Bdideftirbarni 1kafli 14mai2014

Page 1

Anna kristín halldórsdóttir

beðið eftir barni

1



Beรฐiรฐ eftir barni



Anna Kristín Halldórsdóttir

Beðið eftir barni

Reykjavík 2014


Beðið eftir barni © Anna Kristín Halldórsdóttir Öll réttindi áskilin Gefin út í Reykjavík, 2014 Hönnun kápu: Anna Kristín Halldórsdóttir Uppstilling kápu: Anna Kristín Halldórsdóttir Umbrot: Anna Kristín Halldórsdóttir Letur í meginmáli: Minion Pro 11 pt/14pt


Tileinkað Natalíu Yun og Kínasystrum hennar sjö frá Wuxue: Ástrós Höllu, Daðey, Díönu Rós, Ingibjörgu, Kristínu, Rósalind og Önnu Fríðu.



ðFormáli Þessi bók er skrifuð upp úr dagbókarbloggi og ber þess ákveðin merki en ég ákvað að halda mig innan þess ramma sem bloggfærslur miðast við í stað hefðbundinna bókaskrifa. Kaflarnir skiptast eftir mánuðum og við hvern upphafskafla er mynd frá Kína sem tekin var á ferðalagi mínu árið 2007. Myndirnar verða allar unnar þannig að þær eru í þremur litum og annar hver kafli nær yfir tvær síður. Skiptingar milli daga eru síðan í rauðum kassa sem eiga skírskotun í kínversku hugmyndina að ósýnilegur rauður þráður tengi saman fólk sem örlögin ætli sér að koma saman. Það getur teygst á þessum þræði og hann flækst í eitthvað en hann slitnar ekki.

9



1. kafli Mars 2006

11



11. mars ðHvað er í gangi? Ættleiðingarumsóknin okkar fór frá Íslandi í október 2005 ásamt umsóknum sjö annarra fjölskyldna og voru skráðar inn í kerfið í Kína 14. nóvember en við það fengum við LID 14. nóvember en það er „Log in date” en alltaf er talað um LID. Það er hvergi hægt að finna neinar upplýsingar um það hvenær við getum reiknað með að leggja í þessa miklu ferð en fólk um allan heim er í þessum sömu sporum. Það hefur orðið til þess að farin er af stað einhvers konar neðanjarðarhreyfing fólks sem reynir að finna út hvað er í gangi. Fólk reynir að reikna út frá upplýsingum sem koma mánaðarlega frá kínverskum yfirvöldum hver möguleg tímasetning geti orðið. Þessar upplýsingar eru birtar á heimasíðu CCAA en það er stofnunin sem sér um ættleiðingar í Kína (China Center of Adoption Affairs). Upplýsingarnar felast í því að í hverjum mánuði, yfirleitt á svipuðum tíma, eru birtar upplýsingar um þær umsóknir sem búið er að afgreiða. Þannig voru í febrúarmánuði afgreiddar umsóknir frá fólki sem sótti um 14.–25. maí 2005, sex mánuðum á undan okkur. Þegar við lögðum inn umsóknina okkar þá var almennt talað um að fólk gæti reiknað með upplýsingum um barn 9–12 mánuðum eftir að umsóknin skráðist í kínverska kerfið:

13


Við erum nú búin að bíða fjóra mánuði frá LID (14. nóvember) og samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag er ég alveg hóflega bjartsýn um að okkar upplýsingar berist í ágúst og við færum þá út u.þ. b. átta vikum seinna. Ég ætla að skella hér upp tilgátu um það hvernig þetta lítur út fyrir mér í dag. Þetta eru auðvitað bara pælingar sem geta þess vegna breyst á morgun. Tíminn hefur hægt og þétt verið að lengjast og færri umsóknardagar afgreiddir mánaðarlega.

Nýjustu upplýsingarnar CCAA birtir nokkurn veginn mánaðarlega upplýsingar um fjölda umsókna sem þeir eru búnir að afgreiða. Myndin hér á næstu síðu sýnir að er búið að skoða allar júlíumsóknir fyrir 2005 (review room) og búið að afgreiða allar umsóknir sem eru með LID til og með 25. maí 2005 (endurgerð mynd af heimasíðu CCAA).

