Rím Rhyme 3. júlí til 22. ágúst 2010 Ásmundur Sveinsson Birgir Snæbjörn Birgisson Davíð Örn Halldórsson Eirún Sigurðardóttir Finnur Arnar Arnarson Guðrún Vera Hjartardóttir Hrafnkell Sigurðsson Kristín Gunnlaugsdóttir Ólöf Nordal Pétur Örn Friðriksson Sara Riel
RÍM
verk Ásmundar Sveinssonar og listamanna samtímans
T
íðarandi og tækni hafa áhrif á viðfangsefni og vinnuaðferðir listamanna ekki síður en annarra sem greina og setja fram hugmyndir og kenningar um samtíma sinn og sögulegar forsendur. Ásmundi Sveinssyni (1893-1982) var ljóst að listin væri síbreytileg og að ólíkir tímar mótuðu viðhorf og vinnu listamanna. Sú hugmynd að listin þyrfti að eiga í síendurnýjuðu samtali við umhverfi sitt var honum ofarlega í huga. Á sýningunni Rím eru valin verk Ásmundar ásamt verkum listamanna samtímans þar sem greina má sameiginleg viðfangsefni sem tími og tíðarandi fara ólíkum höndum um. Verk Ásmundar Sveinssonar birta myndefni sem annars vegar eru sprottin úr íslenskum menningararfi og náttúru og hins vegar af áhuga hans á tækni og vísindum. Þau einkennast af frásagnarlist enda ólst Ásmundur upp í jarðvegi íslenskrar sveitamenningar þar sem bókmenntir og orðsins list voru í hávegum höfð. Ásmundur steig sín fyrstu skref í myndlistinni nánast samtímis því að módernismi 20. aldar festi sig í sessi. Hann er því mótaður af þeim formrænu byltingum sem þá áttu sér stað. Rætur hans í frásagnarlistinni og tengslin við náttúruna einkenndu þó ætíð verk hans og tvinnuðust saman við glímu hans við form og efni. Viðfangsefni Ásmundar eru hluti af íslenskum menningararfi, mótuð af samtíð hans og persónu. Við upphaf 21. aldar er íslensk myndlist mótuð af hnattrænum áhrifum vestrænnar menningar. Hún er hluti af heimi samtímalistar þar sem viðfangsefni, form og tækni eiga sér samhljóm um allan heim og staðbundin einkenni verka eru hverfandi. Helst má greina slík einkenni í verkum sem fjalla um menningararf ákveðinna svæða þó form og útfærsla beri einkenni alþjóðlegra listastefna. Á þessari sýningu eru verk samtímalistamanna þar sem greina má slík viðfangsefni og ríma við verk Ásmundar Sveinssonar, mótuð af tíðaranda og tækni ólíkra tíma. Sköpun, myndgerð sem móðir eða með tilvísun í gróður og grósku jarðarinnar er hefðbundið viðfangsefni listamanna á öllum tímum og ólíkum stöðum veraldarinnar. Um sköpunarþemað í myndlist Ásmundar vitna verk eins og Móðir jörð (1934), Fæðing (1949), Tröllamóðir (1948) og Eikin (1946). Þetta þema er einnig sýnilegt í verkum þeirra Eirúnar Sigurðardóttur (f. 1971) og Kristínar Gunnlaugsdóttur (f. 1963) en báðar birta þær mynd móðurinnar og kanna tengsl hennar við frjósemi og
Ásmundur Sveinsson, Víkingur, 1928 / Finnur Örn Arnarsson, Íslenskir víkingar, 1998–2009.
