Kennsluleiรฐbeiningar
FREE Hรฆfnihringir รก netinu
This project has been funded with support from the European Commission [Lifelong Learning Programme of the European Union]. This report reflects the views only of the author, and the European Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Innihald
Inngangur ™...................................................................................................................................................4 Hvað eru hæfnihringir™?..........................................................................................................................4 Markmið og aðferðarfræði Þjálfunarhringjanna ....................................................................................5 Undirliggjandi speki námskeiðsins...........................................................................................................5 Markmið námskeiðsins ..................................................................................................................................7 Uppsetning fundar .........................................................................................................................................8 Innihald tímans ..........................................................................................................................................8 Verkefni / ítarefni .......................................................................................................................................8 Kennsla á netinu ............................................................................................................................................9 Val þátttakenda ........................................................................................................................................10 Þættir í hóp ferli .......................................................................................................................................10 Regluleg samskipti ...................................................................................................................................10 Færni leiðbeinenda ..................................................................................................................................10 Skipulag náms ..........................................................................................................................................11 Að einblína á niðurstöður........................................................................................................................11 Aðferð við miðlun .....................................................................................................................................12 Að nota Google hangouts ...........................................................................................................................12 Samningar .....................................................................................................................................................13 Fyrsti fundur þarf að innihalda: .................................................................................................................14 Persónuleg kynning leiðbeinanda ..........................................................................................................14 Kynning þátttakenda ...............................................................................................................................14 Kynning á námskeið í persónulegri færni ............................................................................................15 Skipulag og ferli fundanna......................................................................................................................15 Matsblöð ................................................................................................................................................15 Samningur, þátttökulisti, matsblöð. ..................................................................................................16 Fáið fram væntingar þátttakenda til þín sem leiðbeinanda ..........................................................16 Deilið væntingum sem þú hefur til þeirra varðandi hegðun og framlag til fundanna. .............16 Grundvallarreglur .................................................................................................................................16 Að þróa grundvallarreglur...........................................................................................................................17 Kynning á aðferðarfræðinni, hún reynd. ..................................................................................................18 NLP (Neuro Linguistic Programming) .......................................................................................................19 Hvað er NLP? ............................................................................................................................................19 NLP samskiptamódel ...............................................................................................................................20 Eyðingar ................................................................................................................................................21 Að nýta gildi í raunveruleikanum ...........................................................................................................21 Yfirlit yfir feril námskeiðsins .......................................................................................................................22 Kynning. ....................................................................................................................................................23 Að lýsa núverandi málefnum/áskorunum. ...........................................................................................23 Að skoða vandamál .................................................................................................................................24 Að finna lausnir, möguleika til aðgerða................................................................................................24 Samantekt aðgerða og lærdóms ...........................................................................................................24 Markmiðasetning – gagnleg ráð ............................................................................................................24 2
Vinna í gegnum námsgagnapakkann ........................................................................................................25 Verkefni 1: Að hugsa öðruvísi ................................................................................................................26 Verkefni 2: Að sjá sjálfan sig á annan hátt ........................................................................................26 Verkefni 4: Hæfnihjólið ...........................................................................................................................27 Verkefni 5: Markmiðasetning - vinnublað ............................................................................................27 Verkefni 6 : Að nota samlíkingar ...........................................................................................................28 Verkefni 7: Uppskrift að velgengni ........................................................................................................29 Verkefni 8: Hvatning ...............................................................................................................................29 Verkefni 9: Nýsköpun og að skapa markaðssyllu ...............................................................................29 Verkefni 10: Flæði ..................................................................................................................................29 Verkefni 11 – Stutt próf ..........................................................................................................................29 Verkefni 12: Hvað heldur þér niðri? ......................................................................................................29 Verkefni 13 : Fyrirtækið mitt ..................................................................................................................30 Verkefni 14: Að forgangsraða ...............................................................................................................30 Verkefni 15: Líflínan ................................................................................................................................30 Verkefni 16: Að segja sögur ...................................................................................................................31 Verkefni 17: Uppfinningakort – að flétta saman hugmyndum .........................................................31 Lokatími .........................................................................................................................................................31 Heimildaskrá .................................................................................................................................................33
3
Inngangur ™ Sem hluti af Evrópuverkefninu FREE (Female Rural Enterprise Empowerment) verður boðið upp á netnámskeið í persónulegri færni í fimm löndum: Vinnumálastofnun (Ísland) Inova Consultancy (Bretland) Kaunas STP (Litháen) BICC Sandanski (Búlgaría) CESI - Cróatía Á hverju námskeiði eru að hámarki 5 þáttakendur ( frumkvöðlakonur sem hafa viðskiptahugmynd eða hafa nýlega stofnað fyrirtæki) Einn þjálfaður leiðbeinandi stýrir námskeiðunum, en leiðbeinendur tóku þátt í námskeiði sem stýrt var af Inova í Bretlandi. Námskeiðið mun samanstanda af þremur til fjórum fundum á tímabilinu xx með ákveðnu millibili sem þátttakendur ákveða sjálfir. Hver fundur mun standa í þrjá tíma og verður eins og áður segir á netinu í gegnum fjarfundabúnað (Skype, Gotomeetin, Joinme). Hlutverk leiðbeinanda fer eftir þátttakendum, í stærri hóp munu fleiri æfingar verða notaðar en færri í minni hópum en meiri áhersla þar lögð á umræður og spurningar. Í hóp með færri þátttakendur verða færri æfingar og meiri tími nýttur til umræðna. Þessi leiðbeininabæklingur er ætlaður til að styðja við leiðbeinendur hvort sem um er að ræða stærri eða minni fundi. Þátttakendur munu fylla út matsblað eftir hvern fund og leiðbeinandi mun skrifa minnispunkta eftir hvern fund um sína upplifun. Þar að auki munu þátttakendur fylla út færniblað á fyrsta fundi og heldur leiðbeinandi utan um öll gögn. Í lokatímanum munu þátttakendur fylla aftur út sama færniblað og lokamatsblað. Leiðbeinandi mun skrifa lokaskýrslu á ensku þar sem niðurstöður námskeiðsins verða teknar saman, auk samantektar á matsblöðum og punktum frá leiðbeinendum. Skýrslan skal innihalda áhugaverðar tilvitnanir frá þátttakendum og myndir/myndbönd þar sem hægt er að koma því við. Skýrslan skal vera um það bil 5 blaðsíður að lengd og skal send til þess samstarfsaðila er heldur utan um þennan verkþátt.
Hvað eru hæfnihringir™? Þessar leiðbeiningar eru til þess að fræða leiðbeinendur um aðferðir námskeiðsins, sem þróaðar hafa verið af Inova, og til að fara yfir hvernig á að vinna með efnið. Að reka sitt eigið fyrirtæki getur verið krefjandi ferli, og sérstaklega fyrir konur. Inova hefur þróað einstaka hópaðferð sem nýtir sér aðgerðarnám, mentoring, þjálfun (coaching) ásamt verkefnum og ítarefni til sjálfsskoðunar. Markmiðið er að styðja við frumkvöðlakonur og efla þeirra frumkvöðlahugsun. Á námskeiðinu vinnur leiðbeinandi með um það bil 5 konum, í hópastarfi. Námskeiðið er blanda af hópumræðum og einstaklingsvinnu, sjálfsskoðun, markmiðasaetningu og skipulagningu. Námskeiðinu er stýrt af leiðbeinanda sem hefur fengið þjálfun í aðferðarfræðinni.
4
Markmið og aðferðarfræði
Hæfnihringirnir gera þátttakendum kleift að deila vandamálum, tækifærum og áskorunum með öðrum. Þjálfunarhringirnir veitir þátttakendum öruggt umhverfi en er ennfremur áskorun þar sem hugmyndir um rekstur fyrirtækja eru skoðaðar. Hugsanlegar aðgerðir og lausnir vandamála eru ræddar. Einstaklingnum er hjálpað til að finna næstu skrefin í því að reka fyrirtæki sitt eða þróa viðskiptahugmynd. Hvatt er til þróunar á sjálfsskoðun og sjálfstraust aukið.
Aðrir kostir við námskeiðið; Námskeiðið gefur tækifæri til tengslamyndunar við aðrar konur í svipuðum aðstæðum. Námskeiðið gefur tækifæri til að mynda ný sambönd og víkka tengslanet.
