G.Ármann ‘92
Listagilið 2012
ANDVARP SJÓNLISTASTJÓRA
– njótið / enjoy –
Sjónlistamiðstöðin
Aðrir listviðburðir í Listagili
júní
júní
Center for Visual Arts
Sjónlistamiðstöðin - Listasafnið á Akureyri: SYNTAGMA (19. maí - 8. júlí)
6
Mjólkurbúðin: MYNDRÆNT SAMTAL UM VÖLUNDARHÚS (2. júní - 17. júní)
27
Sjónlistamiðstöðin - Ketilhús: RÆTUR (2. júní - 1. júlí)
7
Salur myndlistarfélagsins: MYSTIC (9. júní - 24. júní)
28
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: STJÖRNUBLIK (16. júní - 1. júlí) Sjónlistamiðstöðin - ALLT+ (23. júní - 3. september)
8
Flóra: SÝNING/VÍDEÓVERK - Birgir Sigurðsson (16. júní - 7. júlí)
26
9
Mjólkurbúðin: FOSSGANGA (23. júní - 24. júní)
27
Sjónlistamiðstöðin - Listasafnið á Akureyri: AKUREYRARÖRNINN
10
Populus Tremula: SAMSÝNING POPULUS TREMULASAMSTEYPUNNAR
28
(24. júní - 3. september)
(23. júní - 24. júní)
Sjónlistamiðstöðin - Sundlaug Akureyrar: DÝFUR (29. júní - 3. september)
11
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: GILITRUTT (ljóðakvöld 30. júní)
12
Sjónlistamiðstöðin - Listagilið: TEXTÍLBOMBAN (30. júní - 3. september)
13
júlí
Salur Myndlistarfélagsins: STEFNULAUS (30. júní - 8. júlí)
29
júlí Flóra: LISTAMANNASPJALL með Birgi Sigurðssyni (5. júlí)
26
Flóra: SÝNING / INNSETNING - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
26
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: MARÍA ÓSK (7. júlí - 22. júlí)
14
og Þórdís Jóhannesdóttir (14. júlí – 18. ágúst)
Sjónlistamiðstöðin - Ketilhús: SAMSPIL (7. júlí - 29. júlí)
15
Mjólkurbúðin: DRAUMEINDIR (14. júlí - 29. júlí)
27
Sjónlistamiðstöðin - Listasafnið á Akureyri: GLÓBAL - LÓKAL
16
Salur Myndlistarfélagsins: HAPPY ENDINGS (14. júlí - 29. júlí)
30
Flóra: LISTAMANNASPJALL með Ingunni Ingþórsdóttur
26
(14. júlí - 9. september)
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: Í BJÖRTU (28. júlí - 12. ágúst)
17
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: GILITRUTT
12
(ljóðakvöld í lok júlí - nánar auglýst síðar)
og Þórdísi Jóhannesdóttur (15. júlí)
ágúst
ágúst
Mjólkurbúðin: ÉG VAR (4. ágúst - 12. ágúst)
27
Salur Myndlistarfélagsins: COLLABORATION V (4. ágúst - 19. ágúst)
31
Sjónlistamiðstöðin - Ketilhús: PROMO - SHOTS (4. ágúst - 26. ágúst)
18
Mjólkurbúðin: DELICIOUS (18. ágúst - 26. ágúst)
27
Sjónlistamiðstöðin - Deigla: HIN FULLKOMNA LYGI
19
Salur Myndlistarfélagsins: SKÖPUN BERNSKUNNAR (25. ágúst – 9. september)
32
(18. ágúst - 3. september)
Sjónlistamiðstöðin - Listagil: EXODUS tónleikar (31. ágúst)
20
september Populus Tremula: FRAMHALD (1. september - 2. september)
24
Flóra: LISTAMANNASPJALL með Unnari Erni Auðarsyni (1. september)
26
Sjónlistamiðstöðin - Ketilhús: ARSBOREALIS (1. september - 7. október)
21
Flóra: SÝNING / INNSETNING - Unnar Örn Auðarson
26
Sjónlistamiðstöðin - Listagil: LYST MEÐ LIST
22
(1. september - 29. september)
september
Mjólkurbúðin: MYNDLISTARSÝNING - Aðalheiður Valgeirsdóttir
Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvar (1. september)
Sjónlistamiðstöðin - ÍSLENSKU SJÓNLISTAVERÐLAUNIN
4
Other Exhibitions in the Art Canyon
(15. september til 30. nóvember)
23
27
(15. september - 30. september) Salur Myndlistarfélagsins: MAR (15. september - 30. september)
33
5
SYNTAGMA
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI | 19. maí til 8. júlí Sýningarstjóri: Sko Enginn Syntagma þýðir setningarskipan en tengist einnig grísku stjórnarskránni og vísar til samnefnds torgs í miðborg Aþenu þar sem 77 ára karlmaður svipti sig lífi ekki alls fyrir löngu sökum örbirgðar. Syntagma er jafnframt yfirskriftin á sýningu fjögurra myndlistarmanna í Listasafninu á Akureyri. Þeir eru: Hildur Hákonardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, ásamt umdeildasta myndlistarmanni samtímans, Spánverjanum Santiago Sierra. Framlag kvennanna þriggja er stórbrotið og ægifagurt líkt og sýningin í heild, en hún hreyfir djúpt við gestum. Sýningin skartar einnig með slitróttum hætti tvöfalda plastmálinu með varalitafari forsætisráðherra íslands eftir sjónlistastjórann og íslenska ríkisborgarann Hannes Sigurðsson, sem tekið hefur upp listamannsnafnið Sko Enginn.