barnsburð. Verk þeirra fara inn á svið sem ekki var mikið fjallað um á tímum Ásmundar. Þær fjalla um það hlutverk konunnar að bera barn og líkamlega upplifun hennar af fæðingunni sjálfri. Mynd móðurinnar verður þannig líkamleg og jarðbundin ólíkt upphafinni mynd Ásmundar í verkinu Móðir jörð þar sem móðirin er táknmynd jarðarinnar sem nærir mannkynið. Verk Guðrúnar Veru Hjartardóttur (f. 1966) birta mynd grósku og vaxtar og beina sjónum að tengslum manns og náttúru eins og verk Ásmundar, Gróður jarðar (1945) og Eikin. Tengsl manns og náttúru voru Ásmundi hugleikin og er önnur birtingarmynd þess verkið Veðurspámaðurinn (1939) þar sem tengsl mannsins við jörðina og landið eru sýnileg í sterklegum líkama bóndans sem gáir til veðurs. Pétur Örn Friðriksson (f. 1967) nálgast veðrið í verkinu Veðurmynd (1994) með kaldhæðinni fjarlægð þess sem tekur við skilaboðum um veðurfar á sjónvarpskjá og upplifir veður og vinda sem fjarlægar upplýsingar. Á fjórða áratug síðustu aldar var vinnandi fólk áberandi í verkum Ásmundar og eru mörg hans þekktustu verka, eins og Vatnsberinn
(1937), frá þeim tíma. Þessi verk eru efnismikil og birta sterklegt fólk sem fæst við jarðbundin störf og má lesa líkamlegan og andlegan styrk úr líkamsburðum þess. Verk Birgis Snæbjörns Birgissonar (f. 1966), Ljóshærðar starfsstéttir (2004-9) birtir ekki aðeins ólíkt viðhorf til vinnunnar og stöðu hinna vinnandi stétta heldur einnig afstöðu til vinnu listamannsins sem er frábrugðin hugmyndum Ásmundar og samtímamanna hans. Birgir Snæbjörn byggir verk sitt á fjöldaframleiddum postulínsstyttum og er hönd listamannsins sjálfs nánast ósýnileg í verkinu en handverkið og vinnan með leirinn voru Ásmundi hins vegar mikilvægur hluti sköpunarinnar. Í þessu endurspeglast ólík viðhorf tveggja tíma þar sem sköpunarferlið hefur tekið miklum breytingum. Nú er hönd listamannsins ekki lengur nauðsynleg til að hlutgera hugmyndir listamanna.
fyrir í lífi sínu og um leið fjarlægjast þeir hetjur sagnanna sem háðu mikla bardaga. Verk Ásmundar frá 1928, Dauði Grettis og Víkingurinn, vitna hins vegar um mikla upphafningu hetjunnar en þar er einnig augljós hefðbundin glíma listamannsins við klassísk form mannslíkamans. Verk þeirra samtímalistamanna sem hér takast á við sagnaarfinn vísa ekki í ákveðnar sögur heldur til vitundar um sagnir, vætti og forlagatrú. Ólöf Nordal (f. 1961) hefur fengist við margar hliðar íslenskrar sagnahefðar og þjóðtrúar en verk hennar Íslenskt dýrasafn (2003) vísar til þeirrar trúar að fæðing vanskapaðra dýra spái fyrir um óáran eða náttúruhamfarir en jafnframt vísar hún til vestrænnar menningar og sagnaarfs sem enn hafa áhrif á hugmyndir okkar og heimsmynd. Íslensk náttúra var Ásmundi formræn uppspretta og má greina myndir landsins í fjölmörgum verkum. Nánast óhlutbundin verk
Sara Riel, Leyndarmál, 2009.
