27.01.12 Smiðjustígur 10 101 Reykjavík
Velkomin á fyrstu opnun Artíma Gallerís árið 2012, Opnun þessi er í raun tvær sýningar með sitt hvorum sýningastjóranum þeim Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay og Oddnýju Björk Daníelsdóttur. Í sýningu Alexanders eru tíu listamenn og á hver þeirra eitt listaverk. Verkin eiga öll það sameiginlegt að vera í svart/hvítu, enda dregur sýningin nafn sitt af því: S/H/91-93. Listamennirnir eru: Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir, Darren Mark Guiz Trinidad Xaeki, Dýrfinna Benita Garðarsdóttir, Eysteinn Þórðarson, Fritz Hendrik Berndsen IV, Krista Alexandersdóttir, Kristín Þorláksdóttir, Magnús Ingvar Ágústsson, Sólveig Eir Stewart og Valdemar Árni Guðmundsson. Í sýningu Oddnýjar er hinsvegar ein myndlistarkona, Heiða Rún Steinsdóttir. Hún á ellefu blekteikningar á sýningunni. Þótt sýningarnar tengist ekki beinlínis eiga báðar það sameiginlegt að listamennirnir vinna allir í svart/hvítu. Njótið sýningarinnar! Alexander Jean Edvard og Oddný Björk
Heiða Rún Steinsdóttir (f. 1981) Heiða Rún stundaði nám við myndlist í Listamenntaskólanum Paolo „Toschi“ á Ítalíu frá árinu 1999 til ársins 2003. Þá flutti hún til Manchester í Bretlandi og stundaði nám í eitt ár í The Manchester Metropolitan University. Í gegnum tíðina hefur hún unnið í ýmsum miðlum og má þar nefna skúlptúra, víra og málað með öllu sem hægt er að mála. Í dag hefur hún alfarið snúið sér að teikningum og málverkum með bleki. Byggingar og fólk eru hennar aðal viðfangsefni. Í sýningunni í Artíma Gallerí sýnir hún einmitt ellefu blekteikningar af fólki og byggingum, en nýtir sér einnig kaffi sem efnivið. Myndirnar eru allar í svarthvítri tvívídd þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín án þess þó það bitni á gæðunum. Ef áhugi er á kauptilboðum vinsamlegast hafið samband beint við listamanninn á steinsdottirh@hotmail.com
Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir (f. 1992) Tæknihræðsla listakonunnar fer með hana í áhugaverðar áttir. Verkið er einfaldlega listakonan sjálf. Upplýsingum úr lífi hennar hefur verið komið fyrir á USB lykli. Barnæska, unglingsár, leyndarmál og persónulegar hugsanir eru lagðar fyrir fyrir framan áhorfendur. Þeir geta þó lítið annað en ímyndað sér upplýsingarnar. Viðfangsefni verksins er því aukin tölvu- og netnotkun í samfélagi okkar. Verkið sækir innblástur frá Sigurði Guðmundssyni.
Darren Mark Guiz Trinidad Xaeki (f. 1993) Frumleg útfærsla í anda tískuteikninga er framlag listamannsins til sýningarinnar. Mikil áhersla er lögð á smáatriði og tilfinningaríkar strokur. Áhrif frá ýmsum stöðum eru nýtt til að byggja viðfangsefnið jafnt of þétt. Hann vill framkalla ákveðna tilfinningu hjá áhorfandanum. Það fari eftir áhorfanda hver tilfinningin sé. Umfram allt eru tískuáhrifin áhugaverð. Þau eru augljós og vel nýttur áhrifavaldur
Dýrfinna Benita Garðarsdóttir (f. 1992) Dýrfinna hefur áhuga á því sambandi sem tengir hversdagsleikann saman og gerir tilraun til að skýra hann. Hún er gefin fyrir mannleg samskipti. Þau hafa verið henni hvatning í fyrri verkum. Dýrfinna er afkastamikil. Fullar skissubækur eru daglegt brauð. Hún skissar daglega en mismikið þó. Þær nýtir hún fyrir tjáskipti sín í daglegu lífi. Við skissugerðina snertir Dýrfinna ekki strokleður. Þegar hún gerir mistök vinnur hún með þau. Hún heillast af falsleysi mistakanna og nýtir þau sér í hag. Dýrfinna er hreinskilin.