SYNTAGMA | Akureyri Art Museum May 19th - July 8th | Curator: No/Body-But Special Syntagma is the name of an exhibition by four artists in the Center of Visual Arts in Akureyri. The artists are Hildur Hákonardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, and the controversial Santiago Sierra from Spain. Also on display, at least from time to time, is the plastic cup with the Icelandic prime minister’s lipstick mark, wich Hannes Sigurðsson the director of the Center for Visual Arts, has declaired a work of art. He goes under the artistic pseudonym No/Body-But Special. 6
RÆTUR
KETILHÚSIÐ | 2. júní til 1. júlí 2012 Þið munið öll deyja. The end of art or? Höldum ró okkar en engu að síður köstum við varnöglum út um allt…Rætur er mögnuð samsýning 14 ungra listamanna sem allir eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar og munu skína skært í Ketilhúsi allan júnímánuð; Arnar Ómarsson, Ari Marteinsson, Auður Ómarsdóttir, Georg Óskar Giannakoudakis, Guðrún Þórsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Máni Sigurðsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Rakel Sölvadóttir, Vala Höskuldsdóttir, Victor Ocares, Viktoría JóhannsdóttirHjördísar Blöndal, Sara Björg Bjarnadóttir og Sjónlistamiðstöðin bjóða ykkur velkomin!
ROOTS | Ketilhúsið | June 2nd - July 1st Roots is an exciting joint exhibition where 14 young artists, all of whom trace their origins to Akureyri, display their work. Arnar Ómarsson, Ari Marteinsson, Auður Ómarsdóttir, Georg Óskar Giannakoudakis, Guðrún Þórsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Máni Sigurðsson, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Rakel Sölvadóttir, Vala Höskuldsdóttir, Victor Ocares, Viktoría Jóhannsdóttir-Hjördísar Blöndal, Sara Björg Bjarnadóttir and the Center for Visual Arts offer you a warm welcome!
7
STJÖRNUBLIK DEIGLAN | 16. júní til 1. júlí
Glæsileiki, fegurð, fágun, kynþokki − tónlistin, tískan, hattarnir, kjólarnir, hárgreiðslan − demantar, daður og dramatík – allt einkennir þetta The Golden Age of Hollywood sem hófst 1927 með frumsýningu The Jazz Singer og stóð fram yfir 1960. Þessi gullaldartími kvikmyndagerðar í Hollywood er innblástur sýningar Rósu Njálsdóttur, Stjörnublik. Þar gefur að líta portrettmyndir af þeim leikurum og leikkonum − aðeins brot af þeim bestu − sem heilluðu heimsbyggðina hér áður fyrr og gera enn. Myndirnar eru ýmist í lit eða svart/hvítu, málaðar með olíu á striga. Rósa hóf nám í olíumálun árið 2004 og er þetta hennar fjórða einkasýning.
GLITTERING STARS | Deiglan | June 16th - July 1st The Golden Age of Hollywood, which began with the premier of The Jazz Singer in 1927 and lasted until the 1960s, is the inspiration for Rósa Njálsdóttir’s exhibition, GLITTERING STARS. The works on display are portraits (oil on canvas) of some of the leading actors and actresses of this era.
HÉR + ÞAR + ALLSTAÐAR =
ALLT +
ALLT ÚT UM ALLT Á AKUREYRI | 23. júní til 3. september
Samsýningin ALLT+ varð upphaflega til í samstarfi Myndlistarfélagsins á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar og hét þá Hér, þar og alls staðar, síðan til styttingar Alltið og að lokum ALLT (í) PLÚS (en ekki einhverjum bullandi mínus). Lagt var upp með að verkin yrðu mun færri og stærri á umferðartorgum, gatnamótum og jafnvel í verslunum, en í vinnsluferlinu tók sýningin stakkaskiptum og tútnaði út eins og blaðra, en samtals 70 myndlistarmenn taka þátt í henni. Hér er ekki um neina venjulega samsýningu að ræða því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín nema í Sjónlistamiðstöðinni. Þannig má segja að myndlistin sé sprengd út í samfélagið í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Þetta eru einkasamtöl listamannsins gegnum verk sitt við tiltekinn stað sem hún eða hann ber sterkar taugar til, svo úr verður net örsagna sem bjóða upp á óvænta og mjög persónulega sýn á bæinn. Gefið hefur verið út kort af Akureyri þar sem merkt er inn á hvar verkin er að finna.
ALL OVER THE PLACE IN AKUREYRI: HERE + THERE + EVERYWHERE = EVERYTHING + June 23rd - September 3rd The joint exhibition EVERYTHING + consists of works by a total of 70 artists. It is unique in the sense that it has no overarching theme and the artists were allowed to display their works wherever they wanted, except in the Center for Visual Arts. In this way art is directly introduced to the wider society to celebrate Akureyri’s 150th birthday.
8
9
AKUREYRARÖRNINN
hreiðrar um sig í Listasafninu á Akureyri á Jónsmessu 24. júní
Góði gamli Akureyrarörninn er sko engin smásál. Þetta er sjálfur fuglinn Fönix, gammurinn mikli, með feiknarlegt vænghaf sem nær þvert yfir Eyjafjörðinn. Hann er tígulega ættaður úr íslenska skjaldarmerkinu og undir lok síðasta árs fæddist sú hugmynd í félagsmiðstöð „heldri borgara“ í Viðilundi og Bugðusíðu á Akureyri að gera bænum eitthvað glæsilegt til heiðurs á 150 ára afmælinu. Braust þá út agnarlítill goggur úr egginu og mörgum mánuðum síðar kom í ljós undurfagurt veggteppi úr hekluðum og prjónuðum mósaíkbútum, þar sem hver eining, rúmlega þrjú þúsund talsins, táknaði ólíka einstaklinga. Fæðingin heppnaðist sérlega vel, en afkvæmið var afhjúpað í félagsmiðstöðinni sl. vor. Akureyrarörninn hefur nú sest að yfir sumartímann í anddyri Listasafnsins á Akureyri. Verkið er unnið eftir hátíðarútgáfu af skjaldarmerki Akureyrarbæjar, en um það gilda sérstakar birtingareglur.
