Án titils, 2011. Hluti af Hræ. Kol á pappír, 142,7 x 215,5 cm
Niðrá bryggju dorga feðgar og það er hvasst því gamla síldarverksmiðjan skýlir þeim ekki fyrir sjávargolunni sem glefsar í eyrun þó að sólin skíni á þá og saltar biðukollurnar. Norðlenskur prestssonur og tíu ára sonur hans, báðir jafnvígir á íslensku og frönsku, og ef þeir fá fisk getur verið að húsmóðirin, sem fæddist í Frakklandi en kennir myndlist á Akureyri, steiki hann upp úr smjöri. Og kannski fær húsbóndinn hjartastyrkjandi ávaxtalíkjör í apperatív, smyglaðan alla leiðina ofan úr franskri sveit. Heimurinn er ekki stór, hann er öllu heldur augnablik, einn daginn vaknarðu í Búdapest, þann næsta í París, þann þriðja á Hjalteyri og allt er þetta ein og sama andráin sem gerir þig að þér sem ert einn daginn prestssonur að norðan og þann næsta myndlistarmaður í París en þann þriðja hvorugt og svo miklu meira. Tíminn er þróun og við einungis ásýnd augna bliksins, skilst mér þegar ég skoða verk Gústavs Geirs sem safnar beinum úr dauðum dýrum úti á víðavangi eins og aðrir safna frímerkjum. Er alltaf hvasst á Hjalteyri? dettur mér í hug að spyrja en kyngi spurningunni ósagðri með þessum dýrðlega ávaxtalíkjör sem örvar blóðið svo að hugsanirnar gjósa og hverfa. Sennilega skín sólin alltaf á Hjalteyri og leikur við skuggana sem leika við verksmiðjuna. Síldarhöllina. Húsmóðirin leggur olíumaríneruð kjúklingalæri í kúskús á borð úti í fjúkandi sólinni og egypskur kötturinn malar makindalega á borðinu, silkifeldur
inn brúnn og limirnir langir, hann er ólíkt hefðar mann legri en rjátluleg ljónstygg hundstíkin sem er þó líka brún, svona moldarbrún. Kötturinn og hundurinn elta húsmóðurina eins og tveir skuggar á milli herbergja meðan hún hlær djúpsposkum hlátri. Við erum stödd í ríkinu hans Gústavs Geirs, hjá sjálfum húsbóndanum í síldarhöllinni.
Framti in i rustunum Síldarhöllin bæði var og er: Eitt sinn lönduðu norð lenskir sjómenn síld á bryggjunni í boði dansk ættaðra burgeisa, nú safnast þangað fjölþjóðlegir myndlistarmenn og hengja upp verk sín á veðraða veggina sem áður bergmáluðu köll verkstjóra. Einn les upp ljóð á þýsku, annar þvær plastglös í þvottavél, sá þriðji klappar heimalningi smíðuðum úr rekaviði. Allt í boði Gústavs Geirs sem fylgist athugull með hvernig eitt tekur við af öðru, máist út, verður að andstæðu sinni – og heldur áfram að þróast … Einhver sér rústir í síldarverksmiðjunni, sá næsti eygir í henni framtíðarmöguleika. Hvað eru rústir? spyr sá þriðji og röddin minnir á Gústav Geir sem skynjar eilífðina í báða enda í veðruðum veggjunum: síbreytilegt andartakið. Í verkum hans eru rústir ekki rústir heldur umbreyting; ný áferð, nýr veruleiki, nýr skapari. Hann skyggnist handan við ásýnd hlutanna, inn í kviku tímans og undir yfirborðið, rannsakar samspil manns og náttúru og varpar fram spurningum, allt í senn náttúrufræðingur og skáld; Íslendingur
í útlöndum og útlendingur á Íslandi; Jónas Hall grímsson, forvitinn strákpjakkur og einstakur mynd listarmaður.
Vélræn skynjun Ég sé fyrir mér að Gústav Geir hafi róið út á frostköldu síðvetrarkvöldi með tvö svört hátalarabox sem hann sökkti í sjóinn, líkastur hoknum hákarlasjómanni fyrir hundrað árum. Eða var það kannski snemma vors? Ég veit það ekki en mér dettur ýmislegt í hug þegar ég horfi á kassana því listamaðurinn leyfir áhorfandanum að vera skáld. Áhorfandinn skynjar frásögnina í því sem hann sér, eins og þessum kössum sem velktust um í sjónum mánuðum saman og söfnuðu sögum sem áferð þeirra segir okkur sem horfum. Það var engin vitræn ástæða fyrir því að sökkva tveimur hátalaraboxum í sjóinn, segir Hjalteyrar bóndinn. Öllu heldur heillaði þversögnin hann. Hann naut þess að hugsa um þá á reki um djúpið eins og lítil svarthol, ekki síst í vetrarveðrum þegar hann hafði ekki annað að hlusta á en veðrið. Kassarnir lágu í sjó frá því síðla ársins 2004 þangað til á vormánuðum 2008. Endrum og eins sigldi hann út á trillu til að vitja þeirra. Þegar hann fiskaði þá loksins upp höfðu þeir nýjar sögur að segja, Þeir báru með sér nýtt líf, eins konar hýslar umbreytingarinnar. Í þeim bjó endir og upphaf. Og þó! Í verkum Gústavs er endirinn óhjákvæmilega upphaf …