Blóm úr cardstock
4.tölublað ~ september 2011
©Anna Sigga
september 2011 – 4.
Það er enginn skortur á fallegum blómum í skrappinu en það getur líka verið gaman að búa til sín eigin blóm úr fallegum pappír, efni eða cardstock pappír. Mér finnst mjög gaman að búa til stór blóm úr fallegum pappír og nota þá oftast die-cut mótin mín, s.s. Sizzix, Cuttlebug, Spellbinders og fleiri.
Tattered Flowers – Sizzix
Blómin á þessum kortum eru gerð úr Core Couture/Gemstone cardstock pappír frá Core‘dinations, Sizzix mótum, tjulli, laufblöðum, köku-dúllu, korti frá Kaisercraft og brads (splitti) frá American Crafts.
2
©Anna Sigga
september 2011 – 4.
Fyrst skerum við blómin út með því að renna pappírnum í gegnum skurðvélina (farið eftir leiðbeiningunum sem fylgja vélinni). Farið eins að ef þið viljið bæta við tjulli eða öðru efni.
3
©Anna Sigga
september 2011 – 4.
Raðið blöðunum ofan á hvert annað þangið til þið eruð sátt við útkomuna. Notið svo brad setting tól (eða stóra nál) til að gata í gengum öll lögin.
Veljið brads (splitti) til að halda blöðunum saman og notið fingurna til að lyfta blöðunum svo að þau virki „raunverulegri“.
4
©Anna Sigga
september 2011 – 4. Límið laufblöðin aftaná og blómið er tilbúið.
Efni frá Skrapp og gaman.is: Gemstones – Garnet Core Couture – Stiletto American Crafts brads (splitti) Kaisercraft kort og umslög - kremhvít Brad Setting Tool
Vinsamlegast athugið að texti og myndir eru eign Önnu Siggu og öll fjölföldun og dreifing á þessu efni er í öllum tilvikum óheimil nema með skriflegu leyfi höfundar.
5