DESIGN STORIES OFURMÖTT FULLKOMNUN
Við kynnum stolt hinar nýju Lux og Lumen eikar- og askgólflínur, með nýrri ofurmattri áferð sem drekkur í sig ljós.
FÁÐU RÉTTA ÚTLITIÐ...
...með viðargólfi. Innblástur að hönnun frá glæsilegum heimilum í Danmörku, Frakklandi og Svíþjóð.
160 ÁR
Ástríða fyrir við, miðlað frá kynslóð til kynslóðar. Kynnist samstarfsfólki okkar – og lykilástæðum þess að Kährs er bæði elsta og framsæknasta fyrirtækið í framleiðslu viðargólfa.
Nýjung. Matt er betra en svart.
SHORE
Kährs Design Stories 3
160 árum af gæðum og glæsileika fagnað Hann byrjaði sem handverksmaður sem bjó til nytjahluti, lengst inni í skógum Suður-Svíþjóðar, en varð síðar uppfinningamaður á heimsmælikvarða og framleiðandi nútímalegra harðviðargólfa. 160 ára saga Kährs er saga af okkar miklu ástríðu fyrir náttúrunni og umhverfinu; fyrir við sem efnivið og fyrir innanhússhönnun, ásamt framsækinni hugsun og áherslu á hæstu gæðakröfur. Í dag seljum við falleg og endingargóð viðargólf á meira en 60 mörkuðum um allan heim – mun fleiri en nokkur annar framleiðandi. „Allur heimurinn stendur á gólfunum okkar,“ eins og einn samstarfsaðila okkar segir. Í þetta sinn snúast Hönnunarsögur um það hvað hann, og kynslóðir samstarfsmanna hjá Kährs og áhugamenn um við hafa afrekað í gegnum árin. Einnig beinum við sjónum okkar að þeim skapandi hugsuðum sem tryggja að við munum áfram vera í fararbroddi í framsækinni hönnun og þróun viðargólfefna. Þær endurspegla auk þess hvernig gjörólíkir stílar í innanhússhönnun í mismunandi löndum veita okkur innblástur í hönnun gólfefna. Velkomin til heimila í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð. Við vonum að þetta veiti þér bæði innblástur og hugmyndir. Kíktu einnig á heimasíðuna okkar, www.kahrs.com, þar sem þú finnur mun fleiri hugmyndir og innblástur, sem og gagnlegar upplýsingar um við og viðargólfefni. Njóttu lestursins!
4
Brýnustu nauðsynjar
10
Hefð fyrir því að hugsa út fyrir kassann
12
Þekkingu á við miðlað frá kynslóð til kynslóðar
14
Í Provence
20 Nakin fegurð 24 Húsið í sandöldunum 28 Litafréttir 17 32
Í Berlín
38 F ramþróun er knúin áfram af ástríðu fyrir fullkomnun 42 Austur Vestur
FORSÍÐA: YDRE
4 Kährs Design Stories
BRÝNUSTU NAUÐSYNJAR
Orðatiltækið „minna er meira“ á svo sannarlega við þegar þessu glænýja sumarhúsi á vesturströnd Svíþjóðar er lýst.
HORIZON
6 Kährs Design Stories
Suðurhlið hússins hleypir sólskininu inn, í gegnum breiðar rennihurðir sem opna húsið upp á gátt. Ofurmatt yfirborð Coast gólfefnisins er fullkomið til að afmá mörkin milli hrás timbursins á veröndinni og viðargólfsins innanhúss.
COAST
Kährs Design Stories 7
8 Kährs Design Stories
COAST
Kährs Design Stories 9
Þegar maður skoðar ytra byrði þess sem er bara ber viður býst maður nánast við því að eins sé um að litast innandyra, og naumhyggja sé í fyrirrúmi. Vissulega finnur maður ekkert sem eigendurnir telja að sé ekki bráðnauðsynlegt til að njóta afslappandi sumardvalar, langt frá ys og þys borgarlífsins. Innandyra er öll áhersla lögð á rólega og afslappandi tilveru þar sem sumarlífið er í fyrirrúmi; leikur, hjólreiðatúrar og ferðir á ströndina sem er aðeins steinsnar frá húsinu.
