Víkurfréttir 22. tll. 38. árg. 2017

Page 1

• fimmtudagur 1. júní 2017 • 22. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

SJÁVARFLÓÐ Í STÓRSTREYMI Á FITJUM GatnamótAðalgötu og Reykjanesbrautar. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ístak bauð lægst í hringtorgin n Ístak hf. átti lægsta tilboð í gert tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut). Tilboðin voru opnuð á þriðjudag. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum. Það voru Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óskuðu eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut. Aðlaga þarf aðliggjandi vegi að hringtorgunum. Framkvæmdin innifelur einnig að annast tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu- og lágspennustrengja í vegunum í samráði við veitur. Allri malbikun skal lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2017. Ístak bauð tæpar 216 milljónir króna í verkið, Ellert Skúlason ehf. bauð 224 milljónir og ÍAV hf. bauð tæpar 256 milljónir króna.

Með „SOUL“ í auga 2017

FÍTON / SÍA

n SOUL tónlist allra tíma verður viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga” þetta árið sem haldnir verða að venju í Andrews Theatre á Ljósanótt. ,,Sálartónlist er allt í kringum okkur og margir af vinsælustu tónlistarmönnum samtímans voru mjög virkir í Soulinu” segir Kristján Jóhannsson, en hann, Guðbrandur Einarsson og Arnór Vilbergsson hafa verið í fararbroddi bliksins ásamt einvala liði samstarfsmanna. ,,Stevie Wonder, Aretha Franklin, Otis á Redding og Van Morrisson eru meðal þeirra listamanna sem eiga lög í dagskránni núna. Þetta er bara yndisleg tónlist, stuð, tregi og urrandi ástarjátningar”, bætir Kristján við. „Það er heldur ekkert smálið söngvara og hljóðfæraleikara með okkur þetta árið. Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns flytja lögin og við lofum góðri sálartónlist“. Sýnt verður í Andrews og frumsýnt 30. ágúst. Þrjár sýningar í boði miðvikudaginn 30 ágúst og tvær sýningar 3. september.

einföld reiknivél á ebox.is

Stærsta tjörnin á Fitjum fylltist af sjó á stórstraumsflóði um síðustu helgi. Rof er í bakkanum í víkinni og þegar stærsti straumur er, líkt og um síðustu helgi, þá flæðir sjórinn óhindrað inn í tjörnina. Svæðið var því eins og hafsjór þegar Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, flaut flygildi blaðsins yfir svæðið. Fitjar standa lágt og með hækkandi yfirborði sjávar má gera ráð fyrir að þetta svæði verði oftar umflotið sjó verði ekkert að gert.

●●Íbúafundir um sameiningu Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs

Kostir sameiningar eru fleiri en gallar

n Betri nýting fjármuna er einn af kostum sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar en stýrihópur um hugsanlega sameiningu Sandgerðis og Garðs boðaði til íbúafundar á mánudagskvöldið í Sandgerði. Í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, var fundur um sama efni haldinn í Garði. Á dagskrá fundarins var að kynna úttekt á helstu kostum og göllum sameiningar sveitarfélagana. Á fundinum kom skýrt fram að kostir sameiningar væru fleiri en gallarnir. Það voru fulltrúar frá KMPG sem mættu á fundinn og kynntu niðurstöður úttektar sem unnin var fyrir sveitarfélögin um kosti og galla sameiningar Sandgerðis og Garðs.

Í henni kom fram að einn af helstu kostunum sameiningar yrði betri nýting fjármuna. Þá kom það einnig skýrt fram að ekki stæði til að sameina grunnskólana undir einu þaki, þó vissulega kæmi til greina að efla samvinnu milli þeirra. Aðal ástæðan væri sú að báðir skólarnir eru hagstæðar rekstrareiningar eins og þeir eru í dag. Þá kom fram í úttektinni að bæta þyrfti samgöngur á milli Sandgerðis og Garðs ef að sameiningu yrði. Bæði þyrfti að efla almennings samgöngur og að gera hjólreiðastíg á milli. Eftir að fulltrúar KMPG höfðu lokið máli sínu var boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Þeir sem tóku til máls voru almennt jákvæðir í garð sameiningar.

Úthluta fleiri fjölbýlishúsalóðum í Vogum Frá gatnagerð í nýjum miðbæ í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi

n Lagt hefur verið til við bæjarráð Voga að samþykkt verði að auka lítillega við verk í nýju miðbæjarskipulagi í Vogum svo unnt sé að úthluta fimm lóðum undir fjölbýlishús í stað þeirra þriggja, sem núverandi verkmörk miðast við. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi á

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

dögunum og samþykkti að auka við verkið samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir ráðið. Þá kemur fram í gögnum bæjarráðs að viðbótarkostnaður vegna breytinganna fjármagnist með tekjum af aukningu gatnagerðagjalda.

Nauðsynlegt að fjölga stöðugildum við TR n Síðasta vetur hafa um 840 nemendur verið í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. 370 nemendur eru í hljóðfæra- og söngnámi en aðrir eru í forskóla grunnskólanna. Farið var yfir vetrarstarfið hjá tónlistarskólanum á síðasta fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Þar kom fram að ekki verði miklar breytingar á kennaramálum næsta skólaár og að ráðningamál gangi vel. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Haraldur Árni Haraldsson, vék á fundi Fræðsluráðs sérstaklega að því að mikil þörf væri á að fjölga stöðugildum við skólann vegna fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu.

Veiðir refi og minka til að verja fuglavarp n Bæjarráð Sandgerðis hefur veitt Páli Þórðarsyni leyfi til til refa- og minkaveiða í bæjarlandinu til að verja fuglavarp í landi Norðurkots. Mikið æðavarp er m.a. í landi Norðurkots og Fuglavíkur, skammt utan við þéttbýlið í Sandgerði. Páll hefur undanfarin ár séð um að halda bæði minkum og refum í skefjum umhverfis varplöndin.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

00 á Hringbraut fimmtudag kl. 20:


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Laun kjörinna fulltrúa í Garði hækka um 26%

●●Endurskoða fjölda stöðugilda og breytingar á vaktafyrirkomulagi

Staða og framtíð Sandgerðishafnar til skoðunar n Skýrsla um rekstur og stöðu Sandgerðishafnar, sem unnin var af bæjar- og hafnarstjóra Sandgerðisbæjar, var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Gestir fundarins voru Ólafur Þór Ólafsson og Fríða Stefánsdóttir, bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar, Reynir Sveinsson, formaður hafnarráðs Sandgerðishafnar, og Grétar

Sigurbjörnsson, verkefnastjóri Sandgerðishafnar. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri, fór yfir skýrsluna en þar kemur m.a. fram að tekjur hafnarinnar fari minnkandi. Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur til að í ljósi minnkandi tekna við Sandgerðishöfn verði fjöldi stöðugilda endurskoðaður og breytingar gerðar á vaktafyrirkomulagi. Bæjarráð leggur

til að gert verði samkomulag við Fiskmarkað Suðurnesja um vigtarmál og samstarf um þjónustu á hafnarsvæðinu. Bæjarráð leggur einnig til að unnið verði að því að opnunartími Sandgerðishafnar og Fiskmarkaðar verði samræmdur eins og verða má. Þá leggur bæjarráð til að gjaldskrá hafnarinnar verði tekin til endurskoðunar.

ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

n Tillaga um þóknun til kjörinna fulltrúa bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs í gær. Eftirfarandi tillaga var lögð fram um breytingar á launakjörum kjörinna fulltrúa: „Í kjölfar þess að Kjararáð hækkaði þingfararkaup þann 1. nóvember 2016, hefur verið til skoðunar hvernig leiðrétta skuli launakjör kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins. Þróun launakjara hefur fylgt þróun þingfararkaups. Þess í stað er lagt til að

Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. VF-mynd: Hilmar Bragi

Gert verði ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi ●●þegar flokkun sorps frá heimilum hefst

„Allt neysluvatn á Suðurnesjum rennur þarna undir“

Erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, um flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum var tekið fyrir í bæjarráði Voga í síðustu viku. Í tillögu stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um að hafin verði flokkun úrgangs við heimili á starfssvæði stöðvarinnar er gert ráð fyrir að stuðst verði við svokallað tveggja tunnu kerfi.

NÝ VARA

BioMiracle lífrænt AloeVera spray • • • • • • • • •

98% hreint lífrænt spray fyrir andlit og líkama Ríkt af AloeVera og E vítamíni, kælir og gefur mikin raka Mjög gott undir förðun Kælir og róar sólbrennda húð Fyrir alla aldurshópa Ekki fitugt og klístrað Fyrir viðkvæma húð. Án parabena Engin gervi litarefni

Verð 1190 kr.

Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

„Tilfinning okkar hér suður frá er sú að eitt og annað muni koma upp ef skoða á alvarlega byggingu nýs flugvallar í Hvasahrauni,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis. Hann bendir á í viðtali við Morgunblaðið að hugsanlegur flugvöllur í Hvassahrauni yrði á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja. Því væri mikilvægt að rannsaka umhverfisáhrif mjög vel áður en ákvarðanir um mögulegar framkvæmdir yrðu teknar. Ólafur segir í viðtalinu en hann er líka formaður Svæðaskipulags Suðurnesja að það séu skilgreind vatnsverndarsvæði í svæðisskipulaginu. Hvassahraunið liggi á vatnsverndarsvæði á svokölluðu fjarsvæði vatnsverndar. Takmarkanir séu á því hvers konar starfsemi megi vera þar. Allt svæðið austan Reykjanesbrautar á svæði Suðurnesja sé vatnsverndarsvæði, hraunið á vinstri hönd þegar Reykjanesbraut er ekin frá álverinu og í suðurátt. Þá segir Ólafur að í ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja komi fram að fjarsvæði á vatnsverndarsvæðinu í Vogum hafi mikið verndargildi sem mögulegt framtíðarvatnsból. „Allt neysluvatn á Suðurnesjum rennur þarna undir og við hér suðurfrá hljótum að fara vandlega yfir það hvaða mannvirki geta risið á slíku svæði,“ segir Ólafur Þór.

Lesið meira á vf.is

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er samþykkt tillögunni um að hafin verði flokkun sorps við heimili á starfssvæði stöðvarinnar. Bæjarráð leggur jafnframt til að í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir möguleika á þriggja tunnu kerfi eða eftir atvikum grenndargámi fyrir plastúrgang í stað þriðju tunnunnar.

DAGBÓK LÖGREGLU Sex á nöglum í rigningunni

●●Flugvöllur í Hvassahrauni yrði á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

breytingar á launakjörum kjörinna fulltrúa taki mið af þróun launavísitölu. Ef miðað er við þróun launavísitölu í stað þingfararkaups, hækki föst mánaðarlaun kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Garðs um 26%, í stað 44,3% ef miðað væri við ákvörðun Kjararáðs þann 1. nóvember 2016. Breyting þessi taki gildi frá og með 1. janúar 2017. Föst mánaðarlaun kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn munu framvegis uppreiknast eftir þróun launavísitölu og fer útreikningur fram þann 1. janúar ár hvert. Um launakjör kjörinna fulltrúa fer eftir tillögu um þóknun kjörinna fulltrúa og nefndalaun“.

Um 130 ökumenn með allt á hreinu n Um 130 ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum kannaði á þriðjudagsmorgun við Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndust vera með allt sitt á hreinu. Lögregla hafði sett upp umferðalokun og hafði eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna sem þar fóru um. Tveir voru þó kærðir fyrir brot á umferðarlögum því annar var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis og hinn hafði ekki endurnýjað ökuskírteinið á tilsettum tíma. Hjá hinum 129 var allt í sóma.

n Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðastliðnum dögum stöðvað sex ökumenn sem óku á negldum dekkjum í rigningunni. Brot af þessu tagi er dýrt spaug því greiða þarf fimm þúsund krónur í sekt fyrir hvert neglt dekk undir bílnum eftir 15. apríl. Þá hefur lögreglan nú vakandi auga með útbúnaði eftirvagna svo sem hjól – og tjaldhýsa þar sem umferð þeirra fer vaxandi þessa dagana. Í ljós hefur komið að ýmsu getur verið ábótavant svo sem ljósabúnaði, framlengingu á hliðarspeglum og tengibúnaði. Í tveimur tilvikum voru ökumenn með kerrur í eftirdragi sem ekkert erindi áttu út á vegina þar sem önnur var óskráð en hin ónýt.