THE AKUREYRI EAGLE HAS LANDED | Akureyri Art Museum | June 24th The Akureyri coat of arms depicts a ferocious eagle which has its roots in the coat of arms of Iceland dating back to at least 1262. The Eagle has now landed in the Center for Visual Arts, in the shape of a tapestry created by senior citizens in Akureyri who wanted to honour their hometown on its 150th birthday.
10
DÝFURNAR
Sjónlistin kafsetur Sundlaug Akureyrar | 29. júní til 3. september Dýfurnar eru engar venjulegar söngdívur heldur andlegur gjörningur í umsjón Sjónlistamiðstöðvarinnar sem býður upp á ferska sýn á einn helsta samkomustað bæjarbúa, Sundlaug Akureyrar. Samtals 100 þátttakendur, myndlistarmenn, listnemar og börn, umbreyta þannig andrúmsloftinu svo að laugin verður að hálfgerðu „skúlptúrmálverki“. Sýningin þenur út hugmyndir okkar um baðmenningu og hrærir í skilningarvitunum með uppbyggilegum hætti líkt og róandi nuddpottur sem virkar í næstum öllum veðurskilyrðum, en ekki aðeins á sólríkum sumardögum. Anddyrið „innmálar“ sig, veggir „útmála“ sig, aspirnar eru umvafðar skærgulum viðvörunarborðum laganna varða og vindhörpur klingja í trjágreinum meðan listnemar bregða á leik. Baðgestir geta einnig skroppið til paradísareyjunnar Balí án þess að borga krónu fyrir eða hafa fyrir því að pakka ofan í töskur. Dýfðu þér á bólakaf ofan í nýja sálma og syntu 150 metrana í átt að þínum innsta draumi. DIVE IN | Art dives into the Akureyri swimming pool | June 29th - September 3rd This project, which the Center for Visual Arts is responsible for, presents one of the main meeting points in Akureyri, the local swimming pool, in an entirely new light. A total of 100 artists, art students and children turn the swimming pool into a “sculptured painting” and expand our thoughts and ideas about the culture surrounding swimming and bathing in Iceland. Dive in and swim towards your wildest dreams,
11
GILITRUTT
TEXTÍLBOMBAN
Gilitrutt er nýstofnaður félagsskapur þriggja ungra kvenna frá Akureyri og vilja þær skapa vettvang fyrir vöxt grasrótarinnar í heimabæ sínum. Tröllskessan býður jaðarmenningunni í kaffi og leitar uppi listamenn sem vilja nýta sér þetta tækifæri. Gilitrutt er stórhuga og mun standa fyrir margvíslegum viðburðum í sumar, allt frá myndlistarsýningum til tónleika. Fyrsta verk Gilitruttar er að standa fyrir röð ljóðakvölda sem ber heitið „orðið, núorðið“. Fyrsta kvöldið var 27. maí sl. og áfram verða kynnt til sögunnar ung skáld og eldri, textahöfundar og rapparar og áheyrendur fá að ferðast með upplesurum um skilning okkar á orðinu sjálfu. Með röðinni vil Gilitrutt hvetja fólk til að nýta og nota orðið á skapandi hátt, temja það og tefla því fram. Annað ljóðakvöld var haldið þann 30. júní og það þriðja verður í lok júlí. Ólgan er komin aftur og einhverjar nýjar blikur á lofti. Dólgsleg viðburðadagskrá Gilitruttar verður nánar auglýst síðar og geta áhugasamir fylgst með á facebooksíðunni „Gilitrutt í Deiglunni“ eða sent tölvupóst á gilitruttin@gmail.com til að koma sér á framfæri við skessuna.
Í sumar eru 20 ár liðin síðan Akureyrarbær kom að rekstri Listagilsins og fagnar Sjónlistamiðstöðin þeim áfanga með gleði, sköpun og sprengikrafti. Textílbomban er samsýning 35 norðlenskra textíllistamanna, listnema á listnámsbraut VMA, Álfkvenna (áhugaljósmyndarar) og vaskrar sérsveitar ungs fólks. Þessi óvanalega sýning er í raun röð einkasýninga og alveg laus við allar þröngsýnar tilvísanir. Hún er aðeins hugsuð myndlistinni til dýrðar, unnin með tauefnum, endurunnu sorpi og nautshúðum. Fánar, veifur, dreglar og blæjur þvers og kruss á milli húsa, út úr húsum, ofan á húsum og upp eftir ljósastaurum, af öllum gerðum og í öllum regnbogans litum. Af þessu tilefni verður stærsta fána landsins flaggað við efri skolt Listagilsins og það í 12 metra fánastöng, þeirri hæstu á landinu. Fáninn er unnin af fjórum textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili.
DEIGLAN | sumar 2012
GILITRUTT | Deiglan | Sommer 2012
12
Gilitrutt (Giantess) was recently founded by three young women from Akureyri who want to provide artists who stray away from the mainstream with opportunities in their hometown. Gilitrutt’s first step was to arrange a series of poetry nights. The first of these nights was on May 27th and the next was on June 30th, and the third will be at the end of July. Gilitrutt will also arrange a number of other artful events, stay tuned on Gilitrutt’s facebook site “Gilitrutt í Deiglunni” or send an e-mail to gilitruttin@gmail.com if you would like to present your work.
LISTAGILIÐ | 30. júní til 3. september
THE TEXTILE BOMB | Art Canyon | June 30th - September 3rd The Textile Bomb is a joint exhibition where a total of 35 women from the north of Iceland who work with textiles, art students, members of the Álfkonur photography group and school children take part. The exhibition’s only common theme is the celebration of the life force cursing through the visual arts with the use of textiles, recycled trash and hides. To mark this occasion Iceland’s largest flag will be hoisted at the upper end of The Art Canyon. The flagpole used, which is 12 meters high, is also the biggest of its kind in Iceland. It was made by four textile artists who work near the bottom of our canyon. 13
MARÍA ÓSK DEIGLAN | 7. júlí til 22. júlí
Myndlistarmaðurinn María Ósk lætur hér í fyrsta sinn að sér kveða á opinberum vettvangi og sýnir bæði teikningar og málverk. Verk Maríu eru margvísleg að gerð en eiga það þó sameiginlegt að vera í dansandi litum, fígúratív og sveipuð dulúð. María fæddist á Akureyri árið 1987 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í myndskreytingum frá Designskolen í Kolding (Kolding school of design) í Danmörku í lok júní 2012. Frá 2007-2008 nam hún grafík við danska lýðháskólann Den Skandinaviske Designhöjskole eftir að hafa útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri af félagsfræðibraut.
MARÍA ÓSK | Deiglan | July 7th - July 22nd The artist María Ósk was born in Akureyri in 1987 and she graduated from Kolding School of Design in Denmark in 2012. This is her first exhibition and both drawings and paintings will be on display. Her work is figurative, colourful and mysterious.
SAMSPIL – ensemble–interplay
KETILHÚSIÐ | 7. júlí til 29. júlí
Sjónlistamiðstöðin kynnir samspil tveggja nafnkunnra Akureyringa í hagvirkri myndsköpun, þeirra Sigríðar Ágústsdóttur og Ragnheiðar Þórsdóttur. Báðar hafa þær helgað sig listagyðjunni og útbreiðslu á fagnaðarerindi hennar með sköpun, kennslu og virkri þátttöku í menningarlífi bæjarins, en þó eftir ólíkum leiðum. Ragnheiður hefur einbeitt sér að rauða þræðinum í listinni, ef svo má segja, og sýnir hér ofin verk sem gjarnan eiga sjónrænar rætur að rekja allt aftur til landnáms og teygja sig æðruleysislega inn í hamagang og sundurlyndi 21. aldar, en undir það síðasta hefur röggvarfeldurinn átt hug hennar allan. Sigríður heldur sig hins vegar við brothættara svið hlutveruleikans, leirkerasmíðina, og eru verk hennar einföld og sígild að formi og bera með sér andblæ sem við þekkjum vel úr íslenskri náttúru; lágmælta tóna svarðar og foldar sem framkallast á yfirborðinu við reykbrennslu.
SAMSPIL –ensemble–interplay | Ketilhúsið | July 7th - July 29th The Center for Visual Arts presents an interplay between Sigríður Ágústsdóttir and Ragnheiður Þórsdóttir, two well known women on the Akureyri art scene. In this exhibition Ragnheiður displays woven pieces which have their visual roots in the age of settlement in Iceland and then stretch out to the turbulent present. Sigríður, on the other hand, works with pottery and her work is simple and classic, and encapsulates the atmosphere of the Icelandic nature.
14
15
GLÓBAL–LÓKAL LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI | 14. júlí til 9. september Sýningarstjóri: dr. Hlynur Helgason
Á samsýningunni Glóbal–lókal takast sex listamenn, sem allir tengjast höfuðstað Norðurlands sterkum böndum, á við menningu og sögu bæjarins og er sýningin hugsuð sem sérstakt framlag Sjónlistamiðstöðvarinnar til 150 ára afmælis Akureyrar. Listamennirnir vinna í víðu alþjóðlegu samhengi fagurfræðilega, heimspekilega, samfélagslega - og í lifandi samhengi við fólkið á Eyjafjarðarsvæðinu eftir að hafa lokið framhaldsnámi erlendis og forframast þar svo árum skiptir. Þátttakendur eru þau Arna Valsdóttir, Baldvin Ringsted, Hlynur Hallsson, Jóní Jónsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Níels Hafstein. Þrátt fyrir talsverðan aldursmun og ólíka nálgun eru þau vel þekkt í íslensku myndlistarlífi og geta miðlað sýn tveggja heima og gert þá að einum á sannfærandi hátt í augum beggja þessara heima - heima jafnt sem erlendis. Rétt er að geta þess að öll verkin á sýningunni voru sérstaklega unnin með sýninguna í huga og sanna svo ekki verður um villst að þau eiga erindi við alla heima
GLOBAL - LOCAL | Akureyri Art Museum July 14th - September 9th | Curator: Dr. Hlynur Helgason
16
In the joint exhibition Global–local six artists, all of whom have strong ties to Akureyri, deal with the town’s culture and history and the exhibition is the Center of Visual Arts special contribution to the celebrations in relation to Akureyri’s 150 birthday. The artists are Arna Valsdóttir, Baldvin Ringsted, Hlynur Hallsson, Jóní Jónsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir and Níels Hafstein. All the works on display were created specifically for this exhibition and they prove that the artists are capable of portraying their world in a local as well as a global context.
Í BJÖRTU... DEIGLAN | 28. júlí til 12. ágúst
Hildur María Hansdóttir gaf sköpunarþörfinni lausan tauminn, sem síðan þróaðist í myndræna framsetningu, en til að byrja með var viðfangsefnið bundið við heklaðar gólfmottur. Þegar frá leið urðu verkin meðvitaðri í lit og stærð. Hún notar oft nafnorð sem kveikjuna að hugmynd og þykir henni bómull og silki vera bestu efnin í verkin. Það getur tekið dálítinn tíma að finna réttu litina sem hæfa í hverju tilviki fyrir sig. Verkferlið er hreinn litaspuni sem er í takti við fatamarkaði bæjarins, en markmiðið var að endurnýta fatnaðinn markvisst. Henni finnst dagsbirtan færa sér óskasamhljóm litanna. Stærsta verkið á sýningunni, Andalúsían, tók átta mánuði í vinnslu. Áhugaverðast og skemmtilegast finnst þó Hildi þegar verkið umbreytist í stóran myndflöt. Að sjá fyrir sér liti sem falla vel saman er í senn spennandi og heillandi nýtt upphaf.
IN BROAD DAYLIGHT | Deiglan | July 28th - August 12th In this exhibition Hildur María Hansdóttir has let her imagination run free. She often uses certain nouns as an inspiration for an idea which she then realizes using primarily cotton and silk. The creative process is a colourful improvisation where clothes are reused and in this process Hildur María feels that daylight creates the greatest harmony of colours.
17
PROMO–SHOTS
HIN FULLKOMNA LYGI
Sjónlistamiðstöðin kynnir með stolti ljósmyndarann og Akureyringinn Bernharð Valsson - Benna Vals, sem mun leggja undir sig Ketilhús í byrjun ágústmánaðar. Heimsfræg andlit munu hanga uppi um alla veggi og gefur hér að líta úrval verka frá síðastliðnum árum sem eiga það sammerkt að birta okkur leiftursýn af listamönnum í kynningarherferð á kvikmyndum, hljómplötum, tónleikum, bókum og öðrum sköpunarverkum sínum og voru myndirnar oft teknar við nokkuð knappar aðstæður, ósjaldan á hótelherbergjum. Sem dæmi um andlit á sýningunni má nefna Robbie Williams í stúdíói í London og Leonardo DiCaprio og Martin Scorsese í anddyri kvikmyndahúss í París. Benni hefur verið búsettur í París frá 1986, en þar nam hann ljósmyndun og hefur verið sjálfstætt starfandi frá árinu 1995. Myndir eftir hann birtast reglulega í blöðum og tímaritum eins og Esquire, GQ, Elle, Le Monde, Les Inrockuptibles og Mademoiselle.
Lengi vel héldu menn að ljósmyndin gæti ekki logið þrátt fyrir að skrumskæld sjónarhorn og ýmiss konar sjónrænar brellur gæfu annan veruleika til kynna en reyndist satt, ósjaldan til að styðja við fréttir og yfirlýsingar. Í dag virðast engin takmörk fyrir því hversu mikið draumaverksmiðjan í Hollywood getur tryllt ímyndunaraflið og bylting varð í allri myndvinnslu með Adobe Photoshop forritinu. Nú er svo komið að varla þarf að farða fyrirsæturnar lengur því það er allt hægt að gera í myndvinnslunni og áður en langt um líður þurfa tískukóngarnir kannski ekki einu sinn á fyrirsætunum að halda til að selja vörur sínar. Með þessari tækni er hægt að gera fólk svo rosalega „fallegt“ að það verður einfaldlega lífvana, óhugnalega ómennskt. Baldvin Þeyr Pétursson og Sindri Geir eru ungir áhugaljósmyndarar sem vilja sýna samfélaginu okkar hvernig auglýsingabransinn meðhöndlar oft myndirnar í eftirvinnslu með því að bera þær saman eins og þær koma óunnar beint úr vélinni við afraksturinn sem birtur er í blöðum og tímaritum.
KETILHÚSIÐ | 4. ágúst til 26. ágúst
PROMO-SHOTS | Ketilhúsið | August 4th - August 26th The Center for Visual Arts proudly presents the Akureyri born photographer Bernharð Valsson (Benni Vals). He will exhibit a series of portraits of the “rich and famous”, including e.g. Justin Timberlake and Martin Scorsese, which provide a glimpse of them at work in presenting or promoting their latest book, record, movie or other works. Benni has lived and worked in Paris since 1986. His work is regularly featured in papers and magazines such as Esquire, GQ, Elle, Le Monde, Les Inrockuptibles and Mademoiselle.
18
DEIGLAN | 18. ágúst til 3. september
THE PERFECT LIE | Deiglan | August 18th - September 3rd Adobe Photoshop revolutionized photography and we have now reached a stage where the models’ make-up is applied in the program after a shooting rather than in a make-up artist’s chair prior to it. In their exhibition Baldvin Þeyr Pétursson and Sindri Geir, two young amateur photographers, examine how the advertising industry distorts reality by comparing the images it displays in magazines with untreated pictures directly from the camera. 19
EXODUS: COMPASSION OF THE SPIRITUAL MACHINES, VIBRATIONS FROM THE DEAD CENTER
ÚTGANGA: SAMHUGUR ANDLEGU VÉLMENNANNA, SKJÁLFTAR FRÁ DAUÐANS MIÐJU LISTAGILIÐ | 31. ágúst kl. 21.45–01.15 Blikkandi hjarta á stærð við fótboltavöll byrjaði fyrirvaralaust að blikka í Vaðlaheiðinni til að létta frekar undir með bæjarbúum eftir þann skelfilega skell sem þjóðin varð fyrir í hruninu og það stóra hjarta heldur áfram að slá og veita fólki andlega næringu. Við skulum ekki gleyma að mótlætið styrkir líka og eykur kærleikann ef hjartað er á réttum stað. Að kvöldi föstudagsins 31. ágúst, hefst Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar, sem skiptist í ofangreinda tónleika með elektróníska tónlistarhópnum REYK WEEK og endar daginn eftir með dýrindis máltíð í Listagilinu. Markmiðið er að koma enn frekari hreyfingu á blessað hjartað og skilaboðin eru einföld: að kveikja hlýhug, samhygð og von í brjóstum allra sem byggja móður jörð og senda sterka og jákvæða strauma út í óravíddir alheimsins.
20
EXODUS: COMPASSION OF THE SPIRITUAL MACHINES, VIBRATIONS FROM THE DEAD CENTER The Art Canyon | August 31st, 9:45 pm – 1.15 am It is our great pleasure to present the electronical music group REYK WEEK, which was founded shortly after the economical meltdown in Iceland with the aim of strenghtening the wounded Icelandic psyche. Their message with this concert is simple: To pump up the cosmic heart by spreading warmth, compassion and hope to us all, not only the inhabitants of Akureyri, but to the entire world and mother nature. This is a unique event, in glorification of the Absolute, which is all but absent.