Review Room er skoðunarherbergið en þangað fara allar umsóknir til

14


skoðunar og fara ekki þaðan fyrr en allt er í lagi með allar umsóknir sem tengjast viðkomandi mánuði. Oftast hefur verið skoðaður einn mánuður í einu en það virðist hins vegar vera að breytast og nú er yfirleitt hálfur mánuður í senn. Matching Room er þar sem börn eru pöruð við umsækjendur og sagan segir að reynt sé að finna einhver líkindi með þeim og myndum umsækjenda. Táknið gangi þér vel

Óstaðfest Fyrst er það jákvæða slúðrið:

Síðustu viku hefur sá orðrómur gengið fjöllum hærra að septembermánuður sé kominn í skoðunarherbergið. Ef þetta er satt þá virðist sem CCAA sé á fullu við að vinna upp tímann sem hefur verið að lengjast að undanförnu. Þar af leiðandi ef þetta er satt, þá eru bara tveir mánuðir í að okkar pappírar fari í skoðun! Hipp, hipp húrra!

Þá er það neikvæða slúðrið: Eitt sem er nýlega farið af stað, og ef það er satt, þá er útlitið öllu verra. Það er einstaklingur í febrúar Yahoo póstgrúbbu (fólk með umsóknir tiltekna mánuði hefur safnast saman í póstgrúbbur til að deila á milli sín upplýsingum) sem fullyrðir að CCAA hafi sagt tveimur sænskum ættleiðingarfélögum að biðtíminn muni fljótlega fara að lengjast í 18 mánuði. Þetta eru skelfilegar fréttir en um leið ótrúlegar. Af hverju lætur CCAA bara Svíana vita? Er það ekki frekar ótrúlegt? Mundu þeir ekki setja þetta á heimasíðuna sína ef tíminn væri að lengjast svona? Ég kýs að trúa þessu fyrra, alla vega þangað til næstu upplýsingar verða birtar!

15


14. mars ðNæstu upplýsingar Æi, ég var að vona að það hefðu komið upplýsingar frá CCAA í dag. Það er nefnilega búinn að vera sterkur orðrómur á kreiki um að þeir myndu birta upplýsingar um miðjan mánuðinn og það er í dag.

15. mars ðSkoðunarherbergið Ég fann mynd sem ég verð að deila með ykkur. Þetta eru mynd af pappírum í umsóknarherberginu þar sem börn eru pöruð við væntanlega foreldra sína. Hver ættleiðingarskrifstofa hefur sinn eiginn lit þannig að hægt er að sjá hvaða fjölskyldur koma frá sömu skrifstofu. Mér skilst að hver mappa sé ein fjölskylda. Þetta er ekkert smáræðis magn! Þegar maður hefur séð svona myndir þá fer maður að skilja aðeins hvað umfangið er gífurlegt.

16


20. mars ðNýjasta nýtt Það er ekki mikið í gangi núna, en það gæti breyst seinna í dag. Ekki veit ég hvernig fólk fer að því að reikna út hvenær næstu fréttir gætu birst en þetta eru greinilega háþróuð vísindi (eða þannig). Hins vegar voru tvenn skilaboð í Yahoo póstgrúbbunni. Þau fyrri eru frá konu sem er að ættleiða í gegnum Living Hope sem eru bandarísk samtök og hún segist hafa fengið bréf frá þeim þar sem þeir reikna með að biðin sé í dag 39 vikur (ein meðganga ha?). Önnur kona svarar þessu og segir að samtökin sín tali um sex mánaða bið fyrir okkur í viðbót. Ef þetta eru 39 vikur, þá mundi það þýða að upplýsingar bærust í kringum 14. ágúst. Hin talan er sex mánuðir í viðbót og þá er það upp úr miðjum september! Þannig að samkvæmt báðum þessum spám þá erum við í kringum þann tíma sem ég er alltaf að miða við að ég fari út, eða 15. september. Ég get alveg lifað með því en fer hinsvegar örugglega yfir um ef það er mikið lengri tími.