Undirliggjandi speki námskeiðsins Námskeiðið byggist á þátttöku kvennanna og einblínt er á þær. Lærdómur er ferðalag sem krefst þess að einstaklingur fái aðstoð og hjálp til að finna út hvað hann vill, þekkingin er til staðar og því þarf bara að fá hana í dagsljósið. Mikilvægur þáttur er að sameiginleg þekking og lærdómur frá öðrum í hópnum er dýrmætur. Áherslan er á spurningar til að fá hluti upp á yfirborðið, hvort sem það er í gegnum hópaumræðu, vinna við verkefni eða spurningar frá öðrum. Þannig fá þátttakendur tíma til að tala um vandamál sín eða tækifæri og aðrir í hópnum spyrja mikilvægra spurninga. Þetta hvetur til sjálfsskoðuna og uppgötvunar, að reyna að skilja þá undirliggjandi þætti sem þörf er á að kanna betur. Því er áherslan á að spyrja spurninga fremur en að gefa ráð. Í verkefnavinnu eru þátttakendur hvattir til að spyrja spurninga um niðurstöður og til að styðja aðra í hópnum með hvetjandi og krefjandi spurningum. Þetta ferli hvetur og styrkir sjálfsskoðun. Módelin hér að neðan (aðgerðarnám og Lærdómshjól Kolbs) eru gagnleg í því að kanna frekar markmið og ferli námskeiðsins.
5
Mynd 1. Aðgerðarnám
Lærdómur, ályktanir, skilgreina lærdóm út frá reynslu
Byrjun – Áskoranir lagðar fram, vandamál eða spurningar
Spurningar settar fram – áskoranir um að skoða viðhorf, sýn og skilning þátttakenda Niðurstöður aftur í hópinn, hvað virkaði og hvað ekki og hversvegna?
Prófað á vinnustað/hei ma
Innsýn – nýr skilningur, hugmyndir um aðgerðir
Mynd 2. Lærdómshjól Kolb’s (1975)
6
Markmið námskeiðsins Leiðbeinandi stýrir námskeiðum í takt við þátttakendur og er styðjandi fremur en leiðandi. Stundum þarf að nota ákveðna aðferð í ákveðnum aðstæðum. Hugsanlegan lærdómsferil þátttakenda má sjá á eftirfarandi þáttum.
Skoðun/könnun á því hvað veldur ákveðnum aðstæðum eða afleiðingum; að endurskoða ákvarðanir eða aðgerðir og skoða hvernig þær hafa leitt til núverandi aðstæðna. Var hægt að forðast vandamálin? Hver eru afleiðingar svipaðra aðstæðna í framtíðinni? Hvað er hægt að læra af aðstæðum?
Skoðun á hugsanagangi þeim sem kom þeim til að trúa einhverju eða haga sér á ákveðinn hátt. Á hverju er ákvörðun/hegðun byggð? Hafa þær verið staðreyndar?
Einnig er hægt að læra af mistökum. Argyris (1993) leggur til að lærdómur verði til þegar komið er auga á mistök og þau leiðrétt.
Kennslan/leiðbeiningin skal einnig vera til framtíðar og lausnamiðuð. Gagnlegt er að aðstoða nemendur til að spá fyrir um útkomu. Er búið að taka tillit til allra þátta? Er til plan B ? Er búið að íhuga allar möguleika viðkomandi aðstæðna?
Þátttakendur skuldbinda sig við markmið og aðgerðaráætlun, að gera grein fyrir framgangi og fara yfir útkomu.
Taka þarf tillit til hópsins og ferli hans; þetta þarfnast þess að leiðbeinandinn gæti þurft að grípa inn í til að vernda tímamörk, til að tryggja að verið sé að ræða ákveðna hluti þegar áskoranir valda streitu, þegar einhver þátttakandi er að nota vald sitt á óviðeigandi hátt eða að hegða sér á þann veg að það komi í veg fyrir að hópurinn nái árangri.
Þátttakendur gætu óskað eftir því að reyna ákveðna hegðun í námskeiðinu (með samþykki og stuðningi hópsins) til að fá endurgjöf. Sem dæmi, þá gæti einhver viljað æfa ákveðni eða þróa sjálfstraust til að vera ósammála öðrum.
Hvetja þátttakendur til að vera meira skapandi, að fara út úr þægindasviðinu og að hámarka tækifæri.
Samningar; að gera samkomulag við þátttakendur um hlutverk og ábyrgð til að a) hægt sé að stýra vel b) að allir fái sem mest út úr vinnunni. Samninga þarf að endurskoða sem oftast og reglur hópsins þarf að minna á í byrjun hvers tíma. Eftirfarandi kafli um samninga útskýrir þetta betur.
7
Uppsetning fundar
Innihald tímans
Verkefni / ítarefni
Fundur 1 1. Að hugsa út fyrir kassann (1) Samkomulag 2. Gamla/unga konan (2) 3. Hugarkort (3) Kynning – leiðbeinendur og þátttakendur Kynning á námskeiðinu og aðferðarfræðinni 4. Hæfnihjólið (4) Undirskrift þátttakendalista, samninga, 5. Markmiðasetning (5) útskýra námsefnið. Færnipróf Fara í gegnum dæmi – spyrja spurninga Reglur hópsins Markmiðasetning og aðgerðaráætlun Samantekt Matsblöð Næsti fundur Fundur 2 Grundvallarreglur – upprifjun 6. Myndlíkingar (6) Fara yfir ferlið, umræður um árangur og 7. Uppskrift að árangri (7) 8. Það sem hvetur til þess að stofna erfiðleika fyrirtæki (8) Nýjar áskoranir og tækifæri 9. Frumkvöðlahugsun – að skapa Skoðun málefna sérstöðu (9) Markmiðasetning og aðgerðaráætlun 10. Frumkvöðlakort Samantekt 11. Flæði (10) Matsblöð Næsti fundur Fundur 3 Samkomulag – grundvallarreglur 12. Skyndipróf í viðskiptum (11) Fara yfir ferlið, umræða um árangur og 13. Heita blaðran (12) 14. Óskafyrirtækið (13) erfiðleika 15. Að forgangsraða (14) Nýjar áskoranir og tækifæri 16. Líflínan (15) Málefni skoðuð 17. Sögur (16) Markmiðasetning og aðgerðaráætlun Samantekt Færnipróf
8
Lokamatsblað Skipta á tengiupplýsingum, tengslanet.
Fundur 4 (valkvætt) 18. Að endurskoða flæðið Samkomulag – grundvallarreglur 19. Að endurskoða frumkvöðlahugsun Fara yfir ferlið – umræða um árangur og 20. Að endurskoða hvatningu Collage (valkvætt) erfiðleika Nýjar áskoranir og tækifæri Málefni könnuð Markmiðasetning og aðgerðaráætlun Samantekt
Kennsla á netinu Að halda fundi á netinu Aðferðin er sniðin að aðferðarfræði Virtual Group Facilitation model (PERFORM ™) sem þróað var af Pamelu Van Dyke (2014). Þetta módel byggist upp á 7 stigum sem þróa verður af stjórnanda. Hér verður farið yfir hvert stig fyrir sig.
9
Val þátttakenda Einn af grundvallarþáttum þess að efla hópastarf er að traust og opin samskipti séu til staðar hjá þátttakendum. (Van Dyke, 2010). Einstaklingarnir sem skipa hópinn eru lykilaðilar í því að hópurinn geti unnið saman og náð árangri. Þannig er nauðsynlegt að skoða og koma auga á persónueinkenni einstaklinganna innan hópsis. Það er hlutverk leiðbeinanda að tryggja að öllum líði vel á fundinum. Þessar upplýsingar má nálgast með því að taka viðtöl við þátttakendur áður en námskeiðið hefst til að finna út hvort þeir séu appropriate fyrir fundina. Leiðbeinandinn getur spurt spurninga eins og hvort einstaklingur sé tilbúinn að taka þátt í netfundu, hve opinn hann er fyrir endurgjöf og að meta hvort að þátttakandinn sé til þess bær að nota tækni.
Þættir í hóp ferli Mikilvægt er að skilja hreyfiafl hópsins og hvernig hann þróast og að tryggja að allir taki þátt.