TWILIGHT
Önnur gólf með veðraðri áferð. Sjáðu allt úrvalið á www.kahrs.com
ALLOY
NOUVEAU GRAY
NOUVEAU GREIGE
10 Kährs Design Stories
HEFÐ FYRIR ÞVÍ AÐ HUGSA
ÚT FYRIR KASSANN
Reynslan er besti frumkvöðullinn. Eftir 160 ár í framleiðslu gólfefna er Kährs einn elsti framleiðandi viðargólfa í heiminum. Fyrirtækið er líka eitt af þeim framsæknustu. Þeirri þekkingu á við sem við höfum viðað að okkur í gegnum árin hefur verið miðlað frá kynslóð til kynslóðar, og nágranna til nágranna. Yfir hádegismatnum, á fótboltavellinum, á gönguskíðabrautinni og yfir grindverkið erum við sífellt að ræða nýjar leiðir til að bæta gólfin okkar. Í vinnunni prófum við þessar hugmyndir, og stundum bregst okkur bogalistin – en að lokum náum við árangri. Markmiðið er alltaf það sama; að gera gólfin okkar enn fallegri, sterkari, sjálfbærari og auðveldari í uppsetningu.
Blanda okkar af hefð, þekkingu og hátækni er einstök meðal framleiðenda viðargólfa. Hún hefur veitt okkur innblástur til þess að hugsa út fyrir kassann og nota við á nýstárlegan hátt, núverandi kynslóð og komandi kynslóðum til hagsbóta. Árið 1857 var Kährs stofnað í Nybro, langt inni í sænskum skógi, þar sem Johan Kähr eldri stofnaði verkstæði til þess að búa til nytjahluti úr við. Í dag,
160 árum síðar, eru höfuðstöðvar okkar enn í þessum litla sveitabæ. Árið 1919 tók Gustaf Kährs, barnabarn stofnandans, við stjórnartaumunum og breytti nafninu í AB Gustaf Kähr. Undir hans stjórn þróaðist fyrirtækið og varð mikilvægur og framsækinn framleiðandi hurða, leikfanga, húsgagna og gólfefna úr við. Gustaf helgaði
sig því að finna skilvirkar leiðir til að nota hráefni úr við á sjálfbæran hátt og bæta stöðugleika viðar sem byggingarefnis. Árið 1937 skilaði þrautseigja Gustafs árangri þegar hann fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni, marglaga samsettri hurð. Hann fylgdi því eftir með því að leita lausna á því vandamáli að heil viðargólf áttu það til að aflagast á ýmsa vegu.
Kährs Design Stories 11
Árið 1941 fékk Kährs einkaleyfi á nútímalegum harðviðargólfum, eða marglaga gólfinu. Eftir seinni heimsstyrjöldina varð mikil uppsveifla í efnahagslífinu og margar fjölskyldur gátu byggt sér sín eigin hús. Það leiddi til aukinnar eftirspurnar eftir parketgólfum, sem þóttu nauðsynleg í mest áberandi rýmum hvers húss. Árið 1958 voru fyrstu verksmiðjulökkuðu gólfin framleidd, byggt á þeim aðferðum sem Kährs þróaði. Áður fyrr voru gólf sett upp og pússuð áður en þau voru lökkuð á staðnum. Framleiðsla verksmiðjulakkaðra gólfa krefst mikillar nákvæmni til að tryggja að yfirborð gólfsins verði slétt og fellt. Árið 1965 fékk Kährs einkaleyfi á glænýrri samsetningu af íþróttagólfum. Gólffjalir voru negldar á sveigjanlegt kerfi af stífum, sem varð þess valdandi að gólfið tók betur við höggum og hentaði betur fyrir íþróttir. Á 9. áratug síðustu aldar hóf Kährs starfsemi utan Svíþjóðar, byrjaði á nokkrum mörkuðum í Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Frakklandi, sem og í Bandaríkjunum. Um miðjan tíunda áratuginn fór Kährs einnig inn á markaði í Austur-Evrópu og Asíu, eins og í Rússlandi og Kína. Árið 1984 varð Kährs fyrsti gólfframleiðandinn sem gat stært sig af því að vera með framleiðsluferli án allra leysiefna, eftir að hafa sett sér umhverfisáætlun
Áfram verður langtímaáhersla á að tryggja sem mesta sjálfbærni Árið 1993 varð Kährs fyrstur viðargólfsframleiðenda í öllu framleiðsluferlinu og á líftíma viðargólfsins, frá hráefni til til að hljóta ISO 9001 gæðavottunina. endurvinnslu. löngu áður en það varð viðtekin venja í framleiðslu gólfefna.
