Skrapparinn 3. tölublað

Page 1

Stimplar, blek og embossing duft -

fyrri hluti -


©Anna Sigga

Júní 2011 – 1.

3.tölublað ~ júlí 2011

Stimplar eru svo sem ekkert nýtt fyrir marga íslenska föndrara en við gleymum oft að stimplar eru mjög skemmtilegir á skrappsíðurnar okkar. Þessi snilldar tól eru nefnilega ekki bara flott á kortum. ;o)

Stimplar - bakgrunnur Með því að stimpla beint á cardstock er hægt að búa til sinni eigin munsturpappír eða bara hressa aðeins upp á einlitan grunnpappír. Hægt er að nota hvaða blek sem er í þetta og einnig er mjög skemmtilegt að stimpla með Versmark á dökkan pappír til að fá „skugga-munstur“ á pappírinn. Hér koma nokkar útfærslur af stimpluðum cardstock pappír:

Stimplar eru svo fallegir að það er alger synd að geyma þá en ekki nota. Það besta við stimplana er að það er hægt að nota þá aftur og aftur. Gott dæmi um góða skrapp-fjárfestingu. 2


©Anna Sigga

Júní 2011 – 1.

Stimplar – embossing duft Embossing duft er mjög skemmtilegt efni sem gaman er að nota á skrappsíðurnar alveg eins og á kortin. Þegar við notum embossing duft þarf að fjárfesta í sérstakri föndur hitabyssu og Versamark bleki. Hitabyssan bræðir duftið sem situr ofaná blekinu saman við pappírinn og verður það aðeins upphleypt. Versamark blek er í raun mjög blautt og hægþornandi límkennt (sticky) blek sem er lengi að þorna, en samskonar blek er einnig til frá Tim Holtz (Ranger). Hér er linkur á stutt myndband þar sem ég sýni hvernig hægt er að nota Versamark og embossing duft. http://www.youtube.com/user/Skrappoggamanis#p/a/u/0/fvQzZCwCVFY

3


©Anna Sigga

Júní 2011 – 1.

Í næsta hefti af Skrapparanum mun ég fara nánar út í það hvaða blek hentar hverju sinni, mismunandi embossing duft, skref fyrir skref myndir og fleira tengt embossing.

Vinsamlegast athugið að texti og myndir eru eign Önnu Siggu og öll fjölföldun og dreifing á þessu efni er í öllum tilvikum óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar.

4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.