Hraðaksturinn kostaði nær 100 þúsund krónur n Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært tæplega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi nær hundrað þúsundum króna, eða 97.500 kr. í sekt. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um vímuefnaakstur og urðu fáeinir uppvísir að vörslu fíkniefna. Loks óku fáeinis sviptir ökuréttindum eða höfðu ekki endurnýjað ökuskírteini.

Málningu skvett á bifreiðir og bifhjól n Lögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudagskvöld tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum. Þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings. Lögregla rannsakar málið.


Barnadagskrá á Sjóaranum síkáta í Grindavík Verið hjartanlega velkomin á Sjóarann síkáta í Grindavík sjómannadagshelgina 9.-11. júní. Barnadagskráin er í boði Landsbankans og er hún fjölbreytt og skemmtileg að vanda.

Dagskrá     

Sirkus Ísland Bíbí og Björgvin Siggi sæti og Goggi mega Bjarni töframaður Skoppa og Skrítla

vin

jörg Bíbí & B

Dagskrá Sjóarans síkáta og allar nánari upplýsingar eru á www.sjoarinnsikati.is

    

Íþróttaálfurinn og Solla stirða Diskótekið Dísa Leiktæki og hoppukastalar Töfrabragðanámskeið Andlitsmálun og ýmislegt fleira

a

a stirð

g Soll

rinn o

aálfu Íþrótt

Skoppa og

Skrítla


markhönnun ehf

-30% GRILL GRÍSABÓGSNEIÐAR FRÁ KJÖTSEL KR KG ÁÐUR: 998 KR/KG

-40%

699

TULIP SPARE RIBS SVÍNARIF FULLELDUÐ Í BBQ 550 GR. KR PK

LAMBAGRILLPAKKI FRÁ KS BLANDAÐAR SNEIÐAR ÚR LAMBI Í GRILL MARINERINGU KR KG ÁÐUR: 1.798 KR/KG

1.358

1.259

ÁÐUR: 1.698 KR/PK

2tilboð1

OKKAR KAFFI 400 GR. KR PK ÁÐUR: 565 KR/PK

FYRIR

CAFFESSO NESPRESSO

589

452

-20%

ELDHÚSRÚLLA GIGANT JUMBO 97M KR PK ÁÐUR: 599 KR/PK

479

X-TRA SAFI APPELSÍNU 100% 1,5 L KR STK ÁÐUR: 299 KR/STK

239

-20%

-20%

-20% 89

275

Gott á grillið! -30%

-20%

PRINGLES 40 GR. SOURCREAM KR STK

NAUTAHAMBORGARAR 2 X 115 GR KR PK ÁÐUR: 459 KR/PK

KREMKEX FRÁ OREO. 154 GR. KR PK ÁÐUR: 179 KR/PK

149

Tilboðin gilda 1. - 5. júní 2017

POT NÚÐLUR CHOW MEIN KR STK ÁÐUR: 249 KR/STK

199

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-30% NAUTALUNDIR ERLENDAR FROSTNAR

ANDALEGGUR OG LÆRI FROSIÐ KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

2.999

1.399

KR KG ÁÐUR: 3.998 KR/KG

ÓDÝRT Í

-40% -31%

239

KR KG ÁÐUR: 478 KR/KG

-50%

BJÚGU FRÁ NETTÓ KR PK ÁÐUR: 899 KR/PK

539

CARAMEL TUNNOCK'S 5 STK. KR PK ÁÐUR: 289 KR/PK

199

-30%

Opnunartími verslana um Hvítasunnu Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó Nettó

MANGÓ

Borgarnes Búðakór Ísafjörður Egilsstaðir Glerártorgi Grandi Grindavík Hafnarfirði Hrísalundi Húsavík Höfn Iðavellir Krossmóa Mjódd Salavegi Selfossi

PIZZAOSTUR FRÁ ARLA 175 GR. KR STK ÁÐUR: 459 KR/STK

FRUITTELLA JUICY JARÐARBER 200 GR. KR PK ÁÐUR: 299 KR/PK

321

199

Hvítasunna 4. jún.

Annar í Hvítasunnu 5. júní

LOKAÐ 10.00 - 21.00 LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ

10.00 - 18.00 10.00 - 21.00 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 Opið 24 klst. 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 10.00 - 18.00 10.00 - 21.00 10.00 - 18.00 Opið 24. klst. 10.00 - 18.00 10.00 - 21.00

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

„Við eigum að fagna nýsköpun innan menntakerfisins“ ●●Samtök leikjaframleiðenda ósátt með synjun menntamálaráðuneytis um námsbraut í tölvuleikjagerð í Keili

Krafa íbúa að sátt skapist um rekstur flugvallarins Íbúar í Reykjanesbæ hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum af aukinni flugumferð á Keflavíkurflugvelli og ekki síst í ljósi þess að flugumferð á Vestur/Austurbraut liggur m.a. yfir bæinn. Brautina þurfti að nota í miklum mæli síðasta sumar vegna viðgerða við Norður/Suðurbraut. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór yfir málin frá sjónarhorni íbúa á íbúafundi Isavia í Bíósal Duus Safnahúsa á dögunum. Í máli Þrastar Söring, framkvæmdarstjóra rekstrarsviðs Isavia, og Vals Klemenssonar, deildarstjóra umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar, kom fram að breytingar verði í sumar, bæði varðandi flugumferð yfir bæinn en einnig á hljóðstyrks- og loftgæðamælingum við byggð í nálægð flugvallarins. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar. Í máli Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra, kom fram að mikið af kvörtunum hafi borist til hans frá íbúum vegna ónæðis frá flugumferð, sérstaklega við lokun N/S brautar síðasta sumar sem jók umferð yfir bæinn. Hann sagði á fundinum að krafa íbúa væri að ónæði af flugumferð verði lágmarkað eins og frekast er kostur. Flugumferlar væru hannaðir þannig að flugumferð fari ekki beint yfir byggð, nema útilokað sé

að að nota aðrar brautir. Reglur Evrópusambandsins um þessi mál verði innleiddar og eftir þeim farið. Rekstraraðilar flugvallarins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að haga flugumferð um völlinn þannig að sátt geti skapast og að ónæði af henni verði sem minnst. Það hafi tekist víðast erlendis þar sem flugvellir eru nærri íbúabyggð. Einnig að fylgst verði með loftmengun. Í máli Þrastar Söring kom fram að Norður/Suður brautin verði notuð í ríku mæli í sumar, þegar því verður komið við, sem þýðir minna flug yfir bæinn. Þá fór Valur Klemensson yfir nýtt hljóðmælingakerfi sem opnað verður í júníbyrjun og gefur íbúum tækifæri á að fylgjast með mælingum á rauntíma, m.a. við sitt heimili. Þrír hljóðnemar verða settir upp til að mæla áhrif flugumferðarinnar á hljóðvist, ofan Eyjabyggðar, við Grænás og við Háaleitisskóla. „Verður mikilvægt að fá svona mælingar til að hægt sé að fylgjast með ónæði sem kann að vera af flugumferð,“ segir Valur. Isavia mun einnig setja upp loftgæðamæla og verða þeir komnir í notkun um miðjan júní. Með því fást betri upplýsingar um hvað flugumferð er að losa á hverjum tíma, eins og fram kom í máli Vals. Niðurstöður mælinga bæði á hljóðvist og loftgæðum verða aðgengilegar á vef Isavia.

SÉRKENNSLURÁÐGJAFI LEIK- OG GRUNNSKÓLA Reykjanesbær óskar eftir að ráða sérkennsluráðgjafa leikog grunnskóla. Sérkennsluráðgjafi starfar í teymi fagfólks á fræðslusviði sem sinnir margvíslegri sérfræðiþjónustu við nemendur í leik- og grunnskólum. Meginverkefni: • Ráðgjöf í sérkennslu til starfsfólks og foreldra barna í leik- og

grunnskólum • Samstarf við stjórnendur og starfsfólk sem annast sérkennslu • Samstarf við aðrar stofnanir er fjalla um málefni barna sem þurfa sérkennslu • Kemur að frumathugunum og skimunum í leik- og grunnskólum

Menntunar- og hæfniskröfur:

„Stjórn Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að synja beiðni Keilis um að sett verði af stað ný námsbraut í tölvuleikjagerð næsta haust,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þá telur stjórnin að mikilvægt sé að menntakerfið á Íslandi sé í takt við tækniþróun. „Þrátt fyrir allar þær miklu breytingar fá íslensk börn ekki markvissa kennslu í mörgum þeim greinum sem byggja fyrst og fremst á hugviti og skapandi hugsun. Sérstaðan við framtak Keilis vegna leikjabrautar byggir helst á þeirri staðreynd að engin braut er til af þessu tagi á framhaldsskólastigi á Íslandi, einungis örfáir valáfangar í nokkrum skólum. Hefur Keilir unnið hörðum höndum að gerð brautarinnar og komið á samstarfi við IGI, CCP og fleiri aðila til að veita faglega ráðgjöf við gæðastjórnun og framkvæmd námsins. Þrátt fyrir þann undirbún-

ing og þá staðreynd að fjármagn er til staðar fyrir náminu innan Keilis þá fær brautin ekki hljómgrunn í menntamálaráðuneytinu. IGI og CCP hafa óskað eftir frekari rökstuðningi frá menntamálaráðuneytinu vegna synjunarinnar.“ Vignir Örn Guðmundsson, formaður IGI, segir gerð tölvuleikja þverfaglegt og skapandi viðfangsefni þar sem meðal annars er hægt að kenna listsköpun, vöruhönnun, gagnagreiningu, gerð viðskiptalíkana, forritun

Nemendur ánægðir með vendinám

Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er sáttur við kennslufyrirkomulag námsins.

Ráðstefna um innleiðingu vendináms í skólum Keilir stendur fyrir ráðstefnu um hlutverk kennara og skólastjórnenda í innleiðingu vendináms og vinnubúðir um notkun vendináms í skólastarfi, fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00 - 16:00 í aðalbyggingu skólans á Ásbrú. Ráðstefnan er styrkt af Nordplus Junior, Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, og er liður í samstarfsverkefni skóla í Eistlandi, Finnlandi, Danmörku og á Íslandi. Verkefnið, sem hófst í ágúst 2016 og lýkur í ágúst 2017, gengur út á að setja saman norrænt samstarfsnet sérfræðinga og kennara sem nýta vendinám í kennslu. Markmiðið er að setja saman gagnlegar upplýsingar um vendinám á sameiginlegri vefsíðu ásamt gagnagrunni og tenglum til sérfræðinga í samstarfslöndunum sem fást við

og aðrar raungreinar við gerð tölvuleikja. „Við eigum að fagna nýsköpun og framtakssemi innan menntakerfisins. Við eigum að hvetja kennara og stjórnendur í skólakerfinu til að finna leiðir sem koma til móts við vaxandi þarfir nútímasamfélags. Leikjaiðnaður gengur ekki á auðlindir og ofnotar enga innviði. Tekjur af leikjaiðnaði eru nánast eingöngu í formi útflutnings og störf íleikjaiðnaði eru eftirsótt og vel borguð. Við viljum að börnin okkar verði leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni sem tækniframfarir eru nú að ýta af stað. Það skiptir máli að þau skapi sjálf en séu ekki bara neytendur tækninnar. Nýstárleg framtök af því tagi sem námsbraut í tölvuleikjagerð er getur bæði misheppnast og heppnast. Ef við ætlum einungis að styðja við það sem engar líkur eru á að mistakist þá verður lítil framþróun. Við þurfum að þora því ávinningurinn af slíku hugarfari mun skila sér í fjölbreyttara atvinnulífi.“

vendinám. Þá standa samstarfsaðilar verkefnisins fyrir röð vinnustofa þar sem þátttakendur geta kynnst kennsluaðferðum vendináms á öllum stigum, hvort heldur um er að ræða kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref eða skólastjórnendur sem hafa hug á að innleiða vendinám í sínum stofnunum. Bæði innlendir og erlendis aðilar munu verða með erindi á ráðstefnunni, þar á meðal um innleiðingu spjaldtölva í Kópavogsbæ, námsmat nemenda í vendinámi og notkun vendináms í endurmenntun og starfsmenntun. Auk þess munu kennarar segja frá reynslu sinni og hvernig best sé að nýta vendinám til kennslu. Ráðstefnan er öllum opin og er enginn þátttökukostnaður. Nánari upplýsingar á www.keilir.net

