• fimmtudagurinn 28. júlí 2016 •30. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Eina stóriðja landsins án sérkjarasamninga l Kísilver United Silicon gerir almenna samninga við starfsfólk l Erfitt að manna verksmiðjuna að mati verkalýðsforingja Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðsog sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir það mikil vonbrigði að United Silicon og Samtök atvinnulífsins muni ekki ætla að gera sérkjarasamninga við starfsmenn kísilverksmiðjunnar sem er að rísa í Helguvík. Fyrir vikið verði verksmiðjan eina stóriðjan á Íslandi sem ekki gerir slíka samninga við starfsfólk sitt. Hann gerir ráð fyrir því að erfitt verði að manna verksmiðjuna nema með erlendu vinnuafli. „Við áttum fund með United Silicon sem fjallaði um kaup og kjör starfsmanna, en þeir fengu Samtök atvinnulífsins til þess að annast sín mál.
Hrottaleg árás í Reykjanesbæ
Þegar ég hef svo rætt málið við talsmann Samtaka atvinnulífsins þá segir hann mér að það sé ekki áhugi af þeirra hálfu fyrir því að gera sérkjarasamninga. Þeir ætla að keyra verksmiðjuna á almennum kjarasamningum,“ segir Kristján og bætir við að ekkert hafi breyst í þeim málum síðan þessar viðræður áttu sér stað. „Það er mín skoðun að þá verði mjög erfitt að manna verksmiðjuna. Það vill þá oft verða lausnin að fá útlendinga til þess að sinna störfunum sem erfitt er að manna.“ Kristján vill þó ekki kveða upp dóm um hvort að svo verði hjá United Silicon. Hann hefur heyrt af því að verið sé að ráða mannskap í verksmiðjuna en
hefur engar upplýsingar fengið um kjör þeirra. „Ef niðurstaðan verður sú að þessi verksmiðja verður mönnuð meira og minna með innfluttu vinnuafli, þá er til lítils barist að fá þetta hingað í
Helguvíkina. Þá er alveg óþarfi að fara bæði splitt og spíkat til þess að fá hér atvinnu ef menn vilja ekki standa við fögur fyrirheit um að þetta séu vel launuð störf. Hvar eru þau störf? Þau virðast ekki vera fyrir hendi.“ Sérkjörin fela oftast í sér ákvæði um vaktir og vinnutíma sem verður til þess að fólk sækir í slík störf. Sérkjarasamningar eru fyrir hendi í álverunum í Straumsvík, Grundartanga og á Austurlandi. „Það yrði niðurstaðan að þetta væri eina stóriðjan á landinu sem væri ekki með slíka samninga. Það eru mér vonbrigði að þeir ætli að tækla málin svona miðað við fyrri yfirlýsingar um að þarna eigi að vera vel launuð störf.“
Víkurfréttir í sumarfrí
Vígalegir veiðimenn
n Víkurfréttir koma ekki út í næstu vegna sumarleyfa starfsfólks. Næsta tölublað Víkurfrétta kemur því út fimmtudaginn 11. ágúst nk. Skrifstofur Víkurfrétta opna aftur eftir sumarfrí mánudaginn 8. ágúst. Fréttavakt verður staðin á vf.is alla virka daga. Blaðamaður á vakt er í síma 869 3317 og með tölvupóstinn eythor@vf.is.
l 17 ára piltur kjálkabrotinn og hlaut opið beinbrot eftir barsmíðar Hrottafengin árás átti sér stað í Reykjanesbæ í vikunni sem leið þar sem sautján ára piltur hlaut mikla áverka eftir fólskulegar barsmíðar frá jafnöldum sínum. Stundin greindi frá málinu en þar segir að pilturinn hafi verið lokkaður upp í bíl hjá árásarmönnum sem gengu svo í skrokk á honum og skildu hann eftir við skipasmíðastöðina í Njarðvík. Fórnarlambið tvíkjálkabrotnaði, hlaut opið beinbrot og tönn var brotin. Hann mun hafa gengist undir aðgerð vegna áverkanna.