21. mars ðAllt að verða vitlaust Já, nú fór slúðrið af stað og nú er allt að verða vitlaust. Það virðast

allir vera sannfærðir um að það sé alveg aðkoma að því að Kína sendi mánaðarlegar upplýsingar; annað hvort alveg síðast í mánuðinum eða fyrstu dagana í apríl. Það er gott og blessað en fólk er að fara á límingunum við að reyna að giska á hverjir komi til með að fá upplýsingar. Það virðist sem ættleiðleiðingarskrifstofan sem alltaf er að tala um að allur júní komi næst sé bara með eina LID dagsetningu í júní og það er 9. júní þannig að það er spurning hvort það komi aftur svona fáir dagar (26. maí til 9. júní)?

17


Spánn er víst alltaf að vera með mjög áreiðanlegar upplýsingar og hefur yfirleitt verið mest að marka það sem þeir segja. Hins vegar segja þeir núna að það verði BARA restin af maí sem komi næst. Það bara getur ekki verið satt, það bara getur ekki verið. Þeir höfðu víst rangt fyrir sér með síðasta slúður (fyrir þann tíma sem ég byrjaði að fylgjast með) og nú bara að VONA að þeir hafi aftur rangt fyrir sér. Skemmtilegar fréttir svona í restina. Það eru leyfi (TA = travel approvals) til þeirra sem síðasta mánuði. Það þýðir að þeir hafa verið þeim gögnum og senda leyfin, kannski bara

víst að berast ferðafengu upplýsingar í örfljótir að vinna úr rétt um þrjár vikur.

Ferlið virkar þannig að þegar upplýsingar berast viðkomandi landi eru væntanlegir foreldrar kallaðir til og þeir samþykkja umsóknina sína og upplýsingarnar sem þeim hafa borist. Umsóknin er síðan send aftur til CCAA sem sendir ferðaleyfi/boð um að koma til Kína. BLAS (Bridge of Love Adoption Services) skipuleggur síðan ferðina og ekki er hægt að panta ferðir fyrr en leyfin berast.

18


Enn meira slúður Það mætti halda að ég gerði ekki annað en liggja yfir slúðrinu (rétt). En enn eitt slúðrið var að koma heitt inn og slúðurmaskínurnar fullyrða að þetta sé ekki slúður heldur staðreynd. Breskur náungi sem ekki er kominn með LID, bað vini sína í Kína að hringja í CCAA og forvitnast um stöðuna. Þeim var sagt að hann væri með LID snemma í september og hann mætti búast við upplýsingum í júlí. Mér skilst að Bretland sé ekki með ættleiðingarskrifstofur sér til aðstoðar og fái því sjaldnast að vita um dagsetningarnar sínar nema í gegnum BLAS sem ekki gat hjálpað í þessu tilfelli og þau hringdu því upp á von og óvon í CCAA. Getur verið að þetta sé rétt þar sem Bretland er t.d. miklu stærra en Ísland og við erum með ættleiðingarskrifstofu? Mér finnst þetta mjög furðulegt því ég hélt að ekki mætti hringja í CCAA því það gæti ruglað öllu kerfinu.

22. mars ðBlót, blót, blót Já, nú er ég að blóta. Nota alla vestfirskuna sem ég fékk með móðurmjólkinni. Ég reyni að halda bjartsýninni en það eru búnar að vera miklar umræður í gangi á þessum stöðum þar sem ég er að hlera upplýsingar. Flestir eru sammála um það, að hversu pirrandi sem það er, þá líti út fyrir að 12 mánuðir séu eðlilegur biðtími í dag. TÓLF mánuðir! Mér finnst allt í lagi að bíða í 12 mánuði EF ég vissi 100% að það væru 12 mánuðir. Ekki þessar eilífu pælingar um hvað sé að gerast. Það er eins gott að fara að byrja að plana gott sumarfrí því það lítur allt út fyrir að sumarfríið verði ekki í Kína. Ég veit, ég veit, þetta er svart-

