Víkurfréttir 15. tbl. 46. árg.

Page 1


Gleðilegt sumar!

Víkurfréttir koma næst út 30. apríl. Stöndum vaktina á vf.is þangað til. Póstfangið er vf@vf.is

Ingibjörg er fæddur fyrirliði

Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrnukona frá Grindavík, er að verða búin að fylla áratug í atvinnumennsku en hún hefur verið lykilleikmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár. Í síðustu leikjum í Þjóðardeildinni tókst hún á hendur nýtt hlutverk, var fyrirliði liðsins í tveimur leikjum gegn Noregi og Sviss. Að vera fyrirliði er samt ekkert nýtt fyrir Ingibjörgu, hún hefur alltaf verið leiðtogi í sér, sama í hvaða liði hún hefur leikið. Ingibjörg er í viðtali við Víkurfréttir í þessari viku.

Áhyggjulaust líf í Kenía og Keflavík

30 ár í friðargæslustörfum

nýverið þrjátíu ára starfsferli hjá Sameinuðu þjóðunum og nýtur nú eftirlaunaáranna. Hann tekur undir það að hann sé flökkukind en á þessum árum hefur hann starfað við misjafnar aðstæður á stríðshrjáðum svæðum á Balkanskaganum og í Afríku. Birgir settist niður með ritstjóra Víkurfrétta í gott spjall en viðtalið er í heild sinni aðgengilegt á vef Víkurfrétta, í Sjónvarpi Víkurfrétta á Youtube og hlaðvarpsveitunni Spotify, bæði í myndspjalli og einnig einungis í hljóði. Við veitum ykkur innsýn í viðtalsefni á síðum 12-13 í Víkurfréttum vikunnar. Myndin hér að ofan er tekin á flugvellinum í Sómalíu þar sem Birgir endaði starfsferilinn hjá SÞ.

hetjudáðarmerki skáta

Matthildi Guðrúnu Hlín, átta ára skáta frá Skátafélaginu Heiða búum í Reykjanesbæ, var við upphaf Skátaþings á dögunum, veitt hetjudáðarmerki fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar það rofnaði kransæð hjá móður hennar.

Þegar það gerðist þá voru þær mæðgur tvær heima. Áður en það var hringt á sjúkrabíl sat Matt hildur við hliðina á móður sinni og var mjög oft að spyrja hana hvort það væri örugglega allt í lagi hjá henni. Með þeim spurningum fékk hún mömmu sína til að átta sig á því að það væri eitthvað alvarlegt að gerast.

Matthildur sá til þess að sjúkra flutningamennirnir komust inn heima hjá þeim. Allan tímann var Matthildur að fylgjast með móður sinni.

Matthildur Guðrún Hlín með hetjudáðarmerkið.
Skátamessa verður í Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta kl. 13:00. Skrúðganga hefst frá skátaheimili Heiðabúa kl. 12:30. Skátarnir Halldóra og Helgi eru messuþjónar og Rafn Hlíðkvist sér um tónlist. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjónar fyrir altari. Myndin er tekin á sumardaginn fyrsta fyrir ári síðan þegar skátar mættu til messu. VF/Hilmar Bragi
Birgir Guðbergsson lauk

„Ábyrgðin liggur

hjá meirihlutanum“

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, lagði fram harðorða bókun á fundi bæjarstjórnar fyrir páska þar sem hún gagnrýnir stöðu fjármála Reykjanesbæjar og vinnubrögð meirihlutans.

Í bókuninni rifjar Margrét upp fyrri gagnrýni Umbótar frá 18. febrúar síðastliðnum, þar sem varað var við skammtímalántöku vegna lausafjárvanda. Hún segir það hafa verið óásættanlegt að bæjarfulltrúar í minnihluta hafi ekki fengið upplýsingar um stöðuna fyrr en beiðnin kom til umræðu í bæjarráði. Þar hafi einnig komið fram að fjárhagsáætlanir bæjarins skorti bæði nákvæmni og áreiðanleika, og að reikningar frá fyrra ári hafi borist til greiðslu eftir áramót.

Margrét bendir á að framkvæmdakostnaður hafi farið fram úr fjárfestingaráætlun og að útgjöld vegna búnaðarkaupa, viðhalds og ljósleiðaravinnu séu umfram áætlanir. Þetta sé merki um skort á samhæfingu og yfirsýn í fjármálastjórn bæjarins.

„Þrátt fyrir þessa skýru gagnrýni

Umbótar í febrúar, blasir við okkur í dag enn alvarlegri staða,“ segir Margrét. Hún vísar í fund bæjarráðs frá 3. apríl þar sem fjármálastjóri lagði fram beiðni um heimild til að taka langtímalán að upphæð

allt að 2,5 milljarðar króna. Hún segir það staðfesta að áætlanagerð bæjarins standist ekki og að fjármálastjórn sé ekki í takt við ábyrg vinnubrögð.

„Við getum ekki samþykkt frekari lántökur í framtíðinni nema raunveruleg og trúverðug endurskoðun fari fram á fjárhagsáætlun bæjarins,“ segir Margrét og krefst þess að sett verði fram skýr og aðgengileg áætlun um sjóðstreymi og að framkvæmdir verði aðeins framkvæmdar ef raunverulegt fjármagn er til staðar.

Umbót kallar jafnframt eftir betri upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa og því að fjármál sveitarfélagsins verði reglulega lögð fram og rædd í bæjarráði og bæjarstjórn.

Margrét leggur áherslu á að ábyrgð á stöðu fjármála Reykjanesbæjar hvíli alfarið á herðum meirihlutans. „Við skuldum bæjarbúum traust, gegnsætt og ábyrgt rekstrarumhverfi og við verðum að standa undir þeirri ábyrgð,“ segir í lok bókunarinnar.

Guðný Birna kjörin ritari Samfylkingarinnar

Guðný Birna, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um síðustu helgi. Guðný Birna er leiðtogi flokksins í bæjarstjórn Reykja nesbæjar og forseti bæjarstjórnar. Þá var Svandís systir hennar kosin í flokkstjórn Samfylkingarinnar til næstu tveggja ára.„Ótrú lega þakklát og hrærð að vera kjörin i flokkstjórn Samfylkingarinnar næstu tvö árin, það eru heldur betur spennandi tímar framundan,“ sagði Guðný Birna í færslu á Facebook eftir kjörið.

Reykjanesbær tekur

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á bæjarstjórnarfundi þann 15. apríl sl. að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 2,5 milljörðum króna með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039. Bæjarstjórn hafði samþykkt á aukafundi 3. apríl að taka einn milljarð sem skammtímalán. Samtals er því lántaka upp á 3,5 milljarða kr.

Er 2,5 ma. lánið tekið til fjármagna skammtímafjármögnun 2025 sem nýtt var og verður í framkvæmdir á árinu s.s. nýbyggingar

Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma,

ELÍN ÓLA EINARSDÓTTIR Ægisvöllum 10, Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 29. apríl klukkan 13.

Kristín Reykdal Sigurðardóttir Þórunn Sigurðardóttir Katrín Sigurðardóttir Grétar Ólason Klemenz Sæmundsson ömmubörn og langömmubörn

íþróttahúss og sundlaugar, tvenn húsnæði fyrir leikskóla og meiriháttar viðgerðir á tveimur skólabyggingum vegna rakaskemmda

sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Skammtímafjármögnunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 3. apríl þar sem óskað var eftir að taka einn milljarð króna að láni hjá Íslandsbanka með lokagjalddaga 31. desember 2025. Það var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar daginn eftir, 4. apríl.

„Ástandið tímabundið“

Lántaka nauðsynleg vegna mikils framkvæmdahraða og launahækkana

Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi 15. apríl, þar sem fjallað var um nýja lántöku bæjarins að upphæð 3,5 milljarðar króna. Um er að ræða 2,5 milljarða króna langtímalán og einn milljarð króna í skammtímafjármögnun.

Í bókuninni segir að meginástæða lántökunnar sé mikill framkvæmdahraði á fyrstu mánuðum ársins. Fjárfestingaráætlun ársins 2025 hafi gert ráð fyrir 1.750 milljónum í fjárfestingar á öllu árinu, en þegar á fyrsta ársfjórðungi hafi verið ráðist í framkvæmdir upp á 1.450 milljónir. Framkvæmdahraðinn muni hins vegar minnka á síðari hluta ársins.

Einnig kemur fram að sveitarfélagið eigi útistandandi kröfur á íslenska ríkið sem hlaupi á hundruðum milljóna, bæði vegna samninga um móttöku flóttafólks og uppbyggingu hjúkrunarheimilis.

Áhyggjur eru einnig af 580 milljóna króna gati í fjárhagsáætlun sem skapast hefur vegna hækkunar á kjarasamningum kennara. Sú hækkun hafi ekki verið fyrir séð í áætlunum, og nú þurfi að leita annarra leiða til að mæta þeim kostnaði.

Meirihlutinn bendir einnig á að 252 einstaklingar séu með aðsetur í Reykjanesbæ en greiði útsvar í öðrum sveitarfélögum, sem feli í sér árlegt tekjutap upp á tæpar 180 milljónir. „Sveitarfélög hafa aðeins þrjá helstu tekjustofna – fasteignaskatta, útsvar og tekjuframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – og slíkt gat hefur áhrif,“ segir í bókuninni.

Þrátt fyrir þessa áskoranir segir meirihlutinn að rekstrarniðurstaða ársins 2024 hafi verið 964 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir, og að skatttekjur hafi verið 1.088 milljónum umfram áætlun. Skuldahlutfall bæjarsjóðs sé 121,98% og undir lögbundnu hámarki sem er 150%.

„Þetta ástand hjá okkur er tímabundið,“ segir í bókuninni og bent er á að dregið sé úr framkvæmdahraða þar sem mörg stór verkefni séu nú þegar lokið eða langt komin.

Unnið sé að úrlausn á útsvarsmálum og öðrum þáttum í samráði við ríkið.

„Reykjanesbær mun standa kröftuglega vakt í fjármálum sveitarfélagsins nú eins og undanfarin ellefu ár,“ segir að lokum í bókuninni, þar sem einnig er vísað til þess að sveitarfélagið hafi áður fjármagnað umfangsmiklar framkvæmdir með eigin fé, sem nú kalli á lántöku til að viðhalda stöðugleika.

Gagnrýna lántökustefnu meirihlutans í bæjarstjórn

„Í dag, 15. apríl, samþykkjum við enn einu sinni lántöku sveitarfélagsins,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir páska. Þar gagnrýna þau harðlega fjármálastjórn meirihlutans, sem samanstendur af Samfylkingunni, Framsókn og Beinni leið.

Í bókuninni rifja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins upp að á fundi bæjarráðs þann 3. apríl hafi verið samþykkt að veita heimild til langtímafjármögnunar að fjárhæð 2,5 milljarðar króna, ásamt skammtímaláni að upphæð einum milljarði til að brúa bilið. Þar hafi svo mikill flýti verið á að boða hafi þurft til aukafundar í bæjarstjórn með rúmlega klukkustundar fyrirvara daginn eftir, á föstudegi.

Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sambærileg lántaka sé samþykkt. Þann 19. nóvember hafi bæjarstjórn áður samþykkt sambærilega tillögu um 2,5 milljarða króna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

„Er von að maður spyrji sig, í hvaða farvegi stjórnun sveitarfélagsins sé undir forystu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar,“ spyrja bæjarfulltrúar og benda á að reglulegur fundur bæjarstjórnar hafi verið haldinn þremur dögum áður og að næsti fundur hafi þegar verið boðaður tíu dögum síðar.

Í bókuninni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta áætlanagerð sveitarfélagsins, einkum í ljósi þess að kostnaðaráætlanir standist ekki og ákveðnum kostnaðarliðum sé jafnvel sleppt í áætlunum.

Þeir vísa einnig til bókunar meirihlutans frá 18. febrúar, þar sem fram kemur að tekjur séu áætlaðar varlega, til að forðast að ofmeta fjármagn og lenda í vandræðum síðar. Sjálfstæðisflokkurinn spyr hvort þessi aðferð við tekjuáætlun hafi farið að hafa neikvæð áhrif á aðra þætti í fjármálastjórn bæjarins.

„Hvert er planið?“, spyrja bæjarfulltrúarnir og benda á að eftir ellefu ára meirihlutasetu leggi Samfylking, Framsókn og Bein leið nú til að stofnuð verði sérstök fjárreiðunefnd. Sjálfstæðisflokkurinn segist ekki styðja þá tillögu og telur eðlilegra að fjármál sveitarfélagsins verði tekin föstum tökum í bæjarráði, þar sem allir oddvitar flokkanna og bæjarstjóri þegar sitja, og fjármálastjóri mæti eftir þörfum.

Fjölbreyttar gjafir

er veisla framundan?

Verið velkomin

í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.

Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17

Óvissa um framtíðarhlutverk Faxabrautar 13

Stjórn Eignasjóðs Reykjanesbæjar fjallaði á fundi sínum 10. apríl um nýlega ástandsskýrslu Verkís um húsnæðið að Faxabraut 13, þar sem hjúkrunarheimilið Hlévangur er nú til húsa. Skýrslan var gerð eftir beiðni velferðarsviðs, í ljósi þess að núverandi starfsemi er á förum í nýtt húsnæði.

Í fundargerð kemur fram að ekki liggi fyrir hver framtíðarnotkun húsnæðisins verður og

að slíkt þurfi að skýrast áður en hægt sé að fara í kostnaðargreiningu vegna nauðsynlegs viðhalds. Samkvæmt skýrslunni er byggingin í þokkalegu ástandi miðað við aldur, en þarfnast töluverðra úrbóta, m.a. vegna raka og slits á gólfefnum, gluggum og hurðum.

Stjórn Eignasjóðs samþykkti að fela Hreini Ágústi Kristinssyni, deildarstjóra eignaumsýslu, að vinna áfram í málinu.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Akurskóli

Hönnun og smíði

Starfsfólk skóla

Tónmenntakennari

Heiðarskóli

Umsjónarkennari á miðstigi

Njarðvíkurskóli

Starfsfólk skóla

Velferðarsvið

Dagdvalir aldraða - Deildarstjóri

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ?

Almenn umsókn

Upplýsingar um laus störf má finna á reykjanesbaer is

Skipulag

í Reykjanesbæ

Útboð á byggingarrétti lóða í Dalshverfi Útboð á byggingarrétti lóða í Dalshverfi Reykjanesbær auglýsir útboð á byggingarrétti raðhúsalóðanna Álfadalur 1-7 , 18-24 og fjölbýlishúsalóðann

Trölladalur 12-14 og Dvergadalur 2-10

Lóðirnar eru í suðurhluta 3 áfanga Dalshverfis sem staðsett

í austast í bænum

Nánari upplýsingar sjá auglýsingu á vef Reykjanesbæjar

Reykjanesbær 23 apríl 2025

Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar

Reykjanesbaer.is

Skjólið og Fjölskylduhús rædd

n Umbót bendir á óásættanlegar aðstæður barna

Húsnæðismál úrræðisins Skjólið og framtíðaráform um þjónustumiðstöð fyrir börn og vistheimili að Faxabraut 13 voru til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 15. apríl, eftir að málin voru tekin fyrir á fundi velferðarráðs viku fyrr.

Skjólið þarf nýja aðstöðu Á fundi velferðarráðs 10. apríl komu fram óskir frá velferðarsviði um að starfsemi Skjólsins, sem sinnir börnum og ungmennum með sértækar stuðningsþarfir, flytjist í fyrrum leikskólahúsnæði Drekadals við Grænásbraut 910 þegar leikskólinn flytur í nýtt húsnæði. Núverandi aðstaða Skjólsins í 88-húsinu er sögð óhentug og hafi rými úrræðisins minnkað vegna annarrar starfsemi í húsinu. Velferðarráð lagði til að beiðni velferðarsviðs yrði samþykkt sem tímabundin lausn, og að Skjólið fengi aðstöðu sem hentar starfseminni. Á fundi bæjarstjórnar var málið samþykkt samhljóða með vísun til frekari þarfagreiningar hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.

Núverandi aðstæður ógna velferð barnanna

Í kjölfar umræðunnar lagði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, fram ítarlega bókun þar sem hún vakti sérstaka athygli á alvarlegum húsnæðisvanda Skjólsins.

Járngerður

„Núverandi aðstæður eru óásættanlegar og ógna bæði faglegu starfi og velferð barnanna,“ sagði Margrét og benti á að um sé að ræða lögbundna þjónustu sem sveitarfélaginu beri lagaleg og siðferðileg skylda til að tryggja. Hún lýsti ánægju með tillögu velferðarráðs en lagði jafnframt ríka áherslu á að finna framtíðarlausn samhliða mögulegri tilfærslu í húsnæði Drekadals, sem í dag er rekinn í fyrrum skólahúsnæði Keilis á Ásbrú, þar sem jafnframt eru bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar til bráðabirgða næsta eina og hálfa árið. Margrét benti á að laust húsnæði sveitarfélagsins að Breiðbraut 645, 293 m² með hjólastólaaðgengi, gæti hentað sem varanlegur kostur fyrir Skjólið og hvatti meirihlutann til að skoða þann möguleika af al-

vöru. Hún skoraði á meirihlutann að sýna ábyrgð og leggja áherslu á stöðugleika og faglegan stuðning fyrir þau börn sem nýta sér þjónustu Skjólsins.