■■Kennslusvið Keilis stendur reglulega fyrir könnunum meðal nemenda skólans. Í síðustu könnun voru nemendur Háskólabrúar spurðir sérstaklega út í fyrirkomulag kennslunnar og hvernig þeim líkaði vendinám. Vendi­nám, sem er þýðing á „flipp­ed le­arn­ing“, snýst um að kennslunni sé snúið við, að nemendur sæki námsefni og kennslu á netinu heima hjá sér, en leggi meiri áherslu á heimavinnu og hópavinnu í skólanum. Vendinám hefur verið nýtt á Háskólabrú Keilis síðastliðin sex ár með góðum árangri og virðast bæði kennarar og nemendur vera ánægðir með fyrirkomulagið. Í könnuninni, sem var send á útskrifaða nemendur Háskólabrúar á síðasta ári, svöruðu sjötíu nemendur spurningu um hvernig þeim hefði líkað vendinámið sem kennsluaðferð. Allir þátttakendur svöruðu spurningunni jákvætt og má sjá samantekt athugasemda þeirra á heimasíðu Keilis. Vendinámið hefur þannig náð að festa sig í sessi í Háskólabrú Keilis og hefur reynsla bæði nemenda og kennara af aðferðinni verið afar góð. Víðir Pétursson lauk fjarnámi í Háskólabrú Keilis 2016 og er hann einn þeirra sem er ánægður með kennsluaðferðirnar á Háskólabrú. „Námsaðferðirnar hér henta mér mjög vel, þetta vendinám er algjör snilld og það að geta stjórnað náminu sínu alveg sjálfur og verið síðan í verkefnavinnu með kennurum er rétta leiðin. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

• Reynsla af sérkennslu • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslufræða eða sambærileg menntun sem nýtist í þessu starfi • Góð samskiptahæfni og færni til teymisvinnu • Skipulagshæfileikar og almenn góð tölvufærni

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is og Gyða M. Arnmundsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu, gyda.m.arnmundsdottir@ reykjanesbaer.is. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Með fagmennsku og litagleði að vopni Í verslun Flügger í Reykjanesbæ finnur þú uppáhaldslitinn þinn og meira til. Með litagleði og ástríðu þjónustum við fagmenn jafnt og leikmenn í litavali og hverskonar ráðgjöf.

Farðu

með li

tapruf

á flug

uf

rá okk Komdu ur! og fáðu litapruf og takt u hjá o u þátt í kku Þú gæt ferðale ir unnið ik Flügg r ferð me er. ð WOW út í heim . 1. vinn ingur. Gjafabr éf frá W OW air 100 þú s. 2. vinn ingur. Vöruútt ekt hjá Flügge r 60 þú s. 3. vinn ingur. Vöruútt ekt hjá Flügge r 30 þú s. Dreg ið verð

ur 15. á

gúst.

Bjóðum nýjan verslunarstjóra okkar, Einar Lárus Ragnarsson velkominn til starfa. Hann hefur áratuga reynslu af málningu og allri málningartengdri vinnu.

fyrir fólk í framkvæmdum


8

VÍKURFRÉTTIR

Valgerður Guðmundsdóttir, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, sæmir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, orðunni.

Rótarýklúbbur Keflavíkur sæmir forseta Íslands „Paul Harris orðu“

Rotarýklúbbur Keflavíkur sæmdi á dögunum Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands „Paul Harris orðu“. Paul Harris viðurkenningunni var komið á hjá Rótarýsjóðnum árið 1957 og það voru aðeins fimm aðilar sem gerðir voru að Paul Harris félögum fyrsta árið. Hjá Rótarýklúbbi Keflavíkur var fyrsta Paul Harris viðurkenningin veitt Jóhanni Péturssyni árið 1980. Frá þeim tíma hefur klúbburinn veitt þessa viðurkenningu til félaga og svo nokkurra annarra sem voru í tengslum við klúbbinn og voru metnir heiðursins verðir. Í tilefni 70 ára afmælis Rótarýklúbbs Keflavíkur 2. nóvember 2015 var tekin ákvörðun um að gera alla klúbbfélagana að Paul Harris félögum og Rótarýklúbbur Keflavíkur er eini Rótarýklúbburinn á Íslandi sem hefur náð því marki. Það var félögum í Rótarýklúbbi Keflavíkur mikill heiður að fá að gera forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, að Paul Harris félaga og fimm félaganna mættu inn á Bessastaði 24. maí og gengu frá málum. Það voru

Valgerður Guðmundsdóttir, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, ásamt Ómar Steinþórssyni, Ólafi Helga Kjartanssyni, Agnari Guðmundssyni og Hannesi Friðrikssyni. Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur af þessu tilefni lagt fram dágóða fjárhæð til útrýmingar lömunarveiki í heiminum en alþjóðahreyfing Rótarý stendur að því verkefni ásamt fjölda annarra merkra félaga, stofnana,

fyrirtækja og einstaklinga. Þeim hefur orðið vel ágengt og búið er að bólusetja 99,3% allra barna í heiminum og lömunarveikivírusinn finnst nú aðeins í þremur löndum, Afganistan, Pakistan og Nígeríu, en þar hefur ekki tekist að fá alla ráðamenn til samstarfs og því ekki tekist að útrýma þessum vágesti fyrir fullt og allt. En það er unnið markvisst að því og að lokum mun það vonandi takast.

fimmtudagur 1. júní 2017

Rokkaður Wagner í Hljómahöll Boðið var upp á einstaka rokkóperu í Hljómahöll í samstarfi Tilraunaóperu Íslands og Norðuróps þar sem fluttir voru valdir kaflar úr hinni mögnuðu óperu Wagners „Hollendingurinn fljúgandi“. Þar fór fremstur í flokki Jóhann Smári Sævarsson söngvari og stjórnandi og naut hann aðstoðar sonarins Sævars Helga Jóhannssonar sem stjórnaði tónlistarflutningi sveitarinnar Sígull, auk þess sem hann lék á píanó. Söngvarar voru auk Jóhanns, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Egill Árni Pálsson en kórsöngur var í höndum félaga í Kvennakór Suðurnesja, söngsveitinni Víkingum og Karlakórs Keflavíkur. Jóhann Smári segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hann og Bylgja Dís ræddu hugmyndir að öðruvísi óperu og datt þeim þá Wagner í hug. Þar sem Wagner hefur oft verið kallaður rokkari óperunnar kviknaði sú hugmynd að gera í raun ábreiðu af þessari óperu hans og bæta við dass af rokki. Segja má að Hollendingurinn fljúgandi sé góð ópera fyrir byrjendur enda stysta ópera Wagner og í léttari kantinum. Verkið er öðrum þræði

saga af sjómönnum, eins og heyra má í tónlistinni sem víða endurómar villta storma og löðrandi brim og er hins vegar hálfgildis draugasaga og á því vel heima í íslenskum veruleika. Það var heldur óvenjulegt að sjá rokkhljómsveit með nótnablöð á sviðinu og klassískan stjórnanda en þessi uppsetning skapar kjörið tækifæri til þess að kynnast ævintýraheimi óperunnar, svolítið öðruvísi. Spilagleði Sígull var smitandi og söguþráður óperunnar spennandi enda draugasaga af bestu gerð. Textinn var reyndar á þýsku en söngvarar tóku að sér að útskýra söguþráðinn. Kórarnir voru lagrænir og hressilegir og naut karlakórinn sín vel en þó vantaði nokkuð upp á félaga í Kvennakór Suðurnesja. Söngvarar skiluðu sínu vel og voru afslappaðir í þessu óvenjulega formi. Það er virðingarvert þegar listamenn þora að fara út fyrir kassann og óska ég Jóhanni Smára og félögum til hamingju með þetta framtak og vona að verði framhald á. Dagný Maggýjar.

Það voru Valgerður Guðmundsdóttir, forseti Rótarýklúbbs Keflavíkur, ásamt Ómar Steinþórssyni, Ólafi Helga Kjartanssyni, Agnari Guðmundssyni og Hannesi Friðrikssyni sem gengu frá málum. Ómar Steinþórsson er ekki á myndinni en hann var á bakvið myndavélina.

HS Veitur hf leita að starfsfólki á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ Rafvirki / rafveituvirki Starfssvið - Viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, línum og götulögnum - Nýlagnir, tengingar og frágangur - Viðkomandi mun sinna bakvöktum á Suðurnesjasvæði

Hæfniskröfur - Sveinspróf í rafvirkjun / rafveituvirkjun æskilegt - Sjálfstæð vinnubrögð - Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum

Húsasmiður í viðhaldsdeild mannvirkja Starfssvið - Viðhald og viðgerðir á mannvirkjum - Sinnir tilfallandi verkefnum tengdum nýbyggingum og/eða breytingum á húsnæðiskosti fyrirtækisins

Hæfniskröfur - Sveinspróf í smíðum skilyrði - Reynsla af smíðavinnu - Samskiptahæfni og frumkvæði - Sjálfstæði í starfi, hæfni til að vinna undir álagi

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri í síma 422 5200 Umsækjendur sækja um störfin á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017 Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að efla sig í starfi með frumkvæði, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum. Fyrirtækið HS Veitur varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf. var skipt upp. HS Veitur annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa 96 starfsmenn.

HS VEITUR HF www.hsveitur.is

Óperan Gianni Schicchi sýnd í Reykjanesbæ Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir óperuna Gianni Schicchi eftir Giacomo Puccini í Bergi, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 1. júní kl 19.30. Gamanóperan Gianni S chicchi fjallar um erfðamál og græðgi Buoso fjölskyldunnar. Moldríkur ættfaðirinn hefur látist og fjölskyldan hefur heyrt orðróm að hann ætli sér að láta klaustri í nágrenninu eftir allar sínar eigur. Fjölskyldan leitar erfðarskránnar og kemst að því að orðrómurinn er réttur. Nú eru góð ráð dýr en Rinuccio, einn af skyld-

mennum hins látna, stingur upp á að leitað verði til Gianni Schicchi sem er þekktur fyrir að vera slóttugur. Eftir langt þref mætir Schicchi á staðinn og upphefst mikið sjónarspil. Gianni Schicchi er eitt af lykilverkum Puccinis og verður óperan flutt á ítölsku en verður íslenskum texta varpað á skjá. Leikstjóri sýningarinnar er Bjarni Thor Kristinsson og hefur Antonía Hevesi verið æfingastjóri tónlistarinnar en hún leikur á sýningum á slaghörpuna. Elsa Waage hefur séð um ítölskuþjálfun nemendanna.

Fimmtudagskvöld kl. 20:00


••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

SUMARLEGIR KAUPAUKAR •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• OG FERÐAVINNinGAR

Korando Verð frá: 3.990.000

fjórhjóladrifiÐ FERÐALAG allan hringinn Sumarævintýri SsangYong bíður þín – SsangYong útvegar ferðaglöðum Íslendingum réttu græjurnar til að upplifa spennandi ævintýri allan hringinn. Kaupum á fjórhjóladrifnum Rexton, Korando og Tivoli jeppum fylgja nú sumarlegir kaupaukar og í sumarlok drögum við út glæsilega ferðavinninga; tvær helgarferðir fyrir tvo til Kaupmannahafnar með aðgangi að Tivolí. Taktu þátt í Sumarævintýri SsangYong.