Árið 1995 kynnti Kährs til sögunnar nýja kynslóð viðargólfa: Linnea var með þunnt yfirborðslag úr við, en var samt hart, endingargott og auðvelt í uppsetningu.
Árið 1997 hlaut Kährs ISO 14001 umhverfisvottun. Úrgangur sem fellur til við skógarhögg er notaður til að hita upp hús í kringum verksmiðjuna. Askan sem eftir verður er svo notuð sem áburður í skóginum.
Árið 2009 kynnti Kährs nýja kynslóð Woodloc® samskeytanna – Woodloc® 5S. Þessi nýju samskeyti gera uppsetninguna enn fljótlegri og sveigjanlegri, um leið og gólfið verður enn sterkara.
Árið 1996 kynnti Kährs svo til sögunnar fyrsta parketgólfið með límlausu Woodloc® samskeytunum. Sú tækni þótti byltingarkennd, og gerði það bæði fljótlegra og auðveldara að leggja gólfið.
Árið 2013 kynnti Kährs til sögunnar Master, tæknilega framþróað tveggja laga parketgólf. Fæst í þremur mismunandi stærðum.
Árið 2004 kynnti Kährs nýtt íþróttagólf. Meðal kosta þess voru að hægt var að leggja það á minni tíma og á stærra svæði. Gólfið uppfyllir ströngustu kröfur um íþróttagólf og er notað á mörgum stórum íþróttaviðburðum. Árið 2007 fagnaði Kährs 150 ára afmæli sínu, og seldi þá vörur í meira en 30 löndum í mörg hundruð útfærslum.
Árið 2015 er byltingarkennd og hátæknileg hönnunarlína með þjörkum tekin í notkun í verksmiðjunni í Nybro. Línan gerir það kleift að hægt er að stilla hönnun hverrar einstakrar fjalar fyrir fram. Árið 2017 verður 160 ára afmæli fyrirtækisins fagnað með því að kynna fjölda nýrra og byltingarkenndra gólfefna. Áfram verður langtímaáhersla á að tryggja sem mesta sjálfbærni í öllu framleiðsluferlinu og á líftíma viðargólfsins, frá hráefni til endurvinnslu.
12 Kährs Design Stories
„Allur heimurinn stendur á gólfunum okkar. Auðvitað er ég stoltur“
ÞEKKINGU Á VIÐ MIÐLAÐ
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR Hvað gerir góða vöru frábæra? Við erum þess fullviss að lykillinn að árangri sé fólkið á bak við hann. Það er ástríða þess og þekking sem tryggir að gæðin sem við höfum stært okkur af í gegnum árin haldi áfram að einkenna gólfin okkar. Margir starfsmanna okkar hafa unnið í verksmiðjunni í Nybro áratugum saman, í sumum tilfellum margar kynslóðir, og miðlað þekkingu sinni til nýrra ættingja, vina og nágranna sem hefja störf hjá Kährs. Við kynnum þrjá af þessum máttarstólpum fyrirtækisins.
Kährs Design Stories 13
„Eins og önnur fjölskylda.“ Þannig lýsa starfsmenn Kährs í Nybro samstarfsmönnum sínum og vinnustaðnum. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og verkefni í framleiðsluferlinu hafa þau öll verið lengi hjá fyrirtækinu og deila mikilli þekkingu á við og ástríðu fyrir vörunni sem þau skila. Stærstur hluti starfseminnar í Nybro, á mörkum þykkra skóga Smálandanna, snýst í kringum viðargólfaverksmiðjuna, sem sér fólki fyrir störfum, upphitun og stað til að hittast.
