• fimmtudagur 1. júní 2017 • 22. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
SJÁVARFLÓÐ Í STÓRSTREYMI Á FITJUM GatnamótAðalgötu og Reykjanesbrautar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Ístak bauð lægst í hringtorgin n Ístak hf. átti lægsta tilboð í gert tveggja hringtorga á Reykjanesbraut, annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut). Tilboðin voru opnuð á þriðjudag. Þrjú fyrirtæki skiluðu inn tilboðum. Það voru Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óskuðu eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut. Aðlaga þarf aðliggjandi vegi að hringtorgunum. Framkvæmdin innifelur einnig að annast tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu- og lágspennustrengja í vegunum í samráði við veitur. Allri malbikun skal lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2017. Ístak bauð tæpar 216 milljónir króna í verkið, Ellert Skúlason ehf. bauð 224 milljónir og ÍAV hf. bauð tæpar 256 milljónir króna.
Með „SOUL“ í auga 2017
FÍTON / SÍA
n SOUL tónlist allra tíma verður viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga” þetta árið sem haldnir verða að venju í Andrews Theatre á Ljósanótt. ,,Sálartónlist er allt í kringum okkur og margir af vinsælustu tónlistarmönnum samtímans voru mjög virkir í Soulinu” segir Kristján Jóhannsson, en hann, Guðbrandur Einarsson og Arnór Vilbergsson hafa verið í fararbroddi bliksins ásamt einvala liði samstarfsmanna. ,,Stevie Wonder, Aretha Franklin, Otis á Redding og Van Morrisson eru meðal þeirra listamanna sem eiga lög í dagskránni núna. Þetta er bara yndisleg tónlist, stuð, tregi og urrandi ástarjátningar”, bætir Kristján við. „Það er heldur ekkert smálið söngvara og hljóðfæraleikara með okkur þetta árið. Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns flytja lögin og við lofum góðri sálartónlist“. Sýnt verður í Andrews og frumsýnt 30. ágúst. Þrjár sýningar í boði miðvikudaginn 30 ágúst og tvær sýningar 3. september.
einföld reiknivél á ebox.is
Stærsta tjörnin á Fitjum fylltist af sjó á stórstraumsflóði um síðustu helgi. Rof er í bakkanum í víkinni og þegar stærsti straumur er, líkt og um síðustu helgi, þá flæðir sjórinn óhindrað inn í tjörnina. Svæðið var því eins og hafsjór þegar Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, flaut flygildi blaðsins yfir svæðið. Fitjar standa lágt og með hækkandi yfirborði sjávar má gera ráð fyrir að þetta svæði verði oftar umflotið sjó verði ekkert að gert.
●●Íbúafundir um sameiningu Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs
Kostir sameiningar eru fleiri en gallar
n Betri nýting fjármuna er einn af kostum sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar en stýrihópur um hugsanlega sameiningu Sandgerðis og Garðs boðaði til íbúafundar á mánudagskvöldið í Sandgerði. Í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, var fundur um sama efni haldinn í Garði. Á dagskrá fundarins var að kynna úttekt á helstu kostum og göllum sameiningar sveitarfélagana. Á fundinum kom skýrt fram að kostir sameiningar væru fleiri en gallarnir. Það voru fulltrúar frá KMPG sem mættu á fundinn og kynntu niðurstöður úttektar sem unnin var fyrir sveitarfélögin um kosti og galla sameiningar Sandgerðis og Garðs.
Í henni kom fram að einn af helstu kostunum sameiningar yrði betri nýting fjármuna. Þá kom það einnig skýrt fram að ekki stæði til að sameina grunnskólana undir einu þaki, þó vissulega kæmi til greina að efla samvinnu milli þeirra. Aðal ástæðan væri sú að báðir skólarnir eru hagstæðar rekstrareiningar eins og þeir eru í dag. Þá kom fram í úttektinni að bæta þyrfti samgöngur á milli Sandgerðis og Garðs ef að sameiningu yrði. Bæði þyrfti að efla almennings samgöngur og að gera hjólreiðastíg á milli. Eftir að fulltrúar KMPG höfðu lokið máli sínu var boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Þeir sem tóku til máls voru almennt jákvæðir í garð sameiningar.
Úthluta fleiri fjölbýlishúsalóðum í Vogum Frá gatnagerð í nýjum miðbæ í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi
n Lagt hefur verið til við bæjarráð Voga að samþykkt verði að auka lítillega við verk í nýju miðbæjarskipulagi í Vogum svo unnt sé að úthluta fimm lóðum undir fjölbýlishús í stað þeirra þriggja, sem núverandi verkmörk miðast við. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi á
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
dögunum og samþykkti að auka við verkið samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir ráðið. Þá kemur fram í gögnum bæjarráðs að viðbótarkostnaður vegna breytinganna fjármagnist með tekjum af aukningu gatnagerðagjalda.
Nauðsynlegt að fjölga stöðugildum við TR n Síðasta vetur hafa um 840 nemendur verið í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. 370 nemendur eru í hljóðfæra- og söngnámi en aðrir eru í forskóla grunnskólanna. Farið var yfir vetrarstarfið hjá tónlistarskólanum á síðasta fundi Fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Þar kom fram að ekki verði miklar breytingar á kennaramálum næsta skólaár og að ráðningamál gangi vel. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Haraldur Árni Haraldsson, vék á fundi Fræðsluráðs sérstaklega að því að mikil þörf væri á að fjölga stöðugildum við skólann vegna fjölgunar íbúa í bæjarfélaginu.
Veiðir refi og minka til að verja fuglavarp n Bæjarráð Sandgerðis hefur veitt Páli Þórðarsyni leyfi til til refa- og minkaveiða í bæjarlandinu til að verja fuglavarp í landi Norðurkots. Mikið æðavarp er m.a. í landi Norðurkots og Fuglavíkur, skammt utan við þéttbýlið í Sandgerði. Páll hefur undanfarin ár séð um að halda bæði minkum og refum í skefjum umhverfis varplöndin.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
00 á Hringbraut fimmtudag kl. 20: