Hamraborg - hönnunartillaga

Page 1


Inngangur Torg, græn svæði og myrkurgæði Vistvænar lausnir Samfélagskjarni Íbúðarbyggð Samgöngur og borgarlína

2 4 7 8 11 13

Landbúnaðarháskóli Íslands Heildstætt og hagnýtt skipulag | maí 2019 Anna Kristín Guðmundsdóttir Atli Steinn Sveinbjörnsson

1


Miðgarður er vistvæn framtíðarsýn um byggðina á Digraneshálsi með fjölbreyttar samfélagsgerðir að leiðarljósi. Gróðursælt útivistarsvæði tengir byggðina saman og hafa íbúar svæðisins gott aðgengi að grænu og bíllausu umhverfi sem styður við lýðheilsu samfélagsins. Fjölbreyttar íbúðargerðir styðja við margbreytilegar þarfir íbúa um búsetu og geta þeir jafnframt leigt sér vinnurými og verkstæði og ræktað matvæli í gróðurhúsum allan ársins hring.

Mynd 1​: Staðsetning hönnunarsvæðis, sólargangur og ríkjandi vindáttir.

2


Mynd 2​: Horft í gegnum Miðgarð í átt að Hamraborg. Ný íbúðarbyggð, göngu- og hjólastígar og útivistarsvæði.

3


Torg, græn svæði og myrkurgæði Miðgarður fær heiti sitt frá grænu útivistarsvæði sem tengir byggðina saman frá Víghóli að Borgarholti. Þannig hafa allir íbúar svæðisins gott aðgengi að gróðursælu umhverfi og geta ferðast um svæðið á göngu- og hjólastígum fjarri bílaumferð. Yfir umferðargötur eru gróðurbrýr. Lágstemmd ratlýsing og tímastilltir götulampar stuðla að bættum myrkurgæðum og orkusparnaði á útivistarsvæðinu. Svæðið umhverfis Kópavogskirkju er skilgreint sem myrkurgarður þar sem ljósmengun er haldið í lágmarki og þannig eiga íbúar meiri möguleika á að sjá norðurljósin og önnur gæði næturhiminsins.

Mynd 3: ​Leiksvæði

Við Hamraborg eru skjólrík samgöngu- og miðbæjartorg með gróðri, grashólum og dvalarsvæðum. Þar eru umhverfislistaverk og litrík útilýsing sem styrkir aðdráttarafl svæðisins og vekur tilfinningar. Þar er miðbær Kópavogs með skrifstofuhúsnæðum, hótelum, kaffihúsum, matvöruverslunum o.s.frv. Á þaki nýrrar verslunarmiðstöðvar við Hamraborg er skíðabrekka sem hægt er að renna sér á allan ársins hring. Mynd 4: ​Dýraleikskóli.

Vistvænar lausnir Með áherslu á gróður og græn svæði er stuðlað að bindingu kolefnis og lífvænlegu umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Meðfram umferðargötum eru blágrænar ofanvatnslausnir sem hreinsa ofanvatn og minnka álag á fráveitukerfi. Heitt affallsvatn verður nýtt í upphitun stíga og gróðurhúsa á veturna. Á sumrin nýtist affallsvatn í yltjarnir sem eru skautasvell á veturna.

Mynd 5: ​Útsýnissvæði.

4


Mynd 6​: Grunnmynd af skipulagssvæðinu.

5


Mynd 7​: Skýringarmynd, græn svæði.

Mynd 8​: Skýringarmynd, landnotkun svæðisins.

Mynd 9​: Skýringarmynd, núverandi og ný byggð á svæðinu.

6


Mynd 10​: Sumarkvöld á samgöngutorgi Borgarlínunnar í Hamraborg. Tjörn, leiksvæði, litrík lýsing og grashólar skapa lífvænlegt umhverfi og aðdráttarafl að svæðinu.