ZORAN STANKOVIC, af annarri kynslóð, kominn aftur til Kährs: – Ég læri nýja hluti á hverjum degi. Síðan ég hætti að vinna hér árið 2003 hafa orðið gríðarlegar breytingar á framleiðsluferlinu. En hér er góður andi og fólk er meira en tilbúið að deila þekkingu sinni. Það er eitt af því sem mér líkar best við að vinna hjá Kährs og ástæða þess að ég kom aftur til fyrirtækisins, segir Zoran Stankovic, sem vann hjá Kährs milli 1994 og 2003 og kom svo aftur í ágúst 2016 til að vinna við framleiðslu gólfkjarnanna, þar sem hann varð fljótt hópstjóri á sinni vakt.
– Pabbi vann hjá Kährs í 40 ár. Hann kenndi mér að þykja vænt um starfið. Þegar ég var ungur fannst mér frábært að vera hér. Auðvitað kemur fyrir að mann langi til að prófa eitthvað annað. Ég rak mitt eigið fyrirtæki í nokkur ár, en það er gott að vera kominn aftur. – Ég held að allir hér hafi ástríðu fyrir þeim fallegu hágæðagólfum sem við framleiðum. Ég meina, allur heimurinn stendur á gólfunum okkar. Auðvitað er ég stoltur.
ADIVIJE DALIPI, 31 ár hjá Kährs: – Ég elska lyktina af við, tilfinninguna þegar maður snertir sléttan planka og ég er stolt af því að við framleiðum bestu viðargólf í heimi,“ segir Adivije Dalipi, sem byrjaði hjá fyrirtækinu þegar hún var 18 ára, en faðir hennar var þar fyrir. – Mér fannst eðlilegt að byrja hér – fyrir utan pabba vinna þrjár systur mínar, bróðir minn og maðurinn minn, sem og eiginmenn systra minna og nokkrir vina minna úr skóla hér. Fyrir mér er þetta eins
STEFAN LARSSON, 28 ár hjá Kährs: – Í gegnum árin hef ég prófað flestar viðartegundir. Ég veit hvernig þær bregðast við raka, gólfhita, þrýstingi og loftslagsbreytingum. Ég hef sagt hvað er hægt, og hvað er ekki hægt, segir Stefan Larsson, sem starfar við tækniþróun hjá Kährs í Nybro. – Ég nýt þess að við fáum alltaf að vinna að nýjum hugmyndum – en það er líka gott að hafa breiðan þekkingargrunn,
svo við þurfum ekki að finna upp hjólið í sífellu. Það er mjög örvandi að ræða stöðugt nýja möguleika við mína ungu samstarfsmenn og geta veitt þeim upplýsingar sem við höfum viðað að okkur með prófunum um margra áratuga skeið, segir hann. – Eftir að hafa klárað háskólanámið og unnið fyrir önnur fyrirtæki var mjög gaman að snúa aftur til Nybro. Ég nýt þess að vinna og búa hér. Og ég dýrka skóginn, þar sem ég ver mínum frítíma að mestu á fjallahjólinu mínu.
og annað heimili, segir Adivije, sem vinnur við framleiðslulínuna, og tryggir að rétti viðurinn sé valinn fyrir hvert gólf. „Það mætti segja að Kährs sé í genunum okkar,“ bætir hún hlæjandi við. – Foreldrar mínir komu hingað frá Makedóníu upp úr 1960, þegar föður mínum bauðst starf hjá Kährs. Fyrirtækið hefur skipt okkur miklu máli. Mér finnst ég vera hluti af Kährs og reyni alltaf að gera mitt besta í vinnunni. Og heima erum við með fallegt Kährs-gólf, svo segja má að stór hluti af mínu lífi snúist um fyrirtækið.
14 Kährs Design Stories
Í PROVENCE Við fyrstu sýn lítur þetta glæsilega steinhús út eins og sveitasetur, til þess að slappa af við sundlaugina og í garðinum. En í raun er þetta bóndabær í fullum rekstri og umhverfið er fullt af ólífutrjám og ökrum þar sem mismunandi nytjaplöntur eru ræktaðar.
UNICO YDRE NOUVEAU GREIGE
YDRE
18 Kährs Design Stories
YDRE
Kährs Design Stories 19
Innandyra er öðruvísi um að litast en á venjulegum bóndabæ. Eigendurnir hafa mikinn áhuga á innanhússhönnun og hafa skapað bæði praktískt og nútímalegt heimili þar sem hátt er til lofts og bjart.
