Discover your Young Living Lifestyle – IS

Page 1

FINNDU þinn

YOUNG LIVING LÍFSSTÍL

1


Sýnin

OKKAR Að færa hverju einasta heimili ótal kosti Young Living ilmkjarnaolíanna sem geta breytt lífum.

Markmiðið

OKKAR

Young Living einsetur sér að heiðra lífafl sjálfrar náttúrunnar – ilmkjarnaolíur – með því að ýta undir samfélag heilunar og uppgötvana og veita einstaklingum innblástur til lífs í velmegun, velsæld og innri tilgangi.

Tilgangurinn

OKKAR

Young Living er leiðandi afl á sviði ilmkjarnaolía og við færum tærustu ilmkjarnaolíur og ilmkjarnaolíuvörur til fjölskyldna um allan heim. Markmið okkar er að valdefla einstaklinga í gegnum heilnæmt líferni og okkar trú er sú að hver einasta manneskja eigi skilið að lifa í velsæld og samkvæmt sínum tilgangi.


SAGAN OKKAR Sagan okkar hófst fyrir rúmum tuttugu árum þegar D. Gary Young, stofnandi og stjórnarformaður Young Living, setti upp einfalda eimingarstöð fyrir ilmkjarnaolíur heima hjá sér. Margir ná aðeins að láta sig dreyma um að breyta ástríðu sinni í starfsferil. En hjá Gary rættist draumurinn og rúmlega það þegar hann uppgötvaði hinn mikla mátt ilmkjarnaolíunnar og hóf sjálfur að eima jurtir og framleiða olíur. Sívaxandi sérþekking Garys á ilmkjarnaolíum, ásamt reynslu framkvæmdastjórans Mary Young af beinum söluaðferðum, gerði hjónunum kleift að uppfylla draum sinn og koma á fót fyrirtæki með öflugum meðlimum sem dreifa boðskapnum um hreinar ilmkjarnaolíur um allan heim. Undir forystu Garys og Mary hefur Young Living vaxið og orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði ilmkjarnaolía og heilsulausna. Young Living heldur tryggð við upprunalega sýn Gary Young og í dag eru höfuðstöðvar fyrirtækisins í Lehi í Utah-fylki Bandaríkjanna ásamt skrifstofustarfsemi og ræktun um heim allan. Með einbeittri áherslu okkar á hreinar ilmkjarnaolíur höfum við hvatt milljónir einstaklinga um allan heim til að upplifa heilnæmar gjafir Móður jarðar, öðlast velsæld sem Young Living-meðlimir og uppgötva ný tækifæri til varanlegra lífsstílsbreytinga. 3


Young Living í

TÖLUM

23 ÁR SEM LEIÐANDI

FRAMLEIðSLUFYRIRTÆKI

16

50

BÝLI OG FER FJÖLGANDI

HÁMENNTAÐIR

VÍSINDAMENN

( B Æ Ð I E IG I N BÝ L I O G S A M STA R F S BÝ L I )

Á ÞESSU SVIðI 20 ALÞJÓðLEG MARKAðSSVÆðI

SAMSTARF VIð 12

SJÁLFSTÆTT STARFANDI RANNSÓKNARSTOFUR

YFIR

1 MILLJARðUR BANDARÍKJADALA Í Á R SV E LT U F R Á ÁRINU 2015

3000

2 VANDAÐAR RANNSÓKNARSTOFUR

13 SKRIFSTOFUR UM ALLAN HEIM

INNAN FYRIRTÆKISINS

YFIR

STA R F S M E N N U M A L L A N H E I M

FY R STA I L M K JA R NA O L Í U FY R I RTÆ K I Ð

YFIR 4 MILLJÓNIR

MEÐLIMA

UM ALLAN HEIM

600

SEM NÝTTI

TENGSLAMARKAÐSSETNINGU

YFIR VÖRUR S E M B R E Y TA L Í F I FÓLKS


Í tölum Young Living stendur straum af öllum rekstrarkostnaði 100% ALLRA FRJÁLSRA FRAMLAGA RENNA TIL VERKEFNA Á VEGUM YOUNG LIVING FOUNDATION YFIR