Regluleg samskipti Leiðbeinendur þurf að hafa samband við þátttakendur með reglubundnum hætti. Til dæmis að minna á fundartíma, og að dreifa námsefni og æfingum. Áður en fundir hefjast munu þátttakendur fá upplýsingar um hagnýt atriði sem varða þá, eins og upplýsingar um hvernig á að tengjast og hvaða kerfi á að nota til samstkipa.
Færni leiðbeinenda Að taka þátt í að stýra námskeiði á netinu er oft ný reynsla fyrir þá sem hafa stýrt fundum augliti til auglitis. Þátttakendur, sem og leiðbeinendur, hafa fáar fyrirmyndir til að fara eftir um það hvernig á að
10
hugsa, vinna saman, deila og byggja upp þekkingu í netumhverfi. Hugsanlega hefur þú reynslu af því að stýra fundum á netinu eða þetta er þín fyrsta reynsla. Með því að skoða betur hlutverk og ábyrgð leiðbeinanda getur þú getur fengið sem mest út úr reynslunni (Zorfass et al, 1998). Segðu þátttakendum að huga að því að deila og skoða skilaboð, og til að staðsetja, endurmeta og hlaða niður skilaboðum og gagnlegu. Gakktu úr skugga um að þátttakendur skili væntingar og venjur um virðingu sem og hvernig á að fara eftir leiðbeiningum um hvernig á að vinna verkefni (á netinu og ekki). Skapa sterkt, gagnvirkt námsumhverfi með því að hvetja þáttakendur til að veita upplýsingar, efni, ræða álitaefni, og vinna saman til að leysa vandamál og verkefni. Nota mismunandi aðferðir til að hjálpa þátttakendum að útvíkka þekkingu sína miðað við núverandi aðstæður, þarfir, áhugamál og færni, eins og að: Biðja þátttakendur um að útfæra, réttlæta, eða styðja hugmyndir, sérstaklega ef það eru mismunandi skoðanir til staðar. Að koma með upplýsingar og innlegg í umræðuna Að benda á leiðir um hvernig á að leysa vandann og efla þannig hópinn og alhliða lausn vandamála. Að hvetja þátttakendur til að endurspegla hvað þær hafa lært og hvaða áhrif þær upplýsingar hafa haft á skoðanir og hegðun. Að biðja um endurgjöf þátttakenda hvað varðar námið og reynsluna.
Skipulag náms Það getur verið flókið að stýra námi á netinu og því er mikilvæt að hafa skipulagið í lagi. Áður en fundir hefjast þarf leiðbeinandinn að: Hafa í huga mismunandi tímasetnignu að vera meðvitaður um fjölda funda og tímasetningu Að vera undirbúinn með námsefni Að vera þjálfaður í námsumhverfinu Google hangouts eða Skype verður notað til funda og mun það verða útskýrt hér á eftir.
Að einblína á niðurstöður Leiðbeinandinn þarf að vera meðvitaður um útkomuna í gegnum allt ferlið. Þar sem að leiðbeina á netinu er tiltölulega nýtt þá þurfa leiðbeinendur að hafa góða markmiðahæfni til að einblína á markmið námsins, þeir verða að hafa hæfni til að leysa vandamál og að komast yfir hindranir sem gætu komið upp í ferlinu. Eftir fundina þá þarf leiðbeinandinn að endurspegla þær hindranir sem þær mæta í ferlinu til að öðlast skilning á því hvernig á að draga úr vandam´laum sem aðrir leiðbeinendur gætu upplifað í seinni fundum. Það er einnig mikilvægt að stýra mati á fundunum sem hægt er að gera á netinu, til að sjá hvort að þátttakendur fá þörfum sínum og væntingum fullnægt.
11
Aðferð við miðlun Leiðbeinendur verða að hafa skýran skiling á þeirri tækni sem notuð er, bæði tækifæri og takmarkanir. Samkvæmt Media Richness kenningunni eftir Daft og Lenger (1986), þá býður leiðbeining á netinu ekki upp á eins mikla dýpt í samskiptum eins og þegar leiðbeint er augliti til auglitis. Þess vegna gætu leiðbeinendur upplifað sig ekki eins ópersónulega og ekki eins líklegir til að kalla fram tilfinningar eins og augliti til auglitis. Hinsvegar geta reynslumiklir leiðbeinendur skapað mótvægi við þetta með því að auka þekkingu sína á því hvernig á að skapa andrúmsloft þar sem þátttakendum finnst þeir hafa frelsi til tjáningar. Það er einnig mikilvægt að coach client media fit verði náð (charbonreau, 2002). Þetta er hægt að fá fram ef leiðbeinundum og þátttakendum finnst þeir öruggir að nota miðilinn og ef að samskiptin milli þessara eru vel ígrunduð. Önnur tækniatriði skipta einnig máli, svo sem þekking á miðlinum og tækninnni og hraði nettengingarinnar.
Að nota Google hangouts Google hangouts er auðvelt að nota til myndfunda og er án endurgjalds fyrir allt að 10 manns. Æ fleiri leiðbeiniendur nota GH í því skyni að virkja nemendur í að vinna interactívt. Í Free verkefninu munum við notast við Google hangouts. Byrjaðu á því að hefja eða taka þátt í Hangouts með því að nota vafrann í tölvunni þinni eða í gegnum Android, ipad eða iphone. Hægt er að taka virkna þátt og spyrja spurninga. Mynd af þeim sem er að tala birtist stækkuð svo það fer ekki á milli mála hver er að tala. Aðeins þeir sem eru skráðir geta tekið þátt. Allir þurfa að hafa Google aðgang áður en hafist er handa.
Um hangouts Best er að skipuleggja prufutíma áður en hinn fyrsti eiginlegi fundur fer fram, til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi, að allir geti heyrt og að allir hafi sett upp viðbætur sem leyfa deilingu skjala, myndbanda og kynninga. Gott er að nota þennan fund til að prufa að allt virki sem skyldi. Gott er að vera búinn að bæta nöfnum þátttakenda við í Google+ Circles eða að ganga úr skugga um að þú getir náð sambandi.
Hvernig á að hefja Hangout Skráðu þig inn á Google+ Smelltu á Hangout hnappinn neðst á deili kassanum (share box). Gefðu hangoutinu nafn með því að skrifa í kassanna – það mun sjást hjá þeim sem munu slást íhópinn Bættu við fólki eða hringjum í samtalið Smelltu á Deila (Share) til að búa til boð til þátttakenda og byrjaðu fundinn. Þú getur bætt fólki við beint, smellut á „add people“. Þegar þú bætir fólki bið beint, þá fá þeir tilkynningu í gegnum Hangout.
12
Að deila glærum – deildu skjánum með öðrum í Google hangout Þú getur notað deiliskjá viðbótinni (Screenshare feature) í Hangouts til að sýna glærurnar þínar án þess að hlaða nokkur niður. Með þessu móti geta þátttakendur séð hvað er á þínum skjá.
Að deila skjám Smelltu á Screenshare til vinstri Í glugganum sem kemur upp, veldu desktop eða þann glugga sem þú vilt deila. Ef þú hefur marga glugga opna ertu beðin um að velja hverjum þú vilt deila. Veldu þann glugga og smelltu á Share. Smelltu á Share Selected Window. Þú getur hætt að deila skjánum hvenær sem er með því að smella á Screenshare aftur.
Að sjá bæði glærur og þátttakendur Til að gera þetta þá þarftu að sýna glærur í smærri glugga svo þær taki ekki allan skjáinn. EF ÞÚ NOTAR WINDOWS Þú þarf að breyta uppsetningu glæranna í PP til að gera þetta. Frá ribbon (eða menu bar) veldu Slide show Veldu Að setja upp glærusýningu (Set up slide show) Í Setup show glugganum, veldu Browsed by an individual (gluggi) Smelltu á ok til að loka Þegar þú velur Slide show (eða presentation) sýnina, þá mun glærusýningin birtast í minni glugga og ekki á öllum skjánum. Skype Flestir þekkja Skype á Íslandi og við höfum kosið að nota það í hæfnirhringjum á Íslandi. Byrja þarf á því að stofna aðgang að Skype. Þegar það er búið þarf að finna þá aðila sem að eru í hópnum og senda þeim beiðni. Þá er hægt að búa til hópa með því að fara í listann efst í „Contacts“ og velja „Create new group“. Þá opnast ný valmynd og er fólki bætt inn í hópinn með því að rita nöfn þeirra í gluggann efst til hægri. Hægt er að nefna hópinn, til dæmis „Tengslanet Norðurland vestra“. Samningar Block (1981) leggur til að samningar við þátttakendur séu félagslegir samningar (social contract) og séu þróaðir til að gera leiðbeinanda kleift að vera með sömu völd og þátttakendur. Í samninga eru skráðar væntingar beggja aðila og þar kemur fram hvernig þeir ætla að vinna saman. Leiðbeinandinn þarf að þróa óformlegt samkomulag um leiðir til að vinna með þátttakendum. Hugtakið aðgerðarnám þarf að útskýra. Hvert námskeið mun byrja með samningagerð sem hér verður lýst nánar.