Íslenskur sagnaarfur var Ásmundi uppspretta hugmynda allan hans starfsaldur og hefur einnig verið hugleikinn listamönnum samtímans. Nálgun samtímalistamanna felur gjarnan í sér afhelgun sagnahetjunnar. Þetta á við í verki Finns Arnars Arnarsonar (f. 1965) Íslenskir víkingar (1998–2009) þar sem hann birtir myndir af samtímamönnum sem bregða sér í hlutverk fornsagnahetja. Í verkinu telur hann upp skakkaföllin sem þessir menn hafa orðið
á borð við Tröllkonuna (1948) minna á fjöll og sorfna kletta. Þar vitnar hann í þjóðsögur sem voru inngrónar í hugarheim Íslendinga og áttu sér djúpar rætur í þjóðtrúnni. Sögurnar og landslagið höfðu áhrif á list Ásmundar en hann ólst upp í íslenskri sveit þar sem náttúran var altumlykjandi. Myndheimur mótaður af mönnum var hins vegar fábreyttari. Verkið Svört ský (1947) ber vott um frjóan hug þess sem sér vætti landsins birtast í náttúrunni,
tröllkona mótuð í óveðurský. Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) notar nútímatækni til að móta sína eigin mynd af landslaginu, hann speglar kletta í samhverfa mynd og gefur úfnu hrauni manngert yfirbragð. Á sjötta áratugnum urðu straumhvörf í list Ásmundar þegar hann uppgötvaði járnið. Þá tók hann að sjóða saman málma og aðra hluti sem hann safnaði og notaði lítt eða ekkert breytta. Við þetta vék hlutveruleikinn til hliðar og vægi rýmis í verkunum varð æ meira. Glíma samtímalistamanna við rými er ekki lengur einskorðuð við innra rými hefðbundinna höggmynda eða málverka heldur hefur í mörgum tilfellum færst yfir á sýningarýmið þannig að áhorfandinn gengur inn í listaverkið og verður hluti af því. Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) vinnur myndverk sem renna af fleti málverka og taka yfir rýmið. Formheimur Davíðs er samruni óhlutbundinna forma og frásagnarkennds fantasíuheims. Verk Söru Riel (f. 1980), Leyndarmál (2008), vex út úr vegg sýningarsalarins og er tvinnað inn í salinn um leið og það undirstrikar bæði form og virkni rýmisins. Hún myndgerir hljóð og notar til þess eyra og hljóðbylgjur. Ásmundur myndgerði hljóð í verkinu Tónar hafsins frá 1950 en þar tekst hann á við táknheim myndlistarinnar og myndgerir hljóð hafsins í nánast abstrakt kvenmynd þar sem ölduform og strengir kalla fram hugmynd um hljóð. Tengsl verka Ásmundar Sveinssonar við verk listamanna samtímans endurnýjar innihald þeirra og dýpkar samtal þeirra við umhverfi sitt. Þótt verkin á sýningunni séu mótuð af ólíkum tíðaranda og tæknilegum möguleikum eiga þau sér innra rím sem sækir í sameiginlegan brunn þar sem uppspretta nýrra hugmynda virðist óþrjótandi. Ólöf K. Sigurðardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir sýningarstjórar. Sýningin er unnin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur– Ásmundarsafn.
Ásmundur Sveinsson, Píramísk abstraksjón, 1959 / Davíð Örn Halldórsson, Dos Pirami Dos, 2009.
RHYME
works by Ásmundur Sveinsson and contemporary artists
T
he chosen subjects and methods of artists, no less than of those who analyse and offer ideas and theories of their time and historical context, are influenced by the spirit of the age and its techniques. Sculptor Ásmundur Sveinsson (1893-1982) realised that art was ever-changing and that changing times shaped artists’ attitudes and work. The idea that art had to maintain a continuously renewed dialogue with its environment was always in the forefront of his thoughts. For the exhibition Rhyme selected works by Ásmundur are presented together with works by contemporary artists, which reveal common subjects given different treatment by time and the spirit of the age. The subjects of Ásmundur Sveinsson’s works originate in Icelandic cultural tradition and nature, on the one hand, and from his interest in technology and science, on the other. They are characterised by the narrative tradition of his youth in Icelandic rural society, where literature and verbal art were held in high regard. Ásmundur’s first steps as an artist are practically contemporary with the rise of 20th-century modernism, and he was shaped by the formal revolution that it brought. His narrative roots and connections with nature, however, would always characterise his work and form an integral part of his struggle with form and material. Ásmundur’s subjects are part of Iceland’s cultural heritage, shaped by his own era and person. As the 21st century begins, Icelandic visual art is shaped by the global influences of Western culture. It is part of the contemporary art world, where subject, form and technique have echoes throughout the world and local characteristics are minimal. Such characteristics are mainly found in works reflecting the cultural heritage of specific areas, although their form and manifestation bear the characteristics of international artistic movements. Such subjects can be discerned in works by the contemporary artists in this exhibition that rhyme with Ásmundur Sveinsson’s works, all of them shaped by the spirit of their age and techniques of different periods. Creation, symbolized as a mother or with reference to growth and the fertility of the earth, is a traditional focus of artists of all times and at very different locations around the world. This was the theme in works by Ásmundur such as Mother Earth (1934), Birth (1949), Maternity (1948) and Oak (1946). The same
Eirún Sigurðardóttir, Þórdís, 2006.