Eysteinn Þórðarson (f. 1991) Eysteinn vann verk sitt Lord Donald is a Pale Horse í þema sýningarinnar, svart/hvítu. Hann metur mikils teiknistíl írska listamannsins Harry Clarke. Clarke vann mikið í svört/hvítu og er það er einskonar virðingarvottur við hann. Natni við myndbyggingu er mikil. Augljóst er að allt er úthugsað og skipulagt. Myndefnið er undir áhrifum texta ensku hljómsveitarinnar Fairport Convention og hinnar grísku Aphrodite’s Child.
Fritz Hendrik Berndsen IV (f. 1993) Myndefni málverksins er tík. Hár hundsins eru svört í rótina en hverfa út í hvítt. Við fyrstu sýn virðast þau grá. Verkið sýnir skapsveiflu tíkarinnar á því augnabliki sem sem hún á sér stað. Ákveðið misjafnt ástand er myndgert. Milliástand. Mitt á milli gleði og sorgar eða svarts og hvíts. Grátt. Á skjánum ber að líta tíkina. Hún kyrrstæð í fyrstu en espist svo upp í leik við húsbónda sinn. Ástandsbreytingarnar eru hraðar og stöðugar. Ástand sem er misjafnt.
Krista Alexandersdóttir (f. 1992) Verkið er hvatning til breyttrar hegðunar. Einnig að útfæra hið eðlilega. Óbreytt ástand getur verið öruggt. Fjölbreytni þar er þó ábótavant. Ástandi hversdagleikans skal breyta. Mikilvægt sé að stíga út fyrir ímyndaðan ramma daglegs lífs. Hvíta kassann. Fjöldi möguleika bíði þar fyrir utan. Nú sé tími til kominn að taka andstæðan pól og breyta til. Blandaðir miðlar nýttir til að reyna að ná til áhorfandanna.
Kristín Þorláksdóttir (f. 1992) Þykkt/þunnt, svart/hvítt og mjólk/tjara. Verk þetta tekst á vissan hátt við andstæður. Eitthvað tvennt svo ólíkt að því var aldrei ætlað að fara saman. Tvö sjálf sem myndu aldrei verða eitt. Engan milliveg væri að finna. Aðeins skýra útkomu. Einhverju sem aldrei var ætlað að vera. Efni listaverksins eru þannig gerð að þau munu einfaldlega aldrei eiga möguleika á því að fara saman. Eðlilega óeðlislægt.
Magnús Ingvar Ágústsson (f. 1991) Blek, Akríll, Krossviður, 2 hreindýr, 2 refúlfar, 1 og 1/2 beinagrind, 11,5 kg Innyfli og 228 tennur.
Sólveig Eir Stewart (f. 1992) Mat okkar á fréttum, trúarbrögðum, pólítík og öðru fólki verður sífellt fyrir áhrifum frá utan að komandi aðilum. Sumir taka ýkta afstöðu gagnvart ýmsum málum. Er þessi hugsun mynduð af eigin skoðunum? eða erum við ómeðvitað að fylgja því sem okkur er sagt að sé rétt? Er tilveran brengluð? eða er sýn okkar á tilveruna brengluð? Er hægt að fullyrða að eitt sé rétt og annað rangt? Listamaður hvetur til áhugasamari áhorfanda sem eru frekar til í að sjá það sem liggur að baki en það sem sést að utan.
Valdemar Árni Guðmundsson (f. 1991) Fyrri verk istamannsins hafa verið abstrakt og minimalísk. Nú eru um enga undantekningu að ræða. Verkið samanstendur af þremur ljósmyndum. Þær voru teknar við ákveðnar aðstæður. Aðstæður sem listamaður tengir við ákveðna tilfinningu. Ljósmyndirnar eru teknar á Canon EOS 550d
artíma gallerí
TAKK Andri Már Arnlaugsson Málning ehf. Allir listfræðinemar HÍ Allir listamenn sýningarinnar Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Tumi Árnason Fjóla Kristín Árnadóttir Viðar Snær Garðarsson Faktorý Stúdentasjóður