Fjölskylduhús að Faxabraut 13

Einnig var fjallað um tillögu velferðarsviðs um að nýta húsnæðið að Faxabraut 13, þar sem hjúkrunarheimilið Hlévangur hefur verið til húsa, sem þjónustumiðstöð fyrir börn með fötlun og vistheimili barna. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið Fjölskylduhús. Velferðarráð studdi tillöguna og taldi húsnæðið henta vel fyrir starfsemina. Bæjarstjórn samþykkti að vísa málinu einnig til sviðsstjóra velferðarsviðs til frekari þarfagreiningar.

hefur átt góð samtöl

við Þórkötlu

n Munu Grindvíkingar fylla öll hús í Grindavík á Sjóaranum síkáta?

Um 300 manns eru nú skráðir í hollvinasamtökin Járngerði og þeim fjölgar jafnt og þétt. Félagið, sem var stofnað í lok febrúar til að styðja við samfélagið í Grindavík, hefur haft í mörgu að snúast. Þriðjudaginn 15. apríl var haldinn fundur þar sem stjórn félagsins kynnti hvað hefur verið gert frá stofnun og veitti meðlimum innsýn í framvindu mála. Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, segir mikla hreyfingu hafa orðið á málum frá því félagið var stofnað.

„Frk. Járngerður er kannski bara fínt viðurnefni á mig,“ segir hún og brosir. Félagið hafi vakið mikla athygli og fengið tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Guðbjörg bendir á að hún hafi meðal annars komið fram í Kastljósi og að viðbrögðin sýni að fólk taki eftir þeim. Að sögn Guðbjargar hafa fulltrúar félagsins átt fjölda funda með áhrifafólki í samfélaginu, þar á meðal Úlfari lögreglustjóra, Erni Viðari hjá Þórkötlu, þingmönnum

Guðbjörg tekur fram að margir vísindamenn séu bjartsýnir á að það versta sé nú yfirstaðið í Grindavík. Landris hafi hægt á sér og nýlegir jarðskjálftar verið fjarri bænum. Hún segist einnig hafa orðið vör við að forsvarsfólk Þórkötlu virðist bundið af hættumati Veðurstofunnar, en vonar þó að samningar um viðverurétt í gömlu húsunum verði kynntir fljótlega.

„Ég er mjög vongóð um að þessir nýju samningar verði okkur hlið-

Guðbjörg telur að um leið og yfirvöld breyti sínum tóni og gefi íbúum kost á að máta sig við nýjan veruleika – hvort sem það sé yfir helgi, í sumarfríinu eða til lengri dvalar – muni „grindvíska stemningin“ lifna við á ný. Hún bendir á að þegar séu á bilinu 600–700 manns að vinna í bænum daglega og hundruð manna gisti þar á hverri nóttu.

„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ segir hún og leggur áherslu á að uppbygging verði að hefjast með skynsemi að leiðarljósi. Götur sem enn séu girtar af þurfi að lagfæra og stóru sprungurnar einnig. Hún er sannfærð um að þannig muni lífið smám saman snúa aftur í bæinn.

Þrátt fyrir þá trú að hættan sé að mestu liðin hjá, undirstrikar hún mikilvægi þess að íbúar hlýði öllum rýmingarskipunum. „Við Grindvíkingar erum skynsöm,“ segir hún og nefnir að það hafi ekki verið neitt mál að rýma bæinn í hálfan sólarhring, líkt og oft hefur þurft að gera.

Guðbjörg hvetur íbúa til að vinna með yfirvöldum, en vonast jafnframt til þess að þau fari að vinna meira í samráði við íbúana sjálfa. „Þetta hefur verið allt of mikið ákveðið við eitthvert skrifborð í Reykjavík,“ segir hún og gagnrýnir að ákvarðanataka hafi stundum farið fram án nægilegs skilnings á aðstæðum á staðnum.

Að lokum greinir Guðbjörg frá því að hún og eiginmaður hennar hafi misst leiguhúsnæði sitt í Mosfellsbæ 1. mars og ákveðið að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Okkur hefur liðið afskaplega vel að vera komin heim,“ segir hún og vonast til að fleiri Grindvíkingar fái tækifæri til þess sama.

Frá fundi Járngerðar sem haldin var nýlega.

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Smurþjónusta    Varahlutir

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

úr

Heyrðu

HEYRN.IS

Bernska og æska í Garðinum upp úr

miðri síðustu öld rædd á Sagnastund

Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 26. apríl kl 15:00. Sagnastundin er haldin á veitingastaðnum Röstinni, sem er á hæðinni ofan við Byggðasafnið á Garðskaga. Þar mæta þrír grónir Garðmenn og segja sögur frá uppvaxtarárum sínum í Garðinum. Þeir eru Sigurður Ingvarsson frá Bjargi, Magnús Guðmundsson Réttarholti og Hörður Gíslason frá Sólbakka. Á þessum árum var yfirbragð mannlífs nokkuð á aðra lund en nú er. Byggð var dreifð, þó ekki langar vegalengdir. Kýr í fjósi enn á nokkrum stöðum. Fiskvinnsla í mörgum húsum við sjóinn. Gamli tíminn enn með festu á staðnum. Trillur í vör og vörubílar á

þönum með fisk frá bátunum sem lönduðu í Sandgerði eða Keflavík. Saltfiskur á fiskreitum, skreið á hjöllum. Líf og fjör í fiskhúsunum. Tún heyjuð, hey í hlöðum. Nóg um að vera. Skautar teknir fram að vetri. Börn frjáls í útileikjum og virkir þátttakendur í atvinnulífi snemma. Eldra fólk virkt í atvinnulífinu. Kraftur í mannlífi, öflugt atvinnulíf og samfélag. Athafnasöm ungmenni eiga minningar sem allt er í lagi með að greina frá áratugum síðar.

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.

Nýtt upphaf eftir hrygningarstopp

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Nú má segja að lífið sé komið á fullt aftur eftir nokkurt hlé. Síðan síðasti pistill var skrifaður hefur hrygningarstoppið verið í gildi, og því lítið um að vera fyrir minni báta. Þó voru togarar og nokkrir stærri línubátar við veiðar, en þeir þurftu allir að vera utan við 25 mílna mörkin.

Bátarnir komust aftur á sjóinn á annan í páskum, og það við dásamlegt veður, sem þeir hafa svo sannarlega notið síðan.

Þótt hrygningarstoppið hafi haft sín áhrif, er alls ekki svo að ekkert hafi verið að gerast. Nú styttist hratt í upphaf strandveiðitímabilsins 2025, sem hefst í byrjun maí. Hátt í 600 leyfi eru þegar komin hjá Fiskistofu og margir bátanna sem hyggjast róa eru einmitt héðan af Suðurnesjum.

lagði ekki árar í bát

Einn þeirra sem ætlar sér á strandveiðar er Einar Magnússon, sem margir þekkja úr útgerð hér á svæðinu. Einar hefur lengi verið kenndur við báta sem báru nafnið Ósk KE 5 og nú hefur hann endurvakið nafnið á ný.

Hann keypti á dögunum bát sem áður hét Alli GK 47, 6,1 tonna Sómabátur sem var staðsettur í Sandgerði. Sá bátur hefur nú fengið nafnið Ósk KE 5. Útgerðarsaga Einars er löng og merkileg, en upphaf hennar

var þó sorgleg. Í janúar árið 1988 var Einar um borð í Bergþóri KE 5, ásamt föður sínum, Magnúsi Þórarinssyni skipstjóra, sem þá var þekktur aflakóngur í Sandgerði og oft aflahæstur yfir landið. Bergþór KE hvolfdi við veiðar út af Sandgerði og sökk. Tveir menn fórust: Elvar Þór Jónsson og Magnús skipstjóri. Þremur mönnum var bjargað, þar á meðal Einari. Það var Árni Vikarsson, skipstjóri á Akurey KE 121, sem bjargaði þeim. Þetta var mikið áfall fyrir ungan sjómann, en Einar lét ekki deigan síga. Hann hóf útgerð á eigin vegum og leigði fyrst bátinn Dröfn RE, gamlan eikarbát sem áður hafði verið notaður við rannsóknir fyrir Hafrannsóknastofnun. Hann kláraði vertíðina 1988 á Dröfn RE. Stuttu síðar keypti Einar bát með skráningarnúmerið 363 og nefndi hann Ósk KE 5. Sá bátur er nú í Njarðvík og heitir Maron GK. Einari gekk afar vel á þessum báti og mikill metnaður og keppni einkenndi vertíðirnar, sérstaklega milli hans og Tomma á Hafnar-

bergi RE. Báðir reru frá Sandgerði yfir vertíðina. Ósk KE lifir áfram í nýjum búningi Í gegnum tíðina hafa nokkrir bátar borið nafnið Ósk KE. Einn þeirra var svokallaður „Kínabátur“, áður gamla Rúna RE, sem fór meðal annars á dragnót. Báturinn sem nú heitir Tryggvi Eðvarð SH bar einnig nafnið Ósk KE um tíma, og það sama má segja um Geirfugl GK og Maggý VE sem var Ósk KE frá 2007 til 2011. Síðasta verkefni Einars í útgerð áður en hann hætti um 2015 var að eiga hlut í stórum togbát sem hét Magnús Geir KE 5. Sá bátur hafði verið keyptur frá Grindavík, þar sem hann hét áður Oddgeir EA. Nú er Ósk KE því kominn á flot á ný og hefur Einar þegar haldið til veiða. Í mars réri hann ellefu sinnum og landaði alls um tólf tonnum – mest 1,8 tonnum í einum róðri. Báturinn er á færum og landaði í Keflavík.