13
Fyrsti fundur þarf að innihalda: -
Kynning á leiðbeinanda Kynning þátttakenda
a) Kynning á FREE verkefninu og þjálfunarhringjum, hvernig það er hugsað og hversvegna þessi aðferðarfræði er notuð. b) Kynning á þemanu: frumkvöðlakonur á landsbyggðinni c) Að koma því á framfæri hvernig fundirnir eru skipulagðir. d) Kynna matsblöð og skuldbindingu þátttakenda. e) Kynna samkomulag, matsblað og þátttakendalista. f) Fá fram væntingar þátttakenda um þig sem leiðbeinanda g) Væntingar leiðbeinenda um hegðun og þátttöku h) Að samþykkja grundvallarreglur i) Kynning á aðferðinni
Persónuleg kynning leiðbeinanda Inniheldur: Nafn Saga Atvinna Menntun Hvernig þú vilt vinna, hvað metur þú í fólki ? Útskýra hlutverk þitt sem leiðbeinanda fremur sem sérfræðings Námsgögnum dreift og tryggja að allir hafi undirritað mætingarlista.
Kynning þátttakenda Á þessu stigi er kynningin stutt. Hjálpar til að gefa þátttakendum ramma til að kynna sig. Skrifa
á flettitöflu; Nafn Bakgrunnur Viðskiptahugmynd (á ekki við). Þrjár áskoranir sem blasa við þér þegar þú hugsar um starfsþjálfun Það sem þú vilt fá út námskeiðinu.
Áður en námskeiðið hefst væri hjálplegt að fá þátttakendur til að útbúa stutt yfirlit yfir ævi og störf viðkomandi og að senda með mynd eða fá leyfi til að deila profiles, td. Facebook eða Linkedin. Einnig væri gagnlegt að athuga hvort þátttakendur hafi reynslu af aðgeðarnámi eða þjálfun (coaching) og að kynna fyrir þeim hugtakið að þróa sjálfsmeðvitudng og sjálfsgreiningu (self – diagnosis) sem mikilvægan þátt í námskeiðinu.
14
Kynning á námskeið í persónulegri færni Útskýrið hvernig námskeiðið er hugsað, að það veiti svigrúm fyrir þátttakendur að vinna verkefni, samræður hópsins, til að ræða vandamál og verkefni, og tækifæri. Í gegnum spurningar, hjálpast þátttakendur að til að fá meiri og betri innsýn inn í stöðu hvor annara og er markmiðið að hjálpa þeim að finna leið til að fara árfam og grípa til aðgerða. Aðferðin virkar vegna þess að hún lætur nemandann í miðju aðstæðna, rætt er um aðstæður í rauntíma og samþættir hún fræðilega nálgun við raunverulega reynslu. Aðferðin snýst um aðgerðir og framkvæmdir. Kostir aðferðarinnar eru:
Hún gefur þér innsýn inn í aðstæður sem þú þarf að horfast í augu við, og hjálpar þér að finna lausnir og möguleika. Aðferðin prófar forsendur sem áætlun þín byggir á. Leyfir þér að íhuga og athuga áætlanir þínar, hugmyndir og lausnir, eru þær viðeigandi í þínu tilfelli ? Með því að fá fleiri að borðinu, þá hefur þú fleiri tækifæri til að fá aðra sýn sem þú hefur ekki komið auga á. Aðrir þátttakendur geta hjálpað þér að finna hugsanlegar afleiðingar, þeir geta hjálpað þér að finna nýjar og skapandi lausnir við lausn vandamála til að hámarka þinn árangur. Gefur þér leið til að skora á hólm hugmyndir þínar, til að hjálpa þér að hámarka möguleika þína á að ná árangri.
Skipulag og ferli fundanna Ferli fundanna er eftirfarandi; Hverjum tíma er stjórnað af leiðbeinanda og stendur fundur í 3-4 tíma í hver sinn. Hver þátttakandi fær tíma til að skoða sín vandamál, verkefni sem þeir eru að kljást við og vinna verkefni sem lögð eru fyrir. Leiðbeinandi aðstoðar við að þróa aðgerðaráætlun fyrir hvern og einn þátttakanda og til að prufa nýjar hugmyndir. Þátttakendur koma með sín vandamál og verkefni ínæsta tíma. Aðrir þátttakendur geta aðstoðað, gefið sjálfstraust og ýtt þeim út úr þægindasviðinu. Eftir hvern tíma er hvert og eitt mál skoðað, hvað var erfitt og hvað gekk vel. Ekki er hægt að ætlast til þess að þátttakendum takist öll ætlunarverk sín, en þeir munu fá hvatningu til að skoða erfiðleika,læra af þeim og finna nýjar leiðir til aðgerða. Hægt er að sýna þeim mynd af ferli aðgerðarnámsins til útskýringar. Matsblöð Krafa er um að þátttakendur fylli út matsblöð á námskeiðinu. Í pakkanum eru ýmiskonar matsblöð til notkunar. Í lok hvers tíma er matsblað fyllt út og í lok námskeiðs er loka matsblað útfyllt. Best er að
15
þetta sé gert í lok tíma því annars er hætta á því að matsblöðin skili sér ekki. Gefið 10 mínútur til útfyllingar. Samningur, þátttökulisti, matsblöð. Á fyrsta fundi er nauðsynlegt að gera eftirfarandi;
Þátttakendur fá tvö eintök af samningi. Biðjið þær að lesa hann yfir, skrifa undir. Þátttakandi heldur einu eintaki og leiðbeinandi hinu.
Þegar tíminn hefst eru þátttakendur beðnir um að skrifa undir þátttökulista. Þetta er mikilvægur þáttur til að sýna fram á að tíminn hafi farið fram. Frumrit fer til Inova með skýrslu sem gerð er í lok námskeiðsins og er send til þess sem leiðir vinnupakkann. Ef hægt er, er gott að taka upp tímann og taka myndir ef þátttakendur samþykkja.
Fáið fram væntingar þátttakenda til þín sem leiðbeinanda Þetta fer eftir stíl þinum sem leiðbeinanda og reynslu þinni, en athugaðu eftirfarandi; Hvað eru þátttakendur sáttir við mikla áskorun? Hvaða reynslu hafa þeir af því að stýra sjálfir í hóp og þar af leiðandi, hve mikið ætlast þeir til af þér að þú grípir inní? Hvert er hlutverk þitt varðandi tímastjórnun ? Þurfa þátttakendur hóp eða einstaklings endurgjöf ? Hafa þátttakendur einhverjar sérstakar kröfur ?
Deilið væntingum sem þú hefur til þeirra varðandi hegðun og framlag til fundanna. Það borgar sig að ítreka þagnaskyldu Hvers væntir þú varðandi það að vera opin og hreinskilni ? Hvaða stig af vitund (awareness) væntir þú af þátttaksendum ? Hverjar eru væntingar þínar um ábyrgð þátttakenda ? Mæting; útskýrið væntingar varðandi mætingu, að tilkynna forföll, að hafa samband ef það koma upp vandamál, að senda skilaboð ef um neyðartilfelli er að ræða. Útskýrið væntingar og kröfur um vinnu milli funda.
Grundvallarreglur Setja þarf grundvallarreglur í hverjum hóp til að tryggja að hópurinn byrji vinnuna í takt við aðferðarfræðina. Hugsanlegir þættir eru eftirfarandi;
Þagnarskylda og að virða eignarhald á hugmyndum. Mæting og skuldbinding Notkun á tíma
16
Spurningar og áskorunarstig Endurgjöf Virðing Samskiptastíll Mismunandi aðferðir af því að hjálpa, hvað vill hópurinn ? Hvað hjálpar ? Hvað hindrar?
