Heilsan mĂn
Velkomin Þessi bæklingur er fyrir þig til að læra um góða heilsu. Það er gott að fylgjast með heilsunni og lifa heilbrigðu lífi.
Höfundar: Helga Sjöfn Hrólfsdóttir og Kristín Helga Magnúsdóttir Myndir: Eydís Herborg Kristjánsdóttir Aðstoð veitti Gerður Aagot Árnadóttir
Læknis-heimsóknir
Ef þú tekur dag-lega lyf er ráð-lagt að fara til læknis einu sinni á ári til að fara yfir lyfin og heilsu-far þitt. Það er gott að eiga sinn heimilis-lækni sem þú leitar til um þín heilsu-fars-mál. Ef eitt-hvað áríðandi kemur upp á er hægt að hringja í 112 til að fá samband við neyðar-línu eða fá sendan sjúkra-bíl.
Hreyfing og matar-ræði
Mikil-vægt er að hreyfa sig, helst á hverjum degi. Hreyfing og hollur matur geta bætt heilsu þína og líðan.
Svefn
Mikil-vægt er að fá nægan nætur-svefn. Það er gott að sofa í 8 klukku-stundir. Sumum finnst betra að sofa lengur.
Tennur
Gott er að bursta tennurnar tvisvar á dag, á kvöldin og morgnana. Stundum koma óhreinindi á milli tannanna sem tann-burstinn nær ekki, þá er gott að nota tann-þráð. Ef þú notar tann-bursta og tann-þráð á hverjum degi eru minni líkur á að tennurnar skemmist.
Sjón og heyrn
Með aldrinum getur sjónin orðið verri og þá gætir þú þurft að nota gler-augu. Hjá sumum getur heyrnin minnkað með aldrinum. Sumir þurfa þá að nota heyrnar-tæki til að heyra betur. Sumir þurfa að nota gler-augu eða heyrnar-tæki alla ævi.
Of-þyngd
Það getur verið vont fyrir líkamann að vera of þungur. Mikil-vægt er að fylgjast með blóðþrýstingnum og vigtinni. Þú þarf líka að passa þig að hreyfa þig og borða hollt.
Kyn-líf
Þegar karl og kona stunda kyn-líf getur konan orðið ólétt. Ef þú vilt ekki eignast barn þá getur þú notað smokk eða aðrar getnaðar-varnir. Gott er að fara til læknis og fá ráð-leggingar um getnaðar-varnir og kyn-sjúkdóma.
Salernis-ferðir
Ef það er vont að pissa þá verður þú að fara til læknis. Stundum getur verið erfitt að hafa hægðir ef þær eru harðar. Þá þarft þú að passa betur upp á að borða hollan mat eins og grænmeti og ávexti og drekka vatn. Ef það er blóð í hægðum verður þú að fara til læknis.
Geð-heilsa
Stundum líður fólki illa, þá er gott að tala við einhvern sem þú treystir. Stundum getur hreyfing hjálpað til við að líða betur. Ef þér hættir ekki að líða illa gætir þú þurft að leita til læknis.
Breytingar-skeið
Þegar konur eru í kringum 40 - 50 ára fara þær að ganga inn í tíma-bil sem kallað er breytingarskeið. Þá hætta þær á blæðingum og geta fundið fyrir ein-kennum eins og hita-kófi og van-líðan. Ef þér líður illa er ráð-lagt að fara til læknis.
Of-beldi
Ef ein-hver snertir þig sem þú vilt ekki að snerti þig skaltu segja STOPP. Þetta er þinn líkami og þú ræður yfir honum. Ef þér líður illa yfir ein-hverju sem ein-hver sagði við þig skaltu tala við aðila sem þú treystir. Ef ein-hver meiðir þig skaltu tala við aðila sem þú treystir eða lækni.
Krabba-meins-skoðanir
Konur sem eru virkar í kyn-lífi þurfa að fara í leg-hálsskoðun hjá lækni þegar þær verða 23 ára. Konur sem eru orðnar 40 ára er ráð-lagt að fara í brjósta-skoðun hjá lækni. Þegar fólk eldist þarf það að vera vakandi fyrir breytingum á líkams-starfsemi sinni og ræða við lækni ef eitt-hvað breytist.
Góð ráð
Hreyfðu þig reglu-lega. - 30 mín-útna hreyfing á dag er góð.
Borðaðu hollan mat og drekktu vatn. Dæmi um hollan mat eru: - Ávextir og græn-meti - Gróft brauð
Hafðu sam-band við lækni ef eitt-hvað kemur upp á eða ef þig vantar ráð-leggingar.