Þessa gömlu mynd
Garðinum rak á fjörur okkar, tekin 1978 eða 79. ljósmynd: Heimir Stígsson

Stéttarfélögin á Suðurnesjum óska félagsfólki og fjölskyldum þeirra til hamingju

með baráttudag verkafólks þann 1. maí.

Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkafólks og óskum öllum til hamingju með daginn.

Í tilefni að 50 ár eru frá kvennafrídegi munu konur vera áberandi í dagskrá baráttufundarins.

Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félagsfólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll, 1. maí kl. 14.00-16.00 og eru öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin

Húsið opnar kl. 14 og tekur lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á móti fólki.

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá og kynnir.

Ræðumaður dagsins er Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í Vinnumarkaðsmálum ASÍ.

Fríða Dís tekur nokkur vel valin lög.

Leikfélag Keflavíkur kemur með innslag og Kvennakór Suðurnesja slær botn í dagskrána.

Ási Friðriks vill í bæjarpólitíkina

ásmundur Friðriksson hefur verið áberandi í mannlífinu á Suðurnesjum frá því að hann flutti þangað frá Vestmannaeyjum árið 2003. Hann hefur víða komið við, var bæjarstjóri í Garði í fjögur ár og frá árinu 2013 til nóvember á síðasta ári, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Honum var hafnað í uppstillingu fyrir síðustu alþingiskosningar en er alls ekki af baki dottinn og hyggst bjóða starfskrafta sína í bæjarstjórnarmálin á næsta kjörtímabili.

Ási býr í Reykjanesbæ og er tilbúinn til forystu í bæjarstjórn, en hann hefur líka fengið áskoranir úr öðrum bæjarfélögum eins og Grindavík sem tengist gamla heimabæ Ása, Vestmannaeyjum. Þau tengsl hafa orðið nánari við við hamfarirnar í Grindavík og Ási á þar sterkar tengingar.

Ási gaf út sína fimmtu bók um síðustu jól og er með þá sjöttu í smíðum og ekki nóg með það, hann lærði handritagerð fyrir sjónvarp og bíó. Hann er með handrit í vinnslu fyrir sex þátta sjónvarpsseríu sem byggir á bók hans; Strand í gini gígsins.

Listmálari, teiknari, rithöfundur og handritshöfundur

Ási er fæddur og uppalinn Eyjamaður. Hann keppti, bæði í handbolta og fótbolta, vann hin ýmsu störf til sjós og lands en árið 2003 ákvað fjölskyldan að venda kvæði sínu í kross og flutti til Reykjanesbæjar. Hann réði sig í starf framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur árið 2004 og sinnti því starfi í tvö ár, var svo í vinnu fyrir Reykjanesbæ og átti m.a. þátt í að rífa Ljósanæturhátíðina á þann stall sem hún er komin á í dag. Ási vill sjá íþróttafélögin koma meira að skipulagningu og framkvæmd Ljósanætur og sér tækifæri í því fyrir alla aðila en hann er hokinn af reynslu í slíkum hátíðum eftir að hafa komið að ótal þjóðhátíðum Vestmannaeyinga. Árið 2009 var honum boðin staða bæjarstjóra í Garði. Meirihlutinn sprakk árið 2012 og Ása var sagt upp störfum en hann dó ekki ráðalaus, gaf kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og var kosinn á þing vorið 2013. Hann sinnti þingmennsku fram að síðustu kosningum og samhliða því annasama starfi gaf hann út fjórar bækur en hafði árið 2013 gefið út sína fyrstu bók. Sú sjötta er komin á teikniborðið og út frá ritstörfunum fæddist svo nýr titill; handritshöfundur. Sögur af vellinum

„Nýjasta bókin er með vinnuheitið Sögur af vellinum, hún er saga Íslendinga sem unnu á þessum goðsagnarkennda vinnustað. Ég held að fólk geri

sér ekki almennilega grein fyrir þeim menningarlegu áhrifum sem hlutust af veru varnarliðsmanna á svæðinu en Bretarnir hernámu landið í maí 1940 og svo kemur Kaninn og vera varnarliðs í Keflavík á sögu til ársins 1941. Skrifin ganga vel en ég er enn að leita að viðmælendum með þekkingu og reynslu af störfum á Vellinum. Þetta er mjög áhugavert efni, t.d. saga fjölskyldu sem varð til vegna veru varnarliðsins í upphafi og alveg til þess tíma að öllu var pakkað saman og varnarliðið yfirgefur skerið árið 2006. Ég ætla að gefa þessa bók út á Ljósanótt 2026 en þá verða tuttugu ár liðin síðan varnarliðið fór og tuttugu ár síðan ég tók við starfi framkvæmdastjóra Ljósanætur. Fyrstu bókina gaf ég út árið 2013, sjálfsævisaga mín, með sögum úr mannlífinu í Vestmannaeyjum, svo kom saga Hrekkjalómafélagsins árið 2015 og undanfarin þrjú ár hef ég gefið út bók á ári, Strand í gini gígsins árið 2022, ævisaga Didda Frissa

árið 2023 og ævisaga Edvards Júlíussonar í tveimur bindum kom út fyrir síðustu jól. Þegar þingmennskunni lauk síðasta haust ákvað ég að læra handritagerð, hjá Jóni Atla Jónssyni, einum okkar fremsta manni á því sviði. Hann frétti að ég hefði skrifað fimm bækur og bað um að fá að lesa þær og út frá lestri bókarinnar „Strand í gini gígsins,“ hvatti hann mig til að skrifa handrit fyrir sex þátta sjónvarpsseríu. Ég er búinn að skrifa fyrsta þáttinn og grunn af næstu fimm og hef lagt inn umsókn um handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands. Þetta er hefðbundið ferli og forsenda að næstu skrefum ef framleiða á efnið fyrir sjónvarp og ég vona það besta. Þetta er mjög skemmtilegt og á vel við mig, handritið byggir á bókinni en þarna bæti ég inn sögum og færi líf í frásögnina með því að semja samtöl, t.d. milli mín og ömmu minnar. Ég hlakka til að klára þetta handrit en hvenær og hvort þetta ratar í sjónvarpið er ómögu-

legt að segja til um. Kostnaður við sjónvarpsgerðina er metinn á um milljarð króna en ég er sannfærður um að þetta muni verða að veruleika.

Það má kannski segja að ég hafi nóg fyrir stafni en fyrir utan ritstörfin hef ég fengist við að mála og teikna, hef haldið fimmtán einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Ritstörfin hafa samt tekið yfir sviðið að undanförnu en aldrei að vita nema ný málverk eigi eftir að fæðast á léreftinu.“

Líkar illa að vera aðgerðarlaus

Ása líkar illa að vera aðgerðarlaus og leitar að verkefnum eða fastri vinnu en hann hefur alltaf verið vinnusamur og er vanur löngum vinnudegi. Hann er með

nokkur verkefni á kantinum en vill ólmur komast í bæjarstjórnarmálin. Hvað myndi hann leggja áherslu á ef hann kæmist til valda í Reykjanesbæ?

„Ég er fullur starfsorku og vil halda áfram að vinna og þar sem ég þekki bæjarpólitíkina mjög vel og finn fyrir hvatningu, þá finnst mér kjörið á þessum tímapunkti að gefa kost á mér í bæjarmálin. Ég er tilbúinn til forystu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og láta gott af mér leiða, margir hafa leitað til mín og hvatt mig til dáða að skella mér í bæjarmálin. Það eru bæði hinn almenni sjálfstæðismaður og ekki síður fólk úr þverpólitísku umhverfi, hinn almenni bæjarbúi, sem hefur stutt mig frá því að ég fór á Alþingi. Minn styrkur liggur í stuðningi hins almenna kjósenda, sem yfirgaf

Minn styrkur liggur í stuðningi hins almenna kjósenda, sem yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá þriðja sætinu og fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis. Það gerðist eftir að forystan hér í bæ kom mér út af listanum og við töpuðum öruggu þingsæti. Þeir kjósendur sem þá réru á önnur mið, standa enn við bakið á mér og það fólk fylgir mér hvað sem ég geri.