Þú gætir haftmismunandi sýn á þróun reglnanna og getur notað þína eigin hugmyndir. Hér munum við útskýra tvö dæmi/aðferðir um að þróa reglur.
Að þróa grundvallarreglur Aðferð 1
Skrifaðu á slæðuna punkta/spurningar sem varða reglur.
Þagnarskylda og að virða eignarhald á hugmyndum. Mæting og skuldbinding Notkun á tíma Spurningar og áskorunarstig Endurgjöf Virðing Samskiptastíll Hvað hjálpar? Hvað hindrar?
Ræðið stuttlega hvern þátt og bjóðið fólki að tjá sig um þá. Skrifið upp aðra punkta sem koma upp, og tryggið að allir fái að koma að málinu. Dragið saman reglurnar í lokin.
Aðferð 2
Skrifið upp eftirfarandi spurningu Hvað erum við tilbúin að gera til að vinna saman?
Ræðið stuttlega, og bjóðið þátttakendum að tjá sig. Komið auga á þemu og samkomulag. Skrifið upp punkta, og hvort að allir séu sammála. Dragið saman reglurnar í lokin. Skoðið hvort að allir þættir séu með (sjá að ofan) Kynnið nýjar hugmyndir/vinkla ef þá vantar.
Grundvallarreglur gætu litið svona út;
17
Dæmi Við erum tilbúnar að svara spurningum og viljum áskoranir. Við erum opnar og hreinskilnar við hver aðra, horfumst í augu við raunveruleikann, og lítum ekki framhjá vandamálum. Erum hreinskilnar ef okkur finnst áskoranirnar of miklar. Við tökum ábyrgð og vinnum heimavinnuna. Við erum opnar fyrir nýjum hugmyndum, gagnrýni og munum tjá okkur um það sem virkar fyrir okkur og hvað ekki. Við munum treysta hvor annari og bjóða upp á skapandi hugmyndir til hver annarar. Við virðum hugmyndir hvor annarar og gerum þær ekki að okkar. Við fáum leyfi ef við viljum þróa samstarf. Virðum mannorð hvor annarar og kynnum hvor aðra (promote) Við erum við sjálfar, erum heilar í sjálfsskoðuninni. Ef við getum ekki mætt vegna veikinda eða annara forfalla, við látum vita Sérstök beiðni frá XX; Hún er ekki mjög ákveðin og vill ræða sínar hugsanir. Ef hún sýnir ekki ákveðni í aðstæðum, þá vill hún vita af því.
Í lok tíma 1, eru reglurnar skrifaðar upp og sendar þátttakendum, útgáfa þeirra er sett í lokaskýrslu og prentuð út. Gagnlegt er að fara yfir reglurnar í byrjun hvers tíma og stundum þarf að endurskoða og bæta við þær. Kannið hvort að hópurinn vill fá tengiliða upplýsingar hjá hvor annari. Oftast nær er þetta ekki vandamál. Einnig er hægt að halda sambandi á annan hátt, til dæmis í gegnum samfélagssíður. Kynning á aðferðarfræðinni, hún reynd. Í fyrsta tímanum þá þarf að gefa þátttakendum tækifæri til að prufa aðferðarfræðina og draga athygli að: Hlutverki leiðbeinanda og að biðja um innlegg þátttakenda. Áherslan á spurningar fremur en að gefa ráð; Gagnlegt er að gefa dæmi um þetta og sýna hvernig það virkar í raun. Í fyrsta tímanum þarf að skýra hlutverk þitt og þátttakenda. Útskýrið að Námskeið í persónulegri færni er stýrt af leiðbeinanda. Hann er sá sem setur upp dæmin og útskýrir. Hún er hvött til að tjá sig um hvað þarf frá þátttakendum og að stýra framlagi annara í hópnum, ef þarf. Ef innlegg þátttakenda er nauðsynlegt, er það verkefni leiðbeinanda að leggja það fram, og að biðja um framlag frá hópnum. Tryggið að þátttakendur skilji skilgreiningu þina á „að gefa ráð“. Notist við setningar eins og;
‘Hefur þú hugsað um….?’ ‘Hefur þú prófað …?’ ‘Þú gætir prófað…..’ Útskýrið einnig hvernig staðhæfingar og staðreyndir geta varpað ljósi á reynslu viðkomandi þegar áhersla ætti að vera á þeim sem talar.
18
‘Þegar ég stýrði veitingahúsinu þá vorum við vön….’ ‘Þegar ég starfaði sem stjórnandi þá fannst mér . …’ Gefðu dæmi um það hvernig ráð geta haft áhrif á tíma og hvernig þau geta haft skaðleg áhrif á lærdóm og reynslu. Sem dæmi þá er eftirfarandi dæmi óhjálplegt þar sem þar er verið að gefa óumbeðið ráð; ‘Ef ég væri í þinni stöðu, þá myndi ég …..’ Þó er hægt að gefa dæmi um það hvernig umbeðin ráð geta verið uppbyggjandi. Dæmi Þátttakandi gæti beðið um ráð varðandi tengslanet. ‘Ég leita eftir ráðningarskrifstofu á mínu svæði. Getur einhver mælt með skrifstofu?“ Hér þarf hver og einn að taka ábyrgð á sínum ráðum og athuga trúverðugleika viðkomandi. Ætlast væri til þess af þeim að þeir dæmdu hver og einn færni viðkomandi, en GET mobile námskeiðin koma ekki í staðinn fyrir fagleg ráð. Að læra af öðrum getur verið nytsamlegt, þú gætir útskýrt hlutverk þitt um að bjóða upp á stuðning innan ramma námskeiðsins.
NLP (Neuro Linguistic Programming)
Markmið þessa kafla er að veita hagnýt ráð varðandi notkun á NLP (Neuro linguistic programming) en Richard Bandler og John Grinder eru forvígismenn hugmyndafræðinnar. Þessi aðferðarfræði gerir leiðbeinendum kleift að byggja upp betra sambandi við þátttakendur og hjálpa þeim að koma auga á hindranir og ná markmiðum sínum. Samkvæmt fræðunum, þá fellur fólk undir eitt kerfi af fjórum. Þetta eru sjónrænt, hljóðrænt, hreyfigreind eða hljóðrænt/stafrænt. (Visual, auditory, kinestetic, auditory digital) Ef þú sem leiðbeinandi, þekkir þessa þætti þá getur þú haft samskipti við þátttakendur á þeirra grunni. Í fylgiskjali 1 má finna próf sem þátttakendur geta fyllt út í byrjun námskeiðsins, sem hjálpa þeim og þér við að skilja tjáningu þeirra og skilja hvaða kerfi þeir eru að nota. Í fylgiskjali 2 má finna yfirlit yfir einkenni kerfanna með hagnýtum upplýsingum um hvernig er best að hafa samskipti með tilliti til þess undir hvaða flokka þeir heyra. Fylgiskjal 3 inniheldur lista af þeim eiginleikum sem tilheyra hverjum flokki
Hvað er NLP? NLP er skammstöfun á Neuro-Linguistic Programming
Neuro stendur fyrir fimm skilningarvit, sjón, heyrn, snertingu, lykt og bragð. Linguistig vísar til tungumáls, og vísbendinga án orða, sem gefa okkur merkingu
19
Programmning vísar til hegðunar sem er okkur ósjálfráð, mynstur, stefna eða prógrömm. Saman vísar þetta til þess; Hvernig við notum tungumál hugans til að fá það sem við viljum.
NLP samskiptamódel Módelið hér að nenað sýnir hvernig utanaðkomandi atvik fer í gegnum síur til að flokka þær upplýsingar sem við fáum. Fjöldi þessara sía (tungumál, minningar, skoðanir) sýna að atvik er flokkað af ekki bara þessu augljósa, eins og til dæmis það sem einhver sagði heldur einnig af því hvernig hann sagði það, í hvaða samhengi og hvernig hann hagaði sér þegar hann sagði það.
Í eftirfarandi dálkum má sjá hagnýtar upplýsingar um það hvernig á að leiða samtal við aðra til að hafa áhrif á hvað þeim finnst og til að hvetja til að setja spurningarmerki við af hverju þeir bregðast við á ákveðinn hátt. Með þessum hætti hjálpar þ´uþeim að endurhugsa núverand skynjun á atviki og til að verða opin fyrir nýjum tillögum og sýn. Þetta gæti verið byrjun á breytingu á hugsunarhætti sem er nauðsynlegt til að finna lausn á vandamálum eða til að fá frábæra hugmynd sem getur nýst í fyrirtækinu.