19


sýnisraus og barlómur en stundum er bara ekki hægt annað. Stundum er bara ekki neitt annað í stöðunni en tuða við sjálfan sig. Ég sá mynd á amerískri vefsíðu af barnaherbergi sem bíður tilbúið eftir barninu og fataskápurinn er orðinn fullur af fötum. Hvernig verður minn skápur eftir átta mánuði til viðbótar? Samt er ég að reyna að hemja mig og kaupa bara eina flík í mánuði (nema þegar ég missi mig og kaupi eitthvað eitt lítið sem mig bráðvantar). Næsta vika verður óendanlega lengi að líða meðan beðið er eftir næstu upplýsingum frá CCAA. Birta þeir bara til loka maí eins og verstu hrakspárnar segja eða nær það fram yfir 10. Júní.

24. mars ðLítur illa út Nei, alls ekki! Það eru fleiri og fleiri sem segjast hafa fengið það staðfest hjá sínum ættleiðingarskrifstofum að næstu upplýsingar nái aðeins yfir 26.–30. maí. Fimm daga! Upplýsingarnar eru víst í pósti núna þannig að kínverska síðan ætti að uppfærast eftir helgi og þá fæst þetta staðfest. Þangað til getum við krossað putta um að upplýsingarnar nái yfir lengra tímabil en sagan segir einnig að þetta séu um 400 umsóknir sem þeir eru að afgreiða en maí virðist vera risa stór. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ágústmánuður er loksins kominn úr skoðunarherberginu. Ég heyrði sagt að þeir setji ekki staðfestinguna á vefsíðuna sína fyrr en búið er að fá svar við öll-um spurningum sem þeir kunna að hafa óskað eftir. Þannig að um leið og þeir setja þetta á vefsíðuna þá er maður pottþétt sloppinn í gegnum allt mat! Nú er verið að skoða september, síðan er það október og í júní sirka ættu okkar pappírar að fara í skoðun. Hvernig hljómar það? Svo fer það bara eftir hraðanum í pörunarherberginu og það er þar sem allt er í hægagangi. Í dag er ég sem sagt í stóísku skapi og alls ekki víst ég verði það á morgun!

20


26. mars ðSkemmtileg grein Á flandrinu um netið rakst ég á athyglisverðagrein í The New York Times. Hún fjallar um það hvernig fyrstu börnunum sem ættleidd voru frá Kína (1991)gengur að samsama sig við uppruna sinn og lífið í nýja landinu. Þetta er mjög athyglisvert því komið er inn á kynþáttamun og mismunandi menningu. Hvernig börnin verði að fá að komast í kynni við fólk af sínum kynþætti reglulega, ekki sé nóg að fara með þau reglulega á kínverska veitingastaði. Lögð er áhersla á að foreldrar verði að ræða rasisma og fleira við börn sín, ekki bara einu sinni heldur stöðugt í gegnum árin þannig að þegar kemur að því að þau standi frammi fyrir einhverju slíku þá séu þau viðbúin. Í greininni kemur einnig fram að mikil aukning hefur verið í ættleiðingum frá Kína til Bandaríkjanna og voru t.d. 7.906 börn ættleidd árið 2005 (The New York Times, 28. mars 2006).

27. mars ðSpennandi Spánn birtir á heimasíðu sinni bréf sem þeir sendu til CCAA 25. mars. Þar spyrja þeir hvort það sé einhver möguleiki á því að fá upplýsingar um stöðu mála í dag þ.e.a.s. hversu langur áætlaður biðtími sé í dag.