70 GÓðGERðASAMTÖK OG BARÁTTUMÁL

njóta styrks af hálfu YOUNG LIVING FOUNDATION

200.000

EINSTAKLINGAR NJÓTA GÓÐS AF STARFSEMI YOUNG LIVING FOUNDATION

Ko mdu b reytingum ti l l e i ðar: YoungLiving F oun dat io n5. o r g


Til marks um eindreginn vilja okkar til að færa fjölskyldu þinni bestu ilmkjarnaolíur og ilmkjarnaolíuvörur í heimi kynnti Young Living til sögunnar Seed to Sealhugmyndafræðina. Með loforðinu sem felst í Seed to Seal tryggjum við að í öllum sérsniðnum fæðubótarefnum, húðverndarvörum og ilmkjarnaolíum sem þú notar njótirðu góðs af starfsemi okkar – hráefni frá öllum heimshornum, leiðandi framleiðslustarfi og áratuga nýsköpunarvinnu. Hver er árangurinn af öllu þessu? Ósnortin afurð sem þú veist fyrir víst að er framleidd samviskusamlega út frá þremur meginstoðum okkar: Hráefni, vísindum og gæðastöðlum.


HRÁEFNI

VÍSINDI

GÆÐASTAÐLAR

Hráefnin okkar koma frá býlum í okkar eigu og frá samstarfsbýlum og birgjum með Seed to Seal-vottun sem fara eftir samstarfsreglum okkar. Þetta gerir okkur kleift að leggja áherslu á gæði, áhrif á nærsamfélagið og meðvitund gagnvart vistkerfum við hráefnisöflun. Á endanum eru það þessir þættir sem leiða til þess að þú notar vörurnar okkar með fullvissu og ánægju.

Þótt rót vörugæðanna hjá okkur liggi í plöntunum á sjálfum akrinum er það með rannsóknarteymi með samtals 180 ára reynslu sem gæðin eru prófuð og staðfest. Við látum einnig margar ólíkar, sjálfstæðar og virtar rannsóknarstofur prófa vörurnar okkar. Við framleiðum hreinar og virkar blöndur til að veita fjölskyldu þinni vörur sem innihalda hreinustu og frumlegustu innihaldsefni sem völ er á.

Við erum leiðandi og nútímaleg hreyfing á sviði ilmkjarnaolía og samstarf okkar við Móður jörð er mjög náið. Af þessum sökum er okkur keppikefli að stunda heilbrigðan viðskiptarekstur með því að nota sjaldgæft og sjálfbært hráefni, styðja við nærsamfélög á hverjum stað fyrir sig og fara eftir staðbundnum umhverfisverndarreglum – og rúmlega það. Við veljum að vinna með hráefnisveitum sem við vitum að skila af sér hreinum ilmkjarnaolíum og innihaldsefnum með löglegum og siðlegum hætti, allt til að setja og fara eftir fyrsta flokks sjálfbærniviðmiðum sem þú getur treyst. 7


Býlin

OKKAR Fort Nelson, Breska Kólumbía, Kanada London, Bretland

Calgary, Alberta, Kanada St. Maries, Idaho, Bandaríkin

Highland Flats, Idaho, Bandaríkin

Lehi, Utah, Bandaríkin

Simiane-la-Rotonde, Frakkland Mona, Utah, Bandaríkin

Mexíkóborg, Mexíkó Kona, Havaí

Guayaquil, Ekvador

Lönd með Young Living-meðlimum Alþjóðaskrifstofur Young Living Alþjóðlegar höfuðstöðvar Young Living Young Living-býli eða -eimunarstöð


Young Living-ilmkjarnaolíubýlin eru einstök í sinni röð og þau setja ný viðmið fyrir eimunarferli ilmkjarnaolía. Þess vegna eru ilmkjarnaolíubýlin lykilþáttur í loforðinu sem felst í Seed to Seal. Við höfum lagt ómældan tíma og fjármuni í að tryggja að þessir staðlar séu í forgrunni á öllum okkar eigin býlum, á samstarfsbýlum og hjá birgjum með Seed to Seal-vottun. Allt þetta gerum við til að geta fært heimili þínu og fjölskyldu allt það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða.

Split, Króatía Tókýó, Japan

Manolovo, Búlgaría Dubai, SAF Muscat, Óman

Hong Kong, Kína Taitung, Taívan

Kuala Lumpur, Malasía

Singapúr

Darwin, Ástralía

Sydney, Ástralía

Perth, Ástralía

9


SAMSTARFSREGLUR


Við verjum umtalsverðum tíma og fjármunum í að framleiða hreinustu olíur sem völ er á. Uppspretta hreinleikans er á sjálfu býlinu og því erum við stolt af því að fá hráefnið í ilmkjarnaolíurnar okkar frá eigin býlum, samstarfsbýlum og birgjum með Seed to Seal-vottun. Á þessum stöðum eru Seed to Seal-samstarfsreglur okkar í heiðri hafðar til að tryggja hreinleika varanna okkar í hverju skrefi framboðskeðjunnar.

S a m s t a r f s r e g l a 1 Náin tengsl Um áratugaskeið hafa hráefnis- og framkvæmdateymin okkar handvalið virta og vandaða plöntubirgja og þróað við þá náin tengsl. Við höldum áfram að rækta þessi tengsl og efla þau enn frekar.

S a m s t a r f s r e g l a 2 Seed to Seal-staðlarnir Öll býli – hvort sem það eru samstarfsbýli, vottaðir Seed to Seal-birgjar eða okkar eigin býli – skrifa undir yfirlýsingu um að fylgja ströngum Seed to Sealstöðlum frá okkur.

S a m s t a r f s r e g l a 3 Bindandi samningar Til að styrkja þessar Seed to Seal-yfirlýsingar enn frekar notum við lagalega bindandi samninga sem krefja samstarfsaðila okkar um að standa við yfirlýsingarnar.

S a m s t a r f s r e g l a 4 Nákvæmar og síendurteknar prófanir Við höfum varið milljónum bandaríkjadala í að setja upp hágæðarannsóknarstofur með vönduðum prófbúnaði í umsjón fjölda rannsakenda í heimsklassa. Ef þessi hópur rannsakenda kemst að því að vara frá birgja uppfylli ekki gæðastaðlana okkar mun varan aldrei komast alla leið í vöruhúsið.

S a m s t a r f s r e g l a 5 Viðvarandi eftirlit Til viðbótar við eigin prófanir notar Young Living gæðaprófanir af hálfu þriðju aðila fyrir framboðskeðju fyrirtækisins. Flókið hráefnisnet okkar um allan heim er hannað með því markmiði að færa meðlimum okkar hágæðavöru og því erum við afar stolt af þessu hlutlausa eftirlitsferli.

Af hverju eru þessar krefjandi og kostnaðarsömu aðferðir notaðar? Ástæðan er sú að hjá Young Living er heildarsamhengið mun mikilvægara en skjótfenginn gróði. Það sem heldur okkur gangandi er þörfin til að bæta heiminn með því að deila ávinningnum af hreinum ilmkjarnaolíum með öðrum. Ávinningurinn sem við færum fjölskyldum er ekki raunverulegur ef vörugæðin sem við bjóðum upp á eru ekki raunveruleg. Á SeedtoSeal.com er að finna frekari upplýsingar um þennan ávinning. 11


H va ð e r u

ILMKJARNAOLÍUR? Ilmkjarnaolíur eru jurtaþykkni úr býlisræktun plantna, jurta og trjáa sem framleitt er með varfærnislegum hætti með eimun, kaldpressu eða söfnun trjákvoðu. Þessar hreinu ilmkjarnaolíur eru mun öflugri en plönturnar sem þær eru unnar úr. Hvort sem þú notar olíur við ilmolíumeðferð, vegna eigin heilsu og velferðar eða á heimilinu mun hvert einasta svið hins daglega lífs verða enn öflugra með nokkrum dropum af Young Living-ilmkjarnaolíunum!

Notkun með innöndun

Notkun á húð

• Nuddaðu 2-3 dropum af ilmkjarnaolíu inn í lófana og andaðu að þér.

• Settu 2-3 dropa af ilmkjarnaolíu beint á umrætt svæði og nuddaðu henni inn í húðina. Endurtaktu að vild. Farðu alltaf eftir blöndunarleiðbeiningum á vörumiða.

• Settu nokkra dropa af ilmkjarnaolíu út í skál með heitu vatni. Leggðu handklæði yfir höfuðið og skálina. Andaðu djúpt og rólega. • Notaðu þína eftirlætis ilmkjarnaolíu í ilmúðarac frá okkur. ATHUGIÐ: Ávallt skal skoða notkunarleiðbeiningar á vörumiða hverrar vöru fyrir sig.

Inntaka

Þegar þú tekur inn Plusfæðubótarefnið með ilmkjarnaolíum skaltu prófa eftirfarandi: • Settu nokkra dropa af Plus-olíu(m) að eigin vali í gelatínhylki og skolaðu því niður með vatni.

VARÚÐ: Ilmkjarnaolíur eru afar • Settu 1-2 dropa af Plussterkar og geta haft ertandi áhrif olíu(m) að eigin vali út í á húðina. Ef erting á sér stað vatnsglas, NingXia Red, skaltu bera V-6 Vegetable Oil jógúrt eða jurtamjólk og Complex frá Young Living eða kyngdu. aðra hreina jurtaolíu á svæðið til að þynna út ilmkjarnaolíuna. • Settu 1-2 dropa af PlusOlíur og olíublöndur sem olíu(m) að eigin vali út í innihalda sítrus geta valdið matinn við eldamennskuna. tímabundnu ljósnæmi.


ILMKJARNAOLÍUR OG ILMKJARNAOLÍUVÖRUR Grunnurinn að öllu sem Young Living gerir eru hreinar, alvöru ilmkjarnaolíur. Við framleiðum vörur í fjórum flokkum sem ætlað er að auðga og einfalda líf þitt á hverjum degi:

Ilmkjarnaolíur

Heimilisvörur

Lyftu upp líkamanum, huganum og andanum og finndu einfalda og jarðbundna lífsstílinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Hreinar ilmkjarnaolíur, ilmkjarnaolíublöndur eða sérblöndur færa nýja gerð af velmegun inn í líf þitt.

Tryggðu fjölskyldunni hreint andrúmsloft og haltu heimilinu hreinu með náttúruafurðum sem henta frábærlega í daglegu lífi. Heimilisvörurnar okkar innihalda öll efni sem þú vilt – en aldrei þau sem þú vilt ekki.

Heilsuvörur

Hreinlætis- og snyrtivörur

Uppfylltu næringarþörf líkamans og gerðu bragðlaukana glaða í leiðinni. Þessi vörulína samanstendur af næringarríkum fæðubótarefnum og heilsusamlegu, bragðgóðu góðgæti fyrir alla fjölskylduna.

Ýttu undir þinn náttúrulega ljóma með hreinlætis- og snyrtivörulínu með ilmkjarnaolíum. Hreinsandi, nærandi og rakagefandi vörur sem innihalda engin skaðleg íðefni. 13


ILMKJARNAOLÍUVÖRUR Ilmkjarnaolíur eru kjarninn í starfsemi Young Living og á þeim byggist öll okkar vörulína. Kynntu þér fjölbreyttar, öflugar ilmkjarnaolíur og ilmkjarnaolíublöndur með Seed to Seal®-vottun og finndu réttu ilmkjarnaolíurnar fyrir þig.


Hreinar ilmkjarnaolíur Með 20 ára rannsóknum og reynslu hefur Young Living fullkomnað sinn eigin einkaleyfisvarða Seed to Sealstaðal til að bjóða örugglega alltaf upp á bestu ilmkjarnaolíur sem völ er á. Það er þessi ásetningur um framúrskarandi vinnubrögð sem gerir að verkum að olíurnar okkar skara fram úr og skilar greinilegum gæðum í hverja einustu flösku.

Ilmkjarnaolíublöndur Þegar ilmkjarnaolíum eru blandað saman getur það haft margföld og umbreytandi áhrif. Í blöndunum okkar bætir hver ilmkjarnaolía aðra upp; niðurstaðan felst í blöndum sem hafa verið þróaðar í gegnum margra ára prófanir og notkun og henta í hvers kyns aðstæðum í daglegu lífi.

Plus-fæðubótarefni með ilmkjarnaolíu

Ilmkjarnaolíudreifarar

Ilmkjarnaolíurnar plús linunni okkar sem bætiefni í matargerð og til inntöku. Vörulínan inniheldur bæði gamla blöndur og nýjar; þú getur bætt þeim við matinn við eldamennskuna og notið kraftmikils bragðsins eða sett olíuna í hylki til inntöku.

Breyttu heimilinu, skrifstofunni eða þínu eigin rými í persónulega ilmkjarnaparadís! Með glæsilegum ilmúðara í miklu úrvali geturðu leyft ilmkjarnaolíunni að fylla hvert herbergi heimilisins og skapað þína eigin heilsulind, hvert sem leið þín liggur.

Skoðaðu YoungLiving.com til að fá upplýsingar um leiðandi ilmkjarnaolíur okkar og ilmkjarnaolíuvörur!

15


HEIMILISVÖRUR Heimilið er þinn griðastaður – athvarf þar sem þú skapar dýrmætar minningar með vinum og fjölskyldu. Við hönnuðum heimilisvörulínuna okkar til að geta fært þér öflugar vörur sem ekki innihalda ágeng íðefni. Þessar öflugu ilmkjarnaolíuvörur skila þér öruggum lausnum sem byggja á eðli sjálfrar náttúrunnar. Frá hreinsiefnunum sem þú notar heima við til tannkremsins í baðskápnum – það er innan heimilisins sem heilsan þarf að skjóta rótum.


