• fimmtudagur 4. maí 2017 • 18. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Hestafjör á Akri
Dreifing Víkurfrétta tekur tvo daga
Það var heldur betur fjör á leikskólanum Akri í Innri Njarðvík í gær þegar foreldrafélag leikskólabarna fékk nokkra hesta í heimsókn á leikskólann. Þau börn sem vildu fara á hestbak fóru hring á spökum hrossum á skólalóðinni. Sólborg Guðbrandsdóttir tók meðfylgjandi mynd við þetta tækifæri. Fleiri myndir eru á vf.is
n Vegna breytinga á póstdreifingu á Suðurnesjum mun taka tvo daga að dreifa Víkurfréttum inn á heimili á Suðurnesjum. Dreifing blaðsins fer því fram á fimmtudögum og föstudögum. Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast á vf.is á fimmtudagsmorgnum.
Beita óhefðbundnum aðferðum Atvinnuástandið á Suðurnesjum er með besta móti um þessar mundir og hafa mörg fyrirtæki ráðið til sín sumarstarfsfólk undanfarið. Víkurfréttir tóku púlsinn hjá Isavia, Bláa Lóninu og Airport Associates en hjá fyrirtækjunum hefur gengið vel að ráða. Hjá Isavia var ráðist í sérstakt átak í vetur þar sem sumarstörf voru kynnt með myndböndum á samfélagsmiðlum. Þá voru hengdar upp auglýsingar í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hjá Bláa Lóninu er sérstök atvinnu-Facebook síða þar sem sagt er frá störfum sem í boði eru. Þá hafa verið haldnar kynningar fyrir vini og kunningja starfsfólks þar sem Bláa Lónið er kynnt sem vinnustaður. Vel hefur gengið hjá Airport Associates að ráða starfsfólk en í ár byrjuðu ráðningar fyrr en áður og reyndist það vel. Þar á bæ er fólk hætt að hugsa í sumartímabilum þar sem álagið er orðið jafnara yfir árið. Nánar má lesa um málið á bls. 12.
Algjör viðsnúningur í rekstri Reykjanesbæjar
Bæjarstjórn samþykkti ársreikning samstæðu Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 að lokinni síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Rekstrarniðurstaða bæði A-hluta bæjarsjóðs er jákvæð í fyrsta skipti síðan 2012 og samstæðu A og B hluta síðan 2010. Munar þar mest um aukna framlegð, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, en framlegð A-hluta bæjarsjóðs var 1,7 milljarður og framlegð samstæðu A og B hluta 4,1 milljarður. Rekstarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs, að teknu tilliti til fjármagnsliða og afskrifta, er hins vegar jákvæð um 49 milljónir og samstæðu A og B-hluta um 93 milljónir. Lykillinn að þessum viðsnúningi í rekstri er að á meðan tekjur hafa aukist í kjölfar meiri atvinnu og hærri launa hefur starfsmönnum Reykjanesbæjar tekist að koma í veg fyrir að útgjöld hækki í takt við auknar tekjur, segir á vef Reykjanesbæjar.
Þörf fyrir frekari skólauppbyggingu á Ásbrú og í Hlíðum l Íbúum fjölgaði um 7,4 prósent á síðasta ári l Áframhaldandi uppbygging innviða Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,4 prósent á síðasta ári og gangi spár eftir mun þeim halda áfram að fjölga. Samfara fjölguninni þarf að
byggja upp innviði, svo sem leik- og grunnskóla. Í haust verður skólahúsnæði til bráðabirgða tekið í notkun í Dalshverfi í Innri Njarðvík en skól-
Í haust verður skólahúsnæði til bráðabirgða tekið í notkun í Dalshverfi í Innri Njarðvík en skólinn sem fyrir er í hverfinu, Akurskóli, er yfirfullur.
inn sem fyrir er í hverfinu, Akurskóli, er yfirfullur. Ekki verður látið staðar numið í Dalshverfi því ljóst er að þegar Hlíðahverfi, gamla Nikel-svæðið, byggist upp verður örugglega þörf á grunn- og leikskóla þar. Miðað við nýjustu fregnir af uppbyggingu á Ásbrú er þegar komin þörf á að stækka Háaleitisskóla og er það verkefni skyndilega komið í forgang. „Það er óhætt að segja að helstu vaxtarbroddarnir séu í Innri Njarðvík, Hlíðahverfinu og á Ásbrú,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Nánar er fjallað um skólauppbyggingu í Reykjanesbæ í viðtali við Helga á bls. 24.
Skólamatur með lægsta tilboð n Skólamatur ehf. var með lægsta tilboð í framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni, en aðeins bárust tvö tilboð. Hitt tilboðið kom frá ISS Ísland ehf. og var talsvert hærra. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 658.148.291 krónur miðað við 3 ára samning. Ti lb o ðið fr á Skólamat var 567.171.765 krónur. Það má því búast við grunnskólabörn í Reykjanesbæ fái áfram mat frá Skólamat.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
FÍTON / SÍA
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
studlaberg.is