7


Samfélagskjarni Síðustu ár hafa orðið miklar breytingar á hugsunarhætti fólks um virði frítímans og áherslur í lífinu. Margir leggja meiri áherslu á sjálfbæra lifnaðarhætti sem felur í sér minna eignarhald og meiri samnýtingu á rými og tækjum. Íbúar á svæðinu munu geta ræktað sín eigin matvæli í gróðurhúsum eða keypt frá nágrönnum sínum á matarmörkuðum. Ræktun matvæla í nánasta umhverfi er vistvænn kostur sem einnig styður við félagslega uppbyggingu samfélagsins. Á svæðinu er samfélagskjarni þar sem íbúar geta leigt sér verkfæri og fengið aðgengi að verkstæðum, sölum, stúdíóum og annarri aðstöðu. Þá geta íbúar fengið aðgengi að vinnurýmum, fundarherbergjum og skrifstofum til að vinna að fjölbreyttum verkefnum, stofna fyrirtæki eða vinna fjarvinnu. Á svæðinu er einnig heilsurækt sem er sameiginleg fyrir alla íbúa svæðisins. Þar geta íbúar ræktað andlega og líkamlega heilsu í gróðursælu umhverfi og farið t.d. í jógatíma, stundað hugleiðslu og markþjálfun. Fjölbreytt leiksvæði fyrir allan aldur og æfingasvæði styrkja fjölbreytta hreyfimöguleika íbúanna og hvetur fólk til útiveru. Við Miðgarð er leikskóli, grunnskóli og menntaskóli með sameiginlegu leik- og útivistarsvæði. Við skólana eru gróðurhús fyrir garðyrkjutíma og þannig geta nemendur komist í grænt og bjart umhverfi yfir dimmustu vetrarmánuðina. Þar eru einnig þjónustuíbúðir eldri borgara með góðu aðgengi að gróðursælu tjarnarsvæði fyrir gönguferðir. Á skólasvæðinu er jafnframt dýraleikskóli fyrir gæludýr íbúa svæðisins.

Mynd 11: ​Gróðurhús og markaður.

Mynd 12: ​Heilsurækt.

Mynd 13: ​Vinnurými till útleigu.

8


Mynd 14​: Þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara og tjarnarsvæði á vorkvöldi.

9


Mynd 15​: Tillöguuppdráttur - nærmynd af skóla og íbúðarsvæði.

10


Íbúðarbyggð

Íbúðagerðir

Uppbygging á svæðinu miðar við að bjóða uppá fjölbreyttar íbúðargerðir fyrir margbreytilega samsetningu samfélagsins. Fjölskyldumynstur nútímans eru orðin flóknari en áður fyrr og er orðið algengara að foreldrar séu í samstarfi þótt sambandi þeirra sé lokið. Skilnaðarbörn skipta þannig jafnvel um heimili á vikufresti. Eina vikuna þarf foreldri því að eiga nægjanlega stórt heimili fyrir öll börnin sín en þá næstu eru börnin hjá hinu foreldrinu. Í öllum nýju fjölbýlishúsunum á svæðinu er gert ráð fyrir 1-3 sameignaríbúðum og þannig geta íbúar stækkað við sig tímabundið í takt við breytt fjölskyldumynstur. Þannig geta íbúar fjárfest í hæfilega stórum íbúðum en samnýting rýmis og minna eignarhald býður uppá meira frelsi. Í töflunni er samantekt um ný íbúðarhús. Húsagerð

Fjölbýli

Fjölbýli

Hæð

3

5

Brúttóflatarmál

300 m²

1125 m²

Fjöldi húsa

45

30

Heildarbyggingarmagn

13.500 m²

33.750 m²

Fjöldi bílastæða per hús

2

8

Fjöldi íbúða per hús

4

8-14

Fjöldi íbúða samtals 524

180

344

Fjöldi sameignaríbúða

45

60

Stúdíó

106

20,2%

2 herb.

270

51,5%

3 herb.

90

17,2%

4 herb.

58

11,1%

11


Mynd 16​: Göngu- og hjólatenging í gegnum Miðgarð. Við íbúðarbyggðina eru gróðurhús, leiksvæði, tjarnir og lækir sem hvetur íbúa til útiveru og félagslegra samskipta.

12


Samgöngur og Borgarlína Göngu- og hjólastígar tengja allt svæðið saman og stuðla að vistvænum samgöngum og hreyfingu íbúa. Einstefnu hjólastígar eru meðfram götum aðgreindir frá akbraut með ofanvatnslausnum. Tvístefnu hjólastígur er í gegnum Miðgarð. Við stígakerfið eru skilti og merkingar og áningarstaðir með bekkjum, vatnsbrunnum og viðgerðarstæðum fyrir reiðhjól. Götumyndin einkennist af breiðum göngustígum, aðgreindum hjólastígum og blágrænum ofanvatsnlausnum. Borgarlínan er á sér akbrautum eftir Digranesvegi með biðstöðvum með um 150-300 m millibili. Samgöngumiðstöð er í Hamraborg þar sem leiðarkerfi mætast. Á biðstöðvum eru rafhjólaleigur og hleðslustöðvar. Einstefna er fyrir akandi í átt frá Hamraborg um Digranesveg að Digranesheiði. Tvístefna er um aðrar götur. Langtímastæði eru fyrir íbúa í bílskýlum með hleðslustöðum fyrir rafbíla. Fjöldi stæða fyrir ný íbúðarhús eru 330 eða 0,7 per hverja 100 m² í samræmi við kvaðir á þróunarás Borgarlínunnar. Gert er ráð fyrir deilikerfi rafbíla sem gerir íbúum kleift að leigja bíla tímabundið fyrir lengri ferðir. Langtímastæði fyrir verslunar og þjónustukjarna í Hamraborg eru í bílastæðahúsum sem eru björt til að styrkja öryggistilfinningu vegfarenda. Önnur skammtímastæði eru á gegndræpu yfirborði við götu. Við allar byggingar og áfangastaði eru hjólastæði, lágmark 3 stæði per hverja 100 m².