ARSBOREALIS
KETILHÚSIÐ - Menning, list og saga á norðurhveli jarðar 1. september til 7. október Þótt Ísland eigi eflaust talsverðra hagsmuna að gæta á norðurskautssvæðinu vegna ónýttra olíusvæða og greiðari skipaleiða, er ekkert víst að náttúran taki því vel að fleiri tré séu höggvin niður til að búa til meiri peninga. Öðru máli kann að gegna um þá auðlynd sem felst í vinalegum samskiptum við nágranna okkur á norðurslóðum þar sem skipst er á sögu, menningu og listum og getur leitt til þess að við deilum gæðum jarðar aðeins meira bróðurlega og systurlega á milli okkar, þótt við séum einangruð frá lífi hvors annars og baráttu við náttúruöflin. Á sýningunni verður kynnt með fjölbreyttum hætti hvernig fólk nýtti sér það hráefni sem fyrir hendi var til að lifa af og hvernig því hefur tekist að nýta sér menningararfinn til að búa til frábæra listmuni og tískuvörur sem mun vonandi efla lífsgæði á norðurslóðum í framtíðinni. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir börn og unglinga því stór þáttur í varðveislu menningararfs norðurslóða er að upplýsa æsku þeirra þjóða sem þar búa um hann.
ARSBOREALIS - Culture, art and history in the North | Ketilhúsið September 1st - Oktober 7th This exhibition is an introduction to the culture, art and history of the people who inhabit the north. Multimedia will be used to show how the limited resources available were used to survive and create a cultural heritage which is now a foundation for both arts and fashion. The exhibition is specifically aimed at children and teenagers as the cultural heritage of the north cannot survive without being presented to its youth. 21
LYST MEÐ LIST
LISTAGILIÐ | Kjötkveðjuhátíð Sjónlistamiðstöðvarinnar | 1. september kl. 15 til 17 Það var ekki alveg svona glatt á hjalla þegar lærisveinarnir tólf snæddu með frelsaranum þar sem stórfelldur grunur lék á að maðkur væri í mysunni, eins og í þeirri himnesku veislu sem Sjónlistamiðstöðin stendur að undir berum himni í Listagilinu. Hér ræður gleðin ríkjum, á þessari fyrstu kjötkveðjuhátíð miðstöðvarinnar, enda er ólíklegt að Jesú og lærisveinarnir hafi haft annað eins einvala lið og kokkameistara Norðurlands til að stjana við sig. Ilmandi matarlykt í bland við fagurskapaða listmuni og samtal listafólks og listakokka undir handleiðsu fögnuðar og samvista í góðra vina hópi mun án efa draga félagsfælnustu bæjarbúa að borðum þennan seinni part laugardags. Seiðandi salsasveifla, sala á listaverkum og gómsætir matarbitar mynda sannkallaða karnivalstemningu. Þann 2. september kl. 13–15, verður Akureyringum og gestum þeirra boðið í Listasafnið að bragða á réttum 20 landa, frá Englandi til Jemen. Í dag má finna innflytjendur frá 57 þjóðríkjum hér á Akureyri, sem sannar svo um munar hversu ríkt þetta litla samfélag hér á norðurslóðum er á heimsvísu.
ART WITH RT | Carnival at the Center for Visual Arts | September 1st, 3pm - 5pm A
A joyful mixture of arts and food where artists combine with cooks to create a true Nordic carnival which will be the place to be in Akureyri on the day. Pieces of art as well as pieces of food - purely Icelandic - will be on offer to create a veritable mouthful for the senses. 22
The following day, at 13–15 pm, our guests are invited to taste dishes from 20 countries. Currently, no less than 57 nationalities are represented amongst Akureyri’s inhabitants, which is a clear sign of this Nordic community’s richness.
ENDURREISN ÍSLENSKU SJÓNLISTAVERÐLAUNANNA LISTASASAFNIÐ Á AKUREYRI | 15. september til 30. nóvember
Sjónlistaverðlaunin er verðlaunahátíð sjónlista á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2006 að frumkvæði Hannesar Sigurðssonar, forstöðumanns Listasafnsins á Akureyri. Hátíðin var endurtekin árin 2007 og 2008 en hefur nú um þriggja ára skeið legið niðri vegna fjárskorts. Núna hefur þessi uppskeruhátíð sjónlista verið endurreist og verður sjónum einungis beint að myndlistinni í þetta sinn. Sérstök dómnefnd skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Listaháskóla Íslands og Lisfræðafélagi Íslands hefur tilnefnt þrjá einstaklinga til verðlaunanna, auk þess sem dómefndin hefur tilnefnt heiðurslistamann 2012 og Spíruna 2012, sem veitist ungum og upprennandi listamanni. Sýning á verkum þeirra þriggja listamanna sem tilnefndir eru til aðalverðlauna opnar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 15. september, en kvöldið áður verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaunin að mati dómnefndar í áðurnefndum þremur flokkum og fer athöfnin fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
The Icelandic Visual Arts Awards (IVAA) Nominations for Icelandic Visual Arts Awards 2012. IVAA 2012 will open with an awards ceremony at Hof Cultural and Conference Cente on Friday, September 14th with live television coverage by the Icelandic National Broadcasting Service, followed by an exhibition at the Akureyri Art Museum, Saturday, September 15th.
23
Ekki fékkst mynd með upplýsingum um sýninguna frá Populus Tremula. Þessi mynd sýnir þá litadýrð sem var í Listagilinu þegar sýningin Textílbombur opnaði í júní. Ljósm: Reynir A. Þórólfsson.
Samsýning POPULUS
TREMULAsamsteypunnar POPULUS TREMULA | 23. til 24. júní
Laugardaginn 23. júní, klukkan kl. 14, verður opnuð samsýning Myndlistardeildar Populus Tremulasamsteypunnar. Við opnun mun tónlistardeildin gefa allmörg tóndæmi og að auki verður hægt að kynna sér útgáfubækur og plötu Populus Tremulaútgáfunnar og gera góð kaup. Sýningin er aðeins opin um þessa einu helgi, frá kl. 14-17.