BACKA
Flott blanda af grófum og naumhyggjulegum innréttingum, ásamt stórum og þægilegum sófum skapar mjög afslappandi stemningu. Það eru olíuborin og svolítið bylgjótt viðargólf í öllu húsinu sem veita því mýkt og passa fullkomlega við innanrýmið, bæði í lit og stemningu.
Önnur gólf með óheflaðri áferð. Sjáðu allt úrvalið á www.kahrs.com
VEDBO
MÖRE
VINGA
STURE
NAKIN FEGURÐ Kährs kynnir með stolti tvær nýjar línur – Lux og Lumen – fyrstu gólfin okkar með ofurmattri áferð sem drekkur í sig ljós. Útlitið og áferðin er eins og á ómeðhöndluðu og nýsöguðu timbri, en þau hafa sterka en þó silkimjúka og ósýnilega vörn gegn daglegu sliti.
SHORE KILESAND
ECLIPSE
Kährs Design Stories 23
Sterk dagsbirta í gegnum stóra glugga Stórir gluggar eru mjög vinsælir í nútímaarkitektúr en geta skapað glansandi endurkast á gólfinu sem afbakar lit þess. Ofurmött áferðin á Lux og Lumen drekkur í sig ljósið og dregur fram bæði lit og tilfinningu gólfanna sem afhjúpar sanna fegurð þeirra.
AIR
SKY
HORIZON
COAST
SHORE
SUN
TERRA
Lux, einnar fjalar hönnunin, fæst í sjö litum, frá ljósum til dökks. Þriggja fjala Lumen er fáanleg í sex litum. Bæði Lux og Lumen eru gerðar úr hreinni og einsleitri eik og aski með náttúrulegum, mjúkum litatóni.
RIME
MIST
TWILIGHT
ECLIPSE
DAWN
DUSK
24 Kährs Design Stories
HÚSIÐ Í SANDÖLDUNUM
Þetta litla sumarhús á vesturströnd Danmerkur er innan við 100 metra frá ströndinni og Norðursjónum. Sandöldurnar teygja sig eins langt og augað eygir, veita skjól fyrir stífri vestanáttinni og skapa stórfenglegt útsýni í öllum veðrum og árstíðum. Virkilega afslappandi umhverfi.
NOUVEAU BLONDE
26 Kährs Design Stories
NOUVEAU BLONDE
Kährs Design Stories 27
PALE
Í þessu litla húsi er stórt stofu- og eldhúsrými í miðjunni og í þremur litlum svefnherbergjum hefur verið lagt hvítt viðargólf. Það kemur sér vel þegar skór, berir fætur eða golan ber sand frá sandöldunum inn um opnar dyrnar.
Önnur gólf í hvítum lit. Sjáðu allt úrvalið á www.kahrs.com
VISTA
KILESAND
PALE
28 Kährs Design Stories
LITASKÝRSLA 17 Við hjá Kährs höfum hafið samstarf með leiðandi framleiðendum málningar til að geta veitt innblástur og hugmyndir um hvernig hægt er að velja saman veggliti og Kährsviðargólf til að gera heimilið enn glæsilegra. Á næstu síðum geturðu séð hvað Nordsjö, Jotun og Tikkurila sjá fyrir sér og bjóða upp á í nýjum og spennandi litum fyrir árið 2017. Þú getur fundið allt úrvalið þeirra á vefsvæði okkar þar sem þú finnur tengla á heimasíður þeirra.
BLÁTT – LITUR LÍFSINS
Nordsjö
Blátt er ávallt til staðar í öllum þáttum lífsins, segir Nordsjö þegar það kynnir lit ársins: Denim Drift! Frá dimmbláum til himinblás stendur liturinn fyrir allt litróf lífsins. Þess vegna hefur Nordjsö þróað heilt litaspjald af bláum litatónum. Bláir tónar eru einnig til staðar í Clay Collection frá Tikkurila og Nordic Living litaspjaldinu frá Jotun.
