Öll brögð möguleg / All is fair

Page 1

Öll brögð All Is fair möguleg ALMAR STEINN ATLASON GYLFI FREELAND SIGURÐSSON IEVA GRIGELIONYTÉ INDRIÐI ARNAR INGÓLFSSON PETRA HJARTARDÓTTIR SIGRÚN GYÐA SVEINSDÓTTIR SVANHILDUR HALLA HARALDSDÓTTIR



ร ll brรถgรฐ All Is fair mรถguleg



v Þau eru á leiðinni. Tiplandi á töfflum úr pizzakössum og límbandi hrasar einhver um örlitla afrekaskrá þar sem stolt trompar mont. Líðandi um með hljóðleiðsögn í eyrunum skýrist það að salt er lyktarlaust og hafið lyktar að miklu leyti af sulfur. Sandpokar í sérsaumuðum púðaverum fylgjast með siglingu fjarverandi listamanns yfir Atlantshafið sem stefnir beint á höfnina við sýningarsalinn. Með ís sem bragðast eins og göngutúr undir dynjandi lófaklappi stara þau inn í pixlahvolfið en snúa sér svo við, að þér. Öll brögð eru möguleg.

They are on the way. Tip toeing in flip-flops made of pizza boxes and tape, someone trips over a tiny book of achievements. Drifting around with an audio guide it becomes evident that salt is odourless and the ocean smells mostly of sulphur. Sand bags in custom made pillow covers follow the odyssey of an absent artist sailing across the Atlantic, aiming right at the harbour outside the gallery. Licking an ice cream that has the flavour of a walk, with a massive applause sounding, they stare into the pixelated sphere before turning around, to you. Whether the trick is in the book or not, all is fair.


LISTAMAÐURINN NÁLGAST Listamaðurinn siglir seglskútu frá Sikiley til Reykjavíkurhafnar, nokkrum metrum frá Kling & Bang - þar sem verkið er sýnt. Listamaðurinn sýnir staðsetningu sína á korti sem hangir í rýminu með nælum, önnur með víkingaskipi og hin með lunda, sem tákna áætlaða staðsetningu listamannsins og síðustu staðfestu staðsetningu listamannsins, í þeirri röð, eftir því sem hann nálgast. Einnig eru póstkort frá listamanninum hengd upp í rýminu þar sem hann veitir okkur persónulegri innsýn í ferðalagið og staðfestir sína síðustu staðsetningu. Listamaðurinn Almar er líklega best þekktur fyrir sína góðu fjarveru. Hér leyfir hann okkur að njóta hennar og færir jafnframt hugmyndir um beina útsendingu eða streymi og samfélagsmiðla-mont úr sjónrænum heimi snjalltækja og digital miðla og yfir í hægvirkari en áþreifanlegri efnisheim rýmis og kolefnis. Streymið er líklega hægt, kortið er að einhverju leyti ónákvæmt, aðferðirnar eru fornar en fagurfræðin er tuttugustu og fyrstu aldar. Sérstakar þakkir til Braga Páls Sigurðssonar skipstjóra og Reykjavík Yacht Charter.

ALMAR STEINN ATLASON Almar er fæddur árið 1992. Hann býr og starfar í Reykjavík. Árið 2018 hlaut hann bakkalársgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands.

Almar was born in 1992 and is based in Reykjavík. In spring 2018 he graduated with a bachelor degree in fine-arts from Iceland University of the Arts.


vii

THE ARTIST APPROACHES The artist sails a sailboat from Sicily to the port of Reykjavík, just a few meters from Kling & Bang - where the work is exhibited. The artist shows us his location on a map that hangs in the exhibition space with two pins, one with a viking ship and the other with a puffin, that represent the estimated location of the artist and the last confirmed location of the artist, in that order, as he approaches. There are also postcards from the artist on display in the space, where he gives us a more personal insight into the journey and confirms his last location. The artist Almar is probably best known for his pleasant absence. Here, he allows us to enjoy it and also brings the ideas of live broadcasting/ streaming and social media boasts out of the visual world of smart devices and digital media, and into the more slow moving but tangible material world of space and carbon. The stream is probably slow, the map is somewhat inaccurate, the methods are ancient, but the aesthetic is of the twenty-first century. Special thanks to Captain Bragi Páll Sigurðsson and Reykjavík Yacht Charter.


GYLFI FREELAND SIGURÐSSON Gylfi fæddist árið 1990. Hann býr og starfar í Reykjavík. Árið 2016 útskrifaðist hann úr Listaháskóla Íslands með bakkalársgráðu í myndlist.