Alhæfingar Algildar stærðir: - Allt, öll, aldrei, allir, enginn.
Að ýkja þessar stærðir – að finna eitthvað á móti Aldrei?
Að breyta skoðun og fá aðra útkomu.
20
e.g. “Hann talar aldrei við mig”
*Hvað myndi gerast ef hann myndi gera það?
Modal Operators e.g. “ég verð að vinna meira.” e.g. “Ég get ekki hætt að reykja”
Hvað myndi gerast ef þú gerðir það ekki ? What would happen if you didn’t? ...eða ? Hvað hindrar þig? Hvað myndi gerast ef þú myndir?
Recover effects/outcome Að breyta útkomunni
Eyðingar Nominalisations: Orðaferli - sögnum breytt í nafnorð verbs – e.g. “Við höfum vandamál með samskiptin .”
Hver er ekki að tala við hvern Hvernig myndir þú vilja hafa samskiptin?
Óskýrar sagnir : e.g. “Hann hafnaði mér .”
Hvernig hafnaði hann þér?
Samanburður e.g. “Þetta er dýrt!”
Miðað við hvað ?
Að nýta gildi í raunveruleikanum Til að byggja upp samtal (rapport) við þátttakanda er hjálplegt að skoða gildi þeirra og forgangsröðun. Ýmsar æfningar, eins og Jelly bean geta aðstoðað við þetta. Þegar þú hefur fengið skilning á gildum einstaklings, þá getur þú nýtt þér það í samtali til að fá betri tengingu. Hér að neðan má sjá dæmi um 5 gildi og hvernig leiðbeinandinn notaði þau til að tala til viðkomandi. Oftast er ekki hægt að nota öll gildi eins og í þessu dæmi, en eftir að hafa greint gildin má nota þau til að finna samtal og byggja það upp þegar það er viðeigandi. Niðurstöður/árangur
21
Fullnæging Fjör Peningar Lífsfylling Jæja, Sara, vegna þess að ég vill aðstoða þig við að ná árangri og fá fullnægingu (!!) leyfðu mér að segja frá nýja prógramminu sem mun kenna þér með skemmtilegum hætti hvernig þú getur unnið þér inn meiri peninga á meðan þú færð meiri lífsfyllingu. Hljómar það ekki vel?
Yfirlit yfir feril námskeiðsins
Ferill námskeiðs Fyrsti tíminn fer í samningagerð og kynningu. Byrjun
Að lýsa núverandi vandamálum/verkefnum
Skoðun vanda
á
Að þróa lausnir, möguleika til aðgerða
Fara yfir aðgerðir og lærdóm
Núverandi staða/tilfinningar/hvatning
Vandamálaáskorun hvaða tækifæri eru til staðar
Þátttakendur spyrja til að aðstoða við að skoða issues/verkefni og
Leiðbeinandi og þátttakandi aðstoða við að taka næstu skreef
Leiðbeinandi fer yfir næstu skref og aðgerðir /Hvað hafa þátttakendur lært af námskeiði
Hér að neðan er hver þáttur kynntur ítarlegar.
22
Kynning. Þetta er kynningin þar sem þú finnur hvernig fólk er, hvað það hefur verið að gera, hvaða áskoranir það hefur haft, hvaða framfarir hafa farið fram. Þetta hjálpar til við að búa til format. Þú gætir skrifað eftirfarandi á töfluna: Hvernig líður þér? Hvað hefur gerst ? Til hvaða aðgerða greipst þú? Hvaða framfarir hafa orðið ?
Að lýsa núverandi málefnum/áskorunum. Á þessum tímapunkti hafa þátttakendur tíma til að lýsa málefnum, vandamálum. Gefið jafnan tíma fyrir hvern og einn, og nægan tíma fyrir samantekt og mat í lokin. Sá sem lýsir vandamálinu talar um það sem hún er að kljást við og gefur öðrum nægar upplýsingar til að allir skilji um hvað er að ræða. Efni sem hægt er að nota er; Vandamál eða mál sem ég þarf að ræða“ (Matsblað í leiðbeinendagögnum) Síðan taka við spurningar frá hópnum. Fyrst eru það upplýsingaspurningar, til að fá góða mynd af vandamálinu og til að ná tökum á því. Hægt er að fara tvo hringi, fyrst fyrir almennar spurningar en síðan til að takast á við vandann. Þetta veltur á því hve margir eru í hópnum, tími til aflögu, hvað þátttakendur taka mikinn þátt og hve vandinn er flókinn.
Hvað er aðal áskorunin/forgangsmál þín núna? Hvað þarftu hjálp við í dag?
Stundum er erfitt að forgangsraða hlutum og spurningar hér að neðan geta hjálpað.
Hver er vandinn? Hvað gerir þetta að vandamáli núna? Hver á vandann ? Hve mikilvægur er hann á bilinu 1-10 ? Hve mikla orku hefur þú til að leysa vandann, á bilinu 1-10 ? Er þér umhugað um nokkkur atriði, og ef svo er, hvaða atriði er skynsamlegast að byrja á ?
Sum vandamál eru svo flókin að nokkur markmið þarf til að ná lausninni; því þarf sveignaleika og að halda sér við efnið. Hafið einnig í huga að þegar þátttakandi er að fara úr einu í annað gæti það verið merki um að önnur mál séu að trufla s.s. sjálfstraust, léleg sjálfsstjórn, ótti við að mistakast, eða frestunarárátta. Þú þarft að nota þína dómgreind sem leiðbeinandi til að hámarka lærdóm. Það getur verið virði í því að skoða hver vegna hlutir ganga upp og hvers vegna ekki.
23
Að skoða vandamál Núna ættu þátttakendur að hafa náð stöðu mála og hvert vandamálið er og geta farið að spyrja spurninga. Spurningar eru notaðar til að skapa fleiri valkosti, til að kanna, til að fara dýpra og spyrja uppgötvunarspurninga (discovery questions) sem gæti leitt til innsæis, að sjá hluti með öðrum augum eða fleiri valkosti til aðgerða.
Þú skalt meta hvort þú þarft að kooma með innlegg hér, sérstaklega á fyrri stigum. Það getur verið nauðsynlegt að nota opnar og lokaðar spurningar, ímyndaðar (hypothetical) spurningar, uppgötvunarspurningar og leiðandi spurningar. Uppgötvunarspurningar hjálpa til að fletta ofan af leyndum forsendum, og gildum sem halda aftur af viðkomandi og geta komið í veg fyrir að viðkomandi taki til aðgerða. Sem hluti af skoðun vandamála, er hægt að nota tæki/verkefni til að vinna með, sjá gögn í nemendapakka. Lýsing á hverju tæki er í kaflanum „ Farið í gegnum nemendapakka“.
Að finna lausnir, möguleika til aðgerða. Eftir spurningar, umræður og verkefni, er hægt að fara í að reyna að leysa vandamál. Kannski eru vandamál leyst að hluta, stundum þarf að kanna tækifæri til að meta aðgerðir nánar. Þetta stig einkennist af því að þátttakendur fara frá því að “vita ekki” til að “vita hvað á að gera næst”.
Samantekt aðgerða og lærdóms Á þessu stigi eru þátttakendur beðnir um að taka saman aðgerðir þeirra og lýsa yfir markmiðum og aðgerðum. Markmiðablaðið og verkefnablaðið eru tæki til að aðstoða þáttakendur til að vera viss um að markmið séu raunhæf og skráð niður. Þessi markmið eru síðan notuð í námskeiðinu og verða fókus þátttakenda. Í tíma 1 þarf að skoða SMART markmiðasetningu sem mun aðstoða þátttakendur til að grípa til aðgerða sem eru mælanlegar. (sjá markmiða blað).
Markmiðasetning – gagnleg ráð Ef þú skrifar niður markmiðin þín, þá eru meiri möguleikar á því að ná þeim. Að sjá fyrir markmið myndrænt hjálpar einnig til við þetta. Áður en þátttakendur byrja að skrifa niður markmið sín, sem þær vinna með í námskeiðinu, biddu þær um að velja eftirfarandi atriðum fyrir sér;
Hvaða tíma átt þú aflögu ? Hvernig er orkan þín og hve mikið viltu ná þessu markmiði? Hvaða þekkingu þarftu að hafa til að ná því? Þarftu nýja þekkingu?