KAUPAUKAR

dráttarkrókur

ferðagrill

kælibox

ÚTILEGUTASKA

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Verið velkomin í reynsluakstur! Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

benni.is. Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Opið: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00

FERÐAVINNINGUR


Aðeins

Aðeins

69 dósin

Aðeins

69 dósin

kr.

89

kr.

414 kr. pk.

Coca Cola Zero 6 x 330 ml dósir

Aðeins

89

kr.

kr.

flaskan

414

flaskan

798

kr. pk.

798

kr. pk.

Coca Cola 6 x 330 ml dósir

kr. pk.

Pepsi 9 x 500 ml

Pepsi Max 9 x 500 ml

89

498

kr. 500 ml ES Orkudrykkur 500 ml

kr. 700 g

Bónus Marmarakaka 700 g

179

198

kr. kg

179

kr. kg

Bökunarkartöflur Bretland, í lausu

Dole Bananar

Viðskiptavinir athugið

Allar verslanir Bónus eru lokaðar á hvítasunnudag

kr. kg

Vatnsmelónur í lausu, Spánn

STÓR pakkning

Opið annan í hvítasunnu

11:00 -18:00 Nr.3 - 5 - 9kg Nr.4 - 8-16kg Nr.4+ - 9-18kg Nr.5 - 11-23kg Nr.6 - 15+kg

-

90 78 76 72 64

Verð gildir til og með 4. júní eða meðan birgðir endast

stk. stk. stk. stk. stk.

1.398 kr. pk. Pampers Bleiur Allar stærðir


x90.ai

6

5/9/17

11:01

AM

midi90

ambtyle-h

smashS

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

398 kr. 2x100 g

1.698 kr. kg

Íslandsnaut Smash Style Borgarar 2x100 g

Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

K

GOTT VERÐ Í BÓNUS ÍSLENSKT

ÍSLENSKT

3.998 kr. kg

3.998 kr. kg

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye, ferskt

Íslandsnaut Ungnauta Fillet, ferskt

SAMA VERd

um land allt FULLELDAÐ Aðeins að hita

26

ÍSLENSKT

Grísakjöt

Ungnautakjöt

Matarmikil súpa

Lambakjöt

1.298 kr. kg Bónus Grísakótilettur Kryddaðar

FULLELDUÐ Aðeins að hita

1.398 kr. kg SS Lambalæri Kryddlegin, 2 teg.

FULLELDAÐ Aðeins að hita

stk. í boxi

498 kr. 800 g

1.598 kr. 1 kg

1.098

Bónus Buffaló Vængir Fulleldaðir, 800 g

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

Ali Spareribs Fullelduð

kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,

Bjarni Heiðar Helgason (Bói) Fífumóa 1D, Njarðvík,

Lést á heimili sínu 29. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 8. júní kl. 13:00. Sólveig Steinunn Bjarnadóttir Sigfús Aðalsteinsson Vilhjálmur Magnús Thelma Björgvinsdóttir Helga Sigrún Helgadóttir Valgerður Helgadóttir Kamilla Sól, Viktor Máni, Saga Rún, Dagur Orri, Sölvi Steinn, Lísbet Lóa og Katla Nótt.

Fyrir hvern er svokölluð „peningalykt“? ■■Undirrituð er annar tveggja bæjarfulltrúa N listans í Sveitarfélaginu Garði og er ein af sjö í bæjarstjórn. Lengi hafa kvartanir borist til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, HES, sem og til bæjarstjórnar vegna ólyktar frá fyrirtækjum sem þurrka fiskhausa í Garðinum. Fyrirtækin hafa haft starfsleyfi frá 2012. Hins vegar var byrjað að þurrka tveimur árum áður og það án leyfis frá HES. Í almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi eru ákvæði um lyktarmengun. Í bæjarstjórn hefur verið rætt um þessi mál og vissi ég ekki betur en að fullur skilningur væri meðal bæjarfulltrúa um að nú væri nóg komið og íbúar fengju að njóta vafans. Afstaða N listans hefur verið alveg skýr í langan tíma, enga framlengingu á starfsleyfi til áframhaldandi hausaþurrkunar. N listinn óskaði eftir því á bæjarstjórnarfundi í byrjun maí að vera með í ráðum þegar fundarboð HES lægi fyrir. Það var ekki gert. Fulltrúi Garðs í Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, sem valinn er af meirihluta bæjarstjórnar, tekur afstöðu þvert á alla fundi, umræður og kvartanir sem borist hafa vegna lyktar-

mengunar. N listinn getur ekki borið ábyrgð á fulltrúanum og ákvörðun hans. Það eru Sjálfstæðismenn sem bera ábyrgðina og er það gagnrýni vert að þau taki ekki hag íbúanna fram fyrir sérhagsmuni fyrirtækja. Fulltrúi Garðs í stjórn HES situr í umboði bæjarstjórnar og ber bæjarstjórnin ábyrgð á honum og afstöðu hans. Bæjarstjórnin hefur hins vegar ekki ákvörðunarvald yfir nefndinni en getur hún ekki skipt um fulltrúa þótt niðurstöðu nefndarinnar sé ekki breytt? Kjörnum bæjarfulltrúum ber skylda til að setja hagsmuni íbúa sveitarfélagsins í forgang. Það er leitt að vita til þess að lítið skuli vera gert úr raunum og upplifun þeirra íbúa sem búa sem næst þeim fyrirtækjum sem þurrka hausana. Alvarleiki málsins er alveg skýr, vanlíðan fjölda íbúa, og gleymum ekki því að þeir greiða árlega, eins og aðrir bæjarbúar útsvar og fasteignaskatt. Enginn íbúi á að þurfa að þola slíka framkomu hvorki frá bæjaryfirvöldum, fyrirtækjum né frá öðrum íbúum Garðs. Margir slá því fram að lykt sé ekki hægt að mæla eða flokka sem góða eða vonda. Á vef Umhverfisráðuneytisins er skýrsla um loftgæði frá 2013. Í henni er greint frá tilraun sem gerð var erlendis og útfærð samkvæmt evrópskum staðli til að meta gæði lyktar af mismunandi efnum.

Þátttakendur voru 150 og gáfu þeir lykt, af nokkrum efnum, einkunn. Tilraunahópurinn gaf nokkrum efnum lyktareinkunn á kvarðanum frá -4 til +4. Nýslegið gras fékk t.d. einkunnina +2,14, en lykt af kattarhlandi -3,64. Í sömu skýrslu kemur fram að óþægindi vegna lyktarmengunar hefur alvarleg heilsufarsáhrif á fólk. N listinn er undrandi á því að fulltrúar, þeir sem sveitarfélögin tilnefndu pólitískt í HES, fulltrúi Garðs, Sandgerðis, Reykjanesbæjar, Voga og Grindavíkur, virði að vettugi heilræði embættismanna heilbrigðiseftirlitsins sem og lög og reglur Umhverfisstofnunar, þar sem kveðið er á í 1. grein laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og er svohljóðandi: „Markmið þessara laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.”. Fulltrúi Garðs sýndi svo augljóslega fram á það með framgöngu sinni í þessu máli að hann áttar sig ekki á hlutverki HES sem er heilbriðgiseftirlit. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja starfar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hvers eiga íbúar að gjalda? Fyrir hönd N listans, Jónína Holm bæjarfulltrúi.

Heitloftsþurrkun alfarið hætt í Garði eftir maí 2018 Fyrirtæki sem starfrækir heitloftsþurrkun fiskafurða í Garði hefur verið veitt starfsleyfi til loka maí 2018. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tók málið til umfjöllunar á fundi sínum í morgun. Í fundargerð bæjarráðs segir:

„Með vísan til þess að Heilbrigðisnefnd hefur samþykkt framlengt starfsleyfi vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða til eins árs, ályktar bæjarráð að eftir maí 2018 verði heitloftsþurrkun fiskafurða alfarið hætt í Sveitarfélaginu Garði“.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Þorsteinn Óskarsson

Skipstjóri, Heiðarhraun 33B, Grindavík, lést á gjörgæsludeild Landsspítalans Fossvogi 25. maí. Útförinn fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. júní klukkan 13. Hrönn Águstsdóttir Ólafía Kristín Þorsteinsdóttir Jóhann B. Elíasson Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir Manús Már Jakobsson Brynjar Davíð Þorsteinsson Natalie Anne Pearce Barnabörn og langafabörn.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur,

Sævar Már Garðarsson Vatnsnesvegi 27, Reykjanesbæ,

lést 24. maí síðastliðinn á Landsspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. júní kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Landsspítalann við Hringbraut. Jóhann Sævarsson Sigríður Tinna Árnadóttir Helena Sævarsdóttir Ágúst Svavar Hrólfsson Sævar Freyr, Hrafnar Snær og Hrólfur Jóhann Elsa Lilja Eyjólfsdóttir

Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

Karls G. Sævar,

Grænási 3a, 260 Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Hlévangs fyrir góða umönnun. Einar Ólafur Karlsson Jófríður Leifsdóttir Ingólfur Karlsson Helena R. Guðjónsdóttir Bjarni Þór Karlsson Heba Friðriksdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svanlaug Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

! ð i f or h fyrir á á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00 Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.


SUMARIÐ ER TÍMINN! Staflanlegar fötur Verð: 1.599.-

Háfur hvítur/grænn

Snú-snú band

Verð: 399.-

Verð: 999.-

Sápukúlur Verð: 499.-

Vatnsbyssa Verð: 999.-

Veiðistöng með fiskum Verð: 899.-

Jumbo götukrítar

Gólfkylfa með 4 kúlum

Sippuband

Verð: 499.-

Verð: 599.-

Verð: 2.499.-

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Tíndu 1,5 tonn af rusli á tveimur tímum Hann hefur marga fjöruna sopið ef svo má að orði komast og ekki óvanur strandhreinsunum sem þessum. Fyrir níu árum stóð hann fyrir hreinsunarátaki við Brimketil og tíndi þá 8,8 tonn á tveimur heilum dögum. „Sjálfboðaliðarnir stóðu svo sannarlega fyrir sínu og fyrsta skrefið í þessari hreinsun sýnir svart á hvítu að af nægu er að taka,” segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem reka Nettó. Markmið strandhreinsunarátaksins er að safna saman rusli og færa það til endurvinnslu, en það er ekki

síður til þess fallið að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála á Íslandi. Verslanir Nettó hafi verið öflugar í að beina sjónum sínum að því sem betur megi fara undir formerkjum átaka á borð við Minni sóun og Allt-nýtt. „Við höfum dregið gríðarlega úr sorpmagni frá verslunum okkar undanfarin ár og stefnum á að draga úr því um 100 tonn í ár. Við stefnum á að halda þessu áfram og viljum endilega hvetja fleiri fyrirtæki til að leggja sitt á vogarskálarnar líka.“

HVÍTA HÚSIÐ —— SIA 2017

■■Sjálfboðaliðar tíndu eitt og hálft tonn af rusli á tveimur tímum við Brimketil í Grindavík á laugardaginn var. Verkið var það fyrsta í umfangsmiklu strandhreinsunarátaki sem Nettó, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og Blái herinn standa fyrir í sumar með það að markmiði að hreinsa strandir Suðurnesja. Sjálfboðaliðar á aldrinum fjórtán til sextán ára úr sund-og knattspyrnudeild UMFG voru í fararbroddi hreinsunarátaksins. Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, stýrir hreinsunarátakinu.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. MANNAUÐSR ÁÐGJAFAR Í R E Y K J AV Í K O G K E F L AV Í K Helstu verkefni eru utanumhald ráðninga, skipulagning á móttöku nýrra starfsmanna ásamt frágangi starfsloka. Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur og starfsmenn, aðkoma að þróunarvinnu við mannauðskerfi, skráningar og vinna við innri vef, starfsmannahandbók og fleiri mannauðstengd verkefni. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði • Reynsla af ráðningum er kostur • Reynsla af mannauðsmálum og mannauðskerfum eru kostir • Þekking á kjarasamningum og launavinnslu er kostur

F L ÆÐI S STJ Ó R A R Í FA R A N GU R S - O G FLO K KU N A R SA L Helstu verkefni eru að tryggja skilvirkt flæði farangurs í gegnum farangurskerfið og að flæði í flokkunarsal sé í lagi. Almennt viðhald á farangurskerfi, eftirlit með starfsemi rekstraraðila, gagnasöfnun og úrvinnsla. Um er að ræða vaktavinnu. Hæfniskröfur: • Verkmenntun á sviði málm-, raf- eða véltækni er kostur • Tæknimenntun er kostur • Reynsla af vinnu á flugvelli er kostur • Reynsla af verkstýringu er skilyrði • Góð enskukunnátta er skilyrði • Góð tölvukunnátta er skilyrði

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

S TA R F S S T Ö Ð : R E Y K J AV Í K O G K E F L AV Í K

UMSÓKNARFRESTUR: 18. JÚNÍ 2017

Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkur–flugvelli í tvö ár. Hún er hlutiaf góðu ferðalagi.