21


Þetta er spennandi og spurning hvort því verður svarað og við fáum þá einhverja hugmynd um hvenær við getum reiknað með ferðalögum okkar. Annars er allt að verða vitlaust á slúðursíðunum og núna vill fólk meina að júní sé álíka stór og maí og það komi til með að verða þriggja mánaða törn að fara yfir hann. En ég held að fólk sé bara að verða histerískt út af þessari löngu törn sem nú er loks að verða lokið. Viðverðum að halda bjartsýninni. Mér finnst þetta allavega mjög uppörvandi tölur: • Skoðun á júní lauk opinberlega 19. janúar og tók því um 51 dag. • Skoðun á júlí lauk opinberlega 6. mars og tók því 46 daga. • Skoðun á ágúst lauk opinberlega 24. mars og tók því bara 18 daga. Þetta hljómar ágætlega og það verður gaman aðsjá hvernig semtember reiðir af.

Pælingar Menn eru búnir að vera velta mikið fyrir sér ástæðunni fyrir því hversu langan tíma það hefur tekið að fara yfir maímánuð og alveg milljón samsæriskenningar á lofti. Allar virka þær sennilegar: 1. Mjög mikil aukning í umsóknum 2. Málið sem kom upp í Hunan þar sem komst upp að börnum hafði verið rænt frá foreldrum sínum og þau seld til munaðarleysingjahæla. Þeim málaferlum fer senn að ljúka og hafa kínversk yfirvöld látið vita að tekið verði á því máli af fullri hörku. 3. DHL týndi bunka af upplýsingum sem sendar voru til tilvonandi foreldra. Ein af ástæðunum fyrir auknum fjölda umsókna til Kína er sú að biðtími

22


í Kína hefur verið mjög stuttur til þessa eða sex til átta mánuðir. Um leið og fleiri umsóknir berast þá óhjákvæmilega lengist biðtíminn, þetta er bara gamla góða orsök og afleiðing. Hunanmálið hefur þau áhrif að nú eru pappírar barna skoðaðir mikið betur en áður. Það er gott fyrir okkur líka því þá getum við verið viss um að börnin okkar eru ekki komin til okkar á óheiðarlegan hátt. Alla vega verð ég að viðurkenna að ég vil frekar bíða aðeins lengur og vera viss um að allt sé rétt og heiðarlegt heldur en vera í vafa um hvort barninu hafi verið rænt. Ég get bara ekki klárað þá hugsun til enda, hún er svo hræðileg. DHL málið varð til þeað það þurfti að búa til nýjar upplýsingar um börnin og senda þeim foreldrum sem í hlut áttu en ég held að þau hafi öll verið í Bandaríkjunum. Þetta fólk fékk því bara ljósrit af öllum upplýsingum, myndum og fleira. Það hefur farið nokkur tími í að gera þetta þar sem þetta var frekar stór hópur. Ég rakst einmitt á heimasíðu einnar fjölskyldu um daginn og þau sátu bara og grétu loksins þegar þau fengu upplýsingarnar sínar, mánuði eftir að þær týndust í póstinum og þau búin að bíða milli vonar og ótta allan tímann. Úff, það er svo margt sem getur gerst á þessari leið og svo hélt ég í fávisku minni að þetta væri auðveldari meðganga heldur en þessi „klassíska”.

Fjaaaandans! Suma daga rignir inn slúðri meðan aðrir dagar eru mun rólegri og þetta er einn af þessum slúðurdögum. Það heitasta kemur frá Hollandi en ég verð að viðurkenna að hollenskan mín er EKKI mjög góð. Ég reyndi þó að berjast í gegnum síðuna þeirra til að fá staðfestingu á þessum hræðilega orðrómi og þó ég skilji ekki mikið þá skildi ég samt þetta. Hollensku samtökin, Wereldkinderen, heimsótu CCAA og BLAS núna í mars og birta í framhaldi af því fréttatilkynningu á heimasíðu sinni. Lauslega þýtt og staðfært er það eftirfarandi: Í dag berast um 2.000 umsóknir á mánuði til Kína en alþjóðlegar ættleiðingar frá Kína eru um