JOINT EXHIBITION OF THE POPULUS TREMULA GROUP | Populus Tremula June 23rd - June 24th
On Saturday June 23rd, a joint exhibiton of the Populus Tremula Group will be opened. It is open this weekend only, from 2 pm to 5 pm.
24
FRAMHALD POPULUS TREMULA | 1. til 2. september
Framhald, sýning Jorisar Rademaker, vísar í að sýningin er framhald sýninga hans í Sal Myndlistarfélagsins, þar sem kartöflur eru í aðalhlutverki. Síðustu 3-5 árin hefur Joris málað kartöflur sem grunnform, þetta hefur verið einhverskonar legsteinn þar sem hann hefur kannað sögu samtímalistarinnar. Það hefur komið honum á óvart að það er endalaust hægt að vinna og þróa verk út frá því. Joris hugsar um þessi kartöflumálverk sem einhverskonar lágmyndir þar sem striginn er rætur málverksins. Hann notar bara hvíta og svarta málningu og telur það ýta undir rýmistilfinninguna, svarti liturinn víkur og sá hvíti kemur fram. Það er orðið að einhverskonar hefð að Joris sýni einu sinni á ári í Populus Tremula og sérhanni sýningar fyrir rýmið. Það er langt, mjótt og skemmtilegt. Sýningin er bara opin þessa einu helgi frá kl. 14-22.
CONTINUATION | Populus Tremula | September 1st - 2nd
The title Continuation refers to the fact that this exhibition is a continuation of Joris Rademaker’s exhibitions where potatoes are the main theme. For the last 3-5 years Joris has used potatoes as a basic shape in his paintings and he has been surprised by how this foundation seems to be an endless creative source. He uses only black and white paint as he believes this enhances the sense of space where black fades as white emerges. It has become a tradition that Joris displays his work once a year in Populus Tremula and he always designs his exhibitions specifically for this space. The exhibition is open this weekend only, from 14 pm to 22 pm.
25
FLÓRA
16. júní - 7. júlí: SÝNING / VÍDEÓVERK - Birgir Sigurðsson 5. júlí: LISTAMANNSSPJALL með Birgi Sigurðssyni 14. júlí - 18. ágúst: SÝNING / INNSETNING - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir opnun 14. júlí kl. 14 15. júlí: LISTAMANNSSPJALL með Ingunni og Þórdísi kl. 20 1. - 29. september: SÝNING / INNSETNING - Unnar Örn Auðarson opnun 1. sept. kl. 14 1. september: LISTAMANNSSPJALL með Unnari kl. 20
Flora
June 16th - July 7th: EXHIBITION / VIDEO - Birgir Sigurðsson July 5th: A CHAT WITH THE ARTIST, Birgir Sigurðsson July 14th - August 18th: EXHIBITION / INSTALLATION Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Þórdís Jóhannesdóttir opens July 14th, at 14 pm July 15th: A CHAT WITH THE ARTIST, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Þórdís Jóhannesdóttir, at 20 pm September 1st - 29th: EXHIBITION / INSTALLATION - Unnar Örn Auðarson opens September 1st, at 14 pm September 1st: A CHAT WITH THE ARTIST, Unnar Örn Auðarson, at 20 pm
26
MJÓLKURBÚÐIN
2.-17. júní: MYNDRÆNT SAMTAL UM VÖLUNDARHÚS - Karl Guðmundsson og Rósa K. Júlíusdóttir opnun laugardaginn 2. júní kl. 14 23.-24. júní: FOSSGANGA - Unnur Óttarsdóttir opnun laugardaginn 23. júní kl. 14 14.-29. júlí: DRAUMEINDIR - Inga Björk Harðardóttir opnun laugardaginn 14. júlí kl. 14 4.-12. ágúst: ÉG VAR - Brynhildur Kristinsdóttir og Laufey Pálsdóttir opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 14 18.-26. ágúst: DELICIOUS - Gunn Morstöl opnun laugardaginn 18. ágúst kl. 14 15.-30.september: MYNDLISTARSÝNING - Aðalheiður Valgeirsdóttir opnun laugardaginn 15. sept kl.14
June 2nd - 17th: A PICTORIAL CONVERSATION ABOUT LABYRINTHS - Karl Guðmundsson and Rósa K. Júlíusdóttir opens Saturday June 2nd, at 2pm June 23rd - 24th: WALKING IN A WATERFALL - Unnur Óttarsdóttir opens Saturday June 23rd, at 2pm July 14th -29th: DREAMONS - Inga Björk Harðardóttir opens Saturday July 14th, at 2pm August 4th -12th: I WAS - Brynhildur Kristinsdóttir and Laufey Pálsdóttir opens Saturday August 4th, at 2pm August 18th -26th: DELICIOUS - Gunn Morstöl opens Saturday August 18th, at 2pm September 15th -30th: EXHIBITION - Aðalheiður Valgeirsdóttir opens Saturday September 15th, at 2pm
27
MYSTIC
STEFNULAUST
Á sýningu Kolbrúnar Róberts, verða olíumálverk af íslenska hestinum annars vegar og hins vegar af fossum, sólarlögum, Búdda og gyðju bænar og friðar. Þessi sýning er ferð milli tveggja heima þar sem eldur, vatn, jörð og andvari sameinast huga, sál og líkama. Hér eru íslenski hesturinn og Búdda tákn jarðtengingar, gyðjunnar og Búdda tákn hugar, sálar og líkama og fossa, ásamt eldrauðu sólarlagi, tákn elds, vatns, jarðar og himins.
Þessi sýning Jorisar Rademaker fjallar um það að rekast áfram með veðri og vindum eins og rekaviðurinn.
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS | 9. júní til 24. júní
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS | 30. júní til 8. júlí
DRIFTING | Salur Myndlistarfélagsins | June 30th - July 8th Joris Rademaker´s exhibition examines how it is to just float aimlessly around, like driftwood.
MYSTIC | Salur Myndlistarfélagsins | June 9th - June 24th The exhibition made by Kolbrún Róberts consists oil paintings of, on the one hand, the Icelandic horse and, on the other waterfalls, sunsets, Buddah and godess of prayer and peace.