THIEVES

KIDSCENTS

Thieves-blandan okkar er vel þekkt og hún inniheldur ilmkjarnaolíur úr Lemon, Clove, Cinnamon Bark, Eucalyptus Radiata og Rosemary. Þetta er blanda sem fyllir öll rými af afgerandi og kærkomnum ilmi. Thieves-vörulínunni er gott að skipta út fyrir ágeng íðefni. Hún samanstendur af ilmkjarnaolíum úr jurtum sem hafa sömu virkni og ilma hreint stórkostlega.

KidScents®-vörulínan er lína með ilmkjarnaolíuvörum sem er hugsuð með þarfir barnsins í huga. Þessar einkaleyfisvörðu blöndur eru öruggur valkostur í stað sambærilegra vara sem finna má í verslunum. Þú og börnin þín verðið örugglega hrifin af ilmkjarnaolíunum og ilmkjarnaolíuvörunum sem miðast sérstaklega við þarfir barna.

SEEDLINGS Við vitum vel að á hverjum degi taka foreldrar hundruð ákvarðana sem varða heilsu og hamingju ástvina sinna. Jurtablöndurnar í Seedlings-barnalínunni frá Young Living voru sérhannaðar með þægindi yngstu barnanna í huga. Vörulínan auðveldar foreldrum að velja mildar ilmkjarnaolíuvörur sem innihalda engin skaðleg innihaldsefni.

Kíktu á YoungLiving.com til að fá allar upplýsingar um heimilisvörulínuna okkar og nánari upplýsingar um aðrar vörulínur hér.

17


HEILSUVÖRUR Sönn velsæld sprettur innan frá einstaklingnum sjálfum. Heilsuvörulínan okkar færir þér afburðanæringu og mátt úr ilmkjarnaolíum sem setja þína vegferð af stað. Sæktu þér kraft til að komast lengra með matvöru og fæðubótarefnum sem fylla þig af lífi, uppfylla alla þína næringarþörf og gleðja bragðlaukana!


NINGXIA RED

SLIQUE

Njóttu ávinnings af ýmsum toga með því að bæta NingXia Red – kröftugu fæðubótarefni okkar – við daglega heilsurækt þína! Þessi ljúffenga blanda er hönnuð til að hressa upp á og styrkja bæði líkama og sál. Hún inniheldur hreinar ilmkjarnaolíur, Ningxia-úlfaberjaþykkni, plómu-, logalaufs-, kirsuberja-, bláberja- og granateplasafa og kjarna sem sjá líkamanum fyrir nauðsynlegum plöntunæringarefnum.

Taktu skref í átt að betri heilsu með Slique, en vörulínan samanstendur af einstakri blöndu framandi innihaldsefna og kraftmikilla ilmkjarnaolía. Þegar Slique®-vörurnar eru notaðar í bland við gott mataræði og hreyfingu geta þær hjálpað þér með þyngdarstjórnun og næringarþörf.

NUTRITIONAL SUPPLEMENTS

HEALTHY COOKING

Vítamín og steinefni eru undirstöðurnar tvær í heilnæmu mataræði. Í þægilegum fæðubótarlausnum okkar er að finna vítamín og steinefni beint úr náttúrunni sem innihalda ilmkjarnaolíur sem veita þér góðan stuðning.

Okkar markmið er að gera þína vegferð í gegnum lífið enn betri á öllum sviðum – líka í eldhúsinu! Með vörum eins og í einkorn-línunni viljum við auðvelda þér að fá sem allra mest út úr matnum og njóta fæðunnar eins og náttúran ætlaði sér.

Skoðaðu heilsuvörulínuna – þar á meðal úrval okkar af fæðubótarefnum – nánar á YoungLiving.com!

19


HREINLÆTIS- OG SNYRTIVÖRUR Sjampó, krem og sérhannaðar húðvörur með ilmkjarnaolíum frá Young Living eru lausar við umdeild innihaldsefni og henta vel til að hreinsa húðina og veita henni raka svo hún ljómi af heilbrigði. Dekraðu við húðina með öflugum ilmkjarnaolíum!


S AV V Y M I N E R A L S BY YOUNG LIVING

Baðvörur

Í snyrtivörulínunni Savvy Minerals by Young Living™ færðu vandaðar formúlur og hrein innihaldsefni sem ramma inn náttúrulega fegurð þína, án þess að hvika frá gæðastöðlum. Vörur í línunni Savvy Minerals skila djúpum litum, þær eru þægilegar í notkun og draga fram fegurð þína á náttúrulegan hátt.