VIÐTALIÐ
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
ási ungur að árum í Eyjum.

Ég hef aðstoðað fjölda fólks sem hefur átt erfitt uppdráttar í lífinu, ég mun halda áfram að aðstoða það góða fólk og bæjarstjórn er góður vettvangur til þess,“ segir Ási.

Grindvíkingar verða að ráða sínum málum

Atorkusamur og líður eins og 35 ára

Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá þriðja sætinu og fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis. Það gerðist eftir að forystan hér í bæ kom mér út af listanum og við töpuðum öruggu þingsæti. Þeir kjósendur sem þá réru á önnur mið, standa enn við bakið á mér og það fólk fylgir mér hvað sem ég geri. Ég stend á tímamótum, bý yfir mikilli starfsorku og vill nýta hana og reynslu mína til að gera góðan bæ betri. Ég tala bæinn minn upp á hverjum degi og vil vinna með góðu fólki og halda áfram því eilífðarverkefni að gera betur, það mun aldrei hverfa frá okkur að svara ákalli nýrra tíma og undirbúa framtíðina sem best.

Brýnasta verkefnið í Reykjanesbæ að styrkja fjárhag bæjarins og efla atvinnulífið

Ef ég kemst til forystu þá er brýnasta verkefnið hér í Reykjanesbæ að styrkja fjárhag bæjarins og efla atvinnulífið. Hlúa að umhverfi þeirra fyrirtækja sem hér eru fyrir og skapa umhverfi svo fleiri fyrirtæki sæki hingað og fjölgi betur launuðum og fjölbreyttum störfum. Það hefur verið gríðarleg fólksfjölgun í Reykjanesbæ að undanförnu og ljóst að atvinnu-

stigið þarf að vera hátt og meðallaun að hækka. Ég vil laða að fyrirtæki og aðstoða frumkvöðla til að stofna fyrirtæki hér. Þetta svæði hefur gífurleg tækifæri til uppbyggingar með alþjóðaflugvöll og Helguvík sem lykiláfangastaði í Atlantshafi. Það er verkefni að hlúa svo að atvinnulífinu að það sjái þau tækifæri sem þarna búa og nýti þau. Ég sem íbúi í þessum bæ og sjálfstæðismaður sé hvað margt gott hefur verið unnið hér og gert á undanförnum árum. Það má líka ekki gleyma því að sveitarstjórnarmálin snúast um annað en það sem er að gerast á Alþingi. Í bæjarstjórn erum við að vinna að hag okkar bæjarfélags, íbúanna og styrkja umgjörð nærsamfélagsins.

Vitum að ungt fjölskyldufólk lítur til árangurs í íþróttum

Ásmundur segir fólk auðvitað með mismunandi lífsskoðanir og öll vilja gera sitt besta fyrir bæjarfélagið.

„Þegar ég hóf vinnu fyrir Reykjanesbæ árið 2006 var verið að ljúka fyrsta áfanga í byggingu Nesvalla, þá var Hlévangur í raun eina hjúkrunarheimilið fyrir eldra fólkið okkar og mjög takmörkuð aðstaða fyrir fatlaða. Þetta hefur gjörbreyst. Aðstaðan á Nesvöllum er á við það besta sem þekkist hér á landi, það hefur mjög mikið verið gert í þessum málaflokkum en við þurfum að halda því góða starfi áfram. Ég vil leggja mikla áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja og styrkja grunnstoðir íþróttafélaganna til jafns við það sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Við vitum að ungt fjölskyldufólk lítur til árangurs í íþróttum þegar það ákveður hvar það vilji setjast að. Það hefur margt gott verið gert en það er líka margt sem betur má fara og er bara verkefni að leysa. Þeir sem þekkja mig vita að komist ég til áhrifa þá mun ég mæta með mína vinnusemi að vopni og ekki síst, hlýtt hjarta.

Framtíð Grindavíkur er óljós og enginn getur sagt til um hvernig mál þar muni þróast. Ef leitað yrði til Ása myndi hann vilja taka við stjórnartaumunum þar. „Það má kannski líkja mér við ósamningsbundinn leikmann í íþróttum, ég er engum bundinn og get talað við þau lið sem hafa áhuga á mér. Ég hef átt samtöl við fólk í Suðurnesjabæ, Vogum og Grindavík og þau vita af mér. Ég get alls staðar verið, er mjög hreyfanlegur en einhverjum kann að finnast skrítið að maður á mínum aldri sé í svona pælingum. Mér er mikill heiður af því að Grindvíkingar orði þetta við mig en það hefur áður komið til tals. Grindvíkingar verða að ráða sínum málum, þau sem þar stjórna hafa ekki verið öfundsverð af því að vera í bæjarstjórn eða í stól bæjarstjóra. Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki, þeirra erfiðu störfum sem hafa tekið á svo ekki sé meira sagt og það fólk þarf svigrúm til að taka sínar ákvarðanir varðandi framtíðina. Ég hef heldur betur reynslu af svona málum úr þinginu, sem þingmaður Grindvíkinga og svo vann ég hjá Viðlagasjóði í Vestmannaeyjum við hreinsun og endurreisn eftir gosið svo ég þekki þetta andrúmsloft og þann kraft og kjark sem þarf og er Grindvíkingum í blóð borinn. Grindavík og Vestmannaeyjar hafa alltaf tengst nánum böndum, sú tenging byrjaði kannski í Tyrkjaráninu árið 1627, síðar urðu staðirnir öflugir sjávarútvegsbæir og svo auðvitað tengja eldgosin okkur nánari böndum og eftirmálar þeirra. Mér myndi renna blóðið til skyldunnar að vinna með Grindvíkingum ef til mín yrði leitað. Ég man hvernig Eyjamenn töluðu eftir eldgosið, margir ætluðu sér aldrei að snúa

Stéttar

til baka en um leið og friður komst á voru flestir fluttir heim. Ég er sannfærður um að það sami muni gilda með Grindvíkinga, fólkið saknar samfélagsins síns og um leið og kraftur verður settur í uppbyggingu og ríkisvaldið fær trú á framtíð Grindavíkur kemur fólkið og fyrirtækin með líf í þetta öfluga pláss.

Það er gaman að finna hve mörg tækifæri eru á kantinum og bæjarmálin eru góður næsti áfangastaður fyrir kröftugan málsvara sveitarstjórnarstigsins. Ég á nóg eftir af vinnusemi, góðum anda og láta gott af mér leiða sem eru þau gildi sem líf mitt byggir á. Ég hef nýlega tekið mér titilinn rithöfundur en þær bækur sem ég hef skrifað hafa allar verið skrifaðar samhliða annarri vinnu, fjórar af fimm á meðan ég var þingmaður. Ég er venjulega vaknaður klukkan fimm og er þá ferskastur til að skrifa og svo nýti ég auðvitað frítímann vel svo það hefur verið breyting að líta á ritstörfin sem fulla vinnu en ég er klár í slaginn. Ég segi stundum að starfsferillinn sé rétt að byrja, mér

Hellulagnir

Dren og frárennsli

Afburða handverksmenn, góður tækjakostur, tengsl við iðnaðarmenn úr öllum greinum og áratuga reynsla af verklegum framkvæmdum.

Vogaklettur er fyrsta símtalið þegar skipuleggja á verk.

Skötumessan er haldin árlega að sumri í Garðinum . ágóðinn fer í góð málefni.

Samstarfsfélagar hjá BS

forláta

í kveðjuhófinu. Þeir fjölmenntu í fögnuðinn eins og sjá má hér að ofan. VF/hilmarbragi.

Héldu Jóni kveðjuhóf

n Slökkviliðsmaður í hálfa öld og slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja í fimmtán ár.

Jón Guðlaugsson lét af starfi slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja á síðasta ári en hann var fastráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra árið 2009. Jón hafði starfað hjá slökkviliðinu í hálfa öld. Hann byrjaði í slökkviliðinu árið 1974 og var síðustu fimmtán árin slökkviliðsstjóri. Jóni var haldið kveðjuhóf í nýrri slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku þar sem saman var komið allt starfsfólk Brunavarna Suðurnesja, auk stjórnar BS. Jón var leystur út með gjöfum. Hann fékk forláta mynd af sér þar sem sjá má glefsur úr lífshlaupinu, frá störfum og áhugamálum. Í stuttum ræðuhöldum voru Jóni þökkuð störf sín fyrir Brunavarnir Suðurnesja í þá hálfu öld sem hann starfaði þar. Nú hefur Eyþór Rúnar Þórarinsson tekið við keflinu sem slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og sagðist hann hafa tekið við góðu búi frá Jóni. Fleiri myndir frá viðburðinum eru á vf.is.