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


Aðeins fimmtudaginn 1. júní

EE R F X A T

EE TAX FR RN

VÖ AF VIÐAR AOLÍU L L A P G O G TIL DA FIMMTU DAGS LAUGAR

M AF ÖLLU MUM Ó L B R A SUM TUM N Ö L P Ð OG GAR AG TIL D FIMMTU AGS D R A G U LA ð sunnudag Loka

SÉRTILBOÐ BLÓMAVALS

990kr Stjúpur 10 stk.

990kr Sypris 80-100 cm

1.790kr

1.990kr

Byggjum á betra verði

Frí heimsendinhugsa.is

slun í vefver EÐA MEIRA SLAÐ ER FYRIR 5.990 KR. EF VER

*Gildir ekki af vörum í timbursölu, Weber grillum, KitchenAid, tilboðsvörum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“

Tax free tilboð jafngildir 19,35% afslætti af almennum vörum og 9,91% af matvörum. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

í Húsasmiðjunni


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Um hundrað manns á öllum aldri togaði sig og teygði í blíðskaparveðri í opnum jógaviðburði í skrúðgarðinum í Keflavík á miðvikudag í síðustu viku. Jógastundin var forskot á sæluna en Hreyfivika UMFÍ hófst í byrjun þessarar viku.

Hundrað manns í jóga í Keflavík

Í Hreyfiviku UMFÍ geta allir sem vilja boðið sig fram sem boðbera hreyfingar. Í Reykjanesbæ voru það Foreldrafélög grunnskóla Reykjanesbæjar sem buðu bæjarbúum í jóga í Skrúðgarðinum. Jógastundin stóð í 30 mínútur. Að loknum teygjum og slökun var boðið upp á epli og safa frá Ölgerðinni. Hreyfivika UMFÍ stendur yfir dagana 29. maí – 4. júní. Hreyfivikan er samevrópsk lýðheilsuherferð sem hefur það að markmiði að hvetja fólk til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi. Hreyfivika UMFÍ hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin á Íslandi árið 2012. Á síðasta ári buðu 150 boðberar hreyfingar í 55 sveitarfélögum upp á 480 viðburði. Þátttakendur voru 42.000 og höfðu aldrei verið fleiri.

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Símar og önnur raftæki helsti óvinur við bóklesturinn Fyrsti lesandi vikunnar þessa sumars er Arnór Brynjar Vilbergsson, kantor Keflavíkurkirkju. Arnór býður upp á kaffi í Syndinni sem er lítið afdrep uppi á kirkjuloftinu fyrir kórinn og fleiri góða gesti. Eitt aðaláhugamál Arnórs er lestur en hann segir síma og önnur raftæki vera hans helsta óvin þegar kemur að því að setjast niður og lesa. Hann er þó yfirleitt með einhverja bók í lestri og segist hann núna vera að berjast við Don Kíkóta. Þrátt fyrir að bókin sé ekki auðlesin segist hann oft hafa skellt upp úr við lesturinn. Einnig er hann að lesa bók eftir Elínborgu Lárusdóttur en fyrir tilviljun hafi hann rekist á bókina Strandakirkja í

Bókasafninu eftir hana og heillast af frásagnastíl hennar. Eftirlætisbækur Arnórs eru Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones. Carlos Ruiz Zafon er uppáhalds höfundur Arnórs en hann hefur lesið allar bækur eftir hann en má þar nefna bækur á borð við Skuggi vindsins og Leikur engilsins. Textinn þykir honum vera vel skrifaður og ljóðrænn en hann gæti hugsað sér að taka einhverja eina bók frá þessum höfundi með sér á eyðieyju þar sem hægt er að velta textanum lengi fyrir sér.

Arnór les þó mest af glæpasögum og hefur t.a.m lesið allar bækur Arnalds Indriðasonar og Camillu Läckberg. Hann segir ástæðuna fyrir því sennilega vera að nýjar glæpasögur koma reglulega út og að þær séu virkilega góð afþreying. Þær bækur sem skilja mest eftir sig þykir honum vera bækur um lífshlaup fólks. Bækur á borð við Hellaþjóðina og Mammútaþjóðina eftir Jean M. Auel finnst honum vera gott dæmi um slíkar bækur. Sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á Arnór er Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones en sú bók talaði ótrúlega til hans. Bókin er skáldævisaga sem fjallar um eina fegurstu kirkju heimsins sem byggð var af samfélaginu af litlum efnum. Að mati Arnórs hefðu allir gott af því að lesa Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Arnór bjó lengi fyrir norðan þar sem sögusvið bókarinnar er og átti hann því gott með að tengja við bókina. Arnóri finnst best að lesa í stólnum í stofunni heima, þar sem hann getur horft yfir Keflavík. Þar eru hans gæðastundir með kaffibolla og góða bók. Þær bækur sem Arnóri finnst að lesendur ættu ekki að láta framhjá sér fara eru bækur Dan Brown, Kirkja hafsins og bækur Jean M. Auel. Eftir annasamt vor hlakkar Arnór til að fara í sumarfrí og ná upp orku. Hann er þó aldrei lengi aðgerðarlaus því í sumar ætlar hann m.a. að stúdera Gloriu Vivaldis og skrifa Blik í auga. „Og klappa konunni“ bætir hann við kankvís áður en hann kveður og klæðir sig í orgelskóna. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 1117. Á heimasíðu safnsins http:sofn. reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

Bæjarbúum boðið frítt í sund ●●Hreyfivika UMFÍ hafin Frítt verður í sund fyrir alla á morgun, föstudaginn 2. júní, í tilefni Hreyfiviku UMFÍ í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Hreyfivikan er árleg lýðheilsuherferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Þá eru stofnanir fyrirtæki, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög í Reykjanesbæ hvött til þátttöku. Umsjón með

verkefninu í Reykjanesbæ hefur stýrihópur Heilsueflandi samfélags í samstarfi við íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík. Sundlaugagestir eru hvattir til að skrá sig daglega í afgreiðslu sundmiðstöðva Reykjanesbæjar og hversu marga metra þeir syntu. Tveir heppnir þátttakendur í sundkeppninni verða dregnir úr pottinum og fá árskort í Sundmiðstöðina.

Flugdrekasmiðja í Bókasafninu Flugdrekasmiðja verður í Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardaginn, 3. júní. Flugdrekasmiðjan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 15. Smiðjan er hugsuð fyrir börn og foreldra en lagt verður áherslu á að

læra að búa til einfalda flugdreka. Allt efni verður á staðnum. Allir hjartanlega velkomnir á meðan efni og húsrúm leyfir, segir í tilkynningu frá Bókasafni Reykjanesbæjar.


Sumarmessur á Suðurnesjum 4. júní

9. júlí

Hátíðarguðsþjónusta á hvítusunndag

Pílagrímaganga að Prestsvörðu

Keflavíkurkirkja Ytri-Njarðvíkurkirkja Útskálakirkja Kirkjuvogskirkja Hvalsneskirkja Ytri-Njarðvíkurkirkja, innsetning sr. Brynju Vigdísar Þorsteinsdóttur Helgistund á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð

11:00 11:00 11:00 12:15 14:00 14:00 12:30

Farið frá Keflavíkurkirkju, Útskálakirkju og golfskála

16. júlí Kvöldmessa Ytri-Njarðvíkurkirkja

11. júní

23. júlí

Messa á sjómannadag

Guðþjónusta

Keflavíkurkirkja Messað í DUUS húsi Hvalsneskirkja Útskálakirkja Grindavíkurkirkja Helgistund á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum Helgistund á hjúkrunarheimilinu Hlévangi

11:00 11:00 13:00 13:00 12:30 13:00

12:30 13:00 10:00

23:30

Kvöldgöngumessa 20:00

Fermingarmessa Ytri-Njarðvíkurkirkja

11:00

Keflavíkurkirkja

20:00

27. ágúst

25. júní

Kvöldmessa

Fermingarmessa 11:00

2. júlí Keflavíkurkirkja Púttmessa Púttvöllur, kaffi í Kirkjulundi

30. júlí

Kvöldmessa

Miðnæturmessa

Keflavíkurkirkja

11:00

20. ágúst

23. júní Útskálakirkja, Sólseturshátið

20:00

13. ágúst

Lýðveldishátíð Ytri-Njarðvíkurkirkja Útskálakirkja Grindavíkurkirkja

Njarðvíkurkirkja

Keflavíkurkirkja

17. júní

12:00

12:30

Keflavíkurkirkja

20:00


18 10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Verðlaunahafar við útskrift vorannar 2017.

Kolbrún Júlía fór heim hlaðin verðlaunum. VFmyndir/pket.

Kolbrún Júlía dúxaði með 9,74 ●●Íþróttastúlkur●áberandi●á●verðlaunapalli●við●útskrift●vorannar●●Fjölbrautaskóla●Suðurnesja

Íþróttastúlkur voru áberandi á verðlaunapalli við útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skipuðu efstu sætin í besta námsárangri vorannar. Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman er dúx vorannar en hún var með hæstu meðaleinkunn við útskrift 9,74, hreint magnaður árangur. Kolbrún Júlía er þekkt fyrir glæsilega frammistöðu í fimleikum og var m.a. í verðlaunaliði Gerplu á Evrópumótinu í fyrra. Að þessu sinni útskrifuðust 97 nemendur; 79 stúdentar, sex luku verknámi og 17 útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku sex nemendur prófi af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 51 og karlar 46. Alls komu 73 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, sex úr Garði, fimm úr Sandgerði og þrír úr Vogum. Einn kom frá Sauðárkróki og einn frá Ólafsfirði. Þá lauk einn skiptinemi námi frá skólanum. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skiptineminn Anaelle Isabelle Marie Theot frá Frakklandi fékk gjöf til minningar um veru sína í skólanum og á Íslandi. Pálmi Viðar Pétursson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og Katrín Ósk Óskarsdóttir fyrir árangur í fata- og textílgreinum. Katrín Ósk fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í fataog textílgreinum. Jón Ásgeirsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og viðskiptagreinum, Karítas Guðrún Fanndal fyrir dönsku og spænsku og Una Margrét Einarsdóttir fyrir dönsku og spænsku. Arnþór Ingi Ingvason fékk viðurkenningar fyrir raungreinar og stærðfræði og einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Sebastian Hubert Klukowski fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur

sinn í raungreinum og stærðfræði og hann fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur í stærðfræði. Brynja Pálmadóttir fékk viðurkenningar fyrir viðskiptagreinar, ensku og spænsku og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fyrir dönsku, spænsku og stærðfræði en hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Brynja Ýr Júlíusdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda og hún fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sögu, spænsku og félags- og sálfræðigreinum. Brynja Ýr fékk auk þess gjöf gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í dönsku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Thelma Dís Ágústsdóttir fékk síðan viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og hún fékk að auki gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Þóra Kristín Klemenzdóttir fékk viðurkenningar fyrir ensku, dönsku, íslensku, spænsku, raungreinar og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Tinna Björg Gunnarsdóttir fékk viðurkenningar frá skól-

anum fyrir árangur sinn í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum íslensku. Tinna Björg fékk auk þess auki gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Að lokum fékk Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, raungreinum og stærðfræði. Hún fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræðafélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, frá Fræðasetinu í Sandgerði fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum og frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku, stærðfræði og raungreinum. Kolbrún Júlía hlaut einnig raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík en þau hlýtur sá nemandi sem nær bestum árangri í raungreinum á stúdentsprófi. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman styrkinn en hún var með 9,74 í meðaleinkunn. Kolbrún Júlía fékk einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhenti Páll Orri Pálsson verðandi formaður NFS verðlaunin. Það voru þau Agnes Margrét Garðarsdóttir og Arnór Sveinsson sem voru dregin úr

hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf. Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Björg Baldvinsdóttir, Guðrún María Bjarnadóttir og Heiðdís Inga Halldórsdóttir fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku. Þá fékk Brynja Ýr Júlísdóttir 100.000 kr. styrk fyrir fram-

lag í þágu leiklistar og félagslífs í skólanum samhliða góðum námsárangri. Við athöfnina veitti skólameistari Guðmanni Kristþórssyni bókasafnsfræðingi gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenningu við þessi tímamót. Við lok útskriftarinnar voru nokkrir kennarar kvaddir en þeir láta nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann um langt árabil. Það eru þau Ægir Sigurðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Hörður Ragnarsson, Lárus Þór Pálmason, Einar Valgeir Arason og Þorbjörg Garðarsdóttir. Auk þeirra láta þær Sara Harðardóttir, Karen E. Arason og Hildur Skúladóttir af störfum í vor en þess má geta að þessir kennarar höfðu samtals kennt við skólann í um 250 ár og það er því mikil reynsla og þekking sem nú hverfur úr kennarahópnum.