23


13.000 á ári. Þessi tala, 13.000 á ári, mun verða stöðug í bili en kemur til með að lækka á næstu árum þar sem æ fleiri börn eru ættleidd innanlands í Kína eftir því sem hagvöxtur eykst þar í landi. Í dag séu innleiddar ættleiðingar þegar orðnar fleiri en þær sem fara erlendis og auðvitað sé það alltaf besti kosturinn fyrir börnin. Þetta muni hafa þær afleiðingar að þar sem fjöldi umsókna eykst en fjöldi barna ekki þá muni biðtíminn aukast (alveg það sama og kemur fram á síðustu bloggfærslu). Í dag sé biðtíminn 11 mánuðir en CCAA búist við að hann fari að lengjast!!!! Nei, nei, nei! Ekki strax! Auðvitað er ég bara að hugsa um sjálfa mig þegar ég segi þetta. Rumorqueen (RQ) er bandarísk vefsíða sem skrifuð er af konu sem er að bíða eftir öðru barni frá Kína. Vefsíðan hennar er í dag ein helsta upplýsingalindin fyrir fólk sem er í sömu sporum og við. Hún telur að það geti ekki verið að stöðugt séu 2.000 umsóknir. Þetta hljóti frekar að vera eins konar meðaltal, t.d. ef maí var svona risastór þá sé alveg von að sumarmánuðurnir séu minni því þá er fólk í fríum og kannski ekki að sækja um að ættleiðingar. Ég er farin að grípa í hálmstrá. Það verður hinsvegar spennandi að sjá hvort Spánn fær svar við fyrirspurn sinni og hvort hún stemmir við þessa hollensku. Ef svo er þá getum við bara farið að panta okkur ferðir til Spánar í sumar og helgarferðir til einhverrar borgar í haust og búa okkur undir Kínaferð eftir áramót. Mér er ekki hlátur í hug en svo er eitt sem ber að hafa í huga. Þetta eru auðvitað allt ágiskanir. Enginn veit þetta fyrir víst nema CCAA og þeir gefa ekkert upp. Þannig að hverju er að treysta?

24


28. mars ðCCAA mars Loksins er búið að uppfæra kínversku síðuna og það virðist sem slúðrið hafi átt við rök að styðjast. Það er bara verið að senda upplýsingar frá 26.-30. maí.

29. mars ðHrollvekja Þetta verður að vera með þó þetta sé hrollvekja. Nú er staðan þannig að það er ekki alveg búið að fara yfir maíumsóknirnar, einn dagur var skilinn eftir eða 31. maí. Það er spurning af hverju hann fór ekki með? Ætli það séu svona margar umsóknir þennan eina dag eða eitthvað allt annað? Hver veit? Það er búið að taka þrjá mánuði að fara yfir maímánuð og nú koma ljótu fréttinar (þetta er slúður og alls EKKI staðfest). Stóru ættleiðingasamtökin í USA og Kanada eru mörg hver búin að hafa samband við skjólstæðinga sína sem eru í bið og segjast reikna með að það muni líka taka þrjá mánuði að fara yfir júní og síðan muni taka tvo mánuði að fara yfir næstu mánuði eftir það. Þetta er skelfileg spá ef þetta gengur eftir. En þetta eru jú auðvitað aðeins pælingar. Veit ekki hvort ég eigi að þora að setja niður mánuðina eftir þessu. Kínaferðin hrökk mörg ljósár í burtu.

25


30. mars ðGóðar fréttir Já, ég rakst loksins á góðar fréttir og það er fullyrt að þessar fréttir komi frá einhverjum MJÖG áreiðanlegum aðila með sambönd hjá CCAA. Þetta er á síðunni hjá RQ og hún segist hafa þurft að umorða þetta mjög mikið til þess að öruggt væri að enginn gæti komist að því hver hefði sent þessar upplýsingar. Þarna kemur fram að CCAA gerir spá fram í tímann um það hversu margar skjalamöppur þeir þurfi frá hverju munaðarleysingjaheimili. Málið er að börnin sem eru ættleidd til erlendra landa þurfa að hafa allt aðrar upplýsingar heldur en þau börn sem ættleidd eru innanlands í Kína. Spáin er byggð á fyrri árum og fer eftir því að suma mánuði eru margar umsóknir og aðra mánuði færri. Svo virðist sem CCAA hafi vanmetið hversu margar umsóknir bárust seinni partinn í maí (hvernig áttu þeir líka að geta spáð um það fyrir fram, ég bara spyr) og þess vegna hafi ekki verið afgreiddar fleiri umsóknir síðast (26.–30. maí). Það hafi einfaldlega ekki verið tilbúnir pappírar fyrir nógu mörg börn til erlendra ættleiðinga. Síðan eru það flutningar CCAA en þeir eru að skipta um húsnæði núna í apríl og það hefur tekið mjög langan tíma. Það er ekki vitað hvenær flutningunum á að vera lokið (ég hafði áður heyrt apríl í því sambandi) en þegar er búið að flytjahúsgögnin og tölvurnar og starfsfólkið er byrjað að vinna á nýju skrifstofunni.