DENIM DRIFT NORDSJÖ
S9.30.40 NORDSJÖ
S0.05.65 NORDSJÖ
BERLIN
NOUVEAU GREIGE
FREDRIK
STURE
jotun.com nordsjo.se tikkurila.com
Nordsjö
N429 TIKKURILA
LADY 530 JOTUN
Kährs Design Stories 29
BJARTIR OG HLÝIR PASTELLITIR
Nordsjö
Hvernig lætur maður veggi heimilisins endurspegla persónuleika fólksins sem býr þar? Það snýst um að láta hlýja og þægilega liti vinna saman. Þannig útskýrir Nordsjö nýja litaspjaldið sitt; einstaklingshyggja í samneyti við aðra með úrvali lita sem eru blanda af björtum sem og líflegum og mjúkum litum. Sjáðu allt úrvalið frá Nordsjö nordsjo.se.
ZN.02.73 NORDSJÖ
F1.35.65 NORDSJÖ
C6.22.61 NORDSJÖ
LADY 2782 JOTUN
K 498 TIKKURILA
F 390 TIKKURILA
Borgarlitaspjaldið frá Tikkurila sem og Urban Living línan frá Jotun fara í sömu átt sem sameinar óhefðbundna liti og ferska og létta tóna sem blómstra saman og boða nýtt upphaf.
TVETA
VISTA
NOUVEAU TAWNY
Nordsjö jotun.com nordsjo.se tikkurila.com
ULF
30 Kährs Design Stories
Jotun
NORRÆNT OG HLUTLAUST Það verður sífellt vinsælla að taka upp „nýja lífshætti“, fjarri efnishyggju og eignasöfnun. Þessa stefnu má finna á einu af litaspjöldum Nordsjö fyrir árið 2017 þar sem litasviðið endurspeglar þennan nýja fókus. Jotun kynnir einnig úrval lita sem endurspegla hvað norrænn lífsstíll snýst um þar sem borgarbúar leita sífellt meira „út í skóginn og náttúruna“ og bera þá tilfinningu og stemningu heim til að mynda jafnvægi við hátæknina sem ræður oft ríkjum í lífi okkar. Í lit ársins hjá Tikkurila, Angora (H466), er áherslan á fágun og tignarlegt líf.
E4.05.65 NORDSJÖ
G0.05.75 NORDSJÖ
G9.03.88 NORDSJÖ
LADY 10679 JOTUN
LADY 1624 JOTUN
H 466 TIKKURILA
Nordsjö
NOUVEAU GRAY
ASPELAND
PARIS
Nordsjö jotun.com nordsjo.se tikkurila.com
VISTA
Kährs Design Stories 31
RETRÓ VEGGIR 2017 mun einnig bjóða upp á vissa fortíðarþrá með litum sem minna á árin 1950–1960. Nordsjö býður upp á úrval lita fyrir „vinnuheimili“ til skapa rými sem veita innblástur í leik og starfi. Litaúrvalið er undir áhrifum frá Eames og Corbusier, að sögn Nordsjö.
F6.55.54 NORDSJÖ
C3.46.30 NORDSJÖ
LADY 10428 JOTUN
LADY 1362 JOTUN
LADY 2996 JOTUN
H 494 TIKKURILA
N 411 TIKKURILA
Sterka liti er einnig að finna á Continental Living litaspjaldinu frá Jotun sem minna á krydd og minjagripi frá ferðalögum til Austurlanda fjær á meðan Tikkurila talar um hlýja jarðarliti og náttúrulega.
NOUVEAU BLONDE
STURE
OLOF
COAST
jotun.com nordsjo.se tikkurila.com
32 Kährs Design Stories
Í BERLÍN Þetta stórhýsi í austurhluta Berlínar var reist á fjórða áratug síðustu aldar fyrir smáiðnað og handverksmenn. Í dag hýsir það blöndu af rúmgóðum íbúðum og fyrirtækjum, einkum á sviði markaðssetningar, kvikmyndagerðar og samskipta.
PALAZZO FUMO
PALAZZO FUMO
36 Kährs Design Stories
PALAZZO FUMO
Kährs Design Stories 37
PALAZZO FUMO
Eigandi þessarar þriggja herbergja 300 fm íbúðar hefur kosið að hafa viðargólfið mest áberandi í innanhússhönnun hennar. Það mýkir þetta stóra svæði og skapar heimilislegri stemningu.