Íslands- og bikarmeistarar í körfubolta, þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Emilía Ósk Gunnarsdóttir voru meðal efstu nemenda, með 9,5 og 9,3 í meðaleinkunn.

250 ár hverfa úr FS!

Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti styrki úr styrktarsjóði FS. Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Björg Baldvinsdóttir, Guðrún María Bjarnadóttir og Heiðdís Inga Halldórsdóttir fengu allar 25.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku. Þá fékk Brynja Ýr Júlísdóttir 100.000 kr. styrk fyrir framlag í þágu leiklistar og félagslífs í skólanum samhliða góðum námsárangri.

Við lok útskriftarinnar voru nokkrir kennarar kvaddir en þeir láta nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann um langt árabil. Það eru þau Ægir Sigurðsson, Þórunn Friðriksdóttir, Hörður Ragnarsson, Lárus Þór Pálmason, Einar Valgeir Arason og Þorbjörg Garðarsdóttir. Auk þeirra láta þær Sara Harðardóttir, Karen E. Arason og Hildur Skúladóttir af störfum í vor en þess má geta að þessir kennarar höfðu samtals kennt við skólann í um 250 ár og það er því mikil reynsla og þekking sem nú hverfur úr kennarahópnum. Á myndinni má sjá hluta hópsins sem nú kveður.


fimmtudagur 1. júní 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

Maður heldur áfram og stoppar ekki

Kolbrún Júlía starfar í Þekkingar­ setrinu í Sandgerði.

- Kolbrún Júlía dúxaði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Kolbrún með foreldrum sínum Guðfinni Newman og Önnu Kristjönu Eyfjörð.

„Ég hef gaman af því að læra og finnst gaman að læra nýja hluti. Þegar ég les hlutina þá festast þeir frekar hratt,“ segir Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman en í síðustu viku útskrifaðist hún frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja með hæstu meðaleinkun allra 9,74.

Að frátöldu náminu er hún afrekskona í fimleikum en í fyrra hlaut hún titilinn „Fimleikakona Reykjanesbæjar“ og hefur þar að auki hlotið Íslandsmeistaratitil í hópfimleikum og unnið til verðlauna á Evrópumóti. Árangur Kolbrúnar segir hún vera af-

rakstur mikils skipulags og metnaðar. „En ég á erfitt með að læra sumt og þá þarf ég rosalega mikla endurtekningu, bara að lesa aftur og aftur. Það er einmitt það sem felst í metnaðinum, að maður heldur áfram og stoppar ekki fyrr en það er komið,“ segir Kolbrún Júlía, en á skólagöngu sinni kláraði

hún tvær annir með tíu í öllum sínum áföngum. Þá segir hún félagslífið oft hafa þurft að sitja á hakanum. „Það koma alveg tímar þar sem ég hitti ekki vinkonurnar í dágóðan tíma. En ég sinni þeim samt eins og ég get og þær skilja það.“ Í sumar mun Kolbrún starfa í Þekkingarsetrinu í Sandgerði og er byrjuð að undirbúa sig fyrir Norðurlandamót sem fram fer í september. „Ég ætla að hitta vinkonur mínar í sumar og passa að vanrækja þær ekki alveg. Svo ætla ég bara að lifa lífinu.“

Aðspurð um framtíðina segist Kolbrún vilja halda áfram að læra. „Ég er að reyna að ákveða hvort ég vilji taka mér árspásu eða að fara beint í háskóla. Ég er búin að vera að hugsa um að fara í heilbrigðisverkfræði eða bara í klassísku læknisfræðina. En svo gæti það allt breyst. Mig langar bara að mennta mig, finna mér mann og gera eitthvað skemmtilegt.“ solborg@vf.is

Laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið Veitir íþróttamiðstöð Voga forstöðu og ber ábyrgð á því að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni. Hann hefur með höndum daglega verkstjórn og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum. Heldur utan um rekstur og mannahald, semur vaktaplön, sinnir minni háttar viðhaldi og tilfallandi verkefnum.

IGS ATVINNA

IGS ehf. leitar að öflugum, jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra öryggis- og þjálfunarsviðs

• •

Sveigjanlegur vinnutími

• • •

Menntun- og hæfniskröfur

VERKEFNASTJÓRI ÖRYGGIS- OG ÞJÁLFUNARSVIÐS

• • • • • •

Háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking á gæðamálum Góð íslensku og enskukunnátta Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Útsjónarsemi, heiðarleiki og frumkvæði

• • • •

Öryggis- og gæðaúttektir Breytingastjórnun og innra eftirlit Þjálfunarmál Skýrslugerð og handbækur

Helstu verkefni

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá fyrir 13. júní

Hæfniskröfur Iðnmenntun, vélstjóramenntun eða önnur sambærileg menntun eða reynsla sem nýst getur í starfi. Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum. Tölvukunnátta í outlook, word og excel. Menntun og/eða reynsla af stjórnun. Starfsreynsla í sundlaugum eða öðrum íþróttamannvirkjum. Lipurð í mannlegum samskiptum, bæði við börn og fullorðna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um 100% starf er að ræða. Hreint sakavottorð skilyrði. Æskilegt að geta hafið störf sem fyrst, upplýsingar gefur Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2017. Umsóknum skal skila á netfangið stefan@vogar.is


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 1. júní 2017

Sjö og hálf milljón í styrki til fræðslumála á Suðurnesjum skólaárið 2017-2018. Megin áherslur fræðslusviðs á næsta ári í sambandi við endurmenntun verða tengdar grunnþáttunum læsi og jafnrétti en ýmsum öðrum þáttum í skólastarfinu verður einnig gerð góð skil í fjölbreyttu framboði af námskeiðum.

Lestrarkennsla, leiðsagnarmat og uppbyggingastefna

■■ Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni fengu styrk úr Sprotasjóði og Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Það voru 8 verkefni á Suðurnesjum sem fengu styrk að þessu sinni. Þrír grunnskólar fengu styrk úr Sprotasjóði og þrír fengu styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Auk þess fékk fræðslusvið Reykjanesbæjar styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Hæstu styrkirnir fóru til Fræðslusviðs Reykjanesbæjar, Grunnskóla Grindavíkur, Grunnskólans í Sandgerði og Stóru-Vogaskóla. Styrkirnir koma allir til greiðslu á næsta skólaári.

Nemendur 21. aldarinnar: Hvenær er maður læs?

Fræðslusvið Reykjanesbæjar fékk kr. 1.620.000 styrk fyrir verkefnið „Nemendur 21. aldarinnar: Hvenær er

maður læs“ Verkefnið samanstendur af stuttum og lengri námskeiðum sem tengjast beint þörfum skólanna í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Verkefnið er í raun tvíþætt. Annars

vegar er um að ræða námstefnu sem haldin er fyrir skólabyrjun eða 10. og 11. ágúst nk. og hins vegar er um að ræða röð námskeiða og fræðsluerinda sem haldin eru jafnt og þétt yfir

Akurskóli fékk styrk til tveggja verkefna upp á samtals kr. 450.000. Annað verkefnið er til að efla læsi til skilnings sem verður unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Hitt verkefnið er til að innleiða uppbyggingarstefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Heiðarskóli fékk kr. 450.000 í styrk í verkefnið „Leiðsagnarmat er lykill” og er til að vinna áfram að leiðsagnarmati í skólanum. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á leiðsagnarmat í anda aðalnámskrár þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum til að nálgast eigin markmið í námi og ákveða hvert skuli stefna. Holtaskóli fékk styrk upp á kr. 200.000 í verkefni sem ætlað er að styrkja lestrarkennslu við skólann en frekar. Skólinn ætlar að einbeita sér að þeim nemendum sem þurfa á eftirfylgni að halda varðandi lestur.

Móðurmál í stafrænum heimi – eitt eða annað má

Grunnskólinn í Sandgerði fékk kr. 1.500.000 í styrk. Heiti verkefnisins

er: „Móðurmál í stafrænum heimi – eitt eða annað mál“. Markmið verkefnis er að vinna með móðurmál og læsi í stafrænum heimi með smáforritum og snjalltækjum. Þetta muni auka möguleika á því að vinna með og læra tungumál. Sett verður upp umhverfi í skólanum sem örvar og hvetur nemendur til að nýta sér snjalltæki og smáforrit tengd orðum, hugtökum, bók- og tölustöfum, ritmáli, samræðu, hlustun, lestur og tjáningu/ miðlun í tungumálanámi.

Efla náttúrufræðikennslu

Grunnskóli Grindavíkur fékk kr. 1.500.000 styrk til að efla náttúrufræðikennslu en markmiðið er að þróa bæði kennslu og námsefni í samstarfi við Reykjanes Geopark, sjávarútveg og önnur fyrirtæki í nærumhverfinu með von um að það verði til að auka og dýpka skilning nemenda, áhuga og hæfni á vísindum sem nýtast þeim í daglegu lífi og til framtíðar.

Nemenda af erlendum uppruna fá aukna aðstoð

Stóru-Vogaskóli fékk styrk upp á kr. 1.300.000 til að bjóða tvítyngdum nemendum upp á kennslu í sínu móðurmáli. Kennslan fer fram að loknum skóladegi og er viðbót við þeirra skóladag, foreldrum að kostnaðarlausu. Einnig á að bjóða upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur af erlendum uppruna.

LAUS STÖRF

Skólaliðar MYLLUBAKKASKÓLI Aðstoðarleikskólastjóri LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Ýmis störf HÁALEITISSKÓLI Leikskólakennarar LEIKSKÓLINN GARÐASEL Umsjónarkennari á yngsta stigi HEIÐARSKÓLI Leikskólakennari LEIKSKÓLINN TJARNARSEL Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR BREYTTUR OPNUNARTÍMI OG FRÍTT Í SUND Við höfum lengt opnunartíma Sundmiðstöðvar. Nú er opið til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga, 20:00 á föstudögum og 18:00 um helgar. Frítt í sund 2. júní vegna Hreyfiviku UMFÍ. Sund er góð íþrótt. FLUGDREKASMIÐJA Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 3. júní kl. 13:00 verður Flugdrekasmiðja í bókasafninu. Leiðbeinandi verður á staðnum og allt efni til flugdrekagerðar. Foreldrar/forráðamenn þurfa að aðstoða yngstu börnin. Allir hjartanlega velkomnir meðan efni og húsrúm leyfir. Minnum á að sumarlesturinn er hafinn! INNRITUN Í TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR Innritun nýrra nemenda skólaárið 2017-18 stendur nú yfir. Sækja skal um á vefnum tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir „Nýjar umsóknir.” SUMAR Í REYKJANESBÆ - ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR Ert þú búin(n) að kynna þér framboðið á vefnum sumar.rnb.is?