24
Getur þú metið þá vinnu sem þú þarft að leggja í að ná því ? Er þetta mjög stórt markmið sem þarf að skipta niður? Hver er tímaramminn ? Er eitthvað auðvelt ? Þarftu stuðning til að ná markmiðum þínum og frá hverjum? Vinnufélagar, makar, vinir ? Hvernig muntu gera þetta? Getur þú skipulagt markmið þín í skammtíma, meðaltíma og langtíma markmið ? Þekkir þú annað fólk sem hefur náð þessum markmiðum ? Getur þú lært frá þeim ? Getur þú skrifað markmiðin þín í SMART formið?
Sértæk S
Skilgreinir hvað þú leggur áherslu á.
Mælanleg M
Er hægt að mæla og hefur ákveðna útkomu
Auðveld A
Er hægt að ná markmiðinu
Raunhæf R
Markmið sem eru raunhæf en gætu innihaldið áskoranir
Tímasett T
Tímasett, hvenær á að ná því.
Vinna í gegnum námsgagnapakkann Námsgagnamappan inniheldur 5 þætti. Kynning (inniheldur samandrátt af verkefni og samning) Tengiliðir (heimasíður, heima og erlendis) Verkefni (Verkefni til að styðja við sjálsmat og færni þróun) Ítarefni (gögn til að styðja við verkefnin) Mat Evaluation (Mat á námskeiði, sjálfsmat) Öll verkefni og gögn verða skoðuð og skýrð á námskeiði fyrir leiðbeinendur. Að auki, inniheldur efnið leiðbeiningar fyrir þátttakendur um hvernig á að leysa verkefni.
25
Verkefni 1: Að hugsa öðruvísi Þetta verkefni hvetur þátttakendur til að skilja hve auðvelt það er að festast í mynstrum og hegðun fremur en að hugsa skapandi og að nota nýjar leiðir til að leysa vandamál þegar þau koma. Skrifið þessar þrjár tölur á flettitöflu eða varpið upp á skjá. Spyrjið hvaða fyrsta myndin era f, flestir munu segja númer þrjú í rómverskum stöfum. Spyrjið um aðra og þriðju myndina. Spyrjið síðan hvernig þær geta breytt annari myndinni í fjóra og sex og hvernig á að breyta þriðju myndinni í sex. Lausnin; að skrifa SI fyrir framan exið.
Verkefni 2: Að sjá sjálfan sig á annan hátt Hvernig lítur dæmigerður frumkvöðull út? Að sjá hluti á annan hátt ... Skref 1. Spyrðu þátttakendur hvað þeir sjá þegar þeir líta á myndina. Gömul kona eða ung? Flestir líta á myndina og sjá aðeins annaðhvort gamla eða unga konu. Ef þátttakendur sjá báðar, biðjið einhvern annan að skoða og sjá hvað þeir sjá. Spyrjið eina úr hópnum hver getur séð báðar og útskýra hvernig. Ræðið eftirfarandi spurningar; Hvernig leið þeim ef einhver annar sá báðar? Voru þær gramar, fannst þeim þær vera heimskar, var þetta fyndið ? Geta þær séð báðar núna? Geta þær aftur séð bara eina? Markmiðið með þessu verkefni er að skoða að við verðum oft föst í því að sjá okkur á ákveðinn hátt. Biðjið hópinn um að líta á áhugamál sín og sjá hvort að hægt sé að snúa þeim í viðskiptahugmynd. Hvetjið þær til að sjá sjálfa sig á annan hátt, eins og einhver sem þekkir þær ekki vel. Hvaða hæfileika og færni myndu þeir sjá?
Verkefni 3: Hugarkort og hugmyndavinna
Þátttakendur teikna upp mynd sem byggir á viðskiptahugmynd þeirra eða nýrri vöru. Hugarkort eru góð leið til að lýsa tilfinningum jafnt og hagnýtum hlutum. Hér eru nokkur góð ráð en dæmi um hugarkort er í námsgögnum.
Notið lykilorð eða myndir Byrjið frá miðjunni og vinnið ykkur út. Gerið miðjuna að sterkri og lýsandi mynd sem lýsir hugmyndinni í aðalatriðum Búið til undirflokka Setjið lykilorð á línur Notið prentstafi, verður auðveldara að lesa og leggja á minni. Auðveldara er að lesa lágstafi en hástafi.
26
Notið liti til að aðskilja þemu og til að vekja athygli á viðkomandi þætti Allt sem stendur upp úr á blaðinu mun standa upp úr í huga þínum Notið myndir Notið örvar, merki eða annað myndrænt til að sýna tengsl milli þátta. Ekki festast í einum flokki Setjið hugmyndir inn þegar þær koma, ekki dæma eða halda aftur af þér Farið út fyrir kassann. .
Verkefni 4: Hæfnihjólið
Markmiðið með þessari æfingu er að hjálpa þátttakendum að skilja hvaða hæfni er gagnleg þegar farið er erlendis sem starfsnemi og til að hugsa um það hvernig þær meta sjálfa sig. Þátttakendur bæta við listann en velja svo átta þætti sem þeim þykir skipta mestu máli og skrifa þá á línurnar. Fyrir hverja hæfni, biðjið þátttakendur um að meta sig á skalanum 0-5, þar sem 0 er minnst og 5 er mest. Síðan eru stigin tengd saman. Umræða um þetta verkefni hjálpar þátttakendum að sjá leiðir til að auka við þeirra sjálfstraust eða til að sjá hvaða hæfni þær hafa til að bera nú þegar.
Verkefni 5: Markmiðasetning - vinnublað Þátttakendur eru leiddir í gegnum upplýsingar (undir ítarefni) áður en þrjú markmið eru valin sem unnið er með í námskeiðinu. Minnið á SMART aðferðarfræðina sem nytsamleg er og gangið úr skugga um að markmið séu sundurliðuð í verkþætti.
27
Verkefni 6 : Að nota samlíkingar Hvetjið þátttakendur til að kryfja það hvernig þær sjá sjálfa sig, með þvi að nota samlíkingar til að koma á framfæri hvernig þeim líður og til að bera saman við hvernig þær vilja sjá sig (varðandi starfsþjálfun eða starfsframa almennt) í framtíðinni. Notið þetta verkefni sem tækifæri til að ræða hve jákvæð hugsun er nauðsynleg til að hvetja sjálfan sig áfram og sjá tækifæri framtíðarinnar.
28
Verkefni 7: Uppskrift að velgengni Hefjið umræðu um það hvaða þættir eru lykilatriði um að ná árangri í starfsþjálfun erlendis. Eftir umræðuna, biðjið þátttakendur um að lista niður þættina, athugið hvort þær hafi þát til að bera og ef ekki, hvað geta þær gert til að fá þennan þátt.
Verkefni 8: Hvatning Hefjið umræðu um hvatningu um það hvað hvetur þær áfram og að byrja að hugsa um hvað hvetur þær áfram í starfsþjálfun. Skoðið innri og ytri htvatningu og biðjið þátttakendur um að fylla út blað um hvatningu.
Verkefni 9: Nýsköpun og að skapa markaðssyllu Eftir að útskýra dæmið um snyrtistofuna og hvernig þær ákváðu að koma með nýjungar, biddu þátttakendur um að skoða sínar eigin hugmyndir. Hvað er það nýja sem þær koma með inn í fyrirtækið? Hver er þeirra markhópur? Eru þær meðvitaðar um þarfir hans?
Verkefni 10: Flæði Útskýrið kenninguna um flæði. Eftir það biðjið þátttakendur um að ræða um þeirra kvíða og leiðindi og hvernig þetta tengist frestunaráráttu. Biðjið þær að huga að aðferðum til að fara inn í flæðið. Biðjið þær um dæmi um það hvenær þær voru í flæði og hvernig þær geta leitað starfsþjálfun/starfi sem geta veitt þeim þessa upplifun.
Verkefni 11 – Stutt próf Minntu þátttakendur á að þetta er bara til gamans gert. Prófið er til að þær geti farið að hugsa og skoðað hversu reiðubúnar þær eru. Hvattu allar áfram þrátt fyrir laka útkomu, það er enn hægt að hugsa um hvernig á að efla viðskiptin en þær gætu þurft meiri stuðning og fræðslu til að skipuleggja.