Gagnrýni á umferðahugmyndir við Njarðvíkurhöfn og á Fitjasvæði

n Kallað eftir framtíðarsýn og heildarskipulagi

Skipulags- og umferðarmál við Njarðvíkurhöfn og á Fitjasvæðinu voru til umræðu á fundi atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar þann 10. apríl og í kjölfarið á fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl. Deiliskipulag svæðisins og fyrirhugaðar breytingar á umferðarmann virkjum vöktu umræður og bókanir komu frá fulltrúum í bæði ráði og bæjarstjórn.

Á fundi atvinnu- og hafnarráðs var farið yfir hugmyndir um endurskoðun á deiliskipulagi upp af Helguvíkurhöfn og við Njarðvíkurhöfn. Þar var m.a. rætt um breytingar á akstursleiðum inn og út af svæðinu um Fitjabraut og Fitjabakka.

Sigurður Guðjónsson, nefndar maður í atvinnu- og hafnarráði, gagnrýndi sérstaklega hugmyndir um að setja þriggja stúta hringtorg á mótum Njarðarbrautar og Fitja bakka og ljósastýrð gatnamót á mótum Njarðarbrautar og Bergáss.

Verslunarmiðstöð þar sem verða m.a. verslanir BYKO og Krónunnar er nú í byggingu í Njarðvík og þarf góðar umferðartengingar við lífæð bæjarins. VF/Hilmar Bragi Bárðarson

Í bókun Sigurðar kom fram að önnur lausn, fjögurra stúta hringtorg sunnan við Olís, væri í samræmi við gildandi skipulag og gæti tryggt betra flæði. Hann lagði áherslu á að slíkar lausnir væru hagkvæmari og til lengri tíma litið betri nýting á almannafé.

tekur undir gagnrýnina

Á fundi bæjarstjórnar tók Birgitta Rún Birgisdóttir (D) til máls og lagði fram bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þar sem tekið var undir gagnrýni Sigurðar. Í bókuninni kom fram að mikilvægt væri

Breytingar þarf að gera á umferðarmannvirkjum á þessu svæði á næstu vikum og mánuðum.

staklega í ljósi væntanlegrar atvinnuuppbyggingar og fjölgunar íbúa á svæðinu.

„Ljóst er að fyrirhuguð þróun og uppbygging svæðisins muni auka umferðarálag sem þegar er komið að þolmörkum,“ segir í bókun flokksins, þar sem brýnt er talið að allar framkvæmdir við gatnakerfið taki mið af heildarsýn og langtímaáætlunum.

Í kjölfar umræðna var lögð fram tillaga um að vísa málinu til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra. Sú tillaga var samþykkt samhljóða.

afhentu Jóni
mynd

Lögreglan á Suðurnesjum stofnar samfélagslögreglu

n Vilja efla tengsl við ungt fólk og byggja upp traust í nærumhverfinu

Lögreglan á Suðurnesjum hefur stofnað sérstakan hóp samfélagslögreglumanna með það að markmiði að efla tengsl við samfélagið og sérstaklega við börn og ungmenni. Hópurinn mun vinna að fræðslu, forvörnum og nálægri löggæslu þar sem markmiðið er að skapa jákvæð samskipti, aukið öryggi og draga úr ofbeldi.

„Við erum alltaf að leita leiða til að bæta samskiptin við ykkur og nú ætlum við að feta nýjan veg,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Með þessu stíga þau skref í átt að markvissari samfélagsvinnu, þar sem hlustað er á raddir fólksins og samstarf er haft að leiðarljósi.

Nýr instagram-reikningur og heimsóknir í bakarí og skóla

Samfélagslögreglan hyggst nýta samfélagsmiðla til að sýna líf og starf lögreglumanna á jákvæðan og opinn hátt. Í því skyni hefur verið stofnaður Instagram-reikningur þar sem fólk getur fylgst með daglegu starfi lögreglunnar á svæðinu.

„Við ætlum að fara á staði eins og skóla, leikskóla, vinnustaði, félagsmiðstöðvar, sjoppur og bakarí og já, við ætlum líka að komast að því hver gerir bestu kleinuhringina,“ segja þau með léttu ívafi.

Nýverið heimsóttu lögreglumenn Fjölbrautaskóla Suðurnesja í tilefni af starfshlaupi og litu einnig inn á

sóknir eru liður í þeirri stefnu að fólk upplifi komu lögreglu sem jákvæða nærveru – ekki eingöngu þegar eitthvað bjátar á.

Fyrirbyggjandi löggæsla í samstarfi við samfélagið Samfélagslöggæsla er alþjóðlega viðurkennd nálgun sem leggur áherslu á samvinnu og gagnkvæmt traust. Hún felst í því að lögregla sé sýnileg og virkur hluti samfélagsins – ekki aðeins í hefðbundnu eftirliti heldur líka í samtali og fræðslu.

„Við viljum vinna í sameiningu að lausnum. Þetta er ekki bara stefna – þetta er leið til að skapa samfélag þar sem allir njóta öryggis og virðingar.“

Lögreglan hvetur skóla, leikskóla og samtök á svæðinu til að hafa samband ef þau vilja fá heimsókn frá samfélagslögreglu – hvort sem er til að fræða börn, spjalla við unglinga eða taka þátt í viðburðum. „Við hlökkum til að hitta ykkur – og munum að sumarið er

GLEÐILEGT SUMAR

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!

HRAFNISTA

Nesvellir / Hlévangur

Bíllinn mátti ekki vera skotheldur þó hann ætti eftir að fara um stórhættulegar slóðir. Með teikningar frá páfagarði var útbúinn bíll, hann teppalagður með rauðu teppi og útbúinn sæti úr olíubíl þar sem páfinn gat setið og veifað til íbúa.

Áhyggjulaust líf í Kenía og Keflavík

eftir 30 ár

í friðargæslustörfum

Þeir sem segja að lífið sé ferðalag mættu taka sér Keflvíkinginn Birgi Guðbergsson til fyrirmyndar. Frá því hann gekk um bryggjurnar hér heima á íslandi sem ungur sjómaður og þar til hann settist að í Kenía á eftirlaunum, hefur líf hans verið ævintýri og oft á tíðum líf á mörkum hættunnar.

Birgir lauk nýverið þrjátíu ára starfsferli hjá Sameinuðu þjóð unum og nýtur nú eftirlaunaár anna. Hann tekur undir það að hann sé flökkukind en á þessum árum hefur hann starfað við mis jafnar aðstæður á stríðshrjáðum svæðum á Balkanskaganum og í Afríku. Birgir settist niður með ritstjóra Víkurfrétta í gott spjall en viðtalið er í heild sinni aðgengilegt á vef Víkurfrétta, í Sjónvarpi Vík urfrétta á Youtube og hlaðvarps veitunni Spotify, bæði í myndspjalli og einnig einungis í hljóði.

Birgir segir að flökkueðlið hafi komið nokkuð fljótt í ljós eða kannski heimsforvitni því hann var

starf fyrir Sameinuðu þjóðirnar í fyrrum Júgóslavíu. Eitt af skilyrðunum var að vera með meirapróf á stærri tæki og kunna eitthvað í ensku en auðvitað talsvert meira.

„Mér fannst þetta eins og skrifað til mín og þetta heillaði mig eitthvað. Svo ég sótti um en ég þurfti að fylla út fullt af pappírum um heilsu mína sem Hreggviður Hermannsson, þáverandi læknir í Keflavík, hjálpaði mér með. Þá þurfti ég að vera með hreina sakaskrá. Allt var svo sent í „faxi“ en internetið var ekki komið á þessum tíma. Það var starfsmannaleiga í Írlandi sem auglýsti störfin en alls vorum við fjórtán Íslendingar sem hittumst svo í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli á brottfarardegi,“ segir Birgir þegar hann rifjar þetta upp. Ekki tókst að lenda í Zagreb í Króatíu og því var lent í Austurríki og þaðan var ekið á áfangastað. Það var þá sem Birgir áttaði sig á því að Evrópa væri miklu minni en hann hafði gert sér í hugarlund.

Flökkulífið byrjaði allt á sjónum Í yfirgripsmiklu viðtali við Birgi í Hlaðvarpi Víkurfrétta á vf.is er farið yfir starfsferilinn hjá Sameinuðu þjóðunum en einnig æskuárin heima á Íslandi. Birgir byrjaði snemma að vinna og sjórinn heillaði strákinn. Hann var rekinn úr skóla í Keflavík, af því að kennarinn hafði ekki verið að standa sig og verið frá kennslu. Lokst þegar kennarinn mætti og ætlaði að fara að kenna bekknum eftir hefðbundinn skólatíma, sagði Birgir að það kæmi ekki til greina. Hann hafði ráðið sig í vinnu hjá Baldri. Hann lauk þó náminu, m.a. með því að fara á héraðsskólann að Skógum. Birgir fór einnig í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en vantaði aðeins upp á að ljúka stúdentsprófinu. Sjórinn togaði og hann gerðist háseti á Baldri KE en einnig á Fiskanesbátnum Jóhannesi Gunnari GK á reknetum fyrir austan og á loðnu á Helgu Guðmundsdóttur BA með Guðmundi Garðarssyni, Bóba. Þá reyndi hann fyrir sér í útgerð ásamt öðrum en það gekk ekki. Enginn

En örlögin áttu eftir að beina Birgi á óvæntar brautir. Það var árið 1994 sem hann sótti um starf sem bílstjóri hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrrum Júgóslavíu. Með ævintýraþrá í farteskinu fór hann út ásamt fjórtán öðrum Íslendingum til starfa á Balkanskaganum. Þar hófst líf sem varði í þrjá áratugi og leiddi hann frá Bosníu til Kosovo, Líberíu, Malí, Gíneu Bissá og Sómalíu, svo fátt eitt sé nefnt.

Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Birgir að störfum í Bosníu.
Götumynd frá Monróvíu í líberíu.
Birgir og félagar hans í friðargæslunni í Malí.
Birgir gaf sig á tal við vegfaranda í líberíu.
Birgir Guðbergsson í viðtali við pál Ketilsson í hlaðvarpi Víkurfrétta. Það má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is, í bæði hljóði og mynd. Mjög áhugavert spjall.

Frá frostköldum Balkanskaga til brennandi eyðimarka

Birgir dvaldi lengi í átakalöndum á Balkanskaga. Þar þjónustaði hann friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna en hann hafði verið ráðinn sem bílstjóri til að flytja birgðir og mannskap. Það hófst þó ekki allt vel. Hópurinn þurfti að taka bílpróf á flutningabíl sem var óvanalegur heima á Íslandi. Þrettán karlar og ein kona þreyttu prófið. Strákarnir féllu allir í fyrstu umferð en konan í hópnum náði. Hún hafði verið að vinna hjá Reykjavíkurborg á traktor með vagn sem virkaði svipað. Hópurinn sem féll fékk viku til að endurtaka prófið en ekkert tæki til að æfa sig. Nú voru góð ráð dýr en Birgir fann lausn. Hann fór í leikfangaverslun

Baráttan gegn eiturlyfjum – og barátta við sorgina

Í Gíneu Bissá tók Birgir þátt í verkefni til að hefta flutning kókaíns frá Suður-Ameríku. Hann lýsir því sem mikilli áskorun að sjá hvernig eitt fátækt land gat orðið „stökkpallur“ fyrir milljarða í eiturlyfjum.

Síðasti starfsvettvangur Birgis fyrir Sameinuðu þjóðirnar var í Sómalíu. Þar þurfti hann að sofa og starfa í skotheldum birgjum ásamt því að fara allra sinna ferða í skotheldum bíl. Það var nauðsynlegt og það reyndi á það, segir Birgir. Þarna var álagið mikið og okkar maður notaði því tækifærið þegar hann varð sextugur að fara á eftirlaun.

En allt eru þetta aðeins brot úr sögu manns sem einnig hefur þurft

unnið var til hádegis á föstudögum var leigð flugvél og helgunum varið á Kanarí þar sem kíkt var á Klörubar og keyptar vistir sem ekki var hægt að fá í eyðimörkinni. Birgir segir að hann hafi aðlagast hitanum vel. Hann hafi þó notað tækifærið þegar honum bauðst að fara aftur í svalann á Balkanskaganum til verkefna þar. Þar aðstoðaði Birgir m.a. hóp sérfræðinga sem vann að því að grafa upp lík fólks úr húsagörðum, einstaklinga sem höfðu fallið í stríðinu og verið grafnir í görðunum.

Smíðaði bíl fyrir páfann

En Afríka togaði í okkar mann og þar áttu eftir að bíða hans verkefni í nokkrum löndum. Birgir var m.a. í Mið-Afríkulýðveldinu árið 2015 þegar Frans páfi, sem lést nú um páskana, kom þangað í heimsókn. Það var verkefni Birgis og félaga hans að smíða bíl fyrir páfann.

„Bíllinn mátti ekki vera skotheldur þó hann ætti eftir að fara um stórhættulegar slóðir. Með teikningar frá páfagarði var útbúinn bíll, hann teppalagður með rauðu teppi og útbúinn sæti úr olíubíl þar sem páfinn gat setið og veifað til íbúa,“ segir Birgir. Verkefnið lukkaðist vel og páfinn var ánægður með bílinn.

Í dag býr Birgir í Kenía, þar sem veðurfarið er stanslaust gott og enska töluð. Þar hefur hann komið sér upp heimili, með golfvelli í göngufæri. Tengslin við Ísland og Keflavík halda áfram að kalla hann heim með reglulegu millibili og hann segist ætla að eiga heimili á báðum stöðum. Eftir þrjátíu ár hjá Sameinuðu þjóðunum sé hann ekki tilbúinn að koma heim til að setjast að alveg strax. Áhyggjulaust lífið í Kenía togi í hann. Engar áhyggjur af því hvernig á að klæða sig, bara hoppa í stuttbuxurnar og út í sólina og golfið.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í yfirgripsmiklu spjalli okkar við Birgi. Það má sjá og heyra í heild sinni á vef Víkurfrétta.

Hlaðvarpið finnur þú í bæði hljóði og mynd á vef Víkurfrétta

GLEÐILEGT SUMAR

Sendum

Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!

15, 260 Reykjanesbær Sími 420 5000 www.ksteinarsson.is

vinalegur bær
Njarðarbraut
Eiríkur, sonur Birgis, lést aðeins níu ára gamall.
Birgir í Guinea Bissau þar sem haldið er mikið karnival á hverju ári.
„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Þrumað á þrettán: Guðjón tók forystuna

Fjögurra manna úrslitin í tippleik Vikurfrétta hófust um síðustu helgi og þurftu tippararnir Joey Drummer, Brynjar Hólm, Björn Vilhelms og Guðjón Guðmunds, að glíma við erfiðan seðil sem teygði anga sína á hina ýmsu knattspyrnuvelli víðsvegar um Evrópu. Guðjóni tókst best að glíma við seðilinn, skilaði átta réttum, Joey og Björn náðu sjö réttum og Brynjar tók sex. Guðjón er reyndur keppnismaður og er örugglega ekki byrjaður að skoða kampavínið, hann veit að það eru þrjár umferðir eftir.

Undanfarin ár hefur tímabilið í Englandi lokið með þessum úrslitaleik elstu knattspyrnukeppni sögunnar en eitthvað olli því að breyting var gerð í ár, úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 17. maí en lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar viku síðar, sunnudaginn 25. maí. Þetta hefur samt engin áhrif á tippleik Víkurfrétta, tippararnir munu býtast næstu þrjár helgar, sú síðasta leikinn 10. maí. Til að ná sem hagstæðustu flugfargjaldi er alltaf æskilegt að kaupa flugmiðann með fyrirvara og verður fróðlegt að sjá hvort nafn keppandans sem fer á flugmiðann, verði hið rétta. Ef ekki, þarf að greiða breytingargjald.

Ekki verður látið uppi hvaða nafn fer á flugmiðann. Tippararnir eru allir með á hreinu að þeirra nafn eigi að rata á miðann.

Brynjar Hólm er ekki eins yfirlýsingaglaður og sveitungi sinn.

„Byrjun mín í leiknum gefur ekki tilefni til að setja mig strax á þennan flugmiða, ég skil það. Ég minni samt á að enginn körfuboltaleikur hefur unnist eftir fyrsta fjórðung, málið er að standa uppi í lok fjórða leikhluta. Ég mun nálgast þetta verkefni á þeim nótum, það er nóg eftir.“

Björn Vilhelmsson hefur fullan hug á að skella sér ókeypis á Wembley.

„Ég er búinn að hafa augastað á þessum úrslitaleik frá því að mér bauðst að taka þátt í tippleik Víkurfrétta og finnst ennþá að ég sjái skrifað í skýin að ég sé að fara í þetta flug laugardagsmorguninn 17. maí.“

Guðjón Guðmunds telur að reynsla sín muni færa honum umrætt flugsæti.

„Ég held ég hafi sýnt það í þessari fyrstu umferð að öruggasta veðmálið er að setja mitt nafn í flugsætið. Ég er í raun ósigrandi, vann þrisvar sinnum sem dugði til að komast í fjögurra manna úrslitin, vinn núna. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?“

Þrátt fyrir ítrekaðar óskir skilaði Jóhann D. Bianco ekki táknum á seðil vikunnar. Hann er því á núlli á seðlinum í þessari umferð úrslitakeppninnar í Þrumað á þrettán.

GLEÐILEGT SUMAR!