Önnur falleg gólf. Sjáðu allt úrvalið á www.kahrs.com
PALAZZO BIANCO
PALAZZO ROVERE
FRAMÞRÓUN ER KNÚIN ÁFRAM AF
ÁSTRÍÐU FYRIR FULLKOMNUN
Kährs Design Stories 39
Framþróun er knúin af sannfæringu. Nákvæmri sýn. Hjá okkur hefur það alltaf snúist um að finna nýjar leiðir til að draga fram náttúrulega fegurð viðars, um leið og við gerum gólfin enn sterkari og sjálfbærari. „Það mætti lýsa okkar vinnu sem viðureign manns og vélar – sköpunargáfan gegn því sem mögulegt er,“ útskýrir Patrik Antonsson, verkefnisstjóri tækniþróunar.
Klípa af tísku. Skvetta af rafeindatækni, efni, litum og innanhússhönnun. Einn bolli af tækni. Dálítið af efnafræði. Öllu hrært saman við framsækna hugsun, sem blönduð er reynslu. Allt þetta er nauðsynlegt til þess að skapa nýtt viðargólf. Kährs hefur alltaf verið í fararbroddi í framleiðslu viðargólfa. Í dag býr þróunarteymi okkar yfir bæði sérfræðiþekkingu og reynslu í hönnun, tækni og efnafræði og vinnur náið saman að framleiðslu nýrra gólfefna. Ferlið byrjar yfirleitt á hugmynd um að finna nýtt útlit, liti og yfirborð. – Ég sæki innblástur í margar áttir – tískutímarit, innanhússhönnun, húsgögn, vefnað og jafnvel raftækjahönnun. En þegar við nýtum þennan
innblástur í hönnun gólfefna stefnum við ávallt á náttúrulegt útlit, með það í huga að gólfin ættu að vera jafnaðlaðandi á morgun og þau eru í dag, segir Emanuel Lidberg, stjórnandi skapandi hönnunar hjá Kährs. – Auk þess tökum við ávallt til greina stefnur í arkitektúr, þ.e. hvernig við byggjum húsin okkar. Nú er til dæmis mjög vinsælt á Norðurlöndunum að hafa stóra glugga sem ná alveg frá lofti til gólfs. Það getur leitt til þess að ljós endurspeglist af gólfinu sem ruglar litagreiningu okkar. Til þess að koma í veg fyrir það erum við að vinna með ný ofurmött yfirborð sem drekka í sig ljósið á nýjan hátt, útskýrir hann.
40 Kährs Design Stories
Það er gríðarlega mikilvægt að vera aldrei sáttur við árangur sinn. Við vinnum náið saman í hönnunarteyminu og hvetjum hvort annað sífellt til að gera betur, segir Patrik. VIÐUREIGN MANNS OG VÉLAR Í NÝRRI HÖNNUNARLÍNU En skapandi hugsun á ekki bara við um útlitið. Fyrirtækið er einnig þekkt fyrir framsækna hugsun í framleiðsluferli viðargólfa. Ein nýjasta fjárfestingin í verksmiðjunni í Nybro er þjarkastýrð hönnunarlína, sem byggist á háþróaðri tækni sem lagar sig að hverri spýtu til þess að ná fram rétta útlitinu sem hefur verið forritað í tölvukerfið sem stýrir línunni. – Með þessari línu getum við búið til alls konar útlit, hrjúft eða einsleitt, með því að laða fram eða draga úr náttúrulegum einkennum viðarins, eins og því hve kornóttur hann er, segir Patrik Antonsson. Patrik, sem hefur verið innan um við síðan í æsku þar sem bæði móðir hans og afi unnu hjá Kährs, hefur gegnt lykilhlutverki í því að búa til þessa nýju og framúrstefnulegu línu, sem tók tvö og hálft ár að þróa. – Þetta hefur verið mikil áskorun, en það er líka mjög áhugavert að búa til vél sem hugsar eins og maður. Það krafðist blöndu af sérfræðiþekkingu og tækni frá Þýskalandi, Ítalíu og Svíþjóð að ná því fram, segir hann.
