa. Þegar minnst var fór aflinn niður í rúma 100 fiska en í dag erum við fúlir ef það eru ekki 700 fiskar hið minnsta sem bíta á. Þeir sem ekki eru í veiði skilja ekki þetta með að veiða og sleppa en allir veiðimenn elska að fá fisk á stöngina, slást við hann og landa honum svo en sleppa, aðalatriðið er ekki að drepa fiskinn. Fiskurinn stækkar þá að sjálfsögðu ár frá ári og er einfaldlega slegist um að komast í þessa á, hún er ein vinsælasta sjóbirtingsá landsins.“

bílasali alla tíð

Elli hefur helgað sig bílasölustarfi nánast alla sína starfstíð, hann hefur alltaf mætt góðum skilningi vinnuveitenda sinna varðandi sjálfboðastörfin og sumarfríin eru tekin í Eldvatni en hann hefur nýlega lært til leiðsögumanns.

„Ég byrjaði að vinna hjá Brimborg þegar ég var átján ára, var að þrífa bíla á kvöldin og fljótlega var ég kominn á kaf í sölumálin og hef nánast alltaf unnið við það, tók mér nokkurra ára frí og vann í launadeild hjá Íslenskum aðalverktökum og frá árunum 1993-2003 rak ég tjaldsvæði Reykjanesbæjar, kallaði það Gras Hilton. Ég var búinn að læra símsmíði, átti nokkra mánuði eftir á samningi en bílasalan heltók mig. Forstjóri Brimborgar fékk mig á fullum krafti í bílasöluna, þarna var Daihatsu Charade einn vinsælasti bíllinn, kýraugað vakti mikla athygli. Brimborg og Bernhard opnuðu svo útibú í Reykjanesbæ og síðan Bernhard var selt árið 2019, hef ég unnið hjá Sverri í Bílakjarnanum og kann mjög vel mig. Bílasalan hefur alltaf gengið í bylgjum, í dag sel ég meira af notuðum bílum, það hægðist á rafbílavæðingunni í fyrra þegar fríðindin duttu út og vaxtastigið sömuleiðis hátt. Mér sýnist samt að markaðurinn sé að jafna sig og þá fara nýju bílarnir að rjúka út aftur. Ef þú spyrð mig hvar ég sjái mig eftir þrjú ár, ég verð farinn að huga að því að hætta að vinna en mun væntanlega verða á kafi í alls kyns sjálfboðastarfi. Ég lærði til leiðsögumanns í veiði í fyrra og sé fyrir mér að stunda það næstu sumur, ekki amalegt að geta haft atvinnu af aðaláhugamálinu. Ég næ að sinna þessu nokkuð vel í apríl og maí, svo aftur í ágúst og hef náð að nota sumarfríið í þetta. Annars ætla ég bara að halda áfram að hafa gaman af lífinu með fjölskyldunni, styðja Njarðvík í íþróttunum og sinna félagsstörfum,“ sagði Elli að lokum.

bílasalinn innan um flotta bíla í bílakjarnanum.
Elli og fjölskyldan.
Guðbjörg Norðfjörð hjá kkí afhenti Ella gullmerkið.
Góðri sigri fagnað í landsliðsferð.
Elli með vænan sjóbirting úr Eldvatninu.

Vogum ekki verið bættur verulegur kostnaðarauki vegna Grindvíkinga

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins

Voga telur miður að sveitarfélaginu hafi ekki enn verið bættur sá verulegi kostnaðarauki og tekjufall sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna málefna Grindvíkinga. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá 26. mars síðastliðnum.

Þar segir að breytingar á lögum um aðsetursskráningu, sem sett voru á í kjölfar rýmingar Grindavíkur, hafa komið einna verst niður

á Sveitarfélaginu Vogum. Með að setursskráningu íbúa fara útsvar stekjur viðkomandi íbúa til þess sveitarfélags þar sem lögheimili er, í Grindavík. Jafnframt hefur aðsetursskráning áhrif á framlög úr Jöfnunarsjóði.

Fjöldi aðsetursskráðra Grind víkinga í Sveitarfélaginu Vogum á sl. ári var þegar mest lét 200 manns sem er 13,3% af íbúafjölda sveitarfélagsins í byrjun þess árs. Í dag eru tæplega 3% íbúa sveitar

félagsins aðsetursskráðir og með lögheimili í Grindavík.

Sveitarfélagið Vogar kallar eftir viðbrögðum frá ríkisstjórn um hvernig staðið verði að stuðningi við þau sveitarfélög sem mestan þunga hafa borið í stuðningi við Grinavíkinga. Sveitarfélagið Vogar vill geta tekið vel utan um þá Grindvíkinga sem hafa flutt til sveitarfélagsins og eru að vinna úr sínu áfalli, segir í bókuninni.