Bröndby stefnir á Evrópusæti og íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti á EM

Ingibjörg er fæddur fyrirliði

Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrnukona frá Grindavík, er að verða búin að fylla áratug í atvinnumennsku en hún hefur verið lykilleikmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár. Í síðustu leikjum í Þjóðardeildinni tókst hún á hendur nýtt hlutverk, var fyrirliði liðsins í tveimur leikjum gegn Noregi og Sviss. Að vera fyrirliði er samt ekkert nýtt fyrir Ingibjörgu, hún hefur alltaf verið leiðtogi í sér, sama í hvaða liði hún hefur leikið.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Í dag leikur hún með Bröndby í Danmörku og telur sig eiga nokkur ár eftir í atvinnumennskunni. Hún mun koma í stutt frí til Íslands eftir tímabilið, mætir þá í brúðkaup systur sinnar áður en hún heldur með íslenska landsliðinu á lokakeppni EM, sem verður haldið í Sviss í sumar.

Ingibjörg var komin út til Danmerkur eftir landsleikina tvo þegar blaðamaður tók hana tali.

„Ég er á mínu fyrsta tímabili með Bröndby í Köben, var þá búin að vera í Þýskalandi að spila með Duisburg en atvinnumennskan hófst í Svíþjóð og svo hef ég líka leikið í Noregi. Ég kann mjög vel við mig hér í Danmörku, Daninn er líkari okkur Íslendingum en Þjóðverjinn.

Ég bý í Bröndby sem er í útjaðri Kaupmannahafnar, það tekur mig um 25 mínútur að komast niður í miðbæ. Ég get nánast labbað á æfingar en tek venjulega strætó. Ég er á mínu níunda ári sem atvinnumaður og hefur þetta verið ofboðslega skemmtilegt og gefandi en ég var ekki gömul þegar ég ætlaði mér þetta, það er alltaf gaman þegar maður nær sínum markmiðum.

Ég æfði bæði körfubolta og fótbolta í Grindavík en snemma áttaði ég mig á að ég ætti meiri möguleika á atvinnumennsku í fótbolta, ég hef líklega verið um tíu ára gömul og valdi því þá grein og sé ekki eftir því í dag. Ég hef átt flottan feril en ég er ekkert að spá í því núna því maður vill alltaf meira, ég vil komast eins langt og ég get og eftir ferilinn getur maður horft til baka. Ég verð 28 ára á þessu ári svo ég er hugsanlega á besta aldrinum núna og ætla mér að eiga nokkur góð ár í viðbót í atvinnumennsk-

unni. Íþróttaferill kvenna er venjulega styttri en karlanna og eflaust spilar margt þar inn, barneignir t.d. en við konurnar þurfum líka að undirbúa hvað tekur við að loknum atvinnumannsferlinum, það eru því miður ekki sömu laun í boði í kvennaknattspyrnu. Svo er líkamsbygging kvenna öðruvísi en karla, mér finnst mjög gaman að sjá að félög eru farin að spá miklu meira í styrktarþjálfun í dag en það þekktist nánast ekki þegar ég var að byrja. Vísindin á bak við þessa hluti eru miklu betri í dag, þegar ég var að byrja voru bara allir settir á eins prógramm. Þetta gæti orðið til þess að ferill íþróttakvenna geti lengst og það er auðvitað mjög jákvætt.“

Bröndby

Barna- og unglingastarf félaga á Íslandi er með svipuðu sniði, börn byrja að æfa, jafnvel í 8. flokki og færast svo upp um flokk eftir því sem barnið eldist. Svipað fyrirkomulag er hjá Bröndby en mikil áhersla líka lögð á akademíu. „Það er auðvitað mikill munur á barna- og unglingastarfi hjá Bröndby eða því sem ég ólst upp við í Grindavík vegna fjöldans. Það búa rúmlega milljón manns í Kaupmannahöfn og Bröndby er mjög vinsælt lið með marga stuðningsmenn og iðkendur. Það eru yngri flokkar hér eins og heima en liðin leggja mikið upp úr akademíu þar sem efnilegustu leikmennirnir eru teknir inn í þær og þjálfaðir betur. Við æfum venjulega á laugardagsmorgnum og áður en við byrjum þá eru börn allt niður í fimm ára sem eru að æfa, það er gaman að sjá þessi ungu börn öll hópast saman í kringum boltann eins og maurar. Eins og heima færast börnin síðan upp um flokk

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda

leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

GLEÐILEGT SUMAR

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í

og á einhverjum tímapunkti eru þau efnilegustu tekin inn í akademíuna. Bröndby er líklega sigursælasta lið Danmerkur, alla vega kvennaliðið og er mjög vel staðið að öllu uppbyggingarstarfi samhliða því að meistaraflokksliðin hafa verið sigursæl. Okkur hefur gengið vel á þessu tímabili, það eru þrjú lið að keppast um titilinn en tímabilið hjá okkur er tvískipt, fyrst er leikið frá ágúst fram í nóvember og eftir það er deildinni skipt upp og sex efstu leika um titilinn. Við byrjuðum aftur í mars og síðasti leikurinn er 16. júní svo tímabilið er langt en það kemur gott frí á milli. Ég kem heim, mæti í brúðkaup hjá systur minni og stoppa bara stutt því svo fer landsliðið á EM í Sviss,“ segir Ingibjörg.

Fyrirliði

Ingibjörg hefur alltaf verið fyrirliðatýpa í sér, hefur oft gegnt því hlutverki hjá sínum félagsliðum og í landsleikjunum um daginn bar hún fyrirliðabandið í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur.

„Þessir landsleikir í Þjóðardeildinni á móti Noregi og Sviss gengu bara nokkuð vel, við sýndum fínar frammistöður og hefðum getað unnið báða leikina en það er mikilvægt fyrir okkur að halda okkur í

ingibjörg Sigurðardóttir með fyrirliðabandið í landsleik á dögunum. Myndir: jggsport Úr einkasafni ingibjargar.

A-deildinni í Þjóðardeildinni. Það vantaði nokkra lykilmenn svo við gátum nokkuð vel við unað með jafnteflin. Ég var auðvitað stolt að bera fyrirliðabandið en fann svo sem ekki fyrir neinum mun þegar út í leikina var komið, ég hef alltaf látið vel í mér heyra og hef líklega alltaf verið þessi fyrirliðatýpa í mér. Ég er búin að vera varafyrirliði Glódísar undanfarin ár og þetta var í raun ekkert nýtt fyrir mér og ég fann ekki fyrir neinni aukapressu í leikjunum. Mér finnst ég alltaf spila best þegar ég er með aukna ábyrgð á mér svo það hentar mér vel að bera fyrirliðabandið. Ég er svo nýlega komin í Bröndby-liðið svo ég er ekki með fyrirliðabandið þar en ég haga mér í raun alltaf eins. Við erum sex útlenskar í liðinu, góður andi og ætlum okkur að ná Evrópusæti, þurfum að enda á meðal þriggja efstu liðanna. Það verður spennandi að mæta á EM, við ætlum okkur að gera betur en síðast en hversu langt við getum náð er ómögulegt að segja til um núna. Við eigum góða möguleika að fara upp úr riðlinum en þá þurfum við að spila vel og vera skipulagðar. Við erum alla vega ekki mættar bara til að taka þátt, við ætlum okkur að ná árangri og vera landi og þjóð til sóma,“ sagði Ingibjörg að lokum.

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar!

fagna 50 árum

Afmælisfögnuður HS Veitna

fór fram í Stapa á dögunum þar sem tekið var á móti tæplega tvö hundruð manns sem fögnuðu með fyrirtækinu á þessum merku tímamótum.

Auk fyrirlestra var sýning á ýmsum munum sem viðkoma starfseminni bæði nú og frá fyrri tíð. Á myndinni hér til hliðar tekur Páll Erland, forstjóri HS Veitna, á móti Alberti Albertssyni, sem til margra ára var einn helsti hugmyndasmiður hitaveitunnar.

Nánar er fjallað um afmælishátíðina í Suðurnesjamagasíni á vf.is.

STÚTFYLLTU STAPANN

Bræðurnir Baldur Þórir og Júlíus Freyr stútfylltu Stapann í Hljómahöll á 80 ára afmælistónleikum sem þeir héldu þann 13. apríl síðastliðinn en þá hefði faðir þeirra, rokkarinn Rúnar Júlíusson orðið áttræður. á tónleikunum spiluðu þeir 28 lög af um 500 lögum sem Rúnar kom nálægt á ferlinum. í Suðurnesjamagasíni á vf.is er sýnt frá tónleikunum og rætt við þá bræður.

Alla leið á öruggari dekkjum

Full-„bókaðir“ tónleikar í Hljómahöll!

Cooper Zeon 4XS Sport

• Henta undir jeppann þinn

• Mjúk og hljóðlát í akstri

• Veita afburða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi

Cooper Zeon CS8

• Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd

• Einstaklega orkusparandi

• Hljóðlát með góða vatnslosun

Cooper AT3 Sport 2

• Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum

• Hljóðlát og mjúk í akstri

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.