Viltu koma ábendingu til Víkurfrétta? Sendu tölvupóst á vf@vf.is

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI OG DEILDARSTJÓRI YNGSTA STIGS Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans.

• • •

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að: Vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Grindavíkurbæjar. Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og fl. Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.

• • • •

Meginhlutverk deildarstjóra er að: Vera millistjórnandi með mannaforráð og bera ábyrgð á skólahaldi á skólastigi. Fylgjast með nýjungum á sviði kennslu og vera leiðandi í faglegri umræðu. Vera í góðum samskiptum við nemendur og foreldra. Hafa umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og aðra stjórnendur.

• • • • • • • •

Hæfniskröfur: Frumkvæði , sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum. Góðir skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi. Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. Góð tölvukunnátta og færni við skýrslugerð. Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og skólaþróunar. Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.

• •

Menntunar og hæfniskröfur : Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða eða kennslureynsla á grunnskólastigi.

Bent er á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir væntanlegur skólastjóri í síma 420-1200. Umsóknir um aðstoðarskólastjórastöðuna ásamt greinargóðri skýrslu um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni viðkomandi, skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is fyrir 11. júní 2017 og umsóknir um deildastjórastarfið fyrir 2. júní n.k.


fimmtudagur 1. júní 2017

21

VÍKURFRÉTTIR

Áhugasömum boðið í gönguferð um Stapagötuna - sem liggur á milli Innri- Njarðvíkur og Voga Frá vettvangi óhappsins. VF-mynd: Hilmar Bragi

Malarflutningabíll valt á Hafnavegi ■■Malarflutningabíll valt á Hafnavegi skömmu fyrir hádegi á þriðjudag. Vegöxlin gaf sig undan þunga bílsins sem valt út fyrir veg. Ekki urðu slys á mönnum. Bíllinn var

með malarfarm þegar óhappið varð. Ástand Hafnavegar er mjög slæmt en þar sem óhappið varð í morgun er ástand vegarins gott en lítill burður í vegöxlinni sjálfri.

Fingralangur fararstjóri í flugstöðinni ■■Nýverið komst upp um þjófnað á varningi úr Pure Food Hall versluninni í Flugstöð Leifs Eiríksonar að andvirði tæplega 100 þúsund króna. Þar var á ferðinni erlendur einstaklingur sem var að koma frá Stokkhólmi og var tekinn til skoðunar í grænu hliði. Í farangri viðkomandi var meðal annars frosið kjöt, tvær flöskur af Flóka viskí og 10 glös af selaolíu, samtals að andvirði 91.102 króna. Ferðalangurinn sem kvaðst vera leiðsögumaður fyrir ferðahópa gat ekki framvísað kassakvittun fyrir

vörunum þegar eftir því var leitað. Útskýringar hans á vörslu þessa dýra varnings voru margvíslegar og engar tvær eins. Starfsmenn tollgæslunnar höfðu því samband við starfsmann verslunarinnar og kom þá í ljós í sjóðsvélum að engin slík sala hefði farið fram á þeim tíma sem passaði við ferðir leiðsögumannsins. Ljóst þótti því að vörurnar væru stolnar og voru þær haldlagðar og skilað aftur í verslunina sem hyggst kæra þjófnaðinn til lögreglu.

■■F e r ð a m á l a s a m t ö k R e y k j a ness ætla að bjóða bæjarbúum og öðrum áhugasömum í gönguferð um Stapagötuna sem liggur á milli Innri- Njarðvíkur og Voga undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögukonu. Gönguleiðin er u.þ.b. 8 km löng og er vel greinanleg í landslaginu, hún er ein af fáum þjóðleiðum sem er enn greinanleg í þéttbýli það má auðveldlega fylgja henni í gegnum InnriNjarðvík. Áður en Keflavíkurvegurinn var lagður árið 1912 var þessi leið gengin

ef fólk átti erindi til höfuðborgar­ svæðisins og öfugt og tók það tólf klukkustundir að ganga á milli þessara staða með fáum stoppum á leiðinni. Margar þjóðsögur eru til um Stapagötuna sem segja frá huldufólki, draugum og mannfólki sem lentu í alls kyns ævintýrum á þessari leið. Stapagötunni stafar hætta af Lúpínunni sem gerir heiðina fallega bláa og er gatan horfin á köflum. Ferðamálasamtök Reykjaness vilja taka þátt í að vernda götuna og stika. Á næsta ári munu Ferðamálasam-

Sk ipu lags- og bygg inganefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað umsókn Grétars Þórs Hafþórssonar sem óskaði eftir því að fá að byggja þrjár raðhúsalegjur við Brimklöpp í Klappahverfi í Garði. Erindinu er hafnað þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi enda eru Brimklöpp 10, 12 og 14 einbýlishúsalóðir. Umsækjanda var bent á að endurskoðun Klappa- og Teigahverfis stendur yfir og mun auglýsing um lóðarúthlutanir í hverfinu

verða auglýstar þegar deiliskipulagsvinnu lýkur. Þó svo deiliskipulagið geri ráð fyrir einbýli, þá má það heldur ekki vera of hátt. Særún Rósa Ástþórsdóttir óskaði eftir lóð undir byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum (hæð ris). Erindinu var hafnað enda samræmist umsóknin ekki gildandi deiliskipulagi þar sem sótt er um hús á tveimur hæðum. Endurskoðun hverfisins stendur yfir og var umsækjanda bent á að fylgjast með auglýsingum um málið.

ATVINNA Blaðberi óskast til að bera út Morgunblaðið í Sandgerði. Upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 860 9199.

Enginn kostnaður, gönguferðin er við allra hæfi. Allir velkomnir.

Geta bætt fjórðu hæðinni ofan á Hrafnistu á Nesvöllum

■■Hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum hefur þó nokkra möguleika til að stækka, samkvæmt deiliskipulagstillögu fyrir Nesvelli, en engar athugasemdir voru gerðar við deiliskipulagsbreytingu á svæðinu.

Engin raðhús — bara einbýli

tökin leita eftir samstarfi við Sjálfboðaliðasamtök um Náttúruvernd um hreinsun götunnar af Lúpínu og safna sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu. Gönguferðin verður fimmtudaginn 8. júní kl 19.00 Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir Lagt verður af stað frá Vesturbraut 12 með rútu og endað á sama stað

„Til þess að fara eftir óskum bæjarstjórnar þá er gert ráð fyrir fjórðu hæðinni ofan á núverandi byggingu, Hrafnistu að Nesvöllum, og einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða viðbyggingu í stað þriggja hæða,“ segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Ráðið samþykkti á síðasta fundi sínum að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulagsbreytingu á Nesvöllum sem Klasi lagði fram er megin breytingin sú að fjölbýlishúsum er skipt upp í minni einingar og raðhúsum fækkað. Heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur.


22

VÍKURFRÉTTIR

Forvarnir og fræðsla fyrir hjólafólk

Frá undirritun samnings sem fram fór í nýrri reiðhöll Brimfaxa. Frá vinstri: Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Hilmar Knútur Larsen formaður Brimfaxa.

HS Orka styrkir hestamannafélagið Brimfaxa HS Orka mun styðja hestamannafélagið Brimfaxa í Grindavík næstu þrjú ár, en skrifað var undir samning þess efnis á dögunum. „Við erum ákaflega stolt af því að styðja við bakið á Brimfaxa sem er um þessar mundir að taka í notkun nýja og stórglæsilega reiðhöll í Grindavík. Hestamennska er mannbætandi og góð aðstaða er mikilvæg í þessu skemmtilega áhugamáli,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina sem er í einkaeigu. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfsem-

●● Bifhjólaklúbburinn Ernir með forvarnardag á Ásbrú

■■Bifhjólaklúbburinn Ernir stóð á dögunum fyrir forvarnardegi við félagsheimili sitt á Ásbrú. Markmið dagsins var forvarnir og fræðsla um öryggismál en með deginum vildi klúbburinn ná til ungra vélhjóla-

fimmtudagur 1. júní 2017

kappa. Lögreglan á Suðurnesjum og Brunavarnir Suðurnesja tóku þátt í deginum. Sjúkraflutiningamenn fóru yfir viðbrögð ef hjólamaður lendir í slysi og aðkomu að því. Lögreglan fór yfir öryggismál hjólamanna og síðan áttu hjólafólk og lögreglan gott spjall saman um hjólamenninguna. Á for varnardeginum var kynnt skemmtileg nýjung, sem er öryggisvesti fyrir hjólafólk sem blæs út ef hjólamaður fellur af hjóli sínu. Þá stóð lögreglan fyrir æfingaakstri hjóla með keilubraut.

inni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. „Það er okkur mikilvægt að finna fyrir velvilja HS Orku í okkar garð. Styrkur þessi mun hjálpa okkur í rekstri á nýrri reiðhöll okkar og uppbyggingu á æskulýðsstarfi. Þess má geta að hestamannafélagið ætlar í samstarfi við Grindavíkurbæ að bjóða uppá hestamennsku sem valfag í grunnskólanum hjá eldri nemendum,“ segir Hi lmar Knútur Larsen, formaður Brimfaxa.

Félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes mættu einnig á staðinn og tóku þátt í dagskránni sem svo lauk með grillveislu þar sem langsteikur voru grillaðar fyrir gesti. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á forvarnardeginum.

Vilja hraðahindrun og „trölla“ blómapott ■■HS Veitur hafa óskað eftir varanlegri hraðahindrun á Bakkastíg milli húsa nr. 22 og 36 til að stemma stigu við hraðakstri á Bakkastíg áður en alvarleg slys verða á þessu svæði. Sviðstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar hefur verið falið að koma með lausn á málinu. Þá hefur Þórarinn Ægir Guðmundsson komið með ósk um að settar verði hraðahindranir við göngustíga er liggja að Háholti milli húsa 3-5 og 18-20, og skipta út núverandi hraðahindrun út fyrir „trölla“ blómapott. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bæta lýsingu við göngustíga þar sem þeir koma út á Háholtið.

SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu 230 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi, bílskúr. Uppl. í síma 840 7007 eftir kl. 19:00. 54 ára einstaklingur óskar eftir herbergi, einstaklingsíbúð eða bílskúr til leigu sem fyrst upplýsingar í síma 846 7357

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Verið velkomin

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum Bláa Lónið afhenti íþróttafélögunum í Grindavík, Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum styrki til íþróttastarfs barna og unglinga. Styrkirnir voru afhentir í Bláa Lóninu miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn.

„Lukkugrísir“ á Listahátíð barna Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Bryn Ballett Akademían og Danskompaní auk þess sem nokkrir menningarhópar koma að henni. Þannig snertir hátíðin ansi marga fleti í samfélaginu okkar sem gerir þetta einstakt

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri að innan íþróttafélaganna væri unnið ómetanlegt starf og það væri ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að styðja við íþróttastarf barna og unglinga á Suðurnesjum með þessum hætti.

■■Þær Hugrún Helgadóttir, Svala G. Hermans og Melkorka Huld Marteinsdóttir duttu í lukkupottinn þegar nöfn þeirra voru dregin upp úr potti skessupóstkorta sem skilað hafði verið inn í Duus Safnahús á nýliðinni Listahátíð barna. Hátíðin gekk mjög vel og má segja að dýrin, sem voru viðfangsefni hátíðarinnar í ár, hafi svo sannarlega slegið í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum en hvorki fleiri né færri en ríflega 4.000 gestir skoðuðu sýningarnar í Duus Safnahúsum þær tvær vikur sem þær stóðu. Listahátíð barna, sem fram fór í tólfta sinn dagana 4. – 21. maí, heppnaðist mjög vel. Um er að ræða nokkuð umfangsmikið verkefni en að því starfa saman Listasafn Reykjanesbæjar, allir 10 leikskólar bæjarins, allir 6 grunnskólarnir, listnámsbraut Fjölbrautaskóla

verkefni. Undirbúningur fer fram stóran hluta úr vetri og afraksturinn af því frábæra starfi sem unnið er í skólum bæjarins fá bæjarbúar og gestir að njóta á vordögum í formi listsýninga og viðburða af margvíslegu tagi.