Gylfi was born in the year 1990 and is based in Reykjavík. In 2016 he graduated with a BA degree in fine-arts from Iceland University of the Arts.


ix

PERSÓNULEGIR SIGRAR 2019 ….. bzzzzzzzz Almenninginn má finna um land allt, en vegna nálægðar við hentugar uppeldisstöðvar er hann þó öllu algengari í þéttbýli en til sveita. Þrátt fyrir mikla útbreiðslu þessa flokks er ólíklegt að mæta honum á miðhálendinu, þó hann berist þangað nokkuð auðveldlega á sumrin undan vindum. Almenningurinn safnast oft saman þar sem stutt er í helstu þjónustu. Stundum getur fjöldi hans orðið slíkur að til vandræða verður, hann lætur ekki vísa sér á dyr og gerist ágengur við fólk og matardiska. Þá skerst samfélagið í leikinn með sínum ráðum, lögum og reglum og kemur ró á mannskapinn. Slíkar uppákomur eru ekki algengar. Allt í allt er almenningurinn ágætur og einstakur hópur, sem býr yfir ýmsum hæfileikum, og ég og þú erum hluti af honum. Afrek mjúka fólksins er fært í prent í smáritinu Persónulegir sigrar. Í raun er þetta bara blaðsnepill, 37 mm sinnum 25 mm, með smá prentbleki og járnhefti, þar sem stolt trompar mont.

PERSONAL ACHIEVEMENTS 2019 “It’s a fly, it’s an ant, no it’s an archive” This small archive titled Personal Achievements 2019 is filled to the brim with public records. The content is dictated from interviews taken from the streets and shopping centers of Reykjavík. The publisher believes these remarks hold barely any value for data mining companies, they are just passing through like flies in spring. And if you don’t hold on to the book tightly, it too might fly away and end up in the streets again.


SÆTT, SÚRT, SALT OG BITURT Verkið fjallar um samskipti okkar og umhverfi í gegn um tungumál bragðs. Flóknasta og nánasta samband okkar flestra við nátturuna er að borða hana. Hér er rjómaís beitt sem miðli til þess að miðla bragði af algengum plöntum (íllgresi) sem vaxa um borgina. Þær vaxa í vegaköntum, óbyggðum stöðum og á berum svæðum meðfram stígum. Í innkeyrslum, upp að grindverkum og þröngvar sér upp í gegnum malbik. Sumar eru ákveðnari, harðgerðari, enn aðrar. Til að mynda vex jurtin MATRICARIA á afar óvenjulegum stöðum, jafnvel þar sem fífillinn nær ekki að festa rót. Við hugsum ekki um þessar plöntur sem fæðu, en þær eru þarna, partur af daglegri leið okkar í vinnu eða skóla, þær hafa bragð.

SWEET, SOUR, SALTY, BITTER An ice cream piece made to reflect on the idea of communication with each other and our surroundings through the language of taste. The most complex and intimate relationship which most of us can have with the natural environment is to eat it. In this piece ice cream is employed as media to convey the tastes of common weeds found around the city. They grow on roadsides, wasteland and bare places by paths, by the driveways, leaning against the fences, reaching out through the cracks in the asphalt. Some of them more keen than others. For instance Matricaria discoidea (commonly known as pineapple weed) can grow in the most uninviting locations, including places even dandelions can’t take root. We don’t register them as food, but they are there part of our route to work or school, and they have taste.


xi

IEVA GRIGELIONYTÉ Ieva er fædd árið 1987 og er frá Klaipeda, Litháen. Í dag, býr hún og starfar í Glasgow, Bretlandi. Árið 2017 útskrifaðist hún úr Listaháskóla Íslands með bakkalársgráðu í myndlist.

Ieva was born in 1987 and is from Klaipeda, Lithuania. She is based in Glasgow, UK currently. In 2017 she graduated with a bachelor degree in fine-arts from Iceland University of the Arts.


BRACHYPELMA HAMORII Thank you. I made the first pair of these pizza-box flip-flops at work. I was wearing really uncomfortable leather boots that were way too warm, they were also brand new so they gave me blisters on my heals. I wanted to take them off. However, I was working in a cinema where they sell beer and a couple of glasses had broken earlier that evening and I didn’t want to cut my feet. This cinema had an exchange of service deal with a pizza place nearby so the staff could get pizza during the shifts. I was working there almost everyday at the time and therefore only ate pizza. This first pair of flip-flops was made from a pizza box and tape.


xiii

BRACHYPELMA HAMORII Þakkykkur. Ég gerði fyrst svona pítsakassaflippflopps í vinnunni því að ég var í svo óþægilegum leðurstígvélum, alltof heit, svo voru þau líka ný þannig að ég fékk blöðrur á hælana. Mig langaði úr skónum en í bíóhúsinu þar sem ég vann er líka seldur bjór, það höfðu nokkur glös brotnað og ég vildi ekki fá glerflís í fæturna. Það er samkomulag milli þessa bíóhúss og ákveðins pítsastaðs, þess eðlis að við starfsfólkið fengum pizzu að borða í vinnunni. Og ég vann nánast alla daga vikunnar þarna á þessum tíma, og borðaði þess vegna einungis pizzu. Þessir fyrstu flippflopps voru úr pizzakassa og límbandi.