28
29
Ekki fékkst mynd með upplýsingum um sýninguna frá Myndlistarfélaginu. Þessi mynd sýnir það líf og fjör sem var í Listagilinu þegar sýningin Rætur var opnuð. Ljósm: Hannes Sigurðsson.
Copyright, Fotocollage: A. Steig, 2012
HAPPY ENDINGS
COLLABORATION V
Listaháskóla Íslands árið 2009. Síðastliðið haust hóf hún meistaranám sitt í myndlist við The Glasgow School of Art. Þorgerður vinnur í mismunandi miðla, svo sem teikningu, skúlptúr og ljósmyndir, sem hún sameinar gjarnan í innsetningu. Í verkum sínum varpar hún meðal annars fram hugmyndum um hið náttúrulega landslag og hið manngerða og eiga flest verkanna það sameiginlegt að innihalda ljóðræna nálgun og viðleitni til að varðveita huglægt eðli viðfangsins. Á sýningunni Happy Endings í Sal Myndlistarfélagsins mun Þorgerður sýna verk sem hún hefur unnið í Glasgow, Reykjavík og á Akureyri. Verkin eiga það sameiginlegt að fjalla um framandleika hversdagslegra hluta.
Sandra Filic - Video, innsetningar og ljósmyndir | raum58.de/archiv/SaFilic.html Beate Engl - Hljóð- og ljósainnsetningar | beateengl.de/ Maximilian Geuter - Ljósmyndaverk (Polaroid) | maximiliangeuter.de Alexander Steig - Myndbandainnsetningar | alexandersteig.com/Thomas Thiede - Málverk, gjörningar, innsetningar | homasthiede.eu Elias Hassos - Ljósmyndir | hassos.de Christoph Lohmann - Skúlptúrar, innsetningar, málverk | christophlohmann.com
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS | 14. júlí til 29. júlí Þorgerður Ólafsdóttir útskrifaðist með B.A.-gráðu í myndlist frá
HAPPY ENDINGS | Salur Myndlistarfélagsins | July 14th - July 29th Þorgerður Ólafsdóttir works with a variety of media and materials, such as drawings, sculptures and photography, which she frequently combines in installations. In this exhibition Þorgerður displays works which deal with the exotic aspects of everyday objects. This is reflected in the title of the exhibition, which is borrowed from postcards sent from exotic places.
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS / VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI | 4. ágúst til 19. ágúst Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson
Sýning sjö þýskra myndlistarmanna sem vinna með íslenskum listamönnum á staðnum. Þau gera ljósmyndaverk, innsetningar, gjörninga, skúlptúra og málverk. Hugmyndin er að hluti listamannanna muni einnig sýna í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þau munu vinna verk á staðnum og jafnvel gera verk sérstaklega tileinkuð Akureyri í tilefni 150 ára afmælis bæjarins. Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 14 í Sal Myndlistarfélagsins og kl. 17 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. www.collaboration-project.de
COLLABORATION V | Salur Myndlistarfélagsins / Verksmiðjan á Hjalteyri August 4th - August 19th | Curator: Hlynur Hallsson
30
A joint exhibition where seven German artists work with their Icelandic colleagues. Some of the artists will also display their work in Verksmiðjan in Hjalteyri. The exhibition opens on Saturday August 4th at 14 pm in the gallery of the Myndlistafélagið and at 17 pm in Verksmiðjan in Hjalteyri. www.collaboration-project.de
31
SKÖPUN BERNSKUNNAR
MAR
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS | 25. ágúst til 9. september
Umfjöllunarefni sýningarinnar MAR er hafið, strandlengjan og lífið sem tengist því. Myndefnið er bátar og bryggjur, fiskur og veiðar, fiskislátrun og blóð. Þarna er myndlistarmaðurinn Lárus H List með pælingar um strandmenningu, sjávarlífið og mannlífið við hafnirnar. Myndlist Lárusar er oftast tengd manni og náttúru. Skil á milli gamla tímans og þess nýja þar sem skilin fara í gegnum ævintýraheima manna og huldufólks. Heimur hugmynda sem er óskýr og dulur, en þó kristalskýrar línur og litir sem mætti kalla naumhyggju, en er þó vitni um sterkan stíl Lárusar sem vefur myndformið á sinn hátt út frá hvítum fletinum.
Í TILEFNI AF AFMÆLI AKUREYRAR
Sýning leikfanga úr Friðbjarnarhúsi ásamt því að gefa innsýn í einstök verk nokkurra myndlistarmanna í Myndlistarfélaginu. Myndlistarskólinn verður einnig með myndir eftir börn sem hafa tekið þátt í barnanámskeiðum skólans. Þarna fjalla allir um æskuna á einhvern hátt í verkum sínum og er sýningin samstarfsverkefni á milli Myndlistarfélagsins, Myndlistarskólans og Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi á Akureyri og markmiðið er að fræða almenning um barnamenningu og söguna sem felst í gömlum leikföngum. Þann 8. september verða haldnir fyrirlestrar tengdir sýningunni.
SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS | 15. september til 30. september
Salur Myndlistarfélagsins | September 15th - September 30th THE CREATION OF CHILDHOOD - Commemorating Akureyri’s 150th birthday Salur Myndlistarfélagsins | August 25th - September 9th Toys from Friðbjarnarhús will be on display, as well as work from children’s courses at the Akureyri School of Art and a few works by Akureyri artists who deal with childhood in one way or another. A week later lectures will be given in connection to the exhibition.
32
MAGIC is the art of producing a desired effect or result through the use of incantation or various other techniques that presumably assure human control of supernatural agencies or the forces of nature. MAGIC by Larus H List has been practiced by many to influence the world, in a dialogue with nature, though it´s sometimes regarded as more focused magic of elves or hidden people.
33
That’s all folks! Ljósm: Reynir A. Þórólfsson.