Vertu ljómandi með jurtavörum sem innihalda ilmkjarnaolíur sem húð þín og hár fagna innilega. Bara náttúrulegar nauðsynjar – enginn óþarfi. Í snyrtivörulínunni okkar færðu vönduð krem, hárvörur, sérstakar húðvörur og ýmislegt fleira sem viðheldur ferskleika þínum og fegurð, án ágengra íðefna.

ART

Tannhirða

Húðvörurnar frá Young Living innihalda hágæða jurtaafurðir og ilmkjarnaolíu sem gera húð þinni afar gott. Sérstök samsetning okkar, ART® Skin Care System, hreinsar, tónar, gefur andlitinu raka á öruggan og skilvirkan hátt og dregur fram þína náttúrulegu fegurð!

Hresstu upp á daglegar venjur með tannhirðulínunni okkar! Tannkrem, frískandi myntur og allt annað sem þú þarft til að brosa breitt. Vörurnar byggja á öflugu Thieves®ilmkjarnaolíublöndunni okkar og með þeim geturðu notið þess að hafa ferskan andardrátt allan daginn.

Kynntu þér Savvy Minerals-snyrtivörulínuna og aðrar snyrti- og hreinlætisvörur okkar á YoungLiving.com!

21


Útbreiðsla

YOUNG LIVING-LÍFSSTÍLSINS Í meira en 20 ár höfum við þróað vörur sem næra líkamann, skila hreinu heimili, fríska upp á húð og hár og róa sálina. Við erum stolt af því að geta boðið þér valkosti sem eru sannarlega heilsueflandi. Markmið okkar er að færa þér enn fleiri leiðir til að flétta heilsusamlegt líferni inn í daglegar venjur og heimilislífið – án þess að hvika frá loforði okkar úr Seed to Seal® -hugmyndafræðinni. Með því að deila Young Living með fólki í kringum þig gefst þér færi á að bæta nýrri og heilbrigðari vídd inn í líf þitt og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði.

DIFFERENT LIFESTYLE IMAGE; SOMETHING MORE E NG A G I NG A N D S UG G E S T I V E O F Y L’ S S P I R I T


Hafist handa með

YOUNG LIVING H va ð a va l k o s t i h e f é g ? Það er leikur einn að flétta ótal kostum Young Living inn í líf sitt! Tvær leiðir eru færar í upphafi: að kaupa vörur sem smásöluviðskiptavinur eða gerast heildsölumeðlimur.

Áv i n n i ng u r a f s k r á n i ng u e r m e ð a l a n na r s : • Engin skyldukaup eða krafa um veltu

• Engin þörf á birgðastjórnun

• Þú kaupir það sem þú vilt, þegar þú vilt

S a m a n b u r ð u r : S m á s ö l u v i ð s k i p tav i n u r o g heildsölumeðlimur Smásöluviðskiptavinur:

Heildsölumeðlimur:

• Hvenær sem er hægt að uppfæra í heildsölumeðlim

• Hægt að vinna sér inn ókeypis vörur • Aðgangur að fræðsluefni • Sérstakur afsláttur í boði • 24% afsláttur af smásöluverði allra Young Living-vara • Tækifæri á þátttöku í einu öflugasta þóknunarkerfi innan atvinnugreinarinnar. • Tækifæri til að hljóta viðurkenningu á ráðstefnum okkar sem haldnar eru á fallegum stöðum víða um heim

23


Es sential Rewards

-VILDARKLÚBBURINN Ert þú sífellt að kaupa vörur? Langar þig í ókeypis vörur? Sérstilltu mánaðarlegu pöntunina þína með því að ganga í Essential Rewards-vildarklúbbinn þar sem þú getur unnið þér inn stig sem virka eins og reiðufé! Essential Rewards eru vildarviðskipti Young Living og hann býður upp á margs konar ávinning: • Útbúðu mánaðarlegu pöntunina þína og náðu fram sparnaði!

• Fáðu aðgang að lokuðum tilboðum í hverjum mánuði.

• Veldu þínar vörur og hvenær unnið er úr pöntuninni.

• Fáðu Essential Rewards-vildarpunkta við hverja pöntun. Punktana er hægt að nota eins og reiðufé við pantanir síðar meir – þú færð allt að 25% endurgreiðslu í punktum af hverri færslu.

• Engin áhætta! Breyttu pöntun eða hættu við hana hvenær sem er. • Njóttu lægri sendingarkostnaðar og forgangssendinga.