INDRIÐI ARNAR INGÓLFSSON Indriði er fæddur árið 1991. Hann býr og starfar í Reykjavík og Berlín, Þýskalandi. Árið 2016 útskrifaðist hann úr Listaháskóla Íslands með bakkalársgráðu í myndlist.

Indriði was born in 1991 and is currently based in both Berlin, Germany and Reykjavík. In 2016 he graduated with a bachelor degree in fine-arts from Iceland University of the Arts.


STELPULEGT. HEIMILISLEGT. PERSÓNULEGT. KERLINGALEGT. GAMALDAGS. FÖNDURLEGT. GRÓFT.

FÍNLEGT. ÖMMULEGT. MÖMMULEGT.

Eftir að hafa hringsólað um internetið í dágóða stund kom ég auga á eitthvað algerlega dásamlegt: augnskugga með terrazzo mynstri. Það féll yfir mig þrá eftir þessum örlitla, alltofdýra hlut. Sama þrá og fékk mig sem unglingsstúlku til að eyða öllum sumarpeningunum mínum í spænska hönnunarskó úr Kron. En samt aðeins önnur þrá. Það er eitthvað merkilegt við hlut sem á sannfærandi hátt nær að líkja eftir fyrirbæri sem er að líkja eftir öðru fyrirbæri. Terrazzo og scagliola eru skreytiaðferðir sem að líkja eftir náttúrulegum og dýrum efnum á ódýran hátt (en með mikilli vinnu). Þær eru í eðli sínu yfirborðskenndar. Þegar vel tekst til eru þær mun áhugaverðari en það efni sem að þær líkja eftir.

SUBBULEGT, SNYRTILEGT. MERGSOGIÐ VIÐFANGSEFNI…

PETRA HJARTARDÓTTIR Petra er fædd árið 1992. Í dag, býr hún og starfar í New York, Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári útskrifaðist hún með meistargráðu í skúlptúrlist úr Yale School of Arts.

Petra was born in 1992. She is currently based in the city of New York, USA. This year she recieved a MFA in Sculpture at Yale School of Art.


xv

GIRLY.

HOMEY.

PERSONAL. WOMANLY. OLD FASHIONED. ROUGH.

CRAFTY.

SOPHISTICATED. GRANDMA-LIKE. MOM-LIKE. DIRTY,

CLEAN.

AN AGE-OLD SUBJECT‌

After circling the internet for awhile, I came across something magnificent: a single eyeshadow with a perfect terrazzo pattern. I had an instant deep desire to own this small overpriced object. A similar desire to what I felt as a teenage girl, which drove me to spend all my summer savings on Spanish designer heels from Kron. But still, it was a slightly different desire. There was something interesting about an object imitating a phenomenon, which is imitating yet another phenomenon. Terrazzo and scagliola are decorative processes that imitate natural stone with cheap materials (but through a laborious process). They are in essence superficial. When successfully executed they achieve something much more interesting than what they are trying to imitate.


UPPÖRVUN Við stöndum á tónleikasviðinu og hönd í hönd horfum við á áhorfendur klappa okkur lof í lófa. Eitt, tvö, þrjú klöpp verða taktföst og við horfumst í augu og hneigjum okkur við lof áhorfenda, áfram með smjörið, gefðu okkur bara örlítið í viðbót. Eitt uppklapp enn, þá fáiði meira. Mikið klapparðu fallega, það er eins og þú sért gerð til að klappa. Það er svo fallegt að heyra þig hrópa, þú ert með svo unaðslega rödd þegar hún víbrar á vúinu, má ég heyra það aftur? Já svona. Mikið ertu góð manneskja að vera svona hvetjandi. Nn að koma með eitt like í viðbót ? Við erum vinkonur er það ekki? Eitt like fyrir mig svo ég geti sogað að mér örlitla endorfínvímu áður en ég sofna með beauty filter á augunum, starandi inn í pixlahvolfið. Ég peppa þig ef að þú peppar mig.