Fyrirtækið leitar ávallt nýrra leiða til að bæta framleiðsluferlið á mörgum sviðum, þar sem heildarmarkmiðið er að nota meira af hráefninu, ekki síst vegna sjálfbærnisjónarmiða. Stór hluti þeirra gólfefna sem Kährs framleiðir hefur í gegnum tíðina verið úr eik. En núverandi þróunarverkefni fela meðal annars í sér að nota aðrar viðartegundir, sem með nýrri tækni geta náð fram því útliti og þeirri endingu sem óskað er eftir. – Það er gríðarlega mikilvægt að vera aldrei sáttur við árangur sinn. Við vinnum náið saman í hönnunarteyminu og hvetjum hvort annað sífellt til að gera betur, segir Patrik. YFIRBORÐIÐ ER ÞAÐ SEM MÆTIR AUGUNUM – OG FÓTUNUM Annar mikilvægur þáttur í gólfinu er yfirborðið. Sara Hagman er með meistaragráðu í efnaverkfræði og vinnur sem þróunarverkfræðingur og sérfræðingur í yfirborðsmeðferð hjá Kährs. Starf hennar snýst einkum um að stýra verkefnum innan þessa sviðs. Hún vinnur náið með hönnunarteymi Kährs, sem og framleiðendum
Kährs Design Stories 41
Uppbyggingin og tilfinningin fyrir gólfinu skiptir ekki minna máli en liturinn þegar maður skynjar gólfið yfirborðsmeðferðarefna, til að ná stöðugt fram fullkomnu útliti, endingu og sjálfbærni yfirborðsmeðferðanna. – Margt hefur gerst á þessu sviði síðan ég hóf störf hjá Kährs fyrir sjö árum. Áherslan er bæði á fagurfræðina – liti og útlit – tæknilega frammistöðu og umhverfisþætti, segir Sara. Áður en t.d. nýtt lakk er notað þarf það að standast fjölda prófa – bæði hjá Kährs, birginum og ytri prófunaraðilum til þess að tryggja að það standist miklar kröfur fyrirtækisins. Sumir spyrja hvers vegna ég leggi svona mikla áherslu á það sem þeim finnst vera smáatriði. En þetta er ekki bara ein gerð af yfirborðsmeðferð, útliti eða eiginleikum. Það er fullt af þeim! Hvert yfirborð er einstakt og mikil þróunarvinna liggur á bak við það. Yfirborðið er svo mikilvægur hluti af því hvernig þú skynjar gólfið og því að vernda viðinn. Það er heillandi hvað maður getur sökkt sér ofan í smáatriðin, segir Sara.
42 Kährs Design Stories
AUSTUR VESTUR
CORNWALL
Kährs Design Stories 43
44 Kährs Design Stories
Eigandi þessa húss á einni hæð flytur inn hefðbundna og handgerða skrautmuni frá Asíu og er hægt að sjá þá víða í húsinu.
VERONA
Það er hreint og náttúrulegt eikargólf í öllu húsinu til þess að lýsa upp innanrýmið og undirstrika dimmar og framandi skreytingarnar, veggina og dyrnar.
VERONA
CORNWALL
CORNWALL
46 Kährs Design Stories
CORNWALL
Kährs Design Stories 47
CORNWALL
Önnur gólf úr náttúrulegri eik. Sjáðu allt úrvalið á www.kahrs.com
TOWER
DUBLIN
HAMPSHIRE
SIENA
6862112IS 2017
www.kahrs.com
Birgisson ehf Ármúli 8 108 Reykjavík sími: 5160600 birgisson@birgisson.is www.birgisson.is
AB Gustaf Kähr www.kahrs.com info@kahrs.com Sweden
Kährs Norge AS www.kahrs.com info.norge@kahrs.com Norway
Kährs Parkett www.kahrs.com info.de@kahrs.com Germany
Kährs France S.A.R.L. www.kahrs.com France
Kährs Parquet www.kahrs.com info@kahrs.it Italy
AB Gustaf Kähr www.kahrs.com infodanmark@kahrs.se Denmark
Karelia-Upofloor Oy www.kahrs.com tilaukset@kahrs.com Finland
Kährs UK Ltd www.kahrs.com sales@kahrs.com United Kingdom
Ekkia Floors, s.l. www.ekkiafloors.es comercial@ekkiafloors.es Spain
Kahrs USA www.kahrs.com info@kahrs.com USA