theme can be seen in works by Eirún Sigurðardóttir (b. 1971) and Kristín Gunnlaugsdóttir (b. 1963), both of which present the image of the mother and examine her connections to fertility and giving birth. Their works are physical, entering realms that were explored only to a limited extent in Ásmundur’s time. They examine woman’s role in giving birth and the physical experience of the birth itself. The mother image therefore becomes very concrete, unlike the idealised image of Mother Earth, where the mother symbolises the earth that nourishes mankind. The work by Guðrún Vera Hjartardóttir (b. 1966) presents an image of fertility and growth, focusing on the connection between man and nature, as Ásmundur does in Growth of the Earth (1945) and Oak. Man’s relation to nature was a recurring theme in his work, and appears in another form in the work Weather Teller from 1939, where the connection between man and the earth and land are visible in the strong body of the farmer checking on the weather. In his work Weather Image (1994), Pétur Örn Friðriksson (b. 1967) approaches weather with the cynical reserve of a person receiving news of the weather on a television screen, experiencing weather and wind as distant information. During the 1930s, working people were conspicuous in Ásmundur’s work and many of his best-known works, such as Water Carrier (1937), date from this time. These works show large, solid figures occupied in traditional, earthbound labours, with physical and mental strength emanating from the build of their bodies. Blond Professions (2004-09) by Birgir Snæbjörn Birgisson (b. 1966) not only presents a different view of labour and the status of working people but also the contemporary artist’s
Ásmundur Sveinsson, Móðir jörð, 1936.
view of work, which is very different from Ásmundur’s. Birgir Snæbjörn’s work is based on mass-produced china figurines, where the hand of the artist himself is practically invisible in the work, while on the other hand the actual artistry and working with the clay was for Ásmundur an important part of the creation. This reflects the different attitudes of different eras, where the process of creation has undergone major changes. The artist’s hand is now no longer necessary to give concrete form to artists’ ideas. The Icelandic sagas and literary heritage served as a source of inspiration for Ásmundur throughout his career and have also been a stimulus for contemporary artists. The contemporary approach, however, often involves dethroning the saga hero. This is true, for instance, of the work Icelandic Vikings (1998–2009) by Finnur Arnar Arnarson, (b. 1965) in which he portrays contemporary people assuming the role of saga heroes. His work relates the setbacks which these men have encountered in their lives and in so doing they grow more and more distant from the saga heroes fighting great battles. On the other hand, the exaltation of the hero characterises Ásmundur’s 1928 works The Death of Grettir and The Viking, which are also clear examples of the artist’s traditional struggle with the classical form of the human body. Works by contemporary artists dealing here with folk tales and folk beliefs do not refer to specific stories but rather to a consciousness of such tales, supernatural beings and fatalism. Ólöf Nordal (b. 1961) has explored many aspects of Icelandic narrative tradition and superstition. Her work Iceland Specimen Collections (2003) refers to the belief that the birth of deformed animals predicts crop failure or other natural disasters.
Icelandic nature was an inspiration to Ásmundur, nature’s images being detected in many of his works. Sculptures bordering on the abstract, such as Troll Woman (1948) are reminiscent of mountains and jagged cliffs. In those works he cites folktales deeply rooted in the souls of Icelanders and popular belief. The sagas and the landscape influenced Ásmundur’s art, but he grew up in the Icelandic countryside where nature reigned supreme, and the visual world created by man was hardly visible. Black Clouds (1947) attests to the fertile imagination of one who sees the spirits of the land revealed in nature, a troll woman sculpted in a dark cloud. Hrafnkell Sigurðsson (b. 1963) uses modern technology to carve out his own presentation of the landscape, reflecting cliffs in a symmetrical picture and giving rough lava a sense of being man-made. A transformation occurred in Ásmundur’s works in the 1960s, when he discovered iron. He began welding together metals and other objects which he collected and used with little or no modification. The works became less figurative and the role of space in his works increased steadily. For contemporary artists, grappling with space is no longer restricted to the inner space of traditional sculpture or painting, but instead has in many instances been transferred to the exhibition space, with the result that the viewer enters the artistic creation and becomes part of it. Visual creations by Davíð Örn Halldórsson (b. 1975) slide off his paintings’ surface and take over the space, creating colorful installations. Davíð’s formal world is a merger of abstract forms with an imaginary world of fantasy. Sara Riel’s (b. 1980) work Secret (2008) is interwoven with the space and underlines both its form and function, giving form to sound by using sound waves. Ásmundur gave visual form to sound in his work Song of the Sea from 1950, in which he explores the symbolism of visual art, portraying the sound of the sea in an almost abstract female image, where the shape of the waves and strings produces an idea of sound. The dialogue between his works and those of contemporary artists renews their content and deepens their relationship with the surrounding environment. Although the spirit of varying eras and techniques shapes the works on exhibit, they have an internal resonance stemming from a common source, which seems to provide an inexhaustible font of new ideas. Ólöf K. Sigurðardóttir and Sigríður Melrós Ólafsdóttir, curators.