Mynd 17​: Borgarlínustöð.

Mynd 18​: Götumynd.

13


Mynd 19​: Skýringarmynd - samgöngur.

14


Mynd 20:​ Ný götumynd Digranesvegar. Einstefnugata, hjólastígar, blágrænar ofanvatnslausnir og Borgarlínugata. Ný íbúðarbyggð á björtum degi.

15


Mynd 21​: Skýringarmynd, uppbygging til framtíðar og áfangaskipting svæðisins.

16


Mynd 22​: Sniðmyndir C1-C2, B1-B2 og A1-A2..

17


Frekari upplýsingar bit.ly/midgardur “Labbaðu” í gegnum landmódel af svæðinu https://bit.ly/2V2ZEt7

18


Miðgarður

Byggð

Landnotkun

Skannaðu QR kóðann til að skoða meira

N

Áfangaskipting

Græn svæði

Miðgarður er vistvæn framtíðarsýn um byggðina á Digraneshálsi með fjölbreyttar samfélagsgerðir að leiðarljósi. Gróðursælt útivistarsvæði tengir byggðina saman og hafa íbúar svæðisins gott aðgengi að grænu og bíllausu umhverfi sem styður við lýðheilsu samfélagsins. Fjölbreyttar íbúðargerðir styðja við margbreytilegar þarfir íbúa um búsetu og geta þeir jafnframt leigt sér vinnurými og verkstæði og ræktað matvæli í gróðurhúsum allan ársins hring.

Hafgola ríkjandi að sumri

Austanáá ríkjandi vindáá

Samgöngur

Staðsetning - Hamraborg og Digranesháls. Sólargangur og ríkjandi vindáttir.

A1 Hamrabrekka

C1 Kópavogskirkja

Sundlaug Miðbæjartorg Álfhólsv

Hamraborg

B1

Verkstæði, salir, rækt

Grunnskóli Leikskóli

Brú Ný íbúðabyggð

Menntaskóli

A2

Tillöguuppdráttur - afm

Íbúðakjarni Þjónustuíbúðir

Grunnskóli

örkun

Leikvöllur

Digranesvegur

4

B1

200

300

400

C2

Menntaskóli Brú B2

Útivistarsvæði

500 m

ði

100

Brú

B2

Þjónustuíbúðir eldri borgara

Tjörn og lækur Leiksvæði

1

ekka

Verslanir, skrifstofur, skíðabrekka

Ný íbúðabyggð

2

M.kv. 1:2500 á A1

Digranes

Þversnið A1-A2

Skálahei

Tré og runnar

Hjólassgar Göngussgar Ofanvatnslausn Bílastæði - gegndræp Gata Gata - Borgarlína

Dýraleikskóli

Brú

Brattabr

Gróðurhús Græn þök

Samgöngutorg

Meltröð

Borgarholtsbraut

3

Va l l a r t rö ð

Skip tistö ð

Borg a

Verslanir og veitingarstaðir

Núverandi byggingar Fjölbýli 5 hæðir Fjölbýli 3 hæðir Bílastæðahús Verslun og þjónusta

egur

rlínu

Myrkurgarður

heiði

Skíðabrekka

Borgarlína Torg Gata

A2

A1

Biðstöð Borgarlínu á Digranesvegi. Rafhjólaleiga og hleðslustöð, skýli og gróður.

Íbúðakjarni

Götumynd. Göngustígar, aðgreindir hjólastígar, ofanvatnslausnir og skammtímastæði.

Langsnið B1-B2

Borgarlínan

Bílastæði

Biðstöðvar Borgarlínunnar eru á um 150-300 m millibili á Digranesvegi. Samgöngumiðstöð er í Hamraborg þar sem leiðarkerfi mætast. Á biðstöðvum eru rafhjólaleigur og hleðslustöðvar.

Langtímastæði eru fyrir íbúa í bílskýlum með hleðslustöðum fyrir rafbíla. Fjöldi stæða fyrir ný íbúðarhús eru 330. Gert er ráð fyrir deilikerfi rafbíla sem gerir íbúum kleift að leigja bíla tímabundið fyrir lengri ferðir. Langtímastæði fyrir verslunar og þjónustu í Hamraborg eru í bílastæðahúsum. Önnur skammtímastæði eru á gegndræpu yfirborði við götu.