xvii

STIMULUS We are standing on a stage and while holding hands we take a look at the public as they applaud us. One, two, three claps become a rythm and we look each others in the eye and we bow by the audiences acceptance. Let’s keep it going, just a bit more. One more clap, an extended applause, an encore. You applaud so beautifully, like you are made to applaud. It is amazing to hear you shout motivating words. You just have such a beautiful voice when your larynx vibrates as you say bravo. Can I hear you say it again? There you go. You are such a nice person, being so motivating. Plz give me 1 mr like. We r friends right? One like just for me so I can be happy for a minute, filling my lungs and breath with endorphin before I fall a sleep with a beauty filter before my eyes, staring into the pixelated sphere. I’ll motivate you if you motivate me.

SIGRÚN GYÐA SVEINSDÓTTIR Sigrún fæddist árið 1993. Hún býr og starfar í Reykjavík í dag. Vorið 2017 hlaut hún bakkalársgráðu í myndlist úr Listaháskóla Íslands.

Sigrún was born in 1993 and is currently based in Reykjavík. In spring 2017 she graduated from Iceland University of the Arts with a bachelor degree in fine-arts


LYKT AF SUMRI Hafið hefur í gegnum aldirnar verið rómað fyrir að vera leyndardómsfullt, víðáttumikið og djúpt. Sjávargola: Þessi ferski, frískandi og glaðværi ilmur fangar hreinan og saltan keim af hressandi andvara hafsins. – Internet auglýsing fyrir ilmolíu Með hljóðleiðsögn sem snýr að lyktarlandslagi Marshallhúsins og sólarvarnarskúlptúr, er hlustandi hvattur til að veita umhverfi sýnu eftirtekt en á sama tíma beina athyglinni að hinu innra. Skynjun á veruleikanum er marglaga og hvert og eitt okkar býr yfir víðáttumiklum innri heimi. Við berum með okkur minningar og getum ímyndað okkur staði, þar sem hver um sig hefur sérstaka lykt. Í stöðugum samskiptum og samspili við umhverfið metum við það útfrá líkamlegri reynslu. Snerting umbreytir hlutum og minning er samofin lyktarskyninu, andardrættinum. Smá gustur vekur upp kennd sem ferðast um líkamann svo hratt að það er erfitt að fanga hana eina og sér. Lyktarskynið er tengt öðrum skynfærum og samhljómar með bragði og hljóði. Salt er lyktarlaust og hafið lyktar að miklu leyti af sulfur. Til að flýja einn kaldan janúarmorgun, opna ég gamla sólarvörn, finn hljóð af öldum og elti líkamann.


xix

SCENT OF SUMMER Always mysterious, vast and deep, the sea has been celebrated in songs and stories through the ages. Sea breeze: this fresh, crisp, exhilarating scent captures the clean salty tang of a brisk sea breeze. – Internet advertising for fragrant oil Through an audio guide that structures around the scentscape of the Marshallhouse and a solid sunscreen sculpture, the listener is encouraged to focus on the surroundings but simultaneously draw the attention more deeply inwards. Perception of reality is multi-layered and everyone of us possesses a vast inner world. We are able to remember and imagine places and each place has a unique scent. In a constant dialogue and interaction with our environment, we measure it with our entire bodily existence. The touch transforms the objectand memory is intertwined with the smell, the breath. A gust of wind can spark a sensation that travels through the body so fast it becomes difficult to grasp, the sense of a smell is connected to other senses and can harmonize with taste and sound. Salt is odourless and the ocean smells mostly of sulphur. In an attempt to escape one cold January morning, I open up old sunscreen, found sound of waves and followed the body.

SVANHILDUR HALLA HARALDSÓTTIR Svanhildur er fædd árið 1992. Hún býr og starfar í Reykjavík. Árið 2018 útskrifaðist hún með bakkalársgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands.

Svanhildur was born in 1992 and is currently based in Reykjavík. In spring 2018 she received a bachelor degree in fine-arts from Iceland University of the Arts.


รฐgรถr b llร riaf sI llA g el ug รถ m




Öll brögð All Is fair möguleg 08.06 – 04.08.19 Sýningarstjórn / Curated by   Hekla Dögg Jónsdóttir   Ingibjörg Sigurjónsdóttir   Una Björg Magnúsdóttir Hönnun & umbrot / Design & layout   Alexander Jean Edvard   Le Sage de Fontenay Leturgerðir / Typefaces   Calypso – Mistral – Futura Prent / Print   Prent & vinir Reykjavík , 2019


A R T

L

I

S T 08.06– 04.08.19


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.