Verkefni 12: Hvað heldur þér niðri? Biðjið þátttakendur um að skrifa niður 6 þætti sem þeir vilja fá út úr reynslunni að fara erlendis. Skrifa eitt atriði á einn postitmiða. Best er að sýna dæmi með einum þátttakanda. Við mynd af blöðru eru 6 þættir festir við hana, allt það sem þið viljið fá út úr starfsþjálfun halda blöðrunni niðri. Til að hún fljúgi, þarf að losa við þætti. Hvaða þyngd/þátt á að losna fyrst við ? Þátttakendur velja einn miða og svo koll af kolli uns það mikilvægasta er eftir. Þannig verður til forgangslisti
29
með þáttum. Umræða um þessa þætti og þessa æfingu er hægt að gera í pörum.
Verkefni 13 : Fyrirtækið mitt Biddu þátttakendur um að sjá fyrir sér óskafyrirtækið sitt í sem mestum smáatriðum og ekki hugsa um hindranir eða erfiðleika. Biddu þær um að skrifa niður þessa sýn, með því að nota orð, myndir, tilvitnanir, að klippa út úr blöðum osfrv. Ræðið síðan í hóp um æfinguna og hvernig það getur nýst til að vinna að fyrritækjarekstrinum og ná markmiðum.
Verkefni 14: Að forgangsraða Þátttakendur fá 15 baunir, og sex bolla. Biðjið þá um að hugsa um forgangsatriðin í lífinu og skrifa niður. Dæmi; fjölskylda, vinir, frelsi, öryggi, peningar, staðar, ást, að skipta máli, jafnvægi í vinnu og einkalífu. Allir eiga að velja þau 6 sem skipta hana mestu máli og skrifa á bollana. Nú þurfa þátttakendur að deila baunum á bollana og raða eftir mikilvægi. Dæmi: Árangur – 4 baunir Peningar – 4 Öryggi – 3 Sjálfstæði – 2 Fjör – 1 Fjölskylda – 1 Þá eiga þátttakendur að taka 2 baunir í burtu, svo 1, svo 3 svo eina og svo þrjár. Með þessu móti þurfa þátttakendur að skoða forgangsmál sín en í ferlinu mun þetta breytast. Að lokum munu sum forgangsatriði alveg hverfa og eftir stendur það sem skiptir mestu máli í lífinu. Eru þátttakendur að eyða of miklum tíma í vinnunni þegar fjölskyldan skiptir þá mestu máli? Eða gleyma þeir að taka heilsuna inn ío dæmið og eru of uppteknir af ferlinum. Ræðið hvað var mest erfitt að fjarlægja og hvort að fyrirtækjarekstur muni stefna þessum forgangsatriðum í hættu. Þetta er gagnlegt til að aðstoða þátttakendur við að skoða lífsstíl og hvernig fyrirtækjarekstur passar inn í það mynstur.
Verkefni 15: Líflínan Þátttakendur skrifa á autt blað þau meginatvik í lífi þeirra sem skipt hafa máli, menntun, fjölskylda, sambönd og þær meginbreytingar sem orðið hafa á lífi þeirra. Síðan eiga þær að hugsa um hvernig þær upplifðu líf sitt á þessum tíma og gefa hverju atviki einkunn frá plús 10 til mínus 10 og merkja við það sem var hápunktur og lágpunktur. Þá eiga þeir að skrifa við hvert atvik hugsanir um það og hvað það atvik stendur fyrir í þeirra huga. Þetta er frábær leið til að endurspegla fortíðina og atvik hennar þar sem þú þurftir að breyta til.
30
Verkefni 16: Að segja sögur Þessi æfing hjálpar til að fá þátttakendur til að hugsa um hvernig þær kynna sjálfar sig og hugmynd sína og kemur þessi æfing frá TED talks og bókinni Talk like TED eftir Carmine Gallo. Þátttakendur fá dæmi um sögu frá frumkvöðli og eru beðnar um að segja sína eigin sögu, þó ekki lengri nema 2 mínútur. Biðjið síðan þátttakendur um að deila sögunum. Ræðið hvort að hópurinn fannst þær hafa fengið innblástur af sögunum og ræðið hvað einkennir góða sögu. Ræðið eftirfarandi atriði: Ástríðu Líkamstjáningu Sköpun Skírskotun Sýnið nú annað dæmi af sögunni sem hefur meiri skírskotun og látið þátttakendur endurskrifa sínar sögur með þessi atriði til hliðsjónar.
Verkefni 17: Uppfinningakort – að flétta saman hugmyndum Þetta getur verið hópæfing eða gert á einstaklingsgrunni, en hún virkar betur með hópi. Efni: Nokkrir hlutir – eða myndir af nokkrum hlutum. Pennar og pappír til að skrifa á Látið hlutina á mitt borðið. Skiptið fólki í smærri hópa, 3-6 og látið þau velja 4 atriði. Verkefnið er að hugsa upp alveg nýja vöru eða þjónustu með því að flétta saman hugmyndum sem spretta upp af hlutunum. Gefið hópunum 10-15 mínútur til að hugsa og skrifa en svo eru niðurstöður kynntar. Ræðið niðurstöður. Markmiðið er að fá fólk til að hugsa út fyrir kassan og tengja saman hluti sem ekki eru tengdir með hefðbundnum hætti.
Lokatími Hvað hafa þátttakendur lært um þær sjálfar, um sín vandamál eða verkefni? Hafa þær lært af öðrum? Hvað var mest lærdómsríkt? Hvaða áhrif höfðu þær? Þetta hjálpar þátttakendum að skoða og endurspegla reynslu sína af námskeiðinu áður en matsblað er fyllt út. Matsblöð skal fylla út eftir hvern tíma. Lok fyrsta tíma
Biðjið þátttakendur um að taka saman aðgerðir og gefa endurgjöf á lærdóm.
31
Hægt er að hvetja hópinn til að vera í sambandi, tvær og tvær til að hafa samband milli funda. Að fá sér félaga sem spyr um framfarir og hvernig gengur. Þetta getur byggt upp gott samband í hópnum.
Tryggið að allar hafi dagsetningu næsta fundar.
Staðfestið það sem á að fara fram og það sem á að gera.
Lokið tímanum með því að biðja um að fylla út matsblað.
Lokafundur
Biðjið þátttakendur um að taka saman aðgerðir og gefa athugasemdir. Biðjið þáttakendur um að fylla út matsblað og lokamat. Biðjið þátttakendur um að fylla út færniblað og bera saman við fyrra blað. Hluti af skýrslu um námskeiðið er að sýna gröf um breytingar á þessu. P1: Self Assessment
5
4
3
2
At the start of the Mentoring Circles
Work life balance
Knowing clearly what I want to achieve
Knowing clearly what my limitations are
Understanding what's important to me
Goal Setting
Getting things done
Time Management
Sense of Humour
Building new relationships
Delegation skills
Presentation Skills
Enthusiasm
Management of Stress
Sensitivity to others
Leadership Skills
Problem Solving Skills
Assertiveness
Entrepreneurial spirit
Knowing what I want next
Sense of achievement at work
Confidence
Knowledge about mentoring
Negotiation Skills
Knowledge of how to motivate others
Efficiency
Communication Skills
Self Motivation
Networking Skills
1
Knowing how and where to get…
At the end of the Mentoring Circles
Munu þáttakendur halda áfram að vera í sambandi? Ræðið sjálfbærni hópsins, vilja þær halda áfram að hittast á sínum forsendum?
32
Heimildaskrá Arygyris, C. (1993). Knowledge for Action: A Guide to overcoming barriers to organizational change. Jossey Bass Block, P. (1981). Flawless Consulting. Jossey Bass Publications, San Fransisco USA Kolb, D. A. and Fry, R. ‘Toward an applied theory of experiential learning’ in C. Cooper (Ed.) Theories of Group Process, London: John Wiley. (1975) Revans, R. The ABC of Action Learning in Mike Pedlar Library: Developing People and Organisations. (1998). Bandler, R. and Grinder, J. (1979). Frogs into Princes: Neuro Linguistic Programming. Real People Press
Innihald og aðferðarfræðin sem lýst er hér má ekki endurrita eða nota án skriflegs samþykkis frá Inova Consultancy.
33