Menntaskóli

Þjónustuíbúðir Grunnskóli

Leikvöllur B2

B1

Skíðabrekka

Langsnið C1-C2

Vallatröð

Hamraborg

Borgarlína

Borgarlínan

Torg

Kópavogskirkja

Gata A1

A2

Íbúðarbyggð


Bílakjallari Miðbæjartorg

Álfhólsv

egur

Núverandi íbúðarbyggð

Dýraleikskóli

Brú

2 Fjölbýlishús

Hjólastígar

Bílskýli

Gróðurhús

Göngustígar

Leiksvæði

Va l l a r t rö ð

Grunnskóli

Leikskóli

Brú Gróðurhús

Tjörn

Verkstæði, salir, rækt

Íþróttavellir Leiksvæði

Meltröð

Leikskólalóð Menntaskóli Skólalóð Bílastæði gegndræpt yfirborð

Íþróttavellir

Þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara

1 Lækur

Bílskýli Fjölbýlishús

Gróðurhús Gróðurhús

Skrifstofur

Tjörn Bílastæðahús

Borgarlína

Leiksvæði

Göngustígar

kka

Ofanvatnslausn

Brattabre

Bílastæði - gegndræpt yfirborð

Tillöguuppdráttur - nærmynd

Brú

Hjólastígar

Núverandi byggingar Fjölbýli 5 hæðir Fjölbýli 3 hæðir Bílastæðahús Verslun og þjónusta

Hjólassgar Göngussgar Ofanvatnslausn Bílastæði - gegndræp Gata Gata - Borgarlína

Gróðurhús Græn þök

Digranesvegur

50

100

200 m

M.kv. 1:1000 á A1

4

Tjörn og lækur Leiksvæði

Tré og runnar

Íbúðagerðir Uppbygging á svæðinu miðar við að bjóða uppá fjölbreyttar íbúðargerðir fyrir margbreytilega samsetningu samfélagsins. Í öllum nýju fjölbýlishúsunum á svæðinu er gert ráð fyrir 1-3 sameignaríbúðum og þannig geta íbúar stækkað við sig tímabundið í takt við breytt fjölskyldumynstur. Þannig geta íbúar fjárfest í hæfilega stórum íbúðum en samnýting rýmis og minna eignarhald býður uppá meira frelsi.

4h

14 blokkir 12 íbúðir per blokk 2 _ sameignar 3 _ stúdíó 3 _ 2 herb. 3 _ 3 herb. 3 _ 4 herb.

erb

stú

díó 2h

8 blokkir 8 íbúðir per blokk 3 _ sameignar 6 _ 3 herb. 2 _ 4 herb.

45 hús 4 íbúðir per hús 1 _ sameignar 4 _ 2 herb.

D

ig

e ra n

s

ur

Ál

.

erb

. 3h

8 blokkir 14 íbúðir per blokk 1 _ sameignar 8 _ stúdíó 6 _ 2 herb.

g ve

erb

eig

rí na

.

sam

ð

Brattabrekka

Íbúðargerðir og samsetning fjölbýlishúsa

Íbúðarbyggð

Ný fjölbýlishúsabyggð

Brattabrekka

Grænt svæði

Meltröð

Horft í gegnum Miðgarð í átt að Hamraborg. Ný íbúðarbyggð, göngu- og hjólastígar og útivistarsvæði.

Víghóll Útivistarsvæði

fh

óls

ve

gu

r


2

1

Þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara og tjarnarsvæði á vorkvöldi.

Göngu- og hjólatenging í gegnum Miðgarð auðveldar aðgengi íbúa að útivistarsvæðum. Við íbúðarbyggðina eru gróðurhús, leiksvæði, tjarnir og lækir sem hvetur íbúa til útiveru og félagslegra samskipta.

3 Sumarkvöld á samgöngutorgi Borgarlínunnar í Hamraborg. Tjörn, leiksvæði, litrík lýsing og grashólar skapa lífvænlegt umhverfi og aðdráttarafl að svæðinu.

Gróðurhús og matarmarkaðir þar sem íbúar geta ræktað sín eigin matvæli eða keypt frá nágrönnum sínum.

Sameiginleg heilsurækt fyrir andlega og líkamlega heilsu í gróðursælu umhverfi. Jóga, markþjálfun, hugleiðsla og fleira.

Leikskóli fyrir gæludýr með úti og inni leiksvæðum.

Fjölbreytt og gróðursæl leiksvæði fyrir alla aldurshópa. Útivistarsvæði

Íbúðarbyggð

Skrifstofurými til leigu fyrir sprotafyrirtæki og einstaklinga. Verkstæði með aðstöðu fyrir íbúa og tæki og tól.

Útsýnisstaðir á Víghóli og Borgarholti á útsýnispöllum. Lágstemmd ratlýsing sem hindrar ekki aðgengi að næturhimninum.

4

Ný götumynd Digranesvegar. Einstefnugata, hjólastígar, blágrænar ofanvatnslausnir og Borgarlínugata. Ný íbúðarbyggð á björtum degi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.