Hugleiðing Ef CCAA vanmat svona eftirspurnina ættu þeir ekki að hafa náð í skottið á sér svona í ágúst eða september kannski? Þessi aðili sem er með upplýsingarnar segist ekki hafa þá tilfinningu að þeir séu vísvitandi að reyna að hægja á ferlinu. Hann segir að vísu það væri ekki öruggt að hann vissi ef svo væri en hann

26


hafi samt á tilfinningunni að svo sé ekki. RQ sendi fyrirspurn á hann hvort hann héldi að biðtíminn yrði áfram innan við 12 mánuði og það er spennandi að sjá hverju hann svarar . Þetta eru mun betri fréttir en í gær og í takt við það sem ég hef áður heyrt: Að pappírarnir fyrir erlendar ættleiðingar séu mun flóknari en fyrir innlendar þannig að það sé ljóst frá byrjun hvort tiltekið barn verði ættleitt erlendis eða innanlands. Einnig að það sé ekki hægt að kippa inn fleiri börnum til ættleiðingar erlendis nema með einhverjum fyrirvara. Þetta er allt svo flókið fyrirbæri en ég held ég sé að skilja þetta allt betur og betur. Ég verð orðin sérfræðingur í að túlka þessar upplýsingar áður en yfir lýkur! En mér líður bara miklu betur með þessar fréttir heldur en þessar í gær.

31. mars ðBros RQ er búin að fá svar við fyrirspurn gærdagsins. Þar segir bréfritari að CCAA reikni ekki með að bið eftir upplýsingum frá LID degi verði lengri 12 mánuðir. Segir að CCAA finnist best að vinna með 8–12 mánaða tímaramma. Þetta finnst mér góðar fréttir. Auðvitað er þetta óstaðfest eins og allt annað en þetta er samt gott slúður. Það þýðir að við í hópi 16 ættum að fá okkar upplýsingar á bilinu október/nóvember (11–12 mánuðir). Annað sem er á floti í slúðurheiminum er að ekki þurfi að bíða í mánuð eftir næstu upplýsingum frá CCAA heldur komi þær um leið og þær verði tilbúnar. Ekki veit ég hvað það þýðir. Gæti auðveldlega þýtt vika eða þjár vikur eða allt þar á milli. Spennandi að sjá hvaða dagsetningar verða í því holli.

27



2. kafli Apríl 2006

29



3. kafli Maí 2006

31


32


4. kafli Júní 2006 33



5. kafli júlí 2006

35




Árið 2006 hittust átta fjölskyldur í fyrsta sinn. Þær áttu eftir að hittast oft áður en þær náðu sameiginlegu markmiði sínu. Markmið þeirra allra var að stækka fjölskyldur sínar en full reynt var að ekki var hægt að gera það með hefðbundnum hætti. Stefnan var því sett á Kína. Biðin varð löng og ófyrirsjánleg og til þess að stytta tímann var haldið úti bloggi þar sem leitað var leiða til að sjá hvenær lagt yrði af stað. Smám saman hefur þessi tími verið að lengjast og er í dag orðinn meira en sex ár. Bloggið lifði góðu lífi í eitt og hálft ár og var á tímabili helsta upplýsingalind fólks í bið eftir upplýsingum frá Kína.

Táknið fyrir ást

38


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.