Stopp á vinstri beygju við Hafnaveg Þeir voru heldur betur klárir í slaginn við makrílinn þessir veiðimenn sem Eyþór Sæmundsson myndaði við Keflavíkurhöfn á dögunum. Fleiri myndir af makríl- og Pokémon-veiðum eru í blaðinu í dag.
Annríki og nýtt met slegið
ÓSKAR KRISTINN
ER EFNILEGUR LEIKSTJÓRI ÚR GRINDAVÍK
l Erlendir sjúklingar staðgreiða flutning í sjúkrabílnum
Íslandi á ferð yfir Atlantshafið, þegar veikindi verða um borð. Um 11% allra sjúkraflutninga á Suðurnesjum tengjast Keflavíkurflugvelli og flugstöðinni. Aukningin í þessum flutningum er 37% frá því í fyrra. Með auknum ferðamannastraumi til landsins þá fjölgar einnig erlendum sjúklingum sem fluttir eru með sjúkrabílum Brunavarna Suðurnesja. Kostnaðurinn við þessa flutninga fellur allur á þá sjúklinga sem eru fluttir. Sjúklingar frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að framvísa skilríkjum sem eru mynduð og Sjúkratryggingar Íslands hafa svo milligöngu um greiðslur fyrir flutninginn. Aðrir erlendir sjúklingar sem eru fluttir með sjúkrabílum þurfa að staðgreiða
flutninginn. Þannig eru greiðsluposar í sjúkrabílunum þar sem sjúklingar eða aðstandendur þurfa að staðgreiða flutninginn sem kostar um 40.000 krónur fyrir hverja byrjaða klukkustund. Jón Guðlaugsson sagði alla borga með bros á vör. Það kæmi líka flestum á óvart að sjúkraflutningurinn væri ekki dýrari, því sú væri reynslan víða erlendis. Á þessu ári eru sjúkraflutningar orðnir 1435 talsins og segir Jón að miðað við þá aukningu sem orðið hefur í sjúkraflutningum allt þetta ár megi búast við að þetta ár verði metár í sjúkraflutningum.
FÍTON / SÍA
Síðustu dagar hafa verð annasamir í sjúkraflutningum hjá Brunavörnum Suðurnesja. Annir eru það miklar að nýtt met hefur verið slegið í sjúkraflutningum en aldrei í sögu sjúkraflutninga á Suðurnesjum hafa verið eins margir flutningar í einum mánuði. Þegar Víkurfréttir fóru í prentun síðdegis í gær voru sjúkraflutningarnir orðnir 229 í mánuðinum. Eldra met var 220 sjúkraflutningar í janúar 2014. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir í samtali við Víkurfréttir að ekki aðeins séu sjúkraflutningarnir margir, þá séu óvenju mörg útköll á mesta forgangi. Af þessum 229 útköllum séu 81 á forgangi F-1 eða F-2, sem er hratt viðbragð. Síðustu daga hafa verið fjölmörg útköll á Keflavíkurflugvöll þar sem ferðamannatíminn sé nú í hámarki. Áður en blaðið fór pentun síðdegis í gær voru útköll tengd fluginu orðin fimm þann daginn. Þau tengjast flest veikindum farþega eða flutningi á sjúklingum í sjúkraflug. Þó nokkuð er um að flugvélar þurfi að millilenda á
einföld reiknivél á ebox.is
Skapandi að slæpast og leiðast
n Nú er ekki lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hafnavegi upp Reykjanesbraut í átt að Grænás. Starfsmenn Vegagerðarinnar mættu sl. föstudag með kantsteina og skilti og lokuðu beygjuakgrein á Hafnavegi. Sett voru upp skilti sem banna beygjuna. Í kjölfar banaslyss sem varð á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar á dögunum hafa háværar kröfur verið gerðar um úrbætur á þessum gatnamótum. Margir furðuðu sig á því hvers vegna ekki hefði verið lokað fyrir vinstri beygju inn á Hafnaveginn sjálfan frá Reykjanesbraut þegar komið er upp frá hringtorgi við Stekk. Áform eru þó um að tengja Hafnaveg við hringtorgið við Stekk og er því alls ekki um endanlega lausn að ræða.
SJÁ VIÐTAL Í MIÐOPNU
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.