Fyrsta รกr barnsins
©Anna Sigga
Maí 2011 – 2.
2.tölublað ~ Maí 2011
Margir byrja að skrappa þegar von er á fyrsta barninu og þá er oftast erfitt að ákveða hvar sé best að byrja. Það er svo margt sem hægt er að skrappa í tenglsum við fyrsta ár barnsins og auðvitað er engin ein regla sem segir til um hvað má og hvað má ekki gera. Hér á eftir koma nokkrir punktar til að auðvelda fyrstu skrefin í þessu skemmtilegu verkefni – þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi, en það er alltaf gott að byrja einhverstaðar.
Tillögur að titlum ♥ Beðið eftir þér ♥ Fæðingin ♥ Heimferðasettið ♥ Velkomin/-inn í heiminn ♥ Fyrsta brosið ♥ Fyrsta tönnin ♥ Fullkomin/-inn ♥ Litla fjölskyldan ♥ Þessi fallegu augu ♥ 6 mánaða ♥ Fyrsti grauturinn ♥ Fyrsta afmælið 2
©Anna Sigga
Maí 2011 – 2.
♥ Einstakur/einstök ♥ Mömmustelpa/-strákur ♥ Pabbastelpa/-strákur ♥ Páskaunginn ♥ Blómarós ♥ Klifurmús ♥ Litli töffarinn ♥ Stanslaust stuð ♥ Buslað í baðinu Ég mæli með því að hafa litla stílabók við höndina þar sem þið getið skrifað niður hugmyndir að titlum fyrir skrappsíðurnar, því þessir gullmolar eru alltaf að taka upp á einhverju sniðugu og þá er gott að eiga smá heimildir. Það gerist líka svo margt í lífi barnanna sem við viljum ekki gleyma og þó svo planið sé alltaf að muna allt saman þá er það mín reynsla að sumir hlutir eiga til að gleymast. Þá kemur stílabókin að góðum notum – þar getum við skrifað niður hugsanir okkar, hvað börnin gerðu og á hvaða tímabili. Akkúrat þessar minningar er svo gaman að skrifa á skrappsíðurnar okkar með myndunum af börnunum. Textinn sem við skrifum á skrappsíðuna okkar þarf ekki endilega að eiga við nákvæmlega þá mynd. Við eigum svo mikið af myndum af þessum krúttum og getum notað myndir sem voru teknar á svipuðum tíma og atburðurinn sem skrifað er um átti sér stað.
Litaval og ljósmyndir 3
©Anna Sigga
Maí 2011 – 2.
Skrappið aldrei frumeintakið af myndinni ykkar! Geymið ávallt frumeintakið sem og afrit af myndunum til öryggis. Það getur verið erfitt að velja réttu/bestu litina sem passa við ljósmyndirnar. Börnin eru oft í litríkum fötum og með mörg leikföng í kringum sig sem passa ekki endilega saman. Þá er sniðugt að láta framkalla (eða prenta út) myndina í svart-hvítu eða brúntóna (sepia) til að eiga auðveldara með að ákveða litasamsetningu á skrappsíðunni. Ef þið viljið nota myndina í sínum réttu litum þá er mjög gott að athuga hvaða litir eru mest ráðandi á myndinni og velja þá liti sem passa best við. Gott er að miða við 2 – 4 liti í byrjun og eftir að þið hafið skrappað nokkrar síður er mun auðveldara að velja liti sem ykkur finnst passa hverju sinni. Æfingin skapar meistarann.
Skissur Skissur eru skemmtileg leið til að byggja upp skrappsíður og það eru ótal mörg skrapp-skissu blogg á netinu og um að gera að skoða þessi blogg til að koma sér af stað. Það skemmtilega við skissur er að það er hægt að fara alveg 100% eftir þeim eða nota þær sem innblástur að uppsetningu og fleira. 4
©Anna Sigga
Maí 2011 – 2.
Hér eru nokkur skrapp-skissu blogg sem gaman er að skoða: ♥ http://www.pencillines.com/ ♥ http://www.twistedsketches.com/ ♥ http://creativescrappers.blogspot.com/ ♥ http://sketchythursdays.blogspot.com/ ♥ http://skissedilla.blogspot.com/ ♥ http://www.pagemaps.com/ ♥ http://www.scrapbook.is/beggahuna/
Einnig læt ég fylgja með nokkrar skissur eftir mig sem ykkur er frjálst að nota að vild.
5
©Anna Sigga
Maí 2011 – 2.
Vinsamlegast athugið að texti og myndir eru eign Önnu Siggu og öll fjölföldun og dreifing á þessu efni er í öllum tilvikum óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar.
6