listamennirnir / the artists ÁSMUNDUR SVEINSSON (1893–1982) var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar. Hann var alinn upp í íslenskri sveit en árið 1915 hélt hann til Reykjavíkur og hóf nám í tréskurði. Árið 1919 sigldi Ámundur til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf listnám en ári síðar komst hann inn í Listaháskólann í Stokkhólmi. Að námi loknu dvaldi hann í þrjú ár í París en sneri aftur til Íslands vorið 1929. Eftir hann liggur mikið ævistarf sem varðveitt er í Ásmundarsafni. BIRGIR SNÆBJÖRN BIRGISSON (f. 1966) Útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989 og nam við École des Arts Décoratifs í Strasbourg, 1991–1993. Birgir Snæbjörn hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga bæði hér heima og erlendis. DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON (f. 1976) Listaháskóli Íslands 1999–2002. Hann hefur þrátt fyrir stuttan starfsferil vakið athygli fyrir kraftmikil og litrík málverk og innsetningar. EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR (f. 1971) Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1992– 96, Hochschule der Künste, Berlín,1996-98. Eirún hefur verið fyrirferðarmikil í íslensku !"#$%!&'()*(+%,"-(%$./*!"(0/1"1(+21,(#&3(45-"(6(7#!%38"()*(%!9:;-!2*%< FINNUR ARNAR ARNARSON (f. 1965) Útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991. Finnur Arnar hefur vakið athygli fyrir tilvistarleg verk unnin í ýmsa miðla. Hann hefur haldið fjölda sýninga og hefur einnig verið mikilvirkur í vinnu sinni fyrir leikhús.
ÁSMUNDUR SVEINSSON (1893–1982) was one of the pioneers of Icelandic sculpture. He grew up on a farm but in 1915 he moved to Reykjavik to study wood-carving. In 1919 Ásmundur sailed to Copenhagen where he stayed for a year studying art. In the fall of 1920 he moved to Stockholm where he was enrolled at the Royal Academy of Art. After his studies he lived for three years in Paris and returned to Iceland in 1929. The Ásmundur Sveinsson Sculpture Museum is dedicated to his art and has a collection of works that span his whole career. BIRGIR SNÆBJÖRN BIRGISSON (b. 1966) Graduated from The Icelandic College of Art and Crafts 1989. Studied at École des Arts, Strasbourg, France 1991–1993. Birgisson has exhibited widely both in Iceland and abroad. DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON (b. 1975) The Icelandic Academy of the Arts, 1999–2002. He has in his short career as an artist gained recognition for his dynamic and colorful paintings and installations. EIRÚN SIGURÐARDÓTTIR (b. 1971) The Icelandic College of Art and Crafts 1992–96, Hochschule der Künste, Berlín, 1996-98. Eirún has been active on the Icelandic art scene and has gained international recognition for her art. FINNUR ARNAR ARNARSON (b. 1965) Graduated from The Icelandic College of Art and Crafts 1991. Finnur Arnar is known for his existential works in various media. He has exhibited widely and is known for his work for the theatre.
GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR (f. 1966) Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1987-91, AKI, Akademie voor beeldende kunst, Enschede, Holland, 1991–94. Guðrún Vera hefur verið virk á íslenskum sýningavettvangi með verkum sem eru innblásin af mannspeki og hafa sterka náttúrutengingu.
GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR (b. 1966) The Icelandic College of Art and Crafts 1987–91, AKI, Akademie voor beeldende kunst, Enschede, The Netherlands, 1991–94. Guðrún Vera has been active on the Icelandic art scene. She is known for her work inspired by anthrosophian ideas and strong connections with nature.
KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR (f. 1963) Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984-1987, Accademia delle Belle Arti, Flórens, 1988–1993. Kristín lærði íkonagerð og sækir í myndheimi sínum til klassískra myndgerða Mið- og Suður-Evórpu.
KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR (b. 1963) The Icelandic College of Art and Crafts 1984–1987, Accademia delle Belle Arti, Florence, Italy 1988–1993. She studied $1%8"$")3%!("?)3(@%,"3*(%38("#("3LJ23?28(4/($.2(?!%##"?%!("@%*2#()0(G23$1%!(%38(M)J$.(NJ1)O2<((
ÓLÖF NORDAL (f. 1961) Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1981–85; Gerrit ="2$+2!8( >?%82@/A( >@#$218%@A( BCDEF( G1%341)),( >?%82@/( )0( >1$A( H!))@'2!8( I"!!#A( Michigan MFA 1991; Yale University, New Haven, Connecticut, MFA 1993. Ólöf er á meðal helstu listamanna landsins og hefur á ferli sínum sýnt margbreytileg verk og verið þátttakandi í fjölbreyttum listviðburðum.
ÓLÖF NORDAL (b. 1961) The Icelandic College of Art and Crafts 1981–85; Gerrit ="2$+2!8( >?%82@/A( >@#$218%@A( BCDEF( G1%341)),( >?%82@/( )0( >1$A( H!))@'2!8( I"!!#A( Michigan, MFA 1991; Yale University, New Haven, Connecticut, MFA 1993. Nordal is among the leading artists in Iceland. She has worked in various media and has taken part in collaborative projects.
PÉTUR ÖRN FRIÐRIKSSON (f. 1967) Myndlistakólinn á Akureyri 1985–1986, Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1987–1991, AKI, Akademie voor Kunst en Industri, Holland 1991–1994. Pétur hefur unnið verk sem byggja á tækni og einkennast af húmor. Hann hefur haldið sýningar á eigin verkum en einnig sem hluti af myndlistartvíeikinu Markmið.
PÉTUR ÖRN FRIÐRIKSSON (b. 1967) Akureyri School of Visual Arts 1985– 1986, The Icelandic College of Art and Crafts 1987–1991, AKI, Akademie voor Kunst en Industri, Holland 1991-1994. Friðriksson has created works based on technical mechanism characterized by humour. He is exhibited his own works and also as a part of the art duo Aim.
SARA RIEL (f. 1980) Listaháskóli Íslands, 2000–2001, Kunsthochschule-Berlin Weissensee, Berlín, 2001–2005, Meisterschuler Kunsthochschule–Berlin Weissensee, 2005–2006. Sara er ung listakona sem nýlega hefur vakið athygli fyrir áhugaverð +21,(23(15$J1(.233%1(!"**:%(&(*1%0'$&()*(*K$J!"#$<
SARA RIEL (b. 1980) The Icelandic Academy of the Arts 2000–2001, KunsthochschuleBerlin Weissensee, Berlín, 2001–2005, Meisterschuler Kunsthochschule–Berlin Weissensee, Berlín, 2005–2006. Riel is a young artist who has recently gained recognition for her P)1,#<(M.2(.%#(#$1)3*(1))$#("3(*1%0'$"(%38(#$122$(%1$<
HRAFNKELL SIGURÐSSON (f. 1963) Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1983–87, Jan Van Eyck Akademie, Maastricht, Holland 1988–90, Goldsmiths College, London, MFA 2002. Hrafnkell er á meðal fremstu listamanna þjóðarinnar og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga.
HRAFNKELL SIGURÐSSON (b. 1963) The Icelandic College of Art and Crafts 1983–87,Jan Van Eyck Akademie, Maastricht, Netherlands 1988–90, Goldsmiths G)!!2*2A(Q)38)3A(RS>(TUUT<(I1%03,2!!("#(%@)3*#$(V?2!%38W#(!2%8"3*(%1$"#$#(%38(.%#(*%"328( international recognition for his works.
– er aðalstyrktaraðili sýningarinnar
Birgir Snæbjörn Birgisson, Ljóshærðar starfsstéttir, 2004-2009