• Fáðu vildargjafir eftir hverja 3, 6, 9 og 12 þátttökumánuði í klúbbnum.

Fáðu þína sendingu sjálfkrafa í hverjum mánuði. Ótal fríðindi og bónusar – það er engin ástæða til að skrá sig ekki núna! Allar nánari upplýsingar er að finna á YoungLiving.com.


Deildu hinu

GÓÐA MEÐ ÖÐRUM Young Living hefur vaxið og orðið að alþjóðlegu fyrirtæki vegna þess að meðlimirnir sjálfir elska vörurnar okkar og hafa upplifað á eigin skinni hvaða breytingar þær hafa á allt lífið. Á eðlilegan og sjálfbæran hátt deila meðlimirnir ást sinni á Young Living-vörunum með vinum, fjölskyldu, vinnufélögum og öðrum í nærsamfélaginu.

Ástæður til að hefja Young Living-starfsemi

• Engin þörf á birgðastjórnun • Þú verður þinn eigin herra • Stuðningssamfélag um allan heim • Ríkulegt þóknunarkerfi – eitt það öflugasta á þessu sviði

• Tækifæri til að vinna þér inn aðgang að leiðtogaráðstefnum, þér að kostnaðarlausu

• 50 bandaríkjadalir í bónus fyrir hvern meðlim sem þú skráir til leiks, auk prósenta af öllum framtíðarpöntunum

• Þú breytir lífum einstaklinga með því að hjálpa þeim að öðlast hugarró og heilnæmara líferni

L AV E N D E R - BÝ L I Ð S I M I A N E - L A - R O T O N D E , F R A K K L A N D I 25


Frelsi til að uppfylla

ÞINN EIGIN TILGANG

“ “ “

Við urðum ástfangin árið 2001 – og það var líka þetta ár sem við féllum fyrir Young Living, bæði heimspekinni, sýninni og vörunum. Við vorum með fyrstu brautryðjendum fyrirtækisins á Evrópumarkaði og þessi ákvörðun markaði tímamót í okkar lífi. Í tæplega 20 ár höfum við farið í gegnum margar hæðir og lægðir, án þess að gleyma nokkurn tímann þeirri trú okkar að það sem við gerum skipti máli. Uppskeran af þrautseigju okkar og ástríðu er sú að í dag lifum við allsnægtalífi með allri fjölskyldunni.

ULRIKE & VIJAY — Young Living Royal Crown DiamondS

Fyrir fjórum árum var ég þunglynd og ótengd, bæði sjálfri mér og öðrum. Í Young Living fann ég bæði samfélag og tilgang. Mér finnst ég hafa endurheimt eigið líf og í þessu nýja lífi gefst mér færi á að valdefla aðrar konur, bæði persónulega og í atvinnulífinu.

CORINNE — Young Living DIAMOND

Mér finnst starf mitt hjá Young Living alveg frábært vegna þess að ég hef nægan frítíma með fjölskyldunni og get skipulagt vinnutímann eftir eigin hentugleika. Ég er ekki bara heimavinnandi húsmóðir – ég er heimavinnandi viðskiptafrumkvöðull!

MARIA ANGELES – Young Living PLATINUM


Young Living kom inn í líf okkar þegar mig vantaði

tilgang. Gjafirnar sem ég fékk voru velsæld og heilsa. Af þessum sökum mun ég ávallt halda áfram að deila því sem Young Living hefur upp á að bjóða: Velsæld, tilgangi og allsnægtum. Allt í einum pakka.

EMILIA — Young Living DIAMOND

Í hjarta mér er að finna mikið þakklæti í garð Garys og Mary Young; þakklæti fyrir það hvernig þau fylla líf mitt af innblæstri á hverjum einasta degi. Ég er einn þeirra einstaklinga sem vill halda draumi Garys á lofti með því að deila með öðrum þeirri gjöf sem ilmkjarnaolíur eru.

RAMONA — Young Living PLATINUM

Á öllum sviðum lífs míns er „frelsi“ mottóið. Þegar ég kynntist Gary Young og uppgötvaði Young Living áttaði ég mig á því að tilgangur minn í lífinu er að hjálpa öðrum að öðlast sitt eigið frelsi. Ilmkjarnaolíurnar frá Young Living eru besta verkfærið til þess. Með því að deila reynslu minni með öðrum hef ég náð Gold-aðild og núna á ég mér það markmið að kenna öðrum að gera slíkt hið sama. Að finna okkar persónulega frelsi – í sameiningu. Ég er afar þakklát Young Living fyrir allan stuðninginn sem okkur býðst.

