Mentor fyrir hverja?
Hvers vegna mentor? Hvað er mentor? Hver getur orðið mentor?
Í þessum bæklingi er fjallað um nýtt verkefni við Háskóla Íslands, eða mentorakerfið. Fjallað er um það hverjir stand að baki þessu verkefni og hvað fólk þarf að hafa að bera til að taka þátt.
Mentor Orðið Mentor kemur úr grísku og er í dag viðurkennt á alþjóðavísu fyrir það fyrirbæri er eldri stafsmaður aðstoðar nýjan starfsmann við að ná tökum á starfi sínu. Á íslensku er oft notað orðið „fóstri” en það er þó frekar notað þegar um er að ræða að auðvelda nýliðum að hefja störf og vera til staðar fyrsta mánuðinn. Að tryggja að þeir fái allar nauðsynlegar
upplýsingar sem fyrst og finni fyrir öryggi og ánægju í nýju starfi. Mentor nær í flestum tilfellum yfir lengra tímabil og felst í því að hægt er að leita til viðkomandi með hugmyndir ásamt því fá beina aðstoð við störf sín. Í góðu mentorsambandi felst tvíhliða lærdómur í þá veru að báðir aðilar læra af hvor öðrum.
Háskóli Íslands Reglulega hefur komið upp sú umræða við Háskóla Íslands að gott væri að koma af stað mentorakerfi til að auðvelda nýjum kennurum sín fyrstu skref. Árið 2014 varð þetta loks að veruleika og fyrsti hópur mentora og nýrra kennara tók sín fyrstu skref í samstarfi starfsmannasviðs, deilda og Kennslumiðstöðvar. Um er að ræða tilraunaverkefni sem vonandi verður að föstum lið í starfsemi HÍ. Erlendar kannanir hafa sýnt að
þar sem slíkt kerfi er til staðar þá eru nýir kennarar fljótari að átta sig á nýju starfi, tengja fyrr við stofnunina og um leið minnkar starfsmannavelta því fólki líður betur. Það er engin ein leið sem virkar best þegar um mentorasamband er að ræða heldur verður hvert teymi að finna sinn takt. Þó eru ákveðin atriði sem koma oftast upp og verður hér gerð tilraun til að stikla á sþví helsta.
Aðstoð við nýliða í starfsþróun Helstu atriðin sem styðja að háskólar taki upp mentorakerfi eru eftirfarandi: • Auðveldar nýjum starfsmönnum að kynnast menningu háskólans • Styður nýja og/eða reynslulitla kennara við að þróa kennsluhætti sína
• Dregur úr starfsmannaveltu • Styður við rannsóknarhlutverk háskólakennara • Getur ýtt undir fræðmennsku í kennslu (scholarship of teaching) • Eflir þá tilfinningu að tilheyra vinnustað/hópi.
Að velja mentor Þegar mentor er valinn er gott að hafa nokkur atriði í huga. Ekki er t.d. talið æskilegt að viðkomandi sé í valdastöðu en hafi þó ákveðna virðingarstöðu innan sinnar deildar eða skólans. Hann verður að hafa tíma til að veita leiðsögnina og áhuga á að gegna stöðu mentors.
Hann verður að vera kominn með ákveðna reynslu í starfi þannig að hann þekki innviði starfsins nokkuð vel. Þá verður hann að hafa áhuga á að aðstoða nýliða í sínum störfum og hafa til að bera ákveðna hæfni sem mentor.
Verkefni mentora og nýliða Helstu verkefni mentora og nýrra kennara geta verið af margvíslegum toga en það hefur sýnt sig að þau sem koma helst upp eru svipuð á milli háskóla um allan heim: • Styðja nýliða við að reyna nýjar hugmyndir • Benda á hugsanlega möguleika • Veita ráð vegna ákvarðanatöku t.d. vegna starfsframa • Aðstoða nýliða beint við að ná tökum á ákveðinni færni
• Vera upplýsingaveita um tæknilega eða faglega þekkingu • Útskýra reglur háskólans, siði, venjur og gildi • Vera fyrirmynd • Veita uppbyggilega endurgjöf • Vera til staðar • Styðja og hvetja nýliða við að ná markmiðum • Ögra skoðunum og hvetja til nýrrar hugsunar
Eiginleikar mentors Ákveðnir eiginleikar verða að vera í fari kennara sem býður sig fram til að vera mentor. Þannig er mjög mikilvægt að hann geti: • Notað virka hlustun • Spurt opinna og viðeigandi spurninga
• Speglað tilfinningar og skoðanir sem hann/hún sér • Komið með uppástungur án þess að virka skipandi • Dregið saman aðalatriði umræðu • Gefið uppbyggjandi, jákvæða og nákvæma endurgjöf
Þrjár hliðar á mentorasambandi Þegar búið er að finna finna mentor og báðir aðilar eru sáttir við að hefjast handa eru þrjú mikilvæg atriði sem verður að hafa í huga: 1. Gagnkvæmt traust á háu stigi er algjört lykilatriði 2. Mentor hjálpar öðrum einstakling að ná því sem hann sækist eftir 3. Mentor aðstoðar aðra við að nýta hæfileika sína.
Mikilvægt er að mentor átti sig á því hvert hans hlutverk er og ekki síður hvað ekki er í hans verkahring. Hann á t.d. ekki að sinna persónulegum málum hins nýja kennara heldur er eingöngu um að ræða atriði og verkefni er tengjast starfinu.
Fundir Hér hefur verið farið yfir helstu þætti er skipta mentora og skjólstæðinga máli. Fleiri þætti þarf að hafa í huga og einn af þeim er umhverfið þar sem fundirnir eru haldnir. Það skiptir máli að um sé að ræða stað þar sem báðum aðilum líður vel og þeir geti slappað af. Þó er mjög mikilvægt að hafa í huga að fundirnir eiga ekki að snúa um daginn og veginn heldur eiga þetta að vera vel uppbyggðir og skipulagðir fundir. Á fyrsta fundi eru lagðar línurnar fyrir
komandi samstarf og mikilvægt er að halda fundargerð eða skrifa dagbók. Þannig er tryggt að útkoman verði eins og lagt var upp með. Fundirnir þurfa ekki alltaf að vera haldnir augliti til auglitis. Ef um langar fjarlægðir er að ræða getur verið nauðsynlegt að halda líka símafundi eða SKYPE. Ekki er ráðlegt að fara yfir mál í tölvupósti og þá aðallega vegna þess að auðvelt er að misskilja hvað sagt er í slíkum samskiptum.
Ábyrgðarmaður: Anna Kristín Halldórsdóttir