Eldgos hófst rétt norðan Grindavíkur á tíundatímanum á þriðjudagsmorgun, 1. apríl. Gossprungan opnaðist skammt utan varnargarða en fljótlega hafði hún brotið sér leið í gegnum garðana. Nálægt hádegi opnaðist svo ný gossprunga innan varnargarða og rann hraun úr henni í átt að hrauni sem eyddi þremur húsum í janúar 2024. Eftir hádegi á þriðjudaginn minnkaði gosið hratt og engin gosvirkni var sjáanleg þegar blaðið fór í prentun. Myndina tók ísak atli Finnbogason, ljósmyndari Víkurfrétta. Myndskeið sem hann tók á vettvangi má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.

Fagna samkomulagi

Mundi

Var þetta gos að gabba?

Það þarf fólk eins og þig

Okkur foreldrum barna í Reykjanesbæ var boðið á stórtónleika allra sjö ára flautuleikara í Hljómahöll. Á sviðinu þennan dag stóðu nokkur hundruð börn og spiluðu á blokkflautur og slagverkshljóðfæri og sungu ásamt hljómsveit tónlistarskólans. Það sem greip þó helst athygli mína (svona fyrir utan barnið mitt sem ég súmmaði svoleiðis inn og út á símanum til að ná hverri nótu og hverju orði í söng) var þeirra ástkæri tónlistarkennari, Geirþrúður. Ég hvíslaði að manninum mínum að fyrir 25 árum hefði hún einmitt kennt mér á blokkflautu. Systir mín, sem er sex árum eldri en ég, var ekki lengi að taka undir það. Þarna stóð Geirþrúður og fylgdist með börnunum, rétt eins og hún hafði einmitt gert í svo fjölmörg önnur skipti. Einlæg gleðin yfir þessum litlu snillingum skein úr breiða brosinu hennar svo halda mætti að þetta væru hennar fyrstu tónleikar. Á leiðinni heim af tónleikunum fékk ég tilkynningu í símann. Ákall til allra stuðningsmanna grænu hjarðarinnar. Aggi í sitt þúsundasta skipti að kalla fjölskyldur í bænum til fagnaðar fyrir mikilvægan leik. Hamborgarar, leikir, samvera og gleði. Á milli slíkra hátíða hendir hann svo í nokkur auka körfuboltamót, sleðaferðir með iðkendur á hólinn, aukaæfingar, krakkapartý í Akurskóla eða rútuferðir á leiki í bænum. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að Aggi fái nokkrar auka klukkustundir í sinn sólahring sem við hin fáum ekki. Eljan og dugnaðurinn sem hann leggur í klúbbinn sinn á sér líklegast fáar hliðstæður.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu frá fulltrúum D, O og S-lista um að fela sviðsstjóra skipulagsog umhverfissviðs að láta hefja vinnu við að skipuleggja lóðir fyrir íbúðarhúsnæði fyrir 60 ára og eldri í Suðurnesjabæ.

Jafnframt samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við félög sem vinna að því verkefni að byggja upp og reka slíkar íbúðir, um mögulegt samstarf við Suðurnesjabæ um verkefnið. Tillagan samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með það samkomulag sem staðfest hefur verið milli ríkisins og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Samþykkt var samhljóða á fundi ráðsins í síðustu viku að fela Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við minnisblað frá frá velferðarsviði um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Eftir margra ára misskilning tel ég mig loksins hafa komist að hinu sanna. Heil þrjátíu ár af ranghugmyndum um að aðeins þau sem mestu völdin hafa eða fallegustu hlutina eigi séu verðmætustu menn (og konur) leiksins. Það gæti ekki verið fjarri lagi. Verðmætin felast nefnilega í fólkinu sem hefur gert það að sínum lífstíl að ýta undir ógleymanlegar samverustundir og jákvæð lífsviðhorf, þó svo að það kunni að kosta þau blóð, svita og tár (lesist tíma, orku og peninga). Á mörgum stöðum í samfélaginu má finna slíkt fólk, sem beitir sér af miklum eldmóði og brennur fyrir velferð samfélagsins. Við skulum muna að gefa þeim klapp á bakið því það þarf fólk eins og þau fyrir fólk eins og okkur.

nótt mánudags. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang logaði eldur í vinnuskúr á byggingasvæðinu og mikinn reyk lagði frá brunastað. Slökkvistarfið tók um tvær klukkustundir

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.