MILA – Young Living GOLD

27


Leggðu grunninn að þinni velgengni

MEÐ YOUNG LIVING-BYRJENDASETTI! Kynningarsettin okkar eru frábær leið til að komast inn í Young Living-lífsstílinn. Veldu þér eitt byrjendasett og með því fylgja alls kyns fríðindi, þar á meðal mögulegur aðgangur að þóknunarkerfinu okkar og auk þess: •

24% heildsöluafsláttur

Tækifæri á þóknunum og bónusum

Réttur til þátttöku í Essential Rewards-vildarklúbbnum, ókeypis vörur, sendingarafsláttur og fleira

Tækifæri á að hjálpa öðrum til að öðlast aukna velsæld og frelsi

Farðu á YoungLiving.com og láttu slag standa!

PREMIUM-BYRJENDASETT MEÐ ARIA-ILMÚÐARA #5465501 1 x Premiumilmkjarnaolíupakki* 1 x Aria-ilmdreifari 1 x vöruleiðbeiningar Basic-byrjendasett:

Fræðsluefni um markaðssetningu 1 x Stress Away 5 ml 1 x AromaGlide-rúllufesting 1 x Orange+ 5 ml

10 x sýnishornaflöskur 2 x NingXia Red Single (60 ml) 10 x nafnspjaldasýnishorn

* Lavender 5 ml, Peppermint 5 ml, Lemon 5 ml, Frankincense 5 ml, Di-Gize 5 ml, Thieves® 5 ml, Purification 5 ml, R.C. 5 ml, Copaiba 5 ml, PanAway 5 ml


PREMIUM-BYRJENDASETT MEÐ DEWDROP-ILMÚÐARA #5463500 1 x Premiumilmkjarnaolíupakki* 1 x Dewdrop-ilmdreifari 1 x vöruleiðbeiningar Basic-byrjendasett:

Fræðsluefni um markaðssetningu 1 x Stress Away 5 ml 1 x AromaGlide-rúllufesting

1 x Orange+ 5 ml 10 x Sýnishornaflöskur 2 x NingXia Red Single (60 ml) 10 x nafnspjaldasýnishorn

* Lavender 5 ml, Peppermint 5 ml, Lemon 5 ml, Frankincense 5 ml, Di-Gize 5 ml, Thieves® 5 ml, Purification 5 ml, R.C. 5 ml, Copaiba 5 ml, PanAway 5 ml

PREMIUM-BYRJENDASETT MEÐ NINGXIA #546708 NingXia Red – 2 x 750 ml flöskur 30 x NingXia Red Single (60 ml) NingXia Nitro 1 x vöruleiðbeiningar

Basic-byrjendasett: Fræðsluefni um markaðssetningu 1 x Stress Away 5 ml 1 x AromaGlide-rúllufesting

1 x Orange+ 5 ml 10 x sýnishornaflöskur 2 x NingXia Red Single (60 ml) 10 x nafnspjaldasýnishorn 29


PREMIUM-BYRJENDASETT MEÐ THIEVES #546608 1 x Thieves 15 ml 1 x Thieves AromaBright™ tannkrem 1 x Thieves Fresh Essence Plus munnskol 2 x Thieves hreinsiefni fyrir heimilið

2 x Thieves freyðandi handsápa 2 x Thieves sprey 2 x Thieves vatnslaus handhreinsir 1 x vöruleiðbeiningar Basic-byrjendasett: Fræðsluefni um

markaðssetningu 1 x Stress Away 5 ml 1 x AromaGlide-rúllufesting 1 x Orange+ 5 ml 10 x sýnishornaflöskur 2 x NingXia Red Single (60 ml) 10 x nafnspjaldasýnishorn

BASIC-BYRJENDASETT #546008 Fræðsluefni um markaðssetningu 1 x Stress Away 5 ml

1 x AromaGlide-rúllufesting 1 x Orange+ 5 ml 10 x sýnishornaflöskur

2 x NingXia Red Single (60 ml) 10 x nafnspjaldasýnishorn


HEILSA TILGANGUR VELSÆLD YOUNGLIVING.COM 31


Við tökum ábyrgð okkar á jörðinni alvarlega. Við færum þér hreinustu olíur í heimi með vönduðustu framleiðslutækni sem völ er á.

Við köllum tæknina

Þetta er ekki slagorð heldur hugsjón sem við lifum eftir.

#24644 IS v.1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.