50 tbl 2016 seinni hluti

Page 1

36

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 22. desember 2016

ÁRATUGUR FRÁ STRANDI WILSON MUUGA Í HVALSNESFJÖRU VIÐ SANDGERÐI

STÍMDI BEINT TIL LANDS Á FULLRI FERÐ Áratugur er liðinn síðan flutningaskipið Wilson Muuga strandaði í Hvalsnesfjöru við Sandgerði. Strandið átti sér stað seint um nótt þann 19. desember 2006. Fjórtán manna áhöfn var á flutningaskipinu. Í aðdraganda björgunaraðgerða fórst bátsmaður af léttabáti frá danska varðskipinu Triton. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Flutningaskipið Wilson Muuga stímdi beint til lands á fullri ferð án þess að áhöfnina grunaði hvað framundan væri. Þetta kom fram í sjóprófum sem fram fóru í Héraðsdómi Reykjaness vegna strandsins. Kom í ljós að bæði sjálfsstýring skipsins og svokallaður gírókompás biluðu. Gírókompásinn sýndi stefnu í hásuður þótt skipið hefði í raun hrakist af leið vegna hliðarvinds. Í sjóprófunum kom fram að gert hefði verið við gírókompásinn í byrjun desember vegna bilunar. Yfirstýrimaður skipsins, sem var við stjórnvölinn þegar skipið strandaði, vissi hins vegar ekki af viðgerðinni. Beiðni um dráttarbát barst frá Wilson Muuga seint um nótt. Í fyrstu var ekki vitað hvar skipið væri strandað en björgunarskip voru send út bæði frá Sandgerði og Grindavík. Skipið fannst svo langt uppi í fjöru við Hvalsneskirkju. Viðbragðsaðilar settu upp aðstöðu við Hvalsneskirkju en þaðan sást vel yfir strandstaðinn. Danska varðskipið Triton heyrði hjálparbeiðnina frá Wilson Muuga og bauð fram aðstoð sína. Var léttabátur sjósettur frá skipinu með átta mönnum. Mjög þung alda var úti fyrir Sandgerði, ölduhæðin margir metrar og aðstæður mjög erfiðar. Léttabátnum hvolfdi í brimgarðinum ekki langt frá strandstað. Við þetta slys breyttist atburðarásin. Bátsmennirnir voru hætt komnir í brimsköflunum þegar bát þeirra hvofldi. Mannskapurinn var mjög vel þjálfaður og höfðu þeir náð að krækja sig saman þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann þá. Einn þeirra drukknaði en gat hafði komið á björgunarbúning hans en hinum var bjargað með ævintýralegum hætti úr öldum sem voru á hæð við þriggja hæða hús og vann þyrlusveit Landshelgisgæslunnar þar mikið afrek. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu á þessum tímapunkti

verið kallaðar út og þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita af höfuðborgarsvæðinu með mesta forgangi. Hluti björgunarliðsins vann að aðgerðum við strandstað Wilson Muuga á meðan aðrir tóku þátt í leit að danska sjóliðanum. Samskiptin við skipstjóra Wilson Muuga gengu erfiðlega framan af. Hann vildi ekki láta bjarga áhöfninni frá borði en björgunarsveitir höfðu frá því í birtingu unnið að því að koma línu um borð í skipið. Einnig voru þyrlur Landhelgisgæslunnar tiltækar til að hífa áhöfnina í land.

Skipstjórinn vildi hins vegar bara fá dráttarbát til að draga skipið á flot og halda ferðinni til Rússlands áfram. Hann gerði sér enga grein fyrir aðstæðum og hversu langt upp í fjöruna skipið var komið. Skipbrotsmenn voru þó fluttir í land þegar líða tók á daginn og síðdegis þann 19. desember hafði öll áhöfnin verið flutt í land með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þegar Wilson Muuga strandaði aðfaranótt 19. desember 2006 voru aðstæður mjög slæmar á strandstað, vaxandi straumur, áhlaðandi og mikill vindur. Spáð var áframhaldandi

Léttabát af danska varðskipinu Triton rak upp í fjöru á Hvalsnesi eftir að hafa hvolft í brimrótinu þar sem einn bátsverji fórst. roki næstu daga. Um borð í skipinu voru 145 tonn af svartolíu og 33 tonn af annarri olíu. Var í upphafi óttast að olía úr skipinu gæti komist út í umhverfið og valdið mengunarslysi og var strax hafist handa við að gera ráðstafanir til að fjarlægja olíuna úr skipinu. Tókust þær aðgerðir giftusamlega og lítil olía komst út í umhverfið og olli hverfandi skaða. Sólarhring eftir strandið töldu menn litlar líkur á að hægt yrði að bjarga Wilson Muuga af strandstað. Gunnar Stefánsson hjá Landsbjörgu sagði í samtali við Víkurfréttir sólarhring eftir strandið að það stórsæi á botni

skipsins eftir að hafa lamist til í óveðrinu sólarhringinn á undan. Talsverður leki var kominn í skipið, í lestar og víðar. Slæm veðurspá var yfirvofandi og því ljóst að erfitt yrði að koma fyrir búnaði til að dæla sjó úr skipinu, sagði í frétt daginn eftir strandið. Þá var búið að leggja veg að strandstað strax daginn eftir strand skipsins til að auðvelda aðkomu að fjörunni en um 400 metrar voru frá fjörukambi að skipinu. Gunnar Stefánsson sagði á vef Víkurfrétta líklegt að að nýtt Víkartindsmál væri í uppsiglingu. Skipið snérist mikið á strandstaðnum fyrsta sólarhringinn. Þá voru allir botntankar skipsins rifnir og hætta var á að skipið liðaðist í sundur en sprungur voru komnar í plötumót. Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út á aðfangadag 2006 til að leita að olíublautum fugli nærri strandstað en vart hafði orðið við olíuleka frá skipinu.

Mikill viðbúnaður björgunarliðs á fjörukambinum við Hvalsnes.

„Bæjarráð Sandgerðisbæjar telur algjört forgangsatriði að olíu úr Wilson Muuga verði hið fyrsta komið á land til að koma í veg fyrir umhverfisslys á fjörum og við strendur bæjarfélagsins af völdum olíumengunar. Bæjarráð vill hins vegar taka fram að gæta þarf fyllsta öryggis á strandstað og að starfsmönnum verði ekki stefnt í voða í ljósi þess að nú þegar hefur einn látist

(framhald í næstu opnu)


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.