HVALSNESKIRKJA Aðalsafnaðarfundur Hvalsnessóknar verður haldin í Safnaðar­ heimilinu í Sandgerði fimmtudaginn 15. júní kl 18:OO. Sóknarnefnd


fimmtudagur 1. júní 2017

23

VÍKURFRÉTTIR

Íþróttir á Suðurnesjum

Mjög sáttur við það hvernig þetta fer af stað hjá okkur

-Það skipti miklu máli að vel sé mætt á alla leiki

Arnór Ingvi skoraði í sigurleik Rapid Vín

Óli Stefán Flóventsson að stjórna sínum mönnum.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, sendi opið bréf til stuðningsmanna fyrir leik Grindavíkur og Vals í síðustu viku. Í bréfinu biðlar hann til stuðningsmanna Grindavíkur um betri mætingu á leiki liðsins. Liðið eigi það skilið eftir góða byrjun á mótinu, en Grindavík er í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar, úrvalsdeildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu, um þessar mundir. Blaðamaður Víkurfrétta sló á þráðinn og heyrði í honum. Geta stuðningsmenn átt von á fleirum svona bréfum frá þér? „Nei ekki í þessum dúr, næst verður það kannski þakkarbréf. Ég var ánægður með stuðninginn í síðasta leik og kannski að bréfið hafi hreyft við einhverjum.“ Nú eruð þið í þriðja sæti Pepsideildarinnar, ertu sáttur með það? „Ég er mjög sáttur hvernig þetta fer af stað hjá okkur. Ef mér hefði verið boðið þetta fyrir mót þá hefði ég þegið

það. Staðan á leikmannahópnum er nokkuð góð, en það er eitthvað um meiðsli hjá okkur. Hópurinn er ekki mjög stór þannig að þetta hefur einhver áhrif, en það eru yngri leikmenn að stíga inn í hópinn og eru að gera góða hluti.“ Næsti leikur er við KR, hvernig er undirbúningi háttað fyrir leikinn? „Já, næsti leikur er við KR og leggst hann vel í mig. Það er alltaf gaman að koma í Frostaskjólið. Við höfum

verið að standa okkur vel á móti stóru liðunum. Undirbúningur er svipaður fyrir þennan leik eins og aðra þó það verði ávallt einhver áherslumunur eftir því við hverja við erum að spila.“ Nú er verið er að skoða ýmsar leiðir til að fjölga áhorfendum á íþróttaleiki í Grindavík. Komið hefur upp sú hugmynd að búa til eitt mánaðargjald sem væri aðgangur á alla leiki bæði í fótboltanum og körfuboltanum hjá báðum kynjum. „Það skipti miklu máli að vel sé mætt á alla leiki og að leikmenn finni fyrir stuðningnum inn á vellinum,“ segir Óli Stefán að lokum.

Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í síðustu viku þegar liðið hans, Rapid Vín, vann útileik gegn Mettersburg, 3:1, í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er fram kemur í Morgunblaðinu. Arnór Ingvi kom af bekknum á 66. mínútu og kom Rapid í 2:1, sex mínútum fyrir leikslok. Þetta var þriðja mark Arnórs í deildinni á tímabilinu, í 21 leik, en ein umferð er eftir.

Rapid Vín er í sjötta sæti af tíu liðum með 43 stig og gæti komist sæti ofar. Arnór hefur verið að glíma við meiðsli á hné en í samtali við Víkurfréttir segist hann vera búinn að jafna sig á þeim meiðslum og kominn á fullt. Þá segist hann einnig reyna að fylgjast með gangi gömlu liðsfélaga sinna í Keflavík eftir bestu getu. „Ég hef enga trú á öðru en að þeir rífi sig í gang og fari upp um deild að sumri loknu“.

Reynt að hagræða úrslitum í leik Elíasar -Hárri upphæð lofað gegn tapi liðsins

Leik Gautaborgar og AIK, sem átti að fara fram í síðustu viku, í sænsku úrvaldsdeildinni var frestað. Reynt hafði verið að hægræða úrslitum leiksins. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson leikur með liði Gautaborgar, en leikmaður AIK var beðinn um að taka þátt í að tapa leiknum viljandi gegn háu gjaldi. Málið er litið alvarlegum augum og lögreglan rannsakar málið. Elías Már segir í samtali við Víkurfréttir að málið sé í flestum fjölmiðlum Svíþjóðar í augnablikinu. „Leikmaðurinn í AIK gerði allt rétt og lét vita af þessu. Leikurinn verður svo spilaður seinna.“

Grindavík í toppmálum

●●Grindavíkurstúlkur töpuðu, einnig þær keflvísku en Keflavíkurkarlar með enn eitt jafnteflið eign Keflavíkur og Selfoss í 1. deild karla í knatt­spyrnu, In­kasso­deild­inni, en leikið var á Nettóvell­in­um í Kefla­ vík sl. fimmtudag. Leikurinn fór 2:2. „Þetta gekk ekki nógu vel í dag þó svo að við höfum oft náð að spila ágætlega. ÍR-stelpurnar skoruðu mörkin og það telur,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkurstúlkna í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en þær töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni 1-3 á móti ÍR sem hafði ekki skorað mark eða fengið stig í fyrstu tveimur umferðunum.

■■Grindvíkingar eru í 3. sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsí-deildinni, eftir sætan sigur á Valsmönnum í Grindavík sl. sunnudagskvöld. Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins og sigurmark Grindavíkur í byrjun síðari hálfleiks. „Við getum meira að segja komið sjálfum okkur á óvart,“ sagði einn úr innsta kjarna Grindavíkur strax eftir leikinn þegar hann fylgdi liði sínu til búningsklefa.

Grindvíkingar máttu þola enn einn ósigurinn í Pepsi-deild kvenna, úrvalsdeild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Á mánudag tóku þær grindvísku á móti FH í rennandi blautum fótboltaleik í Grindavík. Úrslitin urðu 1:3, FH í vil. Grindavík er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með sex stig þegar sjö umferðum er lokið. Þær hafa skorað sex mörk en fengið á sig átján. Jafntefli varð niðurstaðan úr viður-

Önnur knattspyrnuúrslit má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Þar er t.a.m. fjallað um bikarleik Víðis í 16 liða úrslitum en þeir mættu Fylki á Garðsvelli í gærkvöldi.

Stefnan sett beint á toppinn -Samúel Kári snýr aftur á völlinn eftir 9 mánaða fjarveru Samúel Kári Friðjónsson spilaði með varaliði Valerenga í 3-2 sigri á Nybergsund síðastliðinn mánudag, en það var fyrsti leikur Samúels síðan hann sleit krossband síðasta sumar, stuttu eftir að hann samdi við lið Valerenga. Í samtali við Víkurfréttir segir Samúel það ólýsanlegt að vera loksins byrjaður að spila á fullu. „Þetta hefur verið erfitt en svo ótrúlega lærdómsríkt. Maður á aldrei að gefast upp, sama hvað bjátar á. Núna er stefnan bara beint á toppinn, að vinna sér inn sæti í liðinu strax.“ Hann segist vera spenntur fyrir komandi mánuðum og að allt líti vel út. „Þetta verður bara

gaman. Nú tek ég með mér allt sem ég hef lært þann tíma sem ég var frá og nota það til að verða ennþá betri innan sem utan vallar,“ segir Samúel. Þá vill hann þakka Gunnari Má Mássyni fyrir alla hjálpina.


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

Æfing í þolinmæði Nú eru liðnar rúmlega þrjár vikur síðan ég fékk nýja „diskókúlu“, en það er aðeins yngra og ferskara orð yfir nýju mjaðmakúluna mína sem ég kom með heim frá Svíþjóð. Þetta er nefnilega pínu viðkvæmt - ungt fólk fer öllu jöfnu ekki í mjaðmakúluskipti, þetta er meira svona ‘gamlakallaogkellingagigtarvesen’. Lengi vel var það þannig að fólki á mínum aldri var ráðið frá því að fara í svona aðgerð, láta sig heldur hafa það, taka verkjatöflur og bíta á jaxlinn, því kúlan myndi ekki endast og menn þyrftu hvort sem er að fara aftur. Sem betur fer er þetta viðhorf á undanhaldi og fólki undir fimmtugu nú „hleypt“ í svona aðgerðir til að laga íþróttameiðslin og kúlurnar endast von úr viti með tilheyrandi auknum lífsgæðum. Aðgerðin gekk að óskum og bataferlið er á áætlun. Verkefni mitt er ekki flókið - ég á að taka því nú rólega í 6-8 vikur á meðan allt er að gróa. Og njóta þess að láta stjana við mig. Þar vandast málið. Þolinmæði hefur aldrei verið mín sterkasta hlið og ég hef heldur aldrei átt auðvelt með að biðja um aðstoð. Þó ég muni ekki sérstaklega eftir frumbernsku minni get ég ímyndað mér að ég hafi verið týpan sem sagði alltaf „nei..ég get sjálf “ þegar einhver ætlaði að aðstoða mig. Þess vegna er það dáldið gott á mig núna að vera í þeirri stöðu að að hreinlega mega ekki

twitter.com/vikurfrettir

Er þetta einn af þessum nýju köldu pottum sem eru svo vinsælir í dag?

instagram.com/vikurfrettir

LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar Árnadóttur gera einföldustu hluti sjálf og vera upp á aðra komin. En það má margt af þessu læra. Ég er í fyrsta lagi þakklát fyrir það að þetta er tímabundið ástand og að ég verði fljótlega aftur orðin eins og ný. Það eru ekki allir svo lánsamir. Ég er líka þakklát fyrir það að eiga ótrúlega góða að sem eru boðnir og búnir að aðstoða mig í einu og öllu. Það er heldur ekki sjálfsagt. Ég hef líka lært að hlutirnir ganga bara ágætlega án mín og öll verkefnin sem ég var með samviskubit yfir því að þurfa að setja á pásu í nokkrar vikur fara ekki neitt. Það hafa allir skilning á því að heilsan gengur fyrir og bíða bara rólegir eftir að ég og kúlan verðum tilbúin að stökkva af stað aftur. Og vitiði...ég viðurkenni að þetta er bara dáldið ljúft og ég er að læra að njóta þessa tíma án samviskubits. Hver þáttaröðin á eftir annarri á Netflix klárast og það er farið að ganga vel á bókastaflann á náttborðinu. Þolinmæði er bara dáldið kúl. Ég hef líka lært að meta litlu sigrana sem skipta verulega miklu máli. Í morgun gat ég til dæmis í fyrsta sinn frá aðgerð klætt mig sjálf í nærbuxur án þess að nota hjálpartækjastöngina góðu. Það er stórmál!

Útsýnispallur við Brimketil opnaður formlega Reykjanes UNESCO Global Geopark tekur í notkun nýja aðstöðu við Brimketil á morgun, föstudaginn 2. júní. Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi, milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Brimketill og katlarnir í nágrenni hans urðu til vegna stöðugs

núnings brims við hraunklettana. Þar hefur ytra álag smátt og smátt mótað bolla og katla í basalthraunið. Opnunin á útsýnispallinum er hluti af dagskrá Geoparkviku á Reykjanesi sem að fram fer dagana 29. maí – 3. júní. Myndina tók Hilmar Bragi með flygildi Víkurfrétta.

Dreifing tekur tvo daga Dreifing Víkurfrétta tekur tvo daga með Póstinum og er blaðinu nú dreift til lesenda á fimmtudögum og föstudögum. Blaðið liggur frammi á nokkrum stöðum og m.a. má nálgast eintök af Víkurfréttum í Krambúðinni við Hringbraut í Keflavík, á Básnum við Vatnsnesveg og í Nettó í Reykjanesbæ.

00 á Hringbraut fimmtudag kl. 20:

ER KOMIÐ Í BÚSTOÐ

LOKAÐ VERÐUR Á LAUGARDÖGUM Í JÚNÍ OG JÚLÍ

TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •

BÚSTOÐ EHF


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.